Greinar föstudaginn 16. nóvember 2001

Forsíða

16. nóvember 2001 | Forsíða | 72 orð | 1 mynd

Laus úr prísund

BANDARÍKJAMAÐURINN John Mercer fagnar dóttur sinni Heather en hún kom til Islamabad í Pakistan í gær eftir að hafa eytt þremur mánuðum í fangelsum talibanastjórnarinnar í Afganistan. Meira
16. nóvember 2001 | Forsíða | 160 orð | 1 mynd

Lokahnykkur kosningabaráttu í Kosovo

LEIÐTOGAR stjórnmálaflokkanna í Kosovo fluttu kjósendum lokaskilaboð sín í gær vegna þingkosninga sem fara fram á morgun. Meira
16. nóvember 2001 | Forsíða | 191 orð

Sádi-Arabar vara Rússa við verðhruni á olíu

LÍKURNAR á frekari lækkun olíuverðs jukust í gær þegar olíumálaráðherra Sádi-Arabíu lýsti því yfir að OPEC, samtök ellefu olíuútflutningsríkja, myndu standa við þá ákvörðun sína að minnka ekki olíuframleiðslu sína nema önnur ríki gerðu það einnig - jafnvel þótt það gæti leitt til lægra olíuverðs. Meira
16. nóvember 2001 | Forsíða | 420 orð

Vilja hraða myndun nýrrar stjórnar

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti tóku í gær undir með þeim sem vilja hraða myndun nýrrar stjórnar í Afganistan, en fundi leiðtoganna lauk í Texas í Bandaríkjunum í gær. Meira

Fréttir

16. nóvember 2001 | Suðurnes | 349 orð | 1 mynd

10-15 kaupmenn munu taka þátt

NOKKRIR kaupmenn og þjónustuaðilar í Reykjanesbæ tilkynntu þátttöku í norrænu samvinnuverkefni á kynningarfundi sem Markaðs- og atvinnumálaskrifstofa Reykjanesbæjar efndi til í vikunni. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 208 orð

Aðskilnaður ríkis og kirkju

GUÐJÓN A. Kristjánsson, Frjálslynda flokknum, mælti í gær fyrir frumvarpi á Alþingi um breytingar á lögum um kirkjuskipan ríkisins. Er þar gert ráð fyrir fullum aðskilnaði ríkis og kirkju. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 56 orð

Afmælis- og kynningarfundur AL-ANON

OPINN afmælis- og kynningarfundur AL-ANON-samtakanna verður í dag, föstudaginn 16. nóvember, í Bústaðakirkju og hefst kl. 20.30. Samtökin voru stofnuð á Íslandi 18. nóvember 1972, og eru því 29 ára. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 272 orð

Alfræði íslenskrar tungu

LÝÐVELDISSJÓÐUR og Námsgagnastofnun hafa gefið út margmiðlunardiskinn Alfræði íslenskrar tungu. Diskurinn er eitt af fjórum stórum verkum sem verkefnisstjórn Lýðveldissjóðs ýtti úr vör árið 1995 og það eina sem er á margmiðlunarformi. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 73 orð

Andsnúinn einkaþjónustu heimilislækna

JÓN Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingaráðherra sagði á Alþingi í gær að sér hugnaðist ekki ef heimilislæknar væru farnir að bjóða upp á vitjanir í heimahús fram hjá grunnþjónustunni sem rekin væri sameiginlega. Meira
16. nóvember 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 571 orð | 1 mynd

Athugað með sporbundna umferð í borginni

LOKATILLAGA að aðalskipulagi Reykjavíkur var kynnt fjölmiðlum í Ráðhúsinu í gær. Með tillögunni var lagt fram mat á umhverfisáhrifum hennar og er það í fyrsta sinn sem slíkt er gert hér á landi. Meira
16. nóvember 2001 | Miðopna | 1021 orð | 1 mynd

Áhersla lögð á eflingu framhaldsnáms

Félagsvísindadeild Háskóla Íslands fagnaði 25 ára afmæli á dögunum. Sunna Ósk Logadóttir ræddi af því tilefni við Ólaf Þ. Harðarson er tók við starfi deildarforseta í haust. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 382 orð | 1 mynd

Barnafjöld í Blóðbankanum

BÖRN eru sjaldséðir gestir í Blóðbankanum og því hafa ef til vill einhverjir orðið undrandi yfir krakkastóðinu sem var þar statt í vikunni. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 199 orð

Beðinn að skoða Orderud-málið

GÍSLI Guðjónsson, prófessor í réttarsálfræði, hefur verið beðinn að veita umsögn í svokölluðu Orderud-máli, en það er eitt umtalaðasta dómsmál sem komið hefur upp í Noregi á seinni árum. Meira
16. nóvember 2001 | Erlendar fréttir | 863 orð | 1 mynd

Bin Laden kveðst fremur kjósa dauðann en handtöku

BANDARÍKJAMENN leita nú dyrum og dyngjum að Osama bin Laden, sem talinn er ábyrgur fyrir hryðjuverkunum 11. september, og múllanum Mohammed Omar, andlegum leiðtoga talibanastjórnarinnar í Afganistan. Meira
16. nóvember 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 402 orð | 1 mynd

Bílastæðum fjölgar um 46 á Skólavörðuholti

NÝTT deiliskipulag Skólavörðuholts var samþykkt í borgarráði á þriðjudag en skipulagið miðar að því að fjölga bílastæðum á svæðinu. Fjögur athugasemdabréf bárust á auglýsingatíma tillögunnar. Höfundar deiliskipulagsins eru Hornsteinar arkitektar. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 167 orð

Breytingar á hlutafé Járnblendifélagsins

FYRIRHUGUÐ er lækkun hlutafjár Íslenska járnblendifélagsins og verður boðað til hluthafafundar í félaginu 27. nóvember nk. Þar verður lagt til að hlutafé verði lækkað úr 1.762,9 milljónum króna í 440,72 milljónir. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 88 orð

Danshæfileikakeppni hjá JSB

JSB heldur danshæfileikakeppni laugardaginn 17. nóvember kl. 19.30 í Íþróttahúsinu Digranesi. Keppt verður með sama sniði og á Íslandsmótinu í Freestyle. Meira
16. nóvember 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 262 orð | 1 mynd

Eignarnám til skoðunar

BÆJARRÁÐ Garðabæjar hyggst kanna heimildir til að taka land Hraunsholts eignarnámi en mikill munur er á verðhugmyndum landeigenda og bæjaryfirvalda um hvaða verð bærinn skal gjalda fyrir landið. Eins og fram kom í Morgunblaðinu hinn 5. október sl. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 617 orð

Ekki rétti maðurinn til að sinna starfinu

FRAMKVÆMDASTJÓRN Sólheima í Grímsnesi kom saman til fundar á mánudag þar sem til umfjöllunar voru m.a. málefni framkvæmdastjórans, Björns Hermannssonar, sem gegnt hafði starfinu í þrjá mánuði. Að sögn sr. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 616 orð

Engir samstarfsörðugleikar til staðar

BJÖRN Hermannsson, sem sagt var upp störfum framkvæmdastjóra Sólheima í fyrradag, segir enga samstarfsörðugleika hafa verið til staðar en framkvæmdastjórn Sólheima ákvað að leita eftir því við Björn að hann léti af störfum vegna örðugleika í samstarfi. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Feðgar og frænka sýna á Akranesi

HRÖNN Eggertsdóttir listmálari, Friðþjófur Helgason kvikmyndatökumaður og ljósmyndari og Helgi Daníelsson opna sýningu í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi laugardaginn 17. nóvember kl. 15. Meira
16. nóvember 2001 | Landsbyggðin | 217 orð | 2 myndir

Fjölmennt á fermingarbarnamóti

HELGINA 19.-20. október var fermingarbarnamót Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmis haldið á hótelinu í Sælingsdal. Tilvonandi fermingarbörn hittust þá og höfðu bæði gagn og gaman af. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 85 orð

Fjölskyldudagur í Gullsmára

FJÖLSKYLDUDAGUR verður í félagsheimilinu Gullsmára laugardaginn 17. nóvember kl. 14. Samstarf hefur verið við Smáraskóla og munu nemendur þaðan ásamt foreldrum sínum og ættingjum vera á hátíðinni. Meira
16. nóvember 2001 | Akureyri og nágrenni | 40 orð

Flóamarkaður

KVENFÉLAGIÐ Hlíf verður með flóamarkað í Húsi aldraðra við Lundargötu á morgun, laugardaginn 17. nóvember, frá kl. 14 til 18. Þar verða m.a. til sölu jólakort, kleinur, fatnaður og fleira. Meira
16. nóvember 2001 | Akureyri og nágrenni | 419 orð

Framleiðslumet bæði á Dalvík og Akureyri

RÆKJUVINNSLA Samherja á Akureyri hefur gengið mjög vel á árinu. Í liðinni viku höfðu verið framleidd 2.900 tonn frá áramótum, sem er jafnmikið og félagið hefur áður framleitt á heilu ári. Ljóst er að framleiðslan á þessu ári verður vel yfir 3. Meira
16. nóvember 2001 | Suðurnes | 617 orð

Fullyrða að fordæmi séu fyrir viðbótargreiðslum

SKÓLASTJÓRAR Gerðaskóla lækka í launum um 20% vegna ákvæða kjarasamninga Launanefndar sveitarfélaga og kennarasamtakanna sem tóku gildi í haust, eða um tugi þúsunda hvor á mánuði. Þeir sögðu upp störfum vegna óánægju með kjaraskerðinguna. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 80 orð

Fundur eftir tæpa viku

STAÐAN er óbreytt í kjaradeilu flugumferðarstjóra og ríkisins en sáttafundur var í húsakynnum sáttasemjara ríkisins í gær og hefur sá næsti verið boðaður 22. nóvember. Meira
16. nóvember 2001 | Landsbyggðin | 219 orð

Fundur ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi

Á AÐALFUNDI Ferðamálasamtaka Vesturlands var samþykkt ályktun sem send verður til samgönguráðuneytis, sérleyfishafa og allra sveitarstjórna á Vesturlandi um "mikilvægi þess að komið verði á fót umferðarmiðstöð í Borgarnesi, sem stuðlað geti að... Meira
16. nóvember 2001 | Akureyri og nágrenni | 117 orð

Fundur um framtíð KEA og málefni samvinnufélaga

KAUPFÉLAG Eyfirðinga efnir til opins fundar um málefni félagsins og framtíð samvinnufélaga á morgun, laugardaginn 17. nóvember, frá kl. 10 til 14. Fundurinn verður að Hólum, samkomusal Menntaskólans á Akureyri. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 48 orð

Fyrirlestur í Líffræðistofnun HÍ

Dr. David Julian við Tiburon miðstöðina fyrir umhverfisrannsóknir við ríkisháskólann í San Francisco heldur fyrirlestur á vegum Líffræðistofnunar Háskólans í dag, föstudaginn 16. nóvember, kl. 12.20, í stofu G-6 á Grensásvegi 12. Allir velkomnir. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 279 orð | 1 mynd

Fækkun í Kvosinni um 48% á fimm árum

VERSLUNUM í Kvosinni í Reykjavík hefur fækkað um tæp 48% frá árinu 1996, samkvæmt nýrri skýrslu sem Þróunarfélag miðborgarinnar hefur látið gera um fjölda verslana í miðborg Reykjavíkur. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 237 orð | 1 mynd

Geta stjórnað heimilistækjum með röddinni

HJÁ fyrirtækinu Voice Era kom á mánudag út fyrsta útgáfa fyrirtækisins af hugbúnaði, sem ætlað er að skilja mannsrödd í gegnum síma og svara spurningum um verðbréfamarkaðinn. Fyrirtækið hefur m.a. Meira
16. nóvember 2001 | Miðopna | 236 orð | 1 mynd

Gjöfin staðfesting á árangri félagsvísindadeildar

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, veitti í gær móttöku veglegri bókagjöf frá félagsvísindadeild Háskóla Íslands í tilefni afmælis deildarinnar. Um er að ræða á sjöunda tug verka íslenskra fræðimanna á sviði félagsvísinda. Meira
16. nóvember 2001 | Landsbyggðin | 764 orð | 1 mynd

Glæsileg uppskeruhátíð haldin á Flúðum

UPPSKERUHÁTÍÐ verkefnisins Fegurri sveitir var nýverið haldin á Flúðum. Þetta verkefni var sett á laggirnar í fyrra að tilhlutan landbúnaðarráðherra Guðna Ágústssonar í umboði ríkisstjórnarinnar. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 220 orð

Góður árangur á Norðurlandi eystra

NEMENDUR 4. bekkjar á Norðurlandi eystra náðu bestum árangri á samræmdum prófum í haust, en nemendur 7. bekkjar í Reykjavík náðu bestum árangri á prófunum í samanburði við aðra landshluta. Heildarniðurstaða prófanna var kynnt fyrir skólunum í gær. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 336 orð

Hannes Hlífar tryggði sér bronsverðlaun

HANNES Hlífar Stefánsson fékk bronsverðlaun fyrir þriðja besta árangur á fyrsta borði á Evrópumóti skáklandsliða sem lauk á Spáni í gær. Íslenska karlasveitin varð í 21. sæti af 35 með 18 vinninga af 36 mögulegum en Lettland fékk jafnmarga vinninga. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 728 orð | 1 mynd

Hart deilt um aðalskipulag

Fulltrúar R-listans segja að í aðalskipulagi sé sett fram skýr sýn á framtíð Reykjavíkur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja margt orka tvímælis og að aðalskipulag Vatnsmýrarinnar sé ekkert skipulag. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 129 orð

Hentu poka með lyfjaglösum

LÖGREGLAN í Reykjavík handtók í fyrrinótt tvo menn sem grunaðir eru um innbrot í apótek í Þorlákshöfn. Mennirnir voru stöðvaðir í bifreið sinni skammt frá borgarmörkunum en höfðu áður kastað poka með lyfjaglösum út um glugga á bílnum. Meira
16. nóvember 2001 | Erlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Hvar heldur hryðjuverkaleiðtoginn sig?

UNGUR betlari og blaðasali í Kalkútta á Indlandi reyndi í gær að vekja athygli bílstjóra sem numið hafði staðar á gatnamótum. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 117 orð

Íslenski faldbúningurinn um 1800

ELSA E. Guðjónsson, textíl- og búningafræðingur, flytur fyrirlestur með litskyggnum laugardaginn 17. nóvember kl.14 á vegum Heimilisiðnaðarskólans í húsnæði Heimilisiðnaðarfélags Íslands, Laufásvegi 2. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 26 orð | 1 mynd

Jólakort Kaldár komið út

LIONSKLÚBBURINN Kaldá í Hafnarfirði er að hefja sína árlegu jólakortasölu, og mun allur ágóði renna til líknarmála. Rebekka Gunnarsdóttir, myndlistarkona, sem er ein félagskvenna Kaldár, hefur teiknað... Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Jólakort Styrktarfélags vangefinna

SALA er hafin á jólakortum Styrktarfélags vangefinna. Um eina mynd er að ræða, "Jól" eftir Ellu Halldórsdóttur, starfsmann í Bjarkarási og nemanda í Fjölbraut í Breiðholti. Kortin fást stök, bæði með og án texta á kr. 85 stk. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 410 orð

Kosning hafin meðal kúabænda

KJÖRSEÐLAR hafa verið sendir til þeirra kúabænda og mjólkurframleiðenda sem mega taka þátt í kosningu um tilraunainnflutning á fósturvísum úr norskum kúm af svonefndu NRF-kyni. Reiknað er með að úrslit kosninga um málið liggi fyrir um næstu mánaðamót. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 72 orð

Kynning hjá Kínaklúbbi Unnar

KÍNABLÚBBUR Unnar kynnir næstu Kínaferðir laugardaginn 17. nóvember kl. 15 í veitingahúsinu Shanghæ, Laugavegi 28. Kynntar verða ferðir sem farnar eru 17. maí til 7. júní og 17. september til 8. október. Meira
16. nóvember 2001 | Akureyri og nágrenni | 35 orð

Laufabrauðsbasar

HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri verður með sinn árlega laufabrauðsbasar á morgun, laugardaginn 17. nóvember, kl. 15 í húsakynnum sínum við Hvannavelli 10. Einnig verður þar vöfflukaffi, sem menn geta notið um leið og þeir styrkja gott... Meira
16. nóvember 2001 | Akureyri og nágrenni | 10 orð

LAUFÁSPRESTAKALL: Kyrrðarstund verður í Grenivíkurkirkju á...

LAUFÁSPRESTAKALL: Kyrrðarstund verður í Grenivíkurkirkju á sunnudag, 18. nóvember, kl.... Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 46 orð

Leiðrétt

Tillaga um nýtt nafn Samfylkingarinnar Ranglega var sagt í blaðinu í gær að Ásta R. Jóhannesdóttir alþingismaður legði til á landsfundi Samfylkingarinnar að nafni flokksins verði breytt í Samfylkingin - Jafnaðarflokkur Íslands. Meira
16. nóvember 2001 | Suðurnes | 75 orð

Leikskólinn fær ekki að heita Laut

FULLTRÚAR meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Grindavíkur höfnuðu því á bæjarstjórnarfundi í vikunni að gefa leikskólanum við Dalbraut nafnið Laut. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 109 orð

Leyft að undirbúa sölu á Perlunni

SAMÞYKKT var á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi að fela forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur að undirbúa sölu á Perlunni. Tillagan var samþykkt með átta atkvæðum R-listans en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 60 orð

Listhár-Lúð-vík XIV

HILDUR Blumenstein hárgreiðslumeistari og eigandi Listhárs, hefur keypt hársnyrtistofuna Lúðvík XIV, Vegmúla 2 í Reykjavík og flutt alla starfsemi Listhárs á sama stað, heitir stofan Listhár-Lúðvík XIV(Lúðvík fjórtandi), og veitir alla alhliða hársnyrti-... Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 25 orð | 1 mynd

Ljósbrot við Eyjar

NÝVERIÐ vakti athygli ljósmyndara Mbl. í Vestmannaeyjum, Sigurgeirs Jónassonar, þetta einkennilega ljósbrot sunnan við Hænu á vesturhimni að morgni dags, í gagnstæðri átt við... Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 73 orð

Lotto-danskeppnin 10 ára

LOTTO-danskeppnin verður haldin í 10. skiptið sunnudaginn 18. nóvember í Íþróttahúsi Hafnarfjarðar við Strandgötu. Allir aldurshópa keppa í hinum ýmsu dönsum, einnig verður liðakeppni. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 66 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir hugsanlegum vitnum að umferðarslysi sem átti sér stað á gatnamótum Sæbrautar og Langholtsvegar miðvikudagsmorguninn 7. nóvember sl. um kl. 10:15. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 260 orð

Má ekki flækja reglurnar um of

ÁRNI M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, segir að nú þegar hafi verið gerðar ráðstafanir til að smáfiskur vegi ekki eins þungt í kvóta og stór fiskur, í því skyni að draga úr brottkasti á smáfiski. Hann segir varhugavert að flækja reglur um of. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 54 orð

Málþing um framtíð þjóðminjavörslu

MÁLÞING um framtíð þjóðminjavörslu verður haldið í Odda, stofu 101, laugardaginn 17. nóvember, kl. 14, á vegum Félags íslenskra fornleifafræðinga. Meira
16. nóvember 2001 | Akureyri og nágrenni | 90 orð | 1 mynd

Með börnin í leikhús

MARGAR nýbakaðar mæður á Akureyri þáðu boð Leikfélags Akureyrar fyrir skömmu og fengu miða á "Blessað barnalán" sem félagið sýnir nú við gríðarlegar vinsældir. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 352 orð

Mikill kynjamunur á viðhorfum unglinga til ofbeldis

ÞÆR unglingsstúlkur, sem beita ofbeldi, hafa mun meiri sektarkennd vegna ofbeldisverka sinna en piltar. Unglingspiltar líta frekar á ofbeldi sem sjálfsagðan hlut og líklegra er að þeir fremji ofbeldisverk að yfirlögðu ráði. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 47 orð

Námskeið fyrir verðandi tvíburaforeldra

NÁMSKEIÐ fyrir verðandi tvíburaforeldra verður haldið á Heilsugæslustöðinni í Borgarnesi laugardaginn 17. nóvember, kl. 10-18. Meira
16. nóvember 2001 | Suðurnes | 137 orð

Námskeið um streitu og streitustjórnun

KEFLAVÍKURKIRKJA efnir til námskeiðs um streitu og streitustjórnun í Kirkjulundi laugardaginn 17. nóvember næstkomandi. Sigurlína Davíðsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, heldur námskeiðið sem stendur frá klukkan 10 til 14. Meira
16. nóvember 2001 | Akureyri og nágrenni | 107 orð

Nonnahús opið

FÆÐINGARDAGUR Jóns Sveinssonar, Nonna er í dag, 16. nóvember, og af því tilefni verður Nonnahús opið á morgun, laugardaginn 17. nóvember, frá kl. 14-16. Aðgangseyrir er 300 kr. en frítt fyrir börn yngri en 16 ára. Meira
16. nóvember 2001 | Akureyri og nágrenni | 112 orð

Nýr sveitarstjóri á Þórshöfn

BJÖRN Ingimarsson hagfræðingur hefur verið ráðinn nýr sveitarstjóri á Þórshöfn í stað Magnúsar Más Þorvaldssonar sem látið hefur af störfum. Björn hefur víðtæka reynslu sem ráðgjafi og stjórnandi fyrirtækja og stofnana bæði hér á landi og erlendis. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 71 orð

Nýr vefur Samfylkingarinnar

NÝLEGA var opnaður nýr vefur Samfylkingarinnar, samfylking.is. Fyrir einu og hálfu ári hóf flokkurinn rekstur vefseturs þar sem eru birtar fréttir og pistlar alla virka daga. Nú hefur vefurinn verið endurnýjaður í takt við það sem best gerist. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 212 orð | 1 mynd

Ný verslun opnuð á Höfn í Hornafirði

Hornafjörður - Kaupfélag Austur-Skaftfellinga opnaði í gær verslunarmiðstöð á nýja miðbæjarsvæðinu á Höfn. Húsið hefur fengið nafnið Miðbær. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 108 orð

Opið hús í AcoTæknivali

OPIÐ hús verður í höfuðstöðvum AcoTæknivals, Skeifunni 17, föstudaginn 16. nóvember, kl. 13-18. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 103 orð

Piltar grunaðir um að kveikja í barnavagni

NOKKRIR ungir piltar eru grunaðir um að hafa kveikt í barnavagni í kjallara fjölbýlishúss við Breiðvang í Hafnarfirði í gær. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði hafa nokkrir þeirra játað aðild að málinu. Meira
16. nóvember 2001 | Akureyri og nágrenni | 61 orð

Púttvellir við fjölbýlishús aldraðra

ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Akureyrar hefur samþykkt að byggðir verði upp tveir 400 fermetra púttvellir, annars vegar við fjölbýlishús aldraðra við Víðilund og hins vegar við Lindasíðu. Áætlaður kostnaður er tæplega 700 þúsund krónur. Meira
16. nóvember 2001 | Erlendar fréttir | 264 orð

"Ef Guð lofar, hrynja Bandaríkin"

MUHAMMED Omar, leiðtogi talibana í Afganistan, sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC , á miðvikudagskvöld að "miklar" áætlanir séu til um eyðingu Bandaríkjanna. Meira
16. nóvember 2001 | Erlendar fréttir | 713 orð | 1 mynd

"Fólkið faðmaði okkur að sér"

"ÞETTA var kraftaverk," sagði Georg Taubmann, einn hjálparstarfsmannanna átta, sem hermenn Norðurbandalagsins frelsuðu í fyrradag eftir að hafa verið í fangelsum talibana í hálfan fjórða mánuð. Meira
16. nóvember 2001 | Erlendar fréttir | 373 orð | 1 mynd

"Notalegum" leiðtogafundi lokið í Texas

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti ræddu ástandið í Afganistan eftir flótta talibana frá Kabúl en fundi leiðtoganna tveggja lauk á búgarði Bush í Texas í gær. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 427 orð | 1 mynd

"Snart mig djúpt hvað liðið upplifði stundina sterkt með mér"

"ÉG er ekki þekkt fyrir að fagna mörkum, en þegar ég skoraði fyrsta markið fagnaði ég svo rosalega að ég hafði áhyggjur af því að ég myndi slasast á ný," sagði Herdís Sigurbergsdóttir handboltahetja úr Stjörnunni um fyrsta leik sinn í tæp þrjú... Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 1336 orð | 2 myndir

Ráðherra hugnast ekki einkaþjónusta lækna

Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra ætlar að láta kanna hvort leyfi séu fyrir einkaþjónustu heimilislæknis á höfuðborgarsvæðinu og hvetur almenning til að nýta sér fremur þjónustu heilsugæslunnar. Hann vill að landlæknir kanni málið. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 296 orð | 1 mynd

Risajólatré í borgum Evrópu með íslensku skrauti

EVRÓPUBÚAR í jólahug sækja nú í auknum mæli til Íslands eftir því nýjasta í jólaskreytingum og verða risajólatré á opinberum stöðum á Ítalíu, Stokkhólmi og Dyflinni með íslensku skrauti um þessi jól. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 349 orð

Samskipti banka við viðskiptavini að breytast

BJÖRN Líndal, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Landsbankans, segir ákvarðanir um að draga úr þjónustu bankans á Raufarhöfn og Kópaskeri byggjast m.a. á þeirri búseturöskun sem orðið hefur á viðskiptasvæði þessara útibúa. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 259 orð

Settur landlæknir dregur áminningu til baka

SETTUR landlæknir, Lúðvík Ólafsson, hefur dregið til baka áminningu sem hann veitti Högna Óskarssyni geðlækni fyrir að hafa brotið 11. grein læknalaga. Högni segir að í þessu felist viðurkenning á því að settur landlæknir hafi brotið stjórnsýslulög. Meira
16. nóvember 2001 | Erlendar fréttir | 372 orð | 1 mynd

Skorað á fylkingar Afgana að mynda samsteypustjórn

ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna samþykkti á miðvikudagskvöld ályktun, þar sem skorað er á Norðurbandalagið og aðrar fylkingar Afgana að taka þátt í fyrirhugaðri ráðstefnu SÞ um framtíð Afganistans, án nokkurra fyrirvara. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 73 orð

Staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð

HÆSTIRÉTTUR staðfesti á miðvikudag úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra um að síbrotamaður sætti gæsluvarðhaldi til 12. desember að kröfu sýslumannsins í Ólafsfirði. Maðurinn viðurkenndi aðild að innbroti í Sæþór EA-101 sem lá í Dalvíkurhöfn 2. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 49 orð

Stofnfundur ræstingafólks

FUNDUR vegna sameiningar Félags ræstingastjóra og Félags fagfólks í ræstingum verður haldinn að Hallveigarstöðum við Túngötu í dag, föstudaginn 16. nóvember, kl. 20. Á dagskrá fundarins verður m.a. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 46 orð

Sýning hjá Randalín

RANDALÍN á Egilsstöðum býður til sýningar á nýstárlegri hönnun nytjahluta. Má þar nefna lampa, ljósker, gestabækur, hirslur undir jólapóst og skjöl, sem og albúm. Sýningin verður í húsnæði Handverks og hönnunar í Aðalstræti 12, Reykjavík, föstudag 16. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 110 orð

Tannlæknir ekki bótaskyldur vegna höfuðverkja

HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað tannlækni af kröfum ungrar konu, sem gekkst undir rótfyllingaraðgerð hjá honum þegar hún var 15 ára. Meira
16. nóvember 2001 | Erlendar fréttir | 136 orð

Tapa orrustu um nýtt vinnsluver

SAMTÖK umhverfissinna töpuðu í gær máli fyrir borgardómi Lundúna þar sem þeir freistuðu þess að koma í veg fyrir að nýtt endurvinnsluver, Mox-verið, verði opnað í Sellafield-stöðinni í Kumbaralandi á vesturströnd Englands. Meira
16. nóvember 2001 | Miðopna | 1370 orð | 1 mynd

Tekist á um Evrópumál og nafn á flokkinn

Evrópumál verða ofarlega á baugi á landsfundi Samfylkingarinnar sem hefst í dag. Er búist við talsverðum átökum um hvort tímabært sé að hefja aðildarviðræður að ESB eða ekki. Ómar Friðriksson segir að ekki sé reiknað með miklum breytingum á forystusveitinni. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 975 orð | 1 mynd

Tungan notuð í samskiptum við tæki

Menntamálaráðuneytið hefur hafið átak um framgang tungutækni hérlendis sem hefur það að markmiði að íslenskan verði áfram lifandi tungumál í þekkingarsamfélagi 21. aldar. Ráðstefna í vikunni um samspil tungu og tækni markaði upphaf átaksins. Meira
16. nóvember 2001 | Erlendar fréttir | 222 orð

Unnið að smíði kjarnasprengju

UPPDRÆTTIR og teikningar af eldflaugum, sprengjum og kjarnorkuvopnum hafa fundist í húsum í Kabúl, sem notuð voru af liðsmönnum al-Qaeda, samtaka Osama bin Ladens. Meira
16. nóvember 2001 | Akureyri og nágrenni | 57 orð

Úrslit í smásagnasamkeppni

KVIKMYNDIN "Jón Oddur og Jón Bjarni" verður sýnd á Amtsbókasafninu á Akureyri í dag, föstudaginn 16. nóvember, kl. 15. Í tilefni af norrænni bókasafnsviku hefur verið boðið upp á norrænar barnakvikmyndir síðustu daga. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 94 orð

Útifundur gegn stríði og ofbeldi

GANGA og útifundur verður laugardaginn 17. nóvember kl. 14 undir yfirskriftinni Gegn stríði og ofbeldi. Safnast verður saman á Skólavörðuholti (við Hallgrímskirkju) og gengið niður Skólavörðustíg á Lækjartorg þar sem haldinn verður útifundur. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 733 orð | 1 mynd

Verkefnin eru óþrjótandi

Kristján Árnason fæddist 26. desember 1946. Hann er prófessor í íslenskri málfræði og formaður Íslenskrar málnefndar frá 1989. Cand. mag. í íslenskri málfræði frá Háskóla Íslands og doktor í málvísindum frá Edinborgarháskóla. Maki Kristjáns er Arna Emilía Vigfúsdóttir BA, skólafulltrúi, og eiga þau dótturina Önnu, fædd 1993. Börn Kristjáns af fyrra hjónabandi eru Ragnheiður (1968), Árni (1970) og Gunnhildur (1977). Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 34 orð

VG með fund í Fjarðabyggð

VINSTRIHREYFINGIN - grænt framboð heldur fræðslufund um jarðgangagerð á Austurlandi í Fjarðabyggð laugardaginn 17. nóvember kl. 14 í Slysavarnarhúsinu á Eskifirði. Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 218 orð

Viðhorf til kláms er frekar neikvætt

VIÐHORF til kláms er frekar neikvætt þegar á heildina er litið samkvæmt niðurstöðum könnunar á viðhorfi fólks til kláms sem háskólanemarnir Hildur Fjóla Antonsdóttir og Gunnhildur Kristjánsdóttir unnu í sumar með styrk m.a. frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Meira
16. nóvember 2001 | Erlendar fréttir | 595 orð

Þotan lenti að líkindum í flugröst

BANDARÍSKA loftferðaeftirlitið, FAA, tilkynnti í gær að allar vélar í Bandaríkjunum af gerðinni Airbus A-300 yrðu skoðaðar og athugað hvort í ljós kæmi veikleiki í hliðarstýri þeirra, í ljósi vísbendinga um að vél félagsins American Airlines-félagsins er... Meira
16. nóvember 2001 | Akureyri og nágrenni | 204 orð | 1 mynd

Þýskir sjónvarpsmenn í heimsókn

HÓPUR sjónvarpsmanna frá þýsku sjónvarpsstöðinni NDR eða Norðurþýska sjónvarpinu sem sendir út frá Kiel í Þýskalandi kom til Grímseyjar á dögunum til að taka hér upp þátt sem sendur verður út í næstu viku og kallast "Ostsee report". Meira
16. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Æfa meðferð eiturefna

LIÐSMENN Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þurfa ávallt að vera viðbúnir misjöfnum aðstæðum sem bíða þeirra við útköll og því er þjálfun nýliða nauðsynlegur þáttur í starfseminni. Meira

Ritstjórnargreinar

16. nóvember 2001 | Leiðarar | 424 orð

Á degi íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu er í dag. Tungan er snar þáttur í vitund hverrar þjóðar. Meira
16. nóvember 2001 | Leiðarar | 501 orð

Ný samningalota um viðskiptafrelsi

Samkomulagið, sem náðist á ráðherrafundi Heimsviðskiptastofnunarinnar, WTO, í Doha í Katar í fyrradag, er heimsbyggðinni mikils virði og gefur ástæðu til bjartsýni. Meira
16. nóvember 2001 | Staksteinar | 273 orð | 2 myndir

Umræða á villigötum

Fullyrðingar um, að brottkast sé einungis afleiðing fiskveiðistjórnunarkerfisins eiga ekki við nein rök að styðjast. Þetta segir Viðskiptablaðið. Meira

Menning

16. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 105 orð | 1 mynd

Aðlaðandi mynd

ÍSLENSKA kvikmyndin Íkingút fær góða dóma í nýju hefti tímaritsins Variety, sem er eitt víðlesnasta tímarit skemmtanaiðnaðarins. Meira
16. nóvember 2001 | Menningarlíf | 491 orð

Af góðu indversku fólki

Leikstj.: Mira Nair. 114 mín. Indland 2001. ***½ Meira
16. nóvember 2001 | Menningarlíf | 86 orð

Dís seld til Þýskalands

BÓKAÚTGÁFAN Bastei-Lübbe í Þýskalandi hefur tryggt sér útgáfuréttinn á skáldsögunni Dís eftir Birnu Önnu Björnsdóttur, Oddnýju Sturludóttur og Silju Hauksdóttur sem út kom í fyrra hjá Forlaginu. Meira
16. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 559 orð | 2 myndir

Enginn friður

Nýbúinn er ný plata frá Bubba, sem semur öll lög og texta, og hljómsveitinni Stríði og friði, en hana skipa Guðmundur Pétursson gítarleikari, Pétur Hallgrímsson gítarleikari, Jakob Smári Magnússon bassaleikari og Arnar Geir Ómarsson trommuleikari. Eyþór Gunnarssonar og Stríð og friður sáu um upptökustjórn, útsetningar voru í höndum Stríðs og friðar. Meira
16. nóvember 2001 | Menningarlíf | 50 orð

Fyrirlestur í LHÍ

SIMON Clarc heldur fyrirlestur í Listaháskóla Íslands, Skipholti 1, í dag kl. 17. Simon er grafískur hönnuður og gestakennari við LHÍ um þessar mundir. Meira
16. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 128 orð | 1 mynd

Hárkollusala í Belfast

Leikstjóri: Barry Levinson. Handrit: Barry McEvoy. Aðalhlutverk: Barry McEvoy, Brian F. O'Byrne og Billy Connolly. Skífan (105 mín.) Öllum leyfð. Meira
16. nóvember 2001 | Menningarlíf | 176 orð

- Háskólabíó

Leikstjóri: Sean Penn. Handritshöfundar: Jerzy og Mary-Olson Kromolowski. Aðalleikendur: Jack Nicholson, Robin Wright Penn, Aaron Eckhart, Sam Shepard, Benicio Del Toro. Bandarísk. 2001. Meira
16. nóvember 2001 | Menningarlíf | 495 orð | 1 mynd

Hreint samspil tónlistar og mynda

HALDNIR verða kvikmyndatónleikar í Bæjarbíói í Hafnarfirði í kvöld, þar sem sýnd verður þögla kvikmyndin Endalok Sankti Pétursborgar eftir rússneska leikstjórann Vsevolod Púdkovin. Meira
16. nóvember 2001 | Menningarlíf | 86 orð

Hvatt til friðar

FJÖLLISTAKONAN Kjuregej Alexandra og glerlistakonan Ingibjörg Hjartardóttir opna samsýningu í Listasalnum Man við Skólavörðustíg á morgun kl. 15. Meira
16. nóvember 2001 | Kvikmyndir | 532 orð | 1 mynd

Í heimi málarans

Leikstjórn, handrit, gagnasöfnun, klipping, hljóðupptaka og -setning: Erlendur Sveinsson. Kvikmyndatökustjóri: Sigurður Sverrir Pálsson. Viðbótarkvikmyndataka: Þórarinn Guðnason. Tónlist: Jón Leifs, Louis Armstrong, Edward Grieg. Heimildarmynd um listmálarann Svein Björnsson. Huldukonan: Helga E. Jónsdóttir. Sýningartími 118 mín. Íslensk. Kvikmyndaverstöðin ehf. 2001. Meira
16. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 162 orð | 1 mynd

Kviðdómur leystur frá störfum

RÉTTARHÖLD sem hófust í Lundúnum yfir Peter Buck, gítarleikara REM, á mánudag tóku óvænta stefnu þegar kviðdómurinn var leystur frá störfum einungis á öðrum degi. Meira
16. nóvember 2001 | Menningarlíf | 91 orð

Leikarar lesa ljóð Laxness

ÞAÐ er orðin hefð að Þjóðleikhúsið leggi sitt af mörkum á Degi íslenskrar tungu og standi fyrir uppákomum af ýmsu tagi af því tilefni. Meira
16. nóvember 2001 | Menningarlíf | 348 orð | 1 mynd

Lífshættulegur reynsludagur

Sambíóin í Reykjavík og Akureyri frumsýna Training Day, með Denzel Washington, Ethan Hawke, Scott Glen og Cliff Curtis. Meira
16. nóvember 2001 | Menningarlíf | 350 orð | 1 mynd

Lög(u)-leg ljóska

Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó og Borgarbíó frumsýna Legally Blonde, með Reese Witherspoon, Luke Wilson, Selmu Blair og Raquel Welch. Meira
16. nóvember 2001 | Menningarlíf | 167 orð

Málræktarþing

MÁLRÆKTARÞING íslenskrar málnefndar verður haldið í Hásölum, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju við Strandgötu á laugardag kl. 14-16.30. Meira
16. nóvember 2001 | Menningarlíf | 594 orð | 1 mynd

Menningararfurinn verði sýnilegri

ÞJÓÐMINJASAFN Íslands stendur á tímamótum. Safnhúsið á mótum Suðurgötu og Hringbrautar hefur verið rýmt, og þar standa yfir miklar endurbætur. Meira
16. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 828 orð | 2 myndir

Moulin Rouge Bandarísk.

Moulin Rouge Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Baz Luhrman. Aðalleikendur: Nicole Kidman, Ewan McGregor, Jim Broadbent. Sannkölluð himnasending í skammdeginu. Meira
16. nóvember 2001 | Menningarlíf | 40 orð

Myndlist í Gerðubergi

Í FÉLAGSSTARFI Gerðubergs verður opnuð sýning á verkum Bryndísar Björnsdóttur í dag kl. 16 og er þetta hennar fimmta einkasýning. Sýningin stendur til 3. febrúar og er opin mánudaga til föstudaga frá 10-17. Meira
16. nóvember 2001 | Menningarlíf | 46 orð

Námskeið í söngleikjatækni

MENNTASKÓLINN á Ísafirði í samstarfi við fleiri stendur fyrir námskeiði í söngleikjatækni og hefst það í dag og stendur fram á sunnudag. Margrét Eir Hjartardóttir, leik- og söngkona, leiðbeinir. Meira
16. nóvember 2001 | Menningarlíf | 274 orð | 1 mynd

Prinsessa í álögum

Háskólabíó frumsýnir Bræðralag úlfanna - Les Pacte des loups/The Brotherhood of the Wolf, með Samuel Le Biha, Vincent Cassell, Emilie Dequenne. Meira
16. nóvember 2001 | Tónlist | 537 orð

"Pathétique" af fyrstu gráðu

Tsjækovskíj: Píanókonsert nr. 2 í G Op. 44; Sinfónía nr. 6 í h Op. 74, "Pathétique". Dmitri Alexejev, píanó; Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj. Alexanders Anissimovs. Fimmtudaginn 15. nóvember kl. 19.30. Meira
16. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 62 orð | 2 myndir

Sannleikurinn og réttlætið

FÖSTUDAGINN 9. nóvember var leikritið Fjandmaður fólksins eftir Henrik Ibsen frumsýnt í Borgarleikhúsinu. Verkið fjallar um lækninn Tómas Stockmann sem á í siðferðislegri rimmu við bæjarfélagið sem hann tilheyrir vegna væntanlegra framkvæmda þar. Meira
16. nóvember 2001 | Tónlist | 468 orð

Schubertíaða í Salnum

Schubert: Píanótríó í B, D898. Silungakvintettinn í A, D667*. Kammerhópur Salarins (Auður Hafsteinsdóttir, Sif Tulinius*, fiðlur; Þórunn Marínósdóttir*, víóla; Bryndís Halla Gylfadóttir*, selló; Hávarður Tryggvason*, kontrabassi; Nína Margrét Grímsdóttir, Miklós Dalmay*, píanó.) Sunnudaginn 11. nóvember kl. 16.30. Meira
16. nóvember 2001 | Menningarlíf | 57 orð

Sýning framlengd

Gerðuberg Sýning Þórunnar E. Sveinsdóttur, Heimanmundur - vinsamlega snertið..., sem nú stendur yfir í Gerðubergi hefur verið framlengd til 16. desember. Sýningin samanstendur að mestu af bútateppum sem Þórunn hefur unnið fyrir nánustu fjölskyldu og... Meira
16. nóvember 2001 | Menningarlíf | 17 orð

Sýningu lýkur

Gallerí Stöðlakot Myndlistarsýningu Dominique Ambroise á málverkum og vatnslitamyndum lýkur á sunnudag. Sýningin er opin alla daga frá kl.... Meira
16. nóvember 2001 | Bókmenntir | 532 orð | 1 mynd

Tunglið, tunglið

eftir Árna Þórarinsson. Mál og menning 2001. 236 bls. Meira
16. nóvember 2001 | Menningarlíf | 176 orð | 1 mynd

Verk Guðrúnar Nordal verðlaunað

GUÐRÚN Nordal íslenskufræðingur hefur hlotið verðlaun úr sænska Dag Strömbäcks-sjóðnum fyrir fræðirit sitt, "Tools of Literacy. Meira
16. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 338 orð | 1 mynd

Viktor og mörgæsin Misha

Death and the Penguin eftir Andrey Kurkov. Harwill gefur út 2001. 228 síðna kilja sem kostar 1.995 kr. í Máli og menningu. Meira

Umræðan

16. nóvember 2001 | Aðsent efni | 826 orð | 1 mynd

Aðvörun

Bændur - varið ykkur á kúariðu og hvítblæði í kúm, segir Margrét Guðnadóttir. Báðir þessir hættulegu sjúkdómar, sem hafa aldrei fundist hér á landi, gætu borist hingað með fósturvísum úr norskum kúm og valdið hér ómældu tjóni. Slíkt yrði óafturkræfur skaði, bæði fyrir menn og búpening. Meira
16. nóvember 2001 | Bréf til blaðsins | 207 orð

Eitthvað mikið að kerfinu

ÉG tilheyri láglaunastétt þessa lands, er sem sagt sjúkraliði, og er þessa dagana í verkfalli. Þótt liðið sé rúmt ár frá því samningar sjúkraliða voru lausir hefur fulltrúum ríkisvaldsins ekki þóknast að semja við okkur. Meira
16. nóvember 2001 | Bréf til blaðsins | 483 orð

Garðabær - útungunarstöð fyrir sílamáv?

SVO virðist sem flest óbyggð svæði í landi Garðabæjar séu að verða eitt allsherjar sílamávs- og silfurmávsvarpsvæði. Það er Garðaholt, Gálgahraun, landið hans Jóns Ólafssonar og í Vífilsstaðalandi svo eitthvað sé nefnt. Meira
16. nóvember 2001 | Aðsent efni | 377 orð | 1 mynd

Glærufundir og fiskurinn

Sá með glæruna, segir Óskar Þórarinsson, hefur alltaf rétt fyrir sér að eigin áliti. Meira
16. nóvember 2001 | Aðsent efni | 593 orð | 1 mynd

Íslenskan

Það hlýtur að vera markmið Íslendinga, segir Ari Páll Kristinsson, að geta áfram notið þeirra lífsgæða að nota íslenskuna við öll eða langflest tækifæri í daglegu lífi og starfi. Meira
16. nóvember 2001 | Aðsent efni | 331 orð | 1 mynd

Neyðaraðstoð við Afganistan

Hungursneyðin í Afganistan, segir Sigríður Ingvarsdóttir, hrópar sem aldrei fyrr á hjálp umheimsins. Meira
16. nóvember 2001 | Bréf til blaðsins | 261 orð

Punktur, punktur, komma - stig

VAXTALÆKKANIR eru nú á margra vörum, ekki hvað síst spámanna á því sviði. Og þá þykir enginn gáfulegur nema hann tali um vaxtabreytingar uppá svo og svo marga "punkta". Meira
16. nóvember 2001 | Aðsent efni | 630 orð | 1 mynd

Samkynhneigð og fjölskyldan - enginn er eyland

Við teljum mikilvægt, segir Harpa Njáls, að fólk átti sig á því að málefni samkynhneigðra snerta mjög marga í samfélaginu. Meira
16. nóvember 2001 | Aðsent efni | 613 orð | 1 mynd

Siglingakort Samfylkingarinnar

Samfylkingin, segir Össur Skarphéðinsson, er flokkur jafnaðar og velferðar. Meira
16. nóvember 2001 | Aðsent efni | 488 orð | 1 mynd

Skyldur í umhverfismálum

Orkufrekjan, segir Stefán Jón Hafstein, er komin út yfir allt velsæmi. Meira
16. nóvember 2001 | Bréf til blaðsins | 437 orð

Stórir og flottir ÉG VIL benda...

Stórir og flottir ÉG VIL benda einni, sem er óánægð, á að hægt er að fá brjóstahaldara í stærðum DD, E og uppí HH í breskri póstverslun. Þeir eru rosalega flottir og þar er góð þjónusta. Slóðin er bravissimo.com. Meira
16. nóvember 2001 | Aðsent efni | 398 orð | 2 myndir

Viðjar vanans og sykursýki af tegund 2

Sykursýki af tegund 2 er tengd samspili erfða og lífsvenja, segja Sigurður Guðmundsson og Anna Björg Aradóttir, s.s. hreyfingarleysis, mataræðis og offitu sem er aðaláhættuþátturinn. Meira

Minningargreinar

16. nóvember 2001 | Minningargreinar | 2731 orð | 1 mynd

ÁSGEIR EINARSSON

Ásgeir Einarsson fæddist við Bergstaðastræti í Reykjavík 22. febrúar 1927. Hann andaðist á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 6. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jakobína Hansína Þórðardóttir húsfreyja, f. 7. mars 1904, d. 16. Meira  Kaupa minningabók
16. nóvember 2001 | Minningargreinar | 3090 orð | 1 mynd

BENEDIKT ORRI VIKTORSSON

Benedikt Orri Viktorsson fæddist í Reykjavík 22. október 1967. Hann lést 8. nóvember síðastliðinn eftir bílslys. Foreldrar hans eru Birna Dís Benediktsdóttir, f. 5. janúar 1949 í Dalasýslu, og Viktor Jónsson, f. 20. ágúst 1945 á Siglufirði. Meira  Kaupa minningabók
16. nóvember 2001 | Minningargreinar | 3047 orð | 1 mynd

BJÖRG S. ÓLAFSDÓTTIR

Björg Sigrún Ólafsdóttir, saumakona og miðill, fæddist á Þingeyri 3. júlí 1909. Hún andaðist á öldrunardeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi föstudaginn 9. nóvember síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
16. nóvember 2001 | Minningargreinar | 1732 orð | 1 mynd

HULDA BJÖRG STEFÁNSDÓTTIR

Hulda Björg Stefánsdóttir fæddist á Akureyri 16. nóvember 1956. Hún lést á heimili sínu, Hrafnagilsstræti 14, 25. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 3. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
16. nóvember 2001 | Minningargreinar | 3213 orð | 1 mynd

MARTA KRISTJÁNSDÓTTIR

Marta Kristjánsdóttir fæddist á Akureyri 6. júlí 1933. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 4. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristján Jónsson bifreiðarstjóri frá Ytra-Krossanesi við Akureyri, f. 5. ágúst 1897, d. 9. Meira  Kaupa minningabók
16. nóvember 2001 | Minningargreinar | 475 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR GUÐNADÓTTIR

Sigríður Guðnadóttir fæddist að Melaheimi á Svalbarðsströnd 26. september 1904. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 19. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Indíana Kristjánsdóttir og Guðni Bjarnason. Meira  Kaupa minningabók
16. nóvember 2001 | Minningargreinar | 382 orð | 1 mynd

SÆMUNDUR GUÐMUNDSSON

Sæmundur Guðmundsson var fæddur í Reykjavík 14. desember 1930. Hann lést í Reykjavík 1. nóvember síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Guðmundar Þórarinssonar og Steinunnar Önnu Sæmundsdóttur. Systkini hans eru Ragnheiður Guðmundsdóttir, búsett í Reykjavík, Tómas Guðmundsson, tvíburabróðir hans, sem lést 1993, og Guðmundur Ingi Guðmundsson, búsettur í Vestmannaeyjum. Sambýliskona Sæmundar til margra ára er María Mýrdal. Útför Sæmundar fór fram frá Fossvogskapellu í kyrrþey að ósk hins látna. Meira  Kaupa minningabók
16. nóvember 2001 | Minningargreinar | 3783 orð | 1 mynd

ÞÓRDÍS LÁRUSDÓTTIR

Þórdís Lárusdóttir húsmóðir fæddist á Heiði á Langanesi 7. júní 1911. Hún lést á líknardeild Landspítala, Landakoti 7. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Lárus Helgason bóndi og Arnþrúður Sæmundsdóttir húsmóðir á Heiði á Langanesi. Meira  Kaupa minningabók
16. nóvember 2001 | Minningargreinar | 867 orð | 1 mynd

ÞÓRÓLFUR JÓNSSON

Þórólfur Jónsson fæddist á Auðnum í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu 19. febrúar 1909. Hann andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 6. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hildur Benediktsdóttir húsmóðir, f. 1.9. 1875, d. 5.9. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

16. nóvember 2001 | Viðskiptafréttir | 740 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 140 119 135...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 140 119 135 522 70,670 Gellur 570 495 542 27 14,640 Gullkarfi 135 37 108 14,179 1,536,849 Hlýri 220 180 212 1,715 362,774 Keila 108 56 101 1,807 182,984 Kinnar 50 50 50 68 3,400 Langa 196 70 186 3,555 660,888 Langa/Blálanga... Meira
16. nóvember 2001 | Viðskiptafréttir | 673 orð | 1 mynd

Álagning olíufélaganna hefur aukist

RUNÓLFUR Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, kveðst undrandi á þeim fullyrðingum Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs, að álagning á bensíni hafi lækkað undanfarin þrjú ár, eins og fram kom í viðtali við Kristin í... Meira
16. nóvember 2001 | Viðskiptafréttir | 235 orð

Bandarískt tímarit mælir með Símanum og Kaupþingi

BANDARÍSKT tímarit, ætlað litlum fjárfestum, mælir nú með fjárfestingu í Kaupþingi og Landssímanum. Í síðasta tölublaði Personal Finance Newsletter er fjallað um íslensku fyrirtækin, auk Norsk Hydro og OM Gruppen, sem rekur Kauphöllina í Stokkhólmi. Meira
16. nóvember 2001 | Viðskiptafréttir | 607 orð

Hagnaður Landsbankans 677 milljónir

LANDSBANKI Íslands hagnaðist um 677 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins en hagnaður fyrir sama tímabil í fyrra var 828 milljónir króna. Gengistap af hlutabréfum nam 1. Meira
16. nóvember 2001 | Viðskiptafréttir | 128 orð

Meint misferli Norðmanns hjá CSFB

Í KJÖLFAR ítarlegrar frásagnar norska viðskiptablaðsins Dagens Næringsliv af starfsemi norsks yfirmanns hjá Credit Suisse First Boston bankanum í London, hefur Norðmaðurinn hætt störfum hjá CSFB. Meira
16. nóvember 2001 | Viðskiptafréttir | 376 orð

Reiknað með að tekjumarkmið deCODE náist

NIÐURSTÖÐUR úr rannsóknum og tilraunum vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar, dótturfélags deCODE Genetics, á umliðnum mánuðum sýna að aðferðir þess eru einstakar, að sögn Kára Stefánssonar, forstjóra fyrirtækisins. Meira
16. nóvember 2001 | Viðskiptafréttir | 193 orð

Stjórnandinn sem mannasættir

NÁMSKEIÐ um stjórnendur og lausn árekstra verður haldið á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands næstkomandi mánudag. Á námskeiðinu talar dr. Neil H. Meira
16. nóvember 2001 | Viðskiptafréttir | 285 orð

Tangi tapar 188 milljónum

TANGI hf. var rekinn með 188 milljóna króna tapi fyrstu níu mánuði ársins. Á sama tímabili í fyrra nam tap félagsins 154 milljónum króna. Rekstrartekjur félagsins jukust á milli tímabila úr 1.322 milljónum í 1.590 milljónir króna. Meira
16. nóvember 2001 | Viðskiptafréttir | 321 orð

Velta Hampiðjunnar hefur vaxið um 47%

HAGNAÐUR Hampiðjunnar fyrir tímabilið janúar til september árið 2001 er 177 milljónir króna en var 146 milljónir króna fyrir sama tímabil árið 2000. Rekstrartekjur Hampiðjunnar og dótturfélaga fyrir tímabilið námu alls 2. Meira
16. nóvember 2001 | Viðskiptafréttir | 270 orð | 1 mynd

Virkari veiðarfærastýring dregur mjög úr brottkasti

EINAR Kristinn Guðfinnsson, alþingismaður og formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, segir að leita verði leiða innan fiskveiðistjórnunarkerfisins til að draga úr brottkasti á fiski. Meira

Fastir þættir

16. nóvember 2001 | Dagbók | 845 orð

(1.Kor. 13, 13.)

Í dag er föstudagur 16. nóvember 320. dagur ársins 2001. Orð dagsins: En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. Meira
16. nóvember 2001 | Árnað heilla | 40 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Nk. sunnudag, 18. nóvember, verður sjötugur Jóhannes Sigmundsson, ferðaþjónustubóndi og fyrrv. kennari, Syðra-Langholti, Hrunamannahreppi. Hann og eiginkona hans, Hrafnhildur S. Meira
16. nóvember 2001 | Dagbók | 76 orð

ALDAMÓTIN

Drottinn, sem veittir frægð og heill til forna, farsæld og manndáð, vek oss endurborna! Strjúk oss af augum nótt og harm þess horfna, hniginnar aldar tárin láttu þorna. Meira
16. nóvember 2001 | Í dag | 116 orð | 1 mynd

Basar og kaffisala

KIRKJUNEFND kvenna í Dómkirkjunni er með basar og kaffisölu laugardaginn 17. nóvember kl. 14 í safnaðarheimili Dómkirkjunnar. Á boðstólum eru kökur, margir góðir munir, jólaskraut og vinsælu lukkupakkarnir. Selt verður kaffi með vöfflum. Meira
16. nóvember 2001 | Fastir þættir | 28 orð

Bridsfélag Hreyfils Hér kemur staðan hjá...

Bridsfélag Hreyfils Hér kemur staðan hjá okkur í aðalsveitakeppni félagsins þegar 4 kvöld af 6 eru búin. Staða efstu sveita er eftirfarandi: Sv. Sigurðar Ólafssonar 155 Sv. Daníels Ólafssonar 154 Sv. Birgis Kjartanssonar 145 Sv. Vina 142 Sv. Meira
16. nóvember 2001 | Fastir þættir | 160 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Haukarnir Akureyrarmeistarar Haukar tveir í horni, Jónsson annar og Harðarson hinn, höfðu sigur í aðaltvímenningi Bridsfélags Akureyrar sem lauk sl. þriðjudagskvöld. Meira
16. nóvember 2001 | Fastir þættir | 255 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

"KÍKIRINN kostaði spilið," tautaði athugull áhorfandi fyrir munni sér og sneri upp á yfirvararskeggið. Hann var að íhuga spilamennsku sagnhafa í fjórum spöðum dobluðum í þessu spili Íslandsmótsins í tvímenningi: Suður gefur; NS á hættu. Meira
16. nóvember 2001 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP .

BRÚÐKAUP . Gefin voru saman 12. maí sl. í Hallgrímskirkju af sr. Bjarna Karlssyni Jóhanna Ýr Jónsdóttir og Halldór Þ. Gíslason. Heimili þeirra er í Gyðufelli 12,... Meira
16. nóvember 2001 | Árnað heilla | 17 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP .

BRÚÐKAUP . Gefin voru saman 21. júlí sl. í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Elín Þorsteinsdóttir og Bjarni... Meira
16. nóvember 2001 | Árnað heilla | 19 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 21. júlí sl. í Háteigskirkju af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur Katrín Skaftadóttir og Jón Björn... Meira
16. nóvember 2001 | Árnað heilla | 24 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. október sl. í Hafnarfjarðarkirkju af sr. Þórhalli Heimissyni Unnur Elfa Guðmundsdóttir og Jón Viðar Magnússon. Heimili þeirra er í... Meira
16. nóvember 2001 | Fastir þættir | 1009 orð | 1 mynd

Harpa að nálgast AM-styrkleika

6.-15.11. 2001 Meira
16. nóvember 2001 | Í dag | 120 orð

Háteigskirkja.

Háteigskirkja. Samverustund eldri borgara kl. 13 í umsjón Þórdísar þjónustufulltrúa. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45-7.05. Mömmumorgunn kl. 10-12 í umsjá Eyglóar Bjarnadóttur meðhjálpara. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Meira
16. nóvember 2001 | Viðhorf | 947 orð

Sama sagan

Hvað sem það kostar: Hvernig Al Gore reyndi að stela kosningunni, er athyglisverð bók um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Meira
16. nóvember 2001 | Fastir þættir | 257 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 b6 4. g3 Bb4+ 5. Bd2 Be7 6. Bg2 Bb7 7. O-O c6 8. Bc3 d5 9. Rbd2 O-O 10. Dc2 Rbd7 11. Had1 Dc7 12. e4 dxc4 13. Rxc4 Ba6 14. Rfd2 Dc8 15. b4 Hb8 16. Hfe1 He8 17. a3 Bf8 18. Ba1 Hd8 19. Re3 Re8 20. e5 c5 21. bxc5 bxc5 22. d5 Rc7... Meira
16. nóvember 2001 | Fastir þættir | 456 orð

Víkverji skrifar...

EINU sinni voru útlendir ostar nánast eina matvaran, sem ferðamenn máttu koma með inn í landið. Skinka, pylsur og fleira góðgæti hefur lengi verið gert samvizkusamlega upptækt í tollinum á Keflavíkurflugvelli en ostunum var til skamms tíma sleppt í gegn. Meira

Íþróttir

16. nóvember 2001 | Íþróttir | 304 orð

Bassett vill selja Arnar frá Leicester

DAVE Bassett framkvæmdastjóri enska úrvalsdeildarliðsins Leicester tilkynnti Arnari Gunnlaugssyni það í gær að ekki yrði gerður við hann nýr samningur eftir að núgildandi samningi lýkur 1. júlí á næsta ári. Arnar hefur aðeins í tvígang komið inná sem varamaður í leikjum Leicester á þessu keppnistímabili en hann hefur alls leikið 28 leiki með aðalliðinu frá því hann kom til liðsins frá Bolton árið 1999. Meira
16. nóvember 2001 | Íþróttir | 487 orð | 1 mynd

* BIKARMEISTARAR Grindavíkur voru í gær...

* BIKARMEISTARAR Grindavíkur voru í gær slegir út í 32 liða úrslitum bikarkeppninnar þegar þeir töpuðu í hörkuspennandi leik fyrir Íslandsmeisturum Njarðvíkinga , 79:77, þar sem Friðrik Stefánsson skoraði sigurkörfu heimamanna. Meira
16. nóvember 2001 | Íþróttir | 541 orð | 1 mynd

Birgir Leifur enn undir pari á Spáni

BIRGIR Leifur Hafþórsson lauk leik á Sotogrande-golfvellinum í gær á einu höggi undir pari og er því á þremur undir pari eftir tvo daga á lokaúrtökumótinu fyrir evrópsku mótaröðina í golfi. Allt gekk hins vegar á afturfótunum hjá Björgvini Sigurbergssyni sem lék San Roque-völlinn á sjö yfir pari og er samtals á tíu yfir. Birgir Leifur er í 11.-23. sæti en Björgvin í 157.-163. sæti. Meira
16. nóvember 2001 | Íþróttir | 146 orð

Bislett úr sögunni?

HINN sögufrægi frjálsíþróttavöllur Norðmanna í Ósló, Bislett, má muna sinn fífil fegri og á næstunni munu stórvirkar vinnuvélar hefja niðurrif á vellinum. Meira
16. nóvember 2001 | Íþróttir | 378 orð | 1 mynd

Brasilíumenn á HM

BRASILÍUMENN tryggðu í fyrrinótt sæti sitt á HM næsta sumar með því að leggja Venesúela, 3:0, í síðasta leiknum í Suður-Ameríkuriðlinum. Úrúgvæ gerði jafntefli við Argentínu og mætir Áströlum þar sem úr því fæst skorið hvor þjóðin fær síðasta sætið á HM. Kólumbíumenn sitja hins vegar eftir með sárt ennið þrátt fyrir stórsigur á Paragvæ. Meira
16. nóvember 2001 | Íþróttir | 110 orð

Ekki sjónvarpað frá Salt Lake City

ÁKVEÐIÐ hefur verið að Ríkisútvarpið, RÚV, sýni ekkert beint frá vetrarólympíuleikunum í Salt Lake City snemma á næsta ári. Þetta staðfesti Ingólfur Hannesson, deildarstjóri íþróttadeildar RÚV, í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
16. nóvember 2001 | Íþróttir | 164 orð

Ekki styrkur, heldur samstarf

"ÞAÐ er hreyfingunni nauðsyn að hafa öflugan styrktaraðila til að vinna með þannig að mögulegt sé að auka og styrkja alla umfjöllun um handknattleik. Meira
16. nóvember 2001 | Íþróttir | 464 orð | 1 mynd

* GUÐFINNUR Kristmannsson skoraði eitt mark...

* GUÐFINNUR Kristmannsson skoraði eitt mark fyrir Wasaiterna sem tapaði fyrir Redbergslid á heimavelli, 24:32, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í fyrrakvöld. Meira
16. nóvember 2001 | Íþróttir | 123 orð

Heitu sætin á Englandi

AÐ stjórna knattspyrnuliði á Englandi fer fljótlega að komast í þann flokk að vera ein ótryggasta atvinnan þar í landi. Þegar níu vikum er lokið af keppnistímabilinu hafa sautján knattspyrnustjórar misst starf sitt - þrír í úrvalsdeildinni, þrír í 1. deild, fimm í 2. deild og sex í 3. deild. Meira
16. nóvember 2001 | Íþróttir | 184 orð

ÍBV ætlar að verja bikarinn

Fjögur sterkustu kvennaliðin í handknattleik eru komin í undanúrslit Bikarkeppni HSÍ. Það eru bikarmeistarar ÍBV, Íslandsmeistarar Hauka, Grótta/KR og Stjarnan, þannig að boðið verður upp á fjöruga leiki í undanúrslitum. Meira
16. nóvember 2001 | Íþróttir | 338 orð | 2 myndir

Írar fögnuðu HM-sæti í Teheran

ÍRAR urðu í gær 31. þjóðin til að tryggja sér farseðilinn á HM í Japan og Suður-Kóreu þegar þeim tókst að slá lið Írans út í umspili um sæti í úrslitakeppninni. Þrátt fyrir 1:0 tap í Teheran komust Írar áfram þar sem þeir unnu heimaleikinn, 2:0. Þetta er í þriðja sinn sem Írar eiga fulltrúa í lokakeppni HM en undir stjórn Jackie Charlton voru Írar með á HM á Ítalíu árið 1990 og í Bandaríkjunum árið 1994. Meira
16. nóvember 2001 | Íþróttir | 18 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR 1.

KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Ísafjörður:KFÍ - ÍS 20 1. deild kvenna: Njarðvík:UMFN - KFÍ 20 Bikarkeppni karla, 32-liða úrslit: Digranes:HK - Valur 20 Laugaskóli:ÍFL - Reynir S. Meira
16. nóvember 2001 | Íþróttir | 140 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR Bikarkeppni KKÍ Doritos-bikarkeppni karla, 32...

KÖRFUKNATTLEIKUR Bikarkeppni KKÍ Doritos-bikarkeppni karla, 32 liða úrslit: Höttur - KR 57:118 ÍV - Haukar 61:118 Þór Ak. Meira
16. nóvember 2001 | Íþróttir | 206 orð

Ólafur verður ekki seldur

"ÞAÐ tekur enginn heilbrigður maður þessar vangaveltur forráðamanna Bad Schwartau alvarlega. Meira
16. nóvember 2001 | Íþróttir | 80 orð

Pétur nálgast Stoke City

PÉTUR Marteinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur enn ekki tekið ákvörðun um framtíð sína á knattspyrnuvellinum en þó bendir allt til þess að hann verði leikmaður Stoke innan tíðar. Meira
16. nóvember 2001 | Íþróttir | 127 orð

Sigfús kominn til Þýskalands

SIGFÚS Sigurðsson, línumaðurinn öflugi úr Val og íslenska landsliðinu, er kominn til Þýskalands gagngert til að skoða aðstæður hjá þýsku úrvalsdeildarliðunum Magdeburg og Essen. Meira
16. nóvember 2001 | Íþróttir | 99 orð

Stórt alþjóðlegt mót í badminton

ÍSLENSKIR badmintonspilarar standa í ströngu nú um helgina en í dag hefst hér á landi stórt alþjóðlegt mót, Icelandic Inernational. Mótið hefst í dag klukkan 14. Meira
16. nóvember 2001 | Íþróttir | 109 orð

Tölvur nema rangstöðu

Í NOREGI er hugbúnaðarfyrirtækið Gamebrain að þróa búnað sem mun geta sagt til um hvort knattspyrnumenn séu rang- eða réttstæðir. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

16. nóvember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 134 orð

6. SS (12 ára) í Langholtsskóla 1970

Fremsta röð frá vinstri: Gerður Hafsteinsdóttir skrifstofumaður, Jónína Hreinsdóttir búsett í Svíþjóð, Anna Gunnarsdóttir búsett í Þýskalandi, Valdís Viðarsdóttir blaðamaður og nemi, Ásta Fríða Baldvinsdóttir höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnari, Elín... Meira
16. nóvember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 407 orð | 3 myndir

Augað blekkt

EKKI er allt sem sýnist í heimi tískunnar. Ýmiss konar blekkingar viðgangast nú sem aldrei fyrr. Meira að segja hnappagöt hafa tekið upp á því að villa á sér heimildir og sama máli gegnir um rennilása, tölur, vasa, sauma og önnur hjálpargögn fyrir... Meira
16. nóvember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 439 orð | 1 mynd

Bólur, kvef og aðrir kvillar

SÚ vísa verður trúlega aldrei of oft kveðin að hverju mannsbarni sé hollt að neyta ávaxta og grænmetis í ríkum mæli. Mataræði af því taginu er jafnvel talið koma í veg fyrir hina ýmsu kvilla. Meira
16. nóvember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 154 orð

Brottkast á fiski

MYNDIR voru teknar af brott-kasti um borð í tveimur íslenskum fiski-skipum í síðustu viku og sýndar í Sjónvarpinu. Bannað er með lögum að henda fiski í sjóinn þegar það er búið að veiða hann. Meira
16. nóvember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 43 orð

Dagur íslenskrar tungu

DAGUR íslenskrar tungu er í dag. Hann er haldinn á fæðingar-degi Jónasar Hallgrímssonar skálds. Dagskrá er í mörgum skólum í tilefni þess. Upplestrar-keppni 7. bekkja hefst líka í dag. Meira
16. nóvember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 1527 orð | 8 myndir

Dýragarðar ekkert stundargaman

FLESTIR hafa gaman af því að fara í dýragarða, virða fyrir sér dýrin og velta fyrir sér uppruna tegundanna. Hjá Baldri Jóhanni Þorvaldssyni eru dýragarðar ekki aðeins stundargaman. Meira
16. nóvember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 174 orð | 1 mynd

Flugvél hrapar í New York

FARÞEGA-flugvél hrapaði í New York á mánudag. Alls létust 265 manns, allir þeir sem voru í vélinni og fimm manns á jörðu niðri. Ekki er talið að um hryðjuverk sé að ræða, heldur að bilun hafi orðið í búnaði flugvélarinnar. Meira
16. nóvember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 293 orð

Gullfoss og búdda

HUNDRAÐ erlendir gestir heimsóttu landið á leið sinni til New York að hitta andlegan leiðtoga sinn Geshe Kelsang Gyatso. Þeir eru nú á tíu daga blessunarhátíð með honum ásamt áttahundruð öðrum sem aðhyllast búddasið. Í hópnum voru m.a. Meira
16. nóvember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 1506 orð | 6 myndir

Hugarró og rósemd hjartans

ÞJÁNINGIN mætir (flest)öllum; smáum og stórum, auðugum og fátækum, frjálsum og ófrjálsum. Hún er óhjákvæmilegur fylgifiskur þessa lífs. Hún er það sem allir forðast, hamingjan er hinsvegar það sem allir stefna að, leynt eða ljóst. Meira
16. nóvember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 201 orð | 1 mynd

Kabúl laus undan stjórn talibana

MIKILL fögnuður ríkti í Kabúl, höfuðborg Afganistan, á þriðjudag þegar hermenn Norður-bandalagsins héldu inn í borgina. Kabúl var áður undir stjórn talibana. Íbúum Kabúl létti við að vera lausir við kúgun talibana. Meira
16. nóvember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 725 orð | 1 mynd

Kynjagleraugu á fjárlagafrumvarpið

SORGLEGT en satt. Jafnréttisbarátta kynjanna gengur ekki ýkja hratt fyrir sig. Enn vantar talsvert upp á að kynin njóti sömu tækifæra á ólíkum sviðum þjóðfélagsins. Meira að segja í hinum vestræna heimi er talsvert langt í land. Meira
16. nóvember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 54 orð | 1 mynd

Mávahlátur fær Eddu-verðlaunin

EDDU-verðlaunin voru veitt á sunnudag og hlaut kvikmyndin Mávahlátur sex verðlaun. Var Mávahlátur valin sem kvikmynd ársins. Ágúst Guðmundsson var valinn kvikmyndaleikstjóri ársins og Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona ársins. Meira
16. nóvember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 1736 orð | 9 myndir

Samstiga Eddur

ÞÆR hafa verið vinkonur í gegnum súrt og sætt. "Aðallega þó sætt," segja þær og brosa hvor framan í aðra. Meira
16. nóvember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 661 orð | 6 myndir

Skart úr fjalli og fjöru

AÐKOMUKONAN, sem settist að á Akranesi á nýliðnu hausti, beið ekki boðanna með að kynna sjálfa sig og verk sín. Auk þess að fara hús úr húsi, nánar tiltekið í 1. Meira
16. nóvember 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 48 orð

VÍS kynnir tryggingar á pólsku

Vátryggingafélag Íslands (VÍS) hefur gefið úr bækling á pólsku um helstu tryggingar sínar. Í undirbúningi er að gefa út kynningarefni á ensku og serbó-króatísku. Pólsku útgáfunni hefur verið vel tekið. Meira

Annað

16. nóvember 2001 | Prófkjör | 422 orð | 1 mynd

Breytinga er þörf á Seltjarnarnesi

Ég mun leggja ríka áherslu á, segir Guðrún Helga Brynleifsdóttir, að samráð verði haft við bæjarbúa. Meira
16. nóvember 2001 | Prófkjör | 406 orð | 1 mynd

Fólk en ekki flokkur

Sérstaka áherslu, segir Stefán Bergmann, vil ég leggja á undirbúning nýs aðalskipulags. Meira
16. nóvember 2001 | Prófkjör | 141 orð | 1 mynd

Guðrúnu Helgu til forystu

ÞAÐ er mikið fagnaðarefni fyrir Bæjarmálafélagið á Seltjarnarnesi að Guðrún Helga Brynleifsdóttir skuli hafa gefið kost á sér í prófkjör vegna komandi bæjarstjórnarkosninga. Tel ég hana mjög vel til forystu fallna í bæjarmálunum. Meira
16. nóvember 2001 | Prófkjör | 301 orð | 1 mynd

Hverjir eiga að ráða

Ég vil, segir Þorvaldur Kolbeins Árnason, blómlegt bæjarlíf á Seltjarnarnesi. Meira
16. nóvember 2001 | Prófkjör | 163 orð | 1 mynd

Mikill fengur í Guðrúnu Helgu

SÚ STAÐREYND að það er styttra frá Seltjarnarnesi í miðborg Reykjavíkur en frá flestum hverfum veitir Seltirningum mikla sérstöðu. Meira
16. nóvember 2001 | Prófkjör | 468 orð | 1 mynd

Prófkjör Bæjarmálafélagsins

Ég hef freistað þess að leggja samfélaginu lið, segir Árni Einarsson, og hafa áhrif á þróun þess. Meira
16. nóvember 2001 | Prófkjör | 465 orð | 1 mynd

Prófkjör Bæjarmálafélags Seltjarnarness

Bæjarmálafélagið, segir Arnþór Helgason, hefur jafnan beitt sér fyrir vönduðum vinnubrögðum. Meira
16. nóvember 2001 | Prófkjör | 466 orð | 1 mynd

Prófkjör Neslistans

Ég hvet alla Seltirn-inga, segir Sunneva Hafsteinsdóttir, til að taka þátt í opnu prófkjöri Neslistans. Meira
16. nóvember 2001 | Prófkjör | 179 orð | 1 mynd

Traustur og ákveðinn valkostur

ÞEGAR ég fékk að vita að Guðrún Brynleifsdóttir væri í framboðshugleiðingum spurði ég sjálfan mig að því hví hún hefði ekki fyrir löngu farið út á braut stjórnmála. Hún hefur svo margt til brunns að bera á þeim vettvangi. Meira
16. nóvember 2001 | Prófkjör | 493 orð | 1 mynd

Við eigum samleið

LAUGARDAGINN 17. nóvember nk. fer fram prófkjör Bæjarmálafélags Seltjarnarness vegna uppröðunar á framboðslista. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.