Greinar laugardaginn 2. mars 2002

Forsíða

2. mars 2002 | Forsíða | 290 orð

Hátt í 300 manns fallnir á Indlandi

HERSKÁIR hindúar á Indlandi kveiktu í gær í húsum múslíma í þorpinu Pandarvada í sambandsríkinu Gujarat og fórust a.m.k. 30 manns í eldunum. Meira
2. mars 2002 | Forsíða | 174 orð

Mannkynið eldist hratt

ÖLDRUÐU fólki fjölgar hraðar í heiminum en lýðfræðingar bjuggust við samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um aldurssamsetninguna. Stjórnvöld standa því frammi fyrir erfiðum úrlausnarefnum, að sögn skýrsluhöfundanna. Meira
2. mars 2002 | Forsíða | 160 orð

Meintir brotamenn enn að störfum

FULLTRÚI Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) sagði í gær að ekki lægju fyrir nægilegar sannanir á hendur þeim starfsmönnum ýmissa hjálparstofnana, sem grunaðir eru um að hafa misnotað flóttabörn kynferðislega, til að hægt væri að segja þeim upp störfum. Hann sagði hins vegar unnið að úrræðum sem ættu að koma í veg fyrir að misnotkun sem þessi gæti átt sér stað. Meira
2. mars 2002 | Forsíða | 111 orð

Mikil hækkun á verðbréfamörkuðum

FRAMLEIÐSLA á verksmiðjuvarningi jókst í febrúar í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í hálft annað ár. Neysla og starfsemi í byggingariðnaði jókst einnig og er talið að samdrætti í efnahagnum sé nú að ljúka. Meira
2. mars 2002 | Forsíða | 136 orð | 1 mynd

Sáttur við aðgerðir Bandaríkjamanna

VLADÍMÍR Pútín, forseti Rússlands, lýsti í gær fullum stuðningi sínum við þau áform Bandaríkjamanna að senda hernaðarráðgjafa og hergögn til Kákasus-lýðveldisins Georgíu. Meira
2. mars 2002 | Forsíða | 50 orð | 1 mynd

Stefnumót við Hubble

Eldflaug með geimferjuna Columbiu hefur sig á loft frá Canaveral-höfða í Flórída í gær. Sjö manna áhöfn er um borð, geimfararnir ætla að elta uppi Hubble-geimsjónaukann og gera mikilvægar endurbætur á búnaði hans. Meira

Fréttir

2. mars 2002 | Innlendar fréttir | 57 orð

Akureyrarferð á heimasíðu

HELGINA 1.-4. mars mun Frístundamiðstöðin Gufunesbær fara í skíðaferð til Akureyrar. Alls eru rúmlega 100 unglingar með í för, en ferðin er árlegur viðburður, ætlaður 10. bekkingum grunnskólanna í Grafarvogi. Meira
2. mars 2002 | Innlendar fréttir | 55 orð

Alaskalúpína seld til Alaska

ALASKAMENN hafa nokkur undanfarin ár keypt nokkur hundruð kíló af alaskalúpínufræjum af fræverkunarstöðinni í Gunnarsholti, auk melgresisfræja og tæplega sjö tonna af fræjum af beringspunti. Meira
2. mars 2002 | Innlendar fréttir | 452 orð | 1 mynd

Almenn lagaþekking hornsteinninn

Vagn Greve, forseti lagadeildar Kaupmannahafnarháskóla, segir að almenn þekking skipti öllu í laganámi og einna mikilvægast sé að nemendur viti hvar hin ýmsu lög og reglur sé að finna og hvernig eigi að vinna úr þeim. Meira
2. mars 2002 | Innlendar fréttir | 206 orð

Alþjóðleg kokkakeppni í Vetrargarðinum

ICELAND Naturally hefur stefnt til landsins tíu meistarakokkum frá Evrópu og Ameríku. Kokkarnir reyna sig í matreiðslu úr íslenskum hráefnum í Vetrargarði Smáralindar um helgina. Meira
2. mars 2002 | Akureyri og nágrenni | 73 orð

Anna sýnir

ANNA Gunnarsdóttir opnar sína fyrstu einkasýningu í Ketilhúsinu á Akureyri í dag, laugardaginn 2. mars, kl. 15. Yfirskrift sýningarinnar er "Ef engill ég væri". Anna vinnur verk sínu í ull, leður, fiskroð og selskinn. Meira
2. mars 2002 | Innlendar fréttir | 175 orð | 2 myndir

Áhugi á framhaldsnámi við HÍ mikill

FJÖLMENNI var á kynningu á framhaldsnámi við Háskóla Íslands sem fram fór í fyrradag. Kynntar voru 110 námsleiðir á meistara- og doktorsstigi. Að sögn Guðrúnar J. Meira
2. mars 2002 | Innlendar fréttir | 55 orð

Árshátíð Sjálfstæðisfélags Seltirninga

HIN árlega árshátíð Sjálfstæðisfélags Seltirninga verður haldin laugardaginn 9. mars í húsnæði félagsins á Austurströnd 6. Hátíðin hefst á borðhaldi. Skemmtiatriði, söngur og ræður. Síðan verður dansað, XD-diskótekið sér um tónlistina. Meira
2. mars 2002 | Árborgarsvæðið | 125 orð

Blöndun og pökkun á áburði hefst í mars

ÍSAFOLD hf. á Selfossi hefur gengið frá kaupum á tækjum í pökkunar- og blöndunarstöð í Þorlákshöfn fyrir áburð. Starfsemi stöðvarinnar hefst í mars og verður þá þeim áburði pakkað sem seldur verður á þessu ári en fyrsta áburðarskipið kemur í lok mars. Meira
2. mars 2002 | Innlendar fréttir | 140 orð | 1 mynd

BM Vallá kynnir nýja gerð sorptunnuskýla

BM Vallá kynnir nýja gerð forsteyptra sorptunnuskýla með steyptu bogadregnu þaki á byggingarsýningunni Construct North í Laugardalshöll nú um helgina. Skýlin fást með eða án hurða. Meira
2. mars 2002 | Innlendar fréttir | 87 orð

Brúðarhelgi og rósasýning í Garðheimum

FRÁ kl. 13 á laugardag og sunnudag verða í gangiv kynningar á sem flestu sem tengist brúðkaupsundirbúningi í Garðheimum í Mjódd. Hátíðartískusýning verður undir stjórn Unnar Arngrímsdóttur kl. 15 báða dagana. Meira
2. mars 2002 | Innlendar fréttir | 327 orð

Búið að koma á aðskilnaði þegar kæran kom

ÁRNI Tómasson, bankastjóri Búnaðarbanka Íslands, segir að búið hafi verið að koma á aðskilnaði milli ólíkra sviða bankans í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti áður en kæra kom fram vegna meintra innherjaviðskipta með hlutabréf í Pharmaco, en í bréfi... Meira
2. mars 2002 | Innlendar fréttir | 89 orð

Dagur B. Eggertsson líklegastur

UPPSTILLINGARNEFND þeirra þriggja stjórnmálaflokka sem mynda Reykjavíkurlistann hefur komið saman að undanförnu. Nefndinni er ætlað að skipa, í samráði við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra, í 7. og 12. sæti listans, en auk þess í 16. Meira
2. mars 2002 | Innlendar fréttir | 77 orð

Einkavæðingin kostaði 140-150 milljónir

SAMKVÆMT upplýsingum frá forsætisráðuneytinu nemur kostnaður við einkavæðingu Landssíma Íslands 140-150 milljónum króna. Langstærstu kostnaðarliðirnir eru kaup á sérfræðiþjónustu PricewaterhouseCoopers og Búnaðarbanka Íslands hf. Meira
2. mars 2002 | Innlendar fréttir | 82 orð

Ekkert mótframboð til formanns

FRAMBOÐSFRESTUR til formanns Neytendasamtakanna (NS) rann út fimmtudaginn 28. febrúar og hafði ekkert mótframboð borist gegn núverandi formanni, Jóhannesi Gunnarssyni, í gær. Meira
2. mars 2002 | Innlendar fréttir | 1411 orð | 3 myndir

Ekki stofnun heldur hús sem er öllum opið

Í tilefni landssöfnunar Geðhjálpar í dag heimsóttu Björn Jóhann Björnsson og Kjartan Þorbjörnsson höfuðstöðvar félagsins á Túngötu 7 í Reykjavík og kynntu sér fjölbreytta starfsemi sem þar fer fram. Meira
2. mars 2002 | Innlendar fréttir | 114 orð

Engar breytingar á forystu KÍ

ELNA Katrín Jónsdóttir hefur verið endurkjörin formaður Félags framhaldsskólakennara til næstu þriggja ára. Elna hlaut 86% atkvæða í almennri atkvæðagreiðslu en hún var ein í kjöri. Meira
2. mars 2002 | Erlendar fréttir | 257 orð

Fangarnir fá kröfur sínar uppfylltar

YFIRVÖLD í Bandaríkjunum hafa fallist á að fangar í herstöðinni í Guantanamo-flóa á Kúbu fái að vefja túrbönum um höfuð sér við bænahald eftir að meirihluti fanganna fór í hungurverkfall til að mótmæla banni við því að þeir bæru túrbana. Meira
2. mars 2002 | Akureyri og nágrenni | 108 orð

Fjölbreytt dagskrá í kirkjuviku

KIRKJUVIKA hefst í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudaginn 3. mars, og stendur hún yfir fram til sunnudagsins 10. mars. Fjölbreytt dagskrá verður í kirkjunni alla dagana. Heimasíða Akureyrarkirkju verður opnuð við athöfn kl. 12 á morgun. Meira
2. mars 2002 | Innlendar fréttir | 498 orð

Fjölskyldan í Eyjum með ráðandi hlut á ný

LANDSBANKI Íslands keypti í gær öll hlutabréf fjárfestingarfélagsins Straums í Tryggingamiðstöðinni hf., að nafnverði ríflega 25,1 milljón króna, á genginu 67 og nemur því verðmæti viðskiptanna um 1.682 milljónum króna. Meira
2. mars 2002 | Innlendar fréttir | 54 orð

Fundur um Evrópumál á Akureyri

STÓLPI, ungir jafnaðarmenn á Norðausturlandi halda fund laugardaginn 2. mars kl. 15 í Verkmenntaskólanum á Akureyri, undir yfirskriftinni ,,Á Ísland að sækja um aðild að Evrópusambandinu? Meira
2. mars 2002 | Akureyri og nágrenni | 146 orð

Fyrirlestur um Gásir

ORRI Vésteinsson, fornleifa-fræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands, heldur fyrirlestur í Deiglunni í dag, laugardaginn 2. mars kl. 15.30 um hinn forna verslunarstað að Gásum og rannsóknir sem þar fóru fram á síðastliðnu sumri. Meira
2. mars 2002 | Innlendar fréttir | 829 orð | 1 mynd

Gagnlegt að vera sýnilegur

Björn Þór Jónsson er fæddur í Reykjavík 8. júlí 1967 en ólst upp á Kópaskeri. Stúdent frá MA 1986, BS í tölvunarfræði frá HÍ 1991. Doktor í faginu frá University of Maryland, Collage Park, 1999. Meira
2. mars 2002 | Suðurnes | 34 orð | 1 mynd

Gefa Fræðasetrinu bækur

BANDARÍSKA sendiráðið hefur fært Fræðasetrinu í Sandgerði nokkrar bækur. Eru þetta vandaðar og fróðlegar bækur um hafið og lífríki þess, jafnt fyrir almenning og vísindamenn. Meira
2. mars 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 462 orð | 1 mynd

Grindverkið óvarið

FIMM ára stúlka skarst illa á andliti sl. sunnudag er hún var að renna sér á snjóþotu í brekku við Setberg í Hafnarfirði og lenti á óvarðri járngirðingu með þeim afleiðingum að sauma þurfti 14 spor í andlit hennar. Meira
2. mars 2002 | Innlendar fréttir | 116 orð

Grænlenskir dagar í Hafnarfirði

GRÆNLENSKIR dagar verða í Vestnorræna menningarhúsinu við Fjörukrána í Hafnarfirði frá 28. febrúar til og með 10. mars. Þar verður sýning með grænlenskum frímerkjum þar sem sum þeirra eru gefin út í tengslum við landafundi árið 2000. Meira
2. mars 2002 | Innlendar fréttir | 52 orð

Gönguskíðaferð í Stíflisdal

SUNNUDAGINN 3. mars verður efnt til skíðagönguferðar á vegum FÍ og farið á Þingvallasvæðið. Haldið verður í átt að Stíflisdal, en haldið verður frá Kárastöðum og gengið umhverfis Stíflisdalsvatn. Þetta er um 3-4 tíma ganga. Meira
2. mars 2002 | Innlendar fréttir | 491 orð

Hafði einn tækifæri til að hrista drenginn harkalega

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær Sigurð Guðmundsson í þriggja ára fangelsi fyrir að valda af gáleysi dauða níu mánaða gamals drengs með því að hrista hann harkalega þannig að hann lést af völdum áverka sem höfðu öll einkenni þess sem nefnt hefur verið... Meira
2. mars 2002 | Suðurnes | 121 orð

Hagkvæmniathugun á netþjónabúi

GERÐUR hefur verið samstarfssamningur um hagkvæmniathugun á uppbyggingu og rekstri netþjónabús á Íslandi með staðsetningu á Reykjanesi í huga. Stefnt er að því að lokaskýrsla verði kynnt innan sex til átta vikna. Meira
2. mars 2002 | Innlendar fréttir | 48 orð

Handteknir eftir slagsmál

TVEIR átján ára piltar voru handteknir fyrir utan skemmtistaðinn Broadway í Ármúla um klukkan tvö í fyrrinótt eftir slagsmál nokkurra ungmenna fyrir utan staðinn, en skóladansleik Menntaskólans við Sund var þá nýlokið. Meira
2. mars 2002 | Erlendar fréttir | 320 orð | 1 mynd

Hart deilt um viðskiptahagsmuni Berlusconis

STJÓRNARANDSTAÐAN á Ítalíu hefur mótmælt harðlega stjórnarfrumvarpi sem ætlað er að sefa ótta manna við hagsmunaárekstra vegna opinberra starfa Silvios Berlusconis forsætisráðherra og viðskiptaumsvifa hans. Meira
2. mars 2002 | Innlendar fréttir | 389 orð

Hátt í 200 fjár varð að flytja til slátrunar

HÁTT í 200 fjár af bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði var flutt í sláturhúsið í Borgarnesi í gærmorgun til slátrunar og sýnatöku eftir ítarlega vettvangsaðgerð á bænum nóttina og daginn áður sem alls tók nítján klukkustundir. Lauk aðgerð ekki fyrr en um fimmleytið í fyrrinótt. Þá var á þriðja hundrað fjár flutt burtu af Höfða til fóðrunar á öðrum bæ í hreppnum. Síðdegis í gær barst sýslumanni svo skrifleg kvörtun frá lögmanni ábúenda þar sem aðgerðunum er mótmælt harðlega. Meira
2. mars 2002 | Innlendar fréttir | 582 orð | 2 myndir

Heillandi verkefni að takast á við

ÞINGFLOKKUR sjálfstæðismanna samþykkti í gær tillögu Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra og formanns flokksins, um að Tómas Ingi Olrich tæki við starfi menntamálaráðherra af Birni Bjarnasyni. Ráðherraskiptin fara formlega fram á ríkisráðsfundi í dag. Meira
2. mars 2002 | Suðurnes | 52 orð

Í kappakstri á 153 km hraða á Garðvegi

TVEIR ökumenn voru í hádeginu í gær teknir á 153 km hraða á Garðvegi þar sem er 90 km hámarkshraði. Ökumennirnir eru karlmenn um tvítugt og er talið að þeir hafi verið í kappakstri, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. Meira
2. mars 2002 | Akureyri og nágrenni | 399 orð

Jarðgöng undir Vaðlaheiði ofarlega á blaði

SAMKVÆMT staðfestri starfsáætlun atvinnumálanefndar Akureyrar verða ferðamál, samgöngumál, umhverfismál, orkumál og orkufrekur iðnaður í forgangi. Kostnaðaráætlun nefndarinnar vegna þessara verkefna hljóðar upp á eina milljón króna. Meira
2. mars 2002 | Innlendar fréttir | 159 orð

Kaffi List stækkar

KAFFI List hefur tekið í notkun síðasta áfangann í húsnæði sínu við Laugaveg og opnast þar með dansgólf staðarins, kokteilbar og snyrtiaðstaða í kjallara. Meira
2. mars 2002 | Erlendar fréttir | 418 orð | 1 mynd

Karadzic er leitað dyrum og dyngjum

LIÐSMÖNNUM SFOR-fjölþjóðahersins í Bosníu-Hersegóvínu, en hann lýtur yfirstjórn Atlantshafsbandalagsins, mistókst enn í gær að hafa hendur í hári Radovans Karadzic, fyrrverandi leiðtoga Bosníu-Serba, en þeir gerðu þá aðra tilraun til að handsama hann. Meira
2. mars 2002 | Erlendar fréttir | 109 orð

Kasparov í forystu

GARRÍ Kasparov bar sigurorð af Englendingnum Michael Adams í fimmtu umferð skákmótsins í Linares á Spáni í fyrradag. Hefur hann nú forystu á mótinu með 2,5 vinninga úr fjórum skákum. Þátttakendur eru sjö og því situr ávallt einn hjá í hverri umferð. Meira
2. mars 2002 | Innlendar fréttir | 470 orð

Keypti e-töflur af Íslendingi í Hollandi

TUTTUGU og sjö ára gamall karlmaður, Bjarni Þór Finnbjörnsson, var í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að smygla 2.779 e-töflum til landsins í apríl í fyrra. Meira
2. mars 2002 | Innlendar fréttir | 71 orð

Landssöfnun Geðhjálpar

Á HEIMASÍÐU Geðhjálpar, www.gedhjalp.is, má nálgast upplýsingar um landssöfnunina en hápunktur hennar verður í kvöld í Sjónvarpinu í þætti Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur, Milli himins og jarðar. Meira
2. mars 2002 | Innlendar fréttir | 50 orð

Leiðrétt

Ranglega var farið með föðurnafn Hermanns Kristjánssonar, framkvæmdastjóra Vaka-DNG, í Morgunblaðinu á fimmtudag. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Meira
2. mars 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 276 orð | 1 mynd

Leikskólinn Víðivellir er 25 ára

LEIKSKÓLINN Víðivellir í Hafnarfirði fagnaði 25 ára afmæli sínu á fimmtudag. Hann er fyrsti leikskólinn sem Hafnarfjarðarbær byggði sérstaklega sem slíkan. Meira
2. mars 2002 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Læknalind tekin til starfa

FYRSTA einkarekna heilsugæslustöðin á landinu tók til starfa í gær. Tveir læknar og einn hjúkrunarfræðingur eru starfandi á stöðinni og eru þeir ánægðir með móttökur almennings. Meira
2. mars 2002 | Innlendar fréttir | 115 orð

Lætur af stjórnarformennsku

FRIÐRIK Pálsson, stjórnarformaður Landssíma Íslands hf., sendi í gær frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: "Ég var beðinn um að taka að mér stjórnarformennsku í Landssíma Íslands hf. á miðju árið 1999. Meira
2. mars 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 93 orð

Metaðsókn í Byggðasafnið

GESTUM Byggðasafns Hafnarfjarðar hefur fjölgað verulega á undanförnum árum og var síðasta ár engin undantekning á því. Alls komu um 6.500 gestir í Smiðjuna, í Sívertsenshús komu tæp 4.000 og tæp 700 í Siggubæ. Alls komu því um 11. Meira
2. mars 2002 | Árborgarsvæðið | 35 orð | 1 mynd

Myndmennt í snjónum

SNJÓNUM var fagnað, þegar hann loksins kom. Magnús Ólafsson myndmenntakennari ákvað að nota snjóinn í listsköpun og tóku nemendur þessari nýbreytni vel. Eins og sjá má af myndunum fylltist Lystigarðurinn af alls kyns dýrum og... Meira
2. mars 2002 | Suðurnes | 59 orð

Níu ára drengir kveiktu í

LÖGREGLAN í Keflavík hefur fengið upplýsingar um að þrír níu ára gamlir drengir hafi kveikt í íþróttavallarhúsinu við Hringbraut fyrr í vikunni. Móðir eins drengjanna kom með son sinn á lögreglustöðina þar sem drengurinn sagði frá verknaðinum. Meira
2. mars 2002 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Nýr menntamálaráðherra

ÞINGFLOKKUR sjálfstæðismanna ákvað í gær að Tómas Ingi Olrich tæki við starfi menntamálaráðherra af Birni Bjarnasyni sem ákveðið hefur verið að veiti sjálfstæðismönnum í borgarstjórn forystu í borgarstjórnarkosningunum í vor. Meira
2. mars 2002 | Innlendar fréttir | 146 orð

Nýr Renault Clio frumsýndur

B&L frumsýnir nýjan Renault Clio þessa helgi og verður af því tilefni opið hús hjá umboðinu á Grjóthálsi 1. Meira
2. mars 2002 | Landsbyggðin | 114 orð | 1 mynd

Nýr sýslumaður tekinn til starfa

Á DÖGUNUM hóf nýr sýslumaður störf hér í Búðardal. Hún heitir Anna Birna Þráinsdóttir og var hún áður fulltrúi sýslumanns á Hvolsvelli. Anna Birna er gift Sigurði Jónssyni, vélvirkja, og eiga þau tvö börn. Meira
2. mars 2002 | Erlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Palestínsk börn skotin

Ísraelar héldu í gær áfram hernaði sínum í flóttamannabúðum á Vesturbakkanum og skutu þá til bana fimm Palestínumenn, þar af eina átta ára gamla stúlku. Einn ísraelskur hermaður féll. Á Gaza-svæðinu skutu Ísraelar sjötta Palestínumanninn, sjö ára dreng. Meira
2. mars 2002 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

"Foss við Aðalstræti"

ÓHÆTT er að segja að gamla Morgunblaðshúsið við Aðalstræti hafi tekið stakkaskiptum því með undrum tækninnar hefur tekist að endurvarpa fossi á uppljómaða framhlið hússins í tilefni af vetrarhátíðinni Ljós í myrkri sem nú stendur yfir. Meira
2. mars 2002 | Erlendar fréttir | 523 orð | 1 mynd

Reglur um fóstureyðingar verði hertar

EF marka má nýja skoðanakönnun eru írskir kjósendur á báðum áttum um hvort rétt sé að samþykkja stjórnarskrárbreytingu sem stjórnvöld hafa lagt til og sem felur í sér strangari reglur um fóstureyðingar en þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram um málið næsta... Meira
2. mars 2002 | Innlendar fréttir | 114 orð

Reykjavíkurlistinn með 57,8% fylgi

REYKJAVÍKURLISTINN fengi nú níu borgarfulltrúa kjörna og Sjálfstæðisflokkurinn sex ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem Gallup gerði í febrúarmánuði og RÚV sagði frá í gærkvöldi. Meira
2. mars 2002 | Erlendar fréttir | 111 orð

Saklausum ferðalangi sleppt

FBI, bandaríska alríkislögreglan, yfirheyrði í gær mann, sem kom með farþegaþotu frá Air India til Kennedy-flugvallar í New York, en sleppti honum að því búnu. Meira
2. mars 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 61 orð

Samkeppni um nafn

BÆJARSTJÓRN Garðabæjar efnir til samkeppni um nafn á félagsmiðstöð eldri borgara í bænum. Félagsmiðstöðin verður til húsa á Garðatorgi 7 og er gert ráð fyrir að hún verði opnuð í lok mars nk. Meira
2. mars 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 310 orð | 2 myndir

Samvera og Laxness á þemadögum

BÖRN og unglingar í grunnskólum Mosfellsbæjar hafa ekki þurft að mæta með skólatöskuna í skólann síðustu daga. Þess í stað hafa þau, með hugmyndaflugið að helsta vopni, unnið að verkefnum tengdum þemadögum skólanna. Meira
2. mars 2002 | Akureyri og nágrenni | 108 orð | 1 mynd

Sex í sveit

LEIKFÉLAG Dalvíkur sýnir um þessar mundir leitritið Sex í sveit eftir franska leikskáldið Marc Camoletti. Gísli Rúnar Jónsson þýddi og staðfærði verkið en leikstjóri er Ármann Guðmundsson. Leikendur eru Sigurbjörn Hjörleifsson, Lárus H. Meira
2. mars 2002 | Innlendar fréttir | 949 orð | 1 mynd

Sjúkraþjálfurum leigð aðstaða hjá stofnunum

Aðstöðumunur virðist vera milli sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara og þeirra sem starfa inni á stofnunum og leigja aðstöðu þar til einkareksturs eftir umsaminn vinnutíma. Guðjón Guðmundsson skoðaði þetta mál sem Samkeppnisstofnun er nú með til umfjöllunar. Meira
2. mars 2002 | Suðurnes | 663 orð | 2 myndir

Skolp hreinsað og dælt á haf út

NÝ FRÁVEITA fyrir Innri-Njarðvík og meginhluta Ytri-Njarðvíkur í Reykjanesbæ og Keflavíkurflugvöll var tekin í notkun í gær með því að Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra gangsetti dælustöðina við Bolafót. Kostar verkið um 500 milljónir króna. Meira
2. mars 2002 | Miðopna | 1928 orð | 2 myndir

Skýr merki um minnkandi fíkniefnaneyslu unglinga

Þótt verkefninu Ísland án eiturlyfja sé nú lokið eftir að hafa staðið yfir í fimm ár, er baráttunni gegn fíkniefnabölinu fjarri því lokið, enda hefur greinilegur árangur náðst síðan 1997 og áfram verður haldið. Þetta kom fram á lokaráðstefnu á Grand hóteli sem Örlygur Steinn Sigurjónsson fylgdist með í gær. Meira
2. mars 2002 | Landsbyggðin | 653 orð | 1 mynd

Starf fræverkunarstöðvar í Gunnarsholti eykst stöðugt

LANDGRÆÐSLA ríkisins starfrækir fræverkunarstöð í höfuðstöðvum sínum í Gunnarsholti á Rangárvöllum, en meginhlutverk hennar er frærækt og verkun tegunda til uppgræðslu. Stöðin er eina fræverkunarstöð landsins og gegnir þ.a.l. Meira
2. mars 2002 | Landsbyggðin | 131 orð

Stefna á 101 Reykjavík

STÓR flokkur sérbúinna jeppa stefnir nú um Sprengisand á 101 Reykjavík. Þessi jeppafloti um 80 jeppa er af Austurlandi og Norðurlandi. Lagt var af stað á 19 jeppum af Austurlandi á fimmtudagskvöld og héldu þeir að Fosshóli í Bárðardal til gistingar. Meira
2. mars 2002 | Akureyri og nágrenni | 97 orð

Svipmyndir frá Munkaþverá

DAGSKRÁ um Munkaþverá í Eyjafirði hefst í Minjasafninu á Akureyri á morgun, sunnudaginn 3. mars, kl. 14.30 en þar verður ferðast um sögu staðarins frá heiðni til nútíðar. Meira
2. mars 2002 | Akureyri og nágrenni | 258 orð | 1 mynd

Synd að fólk fari svona með gæludýrin sín

HONUM brá heldur betur í brún manninum sem á dögunum var á gámasvæðinu við Réttarhvamm. Hann opnaði þar svartan ruslapoka en ofan í honum voru tveir naggrísir í búri. Yfir 10 stiga frost var úti þennan dag. Meira
2. mars 2002 | Erlendar fréttir | 151 orð | 1 mynd

Tekist á um innflytjendalög

NEÐRI deild þýska þingsins samþykkti í gær lagafrumvarp um innflytjendur en megintilgangur þess er að takmarka mjög aðgang annarra innflytjenda en þeirra, sem eru menntaðir á einhverju sviði. Meira
2. mars 2002 | Innlendar fréttir | 81 orð

Úrslit í spurningakeppni ÍTR

ÞRIÐJUDAGINN 5. mars klukkan 20 hefjast úrslit spurningakeppni ÍTR "Nema hvað?" í beinni útsendingu í þættinum Samfés á Rás 2. 24 skólar skráðu sig til keppni af 28 í Reykjavík. Keppnin hófst 14. Meira
2. mars 2002 | Erlendar fréttir | 307 orð

Velti fyrir sér kjarnorkuárás á Víetnam

RICHARD M. Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseti, vék að þeim möguleika að varpa kjarnorkusprengju á Víetnam en Henry Kissinger, sem þá gegndi starfi þjóðaröryggisráðgjafa forsetans, skaut hugmyndina samstundis í kaf. Meira
2. mars 2002 | Árborgarsvæðið | 98 orð

Vinningshafi í eldvarnargetraun

LANDSSAMBAND slökkviliðsmanna stóð fyrir eldvarnarviku 26. nóv.-2. des. sl. Markmið vikunnar var að gera börn meðvituð um þá hættu sem er í þeirra nánasta umhverfi og kenna þeim hvernig bregðast á við ef hættuástand skapast. Meira
2. mars 2002 | Innlendar fréttir | 412 orð

Vísbending um að þættir í starfsemi stangist á við lög

STJÓRN Olíufélagsins hf. ákvað í gær að fela lögmanni félagsins að leita eftir samstarfi við Samkeppnisstofnun um að upplýsa meint brot félagsins á samkeppnislögum. Í fréttatilkynningu frá félaginu í gærkvöldi kemur fram að upplýsingar, sem byggist á rannsókn þeirra gagna sem Samkeppnisstofnun lagði hald á 18. desember sl., hafi verið kynntar fyrir stjórn félagsins í gærmorgun. Þar komi fram vísbendingar um að ákveðnir þættir í starfsemi félagsins hafi stangast á við ákvæði samkeppnislaga. Meira
2. mars 2002 | Árborgarsvæðið | 1170 orð | 1 mynd

Yfirvöld hvött til að draga sameiningu skóla til baka

Skólamál setja mjög svip á alla umræðu á Selfossi þessa dagana. Sigurður Jónsson fylgdist með fundi í Sandvíkurskóla í vikunni. Meira
2. mars 2002 | Miðopna | 1166 orð | 1 mynd

Þegnréttur framandi lífvera á Íslandi

Fimm manna sérfræðinganefnd er stjórnvöldum til ráðgjafar um innflutning, ræktun og dreifingu framandi lífvera. "Framandi lífverur. Meira
2. mars 2002 | Innlendar fréttir | 656 orð | 1 mynd

Þingfréttamaður þakkar fyrir sig

ÞETTA var mildur vetrardagur fyrir nokkrum misserum og ég var nýkominn aftur til starfa á ritstjórn Morgunblaðsins eftir stutta dvöl erlendis. Langþráð frí. Kastaði kveðju á starfsfélagana, fékk mér kaffibolla og fór á morgunfundinn. Meira
2. mars 2002 | Innlendar fréttir | 1201 orð | 4 myndir

Þjálfum fötluð börn út í lífið

Í dag er liðin hálf öld frá því að Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra var formlega stofnað. Jóhanna Ingvarsdóttir fór í Æfingastöð félagsins og hitti þá Vilmund Gíslason framkvæmdastjóra og Þóri Þorvarðarson stjórnarformann að máli í tilefni tímamótanna. Meira

Ritstjórnargreinar

2. mars 2002 | Leiðarar | 666 orð

Gölluð gen

Framfarir í vísindum eru svo hraðar um þessar mundir að við höfum vart tíma til að átta okkur á siðferðislegri þýðingu þeirra. Meira
2. mars 2002 | Leiðarar | 337 orð

Ráðherraskipti

Björn Bjarnason menntamálaráðherra lætur af ráðherraembætti í dag. Jafnframt tekur Tómas Ingi Olrich alþingismaður við embætti menntamálaráðherra samkvæmt ákvörðun þingflokks sjálfstæðismanna í gær. Meira
2. mars 2002 | Staksteinar | 322 orð | 2 myndir

Tíu goðsagnir Evrópusambandssinna

Á frelsi, is, vefsíðu Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, er fjallað um Ísland og Evrópusambandið og tíu goðsagnir, sem ungir sjálfstæðismenn telja Evrópusambandssinna halda á lofti. Meira

Menning

2. mars 2002 | Fólk í fréttum | 160 orð | 1 mynd

Aldrei treysta ókunnugum

Ástralía 2001. Skífan VHS. Bönnuð innan 16 ára. (98 mín.) Leikstjórn og handrit: Scott Reynolds. Aðalhlutverk Radha Mitchell, Barry Watson, Josh Lucas. Meira
2. mars 2002 | Menningarlíf | 34 orð | 1 mynd

Annar hluti afmælissýningar

ANNAR hluti 30 ára afmælissýningar Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík var opnaður í miðrými Listasafns Reykjavíkur - Kjarvalsstöðum, sl. fimmtudag. Verkin á sýningunni eru eftir Þór Vigfússon og Hallstein Sigurðsson en sýning þeirra stendur til 1.... Meira
2. mars 2002 | Fólk í fréttum | 373 orð | 1 mynd

* ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Anna Vilhjálms og...

* ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Anna Vilhjálms og hljómsveit Stefáns P. * BROADWAY: Skemmtisýningin Viva Latino frumsýnd. * BRÚN, Bæjarsveit Borgarfirði: Hljómsveitin Stuðbandið sér um fjörið frá kl. 23 til 3. Aldurstakmark 16 ár. Meira
2. mars 2002 | Fólk í fréttum | 144 orð | 1 mynd

Ást og samfélag

Kína/Bandaríkin, 2001. Sam-myndbönd VHS. Öllum leyfð. (119 mín.) Leikstjórn: Yim Ho. Aðalhlutverk: Luo Yan, Willem Dafoe, John Cho, Yi Ding. Meira
2. mars 2002 | Fólk í fréttum | 141 orð | 1 mynd

Bo Derek með tóma buddu

BANDARÍSKA leikkonan Bo Derek hefur ekki átt sjö dagana sæla frá því að eiginmaður hennar, John Derek, lést árið 1998. Bo er nánst auralaus, hún leigir hús með systur sinni og greiðir fyrir leiguna 40 þúsund krónur á mánuði. Þá ekur hún á gömlum bíl. Meira
2. mars 2002 | Fólk í fréttum | 117 orð | 2 myndir

Fjörug grunnskólahátíð í Hafnarfirði

HALDIN var fjölbreytt og skemmtileg grunnskólahátíð í Hafnarfirði á dögunum. Margt var í boði á hátíðinni en nemendur á unglingastigi og Æskulýðsráð Hafnarfjarðar höfðu veg og vanda af skipulagningunni. Meira
2. mars 2002 | Menningarlíf | 51 orð

Glerverk í Man

NÚ stendur yfir glerlistasýningin "Birta" í Listasal Man, Skólavörðustíg 14. Á sýningunni eru borðlampar, vegglampar, ljósker, skúlptúrar og skálar eftir þær Ingibjörgu Hjartardótur, Kristínu J. Guðmundsdóttur og Rebekku Gunnarsdóttur. Meira
2. mars 2002 | Fólk í fréttum | 131 orð | 1 mynd

Harry prins verður ekki ákærður

HARRY Bretaprins verður ekki ákærður fyrir ólöglega áfengis- og fíkniefnaneyslu þar sem lögregla hefur ekki fundið neinar sannanir fyrir ólöglegu athæfi hans. Þetta kemur fram á fréttavef CNN. Meira
2. mars 2002 | Tónlist | 647 orð

Hinn ljúfi risi í rökkrinu

Bottesini: Elegia. Karólína Eiríksdóttir: Gradus ad Profundum (frumfl.). J.S. Bach: Sónata í G. Schubert: Silungakvintettinn. Þórir Jóhannsson, kontrabassi; Margrét Kristjánsdóttir, fiðla; Guðrún Þórarinsdóttir, víóla; Arnþór Jónsson, selló; Nína Margrét Grímsdóttir, píanó. Þriðjudaginn 26. febrúar kl. 20. Meira
2. mars 2002 | Kvikmyndir | 604 orð

Húsbændur og hjú, hluti I, II og III

Leikstjórn: Robert Altman. Handrit: Julian Fellowes eftir hugmynd Altmans og Bob Balabans. Kvikmyndataka: Andrew Dunn. Aðalhlutverk: Maggie Smith, Kristin Scott-Thomas, Michael Gambon, Jeremy Northam, Helen Mirren, Kelly MacDonald, Alan Bates, Clive Owen, Ryan Phillippe, Charles Dance, James Wilby, Eileen Atkins, Derek Jakobi, Richard E. Grant og Claudie Blakley. 137 mín. USA/UK/Þýskaland og Ítalía. Capitol Films 2001 Meira
2. mars 2002 | Menningarlíf | 210 orð | 1 mynd

Iðnó.

Iðnó. Fimmti "bröns"fundur Reykjavíkurakademíunnar hefst kl. 11. Steinunn Jóhannesdóttir mun á fundinum gera grein fyrir aðferð sinni við heimildaröflun til bókarinnar Reisubók Guðrúnar Símonardóttur, en hún ferðaðist m.a. Meira
2. mars 2002 | Fólk í fréttum | 121 orð | 1 mynd

Kínverskur bófahasar

Kína, 2000. Myndform VHS. (112 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn og handrit. Myung-Se Lee. Aðalhlutverk. Joong-Hoon Park, Sung-Ki og Dong-Kun Jang. Meira
2. mars 2002 | Fólk í fréttum | 250 orð | 1 mynd

Klarinettan er dansmeynni kær

KATRÍN Gunnarsdóttir varð um seinstu helgi Íslandmeistari í einstaklingskeppni í dönsum með frjálsri aðferð (Freestyle) í aldurhópnum 13-17 ára og keppnin er henni ekkert ný. "Nei, þetta er í fjórða skiptið sem ég er þátttakandi. Meira
2. mars 2002 | Fólk í fréttum | 220 orð | 1 mynd

Léleg latína

Léleg plata frá syni spænska hjartaknúsarans. Lítið meira um það að segja. Meira
2. mars 2002 | Myndlist | 263 orð | 1 mynd

List í fötum

Opið daglega frá kl. 9:30-23:30. Meira
2. mars 2002 | Menningarlíf | 328 orð | 1 mynd

Ljós í myrkri

NÚ stendur yfir Vetrarhátíð Reykjavíkur, Ljós í myrkri. Dagskráin í dag er á þessa leið: Kl. 10-17: Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn. Fjölbreytt dagskrá. Grasagarðurinn , Garðskáli. Mynda- sýningin Ekkert líf án ljóss. Kl. 11: Mál og menning, Laugavegi. Meira
2. mars 2002 | Tónlist | 636 orð

Magnaður Brahms

Kammerverk eftir Mozart, Puccini og Brahms. Eþos-kvartettinn, skipaður Auði Hafsteinsdóttur, fiðlu, Gretu Guðnadóttur, fiðlu, Guðmundi Kristmundssyni, víólu, og Bryndísi Höllu Gylfadóttur, selló, ásamt Þórunni Ósk Marinósdóttur, víólu, og Monu Sandström, píanó. Sunnudaginn 24. febrúar kl. 20.00. Meira
2. mars 2002 | Kvikmyndir | 249 orð

Með hefndarþorsta

Leikstjóri: Kevin Reynolds. Handrit: Jay Wolpert eftir sögu Alexandre Dumas père. Kvikmyndataka: Andrew Dunn. Aðalhlutverk: James Caviezel, Guy Pierce, Luis Guzmán, James Frain, Dagmara Dominczyk og Richard Harris. 131 mín. UK/USA Buena Vista Pictures 2002. Meira
2. mars 2002 | Menningarlíf | 104 orð

Mótettukórinn í Reykholtskirkju

MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju heldur tónleika í Reykholtskirkju í dag, laugardag, kl. 16. Efnisskrá tónleikanna gefur góða mynd af efnisskrá kórsins í þau tæpu 20 ár sem hann hefur starfað. Meira
2. mars 2002 | Fólk í fréttum | 1646 orð | 3 myndir

Nýfundið líf á Nýfundnalandi

"Það kann að hafa verið frekar ógáfulegt af mér að reyna en ég gat bara ekki staðist freistinguna," segir sænski leikstjórinn Lasse Hallström í samtali við Árna Þórarinsson í tilefni af frumsýningu The Shipping News, sjöttu myndar hans frá því hann hóf störf í Bandaríkjunum fyrir rúmum áratug. Enginn norrænn leikstjóri hefur náð viðlíka fótfestu vestra. En nú hyggst hann snúa heim. Meira
2. mars 2002 | Menningarlíf | 150 orð

"170 sinnum hringinn"

Í LISTASAFNI Borgarness verður opnuð samsýning fjögurra myndlistarmanna í dag, laugardag, kl. 15, en þeir eru allir búsettir í Reykjavík. Meira
2. mars 2002 | Fólk í fréttum | 324 orð | 1 mynd

Stuð á suðræna heimsbarnum

ÞAÐ er allt að verða vitlaust á Broadway þessa dagana. Fríður hópur listamanna bæði syngur og dansar af öllum kröftum við seiðandi og taktfasta suðræna tóna hljómsveitarinnar. Meira
2. mars 2002 | Menningarlíf | 172 orð | 1 mynd

Sungið á skemmtikvöldi í Ými

LAUGARDAGSKVÖLD á Gili nefnist skemmtikvöld sem haldin eru í Ými. Á skemmtuninni í kvöld, kl. 22, koma fram Kvennakórinn, Léttsveit Reykjavíkur, Álafosskórinn í Mosfellsbæ, þjóðlagasveitin Alba og Kvennakór Bolungarvíkur. Jóhanna V. Meira
2. mars 2002 | Menningarlíf | 14 orð

Tónleikum frestað

TÓNLEIKUM Tríós Reykjavíkur, sem vera áttu í Hafnarborg á morgun, sunnudag, er frestað vegna... Meira
2. mars 2002 | Fólk í fréttum | 97 orð | 1 mynd

Trier hneykslar Kidman

DANSKI leikstjórinn Lars Von Trier hefur gengið fram af enn einni leikkonunni, Nicole Kidman, sem leikur í nýjustu mynd Triers. Meira
2. mars 2002 | Menningarlíf | 77 orð | 1 mynd

Þrjú B í Galleríi Fold

BBB, Bátar, Beib og Bíbar nefnist sýning sem Daði Guðbjörnsson opnar í Baksalnum í Gallerí Fold, Rauðarárstíg, í dag, laugardag, kl. 15. Daði hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis og erlendis á síðustu árum. Meira

Umræðan

2. mars 2002 | Aðsent efni | 667 orð | 1 mynd

Aðalskipulag snertir þig

Reykvíkingum gefst nú tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við borgaryfirvöld, segir Inga Jóna Þórðardóttir, en frestur til að gera athugasemdir við aðalskipulagstillögu rennur út 6. mars. Meira
2. mars 2002 | Bréf til blaðsins | 78 orð | 1 mynd

Að gefa fuglunum brauð

HVERS vegna er hætt að gefa fuglunum brauð við Tjörnina (við Iðnó)? Ég hef séð fuglana þarna róta og kroppa í snjóinn í leit að æti. Og hvers vegna var bakaranum, sem sendi brauð niður á Tjörn á hverjum morgni, bannað að gera það? Meira
2. mars 2002 | Bréf til blaðsins | 431 orð

Af dapurlegum fordómum læknis

LEIFUR Jónsson læknir hefur eins og fleiri áhyggjur af vaxandi ofbeldi og líkamlegum misþyrmingum í Reykjavík. En í bréfi sínu í Morgunblaðinu 24. Meira
2. mars 2002 | Bréf til blaðsins | 195 orð

Athugasemd við bréf að vestan

JA, NÚ er lag á Læk. Ég hef greinilega reitt skáldmæringinn á Skjaldfönn til reiði með athugasemd minni frá því fyrir margt löngu. Og fyrir bragðið fæ ég bæði skæting og skammir og heldur ónotalega vísu í síðasta bréfi, auk þess sem þeir sr. Meira
2. mars 2002 | Aðsent efni | 329 orð | 1 mynd

Furðulegt fyrirkomulag

Leigjandi lóðarinnar þarf að greiða af henni gjöldin, segir Sigurður Jónsson, en ekki landeigandi. Meira
2. mars 2002 | Aðsent efni | 954 orð | 2 myndir

Íslensk börn safna fyrir byggingu barnaheimilis á Indlandi

Söfnunin Börn hjálpa börnum 2002 hófst í gær. Safnað verður fyrir byggingu El Shaddai-barnaheimilisins á Indlandi og hafa hátt í 100 skólar með nálægt 3.000 börnum tilkynnt þátttöku. Jenný Guðmundsdóttir segir ABC hjálparstarf hafa að markmiði að gefa umkomulausum börnum tækifæri á mannsæmandi lífi og menntun með hjálp stuðningsforeldra. Meira
2. mars 2002 | Bréf til blaðsins | 358 orð

Misnotuð börn

ÞAÐ sem knýr mig til þess að setja þessi orð á blað er þáttur úr myndaflokknum Sönn íslensk sakamál sem sýndur var í sjónvarpinu sl. sunnudagskvöld. Þar var rakinn kynferðisglæpaferill Steingríms Njálssonar. Meira
2. mars 2002 | Aðsent efni | 1103 orð | 1 mynd

NOKKRAR ATHUGASEMDIR VIÐ AÐALSKIPULAG HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS

Útþensla höfuðborgarsvæðisins á ekki að vera markmið í sjálfu sér, segir Kristján Árnason, heldur hlýtur að þurfa að reikna með byggð sem víðast úti á landi. Meira
2. mars 2002 | Aðsent efni | 559 orð | 1 mynd

Ný meðferð fyrir geðsjúka

Átaks er þörf, segir Sveinn Rúnar Hauksson, og Geðhjálp heitir á þjóðina að koma til liðs við okkur. Meira
2. mars 2002 | Aðsent efni | 988 orð | 1 mynd

Sannleikskorn í Símamáli

Störf mín, segir Þórarinn V. Þórarinsson, eru ekki hafin yfir gagnrýni en gagnrýni forsætisráðherrans er á misskilningi byggð. Meira
2. mars 2002 | Bréf til blaðsins | 441 orð

Sjálfsögð lífsgæði?

VIÐ matarborðið eða í fjölskylduboðum eða á vinnustöðum til sjós og lands og í saumaklúbbum er talað um nánast allt milli himins og jarðar. Eitt umræðuefni er þó aldrei til umræðu. Meira
2. mars 2002 | Aðsent efni | 774 orð | 1 mynd

Sjúkraþjálfun er margþætt og mikilvæg

Hvernig ætlar heilbrigðisráðuneytið, spyr Ásta S. Guðmundsdóttir, að bregðast við uppsögn samnings Félags sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara við Tryggingastofnun? Meira
2. mars 2002 | Aðsent efni | 718 orð | 1 mynd

Valkostir í meðferð - á forsendum sjúklinga

Ég vona, segir Pétur Hauksson, að þjóðin styðji eldhugana og áform þeirra, með fjárframlögum. Meira
2. mars 2002 | Bréf til blaðsins | 212 orð

Víðlesnir og gáfaðir krakkar ÉG var...

Víðlesnir og gáfaðir krakkar ÉG var viðstödd spurningakeppni ÍTR, "Nema hvað", í ráðhúsi Reykjavíkur nú í vikunni þar sem Hagaskóli og Rimaskóli öttu kappi. Meira

Minningargreinar

2. mars 2002 | Minningargreinar | 2992 orð | 1 mynd

ERNA EGGERZ

Erna Eggerz fæddist 2. apríl 1909 í Vík í Mýrdal. Hún lést 6. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Pétursson Eggerz, sýslumaður, alþingismaður, ráðherra og bæjarfógeti, f. 1. mars 1875, d. 16. Meira  Kaupa minningabók
2. mars 2002 | Minningargreinar | 2044 orð | 2 myndir

ERNA SIGURLEIFSDÓTTIR

Erna Sigurleifsdóttir fæddist á Bíldudal 26. des. 1922. Hún lést á Landakotsspítala 7. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 21. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
2. mars 2002 | Minningargreinar | 2715 orð | 1 mynd

GÍSLI HELGASON

Gísli Helgason fæddist í Reykjavík 27. mars 1943. Hann lést á Landspítalanum 19. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helgi Jónsson, bóndi í Kaldárholti, Holtahreppi, Rang., f. 6. júlí 1897 í Holtsmúla í Landsveit í Rang., d. 3. ágúst 1972, og k.h. Meira  Kaupa minningabók
2. mars 2002 | Minningargreinar | 3231 orð | 1 mynd

HELGI JÓNSSON

Helgi Jónsson fæddist í Bollakoti í Fljótshlíð 6. apríl 1904. Hann lést á Lundi á Hellu 20. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin í Bollakoti, Jón Björnsson frá Stöðlakoti í Fljótshlíð, f. 24. febr. 1871, d. 27. okt. Meira  Kaupa minningabók
2. mars 2002 | Minningargreinar | 1753 orð | 1 mynd

Ingunn Gunnarsdóttir

Ingunn Gunnarsdóttir fæddist í Dölum í Hjaltastaðaþinghá 14. ágúst 1915. Hún lést í Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar 24. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gunnar Magnússon, bóndi í Dölum, f. 28.3. 1883, d. 9.8. Meira  Kaupa minningabók
2. mars 2002 | Minningargreinar | 2051 orð | 1 mynd

SIGURBJÖRN SIGURÐSSON

Sigurbjörn Sigurðsson fæddist á Brúará í Bjarnafirði á Ströndum 23. ágúst 1912. Hann lést á Blönduósi 20. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Stefánsson, bóndi og sjómaður á Brúará, f. 23.10. 1857, d. 7.5. Meira  Kaupa minningabók
2. mars 2002 | Minningargreinar | 2934 orð | 1 mynd

VETURLIÐI G. VETURLIÐASON

Veturliði Guðmundur Veturliðason fæddist á Ísafirði 4. júní 1944. Hann lést á Landspítala við Hringbraut fimmtudaginn 21. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Veturliði Veturliðason verktaki, f. 3. júlí 1916, d. 14. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

2. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 812 orð | 1 mynd

Breytingar á erlendri eignaraðild ekki aðkallandi

BREYTINGAR á lögum um erlenda eignaraðild í íslenskum sjávarútvegi eru ekki aðkallandi en þó ekki útilokaðar. Þetta kom fram í máli Árna M. Meira
2. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 121 orð | 1 mynd

Enn og aftur Íslandsmet

SKIP Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf., Hólmaborg SU og Jón Kjartansson SU, hafa verið óvenjufengsæl á yfirstandandi loðnuvertíð. Nú þegar febrúar er liðinn hafa þessi tvö skip landað samtals 66. Meira
2. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 766 orð

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Steinbítur 105 105 105...

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Steinbítur 105 105 105 74 7,770 Þorskur 174 174 174 1,902 330,948 Samtals 171 1,976 338,718 FISKMARKAÐUR DALVÍKUR Grálúða 210 190 191 159 30,350 Gullkarfi 100 30 88 289 25,554 Hlýri 140 138 138 483 66,682 Keila 56 56 56 53 2,968... Meira
2. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 113 orð

Hættir sem sparisjóðsstjóri SPK

SAMKOMULAG hefur orðið á milli Halldórs J. Árnasonar og Sparisjóðs Kópavogs um að Halldór láti af störfum hjá sparisjóðnum frá og með gærdeginum, 1. mars. Meira
2. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 96 orð

Hætt við sölu verslunarsviðs ACO-Tæknivals

Hætt hefur verið við að selja verslunarsvið ACO-Tæknivals en samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri tveggja fyrstu mánaða ársins er ljóst að viðsnúningur hefur orðið í rekstri ACO-Tæknivals eftir mikinn taprekstur á síðasta ári. Meira
2. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 426 orð

Krafa um áreiðanleikakönnun á ekki rétt á sér

GRUNDVALLARATRIÐI er að menn standi við gerða samninga, að sögn Sigurmars K. Albertssonar, lögmanns MP Verðbréfa hf., en félagið hefur höfðað mál á hendur fjárfesti vegna vanskila á greiðslu hlutafjár, sem viðkomandi skráði sig fyrir í útboði MP BIO hf. Meira
2. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 64 orð

Ráðinn forstjóri Norðurljósa

SIGURÐUR G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður hefur verið ráðinn forstjóri Norðurljósa samskiptafélags hf. og um leið útvarpsstjóri allra miðla félagsins. Sigurður tók tímabundið við starfinu hinn 21. febrúar sl. Meira
2. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 100 orð | 1 mynd

Símaþjónusta Íslandsbanka til Tals

ÍSLANDSBANKI hf. hefur að loknu útboði samið við Tal hf. um alla talsíma- og farsímaþjónustu til næstu þriggja ára. Þetta er stærsti þjónustusamningur sem Tal hefur gert til þessa. Meira
2. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 243 orð

Tap Loðnuvinnslunnar 22,7 milljónir

TAP Loðnuvinnslunnar á síðasta ári nam 22,7 milljónum króna samanborið við 96 milljóna króna tap árið 2000. Rekstrartekjur félagsins voru 1.167 milljónir króna á síðasta ári og rekstrargjöldin 951 milljón króna. Meira
2. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 142 orð

Tveimur málum vísað frá héraðsdómi

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur vísað tveimur málum frá dómi í tengslum við deilurnar innan Lyfjaverslunar Íslands sem hófust síðastliðið vor. Fyrra málið snýst um svonefnda meðalgöngustefnu. Meira
2. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 79 orð

Verðbólgan mest á Íslandi af EES-ríkjum

SAMRÆMD vísitala neysluverðs í ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu var 109,9 stig í janúar sl. og hækkaði um 0,3% frá desember. Á sama tíma hækkaði samræmda vísitalan fyrir Ísland um 0,9%. Meira

Daglegt líf

2. mars 2002 | Neytendur | 1311 orð | 1 mynd

Dýr þjónusta og einhliða skilmálar

Íslenskir bankar hafa einir norrænna banka ótakmarkaðan rétt til einhliða breytinga á viðskiptaskilmálum. Helga Kristín Einarsdóttir fjallar um nýja skýrslu þar sem borin eru saman kjör þjónustu í norrænum bönkum. Meira
2. mars 2002 | Afmælisgreinar | 3584 orð | 6 myndir

GUÐMUNDUR JÓNSSON

Áhrifamaður í búnaðarsögu 20. aldar Guðmundur Jónsson, fyrrverandi skólastjóri á Hvanneyri, kom í síðasta sinn að Hvanneyri 6. ágúst árið 1999. Meira

Fastir þættir

2. mars 2002 | Árnað heilla | 55 orð | 1 mynd

100 ÁRA afmæli .

100 ÁRA afmæli . Í dag, laugardaginn 2. mars, er 100 ára Guðmundur Jónsson, fv. skólastjóri á Hvanneyri, nú til heimilis á Hrafnistu í Hafnarfirði . Meira
2. mars 2002 | Árnað heilla | 29 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli .

80 ÁRA afmæli . Á morgun, sunnudaginn 3. mars, er áttræður Gísli Þór Sigurðsson, Hraunbæ 103, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum á afmælisdaginn kl. 16-19 í Félagsmiðstöð aldraðra, Hraunbæ... Meira
2. mars 2002 | Árnað heilla | 36 orð | 1 mynd

95 ÁRA afmæli .

95 ÁRA afmæli . Nk. þriðjudag, 5. mars, verður 95 ára Guðrún Kristín Ingvarsdóttir . Hún og fjölskylda hennar taka á móti ættingjum og vinum sunnudaginn 3. mars kl. 15 í sal Meistarafélaga iðnaðarmanna í Skipholti 70, 2.... Meira
2. mars 2002 | Fastir þættir | 160 orð

Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudagin 25.

Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudagin 25. febrúar var fyrsta kvöldið af 3 í Mitchell-hrinu Bridsfélags Hafnarfjarðar. Spiluð voru 25 spil og miðlungur var 100. Efstu pör í hvora átt voru: NS 1. Erla Sigurjónsd. - Sigfús Þórðars. 123 2. Gunnl. Óskarss. Meira
2. mars 2002 | Fastir þættir | 52 orð

Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 28.

Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 28. febrúar var spilað fimmta kvöldið í aðalsveitakeppni félagsins og er staða efstu sveita þannig: Sveit Birgis A. Steingrímss. 181 Sveit Vina 170 Sveit Vilhjálms Sigurðss. jr. Meira
2. mars 2002 | Fastir þættir | 95 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Mánudaginn 15. feb. sl. var spilaður eins kvölds tvímenningur. 24 pör mættu. Meðalskor 216. Bestu skor í N/S: Eðvarð Hallgrímss. - Valdimar Sveinss. 231 Gísli Steingrímss - Vilhj. Sigurðsson jr. Meira
2. mars 2002 | Fastir þættir | 263 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

Í ÚRSLITALEIK Englands og Kanada um NEC-bikarinn í Japan varð norður sagnhafi í fjórum hjörtum á báðum borðum og fór einn niður eftir spaðaútspil: Vestur gefur; enginn á hættu. Meira
2. mars 2002 | Fastir þættir | 568 orð | 1 mynd

Deilur um gagnsemi brjóstaskoðunar

FORVARNARGILDI þess að konur fari í reglulega brjóstaskoðun með gegnumlýsingu vegna krabbameins hefur verið mjög til umræðu undanfarið, ekki síst í Bandaríkjunum, og í vitnaleiðslum tveggja heilbrigðisnefnda um málið á Bandaríkjaþingi í vikunni kom fram... Meira
2. mars 2002 | Árnað heilla | 18 orð | 1 mynd

GULLBRÚÐKAUP .

GULLBRÚÐKAUP . Í dag, laugardaginn 2. mars eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Guðrún Björg Emilsdóttir og Sigurjón Friðriksson, Ytri-Hlíð,... Meira
2. mars 2002 | Fastir þættir | 42 orð

Gullsmárabrids Fimmtudaginn 27.

Gullsmárabrids Fimmtudaginn 27. feb. var spilað á níu borðum, 18 pör, meðalskor 168. N-S Bjarni Guðmundss. - Haukur Hanness. 189 Sigurpáll Árnason - Jóhann Ólafsson 182 Jóna Kristinsd. - Sveinn Jensson 181 A-V Helga Helgad. - Þórhildur Magnúsd. Meira
2. mars 2002 | Fastir þættir | 535 orð | 1 mynd

Hvað gerir Penzim?

Spurning: Móðir mín hefur undanfarið verið að kaupa talsvert af Penzim-áburði sem hún notar við fótasárum og fótsveppum vegna þess að henni var ráðlagt það í apótekinu. Meira
2. mars 2002 | Í dag | 1812 orð | 1 mynd

Kirkjuvika í Akureyrarkirkju

KIRKJUVIKA hefst í Akureyrarkirkju á æskulýðsdaginn 3. mars og stendur til sunnudagsins 10. mars. Þessa viku verður fjölbreytt dagskrá í kirkjunni og Safnaðarheimilinu. Allir fastir liðir safnaðarstarfsins verða á sínum stað auk sérstakra viðburða s.s. Meira
2. mars 2002 | Fastir þættir | 707 orð

Lifandi tungumál breytist í tímans rás.

Lifandi tungumál breytist í tímans rás. Þrátt fyrir að við gortum okkur af því að hafa varðveitt tungu forfeðra okkar betur en frændþjóðir okkar og segjumst geta lesið og skilið það sem skrifað var fyrst á Íslandi, hefur mikið breyst. Meira
2. mars 2002 | Í dag | 2716 orð

(Lúk. 11.)

Guðspjall dagsins: Jesús rak út illan anda. Æskulýðsdagurinn. Meira
2. mars 2002 | Viðhorf | 724 orð

Markmið og geðorð

Vonandi á geðræktin eftir að verða jafnstór hluti af lífsstíl Íslendinga og líkamsræktin er orðin. Geðræktarstöðvar væru ekki svo vitlaus hugmynd, eða hvað? Meira
2. mars 2002 | Í dag | 80 orð

Neskirkja.

Neskirkja. Félagsstarf aldraðra kl. 14. Sr. Björn Jónsson, fyrrverandi prófastur á Akranesi, kemur í heimsókn og rifjar upp eitt og annað skemmtilegt. Léttur málsverður. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Hvammstangakirkja. Barnamessa kl. 11. Meira
2. mars 2002 | Dagbók | 808 orð

(Sálm. 81, 8.)

Í dag er laugardagur 2. mars, 61. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Þú kallaðir í neyðinni, og ég frelsaði þig, ég bænheyrði þig í þrumuskýi, reyndi þig hjá Meríbavötnum. Meira
2. mars 2002 | Fastir þættir | 134 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2 e6 7. a4 Rc6 8. O-O Be7 9. Be3 O-O 10. f4 Dc7 11. Kh1 He8 12. Bf3 Bf8 13. Dd2 Ra5 14. b3 d5 15. e5 Rd7 16. Rce2 f6 Staðan kom upp í lokuðu móti sem lauk fyrir skömmu í Molso í Danmörku. Meira
2. mars 2002 | Fastir þættir | 499 orð | 1 mynd

Skákveisla til minningar um Dan Hansson

Með Símaskákmótinu 2002, segir Hrafn Jökulsson, vilja félagar í Hróknum heiðra minningu sænska meistarans Dans Hansson. Meira
2. mars 2002 | Dagbók | 26 orð

STÖKUR

Dregur úr víði drungaský, dröfn á fjöru yrðir; verzlun hríðar eru í ærnar vörubirgðir. Guðmundur Friðjónsson Löðrið dikar land upp á lýra kvikar stofan, aldan þykir heldur há, hún rís mikið skerjum... Meira
2. mars 2002 | Fastir þættir | 446 orð

Víkverji skrifar...

VÍKVERJI horfið með öðru auganu á afhendingu Hlustendaverðlauna útvarpsstöðvarinnar FM 957 sem fram fór í Borgarleikhúsinu á miðvikudag og sýnt var frá í beinni útsendingu á tónlistarsjónvarpsstöðinni Popptíví. Meira

Íþróttir

2. mars 2002 | Íþróttir | 184 orð

Arnar skoraði í sigurleik Stoke

CHRIS Iwelumo, Arnar Gunnlaugsson og Clive Clarke sáu um að skora mörkin þrjú sem tryggðu Stoke sigur á Brighton í ensku 2. deildinni í gær. Meira
2. mars 2002 | Íþróttir | 322 orð | 1 mynd

* BIRGIR Leifur Hafþórsson , GL...

* BIRGIR Leifur Hafþórsson , GL , lék á einu höggi yfir pari í Kenýa í gær á öðrum keppnisdegi af fjórum. Birgir lék á 72 höggum í gær og er samtals sex yfir pari en í gær lék hann á 76 höggum eða fimm yfir pari. Meira
2. mars 2002 | Íþróttir | 135 orð

Forseti FIFA sakaður um mútur og fjármálaóreiðu

SEPP Blatter, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, á undir högg að sækja þessa dagana vegna ásakana um spillingu og fjármálaóreiðu. Meira
2. mars 2002 | Íþróttir | 283 orð | 1 mynd

* GYLFI Einarsson skoraði fyrra mark...

* GYLFI Einarsson skoraði fyrra mark Lilleström frá Noregi sem gerði jafntefli, 2:2, við Helsingborg frá Svíþjóð í úrslitaleik norræna knattspyrnumótsins á La Manga á Spáni í gær. Helsingborg sigraði í vítaspyrnukeppni og hampaði því bikarnum. Meira
2. mars 2002 | Íþróttir | 352 orð

HANDKNATTLEIKUR HK - Selfoss 26:27 Digranes,...

HANDKNATTLEIKUR HK - Selfoss 26:27 Digranes, Kópavogi, 1. deild karla, Essodeild, föstudaginn 1. mars 2002. Gangur leiksins : 0:1, 2:1, 3:3, 6:4, 8:8, 10:10, 12:13, 15:13 , 16:14, 18:16, 20:17, 24:21, 24:23, 25:25, 26:26, 26:27 . Meira
2. mars 2002 | Íþróttir | 114 orð

HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: 1.

HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: 1. deild karla, Esso-deildin: Framhús:Fram - ÍBV 15.30 Seltjarnarn.:Grótta/KR - KA 16 1. deild kvenna, Esso-deildin: Framhús:Fram - Stjarnan 13.30 KA-heimili:KA/Þór - Valur 16 Vestmannaeyjar:ÍBV - Víkingur 13 Sunnudagur: 1. Meira
2. mars 2002 | Íþróttir | 131 orð

Hjálmar löglegur með IFK Gautaborg

KEFLVÍKINGAR hafa komist að endanlegu samkomulagi við sænska félagið IFK Gautaborg um félagaskipti Hjálmars Jónssonar. Meira
2. mars 2002 | Íþróttir | 142 orð

Lárus Long úr leik

EKKERT lát er á meiðslum í leikmannahópi karlaliðs FH í handknattleik og er sjúkralistinn hjá liðinu orðinn ansi stór. Meira
2. mars 2002 | Íþróttir | 131 orð

Ólafur æfir með Lyn á La Manga

ÓLAFUR Gottskálksson, leikmaður enska 2. deildar liðsins Brentford, mun halda til La Manga á Spáni á sunnudag þar sem norska úrvalsdeildarliðið Lyn dvelur við æfingar og keppni. Meira
2. mars 2002 | Íþróttir | 1192 orð | 2 myndir

Reynt að koma í veg fyrir álagsmeiðsli

Íslenskir knattspyrnumenn búa við mjög erfið skilyrði til æfinga á veturna. Þeir hafa neyðst til að æfa á mismunandi tegundum af undirlagi, eins og gervigrasi, dúk eða parketi í íþróttahúsum og í reiðhöllum. Arnar Bill Gunnarsson og Sigurbjörn Ö. Meira
2. mars 2002 | Íþróttir | 516 orð | 1 mynd

Sigurmark Selfoss á elleftu stundu

ÞAÐ voru kampakátir Selfyssingar sem héldu heim frá Digranesi í Kópavogi í gærkvöldi. Þeir höfðu svo sannarlega ástæðu til að gleðjast - fögnuðu sætum sigri á HK, 27:26. Sigurmarkið kom eftir að leiktíma lauk - Valdimar Þórsson skoraði það úr vítakasti. Valsmenn, sem voru lengi í gang eftir kuldakast að undanförnu, voru vel heitir þegar upp var staðið á Hlíðarenda - áttu ekki í erfiðleikum með Víkinga, 32:21. Meira
2. mars 2002 | Íþróttir | 155 orð

Tvö ný lyfjamál

FULLTRÚAR frá Alþjóðaólympíunefndinni, IOC, er að rannsaka tvö ný tilfelli þar sem grunur leikur á um misnotkun ólöglegra efna á vetrarólympíuleikunum í Salt Lake City í Bandaríkjunum. Meira
2. mars 2002 | Íþróttir | 218 orð | 1 mynd

Vala er úr leik í Vín - Jón Arnar í þriðja sæti

JÓN Arnar Magnússon er í 3. sæti eftir fyrri keppnisdag sjöþrautarinnar á Evrópumeistaramótinu í Vínarborg. Jón Arnar er með 3.408 stig, en Tékkinn Roman Sebrle er fyrstur með 3.642 stig, landi hans Tomás Dvorák er annar með 3.428 stig. Eistlendingurinn Erki Nool er næstur á eftir Jóni, hefur náð 3.361 stigi. Keppni hefst aftur kl. níu árdegis í dag. Meira
2. mars 2002 | Íþróttir | 324 orð

Wenger dáist að Alan Shearer

ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, lýsti í gær yfir mikilli hrifningu á þeim manni sem gæti reynst honum þungur í skauti í dag þegar Arsenal sækir Newcastle heim í toppslag í ensku úrvalsdeildinni. Meira

Lesbók

2. mars 2002 | Menningarblað/Lesbók | 919 orð | 1 mynd

AF HVERJU HEITIR FÓLK EKKI FISKANÖFNUM?

Í vikunni sem er að líða fjallaði Vísindavefurinn að vanda um ýmislegt fróðlegt eins og hvort lauslæti komi í veg fyrir að maður finni sanna ást, hvort fólk með engin augu sjái svart eða ekki neitt, hver mælieiningin hestar um hey sé og hvort hægt sé að halda því fram að eitthvað sé fyndið en eitthvað annað ekki. Meira
2. mars 2002 | Menningarblað/Lesbók | 392 orð | 1 mynd

AFTUR OG NÝBÚINN

BANDARÍSKI rithöfundurinn Stephen King hefur sent frá sér nýja bók, þ.e. Meira
2. mars 2002 | Menningarblað/Lesbók | 822 orð | 3 myndir

Á SPANI ALLAN TÍMANN

TVÍBURARNIR uppátækjasömu, Jón Oddur og Jón Bjarni, sem Guðrún Helgadóttir skóp í samnefndri bók fyrir tæpum þrjátíu árum, eru líklegast einar vinsælustu sögupersónur íslenskra barnabókmennta. Meira
2. mars 2002 | Menningarblað/Lesbók | 380 orð

Björgun St. Louissveitarinnar

St. Louis-sinfóníuhljómsveitin gat sér gott orð á níunda áratugnum sem ein betri sinfóníuhljómsveita Bandaríkjanna. Sveitin ferðaðist víða og vakti aðdáun jafnt gagnrýnenda sem almennings. Meira
2. mars 2002 | Menningarblað/Lesbók | 1596 orð | 1 mynd

EN ER EKKI HEIMSPEKIN DAUÐ?

"Heimspekin er sumsé ekki einangrað fyrirbæri sem lesa má um í rykföllnum bókum. Hún snertir okkur öll; er nauðsynlegur partur af lífi okkar allra hvort sem við áttum okkur á því eður ei. Gamall kennari minn sagði einu sinni við mig að heimspekin væri of erfið okkur manneskjunum. Sannarlega er hún erfið, en of erfitt yrði okkur manneskjunum lífið án hennar." Meira
2. mars 2002 | Menningarblað/Lesbók | 2884 orð | 1 mynd

ÉG SYNG UM ÞIG BORG

Ljóðaúrval Matthíasar Johannessen kom út síðastliðið haust í ritstjórn Silju Aðalsteinsdóttur. Í tilefni af því er hér birt spjall Matthíasar og Ástráðs Eysteinssonar, prófessors við Háskóla Íslands, um borgarskáldskap þess fyrrnefnda við setningu fræða- og menningarhátíðarinnar Líf í borg sem fram fór í Háskólanum dagana 25. til 28. maí árið 2000 í tengslum við menningarborgarárið. ÞRÖSTUR HELGASON skráði spjallið sem hér birtist eilítið stytt. Meira
2. mars 2002 | Menningarblað/Lesbók | 315 orð | 1 mynd

FEMÍNISTAR OG MARXISTAR

ÁKÖFUSTU talsmenn femínisma, samanber Guðna Elísson bókmenntafræðing í grein í Lesbók Morgunblaðsins, eru svolítið eins og marxistarnir í gamla daga sem trúðu því að ef maður aðhylltist ekki kenningar þeirra vildi maður helst leiða örbirgð yfir... Meira
2. mars 2002 | Menningarblað/Lesbók | 1078 orð

Flokkurinn lengi lifi

MENNING þjóðar spannar margar víddir. Meira
2. mars 2002 | Menningarblað/Lesbók | 130 orð | 1 mynd

Fullskipaður Caput í Shaman

CAPUT-HÓPURINN gengst fyrir tónleikum í Borgarleikhúsinu í dag kl. 15.15. Yfirskriftin er Shaman og fram koma Pétur Jónasson gítarleikari og Kolbeinn Bjarnason flautuleikari, ásamt Caput-sinfóníettu. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Meira
2. mars 2002 | Menningarblað/Lesbók | 2323 orð | 1 mynd

HALLDÓR OG GUNNAR GUNNARSSON

"Annars vegar þessi óþrjótandi leikur sem alstaðar gætir hjá Halldóri og sívökuli stíll. Hinsvegar hin þungstíga alvara Gunnars (Fjallkirkjan undanskilin), maður næstum dáist að því hvað höfundurinn er laus við að biðla til lesandans." Meira
2. mars 2002 | Menningarblað/Lesbók | 2545 orð | 1 mynd

HLUTIRNIR GERAST Í LEIKHÚSINU

Line Knutzon, höfundur Fyrst er að fæðast, sem nú er á fjölum Borgarleikhússins, hefur á síðustu tíu árum fest sig í sessi sem eitt fremsta nútímaleikskáld Dana. ANNA MARÍA BOGADÓTTIR sótti skáldið heim. Meira
2. mars 2002 | Menningarblað/Lesbók | 69 orð

Jón Oddur og Jón Bjarni

eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikarar: Andri Már Birgisson, Benedikt Clausen, Matthías Sigurbjörnsson, Sigurbjartur St. Meira
2. mars 2002 | Menningarblað/Lesbók | 129 orð | 1 mynd

Leikstýrir Pétri Gaut í Borås

Leikstjórinn Kjartan Ragnarsson hefur verið ráðinn til að sviðsetja Pétur Gaut í Borgarleikhúsinu í Borås í Svíþjóð í haust. Meira
2. mars 2002 | Menningarblað/Lesbók | 190 orð

LITLA STÚLKAN

Segðu mér söguna aptur - söguna þá í gær - um litlu stúlkuna, með ljúfu augun og ljósu flétturnar tvær. Var hún ekki fædd úti' á Íslandi, og alin þar upp á sveit, og send hingað vestur á sveitarinnar fé - með sakn aðartárin heit? Meira
2. mars 2002 | Menningarblað/Lesbók | 708 orð | 2 myndir

LÍFSVERK LISTAMANNS

YFIRLITSSÝNING á verkum Sigurjóns Ólafssonar verður opnuð í dag í Listasafninu á Akureyri og er það í fyrsta sinn sem verk myndhöggvarans eru sýnd norðan heiða. Meira
2. mars 2002 | Menningarblað/Lesbók | 699 orð

LJÓSASKIPTI

Við sjónhring minnisins ljósleit segl þanin gegnsæ Seytlar niður af himninum dvínandi birta Færist yfir himininn færist yfir heiminn græðandi smyrsl rökkursins Jórtrandi skepnur kyrrast vindurinn kyrrist blómin dotta Heykvísl með gljáandi skafti stendur... Meira
2. mars 2002 | Menningarblað/Lesbók | 34 orð

Lykill um hálsinn

eftir Agnar Jón. Leikarar: Erlendur Eiríksson, Þórunn E. Clausen, Lára Sveinsdóttir og Björn Hlynur Haraldsson. Leikmynd og lýsing: Sigurður Kaiser. Kvikmynd: Björn Helgason. Hljóð: Úlfar Jakobsen. Útsetn. Meira
2. mars 2002 | Menningarblað/Lesbók | 3911 orð | 2 myndir

MEISTARINN FRÁ LE RONCOLE

Skemmtilegustu stundir Verdis voru á sunnudögum, þegar hann gat hlustað á orgelið í sóknarkirkjunni. Sjö ára gamall var hann orðinn kirkjuþjónn og segir sagan að dag nokkurn hafi hann orðið svo frá sér numinn af leik organistans að hann gleymdi að færa prestinum vatnið. Presturinn varð svo reiður að hann hrinti Verdi litla niður altarisþrepin. Þegar hann kom heim marinn og grátandi spurðu foreldrar hans hvað amaði að honum. Hann svaraði aðeins "leyfið mér að hefja tónlistarnám". Meira
2. mars 2002 | Menningarblað/Lesbók | 578 orð

MÍN TVÍSTÍGANDI ANGIST

UNDANFARNAR tvær vikur hafa sennilega verið ömurlegar fyrir þá viðkvæmu þolendur sem skoða heiminn eingöngu í gegnum fréttir í fjölmiðlum og hafa ekki pólitíska sýn, heimspeki eða fagrar listir til að setja hluti í samhengi eða tempra áhrifin af ástandi... Meira
2. mars 2002 | Menningarblað/Lesbók | 465 orð

NEÐANMÁLS -

I Bandaríski rithöfundurinn John Steinbeck var jafnaldri Halldórs Laxness og hefði orðið hundrað ára síðastliðinn miðvikudag. Að sumu leyti voru þeir Halldór samstiga. Meira
2. mars 2002 | Menningarblað/Lesbók | 407 orð

NÆSTU VIKU

MYNDLIST Árnastofnun, Árnagarði: Handritasýning opin þri.- fös. 14-16. Til 15.5. Galleri@hlemmur.is: L. Pérez de Siles de Castro og Ólafur Á. Ólafsson. Til 2.3. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Daði Guðbjörnsson. Til 24.3. Meira
2. mars 2002 | Menningarblað/Lesbók | 118 orð | 1 mynd

"Diabolus" í Listasafni Íslands

SÝNING á Diabolus, verki Finnboga Péturssonar, verður opnuð í Listasafni Íslands í dag, laugardag. Verkið hannaði hann og smíðaði fyrir íslenska sýningarskálann á myndlistar-tvíæringnum í Feneyjum á Ítalíu 2001 en þar var hann fulltrúi Íslands. Meira
2. mars 2002 | Menningarblað/Lesbók | 732 orð | 2 myndir

"...EINS OG AÐ VERA STADDUR Í DRAUMI"

Ljósmyndarinn Katrín Elvarsdóttir opnar sýningu í Listasafninu á Akureyri í dag. Sýninguna nefnir hún Móra og vísar til dramatískrar áru eyðibýla og yfirgefinna staða víðs vegar um landið. HULDA STEFÁNSDÓTTIR ræddi við Katrínu um verkin á heimili hennar í New York. Meira
2. mars 2002 | Menningarblað/Lesbók | 446 orð | 2 myndir

Sérstök efnisskrá

SÆNSKI slagverksleikarinn Jonas Larsson kemur fram á tónleikum í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, kl. 17. Á efnisskrá eru sex verk eftir fimm höfunda, þar af þrjú frumflutt. Meira
2. mars 2002 | Menningarblað/Lesbók | 488 orð | 2 myndir

Vanrækt nútímafólk

Kynslóð 9. áratugarins er í brennidepli í Lykill um hálsinn, nýju leikriti sem frumsýnt verður í kvöld í Vesturporti. HÁVAR SIGURJÓNSSON kyrrsetti höfundinn og leikstjórann Agnar Jón eina litla morgunstund. Meira
2. mars 2002 | Menningarblað/Lesbók | 47 orð

VORNAUÐ

Þegar bleik vorsólin braust yfir fjöllin og tók að verma íbúana í dalnum, blésu frumbyggjarnir í hjarðpípur og glöddust, en of fljótt. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.