KONA nokkur í Ósló, sem talin er hafa hent almennum úrgangi í gám sem einungis var ætlaður fyrir úrgangspappír, var boðuð til yfirheyrslu til lögreglunnar. Málið hefur nú verið að velkjast í kerfinu í rúmt ár, að því er Aftenposten greinir frá.
Meira
GÖMUL kona í Nice í Frakklandi skoðar evrumynt undir stækkunargleri í gær, eftir að hún hafði keypt svokallað "byrjendasett" af myntinni á aðalpósthúsinu í borginni.
Meira
HAZRAT Ali, einn af yfirmönnum afgönsku hermannanna sem þjarma nú að liðsmönnum al-Qaeda í hellum og jarðgöngum fjallahéraðsins Tora Bora í austurhluta landsins, sagði í gær að stutt væri í endalokin.
Meira
ÍSRAELSKAR hersveitir réðust inn í fjóra palestínska bæi á Vesturbakkanum í gærmorgun, felldu þar sex Palestínumenn í skotbardögum, og handtóku tugi grunaðra vígamanna í umfangsmestu hernaðaraðgerðum Ísraela í þá 15 mánuði sem liðnir eru síðan átök...
Meira
Í NÝRRI könnun sem Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga vann í samvinnu við Hollustuvernd ríkisins kemur fram að merkingar á 27% af úðabrúsum sem skoðaðir voru reyndust ekki vera með fullnægjandi merkingar.
Meira
FARÞEGARÚTA sem flutti pílagríma frá Mekka fór út af þjóðveginum suður af hafnarbænum Aqaba í Jórdaníu í gær með þeim afleiðinum að 52 manns létust.
Meira
AÐALFUNDUR Íslensk-ameríska félagsins var haldinn þriðjudaginn 11. desember 2001 og voru þá kjörin í stjórn: Einar Benediktsson formaður og meðstjórnendur Þórður S. Óskarsson, Sigurjón Ásbjörnsson, Árni S. Sigurðsson, Kristín Jónsdóttir, Gunnar S.
Meira
AKUREYRARKIRKJA: Messa með léttri tónlist kl. 11 á morgun, sunnudag. Sr. Svavar A. Jónsson. Unglingakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar. Sunnudagaskóli kl. 11, fyrst í kirkju en síðan í Safnaðarheimili.
Meira
Aldrei var talin ástæða til að rannsaka framkvæmd húsleitar, þar sem húsráðandi svipti sig lífi, með vísan til þess að grunur léki á að lögreglan hefði gerst sek um refsivert brot. Egill Ólafsson rekur hvernig embætti lögreglunnar í Reykjavík, ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara hafa haldið á þessu máli.
Meira
ALÞINGI er komið í jólaleyfi en þingfundum var í gær frestað til 22. janúar. Las Davíð Oddsson forsætisráðherra forsetabréf þess efnis um kl. 16.
Meira
FYRIR skömmu efndi Anna Svanhildur Björnsdóttir til útgáfuhátíðar í Safnahúsinu á Húsavík. Þar kynnti Anna Svanhildur ljóðabók sína, Meðan sól er enn á lofti. Á hátíðinni var m.
Meira
TVEIR rússneskir menn voru staddir hér á landi á dögunum, en þeir hafa undanfarna mánuði ferðast um heiminn í þeim tilgangi að safna upplýsingum um ásetningssamfélög.
Meira
ÁLFTAGERÐISBRÆÐUR syngja á jólatónleikum á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi í dag, laugardaginn 15. desember, kl. 14, og kynna jafnframt nýja hljómdiskinn "Álftirnar kvaka".
Meira
ÁTTA styrkjum var í gær úthlutað úr Minningarsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar. Tilgangur sjóðsins er að styrkja rannsóknir í læknisfræði, einkum á sviði heila- og taugasjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma, augnsjúkdóma og öldrunarsjúkdóma.
Meira
TVÖ stórblöð í Bandaríkjunum, The Washington Post og Wall Street Journal , fögnuðu í gær þeirri ákvörðun George W. Bush forseta að rifta svonefndum ABM-sáttmála frá 1972 um takmörkun eldflaugavarna.
Meira
UPPI eru hugmyndir um að koma á fót stærsta vindorkufyrirtæki til þessa á eyjunni Lewis á Suðureyjum, sem eru vestur af strönd Skotlands að því er greint var frá á netfréttasíðu BBC á fimmtudag.
Meira
SKIPULAGS- og bygginganefnd Reykjavíkur hefur samþykkt að nýtt deiliskipulag Grófarinnar í miðborg Reykjavíkur verði auglýst. Gert er ráð fyrir að nýbyggingar rísi á öllum þeim hluta skipulagsreitsins sem snýr að Tryggvagötunni.
Meira
DAGAR myrkursins voru haldnir hátíðlegir öðru sinni á Austurlandi dagana 22.-25. nóvember og voru skemmtanir víða um fjórðunginn af því tilefni. Myrkrið var hyllt með blysför, stjörnuskoðun, kvöldvökum, draugasögum, tónleikum og mörgu fleira.
Meira
RÍKISSTJÓRNIR er styðja hernað Bandaríkjamanna í Afganistan sögðu í gær, að myndbandið er sýnir Osama bin Laden hreykja sér af hermdarverkunum 11.
Meira
EF verðlagshækkanir á næstu mánuðum verða meiri en sem nemur rauða strikinu í vísitölu neysluverðs, sem samkomulag náðist um á milli ASÍ og Samtaka atvinnulífsins, munu stjórnir og trúnaðarmannaráð einstakra stéttarfélaga taka ákvarðanir um hvort...
Meira
ENGAR deilur eru um það innan ríkisstjórnarinnar hvað verði um Þjóðhagsstofnun. Þetta kom fram í máli Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á Alþingi í gær.
Meira
LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur veitt Búri ehf. leyfi til að flytja inn 10.000 rjúpur frá Grænlandi, að því tilskildu að með fylgi umbeðin vottorð, en enga rjúpu er að fá á Grænlandi og er Búr að kanna innflutning á rjúpu frá Noregi fyrir jólin. Guðmundur B.
Meira
LEIT heldur áfram í dag að skipverjunum sem saknað er af Svanborgu SH sem strandaði við Öndverðarnes þann 7. desember sl. Jafnframt verður leitað að skipverjanum sem saknað er af Ófeigi VE sem fórst undan Vík í Mýrdal aðfaranótt 5. desember.
Meira
JÓL og áramót eru helsti fjáröflunartími Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík. Hús Flugbjörgunarsveitarinnar er við Flugvallarveg, götuna sem liggur að hótel Loftleiðum, en þar er nú rekin jólatrjáasala og um áramótin verður þar flugeldamarkaður.
Meira
FERÐAFÉLAG Íslands gengst fyrir gönguferð á Kerhólakamb á Esju sunnudaginn 16. desember. Þetta er árviss vetrarsólstöðuferð hjá félaginu. Lagt verður upp frá Esjubergi og má gera ráð fyrir að gangan taki um fjórar klst.
Meira
ÞAÐ gæti heitið Hjá Omari, eða Höllin við rætur fjallsins. En þetta víðfeðma, bleika skrímsli sem var heimili múllans Mohammeds Omars, leiðtoga talibana í Afganistan, er orðið sá staður í Kandahar sem ferðamenn vilja helst fá að sjá.
Meira
STJÓRNIR Hitaveitu Suðurnesja og Bæjarveitna Vestmannaeyja munu halda áfram samningaviðræðum um sameiningu þótt Selfossveitur hafi dregið sig út úr sameiningarviðræðnunum.
Meira
HIÐ árlega jólaball Félags áhugafólks um Downs-heilkenni verður haldið sunnudaginn 16. desember kl. 17-19 í húsi iðnaðarins við Hallveigarstíg. Jólastuðsveitin "Snillingarnir" heldur uppi fjöri.
Meira
JÓLAFUNDUR Aglow, kristilegra samtaka kvenna verður á mánudagskvöld, 17. desember, kl. 20 í félagsmiðstöðinni í Víðilundi 22 á Akureyri. Sólveig Traustadóttir frá landsstjórn Aglow flytur ræðu kvöldsins.
Meira
TÓNLISTARSKÓLI Ísafjarðar stendur fyrir jólaskemmtun í staðinn fyrir hina hefðbundnu jólatónleika nemenda. Nemendur og kennarar flytja tónlist auk hins hefðbunda jólafagnaðar. Jólaball verður í Hömrum kl. 16.
Meira
ÁRLEGIR Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju verða í kirkjunni annaðkvöld, sunnudagskvöldið 16. desember, kl. 20.30. Á efnisskránni er aðventu- og jólatónlist. Einsöngvari er Þórhildur Örvarsdóttir, sópran. Sveinn Arnar Sæmundsson leikur á orgel.
Meira
KAFFITÁR hefur verið opnað í versluninni Galleríi Sautján á Laugavegi 91. Nýjustu uppskerur af gæðakaffi (specialty coffee) frá Mið- og Suður-Ameríku, Afríku og Indónesíu er hægt að fá þar malað eða ómalað.
Meira
STERKIR söngtónar bárust blaðamanni og ljósmyndara þegar þeir nálguðust heimili Sigurðar Demetz Franzsonar söngkennara í Reykjavík síðdegis í gær.
Meira
FJÖLSKIPAÐUR dómur Héraðsdóms Reykjavíkur dæmdi í gær 25 ára karlmann í 12 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum; önnur er fædd árið 1986 en hin árið 1993.
Meira
Röng mynd Þau leiðu mistök urðu í Morgunblaðinu í gær, að með grein Jóhanns Helgasonar, jarðfræðings, sem bar fyrirsögnina "Brautarteinar frá Sveifluhálsi til Straumsvíkur" á bls. 54, birtist röng mynd, af alnafna hans, sem er nýlátinn.
Meira
KONAN sem lést eftir fall í stiga í verslun í Keflavík á laugardag hét Elínbjörg Ormsdóttir. Hún var 72 ára gömul, fædd þann 29. maí 1929. Hún lætur eftir sig eiginmann og uppkomna...
Meira
LYFJAEITRANIR og sjálfsvíg voru samanlagt algengustu ástæður skyndidauða utan spítala næst á eftir hjartasjúkdómum í þeim tilvikum sem áhöfn neyðarbíls var kölluð til.
Meira
ÞAÐ er ekki laust við að galsi hafi á stundum hlaupið í þingmenn á löngum og ströngum þingfundum þessarar viku enda farið að styttast verulega í langþráð jólaleyfi.
Meira
LANDSVIRKJUN hefur ákveðið að veita afslátt á verði til þeirra rafveitna sem eru í beinum viðskiptum við fyrirtækið enda hefur vatnsbúskapur gengið vel í vetur. Í fréttatilkynningu kemur fram að verðið lækkar úr tæpum 38 kr/kWh í 10 kr/kWh frá 17.
Meira
MAGNÚS Geir Þórðarson, leikhússtjóri Leikfélags Íslands, hefur farið þess á leit við stjórn þess að verða leystur frá störfum sem leikhússtjóri félagsins. Hefur stjórnin orðið við þeirri beiðni.
Meira
LIÐLEGA 43% foreldra barna á leikskólum í Reykjanesbæ kjósa að hafa leikskólana opna á sumrin. Næststærsti hópurinn, tæplega þriðjungur, er samþykkur 4-5 vikna lokun yfir sumarið, eins og nú er.
Meira
ÍSTAK hf. mun byggja sýningarskála Saltfiskseturs Íslands í Grindavík. Samningur þess efnis var undirritaður í gær. Bygging skálans mun kosta rúmar 100 milljónir. Jafnframt voru kynnt drög að saltfisksýningu í húsinu.
Meira
JÓLAVERSLUN er ívið minni fyrir þessi jól en jólin í fyrra að mati margra kaupmanna á höfuðborgarsvæðinu sem Morgunblaðið hafði samband við í gær.
Meira
VERSLUN L'Occitane, var opnuð nýlega að Laugavegi 76, gegnt Landsbankanum. Verslunin er með franskar vörur frá L'Occitane á boðstólum. Boðið er uppá úrval náttúrulegra bað- og snyrtivara ásamt híbýlailmi. Eigandi verslunarinnar er Rafkóp-Samvirki.
Meira
RÍKISSTJÓRN Indlands greindi frá því í gær að sannað væri að pakistönsku hryðjuverkasamtökin, Laskhar-e-Tayyaba, hafi átt þátt í tilræðinu við indverska þingið í Nýju Delhi á fimmtudag þar sem tólf manns féllu.
Meira
HANN hlustaði á myndbandið aftur og aftur. Stundum lét hann hægja á því, reyndi að einangra raddirnar, velti fyrir sér hverju orði og gerði sitt besta til að láta ekki hóstakjöltur, hvísl og þungan andardrátt í bakgrunninum trufla sig.
Meira
ÁSGERÐUR Halldórsdóttir, sem er í öðru sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor, vill að væntanlegur leiðtogi á Seltjarnarnesi leiði skipulagsferlið á Hrólfsskálamel.
Meira
FRUMVARP ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir í ríkisfjármálum varð að lögum á Alþingi í gær en það gerði ráð fyrir aðgerðum sem ætlað er að afla ríkissjóði tekna upp á um einn milljarð króna.
Meira
Sagt hefur verið að Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hafi gert fréttamannafundina í Washington skemmtilega á ný. Og sjónvarpsáhorfendur flykkjast að skjánum til að fylgjast með. Ekki virðist nokkur vafi á, að Rumsfeld nýtur sín í því hlutverki sem hann gegnir nú.
Meira
RÍKISSAKSÓKNARI tók ekki afstöðu til þess hvort Jakob Ásmundsson, sem ákærður var fyrir innflutning á e-töflum, ætti að njóta góðs af því að hafa greint frá þætti annarra í málinu þrátt fyrir að dómari hefði sérstaklega leitað eftir því við sækjandann.
Meira
BANDARÍKJAHER hefur sent sérsveitir á hellasvæðið í Tora Bora í austurhluta Afganistans til að aðstoða afganska herflokka við að vega eða handtaka Osama bin Laden og aðra leiðtoga hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, að sögn embættismanna bandaríska...
Meira
ÆTLA mætti að sjóslys hefði orðið á Viðeyjarsundi í gær ef marka mátti viðbúnað Landhelgisgæslunnar, en sem betur fer var þó einungis um vikulega æfingu að ræða á vegum Slysavarnaskóla sjómanna.
Meira
ÍSLANDSPÓSTUR vill minna landsmenn á að síðasti skiladagur til þess að póstleggja jólapakkana innanlands er mánudagurinn 17. desember svo að þeir komi til viðtakanda fyrir jól.
Meira
TÆPLEGA 5 milljóna króna greiðsluafgangur verður hjá Vatnsleysustrandarhreppi á næsta ári, samkvæmt fjárhagsáætlun sem hreppsnefndin hefur samþykkt.
Meira
VINNUMÁLASTOFNUN spáir vaxandi atvinnuleysi í desember, telur að það geti orðið á bilinu 1,7-2%. Atvinnuleysi í nóvember var hins vegar 1,5%. Í desember 2000 var atvinnuleysi 1,3%. Atvinnuleysisdagar í nóvember sl., sem voru skráðir u.þ.b. 47.
Meira
VEÐURSTOFA Íslands spáir áfram suðlægum áttum og hlýindum um nánast allt land næstu daga. Á þriðjudag og miðvikudag er fyrst búist við að snúist til norðanáttar með kólnandi veðri.
Meira
STJÓRN Landssíma Íslands hf. samþykkti á fundi sínum í gær að Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri félagsins, yrði leystur undan starfsskyldum sínum. Friðriki Pálssyni, stjórnarformanni félagsins, var falið að ganga frá starfslokum Þórarins.
Meira
CUVILLIÉS-strengjakvartettinn hélt tónleika í Egilsstaðakirkju á dögunum. Kvartettinn er skipaður Florian Sonnleitner, konsertmeistara Útvarpshljómsveitarinnar í München á 1. fiðlu, Aldo Volpini 2.
Meira
BEDCO & Mathiesen styðja og styrkja verndaða vinnustaðinn Ásgarð þar sem mikið tjón vegna bruna varð í byrjun desember sl. Í stað þess að senda út hefðbundnar jólakveðjur mun Bedco & Mathiesen láta andvirði þeirra renna til Ásgarðs handverstæðis.
Meira
EINN af foringjum afgönsku hersveitanna í austurhluta Afganistans fullyrti í gær að menn sínir hefðu umkringt helli sem talið væri að Osama bin Laden kynni að leynast í.
Meira
TÍSKUSÝNINGAR verða haldnar í dag, laugardag, kl. 17 og 18 í versluninni nr. 21a á Skólavörðustíg. Fatnaðurinn sem sýndur verður er eftir fatahönnuðinn Guðrúnu K. Sveinbjörnsdóttur sem hannar undir merkinu GuSt-reykjavik Design.
Meira
Viðmælendur á fjármálamarkaði og sérfræðingar í efnahagsmálum fagna samkomulagi aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Með því sé dregið úr óvissu um framvindu efnahagsmála. Hafa þeir trú á að verðbólgumarkmið í vor muni nást - en ekkert megi þó út af bregða. Ómar Friðriksson leitaði álits á samkomulaginu og áhrifum þess.
Meira
KRAKKAR á öllum aldri hafa í gegnum tíðina heillast af ljósadýrðinni sem einkennir aðventuna og jólahátíðina enda ekki að ástæðulausu að jólin hafa verið nefnd hátíð ljóssins.
Meira
TOYOTA Camry og Honda Accord voru enn vinsælustu bílarnir meðal bílaþjófa í Bandaríkjunum á síðasta ári, þegar bílaþjófnuðum fjölgaði þar í landi í fyrsta sinn í áratug, að því er bandarísk tryggingaeftirlitsstofnun greindi frá.
Meira
Á FRAMHALDSAÐALFUNDI Verkalýðsfélags Akraness á fimmtudagskvöld var samþykkt vantraust á meirihluta stjórnar verkalýðsfélagsins. Einnig var samþykkt að senda bókhald félagsins í opinbera rannsókn til ríkissaksóknara.
Meira
MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi yfirlýsing frá Friðriki Pálssyni, stjórnarformanni Landssíma Íslands hf.: "Málflutningur Þórarins V. Þórarinssonar veldur mér miklum vonbrigðum og undrun.
Meira
Jóhann Óli Hilmarsson er fæddur í Reykjavík árið 1954, en er nú búsettur á Stokkseyri. Hann hefur starfað um árabil sem sjálfstæður fuglafræðingur og fuglaljósmyndari og hefur m.a. ritað og myndskreytt bókina Íslenskur fuglavísir. Eftir hann liggur aragrúi af greinum, skýrslum, fréttum, myndskreytingum og fleira, jafnt í innlendum sem erlendum miðlum. Hann hefur verið formaður Fuglaverndarfélagsins frá árinu 1998, setið í stjórn þess frá 1987 og verið félagi þar síðan 1971.
Meira
ÞINGMENN Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, þau Jón Bjarnason, Árni Steinar Jóhannsson, Kolbrún Halldórsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon, verða á ferð um Skagafjörð og Siglufjörð mánudaginn 17. og þriðjudaginn 18. desember.
Meira
STARFSFÓLK bæklunardeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fagnaði í vikunni þeim áfanga að gerðar höfðu verið 150 gerviliðaaðgerðir á árinu, en þær hafa aldrei verið fleiri. Á liðnu ári voru þær 120 alls.
Meira
ÞRÍR af sex hjartaþegum sem hlutu AbioCor-gervihjarta eru nú látnir. Maðurinn sem síðast lést var á áttræðisaldri, sá fjórði í röðinni sem lét græða í sig AbioCor-gervihjartað, en hjartapumpan, sem er unnin úr títaníum og plasti, er sjálfvirk.
Meira
DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur skipað þrjá nýja sýslumenn. Taka skipanir þeirra gildi um næstu áramót. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Ísafirði, hefur verið skipaður sýslumaður á Selfossi.
Meira
Samkomulag Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins og yfirlýsing ríkisstjórnarinnar í tengslum við það varða veginn til aukins stöðugleika á vinnumarkaði og í efnahagslífinu og varðveizlu þess árangurs, sem náðst hefur á undanförnum árum við að bæta...
Meira
AÐVENTUSÖNGVAR verða í Hjallakirkju á sunnudag kl. 20.30. Fyrirmynd aðventusöngvanna er sótt til Englands og skiptast á ritningarlestrar og söngur. Ritningarlestrarnir eru sóttir í spádómsrit Gamla testamentisins og í guðspjöll Nýja testamentisins.
Meira
Hvað hefur Vigdís Finnbogadóttir haft fyrir stafni síðan hún lét af embætti forseta Íslands? Um það er fjallað í kvikmyndinni Ljós heimsins sem frumsýnd er í dag. Skapti Hallgrímsson hitti Vigdísi, sem sagðist hafa fengið nóg af því að vera stöðugt undir smásjá þegar hún var forseti og því sé gerð heimildamyndarinnar nokkur kaldhæðni.
Meira
Broadway Jólahlaðborð, Stones-sýning og dansleikur með Stjórninni. Búðarklettur, Borgarnesi Sjálft Þotuliðið verður á staðnum. Breiðin, Akranesi Paparnir í Papa-stuði. Café Amsterdam Boðið verður upp á Buff. Catalina, Kópavogi Grænir vinir.
Meira
Jólaálfarnir í fjallinu er myndskreytt saga fyrir yngstu börnin. Höfundur og útgefandi er Kristján Óli Hjaltason . Grunnur sögunnar er glaðningur sem jólasveinninn setur í skóinn síðustu dagana fyrir jól. Börnin eru mörg en jólasveinarnir fáir.
Meira
LEIKKONAN Cate Blanchett eignaðist son á dögunum á spítala í London en sá stutti er fyrsta barn leikkonunnar. Blanchett og eiginmaður hennar, Andrew Upton, hafa þegar gefið erfingjanum nafnið Dashiell John. Móður og barni heilsast að sögn vel.
Meira
Fyrir austan mána og vestan sól. Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Björk Jónsdóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir, Signý Sæmundsdóttir. Útsetningar: Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Hljóðupptaka: Sveinn Kjartansson. Útgefandi: 4Klassískar.
Meira
STEFNT er að því að stofna formlega Íslendingafélag í Ottawa í Kanada fljótlega eftir áramót en óformlegi félagsskapurinn Vinir Íslands hefur verið til í þrjú ár.
Meira
KARLAKÓR Reykjavíkur heldur þrenna jólatónleika í Hallgrímskirkju undir nafninu Betlehemsstjarnan. Tvennir tónleikar verða í dag, kl. 17 og kl. 21.30, og einir á morgun, kl. 20.
Meira
Sveitatónlistin hefur fengið uppreisn æru að undanförnu, og þykir nú meira að segja nokkuð svöl. "Fólk í fréttum" ræddi við Ragnar Kjartansson og Ólaf Jónsson, meðlimi hinnar tregafullu sveitar The Funerals, en frumburður hennar, platan Pathetic Me, var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna á dögunum.
Meira
Tveir ungir kennarar fengu þá hugmynd fyrir tveimur árum að búa til spil byggt á þáttunum Gettu betur, sem hafa verið á dagskrá Rásar 2 og Ríkissjónvarpsins í mörg ár.
Meira
Immanúel oss í nátt inniheldur kunna jólasöngva, sálma og mótettur í flutningi Dómkórsins. Meðal stærri kórverka sem kórinn syngur er Hugleikur um jólakvæði (Fantasia on Christmas Carols) eftir R. Vaughan Williams í þýðingu Heimis Pálssonar.
Meira
Jóhann Friðgeir Valdimarsson syngur sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns, Jón Ásgeirsson, Eyþór Stefánsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Inga T. Lárusson; ítölsk sönglög eftir Tosti, Donaudy, Cilea og Cardillo og aríur eftir Leoncavallo og Puccini. Ólafur Vignir Albertsson leikur með á píanó. Útgefandi er Ómi.
Meira
The Winnipeg Falcons, vestur-íslenska íshokkíliðið sem fyrst varð Ólympíumeistari, Íþrótta- og ólympíusamband Íslands og alþjóðlegt íshokkímót í Kanada tengjast í fyrsta sinn á næstu dögum. Steinþór Guðbjartsson kannaði málið.
Meira
MARTA Lovísa Noregsprinsessa hefur opinberað trúlofun sína en sá heittelskaði heitir Ari Behn og er rithöfundur. Brúðkaupsdagurinn var opinberaður á fimmtudaginn en brúðkaupið mun fara fram 24. maí á næsta ári í Dómkirkjunni í Niðarósi í Þrándheimi.
Meira
SÍÐASTLIÐIN föstudag var ný og vönduð innigolfaðstaða tekin í notkun í Sportvangi, Tennishöllinni í Kópavogi. Aðstaða til að æfa lengri högg er góð en einnig er 200 fermetra flöt með 18 holum.
Meira
Lykilorðin eru eftir útvarpsmanninn Leif Hauksson. Í bókinni er að finna skýringar á yfir 1000 helstu orðum og hugtökum úr fjölmiðlum og umræðu líðandi stundar og eru þau sett í almennt samhengi.
Meira
HÖFUNDUM teiknimyndanna um smástrákana í South Park er fátt heilagt og í næstu þáttaröð um óknyttastrákana Kenny, Cartman, Stan og Kyle verður Osama bin Laden líflátinn.
Meira
STAÐHÆFINGIN að ofan er komin frá hinum kunna poppfræðingi Árna Matthíassyni, en hann er einn af fjölmörgum sem eiga innslag í heimildarmyndinni Ham - Lifandi dauðir sem frumsýnd var á fimmtudagskvöld.
Meira
ALDA Ingibergsdóttir, sópran, Hlöðver Sigurðsson, tenór, og Antonía Hevesí, píanó, halda tónleika í Glerárkirkju, Akureyri, á mánudagskvöld kl. 20:30 og í Siglufjarðarkirkju miðvikudaginn 19. desember kl. 20:30. Á dagskrá eru sex dúettar eftir Björgvin...
Meira
Álftagerðisbræður. Píanó: Stefán R. Gíslason, Daníel Þorsteinsson. Bassi: Jón Rafnsson, Jón Sigurðsson. Harmonikka: Grettir Björnsson. Gítar: Gunnar Þórðarson. Hljómborð, harmonikka, mandolín, harpa og gítar: Sigurður Rúnar Jónsson. Slagverk: Sigfús Ó.
Meira
MARKÚS Örn Antonsson, formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga, sagði á aðalfundi félagsins fyrir skömmu að tengslin við þjóðræknisfélögin vestanhafs hefðu verið efld með margvíslegum hætti á nýliðnu starfsári.
Meira
Margt er sér til gamans gert nefnist plata með söng Unglingakórs Selfosskirkju . Á plötunni flytur kórinn 19 lög eftir ýmsa höfunda. Tónverkin koma frá ýmsum álfum og löndum.
Meira
LEIKKONAN Winona Ryder var handtekin fyrir búðarhnupl. Ryder var gripin af öryggisvörðum tískuverslunarinnar Saks Fifth Avenue í Beverly Hills með mikið af fötum og fylgihlutum innanklæða, að verðmæti tæplega 150 þúsund krónur.
Meira
Ég og fleiri erum þeirrar skoðunar, segir Arinbjörn Vilhjálmsson, að það þurfi að reisa sérhannaða byggingu yfir fornleifarnar sem falli vel inn í byggðina án þess að endurskapa eldra útlit.
Meira
NÚ er sá tími kominn, að okkar heittelskuðu jólasveinar fara að tínast til byggða, og var sá fyrsti sagður hafa komið aðfaranótt miðvikudagsins 12. des.
Meira
ÍSLENDINGAR allt frá dögum Ara fróða vilja hafa það í hávegum sem sannast reynist. Kveikjan að þessari bréfsnuddu er sú að hinn 12. síðasta mánaðar varð slys við vegagerðina á veginum milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur.
Meira
Kjaramál 1913-2013? ÉG er að hugleiða gerð kjarasamninga varðandi kaffitíma á vinnustöðum í nútímasamfélagi. Árið 1913 voru gerðir kjarasamningar við verkamenn hjá Dagsbrún. Þar var vinnudagurinn í dagvinnu frá 6 til 18, eða 12 stunda vinna.
Meira
Rök hafa verið færð fyrir því, segir Svanfríður Jónasdóttir, að kostnaður vegna ýmiskonar þjónustu við útveginn og stjórn fiskveiða sé a.m.k. um fjórir milljarðar.
Meira
SATHYA Sai Baba fæddist 23. nóvember 1926 í litlu þorpi á Suður-Indlandi sem heitir Puttaparthi. Strax við fæðingu hans fóru að gerast undarlegir hlutir eins og að hljóðfæri á heimili foreldra hans tóku að spila af sjálfsdáðum.
Meira
ÞAÐ er staðreynd að í hörðum heimi er hverri þjóð nauðsyn að hafa sem sterkastar landvarnir. Þannig hefur það verið og þannig mun það verða. Við Íslendingar höfum gegnum aldirnar orðið fyrir því að erlendir sæfarendur hafa farið hér rænandi og ruplandi.
Meira
Aðalbjörg Þorvaldsdóttir fæddist 1. október 1916 á Völlum í Þistilfirði í Norður-Þingeyjarsýslu. Hún andaðist á Sjúkrahúsinu á Húsavík 9. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Einarsstaðakirkju í Reykjadal 19. maí.
MeiraKaupa minningabók
Faðir minn Einar Guttormsson fæddist á Arnheiðarstöðum í Fljótsdal, elsta barn foreldra sinna Guttorms Einarssonar bónda og konu hans Oddbjargar Sigfúsdóttur. Alsystkini hans voru Guðlaugur, Sigfús og Bergljót.
MeiraKaupa minningabók
Erlendur Konráðsson fæddist á Geirbjarnarstöðum í Köldukinn í S-Þing. 22. maí 1916. Hann lést 5. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Konráð Erlendsson kennari á Laugum í Þingeyjarsýslu, f. 11. jan. 1885, d. 2.
MeiraKaupa minningabók
Ingibjörg Bjarnadóttir fæddist á Breiðabólstað í Vatnsdal 8. júní 1923. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Blönduóss 19. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Blönduóskirkju 1. desember.
MeiraKaupa minningabók
Jón Þórisson fæddist í Álftagerði í Mývatnssveit 22. september 1920. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 5. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórir Steinþórsson, f. 7. maí 1895, d. 5.
MeiraKaupa minningabók
Katrín Marta Magnúsdóttir fæddist í Steinum undir Eyjafjöllum 22. október 1918. Hún lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 5. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Magnús Tómasson, f. 28. desember 1876, d. 22.
MeiraKaupa minningabók
Sigurbjörg Marteinsdóttir fæddist á Sjónarhóli í Norðfirði 22. apríl 1924 og ólst þar upp. Hún lést 9. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Marteinn Magnússon, f. 19. apríl 1887 á Sandvíkurseli í Sandvík, d. 17.
MeiraKaupa minningabók
Sigurveig Sigtryggsdóttir fæddist í Syðri-Neslöndum 11. desember 1906. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 9. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Jóhannesdóttir, f. 2. október 1866, d. 5.
MeiraKaupa minningabók
Svava Steinsdóttir fæddist á Hrauni á Skaga 17. nóvember 1919. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 8. desember síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Steins Leó Sveinssonar hreppstjóra og bónda á Hrauni, f. 17. janúar 1886, d. 27.
MeiraKaupa minningabók
SAMKVÆMT gögnum vinnumiðlana, sem Hagstofa Íslands hefur tekið saman, voru 2.716 manns skráðir atvinnulausir í lok nóvember 2001 en 1.898 í nóvember 2000.
Meira
EKKI náðist samkomulag um skiptingu kolmunnakvóta í viðræðum strandveiðiþjóða við Norðaustur-Atlantshaf á fundi þjóðanna sem lauk í Brussel á fimmtudag.
Meira
HLUTABRÉF danska líftæknifélagsins Genmab, sem á í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu, hækkuðu verulega í verði á markaði í Kaupmannahöfn í vikunni.
Meira
REKSTUR namibíska útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæksins Seaflower hefur gengið vel á þessu ári og er áætlað að hann skili um 300-400 milljóna króna hagnaði. Seaflower er m.a. í eigu SÍF hf. og Nýsköpunarsjóðs.
Meira
GRUNUR er um íkveikju í vinnsluhúsnæði norsku fisk- og hvalkjötsvinnslunnar Olavsens Sønner AS í Lófóten í Noregi á miðvikudag en þetta er í annað sinn sem eldur kemur upp í húsnæði sem tengist hvalveiðum í Lófóten á einni viku.
Meira
SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur úrskurðað í stjórnsýslukæru Tálkna ehf. vegna ákvörðunar Fiskistofu frá 27. nóvember 2001 um að svipta Bjarma BA leyfi til veiða í atvinnuskyni í 8 vikur frá 1. desember að telja. Í úrskurðinum er ákvörðun Fiskistofu...
Meira
NOKKRIR hagfræðingar í Bandaríkjunum telja að samdrátturinn í efnahagslífinu þar í landi sé að mestu liðinn hjá, samkvæmt frétt í Wall Street Journal . Talar blaðið um að þeir hagfræðingar sem séu þessarar skoðunar séu bjartsýnir á efnahagslífið.
Meira
Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Lífeyrissjóðnum Framsýn: "Í tilefni af frétt ríkisútvarpsins kl. 8 í morgun [föstudag] um starfslok Þórarins V.
Meira
* Látum aldrei loga á ljósunum á jólatrénu yfir nótt eða þegar við erum að heiman. * Hendum gömlum jólaljósum sem eru úr sér gengin. * Notum ætíð ljósaperur af réttri gerð, stærð og styrkleika. * Gætum þess að brennanleg efni séu ekki nálægt jólaljósum.
Meira
DANÓL flytur nú inn heilar Café Noir baunir frá Merrild Kaffe A/S. "Café Noir baunirnar eru úr sérvöldum arabica kaffibaunum frá bestu kaffihéruðum heims," segir í tilkynningu frá Danól.
Meira
SÆLGÆTISGERÐIN Móna hefur hafið framleiðslu á "íslenskum myndlistarmolum" segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Um er að ræða konfektkassa í listrænum umbúðum en kassarnir eru prýddir listaverkum eftir þjóðkunna íslenska myndlistarmenn.
Meira
80 ÁRA afmæli. Mánudaginn 17. desember verður áttræð Sigríður Sigurðardóttir, Lindargötu 57, Reykjavík. Sigríður og fjölskylda hennar taka á móti gestum á veitingastaðnum A. Hansen, Hafnarfirði, sunnudaginn 16. desember frá kl....
Meira
Rannsakendur við háskólann í Leiden í Hollandi könnuðu aðstæður fólks 85 ára og eldra. Athugað var hvernig fólkið væri á sig komið líkamlega, félagslega, vitsmunalega og hvernig því liði sálarlega.
Meira
ÁRLEGT aðventukvöld Fríkirkjunnar verður haldið næstkomandi sunnudagskvöld, 16. desember, klukkan 20.30. Sunnudagurinn 16. desember er þriðji sunnudagur í aðventu en aðventan er helgur undirbúningstími jólanna.
Meira
Bridsdeild Sjálfsbjargar Mánudaginn 10. des. lauk 4ra kvölda tvímenning. Spilað var á 12 borðum. Í efstu sætum urðu eftirtaldir. NS: Ólafur Ingvarss. og Zarion Hamedi 984 Kristján Albertss. og Halldór Aðalstss. 966 Rúnar Haukss. og Þorleifur Þórarinss.
Meira
Spurning: Hversu lengi dugir kúabólusetning? Svar: "Ekki er hægt að svara þessari spurningu stuttlega eða á einfaldan hátt en hér skal reynt að gera þessu nokkur skil.
Meira
Fýkur yfir hæðir og frostkaldan mel, í fjallinu dunar, en komið er él, snjóskýin þjóta svo ótt og svo ótt. Auganu hverfur um heldimma nótt vegur á klakanum kalda.
Meira
Neskirkja. Félagsstarf aldraðra kl. 14:00. Ekið um borgina og jólaljósin og skreytingar skoðuð. Súkkulaði og vöfflur með rjóma í Kristniboðssalnum við Háaleitisbraut. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson Hvammstangakirkja. Barnamessa kl. 11.
Meira
Í dag er laugardagur 15. desember, 349. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Drottinn, Guð hersveitanna, snú oss til þín aftur, lát ásjónu þína lýsa, að vér megum frelsast.
Meira
Þyngd móður virðist skýra að miklu leyti tengslin milli fæðingarþunga barns og líkamsþyngdarstuðuls (adult body mass index) og getur þyngd móðurinnar verið stærri áhættuþáttur og segja fyrir um hvort barn hafi tilhneiginu til offitu fremur en...
Meira
En segir réttlætiskennd okkar ekki að hið hræðilega ofbeldisbrot gegn stúlkunni sé ennþá alvarlegra? Hvernig má þá vera að refsingin við því sé svona miklu vægari?
Meira
VINKONA Víkverja er allt annað en hrifin af þeirri iðju símasölufólks að hringja ótt og títt á heimili landsmanna með alls kyns gylliboð og hefur velt því mikið fyrir sér að undanförnu hvort ágangur símasölufólks hér á landi sé ef til vill séríslenskt...
Meira
Þessir duglegu drengir, Fannar Arnarson (t.v.) og Stefán Sandholt á Sauðárkróki héldu tombólu og söfnuðu 5.192 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands,...
Meira
Þessir duglegu krakkar á Sauðárkróki héldu tombólu og söfnuðu 2.444 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands, Norðurlandi. Í efri röð frá vinstri eru Fannar og Kristín og í neðri röð frá vinstri eru Steinunn, Hjalti og Halldór.
Meira
RÓBERT Julian Duranona leikur ekki handknattleik það sem eftir er af þessari leiktíð sem þýðir að hann verður ekki með íslenska landsliðinu í Evrópukeppninni í Svíþjóð í lok næsta mánaðar.
Meira
* GUÐNI Bergsson kemur inn í lið Bolton að nýju í leiknum við Charlton í dag en fyrirliðinn var látinn hvíla í deildabikarleiknum við Tottenham í vikunni vegna smávægilegra meiðsla í læri.
Meira
FH-ingar unnu kærkomið stig að Varmá í gærkvöldi þegar þeir sóttu Aftureldingu heim og víst er að þeir unnu fullkomlega fyrir því þótt lengi vel leiks væri ekki útlit fyrir annað öruggan heimasigur. Síðasta stundarfjórðunginn urðu algjör hamskipti á liði FH, það skellti í lás í vörninni og Jónas Stefánsson varði allt hvað af tók að baki hennar. Leikmenn Aftureldingar skoruðu aðeins þrjú mörk síðustu 13 mínúturnar á móti átta mörkum Hafnfirðinga, lokatölur, 25:25.
Meira
SÁ sem gerir fyrsta markið í ensku úrvalsdeildinni í dag á von á einhverjum glaðningi frá Barclaycard, aðalstyrktaraðila deildarinnar. Ástæðan er að það mark verður 10.000. markið sem gert er í úrvalsdeildinni. Thierry Henry, Arsenal og Alan Shearer, Newcastle, eru efstir hjá veðbönkum í London með 14-1, síðan kemur Ruud van Nistelrooy, Man. Utd. með 16-1 og Dennis Bergkamp, Arsenal, með 20-1.
Meira
ÍR-ingar héldur sigurgöngu sinni áfram á Íslandsmótinu í handknattleik þegar þeir lögðu Framara í vægast sagt skrautlegum leik í Austurberg, 22:20. Pirringur leikmanna og áhorfenda var með ólíkíndum og spurning hvort jólastressið hafi átt þar einhvern hlut að máli. ÍR-ingar komust með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar en sigur þeirra var sá sjötti í röð.
Meira
KOLBRÚN Ýr Kristjánsdóttir, ÍA, varð í 14. sæti í 50 m flugsundi á Evrópumeistaramótinu í 25 m laug í Antwerpen í Belgíu og tvíbætti um leið Íslandsmetið í greininni, alls um tæpa hálfa sekúndu. Greinilegt er að Kolbrún er að ná sér strik eftir talsverða lægð undanfarin misseri því auk þess að tvíbæta flugsundsmetið í gær þá jafnaði hún Íslandsmetið í 100 m baksundi í fyrradag.
Meira
* MICHAEL Owen, sóknarleikmaður Liverpool og enska landsliðsins, hefur verið útnefndur leikmaður ársins 2001 hjá knattspyrnutímaritinu World Soccer - fékk 30,7% atkvæða.
Meira
*NIKOLAJ Jacobsen leikur ekki með danska landsliðinu á EM í handknattleik í byrjun næsta árs. Hann verður væntanlega frá keppni í fimm mánuði vegna meiðsla í hné, en við uppskurð í fyrradag kom í ljós að þau voru alvarlegri en í fyrstu var talið.
Meira
FH og norska liðið Viking hafa ekki náð samkomulagi um kaup norska liðsins á framherjanum Hannesi Þ. Sigurðssyni en eins og Morgunblaðið greindi frá í vikunni fengu FH-ingar tilboð í Hannes frá Viking.
Meira
SIGURÐUR Ragnar Eyjólfsson, knattspyrnumaður, lék í gær æfingaleik með norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström gegn Skeid í knattspyrnuhöllinni Valhöll sem er í Ósló.
Meira
DAVID Beckham leikmaður Manchester United og fyrirliði enska landsliðsins er að vonum ekki sáttur við það hlutskipti sem Alex Ferguson knattspyrnustjóri liðsins hefur valið honum í þremur síðustu leikjum ensku meistaranna.
Meira
Selfyssingar unnu mikinn baráttusigur á Gróttu/KR í gærkvöldi á Selfossi en heimamenn unnu með tveggja marka mun, 29:27. Það var Þórir Ólafsson sem tryggði Selfyssingum sigurinn eftir að hafa skorað þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum, í stöðunni 28:27. Gísli Guðmundsson fylgdi síðan vel á eftir, varði lokaskot Gróttu/KR og slökkti þar með í öllum þeirra vonum. Gísli varði 17 skot í leiknum, þar af eitt víti.
Meira
At Godmund's of Glæsivellir gayety abounds: Glad the laughter sounds. The clowns and the players prance on his grounds; repression is unknown in his household.
Meira
Á ANNAÐ hundrað þýðendur tóku þátt í ljóðaþýðingarsamkeppni Lesbókar og Þýðingaseturs Háskóla Íslands. Hátt í tvö hundruð umslög bárust dómnefnd, í flestum þeirra voru eitt eða tvö þýdd ljóð en sum innihéldu þýðingar á mörgum ljóðum eða ljóðabálkum.
Meira
ÞAÐ var almennt sjónarmið Íslendinga á tímum sjálfstæðisbaráttunnar, að fjárframlag Dana til Íslendinga væri hvorki ölmusa né þróunaraðstoð, heldur miklu fremur innborgun á skuld.
Meira
ÍSLAND er eyja og hefur allt frá því á dögum þjóðernissinnaðrar sjálfstæðisbaráttu 19. aldar skilgreint sérstöðu sína, menningarlega sem aðra, með samanburði við útlönd. Upphaflega andstæðan var íslenskt - danskt, þ.e.
Meira
Rotterdam er hlið Evrópu út í veröldina, eins og menn orða það, frá 1962 státar borgin af stærstu höfn í heimi og þar hefur margur örlagaþráðurinn verið ofinn. Hafnarbakkinn hvar Hollands-Ameríkulínan hafði aðsetur geymir minningar um síðustu fótspor ótal vonglaðra hugumstórra landnema á leið til nýja heimsins. BRAGI ÁSGEIRSSON sótti þessa menningarborg Evrópu 2001 heim.
Meira
Í vikunni sem er að líða fjallaði Vísindavefurinn meðal annars um vetni sem framtíðarorkugjafa á Íslandi, hvort kettir eða hundar séu gáfaðri, hver sé hæsti aldur sem fyrirfinnst í dýraríkinu, hvers vegna rökfræði sé svona erfið og hver hafi verið hugsun George Orwells á bak við söguna Dýrabæ svo fátt eitt sé nefnt.
Meira
Í grafarþögn leið hvískur hríslandi beina Það breiddist yfir grátvotar götur Skreið inn í steinsteypta drauma glerborgar Tóngnestir mögnuðust uns rótlaus borgin brast og draumarnir molnuðu Glerbrotum rigndi af skírum himni Kyrrð Klofvega stóð bogdregið...
Meira
Í Ljóðtímaleit, nýjustu ljóðabók Sigurðar Pálssonar, er fjallað um landafræðikennslu, tóm og tíma, svo eitthvað sé nefnt, og leitað að ljómandi augnablikum. EINAR FALUR INGÓLFSSON ræddi við Sigurð um ljóðið, bækurnar og þessa skyndibitaveröld.
Meira
Ljósmyndin er fastur þáttur ýmissa lykilviðburða sem verða á lífsleiðinni, sem og skráningarmiðill sögulegra viðburða. Það var þó ekki fyrr en um miðja 19. öld að fyrstu ljósmyndirnar voru teknar hér á landi. ANNA SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR fræddist um upphafsár ljósmyndarinnar hjá Ingu Láru Baldvinsdóttur, sem nýlega gaf út bókina Ljósmyndarar á Íslandi 1845-1945.
Meira
ENDURMINNINGAR kínverska rithöfundarins Xie Bingying komu nýlega út í enskri þýðingu en þær voru upphaflega gefnar út í tveimur bindum árin 1936 og 1946.
Meira
Mótorpramminn við brúna loftið blý brotinn ísinn hreyfingarlaus. Mávur, hinn eilífi mávur, flýgur sem ætíð, augun hvesst goggurinn veit að gjöfulu vatninu.
Meira
I Í síðasta Neðanmáli var fjallað um áhrif jólabókaflóðsins á íslenska bókmenntaumfjöllun og -gagnrýni. Bent var á að sú orðahríð sem bækur lenda í rétt fyrir jólin sé illa fallin til þess að vekja lifandi umræðu um þær.
Meira
MYNDLIST Árnastofnun: Árnagarði: Handritasýning opin þri.-fös. kl. 14-16. Til 15.5. Galleri@hlemmur.is: Gjörningaklúbburinn. Til 6.1. Gallerí Reykjavík: Jónína Guðnadóttir. Til 17. des. Benedikt F. Lafleur. Til 30. des.
Meira
SMITHSONIAN-listasafninu og National Portait Gallery í Washington var lokað í fyrra vegna nauðsynlegra endurbóta á húsnæðinu. Byggingin er sú þriðja elsta í Washington, byggð 1835, og var áætlað að endurbæturnar tækju fimm ár í framkvæmd.
Meira
JÓLATÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru árlegur viðburður á jólaföstu. Það er uppselt á tónleikana í dag, en dagskráin verður fjölbreytt að vanda, og börn og unglingar meðal flytjenda.
Meira
Með sýningunni "Íslensk myndlist á 20. öld" sem verður opnuð í Listasafni Íslands í dag er brugðið upp mynd af íslenskri listasögu á öldinni í grófum dráttum. Þar gefur að líta allt frá málverkum brautryðjendanna, frumkvöðlum módernismans, til endurnýjandi verka SÚM-hreyfingarinnar og "nýja málverksins".
Meira
Öldungum er ei vært hér. Æskan ör unir við faðmlög, heyrist kvak í trjám - allt sem í brjóst er lagið feigð og fjör - fiskur í sjó og stökkfrár lax í ám, sumarlangt fagnar, fjöður, uggi, vör, fæðingu og sköpun alls sem lokar brám.
Meira
Ég stikla dagana eins og staflaus maður á jakahlaupi. Ég kasta mæðinni á klettaskerjum í köldu djúpi tímans. Og stikla síðan áfram að strönd hins ókunna...
Meira
The motor-barge is at the bridge the air lead the broken ice unmoving. A gull, the eternal gull, flies as always, eyes alert beak pointing to the life-giving water.
Meira
DAUÐI Georges Harrisons hefur mikið verið í fréttum undanfarið. Bítillinn þögli eins og hann var kallaður er nú endanlega þagnaður. Svipuð samkennd myndaðist meðal fólks og álíka sorg sveif yfir vötnum eins og þegar Díana prinsessa dó.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.