ÞAÐ ætlar að reynast Frömurum torsótt að sækja þrjú stig til Keflavíkur í efstu deild. Þeim hefur ekki tekist það í 13 ár, eða frá árinu 1989, og í fyrra urðu þeir að sætta sig við jafntefli eftir að hafa mistekist að skora úr tveimur vítaspyrnum. Í gær voru þeir ekki alveg eins óheppnir, en samt nær sigri - en máttu sætta sig við jafntefli þar þriðja árið í röð, nú 1:1. Framarar sóttu nær látlaust í síðari hálfleiknum, uppskáru jöfnunarmark, en tókst ekki að fylgja því eftir með öðru marki.
Meira