Greinar sunnudaginn 3. febrúar 2002

Forsíða

3. febrúar 2002 | Forsíða | 260 orð

Argentína sögð ramba á barmi stjórnleysis

MIKIL spenna ríkti í Argentínu í gær eftir að forsetinn, Eduardo Duhalde, hafði gagnrýnt harðlega hæstarétt landsins og varað við yfirvofandi stjórnleysi. Meira
3. febrúar 2002 | Forsíða | 189 orð | 1 mynd

Leitað í grafreitum í Karachi

PAKISTANSKIR lögreglumenn leituðu í fyrrinótt í grafreitum að vísbendingum um örlög bandaríska blaðamannsins Daniels Pearls, sem íslömsk öfgasamtök rændu í Karachi fyrir rúmum tíu dögum. Meira
3. febrúar 2002 | Forsíða | 372 orð | 1 mynd

Sharon fundar á laun með Palestínumönnum

ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, gaf hvergi eftir á fyrsta fundinum sem hann hefur haldið með palestínskum fulltrúum síðan hann tók við embætti í fyrra, og sagði að engir pólitískir samningar yrðu gerðir fyrr en ofbeldisverkum linnti, að því er... Meira

Fréttir

3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 126 orð

17 íþróttamenn hljóta styrk ÍTK

ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Kópavogs (ÍTK) hefur afhentstyrki úr afrekssjóði ráðsins fyrir árið 2002. Til úthlutunar voru tvær milljónir króna og samþykkti ÍTK að veita sautján íþróttamönnum styrki að þessu sinni. Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 392 orð

550 þúsund í bætur vegna gæsluvarðhalds

ÍSLENSKA ríkið hefur verið dæmt til að greiða manni 550 þúsund í bætur en hann sat í gæsluvarðhaldi í níu daga grunaður um skjalafals og tollsvik vegna innflutnings á notuðum bílum frá Þýskalandi. Maðurinn var sýknaður í héraði og var dómnum ekki... Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 286 orð

Athugandi hvort skilgreina á rétt barna til leikskóla

BJÖRN Bjarnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum, segist tilbúinn til að skoða til hlítar hvort skilgreina eigi rétt allra barna frá t.d. 1½ árs eða 2 ára aldri til leikskólavistar. Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 1135 orð | 2 myndir

Auknar bókanir frá Norðurlöndum

Í NÆSTU sumaráætlun Flugleiða verður ferðum til áfangastaða í Ameríku fækkað um 7 í viku miðað við síðustu sumaráætlun og verða þær þá 24 í viku. Lögð verður meiri áhersla á að fjölga farþegum til og frá Íslandi. Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 78 orð

Á annan tug sinubruna

SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðisins fór í á annan tug útkalla á föstudag vegna sinubruna. Voru útköllin í þremur sveitarfélögum, Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi. Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 101 orð

Áhrif Evróputilskipana á íslenskan vinnumarkað

NÁMSKEIÐ verður um áhrif Evróputilskipana á íslenskan vinnumarkað hjá Endurmenntunarstofnun HÍ, þriðjudaginn 5. febrúar og þriðjudaginn 12. febrúar, kl. 9-12. Farið verður yfir helstu atriði EES-samningsins og þróun í reglum Evrópusambandsins s.s. Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 281 orð

Átak í bílastæðamálum fatlaðra

MIKIL brögð eru að því að ófatlaðir ökumenn virði ekki bílastæði fatlaðra og hreyfihamlaðra fyrir framan stórverslanir, sjúkrahús, læknastofur, banka og aðrar mikilvægar þjónustustofnanir. Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 187 orð

Bjórverksmiðja seld á 41 milljarð ÍSLENDINGARNIR...

Bjórverksmiðja seld á 41 milljarð ÍSLENDINGARNIR þrír sem stofnuðu bjórverksmiðjuna Bravo í Pétursborg í Rússlandi árið 1998 hafa gert bindandi samkomulag við fyrirtækið Heineken um að selja því verksmiðjuna í Pétursborg. Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 130 orð

Bólusett gegn meningókokkum

RÍKISSTJÓRNIN ákvað á föstudag að tillögu heilbrigðisráðherra að hefja undirbúning að bólusetningu vegna meningókokka C hér á landi en sýkillinn veldur heilahimnubólgu, sem er lífshættuleg. Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 379 orð | 1 mynd

Dýrar náttúruperlur verndaðar

INNAN Samfylkingarinnar er verið að skoða möguleika á stofnun þjóðgarðs um þau víðerni, sem ósnortin verða norðan Vatnajökuls verði ráðist í virkjun við Kárahnjúka. Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 177 orð

Eldur í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði

ELDUR kom upp í gamla Alþýðuhúsinu á Strandgötu 34 í Hafnarfirði laust fyrir klukkan fimm í gærnótt. Slökkviliðsbílar voru sendir frá þremur slökkviliðsstöðvum á höfuðborgarsvæðinu og gekk vel að slökkva eldinn. Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Ferðaáætlun Ferðafélagsins komin út

ÚT er komin ferðaáætlun Ferðafélagsins fyrir árið 2002. Á 75. afmælisári félagsins var útliti áætlunarinnar breytt, hún er í A5 broti og 36 blaðsíður með fjölda landslagsmynda. Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Fistölvutenging í rútubíl

KOMIÐ hefur verið búnaði fyrir tengingar fyrir fistölvur í einn langferðabíla Hópbíla. Er þetta bíll af gerðinni Renault Iliade, sem forráðamenn Hópbíla segja að sé flaggskip flotans. Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Frestað verði ákvörðun um innflutning plantna

Garðyrkjuskóli ríkisins, Reykjum í Ölfusi, stóð fyrir fjölmennri ráðstefnu nýverið, sem bar yfirskriftina; "Innflutningur á plöntum - hvað má og hvað ekki? Meira
3. febrúar 2002 | Erlendar fréttir | 967 orð | 1 mynd

Grimm örlög kolanámumannanna í Kína

SLYSIÐ varð á kvöldvaktinni. Uppi á yfirborðinu heyrðist einungis kæfður hvellur og það kom slinkur á talíurnar sem hífa kolin upp úr námunni. Neðanjarðar var ástandið sem í helvíti. Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 92 orð

Heilsudagar - námskeið gegn streitu

INNRITUN er hafin á Heilsudaga-námskeið gegn streitu í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Þetta er vikunámskeið haldið dagana 17. til 24. mars nk. Námskeiðin eru mjög fjölbreytt. Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 85 orð

Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík 135 ára

IÐNAÐARMANNAFÉLAGIÐ í Reykjavík er 135 ára í dag, sunnudaginn 3. febrúar. Félagið var stofnað 3. febrúar 1867 af hópi iðnaðarmanna í Reykjavík. Í gegnum árin hefur Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík markað spor í sögu Reykjavíkur. Meira
3. febrúar 2002 | Erlendar fréttir | 252 orð

Iðrast þess að hafa ekki upprætt...

Iðrast þess að hafa ekki upprætt Arafat ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, kveðst iðrast þess að hafa ekki látið myrða Yasser Arafat fyrir tuttugu árum í stríðinu í Líbanon. Ísraelska blaðið Maariv hafði þetta eftir Sharon á fimmtudag. Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 69 orð

Kviknaði í bíl á ferð

TVEIR menn sluppu ómeiddir þegar kviknaði í fólksbíl þeirra þar sem þeir voru að aka niður Kleifarheiðina austanverða á Barðaströnd í fyrrakvöld. Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 194 orð | 1 mynd

Landsliðinu þykir vænt um stuðning þjóðarinnar

LIÐSMENN íslenska karlalandsliðsins í handbolta eru þakklátir fyrir þann mikla stuðning og hlýhug sem þeir finna frá þjóðinni, en undanfarna daga hafa þeim borist tugir heillaskeyta og árnaðaróska frá fyrirtækjum jafnt sem einstaklingum á Íslandi. Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 122 orð

Listi Vöku kynntur

LISTI Vöku til Stúdentaráðs- og Háskólaráðskosninga, sem haldnar verða 20. og 21. febrúar, var kynntur á föstudag. Eftirfarandi skipa sætin á listunum tveimur: Listi Vöku til Stúdentaráðs er eftirfarandi: 1. Sigþór Jónsson, viðskiptafræði. 2. Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 161 orð

Matsskýrslu vegna Norðlingaölduveitu seinkar

LANDSVIRKJUN stefnir að því að skila skýrslu um mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Norðlingaölduveitu í lok þessa mánaðar og gæti úrskurður Skipulagsstofnunar þá legið fyrir í sumar. Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 99 orð

Málstofa um loftslagsbreytingar

LANDVERND og Umhverfisstofnun Háskóla Íslands boða til málstofu þriðjudaginn 5. febrúar kl. 17 í Lögbergi 101, Háskóla Íslands. Til umræðu verða loftslagsbreytingar og kolefnisbinding í gróðri og jarðvegi. Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 145 orð

Málstofa um sambúð tungumála

HELGI Skúli Kjartansson dósent, Baldur Sigurðsson dósent, Heimir Pálsson dósent og Þórunn Blöndal, lektor við Kennaraháskóla Íslands, halda málstofu á vegum Rannsóknarstofnunar KHÍ miðvikudag 6. febrúar kl. 16. Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 284 orð

Mikil fjölgun nema í meistara- og doktorsnámi

NEMENDUM Háskóla Íslands í meistara- og doktorsnámi hefur farið mjög fjölgandi síðustu ár. Nú eru 750 nemendur í framhaldsnámi og þar af 70 í doktorsnámi en fyrir þremur árum voru þeir um 280 og 20 þar af í doktorsnámi. Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 273 orð

Minnihlutinn íhugar sameiginlegt framboð

SJÁLFSTÆÐISMENN og framsóknarmenn á Húsavík íhuga sameiginlegt framboð í komandi bæjarstjórnarkosningum og ræða málin eftir helgi, en Sigurjón Benediktsson, oddviti sjálfstæðismanna, sagði sig úr bæjarstjórn á fimmtudag. Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 97 orð

Námskeið í skjalastjórnun

NÁMSKEIÐ Skipulags og skjala ehf. "Inngangur að skjalastjórnun" verður haldið miðvikudaginn 6. mars og fimmtudaginn 7. mars, kl. 13 - 16.30 báða dagana. Kennari er Sigmar Þormar M.A. Meira
3. febrúar 2002 | Erlendar fréttir | 348 orð | 1 mynd

Niðurgreiðslurnar fari til umhverfisverndar

BRESK nefnd, sem falið var að gera úttekt á landbúnaðinum í Bretlandi, hefur skilað af sér "tímamótaskýrslu" þar sem hvatt er til róttækrar breytingar á hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins. Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 110 orð

Notkun upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu

SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG Íslands boðar til ráðstefnu á Hótel Loftleiðum 6. febrúar um notkun upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu undir yfirskriftinni Betri upplýsingar - bætt heilsa. Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 93 orð

OA samtökin 20 ára

OA (Overeaters Anonymous) eru samtök fólks sem á við sameiginlegt vandamál að stríða - matarfíkn. Samtökin starfa á sama grundvelli og AA-samtökin og eru opin öllum þeim sem vilja hætta hömlulausu ofáti. Samtökin hafa starfað á Íslandi í 20 ár. Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 316 orð

Óhreyft við bryggju í hálfan annan mánuð

HIÐ nýja og glæsilega hafrannsóknaskip, Árni Friðriksson RE, verður að öllum líkindum bundið við bryggju í hálfan annan mánuð þar sem ekki er til nægilegt fé til að halda skipinu úti. Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 188 orð

Óvenju mörg tjón vegna frosts

UNDANFARNA daga hafa verið tilkynnt til forvarnardeildar Sjóvár-Almennra óvenju mörg tjón á sumarhúsum. Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 158 orð

Óþjóð á enda heims

SUMARLIÐI R. Ísleifsson sagnfræðingur heldur fyrirlestur í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands sem hann nefnir "Óþjóð á enda heims. Ísland sem and-útópía á liðnum öldum"", þriðjudaginn 5. febrúar kl. 12. Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 435 orð

"Höfum gert það sem okkur bar að gera fyrir fyrirtækið"

STUART Rose, yfirframkvæmdastjóri Arcadia-verslanakeðjunnar bresku, segir í viðtali við netútgáfu breska blaðsins Daily Telegraph í gær að sú ákvörðun stjórnar keðjunnar, að slíta viðræðum við íslenska fyrirtækið Baug um yfirtöku Baugs á keðjunni hafi... Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 596 orð | 1 mynd

Rafmagnstruflanir og viðbúnaður vegna snjóflóða

VEÐURSTOFAN lýsti yfir viðbúnaðarstigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og norðanverðum Tröllaskaga í gær. Rafmagnstruflanir voru víða um land og björgunarsveitarmenn önnum kafnir við að aðstoða fólk og bjarga verðmætum. Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 122 orð

Regína á kvikmyndahátíðinni í Berlín

ÍSLENSKA dans- og söngvamyndin Regína eftir Maríu Sigurðardóttur hefur verið valin til að keppa í flokknum "besta myndin" á alþjóðlegu barnamyndahátíðinni í Berlín í Þýskalandi. Barnamyndahátíðin er hluti af dagskrá kvikmyndahátíðinnar í... Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 880 orð | 2 myndir

Rekstur gengur framar vonum og matvælaframleiðslan í sókn

VEITINGA og ráðstefnuhúsið Höllin sem reist var á vatnstanknum í Eyjum sl. vor hýsir margvíslega starfsemi því auk ráðstefnu- og skemmtanahalds fer fram í húsinu stórvirk matvælaframleiðsla alla daga. Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 182 orð

*RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært karlmann um fertugt...

*RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært karlmann um fertugt fyrir manndráp af gáleysi, en hann er sakaður um að hafa hrist níu mánaða gamlan dreng svo harkalega að drengurinn hlaut áverka sem drógu hann til dauða. Meira
3. febrúar 2002 | Erlendar fréttir | 437 orð | 1 mynd

Segja Bush vilja útiloka fóstureyðingar

RÍKISSTJÓRN George W. Bush Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt að til standi að skilgreina fóstur sem börn og þá í þeim tilgangi, að ríkin geti aukið aðstoð og eftirlit með fátækum, þunguðum konum. Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Sigrún Magnúsdóttir gefur ekki kost á sér

SIGRÚN Magnúsdóttir, borgarfulltrúi, lýsti því yfir á fundi Framsóknarflokksins í Reykjavík í gær, þar sem samþykkt var sameiginlegt framboð Reykjavíkurlistans, að hún myndi ekki gefa kost á sér til setu á listanum við borgarstjórnarkosningarnar í vor. Meira
3. febrúar 2002 | Erlendar fréttir | 184 orð

* SKRIFSTOFA alríkisendurskoðanda Bandaríkjanna tilkynnti í...

* SKRIFSTOFA alríkisendurskoðanda Bandaríkjanna tilkynnti í gær að hún hygðist höfða mál á hendur Hvíta húsinu í því augnamiði að fá upplýsingar um hvernig nefnd sem Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, veitti forystu vann orkuáætlun sína. Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 116 orð

Trúarstef í kvikmyndum

FULLORÐINSFRÆÐSLA kirkjunnar og kvikmyndahópurinn Deus ex cinema standa fyrir námskeiði til að kynna rannsóknir á trúarstefjum í kvikmyndum sem hefur aukist verulega á síðustu árum. Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 244 orð | 1 mynd

Verðlaun afhent í eldvarnagetraun

LANDSSAMBAND slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna efndi til Eldvarnaviku, með sérstakri aðkomu Brunamálastofnunar, í nóvember/ desember s.l. sem var að þessu sinni 26. nóv. - 2. des. 2001. Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 799 orð | 1 mynd

Viðbrögð eru alveg frábær

Lilja Hilmarsdóttir er fædd í Hafnarfirði 1952. Útskr. úr Kvennaskólanum 1969 og lauk kennaraprófi v/ KHÍ 1973 og stúdentsprófi frá KHÍ 1974. B.A. í þýsku og sagnfræði frá HÍ 1981 og B.Ed. prófi frá KHÍ 1982. Próf frá Leiðsögumannaskóla Ísl. 1992. Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 383 orð

Vilja úrbætur á Vistheimilinu í Gunnarsholti

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun um málefni Vistheimilisins í Gunnarsholti, sem var lögð fram á fundi hreppsnefndar Rangárvallahrepps 31. Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Víða erfiðleikar í aftakaveðri

AFTAKAVEÐUR var um vestan- og norðanvert landið í gærdag og höfðu björgunarsveitarmenn í nógu að snúast við að aðstoða fólk og bjarga verðmætum. Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 215 orð

Þegar bókaðar 10-15 stórar ráðstefnur

MARKAÐS- og sölustarf hjá Flugleiðahótelum hf. vegna endurnýjaðs og stærra Hótels Esju í Reykjavík, sem tekið verður í notkun vorið 2003, hófst fyrir nokkru. Meira
3. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 307 orð | 3 myndir

Þyngdareftirlit Myllunnar-Brauðs

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Kristjáni Theodórssyni, framkvæmdastjóra framleiðslusviðs Myllunnar- Brauðs hf. (MB). "Í tilefni af þyngdarkönnun sem Neytendasamtökin gerðu hinn 15. janúar sl. Meira

Ritstjórnargreinar

3. febrúar 2002 | Leiðarar | 280 orð

4.

4. febrúar 1992 : "Árið 1992 verður fimmta samdráttarárið í röð í þjóðarbúskap Íslendinga. Spáð er 6% minni þjóðartekjum en í fyrra, m.a. vegna aflasamdráttar. Meira
3. febrúar 2002 | Leiðarar | 1845 orð | 2 myndir

Reykjavíkurbréf

Það fer varla á milli mála, að sala þriggja Íslendinga, þeirra Björgólfs Guðmundssonar, Björgólfs Thors Björgólfssonar og Magnúsar Þorsteinssonar, á bjórverksmiðju í Pétursborg í Rússlandi, er einn stærsti, ef ekki stærsti viðskiptasamningur af þessu... Meira
3. febrúar 2002 | Leiðarar | 462 orð

Vítisenglar

Það er sérstök ástæða til að fagna því hvað lögreglan á Íslandi hefur tekið þá hættu, sem stafar af hinum svonefndu Vítisenglum, föstum tökum. Viðbrögð lögreglunnar og aðgerðir síðustu sólarhringa hafa vakið þjóðarathygli. Meira

Menning

3. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 67 orð

* ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Caprí-tríóið á sínum...

* ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Caprí-tríóið á sínum stað kl. 20:00 til 23:30. * CAFÉ ROMANCE: Liz Gammon syngur og leikur á píanó. * HÁSKÓLABÍÓ: Aukasýning á Málarinn og sálmurinn hans um litinn klr. 14. Meira
3. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 901 orð | 4 myndir

Baráttan um völdin

ÞAU heita Dagbjört Rós Helgadóttir, Kári Gunnarsson og Andri Ómarsson og leika Guðmundu, Magga og Dodda í kvikmyndinni Gemsar eftir Mikael Torfason sem frumsýnd var á föstudaginn. Meira
3. febrúar 2002 | Menningarlíf | 57 orð | 1 mynd

Blái hnötturinn á Spáni

SAGAN af bláa hnettinum, eftir Andra Snæ Magnason er komin út á Spáni. Bókaútgáfan Omega í Barselónu gefur út. Meira
3. febrúar 2002 | Menningarlíf | 170 orð | 1 mynd

Borgarleikhúsið "Vinna með Ibsen" nefnist fyrirlestur...

Borgarleikhúsið "Vinna með Ibsen" nefnist fyrirlestur sem norski leikstjórinn Terje Mærli heldur kl. 16. Meira
3. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 339 orð | 1 mynd

Einhver kjallaratónlist

HANN kallar sig Stafrænan Hákon en vinir hans þekkja hann sem Ólaf. Í fyrra gaf okkar maður út heimagerðan hljómdisk undir hinu athyglisverða heiti ...eignast jeppa , hvar innihaldið er lágstemmt sveimrokk í anda Mogwai og skyldra sveita. Meira
3. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 174 orð | 1 mynd

Fleiri fiskar í sjónum?

Bandaríkin 1999. Góðar stundir VHS. Öllum leyfð. (100 mín.) Leikstjórn og handrit Paul Lazarus. Aðalhlutverk Timothy Daly, Olivia d'Abo, Jami Getz. Meira
3. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 217 orð | 1 mynd

Framsækin afturför

Meira af því svipaða frá frá Efnabræðrunum íðilfögru - í fjórða sinn. Richard Ashcroft og Beth Orton ljá barka sína. Meira
3. febrúar 2002 | Kvikmyndir | 619 orð | 1 mynd

Gemsakynslóðin

Leikstjóri og handritshöfundur: Mikael Torfason. Kvikmyndataka: Jakob Ingimundarson. Tónlist: Gunnar Lárus Hjálmarsson. Klipping: Sigvaldi J. Kárason. Aðalleikendur: Halla Vilhjálmsdóttir, Andri Ómarsson, Guðlaugur Karlsson, Matthías Matthíasson, Kári Gunnarsson, Dagbjört Rós Helgadóttir, Fanny Ósk Guðmundsdóttir, Sigurður Skúlason, Skúli Gautason, Guðný Ragnarsdóttir. Zik Zak kvikmynd. Ísland 2001. Meira
3. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 155 orð | 3 myndir

Greið gata á Gauknum

SÁ merkisviðburður átti sér stað síðastliðið fimmtudagkvöld að hið upprunalega KK band kom saman, til söngs og tralls. Meira
3. febrúar 2002 | Leiklist | 1145 orð | 1 mynd

Harmleikur í brotum

Höfundur skáldsögu: Lev Tolstoj. Höfundur leikgerðar: Helen Edmundson. Þýðing: Árni Bergmann. Leikstjórn: Kjartan Ragnarsson. Tónlist: Egill Ólafsson. Lýsing: Páll Ragnarsson. Búningar: Elín Edda Árnadóttir. Leikmynd: Gretar Reynisson. Meira
3. febrúar 2002 | Myndlist | 878 orð | 2 myndir

Hrif af landi

Opið alla daga frá kl. 10-18. Til 10. mars. Aðgangur 500 krónur, gildir einnig í Ásmundarsafn og á Kjarvalsstaði. Sýningarskrá/ bók frá listahöllinni í Malmö, með þýðingum á öllum ritgerðum í henni 3.500 kr. Meira
3. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 296 orð | 1 mynd

Íslenski hesturinn settur í öndvegi

FLJÚGANDI FÁKAR heitir heimildarmynd sem sýnd verður í Sjónvarpinu kl. 20.05. Höfundur hennar er Hinrik Ólafsson leikari en hann vann myndina í samstarfi við Saga Film. Meira
3. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 209 orð | 1 mynd

Íþróttaviðurkenningar í Húnaþingi vestra

VIÐURKENNING Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga, Íþróttamaður ársins 2001, var veitt á dögunum í Félagsmiðstöðinni Órion á Hvammstanga. Í fyrstu þremur sætum urðu Haukur Friðriksson, Hafdís Ýr Óskarsdóttir og Hrund Jóhannsdóttir. Meira
3. febrúar 2002 | Menningarlíf | 491 orð | 1 mynd

Kórskóli í Hafnarfirði

TÓNLISTARLÍF í Hafnarfirði stendur í blóma um þessar mundir. Í haust var stofnaður þar nýr tónlistarskóli, Kórskóli Hafnarfjarðar, en stofnendur hans eru hjónin Kjartan Ólafsson og Elín Ósk Óskarsdóttir. Meira
3. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 166 orð | 1 mynd

Kristín Rós íþróttamaður Reykjavíkur

KRISTÍN Rós Hákonardóttir sundkona var valin íþróttamaður Reykjavíkur 2001 af Íþróttabandalagi Reykjavíkur á dögunum. Það var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sem veitti Kristínu viðurkenningu í verðlaunahófi í Höfða. Meira
3. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 215 orð | 1 mynd

Lífskraftur

ÞÁ er fyrrum söngspíra bresku sveitarinnar Verve, Richard Ashcroft, farinn að undirbúa næstu skífu sína. Og segir hann hana til muna einfaldari en síðasta verk, Alone With Everybody , en sú fékk talsverð ámæli fyrir að vera helst til flúruð. Meira
3. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 701 orð | 2 myndir

Menning eða afþreying?

Myndasaga vikunnar er The Golem's Mighty Swing eftir James Sturm sem skrifar og teiknar. Bókin er gefin út af Drawn and Quarterly Publications. Bókin fæst í myndasöguversluninni Nexus. Meira
3. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 197 orð | 1 mynd

Miðasala hafin á tónleika Godspeed you black emperor!

Þá er það loksins orðið staðfest að kanadíska síðrokksveitin Godspeed you black emperor mun spila hérlendis. Tónleikarnir munu fara fram í Íslensku óperunni 13. Meira
3. febrúar 2002 | Menningarlíf | 119 orð | 1 mynd

Minningardagskrá í Listaklúbbnum

"ÉG sé ljósið" er yfirskrift minningardagskrár um sænsku skáldkonuna Astrid Lindgren sem verður í Listaklúbbi Leikhúskjallarans annað kvöld, mánudagskvöld, kl. 20.30. Lindgren lést 28. janúar síðastliðinn 94 ára að aldri. Meira
3. febrúar 2002 | Menningarlíf | 257 orð | 1 mynd

Minningar frá síldarárunum

Leikfélag eldri borgara, Snúður og Snælda, frumsýnir tvo leikþætti í dag kl. 16 í Ásgarði í Glæsibæ. Meira
3. febrúar 2002 | Menningarlíf | 1447 orð | 1 mynd

Músík í pípulögn

ÁRIÐ 1915 datt Tómasi Alva Edison í hug að hugsanlega mætti auka framleiðni verksmiðjufólks með því að leika fyrir það tónlist. Hann gerði tilraun með þetta, kom með fónógraf, flottustu græjur þess tíma inn í vindlaverksmiðju og spilaði músík. Meira
3. febrúar 2002 | Menningarlíf | 463 orð | 1 mynd

"Fullkomnun og dirfska í túlkun"

Arriaga-strengjakvartettinn frá Belgíu leikur á Sunnudagsmatinée í Ými í dag. Bergþóra Jónsdóttir segir frá þessum snillingum og spjallar við sellóleikaran Luc Tooten um einkafiðluleikara Rússakeisara, íslenska tónlistarvini og fleira. Meira
3. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 218 orð | 1 mynd

Rembihnútur í rökkrinu

Bandaríkin 2000. Skífan VHS. Bönnuð innan 16 ára. (102 mín.) Leikstjórn og handrit Russel DeGrazier. Aðalhlutverk Matthew Settle, Tom Everett Scott, Gretchen Mol, Samantha Mathis. Meira
3. febrúar 2002 | Menningarlíf | 355 orð | 1 mynd

Samsett verk

Til 11. febrúar. Opið miðvikudaga til mánudaga frá kl. 11-17. Meira
3. febrúar 2002 | Menningarlíf | 1398 orð | 1 mynd

Sex útileiksýningar samdægurs

Í ÁGÚST verður frumsýnd byggðaleiksýning í Jönköping léni í Svíþjóð þar sem sex sveitarfélög hafa sameinast um eitt stærsta slíkt verkefni sinnar tegundar í Svíþjóð. Meira
3. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 398 orð | 1 mynd

Snarl 4

"LÖGIN í Gemsum gefa smjörþefinn af því sem íslenskir krakkar eru að hlusta á í dag og endurspegla fjölbreytnina. Hér sullast tegundirnar saman - Rokk og raf, rapp og popp - enda er ekkert eðlilegra en víðsýni. Meira
3. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 878 orð | 3 myndir

Spilagleðin er málið

Allt fjörið í rokkinu virðist vera vestan hafs; þaðan koma þær hljómsveitir sem mesta athygli vekja í dag og eru að leika forvitnilegustu tónlistina. Nefndar eru til sögunnar tvær nýjar sveitir, Black Rebel Motorcycle Club og Andrew W.K. Meira
3. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 142 orð | 1 mynd

Sönn sakamál

Ástralía, 2001. Skífan, VHS. (99 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn: Peter Andrikidis. Aðalhlutverk: Colin Friels, Martin Sacks og Geoff Morrell. Meira
3. febrúar 2002 | Menningarlíf | 159 orð

Þrjú menningarnámskeið

ÞRJÚ námskeið á menningarsviði eru að hefjast hjá Endurmenntun HÍ og eru þau öllum opin. Fordómar er viðfangsefnið á heimspekinámskeiði sem hefst á þriðjudag og byggist á rökræðum og þekkingarfræðilegri greiningu á dæmum og hugmyndum manna um fordóma. Meira

Umræðan

3. febrúar 2002 | Bréf til blaðsins | 132 orð

Áhrif auglýsinga á börn

Í dag sá ég að Samkeppnisstofnun hafði bannað auglýsingu Allianz, með barninu sem dettur út um gluggann. Um daginn fór 3 ára sonardóttir mín allt í einu að segja mér frá barni sem var að detta út um glugga og manni sem greip blóm en lét barnið detta. Meira
3. febrúar 2002 | Bréf til blaðsins | 493 orð

Hamagangur á Hörðuvöllum Í HAFNARFIRÐI er...

Hamagangur á Hörðuvöllum Í HAFNARFIRÐI er verið að byggja nýjan Lækjarskóla á Hörðuvöllum. Byggingarmenn hamast þarna frá morgni til kvölds, íbúum í hverfinu til mikillar mæðu, a.m.k. þeim okkar sem enn hafa óskerta heyrn. Meira
3. febrúar 2002 | Bréf til blaðsins | 643 orð

Misbrestur á eftirliti með dagmóður

BERGUR Felixson, framkvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur, og Kristín Blöndal, formaður Leikskólaráðs Reykjavíkur, voru gestir í Kastljósi Sjónvarpsins sl. Meira
3. febrúar 2002 | Aðsent efni | 1175 orð | 4 myndir

RAUNHÆF AÐGERÐ Í BYGGÐAMÁLUM

Tekjuskattur og tryggingagjald, segir Haraldur L. Haraldsson, verði lægri á fyrirtæki á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Meira
3. febrúar 2002 | Aðsent efni | 2403 orð | 1 mynd

UM GAGNRÝNI Á STÖRF ÖRORKUNEFNDAR

Ég tel hins vegar að mjög lítill hluti þeirrar gagnrýni sem fram kom í umræddri blaðagrein, segir Ragnar Halldór Hall, sé heiðarlegur. Meira

Minningargreinar

3. febrúar 2002 | Minningargreinar | 972 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR GUÐJÓNSSON

Guðmundur Guðjónsson fæddist á Lyngum í Meðallandi 6. júní 1927. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 25. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðjón Ásmundsson bóndi á Lyngum, f. 10.5. 1891, d. 13.11. 1978, og Guðlaug Oddsdóttir, f. 19.4. 1904, d. Meira  Kaupa minningabók
3. febrúar 2002 | Minningargreinar | 1913 orð | 1 mynd

Hólmfríður Ármannsdóttir

Hólmfríður S. Ármannsdóttir fæddist í Lindarbrekku á Hofsósi 11. apríl 1941. Hún lést á heilbrigðisstofnun Suðurnesja 26. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún K. Jóhannsdóttir frá Hofsósi, f. 5.3. 1921, d. 25.1. Meira  Kaupa minningabók
3. febrúar 2002 | Minningargreinar | 3919 orð | 1 mynd

KRISTÍN BJARKADÓTTIR

Kristín Bjarkadóttir fæddist í Reykjavík 9. maí 1981. Hún lést af slysförum sunnudaginn 27. janúar. Foreldrar hennar eru Bjarki Jóhannesson, forstöðumaður Þróunarsviðs Byggðastofnunar, f. 10. Meira  Kaupa minningabók
3. febrúar 2002 | Minningargreinar | 1770 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR

Sigríður Jónsdóttir fæddist á Teygingalæk í V-Skaftafellssýslu 1. apríl 1929. Hún lést á Selfossi 24. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Prestsbakkakirkju 2. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
3. febrúar 2002 | Minningargreinar | 2625 orð | 1 mynd

VALDIMAR ANDRÉSSON

Berg Valdimar Andrésson fæddist á Norðfirði 21. september 1909. Hann lést í sjúkrahúsinu í Neskaupstað 29. janúar síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

3. febrúar 2002 | Ferðalög | 180 orð | 1 mynd

Á skíðum um fjöll og firnindi

Á AUSTFJÖRÐUM er nú boðið upp á skíðagönguferðir á hefðbundnum sumargönguslóðum. Það er Ferðafélag Fjarðamanna sem býður upp á þessar skíðagöngur. Leiðsögumenn eru vanir skíðamenn og vel staðkunnugir. Meira
3. febrúar 2002 | Bílar | 558 orð | 5 myndir

Corolla T-Sport - aflmikill og sparneytinn

NÝ gerð Toyota Corolla kom á markað í byrjun árs. Bíllinn markar tímamót í sögu Corolla því þetta er níunda kynslóð bílsins og auk þess er hann gjörbreyttur og meira miðaður við þarfir Evrópubúa en áður. Meira
3. febrúar 2002 | Ferðalög | 421 orð | 1 mynd

Eyddi áramótunum í New York

Eymundur Sveinn Einarsson eyddi áramótunum í New York ásamt konunni sinni, Ásgerði Óskarsdóttur, og sonunum Búa og Einari sem eru 10 og 14 ára. Meira
3. febrúar 2002 | Ferðalög | 76 orð

Fosshótel veita 40% afslátt af gistingu

Í FEBRÚAR og mars bjóða Fosshótelin rúmlega 40% afslátt af gistingu. Tveggja manna herbergi í einanótt með morgunmat kostar þá 5.980 krónur í staðinn fyrir 10.500 krónur. Eins manns herbergi með morgunmat kostar nú 4.990 krónur í staðinn fyrir 9. Meira
3. febrúar 2002 | Ferðalög | 578 orð | 2 myndir

Fullt hús skíðafólks í Gray Ghost Inn

"VIÐ höfum haft mikið að gera og hótelið er fullbókað næstu helgar. Hérna er líka nægur snjór, enda hafa fallið um 40-50 sentimetrar af snjó í janúar. Meira
3. febrúar 2002 | Bílar | 159 orð | 1 mynd

Íslenska fyrir íslenska Benz-eigendur

TÖLVUTÆKNIN hefur nú rutt sér til rúms með afgerandi hætti í Mercedes Benz Actros-vörubílunum. Meira
3. febrúar 2002 | Ferðalög | 108 orð | 1 mynd

Íslenskt næturlíf í þýsku dagblaði

NÝLEGA var aðalefni ferðablaðs þýska dagblaðsins Die Zeit um Ísland og fjallaði greinin að megninu til um íslenskt næturlíf. Meira
3. febrúar 2002 | Bílar | 185 orð | 2 myndir

Kassalaga Lapin á markað í Evrópu

SUZUKI ætlar að gera alvöru úr því að setja smábílinn Lapin á markað, sem fyrirtækið frumsýndi á bílasýningunni í Tókýó sl. haust. Meira
3. febrúar 2002 | Bílar | 81 orð

Lada flutt í Dugguvog

FYRIR u.þ.b. einu ári var opnað nýtt Lada-umboð á Íslandi. Í grein um ódýra bíla sl. sunnudag láðist að geta þess að Lada er með þrjár gerðir bíla á undir 1,1 milljón kr. Lada fólksbíllinn kostar 940.000 kr., langbakurinn, þ.e. 111 Grand Tour, kostar... Meira
3. febrúar 2002 | Ferðalög | 336 orð | 1 mynd

Leigir út íbúðir á Ítalíu

Í FYRRA hóf Bergljót Leifsdóttir Mensuali, sem hefur um árabil verið búsett í Greve í Chianti á Ítalíu, að sjá um útleigu sumarhúsa í Flórens og Greve fyrir fasteignasöluna GEG Immobiliare í Flórens. Íslendingar voru meðal gesta í fyrrasumar. Meira
3. febrúar 2002 | Ferðalög | 44 orð | 1 mynd

Lufthansa með aðstöðu fyrir börn

FLUGFÉLAGIÐ Lufthansa kynnti nýlega aðstöðu á flugvellinum í Frankfurt sem er eingöngu ætluð börnum sem eru að ferðast ein, þ.e.a.s. án fullorðinna. Aðstaðan skiptist í tvennt, fyrir smábörn og eldri börn. Meira
3. febrúar 2002 | Bílar | 112 orð | 1 mynd

Mazda Cosmo 21

MAZDA sýnir sérstæðan sportbíl á bílasýningunni í Tókíó sem nú er nýafstaðin. Bíllinn heitir Cosmo 21. Þetta er tvennra dyra kúpubakur og með sama útliti og hinn upprunalegi Mazda Cosmo 110S sem kom á markað 1967. Meira
3. febrúar 2002 | Bílar | 138 orð | 1 mynd

Númeraplötur hækka um 50%

DÓMS- og kirkjumálaráðuneytið hefur dregið til baka hækkun á gjöldum fyrir að geyma númeraplötur ökutækja. Ráðuneytið tilkynnti 150% hækkun á þessum gjöldum 17. janúar sl. Eftir stendur að skráningarnúmeraplötur á ökutæki hækka um 50%. Meira
3. febrúar 2002 | Bílar | 243 orð | 2 myndir

Nýr Audi A8

AUDI A8 er orðinn átta ára gamall bíll og næsta haust verður arftakinn settur á markað. Audi ætlar sér að gera A8 að öruggasta bíl heims í sínum verð- og stærðarflokki. Nýlega náðust myndir þar sem frumgerðin var prófuð í Norður-Finnlandi. Meira
3. febrúar 2002 | Ferðalög | 93 orð | 1 mynd

Nýtt lúxushótel á Manhattan

Í VIKUNNI sem leið var opnað nýtt lúxushótel á Manhattan í New York , hótel Ritz-Carlton. Hótelið er með 298 herbergi og þar er marmari á baðherbergisgólfum, koddarnir eru með gæsadúni og gestir fá að gæða sér á frelsisstyttunni úr súkkulaði. Meira
3. febrúar 2002 | Bílar | 85 orð

Sala á Lexus fer vel af stað

JAFNMIKIÐ hefur selst af Lexus bílum á fyrstu fjórum vikum þessa árs og í janúar og febrúar 2001 samanlagt. Níu bílar seldust fyrstu fjórar vikur ársins. Lexus kom fyrst á markað hérlendis á árinu 2000. Það ár seldust 76 bílar en í fyrra seldust 79... Meira
3. febrúar 2002 | Ferðalög | 1749 orð | 3 myndir

Sumarhús í Evrópu, sólarströnd eða framandi staðir

Beint flug til Veróna á Ítalíu, páskaferð til Suður-Afríku, rómantískar borgarferðir, dvöl í sumarhúsahverfum víða í Evrópu og úrval ferða til Spánar og Portúgals er meðal þess sem ferðaskrifstofurnar bjóða upp á í sumar. Meira
3. febrúar 2002 | Bílar | 66 orð

Toyota Corolla

Vél: 1.796 rsm., fjórir strokkar, 16 ventla VVTL-i. Afl: 192 hestöfl við 7.800 sn./mín. Tog: 180 Nm við 6.800 sn./mín. Fjöðrun: McPherson að framan, snúningsfjöðrun að aftan. Lengd: 4.180 mm. Breidd: 1.710 mm. Hæð: 1.475 mm. Eigin þyngd: 1.255 kg. Meira
3. febrúar 2002 | Bílar | 166 orð

Ventill á soggrein dregur úr mengun

FYRIRTÆKIÐ bk BilBoX hefur hafið innflutning á litlum ventli, CB-26P, sem settur er á sogleiðslu að soggrein, á bremsurörið eða skrúfað beint á soggreinina. CB-26P stendur fyrir Clean Burn, (hreinn bruni), 2,6 Petrol (bensín). Meira
3. febrúar 2002 | Bílar | 805 orð | 3 myndir

Öryggi, afl og þægindi í XC90

FÁTT vakti jafn mikla athygli evrópskra fjölmiðla á bílasýningunni í Detroit og kynning á fyrsta alvörujeppa Volvo, XC90. Volvo framleiðir núna sjö gerðir bíla, þ.e. S40, V40, S60, V70, C70, Cross Country og S80. Meira

Fastir þættir

3. febrúar 2002 | Árnað heilla | 43 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 3. febrúar, er fimmtugur Garðar Hrafn Skaptason, Stórateig 20, Mosfellsbæ. Eiginkona hans er Svava Óla Stefánsdóttir . Í tilefni þessa eru þau með opið hús á heimili sínu í dag kl. Meira
3. febrúar 2002 | Fastir þættir | 801 orð | 1 mynd

Ástarjátning

Dagur Biblíunnar er í dag. Af því tilefni gluggar Sigurður Ægisson í þýðingarsögu hinnar gömlu og stórmerku bókar, heilagrar ritningar kristinna manna. Meira
3. febrúar 2002 | Fastir þættir | 116 orð

Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Þar...

Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Þar sem húsnæði Bridssambands Íslands í Síðumúla 37 er að verða tilbúið hafa deildir okkar ákveðið að endurvekja bridskvöld okkar á mánudögum. Mánudaginn 4. febrúar nk. kl. 19. Meira
3. febrúar 2002 | Fastir þættir | 92 orð | 2 myndir

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsmót nemenda í Háteigsskóla Sl. laugardag fór fram bridsmót í Háteigsskóla þar sem þátttakendurnir voru á aldrinum 10-12 ára og var spilað á 13 borðum. Meira
3. febrúar 2002 | Fastir þættir | 325 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

LÍKINDAFRÆÐIN kemur við sögu í vörn austurs gegn fjórum spöðum. Austur gefur; NS á hættu. Meira
3. febrúar 2002 | Árnað heilla | 20 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 2. júní sl. í Háteigskirkju af sr. Gísla H. Kolbeins Guðrún Elfa Tryggvadóttir og Baldvin Björn... Meira
3. febrúar 2002 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 21. júlí sl. í Bessastaðakirkju af sr. Þórhalli Heimissyni Dagný S. Jónsdóttir og Hringur Baldvinsson. Heimili þeirra er að Steinási 7,... Meira
3. febrúar 2002 | Í dag | 304 orð | 1 mynd

Hvað viltu mér, Kristur?

UM þessar mundir er að hefjast nýtt námskeið um kristna trú í Hafnarfjarðarkirkju undir heitinu "Hvað viltu mér, Kristur?" Á námskeiðinu verður leitað svara við ýmsum brennandi spurningum um málefni samtímans og kristinnar trúar. Meira
3. febrúar 2002 | Dagbók | 811 orð

(Préd. 7, 24.)

Í dag er sunnudagur, 3. febrúar, 34. dagur ársins 2002. Blasíusmessa. Orð dagsins: Fjarlægt er það, sem er, og djúpt, já djúpt. Hver getur fundið það? Meira
3. febrúar 2002 | Í dag | 491 orð

Reykjavíkurprófastsdæmi: Hádegisfundur presta verður í Bústaðakirkju...

Reykjavíkurprófastsdæmi: Hádegisfundur presta verður í Bústaðakirkju á morgun, mánudag 4. febr., kl. 12. Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk mánudagskvöld kl. 20. Háteigskirkja. Meira
3. febrúar 2002 | Fastir þættir | 283 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. Rc3 Rc6 3. f4 e6 4. Rf3 d5 5. Bb5 Rge7 6. Re5 Dd6 7. d3 a6 8. Bxc6+ bxc6 9. 0-0 f6 10. Rf3 Rg6 11. e5 Dc7 12. De2 Be7 13. Bd2 0-0 14. Hae1 Bd7 15. b3 Be8 16. Ra4 fxe5 17. fxe5 c4 18. dxc4 c5 19. Rb2 Bc6 20. cxd5 Bxd5 21. c4 Bb7 22. Rd3 a5 23. Meira
3. febrúar 2002 | Fastir þættir | 100 orð

Sparisjóðurinn í forystu hjá Bridsfélagi Akureyrar...

Sparisjóðurinn í forystu hjá Bridsfélagi Akureyrar Sex umferðum af níu er lokið í aðalsveitakeppni Bridsfélags Akureyrar og hafa tvær sveitir náð nokkru forskoti þótt allt geti gerst enn. Meira
3. febrúar 2002 | Dagbók | 43 orð

STÖKUR OG BROT

Sunna háa höfin á hvítum stráir dreglum, veröld má sinn vænleik sjá í vatna bláum speglum. Vinda andi í vöggum sefur, vogar þegja og hlýða á, haf um landið hendur vefur hvítt og spegilslétt að sjá. Meira
3. febrúar 2002 | Fastir þættir | 85 orð

Vesturlandsmót í sveitakeppni Vesturlandsmót í sveitakeppni...

Vesturlandsmót í sveitakeppni Vesturlandsmót í sveitakeppni verður spilað á Hótel Borgarnesi föstudaginn 8. febrúar og laugardaginn 9. febrúar. Skráningu skal lokið miðvikudag 6. febrúar fyrir kl. 23:00. Meira
3. febrúar 2002 | Fastir þættir | 480 orð

Víkverji skrifar...

Vinur Víkverja, sem búsettur er í Grafarvogi, notfærir sér gjarnan þjónustu útibús Landsbankans í hverfinu. Meira

Íþróttir

3. febrúar 2002 | Íþróttir | 764 orð | 2 myndir

Á ferð snillingur sem hefur ekki náð hátindi ferils síns

Undanfarin tvö til þrjú ár hefur Ólafur Stefánsson verið besti örvhenti leikmaðurinn sem er til í heimi handknattleiksins og í mínum huga ber hann af öðrum leikmönnum á Evrópumeistaramótinu, Ólafur stendur upp úr. Hann er einfaldlega sá allra besti og skyggir á alla aðra, sagði Daniel Costantini, fyrrverandi landsliðsþjálfari Frakka í handknattleik, þegar Ívar Benediktsson ræddi við hann í Västerås á föstudaginn og kannaði álit hans á Ólafi, sem hefur komið, séð og sigrað á EM. Meira
3. febrúar 2002 | Íþróttir | 515 orð | 1 mynd

Spá Argentínu sigri á HM

Enskir knattspyrnuunnendur spá því að Argentína verði heimsmeistari í knattspyrnu. Þetta kemur meðal annars fram í viðamikilli knattspyrnukönnun sem gerð var fyrir enska sambandið þar sem 4.500 manns voru spurðir um ýmislegt sem við kemur knattspyrnu. Meira

Sunnudagsblað

3. febrúar 2002 | Sunnudagsblað | 3459 orð | 3 myndir

Ákvörðunin um að hætta var alls ekki létt

Eftir tæplega 30 ára setu í bæjarstjórn hefur Sigurður J. Sigurðsson ákveðið að láta af starfi bæjarfulltrúa. Á þeim tíma hefur hann starfað með sex bæjarstjórum og tekið þátt í margvíslegri uppbyggingu Akureyrarbæjar. Kristján Kristjánsson ræddi við Sigurð um árin í bæjarpólitíkinni. Meira
3. febrúar 2002 | Sunnudagsblað | 936 orð | 2 myndir

Heilagur matur

ÍTÖLUM er mjög umhugað um matarmenningu sína og leggja mikið á sig til að viðhalda hefðum og siðum tengdum mat. Oft eru matarvenjurnar fléttaðar saman við hina kaþólsku trú sem einnig setur sterkan svip á ítalskt samfélag. Hver einasti dagur ársins er t. Meira
3. febrúar 2002 | Sunnudagsblað | 1510 orð | 1 mynd

Heilbrigðisstéttirnar þurfa að læra að vinna saman

Breyta á rekstri Karólínska sjúkrahússins í Stokkhólmi yfir í hlutafélag. Hildur Einarsdóttir ræðir við Maj-Len Sundin, forstjóra sjúkrahússins, um hvernig verið er að undirbúa starfsfólkið fyrir breytingarnar og um evrópska rannsókn á heilsufari kvenna í læknastétt sem hún hefur forgöngu um. Meira
3. febrúar 2002 | Sunnudagsblað | 1904 orð | 1 mynd

Heimildir fyrirtækja til að fylgjast með netnotkun starfsmanna

Þegar fjallað er um heimildir fyrirtækja til að fylgjast með netnotkun starfsmanna er rétt að benda á að þar togast á tvenns konar hagsmunir sem hvorir tveggju njóta stjórnarskrárverndar. Meira
3. febrúar 2002 | Sunnudagsblað | 2248 orð | 3 myndir

Hvönn - jurt erkiengilsins

Komin er á markaðinn jurtaveig sem ber nafnið Angelica og er unnin úr ætihvönn. Dr. Sigmundur Guðbjarnason hefur verið forvígismaður rannsókna sem leitt hafa til þessarar framleiðslu. Í samtali við Guðrúnu Guðlaugsdóttur ræðir hann um þessa jurtaveig, rannsóknir sínar og niðurstöður í bland við ýmsan annan fróðleik. Meira
3. febrúar 2002 | Sunnudagsblað | 1013 orð | 1 mynd

Íshokkílið Fálkanna og forsvarsmenn

Sigurdur Franklin (Frank) Frederickson (Fredrickson) Fyrirliðinn og miðherjinn Frank Fredrickson fæddist í Winnipeg 11. júlí 1895. Foreldrar hans voru Jón Vídalín Friðriksson Davíðssonar frá Hvarfi í Víðidal og Guðlaug S. Meira
3. febrúar 2002 | Sunnudagsblað | 752 orð

Landsaðgangur að gagnasöfnum

Á VEFNUM http . www . hvar . is er að finna upplýsingar og aðgang að um 31 gagnasafni, sem samið hefur verið um landsaðgang að auk 6.700 tímarit með aðgang að fullum texta og útdrættir úr 3.900 öðrum tímaritum. Jafnframt 330. Meira
3. febrúar 2002 | Sunnudagsblað | 1007 orð | 1 mynd

Myndi lifa lífinu eins

Marie Lysnes lætur háan aldur ekki aftra sér frá ritstörfum. Þessi fyrrverandi hjúkrunarkona á að baki ævintýralega ævi og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir starf sitt. Margrét Ísaksdóttir hitti Marie er hún dvaldist á Heilsustofnun Náttúrulækningafélagsins fyrir skemmstu. Meira
3. febrúar 2002 | Sunnudagsblað | 63 orð | 1 mynd

"Fálkarnir um alla framtíð"

Málverk af Ólympíu- og heimsmeisturum Fálkanna frá Winnipeg í Kanada í íshokkíi verður afhjúpað á sýningu í "Íslandshúsinu" í Salt Lake City í Bandaríkjunum í tengslum við Vetrarólympíuleikana, sem verða settir í borginni 8. febrúar nk. Steinþór Guðbjartsson skoðaði verkið í Winnipeg og gluggaði í ótrúlega sögu liðsins sem var skipað leikmönnum af annarri kynslóð Íslendinga í Vesturheimi og þurfti að líða fyrir upprunann./2 Meira
3. febrúar 2002 | Sunnudagsblað | 2756 orð | 10 myndir

"Fálkarnir um alla framtíð"

Málverk af Ólympíu- og heimsmeisturum Fálkanna frá Winnipeg í Kanada í íshokkíi verður afhjúpað á sýningu í "Íslandshúsinu" í Salt Lake City í Bandaríkjunum í tengslum við Vetrarólympíuleikana, sem verða settir í borginni 8. febrúar nk. Steinþór Guðbjartsson skoðaði verkið í Winnipeg og gluggaði í ótrúlega sögu liðsins sem var skipað leikmönnum af annarri kynslóð Íslendinga í Vesturheimi og þurfti að líða fyrir upprunann. Meira
3. febrúar 2002 | Sunnudagsblað | 1556 orð | 6 myndir

"Sjálfum sér eru þeir ennþá líkir sumir herrarnir hérna"

Jónasi Hallgrímssyni var látið í té fyrrum fangelsi þar sem hann gæti komið fyrir upphafi að "íslensku safni í Reykjavík", á þeim tíma er eljaraglettur voru milli danskra kaupmanna og bæjarfógeta út af íslensku. Pétur Pétursson rifjar upp sögu húss sem lengi var aðsetur Siemsensbræðra, steinsnar frá Stiptamtmannshúsi og Stjórnarráði. Meira
3. febrúar 2002 | Sunnudagsblað | 849 orð | 1 mynd

Símahlekkir

"Mér finnst ég hafa lifað marga mannsaldra í símamálum," sagði kona nokkur um daginn. Umfjöllunarefnið var farsímanotkun barna og unglinga samtímans. Meira
3. febrúar 2002 | Sunnudagsblað | 1405 orð | 2 myndir

Stærsta bókasafnið komið heim

Samningar um landsaðgang að rafrænum gagnasöfnum þykja einstakir. Kristín Gunnarsdóttir ræðir við Sólveigu Þorsteinsdóttur, forstöðumann bókasafns Landspítala - Háskólasjúkrahúss, og Þóru Gylfadóttur, verkefnisstjóra vefjarins í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni. Meira
3. febrúar 2002 | Sunnudagsblað | 3427 orð | 1 mynd

Stöðnun í Reykjavík undir stjórn R-listans

Björn Bjarnason vill að Reykjavík verði samkeppnisfær í alþjóðlegu samhengi. Í viðtali við Ragnhildi Sverrisdóttur kemur m.a. fram að hann vill efla miðborgina, bæta aðgengi borgarbúa að borgaryfirvöldum, taka á leikskólamálum, leysa vanda húsnæðislausra, taka á fjármálum borgarinnar af ábyrgð og auka svigrúm borgaranna. Meira
3. febrúar 2002 | Sunnudagsblað | 276 orð | 9 myndir

Táp og fjör í skjóli nætur

Næturlíf Reykjavíkurborgar ku rómað víða um hinn vestræna heim. Ljósmyndarinn Sigurður Jökull Ólafsson kynnti sér miðborgina vandlega að næturþeli. Meira
3. febrúar 2002 | Sunnudagsblað | 915 orð | 1 mynd

Um hvað verður barist?

ÞAÐ stefnir í spennandi borgarstjórnarkosningar í vor. Ég held að það sé ágætt. Einn versti óvinur og skaðvaldur lýðræðisins er sá, að stjórnarherrar hafi tögl og hagldir í valdastólum og gangi að sigrum vísum í hvert sinn sem kosið er. Meira
3. febrúar 2002 | Sunnudagsblað | 392 orð | 1 mynd

Vín vikunnar

VÍN vikunnar eru fjögur að þessu sinni, tvö bandarísk hvítvín og rauðvín frá tveimur ríkjum sem hafa verið að sækja mjög í sig veðrið á síðustu árum, Portúgal og Suður-Afríku. Hvítvínin eru bæði í dýrari kantinum en þau rauðu í ódýrasta flokknum. Meira

Barnablað

3. febrúar 2002 | Barnablað | 94 orð | 2 myndir

Eru dýr fyndin?

Sumir páfagaukar geta sagt brandara. Það er fyndið. Í mörgum teiknimyndum, eins og Tomma og Jenna, eru dýr fyndin. Ef maður fer í fjölleikahús má stundum sjá dýr gera ótrúlega fyndna hluti. En reyna dýr einhvern tímann að vera fyndin? Meira
3. febrúar 2002 | Barnablað | 300 orð | 5 myndir

Frumsamdir brandarar bestir

Sá sem nú ber titilinn fyndnasti maður Íslands heitir Úlfar Linnet og er gáfulegi náunginn hérna með bláa hjálminn. Hann er auðvitað mjög skemmtilegur og var meira en lítið til í að spjalla við barnablaðið. Meira
3. febrúar 2002 | Barnablað | 257 orð | 1 mynd

Himnaförin

Þessi kímnisaga (fínt orð fyrir brandara) er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar og sannar að Íslendingar hafa löngum verið fyndið fólk. Einu sinni voru kóngur og drottning í ríki sínu. Þau áttu sér eina dóttur. Meira
3. febrúar 2002 | Barnablað | 33 orð | 1 mynd

Lausn á galdraorðarugli

Hér getið þið séð hvar öll orðin í stafaruglinu eru, ef ykkur tókst ekki að finna eitthvert þeirra. Einnig komist þið að því að lausnarorðið er "dreki", en það var nú ekkert mjög... Meira
3. febrúar 2002 | Barnablað | 160 orð | 2 myndir

Leynist í þér grínaragen?

Nú hafa dómararnir í brandarakeppninni legið dag og nótt yfir innsendu bröndurunum. Það var úr miklu að moða og erfitt að komast að niðurstöðu, enda greinilega mikið um góða brandarakarla og -kerlingar hér á landi. Meira
3. febrúar 2002 | Barnablað | 63 orð | 1 mynd

Nef, nef, seg þú mér...

Þessi leikur getur verið ótrúlega fyndinn. Þið þurfið að taka maskínupappír og hengja fyrir dyrnar. Síðan skerið þið litla rifu á pappírinn. Þið skiptist á að stinga nefinu í gegnum rifuna og sá sem er 'ann á að giska á hver á nefið. Meira
3. febrúar 2002 | Barnablað | 18 orð | 1 mynd

Nokkrir góðir á Netinu

Hér koma nokkrar síður þar sem sem hægt er að lesa brandara á Netinu. www.trassi.is/3/5.html ms.is/magni www.spirall.is/krakkar/brandarar.html www.emmess.is/skemmtun/brandarar.htm www.ma.is/nem/harpaelin/jokes.htm frontpage.simnet.is/bsig/brandarar1. Meira
3. febrúar 2002 | Barnablað | 36 orð | 1 mynd

Pennavinkonur

Mig langar að eignast pennavinkonur á aldrinum 6-8 ára, ég er 6 ára. Áhugamál: Skólinn, frímerki, vinirnir, sund og margt fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Svara öllum bréfum. Vona að bréfalúgan fyllist af bréfum. Meira

Ýmis aukablöð

3. febrúar 2002 | Kvikmyndablað | 716 orð | 1 mynd

Allir fyrir einn - eða einn fyrir alla?

"Hópvinna er þegar fjöldi fólks gerir það sem ég segi." Þetta er haft eftir einum versta kvikmyndaleikstjóra sögunnar, Michael Winner. Winner hefur á ferli, sem vonandi er lokið, fengið fjölda tækifæra til að sýna að hann stendur ekki undir nafni; hann er "lúser". Og jafnmörg tækifæri hefur hann fengið til að afsanna gildi hópvinnu, samkvæmt eigin skilgreiningu. Meira
3. febrúar 2002 | Kvikmyndablað | 58 orð | 1 mynd

Daldry og Hare í samstarfi

BRESKI leikstjórinn Stephen Daldry sem sló í gegn með frumraun sinni í kvikmyndagerð, Billy Elliot , hyggst fyrir árslok hefja tökur á The Corrections , sem er róstusöm fjölskyldusaga eftir metsölubók Jonathans Franzens . Meira
3. febrúar 2002 | Kvikmyndablað | 702 orð

Franski hasarhólkurinn

Hann er með þeim vörpulegri, hár og þrekinn, og hefur gjarnan leikið hörkutól. Lifað, gjarnan órakað andlitið er ekki svipbrigðaríkt en í hálfluktum augum Jeans Reno vottar fyrir sorg og viðkvæmni, sem gerir persónusköpun hans flóknari en hún virðist í fljótu bragði. Meira
3. febrúar 2002 | Kvikmyndablað | 1134 orð | 2 myndir

Furður (skor-)dýraríkisins

Kvikmyndin Píanókennarinn eftir Austurríkismanninn Michael Haneke hefur verið afar umdeild undanfarna mánuði en hlotið jafnframt ýmiss konar viðurkenningu, deildi m.a. dómnefndarverðlaunum á Cannes-hátíðinni sl. Meira
3. febrúar 2002 | Kvikmyndablað | 127 orð | 2 myndir

Howard Hughes í tvíriti?

NÚ stefnir í að tvær kvikmyndir um þann sérvitra auðmann og kvikmyndaframleiðanda Howard Hughes verði gerðar í Hollywood og eru leikstjórar og aðalleikarar ekki af verri endanum. Meira
3. febrúar 2002 | Kvikmyndablað | 105 orð | 1 mynd

Hrollvekjuútsala heldur áfram

FYRIRTÆKIÐ Dark Castle, sem þeir Joel Silver og Robert Zemeckis settu á stofn til að framleiða ódýrar hrollvekjur í anda þeirra sem William heitinn Castle gerði á 7. áratugnum, hóf starfsemina með endurgerð 13 drauga eða 13 Ghosts fyrr á árinu. Meira
3. febrúar 2002 | Kvikmyndablað | 43 orð | 1 mynd

Jean Reno

segir um langt og farsælt samstarf þeirra Luc Besson : "Við erum eins og bræður; við skiljum hvor annan á augabragði og höfum sífellt samráð um starfslegar ákvarðanir. Meira
3. febrúar 2002 | Kvikmyndablað | 936 orð | 2 myndir

Leyndardómar minninganna

Scott Hicks hlaut mikið lof fyrir mynd sína Shine. Nýjasta mynd hans, sem frumsýnd er hérlendis um helgina, heitir Hearts in Atlantis, skartar Anthony Hopkins og er byggð á sögum Stephen King. Skarphéðinn Guðmundsson skoðaði feril þessa nýsjálenska kvikmyndagerðarmanns. Meira
3. febrúar 2002 | Kvikmyndablað | 541 orð

Óttast einveldi forstöðumanns og pólitísk afskipti

ALÞINGI samþykkti fyrir jól ný kvikmyndalög, sem m.a. Meira
3. febrúar 2002 | Kvikmyndablað | 114 orð | 1 mynd

Spacey aftur til fortíðar

HINN óskarsverðlaunaði Kevin Spacey hefur þurft að sætta sig við að síðustu myndir hans, K-PAX og The Shipping News, hafa hlotið moðvolgar viðtökur. Meira
3. febrúar 2002 | Kvikmyndablað | 95 orð

Söngelski spæjarinn á tjaldið

FRANSK-kanadíski leikstjórinn Francois Girard , sem þekktastur er fyrir The Red Violin og Thirty Two Short Films about Glenn Gould , hefur tekið að sér að leikstýra kvikmyndinni The Singing Detective eftir handriti Dennis Potter . Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.