ALLT bendir til að stórfelld vélarbilun, fremur en hryðjuverk, hafi valdið því að farþegaþota hrapaði í íbúðahverfi í New York fáum mínútum eftir flugtak frá Kennedy-flugvelli í gær.
Meira
HER Norðurbandalagsins, andstæðinga talibanastjórnarinnar í Afganistan, var í gær kominn að borgarmörkum Kabúl, og sagði talsmaður bandalagsins að her þess héldi kyrru fyrir um 10-15 km norður af borginni.
Meira
UM 180 athugasemdir bárust við deiliskipulag Borgarhverfis í Keflavík, iðnaðarsvæði sem fyrirhugað er við Rósaselsvötn, skammt ofan við Vallahverfi. Íbúar hverfisins eru afar óánægðir með áform um að byggja þarna iðnaðarhverfi.
Meira
AÐ minnsta kosti 575 fórust og 316 slösuðust þegar mikið óveður með miklu úrhelli gekk yfir Alsír um helgina. Í höfuðstaðnum, Algeirsborg, var eyðileggingin gífurleg.
Meira
SAMKEPPNISSTOFNUN hefur sent forráðamönnum Apóteksins bréf þar sem óskað er eftir því að fyrirtækið hætti birtingu á auglýsingu sem birtist í Morgunblaðinu á fimmtudag um lyfjaverð.
Meira
LÖGREGLUSTJÓRINN í Reykjavík hefur ákært tvo bræður, sautján og átján ára gamla, fyrir að stela ríflega 7.200 lítrum af bensíni. Andvirði eldsneytisins er tæplega 750 þúsund krónur.
Meira
HRYÐJUVERK og baráttan gegn þeim, alþjóðleg friðargæsla, umhverfismál og þróun voru helstu áhersluatriðin í ræðu Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær. Sagði hann, að hryðjuverkin 11.
Meira
BORUNUM er lokið í bili á Hengilssvæðinu á vegum Orkuveitu Reykjavíkur, sem áformar 120 megavatta gufuaflsvirkjun á þessum slóðum. Jarðboranir hf. boruðu tvær holur í sumar, aðra á ská undir Skarðsmýrarfjall og hina við norðurhlíðar Stóra-Reykjafells.
Meira
ÞEGAR togarinn Örfirisey var farinn að nálgast Grænuhlíðina ískyggilega mikið undir morgun á laugardag voru veiðarfærin sett út og við það hægði á skipinu.
Meira
AÐFARANÓTT sunnudags var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt að nokkrir ungir menn hefðu brotið sér leið inn í íbúð og ráðist á húsráðanda. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að hópur ungmenna var í anddyri hússins og höfðu þau nokkuð hátt.
Meira
DRENGUR varð fyrir bíl í Hamrahlíð við Hlíðaskóla í Reykjavík á níunda tímanum í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík hljóp drengurinn á milli tveggja kyrrstæðra bifreiða og út á götu.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Austurlands dæmdi í gær skipstjóra þriggja norskra loðnuskipa til að greiða 2,5 milljónir króna hver í sekt fyrir ólöglegar veiðar innan íslensku lögsögunnar í júlí í sumar.
Meira
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra var staddur í byggingu Sameinuðu þjóðanna á Manhattan þegar fregnir bárust af flugvélahrapinu í New York. Þar stendur nú yfir Allsherjarþing SÞ, sem sótt er af utanríkisráðherrum flestra aðildarríkjanna.
Meira
LOFTFÉLAGIÐ og lyfjafyrirtækið Glaxo Smith Kline hafa gefið heilsugæslunni á Ólafsfirði nýjan öndunar-/lungnamæli. Tæki þetta gerir kleift að uppgötva langvinna öndunarfærasjúkdóma í tíma svo að hægt sé að bregðast rétt við.
Meira
ÖKUMAÐUR bifreiðar fipaðist og ók á ljósastaur þegar snjóbolta var hent í bíl hans þegar hann ók um Engihjalla í Kópavogi í gær. Ökumaður slapp ómeiddur en bíllinn og staurinn skemmdust nokkuð.
Meira
SKOTFLAUGAR sem notaðar eru til að koma línu á milli skipa brugðust ítrekað þegar varðskipið Ægir freistaði þess að koma taug yfir í togarann Örfirisey á laugardag, þegar skipið hraktist stjórnlaust upp að Grænuhlíð í mynni Jökulfjarða.
Meira
FLUGLEIÐIR aflýstu í gær flugi til New York eftir að flugvél American Airlines fórst við JFK-flugvöll. Öllum alþjóðaflugvöllum í New York var lokað í kjölfar slyssins.
Meira
MÁLBJÖRG, félag um stam, heldur foreldrafund miðvikudaginn 14. nóvember í Hátúni 10, 9. hæð, kl. 20. Flutt verður stutt erindi um stam barna. Rætt um vetrarstarfið og væntingar næsta...
Meira
Katrín Davíðsdóttir fæddist í Miðdal í Kjós 8. febrúar 1953. Hún varð stúdent frá MH 1972. Hún lauk læknanámi frá Háskóla Íslands 1979 og sérfræðinámi í barnalækningum í Svíþjóð 1987. Hún hefur starfað sem sérfræðingur í barnalækningum við ung- og smábarnavernd hér á landi frá árinu 1991 og frá 1998 í greiningarteymi á Miðstöð heilsuverndar barna á Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík. Katrín er gift Sigurði Inga Geirssyni byggingarverkfræðingi og eiga þau synina Sigurþór Inga og Davíð Þór.
Meira
JÓNÍNA Bjartmarz (B) formaður heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis sagði við upphaf þingfundar í gær, að hallað hefði verið réttu máli í liðinnu viku þegar gagnrýni kom fram á nefndina fyrir að sinna ekki óskum sjúkraliða um fund.
Meira
SKÓGRÆKTARFÉLÖGIN á höfuðborgarsvæðinu halda opinn fræðslufund í stóra sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6, í dag, þriðjudaginn 13. nóvember kl. 20.
Meira
FUNDUR hefst á Alþingi í dag, þriðjudaginn 13. nóvember, kl. 13.30. Á dagskrá er atkvæðagreiðsla um fjölda þingmála, en einnig umræður um frumvörp og þingsályktunartillögur er varða samgöngumál.
Meira
FÉLAGAR í Lionsklúbbnum Hæng á Akureyri heimsóttu heimilisfólkið á sambýli aldraðra við Bakkahlíð og dögunum og færðu þeim tvo páfagauka að gjöf.
Meira
JÚGÓSLAVNESKUR herforingi á eftirlaunum gaf sig í gær fram við Stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag í Hollandi en hann hefur verið ákærður fyrir árás á króatísku miðaldaborgina Dubrovnik 1991.
Meira
LÖGREGLAN í Hafnarfirði var beðin um aðstoð vegna hávaða frá hundi í fjölbýlishúsi í bænum á sunnudagskvöld. Þegar lögreglumenn komu inn í húsið heyrðu þeir hrotur og hundgá.
Meira
GEORG Þór Kristjánsson, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, andaðist síðastliðinn sunnudag á heimili sínu í Vestmannaeyjum, 51 árs að aldri. Georg Þór fæddist í Vestmannaeyjum 25.
Meira
TVEIR grímuklæddir menn réðust inn í verslun 11-11 við Kleifarsel í Breiðholti á tólfta tímanum á sunnudagskvöld. Afgreiðslustúlka sem var að ganga frá í versluninni hljóp út þegar hún varð vör við þjófana og hringdi á lögreglu.
Meira
AIRBUS 300-600-þotan, sem hrapaði til jarðar í New York í gær, hefur hingað til þótt mjög áreiðanleg og með tilliti til þess þykir slysið þeim mun furðulegra.
Meira
MJÖG ölvuð kona, sem var ökumaður jeppa, var handtekin á Reykjanesbraut síðdegis í gær eftir að hafa ekið á bifreið með þeim afleiðingum að tvö börn og einn fullorðinn meiddust og urðu að leita sér aðhlynningar á slysadeild.
Meira
Sigur John Howards forsætisráðherra í þingkosningunum í Ástralíu um helgina er rakinn til þeirrar hörku sem hann hefur sýnt í málefnum flóttafólks. Sólveig Kr. Einarsdóttir greinir frá stöðunni í áströlskum stjórnmálum.
Meira
HAUSTNÁMSKEIÐ Barnageðlæknafélags Íslands verður haldið mánudaginn 19. nóvember kl. 10-17 og þriðjudaginn 20. nóvember kl. 8.30-14 í sal Læknafélagsins í Hlíðarsmára 8 í Kópavogi.
Meira
ÞRIÐJA heiðursbikarmót Taflfélags Hreyfils verður haldið miðvikudagana 14. og 21. nóvember í félagsheimili Hreyfils kl. 20. Mótið er haldið til heiðurs Guðlaugi Guðmundssyni, einum af stofnendum félagsins, en það var stofnað 24. febrúar 1954.
Meira
"GRÓSKA í Grafarvogi" er heiti á nýju hverfisverkefni sem kynnt verður í Grafarvogskirkju í kvöld. Verkefnið miðar að því að leggja áherslu á heilbrigðan lífsstíl og beinist að íbúum á aldrinum 0-18 ára.
Meira
ÁSTA Valdimarsdóttir kennari og bókasafnsfræðingur endurtekur kynningu á hlátursmeðferð indverska læknisins Madan Kataria, "The Yogic Concept of Laughter Therapy" í Norræna húsinu föstudaginn 16. nóvember kl.
Meira
SAMTÖK um vestræna samvinnu (SVS) og Varðberg kynna nýútkomna bók eftir Björn Bjarnason, Í hita kalda stríðsins, í Skála á Hótel Sögu á morgun, miðvikudag, kl. 17:15. Bókin snertir nútímasögu Íslands og hlutverk landsins í alþjóðlegu umhverfi.
Meira
EKKI hefur enn náðst samstaða um nýjan urðunarstað fyrir sorp í Eyjafirði og því eru sorpmálin ekki inni í tillögu að svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998-2018.
Meira
GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í ræðu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York á laugardagskvöld að allar þjóðir heims væru hugsanlegt skotmark hryðjuverkamanna og ættu því að taka þátt í baráttu Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum.
Meira
Í texta með kafla úr bókinni Of stór fyrir Ísland - ævisaga Jóhanns risa, sem birtist í Morgunblaðinu á sunnudag, var rangt farið með nafn útgefandans. Hið rétta er að bókaforlagið Hólar gefur bókina út. Beðist er velvirðingar á þessum...
Meira
5. UMFERÐIN var tefld á laugardag á EM landsliða í skák. Bæði liðin stóðu sig vel og skildu jöfn í baráttu við sterkari andstæðinga. Hjá körlunum gerði Hannes Hlífar sér lítið fyrir og sigraði júgóslavneska stórmeistarann Branko Damjanovic í 38 leikjum.
Meira
TVEIR menn sem sakaðir eru um stórfelldan þjófnað á tölvubúnaði hafa játað sekt sína, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Í ákæru kemur fram að verðmæti þýfisins nam um ellefu milljónum en brotin frömdu þeir ýmist einir eða í félagi við hvor annan.
Meira
NÝR skóli, Lágafellsskóli í Mosfellsbæ, var formlega vígður á laugardag en skólinn var tekinn í notkun í haust. Um 300 börn eru nú í skólanum, þau elstu 11 ára. Hönnuðir byggingarinnar eru arkitektarnir Jón Þór Þorvaldsson og Baldur Ó.
Meira
Afganska stjórnarandstaðan í Afganistan sækir nú með aðstoð Bandaríkjanna fram á öllum vígstöðvum í norðurhluta landsins. Davíð Logi Sigurðsson segir í grein sinni að Bandaríkjamenn voni að fall borgarinnar Mazar-e-Sharif verði til þess að íbúar landsins snúist gegn talibanastjórninni.
Meira
Á BERGSTAÐASTRÆTI, við hús númer sjö, var ekið á bifreiðina SJ-759, sem er rauð Toyota, þar sem hún stóð kyrr og mannlaus. Er taliðað þetta hafi átt sér stað þann 10. nóvember sl. um kl. 14.15.
Meira
FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 9. nóvember sl. var ekið á bifreiðina OZ-764, sem er rauð Alfa Romeo fólksbifreið. Tjónvaldur fór af vettvangi. Atvikið gerðist við gatnamót Vegamótastígs og Grettisgötu á bilinu kl. 21.10-22.
Meira
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær, að málefni sem varði verðtryggingu séu jafnan til skoðunar hjá Seðlabanka. Benti hann á að verðtryggingar hefðu verið takmarkaðar á undanförnum árum og úr þeim dregið.
Meira
MINNINGARATHAFNIR um hermenn frá Bretlandi og bresku samveldislöndunum og um þýska hermenn sem féllu í heimsstyrjöldunum tveimur voru haldnar á sunnudaginn.
Meira
FRAMKVÆMDIR eru hafnar við varanlega vegagerð á Gaulverjabæjarvegi í Árnessýslu. Vegagerðin samdi við vörubílstjórafélagið Mjölni á Selfossi sem bauð um 40 milljónir króna í verkið.
Meira
FÓTAAÐGERÐASTOFA Hafdísar var nýlega opnuð á Smiðjuvegi 4, Kópavogi, í sama húsnæði og Hársmiðjan. Eigandi stofunnar er Hafdís Magnúsdóttir, löggiltur fótaaðgerðafræðingur. Sérstök áhersla er lögð á meðhöndlun líkþorna og vörtumeðferð.
Meira
BORGARSTJÓRINN í New York, Rudy Giuliani, sagði að sín fyrstu viðbrögð við þeim fregnum að harmleikur hefði enn einu sinni riðið yfir íbúa New York hefðu einkennst af einskærri geðshræringu. "Guð minn góður.
Meira
UNGUM stjórnanda 25 tonna hjólaskóflu tókst að bjarga sér með því að stökkva út úr vinnuvélinni augnabliki áður en hún steyptist niður þverhnípi og endaði niðri í fjöru um 120 metrum neðar.
Meira
"ÉG SÁ skyndilega hvar einn hreyflanna brotnaði frá vélinni og hrapaði til jarðar á 10 til 15 sekúndum," sagði Kevin O'Rourke við sjónvarpsstöðina WABC-TV en O'Rourke varð vitni að því þegar flugvél American Airlines-flugfélagsins brotlenti í...
Meira
ÆTTINGJAR farþega sem voru um borð í þotu American Airlines grétu og féllu niður á kné sér þegar fréttir bárust af því til Santo Domingo að flugvélin hefði farist skömmu eftir flugtak í New York í gær.
Meira
SKRIFLEGT svar landbúnaðarráðherra vegna fyrirspurnar Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur (S) um sölu ríkisjarða varð enn að deiluefni á Alþingi í gær eftir að Ásta Ragnheiður upplýsti að upplýsingar um andvirði sölu ríkisjarða mætti finna þrjú ár aftur í...
Meira
Allsherjarverkfall sjúkraliða um land allt hófst aðfaranótt mánudagsins en þetta er fjórða þriggja daga verkfallið sem sjúkraliðar efna til á þessum vetri. Í úttekt Örnu Schram kemur m.a. fram að heilbrigðisstofnanir víða um land reyna að sinna lágmarksþjónustu þrátt fyrir verkfall með undanþágum frá vakt til vaktar.
Meira
Á FUNDI ráðherra Evrópuráðsins í Strassborg í síðustu viku voru meðal annars á dagskrá umræður um framlag Evrópuráðsins til baráttunnar gegn alþjóðlegum hryðjuverkum.
Meira
Á DÖGUNUM héldu nemar í sögu, listum og menningu við Menntaskólann á Egilsstöðum menningarkvöld á Minjasafni Austurlands. Þemað var Ítalía á endurreisnartímabilinu og var það sett fram í formi fyrirlestra, innsetninga og mynda.
Meira
FUNDUR Hafrannsóknastofnunar í Vestmannaeyjum var fjölsóttur og voru um 70 manns á fundinum. Fundarmenn voru ánægðir með fundinn og töldu bilið milli heimamanna og sérfærðinga hafa minnkað og mál hafa skýrst.
Meira
"SKÓGRÆKT er heilbrigðismál" er yfirskrift fundar sem haldinn verður í Deiglunni, Kaupvangsstræti annað kvöld, þriðjudagskvöldið 14 nóvember kl. 20.30.
Meira
SKÓLASTJÓRI og aðstoðaskólastjóri Gerðaskóla í Garði hafa sagt upp störfum vegna þess að þeir telja sig fara illa út úr samningi launanefndar sveitarfélaga við kennarasamtökin og hafa ekki fengið það lagfært hjá yfirvöldum hreppsins.
Meira
MJÖG góður vilji er fyrir því að ljúka byggingu stjórnunarálmu Klébergsskóla á Kjalarnesi fyrir næsta haust og gera endurbætur á lóð skólans að sögn formanns fræðsluráðs Reykjavíkur en í gær fundaði hann með hagsmunaaðilum um málið.
Meira
NOKKRIR þjófnaðir hafa verið tilkynntir á fartölvum, skjávörpum og fleiru úr skólum borgarinnar að undanförnu, einkum framhaldsskólum. Í flestum tilvikum er hlutunum stolið meðan nemendur eru við störf.
Meira
BANDARÍKJASTJÓRN kveðst efast um að Osama bin Laden ráði yfir kjarnavopnum en segir að hann sé enn að reyna að komast yfir slík gereyðingarvopn og myndi ekki hika við að beita þeim.
Meira
ÞEGAR Einar Gunnar Guðmundsson keypti íbúð í júlí 1997 fylgdu henni pappírar frá Fasteignamati ríkisins, þinglýstur eignaskiptasamningur og fasteignalýsing þar sem kom fram að hún væri 86 fermetrar, auk þess sem Einar yfirtók áhvílandi húsbréf.
Meira
UMFERÐIN gekk ágætlega um helgina þrátt fyrir mikinn veðurham á laugardag. Fimm ökumenn voru grunaðir um ölvun við akstur og 27 fyrir of hraðan akstur. Þá var lögreglu tilkynnt um 46 umferðaróhöpp, flest minniháttar.
Meira
FJÓRIR skólar hafa nú bæst við í svonefnt UT-samstarf, en það er fjögurra ára tilraunaverkefni á vegum menntamálaráðuneytis með stuðningi sveitarfélaga og Landssímans, um þróun í notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Eru UT-skólarnir þá orðnir 10...
Meira
FYRRVERANDI flugrekstrarstjóri Leiguflugs Ísleifs Ottesen neitaði sök þegar ákæra lögreglustjórans í Reykjavík á hendur honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir nokkru.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi greinargerð frá tryggingaráði um gildandi reglur um tannlækningar og samskipti Tryggingastofnunar ríkisins við tannlækna. Millifyrirsagnir eru blaðsins.
Meira
LJÓST er að mikið tjón hefur orðið á línubátnum Núpi BA-69 sem strandaði við Sjömannabana í Patreksfirði á laugardag. Göt eru á botni skipsins og verður ekki hægt að draga skipið á flot fyrr en búið er að þétta þau.
Meira
Fundaröð á vegum Hafrannsóknastofnunar um land allt lauk í síðustu viku með fundi í Vestmannaeyjum. Fundirnir voru samtals átján og fylgdust Jón Gunnlaugsson á Akranesi og Ásmundur Friðriksson í Eyjum með orðaskiptum sérfræðinga og heimamanna á stöðunum.
Meira
HÚSFYLLIR var á foreldraráðstefnunni Hönd í hönd sem Fjölskyldu- og félagsmálaþjónusta Reykjanesbæjar efndi til síðastliðinn laugardag. Starfsmenn eru ánægðir með hvernig til tókst. Ráðstefnan var haldin í Kirkjulundi, safnaðarheimili Keflavíkurkirkju.
Meira
OPNAÐUR hefur verið nýr vinnumarkaðsvefur Samtaka atvinnulífsins. Á vefnum er að finna ítarlegar en aðgengilegar upplýsingar um ráðningar, starfslok, veikindarétt, hvíldartíma og margt fleira. Vefurinn er opinn öllum félagsmönnum SA.
Meira
MILDI þykir að ekki urðu slys á fólki er Sléttbakur EA, frystitogari Útgerðarfélags Akureyringa hf., fékk á sig brotsjó um kl. 4.30 sl. laugardagsmorgun. Togarinn var þá staddur í vondu veðri á Deildargrunni, um 20 sjómílur út af Rit.
Meira
RAFMAGNSTRUFLANIR urðu á Suður- og Vesturlandi í gær vegna seltu á raflínum og spennivirkjum. Snjókoma á Suðurlandi í gærmorgun jók enn á vandann þar sem leiddi á milli og línur slógu því út.
Meira
FJÓRÐA haustið í röð hefur haförn sést austan við Vík í Mýrdal. Ekki er ljóst hvort þetta er sami fuglinn en að minnsta kosti kemur hann á sömu staðina ár eftir ár. Fuglinn er með ljósar fjaðrir í stélinu sem hann hefur ekki haft í fyrri heimsóknum.
Meira
Samkomulagið um framkvæmd Kyoto-bókunarinnar við loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem náðist í Marrakesh í Marokkó á laugardaginn, mun hafa mikil áhrif víða um heim.
Meira
Sigvald Tveit: Víst mun vorið koma, kirkjukantata við texta eftir Eyvind Skeie og Jan Arvid Hellström úr Opinberunarbók Jóhannesar. Íslenzk þýðing: Árelíus Níelsson. Einsöngur: Páll Rósinkrans og Maríanna Másdóttir. Skálholtshátíðarkórinn og 9 hljóðfæraleikarar undir stjórn Carls Möller. Stjórnandi: Hilmar Örn Agnarsson. Laugardaginn 10. nóvember kl. 16.
Meira
ÆVISAGA Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, Diddúar, sem Súsanna Svavarsdóttir hefur ritað, verður kynnt á Súfistanum í kvöld kl. 20 á Súfistanum, bókakaffi í verslun Máls og menningar við Laugaveg. M.a.
Meira
Prince Valium er Þorsteinn Ólafsson og semur lög 1-6. Plastik er Aðalsteinn Guðmundsson og semur hann lög 7-12. Spilunartími: 68 mínútur. Undirtónar gefa út undir merkjum Stefnumóta.
Meira
KVIKMYNDIN Monsters Inc. , eða Skrímsl hf. náði þeim góða árangri um síðustu helgi að verða aðsóknarmesta myndin í Bandaríkjunum aðra helgina í röð og rakaði inn um helmingi meiri tekjum en myndin sem sest í annað sætið, Shallow Hal .
Meira
FORMLEG opnun kvikmyndahátíðar í Reykjavík var á föstudaginn var í Laugarásbíói. Það var indverska myndin Stormasamt hjónaband sem var opnunarmynd en kvikmyndagerð þar í landi hefur löngum verið með miklum blóma.
Meira
OLGA Guðrún Sigfúsdóttir arkitekt hlaut á dögunum 2. verðlaun fyrir besta lokaverkefni við Tækniháskólann í Berlín. Í fyrra fékk hún 10 í einkunn fyrir sama verkefni, en það er hönnun baðgarðs í Bjarnarflagi.
Meira
BÖRN og bækur og Síung standa að bókakaffi á Súfistanum, verslun Máls og menningar, annað kvöld kl. 20. Sagt verður frá og lesið úr nýútkomnum íslenskum og þýddum barnabókum.
Meira
Kvikmyndin Mávahlátur , sem Ágúst Guðmundsson gerði eftir skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur, hlaut sex Edduverðlaun á verðlaunahátíð Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar sem haldin var á sunnudaginn.
Meira
STEFNUMÓTIN halda áfram að stefna saman lifandi listamönnum alla þriðjudaga á veitingahúsinu Gauki á Stöng. Kvöldið í kvöld er með athyglisverðara móti enda listamennirnir hver úr sinni áttinni ef svo mætti að orði komast.
Meira
Höfundur: Thorbjörn Egner. Íslensk þýðing: Hulda Valtýsdóttir. Leikstjóri: María Reyndal. Leikarar: Brynhildur Guðjónsdóttir og Stefán Jónsson. Tónlist: Christian Hartmann. Tónlistarumsjón og hljóðfæraleikur: Jóhann G. Jóhannsson. Leikmynd og búningar: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Smíðaverkstæðið 11. nóvember.
Meira
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ í samvinnu við Pars Pro Toto stendur fyrir danssýningu í kvöld og annað kvöld kl. 20.00 á Stóra sviðinu. Sýnd verða þrjú dansverk eftir Láru Stefánsdóttur, Langbrók, Elsa og Lady Fish and Chips.
Meira
Leikstjóri: Michael Polish. Handritshöfundar: Michael og Mark Polish. Aðalleikendur: Michael Polish, Mark Polish, Michele Hicks. Bandarísk. Para. 1999.
Meira
EINN leikstjóri þeirra ágætismynda, sem boðið er uppá á Kvikmyndahátíð í Reykjavík 2001, er dáður og virtur meðal íslenskra sem erlendra bíógesta.
Meira
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi í gær Evelyn Stefánsson Nef riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar fyrir framlag hennar til rannsókna á norðurslóðum og varðveislu arfleifðar Vilhjálms Stefánssonar landkönnuðar.
Meira
TÓNLEIKUM tónlistarkennaranna Peter Tompkins óbóleikara og Guðríðar St. Sigurðardóttur píanóleikara, sem vera áttu í Salnum í kvöld, er frestað þar til verkfall Tónlistarskólakennara er...
Meira
TVÆR sýningar standa yfir í Listhúsinu í Laugardal. Málm- og glerlistakonan Elínborg Kjartansdóttir sýnir í Veislugalleríi. Meðal verka eru glerverk, englar og skúlptúrar.
Meira
ÚTGÁFUTÓNLEIKAR vegna hljómdisks Ragnheiðar Ólafsdóttur og Þórarins Hjartarsonar með ljóðum Páls Ólafssonar verða á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld kl. 20.30.
Meira
Tónlist samin fyrir uppfærslu Borgarleikhússins á Kristnihaldi undir Jökli eftir Halldór Laxness. Höfundar tónlistar eru Sölvi Blöndal og Höskuldur Ólafsson, einnig á Gaukur Úlfarsson hlutdeild í nokkrum lögum.
Meira
ÓGNARÁSTAND hefur nú skapast vegna hefndarárásanna á Bandaríkin 11. september sl. Nauðsynlegt er því að draga fram feril þess hættulega ástands sem nú er upp komið og orsök þess.
Meira
Alfreð var á móti því að Orkuveita Reykjavíkur ætti þátt í veitingahúsarekstri, segir Hrafnkell A. Jónsson, en taldi grundvallaratriði að Orkuveita Reykjavíkur tæki þátt í rekstri fjarskiptafyrirtækis. Þarna hætti ég að skilja.
Meira
Þess vegna væri fróðlegt að vita, segir Gunnar Björnsson, hvort það er ásetningur og stefna okkar kæra, gamla, virðulega, ágæta og fordæmisgefandi, Morgunblaðs, að hætta vitandi vits, að kalla Jón prest séra Jón.
Meira
MÉR er það óskiljanlegt hvernig er komið fyrir réttarkerfi Íslendinga. En þar sem ég ein og sér get litlu breytt í þeim efnum, vil ég af veikum mætti þó tjá mig um það sem mér helst mislíkar.
Meira
Markmið náms í félagsráðgjöf miðar að því, segja Matthildur Þórarinsdóttir og Eymundur Hannesson, að veita nemendum fræðilega undirstöðu og þjálfun til að starfa við ráðgjöf og meðferð.
Meira
Félagsráðgjöf þróaðist sem sérfræðigrein í umróti iðnbyltingar og aldamóta, í tengslum við borgarvæðingu, segir Sigrún Júlíusdóttir, snarpa þjóðfélagsframvindu og breyttan lífsstíl.
Meira
Málið snýst eingöngu um það, segir Jóhanna Sigurðardóttir, hvenær kvótaeigendur leysa til sín 18-26 milljarða skattalækkunargjöf frá ríkisstjórninni.
Meira
Í AUGNABLIKINU er ekki mjög gaman að vera söngnemandi. Ég hangi heima því mér er ekki hleypt inn í skólann minn, Söngskólann í Reykjavík, til að æfa mig og þá skiptir engu máli þótt ég hafi greitt 160.000 kr. í skólagjöld.
Meira
Miðborgin hefur svo ótal margt fleira sem fólk sækist eftir heldur en verslunarmiðstöðvarnar, segir Einar Örn Stefánsson. Hún er kjarni mannlífs í borginni.
Meira
Ágætu þingmenn. Mikið hljótið þið og samstarfsmenn ykkar að hafa lítið álit á greind kjósenda ykkar ef þið styðjið frumvarp um aðvörunarmiða á vínflöskur. Dettur ykkur virkilega í hug að fólk drekki minna ef slíkir miðar eru á flöskunum?
Meira
Anna Árnadóttir fæddist í Reykjavík 7. júní 1907. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 14. október síðastliðinn og fór bálför hennar fram frá Fossvogskirkju í kyrrþey 22. október.
MeiraKaupa minningabók
Bryndís Ósk Reynisdóttir fæddist í Reykjavík 29. apríl 1983. Hún lést af slysförum ásamt unnusta sínum, Ólafi Sigurðssyni, f. á Akureyri 12. febrúar 1981, mánudaginn 29. október síðastliðinn og fór útför þeirra fram frá Fella- og Hólakirkju 6. nóvember.
MeiraKaupa minningabók
Eva Sigríður Björnsdóttir fæddist í Reykjavík 30. ágúst 1931. Hún lést í Reykjavík 19. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 27. september.
MeiraKaupa minningabók
Georg Bernharð Michelsen fæddist á Sauðárkróki 20. maí 1916. Hann lést á líknardeild Landspítala Landakoti laugardaginn 3. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Pálsdóttir frá Draflastöðum í Sölvadal, f. 9. ágúst 1886, d. 31.
MeiraKaupa minningabók
Gunnur Magnúsdóttir fæddist í Seyðisfirði 12. júlí 1916. Hún lést á sjúkrahúsi Seyðisfjarðar 4. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Seyðisfjarðarkirkju 10. nóvember.
MeiraKaupa minningabók
Hrafnkell Valdimarsson fæddist á Teigi í Vopnafirði 24. október 1935. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 18. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðfinna Þorsteinsdóttir, Erla skáldkona, f. 26.6. 1891, d. 23.11.
MeiraKaupa minningabók
Inger J. Helgason fæddist 6. febrúar 1913 í Kaupmannahöfn. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 18. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hafnarfjarðarkirkju 25. október.
MeiraKaupa minningabók
Jóakim Pálsson fæddist í Hnífsdal 20. nóvember 1913. Hann lést 21. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grensáskirkju 2. október.
MeiraKaupa minningabók
Jónas Halldórsson skipasmiður fæddist í Bolungarvík 30. júní 1921. Hann andaðist á elli- og hjúkrunarheimulinu Grund þriðjudaginn 16. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru María Jenný Jónasdóttir, húsfreyja, f. 27.9. 1895, d. 24.2.
MeiraKaupa minningabók
Jón Pétursson fæddist á Akureyri 8. júní 1912. Hann lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 5. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhanna Sólveig Benediktsdóttir, verkakona frá Höfðahverfi og Látraströnd í Eyjafirði, f. 20.9. 1889, d. 29.5.
MeiraKaupa minningabók
Karl Guðmundsson fæddist 2. september 1911 á Drangsnesi við Steingrímsfjörð. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 5. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson útvegsbóndi, f. 27. júlí 1872, d. 5.
MeiraKaupa minningabók
Kristján Stefánsson Wiium fæddist í Fagradal í Vopnafirði 27. júlí 1933. Hann lést 5. nóvember síðastliðinn. Kristján var elsta barn foreldra sinna, Stefáns G. Guðmundssonar, f. 3.6. 1906, d. 22.3. 1966, frá Böðvarsdal í Vopnafirði, og Ingileifar K.
MeiraKaupa minningabók
Steinunn Ásta Guðmundsdóttir fæddist á Akranesi 5. nóvember 1929. Hún lést 16. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akraneskirkju 24. október.
MeiraKaupa minningabók
Unnur Ágústsdóttir Schram fæddist í Valhöll á Bíldudal 15. desember 1915. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli miðvikudaginn 31. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 9. nóvember.
MeiraKaupa minningabók
Þóra Ingibjörg Stefánsdóttir fæddist á Hnappavöllum í Öræfum 31. júlí 1919. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 4. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Stefán Þorláksson, f. 1878, d. 1969, og Ljótunn Pálsdóttir, f. 1882, d. 1955.
MeiraKaupa minningabók
Þrúður Guðmundsdóttir fæddist á Snæfjöllum á Snæfjallaströnd 2. janúar árið 1907. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 21. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 26. október.
MeiraKaupa minningabók
REKSTUR Landssíma Íslands skilaði 790 milljóna króna hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins og er það 100 milljónum króna meiri hagnaður en gert hafði verið ráð fyrir á tímabilinu.
Meira
HAGNAÐUR Bakkavör Group af reglulegri starfsemi fyrir skatta nam 109 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins samanborið við 1 milljón króna á sama tímabili í fyrra sem er umfram áætlanir félagsins.
Meira
HAGNAÐUR Pharmaco hf. nam tæpum 1,2 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins og er það fjórföldun hagnaðar frá sama tímabili í fyrra en þá nam hagnaður félagsins 299 milljónum kr.
Meira
NORÐURFERÐIR ehf. og hugbúnaðarfyrirtækið Idega margmiðlun hf. hafa komið á fót sérhæfðu birgða- og sölukerfi fyrir birgja í ferðaþjónustu. Kerfið verður á Netinu og inniheldur það alla þætti vörustjórnunar, þ.m.t.
Meira
NOREGUR og Rússland hafa náð samkomulagi um að heildarkvóti fyrir íshafsþorsk í Barentshafi á næsta ári skuli vera 395.000 tonn. Að auki koma til viðbótar 40.000 tonn af grunnslóðarþorski.
Meira
HRÆÐSLA greip fjárfesta um allan heim í kjölfar brotlendingar flugvélar American Airlines í New York í gær vegna óvissu um hvort þar hefði verið um hryðjuverk að ræða.
Meira
BRESKA blaðið Guardian sagðist á laugardag hafa heimildir fyrir því að sl. föstudag hefði verið gengið frá fjármögnun Baugs varðandi kaupin á Arcadia Group.
Meira
VÍSITALA neysluverðs miðuð við verðlag í nóvemberbyrjun 2001 var 218,5 stig og hækkaði um 0,4% frá fyrra mánuði, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Fjármálafyrirtæki höfðu almennt spáð á bilinu 0-0,2% hækkun á milli mánaða.
Meira
ÞORBJÖRN Fiskanes var rekinn með 1,8 milljóna króna hagnaði fyrstu níu mánuði ársins en allt árið í fyrra nam tap félagsins 88,8 milljónum króna.
Meira
ÁRLEGT tjón af völdum bruna nemur tugum milljóna. Hluti bruna verður af völdum kerta og aldrei er of oft brýnt fyrir fólki að fara varlega, einkum nú þegar tími jólakerta og skreytinga með kertaljósum er að ganga í garð.
Meira
*Látið kerti aldrei loga innanhúss án eftirlits. *Gætið vel að staðsetningu kertaljóss. *Forðist að hafa kerti í dragsúgi.Vindsveipur eða gegnumtrekkur getur kveikt eld á ný.
Meira
JÓLALISTINN frá Kays er kominn. Í listanum er að finna jólagjafir handa allri fjölskyldunni, segir í tilkynningu frá B. Magnússon. Þar segir ennfremur að í listanum sé mikið úrval.
Meira
DREIFING ehf. hefur sett á markað jurtakjöt, sem ætlað er þeim sem borða kjöt af dýrum en vilja fá léttari máltíð einu sinni til tvisvar í viku, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Meira
50 ÁRA afmæli . Í dag, þriðjudaginn 13. nóvember, er fimmtugur Þorgils Baldursson, lyfsali, Hafnarbraut 29, Höfn í Hornafirði . Hann og eiginkona hans, Inga Jónsdóttir, hafa af þessu tilefni opið hús í Pakkhúsinu á Höfn laugardaginn 17. nóvember kl.
Meira
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10-14 í neðri safnaðarsal. Skemmtiganga um Laugardalinn eða upplestur kl. 10.30. Umsjón Þóranna Þórarinsdóttir. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12 í kirkjunni. Umsjón Guðrún K. Þórsdóttir.
Meira
STÓRFENGLEGUR endasprettur tryggði Erlendi Jónssyni og Hermanni Lárussyni Íslandsmeistaratitilinn í tvímenningi, en 40 pör háðu úrslitarimmuna í stífri törn um helgina og lögðu að baki 117 spil.
Meira
BRÚÐKAUP . Gefin voru saman 29. september sl. í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Einari Eyjólfssyni María Leifsdóttir og Sigurður Ingi Guðmarsson. Heimili þeirra er í Smyrilshólum 6,...
Meira
Félag eldri borgara í Kópavogi Ágæt þátttaka var í Michell-tvímenningnum þriðjudaginn 6. nóvember. Lokastaða efstu para í N/S varð þessi: Magnús Halldórss. - Þórður Jörundss. 257 Bragi Björnsson - Þórður Sigfússon 255 Sigurður Jóhannss.
Meira
Hér segir af áhyggjum sem grípa viðhorfshöfund heljartökum, þegar hann til dæmis ætlar að kaupa slátur, sem ekki fæst, og það í miðri sláturtíðinni.
Meira
KYRRÐARDAGAR á aðventu verða í Skálholtsskóla dagana 30. nóv.-2. des. nk. Margir hafa óskað eftir tækifæri til að draga sig í hlé, fara í hvarf og undirbúa sig andlega fyrir jólin til mótvægis við erilinn og annirnar sem annars ráða jólaundirbúningnum.
Meira
Í dag er þriðjudagur 13. nóvember, 317. dagur ársins 2001. Birktíusmessa. Orð dagsins: Fyrir því segi ég yður: Hvers sem þér biðjið í bæn yðar, þá trúið, að þér hafið öðlast það, og yður mun það veitast. Meira
Hryðjuverkamaðurinn Osama bin Laden ku vera stuðningsmaður Arsenal eftir því sem fram kemur í bók um hann sem kemur út í dag í Englandi og er rituð af Adam Robinson.
Meira
HEIMIR Ríkharðsson, þjálfari Fram, var ekki alveg nógu sáttur við úrslitin. "Ég ætlaði að vinna þennan leik, en nú verðum við bara að vinna þá með fimm mörkum í París um næstu helgi," sagði hann í leikslok.
Meira
ENGLENDINGAR verða að bíða enn um sinn með að fagna sigri á Svíum í knattspyrnu. Þjóðirnar gerðu 1:1 jafntefli í vináttuleik á Old Trafford á laugardaginn, en nú eru liðin 33 ár síðan Englendingar fögnuðu síðast sigri á Svíum. "Við verðum að bíða aðeins lengur, eða þar til við vinnum þá á HM næsta sumar," sagði Sven-Göran Eriksson, sænskur landsliðsþjálfari Englendinga, eftir leikinn.
Meira
17.953 áhorfendur voru saman komnir á Britannia-leikvellinum í Stoke - til að sjá leik Stoke og Brentford. Aðeins voru fleiri áhorfendur á einum knattspyrnuvelli í Englandi á laugardaginn. Það var á Old Trafford, þar sem 64.
Meira
FRAKKAR náðu 1:1 jafntefli í vináttuleik við Ástrala í Melborune á laugardaginn. Heimamenn komust yfir skömmu fyrir hálfleik en þremur mínútum eftir leikhléið jöfnuðu frönsku gestirnir. Það rigndi mikið á meðan þjóðirnar áttust við en rúmlega 53.
Meira
FRANK de Boer, fyrirliði knattspyrnulandsliðs Hollands, segir að Danir geti komið á óvart á HM á næsta ári. Liðin léku vináttulandsleik á Parken í Kaupmannahöfn á laugardag en Hollendingar verða ekki með í lokakeppni.
Meira
GARÐAR Gunnlaugsson, yngri bróðir tvíburanna Arnars og Bjarka Gunnlaugssona, er þessa dagana til reynslu hjá enska 1. deildar liðinu Preston, liðinu sem Bjarki hefur verið á mála hjá.
Meira
KR-INGAR eru komnir með fjögurra stiga forystu í úrvalsdeildinni í körfuknattleik eftir sjöttu umferðina sem leikin var á sunnudagskvöldið. Þeir unnu Skallagrím, 77:74, og hafa fullt hús stiga en síðan koma Keflavík, Grindavík, Njarðvík, Þór og Tindastóll, öll með 8 stig. Grindavík vann Keflavík í Suðurnesjaslag, 105:99, í stórleik umferðarinnar.
Meira
GUÐNI Rúnar Helgason, knattspyrnumaður frá Húsavík, sem verið hefur í herbúðum Keflvíkinga undanfarin ár, heldur í dag til Englands þar sem hann mun reyna fyrir sér hjá Brentford í ensku 2. deildinni.
Meira
ÞAÐ er nokkuð ljóst að róðurinn verður erfiður hjá Frömurum í síðari leik liðsins gegn Paris St. Germain í áskorendabikarnum í handknattleik. PSG, með Gunnar Berg Viktorsson sem markahæsta leikmann, sigraði Fram 26:22 í fyrri leik liðanna í Framhúsinu á sunnudaginn og var sigurinn nokkuð áreynslulítill.
Meira
* HALLDÓRA Björk Sigurðardóttir verður ekki aðalþjálfari kvennaliðs KR í knattspyrnu eins og sagt var frá í síðustu viku. Hún verður áfram aðstoðarþjálfari liðsins en stýrir því þar til aðalþjálfari er fundinn.
Meira
ÍSLANDSMEISTARAR Hauka máttu þola tíu marka tap, 39:29, fyrir spænska stórliðinu Barcelona í fyrri viðureign liðanna í þriðju umferð EHF-keppninnar í handknattleik sem fram fór í Katalóníu um helgina.
Meira
HALLDÓR Ingólfsson, fyrirliði Íslandsmeistara Hauka í handknattleik, jafnaði markamet Julians Róberts Duranonas í Evrópuleik er hann skoraði 14 mörk fyrir Hauka gegn Barcelona, 39:29.
Meira
KVENNALIÐI Hauka í handknattleik hefur verið boðin þátttaka í móti sem fram fer í Grikklandi 15.-18. nóvember næstkomandi. Auk Haukanna taka þátt þrjú landslið, Grikkland, Búlgaría og Túnis.
Meira
HEIÐMAR Felixson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður KA, gengst undir uppskurð á öxl í dag og þar með er ljóst að hann verður ekki með íslenska landsliðinu í úrslitakeppni Evrópumótsins sem hefst í Svíþjóð í janúar á næsta ári.
Meira
SIGURÐUR Sveinsson og Jökull Jörgensen urðu um helgina Norðurlandameistarar heldri manna í skvassi en mótið var að þessu sinni haldið í Veggsporti. Keppt var í þremur aldursflokkum, 35 ára og eldri, 40 ára og eldri og loks 45 ára og eldri.
Meira
ÞAÐ var svo sannarlega heitt í kolunum á skautasvellinu á Akureyri á laugardagskvöldið er Skautafélag Akureyrar tók á móti Bjarnarmönnum og sigraði 7:1.
Meira
* HJÖRTUR Hinriksson, handknattleiksmaður úr FH, leikur ekki með Hafnarfjarðarliðinu næstu vikurnar. Hjörtur var skorinn upp við meiðslum í öxl fyrir helgina og verður frá í það minnsta næstu átta vikurnar.
Meira
HLYNUR Stefánsson, fyrirliði knattspyrnuliðs ÍBV, tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir tveggja áratuga feril í meistaraflokki. Hann er 37 ára gamall og lék fyrst með ÍBV árið 1981, þá 16 ára gamall.
Meira
EYJAMENN voru kafsigldir af frískum Þórsurum á sunnudagskvöldið í Eyjum í 1. deildarkeppni karla í handknattleik, 31:24. Það var engu líkara en heimamenn hefðu haldið að andstæðingar þeirra yrðu auðveld bráð en Þórsarar hafa sýnt það í byrjun móts að þeir geta leikið líflegan handknattleik. Þeir tóku völdin strax í byrjun og héldu þeim allt til loka.
Meira
LÍNURNAR skýrðust ekki mikið um helgina varðandi þau fimm sæti sem Evrópuþjóðir geta tryggt sér í úrslitakeppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu, sem fer fram í Suður-Kóreu og Japan næsta sumar. Þó má segja að Þjóðverjar virðist ætla að verða með í úrslitakeppninni eins og venjulega og Írar standa einnig vel að vígi ásamt Tyrkjum. Mexíkanar tryggðu sér rétt til að leika á HM er þeir lögðu Hondúras að velli, 3:0.
Meira
ALLAR líkur eru á því að Roy Keane missi af næstu 20 leikjum Manchester United vegna meiðsla á hné, en samkvæmt fréttum enskra fjölmiðla í gær þarf Keane að fara í aðgerð á hægra hné. Írski landsliðsmaðurinn lék ekki með Manchester United í sl.
Meira
Listhlaup á skautum Íslandsmót barna og unglinga, haldið í Skautahöllinni í Reykjavík laugardaginn 10. nóvember 2001. 15 ára og eldri - A: 1. Sigurlaug Árnadóttir, SR 2. Vanessa Jóhannesdóttir, SA 3. Helga Margrét Clarke, SA 15 ára og eldri - B: 1.
Meira
DIEGO Maradona lék sinn síðasta knattspyrnuleik um helgina. Sérstakur kveðjuleikur var honum til heiðurs í Argentínu þar sem landsliðið mætti stjörnum prýddu liði Maradona.
Meira
NBA-deildin Leikið aðfaranótt mánudags: Washington - Seattle 84:99 Detroit - Portland 98:100 Denver - Toronto 96:85 LA Lakers - Orlando 108:95 Leikir aðfaranótt sunnudags: New Jersey - Cleveland 87:84 LA Clippers - Phoenix 111:102 New York - Golden State...
Meira
MIKLAR líkur eru á því að Branislav Pokrajac, þjálfari portúgalska handknattleiksliðsins Porto og júgóslavneska landsliðsins, komi til Íslands næsta sumar og haldi hér námskeið fyrir íslenska þjálfara.
Meira
PORTO, með hálft portúgalska landsliðið innanborðs og júgóslavneska stórskyttu í aðalhlutverki, reyndist HK-ingum of erfiður andstæðingur í Evrópukeppni bikarhafa í Digranesi á laugardaginn. Porto sigraði, 29:24, og þar með er síðari viðureign liðanna í Portúgal næsta sunnudag nánast formsatriði því Porto er nánast ósigrandi á heimavelli og vinnur jafnan Evrópuleiki sína þar með miklum mun.
Meira
"MÉR fannst Framarar betri en ég átti von á og skil ekki hvers vegna þeir eru svona neðarlega í deildinni," sagði Gunnar Berg Viktorsson, fyrrum leikmaður Fram og núverandi atvinnumaður hjá PSG.
Meira
BRYNJAR Björn Gunnarsson skoraði sitt þriðja mark í síðustu fjórum leikjum með Stoke City þegar lið hans vann Brentford, 3:2, í toppslag ensku 2. deildarinnar í knattspyrnu á laugardaginn. Stoke styrkti með þessu enn stöðu sína í toppslagnum, er með 36 stig, Brentford 37 og Brighton 38, og í kvöld fær lið Guðjóns Þórðarsonar tækifæri til að komast í efsta sætið í fyrsta skipti þegar það sækir Wigan heim.
Meira
Carlos Resende, leikstjórnandi og lykilmaður Porto, sagði við Morgunblaðið eftir leikinn við HK að hann væri ekki ánægður með leikinn sem slíkan en úrslitin væru mjög góð. Það væri ekki hægt að kvarta eftir fimm marka sigur á erfiðum útivelli.
Meira
* RAGNAR Óskarsson átti stórleik þegar Dunkerque lék við Toulouse á útivelli á laugardaginn. Ragnar gerði tíu mörk en það dugði skammt því heimamenn sigruðu 31:29. Dunkerque er enn í fjórða sæti með 22 stig eins og Ivry en Montpellier er efst með 25...
Meira
"ÞAÐ var fyrst og fremst reynsluleysið sem varð okkur að falli. Okkur vantaði herslumuninn til að jafna metin í seinni hálfleiknum og það var óþarfi að tapa þessum leik með fimm marka mun," sagði Óskar Elvar Óskarsson, fyrirliði HK, við Morgunblaðið eftir leikinn við Porto.
Meira
SA - Björninn 7:1 Mikið gekk á í leiknum á Akureyri á laugardaginn og sjö leikmenn liðanna voru reknir af velli. Akureyringar voru reknir út af í samtals 102 mínútur og leikmenn Bjarnarins í 97 mínútur.
Meira
FÁUM kom á óvart að Sigurlaug Árnadóttir úr Skautafélagi Reykjavíkur skyldi vinna í elsta flokki á Íslandsmóti barna og unglinga í listhlaupi á skautum sem fram fór í Skautahöllinni í Reykjavík á laugardaginn. En þeir fjölmörgu áhorfendur, sem lögðu leið sína í Skautahöllina, skemmtu sér ekki bara við að sjá tilþrif hennar því 98 keppendur, allt niður í 7 ára, sýndu skemmtileg tilþrif þegar hver og einn tók á öllu sínu því hvert heppnað stökk var stórsigur.
Meira
STEFÁN Gíslason, knattspyrnumaður frá Eskifirði, skrifaði um helgina undir fimm ára samning við austurríska úrvalsdeildarliðið Grazer AK. Hann byrjar að leika með liðinu eftir áramótin en skammt er í vetrarfríið í Austurríki.
Meira
STEVE Coppell, knattspyrnustjóri Brentford, sagði eftir ósigur, 3:2, gegn Stoke City í toppslag ensku 2. deildarinnar á laugardag að lið Stoke ætti ekki heima í 2. deild.
Meira
MIROSLAV Blazevic, þjálfari knattspyrnulandsliðs Írans, vonast eftir kraftaverki gegn Írum í síðari viðureign liðanna um laust sæti á HM í Japan og S-Kóreu á næsta ári.
Meira
VERNHARÐ Þorleifsson, júdómaður frá Akureyri, vann gullverðlaun í -100 kg flokki á opna finnska meistaramótinu á sunnudag. Hann vann allar viðureignir sínar á mótinu af öryggi og segir Sævar Sigursteinsson landsliðsþjálfari að árangur Vernharðs lofi góðu fyrir framhaldið en hann stefni á að vera í fremstu röð á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Júgóslavaíu í vor.
Meira
Volvo Ocean Race Staðan eftir 1. legg, frá Southampton til Cape Town: Skútan Illbruck er í fyrsta sæti, fór leiðina á 31 degi, 6 klukkustundum, 19 mínútum og 49 sekúndum. Amer Sports One er í 2. sæti á 31:8:20:56 sekúndum. Skútan News Corp er í 3.
Meira
BRANISLAV Pokrajac, landsliðsþjálfari Júgóslavíu, tók við liði Porto í byrjun september og stjórnar báðum liðunum í vetur. Pokrajac var einn lykilmanna júgóslavneska landsliðsins á áttunda áratugnum og er einn virtasti handknattleiksþjálfari heims í dag. Hann sagði við Morgunblaðið eftir leikinn við HK að hann væri mjög ánægður með útkomuna.
Meira
ÞUNGU fargi var af Haukastúlkum létt á laugardaginn eftir heimsókn Valsstúlkna - Hafnfirðingar höfðu tapað tveimur leikjum í röð svo það var að duga eða drepast.
Meira
FYRIR skömmu var lagður hornsteinn að Lagnakerfamiðstöð Íslands. Það gerði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, stjórnarformaður Lagnakerfamiðstöðvarinnar, að viðstöddum fjölmennum hópi velunnara stöðvarinnar.
Meira
ÞAÐ er meginregla að hver eigandi hafi rétt til hagnýtingar þess hluta fjöleignarhúss, sem er sameiginlegur, svo og sameiginlegrar lóðar og búnaðar.
Meira
Svona styttur eru vinsælar í barnaherbergin. Þær eru hafðar til skrauts og líka sem lampafætur t.d. Þær eru unnar með þurrburstunaraðferð. Fást í...
Meira
VITUND fólks um útlit bygginga og áhrif þeirra á umhverfið hefur aldrei verið meiri en nú. Þetta á jafnt við um stórar opinberar byggingar sem íbúðarhús.
Meira
ÉG sá hana Margréti fyrst þegar ég var í 10 ára bekk í Mýrarhúsaskóla, en þá var hún nýflutt hingað á Nesið með foreldrum sínum. Hjá 10 ára gutta eru stúlkur ekki efst á vinsældalistanum.
Meira
Þýskur sögunarbúkki, notaður til að halda greinum og stofnum meðan þeir eru sagaðir. Gaddar halda greinunum kyrrum. Þetta ágæta áhald fæst í Þór í...
Meira
Bómullarlúrteppi ofið með fallegri mynd. Svona teppi eru notaleg til þess að breiða yfir sig, t.d. við sjónvarpið á köldum vetrarkvöldum. Fást í...
Meira
Reykjavík - Hjá Eignamiðluninni er nú í sölu sérlega glæsileg hæð og ris í virðulegu steinsteyptu húsi á einum eftirsóttasta staðnum á höfuðborgarsvæðinu. Óskað er eftir tilboði. Eignin skiptist m.a.
Meira
Himinsæng úr rauðviði, útskorin, frá Waughan-húsgögnum í Bandaríkjunum. Þetta er úr hönnunarlínunni 1901 European Colonial og er til í Queen- og King-stærðum. Fæst í Svefni og heilsu í Listhúsinu í...
Meira
Þessir jólasveinar eru úr keramiki og geta bæði verið hvítir eða eru málaðir, en það síðarnefnda er óneitanlega miklu vinsælla. Borin er lituð olía á stytturnar og þurrkað af þannig að litur situr í öllum skorum hennar. Má síðan bera á glimmer og fleira.
Meira
SAGA verslunar í húsinu númer 4 við Vesturgötu í Reykjvík er orðin ærið löng. Vestasti hluti hússins var byggður árið 1882, en Björn Kristjánsson, kaupmaður, bankastjóri, alþingismaður og ráðherra stofnaði þar ritfangaverslun árið 1888.
Meira
Kópavogur - Fasteignasalan Gimli er með í sölu fjögurra herbergja íbúð, 110,6 fermetra, í lyftuhúsi í Salahverfi. Húsið afhendist fullbúið að utan, þ.e.a.s.
Meira
Reykjavík - Fasteignasalan Lund ur er nú með í sölu einbýlishús í Kvistalandi 23 í Reykjavík. Þetta er steinhús, byggt 1976 og er það á einni hæð, alls 220,2 fermetrar, þar af er innbyggður bílskúr 25,8 fermetrar.
Meira
Sófi eða legubekkur frá Artelano. Hægt er að velja ýmiss konar áklæði á hann. Púðarnir eru frá Ritzzenhoff, þýskir og með fjörlegu munstri. Fást í...
Meira
Könnur með máluðum myndum á. Þær mega fara í uppþvottavél og eru tilvaldar til tækifærisgjafa sem og á heimili og í fyrirtæki. Könnurnar heita My darling og eru sumar ætlaðar konum en aðrar...
Meira
Seltjarnarnes - Fasteignamarkaðurinn er nú með í sölu einbýlishús á einni hæð að Nesbala 66 á Seltjarnarnesi. Um er að ræða steinhús sem byggt var 1981 og er það 158,7 fermetrar, en auk þess er tvöfaldur bílskúr, sem er 42,3 fermetrar.
Meira
Borð í einstaklingsíbúð sem hægt er að draga sundur og verður þá ekki hliðarborð þá stundina heldur borðstofuborð fyrir sex. Borðið er franskt frá Artelano og er úr eik á álfótum. Það fæst í Casa í Mörkinni...
Meira
Þarna er borð sem er jafnvígt á báðar hendur, ef svo má segja. Gott dæmi um hvað er að gerast nýjast í hönnun. Þessi húsgögneru frá Hermann Miller í...
Meira
Hafnarfjörður - Hjá fasteignasöl unni Hraunhamri er nú í sölu einbýlishús að Úthlíð 6 í Hafnarfirði. Þetta er steinhús, byggt 1993 og er það 154,9 fermetrar, auk bílskúrs sem er 32,8 fermetrar.
Meira
Reykjavík - Hjá Fasteignaþingi er nú í sölu parhús úr steini sem byggt var 1997 og er það 184,3 ferm., en þar af er bílskúrinn 21,6 ferm. "Þetta er fallegt parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr og vönduðum innréttingum.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.