Dagný Kristjánsdóttir fæddist á Akureyri árið 1949. Hún er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1970 og cand. mag. frá Háskóla Íslands í íslenskum bókmenntum árið 1979. Skipaður íslenskur lektor við háskólann í Ósló 1982-90 og síðan dr. phil. við Háskóla Íslands árið 1997 og prófessor við heimspekideildina frá árinu 2000. Maki hennar er Kristján Jóhann Jónsson, kennari við Menntaskólann við Sund, og eiga þau tvo syni, Snorra, f. 1974, og Árna, f. 1983, en báðir eru þeir námsmenn.
Meira