Greinar þriðjudaginn 5. febrúar 2002

Forsíða

5. febrúar 2002 | Forsíða | 189 orð

Boða "sögulega" stefnubreytingu

TALSMENN Sósíalíska þjóðarflokksins og Einingarlistans, dönsku vinstriflokkanna tveggja, sem harðast hafa barist gegn Evrópusambandinu, hafa nú boðað "sögulegt uppgjör" og verulega stefnubreytingu í þeim efnum. Meira
5. febrúar 2002 | Forsíða | 188 orð | 1 mynd

Fimm féllu á Gaza

PALESTÍNSK ungmenni kveiktu í hjólbörðum í bænum Rafah syðst á Gaza-svæðinu í gær, þar sem fimm Palestínumenn féllu í sprengingu sem Yasser Arafat, forseti heimastjórnarinnar, kennir Ísraelum um. Meira
5. febrúar 2002 | Forsíða | 198 orð

"Stríðsfjárlög" Bush gagnrýnd

LEIÐTOGAR demókrata á bandaríska þinginu voru lítt hrifnir af fjárlagafrumvarpinu sem George W. Bush forseti lagði fram í gær, að því er fréttastofan AFP greindi frá. Meira
5. febrúar 2002 | Forsíða | 351 orð

Rússar vara við "tvískinnungi"

RÍKI Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Rússland hafa ákveðið að auka samvinnu sína á sviði aðgerða gegn hinni alþjóðlegu hryðjuverkaógn. Kom þetta fram á fundi, sem fulltrúar NATO og Rússa áttu í Róm í gær og lýst var sem "sögulegum". Meira
5. febrúar 2002 | Forsíða | 140 orð | 1 mynd

Þúsundir minntust Fadime

NÆR 2.000 manns voru viðstaddir útför Fadime Sahindal í dómkirkjunni í Uppsölum í Svíþjóð í gær. Var athöfninni jafnframt útvarpað til um þúsund manna, sem fengu ekki sæti í kirkjunni og söfnuðust saman fyrir utan hana. Meira

Fréttir

5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 771 orð | 1 mynd

180 verkefni styrkt í ár

RANNSÓKNARRÁÐ Íslands kynnti á fimmtudag fjögur verkefni sem það styrkir á þessu ári, en alls veitir rannsóknarráðið 129 styrki úr Vísindasjóði, en sá sjóður styrkir grunnrannsóknir, og 51 styrk úr Tæknisjóði, en sá sjóður styrkir hagnýtar rannsóknir. Meira
5. febrúar 2002 | Erlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

55 falla í átökum í Lagos

NÍGERÍSKIR hermenn gengu um götur Lagos í gær í því skyni að stilla til friðar en 55 hafa nú látist í átökum sem blossuðu upp í einu hverfa borgarinnar um helgina milli manna af þjóð Yoruba annars vegar og Hausa hins vegar. 200 hafa særst í átökunum. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 255 orð

Aðstoðaði yfir 1.300 fjölskyldur í desember

ALDREI í sögu mæðrastyrksnefndar sóttu jafnmargar fjölskyldur í Reykjavík um aðstoð eins og í desembermánði síðastliðnum, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá nefndinni. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 408 orð | 1 mynd

Afnotagjöld RÚV gætu hækkað síðar á árinu

GEIR H. Haarde (D) fjármálaráðherra sagði á Alþingi í gær að ríkisstjórnin muni koma til móts við Ríkisútvarpið vegna þeirra 140 milljóna króna sem stofnunin verður af eftir að ákveðið var að afturkalla 7% hækkun afnotagjalda í síðustu viku. Meira
5. febrúar 2002 | Miðopna | 688 orð

Alvarleg áminning á stjórnsýslu Flugmálastjórnar

STURLA Böðvarsson samgönguráðherra sagði að niðurstaða úttektar nefndarinnar væri einróma og ótvíræð. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 230 orð | 2 myndir

Á fimmta þúsund manns fagnaði landsliðinu

VEL á fimmta þúsund manns tók á móti íslenska landsliðinu, sem varð í fjórða sæti á Evrópumótinu í handknattleik í Svíþjóð, í verslunarmiðstöðinni Smáralind í gær en þangað kom liðið beint frá Keflavíkurflugvelli. Meira
5. febrúar 2002 | Suðurnes | 104 orð

Áformað að byggja nýjan varnargarð

FYRIRHUGAÐ er að leggja Ægisgötuna á uppfyllingu utan við núverandi sjóvarnargarð og byggja þar öflugri varnargarð. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 122 orð

Ágalli lagfærður

MÖRÐUR Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í gær og gat þess að fyrir helgi hefði sér verið bent á galla í frumvarpi þeirra Ástu R. Meira
5. febrúar 2002 | Akureyri og nágrenni | 87 orð

Batiksýning á Friðriki V.

HALLFRÍÐUR Kolbeinsdóttir opnar sýningu á batikverkum á veitingastaðnum Friðriki V. á Akureyri í dag, þriðjudaginn 5. febrúar. Á sýningunni, sem stendur út febrúarmánuð, eru 11 verk sem unnin voru á síðasta ári. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 126 orð

Boða breytingar á starfskjörum

NOKKRIR hópar starfsmanna Landspítala - háskólasjúkrahúss fengu um mánaðamótin bréf þar sem þeim var tilkynnt að farið yrði fram á breytingar á starfskjörum þeirra. Er þar átt við starfshlutfall og fastar yfirvinnugreiðslur. Meira
5. febrúar 2002 | Landsbyggðin | 162 orð | 1 mynd

Brimið tók heitu pottana

DRANGSNESINGAR fóru ekki varhluta af veðrinu sem gekk yfir landið um helgina. Mikið óveður gekk yfir frá föstudagskvöldi og fram eftir laugardegi að fór að draga úr veðrinu. Samfara miklum veðurham var loftþrýstingur lágur og sjávarhæð því mjög mikil. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 302 orð

Delta og Omega Farma hyggja á aukna útrás

EFTIR aðeins tveggja vikna viðræður hafa lyfjafyrirtækin Delta hf. og Omega Farma ehf. gert samkomulag um sameiningu félaganna tveggja undir nafni hins fyrrnefnda. Gert er ráð fyrir að eigendur Omega Farma fái 26% hlut í Delta sem greiðslu. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 244 orð

Dæmdur fyrir hótun með haglabyssu

HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa meðhöndlað haglabyssu inni í íbúðarhúsi á Ísafirði í september 2000, undir áhrifum áfengis, þar sem annað fólk var samankomið og haft í frammi... Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 149 orð

Ekki á áætlun að brúin hverfi

BJÖRN Bjarnason, menntamálaráðherra og formaður Þingvallanefndar, segir að nefndin hafi ekki áform um að fjarlægja brúna við Öxará, en tilefni spurningarinnar er þingsályktunartillaga tveggja þingmanna Samfylkingarinnar um endurheimt Drekkingarhyls í... Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 367 orð

Ekki skorið úr deilu um starfsaldurslista

FÉLAGDÓMUR hefur vísað frá máli sem nokkrir flugmenn hjá Flugleiðum höfðuðu til að fá skorið úr um ágreining um forgang að stöðum hjá Flugfélagi Íslands. Félagsdómur taldi kröfur flugmannanna óljósar og ekki nægilega afmarkaðar. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 193 orð

Ekki tímabært að greina frá nafni japanska fyrirtækisins

FULLTRÚAR japansks fyrirtækis, sem heimsóttu Akureyri nýlega til að kanna möguleika á að setja upp verksmiðju í bænum til úrvinnslu á áli, vilja ekki láta uppi hvaða fyrirtæki hér um ræðir. Meira
5. febrúar 2002 | Suðurnes | 74 orð

Erindi um lesblindu

MARJATTA Ísberg flytur erindi um lesblindu næstkomandi fimmtudag, kl. 20, á Bókasafni Reykjanesbæjar. Meira
5. febrúar 2002 | Landsbyggðin | 595 orð | 1 mynd

Fárviðri og talsvert eignatjón á Snæfellsnesi

FÁRVIÐRI geisaði á sunnanverðu Snæfellssnesi frá síðari hluta föstudags og fram á aðfaranótt sunnudags. Mestur var veðurhamurinn í vestanverðri Staðarsveit þar sem vindhraðamælir á Garðaholtinu fór í 63 metra á sekúndu áður en hann fauk hreinlega í... Meira
5. febrúar 2002 | Akureyri og nágrenni | 181 orð | 1 mynd

Fínasta tröppuþrek

ÞEIR eru eflaust nokkuð margir sem láta vefjast fyrir sér að moka tröppurnar að heimili sínu sem þó eru ekki svo ýkja margar í flestum tilfellum. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 77 orð

Fræðslunámskeið fyrir hjón

FYRIRHUGAÐ er að halda 5 kvölda fræðslunámsskeið fyrir hjón og sambýlisfólk. Að námskeiðinu stendur Kolbrún Ragnarsdóttir, fjölskyldufræðingur og iðjuþjálfi í samvinnu við Námsflokka Hafnarfjarðar. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 235 orð

Fyrirlestur til meistaraprófs

GEIR Þórólfsson heldur fyrirlestur til meistaraprófs við véla- og iðnaðarverkfræðiskor fimmtudaginn 7. febrúar, kl. 16.15 í stofu 158 í VR-II. Bestun á nýtingu lághita jarðvarma til raforkuframleiðslu. Meira
5. febrúar 2002 | Erlendar fréttir | 459 orð | 1 mynd

Fyrrv. forstjóri Enron hættir við að bera vitni

KENNETH L. Lay, fyrrverandi forstjóri bandaríska orkusölufyrirtækisins Enron, hætti skyndilega við að bera vitni við yfirheyrslur tveggja þingnefnda í gær og í dag, á þeim forsendum að útilokað væri að yfirheyrslurnar yrðu sanngjarnar. Meira
5. febrúar 2002 | Landsbyggðin | 223 orð

Hallaði 60-70 gráður en rétti sig fljótt af

FRYSTITOGARINN Málmey SK-1 fékk á sig straumhnút á föstudagskvöld og slösuðust tveir skipverja þegar þeir köstuðust 7-8 metra utan í vegg þar sem þeir unnu að frágangi í svonefndu frystihúsi í skipinu. Meira
5. febrúar 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 390 orð | 1 mynd

Handboltaæði hjá yngstu kynslóðinni

SANNKALLAÐ handboltaæði hefur gripið um sig meðal yngstu grunnskólakrakkanna á Seltjarnarnesi en um 30 nýir liðsmenn mættu til leiks á æfingu síðastliðinn föstudag. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 64 orð

Handtekinn vegna smygls á hassi

KARLMAÐUR var á fimmtudag úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald í tengslum við smygl á þremur kílóum af hassi sem tollgæslan á Keflavíkurflugvelli lagði hald á hinn 22. janúar sl. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 125 orð

Handtekin og dæmd á sólarhring

RÚMLEGA þrítug hollensk kona var í gær dæmd í tveggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að smygla tæplega 30 g af kókaíni inn í landið. Fíkniefnið hafði hún falið innvortis. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 874 orð | 1 mynd

Háskóli Íslands getur stóreflst sem rannsóknarháskóli

PÁLL Skúlason háskólarektor sagði m.a. við brautskráningu kandídata á laugardag að Háskóli Íslands hefði alla burði til að stóreflast sem rannsóknarháskóli. Meira
5. febrúar 2002 | Miðopna | 1443 orð | 1 mynd

Hefði átt að leita álits hjá áfrýjunarnefndinni

Trúnaðarlækni Flugmálastjórnar var óheimilt að gefa út heilbrigðisvottorð til flugmanns með skilyrðum að mati nefndar sem skoðað hefur störf hans. Landlæknir telur að afstaða trúnaðarlæknisins hafi byggst á gildum læknisfræðilegum rökum. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 603 orð | 1 mynd

Hefðir landbúnaðarins verði notaðar til að draga að ferðamenn

NAUÐSYNLEGT er að gera ítarlegt stöðumat á ferðaþjónustu bænda áður en hafist verður handa við frekari aðgerðir við uppbyggingu búgreinarinnar. Koma þarf á fót embætti rannsókna- og gæðastjóra og miðlægu bókunarkerfi á Netinu. Meira
5. febrúar 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 90 orð | 1 mynd

Húsnæðisnefnd fær nýjar íbúðir

ÞRJÁR nýjar íbúðir voru afhentar húsnæðisnefnd Kópavogs í síðustu viku en þær voru keyptar af verktakafyrirtækinu ÁF hús ehf. Um er að ræða tvær 3ja herbergja íbúðir og eina 4ra herbergja í nýju fjölbýlishúsi í Salahverfi í Kópavogi. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 227 orð

Ísafjarðarbær skaðabótaskyldur gagnvart íbúa

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Ísafjarðarbæ skaðabótaskyldan gagnvart konu, vegna heilsutjóns sem hún varð fyrir 4. desember 1993 við bruna á Fjarðarstræti 21 á Ísafirði, sem Slökkvilið Ísafjarðar efndi til í æfingaskyni. Meira
5. febrúar 2002 | Erlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Jagland ætlar að láta af formennsku

THORBJØRN Jagland tilkynnti á sunnudag að hann hygðist láta af formennsku í norska Verkamannaflokknum og talið er að Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra, verði eftirmaður hans. Jagland hefur verið formaður flokksins í 10 ár. Meira
5. febrúar 2002 | Erlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

Jarðskjálfti kostaði 45 Tyrki lífið

LÍK 45 manna hafa fundist eftir jarðskjálfta sem reið yfir miðhluta Tyrklands á sunnudag. 318 manns slösuðust í skjálftanum og meira en 600 hús eyðilögðust eða skemmdust. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 941 orð | 1 mynd

Kallað eftir borgarstefnu samfara byggðastefnu

Forsætisráðherra telur að sameining allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu væri óheillaspor. Borgarstjóri vill sjá meiri borgarstefnu í stefnumörkun stjórnvalda, byggðastefnu væri stefnt gegn byggð á suðvesturhorninu. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Komst á tind Aconcagua

HARALDUR Örn Ólafsson fjallgöngumaður komst á tind Aconcagua, hæsta fjalls S-Ameríku, á laugardagskvöld og hefur nú klifið sex af sjö tindum í sjötindaleiðangrinum. Haraldur lagði af stað úr búðum sem kallast "Hreiður kondórsins" í 5. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 175 orð

Krefjast opinberrar rannsóknar á samruna sláturhúsa

ÞRÍR bændur í Rangárvallasýslu, Árborg og Vestur-Húnavatnssýslu hafa óskað eftir því við efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, að fram fari opinber rannsókn á samruna Borgarneskjötvara ehf., Brákareyjar ehf., sláturhússins Þríhyrnings hf. Meira
5. febrúar 2002 | Miðopna | 434 orð

Kringum 50 þúsund börn og unglingar bólusett í byrjun

GERT er ráð fyrir að kostnaður við bólusetningu barna frá fyrsta ári og til 18 ára unglinga vegna meningókokka C hlaupi á tugum milljóna, að sögn Haraldar Briem sóttvarnalæknis. Þessi hópur er kringum 50 þúsund manns. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Lést í um-ferðarslysi

MAÐURINN sem lést í umferðarslysinu á Gemlufallsheiði á föstudag hét Sófus Oddur Guðmundsson. Sófus Oddur var 44 ára gamall, fæddur hinn 10. september 1957, til heimilis á Hlíðargötu 40, Þingeyri. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

MBF kaupir Mjólkursamlag Héraðsbúa

MJÓLKURBÚ Flóamanna á Selfossi hefur keypt mjólkursamlag Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöðum Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki stjórna og fulltrúaráða félaganna. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 384 orð | 1 mynd

Miklar skemmdir urðu í sal og eldhúsi

VEITINGAHÚSIÐ Ítalía við Laugaveg 11 stórskemmdist í eldi í fyrrinótt, en engan sakaði í eldsvoðanum. Meira
5. febrúar 2002 | Suðurnes | 372 orð | 2 myndir

Milljónatjón þegar flæddi inn í verslunarhús

MILLJÓNATJÓN varð í nokkrum húsum við Hafnargötu í Keflavík þegar sjór flæddi inn á neðri hæð húsanna í flóðunum á laugardag. Sjávarflóð urðu víðar á Suðurnesjum, meðal annars í Innri-Njarðvík og á Vatnsleysuströnd. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 557 orð | 4 myndir

Misjöfn viðbrögð annarra stjórnmálaflokka

HUGMYNDIR Samfylkingarinnar um stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls ef af Kárahnjúkavirkjun verður fá misjöfn viðbrögð annarra stjórnmálaflokka á Alþingi. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 792 orð | 1 mynd

Mistök eru mjög líkleg

Bryndís Valsdóttir er fædd í Reykjavík 23. janúar 1964. Stúdent frá MH 1984, BA í heimspeki frá HÍ 1990 og MA frá HÍ 2001. Starfaði á íþróttadeild RÚV 1991-98, við Fréttablaðið sl. sumar og hefur auk þess stundað kennslu, aðallega í siðfræði, frá síðasta hausti við Fjölbraut Ármúla, Tækniskólann og HÍ. Bryndís á eina dóttur, Snædísi Logadóttur. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 584 orð | 1 mynd

Neikvæðir fyrir því að taka EES-samninga í stækkunarferlið

HALLDÓR Ágrímsson utanríkisráðherra fundaði með fulltrúum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í gær og kom þar fram að þeir vilja ekkert gera sem gæti truflað eða flækt stækkunarferlið innan ESB og eru því mjög neikvæðir gagnvart því að taka inn í... Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 108 orð

Ný vefsíða Ferðafélagsins www.fi.is

FERÐAFÉLAG Íslands hefur sett nýja vefsíðu inn á Netið, www.fi.is. Heimasíða félagsins er með breyttu útliti og bættum upplýsingum. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 21 orð

Opinn fundur um skipulagsmál

BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins kynna tillögur sínar vegna Aðalskipulags Reykjavíkur 2002-2024 á fundi á Grand hótel Reykjavík í dag, þriðjudaginn 5. febrúar kl.... Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 260 orð

Óheimilt að greiða niður aðgang í sólbekk

SAMKEPPNISRÁÐ hefur bannað sveitarfélaginu Ölfusi að greiða niður sólbekkjarþjónustu með því að bjóða viðskiptavinum ókeypis aðgang að sundlaug. Er vísað til b liðar 17. gr. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 89 orð

Óvenju snjóléttur janúar

JANÚAR í ár var með þeim snjóléttustu sem menn muna eftir, að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings. Ekki hefur verið minna um snjó í janúarmánuði síðan 1940. Meira
5. febrúar 2002 | Erlendar fréttir | 276 orð | 1 mynd

Pesóinn að fullu aftengdur dollar

RÍKISSTJÓRN Argentínu tilkynnti á sunnudagskvöld um nýja efnahagsáætlun, sem gerir ráð fyrir að argentínski pesóinn verði að fullu aftengdur Bandaríkjadollar. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 160 orð

Pharmaco selur hlut sinn í Bravo

PHARMACO hf. hefur selt allan eignarhlut sinn í rússneska bjórframleiðandanum Bravo fyrir um 440 milljónir króna. Hagnaður vegna sölunnar nemur um 250 milljónum króna. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

"Maður nær varla andanum"

GRÍÐARLEGT moldrok var í Lyngási, þorpi við Suðurlandsveg, vestan við Hellu á Rangárvöllum á föstudag og talsvert á laugardag. Meira
5. febrúar 2002 | Erlendar fréttir | 842 orð | 1 mynd

"Mesta tilvistarkreppa sem ég hef upplifað"

HENRIK prins og eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar heldur sig um þessar mundir á vínbúgarðinum sínum í Frakklandi. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 278 orð | 1 mynd

"Stórmerkilegt að vera lifandi"

"MÉR þótti stórmerkilegt að vera lifandi," segir Bjarki Gunnarsson sem lenti í sjónum í höfninni á Skagaströnd á laugardaginn. Meira
5. febrúar 2002 | Landsbyggðin | 246 orð

Rafmagnsleysi og kuldi

RAFMAGN fór af nær allri Strandasýslu í norðanroki og snjókomu sem gekk yfir aðfaranótt laugardags. Var rafmagns- og hitalaust rúmlega einn og hálfan sólarhring á nokkrum stöðum svo sem í Bitrufirði, Kollafirði og víðar. Meira
5. febrúar 2002 | Miðopna | 275 orð

Rannsóknir ÍE á langlífi vekja athygli erlendis

BRESKA dagblaðið The Observer sagði frá því í frétt um helgina að vísindamönnum hjá Íslenskri erfðagreiningu hefði tekist að staðsetja erfðavísi sem stjórnar heilbrigði og langlífi aldraðra og nefnir blaðið umrætt gen ,,Metúsalemsgen". Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 147 orð

Ráðherra ræðir nefndarálit

STURLA Böðvarsson samgönguráðherra mun í dag eiga fund með Þorgeiri Pálssyni flugmálastjóra um skýrslu nefndar sem fjallað hefur um störf Þengils Oddssonar, trúnaðarlæknis Flugmálastjórnar. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 232 orð

Ríkið greiði lögreglumanni vegna vangoldinna launa

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða lögreglumanni rúmar 51 þúsund krónur auk dráttarvaxta, vegna vangoldinna launa. Stefnandi, lögreglumaðurinn, taldi að fjármálaráðuneytið hefði ekki staðið við skuldbindingar sínar skv. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 113 orð

Röskva kynnir lista til Stúdentaráðs og háskólaráðs

RÖSKVA, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, hefur kynnt lista sína fyrir kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs, en kosningar fara fram í Háskólanum hinn 20. og 21. febrúar nk. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 125 orð

Samgöngur ræddar á 400 manna fundi

UM FJÖGUR hundruð manns mættu á opinn borgarafundi í Vestmannaeyjum með Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra og hafa ekki fleiri mætt á borgarafund í Eyjum um áratuga skeið. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 262 orð

Samkeppni meðal norrænna ungmenna

UNGMENNUM á aldrinum 14-20 ára er boðið til samkeppni í tilefni af fimmtíu ára afmæli Norðurlandaráðs. Verkefni keppninnar er Norðurlöndin nú og eftir 50 ár. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Skoðunarmenn meta tjónið

AFTAKAVEÐRIÐ sem gekk yfir landið um helgina var einna verst í Staðarsveit og Breiðuvík á Snæfellsnesi þar sem mörg útihús urðu fyrir barðinu á veðurofsanum. Mikið tjón varð einnig í Lýsuhólsskóla. Meira
5. febrúar 2002 | Landsbyggðin | 711 orð | 2 myndir

Slapp tvisvar úr lífsháska á einum sólarhring

BJARKI Gunnarsson var sannarlega ekki feigur þegar hann á einum sólarhring, í illviðrinu nú um síðustu helgi, slapp tvisvar sinnum úr bráðum lífsháska. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 76 orð

Slasaðist í hörðum árekstri

UNG kona mjaðmagrindarbrotnaði í hörðum árekstri tveggja bifreiða á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar rétt fyrir klukkan 13 í gær. Hin slasaða mun hafa kastast að hálfu leyti út um hliðarrúðu bifreiðar sem hún var farþegi í. Meira
5. febrúar 2002 | Suðurnes | 40 orð

Slasaðist í útafakstri

UNGUR maður slasaðist þegar bifreið hans valt út af Hafnavegi á áttunda tímanum að morgni laugardags. Ökumaðurinn var einn í bílnum og er hann grunaður um ölvun. Var hann fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík þar sem gert var að sárum... Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 83 orð

Smygluðu saman 2 kílóum af hassi

TVEIR menn á tvítugsaldri hafa játað að hafa í sameiningu ætlað að smygla samtals tveimur kílóum af hassi til landsins á sunnudag. Þeir höfðu ferðast saman til og frá Kaupmannahöfn. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 105 orð

Styttist í fyrsta úrskurð óbyggðanefndar

ÓBYGGÐANEFND kveður upp úrskurð um þjóðlendur í norðanverðri Árnessýlu 21. mars næstkomandi. Svæðið markast af Þjórsá í austri, í vestri af mörkum Árnessýslu og Borgarfjarðarsýslu og vestur- og suðurmörkum Þingvallalands. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 173 orð

Telur nafnið Blóm og list brjóta gegn samkeppnislögum

"NOTKUN á firmanafninu Blóm og list ehf. brýtur gegn 2.málslið 25. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993" eru ákvörðunarorð samkeppnisráðs um kvörtun blómaverslunarinnar Blóm er list yfir nafni blómaverslunarinnar Blóm og list ehf. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 225 orð

Tímabært að skoða hvort lækka eigi skólaskyldu

FÉLAG leikskólakennara bendir á að yfir 90% 5 ára barna hér á landi eru í leikskóla sem samkvæmt lögum er fyrsta skólastigið í íslensku skólakerfi. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 249 orð

Tjón á Blönduósi í ofsaveðri

STÆRSTA byggingin á Blönduósi lét talsvert á sjá í veðurofsanum um helgina. Byggingin er nefnd Votmúli og hýsir nokkur fyrirtæki í bænum. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 578 orð

Tvísýnt er um lyktir atkvæðagreiðslu í dag

ANNARRI umræðu um frumvarp til laga um lögleiðingu ólympískra hnefaleika lauk á Alþingi í gær eftir fjörugar umræður, eins og jafnan í sal þingsins þegar umrætt frumvarp hefur verið þar til meðferðar. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 215 orð

Tvær Metró-vélar Flugfélagsins bilaðar á Höfn

METRÓ-flugvél Flugfélags Íslands bilaði í aðflugi til Hafnar í Hornafirði sl. laugardag. Stendur hún nú á flugvellinum og bíður viðgerðar. Þar er fyrir önnur Metró-vél félagsins sem skemmdist eftir lendingu í desember. Meira
5. febrúar 2002 | Akureyri og nágrenni | 351 orð

Tvö snjóflóð féllu á Ólafsfjarðarveg

TVÖ snjóflóð féllu á Ólafsfjarðarveg, utan við Sauðanes norðan Dalvíkur um helgina og var vegurinn lokaður frá því seinnipartinn á föstudag og fram á sunnudagsmorgun. Fyrra flóðið féll á veginn um kl. Meira
5. febrúar 2002 | Akureyri og nágrenni | 165 orð

Umhverfisráð synjar umsóknum

UMHVERFISRÁÐ Akureyrarbæjar hefur synjað tveimur erindum þar sem sótt var um byggingalóðir á svæðinu milli Þórunnarstrætis og Hrafnagilsstrætis. Á þessu svæði er nú tjaldstæði Akureyrarbæjar. Meira
5. febrúar 2002 | Akureyri og nágrenni | 57 orð

Uppeldishættir og forvarnir

KRISTJÁN Már Magnússon sálfræðingur flytur fyrirlestur um uppeldishætti og forvarnir í kvöld, þriðjudagskvöldið 5. febrúar. Fyrirlesturinn verður fluttur í samkomusal Lundarskóla og hefst hann kl. 20. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 123 orð

Uppsagnir fyrirhugaðar á Múlalundi - ekki ákveðnar

FYRIRHUGAÐ er að segja upp starfsmönnum Múlalundar en það hefur ekki verið ákveðið eins og kom fram hjá SÍBS fyrir helgi og greint var frá í Morgunblaðinu á laugardag. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 60 orð | 2 myndir

Vefsvæði Foreldra- og styrktarfélags heyrnardaufra opnað

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra opnaði formlega nýjan vef Foreldra- og styrktarfélags heyrnardaufra (FSFH) sl. laugardag. Nýja vefsvæðið var unnið af nemendum Vefskóla Streymis, en skólinn er starfræktur af upplýsingafyrirtækinu IM. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 1999 orð | 1 mynd

Vernduð verði óspillt náttúra innan borgarinnar

REYKJAVÍKURLISTINN sem er kosningabandalag þriggja flokka hefur sett fram málefnaáherslur sínar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Þar kemur m.a. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 476 orð

VG frestaði ákvörðun um framboðstilhögun

SAMSTARFSYFIRLÝSING og málefnasamningur flokkanna þriggja sem standa að Reykjavíkurlistanum var samþykktur formlega á fundum sem haldnir voru á vettvangi flokkanna sl. laugardag. Meira
5. febrúar 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 522 orð

Vill sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

ÞÖRF er á að fækka sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu í þrjú. Þetta er mat Sigfúsar Jónssonar, landfræðings og ráðgjafa hjá Nýsi hf., en hann hélt erindi á ráðstefnu Borgarfræðaseturs í gær. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 49 orð

Vinnufundir hjá VG í Kópavogi

FÉLAGSDEILD Vinstri grænna í Kópavogi heldur vinnufundi öll þriðjudagskvöld kl. 20 í Álfhóli, Hamraborg 11, Kópavogi. Á fundinum er fjallað um bæjarmálefni, félagsmál, umhverfismál, skólamál og aðra málaflokka sem brenna á Kópavogsbúum. Meira
5. febrúar 2002 | Erlendar fréttir | 1367 orð | 1 mynd

Víða vaxtarbroddur í samskiptum ríkjanna

Viðskipti Íslendinga og Kínverja hafa aukist stórlega á undanliðnum árum. Samstarf þjóðanna má þó enn auka, að mati Shi Guangsheng, utanríkisviðskipta- og efnahagsmálaráðherra Kína. Meira
5. febrúar 2002 | Erlendar fréttir | 268 orð

Vonast til að finna blaðamanninn á lífi í Pakistan

STJÓRN Pakistans kvaðst í gær vera vongóð um að bandaríski blaðamaðurinn Daniel Pearl, sem var rænt í borginni Karachi 23. janúar, fyndist á lífi þótt ekkert hefði heyrst frá mannræningjunum í fimm daga. Meira
5. febrúar 2002 | Suðurnes | 151 orð | 1 mynd

Yfir 100 gestir á opnu húsi

Á ANNAÐ hundrað gestir komu á opið hús sem haldið var í Lyngseli í Sandgerði í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því starfsemi skammtímavistunarinnar hófst. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 143 orð

Yfir 8 milljónir flettinga á mbl.is í janúar

RÚMLEGA 8,6 milljónir flettinga voru á Fréttavef mbl.is í janúar, samkvæmt upplýsingum frá Virkri vefmælingu. Þetta er í fyrsta sinn sem meira en 8 milljónir flettinga eru í einum mánuði. Frá því farið var að telja heimsóknir á mbl. Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 181 orð

Yfirlýsing vegna málefna Rafiðnaðarskólans

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing: "Varðandi fréttaflutning í tilefni kæru Eftirmenntunarnefndar rafeindavirkja og framkvæmdastjórnar Rafiðnaðarskólans á hendur Jóni Árna Rúnarssyni, fyrrum skólastjóra Rafiðnarskólans, er rétt að... Meira
5. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 164 orð

Þingmenn ræða breytta heimsmynd og öryggismál

HVAÐA áhrif hafa hinar miklu breytingar sem orðið hafa á þróun heimsmála í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum sl. Meira
5. febrúar 2002 | Akureyri og nágrenni | 136 orð

Þorsteinn Gauti leikur í Laugarborg

ÞORSTEINN Gauti Sigurðsson píanóleikari heldur einleikstónleika í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit í kvöld 20.30. Þorsteinn Gauti hóf ungur píanónám og lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Meira
5. febrúar 2002 | Erlendar fréttir | 730 orð | 1 mynd

Þrýstingurinn enn aukinn á Írana

ÍRANAR brugðust í gær hinir verstu við fullyrðingum stjórnvalda í Bandaríkjunum þess efnis að þeir hefðu aðstoðað talibana og liðsmenn al-Qaeda-hryðjuverkasamtakanna við að komast frá Afganistan. Meira
5. febrúar 2002 | Akureyri og nágrenni | 263 orð

Þungur og klesstur snjórinn erfiður viðureignar

ERILSAMT hefur verið hjá lögreglunni á Akureyri síðustu daga við að aðstoða ökumenn sem hafa fest bíla sína á götum bæjarins eftir mikla snjókomu um helgina. Meira
5. febrúar 2002 | Akureyri og nágrenni | 106 orð | 1 mynd

Öll skólabörnin syntu áheitasund

EINN af föstu liðunum í skólastarfi Grunnskólans í Grímsey er áheitasund sem skólabörnin standa fyrir, til að safna fyrir væntanlegu vorferðalagi. Meira

Ritstjórnargreinar

5. febrúar 2002 | Leiðarar | 564 orð

Aðgangur að rafrænum gagnasöfnum

Samningar um landsaðgang að rafrænum gagnasöfnum eru stórt skref fram á við og veita óviðjafnanlegan aðgang jafnt fræðimönnum sem námsmönnum og almenningi að erlendum heimildum. Meira
5. febrúar 2002 | Leiðarar | 422 orð

Efling rannsóknarnáms við Háskóla Íslands

Í ræðu Páls Skúlasonar háskólarektors við brautskráningu stúdenta sl. laugardag kom fram að umtalsverð fjölgun hefur orðið á nemendum í meistara- og doktorsnámi við Háskóla Íslands. Meira
5. febrúar 2002 | Staksteinar | 333 orð | 2 myndir

Þeir gátu þá samið!

SVANFRÍÐUR Jónasdóttir alþignsmaður skrifar á vefsíðu sinni um samkomulag milli sjómanna og útvegsmanna um tillögur í kvótamálum. Meira

Menning

5. febrúar 2002 | Menningarlíf | 479 orð | 1 mynd

Aftur á svið eftir 30 ár

BRESKI leikarinn David Warner snýr aftur á svið breskra leikhúsa eftir 30 ára fjarveru í aðalhlutverki í Sniglaveislu Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Sýningar á verkinu hefjast í Lyric-leikhúsinu í Lundúnum nú í febrúarmánuði. Meira
5. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 246 orð | 2 myndir

Allra veðra von

Á DÖGUNUM var haldin hljómsveitakeppni í Höllinni í Vestmannaeyjum sem bar yfirskriftina "Allra veðra von". Alls tóku 9 ungar og efnilegar hljómsveitir þátt í keppninni og var til mikils að vinna. Meira
5. febrúar 2002 | Menningarlíf | 60 orð

Aríur og dúettar í Stykkishólmi

KRISTÍN R. Sigurðardóttir sópran og Ildikó Varga mezzosópran halda tónleika í Stykkishólmskirkju, ásamt Clive Pollard píanóleikara, í kvöld, kl. 20. Meira
5. febrúar 2002 | Menningarlíf | 545 orð | 1 mynd

Á léttum nótum

Danshöfundur: Itzik Galili. Tónlist: Tom Waits. Sviðsmynd: Ascon de Nijs. Lýsingarhönnun: Benno Veen, Elfar Bjarnason. Búningar: Natasja Lansen. Hljóð: Ólafur Thoroddsen. Dansarar og leikarar: Guðmundur Helgason, Guðmundur Elías Knudsen, Hanna María Karlsdóttir, Hannes Þorvaldsson, Hildur Óttarsdóttir, Hlín Diego Hjálmarsdóttir, Jesus De Vega, Katrín Ingvadóttir, Katrín Ágústa Johnson, Lára Stefánsdóttir, Peter Anderson, Trey Gillen. Laugardagur 2. febrúar. Meira
5. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 490 orð | 1 mynd

Dæmisögur samtímans

TIL mín í Gula sófann eru mættir þeir Elvar Gunnarsson og Kristján Þór Matthíasson, rapparar Afkvæmanna en aðrir sem skipa sveitina eru þeir Hjörtur Már Reynisson og Páll Þorsteinsson taktsmiðir. Meira
5. febrúar 2002 | Tónlist | 622 orð | 1 mynd

Efnilegur söngvari

Hrólfur Sæmundsson og Richerd Simm fluttu söngverk eftir íslensk og erlend tónskáld. Sunnudagurinn 3. febrúar, 2002. Meira
5. febrúar 2002 | Menningarlíf | 410 orð | 1 mynd

Fortíðin í nútímanum

"Það var barn í dalnum" er heiti á nýju leikriti eftir Þorvald Þorsteinsson sem Stoppleikhópurinn frumsýnir í dag. Hávar Sigurjónsson fylgdist með forsýningu en þetta er farandsýning ætluð nemendum efra stigs grunnskóla, 7.-10. bekkjar. Meira
5. febrúar 2002 | Menningarlíf | 109 orð | 1 mynd

Fólk

* Páll Valsson , sem um margra ára skeið hefur verið ritstjóri hjá Máli og menningu, tekur nú við útgáfustjórn Máls og menningar. Meira
5. febrúar 2002 | Menningarlíf | 72 orð | 3 myndir

Gunnar og Kristinn saman í salnum

ÓPERUSÖNGVARARNIR Kristinn Sigmundsson og Gunnar Guðbjörnsson munu, ásamt Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara, halda tónleika í Salnum í Kópavogi 21. og 22. febrúar. Á efnisskránni verða m.a. Meira
5. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 296 orð | 2 myndir

Haukurinn heldur enn

KASSAUPPGJÖR bandarískra kvikmyndahúsa eftir síðustu helgi leiddi í ljós að stríðsmynd stórleikstjórans Ridley Scott, Black Hawk Down , hélt velli í toppsætinu þriðju vikuna í röð. Meira
5. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 175 orð | 1 mynd

Í augum úti

EFTIR sviplegt fráfall Kurt Cobain, leiðtoga Nirvana, árið 1994 var útséð um að sú sveitmyndi halda áfram. Trymbillinn Dave Grohl stofnaði fljótlega Foo Fighters en bassaleikarinn Krist Novoselic hvarf sjónum manna, nánast um leið. Meira
5. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 128 orð | 1 mynd

Í gervi lögreglu

Bandaríkin, 1997. Myndform VHS. (99 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn og handrit: Ash. Aðalhlutverk: Darling Narita og Peter Greene. Meira
5. febrúar 2002 | Menningarlíf | 59 orð

Leiklistarnámskeið fyrir börn

Í ÆVINTÝRALANDI Kringlunnar fer af stað leiklistarnámskeið á laugardag, fyrir börn á aldrinum 6-9 ára, og stendur yfir í fimm skipti. Yfirskrift námskeiðsins er "Listin að leika sér: leikir, spuni, hlátur og gaman. Meira
5. febrúar 2002 | Menningarlíf | 161 orð | 1 mynd

Leikrit

Cyrano frá Bergerac er leikrit eftir Edmond Rostand í íslenskri þýðingu Kristjáns Árnasonar sem ritar einnig inngang um leikritið og höfund þess. Nú um stundir standa yfir sýningar á leikritinu í Þjóðleikhúsinu. Meira
5. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 35 orð | 3 myndir

Netvæn fegurð

SÍÐASTLIÐIÐ laugardagskvöld var haldið upp á það að Netinu hefur bæst tveir liðsaukar. Um er að ræða nýja og bætta heimasíðu nulleinn.is svo og nýja heimasíðu ungfruisland.is. Fór opnunin fram hjá hönnuðinum, auglýsingastofunni DBT. www.nulleinn. Meira
5. febrúar 2002 | Menningarlíf | 116 orð | 1 mynd

"Hverfandi lífsstíll" í glugga Loftmynda

NÚ stendur yfir sýning á ljósmyndum eftir Ragnar Axelsson ljósmyndara í sýningarglugga myndvinnslu Loftmynda ehf. að Skólavörðustíg 20. Meira
5. febrúar 2002 | Menningarlíf | 185 orð | 1 mynd

Riddarasaga

BEVERS saga er riddarasaga sem hefur verið þýdd úr fornfrönsku eftir ljóðsögu frá tólftu öld, Boeve de Haumtone. Ritstýrð af Christopher Sanders. Í kynningu segir m.a. Meira
5. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 273 orð

Rien Sur Robert *** Undarlegir vegir...

Rien Sur Robert *** Undarlegir vegir ástarinnar reynast án enda í dálítið sjarmerandi, vel leikinni og óvenjulegri tilfinningamynd. Meira
5. febrúar 2002 | Menningarlíf | 114 orð

Ritlistarnámskeið hjá Endurmenntun

TVEIMUR ritlistarnámskeiðum verður hleypt af stokkunum hjá Endurmenntun Háskóla Íslands á fimmtudag. Meira
5. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 197 orð | 4 myndir

Rímur, rokk og jarðlúðrar

MOSFELLSKI veitingastaðurinn Álafossföt bezt stóð fyrir þorrablóti síðasta laugardagskvöld sem var allsérstakt fyrir margra hluta sakir. Meira
5. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 53 orð | 2 myndir

Rokkað og rappað gegn rasisma

SÍÐASTA föstudagskvöld fóru fram fjáröflunartónleikar til styrktar Heimsþorpi - samtökum gegn kynþáttafordómum. Vettvangurinn var Tjarnarbíó og m.a. komu hinir vinsælu XXX Rottweilerhundar fram og náðust þá þessar skemmtilegu myndir af Erpi og félögum. Meira
5. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 120 orð | 1 mynd

Rokk og trúarofstæki

Bandaríkin, 1995. Myndform VHS. (96 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn: Alan Smithee. Aðalhlutverk: Sean Patrick Flanery, Michel Pare og Monet Mazur. Meira
5. febrúar 2002 | Menningarlíf | 123 orð | 1 mynd

Sagnfræði

Sæmdarmenn - Um heiður á þjóðveldisöld hefur að geyma greinar eftir Gunnar Karlsson, Helga Þorláksson, Sólborgu Unu Pálsdóttur, Sverri Jakobsson og Torfa H. Tulinius. Í kynningu segir m.a. Meira
5. febrúar 2002 | Menningarlíf | 130 orð | 1 mynd

Skáldsaga

Sunnan við mærin vestur af sól er eftir japanska rithöfundinn Haruki Murakami . Hajime elst upp sem einbirni og honum virðist sem allir í kringum hann eigi bræður eða systur. Nánasti vinur hans er stúlka á hans reki, Shimamoto, líka einbirni. Meira
5. febrúar 2002 | Menningarlíf | 488 orð | 1 mynd

Stefna að útgáfu bóka um allar þjóðirnar innan SÞ

UTANRÍKISVIÐSKIPTA- og efnahagsráðherra Kína, herra Tang Jiaxuan, veitti í gær móttöku fyrsta eintaki bókar um Kína sem Carol China ltd útgáfan hefur gefið út en bókin er sú þriðja í röðinni The New Millenium Series. Meira
5. febrúar 2002 | Bókmenntir | 386 orð | 1 mynd

Sunnlensk hernaðarumsvif

2. útgáfa eftir Guðmund Kristinsson. Árnesútgáfan, Selfossi, 2001, 352 bls. Meira
5. febrúar 2002 | Menningarlíf | 150 orð | 1 mynd

Trú

Börn og trú af sjónarhóli sálarfræði, uppeldisfræði og guðfræði er eftir sr. Sigurð Pálsson. Í bókinni er viðfangsefnið skoðað frá ólíkum sjónarhornum. Spurt er hvað uppeldi sé og rætt um tengsl mannskilnings og uppeldis. Meira
5. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 310 orð | 2 myndir

Vaðið á rafi

Escapism, geislaplata Ingo. Hljóð og raddir: Ingolfur-Earthwomit; Hjalti Thor Sverrisson, Benedict Birgisson. Tónlist er eftir Ingo/Earthworm. Hljóðvinnsla var í höndum Earthwomit. 65,29 mínútur. Meira
5. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 301 orð | 2 myndir

Það er baldið, barnið

BANDARÍSKI leikstjórinn John Singleton á að baki margar umtalaðar myndir, þ.á m. Higher Learning (1995), Poetic Justice (1993) og Boyz N the Hood (1991) en það var hans fyrsta mynd og vakti á honum verðskuldaða athygli. Meira

Umræðan

5. febrúar 2002 | Aðsent efni | 820 orð | 1 mynd

Brestur Kristján minni eða brestur hann í grát?

Málfrelsi er enn utan kvóta, segir Sigurður Grétar Marinósson, þó að sumir séu sviptir veiðileyfi fyrir að nota þau mannréttindi. Meira
5. febrúar 2002 | Aðsent efni | 575 orð | 1 mynd

Einkarekstur eða samfélagsrekstur í heilbrigðisþjónustu og jafnræði

Umræðan um einkarekstur, segir Ólafur Ólafsson, hefur eflt mjög kostnaðargreiningu sem er af hinu góða. Meira
5. febrúar 2002 | Aðsent efni | 762 orð | 1 mynd

Er blaðran sprungin?

Það særir réttlætiskennd mína, segir Jóhann Tómasson, þegar endaskipti eru höfð á sannleikanum og stórmenni andans smækkuð í pólítískum tilgangi. Meira
5. febrúar 2002 | Aðsent efni | 869 orð | 1 mynd

Fjallið tók jóðsótt, fæddist lítil mús

Dollararnir og spekúlantarnir eru nú gufaðir upp, segir Árni Hermannsson, jafnvel óvíst um heimilisfang þeirra. Meira
5. febrúar 2002 | Aðsent efni | 76 orð | 1 mynd

Fjármál borgarinnar - orð og efndir

R-listinn hefur hækkað skuldir um 9 milljónir króna á hverjum einasta degi, segir Guðlaugur Þór Þórðarson, frá því að listinn tók við stjórn borgarinnar. Meira
5. febrúar 2002 | Bréf til blaðsins | 151 orð

Gott frumvarp verður enn betra

ÉG ÞAKKA Ástu Möller ágæta ábendingu um frumvarp sem liggur nú fyrir Alþingi frá mér og Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur um afnám gjalds á menn utan trúfélaga. Meira
5. febrúar 2002 | Aðsent efni | 345 orð | 1 mynd

Hálendisvegir

Auður þjóðarinnar felst m.a. í óspilltum svæðum, segir Snorri Sigurjónsson, sem hafa að geyma stórkostleg náttúruundur sem okkur ber skylda til að vernda. Meira
5. febrúar 2002 | Aðsent efni | 266 orð | 1 mynd

Lítil börn mega líka lesa

Jafnvel sjónvarpi allra landsmanna sýnist of dýrt, segir Hjörtur H. Jónsson, að sjónvarpa til allra landsmanna. Meira
5. febrúar 2002 | Aðsent efni | 899 orð | 1 mynd

Mannréttindi og þjóðkirkja

Litlar líkur eru á því, segir Pétur Pétursson, að mannréttindi verði betur tryggð með því að afnema þjóðkirkjufyrirkomulagið. Meira
5. febrúar 2002 | Aðsent efni | 794 orð | 1 mynd

Menning og viðskipti

Sænsk-íslenska verslunarráðið, segir Hjörtur Hjartar, hefur á stefnuskrá sinni að auka tengsl og viðskipti. Meira
5. febrúar 2002 | Bréf til blaðsins | 356 orð | 1 mynd

Samþykkur gagnrýni ÉG vil taka undir...

Samþykkur gagnrýni ÉG vil taka undir gagnrýni sem birtist í Velvakanda um strætisvagnaþjónustu í Grafarvogi, leið 15. Meira
5. febrúar 2002 | Aðsent efni | 211 orð | 1 mynd

Sjötti kostur Sundabrautar

Það væri afrek, segir Halldór Jónsson, ef hægt væri að eyða milljarði í þennan valkost. Meira
5. febrúar 2002 | Aðsent efni | 788 orð | 1 mynd

Styðjum strákana okkar til stórsigra

Tökum minnst 200 kall upp úr vasanum, segir Jón Hjaltalín Magnússon, og söfnum því þessum 50 milljónum á næstu dögum. Meira
5. febrúar 2002 | Aðsent efni | 422 orð | 1 mynd

Tannhirða einstaklinga með fötlun

Tennur eru okkar dýrmætustu perlur, segir Hlíf Anna Dagfinnsdóttir. Það á einnig við um einstaklinga með fötlun. Meira
5. febrúar 2002 | Bréf til blaðsins | 500 orð

Vísnabréf að vestan

MEÐ nýju ári og hækkandi sól er tímabært að þakka vísnavinum Morgunblaðsins fyrir góð orð og hvatningu til okkar Djúpbænda, mín og Aðalsteins á Strandseljum, vegna fáeinna fátæklegra tækifærisvísna sem hér hafa birst og við berum ábyrgð á. Meira
5. febrúar 2002 | Aðsent efni | 980 orð | 1 mynd

Þekkingariðnaður og nýting náttúruauðlinda

Frá miðbiki síðustu aldar hefur nýting náttúruauðlinda gerbreyst, segir Jakob Björnsson, og byggist í miklu ríkari mæli á hagnýtingu hverskonar þekkingar og tækni en áður. Meira
5. febrúar 2002 | Bréf til blaðsins | 23 orð | 1 mynd

Þessir duglegu krakkar héldu hlutaveltu til...

Þessir duglegu krakkar héldu hlutaveltu til styrktar Björgunarsveitinni Súlum á Akureyri og söfnuðust 2.716 krónur. Þau heita Jóna Brynja Birkisdóttir og Hjalti Jón... Meira
5. febrúar 2002 | Aðsent efni | 471 orð | 1 mynd

Þriðja tannsettið!

Best er, segir Íris Bryndís Guðnadóttir, að nota sérstök tannhreinsiefni sem ætluð eru sérstaklega fyrir gervitennur. Meira

Minningargreinar

5. febrúar 2002 | Minningargreinar | 3600 orð | 1 mynd

JÓHANN INGVAR GUÐMUNDSSON

Jóhann Ingvar Guðmundsson fæddist í Vestmannaeyjum 15. maí 1932. Hann lést 23. janúar síðastliðinn og fór úför hans fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 2. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
5. febrúar 2002 | Minningargreinar | 1474 orð | 1 mynd

ÓSKAR JÓNSSON

Óskar Jónsson fæddist í Reykjavík 4. júní 1916. Hann lést 23. janúar síðastliðinn á líknardeild Landakotsspítala. Foreldrar Óskars voru Jón Jónsson frá Veiðileysu á Ströndum, húsgagnasmiður í Reykjavík, f. 5. mars 1886, d. Meira  Kaupa minningabók
5. febrúar 2002 | Minningargreinar | 2160 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR

Sigríður Jónsdóttir fæddist á Teygingalæk í V-Skaftafellssýslu 1. apríl 1929. Hún lést á Selfossi 24. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Prestbakkakirkju 2. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
5. febrúar 2002 | Minningargreinar | 1170 orð | 1 mynd

SIGURBORG HÓLMFRÍÐUR HELGADÓTTIR

Sigurborg Hólmfríður Helgadóttir fæddist á Hvítanesi í Ísafjarðardjúpi 7. október 1920. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 21. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Helgi Salómonsson, f. 15. nóvember 1892, d. 23. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

5. febrúar 2002 | Viðskiptafréttir | 509 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 124 112 119...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 124 112 119 1,211 143,664 Gellur 715 640 651 70 45,550 Grálúða 220 220 220 2,472 543,840 Grásleppa 80 10 51 441 22,308 Gullkarfi 145 69 114 1,232 140,188 Hlýri 154 149 151 1,652 249,720 Hrogn Ýmis 180 170 178 162 28,830 Keila... Meira
5. febrúar 2002 | Viðskiptafréttir | 279 orð

Aukin harka í viðskiptum

VAXANDI samkeppni undanfarin tvö til þrjú ár er helsta ástæðan fyrir auknum erfiðleikum Múlalundar, vinnustofu SÍBS, að sögn Steinars Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Múlalundar. Meira
5. febrúar 2002 | Viðskiptafréttir | 999 orð | 1 mynd

Áætluð ársvelta rúmir 10 milljarðar

SAMKOMULAG hefur náðst á milli stjórnar Omega Farma og stjórnar Delta um sameiningu félaganna. Samkomulagið er með ítarlegum fyrirvörum m.a. um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar, en stefnt er að undirritun endanlegs kaupsamnings um miðjan mars næstkomandi. Meira
5. febrúar 2002 | Viðskiptafréttir | 694 orð | 1 mynd

Stíflað eða virkt miðlunarferli

BÚNAÐARBANKI Íslands hefur bent á að miðlunarferli peningamálastefnunnar sé stíflað og gera þurfi ráðstafanir gagnvart lausafjárskorti bankanna. Meira
5. febrúar 2002 | Viðskiptafréttir | 326 orð | 1 mynd

Tap upp á 11/2 milljarð króna

ÞRÓUNARFÉLAG Íslands hf. tapaði á síðasta ári tæplega 1 1/2 milljarði króna eftir skatta, en árið áður var rúmlega fjögur hundruð milljóna hagnaður af rekstri félagsins. Meira
5. febrúar 2002 | Viðskiptafréttir | 209 orð

Verð bréfa í Arcadia hækkar á ný

VERÐ hlutabréfa í Arcadia hækkaði aftur í gær en bréfin lækkuðu á föstudag í kjölfar frétta af slitum á yfirtökuviðræðum félagsins við Baug. Hækkunin í gær nam 6,22% og var lokagengi 273 pens en þetta er nokkur hækkun umfram lækkunina á föstudag. Meira

Daglegt líf

5. febrúar 2002 | Neytendur | 1791 orð | 1 mynd

Afskorin blóm sögð 35% dýrari í heildsölu en áður

Æ fleiri blómakaupmenn taka sig saman um að kaupa beint af bændum, skrifar Helga Kr. Einarsdóttir. Ein ástæðan er, að sögn, síhækkandi heildsöluverð á blómum. Meira

Fastir þættir

5. febrúar 2002 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . Í dag þriðjudaginn 5. febrúar er sextugur Guðjón Davíðsson, húsasmíðameistari, Suðurtúni 27, Bessastaðahreppi. Eiginkona hans er Anna M. Eymundsdóttir . Þau eru að heiman í... Meira
5. febrúar 2002 | Árnað heilla | 44 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli .

80 ÁRA afmæli . Í dag, þriðjudaginn 5. febrúar, er áttræður Þorsteinn Sigurðsson, fyrrum bóndi á Brúarreykjum, Borgarbyggð. Þorsteinn verður fjarverandi á afmælisdaginn en vonar að vinir og vandamenn heimsæki hann og Kristjönu, konu hans, laugardaginn 9. Meira
5. febrúar 2002 | Dagbók | 45 orð

ANDLÁTSORÐ

Heyr, himna smiðr! hvers skáldit biðr; komi mjúk til mín miskunnin þín; því heit ek á þik, þú hefr skaptan mik; ek em þrællinn þinn, þú ert dróttinn minn. Guð! heit ek á þik, at þú græðir mik; minnsktu, mildingr! Meira
5. febrúar 2002 | Í dag | 746 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10-14 í neðri safnaðarsal. Skemmtiganga um Laugardalinn eða upplestur kl. 10.30. Umsjón Þóranna Þórarinsdóttir. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12 í kirkjuni. Umsjón Guðrún K. Þórsdóttir. Meira
5. febrúar 2002 | Fastir þættir | 259 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

NORSKU landsliðspörin urðu í fyrsta og öðru sæti á Cap Gemini-boðsmótinu í Hollandi í síðasta mánuði - Helness og Helgemo unnu sinn þriðja sigur í 16 ára sögu mótsins, en landsliðsfélagar þeirra, Brogeland og Sælensminde, urðu aðrir. Meira
5. febrúar 2002 | Viðhorf | 817 orð

Er þetta "seifað" og "dönnað"?

Hér er fjallað um íslenzka tungu, sem er ekki einasta tilverugrunnur og móðurmál blaðamannsins heldur og verkfæri hans í vinnu fyrir daglegu brauði. Meira
5. febrúar 2002 | Fastir þættir | 1021 orð | 2 myndir

Fimikeppnin blásin út af borðinu

Svanasöngur fiminnar virðist yfirvofandi. Það má kannski orða það svo að raddæfingum sé lokið og nú sé aðeins eftir að samstilla kórinn fyrir sjálfan konsertinn. Valdimar Kristinsson kannaði viðbrögð manna við þeim tíðindum að samþykkt hefði verið að hætta keppni í fimi á heimsmeistaramótum. Meira
5. febrúar 2002 | Dagbók | 863 orð

(Jóh. 12, 36.)

Í dag er þriðjudagur 5. febrúar, 36. dagur ársins 2002. Agötumessa. Orð dagsins: Trúið á ljósið, meðan þér hafið ljósið, svo að þér verðið börn ljóssins. Meira
5. febrúar 2002 | Fastir þættir | 271 orð | 1 mynd

Sigurbjörn með gullmerki LH

FORMAÐUR Landsambands hestamannafélaga, Jón Albert Sigurbjörnsson, braut hefðina þegar hann færði Sigurbirni Bárðarsyni gullmerki samtakanna þegar Sigurbjörn fagnaði hálfrar aldar afmæli sínu í góðra vina hópi í félagsheimili Fáks á laugardag. Meira
5. febrúar 2002 | Fastir þættir | 223 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. c4 c6 2. g3 d5 3. Bg2 e6 4. Dc2 Rd7 5. b3 Bd6 6. Bb2 Rgf6 7. Rf3 e5 8. cxd5 cxd5 9. Rc3 a6 10. 0-0 b5 Staðan kom upp á Skákþingi Reykjavíkur sem lauk fyrir skömmu. Lenka Ptacníková (2.225) hafði hvítt gegn Jóhanni H. Ragnarssyni (1.955). 11. Rxd5! Meira
5. febrúar 2002 | Fastir þættir | 366 orð

Tveir samanlagðir sigurvegarar á HM

Íþróttaþing FEIF (alþjóðasamtök eigenda íslenskra hesta) var haldið síðustu helgina í janúar í Amsterdam í Hollandi. Þing þetta hefur með allar keppnisreglur samtakanna að gera. Meira
5. febrúar 2002 | Fastir þættir | 517 orð

Víkverji skrifar...

Á DÖGUNUM rifjuðust að gefnu tilefni upp fyrir Víkverja umræður sem urðu síðastliðið haust um reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja. Meira

Íþróttir

5. febrúar 2002 | Íþróttir | 52 orð | 1 mynd

1.

1. deild karla: ÍS - Þróttur R. b 3:0 (25:14, 25:12, 30:28) Hamar- Þróttur R. a 1:3 (27:25, 17:25, 19:25,17:25) Staðan: ÍS 44012:312 Stjarnan 43111:411 Þróttur R. B 4227:87 Þróttur R. A 4135:105 Hamar 4042:122 1. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 886 orð

Að eiga hlutverk

ÍSLENSKA landsliðinu í handknattleik tókst að hrífa þjóðina með sér þegar það lék á Evrópumótinu í handknattleik og ná þar mjög góðum og óvæntum árangri um leið og það var í baráttu um verðlaun fram á síðasta keppnisdag, nokkuð sem Íslendingar hafa ekki... Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 57 orð

Aldrei fleiri áhorfendur

ALDREI hafa fleiri áhorfendur keypt sig inn á landsleik á milli Íslendinga og Dana og á viðureignina um þiðrja sætið sem fram fór í í Globen á sunnudaginn. Alls greiddu 12.372 aðgangseyri að leiknum. Daginn áður voru 14. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 342 orð | 1 mynd

Bæjarar komu Dortmund á toppinn

EFTIR dapurt gengi síðustu vikur tókst Evrópumeisturum Bayern München loks að vinna leik, tóku á móti Leverkusen, sem var í efsta sætinu og unnu 2:0. Þar með komst Dortmund í efsta sætið en liðið gerði 1:1 jafntefli við Wolfsburg um helgina. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 1087 orð | 1 mynd

Damon kláraði skylduverkefni Keflvíkinga

ÞAÐ er oft sagt að trúin á eigin getu og styrk geti skilað sínu í íþróttum. Í leik ÍR og Keflvíkinga á sunnudagskvöldið í Seljaskóla voru það gestirnir frá "Bítlabænum" sem höfðu trúna og lönduðu sigri, 78:83, án snilldartilþrifa og raunar var margt sem fór miður hjá báðum liðum. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 395 orð | 2 myndir

Dramatík og sænskur sigur

"GLEÐI minni verður ekki lýst með orðum," sagði Bengt Johansson, landsliðsþjálfari Svía, eftir að hans menn höfðu lagt Þjóðverja, 33:31, í framlengdum úrslitaleik Evrópumeistaramótsins í handknattleik í Globen-höllinni að viðstöddum á fimmtánda þúsund áhorfendum. Þetta var fimmta Evrópumeistaramótið og um leið í fjórða sinn sem sænska landsliðið stendur uppi sem sigurvegari, en að þessu sinni mátti engu muna að Þjóðverjar settu strik í reikning heimamanna. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 101 orð | 1 mynd

D-sveit TBR best Deildakeppni Badmintonsambands Íslands...

D-sveit TBR best Deildakeppni Badmintonsambands Íslands fór fram í TBR-húsunum um helgina. Metþátttaka var á mótinu í ár og kepptu 20 lið frá 8 aðildarfélögum Badmintonsambandsins, eða um 200 manns. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 249 orð

Einar Örn lék mest

EINAR Örn Jónsson, lék mest íslensku leikmannanna á Evrópumeistaramótinu. Af þeim átta klukkustundum, sem leikir Íslands stóðu yfir á mótinu, var Einar Örn þátttakandi í 7 klukkustundir, 49 mínútur og 42 sekúndur samkvæmt samantekt mótshaldara. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 223 orð

Einn sá besti

Ég er geysilega stoltur af mínu unga og efnilega liði eins og það lék í keppninni. Strákarnir hafa lagt gríðarlega hart að sér bæði innan sem utan vallar og núna voru þeir að uppskera laun erfiðsins. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 761 orð | 1 mynd

England Úrvalsdeild: Arsenal - Southampton 1:1...

England Úrvalsdeild: Arsenal - Southampton 1:1 Sylvain Wiltord 40. - Jo Tessem 80. - 38.024. Derby - Tottenham 1:0 Lee Morris 43. - 27.721. Everton - Ipswich 1:2 David Unsworth 28. (víti) - Sixto Peralta 11., Matthew Holland 44. - 33.069. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 556 orð | 1 mynd

Evrópukeppni landsliða Svíþjóð - Ísland 33:22...

Evrópukeppni landsliða Svíþjóð - Ísland 33:22 Globen, Stokkhólmi, undanúrslit, laugardaginn 2. febrúar 2002. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 123 orð

Faxi segist dáður á Íslandi

Í viðtali við Gautaborgarpóstinn á sunnudag segist Staffan Olsson kunna því vel að leika við Íslendinga vegna þess að hann sé vel þekktur og ekki síst vinsæll íþróttamaður á Íslandi. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 117 orð

Gautaborg bíður enn eftir svari

SÆNSKA knattspyrnufélagið Gautaborg hefur fylgt eftir áhuga sínum á Hjálmari Jónssyni, knattspyrnumanni úr Keflavík, og vill fá hann í sínar raðir fyrir komandi tímabil. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 185 orð

Guðjón öskureiður eftir ósigur

GUÐJÓN Þórðarson, knattspyrnustjóri Stoke, var harðorður í garð leikmanna sinna eftir ósigur þeirra gegn Bournemouth í ensku 2. deildinni á laugardaginn, 3:1. Hann hefur aflýst öllum frídögum á næstunni og bætt við æfingum. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Heimsbikarkeppnin Karlar: St.

Heimsbikarkeppnin Karlar: St. Moritz, Sviss: Brun: Stephan Eberharter, Austurríki 1.39,07 Fritz Strobl, Austurríki 1.39,25 Michaell Walchhofer, Austurríki 1.39,85 Hannes Trinkl, Austurríki 1.39,91 Klaus Kröll, Austurríki 1. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 57 orð

Heimsmet í stöng kvenna

RÚSSNESKA stúlkan Svetlana Feofanova setti á sunnudaginn heimsmet í stangarstökki kvenna innanhúss er hún vippaði sér yfir 4,71 metra á móti í Stuttgart. Stacy Dragila frá Bandaríkjunum átti gamla metið sem var sentimetra lægra. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 47 orð | 1 mynd

Heineken Classic Royal Melborurne, par 72:...

Heineken Classic Royal Melborurne, par 72: Ernie Els, S-Afríku 271(-17) Peter Fowler, Ástralíu 276 David Howell, Englandi 276 Peter O'Malley, Ástralíu 276 Michael Campbell, N-Sjálandi 277 Greg Norman, Ástralíu 278 Nick Faldo, Englandi 278 Stephen Leaney,... Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 197 orð

HM-barátta við Makedóníu

TAPIÐ fyrir Dönum í leiknum um 3. sætið á EM, 29:22, þýðir að íslenska liðið verður að leika við Makedóníu í undankeppni HM fyrstu og aðra helgi júnímánaðar. Dregið var í keppninni á sunnudaginn í Globen áður en úrslitaleikirnir hófust. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 377 orð

Holland Den Bosch - Waalwijk 1:0...

Holland Den Bosch - Waalwijk 1:0 Fortuna Sittard - PSV Eindhoven 0:1 Twente - De Graafschap 0:0 Alkmaar - Vitesse 0:0 Feyenoord - Roda 5:0 Utrecht - Heerenveen 0:0 Willem II - Ajax 1:3 Groningen - Breda 3:0 Ajax 20 13 3 4 46 :24 42 PSV 21 12 4 5 44 :24... Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 786 orð | 1 mynd

ÍR - Keflavík 78:83 Íþróttahús Seljaskóla,...

ÍR - Keflavík 78:83 Íþróttahús Seljaskóla, úrvalsdeild karla, sunnudaginn 3. febrúar 2002. Gangur leiksins: 2:2, 7:6, 13:10, 19:12, 23:18, 27:20 , 31:22, 35:33, 39:39, 42:41, 45:44 , 48:47, 54:54, 61:54, 63:58 ,65:60, 69:62, 71:75, 76:77, 78:83 . Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 51 orð

Ísland fékk 10.000 evrur

ÍSLAND fékk 10.000 evrur, sem svarar til 900.000 króna, í verðlaun fyrir fjórða sætið á Evrópumótinu, en í fyrsta sinn voru veitt peningaverðlaun fyrir fjögur efstu sætin á mótinu. Svíar fengu í sinn 40.000 evrur, Þjóðverjar 30.000 og Danir 20.000. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 688 orð | 1 mynd

Íslendinga þraut örendið í Stokkhólmi

ÍSLENSKA landsliðið þraut krafta þegar komið var á síðasta stig Evrópumótsins í Svíþjóð. Frábær leikur liðsins hafði tekið sinn toll þegar komið var í leikinn við Svía og síðar Dani í undanúrslitum og í keppninni um þriðja sætið. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 50 orð

Jón Arnar annar í Tallinn

JÓN Arnar Magnússon, frjálsíþróttakappi úr Breiðabliki, varð í öðru sæti á hinu árlega sjöþrautarmóti sem haldið er í Tallinn í Eistlandi og kennt er við Erki Nool. Jón Arnar fékk 5.886 stig en Íslandsmet hans frá 1999 er 6.293 stig. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 97 orð | 1 mynd

Kvennaflokkar 48 kg Eva Dögg Sigurðardóttir,...

Kvennaflokkar 48 kg Eva Dögg Sigurðardóttir, Garðabæ, 57,5 kg. 60 kg María Guðsteinsdóttir, Reykjavík, 60 kg. 90 kg Jóhanna Eyvindsdóttir, Reykjavík, 97,5 kg. Karlaflokkar: 75 kg Ísleifur Árnason, Reykjavík, 160 kg. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 734 orð | 1 mynd

Langt síðan við höfum leikið svona vel

DAVID Beckham, leikmaður Manchester United, segir að fyrri hálfleikur leiksins við Sunderland á laugardaginn sé sá besti sem liðið hafi leikið. United sigraði 4:1 og er með tveggja stiga forystu á Newcastle, sem lagði Bolton, og Liverpool sem vann Leeds. Stigi þar á eftir er Arsenal sem gerði jafntefli við Southampton. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 207 orð | 1 mynd

* LÁRUS Orri Sigurðsson var sterkur...

* LÁRUS Orri Sigurðsson var sterkur í vörn WBA sem vann góðan útisigur á Burnley , 2:0, í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í fyrrakvöld. WBA komst í þriðja sætið með sigrinum. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 260 orð

Lokeren skemmtilegasta liðið í Belgíu

Belgíska dagblaðið Het Laaste Nieuws sagði í gær að Lokeren léki skemmtilegustu knattspyrnuna af toppliðum Belgíu um þessar mundir. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 70 orð

Loks sigur hjá Dönum

DANIR hafa leikið fimm sinnum um bronsverðlaun í handknattleik karla og alltaf tapað þar til þeir mættu Íslendingum á sunnudag. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 481 orð | 1 mynd

Mikil vonbrigði

JÓHANN Ingi Gunnarsson, formaður landsliðsnefndar HSÍ, stóð þétt á bak við íslensku landsliðsmennina á Evrópumótinu í Svíþjóð. Bæði miðlaði hann áralangri reynslu sinni á handboltasviðinu til leikmannanna og þá sinnti hann sálfræðiþættinum sem ekki er síður mikilvægur þáttur í íþróttum og þá sérstaklega þegar álag er jafnmikið og var í þessari erfiðu keppni. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 495 orð | 1 mynd

* NEWCASTLE hefur gengið frá samningi...

* NEWCASTLE hefur gengið frá samningi við táninginn Jermaine Jenas sem leikur með Nottingham Forest. Jenas er 18 ára og hefur verið fyrirliði U-19 ára landsliðs Englendinga . Kaupverðið er 5 milljónir punda. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 59 orð

Nýr leikmaður fyrir Gaspar

KVENNALIÐ Grindavíkur í körfuknattleik hefur fengið nýjan leikmann í staðinn fyrir Jessicu Gaspar, sem varð að hætta með liðinu vegna meiðsla. Hún heitir Cindy Johnson og lék í sömu háskóladeild og Gaspar í Bandaríkjunum, og skoraði mun meira. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 147 orð | 1 mynd

Ólafur of dýr fyrir Brentford?

ÓLAFUR Gottskálksson markvörður er of dýr fyrir Brentford og er því á förum frá félaginu að þessu tímabili loknu. Þetta var haft eftir Ron Noades, eiganda enska 2. deildarfélagsins, í enskum fjölmiðlum í gær. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 58 orð

Ólafur valinn í lið mótsins

ÓLAFUR Stefánsson var valinn í úrvalslið Evrópumótsins en það var tilkynnt í mótslok á sunnudag. Auk Ólafs eru í liðinu Peter Gentzel, markvörður Svía. Daninn Lars Christansen er í vinstra horninu og Rússinn, Denis Krivoshlykov í því hægra. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 83 orð

Pétur meiddist á ökkla

PÉTUR Marteinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, meiddist á ökkla í leik Stoke gegn Bournemouth í ensku 2. deildinni á laugardaginn. Pétur meiddist í návígi og þurfti að fara af velli þegar 39 mínútur voru liðnar af leiknum. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 160 orð

"Faxi" grét í leikslok

STAFFAN "Faxi" Olsson dró sig í hlé á leikvellinum í Globen þegar leikurinn var flautaður af og ljóst að hann var Evrópumeistari með sænska liðinu. Olsson settist við annað markið og leyfði tilfinningum sínum að brjótast fram. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 204 orð

"Íslendingarnir vissu minna um mig"

Michael Bruun Pedersen var hin óvænta hetja danska handknattleikslandsliðsins á sunnudaginn þegar það sigraði Íslendinga í bronsleik Evrópukeppninnar í Svíþjóð. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 71 orð

Rússar aldrei verið neðar

RÚSSAR hafa aldrei hafnað neðar á Evrópumóti í handknattleik, en mótin hafa verið haldin annað hvert ár frá 1994. Nú höfnuðu Rússar í 5. sæti eftir að þeir lögðu Frakka, 31:28, í úrslitaleik um 5. sætið á sunnudag. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 380 orð | 1 mynd

Sanngjarn sigur Föðurlandsvina

NEW England Patriots kom svo sannarlega á óvart í úrslitaleik NFL-deildarinnar gegn St Louis Rams. Sparkari liðsins, Adam Vinatieri, skoraði vallarmark af 48 jarda færi um leið og klukkan rann út. Hann tryggði þar með sigur, 20:17, í æsispennandi leik. Sigur Patriots kollvarpaði öllum spám ruðningssérfræðinga fyrir leikinn og eru úrslitin talin þau næstóvæntustu í 36 ára sögu þessara leikja. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 160 orð

Sex sigrar í röð hjá Juventus

ROMA er með eins stigs forystu í ítölsku deildinni eftir leiki helgarinnar. Roma gerði jafntefli við Fiorentina, 2:2, en Juventus vann sinn sjötta sigur í röð, 3:0 gegn Lecce og er stigi á eftir Roma. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 128 orð

Skorað á stórfyrirtæki

TÍU landsþekktir handknattleiksmenn hafa skorað á Landssímann og Orkuveitu Reykjavíkur að styrkja Handknattleikssambandið með myndarlegu framlagi vegna góðs árangurs íslenska landsliðsins á EM í Svíþjóð. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 515 orð | 3 myndir

Sterkar stelpur í bekkpressu

STERKAR stelpur stálu senunni á Íslandsmótinu í bekkpressu, sem haldið var í húsi B&L á Grjóthálsi á laugardaginn því öll fjögur Íslandsmetin féllu í þeirra skaut - Jóhanna Eiríksdóttir tvö í 90 kílóa flokki og tvö sló Eva Dögg Sigurðardóttir, sem æfir stangarstökk og þjálfar fimleika en tók þátt í sínu fyrsta lyftingamóti í 48 kílóa flokki. Körlunum tókst ekki að bjarga heiðri sínum, þó voru þeir 16 á móti þremur konum en gerðu tvær góðar tilraunir við Íslandsmet. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 232 orð | 1 mynd

* SVAVAR Gestsson, sendiherra í Stokkhólmi...

* SVAVAR Gestsson, sendiherra í Stokkhólmi , og Guðrún Ágústsdóttir sendiherrafrú, hittu forráðamenn og leikmenn íslenska liðsins við hliðarlínuna fyrir leik Íslands og Svíþjóðar . Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 1303 orð | 1 mynd

Svipaður sársauki og á ÓL í Barcelona

"ÉG var að upplifa það sama og í Barcelona árið 1992 og þetta var aftur mjög sárt. Staðreyndin er sú að okkur vantar meiri breidd. Þegar lið er að spila átta leiki á tíu dögum þarf hópurinn að vera stór og sterkur. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 722 orð | 1 mynd

Svíagrýlan lifir enn

ÞAÐ ríkti talsverð bjartsýni hjá íslensku þjóðinni fyrir leik íslenska landsliðsins á móti Svíum í undanúrslitunum á EM. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 85 orð

Tvö met Silju

SILJA Úlfarsdóttir, hlaupari í FH, setti um helgina tvö Íslandsmet á frjálsíþróttamóti í Arkansas í Bandaríkjunum. Hún hljóp 200 metrana á 24,38 sekúndum í undanriðli og bætti eigið met um fjórðung úr sekúndu. Silja, sem varð 7. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 1063 orð | 1 mynd

Var farinn að finna bragð af bronsinu

ÞAÐ var hálfleiðingur endir hjá Rúnari Sigtryggssyni á mótinu en eftir rúmlega 11 mínútna leik í síðari hálfleik í leiknum við Dani var hann útilokaður vegna þriggja brottvísana. Rúnar var að öðrum ólöstuðum besti varnarmaður íslenska liðsins í keppninni og hann sýndi fádæma keppnishörku í öllu mótinu. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 2018 orð | 4 myndir

Vonbrigði að fara ekki heim með verðlaun

GRÍÐARLEGT álag var á Guðmundi Þórði Guðmundssyni, landsliðsþjálfara í handknattleik, þann tíma sem Evrópumótið í handknattleik í Svíþjóð stóð yfir. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 79 orð

Wetzlar vill fá Rúnar

Þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Wetzlar, liðs Sigurðar Bjarnasonar, hefur mikinn áhuga á að fá varnarjaxlinn Rúnar Sigtryggsson til liðs við sig fyrir næsta tímabil en þjálfarinn hreifst mjög af frammistöðu Rúnars á mótinu svo og íslenska liðinu. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 89 orð

Wislander valinn bestur

MAGNUS Wislander var valinn besti leikmaður Evrópumótsins og kom fáum á óvart þar sem þessi þrautreyndi sænski handknattleiksmaður hefur ákveðið að hætta að leika með landsliðinu nú að keppninni lokinni. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 55 orð

Wislander var taugaóstyrkur

"ÉG hef aldrei verið eins taugaóstyrkur fyrir landsleik síðan ég lék minn fyrsta," sagði hinn leikreyndi línumaður Svía, Magnus Wislander, í viðtali við Expressen eftir leikinn við Íslendinga. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 107 orð

Það besta vonað með Patrek

PATREKUR Jóhannesson er með tognað liðband á innanverðu hægra hné og gat ekki tekið þátt í leiknum við Dani á sunnudaginn. Hann var með gegn Svíum daginn áður en gat ekki beitt sér af fullum krafti. Meira
5. febrúar 2002 | Íþróttir | 602 orð

Þýskaland Hamburger SV - 1860 München...

Þýskaland Hamburger SV - 1860 München 2:1 Roy Präger 60., Bernardo Romeo 81. - Markus Weissenberger 89. - 34.026. Werder Bremen - Stuttgart 1:2 Marco Bode 39. - Viorel Ganea 62., Christian Tiffert 84. - 26.000. Nürnberg - Cottbus 2:0 Paulo Rink 60. Meira

Fasteignablað

5. febrúar 2002 | Fasteignablað | 126 orð | 1 mynd

Athvarf náttúruunnenda

Sögu byggðar á Álftanesi má rekja allt aftur til fyrstu Íslandsbyggðar og tilheyrði nesið landnámi Ingólfs Arnarsonar. Í bókinni Landið þitt Ísland A-G, segir svo: "Álftanes er lítið og láglent nes milli Skerjafjarðar og Hafnarfjarðar. Meira
5. febrúar 2002 | Fasteignablað | 16 orð | 1 mynd

Baðinnrétting

Baðinnrétting frá Nettoline, plastlagt og birkilitt. Ljósakappi með halógenlýsingu, vaskur fra Ifö og Mora-blöndunartæki. Fæst í... Meira
5. febrúar 2002 | Fasteignablað | 143 orð | 1 mynd

Bessastaðahreppur - Sveit í borg

Bessastaðahreppur er sjálfstætt sveitarfélag, um 600 hektarar að stærð, sem nær yfir Álftanes að mörkum þar sem nesið er mjóst, á milli Skógtjarnar og Lambhúsatjarnar. Nokkuð dreifð og lágreist íbúðabyggð er á Álftanesi, en þar er m.a. Meira
5. febrúar 2002 | Fasteignablað | 239 orð | 1 mynd

Blikahjalli 5

Kópavogur - Hjá fasteignasölunni Eignakaup er nú til sölu glæsilegt endaraðhús við Blikahjalla 5. Húsið er á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr, samtals 202,2 ferm og stendur á bezta stað í suðurhlíðum Kópavogs. Ásett verð er 23,4 millj. kr. Meira
5. febrúar 2002 | Fasteignablað | 27 orð | 1 mynd

Butler

Þessi vagn heitir Butler, hann er úr gegnheilu beyki og er danskur að ætterni. Ofan á gripnum er laus plata til að meðhöndla á matvæli. Fæst í... Meira
5. febrúar 2002 | Fasteignablað | 1024 orð | 1 mynd

Dýrmætt að eiga ósnortin svæði

HJÓNIN Sveinbjörn I. Baldvinsson og Jóna Finnsdóttir búa á Álftanesi ásamt börnum sínum. Vera þeirra á Álftanesinu er lengsta samfellda búseta fjölskyldunnar, en áður höfðu þau búið lengst í Los Angeles í Suður-Kaliforníu, eða 5 ár. Meira
5. febrúar 2002 | Fasteignablað | 22 orð | 1 mynd

Fossbúar

Pastellitir á pappír - myndir eftir Jónu S. Jónsdóttur. Hún nefnir myndir sínar samanlagðar Fossbúa og fást þær í Sneglu listhúsi við... Meira
5. febrúar 2002 | Fasteignablað | 27 orð | 1 mynd

Franskir koparpottar

Þessir frönsku koparpottar heita Mauviel - sauté-panna 8.900 kr., kastarhola 9.500. Í Pipar og salti við Klapparstíg fást koparpottar í mörgum stærðum, henta bæði fyrir heimili og... Meira
5. febrúar 2002 | Fasteignablað | 26 orð | 1 mynd

Franskir leirsnigladiskar

ÞessiR snigladiskar eru franskir úr leir, eldfastir og kosta 1.200 kr. stykkið. Stálsniglatöng og -gaffall, 350 kr. og 100 kr. Fást í Pipar og salt við... Meira
5. febrúar 2002 | Fasteignablað | 15 orð | 3 myndir

Gamalt postulín

Í Antikhúsinu á Skólavörðustíg fást margvíslegir gamlir postulíns- og leirhlutir. Hér má sjá sýnishorn af... Meira
5. febrúar 2002 | Fasteignablað | 20 orð | 1 mynd

Glæsileg innrétting

Glæsileg innrétting frá Nettoline, gegnheill kirsuberjaviður í skúffuforstykkjum og hillum og skápum, hurðir hvítar og álsökkull undir. Fæst í Fríform,... Meira
5. febrúar 2002 | Fasteignablað | 24 orð | 1 mynd

Grískur íkon

Þessi gríski íkon er málaður í klaustri þar í landi eins og þeir aðrir íkonar sem fást í Kúnst við Klapparstíg. Þessi kostar 15.000... Meira
5. febrúar 2002 | Fasteignablað | 39 orð | 1 mynd

Hnífasett

Hnífasett - laxahnífur og skinkuhnífur - á 6.900 kr. Alhliða eldhúshnífur kostar 4.500 kr., brauðhnífur 4.900 og grænmetishnífur 2.800 kr. Hnífar þessir eru franskir úr stáli í gegn og heita Sabaties og fást í Pipar og salti á Klapparstíg... Meira
5. febrúar 2002 | Fasteignablað | 27 orð | 1 mynd

Holubrenndur steinleir

Í skálinni er holubrenndur steinleir og lampafóturinn er úr sama efni. Þessi gripir eru eftir Ingibjörgu Klemensdóttur - skermurinn á lampanum er úr pergamentefni. Fæst í Sneglu... Meira
5. febrúar 2002 | Fasteignablað | 1405 orð | 4 myndir

Hótel Alexandra, Hafnarstræti 16

Borgin hefur látið endurbyggja húsið og er því mikla verki að ljúka, segir Freyja Jónsdóttir. Við endurbygginguna var farið að mestu leyti eftir þeirri gerð, sem húsið fékk eftir að byggt var ofan á það. Meira
5. febrúar 2002 | Fasteignablað | 1393 orð | 3 myndir

Húseigendafélagið - hagsmunafélag fasteignaeigenda

Starfsemi Húseigendafélagsins er öflug, enda viðfangsefnin ærin og greinilegt að félagið hefur mikinn hljómgrunn hjá fjölda hús- og íbúðareigenda. Magnús Sigurðsson ræddi við Sigurð Helga Guðjónsson hrl., formann félagsins. Meira
5. febrúar 2002 | Fasteignablað | 27 orð | 1 mynd

Í unglingaherbergið

Þetta eru húsgögn í unglingaherbergi. Línan heitir Ivar og er úr ómeðhöndlaðri gegnheilli furu og er til í tveimur breiddum, fjórum hæðum og tveimur dýptum. Fæst í... Meira
5. febrúar 2002 | Fasteignablað | 217 orð | 1 mynd

Jórusel 10

Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Lundi er nú í sölu einbýlishús að Jóruseli 10 í Breiðholti. Þetta er steinhús, byggt 1981 og er það alls 255 m 2 að stærð, en innbyggður bílskúrinn er 27,3 m 2 . Meira
5. febrúar 2002 | Fasteignablað | 126 orð | 1 mynd

Kraftur í íbúðarbyggingum

Danmörk - SMÍÐI nýrra íbúða í Danmörku verður sennilega meiri á næsta ári en hún hefur verið í 14 ár. Gert er ráð fyrir, að þá verði byggðar 19.500 nýjar íbúðir og fari svo hafa ekki verið byggðar jafnmargar íbúðir í landinu á einu ári frá árinu 1990. Meira
5. febrúar 2002 | Fasteignablað | 248 orð | 1 mynd

Laxakvísl 22

Reykjavík - Fasteignasalan Kjöreign er nú með í sölu raðhúsið Laxakvísl 22. Þetta er steinhús með innbyggðum bílskúr, alls 202,8 m 2 , þar af er bílskúrinn 26,6 m 2 . Húsið var byggt 1984 og er á tveimur hæðum. Meira
5. febrúar 2002 | Fasteignablað | 22 orð | 1 mynd

Leirþurrkur

Leirþurrkur eða viskustykki eins og það heitir á ófínu máli. Til í fimm munstrum í Fatabúðinni við Skólavörðustíg og kosta 650 kr.... Meira
5. febrúar 2002 | Fasteignablað | 217 orð | 1 mynd

Neysluverð hækkar meira en fasteignaverð

VERÐ á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um rúm 3% að nafnverði yfir árið 2001. Raunverð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu lækkaði hins vegar um 5% á sama tíma. Þróun verðs hefur verið nokkuð mismunandi. Meira
5. febrúar 2002 | Fasteignablað | 188 orð | 1 mynd

Skildinganes 41

Reykjavík - Eignamiðlunin er nú með í sölu einbýlishús að Skildinganesi 41 í Reykjavík. Þetta er steinhús, byggt 1978 og er það 195,8 ferm., þar af er bílskúr 26,7 ferm. Innangengt er í bílskúr úr íbúð. Meira
5. febrúar 2002 | Fasteignablað | 21 orð | 1 mynd

Skoskt kex

Skoska kexið Walkers fæst hjá Pipar og salti við Klapparstíg. Hafrakexið í járndósinni kostar 650, ósætt hafrakex 350 og sætar smjörkökur... Meira
5. febrúar 2002 | Fasteignablað | 451 orð

Stjórn Íbúðalánasjóðs endurskoðar vaxtaákvörðun

STJÓRN Íbúðalánasjóðs hefur samþykkt að verða við beiðni félagsmálaráðherra um að láta fyrri vaxtaákvörðun stjórnar sjóðsins fyrir árið 2002 ekki koma til framkvæmda að sinni, en frá þeirri vaxtaákvörðun og forsendum hennar var skýrt í grein hér í... Meira
5. febrúar 2002 | Fasteignablað | 24 orð | 1 mynd

Sushi-leirtau

Sushi-leirtau frá Víetnam. Diskur 2.500 kr., lítill diskur 595 kr., litlar skálar 400 kr. stykkið, skeið 250 kr. Fæst í Pipar og salti við... Meira
5. febrúar 2002 | Fasteignablað | 201 orð | 1 mynd

Súluhöfði 28

Mosfellsbær - Hjá fasteignasölunni Miðborg er nú í sölu einbýlishús að Súluhöfða 28. Um er að ræða timburhús, byggt árið 2000 og er það 178,2 ferm. Bílskúrinn er 40,9 ferm. Húsið er byggt úr timbureiningum og er með valmaþaki. Meira
5. febrúar 2002 | Fasteignablað | 22 orð | 1 mynd

Sængurföt

Þessi sængurverasett eru úr bómullarsatíni og eru austurrísk framleiðsla. Þau kosta 7.900 kr. og eru til í tveimur litum í Fatabúðinni á... Meira
5. febrúar 2002 | Fasteignablað | 71 orð

Tegund lána: Vextir: Fasteignaveðbréf skiptanlegt fyrir...

Tegund lána: Vextir: Fasteignaveðbréf skiptanlegt fyrir húsbréf: 5,1% Viðbótarlán: 5,7% Lán til leiguíbúða háð tekju- og eignamörkum: 3,5% Lán til leiguíbúða háð sérstöku sérátaki : 4,5% Lán til almennra leiguíbúða: 4,9% Lán til byggingar eða kaupa á... Meira
5. febrúar 2002 | Fasteignablað | 687 orð | 3 myndir

Tvö ný íbúðahverfi í hraðri uppbyggingu á Selfossi

Tvö byggingasvæði eru í hraðri uppbyggingu á Selfossi, annars vegar í Fosslandi með Eyravegi og hins vegar í Suðurbyggð sunnan þéttbýlisins. Meira
5. febrúar 2002 | Fasteignablað | 401 orð

Útreikningar í nýju greiðslumati

Greiðslumatið sýnir hámarksfjármögnunarmöguleika með lánum Íbúðalánasjóðs miðað við eigið fé og greiðslugetu umsækjenda. Forritið gerir ráð fyrir að eignir að viðbættum nýjum lánum s.s. Meira
5. febrúar 2002 | Fasteignablað | 619 orð | 1 mynd

Vandi fylgir varmaskiptum

FYRIR það fyrsta; ekki er víst að allir séu með það á hreinu hvað varmaskiptir er, til þess er tæplega hægt að ætlast. Varmaskiptir er tæki sem notað er til að færa varma úr einum vökva yfir í annan án þess að bein blöndun verði. Meira
5. febrúar 2002 | Fasteignablað | 361 orð | 1 mynd

Vatnsendablettur 86

Kópavogur - Hjá fasteignasölunni Skeifunni er nú í sölu einbýlishús að Vatnsendabletti 86 í Kópavogi. Þetta er timburhús, byggt 1950 og er 98 m 2 að flatarmáli. Meira
5. febrúar 2002 | Fasteignablað | 19 orð | 1 mynd

Veggháfur

Veggháfur úr burstuðu stáli frá Elba og einnig er burstað stál í gashelluborðinu frá Elba. Fæst í Fríform, Askalind... Meira
5. febrúar 2002 | Fasteignablað | 93 orð | 1 mynd

Víkverji kannar brunavarnir í Mýrdalnum

Fagradal - BJÖRGUNARSVEITIN Víkverji í Mýrdal hefur undanfarna daga gengið í hús og athugað hvernig ástandi brunavarna sé almennt háttað á mýrdælskum heimilum. Meira
5. febrúar 2002 | Fasteignablað | 16 orð | 1 mynd

Vöfflujárn

Vöfflujárn úr smíðajárni, þetta gamla og góða. Járnið er hitað á hlóðum eða plötu. Fæst í... Meira
5. febrúar 2002 | Fasteignablað | 758 orð | 1 mynd

Þegar útveggir taka að bila

ÞAÐ hefur verið áhyggjuefni margra húseigenda á landi hér að útveggir taka að bila. Komið hefur í ljós, að hús hér á landi þurfa ekki að vera margra ára gömul þegar athugull eigandi kemur auga á galla er benda til sprungu eða raka á útvegg innanverðum. Meira
5. febrúar 2002 | Fasteignablað | 6 orð | 1 mynd

Öðruvísi kerti

Þessi fallegu kerti fást í Blómabúð... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.