ÍSRAELSKI herinn felldi 22 Palestínumenn í gær og tók allt að 1.000 til fanga. Flestir voru skotnir er Ísraelar réðust með tugum skriðdreka inn í Jabaliya-flóttamannabúðirnar á Gaza.
Meira
KJÓSENDUR í Zimbabwe gengu enn að kjörborðinu í gær, þriðja daginn í röð, en þó aðeins í höfuðborginni og nálægum bæ. Að öðru leyti hunsaði ríkisstjórn Roberts Mugabes forseta þann úrskurð hæstaréttar landsins, að þriðja kjördeginum skyldi bætt við.
Meira
EIN af afleiðingum Enron-gjaldþrotsins og hneykslisins í kjölfarið er sú, að margir hæfir menn í atvinnulífinu hafa ekki lengur áhuga á að setjast í stjórn fyrirtækja.
Meira
Stjórnarformaður Landssímans fór á aðalfundi fyrirtækisins ítarlega yfir þá gagnrýni sem beinst hefur að Símanum síðustu misseri. Hann sagðist viss um að þegar horft yrði um öxl áttuðu menn sig á að í umfjöllun um félagið hefði víða verið gengið of langt. Egill Ólafsson sat fundinn en á honum var skipt um stjórn félagsins.
Meira
12. mars 2002
| Innlendar fréttir
| 610 orð
| 1 mynd
Aðalfundur Íslandsbanka fór fram í gær án sjáanlegra átaka þrátt fyrir að FBA-Holding hefði verið svipt atkvæðisrétti sínum og breytingar á hluthafalista væru nýafstaðnar. Nóatúnsfjölskyldan er nú einn af stærstu hluthöfum í Íslandsbanka og telur Jón Ásgeir Jóhannesson það m.a. til marks um að "sjóðaímyndin" sé að hverfa af Íslandsbanka.
Meira
AÐALFUNDUR Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn í kvöldi í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Verður hann í Sverrissal og hefst stundvíslega klukkan 20.
Meira
AÐALFUNDUR Ættingjabandsins verður haldinn í matsal Hrafnistu í Reykjavík, mánudaginn 18. mars kl. 20. Ættingjabandið er vinasamband ættingja og vina heimilisfólksins á Hrafnistu í Reykjavík.
Meira
DR. KRISTÍN Aðalsteinsdóttir, dósent við Háskólann á Akureyri, flytur fyrirlestur í samkomusal Lundarskóla í kvöld, þriðjudagskvöldið 12. mars og hefst hann kl. 20. Fyrirlesturinn nefnir hún "Börnin okkar, að styrkja þau og efla".
Meira
OSAMA bin Laden, leiðtogi al-Qaeda-hryðjuverkasamtakanna, flutti fjölskyldu sína á öruggan stað í afskekktu héraði í Afganistan nokkrum dögum fyrir árásirnar á Bandaríkin 11. sept. sl.
Meira
STJÓRNENDUR Flugleiða hafa sett sér það markmið að ná jafnvægi í rekstri Flugleiða á árinu 2002 en á síðasta ári nam tap félagsins 1.212 milljónum króna.
Meira
12. mars 2002
| Innlendar fréttir
| 397 orð
| 1 mynd
*MAGNÚS Jón Björnsson tannlæknir, Ph.D., varði hinn 17. ágúst síðastliðinn doktorsritgerð sína (Ph.D. thesis) í tannholdsfræðum við tannlæknadeild Kaupmannahafnarháskóla.
Meira
12. mars 2002
| Innlendar fréttir
| 126 orð
| 1 mynd
ELLERT Sölvason, sem fleiri kannast trúlega við undir nafninu Lolli í Val, lést á Landspítalanum sl. föstudag á 85. aldursári. Ellert fæddist á Reyðarfirði 17. desember 1917 en fluttist tveggja ára til Reykjavíkur og var alinn upp á Óðinsgötu.
Meira
SLÖKKVITÆKJAÞJÓNUSTA Suðurnesja í Keflavík hefur gert samning við tæknideild Brunamálastofnunar um endurnýjun á öllum reykköfunartækjum stofnunarinnar og um viðhald á þeim og þjónustu.
Meira
TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær engar ákvarðanir hafa verið teknar um að grípa til hernaðaraðgerða gegn stjórn Saddams Husseins Íraksforseta.
Meira
12. mars 2002
| Innlendar fréttir
| 144 orð
| 1 mynd
EFTIR fund með sérfræðingi frá Veðurstofu Íslands í gærkvöldi ákvað almannavarnanefndin í Vík í Mýrdal að ekki væri óhætt fyrir fólk að halda til í sex íbúðarhúsum í Reynishverfi og tveimur húsum í Vík vegna hættu á snjóflóðum.
Meira
12. mars 2002
| Höfuðborgarsvæðið
| 197 orð
| 1 mynd
DONALD Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kvaðst í gær vonast til þess að hersveitum Bandaríkjamanna tækist í þessari viku að vinna fullan sigur á al-Qaeda-liðum og talibönum sem haldið hafa uppi vörnum í Arma-fjöllum í Austur-Afganistan.
Meira
CESSNA 152, sem er tveggja manna einshreyfils flugvél, hvolfdi á Stóra-Kroppsflugvelli í Borgarfirði síðdegis í gær. Flugmennina tvo, flugkennara og flugnema, sakaði ekki. Vélin hélt frá Reykjavík kl. 17.05 og hafði áætlað hálfs annars tíma flug.
Meira
RANNSÓKN á flugatvikinu sem varð við Gardemoen-flugvöll við Osló 22. janúar sl. heldur áfram af fullum krafti. Norsk flugmálayfirvöld fara með forræði rannsóknarinnar og vinna að henni í samráði við Rannsóknarnefnd flugslysa á Íslandi.
Meira
GARÐYRKJUFÉLAG Íslands heldur fræðslufund í Norræna húsinu, miðvikudagskvöldið 13. mars kl. 20 þar sem Sigurður Þórðarson varaformaður Garðyrkjufélagsins flytur erindi um garðaskoðun Garðyrkjufélagsins á síðastliðnu sumri.
Meira
STYRKUR, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra, verður með opið hús í Skógarhlíð 8 í Reykjavík í dag, þriðjudaginn 12. mars kl. 20.30.
Meira
FYRIRLESTUR á vegum IEEE á Íslandi, rafmagns- og tölvuverkfræðiskorar verkfræðideildar Háskóla Íslands og Rafmagnsverkfræðideildar Verkfræðingafélags Íslands (RVFÍ), verður í dag, þriðjudaginn 12. mars, kl. 17.
Meira
JÓN Gunnarsson, fyrrverandi oddviti, býður sig fram á móti Þóru Bragadóttur, oddvita Vatnsleysustrandarhrepps, í prófkjöri H-lista óháðra borgara sem fram fer næstkomandi laugardag.
Meira
ÍGOR Ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, krafðist í gær skýringa á fréttum í bandarískum fjölmiðlum um leynilegar áætlanir þar sem rædd væri hugsanleg beiting kjarnorkuvopna gegn nokkrum ríkjum, þ.á m. Rússlandi.
Meira
Í KVÖLD, þriðjudaginn 12. mars kl. 20.00, fer fram stórleikur í handbolta í KA-heimilinu á Akureyri þegar KA tekur á móti Þór í efstu deild karla.
Meira
KARLMAÐUR um fimmtugt, sem varð fyrir alvarlegri hnífstunguárás heima hjá sér á Grettisgötu í Reykjavík 6. mars, liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi, tengdur við öndunarvél.
Meira
SJÖGRENSHÓPUR gigtarfélags Íslands stendur fyrir fræðslukvöldi fimmtudaginn 14. mars kl. 19.30 í húsnæði Gigtarfélag Íslands, Ármúla 5, 2. hæð. Benedikt Sveinsson kvensjúkdómalæknir fjallar um slímhúðarvanda og hormónameðferð.
Meira
LÖGREGLAN í Borgarnesi hefur nú til rannsóknar fimm innbrot í sumarbústaði í Svarfhólslandi í Svínadal og eitt innbrot að auki í hreppslaugina í Skorradal. Talið er að innbrotin hafi verið framin á tímabilin 1. til 9. mars.
Meira
ÍSLENSKI ljósmyndabankinn Nordic Photos hefur gerst umboðsaðili fyrir bandaríska fyrirtækið Getty Images Inc. sem rekur einn stærsta myndabanka heims.
Meira
ÍSRAELAR heimiluðu í gær Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, að yfirgefa skrifstofur hans í Ramallah á Vesturbakkanum, þar sem þeir hafa haldið honum í herkví síðan í desember sl.
Meira
12. mars 2002
| Innlendar fréttir
| 224 orð
| 1 mynd
ÍÞRÓTTAMENN Seltjarnarness fyrir árið 2001 urðu Harpa Snædís Hauksdóttir í fimleikum og Jónatan Arnar Örlygsson í dansi. Harpa Snædís hefur stundað fimleika í Gróttu í 8 ár. Í dag æfir hún með meistarahópi félagsins.
Meira
BÖRN á aldrinum þriggja til fimm hafa notið þess í febrúar að fá íþróttaþjálfun einu sinni í viku í Íþróttamiðstöðinni. Hugmyndin hefur verið í deiglunni undanfarin tvö ár en það var Magnús Þorgrímsson sálfræðingur sem kom henni í framkvæmd.
Meira
Jón Bjarni Þorsteinsson er fæddur í Reykjavík 1948. Stúdent frá MR 1968 og útskrifaðist frá læknadeild HÍ 1975. Sérnám í heimilislækningum í Skövde, sérfræðingur í heimilislækningum frá 1980, heilsugæslulæknir á Heilsugæslustöð á Sólvangi í Hafnarfirði frá 1980. Fyrrverandi alþjóðastjórnarmaður í Lionshreyfingunni 1999-2001. Núverandi sjón- og heyrnarverndarfulltrúi Lionshreyfingarinnar. Er giftur Guðrúnu Yngvadóttur, staðgengli forstöðumanns hjá Endurmenntun HÍ. Þau eiga tvö börn.
Meira
12. mars 2002
| Innlendar fréttir
| 567 orð
| 1 mynd
UM helgina var tilkynnt um 41 umferðaróhapp til lögreglunnar í Reykjavík, 21 var kærður fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu og 39 fyrir of hraðan akstur.
Meira
TÖLUVERÐAR skemmdir urðu í þremur íbúðum í Logalandi í Fossvogi í gær þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð þar. Reykur barst frá íbúðinni yfir í hinar íbúðirnar og hlutust skemmdir af hans völdum.
Meira
Fjármálaeftirlitið vísar í tilkynningu sinni til Íslandsbanka, um að hlutum FBA Holding S.A. í Íslandsbanka-FBA hf. fylgi ekki atkvæðisréttur, í 10. gr. og 12. grein laga um viðskiptabanka og sparisjóði, 113/1996. Þar kemur meðal annars fram í 10. gr.
Meira
12. mars 2002
| Innlendar fréttir
| 107 orð
| 1 mynd
ORKUVEITA Reykjavíkur og Orlofssjóður BSRB í Munaðarnesi hafa skrifað undir samkomulag um samstarf á athugun á möguleikum og hagkvæmni þess að leggja hitaveitu í Munaðarnes og nágrenni.
Meira
SANDGERÐISBÆR mun taka upp viðræður við aðra banka eða sparisjóði um opnun útibús í Sandgerði ef bankaráð Landsbankans breytir ekki afgreiðslutíma útibús síns til fyrra horfs.
Meira
MAÐURINN sem lést í hörðum árekstri jeppa og fólksbifreiðar austan við Selfoss á föstudagskvöld hét Ingvar Guðmundsson, til heimilis á Bankavegi 2 á Selfossi. Ingvar var 22 ára, en hann fæddist 10. mars 1979.
Meira
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð við gatnamót Sæbrautar og Snorrabrautar, laugardaginn 9. mars sl. klukkan 17.24.
Meira
LÖGREGLAN í Kópavogi handtók aðfaranótt sunnudags karlmann og konu í íbúð í Kópavogi þar sem maður á sextugsaldri fannst látinn. Dánarorsök mannsins var ekki ljós í gær en búist er við niðurstöðum krufningar innan tíðar.
Meira
GÍSLATÖKU í Rembrandt-turninum í Amsterdam í Hollandi í gær lauk án þess að gíslana sakaði en maðurinn, sem ógnað hafði fólkinu með byssu, svipti sig hins vegar lífi.
Meira
12. mars 2002
| Innlendar fréttir
| 151 orð
| 1 mynd
AFHJÚPUÐ var nýverið í Konunglega tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn portrettmynd af dansk-íslenska sellóleikaranum Erling Blöndal Bengtssyni í tilefni af sjötugsafmæli hans. Málverkið er eftir son Erlings, Stefan Blöndal.
Meira
MYNDSAUMUR í Hafnarfirði, sem hefur starfað í 12 ár, hefur flutt starfsemi sína að Reykjavíkurvegi 62 í Hafnarfirði. Fyrirtækið er sérhæft í sölu og merkingum á fatnaði, húfum og handklæðum.
Meira
GREININGAR- og ráðgjafarstöð ríkisins stendur fyrir námskeiði um snemmtæka íhlutun fyrir ung börn með þroskaraskanir og börn í áhættuhópum. Námskeiðið verður haldið í Gerðubergi 21.-22. mars kl. 9-16 og er opið öllum sem vinna að velferð 0-6 ára barna,...
Meira
Netyfirlit á fjármálavef Íslandsbanka Röng fyrirsögn var í frétt frá Íslandsbanka á sunnudag, um vinningshafa sem skráðu sig fyrir netyfirlitum á fjármálavef Íslandsbanka, isb.is. Beðist er velvirðingar á...
Meira
Á VORDÖGUM verður nýtt fjölnotahús í Þykkvabæ tekið í notkun en smíði þess hófst fyrir rúmu ári. Burðarvirki hússins, styrkingar og tilheyrandi uppsetningar var keypt úr öðru Tívolíhúsanna sem áður stóðu í Hveragerði.
Meira
EIGENDUR FBA Holding S.A. voru í gær sviptir atkvæðisrétti í Íslandsbanka af Fjármálaeftirlitinu. Tilkynning þess efnis barst til Íslandsbanka nokkrum tímum áður en aðalfundur félagsins hófst. Hlutur FBA Holding í Íslandsbanka nemur 15,553%.
Meira
12. mars 2002
| Höfuðborgarsvæðið
| 142 orð
| 1 mynd
SÆUNN Þorsteinsdóttir, 17 ára íslenskur sellóleikari búsettur í Bandaríkjunum, lék einleik með Des Moines-sinfóníunni á laugardag og sunnudag í Des Moines í Iowa. Sæunn spilaði sellókonsert nr. 1 eftir Shostakovich með hljómsveitinni.
Meira
RÖÐ námskeiða með yfirskriftinni "Heilbrigðisþjónusta í dreifbýli," er nú að hefjast í samvinnu Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri og Símenntunar Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri.
Meira
SAMEINING Húsavíkurkaupstaðar og Reykjahrepps var samþykkt í kosningum sl. laugardag. Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, segir þetta þýða að í vor verði til nýtt sveitarfélag með sameinaðri sveitarstjórn sem taki til starfa 9. júní.
Meira
12. mars 2002
| Innlendar fréttir
| 112 orð
| 1 mynd
FORSÆTISRÁÐHERRA hefur sett Sigurð Guðmundsson skipulagsfræðing til að taka tímabundið við embætti forstjóra Þjóðhagsstofnunar. Þórði Friðjónssyni, forstjóra stofnunarinnar, hefur verið veitt lausn að eigin ósk frá 31. mars næstkomandi.
Meira
SKIPULAGSSTOFNUN barst nýlega tillaga Seyðisfjarðarkaupstaðar og verkfræðistofunnar Hönnunar að áætlun vegna mats á umhverfisáhrifum snjóflóðavarna á Bjólfssvæði á Seyðisfirði. Stofnunin stefnir að því að ákvörðun um tillöguna liggi fyrir 11. apríl.
Meira
SKÓGRÆKTARFÉLAG Íslands mun standa fyrir námskeiðum fyrir áhugafólk um skóg- og trjárækt, ekki síst sumarhúsaeigendur. Námskeiðin eru hluti af fræðslusamstarfi skógræktarfélaganna og Búnaðarbanka Íslands hf. Fyrirhuguð eru þrjú námskeið í Mörkinni 6, 20.
Meira
12. mars 2002
| Innlendar fréttir
| 1164 orð
| 2 myndir
VEL heppnaðir stórtónleikar fóru fram í Fjölbrautaskólanum á Selfossi fyrir skömmu á vegum Skálafélagsins sem vinnur að endurbyggingu Tryggvaskála á Selfossi. Á tónleikunum komu fram söngvararnir Kristinn Sigmundsson og Gunnar Guðbjörnsson.
Meira
12. mars 2002
| Innlendar fréttir
| 536 orð
| 1 mynd
VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, gagnrýnir á heimasíðu sinni leiðara Morgunblaðsins sl. föstudag og sunnudag sem fjalla um dreifða eignaraðild að bönkum. Segir ráðherrann m.a.
Meira
TVEIR rúmlega tvítugir menn hafa verið dæmdir fyrir að hafa í sameiningu staðið að innflutningi á rúmlega tveimur kílóum af hassi til landsins með ferjunni Norrænu í ágúst í fyrra.
Meira
12. mars 2002
| Höfuðborgarsvæðið
| 178 orð
| 1 mynd
Tvíburakálfarnir Sómi og Sæunn dafna vel í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal en þeir voru vigtaðir í gær og reyndist Sæunn vera 51 kg en Sómi 53 kg. Kálfarnir fæddust 9. febrúar sl.
Meira
12. mars 2002
| Innlendar fréttir
| 450 orð
| 1 mynd
MAÐUR ökklabrotnaði á báðum fótum þegar hann féll í sprungu á Svínafellsjökli um kvöldmatarleytið á sunnudag. Var hann á leið af Hrútsfjallstindum ásamt fjórum öðrum fjallgöngumönnum.
Meira
AÐALHEIÐUR Birgisdóttir, framkvæmdastjóri SMS-samskipta með síma á Stöðvarfirði, segist undrandi á þeim málalyktum sem urðu eftir beiðni hennar til Alþingis um verkefni í rafrænni ræðuritun þingmanna.
Meira
12. mars 2002
| Innlendar fréttir
| 202 orð
| 1 mynd
RAFIÐNAÐARSKÓLINN lauk skólastarfi haustannar með útskrift 80 nemenda föstudaginn 15. febrúar sl. Að þessu sinni var útskrifað af tveimur námsbrautum, í tölvu- og rekstrarnámi og af MCP-braut. Útskriftin fór fram í sal VT-skólans í Faxafeni 10.
Meira
12. mars 2002
| Innlendar fréttir
| 210 orð
| 1 mynd
KATRÍN Fjeldsted, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er fyrsti flutningsmaður tillögu til þingsályktunar Alþingis um úttekt á óhreyfðum skipum í höfnum og skipsflökum og kostnað við hreinsun þeirra.
Meira
BRÆÐURNIR Gunnar, Egill og Rúnar Sigvaldasynir gáfu á dögunum Ólafsfjarðarkirkju veglega peningagjöf, eða þrjár milljónir króna. Peningagjöfin var afhent á sóknarnefndarfundi kirkjunnar fyrir skömmu.
Meira
UNDANFARIÐ eitt og hálft ár hefur staðið yfir vinna vegna nýrrar umferðaröryggisáætlunar fyrir Reykjavík. Þetta er í annað sinn sem ráðist er í slíkt verkefni, en hin fyrri náði yfir árin 1996-2000.
Meira
SÉRFRÆÐINGAR fjármálaráðuneytisins telja ekki óraunhæft að gera ráð fyrir að viðskiptahallinn á árinu 2002 geti orðið um eða jafnvel innan við 20 milljarða kr., eða sem nemur um 2½% af landsframleiðslu.
Meira
12. mars 2002
| Innlendar fréttir
| 185 orð
| 1 mynd
SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra sagði á Alþingi í gær að það kæmi ekki til greina að Náttúruvernd ríkisins drægi úr landvörslu á hálendinu. "Landvarsla er mjög mikilvæg og það á ekki að draga úr henni," sagði ráðherra.
Meira
12. mars 2002
| Akureyri og nágrenni
| 202 orð
| 1 mynd
STOFNFUNDUR samtakanna "Góðvinir Háskólans á Akureyri" var haldinn um helgina, en undirbúningur hefur staðið í nokkurn tíma. Björn Jósef Arnviðarson sýslumaður var kjörinn formaður samtakanna.
Meira
KOMIÐ er upp nýtt hneyksli í Þýskalandi í tengslum við fjármál stjórnmálaflokka og að þessu sinni eru jafnaðarmenn, SPD, í eldlínunni. Leiðtogar flokksins í Köln hafa viðurkennt að hafa tekið við alls um 260.000 evrum, nær 23 milljónum kr.
Meira
BÆJARINS besta, sem gefið er út á Ísafirði, fjallar um um þær breytingar sem geta orðið á rótgrónum máltækjum og hvernig spillingin getur breytt hlutunum.
Meira
BRITNEY Spears og Justin Timberlake, söngvari *NSYNC, eru skilin að skiptum. Spears ku vera harmi slegin vegna sambandsslitanna, að því er segir í fréttum BANG Showbiz. Ástæðan mun vera mikið annríki og svo sviðsljósið.
Meira
Á FÖSTUDAGINN var frumsýnd ný íslensk heimildarmynd í Háskólabíói. Ber hún nafnið Eldborg - sönn íslensk útihátíð og fjallar um samnefnda útihátíð sem fram fór um síðustu verslunarmannahelgi.
Meira
Gaukur á Stöng Þungarokkssveitin Stripshow spilar eftir langt hlé. Regnboginn Á laugardaginn hófust franskir bíódagar, sem haldnir eru af Góðum stundum, Regnboganum/Skífunni, Franska sendiráðinu og Alliance Francaise á Íslandi.
Meira
MEÐ suðrænum blæ er yfirskrift hádegistónleikanna í Norræna húsinu á morgun kl. 12.30. Það eru þeir Ómar Einarsson og Jakob Hagedorn-Olsen sem leika á gítar eigin verk auk verka eftir Miles Davis og Heitor Villa-Lobos.
Meira
ÞRÓUNIN í afþreyingariðnaði undanfarin ár hefur í vaxandi mæli lýst sér í eins konar miðlaflökti og -samruna. Þannig eru kvikmyndir gerðar eftir bókum, tölvuleikir eftir eftir kvikmyndum, sjónvarpsþættir eftir kvikmynd o.s.frv.
Meira
ÞRIÐJU tónleikarnir í röð fernra hádegistónleika Íslensku óperunnar á vormisseri verða haldnir í dag, þriðjudag, og bera þeir yfirskriftina "Heima hjá Atla".
Meira
ÞAÐ var alvöru ævintýramynd, Tímavélin eða The Time Machine , sem halaði inn flesta dollarana fyrir vestan nú um síðustu helgi. Þrátt fyrir herfilega gagnrýni náði myndin engu að síður næstbestu opnun ársins, aðeins Black Hawk Down hefur gert betur.
Meira
HALLDÓR Haraldsson píanóleikari og skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík heldur einleikstónleika í TÍBRÁ-röð Salarins í Kópavogi í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl.
Meira
PHARMACO hf. og Listasafn Íslands hafa gert með sér samstarfssamning fyrir árin 2002 og 2003, en samningurinn var undirritaður af forsvarsmönnum beggja aðila í gær.
Meira
Rokksveitin Strip Show snýr aftur með glans á Gauknum í kvöld. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við bræðurna Ingó og Silla Geirdal um rokk og ról og sitthvað annað um leið.
Meira
Undanfarin ár hafa gestir á Ímark-deginum, Íslenska markaðsdeginum, haft tækifæri á að koma við á bás Morgunblaðsins og spá fyrir um úrslitin í flokki dagblaðaauglýsinga í keppninni Athyglisverðasta auglýsing ársins 2001.
Meira
Samsetning og umsjón dagskrár: Jóhanna Jónas og Margrét Eir. Höfundar ljóða: Maya Angelou og Langston Hughes. Ræðubútur af bandi: Martin Luther King. Söngur og leikur: Jóhanna Jónas og Margrét Eir. Tónlistarflutningur: Guðmundur Pétursson. Aðstoð við leikstjórn: Charlotte Bøving. Aðstoð við útlitshönnun: Ásta Hafþórsdóttir. Sýningarstjórn, aðstoð við ljós o.fl.: Bjarni Snæbjörnsson. Fimmtudagur 28. febrúar. Næsta sýning 13. mars.
Meira
TILKYNNT var um úthlutun úr Menningarborgarsjóði fyrir árið 2002 í gær og hlutu 42 verkefni styrk en alls bárust 200 umsóknir. Til úthlutunar voru 25 milljónir.
Meira
VALLAMENN blótuðu þorra á Iðavöllum á dögunum að ævafornum sið. Skemmtanin var með hefðbundnum hætti, skemmtiatriði samin og framreidd af heimamönnum þar sem liðið ár var sýnt í spéspegli.
Meira
Á DÖGUNUM efndu félagar úr alþjóðlegu hársnyrtisamtökunum Intercoiffure á Íslandi til veglegrar og vel heppnaðrar sýningar. Tilefnið var að gefa innsýn í komandi vorlínu í hárskurði og hárgreiðslu.
Meira
Umræðan
12. mars 2002
| Bréf til blaðsins
| 394 orð
| 1 mynd
Að borga fyrir sig KONA hafði samband við Velvakanda vegna pistils sem Hjalti skrifar í Velvakanda sl. sunnudag, "Að borga fyrir sig". Í pistli Hjalta kemur fram sú hugmynd að fólk borgi fyrir veitingar í erfidrykkjum.
Meira
AMANDA, sem er 28 ára gömul frá Bretlandi, óskar eftir íslenskum pennavinum. Áhugamál hennar eru lestur, skriftir og listir. Amanda Miller, 168 Market Street, Clay Cross, Chesterfield, Derbyshire, S45 9LY England.
Meira
Réttarstaða feðra í faðernismálum er í hrópandi andstöðu við almenna réttarvitund, segir Ásta R. Jóhannesdóttir, og eðlilega þróun í jafnréttis-málum á Íslandi.
Meira
Samfylkingin vill tryggja jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu, segir Rannveig Guðmundsdóttir, og að hún sé ekki sett undir mæliker framboðs og eftirspurnar.
Meira
ÞAÐ er rík ástæða til að óska sjávarútvegsráðherra til hamingju með nýjar tillögur um auðlindagjald á útgerðina. Við fyrstu sýn virðist honum nefnilega hafa tekist að fá nær alla aðila, við enda allra háborða útvegsmála, upp á móti hinum nýja skatti.
Meira
ÞAKKA skrif Víkverja í dag (föstudag) um byggingar banka í miðborg Reykjavíkur. Hafi einhver sjónarmið ráðið í byggingarstefnu banka í miðborg Reykjavíkur var smekkvísi og þekking á byggingarsögulegum verðmætum ekki þeirra á meðal.
Meira
Minningargreinar
12. mars 2002
| Minningargreinar
| 1995 orð
| 1 mynd
Anna Helga Hjörleifsdóttir fæddist á Akranesi 2. júlí 1933. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 1. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hjörleifur Guðmundsson, f. 21.8. 1905, d. 4.4.
MeiraKaupa minningabók
Björn Arason fæddist 15. desember 1931 á Blönduósi. Hann lést á Landspítalanum 22. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Borgarneskirkju 1. mars.
MeiraKaupa minningabók
Gunnar Steindórsson fæddist á Akureyri 14. september 1923. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 27. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey.
MeiraKaupa minningabók
12. mars 2002
| Minningargreinar
| 1485 orð
| 1 mynd
Gyða Halldóra Haraldsdóttir fæddist í Reykjavík 13. desember 1936. Hún lést 1. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Olga Eggertsdóttir, f. 19.2. 1906, d. 5.11. 1981, og Haraldur Jónsson, f. 7.12. 1901, d. 22.2. 1986. Gyða átti einn bróður, Guðberg,...
MeiraKaupa minningabók
12. mars 2002
| Minningargreinar
| 2296 orð
| 1 mynd
Veturliði Guðmundur Veturliðason fæddist á Ísafirði 4. júní 1944. Hann lést á Landspítala við Hringbraut fimmtudaginn 21. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Ísafjarðarkirkju 2. mars.
MeiraKaupa minningabók
12. mars 2002
| Minningargreinar
| 2176 orð
| 1 mynd
Dóa (Þuríður Ingibjörg) Þórarinsdóttir fæddist í Reykjavík 18. apríl 1915. Hún lést á Landakoti 20. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey.
MeiraKaupa minningabók
AFKOMA SÍF-samstæðunnar var 1.420 milljónum króna betri á árinu 2001 en árið áður. Hagnaður félagsins í fyrra var 435 milljónir króna eftir skatta, en tap á árinu 2000 var 985 milljónir. Hagnaður SÍF fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 1.
Meira
AFL fjárfestingarfélag hf. hefur keypt 72.347.924 kr. að nafnverði hlutafjár í Þormóði ramma-Sæberg hf. á verðinu 4,0 kr. Eignarhlutur Afls fjárfestingarfélags hf. eftir kaupin nemur 208.828.852 kr. að nafnverði.
Meira
PERCY Barnevik, fyrrverandi forstjóri og stjórnarformaður ABB, hefur samþykkt að endurgreiða 548 milljónir sænskra króna af 901 milljónar króna eingreiðslu sem hann fékk í samræmi við starfslokasamning sinn árið 1997.
Meira
ÞRÁTT fyrir erfiða byrjun á árinu 2001 hjá Marel vegna sjúkdóma í kjötiðnaði, varð árið eitt besta ár í sögu samstæðunnar. Velta samstæðunnar jókst um 48% frá árinu 2000 og varð 8.481 milljón, sem var um 22% umfram áætlanir fyrirtækisins.
Meira
12. mars 2002
| Viðskiptafréttir
| 1106 orð
| 1 mynd
TAP Flugfélags Íslands nam 175 milljónum króna á síðasta ári en tap af reglulegri starfsemi félagsins nam 393 milljónum króna og fjármagnsgjöldin voru 69 milljónir króna. Hins vegar nam hagnaður af sölu eigna 287 milljónum króna.
Meira
ÝMSAR ytri aðstæður og fortíðardraugar leiddu til erfiðleika í rekstri AcoTæknivals á síðasta ári en þá varð um 1.082 milljóna króna tap á rekstri félagsins. Áætlanir gera ráð fyrir hagnaði á árinu 2002. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins í gær.
Meira
HOLLUSTUVERND ríkisins hefur sent sýni af 14 mismunandi matarolíum, meðal annars ólífuolíum, til greiningar í Þýskalandi og munu niðurstöður liggja fyrir innan nokkurra vikna.
Meira
70 ÁRA afmæli . Í dag, þriðjudaginn 12. mars, er sjötugur Ármann Jakob Lárusson, glímukappi, Digranesvegi 20, Kópavogi. Eiginkona hans er Björg R. Árnadóttir . Þau taka á móti gestum í safnaðarheimili Kefas, Vatnsendabletti 601, í kvöld frá kl....
Meira
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10-14 í neðri safnaðarsal. Skemmtiganga um Laugardalinn eða upplestur kl. 10.30. Umsjón Þóranna Þórarinsdóttir. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12 í kirkjuni. Umsjón Guðrún K. Þórsdóttir.
Meira
NORÐMAÐURINN Tor Helness gekk á hólm við gröndin þrjú og hafði sigur, þrátt fyrir dökkt útlit í upphafi. Spilið er frá sýningarleikunum í Salt Lake City í síðasta mánuði: Norður gefur; allir á hættu.
Meira
Í nóvember sl. héldu prestar í Árnesprófastsdæmi hjónanámskeið fyrir nýgift hjón og var miðað við hjón sem gefin höfðu verið saman á árunum 2000 og 2001.
Meira
Undankeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni var haldin á Hótel Borgarnesi dagana 8.-10. mars. Þar kepptu 40 sveitir um 10 sæti í úrslitakeppni mótsins sem haldin verður um páskana.
Meira
Í dag er þriðjudagur 12. mars, 71. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Lát bæn mína koma fyrir þig, hneig eyra að hrópi mínu, því að sál mín er mett orðin af böli, og líf mitt nálægist Hel. Meira
Í NÝJASTA hefti Mannlífs er skemmtileg grein um Njálsgötuna eftir Auði Haralds rithöfund. Víkverji las greinina með ánægju en hitt þótti honum skrýtið, að meiripartur myndanna, sem henni fylgja, er ekkert frá Njálsgötunni.
Meira
Arnar Þór Viðarsson var valinn í lið vikunnar í belgísku knattspyrnunni í gær hjá dagblaðinu Het Nieuwsblad fyrir frammistöðu sína með Lokeren gegn Sint-Truiden.
Meira
TVEIR bandarískir dómarar blésu í flautuna á leik Gróttu/KR og Vals á sunnudaginn en þeir verða hér á landi í um vikutíma og munu dæma nokkra leiki í efstu deild karla og kvenna.
Meira
* BJÖRN Viðar Ásbjörnsson skoraði tvö mörk fyrir Fylki sem vann Val , 3:0, í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu á sunnudaginn. Theódór Óskarsson gerði fyrsta mark Árbæinga en báðir markaskorararnir komu inn á sem varamenn.
Meira
FORRÁÐAMENN spænska félagsins Ciudad Real, sem Ólafur Stefánsson gerði samning við um helgina gera sér vonir um að geta keypt hann undan samningi við Magdeburg í vor eða sumar, þ.e. ári fyrr en nýundirritaður samningur Ólafs við félagið tekur gildi.
Meira
Evrópska mótaröðin Dubai Desert Classic-mótið: Ernie Els -16 Nicls Fasth -12 Carl Pettersson -11 Brian Davis -9 Gary Evans -7 Charlie Wi -7 Bradley Dredge -6 Mathias Grönberg -6 Darren Clarke -6 Simon Dyson -6 Andrew Pldcorn -6 Bandaríska mótaröðin Honda...
Meira
* FYRIR leik Vals og Hauka á Íslandsmóti kvenna í handknattleik á laugardag voru flutt stutt minningarorð um Ellert Sölvason , Lolla í Val , fyrrverandi landsliðsmanns í knattspyrnu, sem lést á föstudag.
Meira
SPENNAN var mikil þegar leið á leik Gróttu/KR og Vals á Seltjarnarnesi á sunnudaginn. Leikmenn voru á nálum og munaði aldrei meira en tveimur mörkum. Það var því nokkuð víst að liðið, sem yrði fyrra til og tækist að auka bilið, myndi öðlast sjálfstraust til sigurs en hitt gerðist örvæntingarfullt. Sú varð raunin þegar Aleksandr Petersons hóf að raða inn mörkum og átti mestan þátt í 23:21 sigri Gróttu/KR.
Meira
GUÐJÓN Þórðarson segir engan vafa leika á að fjarvera fyrirliða Stoke, Peters Handyseides, hafi veikt liðið til muna og átt sinn þátt í því að það tapaði fyrir Wycombe, 1:0, í ensku 2. deildinni á laugardaginn.
Meira
GUNNAR Örn Ólafsson úr Ösp setti fimm Íslandsmet í sínum flokki á opna danska meistaramótinu í sundi fatlaðra sem fór fram í 50 m sundlaug í H¢rsholm í Danmörku um sl. helgi.
Meira
HAUKASTÚLKUR unnu öruggan fimm marka sigur á Val, 24:29, í 1. deild kvenna í handknattleik á laugardag en þá fór fram 14. umferð deildarkeppninnar. Með sigrinum festu Haukastúlkur sig enn frekar á toppi deildarinnar. Hið stórskemmtilega lið Eyjastúlkna gerði góða ferð í Garðabæ, þar sem þær fögnuðu sigri á Stjörnunni, 26:20. Haukar, Stjarnan og ÍBV eru í þremur efstu sætunum og eins og liðin leika í dag koma þau til með að berjast um Íslandsmeistaratitilinn, eins og undanfarin ár.
Meira
Heimsbikar í alpagreinum Stórsvig karla, lokamót: Michael Von Grünigen, Sviss 2:41,12 Benjamin Raich, Austurríki 2:41,25 Stephan Eberharter, Austurr 2:41,69. *Frederic Covili frá Frakklandi varð í 5.
Meira
Íslandsmót Stöðluð skammbyssa Einstaklingskeppni, 25 metrar: Hannes Tómasson, SR 544 Guðjón Freyr Eiðsson, SFK 535 Karl Kristinsson, SR 531 Carl J. Eiríksson, SÍB 521 Eiríkur Ó.
Meira
Lárus Orri Sigurðsson og samherjar urðu að bíta í það súra epli að falla úr ensku bikarkeppninn á sunnudaginn er WBA tapaði, 1:0, fyrir Fulham á útivelli. Lárus Orri kom mikið við sögu í WBA og þótti standa sig allvel, m.a.
Meira
"ÞETTA er mjög góður samningur og til fjögurra ára þannig að ég ákvað að slá til," sagði Ólafur Stefánsson, landsliðsmaður í handknattleik, en hann skrifaði á laugardaginn undir fjögurra ára samning við spænska félagið Ciudad Real.
Meira
KONGSBERG Penguins, liðið sem Pétur Guðmundsson þjálfar, er komið í úrslit í norsku deildinni, lagði Oslo Kings 82:67 í fimmta leik liðanna á föstudaginn. Þar með tryggði Pétur liði sínu sæti í úrslitarimmunni og er hún þegar hafin.
Meira
Reykjavíkurmót karla A-RIÐILL: Þróttur R. - Leiknir R. 3:0 Brynjar Sverrisson 2, Hans Sævarsson. Fylkir - Valur 3:0 Björn Viðar Ásbjörnsson 71., 90., Theódór Óskarsson 59. Staðan: Þróttur R.
Meira
Það má með sanni segja að íshokkí á Íslandi sé fjölskylduíþrótt. Fyrirliðar Íslandsmeistara Skautafélags Akureyrar í karla- og kvennaflokki eru systkini - Sigurður Sveinn og Hulda Sigurðarbörn. Einar Sigtryggsson komst að því að eiginmaður Huldu er einn farsælasti leikmaður SA frá upphafi og fyrsti þjálfarinn hennar og kona "meistara" Sigurðar er í kvennaliði SA.
Meira
STÚDÍNUR létu tvo slæma ósigra fyrir KR í vetur ekki slá sig út af laginu þegar liðin mættust í stórskemmtilegum úrslitaleik deildarkeppninnar í Kennaraháskólanum í gærkvöldi. Þær voru skrefinu á undan allt fram að síðustu mínútum, misstu þá forystuna en sýndu gríðarlegt keppnisskap með því að snúa leiknum aftur sér í hag og sigra 65:63. Vesturbæingum tókst því ekki að taka deildarmeistaratitil fjórða árið í röð.
Meira
KNATTSPYRNUSAMBAND Íslands hefur samið við Ungverja að þeir komi til Íslands í september með a-landslið sitt og ungmennalið, skipað leikmönnum undir 21 árs. A-landsliðin leika á Laugardalsvellinum laugardaginn 7.
Meira
VALDIMAR Grímsson og stjórn handknattleiksdeildar HK hafa komist að samkomulagi um að Valdimar hætti að þjálfa meistaraflokk félagsins. Árni Stefánsson, aðstoðarmaður Valdimars, tekur við liðinu og stjórnaði sinni fyrstu æfingu í gærkvöldi.
Meira
"VIÐ vildum hefna okkar eftir 5:1 tapið í deildabikarnum," sagði Eiður Smári Guðjohnsen eftir 4:0 sigur Chelsea á Tottenham á White Hart Lane í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar á sunnudag.
Meira
* VINCENZO Montella var maður helgarinnar í ítölsku knattspyrnunni. Montella skoraði fjögur mörk fyrir Roma sem vann stórsigur á Lazio, 5:1, í nágrannaslag Rómarliðanna, frammi fyrir 80 þúsund áhorfendum á Ólympíuleikvanginum.
Meira
BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Skotlands, er að safna liði þessa dagana, en Skotar koma til Reykjavíkur í undankeppni EM næsta haust og leika á Laugardalsvellinum.
Meira
VIÐUREIGN Aftureldingar og KA að Varmá á laugardaginn var væntanlega forsmekkurinn að því sem koma skal þegar og ef liðin tryggja sér sæti í úrslitakeppninni.
Meira
* ÞÓRÐI Guðjónssyni var skipt út af á 70. mínútu í liði Preston þegar það lagði Rotherham , 2:1, á heimavelli. * HEIÐAR Helguson tók út leikbann þegar Watford lagði Crystal Palace á útivelli, 2:0, á laugardaginn.
Meira
Þýskaland Bayern München - 1860 München 2:1 Paulo Sergio 72., Thorsten Fink 90. - Martin Stranzl 75. - 68.000. Wolfsburg - Köln 5:1 Diego Klimovicz 4., 18., Tobias Rau 7., Martin Petrov 62., Miroslav Karhan 77. - Markus Kreuz 45. - 12.583.
Meira
Íslensku landsliðsmennirnir í knattspyrnu, sem dvöldust í Brasilíu í fimm daga í sl. viku, kynntust því að knattspyrnan er íbúum landsins hrein trúarbrögð og óhætt er að segja að Mekka þessarar vinsælustu íþróttagreinar heimsins sé í Brasilíu. Guðmundur Hilmarsson, blaðamaður Morgunblaðsins, fór með landsliðinu í ævintýraferðina, sem seint mun gleymast þeim sem í fóru.
Meira
Dalvík - Fasteignaþing er með í sölu núna gistiheimilið Árgerði nálægt Dalvík. Um er að ræða eign með níu gistiherbergjum, íbúð og 60 fermetra bílskúr. Alls er eignin 293,2 fermetrar að stærð og var húsið byggt árið 1947, það er steinsteypt.
Meira
Sófaborð 001 - stærð 140x60 sentimetrar. Hönnun: Ólöf Jakobína Ernudóttir. Framleiðandi Epal. Þar fæst borðið og kostar 108.800 kr. Það er úr hlyn en til í mismunandi viðartegundum. Það er með skúffu undir...
Meira
Funkis er stefna í byggingarlist sem hófst upp úr 1930. Hún á sér hliðstæðu bæði í myndlist og tónlist, en þetta hugtak er yfirleitt notað um byggingarlist módernismans fram að seinni heimsstyrjöld. Guðlaug Sigurðardóttir ræddi við Pétur H. Ármannsson, deildarstjóra byggingarlistardeildar Reykjavíkur, um funkis-stefnuna og þau áhrif sem hún hafði á byggingarlist hér á landi.
Meira
Leirkerasmíði gefur hugmyndafluginu lausan tauminn. Kolbrún S. Kjarval hefur unnið lengi við leirlist. Guðrún Guðlaugsdóttir heimsótti hana í nýja vinnustofu hennar við Skólavörðustíg, auk þess sem hún hefur eignast nýtt hús til að breyta og bæta.
Meira
Trésmiðja Fljótsdalshéraðs hefur hafið framleiðslu á færanlegum íbúðarhúsum. Húsin er auðvelt að taka með sér við búferlaflutninga, verðmæti eignarinnar heldur sér og lágt fasteignaverð á ótryggum búsetusvæðum hefur þar ekki áhrif.
Meira
His Master's Voice handsnúinn grammófónn frá því um 1910. Hann hefur staðið fram undir þetta í stofu í Reykjavík en hefur nú verið gerður upp og er í góðu lagi, hann er til sölu hjá Fríðu frænku og kostar 95 þúsund...
Meira
Hjá Fríðu frænku við Vesturgötu er gott úrval gamalla íslenskra kistla. Þessir eru á ýmsum aldri, sá efsti er eftir Ríkarð Jónsson myndhöggvara, sem skar út margan góðan gripinn á fyrri hluta og fram yfir miðja síðustu öld. Hann kostar 18.000 kr.
Meira
Stórsending gjafavara, m.a. frá Spáni, Mexíkó og Suður-Ameríku, er nýlega komin í Gjafa gallery á Frakkastíg. Kertastjakinn kostar 12.400 kr, en sá minni 62.00 kr. Hærri leirvasinn kostar 12.900 kr. en sá lægri 9.600 kr. Ávaxtaskálin er á 2.800 kr.
Meira
Reykjavík - Ásbyrgi fasteignasala er með í sölu núna einbýlishús að Hryggjarseli 15, 109 Reykjavík. Þetta er steinhús, byggt árið 1980 og er það 272,1 fermetri, tvöfaldur bílskúr er 54,5 fermetrar.
Meira
Gömul hús og saga þeirra eru ætíð forvitnileg umhugsunarefni. Guðrún Guðlaugsdóttir grípur hér niður í sögu Vesturgötu 16, þegar það hús var heimili Benedikts Gröndals.
Meira
SIGURÐUR Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, og eiginkona hans, Ólafía Ragnarsdóttir, hófu sinn búskap í lítilli íbúð við Digranesveg 64 í Kópavogi. Þau bjuggu þar í sambýli við Ármann J. Lárusson glímukappa og fjölskyldu hans, sem átti húsið.
Meira
Jörðin Möðruvellir í Eyjafjarðarsveit er til sölu hjá fasteignasölunni Eignakjörum á Akureyri. Staðurinn er þekkt höfuðból og er kenndur við Eyjafjarðarsveit til aðgreiningar frá Möðruvöllum í Hörgárdal.
Meira
Kúluvasi þessi kostar 2.850 kr. Hægt er að setja í hann vatn og þá lítur út fyrir að maður haldi gullfisk á heimilinu. Til eru glös í stíl - fæst Í húsinu við...
Meira
Egill Árnason hf. hefur hafið innflutning á Woodloc-lagnarkerfi. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að nýja lagnakerfið komi í stað hefðbundinna aðferða sem felast í því að líma saman tappa og nót.
Meira
Hér má sjá mjólkurbrúsa af gömlu gerðinni, svona brúsar úr stáli voru framleiddir hér á Íslandi um 1940, þeir taka um 3 lítra og þessi fæst í Fríðu frænku og kostar 3.500...
Meira
Reiptögl úr Skagafirðinum eru til sölu hjá Fríðu frænku, þau eru fléttuð úr hrosshári og eru sum með beinhögldum, þau kosta á bilinu 6.500 til 8.500 og eru vinsæl hjá erlendum ferðamönnum meðal...
Meira
Garðabær - Eignaval er með í sölu núna einbýlishús á Sunnuflöt 39, 210 Garðabæ. Þetta er steinhús, byggt árið 1965 og er það alls 328,2 fermetrar, þar af er innbyggður tvöfaldur bílskúr 70 fermetrar.
Meira
Af gömlum myndum má sjá að garðurinn við Túngötu 6 hefur verið mjög fallegur, segir Freyja Jónsdóttir. Aðeins eitt tré stendur eftir, álmur, sem Reykjavíkurborg kaus tré ársins fyrir nokkrum árum.
Meira
NÚ hafa flestir landsmenn fengið skattframtalið sitt í hendur og framtalsvinnan því framundan. Almennur framtalsfrestur er til 25. mars, en til 8. apríl ef skilað er á Netinu.
Meira
Flest rök mæla með því að Úlfarsfell verði helsta nýbyggingarland undir íbúðabyggð í austurborg Reykjavíkur á næsta skipulagstímabili. Arinbjörn Vilhjálmsson segir að landgæði þar séu eins og best verður á kosið fyrir fyrirhugaða byggð.
Meira
Greiðslumatið sýnir hámarksfjármögnunarmöguleika með lánum Íbúðalánasjóðs miðað við eigið fé og greiðslugetu umsækjenda. Forritið gerir ráð fyrir að eignir að viðbættum nýjum lánum s.s.
Meira
Vínsett - tappatogari, flöskutappi, skenkir og skeri til að skera af flöskuhálsi. Dönsk framleiðsla frá Rosendahl, kostar 11.980 allt saman á standi en fæst líka stakt í...
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.