Greinar fimmtudaginn 10. janúar 2002

Forsíða

10. janúar 2002 | Forsíða | 305 orð

Bandarísk herflugvél ferst í Pakistan

BANDARÍSK herflugvél hrapaði á fjall í Pakistan í gær þegar hún var á leiðinni til herflugvallar í suðvesturhluta landsins. Að minnsta kosti sjö hermenn voru í vélinni en ekki var vitað í gærkvöldi hvort einhverjir þeirra hefðu komist lífs af. Meira
10. janúar 2002 | Forsíða | 175 orð

Hugnast ekki orðið "kjarnorka"

AUSTURRÍKISMENN eru andvígir kjarnorku, útlendingum og bandarískum lífsháttum, en kunna að meta öryggi og röð og reglu, samkvæmt niðurstöðum könnunar á því, hvaða orð þeim hugnist best og verst. Meira
10. janúar 2002 | Forsíða | 72 orð | 1 mynd

Óeirðir í Belfast

ÁTÖK blossuðu upp í gær milli ungra mótmælenda og kaþólikka nálægt kaþólskum stúlknaskóla á Ardoyne-vegi í norðurhluta Belfast. Hermt var að þrjú kaþólsk ungmenni hefðu verið flutt á sjúkrahús eftir að hafa orðið fyrir skotárás mótmælenda. Meira
10. janúar 2002 | Forsíða | 207 orð | 1 mynd

Sex menn falla í árás á herstöð í Ísrael

TVEIR félagar í íslömsku hreyfingunni Hamas réðust í gær á ísraelska herstöð nálægt Gaza-svæðinu og urðu fjórum hermönnum að bana. Árásarmennirnir féllu síðan í skotbardaga. Meira
10. janúar 2002 | Forsíða | 185 orð

Stjórnin hugar að vetnisbílum

BANDARÍKJASTJÓRN hefur lagt á hilluna átta ára og 1,5 milljarða dala áætlun um framleiðslu hásparneytinna bíla, og í staðinn ætlar hún að hvetja til þróunar bifreiða er knúnar eru vetni. Meira

Fréttir

10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 668 orð | 1 mynd

25 manns sagt upp í yfirstjórninni

FORSTJÓRI Landspítala - háskólasjúkrahúss hélt í gær nokkra fundi með starfsmönnum spítalans þar sem hann kynnti fjárhagsstöðu spítalans og aðgerðir sem grípa verður til, meðal annars uppsagnir starfsmanna. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 61 orð

Ammoníak lak úr gömlum ísskáp

SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðisins var kallað út skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt vegna stækrar ammoníakslyktar í íbúð á Dalbraut 27. Í ljós kom að ammoníak hafði lekið af kælikerfi gamals ísskáps. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 158 orð

ASÍ mun fá málefni félagsins til umfjöllunar

VILHJÁLMUR Birgisson, sem situr í aðalstjórn Verkalýðsfélags Akraness, mun senda Alþýðusambandi Íslands málefni félagsins til umfjöllunar í kjölfar þess að hann hefur engin viðbrögð fengið hjá meirihluta stjórnar félagsins við framkominni... Meira
10. janúar 2002 | Erlendar fréttir | 247 orð | 2 myndir

Atvinnuleysi vex í Þýskalandi

FJÖLDI atvinnuleysingja í Þýskalandi jókst í desember en þó ekki jafnmikið og óttast hafði verið. Meira
10. janúar 2002 | Akureyri og nágrenni | 198 orð | 1 mynd

Auðhumla vill kaupa

FULLTRÚAR aðila í mjólkuriðnaði sunnan og norðan heiða funduðu á Akureyri í gær um hugsanleg kaup á eignarhlut Kaupfélags Eyfirðinga í Norðurmjólk. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 312 orð

Auka verður útflutningsskyldu

TILSJÓNARMAÐUR með eignum Kjötumboðsins (áður Goða) hefur hafnað kröfu Bændasamtakanna um að útflutningsgjald, sem Kjötumboðið hefur ekki greitt, verði flokkað sem forgangskrafa. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

Á leið í slipp

VERIÐ var að draga þetta skip í slipp í Reykjavíkurhöfn í gær en greinilegt er að hafið en ekki landsýnin heillaði stafnbúann. Vel ætti að viðra til útiverka í dag enda spáði Veðurstofan því að stytta myndi upp vestanlands og vindur myndi ganga... Meira
10. janúar 2002 | Erlendar fréttir | 439 orð

Ávallt verið þyrnir í augum valdhafa

BARÁTTA múllans Abdelrrahuf gegn grimmd og kúgun í Afganistan hefur fyrir löngu tryggt honum sess í hjarta íbúa Kabúl. Meira
10. janúar 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 67 orð | 1 mynd

Barist um boltann

ÞAÐ vantaði ekki kappið í þessa pjakka á leikskólanum Lundabóli þar sem þeir spiluðu fótbolta af mikilli list á dögunum. Virðist öllu fórnað til að ná til boltans og engu líkara en að um mikilvægan úrslitaleik sé að ræða. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 59 orð

Bílvelta við Þingeyri

TVÆR konur sluppu með smávægileg meiðsl þegar bíll þeirra valt út af veginum skammt innan við Þingeyri í Dýrafirði í fyrradag. Krap var á veginum og sviptivindasamt þegar bíllinn valt. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 104 orð

Dagur Nella nágranna

DAGUR Nella nágranna verður haldinn laugardaginn 12. janúar. Deginum er ætlað að kynna tómstundastarf fyrir börnum á aldrinum 6-12 ára sem eru í Austurbæjarskóla, Háteigsskóla, Hlíðaskóla og Álftamýrarskóla. Að deginum stendur Forvarnafélagið Samtaka. Meira
10. janúar 2002 | Erlendar fréttir | 215 orð | 1 mynd

Dýrin í Kabúl fá hjálp

MARJAN, fimmtugt karlljón sem býr í dýragarðinum í Kabúl, á von á hjálp frá alþjóðlegri sendisveit sérfræðinga sem eru á leið til borgarinnar til þess að huga að þeim fáu dýrum sem eftir eru í dýragarði borgarinnar. Meira
10. janúar 2002 | Suðurnes | 269 orð | 1 mynd

Eins og góðar kýr í fjósi

SVIPUÐUM afla var landað í Grindavík á nýliðnu ári og á árinu þar á undan, að sögn Sverris Vilbergssonar hafnarstjóra. "Mér sýnist þetta vera heldur meira þrátt fyrir verkfallið en á árinu 2000 var aflinn tæp 134 þúsund tonn. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 47 orð

Ekið á gangandi vegfaranda

KARLMAÐUR á fimmtugsaldri lærbrotnaði og hlaut höfuðáverka er ekið var á hann á gangbraut við gatnamót Hjallahrauns og Fjarðarhrauns í Hafnarfirði um klukkan 16.30 í gær. Hann var fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi með sjúkrabifreið. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 638 orð | 2 myndir

Ekki verður byrjað á hvorum tveggja göngunum samtímis

STURLA Böðvarsson samgönguráðherra segir að ekki hafi verið tekin endanleg ákvörðun um í hvaða röð ráðist verði í framkvæmdir við jarðgöng milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar annars vegar og á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar hins vegar, en það... Meira
10. janúar 2002 | Miðopna | 2207 orð | 5 myndir

Engar töfralausnir til í gengismálum

Donald T. Brash, bankastjóri Seðlabanka Nýja-Sjálands, fjallaði um kosti og galla myntbandalaga og fyrirkomulag gengisskráningar frá sjónarhóli Nýsjálendinga í ræðu sem birt var í Morgunblaðinu um helgina. Blaðið leitaði álits nokkurra hagfræðinga og sérfræðinga í efnahagsmálum á sjónarmiðum Brash og hvort röksemdir hans ættu erindi í umræður hér á Íslandi nú. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 233 orð

Engir fundir með flugumferðarstjórum

ENGINN samningafundur hefur verið boðaður í kjaradeilu Félags íslenskra flugumferðarstjóra og ríkisins. Yfirvinnubann félagsins á að koma til framkvæmda næstkomandi mánudag ef ekki hefur þá samist. Loftur Jóhannsson, formaður Félags ísl. Meira
10. janúar 2002 | Erlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Enn þaggað niður í Milosevic

SLOBODAN Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, var enn á ný stöðvaður í miðjum klíðum er hann kom fyrir rétt Alþjóðastríðsglæpadómstólsins í Haag í gær. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 691 orð | 1 mynd

Flogið verður vikulega milli Egilsstaða og Düsseldorf

VIKULEGT áætlunarflug milli Egilsstaða og Düsseldorf hefst 7. júní nk. og var undirritað samkomulag þess efnis á Egilsstöðum í gær. Auk þýska flugfélagsins LTU, eiga aðild að samningnum ferðaskrifstofan Terra Nova-Sól hf. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 228 orð

Framganga lögreglunnar ekki aðfinnsluverð

RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI telur ekki tilefni til þess að gera athugasemdir vegna framgöngu lögreglumanna í samskiptum við blaðaljósmyndara 7. ágúst sl. við Reykjavíkurhöfn. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 111 orð

Geðdeild flutt frá Vífilsstöðum að Kleppi

FLUTNINGI deilda á geðsviði Landspítala lýkur í þessum mánuði en í gær var deild á endurhæfingarsviði flutt frá Vífilsstöðum á Kleppsspítala. Síðar í mánuðinum verður móttökudeild A-2 á Landspítala í Fossvogi flutt á Hringbraut. Meira
10. janúar 2002 | Miðopna | 710 orð | 1 mynd

Gluggi inn í sagnaheima

Vefur um evrópskar þjóðsögur verður opnaður í Norræna húsinu í dag. Heiða Jóhannsdóttir ræddi við Jón Karl Helgason um samstarfsverkefnið Sagnaarf Evrópu. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 174 orð

Hannes Hlífar lagði Short

HANNES Hlífar Stefánsson stýrði hvítu mönnunum til sigurs gegn Nigel Short í annarri einvígisskákinni á áttunda móti Guðmundar Arasonar. Hannes lék afbrigði af spænskum leik og var hörð barátta framan af skákinni en upp úr 30. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 739 orð | 2 myndir

Hannes sigraði

8.1. - 13.1. 2002 Meira
10. janúar 2002 | Akureyri og nágrenni | 158 orð

Hárið í MA og Rocky Horror í VMA

ÆFINGAR standa yfir á tveimur söngleikjum á Akureyri, en í báðum framhaldsskólum bæjarins, Menntaskólanum á Akureyri og Verkmenntaskólanum á Akureyri, verða á vegum leikfélaga skólanna sýndir söngleikir með vorinu. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Hættir sem formaður VR á næsta aðalfundi

Á FUNDI stjórnar og trúnaðarmannaráðs Verslunarmannafélags Íslands í gærkvöld tilkynnti Magnús L. Sveinsson, formaður VR, að hann myndi ekki gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku. Lýkur formannssetu Magnúsar á aðalfundi VR í lok mars nk. Meira
10. janúar 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 344 orð | 1 mynd

Íþróttahús í Hofsstaðamýri í burðarliðnum

BÆJARRÁÐ Garðabæjar hefur samþykkt tillögur undirbúningsnefndar um byggingu nýs íþróttahúss í Hofsstaðamýri og vísað þeim til bæjarstjórnar. Kostnaðaráætlun vegna verksins er áætluð 460 milljónir króna. Meira
10. janúar 2002 | Landsbyggðin | 81 orð | 1 mynd

Jólin kvödd

JÓN Ingi Jónsson kvaddi jólin með því að sprengja nokkra flugelda. Jón Ingi segir að það sé eitt það skemmtilegasta sem hann geri að skjóta upp flugeldum bæði um áramót og þrettánda. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 79 orð

Kaupþing kaupir Aragon í Svíþjóð

KAUPÞING hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á sænska verðbréfafyrirtækinu Aragon Holding AB sem er að sögn Sigurðar Einarssonar, forstjóra Kaupþings, nokkuð þekkt á sínu sviði í Svíþjóð. Meira
10. janúar 2002 | Erlendar fréttir | 283 orð

Kjarnavopn verði geymd fremur en eytt

RÍKISSTJÓRN Georges W. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 132 orð

Kjötiðnaðarmenn mótmæla vinnubrögðum

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Félagi íslenskra kjötiðnaðarmanna: "Fjölmennur félagsfundur hjá Félagi íslenskra kjötiðnaðarmanna sem var haldinn á Stórhöfða 31 mánudaginn 7. Meira
10. janúar 2002 | Erlendar fréttir | 310 orð

Kosið um evruna á næsta ári

GÖRAN Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, vill efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um upptöku evrunnar vorið 2003 og ekki síðar en þá um haustið. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 374 orð

Kostirnir við prófin fleiri en gallarnir

KOSTIR hinna nýju inntökuprófa í læknadeild eru fleiri en gallarnir, að mati Gísla Engilberts Haraldssonar, formanns Félags læknanema. Hann segir að málið sé mikið rætt meðal læknanema og almennt sé ánægja með þá ákvörðun að leggja af samkeppnisprófin... Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 81 orð

Kærði framgöngu lögreglu

UNG kona hefur kært framgöngu lögreglunnar í Hafnarfirði en hún var handtekin seint á laugardagskvöld og flutt á lögreglustöðina. Konan hafði kvartað undan flugeldaskotum nágranna sinna og hringt í lögreglu en var sjálf handtekin. Meira
10. janúar 2002 | Suðurnes | 303 orð | 1 mynd

Land brotið undir nýja öskuhauga

NÝIR öskuhaugar verða útbúnir á Stafnesi vegna þeirrar endurnýjunar á sorpförgunarkerfi Suðurnesja sem unnið er að. Öskuhaugarnir eru skammt sunnan núverandi öskuhauga varnarliðsins en þeir eru að verða fullnýttir. Sorpbrennslustöð Suðurnesja sf. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Leika golf í blíðunni í Kópavogi

HÖRÐUSTU golfararnir hafa nýtt sér hlýindin í vetur og dregið fram golfsettið þótt á miðjum vetri sé. Einbeitnin skein af þeim félögum og upprennandi golfurum Aroni Erni og Aroni Tómasi þar sem þeir slógu kúluna á grænum grundum við Gerðarsafn í... Meira
10. janúar 2002 | Akureyri og nágrenni | 50 orð | 1 mynd

Létta sér vorverkin

"ÞAÐ er gott að geta létt sér aðeins vorverkin," sagði Jóhann Thorarensen starfsmaður á tækni- og umhverfissviði Akureyrarbæjar, þar sem hann var að snyrta tré ofan við Víðilund um helgina. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 64 orð

Lýst eftir vitnum

Laugardaginn 5. jan. sl. á milli kl. 10 og 12.30 var ekið á bifreiðina KS-675, sem er Chevrolet fólksbifreið, þar sem hún stóð mannlaus við Grafarvogskirkju. Tjónvaldur fór af vettvangi án þess að tilkynna um tjónið til hlutaðeiganda eða lögreglu. Meira
10. janúar 2002 | Suðurnes | 598 orð

Meirihlutinn ásakaður um bókhaldsbrellur

FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykjanesbæjar fyrir árið 2002 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag. Samkvæmt áætluninni eru skatttekjur áætlaðar rúmir 2,6 milljarðar og nettórekstrargjöld málaflokka tæpir 2 milljarðar, sem eru tæp 76% af skatttekjum. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 348 orð

Mikil aukning í sölu á reykskynjurum

MIKIL aukning hefur orðið á sölu reykskynjara og hvers kyns eldvarnarbúnaðar eftir eldsvoðann á Þingeyri í síðustu viku sem kostaði ung hjón og son þeirra lífið. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 865 orð | 1 mynd

Mikilvægasta hlutverk okkar

Ólöf Ásta Farestveit er fædd í Reykjavík 17. maí 1969. Hún er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands 1989 og 1994 lauk hún BA-prófi í uppeldis- og afbrotafræði við Háskólann í Stokkhólmi. Meira
10. janúar 2002 | Landsbyggðin | 362 orð | 1 mynd

Missti 17 kindur úr votheysveiki

"ÉG ER þakklátur fyrir hvern dag sem líður án þess að nokkur kind veikist," segir Björn Pálsson, bóndi í Þorpum í Kirkjubólshreppi, en hann hefur orðið fyrir því að missa sjö kindur í haust og tíu í fyrravetur úr votheysveiki. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 135 orð

Mótfallin flutningi Rásar 2

Á FUNDI framkvæmdastjórnar Sambands ungra framsóknarmanna sem haldinn var 8. janúar var eftirfarandi ályktun samþykkt: "Framkvæmdastjórn SUF lýsir sig ósammála þeirri afstöðu Útvarpsráðs að flytja mestan hluta starfsemi Rásar 2 til Akureyrar. Meira
10. janúar 2002 | Erlendar fréttir | 237 orð | 1 mynd

Mugabe gefur sig ekki

STJÓRN Roberts Mugabes í Zimbabwe ætlar ekki að sætta sig við þann ósigur, sem hún varð fyrir á þingi í fyrradag, en þá voru breytingar á lögum um framkvæmd kosninga felldar í atkvæðagreiðslu. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Oddi semur við Staples

Prentsmiðjan Oddi hf. hefur gert viðskiptasamning við Staples Inc. sem rekur yfir 1.300 skrifstofumarkaði víðs vegar um heiminn. Samningurinn veitir Odda aðgang að miðlægu vöruhúsi Staples í Evrópu. Meira
10. janúar 2002 | Erlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Orð Bush talin niðrandi

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseta var engin óvirðing í huga þegar hann kallaði Pakistana "Pakis", að því er talsmaður forsetans, Scott McClellan, greindi frá. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 168 orð

Orgelfræði í fjarnámi

ORGELFRÆÐI verður kennd í fjarkennslu á vegum Verkmenntaskólans á Akureyri í samvinnu við Tónskóla þjóðkirkjunnar nú á vorönn. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 209 orð

Óbreyttur þorskkvóti Færeyinga

ÍSLAND og Færeyjar hafa komizt að samkomulagi um veiðiheimildir þjóðanna innan lögsögu hvort annars á þessu ári. Um er að ræða sömu heimildir og í fyrra. Færeyingar fá að veiða hér 5.600 tonn af botnfiski, þar af 1. Meira
10. janúar 2002 | Suðurnes | 77 orð

Ólögmæt uppsögn tómstundafulltrúa

GRINDAVÍKURBÆR var í gærmorgun dæmdur af Héraðsdómi Reykjaness til að borga fyrrverandi tómstundafulltúa bæjarins 475 þúsund kr. í bætur og 309 þúsund kr. í málskostnað fyrir ólögmæta og fyrirvaralausa brottvikningu úr starfi. Meira
10. janúar 2002 | Akureyri og nágrenni | 84 orð

Piltur í gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnamáls

ÁTJÁN ára piltur á Akureyri hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í eina viku vegna fíkniefnamáls. Lögreglan á Akureyri handtók piltinn á mánudagskvöld vegna gruns um fíkniefnasölu. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 246 orð

Refsað fyrir að aka ölvaður og flýja af vettvangi

TÆPLEGA fertugur karlmaður var í gær sviptur ökurétti í átta mánuði og sektaður um 70.000 krónur fyrir að aka ölvaður aftan á bíl í Kópavogi í byrjun september. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 271 orð

Rekstrarafgangur 15 milljónir

AFGANGUR verður á rekstri embætti lögreglustjórans í Reykjavík á nýliðnu ári, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri. Námu gjöldin 1.707 milljónum króna en fjárheimildir embættisins hljóðuðu upp á 1.722 milljónir og munar því 15 milljónum króna. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 323 orð

Ræða ágreining sinn frekar

FULLTRÚAR Félags íslenskra heimilislækna, FÍH, og heilbrigðisráðherra ræddust við í gær vegna ágreinings þeirra um greiðslur fyrir læknisvottorð. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 51 orð

Ræningja enn leitað

LÖGREGLAN í Reykjavík leitar enn tveggja pilta sem rændu um 50 þúsund krónum úr peningakassa veitingastaðar við Suðurlandsbraut í fyrrakvöld. Piltarnir voru með nælonsokka yfir höfði sér og létu öllum illum látum inni á veitingastaðnum. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 149 orð

Rætt um að fulltrúaráðið gefi álit sitt um skipan listans

STJÓRN Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, kemur saman til fundar í Valhöll í hádeginu í dag til að taka ákvörðun um það hvernig standa skuli að framboðsmálum flokksins vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Í stjórninni sitja 25... Meira
10. janúar 2002 | Erlendar fréttir | 341 orð | 1 mynd

Sagði vini sínum að fylgjast með fréttum

TVEIM dögum áður en Charles Bishop fyrirfór sér með því að fljúga lítilli flugvél á háhýsi hafði hann sagt besta vini sínum að fylgjast vel með fréttum. Meira
10. janúar 2002 | Erlendar fréttir | 639 orð | 1 mynd

Sagður reyna að blása lífi í grasrót al-Qaeda

BANDARÍKJAMENN leita nú ákaft að manni sem talinn er standa næstur Sádí-Arabanum Osama bin Laden en talið er að honum hafi verið falið að tryggja áframhaldandi starfsemi útibúa al-Qaeda-hreyfingarinnar um heim allan. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 778 orð | 1 mynd

Sameiginlegt próf fyrir læknisfræði og sjúkraþjálfun

Læknadeild Háskóla Íslands hefur samþykkt reglur um inntökupróf í deildina sem haldið verður í fyrsta sinn í júní nk. Í grein Björns Inga Hrafnssonar kemur fram að prófið verður sameiginlegt fyrir nám í læknisfræði og sjúkraþjálfun og er ætlað að vera að hluta til mat á almennri þekkingu, nálgun og úrlausn vandamála, en auk þess verður spurt um siðfræðileg álitaefni. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 104 orð

Samningar sjúkraliða samþykktir

SAMNINGAR tókust á mánudag milli SÁÁ og samninganefndar sjúkraliða um kjör 13 sjúkraliða sem vinna á Vogi og var verkfalli þeirra sem átti að hefjast á miðnætti frestað. Meira
10. janúar 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 259 orð

Segir fjármálalegt samkrull ekki eðlilegt

SJÁLFSTÆÐISMENN í borgarstjórn gagnrýna ákvörðun meirihlutans að fara í samstarf við Rauðhól ehf. um uppbyggingu íbúðahverfis í Norðlingaholti. Telur oddviti minnihlutans ekki fordæmi fyrir slíkri samvinnu borgarinnar og byggingaverktaka. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 315 orð | 1 mynd

Skipaður æðsti yfirmaður SÞ í Vín

STEINAR Berg Björnsson hefur verið skipaður æðsti yfirmaður skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Vínarborg til bráðabirgða. Telst Steinar einn af aðstoðarframkvæmdastjórum samtakanna í heild sinni á meðan hann gegnir starfinu. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 80 orð

Skólastjóri Rafiðnaðarskólans hættir

Á FUNDUM framkvæmdastjórna VT-skólans og Rafiðnaðarskólans varð að samkomulagi að Jón Árni Rúnarsson, skólastjóri skólanna, myndi hætta störfum. Jón Árni er einnig skólastjóri Margmiðlunarskólans og mun hann einnig hverfa úr því starfi. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Slysavarnaskóli sjómanna fær gjöf

SÆBJÖRG, Slysavarnaskóli sjómanna, hefur fengið Viking björgunarbúning, Standard COM neyðarsendi sem einnig er með 406 MHZ kóðuðum sendi og Ocenco neyðar/flóttareykköfunargrímu að gjöf frá ICEDAN. Meira
10. janúar 2002 | Erlendar fréttir | 42 orð | 1 mynd

Sólarlag í Kasmír

INDVERSKUR hermaður á verði við landamæri Indlands og Pakistans í Kasmírhéraði fylgist með sólinni ganga til viðar í fyrrakvöld. Meira
10. janúar 2002 | Akureyri og nágrenni | 209 orð

Sótt um atvinnuleyfi fyrir fleiri

TÆPLEGA þriðjungur starfsmanna í starfsstöð Útgerðarfélags Akureyringa á Grenivík eru útlendingar. ÚA hefur verið með umsókn hjá Útlendingaeftirliti um að fá fjóra starfsmenn til viðbótar frá útlöndum til starfa á Grenivík. Meira
10. janúar 2002 | Landsbyggðin | 304 orð | 1 mynd

Sparisjóður Vestmannaeyja veitir styrki

STYRKTAR- og menningarsjóður Sparisjóðs Vestmannaeyja sem stofnaður var til minningar um Þorstein Þ. Víglundsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóra, styrkti í lok ársins nokkra aðila eins og undanfarin ár. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 101 orð

SPK styrkir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs

SPK sendi ekki út jólakort til viðskiptavina, heldur styrkti Mæðrastyrksnefnd Kópavogs fyrir andvirði jólakortanna. Halldór J. Árnason sparisjóðsstjóri afhenti gjaldkera Mæðrastyrksnefndar Kópavogs, Ingibjörgu Ingvadóttur, styrkinn. Meira
10. janúar 2002 | Akureyri og nágrenni | 347 orð | 1 mynd

Stefnt að því að hefja innflutning í næsta mánuði

OLÍUDREIFING ehf. stefnir að því að hefja innflutning á fljótandi eldsneyti til Akureyrar í næsta mánuði. Fyrirtækið hefur byggt upp innflutningshöfn í Krossanesi, sem mun afkasta að lágmarki 100. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 172 orð

Stöð 1 tífaldar sendistyrk sinn

STÖÐ 1 hefur nú tífaldað sendistyrk sinn með nýjum búnaði sem settur var upp á gamlársdag. Ná útsendingar Stöðvar 1 nú til allra heimila á Faxaflóasvæðinu um hefðbundið dreifikerfi. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 266 orð | 1 mynd

Svissneskur loftbelgur kemur til Íslands í sumar

TVEIR svissneskir ævintýramenn eru væntanlegir hingað til lands næsta sumar ásamt föruneyti og hyggjast þeir fljúga í loftbelg víða um land. Tilgangur ferðalagsins er m.a. Meira
10. janúar 2002 | Suðurnes | 64 orð

Taka undir ályktun bæjarráðs Grindavíkur

HREPPSNEFND Vatnsleysustrandarhrepps samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að taka undir efni bréfs sem Grindavíkurbær hefur sent sveitarfélögum á Reykjanesi og SSS varðandi þátttöku í rekstri Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar (MOA). Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 150 orð

Talsverðar skemmdir í eldhúsi og borðsal

TALSVERÐAR skemmdir urðu í eldhúsi og borðsal togarans Heltermaa þar sem hann lá við bryggju í St. Johns á Nýfundnalandi á nýársnótt. Togarinn er skráður í Eistlandi en er gerður út af Háanesi á Patreksfirði. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 392 orð

Tilkynnt um 2.200 stolna farsíma í fyrra

ALLS var tilkynnt um 2.200 stolna farsíma á landinu öllu á síðastliðnu ári til símafyrirtækjanna. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 30 orð | 1 mynd

Tími hinna hagsýnu

ÚTSÖLUR eru í fullum gangi þessa dagana og víða hægt að gera góð kaup bæði á fatnaði og skótaui. Þessi unga stúlka hafði greinilega fest sjónir á hinum einu réttu... Meira
10. janúar 2002 | Akureyri og nágrenni | 94 orð

Tæpar 400 milljónir í framkvæmdir

ÁÆTLAÐ er að 386 milljónum króna verði varið til framkvæmda samkvæmt drögum að framkvæmdaáætlun tækni- og umhverfissviðs Akureyrarbæjar fyrir þetta ár. Framkvæmdaráð hefur unnið að áætluninni og var hún lögð fram á fundi þess nú nýlega. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 26 orð

Tölvunámskeið

NÁMSKEIÐ vorannar á vegum Tölvumiðstöðvar fatlaðra eru að hefjast. Námskeiðin eru ætluð fagfólki og foreldrum fatlaðra barna. Foreldrar fatlaðra barna fá afslátt á námskeiðin. Upplýsingar á heimasíðunni... Meira
10. janúar 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 263 orð

Um 50 milljónir í bón og bónhreinsun

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka tilboði Ræstingarþjónustunnar í bónhreinsun og bónun gólfa í grunnskólum Reykjavíkur næstu tvö ár. Tilboðið var næstlægst af þeim þrettán tilboðum sem bárust og hljóðaði upp á 49.787. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 249 orð

Umboðsmaður telur umfjöllun of takmarkaða

UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur beint þeim tilmælum til úrskurðarnefndar almannatrygginga, að nefndin taki mál stúlku til meðferðar á ný, óski hún þess, en stúlkan kvartaði yfir úrskurði nefndarinnar þar sem staðfest var synjun Tryggingastofnunar ríkisins um... Meira
10. janúar 2002 | Akureyri og nágrenni | 101 orð

Veðrið hefur sett strik í reikninginn

ÞÓRSARAR verða með síðbúna þrettándagleði þetta árið en hún verður haldin á félagssvæðinu við Hamar laugardaginn 12. janúar nk. kl. 17. Tvívegis hefur þurft að fresta hátíðahöldunum, fyrst sl. sunnudag og svo aftur á mánudag, í bæði skiptin vegna veðurs. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 232 orð

Vegið að markmiðum ASÍ og SA

FRAMKVÆMDASTJÓRN Starfsgreinasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem harðlega er mótmælt þeim hækkunum á opinberum gjöldum og þjónustu sem tekið hafa gildi að undanförnu. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 167 orð

Viðræðunefnd að ljúka störfum

GERT er ráð fyrir að viðræðunefnd um framboð Reykjavíkurlista Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs ljúki störfum um eða eftir næstu helgi og flokkarnir þrír taki þá formlega ákvörðun um sameiginlegt framboð. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 59 orð

Vilja að stofnuð verði rannsóknarstöð

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Dýralæknafélagi Íslands: "Vegna umræðna um flutning tilraunastöðvarinnar á Keldum vill haustfundur DÍ leggja áherslu á að hér á landi til samræmis við önnur lönd verði stofnuð sérstök... Meira
10. janúar 2002 | Erlendar fréttir | 285 orð | 1 mynd

Virki frá tímum Ottómana rifið í Mekka

STJÓRNVÖLD í Sádí-Arabíu höfnuðu í gær mótmælum Tyrkja vegna niðurrifs á virki frá tímum Ottómana sem gnæfði yfir stóru moskunni í Mekka, heilögustu borg múslima. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Víðir klipptur

GUÐLAUG Guðjónsdóttir garðyrkjufræðingur hjá garðyrkjudeild höfuðborgarinnar var að klippa víði í Laugardalnum þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið hjá fyrir skömmu. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 290 orð | 2 myndir

Þekkingarmiðlun ehf. tekur til starfa

ÞEKKINGARMIÐLUN heitir nýtt fyrirtæki á sviði námskeiðahalds, þjálfunar og ráðgjafar. Hlutverk Þekkingarmiðlunar er að styrkja einstaklinga og fyrirtæki með námskeiðum, þjálfun, ráðgjöf, fyrirlestrum og ráðstefnum. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 38 orð

Þingmaður á ferð um Norðurland

KRISTJÁN L. Möller alþingismaður Samfylkingarinnar er á ferð um Norðurland. Í dag, fimmtudag, verður hann á Akureyri og á föstudag í Skagafirði þar sem hann verður með kaffispjall í Ströndinni á milli kl. 17 og 19, segir í... Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 91 orð

Þrettándagleði Grafarvogsbúa

ÁRLEG þrettándagleði Grafarvogsbúa sem fresta varð sl. sunnudag verður haldin föstudagskvöldið 11. janúar. Blysför verður frá Gylfaflöt kl. 19.30. Álfakóngur, álfadrottning, grýla, jólasveinar og fleiri kynjaverur taka þátt í göngunni. Meira
10. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 108 orð

Þrettán taka þátt í prófkjöri

PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fer fram 9. febrúar næstkomandi. Þrettán taka þátt í prófkjörinu og eru þátttakendur þessir: Bjarki Sigurðsson, Bryndís Haraldsdóttir, Guðmundur S. Meira

Ritstjórnargreinar

10. janúar 2002 | Staksteinar | 390 orð | 2 myndir

Tölvuvæðing framhaldsskóla

Það er rökrétt ábending hjá Ríkisendurskoðun, að menn skuli fara sér hægt við að innleiða hina nýju tækni, segir menntamálaráðherra. Meira
10. janúar 2002 | Leiðarar | 975 orð

Þátttaka kvenna í stjórnmálum

Í Morgunblaðinu í gær var umfjöllun um viðhorf stjórnmálaflokkanna til þess hvort reglur um hlutfall kynjanna á framboðslistum séu nauðsynlegar til að hvetja konur til þátttöku í stjórnmálum. Meira

Menning

10. janúar 2002 | Fólk í fréttum | 367 orð | 1 mynd

Algert uppistand

UPPISTAND er vaxandi grein innan íslensks skemmtanaiðnaðar, en það lýsir sér þannig að grínisti stendur einn uppi á sviði fyrir framan hóp áhorfenda og reytir af sér gamansögur og leitar skoplegra hliða á lífsins amstri. Meira
10. janúar 2002 | Fólk í fréttum | 84 orð | 1 mynd

Á fínu flugi!

KK flýgur frjáls yfir toppnum aðra vikuna í röð hér á Tónlistanum og unir bersýnilega hag sínum vel. Síðustu jól einkenndust þónokkuð af drjúgum skammti af safnplötum og margar hverjar hinar boðlegustu, t.a.m. Meira
10. janúar 2002 | Fólk í fréttum | 182 orð | 2 myndir

Björk á meðal ósmekklegustu stjarnanna

BANDARÍSKA tískulöggan herra Blackwell gefur árlega út lista yfir þær stjörnur sem honum þykja ósmekklegastar í klæðaburði og kemst söngkonan Björk á listann fyrir árið 2001 líkt og árið áður. Meira
10. janúar 2002 | Fólk í fréttum | 547 orð | 3 myndir

* BORGARLEIKHÚSIÐ: Stórtónleikar með Selmu Björns...

* BORGARLEIKHÚSIÐ: Stórtónleikar með Selmu Björns og Jóhönnu Vigdísi föstudagskvöld kl. 21. Stúlkurnar munu syngja söngleikjalög, dúetta og sólólög. Tónlistarstjóri er Óskar Einarsson. Meira
10. janúar 2002 | Fólk í fréttum | 171 orð | 1 mynd

Draumar Fieldys

BASSALEIKARI Korn, Fieldy, verður tilbúinn með einyrkjaskífu í þessum mánuði og mun hún kallast Fieldy's Dream . Korn spilar eins og kunnugt er bræðing af rokki og hipp-hoppi og á þessari plötu ætlar Fieldy að einbeita sér að því síðarnefnda. Meira
10. janúar 2002 | Fólk í fréttum | 86 orð | 1 mynd

Draumar rætast víst!

ÞAÐ eru nokkuð óvæntar fréttir í 12. sætinu en þar sest safnplatan Dreams Can Come True: Greatest Hits, Vol. 1 með Gabrielle nokkurri, sálarsöngkonu, sem á að baki smelli eins og "Dreams" og "Rise". Meira
10. janúar 2002 | Tónlist | 654 orð

Eftirminnilegir tónleikar

Ars nova sönghópurinn undir stjórn Tamás Vetö flutti norræna nútímatónlist. Mánudagurinn 7. janúar, 2002. Meira
10. janúar 2002 | Fólk í fréttum | 366 orð | 2 myndir

Endurfundir íbúa Rósabæjar

MÖRGUM kann að finnast það undarlegt mjög en á þessum árstíma láta hundruð Íslendinga hugann reika suður á bóginn og alla leið til Sádí-Arabíu því þar gengur senn í garð tími pílagrímaflugsins. Meira
10. janúar 2002 | Fólk í fréttum | 355 orð | 6 myndir

Frönsk kvikmyndahátíð í Háskólabíói

Frönsk kvikmyndahátíð hefst í dag á vegum Filmundar og Alliance Française í Háskólabíói. Hátíðin stendur yfir í 11 daga og verður boðið upp á 11 nýjar og nýlegar franskar myndir sem allar eiga það sameiginlegt að þykja athyglisverðar, hver á sinn hátt. Meira
10. janúar 2002 | Menningarlíf | 971 orð | 1 mynd

Gleymdi músíkinni í eigin músík

Einn fremsti tónlistarmaður okkar Íslendinga í dag, Ásdís Valdimarsdóttir, leikur einleik á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í kvöld. Hún leikur víólukonsert eftir Paul Hindemidth, Der Schwanendreher, sem byggður er á gömlum þjóðlögum. Meira
10. janúar 2002 | Fólk í fréttum | 86 orð | 2 myndir

Hattakeppni í Hrunamannahreppi

ÞAÐ er ekki víst að þau hafi öll tímt að éta hattinn sinn, þátttakendurnir í hinni árlegu hattakeppni sem haldin er í Hestakránni á Skeiðunum, fyrstu helgina á hverju nýju ári. Meira
10. janúar 2002 | Skólar/Menntun | 327 orð

*Hér er dæmi úr bók Gordons...

*Hér er dæmi úr bók Gordons um kennara sem stillir sig um að benda nemandanum á lausn. Nem. : Ég kom til að fá þínar hugmyndir um hvað ég ætti að skrifa. Kennari : Þú ert óviss um hvaða efni þú átt að velja. Er það rétt? Nem. Meira
10. janúar 2002 | Fólk í fréttum | 152 orð | 1 mynd

Hvað er undir teppinu?

KANADÍSKA kjarnakvendið Alanis Morissette er tilbúin með nýja plötu sem kemur í kjölfar Supposed Former Infatuation Junkie ('98). Kallast hún Under Rug Swept og í þetta skiptið nýtur hún ekki aðstoðar hægri handar sinnar, Glen Ballards. Meira
10. janúar 2002 | Menningarlíf | 92 orð

Kertagerð í Skaftfelli

GUÐRÚN Hallfríður Bjarnadóttir, Hadda, dvelur nú og starfar á gestavinnustofunni í Skaftfelli, menningarmiðstöð Seyðisfjarðar. Meira
10. janúar 2002 | Fólk í fréttum | 232 orð | 1 mynd

Lífið er leikur

Bandaríkin 2001. Skífan VHS. Bönnuð innan 16 ára. (102 mín.) Leikstjórn Daniel Miahan. Aðalhlutverk Brooke Smith, Marylouise Burke. Meira
10. janúar 2002 | Fólk í fréttum | 96 orð | 1 mynd

Með ástarkveðjum!

AF svokölluðum þematengdum Pottþétt-plötum hefur - kannski skiljanlega - Pottþétt ást- röðin notið einna mestra vinsælda en ekkert umfjöllunarefni er dægurlistamönnum jafnhugleikið og ástin og fylgifiskar hennar. Meira
10. janúar 2002 | Skólar/Menntun | 171 orð | 1 mynd

Nám og störf

Kyn : Karl. Aldur : 14 ára. Spurning : Hvaða mögu-leikar eru á að læra við-skiptalögfræði? Svar : Á Íslandi er hægt að ljúka lögfræðiprófi frá lagadeild Háskóla Íslands (cand.jur.). Námið tekur 5 ár. Meira
10. janúar 2002 | Skólar/Menntun | 316 orð

*Ólafur H.

*Ólafur H. Jóhannsson við Kennaraháskóla Íslands þýddi bókina Samskipti kennara og nemenda (Æskan, 2001) Hvaða erindi á þessi bók til kennara? Meira
10. janúar 2002 | Fólk í fréttum | 88 orð | 1 mynd

RAMMSTEIN!!!

OG þá er það hástökkið. Og það eru engir aðrir en Íslandsvinirnir einu og sönnu í þýsku bylmingsrokksveitinni Rammstein - nema hvað!? Meira
10. janúar 2002 | Fólk í fréttum | 114 orð | 1 mynd

Robbie Simpson

ALLT útlit er fyrir að söngspíran óstýriláta, Robbie Williams, sláist í hóp hins sístækkandi hóps frægs fólks sem á það sameiginlegt að hafa komið fram sem gestir í teiknimyndaþáttunum The Simpsons . Meira
10. janúar 2002 | Skólar/Menntun | 1624 orð | 1 mynd

Samskipti kennara og nemenda

Skólastofan/ Samskipti kennara og nemenda eru lykill að allri árangursríkri kennslu hvert sem efnið er og hvort sem um er að ræða inntak, leikni og mótun gilda. Gunnar Hersveinn las nýþýdda bók um þessi samskipti, sem fjallar meðal annars um hvernig eigi að tala við börnin og hlusta á þau. Árangursrík samskipti eru hér til umræðu. Meira
10. janúar 2002 | Fólk í fréttum | 604 orð | 2 myndir

Sálmaskáld úr Skerjafirði

Á kvisti með Kristi, geisladiskur Kristjáns Hreinssonar. Lög, textar og útsetningar eru eftir Kristján sem einnig syngur og leikur á orgel, bongótrommur, seljaflautu, flöskutrumbu, gítar, munnhörpu, klarinett og gervla. Meira
10. janúar 2002 | Fólk í fréttum | 291 orð | 1 mynd

Tárin streymdu á forsýningu

LEIKARINN James Nesbitt brast í grát þegar hann sá kvikmyndina Bloody Sunday í sérstakri sýningu á mánudaginn var. Þótt hann sé einn af lykilleikurum myndarinnar var þetta í fyrsta sinn sem hann sá myndina í heild sinni. Meira
10. janúar 2002 | Skólar/Menntun | 112 orð | 1 mynd

Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál

Nýsköpunaráætlun ESB Lokaumsóknarfrestur Nýsköpunaráætlunar ESB er 15. mars nk. Kallað er eftir verkefnaumsóknum sem innihalda tækniyfirfærslu og áherslur á almenn atriði sem eru til þess fallin að greiða fyrir frumlegum tækniyfirfærslum. Meira
10. janúar 2002 | Fólk í fréttum | 295 orð | 1 mynd

Uppveðrað og ógurlegt

Þriðja plata Creed. Sígilt hetjurokk sem virkar, bæði á kómískan hátt og ekki. Já ... þetta er skrýtið líf. Meira

Umræðan

10. janúar 2002 | Aðsent efni | 857 orð | 1 mynd

Atlaga að íslensku heilbrigðiskerfi

Fólk, segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, vill öflugt heilbrigðiskerfi. Meira
10. janúar 2002 | Aðsent efni | 704 orð | 1 mynd

Árangur með fjölskyldustefnu

Kópavogur var fyrst stóru sveitarfélaganna, segir Bragi Michaelsson, til að einsetja grunnskólann. Meira
10. janúar 2002 | Bréf til blaðsins | 490 orð

Frábær tónlistardagskrá ÉG vil koma því...

Frábær tónlistardagskrá ÉG vil koma því á framfæri að ég var mjög ánægð með tónlistardagskrá ríkisútvarpsins um hátíðisdagana. Dagskráin var alveg frábær. 230427-4539. Meira
10. janúar 2002 | Bréf til blaðsins | 426 orð

Frá Laxárdalsvirkjun til Kárahnjúkavirkjunar

ÞAÐ er segin saga að ef einhver opnar munninn til varnar náttúrunni, lífríkinu og/eða gömlum mannvirkjum þá kemur aurakórinn þegar á vettvang með öskrum og ópum og sömu gömlu tugguna: Glæpamenn, spellvirkjar, hryðjuverkamenn, skæruliðar og... Meira
10. janúar 2002 | Aðsent efni | 504 orð

Gamlar vísur enn

Í Lesbókargrein 5. þ.m. fjallar Baldur prófessor Hafstað afar vinsamlega um bæklinga mína tvo, Slettireku , sem út kom 1954 og er nú nýkomin í 2. útgáfu, og Maddömuna með kýrhausinn frá 1964, sem er í prentun til 2. útgáfu. Meira
10. janúar 2002 | Bréf til blaðsins | 178 orð | 1 mynd

Gefum í þyrlusjóð

VIÐ munum eflaust flest að í byrjun desembermánaðar sl. bjargaði varnarliðsþyrla mannslífi við erfiðustu aðstæður á sjó hjá Snæfellsnesi. Varnarliðsþyrlur hafa bjargað mörgum mannslífum hér á landi og verður áhöfnum þeirra seint fullþakkað. Meira
10. janúar 2002 | Bréf til blaðsins | 377 orð

Jólagjöf íhaldsins í Hafnarfirði

ÉG fæ ekki betur séð en að bærinn sé að borga 800 milljónir með Norðurbakkanum í Hafnarfirði sem ég hélt að væri einhver verðmætasti lóðarskiki landsins. Meira
10. janúar 2002 | Aðsent efni | 479 orð | 1 mynd

Lýðræðinu ógnað með afstöðu flokkanna til ESB

Stjórnmál, segir Guðmundur Freyr Sveinsson, eiga fyrst og fremst að snúast um stefnumótun. Meira
10. janúar 2002 | Aðsent efni | 1013 orð | 1 mynd

Nennir nokkur að verja lýðræðið á Íslandi?

Kæmi mér ekki á óvart, segir Elín Pálmadóttir, þótt ársins 2001 yrði minnst sem tímamóta, þegar tjáningarfrelsi var afnumið með lögum. Meira
10. janúar 2002 | Aðsent efni | 398 orð | 1 mynd

Um fjörbrot Goða hf.

Á bændum lendir stór hluti þessa, segir Ari Teitsson, í formi tapaðra krafna og upplausnar og óvissu í slátrun, vinnslu og sölu afurða. Meira
10. janúar 2002 | Bréf til blaðsins | 92 orð

Þakklæti fyrir jólaskreytingar

ÉG vil koma á framfæri þakklæti til hjónanna í "Jólahúsinu" við Bústaðaveg fyrir jólaskreytingarnar á húsinu þeirra sem hafa skapað mikla jólastemmningu. Sárnar mér það að fólk skuli vera að hnýta í að húsið sé ofskreytt. Meira

Minningargreinar

10. janúar 2002 | Minningargreinar | 2442 orð | 1 mynd

BALDUR GUÐJÓNSSON

Baldur Guðjónsson fæddist á Eyrarbakka 23. janúar 1924. Hann lést á hjúkrunardeild Sjúkrahúss Akraness 31. desember síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
10. janúar 2002 | Minningargreinar | 552 orð | 1 mynd

BALDUR STEFÁNSSON

Baldur Rósmundur Stefánsson fæddist í Vestfold í Manitoba í Kanada 26. apríl 1917. Hann lést á sjúkrahúsi í Winnipeg 3. janúar síðastliðinn. Foreldrar Baldurs voru Guðmundur Stefánsson úr Þistilfirði og Jónína S. Halldórsdóttir, fædd í Winnipeg. Meira  Kaupa minningabók
10. janúar 2002 | Minningargreinar | 711 orð | 1 mynd

BJARNÞÓRA ÓLAFSDÓTTIR

Bjarnþóra Ólafsdóttir fæddist í Hafnarfirði 21. maí 1923. Hún lést 23. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hafnarfjarðarkirkju 4. janúar. Meira  Kaupa minningabók
10. janúar 2002 | Minningargreinar | 435 orð | 1 mynd

FRIÐJÓN KRISTINSSON

Friðjón Kristinsson fæddist í Jarðbrúargerði í Svarfaðardal 30. maí 1925. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 16. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dalvíkurkirkju 28. desember. Meira  Kaupa minningabók
10. janúar 2002 | Minningargreinar | 1693 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR INGÓLFUR GESTSSON

Guðmundur Ingólfur Gestsson fæddist í Reykjavík 11. desember 1925. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 28. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gestur Ámundason frá Rútsstöðum í Gaulverjabæjarhreppi, f. 29.6. 1878, d. 4.3. Meira  Kaupa minningabók
10. janúar 2002 | Minningargreinar | 573 orð | 1 mynd

GUÐNI KÁRASON

Guðni Kárason fæddist í Reykjavík 17. ágúst 1942. Hann lést 25. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskapellu 9. janúar. Meira  Kaupa minningabók
10. janúar 2002 | Minningargreinar | 295 orð | 1 mynd

HJÁLMAR PÁLSSON

Hjálmar Pálsson var fæddur á Blönduósi 26. júlí 1929. Hann lést á Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi, 28. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Blönduóskirkju 4. janúar. Meira  Kaupa minningabók
10. janúar 2002 | Minningargreinar | 381 orð | 1 mynd

INGRID K. BALDVINSDÓTTIR

Ingrid K. Baldvinsdóttir fæddist í Reykjavík 7. nóvember 1911. Hún lést á öldrunardeild Landakotsspítala 20. desember síðastliðinn. Útför Ingrid fór fram í kyrrþey að ósk hennar sjálfrar. Meira  Kaupa minningabók
10. janúar 2002 | Minningargreinar | 591 orð | 1 mynd

OLGA SÓFUSDÓTTIR GJÖVERAA

Olga Sófusdóttir Gjöveraa fæddist á Húsavík 23. júní 1929. Hún lést á Landspítala í Fossvogi 30. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sófus Gjöveraa, skipstjóri frá Færeyjum, f. 1890, og Ólöf Eyjólfsdóttir húsmóðir, f. 1894. Meira  Kaupa minningabók
10. janúar 2002 | Minningargreinar | 620 orð | 1 mynd

STEINGRÍMUR HEIÐAR STEINGRÍMSSON

Steingrímur Heiðar Steingrímsson fæddist í Reykjavík 5. október 1937. Hann varð bráðkvaddur 24. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 7. janúar. Meira  Kaupa minningabók
10. janúar 2002 | Minningargreinar | 3801 orð | 1 mynd

STEINUNN HALLDÓRSDÓTTIR

Steinunn Halldórsdóttir fæddist í Vörum í Garði 29. október 1916. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 29. desember síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

10. janúar 2002 | Viðskiptafréttir | 551 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Annar Flatfiskur 126 126...

ALLIR FISKMARKAÐIR Annar Flatfiskur 126 126 126 22 2,772 Gellur 700 515 631 38 23,970 Grálúða 210 210 210 104 21,840 Grásleppa 35 15 19 560 10,682 Gullkarfi 166 77 152 2,910 443,667 Hlýri 278 256 273 1,248 340,385 Hrogn Ýmis 230 100 222 51 11,340... Meira

Daglegt líf

10. janúar 2002 | Neytendur | 912 orð | 1 mynd

Ekki skylda að taka aftur við ógallaðri vöru

Fjöldi viðskiptavina vill skila vörum eftir jól og áramót og hafa Neytendasamtökum borist tugir fyrirspurna síðustu daga. Helga Kr. Einarsdóttir kynnti sér verklagsreglur um skilarétt. Meira
10. janúar 2002 | Neytendur | 271 orð

Fiskibollur, bjúgu og bleyjur með afslætti

ESSÓ-stöðvarnar Gildir til 31. janúar nú kr. áður kr. mælie. Ópal rjómatoffí, 35 g 39 50 1.120 kg Freyju rís stórt, 50 g 79 110 1.580 kg Nóa Pipp piparmyntu, 40 g 59 75 1. Meira
10. janúar 2002 | Neytendur | 121 orð | 1 mynd

Heilsuvörumarkaður með lífrænni vöru

VERSLUNIN Nýkaup hefur opnað nýjan heilsuvörumarkað, Lífsins lind, í verslun sinni í Kringlunni. Í Lífsins lind er lögð áhersla á að bjóða upp á matvöru unna úr lífrænt ræktuðu hráefni ásamt ýmsum öðrum heilsuvörum. Meira
10. janúar 2002 | Neytendur | 66 orð | 1 mynd

Rauðvínsmaríneruð lambabógsteik

SLÁTURFÉLAG Suðurlands hefur sett á markað rauðvínsmaríneraða bógsteik úr úrbeinuðum og fitusnyrtum dilkaframparti. "Fremra leggbeinið er látið halda sér. Steikin er sett í steikingarnet þannig að leggurinn stendur út úr endanum. Meira

Fastir þættir

10. janúar 2002 | Viðhorf | 864 orð

Afhelgun og hvatning

"Stjórnendur leikhúsanna hafa hamrað á því við öll hugsanleg tækifæri að leikritaskrif séu svo erfið að enginn nema örfáir útvaldir séu þess umkomnir að valda þeim." Meira
10. janúar 2002 | Í dag | 160 orð | 1 mynd

Alfa í Digraneskirkju

KYNNINGARFUNDUR verður í kvöld í Digraneskirkju í Kópavogi. Þá verður Alfa-námskeiðið kynnt. Fundurinn hefst kl. 20 með því að fundargestum verður boðið upp á veitingar. Síðan verður kynning á Alfa og við heyrum frá þátttakendum af síðasta námskeiði. Meira
10. janúar 2002 | Í dag | 432 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-17 í neðri safnaðarsal kirkjunnar fyrir unga sem aldna. Fimmtudagssönghópurinn hittist og tekur lagið undir stjórn Kára Þormar organista. Þorvaldur Halldórsson kemur og syngur. Allir hjartanlega velkomnir. Meira
10. janúar 2002 | Dagbók | 71 orð

BARNAGÆLUR

Sofðu með sæmdum sæll í dúni sem vín á viði, vindur á skýi, svanur á merski, már í hólmi, þorskur í djúpi, þerna á lofti, kýr á bási, kálfur í garði, hjörtr í heiði, en í hafi fiskar, mús undir steini, maðkur í jörðu, ormur í urðu alvanur lyngi, hestur í... Meira
10. janúar 2002 | Fastir þættir | 79 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Galvaskir Gullsmárar Gullsmárar mættu galvaskir að bridsborðum mánudaginn 7. janúar, eftir jóla- og nýjarshlé í spilamennskunni. Spilaður var tvímenningur á tólf borðum. Meðalskor 220. Efst í N/S voru: Guðm. Pálsson og Kristinn Guðmss. Meira
10. janúar 2002 | Fastir þættir | 143 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Reykjavíkurmót í sveitakeppni 2002 Reykjavíkurmótið 2002 verður spilað með sama fyrirkomulagi og undanfarin ár. Spiluð verður raðspilakeppni með 16 spila leikjum í hverri umferð. Spilað verður í Hreyfilshúsinu nema að þátttaka fari framyfir 22 sveitir. Meira
10. janúar 2002 | Fastir þættir | 34 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Hafnarfjarðar Hinn 7. janúar var spilað næstsíðasta kvöld í aðalsveitakeppni félagsins. Spiluð eru 16. spil á milli sveita. Heildarstaðan eftir 7 umferðir af 9 er þessi: Sv. Huldu Hjálmarsdóttur 139 Sv. Unnars Atla Guðmundssonar 139 Sv. Meira
10. janúar 2002 | Fastir þættir | 221 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

LEANDRO Burgay er kunnur spilari á Ítalíu og jafnvel víðar, en hann hefur spilað a.m.k. eitt Evrópumót fyrir hönd þjóðar sinnar, þá á móti Dano DeFalco. Meira
10. janúar 2002 | Árnað heilla | 19 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP .

BRÚÐKAUP . Gefin voru saman 18. ágúst sl. í Garðakirkju af sr. Hans Markúsi Hafsteinssyni Rósa Erlingsdóttir og Garðar Þór... Meira
10. janúar 2002 | Árnað heilla | 18 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 18. ágúst sl. í Háteigskirkju af sr. Óskari Hafsteini Óskarssyni Aðalheiður Friðfinnsdóttir og Lúðvík... Meira
10. janúar 2002 | Árnað heilla | 19 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 4. ágúst sl. í Dómkirkjunni af sr. Önnu Sigríði Pálsdóttur Kristín Helga Þórarinsdóttir og Tómas Þorsteinsson... Meira
10. janúar 2002 | Árnað heilla | 18 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. sept. sl. í Kópavogskirkju af sr. Írisi Kristjánsdóttur Guðrún Haraldsdóttir og Jón Ingi... Meira
10. janúar 2002 | Dagbók | 843 orð

(Lúk. 24, 48.)

Í dag er fimmtudagur 10. janúar, 10. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Sjá, ég sendi fyrirheit föður míns yfir yður, en verið þér kyrrir í borginni, uns þér íklæðist krafti frá hæðum. Meira
10. janúar 2002 | Fastir þættir | 271 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 e5 4. Rf3 Rbd7 5. g3 c6 6. a4 Be7 7. Bg2 O-O 8. O-O He8 9. h3 Bf8 10. He1 b6 11. Be3 Bb7 12. Rd2 a6 13. g4 h6 14. d5 b5 15. dxc6 Bxc6 16. Rf1 bxa4 17. Dd3 Rh7 18. Rxa4 Rg5 19. Rc3 a5 20. Rd2 Re6 21. Rc4 Rf4 22. Dd2 Rxg2 23. Meira
10. janúar 2002 | Fastir þættir | 470 orð

Víkverji skrifar...

STUNDUM hefur verið rætt um að það skorti á fagmennsku í ferðamannaþjónustu á Íslandi. Verðið á þjónustunni sé reyndar svipað og sumstaðar erlendis, en þjónustan sé hins vegar alls ekki eins góð. Víkverji er ekki fjarri því að eitthvað sé til í þessu. Meira

Íþróttir

10. janúar 2002 | Íþróttir | 106 orð

Árni Gautur til Egyptalands

ÁRNI Gautur Arason, landsliðsmarkvörður og markvörður Rosenborgar, er á ferð og flugi þessa dagana. Hann er nú í Saudi-Arabíu með íslenska landsliðinu og leikur með því í dag. Meira
10. janúar 2002 | Íþróttir | 258 orð

Berti Vogts gaf Atla upplýsingar

ÍSLENSKI landsliðshópurinn í knattspyrnu kom til Riyadh í Sádi-Arabíu klukkan 20 á staðartíma í gærkvöldi, 17 að íslenskum tíma, eftir þriggja klukkutíma ferðalag frá Oman. Liðið flaug frá Muscat í Oman, þar sem leikið var gegn Kúvæt, til Dubai og þaðan var tveggja tíma flug til Riyadh. Síðdegis í dag hefst svo landsleikur Íslendinga og Sádi-Araba í ferð landsliðsins til Mið-Austurlanda en í fyrradag gerði liðið markalaust jafntefli við Kúveita. Meira
10. janúar 2002 | Íþróttir | 45 orð | 1 mynd

Chelsea vann

CHELSEA hafði betur, 2:1, í Lundúnaslagnum gegn Tottenham þegar liðin áttust við í ensku deildabikarkeppninni í knattspyrnu í gærkvöldi. Eiður Smári Guðjohnsen lagði upp fyrra mark Chelsea en fór alblóðugur af velli þegar 20 mínútur voru til leiksloka. Meira
10. janúar 2002 | Íþróttir | 677 orð

Ekki tími til tilraunastarfsemi

LANDSLIÐIÐ í handknattleik leikur tvo afar þýðingarmikla leiki gegn Þjóðverjum í Laugardalshöllinni um helgina, þar sem gefst tækifæri til að sjá hvers leikmenn íslenska landsliðsins eru megnugir með stuðningi áhorfenda. Meira
10. janúar 2002 | Íþróttir | 94 orð

Fyrirliði Stoke fótbrotinn

PETER Handyside, varnarmaður og fyrirliði Stoke, er með brotið bein í fætinum og verður því frá keppni í einhvern tíma. Handyside haltraði síðustu mínúturnar í leik Stoke og Huddersfield 29. desember og í fyrstu var talið að hann hefði brákað bein. Meira
10. janúar 2002 | Íþróttir | 226 orð

Golden lét ekki sjá sig

GRINDVÍKINGAR verða án erlends leikmanns í næstu verkefnum karlaliðsins í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Meira
10. janúar 2002 | Íþróttir | 527 orð | 1 mynd

* GUNNLEIFUR Gunnleifsson , markvörður, sem...

* GUNNLEIFUR Gunnleifsson , markvörður, sem genginn er til liðs við HK frá Keflavík , fer í dag til Þýskalands til viðræðna við forráðamenn þýska 3. deildarliðsins Uerdingen . Meira
10. janúar 2002 | Íþróttir | 130 orð | 1 mynd

Hasselbaink sá um Tottenham

CHELSEA hafði betur, 2:1, gegn Tottenham í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum deildabikarsins á Englandi en leikið var á heimavelli Chelsea, Stamford Bridge. Leikmönnum Tottenham tókst ekki að brjóta ísinn en liðinu hefur ekki tekist að fara með sigur af hólmi í viðureignum Lundúnaliðana á Stamford Bridge sl. 12 ár. Liðin eigast við að nýju á White Heart Lane 21. janúar. Meira
10. janúar 2002 | Íþróttir | 1003 orð | 1 mynd

Hluti af samkomulagi HSÍ, Dags og Wakunaga

"ÞEGAR þetta mál kom upp í haust þá leituðum við allra mögulegra leiða til lausnar. Meira
10. janúar 2002 | Íþróttir | 278 orð

KNATTSPYRNA England Úrvalsdeild: Southampton - Liverpool...

KNATTSPYRNA England Úrvalsdeild: Southampton - Liverpool 0:2 James Beattie vítasp. 63., John Arne Riise sjálfsmark 71. Staða: Leeds 21 11 8 2 33 :17 41 Manch. Meira
10. janúar 2002 | Íþróttir | 14 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla: Grindavík:UMFG - Haukar...

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla: Grindavík:UMFG - Haukar 20 Njarðvík:UMFN - Skallagrímur 20 Sauðárk.:Tindastóll - Breiðablik 20 Seljaskóli:ÍR - KR 20 1. deild karla: Kennaraháskóli:ÍS - Þór Þ. Meira
10. janúar 2002 | Íþróttir | 229 orð | 1 mynd

Lið Liverpool heillum horfið

LIVERPOOL er heldur betur að gefa eftir í slagnum um enska meistaratitilinn í knattspyrnu. Liverpool, án Michaels Owens, sótti Southampton heim á St. Marys-leikvanginn í gærkvöldi og mátti bíða þar ósigur, 2:0, í leik sem heimamenn höfðu undirtökin í allan leiktímann. Þar með missti Liverpool af möguleikanum að komast upp að hlið Leeds í efsta sæti en Southampton fór upp um fjögur sæti og tyllti sér í tólfta sætið. Meira
10. janúar 2002 | Íþróttir | 115 orð

McManaman til Leeds?

REAL Madrid hefur tekið tilboði Leeds í enska miðjumanninn Steve McManaman samkvæmt því sem fram kom í gær í norskum fjölmiðlum. Meira
10. janúar 2002 | Íþróttir | 115 orð

Norðanliðin suður yfir heiðar í bikarkeppni KKÍ

DREGIÐ var til undanúrslita í bikarkeppni KKÍ og Doritos í karla- og kvennaflokki í gærkvöldi. Í karlaflokki mætast annars vegar Njarðvík og Tindastóll, en liðin léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn á sl. Meira
10. janúar 2002 | Íþróttir | 497 orð | 1 mynd

* RIO Ferdinand , fyrirliði Leeds...

* RIO Ferdinand , fyrirliði Leeds United , verður frá keppni næstu þrjár vikurnar. Meira
10. janúar 2002 | Íþróttir | 106 orð

Santos hættur við að hætta

FERNANDO Santos, portúgalskur þjálfari AEK í Aþenu í Grikklandi, er hættur við að hætta að þjálfa félagið. Meira
10. janúar 2002 | Íþróttir | 124 orð

Tveir nýir leikmenn til FH

ÚRVALSDEILDARLIÐ FH í knattspyrnu hefur fengið til liðs við sig tvo leikmenn fyrir átökin í sumar, þá Ásgeir Ásgeirsson frá Stjörnunni og Emil Sigurðsson frá Skallagrími. Meira
10. janúar 2002 | Íþróttir | 71 orð

Yfirburðir Norðmanna

NORÐMENN tóku Rúmena í bakaríið í fyrri viðureign þjóðanna í forkeppni að undankeppni HM í handknattleik í gær. Norðmenn unnu með fjórtán marka mun, 27:13, eftir að staðan í hálfleik hafði verið, 13:4. Meira
10. janúar 2002 | Íþróttir | 185 orð

Zerbe ekki með á Íslandi

VOLKER Zerbe, hin hávaxna og sterka örvhenta skytta þýska landsliðsins í handknattleik, kemur ekki með félögum sínum til Íslands í lok vikunnar, en þýska landsliðið leikur tvo landsleiki gegn því íslenska í Laugardalshöll á laugardag og sunnudag. Meira

Viðskiptablað

10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 205 orð | 1 mynd

Alcoa gerir yfirtökutilboð í Elkem

STÆRSTI álframleiðandi heims, bandaríska fyrirtækið Alcoa, hefur gert yfirtökutilboð í norska iðnfyrirtækið Elkem sem m.a. á Íslenska járnblendifélagið. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 2105 orð | 4 myndir

Allir í eina sæng

Fjögur ár eru liðin síðan samkeppni hófst í fjarskiptamálum. Mest hefur hún verið á sviði farsímaþjónustu þar sem þrjú fyrirtæki keppa og leitaði Soffía Haraldsdóttir álits þeirra á stöðu samkeppninnar og horfum á samþjöppun fyrirtækja á markaðnum. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 386 orð

Almannatengsl sett í öndvegi hjá Pro PR

PRO Public Relations á Íslandi, eða Pro PR, er nýtt almannatengsla-, markaðs- og auglýsingafyrirtæki. Helstu eigendur eru Hallur Hallsson, Sigursteinn Másson og Einar Magnús Magnússon. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 125 orð

Argnor Wireless Ventures fjárfestir í Maskina

ÁHÆTTUFAGFJÁRFESTIRINN Argnor Wireless Ventures hefur fjárfest í hugbúnaðarfyrirtækinu Maskina ehf. Auk fjárfestingarinnar mun Argnor veita aðgang að tengslaneti sínu, en mörg af stærstu símafyrirtækjum heims eru meðal hluthafa Argnor. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 182 orð

Athygli kaupir Umsjón

ATHYGLI hefur keypt fyrirtækið Umsjón - verkefnastjórnun ehf. og hefur annar aðaleigandi fyrirtækisins, Helga Guðrún Jónasdóttir, þegar tekið til starfa sem ráðgjafi hjá Athygli. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 340 orð | 2 myndir

Bátar

Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist. afla Sjóf. Löndunarst. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 415 orð | 1 mynd

Breytingar á eignarhlut í Eddu - miðlun & útgáfu hf.

MÁL og menning-Heimskringla hf. hefur eignast meirihluta í Eddu - miðlun og útgáfu hf., eða 56% hlut, eftir hlutafjáraukningu í félaginu. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 454 orð

Bræla

NÁNAST stöðug bræla setur heldur betur svip sinn á sjósóknina í upphafi árs. Minni bátar hafa lítið sem ekkert farið á sjó, en síldar- og loðnuskip gátu aðeins kroppað strax eftir áramót, en liggja nú flest í höfn og bíða af sér bræluna. Togararnir eru nánast þeir einu, sem eitthvað hafa getað athafnað sig og stóru línubátarnir virðast alltaf mokfiska, hvernig sem viðrar. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 657 orð

Erfiðleikar í laxeldi

VERÐMÆTI útfluttra sjávarafurða frá Noregi dróst saman um 2,4% á síðasta ári. Helzta skýring þess er að verð á eldislaxi lækkaði verulega. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 531 orð | 1 mynd

Er heima best?

Fjárfestingarfélagið Gaumur ehf., sem er í eigu Jóhannesar Jónssonar og fjölskyldu, og Kaupþing tilkynntu til Verðbréfaþings Íslands í árslok að félögin hefðu gert með sér valréttarsamning með hlutabréf í Baugi fyrir 250 milljónir króna að nafnvirði. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 14 orð | 1 mynd

Erlend skip

Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 167 orð | 1 mynd

Ford og GM segja upp 15 þúsund manns

BÚIST er við að bílaframleiðendurnir Ford og General Motors (GM) tilkynni í þessari viku um uppsögn a.m.k. 15 þúsund starfsmanna alls. Framleiðslugeta Ford er of mikil miðað við eftirspurn og því er óhjákvæmilegt að hluta starfsfólks verði sagt upp. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 40 orð | 1 mynd

Frystiskip

Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 155 orð

Gjaldeyrisforðinn minnkar

GJALDEYRISFORÐI Seðlabankans dróst saman um 400 milljónir króna í desember og nam 36,6 milljörðum króna í lok mánaðarins (jafnvirði 355 milljóna Bandaríkjadala á gengi í mánaðarlok). Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 317 orð | 1 mynd

Góð afkoma í fyrra

ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Bergur-Huginn ehf. í Vestmannaeyjum gerir út tvö ísfisktogskip, Smáey VE 144 og Háey VE 244 auk frystitogarans Vestmannaeyjar VE 54. Þá hafa útgerðarfélögin Emma ehf. og Hörgaeyri ehf. verið sameinuð rekstri BH. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 112 orð | 1 mynd

Harpa-Sjöfn áfram með International-skipamálningu

INTERNATIONAL-skipamálning verður á boðstólum hjá Hörpu-Sjöfn hf. en International Paint er stærsti framleiðandi skipamálningar í heiminum með um þriðjung heimsmarkaðarins. Harpa og Sjöfn sameinuðust hinn 1. september sl. þegar til varð Harpa-Sjöfn hf. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 467 orð | 1 mynd

Hluthafar Gildingar fái 14,99% hlut í Búnaðarbankanum

STJÓRNIR Búnaðarbanka Íslands hf. og Gildingar fjárfestingarfélags ehf. hafa komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að eðlileg skipting hlutafjár á milli hluthafa hvors um sig verði þannig að sem gagngjald fyrir hluti sína í Gildingu ehf. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 13 orð | 1 mynd

Humarbátar

Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 88 orð

Íslensk verðbréf með starfsemi á Ísafirði

Íslensk verðbréf hf. og Lífeyrissjóður Vestfirðinga hafa gengið frá samkomulagi um að Íslensk verðbréf hf. annist stýringu á hluta verðbréfaeignar Lífeyrissjóðs Vestfirðinga. Í framhaldinu er stefnt á að auka samstarf þessara aðila enn frekar. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 444 orð | 1 mynd

Kaupþing stefnir að kaupum á Aragon Holding

KAUPÞING banki hf. hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á sænska verðbréfafyrirtækinu Aragon Holding AB. Fyrirtækið sinnir allri hefðbundinni starfsemi fjárfestingabanka og er með starfsemi á sjö stöðum í Svíþjóð. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 367 orð | 1 mynd

Langþráður draumur margra rætist

LANGÞRÁÐUR draumur margra rættist við það að opnað var fyrir færslu einstaklingsrekstrar yfir í einkahlutafélög án þess að til skattlagningar komi, að sögn Árna Harðarsonar, yfirmanns skatta- og lögfræðisviðs Deloitte & Touche hf. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 53 orð | 1 mynd

Lánstraust yfirtekur dómasafn

LÁNSTRAUST hf. hefur yfirtekið Dómasafn Íslex og prentsmiðjunnar Odda en þau hafa frá 1994 staðið saman að útgáfu safns dóma Hæstaréttar Íslands á tölvutæku formi. Lánstraust hf. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 139 orð | 1 mynd

Leitað að Britney Spears á Netinu

PlayStation 2, Britney Spears, Napster, World Trade Center, Nostradamus, Nokia, Osama bin Laden og miltisbrandur (anthrax) voru vinsælustu leitarorðin á tveimur af stærstu leitargáttum í Bandaríkjunum, google.com og yahoo.com, á síðasta ári. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 50 orð | 1 mynd

Loðnuskip

Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 202 orð | 1 mynd

Marel stofnar dótturfyrirtæki í Ástralíu

MAREL hf. hefur stofnað dótturfélag í Ástralíu og tekur það til starfa nú í janúar. Marel Ástralía mun sjá um sölu, markaðssetningu og þjónustu við viðskiptavini í Eyjaálfu. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 281 orð | 1 mynd

Markaðshlutur minni fyrirtækja eykst

Velta fjarskiptamarkaðarins í heild á árinu 2000 var um 20 milljarðar króna. Þar af nam velta Landssímans 16 milljörðum króna eða rúmum 80%. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 47 orð | 1 mynd

Markaðsráð Akraness stofnað

STOFNFUNDUR Markaðsráðs Akraness verður haldinn í dag. Á fundinum verður lögð fram tillaga um nýjar samþykktir og lög fyrir Markaðsráð Akraness, MRA, en tilgangur þess verður að endurvekja heildarsamtök atvinnulífsins á Akranesi. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 122 orð | 1 mynd

Ný stjórn Snorra Þorfinnssonar ehf.

NÝ stjórn Snorra Þorfinnssonar ehf., sem meðal annars stóð að stofnun Vesturfarasetursins á Hofsósi árið 1996, hefur verið skipuð. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 164 orð | 1 mynd

Ný tegund fiskibáta reynist vel

"Þetta er alveg afbragðsgóður bátur og mikill munur frá bátnum sem ég átti áður," segir Magnús Gústafsson, eigandi og útgerðarmaður Hafbjargar ST 77, í samtali við Morgunblaðið, en báturinn er gerður út á krókaflamarki frá Hólmavík. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 99 orð | 1 mynd

Rækjubátar

Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 173 orð | 1 mynd

Saltfiskur að hætti Lyon-búa

Nú er jólaveizlan liðin og kominn tími til að huga að hollara mataræði. Eins og allir vita er lífið saltfiskur og nú hugum við að matreiðslu á saltfiski að hætti íbúa frönsku borgarinnar Lyon. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 94 orð | 1 mynd

Síldarbátar

Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 123 orð | 1 mynd

Síminn og Nýherji í samstarf

LANDSSÍMINN og Nýherji hf. hafa gert með sér rammasamning um vinnu Nýherja á sviði hugbúnaðarþjónustu og -þróunar fyrir hin ýmsu kerfi Símans, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Verkefni sem falla undir samninginn eru m.a. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 50 orð | 1 mynd

Skelfiskbátar

Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 89 orð | 1 mynd

Skipum fjölgar

Í ÁRSBYRJUN voru samtals 2.465 skip á aðalskipaskrá Siglingastofnunar Íslands, en voru árið á undan 2.428. Heildarfjölgun í flotanum er því 37 skip. Á aðalskipaskrá í upphafi þessa árs voru 1.136 þilfarsskip samtals 230. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 374 orð | 1 mynd

Stærsti samningur Median til þessa

REIKNISTOFA bankanna og Fjölgreiðslumiðlun hf. (FGM) hafa gert samning við hugbúnaðar- og þjónustufyrirtækið Median-Rafræna miðlun hf. um kaup á nýju færslumiðlunar- og söfnunarkerfi vegna debet- og kreditkorta. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 140 orð | 1 mynd

Togarar

Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 135 orð

Tæplega 1,6 milljónir gesta í Smáralind

ALLS komu tæplega 1,6 milljónir gesta í Smáralind á rúmlega 2½ mánaðar tímabili, þ.e. frá opnun verslunarmiðstöðvarinnar hinn 10. október sl. og til ársloka 2001. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 293 orð

Urmull af ormum og veirum

Búist er við enn öflugri árásum tölvuveira á þessu ári en á því sem nú var að líða. Jafnvel er talið að tæknin muni gera tölvuþrjótum kleift að ráðast á stýrikerfi farsíma og lófatölva á komandi ári, en um það eru skiptar skoðanir. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 538 orð | 1 mynd

Vátryggingamiðlunin Ísvá opnar starfsstöðvar erlendis

VÁTRYGGINGAMIÐLUNIN Ísvá hefur opnað starfsstöðvar í Danmörku og Lettlandi og miðlar þar m.a. tryggingum Allianz og Friends Provident en Ísvá hefur einkaleyfi á að miðla vörum Allianz í Danmörku. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 547 orð | 1 mynd

Viðræðum Baugs við Arcadia haldið áfram

VIÐRÆÐUM um hugsanlega yfirtöku Baugs hf. á bresku verslanakeðjunni Arcadia Group verður haldið áfram, samkvæmt yfirlýsingu frá félögunum í gær. Þar kemur fram að ekki sé gert ráð fyrir að viðræðunum ljúki fyrir lok þessa mánaðar. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 790 orð | 1 mynd

Þorskgildrur og tveggja poka troll

HARALDUR Einarsson er 35 ára, fæddur og uppalinn í Garðabæ. Hann stundaði sjómennsku með skóla og lauk prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1992. Meira
10. janúar 2002 | Viðskiptablað | 74 orð | 1 mynd

Þrjú fyrirtæki semja við Tal um GSM-þjónustu

BAUGUR, Vífilfell og VÍS hafa samið við Tal um alla GSM-farsímaþjónustu fyrir félögin. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.