BANDARÍSKUR uppfinningamaður, Dean Kamen að nafni, kynnti í gær nýjan fararskjóta sem hann kallar Segway, en tækisins hefur verið beðið með eftirvæntingu. Um er að ræða tveggja hjóla tæki, sem líkist helst hlaupahjóli eða sláttuvél í útliti.
Meira
FULLTRÚI Bandaríkjastjórnar, James Dobbins, sakaði í gær Norðurbandalagið um að tefja fyrir niðurstöðum í samningaviðræðunum um myndun stjórnar í Afganistan en þær fara fram í Þýskalandi.
Meira
ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, segir að beitt verði öllum ráðum sem ríkið ræður yfir til þess að stöðva hryðjuverkamenn en liðsmenn Hamas-samtakanna urðu alls 25 óbreyttum borgurum að bana í sjálfsmorðsárásum um helgina.
Meira
ÁTJÁN manns fórust þegar rússnesk flutningaflugvél sprakk í loft upp á flugi á sunnudaginn, eftir að eldur varð laus um borð, að því er embættismenn í Moskvu greindu frá.
Meira
FUNDUR hefst á Alþingi í dag kl. 13.30 með atkvæðagreiðslum. Eftir þær fer fram þriðja og síðasta umræða um frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2001.
Meira
HELGIN var róleg í miðborg Reykjavíkur, fáir voru á ferli en nokkur ofbeldisbrot voru tilkynnt til lögreglu. Þung færð hafði mikil áhrif á umferðina um helgina.
Meira
FÉLAG áhugafólks og aðstandenda Alzheimersjúklinga og heilabilaðra á Norðurlandi heldur jólafund sinn þriðjudagskvöldið 4. dessember kl. 20.30 í salnum á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri.
Meira
SKORAÐ var á Alþingi að standa vörð um áætlanir félagsmálaráðuneytisins um eyðingu biðlista eftir lögbundinni þjónustu við fatlaða og fjölskyldur þeirra í ályktun sem samþykkt var samhljóða á baráttufundi á alþjóðadegi fatlaðra í Ráðhúsinu í gærkvöld...
Meira
JÓNA Berta Jónsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar á Akureyri hafði samband við Morgunblaðið og vildi gera athugasemd vegna fréttar um jólaaðstoð til þeirra sem minna mega sín í síðasta sunnudagsblaði.
Meira
HAFRÉTTARSTOFNUN Íslands, gekkst fyrir athöfn í Háskóla Íslands sl. laugardag til að heiðra minningu Hans G. Andersen, þjóðréttarfræðings og sendiherra. Ekkja hans, Ástríður H. Andersen, afhjúpaði brjóstmynd af honum við athöfnina.
Meira
DREIFING ösku verður heimiluð, liggi fyrir ósk hins látna um dreifingu ösku hans, samkvæmt frumvarpi, um breytingu á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, sem Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi á föstudag.
Meira
OPNAÐUR hefur verið endurbættur vefur um Nóbelsskáldið Halldór Laxness á mbl.is. Á vefnum er að finna mikinn fjölda greina og upplýsinga um skáldið, auk um 150 ljósmynda sem spanna æviskeið þess. Tengingu við vefinn er annars vegar að finna á forsíðu...
Meira
BANDARÍSKA orkufyrirtækið Enron hefur farið fram á greiðslustöðvun og höfðað mál á hendur fyrirtækinu Dynegy, sem hafði gert samning um yfirtöku á Enron, en hætti við í síðustu viku.
Meira
UMRÆÐUFUNDUR verður á þriðju hæðinni í Borgarleikhúsinu á vegum Siðfræðistofnunar Háskólans í dag, þriðjudaginn 4. desember, kl. 20. Bryndís Valsdóttir, MA í heimspeki, heldur fyrirlestur um spurninguna hvort réttlætanlegt sé að einrækta (klóna) menn.
Meira
KRISTÍN Arnalds, skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti, segir markmið fjársöfnunar skólans, sem felst í því að bjóða ákveðnum fyrirtækjum að auglýsa sig og vörur sínar í stigagöngum skólans frá og með næsta vori, vera að afla fjár til tækjakaupa.
Meira
Tilgangur Félags um lýðheilsu er að vekja athygli almennings á möguleikum til að hafa áhrif á eigin heilbrigði. Vill félagið standa vörð um gæði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu.
Meira
Ríkisstjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um aðgerðir í ríkisfjármálunum, sem fela í sér rúmlega þriggja milljarða kr. niðurskurð auk viðbótartekjuöflunar með gjaldahækkun, frá því sem gert hefur verið ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi næsta árs.
Meira
BRÆÐURNIR Hrannar Tumi og Sigurbjörn Hrafn Hrannarssynir voru að leika sér í snjónum þegar þeir fundu eðlu í kjallaratröppunum fyrir utan blokkina heima hjá sér í Breiðholtinu í gær.
Meira
FYRRVERANDI öryggisvörður hjá Securitas hefur verið ákærður fyrir þjófnað á umtalsverðum fjármunum á skrifstofu Skeljungs hf. við Suðurlandsbraut og úr íbúðum sem hann gætti fyrir viðskiptavini fyrirtækisins.
Meira
LÍNUSKIPIÐ Gandí VE kom til Patreksfjarðar í gær 2. desember, en Oddi hf. hefur tekið skipið á leigu í nokkra mánuði til að brúa það bil sem myndaðist í hráefnisöflun félagsins við það að vs. Núpur strandaði 9. nóv. sl.
Meira
TVEIR menn slösuðust þegar bílar þeirra lentu saman við Knarrarberg í Eyjafjarðarsveit laust eftir klukkan fjögur í gærdag. Slysið varð á móts við gömlu brýrnar þar sem áður var farið inn fyrir flugvöllinn á Eyjafjarðarbraut.
Meira
ARNE Torp kennari í norrænum málum við Háskólann í Osló, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla Íslands í stofu 101 í Odda, miðvikudaginn 5. desember kl. 15.15. Fyrirlesturinn nefnist: Norsk - et "vestnordisk" språk?
Meira
REKSTRARAFGANGUR bæjarsjóðs Kópavogs er áætlaður 1.900 milljónir króna eftir vaxtagreiðslur á næsta ári. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bænum en fjárhagsáætlun fyrir árið 2002 var lögð fram til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku.
Meira
IÐNAÐARNEFND Alþingis gerir í áliti sínu um frumvarp iðnaðarráðherra til laga um breytingar á iðnaðarlögum tillögu um að svonefnd iðnráð verði aflögð og ákvæði um þau í lögum felld út.
Meira
RÍKISSTJÓRN Íslands hefur samþykkt framkvæmdaáætlun, sem umhverfisráðuneytið fól Hollustuvernd ríkisins að gera um varnir gegn mengun sjávar frá landi.
Meira
ÍSLANDSKLUKKUNNI var hringt í fyrsta sinn við athöfn á laugardag, 1. desember. Íslandsklukkan er nýtt útilistaverk við Háskólann á Akureyri, en um er að ræða sögulegt minnismerki eftir Kristin E. Hrafnsson myndlistarmann.
Meira
JARÐSKJÁLFTAHRINA hefur verið í vestanverðum Mýrdalsjökli síðustu daga og mældist stærsti skjálftinn 2,5 á Richter á sunnudag. Þann dag mældust þrír skjálftar á bilinu 1,7 til 2,5 á Richter og í gærmorgun urðu fimm skjálftar, sá stærsti 1,8 á Richter.
Meira
TILLAGA sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að selja Malbikunarstöðina Höfða hf. var rædd á fundi borgarstjórnar á fimmtudag.Var ákveðið með atkvæðum meirihlutans að fela starfshópi um sölu eigna borgarinnar að kanna hugsanlega sölu.
Meira
NÁÐST hefur samkomulag innan ríkisstjórnarinnar um niðurskurðar- og sparnaðaraðgerðir í ríkisfjármálum vegna fjárlaga næsta árs. Tillögurnar fela í sér rúmlega þriggja milljarða kr.
Meira
UNDIRRITAÐUR var leigusamningur á milli Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellow-reglunnar og Þekkingarhússins ehf sl. laugardag um leigu á um 80 ha lands í Urriðaholti í Garðabæ. Oddfellow-reglan er landeigandi og Þekkingarhúsið ehf.
Meira
KONAN sem lést í árekstri tveggja bíla á Reykjanesbraut, skammt sunnan við Kúagerði, aðfaranótt laugardags hét Elín Anna Jónsdóttir, til heimilis að Aðalstræti 15, Patreksfirði. Elín Anna var fertug, fædd 17. janúar 1961.
Meira
VEGAGERÐIN hefur lagt fram skýrslu um mat á umhverfisáhrifum tvöföldunar Reykjanesbrautar frá Hafnarfirði til Njarðvíkur. Skýrslan er til athugunar hjá Skipulagsstofnun og gefst almenningi kostur á að skila inn athugasemdum til 9. janúar næstkomandi.
Meira
TAKMARKAÐUR áhugi er fyrir byggingalóðum á Akureyri sem auglýstar voru lausar til umsóknar nú í haust. Um er að ræða 55 íbúðahúsalóðir í 4. áfanga Giljahverfis, fyrir einbýlis-, par- og raðhús og eldri lóðir víðs vegar um bæinn.
Meira
HARÐIR bardagar geisuðu í gær nálægt Kandahar, síðasta vígi talibana í suðurhluta Afganistans, en þeim hefur verið gefinn kostur á að gefast upp eða falla ella.
Meira
LÖGREGLAN í Keflavík lýsir eftir tveimur fimmtán ára stúlkum úr Grindavík en þeirra hefur verið saknað frá því klukkan 20 á laugardagskvöld, en talið er að þær hafi þá farið til Reykjavíkur.
Meira
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að tveimur árekstrum. Við Bragagötu 22 var ekið á vinstri framhurð bifreiðarinnar YS-505, sem er Mitsubishi Colt, hvít fólksbifreið, þar sem hún stóð kyrr og mannlaus.
Meira
MANNRÉTTINDASKRIFSTOFA Íslands efnir til opinnar málstofu um mannréttindi kvenna og minnihlutahópa í Kosovo svo og nýafstaðnar kosningar þar, miðvikudaginn 5. desember kl. 17, í fundarsal Mannhæðarinnar, Laugavegi 7, 3.
Meira
MARGAR kvartanir hafa borist til lögreglunnar vegna aksturs vélsleða í þéttbýli. Lögreglan í Hafnarfirði fékk 10 slíkar tilkynningar um helgina og lögreglan í Reykjavík fékk sömuleiðis þó nokkrar tilkynningar.
Meira
Ragnhildur Hjaltadóttir fæddist í Reykjavík 28. ágúst 1953. Útskrifaðist stúdent frá MR 1973 og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1979. Lauk síðan framhaldsnámi í þjóðarrétti í Institut Universitaire de Hautes Éstudes í Genf í Sviss árið 1981. Hefur síðan starfað í dómsmála- og viðskiptaráðuneytunum og er nú skrifstofustjóri þess síðarnefnda. Hún er og formaður Hollvinasamtaka Háskóla Íslands. Ragnhildur á tvær dætur, Sigríði Theodóru og Jóhönnu Vigdísi Pétursdætur.
Meira
HOLLVINASAMTÖK Háskóla Íslands gangast fyrir málþingi um mátt sannfæringarinnar miðvikudaginn 5. desember í Norræna húsinu, kl. 16. Kaffiveitingar. Málþingið er öllum opið.
Meira
MEIRA en 80 fangar lifðu af átökin í virkinu við Mazar-e-Sharif þar sem nokkur hundruð félaga þeirra féllu í mjög blóðugri uppreisn. Meðal hinna eftirlifandi er Bandaríkjamaður, tvítugur að aldri, en hann gerðist múslimi fyrir um fjórum árum.
Meira
JÓLALAND var opnað í Vetrargarði Smáralindar laugardaginn 1. desember. Jólalandið er þorp með upplýstum götum og rjúkandi reykháfum og piparkökukaffihúsi.
Meira
Í PALLBORÐSUMRÆÐUM á ráðstefnu um rafrænar kosningar, sem haldin var á föstudag komufram áhyggjur yfir því að Alþingi gæfist ekki tími til að breyta kosningalögum til unnt væri að gera tilraun með rafrænar kosningar í sveitarstjórnarkosningum á næsta...
Meira
EUROPOL hefur upplýsingar um meira en áttatíu austur-evrópsk glæpasamtök með yfir átta hundruð meðlimi sem eru að störfum í löndum Evrópusambandsins. Talið er að glæpasamstök frá Austur-Evrópu séu með starfsemi í nánast öllum löndum heims.
Meira
FLUGFÉLAGIÐ Atlanta flaug á sunnudag með nærri 300 farþega Fyrsta flugs félagsins í jólasveinaflug. Áfangastaðurinn var heimskautsbaugurinn við Grímsey. Ekki var þó lendandi þar á 747-200-breiðþotu Atlanta þótt flugbrautin sé góð - bara ekki nógu löng.
Meira
LITLU mátti muna að olíubifreið færi í Sandgerðishöfn síðdegis síðastliðinn föstudag. Bílnum var ekið eftir Suðurgarði, að olíuafgreiðslu fyrir smábáta. Rann hann til í hálku en stöðvaðist á brún grjótgarðsins sem vegurinn liggur eftir.
Meira
Í TILEFNI af alþjóðadegi sjálfboðaliða miðvikudaginn 5. desember verður opið hús hjá AFS á Íslandi í Ingólfsstræti 3 kl. 16-19. Allir eru velkomnir. Veitingar eru í boði og erlendir skiptinemar sjá um tónlistaratriði.
Meira
UNDANHALDI talibana hefur víðast hvar verið fagnað í Afganistan, en fáir hafa þó tekið tíðindunum jafn vel og valmúabændur í austurhluta landsins.
Meira
DOMINGO Cavallo, efnahagsráðherra Argentínu, tilkynnti um sl. helgi að sett hefðu verið ný, ströng takmörk á fjármagnsstreymi, þ. á m. hversu mikið væri hægt að taka út af bankareikningum. Markmiðið væri að stemma stigu við fjármagnsflótta.
Meira
SEX piltar á aldrinum 17-19 ára voru í gær dæmdir fyrir innbrot í 12 bíla á bifreiðastæði við flugstöðina í Reykjavík þann 14. og 16. apríl sl. Nokkrir þeirra hlutu einnig dóm fyrir innbrot og þjófnað úr öðrum bílum sem þeir frömdu sl.
Meira
ÞRÓUNAR- og fjölskyldusvið Reykjavíkurborgar í samvinnu við Borgarfræðasetur stendur fyrir morgunverðarfundi miðvikudaginn 5. desember kl. 8.30 á Grand Hótel.
Meira
REGLUR fyrir uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar á Akureyri vegna sveitarstjórnarkosninga á næsta ári hafa verið samþykktar. Fram mun fara skoðanakönnun meðal félagsmanna um skipan efstu sæta og verða póstgögn send félagsmönnum um næstu áramót.
Meira
SLÖKKVILIÐ Brunavarna Suðurnesja fékk um helgina afhentan nýjan og öflugan slökkviliðs- og dælubíl. Er afhending bifreiðarinnar lokaáfanginn í endurnýjun tækjakosts slökkviliðsins og endurskipulagningu sem staðið hefur yfir undanfarin ár.
Meira
SÓLARFILMA, póstkorta- og minjagripafyrirtæki, varð á þessu ári 40 ára. "Sólarfilma hefir tekið í notkun endurbættan vef, sem fyrirtækið opnaði fyrr á þessu ári.
Meira
ÖRYGGISSVEITIR palestínsku heimastjórnarinnar handtóku 110 félaga í íslömsku hreyfingunum Hamas og Jihad í fyrrinótt eftir sprengjutilræði í Ísrael um helgina sem kostuðu 25 manns lífið.
Meira
ÖLLU starfsfólki Office 1 á Akureyri hefur verið sagt upp störfum, alls átta manns í verslun og þjónustudeild. Office 1 er í eigu AcoTæknivals og eins og fram kom í Morgunblaðinu sl.
Meira
Á STOFNFUNDI Félags um lýðheilsu í gær sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra að í undirbúningi væri að koma upp forvarnamiðstöð. Forvarnir væru lykill að heilsugæslu og fagnaði ráðherra stofnun hins nýja félags.
Meira
Davíð Oddsson varar eindregið við því að Ísland taki upp evruna og segir að það gæti leitt til þess að við stæðum frammi fyrir óbærilegum og óleysanlegum vandamálum. Gengi evrunnar muni aldrei taka tillit til þess sem gerist á Íslandi.
Meira
ALLS hafa 390 manns lýst kröfu til samgönguráðuneytisins vegna ferða sem keyptar voru hjá Samvinnuferðum-Landsýn, en kröfurnar nema um 20,5 milljónum króna.
Meira
PRESTAR og djáknar Landspítala - háskólasjúkrahúss sinntu um 6.900 beiðnum um þjónustu mánuðina janúar til október á þessu ári. Flestar snerust beiðnirnar um sálgæslusamtöl eða yfir 64%.
Meira
HAFRÉTTARDÓMSTÓLL Sameinuðu þjóðanna í Haag hefur hafnað kröfu írsku stjórnarinnar um að lögbann verði sett á stækkun kjarnorkuendurvinnslustöðvarinnar í Sellafield. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra segir þessa niðurstöðu vonbrigði.
Meira
TIL HARÐRA orðaskipta kom á Alþingi við upphaf þingfundar og síðar í umræðum um skýrslu umboðsmanns Alþingis í gær eftir að Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í fjárlaganefnd, upplýsti að embættismaður í forsætisráðuneytinu...
Meira
EKKERT var til sparað þegar Ísfélag Vestmannaeyja hf., elsta starfandi hlutafélag landsins, hélt upp á 100 ára afmæli sitt sl. laugardag. Að sögn Harðar Óskarssonar, fjármálastjóra Ísfélagsins, tókst afmælishaldið ákaflega vel.
Meira
ÍSLANDSDEILD VES-þingsins hélt um helgina til Parísar þar sem seinni hluti 47. þingfundar þings Vestur-Evrópusambandsins (VES-þingið) hófst í gær. Stendur það fram á fimmtudag, 6. desember.
Meira
EKKI vantar snjóinn þessa dagana eins og sjá má af þessari mynd sem tekin var á Hellisheiði í gær. Þó að greiðfært hafi verið á þessum slóðum er víða um land þungfært eða vegir lokaðir vegna snjóa.
Meira
VIÐURKENNINGAR Sjálfsbjargar til þeirra stofnana og fyrirtækja sem hafa gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða að húsakynnum sínum voru veittar í gær á alþjóðadegi fatlaðra.
Meira
SVISSNESKIR kjósendur höfnuðu á sunnudag tillögu um að hervarnir í Sviss yrðu lagðar niður en þá fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um málið. Jafnt ríkisstjórn sem meirihluti þings hafði lagst gegn hugmyndinni en sams konar tillaga um herinn var felld 1989.
Meira
ÍSLENDINGUR sem er við doktorsnám í Danmörku hefur sett fram hugmynd að nýrri tækni sem tengist ljósleiðurum. Hefur hann ásamt samstarfsmönnum stofnað fyrirtæki um frekari rannsókn á hugmyndinni.
Meira
YASSER Arafat, leiðtogi sjálfstjórnar Palestínumanna, er milli steins og sleggju eftir hinar mannskæðu sprengjuárásir helgarinnar og hefur staða hans sennilega aldrei verið ótryggari. Arafat á aðeins tvo kosti í stöðunni.
Meira
UMFERÐ um Lönguhlíð og Hamrahlíð er að mati umferðarnefndar Foreldra- og kennarafélags Hlíðaskóla of hröð og á opnum íbúafundi sem nefndin stóð fyrir á dögunum voru lagðar fram tillögur til að auka umferðaröryggi við göturnar. Tillögurnar fela m.a.
Meira
ÞRÍR aðilar fengu Múrbrjótinn, viðurkenningu Landssamtakanna Þroskahjálpar. Er hann veittur þeim sem þykja hafa skarað framúr í að ryðja fötluðum nýjar brautir í átt til jafnréttis.
Meira
RÚMFATALAGERINN afhenti á laugardag Íþróttasambandi fatlaðra þrjár milljónir króna til undirbúnings og þátttöku fatlaðra íþróttamanna á Ólympíumóti fatlaðra íþróttamanna í Aþenu í Grikklandi 2004.
Meira
ÍBÚAR Svínavatnshrepps í A-Húnavatnssýslu fögnuðu því í samkomuhúsi sínu í Dalsmynni á föstudag að út er komin heimildarmynd um líf þeirra og störf á aldamótum.
Meira
UNNIÐ hefur verið að því nú í haust að koma fyrir öryggisbeltum í allar hópferðabifreiðar SBA-Norðurleiðar. Fyrirtækið sem er eitt hið stærsta sinnar tegundar hér á landi hefur yfir að ráða 43 bifreiðum.
Meira
Enn á ný eru Ísraelar og Palestínumenn komnir út á ystu nöf og hyldýpið blasir við. Ódæðisverk Palestínumanna um helgina vekja óhug og hrylling. Á rúmlega hálfum sólarhring létu 25 Ísraelar lífið í sprengjutilræðum og öðrum árásum.
Meira
Með afnámi endurmats munu fasteignir rýrna hratt í bókfærðu raunverði í ársreikningum félaga og eiginfjárstaða versna. Þetta segir í Vísbendingu.
Meira
MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju heldur aðventutónleika sína í kirkjunni í kvöld og á fimmtudag kl. 20 og á laugardag kl. 17. Einsöngvari með kórnum er Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór, en einnig leika Daði Kolbeinsson á óbó og Kári Þormar á orgel.
Meira
Flutt voru einleiks- og kammerverk eftir Jón Leifs, Leif Þórarinsson, Jónas Tómasson, Atla Ingólfsson og Þorstein Hauksson. Flytjendur: Félagarnir í Caput. Stjórnandi: Snorri Sigfús Birgisson. Laugardagur 1. desember.
Meira
eftir Messíönu Tómasdóttur og Lárus H. Grímsson. Einsöngvarar: Marta G. Halldórsdóttir og Sverrir Guðjónsson. Hljóðfæraleikarar: Lárus H. Grímsson, Kjartan Valdemarsson og Matthías Hemstock. Leikstjórar: Auður Bjarnadóttir og Messíana Tómasdóttir. Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason. Dansar: Auður Bjarnadóttir. Sunnudaginn 2. desember.
Meira
Bridget Jones's Diary **½ Sagan um ástamál Bridget verður að hæfilega fyndinni rómantískri gamanmynd. Zellweger gerir margt gott í titilhlutverkinu.
Meira
Dagur með Gínu Línu Jósefínu er eftir Moshe Okon og Sigrúnu Birnu Birnisdóttur , með myndum eftir Önnu Jóa. Þar segir frá fyrsta skóladegi Þjóðhildar haustið sem hún er sjö ára.
Meira
Á LAUGARDAGINN var fór fram Norðurlandameistaramót í samkvæmisdansi í Laugardalshöll. Það voru fjörutíu pör frá Norðurlöndum sem kepptu en um var að ræða fjóra flokka: Unglinga I og II, ungmenni og flokk fullorðinna.
Meira
Þóra - baráttusaga II sameinar tvær síðari Þórubækur Ragnheiðar Jónsdóttur, Sárt brenna gómarnir og Og enn spretta laukar, í einni bók. Þóra frá Hvammi brýst til mennta í Reykjavík ásamt því að framfleyta sér og sínum.
Meira
* FRIÐRIK Rafnsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri hjá Rannsóknaþjónustu H.Í. og tekur til starfa eftir áramót. Hann gegndi starfi ritstjóra Tímarits Máls og menningar sl. átta ár en frá áramótum hefur hann verið ritstjóri vefsíðna...
Meira
Ríkir Íslendingar er eftir Sigurð Má Jónsson, blaðamann á Viðskiptablaðinu. Í kynningu segir m.a.: "Hverjir eru ríkustu Íslendingarnir? Hvernig urðu þeir ríkir?
Meira
SÖNGSVEITIN Fílharmónía heldur sína árlegu aðventutónleika í Langholtskirkju á miðvikudag, fimmtudag og sunnudag og hefjast þeir alla dagana kl. 20.30. Einsöngvari að þessu sinni er Sigrún Hjálmtýsdóttir.
Meira
Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Norræna húsinu á morgun, miðvikudag, kl. 12.30 leikur kvartett skipaður Magneu Árnadóttur flautuleikara, Herdísi Jónsdóttur víóluleikara, Ásdísi Arnardóttur sellóleikara og Brynhildi Ásgeirsdóttur semballeikara.
Meira
ALLIR eiga sinn vitjunartíma. Við vorum minnt hastarlega á það í síðustu vikur er dánarfregn George Harrison, hljómlistarmannsins góða, laust jafnnöpur og óvænt og hryssingsleg vetrarkoman, niður í skammdegisgrámann.
Meira
Sigrún Hjálmtýsdóttir og Jóhann Friðgeir Valdimarsson, ásamt Jónasi Ingimundarsyni, fluttu söngverk eftir Sigvalda Kaldalóns. Laugardagurinn 1. desember. 2001.
Meira
EITTHVAÐ virðist Harry Potter-æðið vera í rénun vestanhafs, í það minnsta ef taka má mið af bíóaðsókn helgarinnar. Tekjurnar af myndinni lækkuðu um heil 58% sem er nokkru meira en búist hafði verið við.
Meira
Myndasögur vikunnar eru Heroes og Amazing Spiderman, 36. Heroes er teiknuð af mörgum tugum teiknara og Spiderman er eftir J. Michael Straczynski og John Romita jr. Bæði blöðin eru gefin út af Marvel, 2001.
Meira
Íslensk rokksaga Gunnars L. Hjálmarssonar er væntanleg á næstu dögum. Gunnar sagði Árna Matthíassyni að grúsk sitt hefði leitt í ljós að lítið hefði breyst með árunum.
Meira
Höfundur: August Strindberg. Þýðandi: Einar Bragi. Leikstjóri: Gunnar Gunnsteinsson. Leikarar: Árni Pétur Guðjónsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Gunnar Hansson, Halldór Gylfason, Sigurður Karlsson, Soffía Jakobsdóttir, Valgerður Dan og Þorsteinn Gunnarsson. Laugardag 3. nóvember og laugardag 10. nóvember.
Meira
Verk eftir Mozart, Sigvalda Kaldalóns, Hróðmar I. Sigurbjörnsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Rossini og Tsjækovskíj. Kristinn Sigmundsson bassi; Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj. Bernharðs Wilkinson. Laugardaginn 1. desember kl. 17.
Meira
LIFE OF BRIAN (1979) ***½ Ein fyndnasta og skemmtilegasta mynd Monty Python-hópsins gerist í Júdeu og segir af Brian nokkrum sem tekinn er fyrir Messíasinn eina og sanna.
Meira
MYNDLISTARSÝNING með verkum Þórðar Hall myndlistarmanns stendur nú yfir í Hallgrímskirkju. Sýningin er fyrsta sýning á 20. starfsári Listvinafélags Hallgrímskirkju. Um sýninguna segir listamaðurinn m.a.
Meira
Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ fóru fram úrslit í Íslandsmeistarakeppni áhugamanna í karíókí á veitingastaðnum Players í Kópavogi. Það var útvarpsstöðin Létt 96,7 sem stóð fyrir keppninni en þátt tóku ellefu söngvarar á aldrinum 18 til 37 ára.
Meira
Frakkland/Kanada 2001. Góðar stundir VHS. Bönnuð innan 12 ára. (120 mín.) Leikstjórn Jacques Dorfmann. Aðalhlutverk Christopher Lambert, Klaus Maria Brandauer, Max Von Sydow.
Meira
Múlinn, Hús Málarans Tríó Delizie Italiane (ítalskt gourmet) heldur tónleika kl. 21. Tríóið var stofnað í september 2000 í kringum áhuga meðlima á víni, matargerð og suðrænni menningu og er tónlistin punkturinn yfir i-ið eða.
Meira
NÚ stendur yfir myndlistarsýning í Vídalínskirkju í Garðabæ. Myndlistarmennirnir, sem eiga verk á sýningunni, eru Kristín G. Gunnlaugsdóttir, Sigrún Ólöf Einarsdóttir, Sören S. Larsen, Steinunn Þórarinsdóttir og Þorgerður Sigurðardóttir.
Meira
BJÖRN Steinar Sólbergsson organisti hlaut í gær Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2001. Það var Ólafur Ragnar Grímssson, forseti Íslands, sem afhenti Birni Steinari verðlaunin við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu.
Meira
VALDIMAR Hilmarsson, söngnemi við óperudeildina í Guildhall School of Music and Drama í Lundúnum, varð þess heiðurs aðnjótandi fyrir skömmu að semja sérstakt lag tileinkað Elísabetu II Bretadrottningu sem flutt var við vígslu stúdentasamfélags sem...
Meira
Far ... þinn veg, ný geislaplata Megasar. Á plötunni leika með Megasi þeir Birgir Baldursson trymbill, Gunnar Hrafnsson á kontrabassa, Kristinn Árnason og Guðlaugur Óttarsson á gítara, Valgeir Sigurðsson á hljómborð og Kjartan Hákonarson á blásturshljóðfæri ýmiskonar. Þá syngur Sara Guðmundsdóttir í nokkrum laganna. Um verkstjórn sá Hilmar Örn Hilmarsson og Valgeir Sigurðsson stýrði upptökunum. Ómi gefur út.
Meira
TÓNLISTARDEILD Listaháskóla Íslands tók til starfa í haust, og hefur farið frekar hljótt. Í þessari viku er hins vegar efnt til merkisviðburðar er fyrstu tónleikar Listaháskólans eru haldnir í Nemendaleikhúsinu við Sölvhólsgötu.
Meira
EINN stúlknakór Langholtskirkju, Graduale Nobili, heldur útgáfutónleika í Háteigskirkju í kvöld kl. 20.30 en kórinn var að gefa út sína fyrstu geislaplötu. Á diskinum eru tólf verk sem skiptast í tuttugu kafla.
Meira
RITHÖFUNDURINN Nils-Aslak Valkepää lést í lok síðustu viku 58 ára að aldri. Valkepää er Íslendingum líklega best kunnur fyrir að hafa hlotið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1991 fyrir ljóðasafn sitt Sólin, faðir minn.
Meira
Höfundur: Marc Camoletti. Þýðandi og höfundur leikgerðar: Sigurður Atlason. Leikstjóri: Björn Gunnlaugsson. Leikendur: Brynhildur Guðmundsdóttir, Hrönn Guðjónsdóttir, Kjartan Svanur Hjartarson, Kolbrún Einarsdóttir, Valdimar Másson og Telma Ýr Unnsteinsdóttir. Félagsheimilinu Skrúð 2. desember 2001.
Meira
EIGINKONA Georges Harrisons er komin til Indlands þar sem hún hyggst dreifa ösku þessa fyrrverandi bítils í heilögu ána Ganges, að sögn talsmanns Hare Krishna-hreyfingarinnar.
Meira
ÞAÐ er ekkert nýtt að fólk ferðist heilsunnar vegna. Á tímum Rómverja var ekki óalgengt að þeir efnameiri ferðuðust langar vegalengdir til staða, eins og t.d. Bath á Englandi, þar sem boðið var upp á slökun í heilsusamlegu lindarvatni.
Meira
Á AÐVENTU er sérstaklega vandað til dagskrár fyrir dvalargesti Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði, en margir dveljast hér í friði og ró sér til heilsubótar um jól og áramót.
Meira
Vegna fjárskorts og skorts á starfsfólki varð að fækka móttökum í þrjár á yfirstandandi haustmisseri, segir Steingerður Sigurbjörnsdóttir. Þar með hefur þjónusta við þennan hóp verið skert verulega.
Meira
Í ÁRSSKÝRSLU Samkeppnisstofnunar fyrir árið 1998 hélt Georg Ólafsson forstjóri hennar því fram að ýmis fyrirtæki ættu í heilögu stríði við samkeppnisyfirvöld. Þetta kom að hans mati m.a.
Meira
Í ÁRSSKÝRSLU Samkeppnisstofnunar fyrir árið 1998 hélt Georg Ólafsson forstjóri hennar því fram að ýmis fyrirtæki ættu í heilögu stríði við samkeppnisyfirvöld. Þetta kom að hans mati m.a.
Meira
ÉG vil vekja athygli á frétt sem birtist í Fréttablaðinu hinn 26. nóv. þess efnis að stjórnendur Austurbæjarskóla ákváðu að taka svínakjöt af matseðli nemenda í virðingarskyni við einstaklinga sem ekki borða svínakjöt vegna trúar sinnar.
Meira
Slæm þjónusta á hjólbarðaverkstæði NÚ, þegar flestir eru vonandi komnir á vetrarhjólbarða, langar mig að deila með lesendum óskemmtilegri reynslu minni af ónefndu hjólbarðaverkstæði. Föstudaginn 2. nóv. sl.
Meira
Stjórnarformaðurinn sannaði þarna eftirminnilega, segir Halldór Jónsson, að hann hefur sitthvað getað tileinkað sér af útrásarstíl hins mikla leiðtoga síns.
Meira
ENN og aftur er Tækniskóli Íslands, TÍ, kominn í umræðuna. Að þessu sinni hefur Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra tekist að fá Margmiðlunarskólann í umræðuna um yfirtöku á stofnun sem ríkið kærir sig kollótta um.
Meira
Ingibjörg Bjarnadóttir fæddist á Breiðabólstað í Vatnsdal 8. júní 1923. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Blönduóss 19. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Blönduóskirkju 1. desember
MeiraKaupa minningabók
Jóhann Helgason var fæddur á Neðranúpi í Miðfirði í V-Hún. 14. september 1914. Hann andaðist á Landakotsspítala 24. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helgi Jónsson frá Huppahlíð í Miðfirði og Ólöf Jónsdóttir frá Hömrum í Þverárhlíð.
MeiraKaupa minningabók
Oddgeir Karlsson fæddist á Seyðisfirði 22. júlí 1915. Hann lést á Landspítala við Hringbraut 31. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sveina Oddsdóttir og Karl Karlsson. Oddgeir átti sjö hálfsystkin. Kona hans var Lillý Magnúsdóttir, f. 6.
MeiraKaupa minningabók
Páll Sigurjónsson fæddist í Reykjavík 19. apríl 1939. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 25. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Sigurjón Björnsson frá Hryggjum í Mýrdal, f. 9.6. 1908, og Þorbjörg Pálsdóttir, f. 1.1. 1915, d. 15.9. 1987.
MeiraKaupa minningabók
Sesselja Aðalsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 9. febrúar 1954. Hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 24. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Aðalsteinn Snæbjörnsson, f. 20.7. 1918, d. 26.8. 1972, og Svava Stefánsdóttir, f. 15.10. 1916.
MeiraKaupa minningabók
Sigrún Daníelsdóttir fæddist á Kolmúla við Reyðarfjörð 16. desember 1911. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 24. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Reyðarfjarðarkirkju 1. desember.
MeiraKaupa minningabók
HAFNAR eru viðræður um sameiningu Þróunarfélags Íslands og Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankans (EFA). Á fundi formanna og varaformanna félaganna í gær var samþykkt að taka upp slíkar viðræður og að stefna að því að hraða þeim.
Meira
TALSMENN viðskiptabankanna og sparisjóðanna eru almennt þeirrar skoðunar að sú gagnrýni, sem sett hefur verið fram um að eiginfjárhlutfall banka hér á landi sé of lágt, eigi ekki við um sín fyrirtæki.
Meira
JÓN Ólafsson, sem sæti á í stjórn Íslenskra aðalverktaka hf., keypti á föstudag 10.601.474 krónur að nafnverði hlutafjár í Íslenskum aðalverktökum hf. á verðinu 2,27.
Meira
SALA verslana Baugs hf. í Smáralind er í heild umfram áætlun og hefur opnun Smáralindar ekki haft teljandi áhrif á sölu í öðrum Baugsverslunum. Sala verslana í miðborg Reykjavíkur hefur þó dregist saman um 30%. Niðurstöður úr níu mánaða uppgjöri Baugs...
Meira
EFLA þarf rannsóknir á atferli fisks í veiðarfærum og áhrif veiðarfæra á sjávarbotninn. Þetta kom m.a. fram á fundi Fiskifélags Íslands um þróun veiðarfæra og umgengni um auðlindir hafsins sem haldinn var í gær.
Meira
VERÐ á þjónustu hársnyrtistofa hefur hækkað að meðaltali um 9% á einu ári, samkvæmt niðurstöðu könnunar Samkeppnisstofnunar hjá 211 hársnyrtistofum á höfuðborgarsvæðinu.
Meira
Ný verslun, Fríkaup.is hefur verið opnuð á Netinu, samkvæmt tilkynningu frá Baugi. Verslunin er samstarfsverkefni hagkaup.is og Fríkorts ehf og í henni gefst viðskiptavinum kostur á að kaupa ýmsar afþreyingarvörur og greiða fyrir þær með frípunktum...
Meira
Gleðigjafinn síungi, Jón Boði Björnsson (Boði), matreiðslumeistari og bryti, frá Sjónarhóli í Hafnarfirði, nú að Löngufit 24 í Garðabæ er 70 ára í dag, þriðjudaginn 4. desember 2001. Boði fæddist að Sjónarhóli í Hafnarfirði og ólst þar upp.
Meira
Neytendasíðum hefur borist fyrirspurn frá húseiganda um skiptingu kostnaðar milli eigenda í fjölbýli, sérstaklega hvað varðar viðgerðir og viðhald og þá einkum utanhússviðgerðir og viðgerðir vegna lagna utanhúss.
Meira
SÆNSKI skóframleiðandinn Arbesko hefur sett á markað öryggisskó með áður óþekkta eiginleika, segir í tilkynningu frá Dynjandi. Nýtt efni sem fundið var upp á rannsóknarstofu Arbesko, A-TEX2, hrindir vatni af skónum og greiðir fyrir útöndun.
Meira
MEDICO ehf. flytur inn nýja gerð varalitar frá Max Factor sem nefndur er Lipfinity. Varaliturinn er óvenjulegur á litinn og hvað varðar endingu, segir í tilkynningu, og mun haldast lengi á vörunum.
Meira
80 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 4. desember, er áttræður Páll Valdimar Magnússon, bóndi að Vindhæli, Austur-Húnavatnssýslu. Páll býr á Vindhæli ásamt Magnúsi Bergmann Guðmannssyni bróðursyni sínum. Páll er ókvæntur og...
Meira
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10-14 í neðri safnaðarsal. Skemmtiganga um Laugardalinn eða upplestur kl. 10.30. Umsjón Þóranna Þórarinsdóttir. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12 í kirkjunni. Umsjón Guðrún K. Þórsdóttir.
Meira
Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 29. nóvember hófst þriggja kvölda jólatvímenningur þar sem hvert kvöld er stök keppni en tvö bestu kvöldin reiknast til sigurs. Tuttugu pör mættu til leiks, meðalskor var 216. Bestum árangri náðu í N -S: Vilhjálmur Sig.
Meira
Bridsfélag Fjarðabyggðar Spilamennska hófst 12. september með tvímenningi og mættu sex pör. Jónas Jónss. - Sigurður Hólm Freyss. 55 Aðalsteinn Jónss. - Gísli Stefánss. 51 Erna Nielsen - Gunnhildur Garðarsd. 49 19.
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 30. júní sl. í Háteigskirkju af sr. Pálma Matthíassyni Kolbrún Ómarsdótir og Gunnlaugur Hrannar Jónsson. Heimili þeirra er á Kirkjustétt 7a,...
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. september sl. í Hjallakirkju í Kópavogi af sr. Írisi Kristjánsdóttur Harpa Rós Jónsdóttir og Birgir Már Hauksson. Heimili þeirra er í...
Meira
Fífilbrekka, gróin grund, grösug hlíð með berjalautum, flóatetur, fífusund, fífilbrekka, smáragrund, yður hjá ég alla stund uni bezt í sæld og þrautum, fífilbrekka, gróin grund, grösuð hlíð með berjalautum.
Meira
"Vera má, að lyfjaauglýsingar hækki lyfjaverð og auki hagnað lyfjafyrirtækja, en það getur líka verið að lyfin sem fólk fær geri það heilbrigðara."
Meira
Í dag er þriðjudagur 4. desember, 338. dagur ársins 2001. Barbárumessa. Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. Meira
Á MORGUN, miðvikudaginn 5. desember, verður Opið hús í Hjallakirkju kl. 12-14. Samveran hefst með léttum hádegisverði og síðan verður slegið á létta strengi. Árni Tryggvason leikari kemur í heimsókn og gleður viðstadda með gamanmálum og upplestri.
Meira
FRÆNDI Víkverja kom nýlega að máli við hann og var fúll. Hann er kominn svolítið yfir fimmtugt og finnst aðstaða sín á vinnumarkaði slök. "Það er eins og maður sé orðinn annars flokks starfsmaður þegar maður er kominn yfir fimmtugt," sagði...
Meira
BASKALIÐIÐ Alaves skaust á topp spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu í fyrsta sinn í 70 ára sögu félagsins þegar liðið bar sigurorð af Barcelona á heimavelli, 2:0. Deportivo La Coruna missti toppsætið þegar liðið lá fyrir Espanyol en Real Madrid er heldur betur farið að sauma að efstu liðunum eftir gott gengi á undanförnum vikum.
Meira
LUKKAN gekk í lið með Stjörnustúlkum á sunnudaginn þegar þeim tókst að merja 16:16 jafntefli við Víkinga í Víkinni og halda því enn toppsæti deildarinnar. Þær mega samt gæta sín því Haukastúlkur, sem unnu FH örugglega 29:19 og Grótta/KR, sem lagði KA/Þór að velli 31:15 á Seltjarnarnesi eru komin á skrið en Haukastúlkur hafa þó langbesta markahlutfallið. Valur vann Fram, 26:25, með vítaskoti á síðustu mínútu.
Meira
* ALEXANDER Arnarson varnarjaxl úr HK var fjarri góðu gamni á laugardaginn þegar HK vann Víking . Hann tók út leikbann eftir tvö rauð spjöld. * ÁSMUNDUR Einarsson mark vörður Víkinga var einnig meðal áhorfenda í Víkinni á laugardaginn.
Meira
ALEX Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, viðurkenndi eftir ósigurinn á móti Chelsea á laugardaginn að titillinn væri genginn liði hans úr greipum.
Meira
LOKEREN og Antwerpen gerðu jafntefli á laugardaginn í Belgíu, 1:1. Arnar Grétarsson og Arnar Þór Viðarsson léku allan leikinn, Auðun Helgason lék síðustu 20 mín. og Rúnar Kristinsson lék síðustu sjö mín.
Meira
HAUKAR héldu sigurgöngu sinni áfram í fyrrakvöld þeir þeir lögðu vængbrotið lið Gróttu/KR, 31:25, á Ásvöllum. Þetta var tíundi sigur Íslandsmeistaranna í jafnmörgum leikjum á Íslandsmótinu og með honum náðu þeir þriggja stiga forystu í deildinni.
Meira
*ASTON Villa beið sinn fyrsta ósigur á heimavelli á tímabilinu þegar liðið lá fyrir Leicester , 2:0. Ade Akinbiyi og James Scowcroft skoruðu fyrir Leicester sem virðist hægt og bítandi vera að rétta úr kútnum eftir slaka byrjun.
Meira
DREGIÐ hefur verið í riðla fyrir deildabikarkeppnina í knattspyrnu. Í efri deild karla leika 16 efstu lið Íslandsmótsins á síðasta ári, að því undanskildu að Leiftur ákvað að taka ekki þátt og Dalvík kemur í staðinn.
Meira
BRESKA blaðið Sunday Mirror greinir frá því um helgina að Eiður Smári Guðjohnsen sé einn af nokkrum leikmönnum sem Hector Cuper, þjálfari Inter, hafi á óskalista sínum.
Meira
England Úrvalsdeild: Manchester United - Chelsea 0:3 Mario Melchiot 6., Jimmy-Floyd Hasselbaink 64., Eiður Smári Guðjohnsen 86. - 67.544. Aston Villa - Leicester 0:2 Ade Akinbiyi 12., Scowcroft 51. Rautt spjald: David Ginola 84. (Aston Villa) - 30.711.
Meira
ROBBIE Fowler náði ekki að skora í fyrsta leik sínum með Leeds United. Fowler og félagar sóttu Fulham heim í Lundúnum og varð niðurstaðan markalaust jafntefli.
Meira
*FRIEDHELM Funkel þjálfara þýska úrvalsdeildarliðsins Hansa Rostock var vikið úr starfi eftir 2:1 ósigur liðsins á móti Wolfsburg um helgina. Rostock hefur gengið illa og hefur aðeins innbyrt 13 stig í fimmtán leikjum.
Meira
SEM betur fer eru ekki margir íþróttamenn á Íslandi sem falla á þeim fjölmörgu lyfjaprófum sem tekin eru af fulltrúum heilbrigðisnefndar Íþróttasambands Íslands á hverju ári. Morgunblaðið fékk Sigurð Magnússon, sem er formaður heilbrigðisráðs ÍSÍ, til að svara nokkrum spurningum um nýjasta fárið sem tengist lyfjamálum íþróttamanna og þá sérstaklega nandrolone-hormónið og tengingu þess við hin vinsælu fæðubótarefni.
Meira
"ÉG get ekki neitað því að það var ansi gaman að skora á móti Manchester United á Old Trafford. Allt frá því ég var smápatti hefur mig dreymt um að fá að spila á þessum velli og þú getur þá rétt ímyndað þér hvað mér leið vel þegar ég sá boltann fara í netið fram hjá Barthez. Ég var búinn bíða eftir því að fá tækifærið aftur í byrjunarliðinu og ég held að ég hafi nýtt það nokkuð vel í vikunni," sagði Eiður Smári Guðjohnsen í samtali við Morgunblaðið.
Meira
GEIR Sveinsson, þjálfari Valsmanna í handknattleik, reif ekki í skyrtu tímavarðar í leik ÍBV og Vals í Eyjum á föstudagskvöldið, eins og kom fram hér á síðunni á laugardaginn.
Meira
GUÐJÓN Valur Sigurðsson var markahæstur í liði Essen sem burstaði Willstätt/Schutterwald, 38:25, í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik um helgina.
Meira
* GUNNAR Andrésson skoraði 4 mörk þegar lið hans, ZMC Amicitia Zürich , vann RTV 1879 Basel , 25:24, á heimavelli í 2. deild svissneska handknattleiksins á laugardaginn. Gunnar og samherjar eru í 3. sæti deildarinnar, hefur 16 úr 13 leikjum.
Meira
Á hverjum einasta degi berast fregnir af knattspyrnumönnum sem flytja sig frá einu félagi til annars. Það þykja mismerkileg tíðindi og umfjöllunin tekur mið af því.
Meira
ALAN Shearer markvarðahrellirinn mikli í liði Newcastle fékk að líta rauða spjaldið í annað sinn á sínum glæsta keppnisferli þegar Newcastle og Charlton skildu jöfn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina, 1:1.
Meira
NANDROLONE, öðru nafni 19-nortestosterone, er hormón sem er á bannlista alþjóðaólympíunefndarinnar. Nandrolone er oft notað til lækninga og þá aðallega gegn vissum tegundum krabbameins og einnig eru ýmsir blóðsjúkdómar meðhöndlaðir með nandrolone.
Meira
KEFLVÍKINGAR skutust í efsta sæti úrvalsdeildar karla í körfuknattleik um helgina með því að bursta KR-inga. Á sama tíma unnu grannar þeirra í Njarðvík lið Þórs frá Akureyri og eru með 14 stig í öðru sæti, jafn mörg Keflvíkingum og KR-ingum sem hafa nú tapað tveimur leikjum í röð í deildinni. Stjarnan er enn án stiga eftir tap fyrir Blikum og Haukar sóttu dýrmæt stig til Sauðárkróks.
Meira
MARGIR íslenskir íþróttamenn nota fæðubótarefnið kreatín sem er orkuríkt efnasamband (reatínfosfat) og nýtist strax í upphafi mikilla átaka. Inntaka kreatíns gagnast mest þeim sem stunda íþróttir sem krefjast mikillar snerpu og krafts.
Meira
"LIFI Þróttur" heitir saga Knattspyrnufélagsins Þróttar í Reykjavík sem er komin út en hún var skrifuð í tilefni af hálfrar aldar afmæli félagsins árið 1999.
Meira
LIVERPOOL er með þriggja stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki helgarinnar og á auk þess leik til góða. Efstu liðin, Liverpool og Arsenal, unnu bæði góða útisigra en Leeds tapaði tveimur dýrmætum stigum í viðureign sinni við Fulham þar sem Robbie Fowler lék sinn fyrsta leik fyrir Leeds.
Meira
"ÞETTA var glæsilegur sigur," sagði Eyjólfur Sverrisson leikmaður Herthu Berlín en hann lék allan leikinn í vörn Herthu sem lagði meistaralið Bayern München, 2:1, á sunnudag á Ólympíuleikvanginum í München.
Meira
* FOWLER - er fæddur 9. apríl 1975 í Toxteth-hverfinu í Liverpool. * FOWLER - var stuðningsmaður Everton sem ungur drengur. * FOWLER - lék fyrst með drengjaliði Liverpool 1986 og var samfleytt hjá félaginu í 15 ár.
Meira
FYRIR keppnistímabilið varaði Phil Jackson, þjálfari Los Angeles Lakers, við of mikilli bjartsýni á byrjun liðsins í deildarkeppninni. Svar leikmanna Los Angeles var að vinna 15 af fyrstu 16 leikjunum, sem er besta byrjunin hjá félaginu frá upphafi.
Meira
PAOLO Poggi framherji ítalska liðsins Piacenza skoraði mark fyrir lið sitt gegn Fiorentina aðeins átta sekúndum eftir að dómari leiksins hafði blásið til leiks.
Meira
MAGDEBURG og Vardar Skopje skildu jöfn, 27:27, í leik liðanna í meistaradeild Evrópu í handknattleik á laugardaginn en leikurinn fór fram í Makedóníu. Magdeburg hafði fimm marka forskot í hálfleik, 16:11, en heimamenn náðu að knýja fram jafntefli og skoruðu þeir jöfnunarmarkið einni mínútu fyrir leikslok. Þetta var fyrsta stig Vardar í riðlinum en Magdeburg hefur hlotið fjögur stig.
Meira
SNÖR handtök læknis þýska handknattleiksliðsins Kiel björguðu lífi sænska handknattleiksmannsins Johans Petterssons er hann og Jan Stankiewicz, markvörður Gummersbach, hlupu saman í kappleik liðanna sl. föstudag.
Meira
"EF það er einhver leikmaður sem þarf ekki að auka styrk sinn með hjálp ólöglegra lyfja, þá er það Jaap Stam. Við lékum saman í Hollandi þegar ég var hjá PSV. Hann er knattspyrnumaður sem hefur alltaf verið líkamlega sterkur og ég efast um að nokkur leikmaður sé sterkari. Hann þurfti ekkert að bæta við sig styrk, þvert á móti.
Meira
GRINDAVÍK varð Kjörísbikarmeistari kvenna í körfuknattleik með því að vinna Keflavík með 24 stiga mun, 82:58. Sólveig Helga Gunnarsdóttir átti einn sinn besta leik á ferlinum með Grindavík - skoraði 34 stig og tók 12 fráköst.
Meira
"ÉG var gríðarlega vel stemmd fyrir þennan leik en samt örlaði á stressi," sagði fyrirliði Grindavíkur, Sigíður Anna Ólafsdóttir, eftir að hafa tekið við Kjörísbikarnum í Hveragerði á sunnudaginn. "Keflavík er með mjög gott lið en við töpuðum fyrir þeim með 25 stiga mun þegar við áttumst við í deildinni á dögunum. Leikurinn í dag var alger andstæða þess leiks. Varnarleikurinn var mun betri hjá okkur í þessum leik en í þeim síðasta, " sagði Sigríður.
Meira
TOTTENHAM komst í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld með því að sigra Bolton, 3:2, á White Hart Lane í London. Guðni Bergsson lék allan leikinn með Bolton gegn sínu gamla félagi.
Meira
FYRIR sex árum síðan var framleiðendum fæðubótaefna í Bandaríkjunum leyft að framleiða og selja vörur sem innihalda "forstig" að nandrolone hormóninu og heita efnin 19-norandrostenedione og 19-norandrostenediol.
Meira
DICK Pound, talsmaður Alþjóðlega lyfjaeftirlitsins, WADA, sagði á sunnudag að í bígerð væri samstarfssamningur við Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA.
Meira
Þýskaland 1860 München - Energie Cottbus 1:0 Martin Max 71. - 18.600. Stuttgart - Mönchengladbach 1:1 Timo Wenzel 48. - Marco Küntzel 90.- 25.000. Nürnberg - Schalke 0:3 Tomasz Hajto 61. (víti), Ebbe Sand 90., 90. - 40.000.
Meira
Bómullarsængurföt amerísk sem fást hjá Lystadún-Marco. Það er ekki ónotalegt að smeygja sér upp í þetta rúm. Settinu fylgja pífa, lök, teppi, púðar, koddar og...
Meira
Kópavogur - Fasteignasalan Húsið er með í einkasölu einbýlishúsið Dimmuhvarf 11. Það var byggt 1998 og er steinhús, alls 137,1 ferm. Byggingaréttur fylgir eigninni að bílskúr og sex hesta hesthúsi.
Meira
Í Eyjafjarðarsveit má fá byggingarlóðir við flestra hæfi. Magnús Sigurðsson kynnti sér uppbygginguna í Eyjafjarðarsveit og ræddi við Bjarna Kristjánsson sveitarstjóra.
Meira
Fasteignasalan Hreiðrið ehf. og Skipamiðlun Þuríðar Halldórsdóttur hdl. hafa verið sameinuð í eitt fyrirtæki. Nýja fyrirtækið heitir Híbýli og skip og tekur við rekstri áðurgreindra fyrirtækja. Engar megináherslubreytingar verða við sameininguna.
Meira
Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Fold er nú til sölu gott atvinnuhúsnæði í byggingu við Fiskislóð 10. Húsið er á tveimur hæðum alls 1.200 ferm að stærð en lóðin 2.500 ferm. Alls er gert ráð fyrir 20-30 bílastæðum á lóðinni.
Meira
Seale-rúm og Crown Jessel dýna. Seale er stærsti framleiðandi á amerískum heilsudýnum. Eikargafl Doriel, amerískur. Mikil tíska að hafa ljós í gaflinum á rúmum núna. Fæst í...
Meira
ÞEGAR vetrar skiptir lýsing í húsum og görðum miklu máli enda myrkrið mikið og þá getur góð lýsing bætt mikið úr. En gera Íslendingar nægilega mikið af því að hagnýta sér lýsingu í þessu skyni?
Meira
Fyrirtækið Þorgeir og Helgi hf. á Akranesi hóf fyrr á þessu ári starfrækslu húseiningaverksmiðju og hefur nú þegar framleitt um þrjá tugi húsa, sem reist hafa verið á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi og víðsvegar um land undir nafninu Smell-inn.
Meira
Á Hrafnagilssvæðinu, rétt hjá Hrafnagilsskóla og öðrum þjónustustofnunum í Eyjafjarðarsveit, hefur Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars hf. á Akureyri verið úthlutað byggingarreit fyrir íbúðir, sem eru 3-5 herbergja með bílskúr.
Meira
Hafnarfjörður - Fasteignastofan er nú með í einkasölu pallbyggt einbýlishús að Klukkubergi 7, efst í Setbergslandi. Húsið er steinhús, byggt 1993 og er á þremur pöllum. Það er 213,6 ferm. með innbyggðum 48 ferm. bílskúr.
Meira
NÝ íbúðarhverfi á höfuðborgarsvæðinu eru meginviðfangsefni nýjasta tölublaðs tímaritisins Arkitektúr, verktækni og skipulag. Fjölbreytt efni er í blaðinu að vanda.
Meira
Reykjavík - Fasteign.is er nú með í sölu neðri sérhæð, þ.e. miðhæð, á Reynimel 24. Þetta er steinhús byggt 1946 og er íbúðin 120 ferm. ásamt 22 ferm. bílskúr. "Þetta er óumdeilanlega á besta stað við Reynimelinn, alveg austast," sagði Ólafur B.
Meira
Allir geta sent inn fyrirspurnir til blaðsins. Sendið fyrirspurn með tölvupósti á afgreidsla@eignaumsjon.is eða á faxi, 585-4801. Skilyrði er að geta nafns fyrirspyrjanda og heimilisfangs þó að það komi ekki fram í blaðinu. Nánari upplýsingar má finna á vefnum www.eignaumsjon.is.
Meira
H JÁ versluninni Lystadún-Marco starfar maður sem heitir Halldór Snæland og hefur um áratuga skeið sérhæft sig í framleiðslu og úrvinnslu á svampi og svampefnum. "Þetta byrjaði þannig að Pétur Snæland hf.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.