GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti hvatti í gær enn á ný Ísraela til að hætta árásum á svæði Palestínumanna en skömmu áður höfðu ísraelskar hersveitir lagt til atlögu í borginni Qalqilya á Vesturbakkanum.
Meira
GRÍSKUR dómstóll dæmdi í gær átta breska og hollenska flugvélaáhugamenn í þriggja ára fangelsi fyrir njósnir en mennirnir voru handteknir á herflugvelli í Grikklandi á síðasta ári.
Meira
HAGVÖXTUR í Bandaríkjunum var 5,8% á fyrsta fjórðungi ársins 2002, að því er sagði í skýrslu viðskiptaráðuneytis landsins í gær. Var sveiflan meiri en hagfræðingar höfðu gert ráð fyrir en þeir gerðu ráð fyrir 5% vexti.
Meira
Á HÓTEL Sögu, Súlnasal, verður listmunauppboð Gallerís Foldar, á morgun,sunnudag, kl. 19. Þar verða í boði um 160 verk af ýmsum toga og mun þetta vera stærsta listmunauppboðið sem haldið hefur verið hér á landi til þessa. M.a.
Meira
UNIFEM á Íslandi heldur aðalfund mánudaginn 29. apríl kl. 19.30 á Laugavegi 7, 3. hæð. Fyrri hluta fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf, en að honum loknum um kl.
Meira
BJÖRN Steinar Sólbergsson organisti við Akureyrarkirkju hlaut starfslaun listamanns á Akureyri en tilkynnt var um hver hlyti þá nafnbót á Vorkomu menningarmálanefndar sumardaginn fyrsta. Björn útskrifaðist með einleikarapróf í orgelleik árið 1986.
Meira
SEXTÁN ára gamall piltur braut sautján rúður í fjölbýlishúsi á Höfn í fyrrinótt. Pilturinn skemmdi einnig bifreið sem lagt var á stæði við húsið.
Meira
BRÚÐARSÝNING verður í Blómavali á Selfossi í dag, laugardaginn 27. apríl, kl. 13-16. Sýningin er samstarfsverkefni Blómavals og fjölmargra fyrirtækja á Selfossi og víðar.
Meira
SAMKVÆMT nýrri skoðanakönnun sem heimur.is hefur gert á fylgi framboðslistanna sem boðið hafa fram í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna í vor er Sjálfstæðisflokkurinn með ívið meira fylgi en R-listinn.
Meira
SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmálaráðherra segir að ekkert verði gefið eftir til að uppræta eiturlyfjavandann og þó að rætt hafi verið um að koma á fót miðstöð fyrir neytendur morfínskyldra lyfja þýði það ekki uppgjöf í baráttunni gegn eiturlyfjum, því...
Meira
SÁ ER bauð 60 milljónir króna í víkingaskipið Íslending á netmarkaðnum ebay.com hefur ekki haft samband við eiganda skipsins, Gunnar Marel Eggertsson, og staðfest tilboðið.
Meira
EITURLYF eiga ekki heima í samfélaginu og þótt rætt hafi verið um að koma á fót miðstöð fyrir neytendur morfínskyldra lyfja þýðir það ekki uppgjöf í baráttunni gegn eiturlyfjum. Þvert á móti verður ekkert gefið eftir til að uppræta eiturlyfjavandann.
Meira
DANSKA stjórnin virðist ætla að sætta sig við þá ákvörðun Evrópusambandsins að Daninn Steffen Smidt, háttsettur embættismaður á sviði sjávarútvegsmála, verði færður til í starfi og komi ekki frekar að endurskoðun sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB, að...
Meira
FIMM frumvörp urðu að lögum frá Alþingi í gær. Má þar m.a. nefna frumvarp til tollalaga en samkvæmt þeim er tollstjórum nú heimilt að ljúka málum með sektarboði sem nemi allt að 300.000 kr. í stað 75.000 kr. áður.
Meira
HEILSUSTOFNUN Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði stóð nýlega fyrir málþingi um endurhæfingu krabbameinssjúklinga. Fyrir rúmum áratug var farið af stað með endurhæfingu fyrir krabbameinssjúklinga á Heilsustofnun, sem hefur gefist vel.
Meira
FYRRVERANDI nemandi vopnaður skammbyssu og haglabyssu varð sautján manns að bana og fyrirfór sér síðan í skóla fyrir nemendur á aldrinum 10-19 ára í borginni Erfurt í Þýskalandi í gær.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni fyrir hönd Guðmundar Sigþórssonar, skrifstofustjóra í landbúnaðarráðuneytinu: "Í fjölmiðlum undanfarna daga hafa komið fram getgátur um, að...
Meira
ÁKVÖRÐUN lækna heilsugæslustöðvarinnar í Efstaleiti um að gefa ekki út vottorð til sjúklinga eða þriðja aðila, sem falla utan almannatrygginga- og heilbrigðiskerfisins, hefur gert það að verkum að stjórnendur Menntaskólans við Hamrahlíð ákváðu að...
Meira
OPINN fundur um framtíð tómstundamiðstöðvarinnar Punktsins verður haldinn í húsakynnum Punktsins í Kaupvangsstræti 12 á Akureyri næstkomandi mánudagskvöld, 29. apríl, og hefst hann kl. 20. Á fundinum verður m.
Meira
JÓN Kristjánsson heilbrigðisráðherra upplýsti nýverið á Alþingi að hann hefði fengið höfund skýrslu til Alþingis um ófrjósemisaðgerðir, Unni Birnu Karlsdóttur sagnfræðing, til að gera frekari úttekt á framkvæmd laga nr.
Meira
FRIÐRIK Jens Guðmundsson, fulltrúi á Skattstofunni í Reykjavík, er látinn, á 77. aldursári. Hann var á sínum tíma í þeim hópi frjálsíþróttamanna sem "íslenska íþróttavorið" er kennt við.
Meira
SÍÐASTLIÐIÐ sumar var haldið í tengslum við Evrópska tungumálaárið námskeið í frönsku og íslensku með áherslu á matarmenningu beggja landa. Námskeiðið var haldið á frönsku eyjunni île d'Oléron.
Meira
FRAMSÓKNARFLOKKURINN í Reykjanesbæ heldur opinn fund um möguleika á notkun leigubíla í stað strætisvagna. Fundurinn verður næstkomandi mánudag í félagsheimili Framsóknarflokksins á Hafnargötu 62 í Keflavík og hefst kl....
Meira
FYRIRLESTUR um loftslagsbreytingar verður haldinn í Lögbergi, stofu 101, Háskóla Íslands, mánudaginn 29. apríl. kl. 16. Eru tengsl milli breytinga á loftslagi og aukins styrks gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti?
Meira
FERÐAFÉLAG Íslands stendur fyrir göngu á Hafnarfjall við Borgarfjörð sunnudaginn 28. apríl. Þetta er um 4 tíma ganga og gönguhækkun er um 740 m. Fjallið er rofleif úr jaðri megineldstöðvar sem talin er um fjögurra milljóna ára gömul.
Meira
STEFNUSKRÁ Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ fyrir komandi kosningar verður kynnt félagsmönnum á fundi í dag. Þá verður opnuð vefsíða, www.s-listinn.is. Í byrjun næstu viku kynna frambjóðendur stefnuskrána fyrir bæjarbúum og bera hana í...
Meira
JÓN Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Sigurður Guðmundsson landlæknir vilja á þessu stigi ekki gera upp á milli þess hvort miðstöð fyrir neytendur morfínskyldra lyfja eigi að vera staðsett á Vogi eða Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi.
Meira
MARGT er gert á viku bókarinnar sem lýkur í Bókasafni Grindavíkur um helgina til að auka bókaáhuga hjá bæjarbúum, meðal annars eru bækur Halldórs Laxness áberandi í uppstillingum og boðið er upp á hressingu á bókasafninu.
Meira
ÁRLEGT 1. maí hlaup Ungmennafélags Akureyrar verður nú næstkomandi miðvikudag. Um er að ræða götuhlaup og hefst það kl. 13, en keppendur eru beðnir að mæta í síðasta lagi hálftíma fyrir hlaupið.
Meira
HEIÐMERKURVEGUR sem var orðinn mjög holóttur á köflum var heflaður í vikunni en Vegagerðin hyggst í bráð ekki leggja í viðamikið viðhald á veginum þar sem leggja á nýjan veg.
Meira
27. apríl 2002
| Akureyri og nágrenni
| 283 orð
| 1 mynd
HJÁLMAR Blomquist Júlíusson lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í gær, föstudaginn 26. apríl. Hjálmar fæddist 16. september 1924 á Sunnuhvoli á Dalvík. Foreldrar hans voru Jónína Jónsdóttir, húsmóðir, f. 7. apríl 1887, d.
Meira
ÞAÐ er einn af vorboðunum í Þorlákshöfn þegar félagar úr Kiwanisklúbbnum Ölveri koma í grunnskólann og gefa öllum börnum í 1. bekk reiðhjólahjálma.
Meira
ANNA Ólafsdóttir og Helga Erlingsdóttir hjúkrunarfræðingar kynna nýja þjónustu sem nefnist "Hjúkrun heim" á félagsfundi Hetjanna, aðstandenda langveikra barna á Akureyri og nágrenni, en hann verður haldinn næstkomandi mánudagskvöld, 29.
Meira
HJÖRLEIFI Guttormssyni, líffræðingi og fyrrverandi alþingismanni og ráðherra, var í gær á Degi umhverfisins veitt viðurkenning ellefu umhverfis- og náttúruverndarsamtaka fyrir störf að verndun umhverfis og náttúru.
Meira
HORNSTEINN var lagður að nýjum höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur við Réttarháls í vikunni. Voru það Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, sem lögðu hornsteininn.
Meira
27. apríl 2002
| Akureyri og nágrenni
| 103 orð
| 1 mynd
EKKI hefur farið mikið fyrir hestum og hestamennsku í Grímsey síðustu árin. Hestaíþróttin sem sport hefur lítið fest rætur. Þó hefur einn hestur verið hér til nokkurra ára, hestur hreppstjórans, Bjarna Magnússonar í Miðtúni. En nú hefur orðið breyting á.
Meira
VONIR eru bundnar við að lækning muni finnast við astma og hugsanlega verður hægt að bólusetja börn gegn honum í framtíðinni. Þetta segir breskur lungnasérfræðingur sem var andmælandi við doktorsvörn íslensks barnalæknis á mánudag.
Meira
LÖGREGLAN í Hafnarfirði handtók í gærmorgun fjögur ungmenni á aldrinum 18-20 ára sem vegfarandur sáu til skömmu áður við innbrot og skemmdarverk á bílum í Garðabæ.
Meira
KVIKMYNDIN Ísaldarhesturinn eftir Pál Steingrímsson og félaga hans í Kvik hf. hlaut fyrr í vikunni þrenn verðlaun á náttúrulífsmyndahátíðinni International Wildlife Film Festival (IWFF).
Meira
FINNSKI ljósmyndarinn Pasi Autio og sænska myndlistakonan Charlotta Östlund, sem dvalið hafa í Gestavinnustofu Gilfélagsins síðastliðna tvo mánuði, opnuðu í gær sýningu í Ketilhúsinu.
Meira
ÍSLANDSMÓTIÐ í kjokpa (brot) fer fram í dag, laugardaginn 27. apríl, kl. 13-14.30 í Engjaskóla, Grafarvogi. Keppendur munu koma til með að brjóta spýtur, steina og fleira. Keppt verður í nokkrum beltaflokkum. Kl.
Meira
Á FJÓRÐU áskriftartónleikum Tónlistarfélags Ísafjarðar, sem eru í Hömrum í dag kl. 17 koma fram Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari og Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari og leika verk eftir Schumann, Sjostakovitsj, Bruch og Hindemith.
Meira
ÓÁNÆGJA er meðal leiðbeinenda í framhaldsskólum þar sem þeir telja sig njóta takmarkaðra réttinda og hafi í reynd ekkert atvinnuöryggi. Hafin er könnun meðal leiðbeinenda í skólum á því hvort grundvöllur sé fyrir stofnun sérstakra hagsmunasamtaka. Skv.
Meira
VERÐMÆTI húsnæðis undir líkamsræktarstöð í nýjum höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur á Réttarhálsi er 28 milljónir króna, samkvæmt svari Þorvaldar Stefáns Jónssonar, framkvæmdastjóra byggingarnefndar, við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks sem...
Meira
SUMARIÐ heilsaði með óvenju kuldalegum svip að morgni fyrsta sumardags. Alla nóttina hafði snjóað í logni og var jafnfallinn snjór í ökkla en frostið 3 gráður. Á fimmtudag var norðan kuldanepja með skafrenningi og um kvöldið var frostið komið í 7 stig.
Meira
Menningarmálanefnd Garðabæjar stendur fyrir opnum kynningarfundi um býlið Krók á Garðaholti og umhverfi hans á mánudagskvöldið 29. apríl nk. kl. 20-22 í samkomuhúsinu á Garðaholti.
Meira
ÁTTHAGAFÉLAG Sandara stendur fyrir kynningu á þjóðgarðinum Snæfellsjökli í Litlu-Brekku (hús á bak við veitingahúsið Lækjarbrekku í Bankastræti 2), sunnudaginn 28. apríl kl. Heiðursgestir verða Kristján Þorkelsson og Sigríður Markúsdóttir.
Meira
LANDSKEPPNI framhaldsskólanemenda í efnafræði árið 2001-2002 lauk helgina 6. og 7. apríl. Í forkeppninni 6. nóvember síðastliðinn kepptu samtals 116 nemendur frá ellefu skólum um land allt.
Meira
Rangt letur Í minningargrein Þuríðar Kristínar Halldórsdóttur um Torfa Óldal Sigurjónsson í Morgunblaðinu 16. apríl síðastliðinn var vitnað í 23. Davíðssálm og átti sá kafli að vera með ljóðaletri en vegna mistaka við vinnslu greinarinnar fórst það...
Meira
FRAMBOÐSLISTI Framsóknarflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningar á Siglufirði 25. maí var samþykktur á fundi trúnaðarráðs 17. apríl sl. Listann skipa: 1. Skarphéðinn Guðmundsson kennari, 2. Guðrún Ó Pálsdóttir bankamaður, 3.
Meira
MÁLSTOFA í hjúkrunarfræði á vegum Rannsóknarstofnunar í hjúkrunarfræði verður haldin mánudaginn 29. apríl , kl. 12.15 í stofu 6 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34.
Meira
JAZZDANSSKÓLI Emilíu frumflutti á sumardaginn fyrsta söng- og dansleikinn Annie í Frumleikhúsinu í Keflavík. 55 stúlkur á aldrinum 6 til 15 ára taka þátt í uppfærslunni og er þetta stærsta verkefnið sem skólinn hefur ráðist í.
Meira
DÓMSMÁLARÁÐHERRA og sýslumaðurinn í Kópavogi annars vegar og formaður bæjarráðs og bæjarstjóri Kópavogs fyrir hönd Kópavogsbæjar hins vegar hafa gert með sér samkomulag um fíkniefnavarnir í grunnskólum bæjarins.
Meira
NEMENDASÝNING Dansskóla Jóns Péturs og Köru verður haldin í Broadway á Hótel Íslandi sunnudaginn 28. apríl. Þar munu allir nemendur í barna- og unglingahópum skólans ásamt nokkrum fullorðinshópum koma fram með sýnishorn af því sem þeir hafa lært í vetur.
Meira
SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra veitti í gær leikskólanum Norðurbergi í Hafnarfirði viðurkenningu í tilefni af Degi umhverfisins fyrir brautryðjendastarf í umhverfismálum leikskóla.
Meira
"ÞAÐ er eins og að renna sér í gegnum regnbogann eða vera á diskóteki að fara niður nýju vatnsrennibrautina okkar," segir Alfreð Alfreðsson, laugarvörður í Grafarvogslaug, en ný vatnsrennibraut var formlega opnuð af Ingibjörgu Sólrúnu...
Meira
Á FYRSTA sumardag ( á pólsku: Pierwszy Dzien Lata ), var opið hús í leikskólanum Brimveri á Eyrarbakka, þar sem til sýnis voru ýmis verk barnanna auk þess sem ný skólanámskrá fyrir árin 2002 til 2006 var lögð fram til kynningar og dreifingar.
Meira
KULDAKASTIÐ á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni er ekki bara neikvætt svona í sumarbyrjun, a.m.k. ekki fyrir skíðaáhugamenn. Vegna þess er unnt að opna stólalyftuna í Kóngsgili í Bláfjöllum um helgina.
Meira
SJÁLFSTÆÐISMENN á Akranesi opna kosningamiðstöð sína formlega á morgun, sunnudaginn 28. apríl, kl. 14 í Stillholti 16-18 (áður Bókaskemman). Geir H. Haarde fjármálaráðherra verður heiðursgestur.
Meira
BIRTUR hefur verið Ó-listi, listi óháðra, í nýju sameinuðu sveitarfélagi í vesturhluta Rangárvallasýslu, en í sveitarstjórnarkosningunum í vor verður í fyrsta sinn kosið eftir sameiningu þriggja hreppa, þ.e.
Meira
ÓLAFUR Þór Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Sandgerðisbæjar og stjórnmálafræðingur, er í efsta sæti Sandgerðislistans sem er nýtt framboð á staðnum. Listinn mun bjóða fram undir listabókstafnum Þ.
Meira
JÓNAS Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, segir að sátt hafi verið um það milli íslenskra útgerða og Sjómannafélags Reykjavíkur að skip sem stundi reglulegar áætlunarsiglingar milli Íslands og annarra landa séu mönnuð íslenskum sjómönnum sem...
Meira
EDUARDO Duhalde, forseti Argentínu, íhugar nú að tengja pesóann aftur við Bandaríkjadollar vegna gengishruns argentínska gjaldmiðilsins að undanförnu, að sögn argentínskra embættismanna.
Meira
RÚSSNESKU sendiráðsstarfsmennirnir sem urðu eftir í Kaupmannahöfn á fimmtudag þegar vél Flugleiða tafðist um tvo tíma, þar sem forseti Íslands og forsætisráðherra voru meðal farþega, voru væntanlegir til landsins í gær.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær íslenska ríkið til að greiða fyrrverandi kennara við Menntaskólann að Laugarvatni rúmar 5 milljónir sem um samdist milli kennarans og stjórnenda skólans þegar gerður var starfslokasamningur við kennarann á síðasta ári.
Meira
ÓSKAR Jósefsson, forstjóri Landssímans, segir að ekki hafi verið rætt um að draga til baka uppsagnir átta starfsmanna Landssímans á Akureyri sem sagt var upp störfum í síðustu viku.
Meira
ÁKVEÐIÐ hefur verið að kanna hug kjósenda til sameiningar sveitarfélaganna frá Bakkafirði og Vopnafirði, um Norður- og Austur-Hérað og Fellahrepp, til Seyðisfjarðar.
Meira
UMFERÐARSLYS varð á Bæjarhálsi, á móts við nýbyggingu Orkuveitunnar, í Árbæjarhverfi í gærmorgun. Tómur vélsleðapallur, sem getur tekið sex sleða, losnaði aftan úr stórum trukki og fór yfir á öfugan vegarhelming og lenti þar framan á fólksbíl.
Meira
KYNNING verður á starfsemi SOS-barnaþorpanna í Smáralind í dag, laugardaginn 27. apríl kl. 14. Leikskólabörn úr Kópavogi hafa unnið veggspjöld sem verða til sýnis í göngugötu. Trúðurinn Nói sýnir listir sínar.
Meira
Ragnheiður Jónsdóttir er fædd í Reykjavík 7. nóvember 1973. Stúdent frá MS 1993, nam frönsku fyrir útlendinga í Université de Paul Valéry 1994-95 og útskr. úr sálfræði við HÍ í febrúar sl. Hefur starfað sem táknmálstúlkur hjá Hröðum höndum en er nú verkefnisstjóri hjá Áfengis- og vímuvarnaráði. Maki er Haraldur Guðni Eiðsson verkefnisstjóri hjá Teymi. Þau eiga eina þriggja ára dóttur, Eygló Helgu.
Meira
HEIMILISFÓLK á Dvalarheimilinu Ási heldur sumarbasar sunnudaginn 28. apríl kl. 13-18, í Frumskógum 6a, Hveragerði. Kaffi og vöfflur verða seld á staðnum, segir í...
Meira
SUMARDAGURINN fyrsti heilsaði með sól og kyrrlátu veðri á Selfossi. Skátar fóru fyrir hefðbundinni skrúðgöngu um götur frá Sandvíkurskóla til skátamessu í Selfosskirkju.
Meira
UNGIR sjálfstæðismenn í Reykjavík settu í gær af stað það sem þeir kalla Skuldaklukku borgarinnar en hún á að sýna skuldaaukningu Reykjavíkur eins og hún er í rauntíma.
Meira
FLUGRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem segir að sú ákvörðun borgaryfirvalda að leggja niður eina flugbraut á Reykjavíkurflugvelli sé tekin án samráðs við samgönguyfirvöld.
Meira
ÍSLENSK stúlka sem yfirhershöfðingi kólumbíska stjórnarhersins, Fernando Tapias, bendlaði við Írska lýðveldisherinn (IRA) í vitnisburði fyrir þingnefnd í Washington á miðvikudag, kveðst enga hugmynd hafa um hvernig nafn hennar getur hafa blandast í...
Meira
Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning voru meðal þeirra sem voru viðstaddir minningarathöfn um vísinda- og ævintýramanninn Thor Heyerdahl í dómkirkju Óslóar í gær.
Meira
AÐ MINNSTA kosti tólf biðu bana og þrjátíu til viðbótar særðust í öflugri sprengingu sem varð í Bhakkar-héraði í Punjab-ríki í Pakistan á fimmtudagskvöld.
Meira
UMRÆÐUR um frumvarp ríkisstjórnarinnar um ábyrgð skuldabréfa vegna nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar einkenndu helst umræður á Alþingi þá viku sem nú er að líða, ef frá er talinn mánudagurinn, sem fór að mestu í umræður um frumvarp...
Meira
NOKKRIR stjórnmálamenn og stuðningsmenn Didiers Ratsiraka, forseta Madagaskars, hótuðu í gær að stofna sjálfstætt ríki í héraðinu Toliara ef Marc Ravalomanana, andstæðingur forsetans í forsetakosningunum í desember, yrði lýstur sigurvegari í þeim.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði í gær tvítugan karlmann í tíu daga gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar í Reykjavík, en maðurinn er grunaður um nokkur innbrot í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum að undanförnu.
Meira
FORELDRAR í Garðabæ munu fá val um leikskólapláss allt frá því að fæðingarorlofi lýkur gangi fyrirheit Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ eftir. Þetta er meðal þess sem finna má í stefnuskrá flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Meira
VATNAÍÞRÓTTIR og flest það sem viðkemur sjó og vatni verður til sýnis á sýningunni Vatnaveröld sem haldin verður í Vetrargarði í Smáralind um helgina.
Meira
ANNARRI umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um að heimilt verði að veita 20 milljarða ríkisábyrgð vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar lyfjaþróunardeildar á vegum Íslenskrar erfðagreiningar lauk síðdegis í gær.
Meira
ÞINGFUNDUR á Alþingi hefst kl. tíu í dag. Fimmtíu og átta þingmál eru á dagskrá fundarins og er fyrsta málið frumvarp sjávarútvegsráðherra um fiskveiðar utan lögsögu Íslands.
Meira
ÓHÁÐ framboð á Seyðisfirði. Þinn flokkur, Þ-listinn á Seyðisfirði, hélt félagsfund sunnudaginn 21. apríl, þar sem tillaga að framboðslista fyrir komandi kosningar til bæjarstjórnar var samþykkt.
Meira
Kólumbískur hershöfðingi bendlaði Margréti Ósk Steindórsdóttur á miðvikudag við IRA fyrir bandarískri þingnefnd. Í samtali við Davíð Loga Sigurðsson segist hún munu leita til bandarísks sendiráðs til að reyna að leiðrétta misskilninginn.
Meira
FRELSARINN á Frelsi is fjallar um væntanlega heimsókn Jiang Zemin, aðalritara Kommúnistaflokksins og forseta Kína, til Íslands og virðist ekki ýkja hrifinn af þeirri tilhugsun. Raunar er fyrirsögnin á pistlinum "Fjöldamorðingjar í hanastélsboðum".
Meira
Kynlífshegðun einhvers hóps íslenskra karlmanna verður stöðugt ofbeldisfyllri og meira niðurlægjandi ef marka má vitnisburð þeirra fórnarlamba sem leita til Neyðarmóttöku vegna nauðgana, að því er fram kemur í máli Guðrúnar Agnarsdóttur, læknis og...
Meira
BREIÐIN: Ber. BROADWAY: Viva Latino. Dansleikur á eftir með Cobacabana. BÚÐARKLETTUR: Dj Skugga Baldur. CAFE OPERA: Ray Ramon, og Mette Gudmundsen. CAFÉ 22: Zúri. CAFÉ AMSTERDAM: Penta. CAFÉ DILLON: Andrea Jóns. CHAMPIONS CAFÉ: Dj. Siggi Hlö.
Meira
DAGSKRÁ tileinkuð verkum Þorvaldar Þorsteinssonar verður í Borgarleikhúsinu í dag. Leikverk Þorvaldar verða skoðuð frá mörgum mismunandi sjónarhornum.
Meira
Vinsælar óperuaríur, dúettar, forleikir og millispil eftir Bizet, Mozart, Leoncavallo, Mascagni, Tsjækovskíj, Verdi, Wagner og Puccini. Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór, Jón Rúnar Arason tenór og Ólafur Kjartan Sigurðarson barýton; Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj. Pauls McGraths. Fimmtudaginn 26. apríl kl. 19:30.
Meira
SAKSÓKNARAR í Los Angeles í Bandaríkjunum hafa ákveðið að fara ekki fram á dauðarefsingu yfir leikaranum Robert Blake verði hann fundinn sekur um að hafa myrt fyrrverandi eiginkonu sína.
Meira
VIÐ upphaf Sæluviku á Sauðárkróki frumsýnir Leikfélag Sauðaárkróks annað kvöld Galdra-Loft eftir Jóhann Sigurjónsson í leikstjórn Stefáns Sturla Sigurjónssonar, í félagsheimilinu Bifröst og er það fyrsta frumsýningin í húsinu eftir gagngerar breytingar.
Meira
Gallerí Ófeigs Hadda Fjóla Reykdal opnar fyrstu einkasýningu sína í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg kl. 16. Þar sýnir hún vatnslitaverk sem öll eru unnin á þessu ári en myndefnið er sótt til náttúrunnar.
Meira
SVAVA Björnsdóttir og Jón Sigurpálsson opna í dag kl. 16 sýningar í Listasafni ASÍ - Ásmundarsal við Freyjugötu. Svava Björnsdóttir sýnir í Ásmundarsal sjö ný verk sem unnin eru úr pappír og litarefnum.
Meira
Í vetur hafa nemendur 7. bekkja tekið þátt í verkefni sem kallast "Dagblöð í skólum". Verkefnið tekur eina viku og er markmiðið að nemendur kynnist betur fjölmiðlaheiminum og blaðamennsku.
Meira
Þing Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi fór fram í Minneapolis í Bandaríkjunum um liðna helgi. Steinþór Guðbjartsson fylgdist með þessari glæsilegu hátíð.
Meira
EINN þriðji stúlknasveitarinnar heimsfrægu TLC, Lisa Lopes, gjarnan kennd við vinstra augað, lést í bílslysi í Hondúras á fimmtudag. Lopes, sem var í fríi, var ein sjö farþega í bifreiðinni en sú eina sem lét lífið.
Meira
SIGNÝ Sæmundsdóttir sópransöngkona syngur á Sunnudagsmatinée í Ými kl. 16.00 á morgun. Meðleikari hennar á píanó verður Gerrit Schuil. Efnisskráin verður mjög fjölbreytt og áherslan verður á tónlist frá fyrri hluta 20.
Meira
SALTFISKURINN syngur er yfirskrift tvennra tónleika sem Kammerkór Kópavogs heldur um helgina. Fyrri tónleikarnir verða í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði á laugardag kl. 16, hinir síðari í Iðnó á sunnudag kl.
Meira
ERLA Sigurðardóttir opnar sýningu á vatnslitamyndum í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, kl. 14 í dag, laugardag. Sýninguna nefnir Erla "Samtíningur og sitthvað" og sýnir á aðalhæð um 30 vatnslitamyndir.
Meira
PAWEL Panasiuk sellóleikari, Guido Bäumer og Vigdís Klara Aradóttir halda tónleika í Salnum í dag kl. 17. Bäumer leikur á þrjá saxófóna: alt-, tenór- og barítónsaxófóna og Vigdís Klara leikur á sópran- og barítónsaxófóna og bassaklarinettu.
Meira
GUK+ Sýningu dönsku listakonunnar Nönnu Gro Henningsen í GUK+ lýkur á sunnudag. Verkið sem Nanna gerði fyrir þessa sýningu tengist eyjunni Tiree sem er 736 mílur frá sýningarstöðunum þremur á Selfossi, Lejre í Danmörku og Hannover í Þýskalandi.
Meira
KVENNAKÓR Reykjavíkur og Senjorítur Kvennakórs Reykjavíkur, sem er kór eldri félaga, halda tónleika í Langholtskirkju í dag, sunnudag. Senjoríturnar syngja kl. 14 og Kvennakórinn kl. 17. Gestur Senjorítanna er Kvennakór Reykjavíkur.
Meira
Í EDEN í Hveragerði stendur ný yfir 10. einkasýning Ólafar Pétursdóttur listakonu. Þar gefur að líta vatnslitamyndir frá ýmsum tímum. Myndmótíf hennar eru ýmis, m.a. landslag og uppstilling. Heimabær hennar Hafnarfjörður er einnig viðfangsefni hennar.
Meira
Á TÓNLEIKUM í Salnum á morgun, sunnudag, kl. 16, leika þau Hjörleifur Valsson fiðluleikari, gríski víóluleikarinn Ilias Sdoukos og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari verk eftir Mozart, Franz Schubert og César Franck.
Meira
Laugardagur Amtsbókasafnið Akureyri kl. 11: Sögustund helguð þema vikunnar, Börn og bækur. Bókasafn Reykjanesbæjar kl. 14: Brúðuleikhúsið Tíu fingur sýnir Mjallhvít og dvergana sjö. Laxnesshátíð í Mosfellsbæ Gljúfrasteinn kl.
Meira
Karlakór Reykjavíkur - eldri félagar. Stjórnandi: Kjartan Sigurjónsson Einsöngvarar: Guðmundur Þ. Gíslason og Björgvin Þórðarson. Píanóleikur: Bjarni Þór Jónatansson. Sunnudagur 21. apríl.
Meira
- Historien om den færöske nutids oprindelse eftir Hans Jacob Debes. Útgefandi Steen A. Cold og Kristian Hvidt. Multivers 2001. 307 bls., myndir.
Meira
NÚ, ÞEGAR flestir merkilegustu fornmunir þjóðarinnar hafa það ömurlega hlutskipti að hírast í kössum víðsvegar um Reykjavíkurborg vegna viðhalds og viðgerða á Þjóðminjasafninu, kemur upp í hugann að tengja þessa fornmuni betur ferðaþjónustunni.
Meira
ÞANN 10. maí árið 1940 var Ísland hernumið af breska heimsveldinu. Flestir Íslendingar kipptu sér ekki upp við það og voru beinlínis ánægðir með hersetuna, þar sem hersetuliðið var breskt en ekki þýskt.
Meira
Óðaverðbólga í íslenskum brauðum ÞEGAR gengið er inn í íslenskt bakarí til að kaupa sér brauð eða eina vesæla köku með bleikum glassúr, verður mikið gengisfall á íslensku krónunni - hún ekki bara fellur í verði - nei hún hrapar beinlínis niður og neðar.
Meira
Menn eigi ekki að vanmeta ríkisstjórnina í þessu máli, segir Steinn Jónsson, heldur gera ráð fyrir því að ríkisstjórnin geti séð lengra fram á veginn en okkur grunar.
Meira
Árni S. Ólason fæddist í Þrándheimi 11. mars 1926. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 19. apríl sl. Árni var Norðmaður og hét Arne Sannerud uns hann gerðist íslenskur ríkisborgari.
MeiraKaupa minningabók
Benedikt Sigurjónsson fæddist á Steinavöllum í Fljótum hinn 17. september 1934. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni í Siglufirði hinn 15. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurjón Gíslason (f. 27.9.
MeiraKaupa minningabók
Brynhildur Eysteinsdóttir fæddist í Meðalheimi á Ásum í Húnavatnssýslu hinn 4. febrúar 1918. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi hinn 13. apríl 2002. Foreldrar hennar voru Eysteinn Björnsson frá Skárastöðum í V-Húnavatnssýslu (f. 1895, d.
MeiraKaupa minningabók
Fjóla Jónsdóttir fæddist í Stykkishólmi 23. apríl 1915. Hún andaðist í St. Fransiskussjúkrahúsinu 22. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Margrét Andrésdóttir frá Búðanesi við Stykkishólm, f. 15. júlí 1877, d.
MeiraKaupa minningabók
Gunnar Karlsson fæddist í Gautavík á Berufjarðarströnd 22. des. 1937. Hann lést á Landspítalanum 13. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Eiríkur Karl Guðjónsson og Björg Ólafsdóttir. Þau eignuðust fjóra syni.
MeiraKaupa minningabók
Jónas Larsson fæddist á Útstekk við Reyðarfjörð 26. ágúst 1907. Hann lést á Dvalarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri 18. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Halldórsdóttir, f. 1885 d. 16. janúar 1908, og Lars Sören Jónasson, f. 30.
MeiraKaupa minningabók
Sigurður Guðmundsson var fæddur á Kirkjubóli 20. apríl 1937. Hann lést á heimili sínu 17. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Böðvarsson, f. 1. 9. 1904, d. 3. 4. 1974, og Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 20. 4. 1911, d. 21. 5. 1971.
MeiraKaupa minningabók
Zophonías Zophoníasson fæddist á Blönduósi 24. febrúar 1931. Hann andaðist á Sjúkrahúsinu á Blönduósi 21. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Einarsdóttir, f. 27. október 1900, d. 26.
MeiraKaupa minningabók
BANDARÍSKI fjölmiðlarisinn AOL Time Warner tilkynnti í vikunni um 54,2 milljarða Bandaríkjadala tap á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, jafnvirði um 5.200 milljarða íslenskra króna.
Meira
UM 1.800 fleiri voru atvinnulausir í apríl í ár en í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar sem birt var í gær. Samkvæmt rannsókninni voru 3,2% vinnuaflsins án vinnu og í atvinnuleit í apríl 2002, sem jafngildir um 5.
Meira
GENGI hlutabréfa í deCODE Genetics, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, hækkaði lítillega í viðskiptum gærdagsins, eða um 1%, eftir verðhrun síðastliðinna daga. Við lokun markaða í gær var gengið í 5,05 Bandaríkjadölum.
Meira
FARÞEGUM Flugleiða til og frá Íslandi fækkaði um 6,2% í mars en þeim sem fljúga yfir Norður-Atlantshafið um Ísland fækkaði um 32,5% í sama mánuði. Í heild fækkaði farþegum í millilandaflugi félagsins um 20,6% % í mars sl.
Meira
HAGNAÐUR af rekstri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga á síðasta ári nam 118 milljónum króna. Heildartekjur félagsins jukust um 11% á milli ára og námu ríflega 1,3 milljörðum króna.
Meira
BRESKA áskriftarstjónvarpsstöðin ITV Digital er til sölu. AP fréttastofan greindi frá því í gær að stjórnendum stöðvarinnar hefði ekki tekist að tryggja fjármögnun hennar.
Meira
Tap af rekstri Íslandspósts nam 180 milljónum króna á árinu 2001. Rekstrartekjur jukust um 3,4% á milli ára og námu 4,3 milljörðum króna. Rekstrarkostnaður Íslandspósts jókst hins vegar um tæp 7% og nam tæpum 4,5 milljörðum í fyrra.
Meira
Gengi íslensku krónunnar styrktist um 0,04% gær eftir talsverðar sveiflur innan dagsins. Í lok dags stóð gengisvísitala krónunnar í 130,76 stigum en þá hafði hún sveiflast allt frá 129,95 stigum upp í 131,25 stig.
Meira
"Miklar dagssveiflur hafa átt sér stað á hlutabréfamörkuðum vestan hafs að undanförnu og síðustu vikuna hefur átt sér stað töluverð lækkun á helstu vísitölum. Þróunin hefur litast af birtingu uppgjöra fyrir 1.
Meira
REKSTUR Útgerðarfélags Akureyringa hf. (ÚA) skilaði 491 milljónar króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi. Það er verulegur bati frá sama tímabili í fyrra en þá varð 117 milljóna króna tap af rekstrinum. Umskiptin nema því um 600 milljónum króna á milli ára.
Meira
HINN sígildi Gráðaostur frá Norðurmjólk á Akureyri hefur fengið nýjan og breyttan búning, að því er segir í tilkynningu, en hann mun vera eitt elsta vörumerkið á Íslandi. "Ný pökkunarvél pakkar ostinum í hentuga plastbakka sem lokast með plastfilmu.
Meira
FAGKEPPNI Meistarafélags kjötiðnaðarmanna var haldin í tengslum við stórsýninguna Mat 2002 og var athyglisverðasta nýjungin í ár hanakambasulta með sveppum, samkvæmt upplýsingum frá Meistarafélagi kjötiðnaðarmanna, en hún er frá Samúel Guðmundsyni hjá...
Meira
HEILSUVÖRUDEILD Pharmaco hefur á boðstólum höfuðband fyrir þá sem þjást af höfuðverk. Um er að ræða nýjung frá franska fyrirtækinu Cryomed sem felst í kælingarmeðferð við höfuðverk og mígreni, að því er segir í tilkynningu.
Meira
OPNUÐ hefur verið ný verslun við Bæjarlind 12 sem nefnist Værð og voðir. Í versluninni eru vörur fyrir svefn- og baðherbergi og eigendur eru Jón Rafn Valdimarsson og Elín Rósa Guðmundsdóttir.
Meira
MJÓLKURSAMSALAN hefur sett á markað tvær nýjar tegundir af léttri óskajógúrt, samkvæmt tilkynningu. Um er að ræða létta óskajógúrt með jarðarberjum og létta óskajógúrt með með vanillu sem báðar eru án viðbætts sykurs, eins og þar segir.
Meira
13 borð í Gullsmára Eldri borgarar spiluðu tvímenning á þrettán borðum í Gullsmára 13 mánudaginn 22. apríl sl. Miðlungur 264. Efst vóru: NS Karl Gunnarsson - Ernst Backman 323 Bragi Melax - Andrés Bertelsson 287 Auðunn Bergsv. - Sigurður Björnss.
Meira
80 ÁRA afmæli . Á morgun, sunnudaginn 28. apríl, er áttræð Sigrún Lovísa Sigurðardóttir, Lindargötu 57, Reykjavík. Sigrún tekur á móti vinum og ættingjum á afmælisdaginn í Víkingasal Hótel Loftleiða frá kl. 15-18.
Meira
ÞAÐ er viðtekið viðhorf að álagið í lífsgæðakapphlaupinu sé slíkt að það geti stefnt heilsu karlmanna í voða að steypa sér út í það af of miklum ákafa.
Meira
Bridsfélag Akureyrar Hyrna og Býflugan og blómið sigruðu í firmakeppninni. Firmakeppni Bridsfélags Akureyrar og var mótið æsispennandi. Tvö fyrirtæki enduðu á toppnum með risaskor, 62,8%.
Meira
Bridsfélag Borgarfjarðar Annað kvöldið í hinum skemmtilega Vor-barómeter félagsins var spilað mánudaginn 22. Enn er gestrisni okkar Borgfirðinga gagnvart Borgnesingum fullmikil en því verður væntanlega breytt á þriðja og síðasta kvöldinu.
Meira
Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 22. apríl var spilað fyrsta kvöldið af þremur í þriggja kvölda Hraðsveitakeppni hjá Bridgefélagi Hafnarfjarðar. Spiluð voru 30 spil og var miðlungur 540.
Meira
Fyrst þessi gáfaði maður, sem átti svo auðvelt með að koma fyrir sig orði, gat haft svona óskaplega mikið rangt fyrir sér, hvað má þá segja um þá gáfuðu menntamenn sem enn þann dag í dag bera fram vinstrisinnaðar skoðanir...
Meira
Ferming í Víðistaðakirkju 28. apríl kl. 11. Prestur sr. Bragi J. Ingibergsson. Fermd verður: Auður Helga Auðunsdóttir, Efstuhlíð 21, Hf. Ferming í Garðakirkju 28. apríl kl. 10.30. Prestar sr. Hans Markús Hafsteinsson og sr. Friðrik J. Hjartar.
Meira
Lesendur Morgunblaðsins geta komið spurningum varðandi sálfræði-, félagsleg og vinnutengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona@persona.is og verður svarið jafnframt birt á persona.is.
Meira
HENDI!" hrópuðu félagar umsjónarmanns í gamla daga þegar hann var svo klaufskur, óheppinn - eða ósvífinn - að handleika boltann í hörðum fótboltaleik á Grænavelli á Húsavík.
Meira
Í dag er laugardagur 27. apríl, 117. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Og þótt þér gjörið þeim gott, sem yður gjöra gott, hvaða þökk eigið þér fyrir það? Syndarar gjöra og hið sama.
Meira
Í DAG, laugardaginn 27. apríl, verður haldið í safnaðarsal Hallgrímskirkju málþing um fátækt á Íslandi. Málþingið hefst kl. 14.30 og stendur til kl. 16.15. Að málþinginu standa Samtök gegn fátækt ásamt Laugarneskirkju og Hallgrímskirkju.
Meira
M AÍMÁNUÐUR er tileinkaður vitundarvakningu gegn fordómum. Vitundarvakningin ber yfirheitið "Sleppum fordómum" og hefst með glæsilegum tónleikum í Listasafni Reykjavíkur kl. 16.00, en allan maímánuð verður eitthvað um að vera.
Meira
Góð veðrátta gengur, geri eg mér ljóð af því; þetta er fagur fengur, fjölga grösin ný; fiskur er kominn í fjörð, færir mörgum vörð; kýrnar taka að trítla út, troðjúgra er hjörð, skepnur allar skarta við skinið sólar...
Meira
FRAKKINN Joel Abati og Þjóðverjinn Steffan Stiebler, fyrirliði handknattleiksliðs Magdeburg, áttu báðir afmæli á fimmtudaginn, sumardaginn fyrsta, sem Þjóðverjar halda raunar ekki hátíðlegan enda sumarið löngu komið þar á bæ.
Meira
BIRGIR Leifur Hafþórsson og Björgvin Sigurbergsson komust báðir áfram eftir tvo keppnisdaga á Tessali Open del Sud-áskorendamótinu í golfi sem nú stendur yfir á Suður-Ítalíu.
Meira
HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Úrslitakeppni kvenna, Esso-deildin, fjórði leikur í úrslitum: Ásgarður:Stjarnan - Haukar 16.15 *Staðan er 2:1 fyrir Stjörnuna, sem nægir sigur til að verða Íslandsmeistari.
Meira
KA-menn eru komnir í úrslit Íslandsmótsins í handknattleik karla annað árið í röð. Þeim tókst hið óvænta í gærkvöldi; að leggja sjálfa Íslands- og bikarmeistara Haukanna að velli á Akureyri, 27:26, í leik sem var í senn bráðfjörugur og hörkuspennandi. KA vann þar með einvígið, 2:0, og tveggja ára einveldi Haukanna í íslenskum handknattleik er þar með lokið. Nú verða það Valur og KA sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í ár, rétt eins og árin 1995 og 1996.
Meira
* LÖNGU er uppselt á leikinn í Magdeburg - heimamenn segja að 8.000 manns verði í höllinni og að hægur vandi hefði verið að selja 20.000 miða. Samkvæmt upplýsingum umsjónarmanns hallarinnar verða 7.
Meira
Leikmenn Magdeburgar, sem léku fyrri Evrópuleikinn gegn Veszprém - númer, nöfn, þjóðlönd, mörk: 1. Sune Duevang Agerschou,Danmörku 16. Christian Gaudin, Frakklandi 3. Bennet Wiegert, Þýskalandi 5. Robert Lux, Þýskalandi 7. Christian Schöne, Þýskalandi 8.
Meira
VALSMENN hrósuðu sigri á Aftureldingu í Mosfellsbæ þar sem framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit. Í síðari hálfleik hennar sprungu Mosfellingar gjörsamlega á limminu. Þeir skoruðu aðeins eitt mark á móti sjö Valsmanna og Hlíðarendaliðið innbyrti öruggan sigur, 29:23, og um leið farseðilinn í úrslitin þar sem það mætir gömlum erkifjendum - KA frá Akureyri.
Meira
Mikill fögnuður braust út í KA-heimilinu í leikslok í gærkvöld þegar í ljós kom að heimamenn höfðu slegið Íslands- og bikarmeistara Hauka út og voru komnir í úrslit...
Meira
ALFREÐ Gíslason stjórnar liði í annað sinn í úrslitum Evrópukeppninnar í handknattleik, að þessu sinni í Meistaradeildinni, en hann stýrði Magdeburg til sigurs í EHF-bikarnum í fyrra.
Meira
KA gerði sér lítið fyrir og sló Íslands- og bikarmeistara Hauka út í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik í gærkvöld. KA vann þá annan leik liðanna, 27:26, og einvígið því 2:0. Fráfarandi þjálfari KA, Atli Hilmarsson, var í skýjunum í leikslok, umvafinn glaðbeittum stuðningsmönnum. Hann jánkaði því að úr því KA-liðið væri komið alla leið í úrslit kæmi ekki annað til greina en að hætta með reisn og skila titli í hús.
Meira
RÚNAR Alexandersson komst í gær í úrslit á Evrópumótinu í fimleikum sem nú stendur yfir í Patras í Grikklandi, bæði í fjölþraut og á bogahesti. Rúnar varð í 13.
Meira
"ÞEGAR við fórum inn í klefa fyrir framlenginguna þurfti ég ekki margt að segja við strákana, ég skynjaði hvernig andrúmsloftið var. Það sveif sigurvilji yfir vötnum," sagði Geir Sveinsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn á Aftureldingu á Varmá í gærkvöldi. "Ég nefndi aðeins það helsta og síðan biðum við þess að flautað væri til leiks á ný, menn hungraði í sigur. Þess vegna komu úrslitin mér ekki á óvart."
Meira
JÖRUNDUR Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur valið 16 manna hóp fyrir vináttulandsleik gegn Svíum sem fram fer í Gautaborg 4. maí.
Meira
BÁÐIR undanúrslitaleikirnir í deildabikarkeppni karla í knattspyrnu verða leiknir í hinni nýju Egilshöll í Grafarvogi. FH og Breiðablik leika þar fimmtudagskvöldið 2. maí og ÍA og Fylkir mætast þar föstudagskvöldið 3. maí.
Meira
ZDRAVKO Zovko, hinn króatíski þjálfari Fotex Veszprém, sagði skömmu fyrir æfingu í gær að úrslitaleikurinn við Magdeburg í Meistaradeild Evrópu, sem fer fram í Magdeburg í dag, legðist ágætlega í sig og sína menn.
Meira
Reynir Þór Reynisson, Aftureldingu, 17, (þar af 9 skot, sem knötturinn fór aftur til mótherja). 8 (3) langskot, 5 (4) af línu, 2 (1) úr horni, 2 (1) hraðaupphlaup. Roland Eradze, Val, 21, (þar af 10 skot, sem knötturinn fór aftur til mótherja).
Meira
Ásjóna þín er akurinn auglitið blámi hafsins er umlykur land mitt. Í árhringjum andlitsfallsins gefur að líta góðar gæftir leiti ég fanga. Úr fangi þér fljúga hvítar dúfur flugfjaðrir les...
Meira
27. apríl 2002
| Menningarblað/Lesbók
| 320 orð
| 1 mynd
THE Emperors Babe, nýjasta bók Bernadine Evaristo, hefst á tilvitnun í Oscar Wilde sem hljóðar svo: "Eina skylda okkar við fortíðina er að endurskrifa hana.
Meira
HÉR á eftir verður reynt að endursegja efni Hrafnagaldurs, í mjög fáum orðum samkvæmt þeirri reglu að "fæst orð hafa minnsta ábyrgð". Ég hef stuðst við eldri endursagnir og þýðingar á erlend mál.
Meira
27. apríl 2002
| Menningarblað/Lesbók
| 3763 orð
| 1 mynd
Bernadine Evaristo hefur slegið í gegn í Bretlandi með tveimur skáldsögum í ljóðformi. Báðar lýsa á litríkan hátt fjölmenningarlegu sögusviði, önnur í samtímanum en hin í fyrndinni, þótt sú fyrnd eigi vissulega óþægilega margt sameiginlegt með samtímanum. FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR hitti Bernadine í London og komst að því að verk hennar ganga þvert á öll mæri, ekki síst þau er tilheyra tíma, rúmi og tungumáli.
Meira
27. apríl 2002
| Menningarblað/Lesbók
| 373 orð
| 1 mynd
VÍST er um það að Fjallkirkjunni er ekki haldið eins stíft að fólki og sumum skáldsögum annarra höfunda enda gerði Gunnar lítið til þess að koma sér upp hirð auk þess sem fáir hafa pólitíska hagsmuni af því að halda verkum hans fram.
Meira
27. apríl 2002
| Menningarblað/Lesbók
| 181 orð
| 1 mynd
FRAMLEIÐANDI sportbílsins Jaguar hefur falið breska myndlistarmanninum Damien Hirst að mála formúlu 1 kappakstursbíl frá fyrirtækinu eftir eigin höfði að því er fram kemur á netmiðlinum ArtDaily.
Meira
Sigurrós frumflutti tónverkið Hrafnagaldur Óðins við samnefnt kvæði um síðustu helgi í Barbican Center í London. Verkið verður síðan flutt á Listahátíð í Reykjavík 24. maí næstkomandi. Hér er fjallað um kvæðið sem talið er tilheyra Eddukvæðum en það þykir með allra torræðasta skáldskap af því kyni.
Meira
27. apríl 2002
| Menningarblað/Lesbók
| 891 orð
| 1 mynd
Á Vísindavef Háskóla Íslands hefur að undanförnu verið fjallað um kosti og galla klónunar, hvort til séu sérstakir íslenskir steinar, hvort böðull Jóns Arasonar var íslenskur glæpamaður eða danskur embættismaður, hvort galdrar séu til og hvers vegna fyrsta síðan í bókum er kölluð saurblað.
Meira
27. apríl 2002
| Menningarblað/Lesbók
| 3311 orð
| 1 mynd
Ef það er eitthvað sem höfundar greinaflokks Lesbókar á þessu vori gætu sammælst um er það hve fjölbreytileg heimspeki samtímans er. Þróun vestrænnar heimspeki á 20. öld hefur verið eitt samfellt fjölþættingarferli sem erfitt er að henda reiður á.
Meira
27. apríl 2002
| Menningarblað/Lesbók
| 299 orð
| 1 mynd
ÞAÐ ætti að vera hægt að heyja baráttu fyrir jafnrétti kynjanna án þess að móðurmálið gjaldi þess. Því miður ganga áköfustu talsmenn jafnréttis stundum svo langt að það kemur niður á íslenskri tungu.
Meira
27. apríl 2002
| Menningarblað/Lesbók
| 395 orð
| 1 mynd
BRESKI rithöfundurinn Julian Barens ritstýrir nýrri útgáfu æviminninga franska 19. aldar skáldsins, Alphonse Daudet. Bókin nefninst In the Land of Pain (Í landi sársaukans) og kemur út í lok maímánaðar í Bretlandi. Daudet var vinsælt skáld á 19.
Meira
27. apríl 2002
| Menningarblað/Lesbók
| 203 orð
| 1 mynd
Í GERÐARSAFNI, Listasafni Kópavogs, verða opnaðar þrjár sýningar í dag, laugardag, kl. 15 og eru þær allar tileinkaðar minningu Ástu Guðrúnar Eyvindardóttur listmálara sem féll frá fyrir þrem árum, tæplega fertug að aldri.
Meira
I Íslendingar fara á mis við margt sökum landfræðilegrar og menningarlegrar einangrunar. Hin landfræðilega einangrun hefur að nokkru leyti skapað hina menningarlegu einangrun en þar kemur þó fleira til.
Meira
STJÖRNUFRÆÐINGAR segja að loftsteinn, sem er kílómetri í þvermál, gæti rekist á jörðina árið 2880. Samkvæmt útreikningum þeirra eru líkurnar á að steinninn rekist á jörðina einn á móti 300.
Meira
27. apríl 2002
| Menningarblað/Lesbók
| 175 orð
| 1 mynd
LAUGAR, VESTFIRÐIR, 1991: Þessi laug skipar sérstakan sess í lífi mínu á Íslandi. Á ferðum mínum seint á áttunda áratugnum og snemma á þeim níunda átti ég þar margar stundir, yljaði mér eftir kalda, óblíða veðráttuna.
Meira
27. apríl 2002
| Menningarblað/Lesbók
| 1114 orð
| 5 myndir
Um og eftir aldamótin 1900 voru rússneskir málarar í nánum tengslum við myndlistarstrauma í Evrópu og ruddu brautina í framúrstefnunni. Í dag verður opnuð í Listasafni Íslands sýning frá Tretjakov-safninu í Moskvu sem varpar ljósi á þessa þróun og hefur að geyma verk eftir marga af frægustu málurum Rússa.
Meira
27. apríl 2002
| Menningarblað/Lesbók
| 2318 orð
| 2 myndir
"Hvernig eru stríð siðlaus? Hver er djöfulskapurinn? Ef hugmyndin um réttlátt stríð getur ekki gengið, er ekkert réttlátt stríð til. Þá eru dráp í stríði ekki rétt- lætanleg manndráp, eins og til að mynda manndráp í sjálfsvörn eða líknardráp geta verið. Þau eru ótínd morð. Fjöldamorð. Þar með er stríð ranglátt í sjálfu sér því að morð er hið svívirðilegasta ranglæti. En auðvitað er það sams konar barnaskapur og hjá Guðmundi Finnbogasyni að halda að það breyti einhverju að segja þetta."
Meira
Í dalsins kyrrð þær uxu af einni rót, tvö yndisblóm, er teygðu sig geislum mót. Frá himni og jörð þær öðluðust sömu svör, því sömu spurnir léku á beggja vör. Og tíminn leið.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.