Greinar miðvikudaginn 13. mars 2002

Forsíða

13. mars 2002 | Forsíða | 127 orð

Gjöld á ríkisstyrkt flugfélög

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins kvaðst í gær hafa lagt drög að nýjum reglum sem myndu gera henni kleift að leggja sérstök gjöld á flugfélög frá Bandaríkjunum, Sviss og fleiri löndum utan ESB teljist þau njóta góðs af ríkisstyrkjum í samkeppni við... Meira
13. mars 2002 | Forsíða | 330 orð | 1 mynd

Mestu hernaðaraðgerðir Ísraela í 20 ár

ÍSRAELSHER herti árásir sínar á flóttamannabúðir Palestínumanna og fleiri skotmörk á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu í gær og eru þetta mestu hernaðaraðgerðir Ísraela í tvo áratugi eða frá innrásinni í Líbanon 1982. Meira
13. mars 2002 | Forsíða | 334 orð | 1 mynd

"Hún var alltaf með uppsteyt"

MIKIL öryggisgæsla var í gær við húsakynni réttarins í Uppsölum í Svíþjóð er réttarhöld hófust í máli Rahmi Sahindal, innflytjanda úr röðum múslíma sem sakaður er um að hafa skotið dóttur sína, Fadime Sahindal. Meira
13. mars 2002 | Forsíða | 89 orð | 1 mynd

Sakaður um svik

NORSKIR eftirlitsmenn, sem fylgdust með forsetakosningunum í Zimbabve, sögðu í gær að þær hefðu ekki verið frjálsar og lýðræðislegar. Meira

Fréttir

13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 68 orð

17,1 milljón safnaðist

LANDSSÖFNUN Geðhjálpar fór fram laugardaginn 2. mars sl. Alls safnaðist 17,1 milljón. Þessi upphæð safnaðist í gegnum 907-númer Geðhjálpar, símanúmer frjálsu framlaganna, 590-7070 og bankareikning Geðhjálpar hjá SPRON. Meira
13. mars 2002 | Erlendar fréttir | 367 orð | 1 mynd

815 millj. manna svelta

UM 815 milljónir manna þjást af hungri og vannæringu í heiminum, aðallega í vanþróuðum löndum. Kom það fram hjá Jacques Diouf, yfirmanni Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, á svæðisráðstefnu í Teheran í Íran. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 41 orð

Aðalfundur AUS

AÐALFUNDUR AUS - Alþjóðlegra ungmennaskipta verður haldinn laugardaginn 16. mars klukkan 10.30 á skrifstofu AUS, Hafnargötu 15, 3. hæð. Sama dag verður haldið málþing í Ráðhúsi Reykjavíkur í tengslum við 40 ára afmæli samtakanna á Íslandi. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 266 orð

Afföll jukust um eitt prósentustig í gær

ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa hækkaði nokkuð á markaði í gær og sömuleiðis jukust afföllin sem eigendur bréfanna taka á sig við sölu þeirra. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 166 orð

Auglýsing Sýnar gagnrýnd

ARI Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, gagnrýna auglýsingar sem sjónvarpsstöðin Sýn birti í dagblöðum í gær. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Á mótorsvifdreka yfir Hafravatni

ÚTSÝNIÐ yfir höfuðborgarsvæðið var fagurt í gær er þeir fóru undir kvöld á loft á mótorsvifdrekum sínum Markús Jóhannsson og Árni Gunnarsson, félagar í Svifdrekafélagi Reykjavíkur. Meira
13. mars 2002 | Erlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Bjarga mætti lífi um ellefu milljóna barna

ALLT að 11 milljónir barna í heiminum deyja árlega af völdum sjúkdóma sem hægt væri að lækna, að því er fram kemur á ráðstefnu sérfræðinga í heilbrigðismálum er hófst í Stokkhólmi í gær. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 767 orð | 1 mynd

Börnin frædd um dauðann

Þórsteinn Ragnarsson er fæddur á Akureyri 25. september 1951. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1971 og Cand Theol frá HÍ 1978. Lauk prófi frá endurmenntun HÍ í viðskipta- og rekstrarfræðum 1991. Var sóknarprestur, bóndi og kennari á Miklabæ í Skagafirði frá 1978-85. Prestur Óháða safnaðarins 1985-95 og deildarstjóri viðskiptadeildar Rafmagnsveitu Reykjavíkur á sama tíma. Er nú forstjóri KGRP. Maki er Elsa Guðmundsdóttir bankaritari og eiga þau fjórar dætur. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 435 orð | 1 mynd

Doktor í umhverfisfræðum

*BRYNHILDUR Davíðsdóttir varði á dögunum doktorsritgerð sína við Boston-háskóla. Aðalleiðbeinandi hennar var dr. Matthias Ruth, prófessor við Maryland-háskóla. Aðrir leiðbeinendur voru dr. Ingo Vogelsang, prófessor við Boston- og Stanford-háskóla, dr. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Doktorsvörn við guðfræðideild HÍ

Doktorsvörn fer fram við guðfræðideild Háskóla Íslands, laugardaginn 16. mars kl. 13.30 í Odda í stofu 101. Dr. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 269 orð

Dæmi eru um að læknar eigi inni frí í heilt ár

LÆKNAR í ákveðnum sérgreinum á Landspítala - háskólasjúkrahúsi hafa síðustu misserin safnað rétti til töku á fríi vegna langra vakta. Myndast þessi réttur þegar lögboðinn hvíldartími skerðist og fá læknar 1,5 klst. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 357 orð

EES-samningur ekki lagfærður fyrr en að lokinni stækkun ESB

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra sat í gær fund ráðherraráðs Evrópska efnahagssvæðisins, EES, í Brussel sem formaður EES- og EFTA-ríkjanna. Josep Pique, utanríkisráðherra Spánar, var í forystu fyrir þríeyki Evrópusambandsins, ESB. Meira
13. mars 2002 | Erlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Ekki íslenski fáninn

FÁNI Grænhöfðaeyja var meðal þeirra þjóðfána sem sjá mátti á forsíðumynd Morgunblaðsins í gær frá athöfn við Hvíta húsið í Washington í tilefni þess að hálft ár var liðið frá hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11. september. Meira
13. mars 2002 | Suðurnes | 72 orð

Eldstöðvakerfin á Reykjanesskaga

KEFLAVÍKURKIRKJA og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum standa fyrir bókmenntakvöldi með Ara Trausta Guðmundssyni jarðfræðingi í Kirkjulundi í Keflavík á morgun, fimmtudag, kl. 20. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Endurnýjun gatna í miðbænum hafin

FRAMKVÆMDIR við endurnýjun neðri hluta Skólavörðustígs og hluta Bankastrætis hófust á mánudag. Fyrsti hluti framkvæmdanna er frá Skólavörðustíg að Ingólfsstræti. Meira
13. mars 2002 | Erlendar fréttir | 134 orð

Erhard Jakobsen látinn

ERHARD Jakobsen, eindreginn talsmaður evrópskrar einingar og stofnandi Miðdemókrataflokksins, lést síðastliðinn sunnudag, 85 ára að aldri. Jakobsen sagði sig úr Jafnaðarmannaflokknum 1973 og stofnaði þá ásamt fleiri Miðdemókrataflokkinn. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 186 orð

Erlenda ökuskírteinið dugði ekki

TÆPLEGA fertugur karlmaður var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir að aka jeppabifreið í Garðabæ í október en hann hafði verið sviptur ökuréttindum ævilangt. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 254 orð

Essó dregur til baka mál gegn Samkeppnisstofnun

OLÍUFÉLAGIÐ hf., Essó, hefur ákveðið að afturkalla beiðni sína um úrskurð vegna þess að hald var lagt á tölvugögn við rannsókn Samkeppnisstofnunar á meintum brotum olíufélaganna á samkeppnislögum. Meira
13. mars 2002 | Suðurnes | 146 orð

Evrópumeistaramót í þorskveiðum?

BÆJARSTJÓRN Sandgerðis hefur tekið vel í hugmyndir um að efna til heimsmeistaramóts, Ólympíuleika eða Evrópumeistaramóts í þorskveiðum. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

Eykt hf. hefur selt Höfðaborg til Stoða hf.

BYGGINGAFYRIRTÆKIÐ Eykt hf. sem byggði og rak húsið að Borgartúni 21, en það hefur verið kallað Höfðaborg, hefur samþykkt kauptilboð sem fasteignafélagið Stoðir hf. gerði í húsið. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 45 orð

Félagsfundur VG ræðir R-lista

BOÐAÐ er til félagsfundar í Vinstri hreyfingunni - grænu framboði í Reykjavík fimmtudaginn 14. mars kl. 17.30 í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6. Á fundinum verður uppstilling Reykjavíkurlistans í heild kynnt, rædd og tekin til atkvæðagreiðslu. Meira
13. mars 2002 | Akureyri og nágrenni | 91 orð

Fræðslukvöld um Færeyjar

NORRÆNA félagið á Akureyri stendur fyrir fræðslukvöldum um Færeyjar og verður hið fyrsta í kvöld, miðvikudagskvöldið 13. mars, og einnig annað kvöld, fimmtudagskvöldið 14. mars. Þá verða fræðslukvöldin einnig í næstu viku, 20. og 21. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 29 orð

Fuglalíf á Pýreneaskaga

FUGLAVERNDARFÉLAGIÐ heldur fræðslufund í Lögbergi, stofu 101, fimmtudaginn 14. mars kl. 20.30. Ljósmyndararnir Daníel Bergmann og Jóhann Óli Hilmarsson segja frá og sýna myndir úr ferðum sínum um Pýreneaskaga síðastliðið... Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 496 orð | 2 myndir

Gagnrýndu "ófremdarástand" á háskólasjúkrahúsi

STJÓRNARANDSTÆÐINGAR gagnrýndu harðlega það sem þeir kölluð m.a. "ófremdarástand á Landspítala - háskólasjúkrahúsi" á Alþingi í gær og kölluðu eftir aðgerðum stjórnvalda til að bæta úr þeim málum. Ásta R. Meira
13. mars 2002 | Erlendar fréttir | 208 orð | 1 mynd

Gagnrýnir fjölmiðlatök Berlusconis

ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, hefur gagnrýnt mjög harðleg víðtæk tök Silvios Berlusconis, forsætisráðherra Ítalíu, á fjölmiðlum í landinu. Skorar hún jafnframt á Evrópusambandið, ESB, að tryggja, að lög þess séu ekki brotin. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 189 orð

Gert ráð fyrir umskiptum hjá Teymi hf.

HAGNAÐUR af rekstri Teymis hf. á árinu 2001 var 17 milljónir króna. Meira
13. mars 2002 | Erlendar fréttir | 453 orð | 1 mynd

Grannt fylgst með Gaddafi í Washington

BANDARÍKJASTJÓRN íhugar nú hvort rétt sé að taka Moammar Gaddafi, forseta Líbýu, í sátt og afnema viðskiptabann á Líbýu sem komið hefur í veg fyrir starfsemi bandarískra olíufyrirtækja í landinu. Meira
13. mars 2002 | Suðurnes | 350 orð | 1 mynd

Göngugarpar í Reykjaneshöllinni

FJÖLDI fólks gengur sér til hressingar og heilsubótar í Reykjaneshöllinni í Njarðvík á hverjum degi. Daglega koma þangað 60 manns og suma daga fer fjöldinn upp í 100. "Þetta er mjög gott þegar það er snjór og kalt úti," sagði Ragnar F. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 68 orð

Heilsu- og mannræktarfundur á Akranesi

SJÚKRAHÚSIÐ og heilsugæslustöðin á Akranesi efna til opins heilsu- og mannræktarfundar fimmtudaginn 14. mars kl. 20 í Bíóhöllinni í tilefni 50 ára afmælis stofnunarinnar. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 42 orð | 1 mynd

Helgi Áss og Ehlvest í efsta sæti

SJÖTTA umferð Reykjavíkurskákmótsins var tefld í Ráðhúsinu í gær og eru Helgi Áss Grétarsson og Jaan Ehlvest frá Eistlandi í efsta sæti með fimm vinninga. Helgi Áss tefldi í gær við Stefán Kristjánsson og sömdu þeir um jafntefli. Meira
13. mars 2002 | Landsbyggðin | 81 orð

Hjörleifur Brynjólfsson oddviti efstur

SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ Ægir, Þorlákshöfn, var með prófkjör föstudaginn 8. mars síðastliðinn, vegna sveitarstjórnarkosninganna 25. maí. Metþátttaka var í prófkjörinu eða um 490 manns. Hjörleifur Brynjólfsson, núverandi oddviti, hlaut flest atkvæði í 1. sætið. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 189 orð

Hvað felst í þinghelgi?

"ÞINGHELGI felur í sér að ekki er hægt að sækja þingmenn til saka fyrir ummæli sem þeir viðhafa á Alþingi," segir Helgi Bernódusson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 106 orð

Hvað tekur við að loknum skóla?

FFA - fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur - stendur fyrir fundi í dag, miðvikudaginn 13. mars, kl. 20, á skrifstofu Þroskahjálpar, Suðurlandsbraut 22. Hvað tekur við að loknum skóla? Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 182 orð

IBM og Navision gera samstarfssamning

IBM og Navision hafa skrifað undir samstarf um nýtt alþjóðlegt samvinnuverkefni um samhæfðan viðskiptahugbúnað og rafræn viðskipti fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í örum vexti. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 224 orð

Innvortis áverkar fundust við krufningu

LÖGREGLAN í Kópavogi rannsakar nú mannslát í íbúð við Hamraborg aðfaranótt sunnudags sem sakamál og hafa maður og kona, sem voru í íbúðinni, verið handtekin á ný. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 147 orð

Íbúafjöldi Garðabæjar tvöfaldast

TÆPLEGA 8.000 manna hverfi verður á Garðaholti á sunnanverðu Álftanesi samkvæmt nýju rammaskipulagi svæðisins sem kynnt var almenningi í gær. Gert er ráð fyrir 2.400-2.440 íbúðum á svæðinu, sem tilheyrir Garðabæ, en í dag eru íbúar bæjarins um 8. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Ísklifrarar á ferð í Óshlíðinni

ÁRLEG ísklifurhátíð, svokallað ísklifurfestival Íslenska alpaklúbbsins (ÍSALP), var haldið á Ísafirði helgina 1.-3. mars og voru klifnir fimm ísfossar í Óshlíðinni, þar af einn 70 metra hár. Meira
13. mars 2002 | Erlendar fréttir | 166 orð

Kasparov sigraði í sjötta sinn

GARRÍ Kasparov sigraði á Linares-skákmótinu á Spáni í sjötta sinn. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 80 orð

Keppt í krullu í Skautahöllinni

FIMMTA og næstsíðasta umferðin á Íslandsmótinu í krullu fer fram í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld, miðvikudagskvöld og hefst keppni kl. 19.30. Alls taka fjögur lið þátt í mótinu og eru þau öll frá Akureyri. Meira
13. mars 2002 | Suðurnes | 89 orð

Kirkjugarðurinn stækkaður

GRINDAVÍKURBÆR og sóknarnefnd Grindavíkur hafa náð samkomulagi um stækkun kirkjugarðsins að Stað og framlag bæjarins til framkvæmdanna. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 237 orð | 1 mynd

KRISTJÁN ÞÓRHALLSSON

KRISTJÁN Þórhallsson frá Björk í Mývatnssveit, fyrrverandi bílstjóri og lagerstjóri, andaðist á heimili sínu í fyrrinótt, á 87. aldursári. Kristján var um áratugaskeið fréttaritari Morgunblaðsins í Mývatnssveit. Hann fæddist 20. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 111 orð

Kynning á nýju námi í HR

HÁSKÓLINN í Reykjavík boðar til kynningarfundar á nýju MBA-námi með áherslu á mannauðsstjórnun í dag, miðvikudaginn 13. mars, kl. 17.15. Meira
13. mars 2002 | Akureyri og nágrenni | 227 orð | 1 mynd

Leó Sigurðsson

LEÓ Sigurðsson fyrrverandi útgerðarmaður á Akureyri lést á hjúkrunarheimilinu Seli laugardaginn 9. mars sl. Leó fæddist 7. júlí 1911 á Akureyri og bjó þar alla tíð. Hann var næstyngstur fjögurra systkina. Meira
13. mars 2002 | Landsbyggðin | 87 orð | 1 mynd

Lestrarvika í Hrollaugsstaðaskóla

LESTRARVIKU er nú nýlokið í Hrollaugsstaðaskóla hér í Suðursveit sem lið í lestrarkeppni 7. bekkja grunnskóla víða um land. Allir nemendur komu fram einn morguninn, að æfingum loknum, og þuldu sögur og ljóð af hinni mestu íþrótt. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Lést í bílslysi

ANNA Margrét Sigurðardóttir lést í umferðarslysinu í Lögbergsbrekku á Suðurlandsvegi á laugardag. Hún var 11 ára, fædd hinn 25. október 1990, til heimilis í Rauðaskógi í Biskupstungum. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 156 orð

Listi Framsóknarflokksins í Kópavogi samþykktur

Á ALMENNUM fundi Fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Kópavogi mánudaginn 11. mars, var samþykkt eftirfarandi tillaga uppstillingarnefndar að skipan framboðslista flokksins fyrir komandi kosningar til bæjarstjórnar Kópavogs: 1. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 128 orð

Listi Sjálfstæðisfélagsins ákveðinn

Á AÐALFUNDI Sjálfstæðisfélags Bessastaðahrepps, sem haldinn var 6. mars sl., var framboðslisti til sveitarstjórnarkosninga samþykktur, listinn er í samræmi við prófkjör sem sjálfstæðismenn héldu 23. febrúar sl. Guðmundur G. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd

Lítill munur á efstu mönnum

INGUNN Guðmundsdóttir, forseti borgarstjórnar Árborgar, lenti í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Árborg um síðustu helgi. Ingunn hlaut 370 atkvæði í fyrsta sæti, eða tveimur fleiri en Páll Leó Jónsson skólastjóri, sem hafnaði í öðru sæti. Meira
13. mars 2002 | Erlendar fréttir | 305 orð

Mannfjölgun í heiminum minni en spáð hafði verið

SPÁR um að mannfjöldi á jörðunni verði um 10 milljarðar í lok 21. aldar virðast ekki ætla að ganga eftir, að sögn sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna í lýðfræði. Á ráðstefnu þeirra á mánudag var rætt um að lækka spárnar í 8-9 milljarða. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Margmenni í Bláfjöllum

MÚGUR og margmenni var í skíðalandinu í Bláfjöllum síðdegis í gær og fram á kvöld. Þá var komið blíðuveður og skíðafæri með besta móti að sögn Grétars Halls Þórissonar rekstrarstjóra. Meira
13. mars 2002 | Miðopna | 1552 orð | 1 mynd

Má aðeins hækka 0,3% upp að rauðu striki

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,4% í febrúar og má ekki hækka um meira en 0,3% á næstu tveimur mánuðum ef hún á að haldast innan rauðu strikanna í maí. Forsætisráðherra segir í samtali við Ómar Friðriksson, að hækkunin stafi af liðum sem hafi ekkert með almenna verðlagsþróun að ræða og gefi ekki tilefni til svartsýni. Hækkunin veldur forystumönnum samtaka vinnumarkaðarins miklum vonbrigðum. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 100 orð

Málstofa um sveitarstjórnarmál

MÁLSTOFA um sveitarstjórnarmál á vegum stjórnmálafræðiskorar Háskóla Íslands verður haldinn fimmtudaginn 14. mars í Odda, stofu 201, frá kl. 12.05-13. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 116 orð

Málþing um endurhæfingu

FÉLAG fagfólks um endurhæfingu stendur fyrir málþingi í Norræna húsinu föstudaginn 15. mars undir yfirskriftinni: Endurhæfing borgar sig. Hver borgar? Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 385 orð

Meginatriði að verðbólgan er á niðurleið

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir hækkun neysluverðsvísitölunnar um 0,4% frá fyrra mánuði ekki gefa tilefni til svartsýni um að markmið um þróun verðlags gangi eftir. Hækkunin stafi eingöngu af liðum sem hafi ekkert með almenna verðlagsþróun að gera. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 134 orð

Minningartónleikar um fórnarlömb flugslyss

TÓNLEIKAR verða haldnir í Háskólabíói fimmtudagskvöldið 14. mars kl. 20, til minningar um fórnarlömb flugslyssins í Skerjafirði 7. ágúst 2000 og til styrktar söfnunar vegna óháðrar rannsóknar á orsökum flugslyssins. Meira
13. mars 2002 | Landsbyggðin | 335 orð | 1 mynd

Mjólkursamlagið lagt niður

STJÓRN Kaupfélags Vestur-Húnvetninga furðar sig á þeirri ákvörðun Mjólkursamsölunnar, að loka mjólkurbúinu á Hvammstanga hinn 1. september í ár. Stjórn KVH hefur fundað með forstjóra M.S. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 55 orð

Myndasýning í FÍ-salnum

FERÐAFÉLAG Íslands efnir til myndasýningar í FÍ-salnum, Mörkinni 6, í kvöld miðvikudaginn 13. mars kl. 20.30. Sýnandi verður Ólafur Sigurgeirsson fararstjóri til margra ára hjá félaginu. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 91 orð

Námskeið um verkkvíða

NÁMSKEIÐ um verkkvíða og frestunaráráttu verður haldið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands fimmtudaginn 14. mars kl. 9-16 og fimmtudaginn 21. mars kl. 9-12. Leitað verður svara við spurningunum: Hvað veldur verkkvíða? Hvernig lýsir hann sér? Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 64 orð

Nýr aðstoðarrannsóknarstjóri

ÞORKELL Ágústsson hefur verið skipaður aðstoðarrannsóknarstjóri Rannsóknarnefndar flugslysa. Þorkell er vélvirki og hefur lokið iðnrekstrarfræði frá Tækniskóla Íslands, en einnig hefur hann M.Sc.-próf í verkfræði frá Álaborgarháskóla í Danmörku. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 384 orð | 1 mynd

Opinber skipti á dánarbúi 72 árum eftir andlát

DÁNARBÚ hjóna sem létust á fyrri hluta síðustu aldar hefur aftur verið tekið til opinberra skipta þar sem nýlega kom í ljós að þau áttu landspildu í Flóanum sem hafði ekki verið ráðstafað við dánarbússkiptin árið 1930. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 83 orð

Óbreytt líðan eftir hnífstunguárás

LÍÐAN karlmanns sem liggur á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi, alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás á Grettisgötu 6. mars, er óbreytt frá því á mánudag. Hann er tengdur við öndunarvél og er líðan hans eftir atvikum. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 35 orð

Rangt nafn á manni og verslun...

Rangt nafn á manni og verslun Í grein Freyju Jónsdóttur um Túngötu 6 í Fasteignablaði Morgunblaðsins í gær var rangt farið með nafn Hans R. Þórðarsonar sem var annar eigenda heildsöluverslunarinnar Electric árið 1941. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Rauði krossinn fær rúmt tonn af Evrópumynt

SPARISJÓÐURINN hefur afhent Rauða krossi Íslands rúmt tonn af Evrópumynt sem landsmenn hafa gefið félaginu til góðra verka á undanförnum vikum. Söfnunin fór fram í tilefni af evru-væðingu í ríkjum Evrópusambandsins. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 35 orð

Reykjavíkurlistinn kynntur

SAMEIGINLEGUR félagafundur Samfylkingarfélaganna í Reykjavík til þess að staðfesta þátt Samfylkingarinnar í Reykjavíkurlistanum verður haldinn fimmtudaginn 14. mars kl. 17.15 á Kornhlöðuloftinu, Bankastræti 2. Meira
13. mars 2002 | Erlendar fréttir | 645 orð | 1 mynd

Reyndi að ræna syni sínum

BRESK fjögurra barna móðir hefur verið handtekin í Dubai eftir að hafa reynt að nema son sinn á brott frá einni af auðugustu ættum Flóaríkisins. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 155 orð

Ríkið greiði óunna yfirvinnu í fæðingarorlofi

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt ríkið til að greiða konu fasta óunna yfirvinnu í fæðingarorlofi. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 105 orð

Sílamávur í Sandgerði

ÞAÐ sást til sílamávs í Sandgerði á mánudag, en mávurinn sá er farfugl og er því einn fyrstu vorboðanna. Það bólar hins vegar ekkert enn á farfuglunum á Hornafirði, fyrir utan nokkra hrossagauka sem sýndu sig þar í síðustu viku febrúar. Björn G. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 64 orð

Sjópróf vegna Bjarma á föstudag

SJÓPRÓF vegna Bjarma VE 66, sem fórst vestur af Þrídröngum 23. febrúar síðastliðinn, fara fram á föstudag í Héraðsdómi Reykjavíkur, viku eftir að Tryggingamiðstöðin hf. lagði fram beiðni um þau. Meira
13. mars 2002 | Erlendar fréttir | 231 orð

Sjö ára fangelsi fyrir fjárdrátt

FYRRVERANDI embættismaður í japanska utanríkisráðuneytinu, Katsutoshi Matsuo, var í gær dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi fyrir að draga sér alls 506 milljónir jena af opinberu fé (um 400 milljónir króna). Meira
13. mars 2002 | Erlendar fréttir | 378 orð | 1 mynd

Skandinavískir tungubrjótar

MANNANÖFN á Sri Lanka reyna allajafna mjög á framburðarfærni útlendinga, en vopnahlé á milli stjórnarhersins og skæruliða úr röðum Tamílatígra hefur leitt til þess, að mörgum heimamanninum vefst tunga um tönn. Meira
13. mars 2002 | Akureyri og nágrenni | 535 orð | 1 mynd

Sóknarnefndin hefði betur kynnt sér gögnin sem verktakar fengu

GUÐMUNDUR Jóhannsson, formaður umhverfisráðs Akureyrar, mótmælir því að tillaga að deiliskipulagi við Lindasíðu hafi verið algerlega unnin út frá forsendum verktaka, sem þar hefur fengið úthlutað byggingareit fyrir íbúðarhúsnæði. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 348 orð | 1 mynd

Spá í golf í staðinn

ÍSLANDSMEISTARARNIR í brids komust ekki í úrslitakeppnina í ár og segir Örn Arnþórsson, einn meistaranna, að þetta sé í fyrsta sinn sem slíkt gerist, en undankeppnin fór fram í Borgarnesi um helgina. Örn Arnþórsson og Guðlaugur R. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 751 orð

Starfsmenn allir af vilja gerðir til að lækka kostnað

JÓHANN P. Jóhannsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir að flugmenn séu tilbúnir að koma að hagræðingamálum hjá Flugleiðum með opnum huga. Meira
13. mars 2002 | Suðurnes | 333 orð | 1 mynd

Söfnun til að byggja upp fræðslustarf

BÚIÐ er að koma Bátaflota Gríms Karlssonar fyrir í nýjum sýningarsal í Duushúsunum í Keflavík. Verið er að ganga frá öðrum þáttum sýningarinnar sem opnuð verður í vor. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 339 orð | 1 mynd

Tilgangurinn að minna á öryggismál sjómanna

ÞRÍR sundmenn syntu svonefnt Guðlaugssund í sundhöllinni í Vestmannaeyjum í gær. Um er að ræða 6 km árlegt sund til að minnast afreks Guðlaugs Friðþórssonar árið 1984, en tilgangurinn með sundinu er að minna á öryggismál sjómanna. Meira
13. mars 2002 | Suðurnes | 132 orð

Tíu konur á námskeiði fyrir heimsóknarvini

TÍU konur úr Suðurnesjadeild Rauða kross Íslands tóku þátt í námskeiði fyrir svokallaða heimsóknarvini á dögunum en um tuttugu konur eru virkir heimsóknarvinir hjá deildinni. Suðurnesjadeildin hefur starfrækt heimsóknarþjónustu um árabil. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 54 orð

Tönn í nefi

ÞEGAR röntgenmynd var tekin af nefi Jónatans Magnússonar, handknattleiksmanns hjá KA, á mánudag kom í ljós brot úr tönn sem fast var í nefinu. Meira
13. mars 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 1096 orð | 3 myndir

Um 8.000 manna hverfi á suðurhluta Álftaness

ÍBÚAFJÖLDI Garðabæjar mun nær því tvöfaldast með nýju hverfi sem fyrirhugað er á Garðaholti í Garðabæ en rammaskipulag þess var kynnt almenningi í gær. Er gert ráð fyrir að á svæðinu, sem rúma á tæplega 8. Meira
13. mars 2002 | Suðurnes | 85 orð

Unglingaráð vill leigja Samkomuhúsið

UNGLINGARÁÐ Víðis í Garði hefur óskað eftir að taka Samkomuhúsið á leigu í eitt ár til reynslu og hefur hreppsnefnd samþykkt það og falið sveitarstjóra að semja um málið. Meira
13. mars 2002 | Erlendar fréttir | 82 orð

Verðfall í Farum

ÞÚSUNDIR húseigenda í bæjarfélaginu Farum í Danmörku sjá fram á verðfall á húseignum sínum á næsta ári vegna mikilla og óhjákvæmilegra skattahækkana. Kemur þetta m.a. fram í Jyllands-Posten . Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 58 orð

Viðurkenndu rán í Sparkaupi

LÖGREGLAN í Reykjavík hefur upplýst rán, sem framið var í versluninni Sparkaup í Suðurveri hinn 24. febrúar sl. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 168 orð

Vilja að lausn verði fundin á vanda Greiningarstöðvarinnar

STJÓRNARANDSTÆÐINGAR fóru fram á það í upphafi þingfundar í gær að stjórnvöld fyndu varanlega lausn á vanda Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Kom m.a. Meira
13. mars 2002 | Erlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

Vígalegir skylmingaþrælar við Colosseum

Tveir menn í búningi rómverskra skylmingaþræla skemmtu ferðafólki við Colosseum í Róm í gær. Var annar þeirra með alvörusverð og það varð til þess, að hann var kærður. Getur hann átt þriggja ára fangelsi yfir höfði sér fyrir ólöglegan vopnaburð. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 896 orð | 5 myndir

Þinghelgin nauðsynleg en þingmenn tjái sig á eigin ábyrgð

FRIÐRIK Pálsson, fráfarandi stjórnarformaður Landssímans, lét þau ummæli falla á aðalfundi Símans á mánudag að gagnrýni á stjórnendur félagsins hafi verið óvægin og flutt í skjóli þinghelgi. Meira
13. mars 2002 | Landsbyggðin | 385 orð | 1 mynd

Þráinn Þórisson áttræður

FJÖLSKYLDA Þráins Þórissonar skólastjóra efndi til veislu í Sl Hóteli Skútustöðum síðastliðinn laugardag, 2. mars til að fagna með honum áttatíu ára afmæli. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 341 orð | 1 mynd

Þrjár frímúrarareglur leggja drög að samstarfi

SAM-FRÍMÚRARAREGLAN Le Droit Humain og reglurnar Grand Orient de France og Grand Loge de France hafa lagt drög að formlegu samstarfi sín á milli. Meira
13. mars 2002 | Innlendar fréttir | 127 orð

Þrjár konur dæmdar fyrir búðarhnupl

ÞRJÁR ungar breskar konur voru í gær dæmdar í 45 daga skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára fyrir búðarhnupl í Reykjavík í fyrradag. Lögreglan í Reykjavík handtók þær skammt frá versluninni en árvökult afgreiðslufólk hafði gert viðvart um hnuplið. Meira
13. mars 2002 | Miðopna | 1299 orð | 1 mynd

Þurfa Bandaríkin á Evrópu að halda?

Áform Bandaríkjastjórnar um að koma Saddam Hussein frá völdum í Írak með öllum ráðum hafa sætt gagnrýni í Evrópu. Ekki er þó víst að Bandaríkjamenn telji sig þurfa á stuðningi Evrópuríkjanna að halda til að hefja árásir á Írak. Meira

Ritstjórnargreinar

13. mars 2002 | Staksteinar | 412 orð | 2 myndir

Enron og R-listinn

R-listafólk neitar því ekki lengur, að skuldir borgarinnar vaxa um 8,9 milljónir króna hvern einasta dag, sem það er við völd. Þetta segir Björn Bjarnason á vefsíðu sinni. Meira
13. mars 2002 | Leiðarar | 366 orð

hernaðaraðgerðir Ísraels

Ísraelar hafa hafið umfangsmestu hernaðaraðgerð sína frá því að þeir réðust inn í Líbanon árið 1982. Á undanförnum tveimur vikum hafa þeir ráðist inn í sex bæi og flóttamannabúðir Palestínumanna. Meira
13. mars 2002 | Leiðarar | 501 orð

Kynlífsiðnaður og kynferðislegt ofbeldi

Tæpast hefur auglýsing Stígamóta í blöðum um síðustu helgi farið fram hjá neinum sem fletti þeim á annað borð. Meira

Menning

13. mars 2002 | Fólk í fréttum | 138 orð | 1 mynd

Á síðasta snúningi

Bandaríkin, 1999. Skífan VHS. (96 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn: Harley Cokeliss. Handrit: Peter Milligan. Aðalhlutverk: Ray Liotta, Gloria Reuben og Armin Mueller-Stahl. Meira
13. mars 2002 | Fólk í fréttum | 56 orð | 2 myndir

Brúðkaupssýning í Smáralind

UM síðustu helgi var haldin brúðkaupssýningin Já í Smáralind. Ekki seinna vænna, enda fer giftingarvertíðin brátt í hönd. Meira
13. mars 2002 | Tónlist | 887 orð

Frá vöggu til grafar

Þorsteinn Hauksson: Cho. Kaija Saariaho: NoaNoa; Cendres. Guðni Franzson: Jói (frumfl.). Þórður Magnússon: Consertino (frumfl.). Jukka Koskinen: Diplopia (frumfl. Meira
13. mars 2002 | Fólk í fréttum | 92 orð | 1 mynd

Gaukur á Stöng Stefnumót Undirtóna.

Gaukur á Stöng Stefnumót Undirtóna. Harðkjarnakvöld þar sem fram koma SnaFu, Andlát og Down to earth. Hefst kl. 21.00. Aðgangseyrir 500 kr. Íslenska óperan Kanadíska sveitin Godspeed you black emperor. Stafrænn Hákon hitar upp. Meira
13. mars 2002 | Menningarlíf | 100 orð | 1 mynd

Gítartónleikar í Heimalandi

SÍMON H. Ívarsson heldur gítartónleika í félagsheimilinu Heimalandi í Rangárvallasýslu í kvöld kl. 20.30. Jafnframt munu gítarnemendur Tónlistarskóla Rangárvallasýlu undir handleiðslu kennara sinna, Helga E. Meira
13. mars 2002 | Kvikmyndir | 249 orð

Hefnt af veikum mætti

Leikstjóri: Xavier Beauvois. Handrit: Cédric Anger, Xavier Beauvois og Catherine Breillat. Kvikmyndataka: Caroline Champetier. Aðalhlutverk: Benoit Magimel, Nathalie Baye, Antoine Chappey og Fred Ulysse. Sýningartími: 105 mín. Frakkland, 2000. Meira
13. mars 2002 | Menningarlíf | 93 orð

Kaffileikhúsið Söng- og leikdagskráin "A toast...

Kaffileikhúsið Söng- og leikdagskráin "A toast to Harlem" - Svört melódía verður kl. 21. Dagskráin er sambland af blús & gospel tónlist og leiknu efni. Alliance Francaise, Hringbraut 121 Prófessor Jean Renaud heldur fyrirlestur kl. 20. Meira
13. mars 2002 | Leiklist | 408 orð

Kattholt í Njálsbúð

eftir Astrid Lindgren í þýðingu Vilborgar Dagbjartsdóttur og Böðvars Guðmundssonar. Leikstjóri: Margrét Tryggvadóttir. Njálsbúð laugardaginn 9. mars. Meira
13. mars 2002 | Kvikmyndir | 306 orð

Mannlíf og stemmning á útkjálka

Leikstórn: Lasse Hallström. Handrit: Robert Nelson Jacobs eftir skáldsögu E. Annie Proulx. Kvikmyndataka: Oliver Stapleton. Aðalhlutverk: Kevin Spacey, Julianne Moore, Judi Dench, Cate Blanchett, Pete Postlethwaite, Rhys Ifans og Scott Glenn. 111 mín. USA. Miramax Films 2001. Meira
13. mars 2002 | Kvikmyndir | 399 orð | 1 mynd

Martröð í stríðshrjáðri Mogadishu

Leikstjóri Ridley Scott. Handritshöfundur: Ken Nolan. Kvikmyndatökustjóri: Slavomir Idziak. Tónlist: Hans Zimmer. Framleiðandi: Jerry Bruckheimer. Aðalleikendur: Josh Hartnett, Eric Bana, Tom Sizemore, Ewan McGregor, William Fichtner, Jason Isaacs, Sam Shepard. Sýningartími 145 mín. Bandaríkin. Columbia. 2001. Meira
13. mars 2002 | Menningarlíf | 84 orð | 1 mynd

Málþing um Breiðholtið

Í TILEFNI af sýningunni Breiðholt: frá hugmynd að veruleika verður málþing í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi í dag kl. 19 sem listasafnið stendur fyrir ásamt Arkitektafélagi Íslands. Meira
13. mars 2002 | Leiklist | 416 orð

Meira þrek en tár

Höfundur: Ólafur Haukur Símonarson. Leikstjóri: Saga Jónsdóttir. Félagsheimilið Melar, Hörgárdal. Laugardagurinn 9. mars, 2002. Meira
13. mars 2002 | Menningarlíf | 169 orð | 1 mynd

Myndlistarsýning frá Litháen

Í ANDDYRI Myndlistaskólans í Reykjavík stendur nú yfir sýning á verkum nemenda í barna- og unglingadeild Myndlistaskóla Jurate Stauskaite í Vilnius. Í tengslum við sýninguna flytur Arune Tornau myndlistarmaður fyrirlestur kl. Meira
13. mars 2002 | Fólk í fréttum | 336 orð | 1 mynd

Nýstárleg nasasjón

The Flaneur: A Stroll Through the Paradoxes of Paris eftir Edmund White. 211 síður innbundin í litlu broti. Bloomsbury gefur út 2001. Meira
13. mars 2002 | Fólk í fréttum | 999 orð | 4 myndir

Óhugnaður og skelfing

Lengur en elstu menn muna hefur verið ófriðlegt fyrir botni Miðjarðarhafs. Árni Matthíasson las myndasögu sem segir frá ástandinu í Palestínu. Meira
13. mars 2002 | Fólk í fréttum | 490 orð | 2 myndir

Skýrt frá stríði

FILMUNDUR frumsýnir nú Harrison's Flowers eftir Elie Chouraqui frá árinu 2000, sem gerist í skugga stríðsátaka í fyrrum Júgóslavíu. Meira
13. mars 2002 | Fólk í fréttum | 95 orð | 2 myndir

Sungið til Benz og Bobby McGee

SIGRÍÐUR Guðnadóttir og félagar stigu á svið Kringlukráarinnar um helgina og frumfluttu nýja Janis Joplin söngdagskrá. Á efnisskránni voru vitanlega öll bestu og kunnustu lög þessarar fornfrægu söngkonu sem lést fyrir aldur fram í október 1970. Meira
13. mars 2002 | Fólk í fréttum | 241 orð | 2 myndir

Svarthaukarnir á háflugi

STRÍÐSHASARINN umdeildi Black Hawk Down hóf sig á loft á föstudaginn hér á landi og virðist þegar hafa náð háflugi. Myndin segir frá misheppnaðri árásarför bandarískra sérsveitarmanna til Mogadishu og byggir á sönnum atburðum er áttu sér stað árið 1993. Meira
13. mars 2002 | Menningarlíf | 14 orð

Tónleikum frestað

TÓNLEIKUM Contrasti-hópsins, sem vera áttu í Salnum í kvöld, er frestað til miðvikudags 10.... Meira
13. mars 2002 | Menningarlíf | 621 orð

Umsóknum fjölgar um 63 milli ára

ÚTHLUTUNARNEFND listamannalauna bárust 620 umsóknir að þessu sinni og hefur þeim fjölgað frá fyrra ári, en þá bárust nefndinni 557 umsóknir. Meira
13. mars 2002 | Leiklist | 847 orð | 1 mynd

Þetta er auðvitað ekki hægt

Söngleikur eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Leikstjóri: Jón Stefán Kristjánsson. Tjarnarbíó föstudaginn 8. mars. Meira
13. mars 2002 | Menningarlíf | 85 orð | 1 mynd

Þrír hlutu heiðursgullmerki FÍH

FÉLAG íslenskra hljómlistarmanna fagnaði 70 ára afmæli sínu á dögunum. Af tilefninu voru veittar heiðursviðurkenningar og þrír hlutu heiðursgullmerki félagsins: Snorri Örn Snorrason, Rósa Hrund Guðmundsdóttir og Kristinn Svavarsson. Meira

Umræðan

13. mars 2002 | Aðsent efni | 702 orð | 1 mynd

2002 - tímamótaár í sögu ESB

Stækkun ESB þýðir einnig stækkun EES , segir Gerhard Sabathil, og mikilvægt að það gerist samhliða. Meira
13. mars 2002 | Bréf til blaðsins | 414 orð | 1 mynd

Að drepa guð

AÐALHEIÐUR Inga Þorsteinsdóttir og Birgir Baldursson geysast fram á ritvöll Morgunblaðsins og lýsa því yfir að kristindómurinn sé hindurvitni. En hver eru þessi trúarbrögð sem þetta fólk telur verðskulda þessa nafngift? Meira
13. mars 2002 | Aðsent efni | 540 orð | 1 mynd

Átak í bílastæðamálum fatlaðra

Ófremdarástand ríkir í bílastæðamálum fatlaðra, segir Þórir Karl Jónasson, og því er tillaga Kjartans Magnússonar fagnaðarefni. Meira
13. mars 2002 | Aðsent efni | 431 orð | 1 mynd

Bjart framundan í skólamálum Reykvíkinga ef...

Sjálfstæðisflokkurinn, segir Gísli Ragnarsson, teflir fram fulltrúum með yfirburðaþekkingu á skólakerfinu. Meira
13. mars 2002 | Bréf til blaðsins | 376 orð

Ekki benda á mig

ÞEGAR forstjóri Landhelgisgæslunnar kom fram í sjónvarpi á dögunum var hann spurður um tæknileg atriði en kom sér hjá að svara vegna þess að hann væri ekki tæknimaður. Meira
13. mars 2002 | Aðsent efni | 163 orð

Enron

BJÖRN Bjarnason, borgarstjórakandídat Sjálfstæðisflokksins, hefur gefið tóninn í kosningabaráttu flokksins í Reykjavík. Haft var eftir honum í þessu blaði að fjármálastjórn R-listans minnti á starfsaðferðir orkufyrirtækisins Enron. Meira
13. mars 2002 | Bréf til blaðsins | 297 orð | 2 myndir

Hárlitur án kemískra efna?

Hárlitur án kemískra efna? Í desemberhefti Neytendablaðsins var grein "Kemískir kokteilar" og fjallaði hún um hárliti. Meira
13. mars 2002 | Aðsent efni | 425 orð | 1 mynd

Hvað geta Íslendingar gert?

Stundum getur valdalaus sáttaaðili, segir Jóhann M. Hauksson, komið nokkru til leiðar. Meira
13. mars 2002 | Aðsent efni | 516 orð | 1 mynd

Kaupverð frelsisins

Ég fæ ekki betur séð en að með þessu frumvarpi, segir Sigríður Jóhannesdóttir, gangi flutningsmenn erinda þeirra sem lengi hafa séð ofsjónum yfir því að ríkið hagnist á sölu áfengis. Meira
13. mars 2002 | Aðsent efni | 876 orð | 1 mynd

Landgræðsla og verndun loftslags

Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisbinding, segir Andrés Arnalds, eru tvær leiðir að sama markmiði. Meira
13. mars 2002 | Bréf til blaðsins | 331 orð

Markviss stefna í menntamálum

STEINÞÓR Jónsson, bakari, fer hamförum í að útúða menntastefnu Stefáns Jóns Hafstein án rökstuðnings í Morgunblaðinu 15. febrúar síðastliðinn. Meira
13. mars 2002 | Aðsent efni | 293 orð | 1 mynd

Nokkur orð um skipulag þéttbýlis

Að þétta byggðina er þjóðhagslega hagkvæmt, segir Björgvin Víglundsson, ef aðeins er litið til minni ferðatíma bifreiða og minni slysatíðni þar af leiðandi. Meira
13. mars 2002 | Aðsent efni | 546 orð | 1 mynd

Nú eiga allir að vera sáttir

Réttur til fiskveiða við Ísland, segir Lúðvík Emil Kaaber, á áfram að byggjast á gefnum forréttindum. Meira
13. mars 2002 | Aðsent efni | 226 orð | 1 mynd

Pólitík á röngunni

Það er móðgun við dómgreind fólks, segir Hallur Hallsson, að halda því fram að R-listinn sé listi fólksins. Meira
13. mars 2002 | Bréf til blaðsins | 802 orð | 1 mynd

"Hvar voruð þið?"

ÉG HÆTTI snemma í vinnunni sl. mánudag og fór heim í sturtu og burstaði skóna mína. Ég var í góðum fíling og hlakkaði mikið til samkomunnar sem ég var að fara á. Rétt fyrir fjögur fór ég svo niður í Smáralind með pylsur, blöðrur og kók. Meira
13. mars 2002 | Bréf til blaðsins | 239 orð

Ræstingarkonan og forstöðumaðurinn

SÚ VAR tíð að Davíð Oddsson var borgarstjóri í Reykjavík. Þá gerðist ræstingarkona á borgarstjórnarskrifstofunum svo kræf að nota einkasíma borgarstjórans til eigin nota þegar hún var að skúra skrifstofuna hans. Meira
13. mars 2002 | Bréf til blaðsins | 165 orð

Tvær hliðar á hverju máli

ÉG vil lýsa yfir undrun minni á þeirri umræðu um aðbúnað fanga sem átt hefur sér stað undanfarið hjá Stöð 2 og Fréttablaðinu. Þessir menn eru með kröfur á hendur samfélaginu en hvað hafa þeir sjálfir lagt af mörkum til samfélagsins? Meira
13. mars 2002 | Aðsent efni | 518 orð | 1 mynd

Verðtrygging

Verðtrygging ber það með sér, segir Sigurður T. Sigurðsson, að fyrst og fremst sé verið að tryggja hagsmuni lánardrottna, en hagsmunir almennings fyrir borð bornir. Meira

Minningargreinar

13. mars 2002 | Minningargreinar | 368 orð | 1 mynd

ARNFRÍÐUR JÓNASDÓTTIR

Arnfríður Jónasdóttir fæddist í Grundarkoti, Akrahreppi, 12. nóvember 1905, hún lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks 9. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Flugumýrarkirkju 16. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
13. mars 2002 | Minningargreinar | 522 orð | 1 mynd

FRÍMANN GUNNLAUGSSON

Frímann Gunnlaugsson fæddist í Reykjavík 27. mars 1933. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 2. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 10. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
13. mars 2002 | Minningargreinar | 339 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR BJÖRNSSON

Guðmundur Björnsson fæddist á Akureyri 7. október 1935. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 25. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 8. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
13. mars 2002 | Minningargreinar | 829 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR GUÐBRANDSSON

Guðmundur Guðbrandsson fæddist í Lækjarskógi í Laxárdal í Dalasýslu 29. nóvember 1925. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 1. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grafarvogskirkju 11. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
13. mars 2002 | Minningargreinar | 807 orð | 1 mynd

GUÐNI HEIÐAR RICHTER

Guðni Heiðar Richter fæddist á Akranesi 25. apríl 1977. Hann lést 9. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 18. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
13. mars 2002 | Minningargreinar | 1884 orð | 1 mynd

HRANNAR ÞÓR JÓNSSON

Hrannar Þór Jónsson fæddist í Reykjavík 30. mars 1976. Hann lést á heimili sínu í Danmörku 2. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru Kristín M. Haraldsdóttir og Jón Sigurðsson. Systir Hrannars er Gréta Björk Valdimarsdóttir. Eftirlifandi eiginkona hans er Marguerite Westhausen. Sonur Hrannars er Pétur Leó, f. 18. des. 1997. Útför Hrannars fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Meira  Kaupa minningabók
13. mars 2002 | Minningargreinar | 718 orð | 1 mynd

JÓHANN INGVAR GUÐMUNDSSON

Jóhann Ingvar Guðmundsson fæddist í Vestmannaeyjum 15. maí 1932. Hann lést 23. janúar síðastliðinn og fór úför hans fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 2. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
13. mars 2002 | Minningargreinar | 443 orð | 1 mynd

JÓN DALBÚ ÁGÚSTSSON

Jón Dalbú Ágústsson fæddist í Stykkishólmi 16. september 1922. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 7. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Stykkishólmskirkju 16. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
13. mars 2002 | Minningargreinar | 812 orð | 1 mynd

PÁLL JÓNSSON

Páll Ingi Svanur Jónsson fæddist á Daðastöðum á Reykjaströnd í Skagafirði 20. mars 1925. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Seli aðfaranótt 2. mars síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
13. mars 2002 | Minningargreinar | 2072 orð | 1 mynd

PÁLL STEPHENSEN HANNESSON

Páll Stephensen Hannesson fæddist á Bíldudal 29. júlí 1909. Hann lést á Landspítala, Fossvogi, 21. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 1. mars. Meira  Kaupa minningabók
13. mars 2002 | Minningargreinar | 3695 orð | 1 mynd

STEFÁN HILMAR SIGFÚSSON

Stefán Hilmar Sigfússon fæddist á Seltjarnarnesi 20. ágúst 1934. Hann lést í Reykjavík 24. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 7. mars. Meira  Kaupa minningabók
13. mars 2002 | Minningargreinar | 923 orð | 1 mynd

UNNUR LÚTHERSDÓTTIR

Unnur Lúthersdóttir fæddist á Eskifirði 4. apríl 1928. Hún lést laugardaginn 23. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Meira  Kaupa minningabók
13. mars 2002 | Minningargreinar | 1698 orð | 1 mynd

ÚLFAR ÞÓRÐARSON

Úlfar Þórðarson fæddist á Kleppi 2. ágúst 1911. Hann lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi aðfaranótt fimmtudagsins 28. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 8. mars. Meira  Kaupa minningabók
13. mars 2002 | Minningargreinar | 2129 orð | 1 mynd

ÞORSTEINN BJARNASON

Þorsteinn Rútur Bjarnason fæddist á Arnarstapa á Snæfellsnesi 30. mars 1911. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 4. mars síðastliðinn. Hann var sonur Bjarna (lista)smiðs í Reykjavík, Kjartanssonar kirkjuorganista, bróður dr. Meira  Kaupa minningabók
13. mars 2002 | Minningargreinar | 569 orð | 1 mynd

ÞORSTEINN BJARNASON

Þorsteinn Bjarnason fæddist á Hlemmiskeiði á Skeiðum 15. október 1909. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 6. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfosskirkju 16. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
13. mars 2002 | Minningargreinar | 1700 orð | 1 mynd

ÞORSTEINN KRISTINN INGIMARSSON

Þorsteinn Kr. Ingimarsson fæddist í Reykjavík 6. júní 1932. Hann lést á hjartadeild Landspítalans í Fossvogi 2. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingimar Kr. Þorsteinsson, f. á Meiðastöðum í Garði 26. maí 1907, d. 18. nóv. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

13. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 761 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 121 121 121...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 121 121 121 229 27,709 Djúpkarfi 5 5 5 10 50 Gellur 650 620 636 21 13,350 Grálúða 210 210 210 150 31,500 Grásleppa 75 50 65 1,962 127,024 Gullkarfi 109 50 84 14,884 1,244,734 Hlýri 114 96 111 1,413 156,186 Hrogn Ýmis 160 100... Meira
13. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 472 orð | 1 mynd

Góðar horfur á að loðnukvótinn náist

LOÐNUSKIPIN fengu góðan afla við Snæfellsnes um síðustu helgi og gerðu sjómenn sér vonir um að þar væri á ferðinni loðna úr svokallaðri vestangöngu og vegna hennar væri hægt að auka við heildarloðnukvóta vertíðarinnar. Meira
13. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 413 orð | 1 mynd

Hagnaður Sjóvár-Almennra eykst um 39%

SJÓVÁ-Almennar tryggingar hf. skiluðu 590 milljóna króna króna hagnaði á árinu 2001. Þá hefur verið tekið tillit til afskrifta á kröfum, tekjufærslu vegna verðlagsbreytinga og skatta. Meira
13. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 439 orð

Hagnaður VÍS 684 milljónir kr.

HAGNAÐUR VÍS nam 684 milljónum króna á árinu 2001. Í tilkynningu frá félaginu segir að rekstur þess hafi gengið vel á árinu og að töluverður bati hafi orðið í tryggingarekstrinum frá fyrra ári. Meira
13. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 308 orð | 1 mynd

Húsasmiðjan hf. með 186,4 milljóna hagnað

HAGNAÐUR Húsasmiðjunnar hf. á árinu 2001 nam 186,4 milljónum króna, en hann nam 317,9 milljónum króna árið áður. Gengistap vegna skuldbindinga félagsins í erlendum myntum nam 414,6 milljónum króna á árinu 2001. Meira
13. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 195 orð | 1 mynd

IMG kaupir Telmar á Íslandi

RANNSÓKNAR- og ráðgjafafyrirtækið IMG hefur ákveðið að kaupa rekstur Telmar á Íslandi, sem áður var í höndum auglýsingastofunnar Yddu. Telmar er sérhæfður hugbúnaður sem notaður er við gerð birtinga- og auglýsingaáætlana og greiningar á ýmsum könnunum. Meira
13. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 95 orð

Í fyrsta skipti sem Fjármálaeftirlitið grípur til aðgerða

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur ekki áður gripið til aðgerða eins og eftirlitið gerði í fyrradag þegar það svipti FBA-Holding atkvæðarétti í Íslandsbanka á grundvelli 10. og 12. greinar laga um viðskiptabanka og sparisjóði. Meira
13. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 357 orð

Skaginn selur Pan Fish búnað fyrir 575 milljónir

DÓTTURFÉLAG Skagans hf. í Noregi og norska sjávarútvegsfyrirtækið Pan Fish ASA hafa undirritað samning um að Skaginn smíði og setji upp allan vinnslubúnað fyrir uppsjávarfisk í verksmiðju sem Pan Fish er að undirbúa byggingu á í Bandaríkjunum. Meira

Fastir þættir

13. mars 2002 | Árnað heilla | 36 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . Í dag, miðvikudaginn 13. mars, er sextugur Guðmundur Ingi Guðmundsson, húsasmiður, Háagerði 16, Reykjavík. Eiginkona hans er Elísabet Jónsdóttir . Þau taka á móti ættingjum og vinum á heimili sínu laugardaginn 16. mars kl.... Meira
13. mars 2002 | Fastir þættir | 76 orð

Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 7.

Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 7. mars var spilað sjötta og næst síðasta kvöldið í aðalsveitakeppni félagsins. Nú þegar tveir leikir eru eftir er allt komið í járn meðal efstu sveita og verður spennandi að sjá hver stendur uppi sem sigurvegari. Meira
13. mars 2002 | Fastir þættir | 126 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Sveit Önnu Ívarsdóttur vann Íslandsmót kvenna Íslandsmót kvenna í sveitakeppni var spilað helgina 2.-3.mars. 12 sveitir tóku þátt í mótinu, sem var mjög jafnt og spennandi alveg fram í síðasta spil. Meira
13. mars 2002 | Fastir þættir | 285 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

LESANDINN er beðinn um að taka sér stöðu í austur í vörn gegn fimm hjörtum, en spilið er frá sýningarleikunum í Salt Lake City: Suður gefur; allir á hættu. Meira
13. mars 2002 | Árnað heilla | 24 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 29. desember sl. í Safnkirkju Árbæjar af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur Hrafnhildur Kristinsdóttir og Kurt Schandorff. Heimili þeirra er í... Meira
13. mars 2002 | Dagbók | 848 orð

Bústaðakirkja.

Bústaðakirkja. Opið hús aldraða í dag kl. 13. Handavinna, spil, föndur og gamanmál. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 5209700. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Hallgrímskirkja. Meira
13. mars 2002 | Fastir þættir | 89 orð

Félag eldri borgara í Kópavogi Þriðjudaginn...

Félag eldri borgara í Kópavogi Þriðjudaginn 5. apríl mættu 24 pör til keppni í Michell-tvímenninginn og urðu úrslit þessi í N/S: Eysteinn Einarss.- Kristján Ólafsson 267 Lárus Hermannss. - Sigurður Karlss. 258 Guð. Magnúss. - Magnús Guðmundss. Meira
13. mars 2002 | Fastir þættir | 275 orð | 2 myndir

Fjölsóttasta reiðhallarsýning ársins

Sýningunni Æskan og hesturinn hefur vaxið fiskur um hrygg. Allt frá fyrstu sýningu fyrir sex árum hefur aðsókn farið ört vaxandi og nú er talið að sýningargestir hafi verið um fimm þúsund og meðal þeirra var Valdimar Kristinsson sem skemmti sér prýðilega. Meira
13. mars 2002 | Fastir þættir | 44 orð

Gullsmárabrids Fimmtudag 7.

Gullsmárabrids Fimmtudag 7. mars var spilað á 10 borðum. Spilaðar voru átta umferðir og var meðalskor 168. Bestu skor N-S : Karl Gunnarss. - Kristinn Guðmundss. 205 Helga Helgad. - Þórhildur Magnúsd. 200 Haukur Hanness. - Bjarni Guðmundss. Meira
13. mars 2002 | Fastir þættir | 1319 orð | 3 myndir

Helgi Áss efstur á Reykjavíkurskákmótinu

7. -15. mars 2002 Meira
13. mars 2002 | Fastir þættir | 274 orð | 1 mynd

Hestar og menn opnuð á Lynghálsi

NÝ hestavöruverslun Hestar og menn var nýlega opnuð að Lynghálsi 4 í Reykjavík en eigendur hennar eru hjónin Ásgeir Svan Herbertsson og Kollbrún Kolbeinsdóttir. Meira
13. mars 2002 | Viðhorf | 893 orð

Hvar eru Maha og Renda?

Í sjónvarpinu sé ég hús sem búið er að jafna við jörðu og konu sem fórnar höndum í rústunum og kallar á heiminn sér til bjargar. Er þetta Maha? Er hún orðin svona núna? Meira
13. mars 2002 | Fastir þættir | 50 orð

Mánudaginn 11.

Mánudaginn 11. mars var spilað á 9 borðum alls 9 umferðir. Hæsta skor N-S : Guðjón Ottósson - Dóra Friðleifsdóttir 279 Sigurpáll Árnason - Jóhann Ólafsson 253 Karl Gunnarsson - Ernst Backman 247 A-V : Guðmundur Pálsson - Kristinn Guðm. 266 Helga Helgad. Meira
13. mars 2002 | Dagbók | 874 orð

(Sálm. 86, 11.)

Í dag er miðvikudagur 13. mars, 72. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Vísa mér veg þinn, Drottinn, lát mig ganga í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt. Meira
13. mars 2002 | Fastir þættir | 159 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 e6 4. O-O Rge7 5. b3 Rd4 6. Rxd4 cxd4 7. c3 a6 8. Bd3 Rc6 9. Bb2 Bc5 10. Dh5 d6 11. a4 O-O 12. b4 Ba7 13. Ra3 Re5 14. De2 Bd7 15. Rc2 dxc3 16. Bxc3 Hc8 17. Ha3 Dc7 18. Re3 Hfd8 19. Kh1 Rxd3 20. Dxd3 d5 21. exd5 Df4 22. Meira
13. mars 2002 | Fastir þættir | 587 orð

Skerpt á reglum um kynbótasýningar

LÍTILSHÁTTTAR breytingar hafa verið gerðar á ýmsum atriðum varðandi kynbótasýningar eða skerping á ýmsum atriðum eins og Ágúst Sigurðsson hrossaræktarráðunautur kaus að kalla það. Meira
13. mars 2002 | Dagbók | 42 orð

STÖKUR

Ofið er gulli eyjaband, eygló list þá kunni. Kankvís bára kaldan sand kyssir votum munni. Losið byrðing festum frá, farmenn austursveita! Gullreifið er gými hjá; gaman er þess að leita. Meira
13. mars 2002 | Fastir þættir | 510 orð

Víkverji skrifar...

NÝLEGA áskotnaðist Víkverja bókin Fólk á fjöllum, gönguleiðir á 101 tind. Er hún eftir þá fjallamenn Ara Trausta Guðmundsson og Pétur Þorleifsson. Meira

Íþróttir

13. mars 2002 | Íþróttir | 489 orð | 1 mynd

*BENNY Lennartsson, þjálfari norska liðsins Viking,...

*BENNY Lennartsson, þjálfari norska liðsins Viking, segir að það sé ekki rétt að liðið sé að reyna að fá Ríkharð Daðason lánaðan frá Stoke. Meira
13. mars 2002 | Íþróttir | 102 orð

Bo Johansson til AIK?

SVÍINN Bo Johansson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslendinga í knattspyrnu, er efstur á óskalista sænska knattspyrnuliðsins AIK í Stokkhólmi um að taka við þjálfun liðsins af Olle Nordin sem ákvað að hætta störfum hjá félaginu að heilsufarsástæðum. Meira
13. mars 2002 | Íþróttir | 326 orð

Dagur til Þýskalands?

Dagur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, segir óvíst hvað taki við hjá sér en keppnistímabilinu hjá honum með japanska liðinu Wakunaka lýkur um helgina og þar með tveggja ára samningi hans við liðið. Meira
13. mars 2002 | Íþróttir | 150 orð

De Boer er ekki spenntur

HOLLENSKI landsliðsmaðurinn Frank de Boer hjá Barcelona, segir að hann fyllist þunglyndi við að hugsa um að leika við Liverpool. Meira
13. mars 2002 | Íþróttir | 160 orð

Fáir horfðu á Pétur í Noregi

FORRÁÐAMENN norsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2 eru ekki yfir sig hrifnir af sjónvarpsáhorfi því sem mældist í fyrsta úrslitaleik Kongsberg Penguins og Asker Aliens, sem fram fór á sunnudag. Meira
13. mars 2002 | Íþróttir | 20 orð

HANDKNATTLEIKUR 1.

HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Esso-deildin: Ásgarður:Stjarnan - Selfoss 20 Ásvellir:Haukar - UMFA 20 Hlíðarendi:Valur - Fram 20 Víkin:Víkingur - Grótta/KR 20 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót kvenna: Efri deild: Laugardalur:Breiðablik - KR 18. Meira
13. mars 2002 | Íþróttir | 472 orð

HANDKNATTLEIKUR ÍR - HK 30:27 Austurberg,...

HANDKNATTLEIKUR ÍR - HK 30:27 Austurberg, 1. deild karla - Esso-deildin, þriðjudagur 12. mars 2002. Gangur leiksins: 0:1, 2:7, 5:8, 8:9, 11:13, 13:15, 16:15, 16:16 , 19:16, 21:17, 22:21, 25:22, 27:24, 27:27, 30:27 . Meira
13. mars 2002 | Íþróttir | 140 orð

Haukatönn föst í KA-nefi

HEIMASÍÐA handknattleiksdeildar KA segir frá því í gær að brot úr tönn Haukamannsins Þorvarðar Tjörva Ólafssonar, sé fast í nefi KA-mannsins Jónatans Magnússonar. Meira
13. mars 2002 | Íþróttir | 36 orð

Herrakvöld hjá HK Herrakvöld knattspyrnudeildar HK...

Herrakvöld hjá HK Herrakvöld knattspyrnudeildar HK verður haldið í Digranesi föstudagskvöldið 15. mars og er húsið opnað kl. 19. Meira
13. mars 2002 | Íþróttir | 206 orð | 1 mynd

Hörð meistarabarátta í Englandi

BARÁTTAN um Englandsmeistaratitilinn í knattspyrnu á eftir að verða hörð og spennandi. Fjögur lið berjast um meistaratitilinn að þessu sinni - meistarar Manchester United, Arsenal, Liverpool og Newcastle. Leikmenn Man. Utd. eiga aðeins eftir að leika þrjá leiki á Old Trafford á lokasprettinum, en fimm leiki á útivöllum. Leikurinn sem gæti skipt hvað mestu máli í meistarabaráttunni er viðureign Man. Utd. og Arsenal á Old Trafford í Manchester 13. apríl. Meira
13. mars 2002 | Íþróttir | 290 orð

ÍR-ingar í annað sætið

SKOTGLAÐAR skyttur og tíðir brottrekstrar voru ráðandi í Austurberginu þegar HK sótti ÍR heim í gærkvöldi. Skothríð Kópavogsbúa dundi á ÍR-markinu í fyrri hálfleik og skilaði sínu en eftir hlé sást minna í skytturnar og Breiðhyltingar sneru leiknum sér í hag í 30:27 sigri. Alls voru leikmenn utan vallar í 36 mínútur. Með sigrinum er ÍR komið í annað sæti 1. deildar, sannarlega óvæntur árangur hjá þessu efnilega liði. Meira
13. mars 2002 | Íþróttir | 123 orð

Kahn þykir nóg um

OLIVER Kahn, markvörður Evrópumeistara Bayern München og þýska landsliðsins, segist vera nærri því búinn að fá sig fullsaddan á knattspyrnu. Álagið á leikmenn fremstu liða Evrópu sé orðið alltof mikið. Meira
13. mars 2002 | Íþróttir | 177 orð

Marel með rifinn liðþófa

MAREL Baldvinsson, framherji norska úrvalsdeildarliðsins Stabæk, hefur lítið æft með liðinu að undanförnu vegna meiðsla á vinstra hné. Meira
13. mars 2002 | Íþróttir | 600 orð | 1 mynd

Nágrannaslagur af bestu gerð

ÞAÐ VAR mikið fjör í KA-heimilinu í gærkvöldi enda loks komið að seinni leik Akureyrarliðanna á Íslandsmótinu í handknattleik. Eins og flestir muna endaði sá fyrri með jafntefli eftir æsispennandi lokasekúndur. Meira
13. mars 2002 | Íþróttir | 333 orð

Ólafur ánægður hjá Molde

ÓLAFUR Stígsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, gekk ekki alls fyrir löngu frá samningi við norska úrvalsdeildarliðið Molde og fór hann með íslenska landsliðinu til Brasilíu nánast beint frá La Manga á Spáni, þar sem hann var í keppnisferð með sínu nýja félagi. Ólafur, sem lék sinn fjórða landsleik í Brasilíu, er 26 ára gamall og kom til Molde frá Fylki þar sem hann er uppalinn. Meira
13. mars 2002 | Íþróttir | 92 orð

Ólafur ekki tilnefndur

TÍMARITIÐ World Handball Ma gazin hefur útnefnt hvaða leikmenn koma til greina sem handknattleiksmenn ársins fyrir árið 2001 en lesendur tímaritsins standa að valinu sem kunngert verður 1. apríl. Meira
13. mars 2002 | Íþróttir | 493 orð | 1 mynd

"Við erum eitt af bestu liðum heims"

DEPORTIVO La Coruna varð í gærkvöld annað liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Það eru því aðeins spænsk lið sem þangað eru komin þar sem Real Madrid hafði þegar bókað sæti sitt með því að vinna fyrstu fjóra leiki sína í C-riðli keppninnar. Deportivo gerði sér lítið fyrir og vann Arsenal á Highbury í London, 2:0, á sannfærandi hátt en Arsenal beið þar með sinn fyrsta ósigur í 19 leikjum. Meira
13. mars 2002 | Íþróttir | 560 orð | 1 mynd

* WALTER Smith, knattspyrnustjóra Everton ,...

* WALTER Smith, knattspyrnustjóra Everton , var sagt upp störfum í gærkvöld, samkvæmt frétt The Times. Félagið mun samkvæmt henni tilkynna þetta opinberlega snemma í dag. Smith á 15 mánuði eftir af samningi sínum við Everton , sem er í 15. Meira
13. mars 2002 | Íþróttir | 450 orð

Yngri menn fá tækifæri

GUÐMUNDUR Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, tilkynnti í gær landsliðshópinn sem heldur til Danmerkur á fimmtudaginn og tekur þar þátt í fjögurra landa móti ásamt heimamönnum, Norðmönnum og Pólverjum. Í landsliðinu eru fjórir nýliðar; Einar Hólmgeirsson, ÍR, Gylfi Gylfason, Düsseldorf, Hlynur Morthens, Gróttu/KR, og Hreiðar Guðmundsson, ÍR. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.