DRAGOLJUB Ojdanic, fyrrverandi yfirmaður júgóslavneska heraflans, gaf sig í gær fram við fulltrúa Alþjóðastríðsglæpadómstólsins í Haag í Hollandi.
Meira
PALESTÍNSKUR herréttur sem kom saman í höfuðstöðvum Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, í Ramallah dæmdi í gær fjóra Palestínumenn í fangelsi fyrir morðið á ísraelska ferðamálaráðherranum, Rehavam Zeevi, í fyrra.
Meira
NÍU Palestínumenn yfirgáfu í gær Fæðingarkirkjuna í Betlehem og höfðu þeir með sér lík tveggja manna sem fallið höfðu í skotbardaga við ísraelska hermenn. Ísraelsher hefur setið um kirkjuna í þrjár vikur en innandyra eru um 200 Palestínumenn.
Meira
FJARSKIPTAMÖSTRIN á Vatnsendahæð verða ekki fjarlægð þrátt fyrir kaup Kópavogsbæjar á byggingarlandi í Vatnsendahvarfi og á Rjúpnahæð undir skipulagða íbúðarbyggð.
Meira
Á UNDANFÖRNUM árum hafa sveitarfélögin lagt sig fram um að efla baráttu gegn vímuefnaneyslu, ekki síst meðal unglinga, enda hefur á sama tíma orðið æ ljósara um hversu alvarlegt vandamál er að ræða, segir í fréttatilkynningu.
Meira
REYKJAVÍKURLISTINN kynnti í gær stefnuskrá listans vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Einkunnarorð kosningabaráttunnar eru Það gerist í Reykjavík. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri fylgir stefnuskránni úr hlaði með ávarpi til Reykvíkinga.
Meira
GENGI bréfa deCODE, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, hélt áfram að lækka á bandaríska Nasdaq-markaðnum í gær. Gengið lækkaði um 7,41% og stendur hluturinn nú í fimm Bandaríkjadölum. Gengið lækkaði um 10% í...
Meira
BRESKUR dómstóll hafnaði í gær kröfu Bandaríkjastjórnar um framsal alsírsks flugmanns, Lotfi Raissi, sem bandarísk stjórnvöld hafa sakað um að hafa þjálfað flugræningjana sem stóðu að hryðjuverkaárásinni 11. september.
Meira
TVEIR starfsmenn bandaríska álfyrirtækisins Alcoa skoðuðu aðstæður á Austfjörðum í gær, m.a. álverslóðina á Reyðarfirði, í fylgd heimamanna. Áttu þeir einnig viðræður við forsvarsmenn sveitarfélaga á Austurlandi.
Meira
FRAMBJÓÐENDUR Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fögnuðu sumri í gær með því að grilla pylsur fyrir borgarbúa í Austurstræti. Á myndinni má sjá þá Björn Bjarnason og Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson við það...
Meira
SJÁLFBOÐALIÐASAMTÖK um náttúruvernd (SJÁ) efna til fyrstu göngu sumarsins laugardaginn 27. apríl. Lagt verður af stað kl. 11 frá strætisvagnaskýlinu í Mjódd og eru allir velkomnir. Rabbfundur verður á Lækjarbrekku sunnudaginn 28. apríl kl. 3.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Bandalagi íslenskra sérskólanema (BÍSN), Iðnnemasambandi Íslands (INSÍ), Sambandi íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) og Stúdentaráði Háskóla Íslands (SHÍ): "Námsmannahreyfingarnar lýsa yfir...
Meira
TEKIÐ til kostanna á Króknum, norðlensk sýning, þar sem taka þátt um 130 hross af Norðurlandi, fer fram í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki í dag, föstudaginn 26., og á morgun, laugardaginn 27. apríl, kl. 21 bæði kvöldin.
Meira
TVÆR hundasýningar verða haldnar á vegum hundaræktunarfélagsins Íshunda í reiðhöll Gusts laugardaginn 27. og sunnudaginn 28. apríl og hefjast kl. 10.
Meira
FULLTRÚAR japanskra stjórnvalda lýstu yfir því í gær að Japanir hygðust áfram hundsa alþjóðleg mótmæli vegna hvalveiða þeirra. Áfram yrði unnið að því af fullum krafti að fá hnekkt banni við hvalveiðum í ábataskyni.
Meira
UNGT fólk segir tísku og fjölmiðla eiga ríkan þátt í að móta viðhorf ungs fólks til eiturlyfja. Þetta er meðal niðurstaðna ráðstefnu ungs fólks sem haldin var á miðvikudag í tengslum við ECAD-ráðstefnuna.
Meira
ÍSLAND skipar sér í fremstu röð þjóða á alþjóðavísu hvað varðar stofnunar- og rekstrarkostnað atvinnurekstrar í greinum eins og hugbúnaðargerð, lyfja-, efna- og heilbrigðisiðnaði, líftæknirannsóknum, gagnavistun og þorskeldi samkvæmt samanburðarrannsókn...
Meira
KNATTSPYRNUHÚSIÐ í Grafarvogi var tekið í notkun að viðstöddu fjölmenni í gær, en þar er um að ræða fyrsta áfanga stærstu íþróttahallar landsins.
Meira
BRESKA blaðið Guardian skýrði frá því í gær að kona, sem ferðaðist undir íslensku nafni, hefði verið handtekin í Kólombíu í fyrra grunuð um að tengjast Írska lýðveldishernum, IRA. Konunni hefði verið sleppt vegna skorts á sönnunargögnum.
Meira
BERTIE Ahern, forsætisráðherra Írlands, gekk í gær á fund Mary McAleese forseta og tilkynnti henni að hann hefði ákveðið að boða til kosninga eftir þrjár vikur, eða 17. maí nk.
Meira
STEFNUSKRÁ Reykjavíkurlistans var kynnt í gær. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir stefnuskrána byggjast á þeim grunni sem lagður hafi verið í borginni af listanum á umliðnum átta árum.
Meira
SAMTÖK gegn fátækt halda opinn fund laugardaginn 27. apríl kl. 14.30 í Hallgrímskirkju. Að þinginu standa Samtök gegn fátækt, Laugarneskirkja og Hallgrímskirkja.
Meira
NÝTT íþróttahús fimleikafélagsins Bjarkanna í Hafnarfirði var formlega tekið í notkun í gær að viðstöddu fjölmenni, en húsið er sérstaklega hannað fyrir fimleika. Húsið er reist í einkaframkvæmd, en það er Nýsir hf. sem er eigandi hússins.
Meira
EFNAHAGS- og framfarastofnun Evrópu, OECD, spáir því að efnahagsbati á Norðurlöndunum öllum nema Íslandi verði hraðari árið 2003 en áður var gert ráð fyrir.
Meira
FRAMSÓKNARMENN í Kópavogi opna formlega kosningaskrifstofu í dag, föstudaginn 26. apríl, á Digranesvegi 12, Kópavogi, kl. 20.30. Frambjóðendur B-listans í Kópavogi verða á staðnum. Allir velkomnir. Heimasíða Framsóknarflokksins í Kópavogi er www.xb.
Meira
ERLENDAR nektardansmeyjar, sem starfa í Reykjavík, virðast ekki hafa eðlilegan aðgang að heilsugæslu, t.d. í þeim tilgangi að fá getnaðarvarnir. Hins vegar er vitað að þær leita í auknum mæli til heilbrigðisþjónustunnar eftir fóstureyðingu.
Meira
ROMANO Prodi, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB), hefur ákveðið að stöðva þá endurskoðun sem fram hefur farið á sjávarútvegsstefnu sambandsins.
Meira
Miklar vonir voru bundnar við Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, þegar hann komst til valda fyrir ári. Hann ætlaði að beita sér fyrir kerfisuppstokkun í efnahagslífinu og leggja að velli afturhaldsöflin en nú er marga farið að gruna, að hann hafi alla tíð verið strengjabrúða hinnar ráðandi stéttar.
Meira
NÆSTKOMANDI laugardag verður opnuð í Listasafni Íslands sýning á rúmlega 80 verkum eftir 52 heimskunna rússneska listamenn frá því á árunum 1880-1930.
Meira
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra átti á miðvikudag fund með Per Stig Möller, utanríkisráðherra Dana. Danmörk tekur við formennsku í Evrópusambandinu í júlí og ræddu ráðherrarnir m.a. stækkun ESB- og EES-svæðisins.
Meira
MAGNÚS Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir það sameiginlegt verkefni Hafnarfjarðar og ríkisins að leysa málefni sem varða húsnæði Kvikmyndasafn Íslands.
Meira
Á FUNDI skólanefndar Seltjarnarness þann 17. apríl sl., var staðfest skóladagatal fyrir grunnskólana á Seltjarnarnesi fyrir skólaárið 2002 - 2003.
Meira
Fjölmenni var á níundu ráðstefnu evrópskra borga gegn fíkniefnum, sem hófst í Reykjavík í gær. Blaðamenn Morgunblaðsins fylgdust með umræðum dagsins.
Meira
SJÓMANNAFÉLAG Reykjavíkur hyggst hindra vöruafgreiðslu úr hollenska skipinu Estime, sem Atlantsskip eru með á leigu, verði laun skipverja um borð ekki hækkuð.
Meira
SKELJUNGUR hefur ítrekað beiðni sína til Samkeppnisstofnunar um aðgang að gögnum varðandi kannanir stofnunarinnar á verðmyndun hjá olíufélögunum.
Meira
FJÖLBREYTT dagskrá var í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal í gær í tilefni af sumardeginum fyrsta og fylgdust börnin af áhuga með því sem þar bar fyrir augu, eins og myndin ber með sér.
Meira
HÚSASKÓLI í Grafarvogi skemmdist töluvert í eldi í gærkvöldi eftir að eldur komst í klæðningu hússins. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er augljóst að um íkveikju hafi verið að ræða.
Meira
EINAR R. Axelsson, læknir á sjúkrahúsinu Vogi, mælir eindregið með þeirri hugmynd að komið verði á fót miðstöð fyrir neytendur svonefndra ópíata eða morfínskyldra lyfja.
Meira
TÓNLEIKAR verða haldnir í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs, í kvöld föstudaginn 26. apríl, kl. 20, þar verða frumflutt verk nemenda úr tónsmíða- og tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík.
Meira
STÚLKUR sem starfa sem nektardansmeyjar í Reykjavík leita í auknum mæli til heilbrigðiskerfisins eftir fóstureyðingu en þær virðast ekki hafa eðlilegan aðgang að heilsugæslu á fyrri stigum, t.d. til að nálgast getnaðarvarnir.
Meira
ÞREKMEISTARAMÓT Reykjavíkur verður haldið á laugardaginn 27. apríl kl. 16 í Austurbergi í Breiðholti. Þetta er í fyrsta skipti sem keppni af þessu tagi er haldin á höfuðborgarsvæðinu en alls eru skráðir 85 keppendur til keppni.
Meira
SAMSÝNING 170xhringinn verður opnuð í Slunkaríki á Ísafirði á morgun, laugardag, kl. 17. Þar gefur að líta verk fjögurra starfandi myndlistamanna sem allir eru búsettir í Reykjavík.
Meira
Ólöf Nordal lýsir verkum sínum sem nokkurs konar sáttargerð milli menningar forfeðranna og menningar dagsins í dag. Heiða Jóhannsdóttir heimsótti Ólöfu í galleri@hlemmur.is þar sem hún sýnir um þessar mundir.
Meira
TALSMENN bresku krúnunnar hafa lýst því yfir að Elísabet drottning ætli sér að taka þátt í fjöldasöng sem skipulagður hefur verið um gervallt Bretland í tilefni af því að hálf öld er liðin frá því hún komst til valda. Fjöldasöngurinn verður sunginn 3.
Meira
Átök og ófriður við þjóðveginn er eftir Jón R. Hjálmarsson. Í bókinni er fer höfudur með lesendur um sveitir landsins eftir hringveginum og eru heimsóttir ýmsir merkir staðir þar sem afdrifarík átök hafa átt sér stað.
Meira
Sambíóin í Kringlunni frumsýna The Affair of the Necklace með Hilary Swank, Jonathan Pryce, Christopher Walken, Simon Baker, Adrien Brody og Brian Cox.
Meira
ÞÁ fer að styttast í næstu Eminem-plötu, sem kallast hinu glúrna nafni The Eminem Show . Athygli hefur vakið sú gríðarlega leynd og gæsla sem umlykur plötuna. Stafar þetta af ógnum (eða ágæti?
Meira
JPV útgáfa hefur gefið út sex nýjar kiljubækur og hefur með útgáfunni hleypt af stokkunum átaki sem hlotið heitið Lestrargleði JPV útgáfu. Með þessu móti vill útgáfan koma til móts við lesendur og gefa þeim kost á að eignast bækur á lægsta mögulega...
Meira
Dalvísur eru eftir Finn Torfa Hjörleifsson . Þetta er fjórða ljóðabók höfundar. Hinar þrjár eru Einferli 1989, Bernskumyndir 1993 og Í meðallandinu 1995. Auk þeirra hefur Finnur Torfi gefið út barnabók og kennslubækur í ljóðalestri.
Meira
Mulholland Dr. Þessi draumlógíska og seiðandi noir-saga skipast tvímælalaust í flokk bestu mynda David Lynch. Óræð en þó býr yfir leyndu merkingarsamhengi. (H.J.)**** Háskólabíó E.T.
Meira
Á VEITINGASTAÐNUM Við Árbakkann á Blönduósi stendur ný yfir málverkasýning Garðars Jökulssonar listmálara. Garðar er sjálfmenntaður í myndlistinni og hefur helgað sig málverkinu frá árinu 1995 en hélt þó þó sína fyrstu sýningu árið 1984.
Meira
ANNA Gunnhildur Ólafsdóttir, blaðamaður og rithöfundur, hlaut í gær, sumardaginn fyrsta, vorvindaviðurkenningu Íslandsdeildar IBBY-samtakanna fyrir unglingaskáldsöguna Niko sem út kom fyrir síðustu jól.
Meira
SÖNGSVEITIN Fílharmónía ásamt Selkórnum munu syngja á tónleikum með Fílharmóníusveit Pétursborgar ytra 30. september næstkomandi. Að sögn Bernharðar Wilkinson, stjórnanda Fílharmóníu, er þetta mikill heiður fyrir kórana.
Meira
Þýskt rokk er í bullandi grósku um þessar mundir, hefur í raun ekki haft það eins gott síðan Can var og hét. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við Markus Acher, söngvara og gítarleikara í Münchenarsveitinni Notwist, um lífið og tilveruna og sitthvað fleira.
Meira
HALDNIR verða tónleikar í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs, í kvöld kl. 20 þar sem verða frumflutt verk nemenda úr tónsmíða- og tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík.
Meira
Verði höfnin og brúin/göngin að veruleika, segir Þórir Stephensen, þá eru kyrrðin og friðsældin í eynni í hættu, þá er ævintýrið horfið úr Viðey.
Meira
Ekki gott kerfi ÉG var staddur úti á landi fyrir stuttu og þurfti að ná sambandi við lögreglu staðarins vegna óhapps við þjóðveginn. Ég hringdi á næstu lögreglustöð en fékk samband við neyðarlínuna.
Meira
SÍÐUSTU Íslendingarnir hafa haldið á brott frá Kanaríeyjum þennan veturinn, allir nema einn. Gleymdi Íslendingurinn? Viðkunnanlegur, rólegur, dapur, sorgmæddur, hjartveikur eldri maður situr einn eftir þarna suður frá í farbanni.
Meira
Anna Þórunn Flygenring fæddist í Reykjavík 11. nóvember 1930. Hún lést á heimili sínu 20. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Flygenring, verkfræðingur, er lengst af starfaði hjá Reykjavíkurhöfn, f. 28. júlí 1898 í Hafnarfirði, d. 2.
MeiraKaupa minningabók
Börkur Hrafn Víðisson var fæddur í Danmörku 27. nóvember 1972. Hann lést í vélhjólaslysi í Taílandi 9. apríl síðastliðinn. Börkur var sonur hjónanna Huldu Guðmundsdóttur, og Víðis Hafbergs Kristinssonar.
MeiraKaupa minningabók
Edda Guðrún Sveinsdóttir fæddist í Arnardrangi í Vestmannaeyjum 26. mars 1935. Hún lést á heimili sínu 20. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gunnhildur Ólafsdóttir, saumakona og fiskverkakona í Vestmannaeyjum, f. 24. mars 1907, d. 31.
MeiraKaupa minningabók
Elísabet Benediktsdóttir fæddist á Hömrum í Haukadal í Dalasýslu 31. janúar 1927. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík að kvöldi föstudagsins 19. apríl síðastliðins. Foreldrar hennar voru Benedikt Jónasson, f. 18. febrúar 1888, d. 14.
MeiraKaupa minningabók
Friðrik Jens Guðmundsson fæddist í Reykjavík 9. nóvember 1925. Hann andaðist á Landspítalanum við Hringbaut 16. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sólveig Jóhannsdóttir, húsmóðir, f. 1897, d. 1979, og Guðmundur Halldór Guðmundsson, sjómaður, f.
MeiraKaupa minningabók
Guðveig Hinriksdóttir var fædd í Neðri-Miðvík í Aðalvík 13. maí 1909. Hún lést á Elliheimilinu Grund 11. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðný Hallgrímsdóttir og Hinrik Neilsen, Norðmaður.
MeiraKaupa minningabók
Hermannía Sigurrós Hansdóttir fæddist á Móum í Ólafsvík 25. september 1921, hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 16. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru: Hans Hoffmann Jónsson, f. 23.5. 1864, d. 18.8. 1924, og Sigurrós Kristjánsdóttir, f. 18.12.
MeiraKaupa minningabók
Hjörtur Snær Friðriksson fæddist í Keflavík 18. júní 1989. Hann lést á heimili sínu miðvikudaginn 18. apríl síðastliðinn. Hjörtur Snær var sonur Guðlaugar Sigríðar Magnúsdóttur, f. 19. júní 1970, og Níels Friðriks Jörundssonar, f. 2. mars 1966.
MeiraKaupa minningabók
Ingibjörg Sólveig Sigurðardóttir fæddist í Hlíð í Garðahreppi í Gullbringusýslu 26. september 1921. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 11. apríl síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Jón Jóhannsson fæddist á Hnappavöllum í Öræfum 6. apríl 1921. Hann lést á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands 16. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Jónsdóttir og Jóhann Ingvar Þorsteinsson.
MeiraKaupa minningabók
Sigríður Þórðardóttir fæddist á Siglufirði 2. janúar 1917. Hún lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Eir 20. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórunn Ólafsdóttir, f. 14. apríl 1884, d. 28. nóv. 1972, og Þórður Jóhannesson smiður, f 13. júlí l890, d.
MeiraKaupa minningabók
Sigurður B. Sveinbjörnsson fæddist á Ljótsstöðum á Höfðaströnd í Skagafirði 28. ágúst 1935. Hann andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 18. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sveinbjörn Sigurður Sveinbjörnsson bóndi, f. 27.5. 1893, d. 27.7.
MeiraKaupa minningabók
Viktoría Guðmundsdóttir var fædd á Króki í Ásahreppi í Rangárvallarsýslu hinn 7. október 1916. Hún lést á hjúkrunardeild Seljahlíðar hinn 18. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Ólafsson, bóndi og verkamaður, f. 21. desember 1888, d. 2.
MeiraKaupa minningabók
NÝLEGA var gengið frá samningi Línu.Nets og ANZA og tengir Lína.Net nú saman starfsstöð ANZA í Reykjavík og starfsstöð fyrirtækisins á Akureyri með ljósleiðaratengingu. ANZA er fyrirtæki sem sérhæfir sig í rekstri og hýsingu á tölvu- og upplýsingakerfum.
Meira
SÆMUNDUR HS kom með fyrsta humarinn að landi á hefðbundinni humarvertíð til Hornafjarðar í vikunni. Þessa dagana er verið að búa hornfirsku bátana til humarveiða.
Meira
FORSVARSMENN fiskvinnslunnar Kambs hf. á Flateyri og fiskvinnslunnar Íslandssögu hf. á Suðureyri undirrituðu í fyrradag samning um kaup á nýrri gerð snyrtilína af 3X-Stál hf. Hljóðar samningurinn upp á um 40 milljónir króna.
Meira
TAP MP Verðbréfa hf. á árinu 2001 var 112,7 milljónir króna, en árið áður var 79 milljóna króna hagnaður. Samkvæmt upplýsingum frá MP Veðbréfum hf. orsakaðist tapið af gengistapi á hlutabréfaeign og erfiðu árferði á mörkuðum.
Meira
STJÓRN Jyllands-Posten , annars stærsta dagblaðs Danmerkur, hefur sagt upp fimmtán blaðamönnum vegna samdráttar í auglýsingatekjum sem hefur neytt stjórn blaðsins til að draga úr útgjöldum um 15 milljónir danskra króna, eða 170 milljónir íslenskra króna.
Meira
LANDSPÍTALINN var rekinn með 133 milljóna tapi á fyrsta ársfjórðungi ársins sem er um 2,3% frávik frá fjárheimildum tímabilsins. Til viðbótar er kostnaður við S-merkt lyf 41,5 m.kr. umfram fjárveitingar vegna lyfjanna.
Meira
60 ÁRA afmæli . Í dag, föstudaginn 26. apríl, er sextugur Jóhannes Jónasson, Hrauntungu 1. Af þessu tilefni mun hann taka á móti ættingjum og vinum í Þinghól, Hamraborg 11, Kópavogi, sunnudaginn 28. apríl milli kl. 16 og...
Meira
70 ÁRA afmæli . Í dag, föstudaginn 26. apríl, er sjötugur Magnús Eydór Snæfells Þorsteinsson, fyrrverandi sjómaður og bílstjóri. Hann dvelst nú á Landakoti. Í tilefni dagsins tekur Magnús á móti gestum í Efstalandi, Ölfusi, milli kl. 16-18 í...
Meira
Í STAÐ sunnudagsguðsþjónustu 28. apríl verður bæna-, tónlistar- og íhugunarguðsþjónusta við kertaljós í kvöld, föstudagskvöldið 26. apríl, kl. 20.30.
Meira
Háteigskirkja. Samverustund eldri borgara kl. 13 í umsjón Þórdísar þjónustufulltrúa. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45-7.05 alla virka daga nema mánudaga. Mömmumorgunn kl. 10-12 í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur djákna.
Meira
Í dag er föstudagur 26. apríl 116. dagur ársins 2002. Kóngsbænadagur. Orð dagsins: Ofmetnaður hjartans er undanfari falls, en auðmýkt er undanfari virðingar.
Meira
AÐ undanförnu hafa menn farið mikinn í umfjöllun um hugsanlega aðild Íslendinga að Evrópusambandinu. Samkvæmt könnun Gallup og PWC eru svo og svo margir sagðir með eða á móti aðild.
Meira
Karlamagnús keisari dýr kenndi trúna hreina. Aldrei hann fyrir aftan kýr orrustu háði neina. Þórður hreða þegna vo, þessi bjó að Ósi. Breytti aldrei bóndinn svo, að berði menn í fjósi. Rollant hjó með dýrumdal, drjúgum vakti hildi.
Meira
VÍKVERJI las í blaði nýstofnaðs Alþjóðahúss fyrir skömmu, að framkvæmdum við endurnýjun húsnæðis þess á Hverfisgötu hefði verið hætt vegna þess að kostnaður hefði verið kominn fram úr fjárheimildum. Þess vegna stendur húsnæðið að sumu leyti hálfkarað.
Meira
DAG Vestlund, stjórnarmaður norska knattspyrnusambandsins, hefur lagt blessun sína yfir að landsleikur Noregs og Íslands fari fram í Bodö 22. maí. Leikurinn er liður í 100 ára hátíðarhöldum norska knattspyrnusambandsins.
Meira
FLEST bendir til þess að Auðun Helgason, landsliðsmaður í knattspyrnu, fari frá belgíska félaginu Lokeren að þessu tímabili loknu, enda þótt hann sé með samning við félagið til vorsins 2004.
Meira
* BJÖRGVIN Sigurbergsson er í 11.-19. sæti af 154 keppendum eftir fyrsta keppnisdaginn á Tessali Open Del Sud áskorendamótinu í golfi sem hófst á Suður-Ítalíu í gær. Hann lék á einu höggi undir pari vallarins í gær, eða á 70 höggum.
Meira
JIMMY Floyd Hasselbaink, framherji enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea, lofar Eið Smára Guðjohnsen, félaga sinn í framlínunni, í samtali við teamtalk fréttavefinn. "Við höfum náð virkilega vel saman á tímabilinu.
Meira
MEÐ bakið þétt upp við hinn fræga vegg fyrir framan örvæntingarfullt stuðningsfólk sitt sýndu Haukastúlkur loks klærnar þegar þær fengu Stjörnuna í heimsókn í gær og eftir mikinn barning í spennuleik höfðu Hafnfirðingar 25:21 sigur á lokasprettinum. Stjörnustúlkur hafa þó enn unnið tvo úrslitaleiki á móti einum og fá annað tækifæri til að verða Íslandsmeistarar í fjórða leik liðanna á laugardaginn. Það má því búast við enn einum stórskemmtilegum spennuleik.
Meira
ÓLAFUR Stefánsson segir að Magdeburg eigi mikið inni fyrir síðari úrslitaleikinn við ungverska liðið Fotex Veszprém í meistaradeild Evrópu í handknattleik, en liðin mætast í Magdeburg á morgun. Ólafur á möguleika á að verða Evrópumeistari í þriðja skipti með Magdeburg - hann varð EHF-meistari með liðinu 1999 er liðið lagði Valladolid frá Spáni að velli og aftur í fyrra þegar Magdeburg, þá undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, lagði Metkovic Jambo frá Króatíu að velli.
Meira
Hreinn Hringsson, sóknarleikmaður KA, og Baldur Aðalsteinsson, leikmaður ÍA, eigast hér við er liðin mættust í 8-liða úrslitum deildabikarkeppninnar í gær í Laugardal. Skagamenn fögnuðu sigri og mæta Fylki í undanúrslitum, en FH mætir...
Meira
* MAN. Utd og Arsenal eru sögð hafa áhuga á tyrkneska landsliðsmarkverðinum Rustu Recber sem leikur með Fenerbahce. Hann er metinn á tíu milljónir punda og ætlar hann að fara frá tyrkneska liðinu í sumar.
Meira
EGGERT Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, var í gær kjörinn í framkvæmdastjórn UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, til fjögurra ára á þingi þess í Stokkhólmi. Eggert varð ásamt Michel Platini, fyrrum stórstjörnu Frakka í knattspyrnunni, í 3.
Meira
ÍSLANDSMEISTARAR Skagamanna sigruðu KA, 1:0, í átta liða úrslitum deildabikarkeppninnar í knattspyrnu á gervigrasinu í Laugardal í gær. Þeir eru þar með komnir í undanúrslit keppninnar og mæta Fylkismönnum en í hinni viðureigninni eigast við FH og Breiðablik. Þeir leikir fara fram föstudaginn 3. maí.
Meira
AFREÐ Gíslason og lærisveinar hans hjá þýska meistaraliðinu Magdeburg fá það hlutverk að halda merki Þýskalands á lofti er þeir mæta ungverska liðinu Veszbrém á morgun í Magdeburg. 19 ár eru síðan lið frá Þýskalandi hefur unnið Evrópubikarinn - Gummersbach lagði ZSKA Moskva að velli 1983. Mikil stemning er í Magdeburg og fyrir löngu uppselt á leikinn sem fer fram á morgun.
Meira
ALLS tóku 223 þátt í víðavangshlaupi ÍR sem haldið var í 87. skiptið í gær. Sveinn Margeirsson, Tindastóli, kom fyrstur í mark og hljóp hann 5 km á 15 mínútum og 3 sek. Rannveig Oddsdóttir kom fyrst kvenna í mark og hljóp á 18 mínútum og 35...
Meira
ÖNNUR umferð undanúrslita Íslandsmóts karla verður háð í kvöld. Íslandsmeistara Hauka bíður erfitt verkefni er þeir sækja liðsmenn KA heim í KA-heimilið klukkan 20.
Meira
INGIBERGUR Sigurðsson úr Víkverja freistar þess á morgun að verða annar sigursælasti keppandinn í Íslandsglímunni frá upphafi. Ingibergur hefur unnið glímuna sex undanfarin ár og hefur því sigrað jafnoft og Sigurður G.
Meira
Daglegt líf (blaðauki)
26. apríl 2002
| Daglegt líf (blaðauki)
| 795 orð
| 1 mynd
OKKUR finnst rosalega gaman að skríða eftir göngunum til að njósna og skoða alls konar skrítna hluti. Venjulega skríður Arnar Logi á undan með vasaljós til að lýsa upp göngin. Hann segir mér síðan hvort við erum að nálgast beygju, mottu og svoleiðis.
Meira
26. apríl 2002
| Daglegt líf (blaðauki)
| 299 orð
| 4 myndir
"ÉG ER HRUKKA. Tegund í útrýmingarhættu, fyrirbæri sem þarf að koma til bjargar. Ráðist er til atlögu gegn okkur úr launsátri - allir vilja þurrka okkur út með hvers kyns ráðum, lögmætum eða ólögmætum (lesist: hollum eða óhollum).
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.