Greinar fimmtudaginn 22. nóvember 2001

Forsíða

22. nóvember 2001 | Forsíða | 84 orð | 1 mynd

Mengunarslys á Rín

SLÖKKVILIÐSMENN börðust í gær við að koma í veg fyrir að um 1.800 tonn af saltpéturssýru lækju út í Rínarfljót skammt frá Duisburg frá hollenska skipinu Stolt Rotterdam. Meira
22. nóvember 2001 | Forsíða | 81 orð

Tala látinna 3.900

NÚ ER talið, að um 3.900 manns hafi látið lífið í hryðjuverkaárásinni á World Trade Center í New York 11. september sl., en í fyrstu var jafnvel talið að um 7.000 manns hefðu farist. Meira
22. nóvember 2001 | Forsíða | 478 orð

Talibanar ákveðnir í að verjast í Kandahar

TALIBANAR hétu í gær að verjast áfram í Kandahar og nálægum héruðum og sögðust síðar mundu ráðast þaðan og leggja undir sig allt Afganistan. Meira
22. nóvember 2001 | Forsíða | 117 orð | 1 mynd

Tekið til við stjórnarmyndun

POUL Nyrup Rasmussen, fráfarandi forsætisráðherra Danmerkur, afhenti í gær Margréti drottningu afsagnarbréf sitt og stjórnarinnar og lagði til, að Anders Fogh Rasmussen, leiðtoga Venstre og sigurvegara kosninganna í fyrradag, yrði falin stjórnarmyndun. Meira
22. nóvember 2001 | Forsíða | 308 orð

Vilja ákvörðunarrétt á vettvangi NATO

SERGEI Ívanov, varnarmálaráðherra Rússlands, sagði í gær, að rússneska stjórnin vildi fá "tillögurétt" innan NATO og einnig rétt til að hafa áhrif á ákvarðanir bandalagsins. Meira

Fréttir

22. nóvember 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 387 orð | 2 myndir

16 hæða turnbygging og tvö hringtorg

BORGARSKIPULAG Reykjavíkur hefur auglýst tillögu að nýju deiliskipulagi svokallaðs Vélamiðstöðvarreits en hann afmarkast af Borgartúni, Höfðatúni, Skúlagötu og Skúlatúni. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 156 orð

500 til 2.400 manns á hvern lækni

ALLS eru 96 heimilis- og heilsugæslulæknar starfandi á höfuðborgarsvæðinu, þar af 16 sjálfstætt starfandi í Reykjavík. Ekki eru fastar regkur um fjölda þeirra íbúa, sem hverjum lækni er ætlað að sinna, en algeng viðmiðun er 1.500 til 1.750 manns. Meira
22. nóvember 2001 | Erlendar fréttir | 120 orð

94 ára kona lést úr miltisbrandi

KONA á tíræðisaldri, sem greind hafði verið með banvænustu tegund miltisbrandssýkingar, lést á sjúkrahúsi í Connecticut í Bandaríkjunum í gær. Meira
22. nóvember 2001 | Akureyri og nágrenni | 383 orð

Aðgerðum fjölgar umtalsvert milli ára

VIÐBÓTARFJÁRMAGN sem heilbrigðisráðuneytið hefur lagt Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, FSA, til vegna gerviliðaaðgerða gerir að verkum að fleiri slíkar aðgerðir verða gerðar í ár en á því síðasta. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 320 orð

Allar efnahagsforsendur í lagi þrátt fyrir samdrátt

FORMENN stjórnarflokkanna, Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, segja að þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu séu allar efnahagsforsendur í lagi og uppsögn kjarasamninga sé einvörðungu fallin til þess að draga máttinn... Meira
22. nóvember 2001 | Suðurnes | 451 orð | 1 mynd

Alltaf gaman að hitta stelpurnar

FREYJA Másdóttir, átján ára handknattleikskona með Fram, býr í Keflavík. Hún ekur á milli nokkrum sinnum í viku til að geta stundað íþrótt sína. Freyja hefur æft handknattleik með Fram í tólf ár, eða frá sex ára aldri. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 961 orð | 1 mynd

Aukin framlegð í sjávarútvegi skilar sér í hærra gengi

Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að aukin framlegð í útflutningsatvinnugreinum muni fyrr eða síðar skila sér í hækkandi gengi krónunnar. Hann segir í samtali við Egil Ólafsson að kaupmáttur hafi enn ekki rýrnað þrátt fyrir meiri verðbólgu en búist var við. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 137 orð

Árni Gunnarsson efstur í kjöri til flokksstjórnar

ÁRNI Gunnarsson varð efstur í kjöri til flokksstjórnar Samfylkingarinnar en kosið var í stjórnina á landsfundi flokksins um helgina. Björgvin G. Sigurðsson varð í öðru sæti. Alls sitja 30 manns í flokksstjórn og gáfu 70 manns kost á sér í stjórnina. Meira
22. nóvember 2001 | Suðurnes | 347 orð | 1 mynd

Átak í umhverfismálum og móttöku ferðafólks

BÆJARSTJÓRN Sandgerðis mun á næstu árum vinna enn frekar að umhverfismálum og vill um leið beita sér fyrir átaki í ferðaþjónustu á staðnum. Kemur þetta fram í samtali við Jóhönnu Norðfjörð, formann bæjarráðs Sandgerðis. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 34 orð | 1 mynd

Barna- og unglingageðdeild fær góða gjöf

STJÓRN Svalanna, félags fyrrverandi og núverandi flugfreyja, afhenti nýlega Barna- og unglingageðdeild v/Dalbraut ýmis tæki að gjöf sem koma þar að góðum notum. Kaupin á gjöfunum fjármagna Svölurnar með sölu á jólakortum, segir í... Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 340 orð

Beraði kynfæri sín fyrir ungum stúlkum

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann til að greiða 60.000 krónur í sekt fyrir kynferðisbrot en hann var fundinn sekur um að bera kynfæri sín fyrir þremur ellefu ára gömlum stúlkum í heitum potti Sundhallarinnar í Reykjavík 31. október í fyrra. Meira
22. nóvember 2001 | Suðurnes | 71 orð

Bíll inn í blómabúð

FÓLKSBÍLL hafnaði inn í blómabúð við Hafnargötu í Keflavík upp úr kl. 18 í fyrrakvöld. Útstillingargluggi búðarinnar mölbrotnaði en hvorki ökumann né viðskiptavini sakaði. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 550 orð | 2 myndir

Bréfabindi framleidd í aldarfjórðung

EKKI er víst að margir tengi Egils sögu Skallagrímssonar við eina helstu framleiðsluvöru vinnustofu SÍBS að Múlalundi. Hins vegar eru Egla bréfabindin, sem framleidd hafa verið í Múlalundi í 25 ár, nefnd í höfuðuð á Eglu, Egils sögu. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 438 orð | 1 mynd

Doktor í næringarfræði

* ÓSKAR Þór Adolfsson varði doktorsritgerð í næringarfræði við Tufts-háskóla í Boston 3. maí sl. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 347 orð | 1 mynd

Doktorsvörn í ráðgefandi sálfræði

*SIF Einarsdóttir varði doktorsritgerð sína í ráðgefandi sálfræði við Háskólann í Illinois Champaign-Urbana hinn 14. maí síðastliðinn. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 120 orð

Eiga að fara af landi brott í dag

LITHÁUNUM níu sem unnu við byggingu fjölbýlishúss í Salahverfi án þess að hafa atvinnu- og dvalarleyfi var öllum vísað úr landi í gær og eiga þeir að fara af landi brott í dag. Georg Kr. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 333 orð

Eldur í rafmagnstöflu í Vopnafjarðarskóla

ELDUR varð laus í rafmagnstöflu í Vopnafjarðarskóla í gær og fellur skólahald niður af þeim sökum í dag og á morgun. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 82 orð

Endaði 40 metrum neðan við veginn

ÖKUMAÐUR fólksbifreiðar slapp með marbletti og skrámur eftir að hafa misst stjórn á bifreið sinni skammt fyrir innan Borðeyri í Hrútafirði í gær með þeim afleiðingum að bíllinn fór út af veginum og endaði um þrjátíu til fjörutíu metrum neðar. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 607 orð

Endurskoðuð eftir hörð mótmæli

FLUGLEIÐIR hafa samþykkt, í kjölfar mótmæla frá Öryrkjabandalagi Íslands, ÖBÍ, að endurskoða reglu sem sett var sl. vor um að hreyfihamlaðir eða fatlaðir farþegar tilnefni ábyrgðarmann eða fylgdarmann þegar keyptur er farmiði í millilandafluginu. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 216 orð

Engin samþykkt hefur verið gerð

KRISTINN H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins á Vestfjörðum, segir að hugmyndir um menningarhús á Ísafirði hafi verið til athugunar, en engin samþykkt verið gerð eða yfirlýsingar gefnar á fundum þingmanna kjördæmisins um málið. Einar K. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 280 orð

Falla frá útgjaldabeiðnum og fresta framkvæmdum

GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir að sjá megi glögg merki um öran samdrátt um þessar mundir, m.a. af veltutölum og margt hafi breyst á verri veg á undanförnum vikum frá því að gengið var frá forsendum fjárlagafrumvarpsins. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Fáið að heyra dúndurbarítón

KRISTJÁN Jóhannsson tenórsöngvari mun halda tónleika í Háskólabíói 15. desember næstkomandi. Kristján sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann hlakkaði til að koma heim og syngja. Meira
22. nóvember 2001 | Landsbyggðin | 186 orð | 1 mynd

Fínt fólk í Borgarnesi

ÞRÁTT fyrir neikvæðan söng fylgdi María Jónsdóttir eftir hugmynd sinni og opnaði verslunina Fínt fólk með barna- og kvenfatnað í lok október. Jón Árnason, eiginmaður Maríu, innréttaði húsnæðið og það tók tvær vikur. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 428 orð

Fjármálaráðherrar orðnir tólf?

HÖRÐ gagnrýni kemur fram á fjármálastjórn ríkisstjórnarinnar í tveimur álitum minnihluta fjárlaganefndar við fjáraukalagafrumvarpið. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 114 orð

Flytur út geðlyf fyrir 1,5 milljarða

LYFJAFYRIRTÆKIÐ Omega Farma hefur nýlega hafið útflutning á þunglyndislyfinu Cítalópram og þegar hafa borist pantanir fyrir um einn og hálfan milljarð króna frá Norðurlöndunum og Þýskalandi fram í byrjun næsta árs. Meira
22. nóvember 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 230 orð | 1 mynd

Foreldrar fá bók um fíkniefni og forvarnir

RAUÐA KROSS deild Garðabæjar hyggst afhenda fjölskyldum barna í bænum sem fædd eru árunum 1986-1990 bókina "Fíkniefni og forvarnir" en henni er ætlað að veita foreldrum og forráðamönnum barnanna lið í baráttunni gegn fíkniefnum. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 60 orð

Fór út af vegna hálku

ÖKUMAÐUR slapp lítið meiddur eftir að hafa misst stjórn á bifreið sinni á Borgarfjarðarbraut skammt frá bænum Hesti í Borgarfirði í gær með þeim afleiðingum að hún fór út af veginum og valt á hliðina. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 367 orð

Framfarir í læknavísindum þjóni lífinu

EFTIRFARANDI ályktun um snemmómskoðun var samþykkt á landsþingi Þroskahjálpar: "Landssamtökin Þroskahjálp telja að framfarir í læknavísindum eigi að þjóna lífinu og stuðla að bættri heilsu, aukinni velferð og hamingju allra þegna. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 115 orð

Framtíðarskipulag lungnalækninga

SAMTÖK lungnasjúklinga og SÍBS standa sameiginlega fyrir fræðslufundi sem haldinn verður í Safnaðarheimili Hallgrímskirkju í Reykjavík í dag, fimmtudag, kl. 20. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 36 orð

Fræðslufundur hjá Lauf

LAUF, samtök áhugafólks um flogaveiki, verður með fræðslufund, í dag, fimmtudaginn 22. nóvember kl. 20, að Hátúni 10b, kaffistofu á jarðhæð. Helena Breiðfjörð fjallar um sjálfstyrkingu unglinga, einelti o.fl. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 224 orð

Fullskipað í kjörnefnd

KJÖRNEFND Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2002 er nú fullskipuð en hana skipa fimmtán manns. Átta eru kjörnir í nefndina í atkvæðagreiðslu meðal um 1. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 89 orð

Gerði athugasemd við störf ráðherra

Vegna fréttar í blaðinu í gær um sölu ríkisjarða skal það leiðrétt að Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði ekki fram fyrirspurn til landbúnaðarráðherra á Alþingi 5. nóvember sl. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 190 orð

Greiðslubyrði vex umfram greiðslugetu

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá stjórn Verkalýðsfélagsins Hlífar: "Fundur í stjórn Verkalýðsfélagsins Hlífar mánudaginn 19. nóvember sl. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Haraldur Böðvarsson hf. 95 ára

HINN 17. nóvember sl. voru 95 ár liðin frá því að Haraldur Böðvarsson, þá 17 ára gamall, hóf útgerð á sexæringnum Helgu Maríu. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 249 orð

Hámarksökutaxti felldur úr gildi

SAMKEPPNISRÁÐ hefur ákveðið að fella úr gildi hámarksökutaxta fyrir sendibifreiðar frá og með 1. janúar nk. sem hingað til hefur verið samþykktur af Samkeppnisstofnun og gefinn út af Trausta, félagi sendibifreiðastjóra. Meira
22. nóvember 2001 | Erlendar fréttir | 316 orð | 1 mynd

Heita því að sagan endurtaki sig ekki

BANDARÍKIN og fleiri auðug ríki hafa hafist handa við að undirbúa áætlun um enduruppbyggingu Afganistans eftir fall talibanastjórnarinnar. Embættismenn frá 21 ríki og Evrópusambandinu komu saman í Washington í fyrradag til að ræða áætlunina. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 35 orð

Hlé á þingfundum

NÆSTI fundur á Alþingi verður ekki fyrr en á þriðjudag í næstu viku. Í dag, á morgun og á mánudag verða nefndafundir en nk. þriðjudag er gert ráð fyrir 1. umræðu um fjárlagafrumvarp fyrir árið... Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Hlutu námsstyrk Orkuveitunnar

ÁSDÍS Kristinsdóttir, Elín Hanna Jónsdóttir og Hildur Inga Þorsteinsdóttir hlutu námsstyrki Orkuveitu Reykjavíkur til kvenna er stunda verkfræði- eða tækninám. Meira
22. nóvember 2001 | Akureyri og nágrenni | 177 orð

Hrafnaspark og Margot Kiis

DJANGODJASSTRÍÓIÐ Hrafnaspark og djasssöngkonan Margot Kiis halda tónleika á vegum Jazzklúbbs Akureyrar í Deiglunni á Heitum fimmtudegi 22. nóvember og hefjast þeir kl. 21.15. Á efnisskránni verða bæði innlend og erlend sígild djasslög, m.a. Meira
22. nóvember 2001 | Erlendar fréttir | 358 orð | 1 mynd

Hræðslan við útlendingana

ÁHERSLUR Danska þjóðarflokksins, DF, í innflytjendamálum valda ugg í landinu en öllu frekar utan landsins. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 337 orð

Hægt að innleiða með mjúkum eða hörðum hætti

ÍSLENSK stjórnvöld standa sig verr í að innleiða tilskipanir, sem samþykktar hafa verið á EES, á sviði félagsmála og umhverfismála en almennt á öðrum sviðum, samkvæmt samanburði sem gerður hefur verið. Meira
22. nóvember 2001 | Erlendar fréttir | 326 orð

Høgni Hoydal kjörinn á danska þingið

FÆREYINGAR kusu að venju tvo fulltrúa sína á danska þingið og voru það Þjóðveldisflokksmaðurinn Høgni Hoydal, ráðherra sjálfstæðismála, og Lisbeth L. Petersen úr Sambandsflokknum sem náðu kjöri. Meira
22. nóvember 2001 | Erlendar fréttir | 641 orð | 2 myndir

Íbúar Kunduz óttast miklar blóðsúthellingar

MIKILL ótti ríkir meðal íbúa borgarinnar Kunduz, síðasta vígis talibana í norðurhluta Afganistans, vegna umsáturs hermanna Norðurbandalagsins. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Jólakort Kórs Snælandsskóla

KÓR Snælandsskóla hefur gefið út jólakort til styrktar starfi kórsins. Kortið prýðir mósaíkmynd sem ber heitið Jólanótt og er eftir kórfélaga, Sigríði Rún Siggeirsdóttur. Í hverjum pakka eru 10 kort og kostar pakkinn kr. 500. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Jólamerki Thorvaldsensfélagsins

JÓLAMERKI Thorvaldsensfélagsins er komið út. Félagið hefur gefið út jólamerki um áratuga skeið. Mynd Daða Guðbjörnsson, Jólakettir, prýðir kortið að þessu sinni. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 38 orð | 1 mynd

Jólasveinaspil frá Snerruútgáfunni

SNERRUÚTGÁFAN ehf. hefur sent frá sér ný jólasveinaspil með teikningum af öllum íslensku jólasveinunum eftir Selmu Jónsdóttur. Einnig er í hverjum pakka söguágrip um jólasveinana á íslensku, ensku og þýsku, eftir Árna Björnsson þjóðháttafræðing. Meira
22. nóvember 2001 | Erlendar fréttir | 344 orð

Kínverjar vísa 35 Vesturlandabúum úr landi

KÍNVERSK stjórnvöld vísuðu í gær úr landi þrjátíu og fimm vestrænum stuðningsmönnum Falun Gong-hreyfingarinnar en fólkið var handtekið á Torgi hins himneska friðar í Peking á þriðjudag. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Kvenfataverslanir sameinaðar

VERSLANIRNAR Inwear og Part Two hafa nú verið færðar saman í enn stærra húsnæði þar sem Inwear var áður staðsett í Kringlunni, á móti Hard Rock Café. Meira
22. nóvember 2001 | Landsbyggðin | 868 orð | 1 mynd

Könnun á umhverfi og ferðaþjónustu

VEGNA mjög góðrar frammistöðu í starfi að Staðardagskrá 21 var Snæfellsbær í vor valinn sem samstarfsaðili tveggja bæjarfélaga, annars vegar á Grænlandi og hins vegar á Svalbarða, í samnorrænu verkefni sem fjallar um umhverfi og ferðaþjónustu á norðlægum... Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 171 orð

Lagnakerfamiðstöð Íslands opnuð

LAGNAKERFAMIÐSTÖÐ Íslands verður opnuð við hátíðlega athöfn, laugardaginn 24. nóvember, kl. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 590 orð | 1 mynd

Langar að veita innsýn í líf fólksins

INSJALLAH - á slóðum Araba, heitir ný bók sem Jóhanna Kristjónsdóttir, blaðamaður og rithöfundur, er að senda frá sér. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 508 orð | 1 mynd

Lausnin er ekki fólgin í uppsögn kjarasamninga

Halldór Ásgrímsson telur í samtali við Björn Jóhann Björnsson að uppsögn kjarasamninga dragi máttinn úr efnahagslífinu. Meira
22. nóvember 2001 | Akureyri og nágrenni | 144 orð

Leitað verði leiða til að leysa deiluna farsællega

SVEITARSTJÓRN Eyjajarðarsveitar samþykkti á fundi sínum í fyrrakvöld ályktun vegna kjaradeilu tónlistarkennara og sveitarfélaga. Meira
22. nóvember 2001 | Landsbyggðin | 121 orð | 1 mynd

Loftfélagið gaf Spiro 2000-lungnamæli

FYRIR skömmu voru á ferð á Húsavík þeir Hjörleifur Þórarinsson framkvæmdarstjóri Glaxo Smith Kline og Pétur Magnússon lyfjafræðingur hjá fyrirtækinu. Erindi þeirra var að afhenda Heilbrigðisstofnun Þingeyinga lungnamæli, Spiro 2000, að gjöf. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 164 orð

Málþing í Japan

SAMSTARFSNEFND um Norðurlandafræðslu erlendis, sem starfar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn, gengst fyrir fjórum málþingum um Norðurlönd, sögu, samfélög og menningu, í Japan í lok nóvember og byrjun desember. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 34 orð

Málþing um vísindi á 18. öld

FÉLAG um átjándu aldar fræði heldur málþing laugardaginn 24. nóvember í sal Þjóðarbókhlöðunnar á 2. hæð, kl. 13.30. Erindi halda: Þorsteinn Vilhjálmsson, Páll Halldórsson, Þór Jakobsson, Sigurður Steinþórsson, Fundarstjóri verður Guðrún Ingólfsdóttir. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Meintur morðingi eftirlýstur í Danmörku

DANSKUR karlmaður sem grunaður er um að hafa myrt íslenskan karlmann í strandbænum Fuengirola á Spáni á sunnudag er eftirlýstur í Danmörku vegna annarra afbrota. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 134 orð

Meirihlutinn vill að bjór og léttvín verði selt í matvöruverslunum

MEIRIHLUTI landsmanna vill leyfa sölu á léttvíni og áfengum bjór í matvöruverslunum, ef marka má niðurstöður könnunar sem PricewaterhouseCoopers hefur gert. Meira
22. nóvember 2001 | Erlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Menem leystur úr haldi

CARLOS Menem, fyrrverandi forseti Argentínu, losnaði úr stofufangelsi í gær eftir að hæstiréttur landsins vísaði frá ákæru á hendur fyrrverandi aðstoðarmanni hans í tengslum við ólöglega vopnasölu. Meira
22. nóvember 2001 | Miðopna | 980 orð | 1 mynd

NATO og Eystrasaltsríkin

FUNDUR Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta og George W. Bush Bandaríkjaforseta í Texas sýnir að mikil umskipti hafa orðið í samskiptum þessara stóru og voldugu ríkja. Stækkun NATO er samt enn málefni sem full þörf er á að leiða til lykta. Meira
22. nóvember 2001 | Erlendar fréttir | 1292 orð | 2 myndir

Níu ára stjórnarforystu Nyrups er lokið

ÞINGKOSNINGARNAR í Danmörku á þriðjudag ollu sögulegum umskiptum, jafnaðarmenn misstu stjórnarforystuna og eru ekki lengur stærsti flokkur landsins. Meira
22. nóvember 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 179 orð | 2 myndir

Nýr sex deilda leikskóli vígður

GÓÐUR, vænn og grænn eru einkunnarorð nýs leikskóla sem opnaður var í Kópavogi í síðustu viku. Hefur skólinn hlotið nafnið Fífusalir en hann stendur við Salaveg. Meira
22. nóvember 2001 | Landsbyggðin | 125 orð | 1 mynd

Nýtt útflutningssláturhús byggt á Héraði

HIÐ nýstofnaða Sláturfélag Austurlands hefur samþykkt að byggja nýtt útflutningssláturhús á Héraði innan tveggja ára. Þar verður einnig stórgripaslátrun og á að starfrækja húsið árið um kring. Meira
22. nóvember 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 183 orð

Nýtt verslunar- og þjónustuhúsnæði

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að úthluta Fasteignafélaginu Stoðum byggingarrétti fyrir verslunar- og þjónustuhús á lóð nr. 121 við Hraunbæ. Áætlað er að reisa um 1500 fermetra byggingu á lóðinni. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 19 orð

* Opin kerfi hafa keypt Datapoint...

* Opin kerfi hafa keypt Datapoint Svenska fyrir 1. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 69 orð

Opinn fundur hjá Heimdalli

HEIMDALLUR, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, heldur opinn spjallfund um persónufrelsi á stríðstímum í Kofa Tómasar frænda, Laugavegi 2, fimmtudagskvöldið 22. nóvember, kl. 20.30. Meira
22. nóvember 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 301 orð

Opnað fyrir umferð um Hafnarstræti

SKIPULAGS- og byggingarnefnd Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að opna fyrir umferð um Hafnarstræti til austurs á nýjan leik í tilraunaskyni og koma þannig til móts við kaupmenn um jólin og aðra þá sem hag hafa af opnuninni. Meira
22. nóvember 2001 | Suðurnes | 98 orð

Ólafur Haukur kynnir leikrit sitt

BOÐORÐIN 9, leikrit Ólafs Hauks Símonarsonar, verður kynnt í Bókasafni Reykjanesbæjar í Kjarna í kvöld, fimmtudag, kl. 20. Höfundurinn mun sjálfur annast kynninguna. Leikritið Boðorðin 9 verður frumflutt í Borgarleikhúsinu í kringum áramótin. Meira
22. nóvember 2001 | Akureyri og nágrenni | 713 orð

"Ruddist inn í sal með dónaskap og yfirgangi"

TÖLUVERT uppistand varð vegna dagskrár í Dalvíkurskóla sl. föstudag í tengslum við Dag íslenskrar tungu. Að sögn Önnu Baldvinu Jóhannesdóttur skólastjóra mætti verkfallsvörður frá tónlistarkennurum í skólann með látum og stöðvaði dagskrána. Meira
22. nóvember 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 65 orð | 1 mynd

Rabbað í innkaupaösinni

ÞESSIR tveir herramenn ræddu heimsins gagn og nauðsynjar í Austurstræti á dögunum á meðan umferðin og mannlífið í miðbæ borgarinnar gekk sinn vanagang. Hvort það hefur verið hraði nútímans sem var umræðuefnið skal ósagt látið. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 824 orð | 1 mynd

Sambúð tungu og tölvutækni

Ari Arnalds fæddist 15.12. 1944 í Reykjavík. Hann lauk B.Sc.-prófi í eðlisfræði og stærðfræði frá Háskólanum í Liverpool 1968 og M.Eng.-prófi í rafmagnsverkfræði frá Háskólanum í Alberta í Kanada 1972. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 194 orð | 1 mynd

Samið við sjúkraliða

SJÚKRALIÐAFÉLAG Íslands undirritaði nýjan kjarasamning við samninganefnd ríkisins fyrir hönd fjármálaráðherra í Karphúsinu á miðnætti í gær eftir tæplega 15 klukkutíma samningalotu. Samningar höfðu þá verið lausir frá 1. nóvember 2000. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 104 orð

Samskip styrkja fíknivarnir lögreglunnar

SAMSKIP hafa nú öðru sinni lagt fram eina milljón króna í styrk til þeirra lögreglumanna á Íslandi sem hafa fíkniefnamál sem sérsvið. Fyrirtækið lagði fram sömu styrkfjárhæð í október á síðasta ári. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Skemmdarverk í skjóli nætur

SKEMMDARVARGAR sprengdu rafmagnstengiskáp í Giljaseli í Breiðholti á ellefta tímanum í gærkvöld svo rafmagnslaust varð í nærliggjandi götum. Lögregla og slökkvilið fóru þegar á vettvang en skemmdarvargarnir voru þá horfnir á braut. Meira
22. nóvember 2001 | Landsbyggðin | 544 orð

Skiptar skoðanir varðandi sölu á Rafveitu Sauðárkróks

VÍKINGUR, félag ungra Sjálfstæðismanna á Sauðárkróki, boðaði til almenns borgarafundar í samkomusal Fjölbrautaskólans nýlega. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 158 orð

Skora á samningsaðila að leysa kjaradeilu tónlistarskólakennara

FJÖLMENNI var á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness 14. nóvember sl. Á fundinn mættu tónlistarkennarar, foreldrar og tónlistarnemendur sem hafa verið í verkfalli frá 22. október. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 1254 orð | 2 myndir

Skráðir keppendur 150 í fyrstu danskeppni vetrarins

Sunnudagur 18. nóvember 2001 Meira
22. nóvember 2001 | Akureyri og nágrenni | 185 orð

Skyggnir bauð lægst

SEX tilboð frá fjórum fyrirtækjum bárust í tölvuþjónustu fyrir Akureyrarbæ. Skyggnir átti lægsta tilboðið en fyrirtækið bauð um 41,5 milljónir króna fyrir fjögurra ára tímabil. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 39 orð | 1 mynd

Stærsta vegasalt í heimi

TURN Hallgrímskirkju virðist máttugri en margan grunar þar sem engu er líkara en kirkjuturninn haldi af sjálfsdáðum þungbúnum himninum uppi yfir borginni. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 799 orð | 2 myndir

Tillögur um tæplega milljarðs útgjöld til viðbótar

Önnur umræða um frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2001 stóð fram eftir kvöldi á Alþingi í gær. Björn Ingi Hrafnsson skýrir breytingar á frumvarpinu í meðförum fjárlaganefndar. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 67 orð

Tónleikar í anda Led Zeppelin

STYRKTARSJÓÐURINN 12. september - CCI-International heldur tónleikana í Háskólabíói laugardaginn 24. nóvember kl. 21. Hljómsveitin Simply Led www.simplyled.net. frá Bretlandi leikur eingöngu lög eftir Led Zeppelin á tónleikum. Meira
22. nóvember 2001 | Suðurnes | 410 orð | 1 mynd

Umskipti í árangri nemenda

NEMENDUR Grunnskóla Sandgerðis náðu mun betri árangri á nýloknum samræmdum prófum en undanfarin tvö ár. Af því tilefni bauð bæjarráð nemendum og kennurum upp á veitingar í Fræðasetrinu. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 81 orð

Umsækjendur um embætti landsbókavarðar

UMSÓKNARFRESTUR um embætti landsbókavarðar rann út kl. 16 mánudaginn 19. nóvember sl. Menntamálaráðuneytinu bárust sjö umsóknir um embættið. Umsækjendur eru: Dr. Einar G. Pétursson, Hrafnhildur Hreinsdóttir, Ólafur Ásgeirsson, dr. Meira
22. nóvember 2001 | Akureyri og nágrenni | 239 orð | 1 mynd

Uppsetning á nýrri stólalyftu gengur vel

VINNA við uppsetningu á nýrri stólalyftu í Hlíðarfjalli við Akureyri gengur vel og samkvæmt áætlun, að sögn Guðmundar Karls Jónssonar forstöðumanns Skíðastaða. Búið er að reisa lyftumöstrin og vinna við lokafrágang í fullum gangi. Meira
22. nóvember 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 89 orð

Úrbóta krafist við skóla

FORELDRAFÉLAG Víðistaðaskóla krefst úrbóta á lóð og húsnæði skólans í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi félagins. Ályktunin var lögð fram á bæjarráðsfundi í Hafnarfirði í síðustu viku. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 370 orð

Útgjöldin aukast um 24 milljarða króna

HEILDARTEKJUR ríkissjóðs hækkuðu um tæpa 12,5 milljarða króna fyrstu tíu mánuði þessa árs, frá sama tíma í fyrra. Námu tekjurnar 181 milljarði króna. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 74 orð

Varnir við spítalasýkingum

NÁMSKEIÐ um spítalasýkingar og varnir við þeim verður haldið hjá Endurmenntun HÍ dagana 26. - 29. nóvember. Farið verður í greiningu spítalasýkinga, faraldsfræðilegar rannsóknir og leiðir til að takmarka útbreiðslu sýklastofna sem myndað hafa ónæmi. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 715 orð

Verðmat Ríkiskaupa hefur langoftast verið látið gilda

FLESTIR kaupendur 44 ríkisjarða á þessu ári og síðasta voru ábúendur sem óskað hafa eftir kaupum á jörðinni og landbúnaðarráðuneytið þá selt þeim jörðina samkvæmt ákvæðum 38. greinar jarðalaga frá 1976, án auglýsingar eða útboðs. Meira
22. nóvember 2001 | Akureyri og nágrenni | 239 orð | 1 mynd

Verður Omnya jólaprýði eitt árið enn?

ENN er alls óvíst að rússneski togarinn Omnya fari frá Akureyri fyrir jól eins og stefnt var að. Togarinn hefur legið við bryggju á Akureyri frá því í byrjun september árið 1997 en þá stóð til að ráðast í endurbætur á honum á sínum tíma. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 36 orð | 1 mynd

Vetrarleikir á Akranesi

ÞESSI börn á Akranesi létu ekki snjóleysið aftra sér í vetrarleikjunum á dögunum þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði. Víst er þó að þau yrðu glaðari kæmi meiri snjór svo auðveldara yrði að renna sér niður... Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 297 orð

Viðskiptavinir Kaupþings verða ekki fyrir tjóni

SIGURÐUR Einarsson, forstjóri Kaupþings hf. segir að viðskiptavinir fyrirtækisins muni ekki verða fyrir fjárhagslegu tjóni vegna meintra afbrota sjóðsstjóra hjá fyrirtækinu. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 51 orð

Víkur sæti í fíkniefnamáli

DÓMARI við Héraðsdóm Reykjavíkur sagði sig í gær frá dómi í máli ríkissaksóknara gegn portúgölskum ríkisborgara sem sakaður er um að hafa smyglað rúmlega 2.500 e-töflum hingað til lands. Meira
22. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 169 orð

Vöruflutningabíll á hliðina í Borgarfirði

ÖKUMAÐUR og farþegi vöruflutningabíls sluppu lítið meiddir síðdegis á þriðjudag eftir að ökumaðurinn missti stjórn á bifreiðinni, ofarlega við Krókalæk í Norðurárdal í Borgarfirði, vegna hálku með þeim afleiðingum að hún valt út af veginum og á hægri... Meira
22. nóvember 2001 | Miðopna | 1846 orð | 1 mynd

Það þarf að spyrna við fótum

Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir að efnahagssamdrátturinn sé ör og staðan í ríkisfjármálum þrengri en á undanförnum árum. Geir segir í samtali við Ómar Friðriksson að þeir sem beri ábyrgð á fjármálum ríkisins í þinginu þurfi að standa þétt saman og falla frá útgjaldabeiðnum. Meira

Ritstjórnargreinar

22. nóvember 2001 | Leiðarar | 840 orð

Sóttvarnir og öryggi

Varnir gegn hernaði með sýkla- eða efnavopnum hafa fengið mjög aukna athygli á Vesturlöndum á undanförnum vikum. Þar koma annars vegar til miltisbrandssýkingarnar í Bandaríkjunum og hins vegar hryðjuverkaárásin á Bandaríkin 11. september. Meira
22. nóvember 2001 | Staksteinar | 275 orð | 2 myndir

Umgengnin um auðlindina

SVANFRÍÐUR Jónasdóttir, alþingismaður, skrifar á vefsíðu sína pistil um umgengnina við auðlindina. Þar er ekki af mörgu að státa. Meira

Menning

22. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 477 orð | 3 myndir

* ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Dansleikur Félags eldri...

* ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Dansleikur Félags eldri borgara með Capri-tríóinu kl. 20 til 24. Hljómsveit Stefáns P föstudagskvöld kl. 22. * BORG, Grímsnesi: Stórdansleikur með Á móti sól föstudagskvöld. 16 ára aldurstakmark. Meira
22. nóvember 2001 | Myndlist | 202 orð | 1 mynd

Ástarkraftur

Opið fimmtudaga og föstudaga frá kl. 18-21 og um helgar frá kl. 14-18. Til 25. nóvember. Meira
22. nóvember 2001 | Menningarlíf | 85 orð | 1 mynd

Birni Bjarnasyni færð bókargjöf

FULLTRÚAR Nemendasambands Menntaskólans að Laugarvatni færðu Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra eintak af sögu skólans sem út kom fyrr á þessu ári. Bókin er skrifuð af Margréti Guðmundsdóttur og Þorleifi Óskarssyni. Meira
22. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 102 orð | 1 mynd

Charlotte Coleman kvödd

JARÐARFÖR leikkonunnar Charlotte Coleman, sem lést á heimili sínu í London í síðustu viku af völdum asmakasts, fór fram í kyrrþey á miðvikudag. Meira
22. nóvember 2001 | Menningarlíf | 165 orð | 1 mynd

Dagskrá tileinkuð Magnúsi Ásgeirssyni

"HVORKI bið ég gulls né gæfu" nefnist dagskrá sem Ungmennafélagið Dagrenning í Lundarreykjadal og Snorrastofa í Reykholti standa að í félagsheimilinu Brautartungu annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.30. Meira
22. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 548 orð | 1 mynd

Eins og dansandi frelsisgyðjur á nálaroddi augnabliksins

EINHVERN veginn þannig lýsir Nietzsche mannkostum þeirra sem lifa lífinu glaðir í bók sinni Handan góðs og ills . Ekki að það komi nýrri plötu Trabant beint við. Meira
22. nóvember 2001 | Menningarlíf | 79 orð | 1 mynd

Fyrirlestur um Matthías Jochumsson

FYRIRLESTURINN Matthías Jochumsson á Suðurlandi verður haldinn í Húsinu á Eyrarbakka í kvöld kl. 20.30. Þar mun sagnfræðingurinn og rithöfundurinn Þórunn Valdimarsdóttir fjalla um skáldið sr. Matthías Jochumsson sem prestur var í Odda árin 1881-1887. Meira
22. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 167 orð | 2 myndir

Gaukur á Stöng Eitt síðasta tækifærið...

Gaukur á Stöng Eitt síðasta tækifærið til þess að sjá Jet Black Joe á sviði á árinu. Forsala á miðum hefst kl. 16. Meira
22. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 123 orð | 1 mynd

Hátíð barnanna!

ÞÆR HAFA verið með söluhærri plötum fyrir undanfarin jól, jólasafnplöturnar þrjár sem kenndar hafa verið við Pottþétt-röðina sigursælu. Nú mætti segja að sú fjórða væri komin í búðir, þótt hún beri kannski ekki þann titilinn. Meira
22. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 141 orð | 1 mynd

Hlutverk fjölmiðlanna

Leikstjóri: John Badham. Handrit: John Maas. Aðalhlutverk: Peter Gallagher, James Garner og Donna Murphy. Sam-myndbönd. (90 mín.) Bönnuð innan 12 ára. Meira
22. nóvember 2001 | Menningarlíf | 305 orð | 1 mynd

Hróður Gunnars á Hlíðarenda berst víða

Í UMFJÖLLUN sem birtist í dagblaðinu Tagesspiegel fyrir skömmu vekur þýski blaðamaðurinn Henryk Broder athygli á söngleiknum um Gunnar á Hlíðarenda, sem sýndur var í miðaldaskálanum í Sögusetrinu á Hvolsvelli í sumar. Meira
22. nóvember 2001 | Leiklist | 435 orð | 1 mynd

Hugsað upphátt

Höfundur: Kristján Þórður Hrafnsson. Leikstjóri: Karl Ágúst Úlfsson. Hljóðvinnsla: Grétar Ævarsson. Brynhildur Guðjónsdóttir og Valur Freyr Einarsson. Frumflutt sunnudag 18. nóvember; endurtekið fimmtudagskvöld 22. nóvember. Meira
22. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 79 orð | 1 mynd

Hvað ertu að suða, mamma mín?

FJÓRÐA geislaplatan með gamanefni úr smiðju Tvíhöfða heitir Konungleg skemmtun og inniheldur valið efni úr þáttunum vinsælu frá árinum 1996-2001. Meira
22. nóvember 2001 | Menningarlíf | 298 orð | 1 mynd

Leikþættir á geislaplötu

DÆGURMÁL er heiti á geisladiski sem Rósa Ingólfsdóttir hefur gefið út og inniheldur sex leikþætti sem hún flutti á Rás 2 árið 1991-92. Meira
22. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 300 orð | 1 mynd

Lítill sem enginn áhugi á Jagger

VESTFJARÐAVINURINN Mick Jagger getur vart verið mjög brattur þessa dagana. Nýjasta sólóplata hans Goddess In The Doorway kom út á mánudaginn og væri ofsögum sagt að hún hafi selst eins og heitar lummur. Meira
22. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 118 orð | 1 mynd

Mamma þín er beygla!

ÞÁ er hún loksins kominn platan sem sumir hafa beðið með óþreyju á meðan aðrir vonuðu að hún yrði aldrei að veruleika. Meira
22. nóvember 2001 | Bókmenntir | 656 orð | 1 mynd

Margbrotin kynlífssaga

Eftir Reay Tannahill. Kristinn R. Ólafsson þýddi. Bókaútgáfan Hólar, Akureyri 2001.327 bls. Meira
22. nóvember 2001 | Menningarlíf | 269 orð

Nýlistasafnið Trúbadúrar og tónlistarmenn votta Megasi...

Nýlistasafnið Trúbadúrar og tónlistarmenn votta Megasi virðingu sína kl. 21 á listþinginu Omdúrman - margmiðlaður Megas. Meira
22. nóvember 2001 | Menningarlíf | 563 orð | 1 mynd

"Hamingjutilfinningin hríslast um mig"

Franski píanóleikarinn Philippe Bianconi er kominn hingað til lands til að leika sitt uppáhaldsverk, Píanókonsert nr. 2 eftir Brahms, með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann sagði Heiðu Jóhannsdóttur frá ástríðu sinni fyrir verkinu. Meira
22. nóvember 2001 | Menningarlíf | 92 orð | 1 mynd

Ritsafn

Sögur, leikrit, ljóð er safn frumsaminna verka og þýðinga Geirs Kristjánssonar . Bók þessi geymir tólf sögur eftir Geir, svo og tvö leikrit, flestallar ljóðaþýðingar hans, auk sagna og minningabrota eftir rússnesku meistarana. Meira
22. nóvember 2001 | Menningarlíf | 110 orð | 1 mynd

Skáldsaga

Blátt tungl er sakamálasaga eftir Árna Þórarinsson og sjálfstætt framhald af fyrri tveimur bókum Árna um Einar blaðamann, Nóttin hefur þúsund augu og Hvíta kanínan. Í Bláu tungli er ýmislegt leitt til lykta sem upphófst þar. Í kynningu segir m.a. Meira
22. nóvember 2001 | Menningarlíf | 79 orð | 1 mynd

Skáldsaga

Reisubók Guðríðar Símonardóttur er heimildaskáldsaga skráð af Steinunni Jóhannesdóttur . Í kynningu segir m.a.: "Árið 1627 átti Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum, sér stað, þegar um 400 Íslendingar voru hnepptir í þrældóm í Barbaríinu. Meira
22. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 416 orð | 1 mynd

Slétt og fellt

A New Beginning / Nýtt upphaf með Larry Otis. Otis leikur ýmis lög á ýmsa gítara, en hann og G. Rúnar Júlíusson deila með sér höfundarrétti að öllum lögunum nema einu. Lynda Otis leikur á gítar í tveimur laganna. Geimsteinn gefur út. Meira
22. nóvember 2001 | Menningarlíf | 47 orð | 1 mynd

Smásögur Davíðs koma út í Þýskalandi

SMÁSAGNASAFNIÐ Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar eftir Davíð Oddsson er nú komið út í þýskri þýðingu hjá Steidl Verlag sem meðal annars gefur út verk Halldórs Laxness, Guðbergs Bergssonar og Günters Grass. Meira
22. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 149 orð | 1 mynd

Spears var veitt áfengi

ÁFENGISRÁÐ Las Vegasborgar hefur sent næturklúbbi nokkrum þar í borg skriflega viðvörun fyrir að hafa veitt Britney Spears áfengi. Meira
22. nóvember 2001 | Menningarlíf | 19 orð

Sýning framlengd

Gallerí Reykjavík Málverkasýning Guðmundar Björgvinssonar er framlengd fram á laugardag. Sýningin er opin virka daga kl. 12-18 og laugardaga kl.... Meira
22. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 196 orð | 2 myndir

Sætasti strákurinn

ÞAÐ VAR mikið um stælta og sæta stráka á Broadway á þriðjudagskvöldið þar sem fram fór lokaæfing fyrir valið á Herra Íslandi 2001 sem fram fer í kvöld með viðhöfn. Meira
22. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 125 orð | 1 mynd

Trúir og tryggir!

Dramarokkararnir í Creed eiga sér hreint ótrúlega dyggan hóp fylgismanna. Svo dyggan reyndar að jaðrar við trúarbrögð. Það er því eins gott að liðsmenn sveitarinnar átti sig á þessu taki sem þeir hafa á lýðnum og axli ábyrgð sína. Meira
22. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 572 orð | 1 mynd

Útdauð tónlist í takt við tíðarandann

GLEÐIGJAFARNIR Í Geirfuglunum hafa verið iðnir við kolann á undanförnum árum eða ætti maður kannski að segja smáfiska og orma og annað slíkt þar sem þeir eru fuglakyns? Meira
22. nóvember 2001 | Menningarlíf | 83 orð | 1 mynd

Þjóðlög

Guitar Islancio III er þriðji diskur tríósins og fást þeir hér við íslenska tónlist í léttdjössuðum útsetningum líkt og á fyrri diskum. Meginuppistaðan er íslensk þjóðlög sem hafa sungið sig inn í íslensku þjóðina gegnum árin, t.a.m. Meira
22. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 529 orð | 2 myndir

Þvílík veisla!

XXX Rottweilerhundar, fyrsti diskur samnefndrar sveitar. Hljómsveitina skipa þeir Erpur Eyvindarson, sem kallar sig BlazRoca, og Ágúst Bent Sigurbertsson sem sjá um rappið, Lúðvík Páll Lúðvíksson, kallaður Lúlli, sem vinnur útsetningar, og Eiríkur Ástþór Ragnarsson, kallaður Eiki eða Dj Gummó, sem er plötusnúður sveitarinnar. Ýmsir gestir koma við sögu á plötunni þar á meðal Mezzías og Sesar A. Textar eftir þá BlazRoca og Bent. Dennis gefur út. Meira
22. nóvember 2001 | Menningarlíf | 117 orð | 1 mynd

Ævisaga

Steinn Steinarr - Leit að ævi skálds, síðara bindi, er komin út, eftir Gylfa Gröndal . Fyrra bindið var tilnefnt til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Í kynningu segir m.a. Meira

Umræðan

22. nóvember 2001 | Aðsent efni | 259 orð | 1 mynd

Af veruleikafirringu

Flugumferðarstjórar trúðu ekki, segir Loftur Jóhannsson, að ráðherrar færu viljandi með rangfærslur um launakjör þeirra Meira
22. nóvember 2001 | Bréf til blaðsins | 112 orð

Athugasemd vegna fréttar um brottkast

ÞEGAR fréttastofa Sjónvarps birti myndir af stórfelldu brottkasti nú á dögunum efuðust margir um trúverðugleika myndanna. Nú hefur komið á daginn að þessar myndir voru sviðsettar. Meira
22. nóvember 2001 | Bréf til blaðsins | 437 orð

Einkennileg hugmynd

ÞAÐ kvað standa skrifað í indverskum fræðum á einum stað, að hugur mannsins sé eins og apaköttur, sem sveiflar sér af einni trjágrein á aðra, og aldrei að vita hvaða grein hann grípur næst. Meira
22. nóvember 2001 | Aðsent efni | 470 orð | 2 myndir

Fjölskyldumiðstöðin við Barónsstíg

Markmiðið með starfrækslu Fjölskyldumiðstöðvarinnar, segja Árni Einarsson og Erla J. Þórðardóttir, er að aðstoða og styðja fjölskyldur sem eiga í ýmsum vanda. Meira
22. nóvember 2001 | Aðsent efni | 501 orð | 1 mynd

Heimir gekk með hörpu sína

Að vera þátttakandi í söngstarfi, segir Kjartan Sigurjónsson, á borð við það sem fram fer á vegum karlakórsins Heimis er sérstök gjöf. Meira
22. nóvember 2001 | Bréf til blaðsins | 421 orð

Hundaeigendur umhverfissóðar Hundaeigendur virðast nota Miklatún,...

Hundaeigendur umhverfissóðar Hundaeigendur virðast nota Miklatún, þetta fallega og vel staðsetta útivistarsvæði í miðri borginni, sem haughús hunda sinna. Meira
22. nóvember 2001 | Aðsent efni | 836 orð | 1 mynd

Hvað kosta glöp lögreglu ríkissjóð?

Frá '93 hafa verið í gildi stjórnsýslulög, segir Ólafur Sigurgeirsson, um rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum. Meira
22. nóvember 2001 | Bréf til blaðsins | 137 orð

Hvernig er að vera seldur?

HVAÐ getur maður gert til að sporna gegn því að vera seldur eins og einhver hlutur og komið í veg fyrir að þjónustuaðili selji viðskipti mín til annars aðila? Meira
22. nóvember 2001 | Aðsent efni | 674 orð | 1 mynd

Lækninn heim þegar yður hentar?

Enginn er neyddur til að nota þessa þjónustu, segir Guðmundur Pálsson. Hún er valkostur. Meira
22. nóvember 2001 | Aðsent efni | 662 orð | 1 mynd

Má vænta árbókar Hagstofu Íslands um verslun og þjónustu?

Hvenær, spyr Sigurður Jónsson, fáum við árbók um verslun og þjónustu á Íslandi? Meira
22. nóvember 2001 | Bréf til blaðsins | 370 orð

Nektarstaðir - vændi og eiturlyfjasala

STUNDUM þegar maður les skrif stjórnmálamanna (einkum kvenkyns) prísar maður sig sælan að búa í frjálsu og opnu þjóðfélagi, þar sem borgararnir búa við réttarreglur, en ekki handahófskenndar tilskipanir stjórnvalda. Meira
22. nóvember 2001 | Aðsent efni | 639 orð | 1 mynd

Sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið

Það er ljóst, segir Oddur Friðriksson, að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er gengið sér til húðar. Meira
22. nóvember 2001 | Aðsent efni | 730 orð | 1 mynd

Sjálfboðastörf - hvers vegna - fyrir hverja?

Konur í kvenfélögum hafa í gegnum áratugina, segir Helga Guðmundsdóttir, safnað gífurlegum fjárhæðum og gefið jafnharðan aftur til líknar-, fræðslu- og menningarmála. Meira
22. nóvember 2001 | Aðsent efni | 266 orð | 1 mynd

Tónlistarkennarar enn í verkfalli

Hvernig stendur á því, spyr Unnur Fadila Vilhelmsdóttir, að það skuli þykja sjálfsagt að tónlistarkennarar séu láglaunastétt? Meira
22. nóvember 2001 | Aðsent efni | 1098 orð | 2 myndir

Tónlistarneysla og önnur neysla

Þú færð ekki fallegra "jólaskraut" í stofuna þína, segir Sigríður Helga Þorsteinsdóttir, en lítið barn sem spilar jólalag. Meira
22. nóvember 2001 | Aðsent efni | 764 orð | 1 mynd

Tónlistarskólakennarar eru kennarar líka

Hefði ég tileinkað mér betri tök á reiknilistinni, segir Maria Gaskell, hefði ég kannski getað reiknað út fyrr að ,,launadæmið" mitt gengur bara alls ekki upp! Meira
22. nóvember 2001 | Aðsent efni | 757 orð | 1 mynd

Úthlutunarstefna Vísindasjóðs

Gert er ráð fyrir að nýr rannsóknasjóður, segir Hafliði Pétur Gíslason, muni styðja grunnrannsóknir og hagnýtar rannsóknir. Meira

Minningargreinar

22. nóvember 2001 | Minningargreinar | 1493 orð | 1 mynd

ERLING GEORGSSON

Erling Georgsson fæddist í Hafnarfirði 24. desember 1942. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 13. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Guðmundsdóttir, húsmóðir í Hafnarfirði, f. 14.1. 1909, d. 2.8. Meira  Kaupa minningabók
22. nóvember 2001 | Minningargreinar | 623 orð | 1 mynd

GEORG ÞÓR KRISTJÁNSSON

Georg Þór Kristjánsson fæddist í Vestmannaeyjum 25. mars 1950. Hann lést á heimili sínu 11. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Landakirkju 17. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
22. nóvember 2001 | Minningargreinar | 2964 orð | 1 mynd

GUNNAR BRAGI KJARTANSSON

Gunnar Bragi Kjartansson fæddist í Reykjavík 28. febrúar 1957. Hann lést 15. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Ingibjörg Einarsdóttir, f. 26.5. 1926, og Kjartan Helgason, f. 10.6. 1922. Systkini Gunnars Braga eru: 1) Björg, f. 6.5. Meira  Kaupa minningabók
22. nóvember 2001 | Minningargreinar | 5108 orð | 1 mynd

HILDIR GUÐMUNDSSON

Hildir Maríus Guðmundsson fæddist á Seyðisfirði 9. september 1924. Hann lézt á Landspítalanum aðfaranótt 12. nóvember síðastliðins. Foreldrar hans voru Guðmundur Bjarnason, f. 9. júlí 1889, d. 7.8. 1959, og Ingibjörg Ólafsdóttir, f. 18.5. 1891, d. 2.11. Meira  Kaupa minningabók
22. nóvember 2001 | Minningargreinar | 526 orð | 1 mynd

INDÍANA MARGRÉT JAFETSDÓTTIR

Indíana Margrét Jafetsdóttir fæddist 22. nóvember 1962. Hún lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 22. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 30. október. Meira  Kaupa minningabók
22. nóvember 2001 | Minningargreinar | 1231 orð | 1 mynd

KJARTAN F. JAKOBSSON

Kjartan Jakobsson fæddist á Tvöroyri í Færeyjum 3. nóvember 1922. Hann andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 16. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Alexandra og Hans Sigurd Jacobsen. Hún var ættuð frá Tvöroyri en hann frá Klakksvík. Meira  Kaupa minningabók
22. nóvember 2001 | Minningargreinar | 839 orð | 1 mynd

MARGRÉT INDIANA HALLDÓRSDÓTTIR

Margrét Indiana Halldórsdóttir fæddist í Hnífsdal 10. júní 1931. Hún lést á líknardeild Landspítalans 9. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólöf Helga Fertramsdóttir og Halldór Marías Ólafsson sjómaður, sem bjuggu lengst af á Ísafirði. Meira  Kaupa minningabók
22. nóvember 2001 | Minningargreinar | 1366 orð | 1 mynd

MARKÚSÍNA GUÐMUNDA JÓNSDÓTTIR

Markúsína Guðmunda Jónsdóttir fæddist á Hallsteinsnesi í Gufudalssveit í Barðastrandarsýslu 30. nóvember 1904. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík 14. nóvember síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
22. nóvember 2001 | Minningargreinar | 341 orð | 1 mynd

STEFÁN TRJÁMANN TRYGGVASON

Stefán Trjámann Tryggvason fæddist á Akureyri 2. júní 1933. Hann lést á hjúkrunarheimilinu í Víðinesi hinn 22. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 1. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
22. nóvember 2001 | Minningargreinar | 718 orð | 1 mynd

TRAUSTI BJÖRNSSON

Trausti Björnsson fæddist í Brennu í Nesi í Norðfirði 6. júlí 1925. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 12. nóvember síðastliðinn. Trausti var sonur hjónanna Björns Emils Bjarnasonar, bakara í Norðfirði, f. 7.1. 1885, d. 23.1. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

22. nóvember 2001 | Viðskiptafréttir | 594 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Annar flatfiskur 30 30...

ALLIR FISKMARKAÐIR Annar flatfiskur 30 30 30 20 600 Bleikja 295 252 272 82 22,271 Blálanga 151 150 150 200 30,051 Gellur 510 480 493 82 40,440 Grálúða 100 100 100 4 400 Gullkarfi 148 70 133 3,130 417,749 Hlýri 215 206 212 2,400 508,661 Höfrungur 415 415... Meira

Daglegt líf

22. nóvember 2001 | Neytendur | 300 orð | 1 mynd

20% hækkun á raflýsingu leiða

KOSTNAÐUR við raflýst leiði hefur hækkað um 20% hjá Rafþjónustunni Ljósum frá því í fyrra, eða úr 5.500 krónum í 6.600 krónur. Meira
22. nóvember 2001 | Neytendur | 26 orð

Gildistími tilboða er mismunandi

ATHYGLI lesenda er vakin á því að helgartilboð verslana taka ýmist gildi á fimmtudögum eða föstudögum og standa jafnframt mislengi, í sumum tilvikum einungis meðan birgðir... Meira
22. nóvember 2001 | Neytendur | 72 orð | 1 mynd

Nýtt kortatímabil 8. desember

ÁKVEÐIÐ hefur verið að næsta kortatímabil hefjist 8. desember næstkomandi að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Samtökum verslunar og þjónustu. Gildir þetta um þær verslanir sem gert hafa samninga um þetta við Visa og Eurocard. Meira
22. nóvember 2001 | Neytendur | 253 orð | 2 myndir

Skilagjald innheimt fyrir innkaupakerrur

ÝMSAR verslanir hafa brugðið á það ráð að láta viðskiptavini greiða hundrað krónur fyrir afnot af innkaupakerrum, en peningnum er jafnframt skilað um leið og kerran er sett á sinn stað. Meira
22. nóvember 2001 | Neytendur | 312 orð

Svínakjöt víða með afslætti

BÓNUS Gildir 22. og 23.11. eða á meðan birgðir endast nú kr. áður kr. mælie. Svínakjöt með puru 349 599 349 kg Svínahnakki, úrbeinaður 799 1.299 799 kg Svínasnitsel 799 1.199 799 kg Svínagúllas 799 1.199 799 kg Svínalundir, (1.000 sölueiningar til) 1. Meira

Fastir þættir

22. nóvember 2001 | Árnað heilla | 29 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Áttræð verður laugardaginn 24. nóvember Sigurlaug Magga Guðmundsdóttir, Orrahólum 7, 7d, Reykjavík . Hún tekur á móti vinum og ættingjum á heimili sínu á afmælisdaginn frá kl.... Meira
22. nóvember 2001 | Árnað heilla | 34 orð | 1 mynd

95 ÁRA afmæli.

95 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 22. nóvember, er níutíu og fimm ára Jensína Sveinsdóttir, Austurbrún 6, frá Gillastöðum í Reykhólasveit. Hún tekur á móti vinum og vandamönnum í safnaðarsal Áskirkju v/Vesturbrún laugardag kl.... Meira
22. nóvember 2001 | Viðhorf | 831 orð

Aldur og þroski

Þegar aldurinn færist yfir er allt leyfilegt; ekki þarf að halda aftur af sérviskunni á nokkurn hátt. Maður getur klæðst eins og kjáni, lagt upp á gangstétt, jafnvel ekið löturhægt á vinstri akrein. Meira
22. nóvember 2001 | Fastir þættir | 57 orð

Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 19.

Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 19. nóvember var spilað þriðja og næst síðasta kvöldið í Opna Borgarfjarðarmótinu. Úrslit urðu sem hér segir: Sveinbjörn Eyjólfsson - Lárus Péturss. Meira
22. nóvember 2001 | Fastir þættir | 60 orð | 1 mynd

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Guðný Guðjónsdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir Íslandsmeistarar Tuttugu og eitt par tók þátt í Íslandsmóti kvenna í tvímenningi, sem var spilað um helgina. Mótið var ótrúlega jafnt og ólíklegt að hæsta skor á Íslandsmóti hafi verið lægri en nú eða 53,4... Meira
22. nóvember 2001 | Fastir þættir | 374 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

EKKI er alltaf einfalt að meta sök og sakleysi þegar illa fer í vörn. Sú tilhneiging er rík í spilurum að skella skuldinni á þann aðilann sem tekur síðustu ákvörðun, en oft er það mjög ósanngjarnt. Meira
22. nóvember 2001 | Fastir þættir | 111 orð

Félag eldri borgara í Kópavogi Mjög...

Félag eldri borgara í Kópavogi Mjög góð þátttaka var í tvímenningnum þriðjudaginn 13. nóvember eða 28 pör. Spilaður var Mitchell að venju og urðu úrslit þessi í N/S: Einar Markúss. - Steindór Árnason 380 Anton Sigurðss. - Hannes Ingibergss. 373 Guðm. Meira
22. nóvember 2001 | Dagbók | 133 orð | 1 mynd

Gospeltónlist á Ömmukaffi

KAFFIHÚSIÐ Ömmukaffi í Austurstræti 20 verður opið fimmtudagskvöldið 22. nóvember. Þá verður lúxuskvöld með ljúfum veitingum og gospeltónlist. Hinn eini sanni Þorvaldur Halldórsson mun gleðja gesti og gangandi í miðborginni með sinni kraftmiklu rödd. Meira
22. nóvember 2001 | Fastir þættir | 60 orð

Gullsmárabrids Eldri borgarar spiluðu tvímenning á...

Gullsmárabrids Eldri borgarar spiluðu tvímenning á 11 borðum í Gullsmára 13 mánudaginn 19. nóvember sl. Miðlungur 220. Beztum árangri náðu: NS Guðmundur Pálss. - Kristinn Guðm. 283 Bragi Melax - Árni Gunnarsson 275 Þórhallur Árnas. - Þormóður Stefánss. Meira
22. nóvember 2001 | Fastir þættir | 72 orð

Íslandsmót (h)eldri og yngri spilara Íslandsmót...

Íslandsmót (h)eldri og yngri spilara Íslandsmót yngri spilara í tvímenningi verður haldið 24.-25. nóv. Í flokki yngri spilara eru þátttakendur fæddir 1. jan. 1977 eða síðar. Þátttaka er ókeypis. Meira
22. nóvember 2001 | Fastir þættir | 89 orð

Risaskor í Greifamótinu á Akureyri Greifamótið...

Risaskor í Greifamótinu á Akureyri Greifamótið í hraðsveitakeppni hófst sl. þriðjudag hjá Bridsfélagi Akureyrar og taka 8 sveitir þátt. Meira
22. nóvember 2001 | Dagbók | 866 orð

(Sálm. 6, 10.)

Í dag er fimmtudagur 22. nóvember, 236. dagur ársins 2001. Cecilíumessa. Orð dagsins: Drottinn hefir heyrt grátbeiðni mína. Drottinn tekur á móti bæn minni. Meira
22. nóvember 2001 | Fastir þættir | 197 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 d5 4. Bg5 Be7 5. e3 h6 6. Bh4 O-O 7. Dc2 b6 8. cxd5 exd5 9. Bd3 c5 10. dxc5 bxc5 11. Bxf6 Bxf6. Staðan kom upp í kvennaflokki í Evrópumóti landsliða í Leon á Spáni. Pólski kvennastórmeistarinn Monika Socko (2. Meira
22. nóvember 2001 | Fastir þættir | 502 orð

Víkverji skrifar...

VÍKVERJI er í hópi þeirra sem leiðist að versla í mjög stórum verslunarmiðstöðvum. Honum líður t.d. alltaf frekar illa í Kringlunni. Það er erfitt að útskýra af hverju. Meira
22. nóvember 2001 | Dagbók | 71 orð

VORIÐ GÓÐA

Það seytlar inn í hjarta mitt sem sólskin fagurhvítt, sem vöggukvæði erlunnar, svo undurfínt og blítt, sem blæilmur frá víðirunni, - vorið grænt og hlýtt. Ég breiði út faðminn, - heiðbjört tíbrá hnígur mér í fang. Meira
22. nóvember 2001 | Dagbók | 16 orð | 1 mynd

Þessar duglegu stúlkur söfnuðu 2.

Þessar duglegu stúlkur söfnuðu 2.637 kr. fyrir Rauða kross Íslands. Þær heita Védís Rúnarsdóttir og Brynhildur... Meira

Íþróttir

22. nóvember 2001 | Íþróttir | 248 orð | 1 mynd

* ALEKSANDR Shamkuts og Magnús Sigmundsson...

* ALEKSANDR Shamkuts og Magnús Sigmundsson gátu ekki leikið með Haukum gegn Aftureldingu í gærkvöldi vegna veikinda. Þá kom Aron Kristjánsson ekkert við sögu í liði Hauka . Hann var á leikskýrslu og sat á varamannabekknum. Meira
22. nóvember 2001 | Íþróttir | 205 orð

Arnór úr leik í fjórar vikur

ARNÓR Atlason, landsliðsmaðurinn ungi í handknattleik, leikur ekkert meira með KA á þessu ári. Arnór meiddist í leik Þórs og KA á Íslandsmótinu á mánudaginn og nú er talið að krossband í hné hafi tognað. Meira
22. nóvember 2001 | Íþróttir | 84 orð

Brotist inn hjá Birgi Leifi

UM sl. helgi var brotist inn á heimili Birgis Leifs Hafþórssonar og sambýliskonu hans, Elísabetar Halldórsdóttur, í Svíþjóð. Meira
22. nóvember 2001 | Íþróttir | 166 orð

Coppell skoðar Guðna Rúnar

GUÐNI Rúnar Helgason, knattspyrnumaður úr Val, lék í gær æfingaleik með varaliði enska 2. deildarfélagsins Brentford en hann hefur verið þar til reynslu síðustu daga. Meira
22. nóvember 2001 | Íþróttir | 491 orð | 1 mynd

* DANÍEL Ragnarsson skoraði þrjú mörk...

* DANÍEL Ragnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Haslum í norsku 1. deildinni í handknattleik um helgina þegar liðið lagði Kjelsås 24:21. Theódór Valsson skoraði eitt marka Haslum . Meira
22. nóvember 2001 | Íþróttir | 117 orð

Guðjón hættur í stjórn KKÍ

ÍSFIRÐINGAR eru mjög ósáttir við vinnubrögð Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) vegna frestunar á bikarleik KFÍ og Hamars á þriðjudagskvöldið og einnig vegna frestunar á leikjum kvennaliðs félagsins við KR-stúlkur. Meira
22. nóvember 2001 | Íþróttir | 471 orð | 1 mynd

* HALLDÓR B.

* HALLDÓR B. Jóhannsson og Jóhanna Rósa Ágústsdóttir verða á meðal keppenda á Evrópumótinu í þolfimi sem fram fer í Zaragoza á Spáni um helgina. Meira
22. nóvember 2001 | Íþróttir | 806 orð

HANDKNATTLEIKUR Afturelding - Haukar 22:27 Varmá,...

HANDKNATTLEIKUR Afturelding - Haukar 22:27 Varmá, Mosfellsbæ, 1. deild karla, Essodeild, miðvikudaginn 21. nóvember 2001. Gangur leiksins: 0:1, 1:3, 3:3, 3:6, 6:8, 7:11, 10:11, 10:13, 10:14, 12:14, 12:17, 13:20, 14:22, 16:24, 20:26, 22:27. Meira
22. nóvember 2001 | Íþróttir | 88 orð

Haslum vill fá Kristján

FORMAÐUR norska handknattleiksfélagsins Haslum vill fá Kristján Halldórsson til starfa hjá karlaliði félagsins. Kristjáni var á dögunum sagt upp sem þjálfara kvennaliðs Stabæk, nágrannafélags Haslum, af fjárhagsástæðum. Meira
22. nóvember 2001 | Íþróttir | 430 orð | 1 mynd

Hermann hóflega bjartsýnn

IPSWICH og Hertha Berlin, lið Hermanns Hreiðarssonar og Eyjólfs Sverrissonar, verða bæði í eldlínunni í 3. umferð UEFA-keppninnar í knattspyrnu í kvöld. Ipswich tekur á móti ítalska stórliðinu Inter, þar sem Hermann verður að vanda í byrjunarliði þeirra bláklæddu, en líklegt er að Eyjólfur verði á varamannabekk Herthu Berlin sem sækir Servette frá Sviss heim. Meira
22. nóvember 2001 | Íþróttir | 176 orð

Ísland upp um eitt sæti

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu fer upp um eitt sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandins sem gefinn var út í gær. Ísland er í 53. sæti á listanum en um síðustu áramót voru Íslendingar í 50. sæti. Meira
22. nóvember 2001 | Íþróttir | 97 orð

Keppt um þrjá farseðla á HM í Svíþjóð

ÞRJÁR efstu þjóðirnar á Evrópukeppni landsliða í handknattleik í Svíþjóð vinna sér inn þátttökurétt á HM sem fram fer í Portúgal á næsta ári. Meira
22. nóvember 2001 | Íþróttir | 4 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR 1.

KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Laugardalsh.:Ármann/Þróttur - ÍG 20. Meira
22. nóvember 2001 | Íþróttir | 80 orð

Markalaust hjá Stoke

STOKE tókst ekki að sigra Oldham á heimavelli sínum í gærkvöldi og missti þar með enn á ný af efsta sætinu. Markalaust varð í leiknum þar sem Brynjar Björn Gunnarsson og Bjarni Guðjónsson léku allan leikinn. Meira
22. nóvember 2001 | Íþróttir | 220 orð

Möguleikinn gegn Íslandi

ARNO Ehret, landsliðsþjálfari Sviss í handknattleik, segir að möguleikar síns liðs á því að komast í milliriðla á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð í byrjun næsta árs liggja í því að vinna Íslendinga. Aðrar þjóðir í riðlinum séu fyrir fram of sterkar fyrir svissneska liðið. Þetta segir Ehret í samtali við heimasíðu Evrópumótsins á Netinu. Meira
22. nóvember 2001 | Íþróttir | 115 orð

Niðurskurður hjá Dönum fyrir HM

DANSKA knattspyrnusambandið, DBU, ætlar að fara hægt í sakirnar hvað varðar þann fjölda sem DBU mun bjóða á lokakeppni Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu sem fram fer í S-Kóreu og Japan næsta sumar. Meira
22. nóvember 2001 | Íþróttir | 1223 orð | 1 mynd

Ótrúlegt afrek hjá Eradze

VALSMENN geta þakkað markverði sínum, Roland Eradze, að þeir eru enn ósigraðir í 1. deild karla í handknattleik. Meira
22. nóvember 2001 | Íþróttir | 449 orð

Spánverjar sterkir

ÞAÐ var sannarlega dagur Spánverja í gærkvöldi í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Real Madrid lagði Spörtu í Prag í C-riðli á sama tíma og leikmenn Arsenal fengu til tevatnsins í La Coruna á Spáni, en liðin eru í D-riðli eins og Juventus og Leverkusen en leik þeirra var frestað vegna þoku. Meira
22. nóvember 2001 | Íþróttir | 72 orð

Sævar til Noregs?

NORSKA 1. deildarliðið HamKam hefur sýnt áhuga á að fá Sævar Þór Gíslason úr Fylki til liðs við sig, en hefur þó ekki gert tilboð í hann enn sem komið er. "HamKam er að skoða mig af myndböndum en ég hef ekkert heyrt frá félaginu. Meira
22. nóvember 2001 | Íþróttir | 91 orð | 1 mynd

Varði þrjú vítaköst á 12 sekúndum

ROLAND Eradze, markvörður Vals, var liði sínu heldur betur dýrmætur þegar það sigraði Fram, 21:20, í 1.deild karla í handknattleik í gærkvöld. Meira
22. nóvember 2001 | Íþróttir | 146 orð

Vilja fækka leikjum

TALSMAÐUR knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sagði í gær að á næstunni yrði tekin ákvörðun um fækkun leikdaga í Meistaradeild Evrópu. Á fundi UEFA, sem fram fer 12. og 13. desember nk. Meira

Viðskiptablað

22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 69 orð | 1 mynd

Auka hlut sinn í Íslandssíma

Íslandsbanki-FBA hf. tilkynnti á Verðbréfaþingi Íslands á þriðjudag að bankinn hefði hinn 15. nóvember síðastliðinn keypt hlutabréf í Íslandssíma hf. að nafnvirði 17,5 milljónir króna. Eignarhlutur Íslandsbanka-FBA er nú 6,83% eða 40.163. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 355 orð | 2 myndir

Bátar

Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist. afla Sjóf. Löndunarst. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 491 orð

Bræla hamlar síldveiðum

FREMUR rólegt var yfir síldveiðunum í gær, enda leiðindaveður á miðunum fyrir austan landið. Nótaskipaflotinn var í gær á reki á Breiðdalsgrunni en trollskipin hafa verið að veiðum í Héraðsflóa undanfarna daga. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 187 orð

Bætt afkoma Ísfélagsins

Aðalfundur Ísfélags Vestmannaeyja hf. fyrir reikningsárið 1. september 2000 til 31. ágúst 2001 var haldinn 16. nóvember. Heildarvelta félagsins var 2.791 milljón kr. á starfsárinu og jókst um 173 milljónir á árinu á undan. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 215 orð | 2 myndir

Dásemdar humarhalar

HUMAR er algjör veizlumatur, eftirsóttur um allan heim, hvort sem um er að ræða leturhumarinn okkar eða stærri gerðir af humri. Humarinn sem veiðizt við Ísland er ekki stór, en ákaflega bragðgóður og ekki grófur eins og sá stóri verður stundum. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 168 orð | 1 mynd

Eldisfiskur sagður villtur

NÝ könnun í Frakklandi hefur leitt í ljós að um 25% af fiski, sem sagður var vera villtur, var í reynd eldisfiskur. Vonir standa til að nýjar reglur um merkingar, sem taka gildi um næstu áramót, muni draga verulega úr þess háttar svindli. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 8 orð | 1 mynd

erlend skip

Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 306 orð

Fiskverð hækkað til áhafnar Jóns Vídalín ÁR

ÚRSKURÐARNEFND sjómanna og útvegsmanna hefur gengið frá úrskurði vegna breytinga á fiskverði til áhafnar togarans Jóns Vídalín ÁR. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 598 orð

Fjárfestingarbankar í vanda

Fjárfestingarbankar í heiminum hafa tapað miklum viðskiptum á þessu ári miðað við árið í fyrra. Þeir höfðu dafnað vel meðal annars vegna mikils fjölda frumútboða og ráðgjafar í sambandi við samruna og yfirtökur fyrirtækja. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 408 orð

Flugleiðir búast við tveggja milljarða tapi á árinu

ÚTLIT er fyrir tveggja milljarða tap af rekstri Flugleiða á árinu. Hagnaður Flugleiða og tíu dótturfélaga fyrstu níu mánuði ársins nam 385 milljónum króna, en 403 milljónum króna á sama tímabili í fyrra. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 39 orð | 1 mynd

Frystiskip

Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 30 orð | 1 mynd

Goði sækir um nauðasamninga

GREIÐSLUSTÖÐVUN Goða hf. rann út í fyrradag. Að sögn Kristins Þórs Geirssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, hefur verið sótt um heimild til fara í nauðasamninga við lánardrottna. Hann segir svars að vænta... Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 568 orð | 1 mynd

Gæði fisksins mun meiri og jafnari

ÁHÖFN togarans Sturlaugs H. Böðvarssonar AK 10 hefur að undanförnu náð mjög góðum árangri með því að kæla og ísa allan afla með ísþykknisbúnaði frá Ískerfum hf. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 227 orð

Hagnaður hjá Marel 28 milljónir króna

REKSTRARTEKJUR Marels og dótturfélaga fyrstu níu mánuði ársins 2001 námu alls 5.615 milljónum króna, sem er 37% aukning frá sama tímabili ársins 2000 og nokkuð umfram áætlanir félagsins. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 1188 orð | 2 myndir

Hálfur annar milljarður af lyfjaútflutningi

Lyfjafyrirtækið Omega Farma var stofnað árið 1990 og hefur lengst af verið þekkt fyrir fram- leiðslu á vítamínum og heilsuvörum. Nú er svo komið að framleiðsla samheitalyfja er umfangsmesti hluti starfseminnar eins og sölusamningar upp á 1,5 milljarða bera vott um. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 174 orð | 1 mynd

Hlutabréfamarkaðir taka við sér eftir fall talibana

EFTIR að talibanar voru hraktir frá Kabúl og Norðurbandalagið hefur náð helmingi Afganistans á sitt vald, hafa hlutabréfamarkaðir um allan heim tekið við sér og hlutabréf hækkað í verði, að því er fram kemur í International Herald Tribune í gær. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 423 orð | 1 mynd

Hryðjuverk orsaka verulega farþegafækkun

FARÞEGUM í millilandaflugi Flugleiða fækkaði um 20,2% í október í samanburði við október á síðasta ári og að mati Flugleiða er aðeins eitt sem skýrir samdrátt í farþegafjölda og sætanýtingu, þ.e. hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september sl. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 7 orð | 1 mynd

Humarbátar

Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 260 orð

Hvað um Færeyinga?

HAFRANNSÓKNIR hafa verið mikið til umræðu að undanförnu og verða vafalítið áfram. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 189 orð | 1 mynd

Icedan kaupir Norðurnet

UNDIRRITAÐUR hefur verið kaupsamningur milli Icedan ehf. og eigenda Norðurnets ehf. um kaup Icedan á öllum hlutabréfum í Norðurneti ehf. á Sauðárkróki. Norðurnet starfar á sviði viðhalds og framleiðslu fyrir útgerðaraðila á Sauðárkróki. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 112 orð | 1 mynd

Krónan í sögulegu lágmarki

1 krónunnar heldur áfram að lækka og er nú í sögulegu lágmarki. Krónan veiktist um 0,37% í gær og hefur aldrei verið veikari. Veltan á gjaldeyrismarkaði var um 1,5 milljarðar, samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 1320 orð | 1 mynd

Landsbankinn í sókn í London

RÚMT ár er nú liðið frá því að Landsbanki Íslands tók formlega við rekstri Heritable Bank í London í kjölfar kaupa á 70% eignarhlut í breska bankanum. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 120 orð | 1 mynd

LÍÚ selur í Hafnarhvoli

LANDSSAMBAND íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, hefur auglýst skrifstofuhúsnæði sitt í Hafnarhvoli við Tryggvagötu 11 til sölu. Sambandið hyggst flytja starfsemi sína í nýtt húsnæði í Borgartúni 35. Friðrik J. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 1378 orð | 5 myndir

Mikil aukning á gistirými á döfinni

Meira er um framkvæmdir við hótelbyggingar í Reykjavík um þessar mundir en verið hefur lengi auk þess sem áætlanir eru uppi um enn frekari aukningu á gistirými. Grétar Júníus Guðmundsson kannaði hvaða framkvæmdir eru í gangi og hvað er fyrirhugað. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 159 orð | 1 mynd

Minni afli í október

FISKAFLI landsmanna í október sl. var 93 þúsund tonn, samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu. Fiskaflinn var til samanburðar 107 þúsund tonn í október 2000. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 261 orð | 1 mynd

Mælt með kaupum á deCODE

FJÁRFESTINGABANKINN Robertson Stephens í Bandaríkjunum mælir með kaupum á hlutabréfum í deCODE, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, í matsskýrslu á fyrirtækinu sem bankinn sendi frá sér í gær. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 112 orð | 1 mynd

Nokia-sími með litaskjá

FINNSKI farsímaframleiðandinn Nokia hefur kynnt til sögunnar þrjá nýja farsíma, þar á meðal síma með litaskjá og innbyggðri myndavél. Nokia ætlar að hefja sölu á 7650-síma með stórum litaskjá og stýripinna á öðrum fjórðungi næsta árs. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 87 orð

Norsk Hydro hugsanlega hlutað niður

HUGSANLEGT er að Norsk Hydro verði skipt í fleiri fyrirtæki í framtíðinni, að mati forstjóra fyrirtækisins, Eivind Reiten. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 126 orð | 2 myndir

Ný hjá VÞÍ

Svana Huld Linnet hefur tekið til starfa á viðskipta- og skráningarsviði Verðbréfaþings. Svana Huld hefur lokið prófi í verðbréfamiðlun. Hún lauk prófi í viðskiptafræði frá University of Louisiana árið 1994. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 192 orð

Nýr vefur Nýsköpunarsjóðs

HÆGT er að senda umsóknir og fyrirspurnir beint til Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins á vef sjóðsins. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 580 orð | 1 mynd

Opin kerfi kaupa sænskt upplýsingatæknifyrirtæki

FORRÁÐAMENN Opinna kerfa hf. hafa gengið frá samningi um kaup á upplýsingatæknifyrirtækinu Datapoint Svenska AB af Datapoint Holding í Englandi. Kaupverðið er tæpar 1.700 milljónir króna. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 593 orð | 1 mynd

Pípuhattur galdrakarlsins

Fyrirtækið OZ var stofnað árið 1990 og fimm árum síðar var OZ.COM stofnað í Bandaríkjunum, en á þeim tíma þótti .com í nafni fyrirtækis ekki vísbending um að þar færi bóla sem kynni að springa fyrirvaralaust. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 122 orð | 1 mynd

Rækjubátar

Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 109 orð | 1 mynd

Samdráttur í eignaleigusamningum

SAMDRÁTTUR var í stöðu eignaleigusamninga í október sem nemur 120 milljónum króna, að því er fram kom í Morgunkorni Íslandsbanka. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 106 orð | 1 mynd

Síldarbátar

Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 195 orð | 1 mynd

Síldarvertíð komin í gang á Seyðisfirði

MIKIL aukning hefur orðið í síldarvinnslu á Seyðisfirði með tilkomu nýrrar verksmiðju Strandbergs. Þar er nú unnið allan sólarhringinn og eru um 60 manns í síld þessa dagana. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 50 orð | 1 mynd

skelfiskbátar

Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 96 orð

Solarplexus og VSO í samvinnu

VSÓ Ráðgjöf og Solarplexus ehf. hafa ákveðið að vinna saman að því að bjóða upp á heildarráðgjöf á sviði heilbrigðis-, umhverfis- og öryggisstjórnunar. Samstarf fyrirtækjanna er þegar komið á og starfa fyrirtækin undir sama þaki í Borgartúni 20. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 152 orð

Sóltún - hjúkrunarheimili semur við Íslandssíma

Sóltún - hjúkrunarheimili sem rekið er af Öldungi hefur skrifað undir samning við Íslandssíma um alhliða fjarskiptaþjónustu. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 605 orð | 1 mynd

Söluaukning hjá Coldwater UK

Coldwater Seafood UK selur fyrst og fremst tilbúna fiskrétti til stórmarkaða, veitingastaða eins og McDonald's, og fyrirtækja sem dreifa matvælum til mötuneyta, sjúkrahúsa, skóla og elliheimila o.s.frv. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 105 orð | 1 mynd

Togarar

Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 391 orð | 1 mynd

Tækifæri til að læra að elda

Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri sýningarinnar Matur 2002, útskrifaðist sem viðskiptafræðingur af markaðssviði viðskiptadeildar Háskóla Íslands árið 1996. Fyrstu tvö árin eftir útskrift starfaði Jónas sem markaðs- og þjónustustjóri Tennishallarinnar í Kópavogi. Frá árinu 1999 og þar til hann tók við núverandi starfi var Jónas framkvæmdastjóri Sportvangs, sem er rekstrarfélag Tennishallarinnar í Kópavogi. Jónas er 29 ára gamall, einhleypur og barnlaus. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 613 orð | 1 mynd

TölvuMyndir og Exper S.A.S. stofna nýtt fyrirtæki

TölvuMyndir hf. og ítalska fyrirtækið Exper S.A.S., sem sérhæfir sig í rekstrarvörum fyrir sjúkrastofnanir sem og að vera á sviði hátæknivélbúnaðar fyrir lyfjameðhöndlun, hafa stofnað nýtt fyrirtæki, Exper Automation. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 264 orð | 1 mynd

Upphaf hótelsögu Reykjavíkur

FYRSTA hótelið í Reykjavík, Hótel Skandinavía, tók til starfa árið 1856 og var starfrækt til ársins 1866. Það var til húsa á svipuðum slóðum og hús Hjálpræðishersins er nú, á mótum Kirkjustrætis, Aðalstrætis og Túngötu. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 145 orð | 1 mynd

Viðskiptafarrými áfram í boði

FLUGLEIÐIR munu ekki hætta með viðskiptafarrými á styttri leiðum líkt og SAS flugfélagið hefur tilkynnt. SAS tilkynnti nýlega að frá 1. aprí l nk. Meira
22. nóvember 2001 | Viðskiptablað | 197 orð

Viðskiptakerfi Verðbréfaþings lokað á gamlársdag

VERÐBRÉFAÞING hefur ákveðið að framvegis verði viðskiptakerfi þingsins lokað á gamlársdag 31. desember, en hingað til hefur kerfið verið opið fram að hádegi þann dag. Síðasti viðskiptadagur þessa árs verður því föstudagurinn 28. desember. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.