Greinar sunnudaginn 14. apríl 2002

Forsíða

14. apríl 2002 | Forsíða | 176 orð | 1 mynd

Deilt um háralit Schröders

GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, hefur höfðað mál gegn fréttastofu til að reyna að kveða niður orðróm um að hann hafi litað á sér hárið. Meira
14. apríl 2002 | Forsíða | 402 orð | 1 mynd

Ísraelsher ræðst inn í fleiri bæi

ÍSRAELSKAR hersveitir réðust inn í fleiri bæi á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum á Vesturbakkanum í gær. Meira
14. apríl 2002 | Forsíða | 291 orð | 1 mynd

Viðurkenna ekki stjórnina

LEIÐTOGAR nokkurra ríkja í Rómönsku Ameríku sögðust í gær ekki ætla að viðurkenna stjórn Pedros Carmona, sem tók við embætti forseta Venesúela á föstudag eftir að herinn kom Hugo Chavez frá völdum. Meira

Fréttir

14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 177 orð

ASÍ undirbýr Evrópuráðstefnu í haust

ALÞÝÐUSAMBAND Íslands mun standa fyrir Evrópuráðstefnu 26. september næstkomandi í aðdraganda að ársfundi sambandsins, sem haldinn verður 31. október og 1. nóvember. Vinnuheiti ráðstefnunnar er ,,Evrópusamvinnan og hagsmunir launafólks". Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 201 orð

Áhersla verði lögð á íbúalýðræði

ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, leggur til að íbúalýðræði og fjölskylduvænt samfélag verði á meðal megináherslna framboða Samfylkingarinnar um landið til sveitarstjórna. Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Ánægja með aðgerðir lögreglu

LÖGREGLAN í Reykjavík stöðvaði um 100 bíla á Sæbrautinni við skipulegt eftirlit aðfaranótt föstudags og kannaði ástand ökutækja og ekki síst ökumanna með tilliti til ökuleyfis, ölvunar og beltanotkunar. Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 265 orð | 1 mynd

Bekkur í Digranesskóla í öðru sæti

FJÓRIR fulltrúar 9.F í Digranesskóla urðu í 2. sæti af 20 liðum í KappApel stærðfræðikeppninni í Noregi, en úrslitin fóru fram á föstudag. Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 653 orð | 1 mynd

Breytt tónlistarneysla

EINS OG fram kemur í meðfylgjandi grein er tónlistarneysla mjög að breytast á og nýjar kynslóðir hafa tekið upp breytta háttu, kaupa síður tónlist á hefðbundinn hátt. Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 1018 orð

Brugðist við ólöglegri fjölföldun

Til að bregðast við ólöglegri fjölföldun hyggst Skífan læsa útgáfudiskum. Árni Matthíasson segir að ákvörðunin komi ekki á óvart, á óvart komi hversu lengi menn hafi verið að taka við sér. Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 169 orð

*DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra hitti Kjell Magne...

*DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra hitti Kjell Magne Bondevik, norskan starfsbróður sinn, í Osló á föstudag þar sem þeir gerðu hvor öðrum grein fyrir stöðunni í Evrópumálum í heimalöndum sínum. Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 100 orð

Endurhæfing krabbameinssjúklinga

MÁLÞING um endurhæfingu krabbameinssjúklinga verður haldið í Heilsustofnun NLFÍ fimmtudaginn 18. apríl kl. 13.30-17.30. Fundarstjóri verður Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilsustofnunar NLFÍ. Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 107 orð

Fegurðarsamkeppni Reykjavíkur

FEGURÐARDROTTNING Reykjavíkur verður valin á Broadway fimmtudaginn 18. apríl úr hópi 16 keppenda. Húsið opnað kl. 20.30. Bein sjónvarpsútsending verður á Skjá einum frá kl. 22. Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 237 orð

Félag um menntarannsóknir stofnað

FÉLAG um menntarannsóknir (FUM) var formlega stofnað fyrir skömmu og nú þegar hafa 160 manns skráð sig sem stofnfélaga. Fjöldi þeirra sem sinna menntarannsóknum á Íslandi hefur aukist hröðum skrefum síðasta áratuginn m.a. Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 118 orð

Flokkurinn eykur fylgið

SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR eykur fylgi sitt um þrjú prósentustig í könnun sem Gallup gerði fyrir Sjálfstæðisflokkinn dagana 6. apríl til 11. apríl. Meira
14. apríl 2002 | Erlendar fréttir | 214 orð | 1 mynd

Fundi Powells og Arafats frestað SEX...

Fundi Powells og Arafats frestað SEX Ísraelar biðu bana og meira en áttatíu særðust þegar ung palestínsk kona fyrirfór sér með sprengju í miðborg Jerúsalem á föstudag. Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 53 orð

Fundur um hræringar í sjávarútvegi

ENDURSKIPULAGNING og fjárfestingar í sjávarútvegi er yfirskrift hádegisverðarfundar sem Verslunarráð Íslands heldur á Hótel KEA á Akureyri þriðjudaginn 16. apríl kl. 12. Friðrik Jóhannsson, framkvæmdastjóri Burðaráss hf. Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 97 orð

Fundur um húsnæðismál MR

SKÓLAFÉLAG MR, Framtíðin og Foreldrafélag MR boða til opins fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarsal, um húsnæðismál Menntaskólans í Reykjavík mánudaginn 15. apríl nk. og hefst fundurinn kl. 20. Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Harður árekstur við Kúagerði

HARÐUR árekstur sjúkrabíls og fólksbíls varð skammt frá Kúagerði á Reykjanesbraut á níunda tímanum í gærmorgun. Sjúkrabíllinn, sem er af Suðurnesjum, var að koma frá Reykjavík en fólksbíllinn var á leiðinni til Reykjavíkur. Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 705 orð

Hefur legið fyrir frá upphafi

HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að það hafi legið fyrir frá upphafi að fá Evrópusambandið til samninga um það að Íslendingar séu jafnstaddir gagnvart fríverslunarsamningum við þau ríki sem eru að bætast við... Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 357 orð

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar á ný

OLÍUVERÐ lækkaði almennt um 10 dollara á tonnið á föstudag en framan af degi hafði hráolían lækkað um einn og hálfan til tvo dollara tonnið. Meira
14. apríl 2002 | Erlendar fréttir | 284 orð

Hert eftirlit með sólstofunum

SÆNSKU geislavarnirnar hafa skorið upp herör gegn sólbekkjum og sólstofum og ætla að stórherða eftirlitið með þeim. Ástæðan er sú, að árlega skaðast um 300.000 Svíar af völdum ljósanna. Eins og kunnugt er getur það seinna leitt til krabbameins í húð. Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 67 orð

Hláturjóga í Smáranum

HLÁTUR.is stendur fyrir hálftíma morgunnámskeiðum í hláturjóga. Fyrsta námskeiðið verður miðvikudaginn 17. apríl í íþróttahúsinu í Smáranum. Hvert námskeið stendur í tvær vikur, alla virka morgna kl. 7.30-8. Námskeiðin eru fyrir fólk á öllum aldri. Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 75 orð

Hraðakstur á heiðinni

25 ÖKUMENN voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur á Holtavörðuheiði á föstudag. Ein bifreiðin mældist á 130 km hraða en flestir þeirra sem voru stöðvaðir voru á 110 til 120 km hraða. Leyfilegur ökuhraði þarna er 90 km við bestu hugsanlegu aðstæður. Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Hringferð Evrópurútunnar lauk í Ráðhúsinu

FJÖLMARGIR kynntu sér möguleika Íslendinga í evrópsku samstarfi í Ráðhúsi Reykjavíkur á fimmtudag. Undir yfirskriftinni "Evrópurútan í Ráðhúsinu" fór þar fram kynningarfundur og lauk um leið hringferð sem hófst landið sl. haust. Meira
14. apríl 2002 | Erlendar fréttir | 166 orð

* HUGO Chavez, forseti Venesúela, lét...

* HUGO Chavez, forseti Venesúela, lét af embætti á föstudag vegna þrýstings frá hernum eftir götuóeirðir í Caracas þar sem a.m.k. ellefu manns létu lífið. Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 340 orð

Hækkunin vegna aðgerða stjórnvalda

TALSMENN apótekanna segja ekki rétt að álagning apótekanna hafi hækkað um 4 til 5% frá áramótum eins og haft er er eftir framkvæmdastjóra ASÍ í Morgunblaðinu í gær heldur sé 9 til 10% lyfjahækkun fyrst og fremst tilkomin vegna aðgerða stjórnvalda. Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 200 orð

ÍE fái allt að 20 milljarða...

ÍE fái allt að 20 milljarða króna ríkisábyrgð Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem heimilar fjármálaráðherra að ábyrgjast útgáfu skuldabréfa að fjárhæð allt að 20 milljörðum íslenskra króna vegna fjármögnunar Íslenskrar erfðagreiningar... Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 84 orð

Klippt gegn kynþáttamisrétti

HÁRGREIÐSLUSTOFAN Scala, Lágmúla 5, stendur fyrir fjáröflun til stuðnings "Adrenalín gegn rasisma" sem er verkefni sem Jóna Hrönn Bolladóttir miðbæjarprestur stendur fyrir. Stuðningurinn er fólginn í því að miðvikudaginn 24. Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 88 orð

Krabbameinsfélag Akraness opnar þjónustuskrifstofu

KRABBAMEINSFÉLAG Akraness og nágrennis mun opna þjónustuskrifstofu miðvikudaginn 17. apríl. Skrifstofan er staðsett á Kirkjubraut 40 (efstu hæð). Hún verður opin tvisvar í viku, á mánudögum frá 10-16 og á miðvikudögum frá 16-18. Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 394 orð

Könnunarviðræður milli stjórnvalda og Alcoa

TALSMAÐUR bandaríska álfyrirtækisins Alcoa segir í samtali við Morgunblaðið að óformlegar viðræður, nokkurs konar könnunarviðræður, hafi átt sér stað við íslensk stjórnvöld um mögulega þátttöku fyrirtækisins í stóriðjuframkvæmdum á Íslandi. Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 46 orð

Leiðrétt

Siðfræðistofnun Í viðtali við Ólöfu Ýrr Atladóttur, formann Líffræðifélags Íslands, í blaðinu í gær var sagt að félagið hefði ætlað að halda ráðstefnu með Siðfræðifélagi Íslands. Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 252 orð | 1 mynd

Leika listir með líkamanum

ÞEIR brjóta gangstéttarhellur á líkama sínum, teygja sig og toga á alla kanta, standa á tveimur fingrum og berjast af mikilli fimi. Þeir eru hópur kínverskra munka sem kallast Shaolin og eru væntanlegir til Íslands 11. maí. Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Lést í mótorhjólaslysi í Taílandi

TÆPLEGA þrítugur Íslendingur, Börkur Hrafn Víðisson, lést í mótorhjólaslysi í bænum Puket í suðurhluta Taílands sl. þriðjudag. Hann var einn á ferð að kvöldi til á mótorhjóli er hann missti stjórn á því og hafnaði á ljósastaur. Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 119 orð

Listi Sjálfstæðismanna í Sveitarfélaginu Ölfusi

FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðisfélagsins Ægis í Þorlákshöfn vegna sveitarstjórnarkosninganna 25. maí 2002 hefur verið lagður fram. Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 140 orð

Minnst atvinnuleysi mælist á Vestfjörðum

ATVINNULEYSI í marsmánuði síðastliðnum jafngilti 2,7% af áætlun Þjóðhagsstofnunar um mannafla á vinnumarkaði. Alls voru 77.445 atvinnuleysisdagar skráðir í mánuðinum á landinu öllu, sem jafngilda því að 3. Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 218 orð

Mismunandi reglur um bjór og annað áfengi

EFTIRLITSSTOFNUN EFTA (ESA) kvað nýlega upp þann dóm að norsk stjórnvöld hefðu brotið gegn EES-samningnum með reglum sem gilda í Noregi um smásölu á bjór annars vegar og annarra áfengra drykkja með sama áfengisinnihaldi hins vegar. Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 462 orð | 1 mynd

Mun meiri þátttaka en gert var ráð fyrir

"NORRÆNT LÝÐRÆÐI 2020" er yfirskrift þemaráðstefnu Norðurlandaráðs sem hefst á mánudag í Reykjavík. Þetta er í fyrsta skipti sem árlega þemaráðstefna Norðurlandaráðs fer fram á Íslandi. Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 117 orð

Námskeið um vistkerfi

GARÐYRKJUSKÓLINN og Landgræðsla ríkisins standa að námskeiðinu "Að gera við skemmd vistkerfi" miðvikudaginn 17. apríl kl. 10-16 á Skúlagötu 21, Reykjavík. Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 218 orð

Nemendur reknir heim úr skólaferðalagi

RÚMLEGA 50 nemendur frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum sem voru í skólaferðalagi á Laugarvatni voru reknir heim á föstudag. Ólafur H. Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 26 orð | 1 mynd

Nutu útiverunnar í Gróttu

FJÖLDI fólks lagði leið sína út í Gróttu á fjölskyldudegi í gærmorgun. Börn og fullorðnir nutu náttúrufegurðar og boðið var upp á kaffi og rjómavöfflur í... Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 63 orð

Opinn fundur um skólamál í Kópavogi

OPINN fundur um skólamál í Félagsheimili Kópavogs verður þriðjudaginn 16. apríl kl. 20. Hvað ætla pólitískir fulltrúar bæjarins að gera til þess að grunnskólar í Kópavogi verði betri? Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 228 orð

Óskað eftir framsali vegna amfetamínsmygls

DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur óskað eftir því að 26 ára íslenskur karlmaður verði framseldur frá Hollandi vegna gruns um aðild hans að smygli á verulegu magni fíkniefna hingað til lands, m.a. á fimm kílóum af amfetamíni. Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 377 orð | 1 mynd

"Hættu áður en þú byrjar"

MARÍTA á Íslandi starfrækir öflugt forvarnarstarf í grunn- og framhaldsskólum landsins. Meira
14. apríl 2002 | Erlendar fréttir | 1082 orð | 2 myndir

Rúmenía og Búlgaría í NATO?

Mikilvægi Svartahafssvæðisins hefur stóraukist eftir 11. september. Hugsanlegt er að þau umskipti hafi í för með sér að Rúmenum og Búlgörum verði boðið að bætast í hóp aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins. Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 126 orð

Skagafjarðarlistinn samþykktur

Á FÉLAGSFUNDI hjá Skagafjarðarlistanum er haldinn var 10. apríl sl. á Sauðárkróki var eftirfarandi framboðslisti samþykktur einróma fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 25. maí. Listann skipa: 1. Snorri Styrkársson, Sauðárkróki, 2. Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 82 orð

Skarst á hendi á dansleik

UNGUR karlmaður var fluttur á slysadeild sjúkrahússins á Selfossi í fyrrinótt eftir að höndin á honum fór í gegnum rúðu á félagsheimilinu Árnesi í Gnúpverjahreppi. Þar fór fram dansleikur um nóttina. Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 172 orð

Skífan ætlar að læsa öllum geisladiskum

TIL AÐ bregðast við minnkandi sölu, sem fyrirtækið telur að stafi einna helst af síaukinni ólöglegri fjölföldun á tónlist, hyggst plötufyrirtækið Skífan læsa geisladiskum sem það gefur út svo að ekki sé hægt að spila þá í tölvum og þá ekki hægt að afrita... Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

Styrktarsamningur Skallagríms og Búnaðarbankans

KNATTSPYRNUDEILD Skallagríms og Búnaðarbanki Íslands í Borgarnesi gengu formlega frá styrktarsamningi um "Búnaðarbankamótið í Borgarnesi" til ársins 2005. Búnaðarbankamótið er keppni yngri flokka frá 7. flokki upp í 4. Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 356 orð

Sýni fram á kunnáttu í íslensku máli

MEIRIHLUTI allsherjarnefndar Alþingis hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingar á lögum um íslenskan ríkisborgararétt sem felur í sér að þeir útlendingar, sem veittur er ríkisborgararéttu, skuli hafa nægilega þekkingu á íslensku máli til að halda... Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 86 orð

Söfnun til rannsókna á sykursýki

STYRKTARFÉLAGIÐ "Lengra líf, betri heilsa" var stofnað í mars sl. Markmið félagsins er að stuðla að rannsóknum sem leiða til lengra lífs og betri heilsu. Félagið styrkir m.a. rannsóknir á sykursýki. Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 40 orð

Umræðufundur um sortuæxli

STYRKUR, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra, verður með umræðufund um sortuæxli í Skógarhlíð 8, þriðjudaginn 16. apríl kl. 20. Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 755 orð | 1 mynd

Vilja vekja til umhugsunar

Ásgeir Jóhannesson er fæddur á Húsavík 2. nóvember 1931. Samvinnuskólapróf 1952. Starfaði hjá Kaupfélaginu Dagsbrún Ólafsvík 1952-59 og hjá Innkaupastofnun ríkisins 1952-1993. Forstjóri hennar í 28 ár. Einn stofnenda Sunnuhlíðarsamtakanna í Kópavogi og formaður þeirra fyrstu 20 árin. Eftir að hafa komist á lífeyrisaldur hefur hann unnið margskonar ráðgjafastörf, m.a. varðandi málefni aldraðra. Maki er Sæunn Sveinsdóttir og börnin þrjú eru Sigríður Berglind, Lárus Sigurður og Þór Heiðar. Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 410 orð

Yfirlæknaráð átelur kjaranefnd

YFIRLÆKNARÁÐ heilsugæslunnar í Reykjavík og nágrenni átelur kjaranefnd harðlega fyrir úrskurð um að læknar megi ekki innheimta greiðslur fyrir vottorð og hvetur til að úrskurðurinn verði dreginn til baka, í ályktun sem samþykkt var á fundi ráðsins 5. Meira
14. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 274 orð | 1 mynd

Þrjú fyrirtæki flytja inn áburð

MIKIÐ var um að vera á hafnarbakkanum í Þorlákshöfn í lok vikunnar. Á nýju og stóru plani við nýju tollafgreiðsluna var búið að koma fyrir haugum af áburðarpokum og uppskipun í fullum gangi. Meira

Ritstjórnargreinar

14. apríl 2002 | Leiðarar | 2488 orð | 2 myndir

13. apríl

ÍSRAELSRÍKI hefur allt frá upphafi notið velvildar og stuðnings á Íslandi. Meira
14. apríl 2002 | Leiðarar | 351 orð

14.

14. apríl 1982 : "Spurningunni, Vilja Reykvíkingar áfram vinstri stjórn?, munu kjósendur svara 22. maí næstkomandi, þegar gengið verður til bæjar- og sveitarstjórnarkosninga. Meira
14. apríl 2002 | Leiðarar | 414 orð

Jafnvirðissamningur við ESB

Það er athyglisverð niðurstaða af fundi forsætisráðherra Íslands og Noregs í Osló í fyrradag að óska eftir því við ESB að gerður verði svonefndur jafnvirðissamningur við þessi tvö ríki. Meira

Menning

14. apríl 2002 | Menningarlíf | 1335 orð | 1 mynd

Af trúboðum listanna

Fyrir nokkrum árum var ég búsettur í þeirri margbrotnu borg New York. Af öllum lífsins lystisemdum sem þar voru í boði, þótti mér einn af helstu kostum borgarinnar vera útvarpsrásirnar sem buðu upp á allt það besta í djassi; og ekkert nema djass. Meira
14. apríl 2002 | Fólk í fréttum | 282 orð | 1 mynd

Áleitin bakgrunnstónlist

Frábær plata frá frændum okkar í Noregi. Súrt en settlegt sófapopp. Moby hvað!? Meira
14. apríl 2002 | Fólk í fréttum | 329 orð | 1 mynd

Bakvið grímuna

SJÓNVARPIÐ sýnir í kvöld kl. 20.00 heimildarmyndina Ljós heimsins eftir Ragnar Halldórsson. En sú mynd fylgir fyrrverandi forseta Íslands frú Vigdísi Finnbogadóttur eftir í leik og starfi. Meira
14. apríl 2002 | Fólk í fréttum | 218 orð | 1 mynd

Beðið eftir aftöku

Bandaríkin 2001. Skífan VHS. (100 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn Agnieszka Holland. Aðalhlutverk Giovanni Riblisi, Elias Koteas, Ami Madigan, Lee Tergesen. Meira
14. apríl 2002 | Menningarlíf | 122 orð

Bíósalur Mír, Vatnsstíg 10 Kvikmynd eftir...

Bíósalur Mír, Vatnsstíg 10 Kvikmynd eftir Tarkovskís frá árinu 1966 verður sýnd kl. 15. Í myndinni er sagt frá helgimyndamálara, sem uppi var á sextándu öld. Meira
14. apríl 2002 | Kvikmyndir | 301 orð

Britney í íþróttabuxum

Leikstjóri: Tamra Davis. Handrit: Shonda Rhimes. Aðalhlutverk: Britney Spears, Dan Aykroyd, Zoe Saldana, Taryn Manning, Anson Moynt. Sýningartími: 88 mín. Bandaríkin, 2002. Meira
14. apríl 2002 | Menningarlíf | 120 orð | 1 mynd

Burtfararpróf Eiríks Orra

EIRÍKUR Orri Ólafsson trompetleikari heldur burtfarartónleika af djass- og rokkbraut Tónlistarskóla FÍH í sal FÍH, Rauðagerði 27, í dag, sunnudag, kl. 16. Á tónleikunum leikur hann eigin lög ásamt lögum eftir Joe Lovano, Eric Dolphy og fleiri. Meira
14. apríl 2002 | Menningarlíf | 444 orð | 1 mynd

Einn færasti Beethoven-túlkandi samtímans

HINN þekkti breski píanóleikari John Lill heldur í dag einleikstónleika á Sunnudags-matinée í tónlistarhúsinu Ými. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og á efnisskránni eru Sónata í D-dúr eftr W.A. Morzart, Tilbriði og fúga eftir J. Meira
14. apríl 2002 | Fólk í fréttum | 605 orð | 3 myndir

Eins og gorkúlur

Norski dúettinn Röyksopp gaf út plötuna Melody A.M. seint á síðasta ári, plötu sem hlaðin hefur verið gegndarlausu lofi síðan. Arnar Eggert Thoroddsen sló á þráðinn til frænda síns, Svein Berge, og reyndi að komast að því hvað eiginlega væri í hrökkbrauðinu hans. Meira
14. apríl 2002 | Menningarlíf | 112 orð | 1 mynd

Fjáröflunartónleikar Graduale nobili

GRADUALE nobili-kór Langholtskirkju heldur tónleika í Langholtskirkju í dag, sunnudag, kl. 16. Á efnisskránni eru innlend og erlend verk og hluti efnisskrárinnar verður á léttari nótunum, lög úr söngleikjum og sígild dægurlög s.s. Meira
14. apríl 2002 | Fólk í fréttum | 1125 orð | 2 myndir

Fórnarlamb sjóræningja

Sem betur fer er fátítt að menn séu eins óheppnir í útgáfumálum og bandaríski rímnasnillingurinn J-Live. Hann sendi frá sér breiðskífuna All of the Above í byrjun mánaðarins. Meira
14. apríl 2002 | Fólk í fréttum | 153 orð | 1 mynd

Goldmember skal hún heita

EFTIR langa og stranga keppni hefur Austin Powers unnið til gullsins - þriðja myndin um "alþjóðlega ráðgátumanninn" fær að heita Goldmember . Meira
14. apríl 2002 | Myndlist | 348 orð | 1 mynd

Í ýmsum stellingum

Til 14. apríl. Opið miðvikudaga til mánudaga frá kl. 11-17. Meira
14. apríl 2002 | Menningarlíf | 92 orð

Kór MR í Listasafni Íslands

KÓR Menntaskólans í Reykjavík heldur vortónleika sína í Listasafni Íslands í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.30. Síðastliðið haust varð mikil endurnýjun í kórnum og hefur kórinn því æft í tveimur hópum í vetur, eldri og yngri félaga. Meira
14. apríl 2002 | Fólk í fréttum | 304 orð | 1 mynd

Lélegur prakkari

SAMÚEL Örn Erlingsson hefur löngum vakið eftirtekt á skjám landsmanna fyrir skeleggar og skorinorðar íþróttalýsingar sínar. Þær þykja bæði hnyttnar og innblásnar og hann virðist eiga auðvelt með að draga fólk að skjánum með ástríðu sinni og æði. Meira
14. apríl 2002 | Bókmenntir | 460 orð

Nefið í aðalhlutverki

Eftir Edmond Rostand. Skoplegur hetjuleikur í bundnu máli. Íslensk þýðing eftir Kristján Árnason. Prentvinnsla: Offset hf. Mál og menning 2002 - 202 síður. Meira
14. apríl 2002 | Fólk í fréttum | 299 orð | 1 mynd

"Þeir eru fífl!"

EINN vinsælasti poppdúett allra tíma, Pet Shop Boys frá Bretlandi, snýr nú aftur með plötuna Release , sem mun vera áttunda hljóðversskífan þeirra. Meira
14. apríl 2002 | Menningarlíf | 639 orð | 1 mynd

Rauður bátur 1972

ÞAÐ telst sjaldgæft að málari móti sér jafn einföld og skýr stefnumörk og Jóhann Briem gerði í upphafi ferils síns og víki hvergi frá þeim á langri starfsævi. Meira
14. apríl 2002 | Menningarlíf | 114 orð | 1 mynd

Rit

Ritmennt, ársrit Landsbókasafns Íslands - háskólabókasafns, er komið út og er það sjöundi árgangur þess. Ritið er birt sem sérútgáfa undir heitinu Þar ríkir fegurðin ein - Öld með Halldóri Laxness, en ritið er alfarið helgað honum að þessu sinni. Meira
14. apríl 2002 | Fólk í fréttum | 607 orð | 2 myndir

Rós án þyrna

Myndasaga vikunnar er Rose eftir Jeff Smith og Charles Vess. Cartoon Books gefur út, 2002. Bókin fæst í myndasöguversluninni Nexus. Meira
14. apríl 2002 | Myndlist | 565 orð | 1 mynd

Saman eða sér?

Til 14. apríl. Opið miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 13-17. Meira
14. apríl 2002 | Fólk í fréttum | 366 orð | 1 mynd

Sterkar og persónulegar myndir

EFTIR nokkra daga, eða dagana 17.-21. apríl verður haldin í fyrsta sinn ný alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík. Meira
14. apríl 2002 | Bókmenntir | 169 orð

Sundur og saman

Leikstjórn og handrit: Edward Burns. Aðalhlutverk: Edward Burns, Rosario Dawson, Heather Graham, Stanley Tucci, Brittany Murphy. Sýn.tími: 107 mín. Bandaríkin. Paramount, 2001. Meira
14. apríl 2002 | Menningarlíf | 140 orð | 1 mynd

Sýning um Halldór Laxness í Gautaborg

SÝNINGIN "Halldór Laxness liv och författarskap" verður opnuð af Bertil Fack, aðalræðismanni Íslands, í Gautaborg í dag, sunnudag, kl. 18 í húsnæði Föreningen Norden, Viktoriagatan 15B. Meira
14. apríl 2002 | Menningarlíf | 83 orð | 1 mynd

Tenórsöngvari í Salnum

HLÖÐVER Sigurðsson tenórsöngvari og Antonía Hevesi píanóleikari halda tónleika í Salnum annað kvöld, mánudagskvöld, kl. 20. Þau munu flytja íslensk sönglög eftir Karl O. Meira
14. apríl 2002 | Leiklist | 360 orð

Tveir menn og hundur

Höfundur: Ólafur Haukur Símonarson. Leikstjóri: Elfar Logi Hannesson. Leikendur: Helgi Þór Arason og Páll Gunnar Loftsson. Edinborgarhúsinu sunnudaginn 7. apríl 2002. Meira
14. apríl 2002 | Tónlist | 579 orð

Úr ólíkum áttum

Contrasti hópurinn flutti gamla og nýja tónlist og frumflutti tvö ný íslensk tónverk eftir Atla Heimi Sveinsson og Hilmar Þórðarson. Miðvikudagurinn 10. apríl 2002. Meira
14. apríl 2002 | Menningarlíf | 600 orð | 1 mynd

Við erum alþýðumenn

NORÐLENSKIR tónlistarmenn leggja land undir fót um helgina og halda tónleika í Háskólabíói í dag kl. 16. Meira
14. apríl 2002 | Menningarlíf | 53 orð

Vox Feminae í Ými

KVENNAKÓRINN Vox Feminae heldur tónleika í Ými annað kvöld, mánudagskvöld, kl. 21. Kórinn mun flytja Lieberslieder-Walzer op. 52 eftir Johannes Brahms í útsetningu Pal Hindermann. Stjórnandi kórsins er Margrét Pálmadóttir. Meira

Umræðan

14. apríl 2002 | Bréf til blaðsins | 617 orð

ESB - Eflum andstöðuna

Í BRÉFI til blaðsins 4. apríl sl. gagnrýnir Ægir Ágústsson kjallaragrein mína í DV 26. mars sl. Meira
14. apríl 2002 | Aðsent efni | 2428 orð | 1 mynd

Heilnæmisbyltingin

Kjarni málsins eru ekki lyf , vítamín eða jafnvel fæðubótarefni, segir Jón Óttar Ragnarsson, heldur sú staðreynd, að þú einn getur tekið ábyrgð á eigin heilsu. Meira
14. apríl 2002 | Bréf til blaðsins | 129 orð

Íbúar í Eskihlíð 16 - athugið

Á DÖGUNUM barst svohljóðandi óundirritað bréf í póstkassa íbúanna í Eskihlíð 16: "Íbúar Eskihlíð 16 - athugið. Þar sem við íbúar í næstu götum hér erum með stóra bíla, s.s. frá Orkuveitunni, G. Meira
14. apríl 2002 | Bréf til blaðsins | 328 orð | 1 mynd

Kannast einhver við Siv og Friðrik...

Kannast einhver við Siv og Friðrik í Finnlandi ? KONA hafði samband við Velvakanda vegna pakka sem sendur var frá Finnlandi fyrir skömmu. Pakkinn er merktur Árna Pétri Árnasyni, Þverbrekku 2, íbúð 302. Sendendur pakkans eru Siv og Friðrik í Finnlandi. Meira
14. apríl 2002 | Bréf til blaðsins | 165 orð

Lengi lifi óréttlætið!

Í SÍÐASTA mánuði stóðu samtökin "Auður í krafti kvenna" fyrir sérstöku átaki þriðja árið í röð að því er virðist í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins að leyfa 9-15 ára dætrum útivinnandi foreldra að verja einum degi á vinnustöðum foreldra... Meira
14. apríl 2002 | Bréf til blaðsins | 270 orð

Omegasjónvarpið og Sharon

ÖÐRU hverju stilli ég á Omega sjónvarpsstöðina til þess að hlusta á viðhorf þeirra sem þar ráða ríkjum. Meira

Minningargreinar

14. apríl 2002 | Minningargreinar | 847 orð | 1 mynd

HULDA S. FJELDSTED

Hulda S. Fjeldsted fæddist í Reykjavík 8. júní 1919. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 23. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sturlaugur Lárusson Fjeldsted, f. að Berserkseyri í Eyrarsveit 10. maí 1890, d. 6. Meira  Kaupa minningabók
14. apríl 2002 | Minningargreinar | 3602 orð | 1 mynd

INGVAR GUÐMUNDUR SIGURÐSSON

Ingvar Guðmundur Sigurðsson fæddist í Innri-Njarðvík 19.8. 1955. Hann lést á Cape Coral í Flórída 30.3. 2002. Foreldrar Ingvars voru Sigurður B. Halldórsson, f. 13.5. 1913 á Rauðasandi í V-Barðastrandasýslu, og Elsebeth María Jacobsen, f. 26.1. Meira  Kaupa minningabók
14. apríl 2002 | Minningargreinar | 1961 orð | 1 mynd

JÓN JÓHANNESSON

Jón Jóhannesson fæddist í Múlakoti í Lundarreykjadal 22. nóvember 1905. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 2. apríl 2002. Foreldrar hans voru Jóhannes Jónsson, f. 10.9. 1870, d. 30.11. Meira  Kaupa minningabók
14. apríl 2002 | Minningargreinar | 1745 orð | 1 mynd

KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR

Kristín Kristjánsdóttir fæddist að Steinum í Stafholtstungum 18. júní 1917. Hún lést á heimili sínu, Borgarbraut 30 í Borgarnesi, hinn 3. apríl síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
14. apríl 2002 | Minningargreinar | 1396 orð | 1 mynd

SIGURÐUR FRIÐFINNSSON

Sigurður Friðfinnsson fæddist á Kjaransstöðum í Dýrafirði 26. mars 1916. Hann lést á heimili sínu 19. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Jóhanna Jónsdóttir frá Grasi á Þingeyri, f. 17.9. 1885, d. 1.7. Meira  Kaupa minningabók
14. apríl 2002 | Minningargreinar | 1055 orð | 1 mynd

ÚLFAR ÞÓRÐARSON

Úlfar Þórðarson fæddist á Kleppi 2. ágúst 1911. Hann lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi 28. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 8. mars. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

14. apríl 2002 | Bílar | 96 orð | 1 mynd

10 nýir Alfa Romeo fram til 2007

FIAT Auto hefur frestað framleiðslu á litlum fjölnotabíl byggðum á Stilo. Þess í stað verður Multipla fjölnotabíllinn endurhannaður, en áður höfðu ekki verið uppi áform um að halda framleiðslu hans áfram. Meira
14. apríl 2002 | Bílar | 204 orð | 1 mynd

Audi RSR-ofursportbíll

AUDI ætlar að blanda sér í slag framleiðenda ofursportbíla sem löglegir eru í almennri umferð með ógnvænlegum RSR. Þetta verður þar með fyrsti Audi-bíllinn til að komast í flokk útvalinna ofursportbíla sem ná 320 km hámarkshraða. Meira
14. apríl 2002 | Ferðalög | 272 orð | 2 myndir

Bátar og leiktæki eru á tveimur tjörnum

Fyrir tveimur árum var tjaldsvæðið að Hömrum við Kjarnaskóg á Akureyri opnað. Skátarnir á Akureyri sjá um tjaldsvæðið og að sögn Ásgeirs Hreiðarssonar framkvæmdastjóra hefur tjaldsvæðið smám saman verið tekið í notkun. Meira
14. apríl 2002 | Bílar | 140 orð | 3 myndir

BMW X3 með sexum

BMW setur á markað árið 2004 litla útgáfu af BMW X5, smájeppa sem kallast X3. Verið er að gera prófanir á frumgerð bílsins í norðurhluta Svíþjóðar þessa dagana og þar náðust þessar myndir af honum. Meira
14. apríl 2002 | Ferðalög | 52 orð

Börn um borð fá Ísaldarpoka

Flugleiðir eru styrktaraðilar kvikmyndarinnar Ísöld í Bretlandi og af því tilefni fá þau börn sem ferðast með Flugleiðum fram undir miðjan maí sérstakan Ísaldarpoka. Meira
14. apríl 2002 | Bílar | 108 orð

Ekið án bílstjóra

SÚ stund hefur færst nær að til verði tækni sem geri það kleift að hægt verði að aka bílum án þess að nokkur ökumaður sé til staðar. Meira
14. apríl 2002 | Bílar | 421 orð | 1 mynd

Engin uppítaka en mun lægra verð

BÍLAUMBOÐIÐ Ístraktor í Garðabæ, umboðsaðili Fiat, Alfa Romeo og Ferrari, hefur riðið á vaðið með nýja viðskiptahætti með nýja bíla, svonefnda sparleið. Þessi leið er ekki ólík þeirri sem Brimborg hf. Meira
14. apríl 2002 | Ferðalög | 72 orð | 1 mynd

Eyrarsundsbrúin hefur hækkað verð á gistingu og veitingum

Eyrarsundsbrúin, sem tengir Danmörku og Svíþjóð, hefur valdið verðhækkunum á Skáni í suðurhluta Svíþjóðar. Meira
14. apríl 2002 | Ferðalög | 69 orð

Fjölskyldudagar í Bretlandi

NÝLEGA kom út bókin The Pocket Good Guide To Great Family Days Out. Hún fjallar um ýmiskonar afþreyingu sem stendur fjölskyldufólki til boða í Bretlandi eins og heimsókn í súkkulaðiheim Cadbury í Birmingham eða nýlega opnað geimvísindasafn í Leicester. Meira
14. apríl 2002 | Ferðalög | 231 orð | 2 myndir

Flottustu hótelin í Evrópu

Lesendur ferðatímaritsins Condé Nast Traveler tóku þátt í að kjósa bestu hótel Evrópu fyrir skömmu. Flestir töldu að Grand Hotel Villa Serelloni í Bellagio á Ítalíu ætti skilið þann titil þegar staðsetning hótels var annarsvegar. Meira
14. apríl 2002 | Ferðalög | 162 orð | 1 mynd

Flugleiðir selja farþegum til Frankfurt lestarmiða

Farþegar Flugleiða á leið til Frankfurt hafa um skeið getað keypt lestarmiða til hvaða áfangastaðar sem er innan Þýskalands um leið og flugmiðinn er keyptur. Í vikunni bættist við áfangastaðurinn Salzburg í Austurríki. Meira
14. apríl 2002 | Ferðalög | 430 orð | 2 myndir

Fundu íbúð í Baden-Baden á Netinu

Nýlega skrapp Anna Fjeldsted í vikufrí til Þýskalands og skoðaði sig meðal annars um í Heidelberg og Baden-Baden. Meira
14. apríl 2002 | Bílar | 73 orð

GM nær því að eignast Daewoo

FORYSTA verkalýðssamtaka hjá hinu gjaldþrota fyrirtæki Daewoo Motor í Suður-Kóreu hefur fallist á að styðja sölu á lykilframleiðslu fyrirtækisins til General Motors. Virði sölunnar er 400 milljónir Bandaríkjadala. Meira
14. apríl 2002 | Bílar | 113 orð

Hnakkapúðar sem virka

VIRKIR hnakkapúðar hafa dregið verulega úr hálshnykksáverkum í bílslysum, að því er niðurstöður sérfræðinga í fyrstu nákvæmu rannsókninni á þessu sviði benda til. Meira
14. apríl 2002 | Bílar | 95 orð

Læknavaktin fær Volvo S80 túrbó

LÆKNAVAKTARBÍLLINN hefur keypt Volvo S80 túrbó, dísil, sem neyðarbíl til að aka læknum í vitjanir fyrir Læknavaktina ehf. Læknavaktarbíllinn hefur verið með Volvo S70 í þessari keyrslu undanfarin þrjú ár. Meira
14. apríl 2002 | Bílar | 227 orð | 4 myndir

Ný kynslóð Astra 2004

AUTOEXPRESS í Bretlandi telur sig hafa upplýsingar innanbúðarmanna hjá Opel um hvernig næsta kynslóð Astra mun líta út. Meira
14. apríl 2002 | Bílar | 233 orð | 1 mynd

Nýr undirvagn Ford með möguleika á fjórhjóladrifi

NÆSTA kynslóð Ford Focus verður smíðuð á nýjum undirvagni sem býður upp á að hægt verður að bjóða bílinn með fjórhjóladrifi. Þetta eykur verulega tækifæri Ford til að bjóða breytt úrval bíla í þessum stærðarflokki. Meira
14. apríl 2002 | Ferðalög | 73 orð | 1 mynd

Ódýr gisting í Þýskalandi

Þýska ferðamálaráðið gaf nýlega út bækling um ódýra gististaði í Þýskalandi. Bent er á yfir 300 gististaði víðsvegar um landið og allir staðirnir bjóða gistingu sem kostar frá um 20 evrum eða nálægt 1. Meira
14. apríl 2002 | Bílar | 59 orð

Skóflustunga að nýrri verksmiðju

JEAN-Martin Folz, stjórnarformaður PSA, Peugeot-Citroën, og Fujio Cho, forseti Toyota Motor, hafa tekið fyrstu skóflustungu að sameiginlegri verksmiðju fyrirtækjanna í Kolin, um 60 kílómetra austur af Prag í Tékklandi. Meira
14. apríl 2002 | Bílar | 560 orð | 5 myndir

Toyota RAV4 (2) keppir við fólksbílana

SÖLUHÆSTI bíllinn á Íslandi á síðasta ári var ekki VW Golf eða Opel Astra, því síður bíll ársins í Evrópu Peugeot 307 eða þaðan af smærri fjöldasölubíll eins og Toyota Yaris. Nei, Toyota RAV4 jepplingurinn seldist mest allra bíla, alls 454 bílar. Meira
14. apríl 2002 | Bílar | 59 orð

Toyota RAV4 2WD

Vél: Fjórir strokkar, 1.794 rsm., 16 ventlar, VVT-i. Afl: 125 hestöfl við 6.000 snúninga á mínútu. Tog: 161 Nm við 4.200 snúninga á mínútu. Lengd: 4.200 mm. Breidd: 1.735 mm. Hæð: 1.680 mm. Eigin þyngd: 1.180 kg. Dráttargeta: 1.000 kg. Meira
14. apríl 2002 | Bílar | 86 orð

Þéttvaxnir í meiri lífshættu í bílslysum

MEIRI líkur eru á því að þéttvaxið fólk látist í umferðarslysum en þeir sem léttari eru. Þetta eru niðurstöður rannsókna við umferðarrannsóknastofnun í Seattle í Bandaríkjunum. Meira
14. apríl 2002 | Ferðalög | 718 orð | 3 myndir

Önnur veröld

Maður venst því að vera í svitabaði allan daginn og það var huggun að sjá að svitinn bogaði líka af eyjarskeggjum, segir Jóhann Páll Valdimarsson, sem er nýkominn frá eyjunni Máritíus. Meira

Fastir þættir

14. apríl 2002 | Árnað heilla | 30 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag sunnudaginn 14. apríl er fimmtug Berta A. Tulinius kennari, Laugateigi 50, Rvík . Berta verður upp í sveit á afmælisdaginn ásamt eiginmanni sinum Helga Halldórssyni og... Meira
14. apríl 2002 | Árnað heilla | 62 orð | 1 mynd

60 ára afmæli.

60 ára afmæli. Þriðjudaginn 16. apríl verður sextugur Almar Grímsson lyfjafræðingur, Háahvammi 7, Hafnarfirði. Almar og kona hans Anna Björk Guðbjörnsdóttir bjóða vinum og vandamönnum til fagnaðar á afmælisdeginum kl. Meira
14. apríl 2002 | Árnað heilla | 24 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Hörður Þórleifsson tannlæknir, Mosateigi 10, Akureyri, verður sextugur mánudaginn 15. apríl. Hann og kona hans, Svanfríður Larsen, verða að heiman þann... Meira
14. apríl 2002 | Fastir þættir | 119 orð

Bridsfélag Fjarðabyggðar Þriðjudagana 19.

Bridsfélag Fjarðabyggðar Þriðjudagana 19. og 26. mars og 3. apríl sl. var spiluð firmakeppni hjá Bridsfélagi Fjarðabyggðar. Eftirtalin fyrirtæki og spilarar hlutu hæsta skor. Jón Ingi Ingvarsson - Kristján Kristjánsson Sparkaup 260 Ásmundur Ásmundss. Meira
14. apríl 2002 | Fastir þættir | 70 orð

Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 11.

Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 11. apríl var spilað annað kvöldið af fjórum í Butler tvímenningi félagsins. Bestu skori kvöldsins náðu: Baldur Bjartmarss.-Guðlaugur Sveinss. Meira
14. apríl 2002 | Fastir þættir | 183 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bræður unnu Reykjavíkurmótið í tvímenningi Reykjavíkurmótið í tvímenningi 2002 var haldið laugardaginn 6. apríl. 27 pör spiluðu Barómeter-tvímenning, allir við alla með 2 spilum á milli para. Meira
14. apríl 2002 | Fastir þættir | 400 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

ER Bridsfélag Reykjavíkur sterkasta bridsfélag í heimi? Sumir halda því fram, en á þessu stigi skiptir ekki höfuðmáli að svara þeirri spurningu. Meira
14. apríl 2002 | Árnað heilla | 21 orð | 1 mynd

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Í dag sunnudaginn 14. apríl eiga hjónin Ásta María Sölvadóttir og Hilmar Valdimarsson, Sólheimum 23, Reykjavík gullbrúðkaupsafmæli. Þau verða að... Meira
14. apríl 2002 | Fastir þættir | 51 orð

Gullsmárabrids Eldri borgarar spiluðu tvímenning á...

Gullsmárabrids Eldri borgarar spiluðu tvímenning á níu borðum fimmtudaginn 11. apríl. Miðlungur 168. Efst vóru: NS Sigurpáll Árnas. - Sigurður Gunnlss. 209 Viðar Jónsson - Sigurþór Halldórsson 202 Bjarni Guðmundss. - Haukur Hanness. Meira
14. apríl 2002 | Í dag | 511 orð

Hallgrímskirkja.

Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk mánudagskvöld kl. 20. Háteigskirkja. Félagsvist fyrir eldri borgara í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilis mánudag kl. 13. TTT-klúbburinn kl. 17. Lifandi og fjölbreytt starf fyrir börn úr 4.-6. Meira
14. apríl 2002 | Fastir þættir | 851 orð | 1 mynd

Kristur nægir

"Ég er góði hirðirinn," sagði Jesús forðum. Og hann sagði líka "Varist falsspámenn", og tæplega að ástæðulausu. Sigurður Ægisson rifjar hér upp gamlan atburð, sem tengist þessum varnaðarorðum meistarans. Meira
14. apríl 2002 | Í dag | 123 orð | 1 mynd

Kvöldmessa í Laugarneskirkju

Enn býður söfnuður Laugarneskirkju til sinnar mánaðarlegu kvöldmessu þar sem ljúfir djasstónar renna saman í lofgjörð og bæn. Fjöldi fólks hefur gert kvöldmessur Laugarneskirkju að föstum punkti í tilveru sinni og sótt þangað andlega næringu og styrk. Meira
14. apríl 2002 | Dagbók | 51 orð

Mansöngur úr Víglundarrímum

Hver vill ræna hita frá heiðri sól um vorsins daga, sem lundi grænum logar á, í loftið vill hans greinar draga? ... Hver vill banna fjalli frá fljóti rás til sjávar hvetja? Veg það fann, sem manngi má móti neinar skorður setja. Meira
14. apríl 2002 | Dagbók | 885 orð

(Orðskv. 17, 3.)

Í dag er sunnudagur 14. apríl, 104. dagur ársins 2002. Tíbúrtíusmessa Orð dagsins: Deiglan er fyrir silfrið og bræðsluofninn fyrir gullið, en Drottinn prófar hjörtun. Meira
14. apríl 2002 | Fastir þættir | 145 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Rc6 5. Rf3 Bd7 6. Be2 Hc8 7. 0-0 a6 8. Kh1 Rge7 9. dxc5 Rg6 10. Be3 Rcxe5 11. Rxe5 Rxe5 12. b4 Be7 13. Rd2 Rc6 14. f4 Bf6 15. Hc1 0-0 16. Rf3 He8 17. a4 Dc7 18. Bd3 g6 19. b5 axb5 20. axb5 Re7 21. Bd4 Bg7 22. Dd2 f6 23. Meira
14. apríl 2002 | Fastir þættir | 438 orð

Víkverji skrifar...

Víkverji brosti út í annað þegar hann las fréttatilkynningu frá Sölufélagi garðyrkjumanna í vikunni. Tilkynningin hófst með þessum orðum: "Hér er frétt sem örugglega enginn fjölmiðill hefur áhuga á." Nú, nú. Líklega best að lesa ekki lengra! Meira

Sunnudagsblað

14. apríl 2002 | Sunnudagsblað | 2468 orð | 1 mynd

Á að banna einelti á vinnustöðum með lögum?

Í lokaritgerð Sigrúnar H. Kristjánsdóttur við lagadeild HÍ kemur fram að hún telur eðlilegt að taka upp í íslensk lög ákvæði sem banna hvers kyns ótilhlýðilega áreitni hvort sem er í formi eineltis, kynferðislegrar áreitni eða annars konar áreitni. Hildur Einarsdóttir skoðaði ritgerðina og ræddi við Sigrúnu um helstu rökin á bak við slíka lagagerð. Meira
14. apríl 2002 | Sunnudagsblað | 1888 orð | 1 mynd

Barnið í skaflinum

Elená Jónsdóttir bar nýfætt barn sitt út í skafl nítján ára gömul og hlaut nokkru síðar líflátsdóm fyrir. Guðrún Guðlaugsdóttir rifjar upp sögu Elenáar. Meira
14. apríl 2002 | Sunnudagsblað | 125 orð | 2 myndir

Brúneygð eins og Elená

ÞORBJÖRG Gígja Sigurðardóttir á Akranesi er afkomandi Elenáar, dóttir Sigurrósar Þorleifsdóttur sem var elsta barn Bjargar Jósefsdóttur, seinni sonar Elenáar Jónsdóttur og Vigfúsar á Sveinsstöðum. Meira
14. apríl 2002 | Sunnudagsblað | 3518 orð | 2 myndir

Cesaria snýr aftur

Söngdrottningin berfætta Cesaria Evora syngur inn sumarið hér á landi, heldur tónleika síðasta vetrardag. Árni Matthíasson hitti Cesariu að máli í París fyrir stuttu og hún sagði honum að þrátt fyrir frægðina lifði hún sínu venjulega lífi sem lítið hefði breyst í gegnum árin. Meira
14. apríl 2002 | Sunnudagsblað | 917 orð | 1 mynd

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur

Bandalag íslenskra listamanna stendur fyrir málþingi um menningarhlutverk Ríkisútvarpsins í dag. Skapti Hallgrímsson ræddi við John Barsby, forseta breska blaðamannasambandsins, einn þeirra sem tala í dag í Þjóðmenningarhúsinu. Meira
14. apríl 2002 | Sunnudagsblað | 215 orð

Fríðar konur og föngulegar

NAFNIÐ Elená er óvenjulegt og umhugsunarvert hvernig það er til komið. Amma Elenáar Jónsdóttur hét Elena Kolbeinsdóttir og er Elena raunar sama nafnið og Helena (fremsta stafnum er þá sleppt eins og í nöfnum eins og Rútur og Rafn). Meira
14. apríl 2002 | Sunnudagsblað | 1057 orð | 4 myndir

Heilbrigðisiðnaður í stöðugri sókn

Fyrir 20 árum var varla talað um heilbrigðisiðnað sem atvinnugrein. Í dag er sú atvinnugrein einhver blómlegasti sproti íslensks atvinnulífs, ef marka má niðurstöður nýrrar samantektar um stöðu hennar. Ragna Sara Jónsdóttir gluggaði í nýútkomna skýrslu um efnahagsleg áhrif heilbrigðisiðnaðar á íslenskt hagkerfi. Meira
14. apríl 2002 | Sunnudagsblað | 2260 orð | 4 myndir

Hestamennska og hönnun í anda kúrekanna

Geimstöðvar á tunglinu voru meðal lokaverkefna skólafélaga Einars Á. E. Sæmundsen í arkitekta- og landslagsarkitektadeild háskólans í Minnesota. Hann var jarðbundnari og hannaði áningarstað fyrir hestamenn í fólkvanginum Zumbro Bottoms. Einar sagði Ásdísi Haraldsdóttur frá verkefninu og kynnum sínum af hestamennsku í anda kúreka vestursins. Meira
14. apríl 2002 | Sunnudagsblað | 911 orð | 3 myndir

Hetjur eldhússins

SJÓNVARPSKOKKAR hafa löngum prýtt sjónvarpsskjái víða um lönd. Yfirleitt hefur uppstilling og framvinda slíkra eldhúsþátta verið frekar stöðluð. Meira
14. apríl 2002 | Sunnudagsblað | 123 orð

Hvað er heilbrigðisiðnaður?

HEILBRIGÐISIÐNAÐUR er allur sá iðnaður sem byggist á tækni sem notuð er til að afla þekkingar, veita þjónustu eða umbreyta hráefni í gæði, þekkingu eða lyf fyrir heilbrigðisþjónustu. Meira
14. apríl 2002 | Sunnudagsblað | 810 orð | 8 myndir

Hver dagur tileinkaður guðunum

Það líður varla sá dagur að ekki sé tilefni til hátíðahalda á Balí. Trú eyjarskeggja setur ríkan svip á daglegt líf þeirra, ekki síst þegar hátíðisdagar eru annars vegar, en þeir eru fjölmargir. Ragna Sara Jónsdóttir fylgdist með tunglhátíð á Balí og hreifst af litríkum búningum og líflegum siðum. Meira
14. apríl 2002 | Sunnudagsblað | 1204 orð | 3 myndir

Jafn góður og hver fluga

HINN 9. apríl árið 1963 urðu garðeigendur á Suður- og Vesturlandi fyrir slæmum skelli. Vorið hafði komið einstaklega snemma þetta ár og bæði febrúar og mars voru óvenjulega mildir. Meira
14. apríl 2002 | Sunnudagsblað | 578 orð

Niðjar Elenáar á fimmta hundrað

Anna Pálsdóttir bókavörður á Héraðsbókasafni Sauðárkróks er afkomandi Elenáar Jónsdóttur og hefur tekið saman niðjatal þessarar formóður sinnar. Meira
14. apríl 2002 | Sunnudagsblað | 1409 orð | 1 mynd

Ólst upp í hótelsvuntu föður síns

Fyrir nokkrum árum tók Auður Anna Ingólfsdóttir við stjórn nýs hótels á Egilsstöðum, Hótels Héraðs. Hún þykir röggsamur stjórnandi og hefur sett mark sitt í ferðaþjónustu í fjórðungnum. Steinunn Ásmundsdóttir leit inn til hennar á dögunum. Meira
14. apríl 2002 | Sunnudagsblað | 368 orð | 2 myndir

Sauvignon Blanc frá Chile og Nýja-Sjálandi

ÞRÚGAN Sauvignon Blanc nýtur sívaxandi vinsælda um allan heim. Hún er frönsk að uppruna líkt og flestar þær þrúgur sem náð hafa "vinsældum" og er uppistaða flestra hvítvína frá Loire-héraðinu í Mið-Frakklandi. Meira
14. apríl 2002 | Sunnudagsblað | 764 orð | 1 mynd

Soja-latte og sérþarfir

Ég ætla að fá koffínlausan, fitulausan, soja-latte með karmellubragði, á klaka takk. Meira
14. apríl 2002 | Sunnudagsblað | 2580 orð | 4 myndir

Spennandi skoðunarferð til Asíu

Hraðar breytingar hafa orðið víðast hvar í Asíu undanfarna áratugi og verða þjóðfélögin sífellt vestrænni þó enn séu áhrif austrænnar menningar og sögu sterk. Nemar í MBA-námi við ´Háskóla Íslands kynntu sér undur Austurlanda. Meira
14. apríl 2002 | Sunnudagsblað | 885 orð | 2 myndir

Teflir og keyrir strætó

Skáklistin hefur lengi þótt heillandi viðfangsefni. Áslaug Kristinsdóttir varð Íslandsmeistari kvenna í skák 1979. Guðrún Guðlaugsdóttir spurði hana um þetta mót og hvað hefur síðan tekið við í lífi hennar. Meira
14. apríl 2002 | Sunnudagsblað | 854 orð | 1 mynd

Tónlist mín er nátengd Færeyjum

Eivør Pálsdóttir, átján ára gömul söngkona frá Færeyjum, er á góðri leið með að heilla tónelska menn hvar sem er í heiminum. Guðjón Guðmundsson ræddi við Eivøru um tónlist hennar og heimalandið. Meira
14. apríl 2002 | Sunnudagsblað | 486 orð | 2 myndir

Ævintýraleg veiði í Tungulæk

Á meðan afskaplega hógværar veiðitölur berast af vorveiðisvæðunum sker eitt þeirra sig þó allverulega úr og hefur raunar gert um árabil. Það er Tungulækur í Landbroti. Áin, sem fellur í Skaftá rétt neðan við Kirkjubæjarklaustur, var opnuð 1. Meira

Barnablað

14. apríl 2002 | Barnablað | 532 orð | 5 myndir

Alltaf einhver að leika við

Nöfn: Diljá og Brynja Matthíasardætur. Fæddar: 22. mars 1994. Skóli: Húsaskóli í Grafarvogi. Læknarnir sögðu að Brynja og Diljá væru ekki eineggja tvíburar þegar þær fæddust, en nú er mamma þeirra viss um að þær séu eineggja. Meira
14. apríl 2002 | Barnablað | 185 orð | 1 mynd

Búrrítós með í skólann

ÞAÐ getur verið ótrúlega hentugt að kunna að malla eitthvað gott ef enginn hefur tíma til að elda ofan í mann í hádeginu - eða til að hafa með sér í nesti, og gera alla hina öfundsjúka. Meira
14. apríl 2002 | Barnablað | 230 orð | 1 mynd

Ekki jafnmiklir prakkarar og þeir

Nöfn: Auður og Sveinbjörn Hávarsbörn. Fædd: 27. maí 1994. Skóli: Árbæjarskóli, Árbæ. Meira
14. apríl 2002 | Barnablað | 223 orð | 3 myndir

Hvað eru tvíburar?

Tvíburar hafa alltaf heillað mannkynið. Finna má sögur af tvíburum í Biblíunni og í gömlum rómverskum og grískum sögnum. Meira
14. apríl 2002 | Barnablað | 86 orð | 3 myndir

Hverjir eru tvíburar?

Nú eigið þið að vita hverjir af eftirfarandi persónum eru tvíburar. Svarið er einfalt: já eða nei. Meira
14. apríl 2002 | Barnablað | 489 orð | 2 myndir

Tvíburar í plati og alvöru

Hún Guðrún Helgadóttir er alveg stórmerkileg kona. Hún er auðvitað einn allra besti barnabókahöfundur sem Íslendingar eiga, svo hefur hún líka verið alþingiskona og forseti Alþingis. Meira
14. apríl 2002 | Barnablað | 42 orð | 1 mynd

Virkisveggurinn hrundi

Eftir mikla og mannskæða innrás óvinahersins þurfa hermenn Artúrs konungs að gera við gatið stóra í virkisveggnum, og hér með ert þú ráðinn byggingarmeistari! Taktu þér blýant og reglustiku í hönd og finndu út hvers marga múrsteina vantar í vegginn. Meira

Ýmis aukablöð

14. apríl 2002 | Kvikmyndablað | 97 orð | 1 mynd

Afdrifarík ákvörðun

NÝBAKAÐUR Óskarsverðlaunahafi Denzel Washington leikur föður sem tekur afdrifaríka ákvörðun í kvikmyndinni John Q sem væntanleg er í íslensk bíóhús. Framkvæma þarf uppskurð á syni hans sem bráðvantar nýtt hjarta. Meira
14. apríl 2002 | Kvikmyndablað | 89 orð

Atkinson í njósnagríni

HINN óborganlegi breski gamanleikari Rowan Atkinson ( Mr. Bean, Fjögur brúðkaup og jarðarför ) er furðu sjaldgæfur gestur á hvíta tjaldinu, a.m.k. hvað varðar leik í aðalhlutverkum. Meira
14. apríl 2002 | Kvikmyndablað | 48 orð | 1 mynd

Elskhugar Judds týna tölunni

SÁ flinki en mistæki leikstjóri Philip Kaufman ( Quills, Óbærilegur léttleiki tilverunnar, Rising Sun ) er að hefjast handa við gerð nýs spennutryllis. Meira
14. apríl 2002 | Kvikmyndablað | 549 orð

Fín dama Judi

ÞÓTT Judi Dench hafi ekki sótt Óskar í greipar bandarísku kvikmyndaakademíunnar þetta árið fyrir túlkun sína á breska rithöfundinum Iris Murdoch í kvikmyndinni Iris , sem frumsýnd er hérlendis um helgina, fer ekki á milli mála að aldrei hefur hún gert... Meira
14. apríl 2002 | Kvikmyndablað | 84 orð | 1 mynd

Judi Dench

er þrátt fyrir velgengnina þekkt fyrir óöryggi sitt og skort á sjálfstrausti. Eitt sinn var hún beðin um að leika K leópötru í uppfærslu The Royal Shakespeare Company. Meira
14. apríl 2002 | Kvikmyndablað | 929 orð | 2 myndir

Krútt vill meira fútt

Drottning rómantísku gamanmyndanna segist gjarnan vilja afsala sér þeim völdum. Hún stendur á tímamótum á leikferli sem í einkalífi. Samt er Meg Ryan að verða ástfangin rétt eina ferðina í rómantísku gamanmyndinni um Kate og Leopold, skrifar Árni Þórarinsson, en myndin er frumsýnd hérlendis um helgina. Meira
14. apríl 2002 | Kvikmyndablað | 126 orð | 1 mynd

Kvikmyndin Hafið þegar seld til allt að 20 landa

FRANSKA fyrirtækið Pyramid hefur keypt söluréttinn á kvikmynd Baltasars Kormáks Hafinu, sem byggð er á samnefndu leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar, og hefur nú þegar selt hana til um tuttugu landa. Meira
14. apríl 2002 | Kvikmyndablað | 67 orð | 1 mynd

Lyne heldur framhjá Chabrol

BRESKI leikstjórinn Adrian Lyne , sem þekktastur er fyrir kynlífsstúdíur á borð við Lolitu, 9½ viku og framhjáhaldstryllinn Fatal Attraction , heldur sig við þetta áhugamál sitt í nýrri endurgerð á La Femme Infidéle (1969) eftir franska... Meira
14. apríl 2002 | Kvikmyndablað | 1661 orð | 2 myndir

Órannsakanlegir vegir Lynch

Hann er ótvírætt í hópi virtari leikstjóra og um leið óútreiknanlegri en flestir. David Lynch hefur búið til magnaðar kvikmyndir í aldarfjórðung og velti heimspekilega vöngum yfir sinni nýjustu - Mulholland Dr. - ásamt Skarphéðni Guðmundssyni á efstu hæð glæsihótels í Cannes. Meira
14. apríl 2002 | Kvikmyndablað | 612 orð

Píslarganga Kvikmyndasafns Íslands

MÉR finnst einhvern veginn eins og fólk átti sig ekki á hversu alvarleg tíðindin voru á þessum síðum fyrir viku af bágri stöðu Kvikmyndasafns Íslands. Að safnið skuli vera lamað og óstarfhæft vegna peningaskorts og við það að verða húsnæðislaust í ofanálag segir mér aðeins það að eftir nær aldarfjórðungslanga starfsemi sé það aftur komið á byrjunarreit. Meira
14. apríl 2002 | Kvikmyndablað | 120 orð | 1 mynd

Scorsese í djúpum vanda

LENGI, lengi hefur kvikmyndaheimurinn beðið eftir frumsýningu á næstu mynd eins helsta leikstjóra Bandaríkjanna, Martins Scorsese . Meira
14. apríl 2002 | Kvikmyndablað | 348 orð | 1 mynd

Sérviskulegri en B-hlið hjá Björk

KVIKMYND bandaríska leikstjórans Hals Hartley No Such Thing, sem áður kallaðist Monster, hefur verið frumsýnd vestra. Meira
14. apríl 2002 | Kvikmyndablað | 79 orð | 1 mynd

Sögur af 11. september á tjaldið

VIÐBRÖGÐ bandaríska kvikmyndaheimsins við atburðunum 11. september hafa verið margvísleg og m.a. athyglisverður uppgangur þjóðrembufullra stríðsmynda að undanförnu. Nú stendur fyrir dyrum gerð bíómyndar sem fjallar beinlínis um afleiðingar... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.