Greinar sunnudaginn 25. nóvember 2001

Forsíða

25. nóvember 2001 | Forsíða | 106 orð

Fleiri börn þýðir fangelsisvist

HÆSTIRÉTTUR Wisconsin-ríkis hefur staðfest úrskurð þess efnis að níu barna faðir fari í fangelsi geti hann fleiri börn. Dómurinn í máli mannsins, David Oakley, er endanlegur en það hefur farið í gegnum öll stig dómskerfisins í þessu ríki Bandaríkjanna. Meira
25. nóvember 2001 | Forsíða | 344 orð | 1 mynd

Hamas boðar hefndir

ÍSLAMSKA Hamas-hreyfingin hótaði í gær að hefna grimmilega fyrir dráp Ísraela á helsta leiðtoga hernaðararms samtakanna. Töldu fréttaskýrendur hættu á að í vændum væri ný holskefla ofbeldis- og óhæfuverka í Ísrael og á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna. Meira
25. nóvember 2001 | Forsíða | 282 orð

Mörg hundruð talibanar gefast upp í Kunduz

EITT til tvö þúsund hermenn úr liði talibana í borginni Kunduz í norðurhluta Afganistans létu vopn sín af hendi til hersveita Norðurbandalagsins í gærmorgun. Meira

Fréttir

25. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 169 orð

*BAKKAVÖR Group hefur keypt breska matvælafyrirtækið...

*BAKKAVÖR Group hefur keypt breska matvælafyrirtækið Katsouris Fresh Food Ltd. í Bretlandi fyrir 15,6 milljarða króna. Um er að ræða stærstu fyrirtækjakaup í íslenskri viðskiptasögu. Kaupin eru að helmingi fjármögnuð af þremur breskum bönkum. Meira
25. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 287 orð

Bílar rispaðir og rúður brotnar

VALGARÐUR Valgarðsson, lögregluvarðstjóri í Hafnarfirði, sagði að skemmdarverk í Garðabæ hefðu verið með mesta móti í haust. Hann sagði að svo virtist sem þessi skemmdarfýsn kæmi í bylgjum, en ástandið á Garðatorgi hefði t.d. verið slæmt fyrir 2-3 árum. Meira
25. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 191 orð

Brunavarnaátak að hefjast

LANDSSAMBAND slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna efnir nú eins og áður til eldvarnaviku við upphaf jólamánaðarins sem að þessu sinni er vikan 26. nóvember til 2. desember. Meira
25. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 325 orð

Bætur fyrir gæsluvarðhald

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða konu 300 þúsund krónur í bætur vegna gæsluvarðhaldavistar sem hún var hneppt í. Meira
25. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 135 orð

Bætur vegna áreksturs á skíðum

HÆSTIRÉTTUR fellst ekki á að íslenskur skíðamaður beri einn ábyrgð á árekstri við íslenska skíðakonu í brekku við skíðabæinn Kitzbühel í Austurríki. Rétturinn skipti sök til helminga og dæmdi manninn til að greiða konunni um 1,3 millj. króna. Meira
25. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 749 orð | 1 mynd

Ekki úrelt þótt fertugt sé

Hrafn Sveinbjarnarson er fæddur 19. desember 1973 í Lundi í Svíþjóð. Ólst þó upp á Íslandi. Stúdent frá MH 1993 og BA í sagnfræði frá HÍ 1997. Cand.mag. í sagnfræði frá Hafnarháskóla 2001. Hefur unnið ýmis störf, flest sagnfræðitengd, samhliða námi en starfar nú við Þjóðskjalasafn Íslands. Hann hefur ritað fjölda greina um sagnfræðileg málefni í blöð og tímarit. Hrafn er ennfremur tónlistarmenntaður, með sérgrein í flautuleik, og hefur haft með hendi fjölda trúnaðar- og félagsstarfa. Meira
25. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 264 orð

Ekki yrðu mikil áhrif á vatnafar

ÁHRIF Norðlingaölduveitu á vatnafar yrðu að mestu bundin við lónstæðið sjálft og áhrifa grunnvatnshækkunar myndi ekki gæta langt út frá lóninu en fossar í Þjórsá, neðan Norðlingaölduveitu, munu hins vegar minnka og mýrlendi og rústir syðst í Tjarnarveri... Meira
25. nóvember 2001 | Erlendar fréttir | 1541 orð | 1 mynd

Er Saddam næstur?

Líkur eru á því að lokastig herfarar- innar gegn talibönum og hryðjuverka- hópum í Afganistan sé skammt undan. Ásgeir Sverrisson veltir fyrir sér stöðunni í Afganistan og segir frá vaxandi þrýstingi á Bandaríkjastjórn um að fara næst gegn Saddam Hússein Íraksforseta. Meira
25. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Fjölnota íþróttahús byggt í Kópavogi

NÚ STENDUR yfir bygging fjölnota íþróttahúss í Kópavogi og er áætlað að það verði tekið í notkun í mars nk., að sögn Bjarna G. Þórmundssonar, umsjónarmanns íþróttavalla hjá Breiðabliki. Íþróttahúsið er byggt með því að byggja yfir grasvöll Breiðabliks. Meira
25. nóvember 2001 | Erlendar fréttir | 1320 orð | 1 mynd

Fjölskyldumaður og útibússtjóri hjá al-Qaeda

Spænski hópurinn sem talinn er tengjast hermdarverkunum 11. september á sér langa sögu. Svo virðist sem forsprakki hans hafi ekki bara gengið undir tveimur nöfnum, heldur hafi bókstaflega lifað tvöföldu lífi. Á bak við jákvæða manninn sem keyrði börnin sín í skólann var annar maður sem atti börnum út í stríð. Meira
25. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 67 orð

Frá nýsköpun að góðum rekstri

NÝSKÖPUNARSJÓÐUR og Háskólinn í Reykjavík halda morgunfund um nýsköpun og rekstur fyrirtækja á 3. hæð Háskólans í Reykjavík, þriðjudaginn 27. nóvember kl. 8.15. Fundarstjóri er Hanna Katrín Friðriksson. Meira
25. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 127 orð

Fundur um samfélagsleg gildi og siðferði

NÁUM áttum - fræðsluhópur stendur fyrir morgunverðarfundi þriðjudaginn 4. desember kl. 8.30 - 10.30 á Grand Hótel í salnum Hvammi. Umfjöllunarefni verður: Ungt fólk, samfélagsleg gildi, siðferði. Meira
25. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 139 orð

Fundur um öruggara verklag opinberra fyrirtækja

MORGUNVERÐARFUNDUR um öruggara verklag opinberra fyrirtækja verður haldinn í Iðnó, þriðjudaginn 27. nóvember. Á fundinum verður fjallað um innleiðingu gæðakerfa frá fimm mismunandi sjónarhornum. Handhafi Íslensku gæðaverðlaunanna 2001, Þór G. Meira
25. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 60 orð

Fundur VG í Kópavogi

VINSTRIHREYFINGIN - grænt framboð heldur félagsfund þriðjudaginn 27. nóvember kl. 20.30 í Þinghóli, Hamraborg 11, 3. hæð. Sævar Tjörvason fjallar um þátttökulýðræði. Steingrímur Sigfússon ávarpar fundinn og svarar fyrirspurnum. Meira
25. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 91 orð

Fyrirlestur um fordóma og áróður

Í TILEFNI "Tungumálaársins 2001", heldur Jacques Melot fyrirlestur í Alliance Française í JL-húsinu við Hringbraut 121, 3. hæð, mánudagskvöldið 26. nóvember, kl. 20.30. Meira
25. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 382 orð

Geðdeyfðarlyf draga úr sjálfsmorðstíðni

DREGIÐ hefur verulega úr tíðni sjálfsmorða í Svíþjóð og Ungverjalandi samfara aukinni notkun geðdeyfðarlyfja. Á tímabilinu 1978-1996 rúmlega þrefaldaðist notkun slíkra lyfja í Svíþjóð og á sama tímabili fækkaði sjálfsmorðum um 19%. Meira
25. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 57 orð

Haustfundur Steinsteypufélagsins

VETRARSTARF Steinsteypufélagsins hefst með umræðufundi um steypustaðlana EN-206 OG FS ENV 13670, miðvikudaginn 28. nóvember á Grand Hótel Reykjavík og hefst kl. 16.15. Meira
25. nóvember 2001 | Erlendar fréttir | 219 orð

Hægriflokkarnir vinna stórsigur í Danmörku STJÓRNARANDSTAÐA...

Hægriflokkarnir vinna stórsigur í Danmörku STJÓRNARANDSTAÐA borgaraflokkanna vann mikinn sigur í þingkosningunum í Danmörku á þriðjudag. Eru borgaraflokkarnir í fyrsta sinn frá 1929 með meirihluta á þjóðþinginu. Meira
25. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 369 orð

Hætta á að meira en helmingur krafna muni tapast

EFTIRSTÖÐVAR ríkissjóðstekna, að teknu tilliti til afskrifta og niðurfærslu, námu alls 46 milljörðum kr. um seinustu áramót, samanborið við 50,6 milljarða í lok ársins 1999. Meira
25. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 375 orð

Hætt verði við innheimtu 6.800 króna gjalds

GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær nýtt frumvarp til laga um útflutning hrossa. Felur frumvarpið m.a. í sér þá meginbreytingu frá gildandi lögum að lagt er til að hætt verði innheimtu gjalds af hverju útfluttu hrossi. Meira
25. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 260 orð

Innheimt verði trygging og skráningargjald af birgjum

SKRÁNINGARGJALD og trygging verður innheimt af birgjum áfengis í viðskiptum við Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, samkvæmt stjórnarfrumvarpi sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Frumvarpið er til breytinga á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Meira
25. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 37 orð | 1 mynd

Jólamerki Neistans komið út

ÚT er komið jólamerki Neistans 2001. Merkið prýðir mynd af Langholtskirkju í Meðallandi, sem dr. Nikulás Sigfússon málaði. Merkið er fáanlegt á skrifstofu félagsins að Suðurgötu 10 en einnig er hægt að panta það í síma eða neistinn@neistinn. Meira
25. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Jólaskemmtun í þotu yfir Íslandi

FYRSTAFLUGSFÉLAGIÐ, áhugamannafélag um flugmál, efnir til jólaskemmtunar um borð í Boeing 747 breiðþotu Flugfélagsins Atlanta hf . Flugferðin, sem farin verður sunnudaginn 2. desember nk. Meira
25. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 160 orð

Kostnaður vegna ferðalaga erlendis jókst um 39 millj.

ERLENDUR ferðakostnaður aðalskrifstofa ráðuneytanna jókst um 38,9 milljónir kr. eða um rúm 15% á seinasta ári, og nam samtals um 296 millj. kr., samkvæmt endurskoðun Ríkisendurskoðunar á ríkisreikningi ársins 2000. Meira
25. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 153 orð

Kynningarfundur um velgengni á vinnumarkaði

KYNNINGARFUNDUR verður um bæklinginn Lykillinn að velgengni á vinnumarkaði í hátíðarsal Háskóla Íslands, miðvikudaginn 28. nóvember kl. 16-17.30. Á fundinum verða flutt fræðsluerindi um undirbúning starfsframa. Meira
25. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Leita að heitu vatni í gamalli borholu

VONIR standa til að hægt verði að finna 60 gráða heitt vatn á um þúsund metra dýpi í gömlu borholunni við Skiphella í Eyjum, en hópur frá Jarðborunum vinnur nú að hreinsun holunnar. Holan var boruð árið 1964 og er 1. Meira
25. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Malarnámi í Arnarfirði lokið

MALARNÁMI í Arnarfirði á vegum verktakafyrirtækisins Norðurtaks á Sauðárkróki er lokið en unnið var að malarnáminu vegna vegabóta á veginum um Arnarfjörð. Alls voru teknir um 2. Meira
25. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 15 orð | 1 mynd

Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað frá...

Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað frá JPV útgáfu, "Útgáfubækur 2001". Blaðinu verður dreift um allt... Meira
25. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 139 orð

Námskeið til eflingar félagshæfni einhverfra

NÁMSKEIÐ um aðferðir til að efla félagshæfni fólks með einhverfu, Aspergersheilkenni og skylda fötlun verður haldið föstudaginn 30 nóvember kl. 9-16 í Fjölbrautaskóla Garðabæjar, 1. hæð. Fluttir verða fyrirlestrar, efni af myndböndum og hópvinna. Meira
25. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Ný vél til refa-fláningar

SVANFRÍÐUR Óladóttir og Karl Jóhannsson, loðdýrabændur á Þrepi í Eiðaþinghá, hafa fest kaup á nýrri fláningsvél til að flá refi á búi sínu. Vélin er loftknúin og léttir mjög störfin við fláninguna. Meira
25. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 34 orð | 1 mynd

Perlan auglýst til sölu

Í AUGLÝSINGU í Morgunblaðinu í dag er Perlan í Öskjuhlíð auglýst til sölu eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Meira
25. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 225 orð

Refastofninn er nú í hámarki

ÁKI Ármann Jónsson veiðistjóri segir að refastofninn sé nú í hámarki um allt land en hann var síðast í lágmarki á árunum 1980 til 1983. Meira
25. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 563 orð

Samkomulag að takast um innleiðingu

HALLDÓR Grönvold, skrifstofustjóri ASÍ, segist vonast eftir að samkomulag sé að takast milli aðila vinnumarkaðarins um innleiðingu tilskipana um réttindi fólks í hlutastörfum og fólks með tímabundna ráðningu. Meira
25. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 424 orð

Samþykkt að innheimta magntengt veiðigjald

UMRÆÐUR um sjávarútvegsmál settu sterkan svip á miðstjórnarfund Framsóknarflokksins í gærmorgun, laugardag. Tillaga Halldórs Ásgrímssonar, formanns flokksins, um skynsamlegt veiðigjald á sjávarútveginn var þar helst til umræðu og sýndist sitt hverjum. Meira
25. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 208 orð

Sjúkraliðar semja SJÚKRALIÐAFÉLAG Íslands undirritaði nýjan...

Sjúkraliðar semja SJÚKRALIÐAFÉLAG Íslands undirritaði nýjan kjarasamning við samninganefnd ríkisins í Karphúsinu á miðvikudag og við Reykjavíkurborg á fimmtudag. Samningar höfðu þá verið lausir í rúmt ár. Nýr kjarasamningur gildir til 30. Meira
25. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 37 orð

Skipaður forstöðumaður húsafriðunarnefndar

BJÖRN Bjarnason, menntamálaráðherra, hefur skipað Magnús Skúlason í embætti forstöðumanns húsafriðunarnefndar. Skipað er í embættið til fimm ára í senn samkvæmt nýjum lögum um húsafriðun nr. 104/2001 og tekur Magnús við embættinu frá og með 1. Meira
25. nóvember 2001 | Erlendar fréttir | 173 orð

*STAÐFEST var á mánudag að fundist...

*STAÐFEST var á mánudag að fundist hefði olía og gas í færeyskri lögsögu. Meira
25. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Starfsmenntaverðlaun 2001 afhent

LEIKSKÓLAR Reykjavíkur, Menntaskólinn í Kópavogi og Jón Torfi Jónasson hlutu Starfsmenntaverðlaunin 2001 en það eru Starfsmenntaráð og MENNT sem standa að verðlaununum. Meira
25. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 86 orð

Sælgæti og smáhlutir geta valdið köfnun

FYRIRLESTURINN "Sælgæti og smáhlutir geta valdið köfnun" verður haldinn á vegum matvælasviðs Hollustuverndar ríkisins, í sal Verkfræðingafélags Íslands, Engjateigi 9, þriðjudaginn 27. nóvember, kl. 15 - 16. Meira
25. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 93 orð

Tíu manns missa vinnuna á pósthúsum

HÖRÐUR Jónsson, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Íslandspósts, sagði í samtali við Svæðisútvarpið á Ísafirði að 10 manns myndu missa vinnuna á Vestfjörðum vegna breytinga á afgreiðslustöðum fyrirtækisins þar. Meira
25. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 98 orð

Umsóknir um jólastyrk Hjálpræðishersins

BYRJAÐ verður að taka við umsóknum um jólastyrk Hjálpræðishersins í Reykjavík mánudaginn 26. nóvember. Skráning fer fram virka daga milli kl. 10-16. Styrknum verður úthlutað í sal Hjálpræðishersins laugardaginn 15. desember. Meira
25. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 161 orð

Varað við stormi

VEÐURSTOFAN varar við stormi eða meira en 20 m/s. norðaustan til á landinu og á miðhálendinu í nótt. Þá er spáð norðan og norðvestan 13-18 m/s. í kvöld og nótt en 18-23 m/s. norðaustan til. Snjókoma eða él, einkum um norðaustanvert landið. Meira
25. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 160 orð

Verð lækkar um 34%

VIÐSKIPTAVINIR Akranesveitu á Akranesi eiga von á glaðningi um næstu mánaðamót, því orkuverð til einstaklinga og fyrirtækja mun lækka verulega 1. desember nk. á Akranesi í kjölfar samruna Akranesveitu við Orkuveitu Reykjavíkur. Meira
25. nóvember 2001 | Innlendar fréttir | 112 orð

Ætlaði að fá bíl "lánaðan"

LÖGREGLAN á Höfn í Hornafirði hafði afskipti af slagsmálum við veitingastaðinn Víkina aðfaranótt laugardags þar sem ganga þurfti á milli tveggja manna í slagsmálum. Meira

Ritstjórnargreinar

25. nóvember 2001 | Leiðarar | 414 orð

24.

24. nóvember 1991 : "Vaxandi þrýstingur er nú á bankakerfið að lækka raunvexti. Meira
25. nóvember 2001 | Leiðarar | 472 orð

Bankar eru ekki byggðastofnanir

Miklar breytingar hafa orðið í bankaviðskiptum hér á landi á undanförnum árum. Tæknibreytingar leika þar stórt hlutverk. Meira
25. nóvember 2001 | Leiðarar | 2291 orð | 2 myndir

Reykjavíkurbréf

Það er uppi athyglisverður skoðanamunur á milli manna í stjórnmálum og atvinnulífi um ástand og horfur í efnahagsmálum um þessar mundir. Meira

Menning

25. nóvember 2001 | Menningarlíf | 886 orð | 1 mynd

Best að sleppa dagskránni

HUGMYNDIR vinnuhóps á vegum menntamálaráðuneytisins um hagræðingu og niðurskurð hjá Ríkisútvarpinu hafa sannarlega orðið tilefni umhugsunar og umræðna. Meira
25. nóvember 2001 | Menningarlíf | 416 orð | 1 mynd

Bíósalur Mír, Vatnssíg 10 Baltneski fulltrúinn...

Bíósalur Mír, Vatnssíg 10 Baltneski fulltrúinn (Dépútat Baltíkí) nefnist gömul sovésk kvikmynd sem sýnd verður kl. 15. Meira
25. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 90 orð | 2 myndir

Charlie Sheen krækti sér í Bond-stúlku

KVENNABÓSINN Charlie Sheen, sem hefur ekki verið við kvenmann kenndur í háa herrans tíð, hefur uppá síðkastið sést í fylgd hinnar íturvöxnu Denise Richards. Meira
25. nóvember 2001 | Menningarlíf | 628 orð | 2 myndir

Dularfullt ástarsamband tónlistar og leikhúss

FAGUR fiskur í sjó heitir ný barna- og fjölskylduplata með helstu söngperlum Atla Heimis Sveinssonar sem út kemur um þessar mundir hjá Óma, tónlistarútgáfu Eddu miðlunar og útgáfu. Meira
25. nóvember 2001 | Menningarlíf | 120 orð | 1 mynd

Endurminningar

Ameríski draumurinn er þriðja bók Reynis Traustasonar og geymir frásagnir Íslendinga sem hafa haslað sér völl í "landi tækifæranna". Meira
25. nóvember 2001 | Myndlist | 287 orð | 1 mynd

Endurtekið efni

Til 2. desember. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 11 -17. Meira
25. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 124 orð | 3 myndir

Fegursti fýr landsins

RAGNAR Ingason var kjörinn Herra Ísland 2001 á Broadway síðastliðið fimmtudagskvöld. Ragnar er 19 ára og kemur frá Njarðvík en hann sigraði í undankeppninni Herra Suðurnes fyrr á árinu. Ragnar hefur með sigrinum áskilið sér rétt til að taka þátt í Mr. Meira
25. nóvember 2001 | Kvikmyndir | 415 orð

Húmar hægt að kvöldi

Leikstjóri: Antoine Fuqua. Handritshöfundur: David Ayer. Tónskáld: Mark Mancina. Kvikmyndatökustjóri: Mauro Fiore. Aðalleikendur: Denzel Washington, Ethan Hawke, Scott Glenn, Cliff Curtis, Tom Berenger, Macy Gray, Dr. Dre, Snoop Dogg. Sýningartími 90 mín. Bandarísk. Para. 2001. Meira
25. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 117 orð | 1 mynd

Í dag

Ásgarður, Glæsibæ: Dansleikur Félags eldri borgara með Capri-tríóinu kl. 20 til 24. Dillon - Bar & Café: Dj Magnús L í Úlpu sér um tónlistina. Gaukur á Stöng: Simply Led spilar. Engir sannir Led Zeppelin-aðdáendur mega láta sig vanta. Meira
25. nóvember 2001 | Tónlist | 544 orð | 1 mynd

Í toppformi

Áshildur Haraldsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir léku verk eftir Hummel, Gaubert, Martinu og Jolivet. Þriðjudaginn 20. nóvember kl. 20. Meira
25. nóvember 2001 | Menningarlíf | 275 orð | 2 myndir

Jólarósir Snuðru og Tuðru

Skellibjöllurnar Snuðra og Tuðra eru komnar á kreik í Möguleikhúsinu á nýjan leik með nýja sýningu eftir að fyrri sýningin um þær systur hefur verið leikin yfir 200 sinnum og einar sex leikkonur tekið að sér hlutverkin frá upphafi. Meira
25. nóvember 2001 | Menningarlíf | 77 orð

Lífsstíll

Feng shui - að láta ytra og innra rými þitt ríma er eftir Zaihong Shen í þýðingu Bryndísar Víglundsdóttur . Meira
25. nóvember 2001 | Menningarlíf | 110 orð | 1 mynd

Ljóð

Lakkrísgerðin er ljóðabók eftir Óskar Árna Óskarsson . Hún hefur að geyma örstuttar sögur og prósaljóð sem bregða upp myndum úr raunverulegum og ímynduðum ferðalögum höfundar um landabréf bernskunnar og gærdagsins. Meira
25. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 458 orð | 1 mynd

Ljóð milli landa

Ljóðatónlistardiskur með þeim Michael Dean Óðni Pollock, Ron Whitehead, Braga Ólafssyni, Susie Wood, Danny O. Bryan, Jim James, Mickey Hess og fleirum. Tekinn upp í Kentucky og á Íslandi. Ómi gefur út. Meira
25. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 716 orð | 2 myndir

Lævíst og lipurt

In The Caste, frumburður Védísar Hervarar Árnadóttur. Védís syngur aðal- og bakraddir ásamt því að leika á píanó og Rhodes. Meira
25. nóvember 2001 | Menningarlíf | 269 orð

Mánudagur Ársfundur Listaháskóla Íslands verður kl.

Mánudagur Ársfundur Listaháskóla Íslands verður kl. 20.30 í leikhúsi Listaháskólans, Sölvhólsgötu 13. Rektor, framkvæmdastjóri og deildarforsetar kynna starfsemi skólans og framtíðaruppbyggingu. Fyrirspurnir og umræður verða að loknum framsöguerindum. Meira
25. nóvember 2001 | Menningarlíf | 142 orð

Ný vefsíða Fílharmóníu

SÖNGSVEITIN Fílharmónía hefur opnað vefsíðu á slóðinni www.filharmonia.mi.is. Á síðunni birtast upplýsingar um það sem er á döfunni hjá kórnum hverju sinni. Meira
25. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 199 orð | 1 mynd

Robbie Williams söluhæstur?

NÚ ÞEGAR árið er farið að styttast heldur betur í annan endann fara plötufyrirtækin að taka saman sölutölur og reikna út hver var mest selda plata ársins. Meira
25. nóvember 2001 | Menningarlíf | 66 orð | 2 myndir

Sagt frá Gunnlaugi Scheving

Í TILEFNI yfirlitssýningar Listasafns Íslands á verkum Gunnlaugs Schevings verður efnt til kvöldvöku í safninu á þriðjudagskvöldið þar sem Matthías Johannessen mun segja frá Gunnlaugi og kynnum sínum af honum. Meira
25. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 1284 orð | 2 myndir

Scott Walker og Pulp

Þótt breska poppbylgjan sé hnigin eru öðlingssveitir þess tíma margar enn að. Árni Matthíasson segir frá nýrri skífu Pulp sem hinn dularfulli Scott Walker vélaði um. Meira
25. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 449 orð | 2 myndir

Spurningar og svör

Myndasaga vikunnar er Planetary: The Fourth Man eftir Warren Ellis og John Cassaday. Útgefið af Wildstorm/ DC Comics, 1988. Bókin fæst í Nexus á Hverfisgötu. Meira
25. nóvember 2001 | Menningarlíf | 40 orð

Tónlist á 13 tungumálum

KÓR Menntaskólans við Hamrahlíð flytur tónlist á 13 tungumálum í hátíðarsal skólans í dag, sunnudag, kl. 16. Flutt verður veraldleg tónlist á öllum tungumálum sem kennd eru við skólann og er efnisskráin flutt í tilefni af evrópska tungumálaárinu 2001. Meira
25. nóvember 2001 | Fólk í fréttum | 86 orð | 1 mynd

Útgáfuteiti í Kiwanissalnum

MARGT VAR um manninn í Kiwanissalnum við Engjateig í síðustu viku þegar haldið var þar útgáfuteiti í tilefni úkomu bókarinnar Fram í sviðsljósið, endurminningar Halldórs G. Björnssonar, hjá Máli og menningu. Meira
25. nóvember 2001 | Bókmenntir | 570 orð

Vesturheimsferðir

Dagbækur og persónuleg skrif Vesturheimsfara á síðari hluta 19. aldar. 5. sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar. Davíð Ólafsson og Sigurður Gylfi Magnússon tóku saman. Háskólaútgáfan, Reykjavík, 2001, 377 bls. Meira

Umræðan

25. nóvember 2001 | Bréf til blaðsins | 136 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Kópavogs Barómeterkeppni félagsins lauk s.l. fimmtudag. Var sú nýbreytni á að 11/11 verslanirnar styrktu þessa keppni og fengu vinningshafar ágæta vöruúttekt í verslunum 11/11 og þökkum við þeim fyrir veittan stuðning. Meira
25. nóvember 2001 | Bréf til blaðsins | 416 orð

Dýr matvara Að undanförnu hefur verið...

Dýr matvara Að undanförnu hefur verið borið saman verðlag á matvöru í hinum ýmsu löndum. Af því tilefni er ekki óeðlilegt að fólk spyrji sig hvers vegna matvara skuli vera rúmlega helmingi ódýrari á Spáni, Írlandi eða á Ítalíu en hér á landi. Meira
25. nóvember 2001 | Aðsent efni | 1179 orð | 1 mynd

Fræðimenn ófrægja Framsóknarflokkinn

Framsóknarflokkurinn, forustumenn hans, ráðherrar og alþingismenn, segir Ingvar Gíslason, eiga sinn hlut í þróun lista og menningar síðustu mannsaldra að því er til stjórnvalda tekur. Meira
25. nóvember 2001 | Bréf til blaðsins | 135 orð

Hinn rétti jólaandi

Ég vil koma á framfæri þakklæti mínu fyrir skreytingakvöld sem Blómaval hefur haldið undanfarin ár. Voru þeir með svona kvöld í vikunni sem leið og ríkti þar mikil stemmning og ánægja viðstaddra. Meira
25. nóvember 2001 | Bréf til blaðsins | 411 orð

Líkami fyrir lífið - kostuleg bók!

MARGIR hafa komið að máli við mig og spurt mig út í bókina Líkami fyrir lífið. Hér kemur örstutt næringarleg úttekt á þessari kostulegu bók sem hefur það helst á stefnuskrá sinni að ýta undir sölu á næringardufti sem þekkist undir nafninu Myoplex. Meira
25. nóvember 2001 | Bréf til blaðsins | 334 orð

Mikilvægur málaflokkur í fjársvelti

FYRIR skömmu kom fram í fjölmiðlum að umferðaröryggi hefur hrakað á Íslandi á meðan nágrannaþjóðirnar hafa haldið í horfinu eða náð árangri á þessu sviði. Meira
25. nóvember 2001 | Bréf til blaðsins | 275 orð

Rasandi

Lesandi þessara pistla hefur minnzt á lo. rasandi við mig, en honum finnst það ekki alltaf rétt notað, miðað við máltilfinningu sína. Mælist hann því til, að hér verði farið nokkrum orðum um það og merkingu þess. Meira
25. nóvember 2001 | Aðsent efni | 2264 orð | 1 mynd

Reykjavík í forystu á nýjan leik

Höfuðborgin á að þjóna sem eins konar ljósviti annarra sveitarfélaga. Hún á að hafa frumkvæði í því að finna lausnir og benda á úrræði, segir Inga Jóna Þórðardóttir, sem önnur sveitarfélög geta tekið til fyrirmyndar. Höfuðborgin á að vera merkisberi og staður sem öll þjóðin á að geta litið til með stolti. Meira

Minningargreinar

25. nóvember 2001 | Minningargreinar | 1732 orð | 1 mynd

ÁSTA SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR

Ásta Sigríður Magnúsdóttir fæddist 26. júní 1922 á Háafelli í Hvítársíðuhreppi í Borgarfirði. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 16. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Guðmundsdóttir, f. 15.11. 1891, d. 29.4. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2001 | Minningargreinar | 1443 orð | 1 mynd

BORGHILDUR HINRIKSDÓTTIR

Borghildur Hinriksdóttir fæddist á Tröllanesi í Norðfirði 9. maí 1908. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 17. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hinrik Þorsteinsson, útvegsbóndi á Tröllanesi, og Jóhanna Ingibjörg Björnsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2001 | Minningargreinar | 3324 orð | 1 mynd

EINHILDUR INGIBJÖRG ÁGÚSTA GUÐJÓNSDÓTTIR

Einhildur Ingibjörg Ágústa Guðjónsdóttir fæddist á Vífilsmýrum í Önundarfirði 12. ágúst 1905. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 14. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðjón Sigurðsson, f. 5.11. 1868 í Trostansfirði í Arnarfirði, d. 31. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2001 | Minningargreinar | 2048 orð | 1 mynd

ELÍSABET ENGILRÁÐ ÍSLEIFSDÓTTIR

Elísabet Engilráð Ísleifsdóttir var fædd á Sauðárkróki 18. september 1910. Hún lést Hjúkrunarheimilinu Eir 16. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Engilráð Valgerður Jónasdóttir, f. 10.3. 1876, d. 12.4. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2001 | Minningargreinar | 262 orð | 1 mynd

ERLINGUR BJARNI MAGNÚSSON

Erlingur Bjarni Magnússon fæddist á Miðjanesi í Reykhólasveit 7. október 1931. Hann lést 20. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 26. október. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2001 | Minningargreinar | 3271 orð | 1 mynd

STEFÁN JÓHANNESSON

Stefán Jóhannesson fæddist á Valþjófsstöðum í N-Þingeyjarsýslu 10. ágúst 1918. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 18. nóvember síðastliðinn. Stefán var sonur hjónanna Sigurlaugar Halldórsdóttur, húsfreyju á Einarsstöðum í Núpasveit, f. 16. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

25. nóvember 2001 | Bílar | 272 orð

42 volta kerfi á döfinni

STÖÐUGT er að bætast við ný tækni í bíla sem krefst sífellt meiri orku. Bílaframleiðendur og birgjar virðast á einu máli um að full þörf sé fyrir nýja gerð rafkerfis fyrir bíla af þessum sökum, þ.e. 42 volta kerfi. Meira
25. nóvember 2001 | Bílar | 69 orð | 1 mynd

Auglýsingar gerðar á Íslandi

FLESTIR sem fylgjast með bílum vita að von er á nýjum Range Rover snemma á næsta ári. Færri vita hins vegar að tilbúinn Range Rover af nýju kynslóðinni var fluttur hingað til lands í haust og ljósmyndaður í íslenskri náttúru fyrir auglýsingar. Meira
25. nóvember 2001 | Ferðalög | 370 orð | 1 mynd

Búist við að ferðalög muni aukast aftur á næsta ári

HEIMSSAMTÖK ferðaþjónustunnar, World Tourism Organisation, hafa sent frá sér frétt þar sem hermt er að greinin muni rétta úr kútnum fyrr en margir hafi ætlað. Sem kunnugt er hafa hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. Meira
25. nóvember 2001 | Bílar | 256 orð | 2 myndir

Copen á markað í Evrópu

DAIHATSU og Toyota hafa með sér samstarf og gestir á bílasýningunni í Tókýó sáu það glöggt að ágætt samkomulag er þar á milli. Sýningarsvæðin voru samhliða og runnu meira að segja saman þar sem væntanlegir sportbílar voru sýndir, þ.e. Meira
25. nóvember 2001 | Bílar | 107 orð | 1 mynd

Dísilbílar eyða og menga minna

DÍSILBÍLAR eru að meðaltali um 50 kg þyngri en bensínbílar en þeir eyða engu að síður að meðaltali 28,6% minna af eldsneyti en bensínbílar. Í samantekt Bílgreinasambandsins sést að meðaleyðsla bensínbíla 1.528 kg til 2. Meira
25. nóvember 2001 | Ferðalög | 125 orð | 1 mynd

Faktorshúsið í Hæstakaupstað opnað eftir endurbætur

FAKTORSHÚSIÐ í Hæstakaupstað á Ísafirði hefur verður opnað aftur nú um mánaðamótin eftir miklar endurbætur. Meira
25. nóvember 2001 | Ferðalög | 686 orð | 1 mynd

Flest kom á óvart í Moskvu

Hrafnhildur Sigurðardóttir, grafískur hönnuður, er nýkomin heim úr eftirminnilegri ferð til Moskvu. Borgin var allt öðruvísi en hún hafði búist við og flest sem fyrir augu bar kom á óvart. Meira
25. nóvember 2001 | Bílar | 690 orð | 5 myndir

Glæsilega hannaður og aflmikill Jeep Liberty

Jeep Liberty, arftaki Jeep Cherokee, er kominn hingað til lands á vegum Netsölunnar í Garðabæ. Í Evrópu mun þessi bíll áfram heita Cherokee en þeir bílar sem hingað koma á vegum Netsölunnar eru fluttir inn frá Kanada og heita Liberty. Meira
25. nóvember 2001 | Bílar | 56 orð | 1 mynd

Goodyear og Nokian bestu dekkin

GOODYEAR Ultra Grip er besta vetrardekkið með nöglum og Nokian Hakkapeliitta Q það besta án nagla, samkvæmt stærstu norrænu dekkjaprófuninni sem fram fer hvert ár. Meira
25. nóvember 2001 | Ferðalög | 67 orð

Gönguleyfi eru nauðsynleg.

Gönguleyfi eru nauðsynleg. Þau má kaupa í Kathmandu eða Pokhara fyrir helmingi minni upphæð en ef greitt er fyrir þau í fyrsta gönguþorpi. Besti tíminn til að ferðast um Nepal er í október/nóvember þegar regntímanum er nýlokið. Meira
25. nóvember 2001 | Ferðalög | 604 orð | 3 myndir

Hátindar Nepals

NEPAL hefur verið vinsælt meðal ferðamanna undanfarin ár. Morðin á konungsfjölskyldunni fyrr á þessu ári og óstöðugt pólitískt ástand hafa þó haft einhver áhrif á fjölda ferðamanna sem þangað hefur komið í ár. Meira
25. nóvember 2001 | Ferðalög | 179 orð | 1 mynd

Helsinki er vinsæll áfangastaður hjá norskum fjölskyldum

ANTOR Travelguide greinir frá því að Norðmenn heimsæki nágranna sína Finna í síauknum mæli. Fjöldi norskra ferðamanna jókst um tæp 12% í Finnlandi yfir sumarmánuðina og Norðmenn áttu 131.000 gistinætur í landinu á sama tímabili. Meira
25. nóvember 2001 | Ferðalög | 690 orð | 2 myndir

Illmennska eða aldagömul hefð

KOMIÐ er fram yfir miðjan dag og tapasbarirnir orðnir fullir af fólki. Það er sunnudagur og ferðinni er heitið á nautaat, hina umdeildu þjóðaríþrótt Spánverja suður í Andalúsíu. Meira
25. nóvember 2001 | Bílar | 71 orð

Jeep Liberty

Vél: 3,7 lítrar, V6. Afl: 210 hestöfl við 5.200 sn./mín. Tog: 319 Nm við 4.000 sn./mín. Lengd: 4.430 mm. Breidd: 1.819 mm. Hæð: 1.801 mm. Eigin þyngd: 1.750 kg. Drif: Selec-Trac, afturdrif með sítengdu eða hluttengdu fjórhjóladrifi, lágt drif. Meira
25. nóvember 2001 | Ferðalög | 163 orð | 1 mynd

Listviðburðir og leikfimi á lestarstöðvum í Madrid

LESTARSTÖÐVAR neðanjarðar í Madrid eru ekki eins og fólk á að venjast, segir Antor Travelguide. Hægt er að sækja listviðburði, hlusta á tónleika eða horfa á ballett- eða danssýningar neðanjarðar, sem mun hafa notið mikillar hylli meðal farþega í fyrra. Meira
25. nóvember 2001 | Ferðalög | 24 orð

Nánari upplýsingar um Armeníu: Á Netinu:...

Nánari upplýsingar um Armeníu: Á Netinu: www.armeniainfo.am þar sem meðal annars er vísað á heimasíðu með upplýsingum um armenska matargerðarlist: www.cilicia.com/armo_cookbook.html. Netfang upplýsingaskrifstofu: help@armeniainfo. Meira
25. nóvember 2001 | Bílar | 109 orð | 2 myndir

Nýr Wagon R

SUZUKI er að kynna Wagon R í nýrri útgáfu í Japan þessa dagana. Wagon R er mjög vinsæll bíll í Japan og einn af söluhæstu bílunum þar í landi. Nýi bíllinn kallast Wagon MR og hefur fengið nútímalegra útlit. Farnar eru skörpu línurnar og kassalagið. Meira
25. nóvember 2001 | Ferðalög | 209 orð | 1 mynd

Ný-sjálenskt "jólatré" á Spáni veldur ágreiningi um landafundi

FRÉTTABRÉF Lonely Planet greinir frá því að risavaxið "pohutukawa"-tré á Spáni hafi hrundið af stað deilum um það hvort hvaða Evrópumenn hafi komið fyrstir til Nýja Sjálands. Meira
25. nóvember 2001 | Bílar | 224 orð | 1 mynd

Peugeot 307 - bíll ársins í Evrópu

PEUGEOT 307 hefur verið valinn bíll ársins 2002 í Evrópu. Þetta er eftirsóttasti titill sem bílaframleiðendum stendur til boða í Evrópu og rós í hnappagat Peugeot. Í næstu tveimur sætum voru Renault Laguna og Fiat Stilo. Meira
25. nóvember 2001 | Ferðalög | 249 orð | 1 mynd

"Móna Lísa brúnna" hugsanlega gerð í Bandaríkjunum líka

RÁÐAGERÐIR munu vera uppi um að reisa samskonar brú í Bandaríkjunum og nýlega var tekin í notkun í Noregi, en þar er um að ræða göngubrú úr tré í grennd við Aas skammt frá Ósló sem byggð var eftir teikningum Leonardos da Vinci, samkvæmt Scoop,... Meira
25. nóvember 2001 | Bílar | 28 orð

Sjö efstu bílarnir

* Peugeot 307 - 286 stig. * Renault Laguna - 244 stig. * Fiat Stilo - 243 stig. * Mini Cooper - 213 stig. * Honda Civic - 174 stig. * Citroën C5 - 119 stig. * Jaguar X-type - 96... Meira
25. nóvember 2001 | Ferðalög | 77 orð | 1 mynd

Sænsk heimasíða í bígerð fyrir flughrædda

SVENSKA Dagbladet greinir frá því að leiguflugfélagið Britannia, ferðaskrifstofan Fritidsresor og þarlend flugmálastjórn séu með á prjónunum heimasíðu fyrir flughrædda á Netinu þar sem meðal annars verði kleift að bera upp spurningar. Meira
25. nóvember 2001 | Ferðalög | 8 orð

Tenglar: Allar praktískar upplýsingar: www.

Tenglar: Allar praktískar upplýsingar: www.trekinfo.com www.travel-nepal.com Fréttir: www.nepalnews. Meira
25. nóvember 2001 | Ferðalög | 32 orð

Tenglar: Þeir sem eru áhuga-samir um...

Tenglar: Þeir sem eru áhuga-samir um nautaat ættu að skoða þessar vefsíður: http://www.torosensevilla.com http://mundo-taurino.org/ Þessar síður eru með miklu af upplýsingum um nautaat. Þar er einnig að finna dagskrá nau-taata á... Meira
25. nóvember 2001 | Ferðalög | 138 orð | 1 mynd

Tímalaus og óþekkt Armenía

SKRIFSTOFA ferðamála í Armeníu hélt sína fyrstu kynningu á landinu fyrir ferðaheildsölum á alþjóðlegu ferðasýningunni í London sem lauk á dögunum. Meira
25. nóvember 2001 | Bílar | 43 orð

Tölur um Peugeot

Verð: 1.699.000 kr. Vél: 4 strokkar, 1.587 rsm, 110 hestöfl við 5.750 sn./mín., 147 Nm tog við 4.000 sn./mín. Hröðun: 11,6 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Hámarkshraði: 190 km/klst. Eyðsla: 7,2 lítrar í blönduðum akstri. Lengd: 4,20 m. Hæð: 1,51 m. Meira
25. nóvember 2001 | Bílar | 76 orð | 1 mynd

Vivaro sendibíll ársins í Danmörku

OPEL Vivaro var kjörinn sendibíll ársins 2002 í Danmörku á dögunum. Vivaro og systurbíllinn Renault Trafic fengu 108 stig af 110 stigum mögulegum en fyrir valinu stóð ellefu manna dómnefnd Félags danskra bílablaðamanna. Meira
25. nóvember 2001 | Bílar | 389 orð | 2 myndir

Volvo endurnýjar FH- og FM-vörubílana

"ÞETTA er í fyrsta sinn sem Volvo endurnýjar alla línu vörubíla sinna sem eru yfir 16 tonn því árið 1993 var aðeins FH-línan endurnýjuð og árið 1998 FM-línan. Meira

Fastir þættir

25. nóvember 2001 | Árnað heilla | 19 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 25. nóvember, er fimmtug Ásdís Helga Ólafsdóttir, Drafnargötu 13, Flateyri. Hún er að... Meira
25. nóvember 2001 | Árnað heilla | 41 orð | 1 mynd

95 ÁRA afmæli .

95 ÁRA afmæli . Í dag, sunnudaginn 25. nóvember, er 95 ára Jóhanna Dagmar Björnsdóttir, Keldulandi 21, fyrrum fatahönnuður og saumakona. Meira
25. nóvember 2001 | Dagbók | 335 orð | 1 mynd

Alfa-námskeið í Neskirkju

ALFA er námskeið um kristna trú sem nýtur mikilla vinsælda víða um lönd. Kynningarfundur og innritun verður í Neskirkju mánudaginn 26. nóvember kl. 20. Séra Örn Bárður Jónsson segir frá innihaldi Alfa og næsta námskeiði sem hefst í janúar. Meira
25. nóvember 2001 | Fastir þættir | 282 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

SUÐUR spilar fjögur hjörtu og fær á sig mjög beinskeytta vörn: Norður gefur; NS á hættu. Meira
25. nóvember 2001 | Dagbók | 507 orð

Hallgrímskirkja.

Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk mánudagskvöld kl. 20. Háteigskirkja. Félagsvist fyrir eldri borgara í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilis mánudag kl. 13. TTT-klúbburinn kl. 17. Lifandi og fjölbreytt starf fyrir börn úr 4.-6. Meira
25. nóvember 2001 | Fastir þættir | 876 orð | 1 mynd

Litir kirkjuársins

Gamla kirkjuárinu er að ljúka og nýtt hefst með 1. sunnudegi í aðventu, 2. desember næstkomandi. Af því tilefni rifjar Sigurður Ægisson upp hið þögla táknmál guðsþjónustulitanna. Meira
25. nóvember 2001 | Dagbók | 888 orð

(Orðskv. 18, 12.)

Í dag er sunnudagur 25. nóvember, 329. dagur ársins 2001. Katrínarmessa. Orð dagsins: Ofmetnaður hjartans er undanfari falls, en auðmýkt er undanfari virðingar. Meira
25. nóvember 2001 | Fastir þættir | 206 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. e3 a6 5. Dc2 g6 6. Rf3 Bg7 7. Bd2 O-O 8. Hc1 Bg4 9. Db3 Bxf3 10. Dxb7 Rbd7 11. gxf3 e5 12. Dxc6 exd4 13. exd4 He8+ 14. Kd1 He6 15. Da4 Rb6 16. Db3 dxc4 17. Bxc4 Rxc4 18. Dxc4 Hc8 19. Dd3 Rd7 20. Re4 Hb8 21. Meira
25. nóvember 2001 | Fastir þættir | 437 orð

Víkverji skrifar...

AKUREYRINGAR hafa löngum átt ágætis íþróttamenn en nú virðist mikil uppsveifla hafa átt sér stað í bænum síðustu misseri. Í nokkur ár hefur KA verið með eitt besta handboltalið landsins og Akureyringar verið nær ósigrandi í íshokkíi og svo er enn. Meira
25. nóvember 2001 | Dagbók | 24 orð

VÍSA

Gakktu varlega, vinur minn. Vel getur skeð, að fótur þinn brotni, því urðin er ógurleg. Enginn ratar um þennan veg, því lífið er leiðin til... Meira

Sunnudagsblað

25. nóvember 2001 | Sunnudagsblað | 3338 orð | 2 myndir

Bakkavör í leik og starfi

Tveir ungir menn stofnuðu fyrirtæki og fóru að verka þorskhrogn með föður sínum fyrir hálfum öðrum áratug. Skapti Hallgrímsson hitti Ágúst og Lýð Guðmundssyni sem stjórna fyrirtækinu enn og eru nú með nítján hundruð manns í vinnu í níu löndum við að framleiða og selja matvæli. Meira
25. nóvember 2001 | Sunnudagsblað | 2670 orð | 7 myndir

Barátta upp á líf og dauða

Um 500 manns börðust fyrir lífi sínu á Ísafjarðardjúpi í aftakaveðri í febrúar 1968. Óttar Sveinsson lýsir hér atburðunum á Ísafjarðardjúpi og baráttunni við veðrið og ísinguna um borð í Notts County. Meira
25. nóvember 2001 | Sunnudagsblað | 747 orð | 1 mynd

Bo bedre

"Í mörg ár höfum við sem þekkjum Björgvin verið að hóta honum því að gefa út lítið sagnakver með fleygum sögum af honum," segir Gísli Rúnar Jónsson sem er höfundur bókarinnar Bo & Co - með íslenskum texta, sem er að koma út um þessar mundir. Meira
25. nóvember 2001 | Sunnudagsblað | 2404 orð | 5 myndir

Einstakt bræðralag

Líf bræðranna frá Álftagerði í Skagafirði hefur snúist um söng frá blautu barnsbeini. Þeir Sigfús, Pétur, Gísli og Óskar Péturssynir eru mörgum án efa vel kunnir enda eru bræðurnir duglegir að ferðast milli landshluta með lögin sín. Björn Jóhann Björnsson segir frá blómlegu sönglífi og kórstarfi í Skagafirði og bræðurnir leggja orð í belg og segja frá lífi sínu, störfum, áhugamálum og söngnum. Meira
25. nóvember 2001 | Sunnudagsblað | 1002 orð | 4 myndir

Eldað fyrir einn

Það að borða er fyrir mörgum félagsleg athöfn. Meira
25. nóvember 2001 | Sunnudagsblað | 918 orð

Ég ætla að fara að kalla mig séra Björgvin

... Ungir drengir í Firðinum eru yfirleitt komnir í koju og sofnaðir þegar til tíðinda dregur við Mánabar. Miklum sögum fer af þessum "fifties-diner". Fyrir kemur að töffarar renna drossíum sínum í hlaðið fyrir háttatíma. Meira
25. nóvember 2001 | Sunnudagsblað | 166 orð | 1 mynd

Ferðamannastaður á Skálpanesi

Á LEIÐINNI norður - eða suður - yfir Kjalveg er farið yfir Bláfellsháls. Þaðan hefur nú verið lagður 2 km langur vegur vestan við Geldingafell og þaðan upp á Skálpanes við brún Langjökuls austur af Jarlhettum. Meira
25. nóvember 2001 | Sunnudagsblað | 475 orð | 1 mynd

Félag áhugamanna um eigin velgengni

Við lifum á póst-módernískum, einsleitum og afstöðulausum tímum. Þetta eru engin ný sannindi, því segja má að þetta hafi blasað við um alllangt skeið hér á Vesturlöndum. Meira
25. nóvember 2001 | Sunnudagsblað | 1834 orð | 16 myndir

Fyrsta skólaárið í Hogwarts, skóla galdra og seiða

"Hann verður frægur - lifandi goðsögn. Það kæmi mér ekki á óvart þó að dagurinn í dag yrði framvegis nefndur Harry Potter-dagurinn. Meira
25. nóvember 2001 | Sunnudagsblað | 167 orð | 1 mynd

Hali í Suðursveit

TILRAUNIR í þá veru að endurvekja burstabæjarstílinn í sveitum eftir að steinsteypa koma til sögunnar voru gerðar á nokkrum stöðum, en náðu ekki fótfestu. Meira
25. nóvember 2001 | Sunnudagsblað | 3578 orð | 7 myndir

Kapítalískt hænsnabú

Steinn Steinarr telst efalítið í hópi merkari ljóðskálda Íslands á tuttugustu öldinni, enda hefur hver kynslóðin á fætur annarri tileinkað sér skáldskap hans og hafa ótal þjóðsögur spunnist um skáldið. Í frásögn Gylfa Gröndal er reynt að varpa nýju ljósi á raunveruleg ævikjör skáldsins, ljóð hans, ástir og ævintýri. Meira
25. nóvember 2001 | Sunnudagsblað | 50 orð | 7 myndir

Kvikmyndin um Harry og vini hans frumsýnd hér á landi á föstudag

"Hann verður frægur - lifandi goðsögn. Það verða skrifaðar bækur um Harry, hvert einasta barn í okkar heimi mun þekkja nafnið hans," sagði McGonagall prófessor í fyrstu bókinni um galdrastrákinn. Ragnhildur Sverrisdóttir segir að spádómar prófessorsins hafi svo sannarlega ræst, enda Harry frægur um allan heim galdramanna jafnt sem Mugga. 2 Meira
25. nóvember 2001 | Sunnudagsblað | 2278 orð | 3 myndir

Lífskraftur og léttleiki

Úlfar Þórðarson augnlæknir er þjóðkunnur eftir 60 ára feril sem læknir. En hann lét einnig að sér kveða í uppbyggingu í íþrótta- og heilbrigðismálum og var einn af frumkvöðlum flugs á Íslandi. Unnur Úlfarsdóttir fjallar um litríkan feril hans og uppruna. Meira
25. nóvember 2001 | Sunnudagsblað | 1243 orð | 2 myndir

Portrett og "bjútí"skot

Hvers vegna eru bara tvö kvenandlit á sýningu Bernharðs Valssonar í anddyri Háskólabíós? Skapti Hallgrímsson forvitnaðist um það og fleira hjá ljósmyndaranum, sem búsettur hefur verið í París í hálfan annan áratug. Meira
25. nóvember 2001 | Sunnudagsblað | 72 orð

Potter-molar

Fjöldi nemenda í Hogwarts: 400. Fyrsti skóladagur: 1. september. Fjöldi stiga í Hogwarts: 142. Bókasafninu í Hogwart er lokað: klukkan 20. Fjöldi knúta í silfursikku: 29. Fjöldi silfursikka í galleon: 17. Hæð Hagrids: 2,44 metrar. Meira
25. nóvember 2001 | Sunnudagsblað | 298 orð | 1 mynd

"Mjög skemmtilegt ævintýri"

"ÉG er búin að lesa allar fjórar bækurnar um Harry Potter og ætla að sjá bíómyndina um leið og ég get. Meira
25. nóvember 2001 | Sunnudagsblað | 102 orð | 1 mynd

Sandsteinsmyndir í Mýrdal

DYRHÓLAEY er að sumarlagi fjölsóttur ferðamannastaður, en veginum þangað er óþarflega lítill sómi sýndur. Skömmu áður en komið er að eynni sjást að því er virðist svartar klettaborgir eða hraundrangar austan við veginn. Meira
25. nóvember 2001 | Sunnudagsblað | 117 orð | 1 mynd

Síðla hausts í Gjánni

GJÁIN í Þjórsárdal er frekar gil og dalverpi með fossum en eiginleg gjá. Sú fegurð sem þar birtist er fremur smágerð en stórskorin, en engu að síður býr náttúran á þessum stað yfir verulegri fjölbreytni, sem einnig er síbreytileg eftir árstíðum. Meira
25. nóvember 2001 | Sunnudagsblað | 150 orð | 1 mynd

Síldin kom og síldin fór - á Hjalteyri

HJALTEYRI er um það bil miðja vegu milli Akureyrar og Dalvíkur, en sést hinsvegar ekki frá aðalveginum. Meira
25. nóvember 2001 | Sunnudagsblað | 4 orð

SKÁLPANES OG ÞINGVELLIR, HJALTEYRI OG SUÐURSVEIT

Ljósmyndir og textar: Gísli... Meira
25. nóvember 2001 | Sunnudagsblað | 248 orð | 1 mynd

Skyldleiki við íslensku þjóðsögurnar

"MÉR finnst mjög gaman að bókunum um Harry Potter og er núna að ljúka við þá fjórðu," segir Stefán Ásgrímsson blaðamaður og starfsmaður FÍB. Stefán segist að hann hafi seilst í bækurnar hjá syni sínum og það hafi kona hans líka gert. Meira
25. nóvember 2001 | Sunnudagsblað | 196 orð | 2 myndir

Stellenzicht

SUÐUR-afrísk vín verða stöðugt algengari sjón þótt þau hafi í upphafi verið lengi að ryðja sér til rúms hér á landi. Nú eru þau hins vegar farin að skipa sér samhliða öðrum nýjaheimsvínum frá t.d. Chile og Ástralíu. Meira
25. nóvember 2001 | Sunnudagsblað | 1841 orð | 5 myndir

Tónlist heldur manni ungum

Eftirlýstur heitir ný sólóplata Björgvins Halldórssonar eða Bo eins og bók um hann heitir sem einnig er að koma út núna. Guðrún Guðlaugsdóttir fékk að heyra eitt og annað um gerð plötu og bókar og skoðanir Björgvins á ýmsu í fortíð og nútíð. Meira
25. nóvember 2001 | Sunnudagsblað | 190 orð | 1 mynd

Umdeildur barrskógur

HAUSTSVIPURINN er allsráðandi í þessari Þingvallamynd; birkið í Bláskógaheiðinni hefur að fullu og öllu fellt laufskrúð haustlitanna og fyrstu snjókornin hafa fallið á Hrafnabjörgin, Kálfstinda- og Tindaskaga. Meira

Barnablað

25. nóvember 2001 | Barnablað | 267 orð | 9 myndir

Aðventan fer að byrja!

EFTIR nákvæmlega eina viku verður 2. desember og þá er fyrsti í aðventu, eða fyrsti af fjórum sunnudögum fram að jólum. Meira
25. nóvember 2001 | Barnablað | 177 orð | 3 myndir

Ég vil ekki fara að sofa!

ÞETTA er setning sem við höfum öll sagt og jafnvel gargað hátt oftar en hundrað sinnum. Og hvers vegna? Meira
25. nóvember 2001 | Barnablað | 82 orð | 1 mynd

Gling gló

Allt er úti í snjó! Og bráðum koma jólin... eða eftir einn mánuð. Oh! Það verður svo lengi að líða. Nei, nei, þá er einmitt sniðugt að nota tímann til þess að teikna og föndra jólaskraut. Meira
25. nóvember 2001 | Barnablað | 195 orð | 1 mynd

Grísagrautarhlaup

JÁ og já, jólasveinar þurfa víst líka að leika sér og sprella og hér eru þeir í sínu árlega grísagrautarhlaupi. Hafið þið aldrei heyrt um það? Meira
25. nóvember 2001 | Barnablað | 43 orð | 1 mynd

Hvað heitir jólaveinninn?

ÞEIR sem eru vel að sér í jólasveinafræðunum, ættu að vera fljótir að finna út hvað jólasveinninn með kertið heitir. Hinir verða að smala saman stöfunum og reyna að raða þeim í rétta röð til að komast að því hver er hér á... Meira
25. nóvember 2001 | Barnablað | 19 orð

Hvernig fór leikurinn?

Hvernig fór leikurinn? Hvað skoraðir þú mörg mörk? Spurningar foreldra eftir erfiðan leik. Kæru foreldrar það geta ekki allir unnið. Guðjón Ingi Sigurðsson 10... Meira
25. nóvember 2001 | Barnablað | 76 orð | 1 mynd

Leiðrétting

Loftur afi á Akureyri hringdi inn og benti á að pínkulítil villa hefði gerst svo ósvífin að læða sér inn í krakkakrossgátuna í seinasta blaði. Þar var mynd af þessari litlu eðlu, og eðla er augljóslega fjögurra stafa orð. Meira
25. nóvember 2001 | Barnablað | 33 orð | 1 mynd

Margrét Auður í garðinum

AMMA hennar Margrétar Auðar, sem er nýorðin fjögurra ára, er svo stolt af sonardóttur sinni að hún sendi okkur þessa flottu mynd sem Margrét Auður teiknaði af sjálfri sér úti í garði. Takk... Meira
25. nóvember 2001 | Barnablað | 68 orð | 1 mynd

Móðir mín

Þú gafst mér líf. Þú gafst mér mjólk. Þú gafst mér stolt og hugrekki úr hjarta þínu. Nafn þitt var engill, engill frá himnum. En þú varst líka engill guðs og hann þarfnaðist þín líka. Ég sá andlit þitt í augunum mínum andlitið sem elskar mig og verndar. Meira
25. nóvember 2001 | Barnablað | 26 orð | 2 myndir

Pennavinir

Ég óska eftir pennavinum á aldrinum 12-15 ára. Ég er sjálf 11 ára. Áhugamál mín eru t.d. tónlist, strákar og útivera. Áhugasamir sendi til: Kristrún Dröfn Höfðahlíð 13 603 Akureyri Skrifið... Meira
25. nóvember 2001 | Barnablað | 14 orð

Tár sár

Tár sár drengurinn smár. Hann meiddi sig og féll niður tár. Úr sárinu féll blóð. Sverrir Erling Sverrisson 6... Meira
25. nóvember 2001 | Barnablað | 92 orð | 1 mynd

Til hamingju!

ÞAÐ bárust ótal ljóð í ljóðasamkeppninni sam haldin var í tengslum við útkomu bókarinnar Í búðinni hans Mústafa. Nú hafa fimmtán vinningshafar verið valdir af dómnefndinni sem skipuð var þeim Grími Atlasyni útgefanda og Snærós Sindradóttur 10 ára. Meira

Ýmis aukablöð

25. nóvember 2001 | Kvikmyndablað | 114 orð | 1 mynd

17 dagar á hundasleða

Á vetrarmánuðum munu Sambíóin frumsýna Disneymyndina Snow Dogs , með Cuba Gooding Jr ., í aðalhlutverki, spennumynd um Iditarod, hina heimsfrægu hundasleðakeppni á milli Nome og Anchorage í Alaska. Meira
25. nóvember 2001 | Kvikmyndablað | 72 orð | 1 mynd

Arnold og skæruliðarnir

FRUMSÝNINGU nýjustu spennumyndar fyrrverandi ofurstjörnu harðhausamyndanna, Arnolds Schwarzenegger , hefur verið margseinkað. Meira
25. nóvember 2001 | Kvikmyndablað | 99 orð | 1 mynd

Carrey fæst við dramatíkina

ÁHUGAMENN um kvikmyndir, ekki síst aðdáendur leikarans Jims Carrey , eru á því að hann eigi að fá að reyna sig við dramatískari hlutverk í framtíðinni. Vilja meina að hann sé alhliða leikari sem kerfið er að njörva niður í gamanleik og tragikómedíur. Meira
25. nóvember 2001 | Kvikmyndablað | 103 orð | 1 mynd

Carrey og minnisleysið

Sambíóin og Háskólabíó frumsýna eftir áramótin gamandramað The Majestic , nýjustu mynd leikstjórans Franks Darabont , sem gert hefur stórmyndir úr tveimur af skáldsögum Stephen King ; The Shawshank Redemption og The Green Mile . Meira
25. nóvember 2001 | Kvikmyndablað | 74 orð | 1 mynd

Cruz og Cruise

Að áliðnum vetri munu Sambíóin frumsýna nýjustu spennumynd leikstjórans Camerons Crowe , sem vakti athygli með myndunum Jerry Maguire og Almost Famous . Meira
25. nóvember 2001 | Kvikmyndablað | 367 orð | 1 mynd

Elling vinsælasta myndin

UM tíu þúsund manns sóttu Kvikmyndahátíð í Reykjavík sem lauk um síðustu helgi og stóð í níu daga. Meira
25. nóvember 2001 | Kvikmyndablað | 47 orð | 1 mynd

Englar snúa aftur

GAMLIR sjónvarpsþættir hafa oftar en ekki orðið að vondum, óvinsælum kvikmyndum. Svo var þó ekki hvað snertir Charlie's Angels , sem naut umtalsverðrar aðsóknar eftir kvikmyndalega meðferð í Hollywood. Meira
25. nóvember 2001 | Kvikmyndablað | 767 orð | 3 myndir

Frá Austurríki til Parísar

1) Erfingjarnir (Die Siebtelbauern - 1998). Menn geta af skiljanlegum ástæðum verið nokkuð tregir til að horfa á austurrískan sveitaróman en látum á reyna. Hér segir frá bónda einum sem arfleiðir hjúin að býlinu. Meira
25. nóvember 2001 | Kvikmyndablað | 85 orð | 1 mynd

Hollywood og leikritaskáldin

KUNNARA en frá þurfi að segja að jafnvel heimskunnum leikritaskáldum hefur mislukkast að gera garðinn frægan í kvikmyndaborginni. Til undantekninga teljast Arthur Miller og Harold Pinter sem hefur farnast þokkalega. Meira
25. nóvember 2001 | Kvikmyndablað | 500 orð

Húmoristi með hasarþörf

Unnendur bresks gríns, ekki síst sjónvarpsgríns, kannast vel við kinnamikið andlit, sem er í laginu eins og kartafla með skúffukjaft. Það tilheyrir Mel nokkrum Smith, sem í seinni tíð hefur jafnframt haslað sér völl sem leikstjóri, þ.ám. vinsældasmellsins mikla Bean með Rowan Atkinson og nú grínspennumyndarinnar High Heels and Low Lifes, sem við gætum kallað Háir hælar og glæpastælar og er frumsýnd hérlendis um helgina. Meira
25. nóvember 2001 | Kvikmyndablað | 105 orð | 1 mynd

Jói svarar fyrir sig

Smárabíó og Regnboginn frumsýna á fyrstu mánuðum næsta árs gamanmyndina Joe Somebody , eina jólamyndanna vestra. Með titilhlutverkið fer gamanleikarinn Tim Allen , sjónvarpsþátta- og kvikmyndaleikarinn vinsæli. Meira
25. nóvember 2001 | Kvikmyndablað | 41 orð | 1 mynd

Mel Smith og grínfélagi hans Griff...

Mel Smith og grínfélagi hans Griff Rhys-Jones hafa farið í fjölmargar leikferðir með uppistand sitt víða um heim. Meira
25. nóvember 2001 | Kvikmyndablað | 62 orð | 1 mynd

Merchant myndar höfuðskáld Indverja

HINN heimsþekkti kvikmyndaframleiðandi, Ismail Merchant , er að undirbúa gerð stórmyndar, byggðrar á lífi þjóðskálds Indverja, nóbelsskáldsins Rabindranath Tagore . Meira
25. nóvember 2001 | Kvikmyndablað | 333 orð | 2 myndir

Nú er það svart

Öll ungu, ríku og baráttuglöðu kvenstirnin í Hollywood, sem fjallað er um hér, eru hvít. Þetta eru þær hæstlaunuðu. En þá er ekki aðeins ógetið ungra, latneskra leikkvenna eins og Jennifer Lopez og Salma Hayek, sem fest hafa sig í sessi vestra, heldur einnig nokkurra af blakka kynstofninum. Þær njóta líka aukinnar velgengni. En það stafar tæplega af sigri jafnréttisbaráttunnar í Hollywood, heldur miklu frekar af markaðshópahugsun. Meira
25. nóvember 2001 | Kvikmyndablað | 494 orð | 2 myndir

Skemmtileg hátíð

Lokið er góðri Kvikmyndahátíð í Reykjavík, sem skapar þáttaskil í sögu hennar. Myndavalið er nánast allt úr geymslum innlendra kvikmyndainnflutningsaðila. Meira
25. nóvember 2001 | Kvikmyndablað | 614 orð | 5 myndir

Ungar, baráttuglaðar og ríkar

ENGINN veit hversu lengi velgengni varir í Hollywood; gæfan þar er hverfulli en annars staðar. Hins vegar ber mönnum saman um að staða ungra leikkvenna þar í borg hafi aldrei verið sterkari, möguleikarnir fleiri og meiri. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.