Greinar þriðjudaginn 11. júní 2002

Forsíða

11. júní 2002 | Forsíða | 188 orð

Blair vill "vatnaskil" í velferðarmálum

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að "vatnaskil" þyrftu að verða í viðhorfum til velferðarríkisins, að því er breska ríkisútvarpið, BBC , greindi frá. Ekki væri lengur hægt að atvinnulausir fengju umyrðalaust styrki. Meira
11. júní 2002 | Forsíða | 46 orð | 1 mynd

Fagnað í Seoul

ÞRÁTT fyrir úrhelli í Seoul í gær fögnuðu þessar s-kóresku stúlkur innilega þegar s-kóreska fótboltalandsliðið skoraði jöfnunarmarkið í leiknum gegn Bandaríkjamönnum í D-riðli HM í gær. Meira
11. júní 2002 | Forsíða | 142 orð

Franskan hörfar fyrir enskunni

ENSKAN sækir fram af ógnarþunga og nú virðast Frakkar af öllum mönnum vera að gefast upp við að standa vörð um sína eigin tungu. Meira
11. júní 2002 | Forsíða | 323 orð | 1 mynd

Lagði á ráðin um smíði geislavirkrar sprengju

YFIRVÖLD í Bandaríkjunum hafa handtekið meintan hryðjuverkamann samtakanna al-Qaeda sem lagt hafði á ráðin um að smíða og sprengja geislavirka sprengju, að því er John Ashcroft, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, greindi frá í gær. Meira
11. júní 2002 | Forsíða | 125 orð | 1 mynd

Slaknar á spennunni í Kasmír

ROHIT, sem er sex ára og á heima í þorpi á landamærum Indlands og Pakistans í Kasmírhéraði, horfir út um gat á hurðinni í barnaskóla þorpsins, en skólinn er nú notaður sem bráðabirgðaheimili fyrir fólk sem hrakist hefur frá heimilum sínum vegna átakanna... Meira

Fréttir

11. júní 2002 | Erlendar fréttir | 463 orð | 1 mynd

300 milljónir barna þjást af hungri

ÞJÓÐIR heims mega engan tíma missa ætli þær að standa við stóru orðin og minnka fjölda þeirra, sem líða hungur, um helming fyrir árið 2015. Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 334 orð | 1 mynd

Aðgerðirnar á Íslandi einsdæmi í heiminum

IÐKENDUR Falun Gong, sem eru komnir hingað til lands í tilefni heimsóknar Jiang Zemin forseta Kína, segja að þeir hyggist í einu og öllu hlíta íslenskum lögum og reglum meðan þeir koma boðskap sínum á framfæri, en þetta kom fram á fundi sem iðkendurnir... Meira
11. júní 2002 | Erlendar fréttir | 199 orð

Afgerandi sigur hægrimanna

HÓFSAMIR hægriflokkar, sem fylgja Jacques Chirac Frakklandsforseta að málum, unnu afgerandi sigur í fyrri umferð þingkosninganna er fram fór í Frakklandi á sunnudaginn, samkvæmt endanlegum tölum, er birtar voru í gær. Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 158 orð

Allt að 70% afsláttur í nýrri lyfjaverslun

APÓTEKARINN, ný lágvöruverðskeðja á smásölumarkaði lyfja, opnaði þrjár lyfjabúðir í gær. Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 146 orð

Annmarkar á umfjöllun dómnefndar

STÖÐUNEFND, sem fjallaði um álit dómnefndar á umsækjendum um stöðu lektors í fornleifafræði við heimspekideild Háskóla Íslands, komst að þeirri niðurstöðu að ýmsir annmarkar væru á áliti dómnefndar og greindi meðal annars hlutdrægni í umfjöllun hennar,... Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 92 orð

Átta störf auglýst

ÁTTA bæjar- og sveitarfélög auglýstu í Morgunblaðinu á sunnudag eftir bæjar- eða sveitarstjórum. Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Birta framtíðarsýn innan heilsugæslunnar

ÚTISVEFN íslenskra barna, þjónusta við nýbúa í ung- og smábarnavernd og dáleiðsla hversdagsins eru dæmi um efni sem tekin eru til umfjöllunar í nýútkominni bók, Framtíðarsýn innan heilsugæslunnar, sem gefin er út af Rannsóknarstofnun í Hjúkrunarfræði og... Meira
11. júní 2002 | Landsbyggðin | 55 orð | 1 mynd

Bílslys í Bjarnarfirði

BÍLSLYS varð í Bjarnarfirði á Ströndum um sjöleytið á sunnudagskvöld. Subaru-bifreið skemmdist töluvert er hún lenti utan vegar og valt ofan í skurð. Slysið varð rétt við vegamótin við Bjarnarfjarðará. Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 109 orð

Blað dagsins á mbl.is fært til

NETÚTGÁFA af Blaði dagsins hefur verið færð til og er hana nú að finna á vefnum Morgunblaðið í hægra dálki. Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 995 orð | 1 mynd

Búist við miklum fjölda til landsins í dag og á morgun

DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ býst við því að í dag og á morgun komi hundruð Falon Gong-félaga til landsins í þeim tilgangi að mótmæla Jiang Zemin, forseta Kína. Meira
11. júní 2002 | Erlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Cavallo laus vegna skorts á sönnunum

DOMINGO Cavallo, fyrrverandi efnahagsráðherra í Argentínu, var sleppt úr fangelsi fyrir síðustu helgi en þá vísaði alríkisdómstóll frá ákærum gegn honum fyrir aðild að vopnasmygli. Var það gert vegna skorts á sönnunum. Meira
11. júní 2002 | Erlendar fréttir | 138 orð

Dúman fordæmir Letta

NEÐRI deild rússneska þingsins, Dúman, hefur fordæmt Letta fyrir að láta rússneskumælandi minnihlutann í Lettlandi sæta því sem þingið nefnir "pólitísku misrétti". Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 153 orð

Dæmalaus ákvörðun stjórnvalda

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá þingflokki Samfylkingarinnar: "Þingflokkur Samfylkingarinnar mótmælir harðlega þeirri dæmalausu aðgerð íslenskra stjórnvalda að meina félögum alþjóðlegu hreyfingarinnar Falun Gong að koma inn í... Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 527 orð

Efla þarf grunnþjónustu frekar en hátækniaðgerðir

EINAR Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að fjárveitingar hér á landi til heilbrigðismála, sem hlutfall af landsframleiðslu, sé mjög hátt, sér í lagi með tilliti til þess hversu þjóðin sé ung. Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Efla þarf samstarf ESB og Rússlands

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra setti velferð barna á oddinn á leiðtogafundi Eystrasaltsráðsins í Sankti Pétursborg í gær. Meira
11. júní 2002 | Akureyri og nágrenni | 110 orð

Eldur í spennistöð

ELDUR kom upp í spennistöð sem er á milli Hvannavalla og Sólvalla á Oddeyri á Akureyri um kl. 19.20 á laugardagskvöld. Þegar komið var á staðinn var mikill reykur í stöðinni og kváðu við tvær öflugar sprengingar. Meira
11. júní 2002 | Landsbyggðin | 64 orð | 1 mynd

Eldur laus í eldhúsi á Höfn

SLÖKKVILIÐ Hornafjarðar var kallað út um kvöldmatarleytið á föstudag að einbýlishúsi við Vogabraut á Höfn, en þar var eldur laus í eldhúsi. Að sögn lögreglunnar á Höfn tók um hálftíma að ráða niðurlögum eldsins og var húsið þá reykræst. Meira
11. júní 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 646 orð

Fá að byggja tréhús en ekki steinhús

FORELDRAR og aðstandendur þeirra, sem starfa í Ásgarði, handverkstæði fatlaðra, skora á bæjaryfirvöld í Kópavogi að veita byggingarleyfi fyrir nýju handverkstæði í Kópaseli í Lækjarbotnum í stað þess sem brann í desember síðastliðnum. Meira
11. júní 2002 | Suðurnes | 271 orð | 1 mynd

Fiskur kveikti hugmyndina

FISKUR og kross eru helstu táknin sem glerlistakonan Halla Haraldsdóttir vann með þegar hún gerði steinda glugga fyrir kór safnaðarheimilisins í Sandgerði. Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 533 orð | 1 mynd

Fjarlækningar brúa bilið milli sjúklinga og lækna

ALÞJÓÐLEGT þing um bráðalækningar stendur nú yfir í Háskólabíói. Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 161 orð

Fjórir menn í haldi

FJÓRIR menn eru í varðhaldi lögreglu í Kópavogi og Reykjavík vegna falsaðra peningaseðla, sem hafa verið í umferð á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu, og við húsleit í Kópavogi í gær fannst búnaður til peningaframleiðslu. Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 39 orð

Flutningur ekki á valdi sveitarstjórna

SKIPULAGSSTOFNUN telur að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu geti ekki ákveðið að flytja Reykjavíkurflugvöll í trássi við stefnu stjórnvalda. Meira
11. júní 2002 | Erlendar fréttir | 40 orð | 1 mynd

Framkvæmdum Ísraela mótmælt

ÍSRAELSKIR lögreglumenn stöðva Palestínumenn sem reyndu að koma í veg fyrir að Ísraelar hæfu byggingarframkvæmdir á landi í eigu Palestínumanna í Austur-Jerúsalem. Meira
11. júní 2002 | Landsbyggðin | 242 orð | 1 mynd

Fundu um 70 gráða heitt vatn í Eskifirði

JARÐFRÆÐISTOFAN Stapi ehf, sem leitað hefur að jarðhita á köldum svæðum í Fjarðabyggð frá árinu 1999, hefur fundið um 72 gráða heitt vatn í um 600 metra djúpri jarðhitaholu í Eskifirði. Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 139 orð

Fyrirtækið metið á 5,3 milljarða

BÖRN Snorra Halldórssonar, stofnanda Húsasmiðjunnar, hafa selt allan eignarhlut sinn í fyrirtækinu, um 55% fyrir tæplega 3 milljarða króna. Ennfremur hefur Íslandsbanki selt eignarhlut sinn en samtals tekur salan til 70% hlutafjár í Húsasmiðjunni. Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Gamli kirkjuturninn fær nýtt hlutverk

SKIPT var um turn á Akraneskirkju nýlega en gamli turninn var farinn að láta á sjá, enda um 40 ára gamall. Trésmiðjan Akur smíðaði nýja turninn, sem var unninn í heilu lagi á verkstæði þeirra, og er hann nákvæm eftirlíking af þeim gamla. Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 170 orð

Gestir ekki flokkaðir eftir skoðunum

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá þingflokki VG: "Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs leggur áherslu á að gestkomandi fólk til Íslands verði ekki flokkað eftir skoðunum á stjórnmálum eða lífsviðhorfum og að ekki... Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 797 orð | 5 myndir

Hafa óhjákvæmilega skaðað stofnunina og ímynd hennar

STJÓRNARMENN í Byggðastofnun, sem Morgunblaðið ræddi við og vildu tjá sig, aðrir en formaður og varaformaður stjórnar, segja að deilurnar sem ríkt hafa að undanförnu milli Kristins H. Gunnarssonar stjórnarformanns og Theodórs A. Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 177 orð

Hagkaup vilja flytja inn 20 tonn af kjúklingum

HAGKAUP hafa farið þess á leit við landbúnaðarráðherra að fá leyfi til að flytja inn 20 tonn af frosnum kjúklingum frá Svíþjóð, að sögn Finns Árnasonar, framkvæmdastjóra Hagkaupa. Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 97 orð

Handtekin með fíkniefni í Hveragerði

ÞRETTÁN ungmenni, á aldrinum 17-20 ára, voru handtekin í Hveragerði upp úr klukkan eitt aðfaranótt sunnudags þar sem þau voru með fíkniefni undir höndum. Lögreglan á Selfossi gerði húsleit í samkvæmi í húsi í bænum og fannst þar bæði hass og amfetamín. Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 326 orð

Harkalegar aðgerðir

Í PISTLI á heimasíðu sinni segir Björn Bjarnason, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn og fyrrv. Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 348 orð | 1 mynd

Háskólinn í Reykjavík útskrifar 195 nemendur

HÁSKÓLINN í Reykjavík útskrifaði 195 nemendur við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 179 orð

Heilsugæslulæknum greitt fyrir vottorð

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi árétting frá stjórn Félags íslenskra heimilislækna: "Stjórn Félags íslenskra heimilislækna áréttar, til að koma í veg fyrir misskilning, að heilsugæslulæknum verður greitt fyrir læknisvottorð í samræmi við... Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 514 orð

Hvatt til mótmæla gegn Jiang Zemin

Á NÆRFELLT öllum pólitísku vefritunum er ákvörðun íslenskra stjórnvalda að meina félögum í Falun Gong um að koma til landsins harðlega gagnrýnd og er sums staðar hvatt til þess að fólk safni liði og mótmæli komu Jiang Zemins hingað til lands. Meira
11. júní 2002 | Akureyri og nágrenni | 139 orð

Hyrna byggir nýjan leikskóla

DÓMNEFND sem skipuð var til að fjalla um tillögur í alútboði leikskóla við Hólmatún í Naustahverfi á Akureyri hefur lagt til að tillaga frá Hyrnu ehf. verði valin til frekari úrvinnslu. Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 161 orð

Íslenska liðið komst í undanúrslit

ÍSLENSKA liðið, Club Logberg, komst í undanúrslit í norrænu málflutningskeppninni sem háð var í Stokkhólmi í Svíþjóð um helgina. Í undanúrslitum gerði liðið jafntefli við liðið frá Árósum, sem síðar sigraði í keppninni. Meira
11. júní 2002 | Landsbyggðin | 50 orð

Keyrði utan í vegg í göngunum

SAUTJÁN ára piltur keyrði utan í vegg í Vestfjarðagöngum í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði var hann fluttur á Ísafjörð til aðhlynningar, en meiðsl hans voru minniháttar. Meira
11. júní 2002 | Erlendar fréttir | 27 orð | 1 mynd

Klifurfimi í Bangkok

TAÍLENSKIR byggingaverkamenn klifra á vinnupöllum í Bangkok. Byggingaverkamenn í Taílandi geta fengið 300 bat, andvirði 630 króna, í laun á dag. Lágmarksdaglaunin í landinu eru andvirði 360... Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 96 orð

Kona slasaðist í Esjuhlíðum

KONA slasaðist í hlíðum Esjunnar rétt eftir hádegið á laugardag og var þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF send til að sækja konuna. Meira
11. júní 2002 | Erlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Konungurinn styður Karzai

SAMKOMU afganska þjóðarráðsins, Loya Jirga, var frestað í gær um sólarhring vegna krafna um, að Mohammed Zahir Shah, fyrrverandi konungi landsins, yrðu falin æðstu völd. Meira
11. júní 2002 | Miðopna | 1245 orð | 1 mynd

Kortleggja breytileika sem gerir mennina margvíslega

Tímaritið Nature Genetics birtir í júlíhefti sínu grein um erfðakort Íslenskrar erfðagreiningar af erfðamengi mannsins. Gerð þess er sögð byggjast á einstæðum aðferðum og aðstæðum ÍE til erfðafræðirannsókna. Kortið verður aðgengilegt vísindamönnum um allan heim. Meira
11. júní 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 113 orð | 1 mynd

Kraftmikil kynning í Höllinni

ÞAÐ vantaði ekki líf í Laugardalshöll á laugardag þegar tuttugu og fjögur íþróttafélög kynntu þar starfsemi sína. Kynningin var haldin í tengslum við Sportdag Landsbankans, sem fram fór sama dag. Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 107 orð

Kvöldganga í Viðey

SUMARSTARFIÐ í Viðey byrjaði 1. júní, en þá hófust áætlunarferðir Viðeyjarferju og kaffihúsið í Viðeyjarstofu var opnað. Kvöldgöngur verða farnar á þriðjudagskvöldum í sumar. Þær hefjast með siglingu yfir sundið kl. 19. Meira
11. júní 2002 | Landsbyggðin | 106 orð | 1 mynd

Landsins stærsta hortensía

VIÐ innganginn í Eden í Hveragerði er stór hortensía, sem vekur mikla athygli gesta. Þetta mun vera stærsta hortensía á landinu og þótt víðar væri leitað. Ummál hennar er 280 sentimetrar og knúpparnir eru hvorki fleiri né færri en 140 talsins. Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 661 orð | 1 mynd

Leggjum áherslu á léttleika

Hólmfríður Sveinsdóttir fæddist á Akranesi 18. júní 1967. Alin upp í Borgarnesi. Stúdent frá FV 1988 og er með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 1994. Starfaði hjá Vinnumálastofnun 1994-99 og hjá Iðntæknistofnun 2000-2001. Hefur starfað sem verkefnisstjóri hjá Borgarbyggð frá nóvember 2001. Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 247 orð | 2 myndir

Lítil veiði í Laxá í Aðaldal og Kjós fyrsta daginn

ÞAÐ er sami dróminn yfir laxveiðinni. Laxá í Aðaldal og Laxá í Kjós voru opnaðar í gærmorgun og var veiði lítil. Einn kom úr Laxá nyrðra og undir hádegi var sömu sögu að segja í Kjósinni, einn kominn á land. Meira
11. júní 2002 | Erlendar fréttir | 109 orð

Lítil virðing fyrir fréttamönnum

BRETAR bera ekki sérlega mikla virðingu fyrir fréttamönnum, ef marka má niðurstöður könnunar sem breska ríkisútvarpið, BBC , gerði nýverið. Voru fréttamenn í fimmta sæti á lista yfir þær stéttir sem fólk ber minnsta virðingu fyrir. Meira
11. júní 2002 | Akureyri og nágrenni | 41 orð

Ljóðatónleikar í Dalvíkurkirkju

LJÓÐATÓNLEIKAR Þuríðar Vilhjálmsdóttur sópransöngkonu og Helgu Bryndísar Magnúsdóttur píanóleikara verða í Dalvíkurkirkju í kvöld, þriðjudagskvöldið 11. júní, kl. 20:30, en ekki annað kvöld eins og áður hafði verið auglýst. Meira
11. júní 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 833 orð | 1 mynd

Mikil áhersla lögð á samfélagsmeðferð í umönnun geðsjúkra

SINNISBATI, hagsmunafélag geðsjúkra í Færeyjum, hélt upp á 20 ára afmæli sitt á dögunum og voru fulltrúar Geðræktar, þau Héðinn Unnsteinsson verkefnisstjóri Geðræktar og Elín Ebba Ásmundsdóttir, forstöðumaður iðjuþjálfunar Landspítala -... Meira
11. júní 2002 | Suðurnes | 116 orð

Minnihlutinn fær embætti

NÝKJÖRNIR bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ hafa óskað eftir því að fulltrúar minnihlutaflokkanna taki að sér tiltekin ábyrgðarstörf við stjórnun bæjarins, Jóhann Geirdal, oddviti Samfylkingarinnar, verði annar varaforseti bæjarstjórnar... Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 162 orð

Náðu 200 e-töflum við götueftirlit

FÍKNIEFNADEILD lögreglunnar í Reykjavík lagði á föstudagskvöld hald á um 200 e-töflur og þakkar Ásgeir Karlsson aðstoðaryfirlögregluþjónn það auknum mannskap sem deildin hefur fengið, m.a. til að sinna eftirliti á götum úti. Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 266 orð

Nákvæmara en fyrri kort

VÍSINDATÍMARITIÐ Nature Genetics birtir í júlíhefti sínu og á vefsíðu í gær grein eftir vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar þar sem lýst er hinu nýja erfðakorti, sem unnið var innan fyrirtækisins. Eins og Morgunblaðið greindi frá 30. Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 91 orð

Námskeið fyrir börn í Kramhúsinu

KRAMHÚSIÐ heldur námskeið fyrir börn á aldrinum 5 til 10 ára, dagana 18. - 20. júní. Á námskeiðinu kynnast börnin heimi frumbyggja í Ástralíu. Kennari verður Francis Firebrace frá Ástralíu. Tónlistarmaðurinn Brian Birchall kennir börnunum m.a. Meira
11. júní 2002 | Akureyri og nágrenni | 135 orð | 1 mynd

Nói sýnir málverk og skúlptúra

LISTAMAÐURINN Jóhann Ingimarsson, betur þekktur sem Nói, opnaði myndlistarsýningu í Gallerí Gersemi sl. laugardag. Gallerí Gersemi er nýr sýningarsalur að Hafnarstræti 96, París. Meira
11. júní 2002 | Landsbyggðin | 136 orð | 1 mynd

Ný björgunarbifreið

BJÖRGUNARSVEITIN Káraborg á Hvammstanga fékk afhenta björgunarbifreið á sjómannadaginn. Bifreiðin er af gerðinni IVECO og er fimm ára gömul, keypt af Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík. Meira
11. júní 2002 | Erlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd

Óljós batamerki í Japan

EFNAHAGSHORFUR í Japan eru enn óljósar, þrátt fyrir að rofað hafi til síðastliðna þrjá mánuði. Útflutningur jókst og verg þjóðarframleiðsla jókst um 1,4%. Það samsvarar 5,7% hagvexti á einu ári. Meira
11. júní 2002 | Erlendar fréttir | 392 orð

Pakistönum leyft að fljúga í indversku lofthelginni

INDVERJAR sögðust í gær ætla að leyfa flug pakistanskra véla í indverskri lofthelgi á ný og fögnuðu Pakistanar þessari ákvörðun, sögðu hana "skref í æskilega átt". Meira
11. júní 2002 | Erlendar fréttir | 339 orð | 1 mynd

"Veitum vernd með nærverunni"

TUGIR gesta sátu í gær opinn fund félaganna Ísland-Palestína og Samtaka herstöðvaandstæðinga í Húsi málarans í Reykjavík um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 364 orð | 1 mynd

Ráðuneyti gerir ekki athugasemdir við staðarvalið

Á FUNDI með lögreglu í gær óskuðu félagar í Falun Gong m.a. eftir því að fá að mótmæla í Hljómskálagarðinum fyrir framan skrifstofur forseta Íslands, á Austurvelli og við Tjörnina í Reykjavík í tengslum við heimsókn Jiang Zemin, forseta Kína. Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 153 orð | 2 myndir

Reynsluflugið tókst vel

NÝRRI sérsmíðaðri listflugvél var reynsluflogið í Mosfellsbæ í gær og var Arngrímur Jóhannsson, annar eigandi Flugfélagsins Atlanta og eigandi vélarinnar, hinn kátasti að fluginu loknu. Meira
11. júní 2002 | Miðopna | 973 orð | 4 myndir

Rúmur þriðjungur aðspurðra segist hafa neytt efedríns

SAMKVÆMT niðurstöðum nýrrar B.S. ritgerðar í íþróttafræðum um notkun efedríns meðal íþróttamanna í handbolta, körfubolta og knattspyrnu á Íslandi hafa um 34% karla og 39% kvenna notað fæðubótarefni sem inniheldur efedrín. Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 149 orð

Segja Ísland einn af tíu bestu stöðunum

ÍSLAND er á meðal tíu bestu staða í heiminum til að stunda hvalaskoðun segir á heimasíðu náttúrverndarsamtakanna World Wildlife Fund. Þar segir að yfir 60. Meira
11. júní 2002 | Suðurnes | 111 orð

Sigruðu í Bláalónskeppninni

METÞÁTTAKA var í Bláalónskeppninni í fjallahjólreiðum sem fram fór í fyrradag þrátt fyrir að veður hafi ekki verið með besta móti. Fimmtíu og tveir komu í mark. Meira
11. júní 2002 | Landsbyggðin | 157 orð | 1 mynd

Skonnortan Haukur senn tilbúin til siglinga

HVALASKOÐUNARBÁTURINN Haukur, í eigu Norðursiglingar ehf. á Húsavík, hefur gengið í gegnum miklar breytingar í vetur. Þær eru fólgnar í því að bátnum hefur verið breytt í skonnortu eins og þær sem gerðar voru út hér fyrir Norðurlandi fyrir rúmum 100... Meira
11. júní 2002 | Akureyri og nágrenni | 121 orð | 1 mynd

Sláttur hafinn á stórbúinu

STÓRBÆNDURNIR á Hrafnagili og Ytra-Laugalandi hófu slátt um helgina og er sprettan ágæt. Mikil hlýindi hafa verið undanfarna daga og er rekja næg, þannig að gróðri hefur fleygt fram. Meira
11. júní 2002 | Erlendar fréttir | 134 orð

Stórsókn gegn skæruliðunum

HERINN á Filippseyjum hóf í gær liðsflutninga til suðurhluta eyjanna og hyggur á stórsókn gegn skæruliðum Abu Sayyaf. Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 131 orð

Sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins

HAPPDRÆTTI Krabbameinsfélagsins hefur frá upphafi verið ein veigamesta tekjulind krabbameinssamtakanna hér á landi og stuðlað að uppbyggingu þeirra og þróun. Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd

Sveinn Ásgeirsson

SVEINN Ásgeirsson, útvarpsmaður og forystumaður í Neytendasamtökunum, er látinn á sjötugasta og sjöunda aldursári. Sveinn var fæddur 17. Meira
11. júní 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 463 orð | 1 mynd

Sveitarfélög geta ekki ákveðið að flytja flugvöllinn

SKIPULAGSSTOFNUN mælir ekki með staðfestingu Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins hvað varðar stefnu sem þar er sett fram um flugsamgöngur. Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 101 orð

Sætum fjölgað í flugi til Eyja

ÍSLANDSFLUG hefur ákveðið að bjóða aftur upp á ATR 46 sæta skrúfuþotu í áætlunarflugið til Vestmannaeyja í sumar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Fyrsta ferðin var farin laugardaginn 8. júní síðastliðinn. Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 102 orð

Tímabundin lausn réttmæt

FORSTÖÐUMANNI Þjóðmenningarhúss var veitt tímabundin lausn frá embætti í febrúar sl. Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Tveir kópar á tveimur sólarhringum

Selkópur fæddist í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal aðfararnótt föstudags og annar á laugardagsmormorgun.. Urtan Særún kæpti fyrst sínum sjöunda kópi frá því að hún fluttist í garðinn árið 1996 og Kobba fylgdi á eftir rúmum sólarhring síðar. Meira
11. júní 2002 | Miðopna | 690 orð | 1 mynd

Ungmenni frá 14 ára aldri nota efedrín um helgar

ARNAR Hafsteinsson, einkaþjálfari hjá World Class og keppnismaður í vaxtarrækt og hreysti til margra ára, segir notkun örvandi og ólöglegra efna meðal líkamsræktariðkenda mun algengari en af sé látið. Meira
11. júní 2002 | Erlendar fréttir | 636 orð

Uppstokkun Arafats sögð ófullnægjandi

YASSER Arafat, leiðtogi Palestínumanna, stokkaði upp í heimastjórn sinni á sunnudag eftir að margir Palestínumenn og ráðamenn á Vesturlöndum höfðu lagt fast að honum að koma á pólitískum umbótum. Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 668 orð | 1 mynd

Útlendur svefngengill á sokkunum

EFTIRLIT var með umferð úr Grafarvogi um Gullinbrú og hjáleið vegna lokunar á Víkurvegi og gekk hún eins og smurð vél. Um helgina voru tíu ökumenn grunaðir um ölvun við akstur og alls voru 68 ökumenn stöðvaðir vegna hraðaksturs. Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 950 orð | 1 mynd

Vilja að ofsóknum á hendur iðkendum í Kína linni

KÍNVERSKUR almenningur komst fyrst í kynni við Falun Gong árið 1992, en að sögn iðkenda felst Falun Gong í fimm einföldum líkamsæfingum og tileinkun kjörorðanna sannleikur, samúð og umburðarlyndi. Meira
11. júní 2002 | Innlendar fréttir | 60 orð

Vilja fullar sættir á Sólheimum

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá aðstandendum heimilisfólks á Sólheimum: "Fundur aðstandenda heimilisfólks á Sólheimum sendir Páli Péturssyni félagsmálaráðherra hlýjar kveðjur, með þakklæti fyrir velvild hans og umhyggju fyrir... Meira
11. júní 2002 | Suðurnes | 196 orð | 1 mynd

Þjálfa sig í akstri við hættulegar aðstæður

TVEIR varðstjórar úr lögreglunni á Keflavíkurvelli hafa lokið námskeiði hjá rannsóknarlögreglu bandaríska sjóhersins í aksturstækni og viðbrögðum við óvæntum aðstæðum í akstri. Ætlunin er að þeir kenni þetta síðan félögum sínum í lögregluliðinu. Meira
11. júní 2002 | Landsbyggðin | 53 orð | 1 mynd

Þrastarhreiður á gaskútnum

Í GÓÐA veðrinu undanfarna daga hefur fólk verið að taka fram grilltækin og grillað. Hjónin Gunnar Jónsson og Bryndís Guðjónsdóttir á Fáskrúðsfirði hafa enn ekki getað grillað á sínu grilli. Meira

Ritstjórnargreinar

11. júní 2002 | Staksteinar | 329 orð | 2 myndir

Hvatt til varfærni

SKYNSAMLEGT er að halda sig við aflaregluna enn um sinn. Þetta segir Viðskiptablaðið. Meira
11. júní 2002 | Leiðarar | 477 orð

Mikilvæg starfsemi í Alþjóðahúsi

Alþjóðahúsið verður opnað formlega á föstudag, en starfsemi þess hefur að mörgu leyti þegar verið hleypt af stokkunum. Meira
11. júní 2002 | Leiðarar | 509 orð

Réttarvitund almennings og dómstóla

Athyglisverðar umræður fóru fram á málþingi lögmanna og dómara sl. föstudag, þar sem refsingar við glæpum voru til umræðu. Þar fjallaði Sigurður Tómas Magnússon héraðsdómari m.a. Meira

Menning

11. júní 2002 | Fólk í fréttum | 170 orð | 1 mynd

Að rífa lönguhaus og annan

Bretland 1999. Skífan VHS. (95 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn og handrit Simon Hunter. Aðalhlutverk James Purefoy, Rachel Shelley. Meira
11. júní 2002 | Menningarlíf | 101 orð

Athugasemd við tónlistargagnrýni

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd: "Í Morgunblaðinu föstudaginn 31. maí s.l. Meira
11. júní 2002 | Menningarlíf | 468 orð | 3 myndir

Á ferð enn á ný

BRÚÐUBÍLLINN, sem ferðast milli gæsluvalla og útivistarsvæða borgarinnar á sumrin og sýnir brúðuleikrit fyrir börn, hóf aksturinn um götur borgarinnar í síðustu viku. Meira
11. júní 2002 | Menningarlíf | 291 orð | 2 myndir

Dagskrá byggð á verkum Whitmans

BANDARÍSKA ljóðskáldið og háskólaprófessorinn Bruce Noll flytur í kvöld dagskrá í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum sem hann nefnir Pure Grass. Dagskráin er byggð á verkum ljóðskáldsins Walts Whitmans og sögð fram með leikrænu ívafi. Meira
11. júní 2002 | Tónlist | 1240 orð | 1 mynd

Dagurinn sem sumarið kom

Cosi fan tutte - fyrri frumsýning - ópera í tveimur þáttum eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Óperutextinn eftir Lorenzo da Ponte. Flytjendur: Óperustúdíó Austurlands ásamt kammersveit og kór. Meira
11. júní 2002 | Menningarlíf | 1195 orð | 2 myndir

HIN NÝJA SÝN II

Allt á sér aðdraganda, jafnt í lífi og list, atburðir og hvörf sem áttu sér stað í Rússlandi á sjöunda tug nítjándu aldar voru upphaf mikilsháttar þróunar sem varaði fram til 1930. Sá sem ótvírætt markaði dýpstu sporin með list sinni fyrstu áratugina var málarinn Ilja Yefimovich Repin, f. 1844 í nágrenni Kraká í Úkraínu, d. 1930 í Kuokkala í Finnlandi, nú Repino. Bragi Ásgeirsson heldur áfram að fjalla um framvinduna. Meira
11. júní 2002 | Fólk í fréttum | 303 orð | 2 myndir

Hryðjuverk og saumaklúbbur

ÞAÐ sem einkennir vinsælustu bíómyndirnar vestanhafs síðustu helgi er fjölbreytnin. Meira
11. júní 2002 | Fólk í fréttum | 127 orð | 1 mynd

Mick Jagger aðlaður

ELÍSABET Englandsdrottning mun aðla rokksöngvarann Mick Jagger um næstu helgi fyrir tónlistarstarf hans. Fær söngvarinn, sem orðinn er 59 ára, nafnbótina Sir Mick Jagger. Meira
11. júní 2002 | Menningarlíf | 190 orð

Norsk skólalúðrasveit í heimsókn

NORSK skólalúðrasveit verður í heimsókn hjá Skólahljómsveit Kópavogs dagana 11. til 19. júní. Sveitin kemur frá Þrándheimi og heitir Berg og Singsaker Skolekorps. Þrándheimur er vinabær Kópavogs og er heimsókn þessi tilkomin vegna þeirra tengsla. Meira
11. júní 2002 | Fólk í fréttum | 75 orð | 3 myndir

Ópera og Elsa

BLÁSIÐ var til fjölbreyttrar lokahátíðar í Borgarleikhúsinu á fimmtudag. Leikarar og baksviðsfólk komu þar fram í óvæntum gervum og brugðu á leik auk þess sem hljóðfærasláttur ómaði úr hverjum kima. Meira
11. júní 2002 | Fólk í fréttum | 255 orð | 2 myndir

Pússuð saman í dag

UNDIRBÚNINGUR fyrir brúðkaup fyrrverandi Bítilsins Sir Pauls McCartneys og Heather Mills hefur verið í fullum gangi síðustu daga en þau verða gefin saman í dag. Meira
11. júní 2002 | Fólk í fréttum | 442 orð | 1 mynd

Rappað á bílaþvottastöðinni

ÞAÐ eru rapphetjurnar Dr. Dre og Snoop Doggy Dog sem eru "heilarnir" á bak við gamanmyndina The Wash sem kemur út á leigumyndabandi hér á landi í dag. Meira
11. júní 2002 | Fólk í fréttum | 372 orð | 1 mynd

Rokkað í Danaveldi

HÁPUNKTUR sumarsins er í margra hugum árleg tónlistarhátíð í bænum Hróarskeldu í Danmörku. Meira
11. júní 2002 | Menningarlíf | 93 orð

Seld til Þýskalands

JPV ÚTGÁFA hefur gengið frá útgáfusamningi við Steidl forlagið í Þýskalandi um útgáfu á skáldævisögu Guðbergs Bergssonar, Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar. Þetta er fyrra bindi skáldævisögu Guðbergs sem kom fyrst út á íslensku árið 1997. Meira
11. júní 2002 | Myndlist | 531 orð | 2 myndir

Sjón og sjónarmið

Til 22. júní. Opið þriðjudaga til laugardaga frá kl. 13-17. Meira
11. júní 2002 | Fólk í fréttum | 197 orð | 1 mynd

Slær Kóngurinn met Bítlanna?

ÚTGÁFA á "gleymdu" lagi Elvis Presleys, "A Little Less Conversation", gæti fært honum mikið og merkilegt met; að vera sá listamaður sem átt hefur flest lög í efsta sæti breska vinsældalistans, 25 árum eftir dauða hans. Meira
11. júní 2002 | Fólk í fréttum | 128 orð | 2 myndir

Treyja Ásgeirs seld á 120 þúsund krónur

NÍU knattspyrnutreyjur voru boðnar upp í Vetrargarðinum í Smáralind á laugardag. Meira

Umræðan

11. júní 2002 | Aðsent efni | 529 orð | 1 mynd

Alþingiskosning-arnar árið 2003

Kjósendur spyrja, segir Hrafn Sæmundsson, um trúverðugleika en ekki flokka. Meira
11. júní 2002 | Bréf til blaðsins | 451 orð

Er þetta leyfilegt?

Er þetta leyfilegt? Ellilífeyrisþegi kom á Tryggingastofnun með nótur fyrir læknishjálp og fékk endurgreiðslu og afsláttarkort. Var hann rukkaður um kr. 300 fyrir kortið. Er þetta leyfilegt? Stefana. Meira
11. júní 2002 | Bréf til blaðsins | 337 orð

Eyðslusemi embætta

UPP á síðkastið hef ég lesið reglulega um ráðherra frá Íslandi sem eru að ferðast utan á kostnað skattgreiðenda til þess eins að láta fjalla um sig, nú síðast Halldór Ásgrímsson sem flaug til Ramallah til að fá að tala við Arafat. Meira
11. júní 2002 | Bréf til blaðsins | 264 orð

Kaffibrúsakarlar

MIG langar til að koma fram þeirri áskorun til þeirra sem héldu skemmtunina með Kaffibrúsakörlunum að halda fleiri skemmtanir með þeim sem allra fyrst. Meira
11. júní 2002 | Aðsent efni | 1023 orð | 1 mynd

Kirkjan, vísindi og bábiljur

Raunveruleg svör um alheiminn, segir Jóhannes Björn Lúðvíksson, fást aðeins í gegnum skammtafræði. Meira
11. júní 2002 | Bréf til blaðsins | 158 orð

Norðurljós og Fréttablaðið

FORRÁÐAMENN Fréttablaðsins hafa alllengi haft áhyggjur af erfiðri fjárhagsstöðu Norðurljósa og efasemdir um hvort fyrirtækið geti staðið við skuldbindingar sínar, eins og oft hefur komið fram í fréttum blaðsins. Í Fréttablaðinu 4. júní sl. Meira
11. júní 2002 | Aðsent efni | 897 orð | 1 mynd

Sameining RARIK og...?

Ég held að það sé kominn tími til, segir Ragnar Eiríksson, að losna við bæði framsóknarmenn og Eyfirðinga úr ríkisstjórninni. Meira
11. júní 2002 | Aðsent efni | 519 orð | 1 mynd

Tilraunin mistókst ekki - hún var aldrei gerð

Ráðamenn voru yfirlýsingaglaðir fyrir síðustu kosningar, segir Aðalheiður Birgisdóttir, en síðan hefur ekkert gerst. Meira
11. júní 2002 | Aðsent efni | 587 orð | 1 mynd

Trúarbragðafræði við HÍ

Á örfáum árum, segir Pétur Pétursson, hafa ólík heimstrúarbrögð tekið að skjóta rótum í íslensku þjóðfélagi. Meira
11. júní 2002 | Aðsent efni | 595 orð | 1 mynd

Verndum Þjórsárver

Umsátri Landsvirkjunar, segir Árni Finnsson, um Þjórsárver verður að linna. Meira
11. júní 2002 | Bréf til blaðsins | 86 orð

Það sem vel er gert

Það ber víst að þakka fyrir það sem vel er gert. Þess vegna ætla ég nú að koma á framfæri innilegu þakklæti til dagskrárdeildar Ríkissjónvarpsins fyrir að taka þáttinn Leiðarljós aftur á dagskrá 1. ágúst. Meira
11. júní 2002 | Aðsent efni | 613 orð | 2 myndir

Þjónustusamningur BUGL

Þjónustusamningurinn, segja Eydís Sveinbjarnardóttir og Hannes Pétursson, var og er mikið framfaraspor. Meira

Minningargreinar

11. júní 2002 | Minningargreinar | 2548 orð | 1 mynd

HREFNA DÓRA TRYGGVADÓTTIR

Hrefna Dóra Tryggvadóttir húsmóðir, kölluð sínu seinna nafni Dóra, fæddist í Reykjavík 7. júlí 1925. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt 2. júní síðastliðins. Foreldrar hennar voru Guðrún Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 10. júní 1901, d. 8. Meira  Kaupa minningabók
11. júní 2002 | Minningargreinar | 423 orð | 1 mynd

JÓNA SIGURBJÖRG GÍSLADÓTTIR

Jóna Sigurbjörg Gísladóttir fæddist í Reykjavík 3. mars 1947. Hún lést á líknardeild Landspítalans 2. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Lágafellskirkju 8. júní. Vegna mistaka í vinnslu minningargreinar Hallfríðar Höskuldsdóttur og Heiðrúnar Sverrisdóttur um Jónu Sigurbjörgu Gísladóttur á blaðsíðu 49 í Morgunblaðinu á laugardag, féll nafn annars höfunda greinarinnar niður. Hún er því endurbirt hér á eftir og eru hlutaðeigendur beðnir afsökunar á mistökunum. Meira  Kaupa minningabók
11. júní 2002 | Minningargreinar | 3171 orð | 1 mynd

ÓLAFUR S. ÓLAFSSON

Ólafur Sigurður Ólafsson fæddist 7. október 1911 á Suðureyri við Súgandafjörð. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 29. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Friðriksson, sjómaður á Súgandafirði, f. 29. september 1885, en hann drukknaði 11. Meira  Kaupa minningabók
11. júní 2002 | Minningargreinar | 655 orð | 1 mynd

ÞÓRUNN BJÖRG MAGNÚSDÓTTIR

Þórunn Björg Magnúsdóttir fæddist í Kaupangi í Eyjafirði 17. júní 1924. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 4. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Magnús Sigbjörnsson, f. 13. desember 1893, d. 12. september 1954, og Bergljót Guðjónsdóttir,... Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

11. júní 2002 | Viðskiptafréttir | 817 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 92 92 92...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 92 92 92 68 6,256 Flök/bleikja 190 155 158 62 9,782 Gellur 540 300 484 159 76,940 Grálúða 100 100 100 11 1,100 Gullkarfi 127 53 95 14,616 1,389,787 Hlýri 134 110 114 1,628 185,485 Keila 70 30 52 1,240 64,135 Kinnar 235 235 235... Meira
11. júní 2002 | Viðskiptafréttir | 374 orð

Aukið jafnvægi í þjóðarbúskapnum

ÞRÓUN í utanríkisviðskiptum bendir ótvírætt til þess að þjóðarbúskapurinn sé að færast í átt til aukins jafnvægis, að því er fram kemur í vefriti fjármalaráðuneytisins. Meira
11. júní 2002 | Viðskiptafréttir | 106 orð

Bakkavör og Skeljungur ný inn í úrvalsvísitöluna

TVÖ ný félög koma inn í úrvalsvísitölu aðallista hinn 1. júlí næstkomandi, Bakkavör og Skeljungur. Koma þau í stað Marels og SÍF. Meira
11. júní 2002 | Viðskiptafréttir | 225 orð | 1 mynd

Góð síldveiði í flottroll

FREMUR treg veiði hefur verið úr norsk-íslenska síldarstofninum síðustu daga en þau skip sem veiða í flottroll hafa þó fengið ágætis afla. Minna veiðist hinsvegar í nót, síldin stendur djúpt og erfitt að ná til hennar með nótinni. Meira
11. júní 2002 | Viðskiptafréttir | 223 orð

Háskólinn í Reykjavík og Tandur valin fyrirtæki ársins

HÁSKÓLINN í Reykjavík og Tandur hf. fengu á föstudag viðurkenningu VR sem Fyrirtæki ársins 2002. Valið byggist á árlegri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem unnin er að frumkvæði VR. Meira
11. júní 2002 | Viðskiptafréttir | 146 orð

Hlutabréfaeign Burðaráss færð á markaðsverði

STJÓRN Eimskips hefur ákveðið að framvegis verði hlutabréfaeign dótturfélagsins Burðaráss færð við markaðsverði í ársreikningum félagsins, en fram til þessa hefur hlutabréfaeignin verið færð við framreiknuðu kaupverði. Breytingin tekur gildi miðað við 1. Meira
11. júní 2002 | Viðskiptafréttir | 676 orð | 1 mynd

Kaupþing getur eignast 40% í JP Nordiska AB

KAUPÞING banki hf. hefur gert samning um kauprétt og sölurétt um kaup á allt að 7,8 milljón hlutum í sænska bankanum JP Nordiska AB. Meira
11. júní 2002 | Viðskiptafréttir | 308 orð

Keyptu 70% hlut í Húsasmiðjunni

HÓPUR fjárfesta hefur keypt 70,01% hlutafjár í Húsasmiðjunni hf. af systkinunum Jóni Snorrasyni, Sturlu Snorrasyni og Sigurbjörgu Snorradóttur auk Íslandsbanka hf. á rúmlega 3,7 milljarða króna. Meira

Daglegt líf

11. júní 2002 | Neytendur | 402 orð | 1 mynd

Áhersla lögð á þjónustu við lífeyrisþega og barnafólk

APÓTEKARINN, ný lágvöruverðskeðja á smásölumarkaði lyfja, opnaði þrjár lyfjabúðir í gær. Meira
11. júní 2002 | Neytendur | 37 orð

Tegund lyfs Skammtar Hópur Tilboðsverð Hámarksverð...

Tegund lyfs Skammtar Hópur Tilboðsverð Hámarksverð Afsl. kr. Afsl. % Histal 10 mg 30 stk. Almenn. 998 1780 782 44% Lífeyrisþ. 357 1211 854 71% 10 mg 100 stk. Almenn. 2266 4748 2482 52% Lífeyrisþ. 423 1446 1023 71% Loradin NM 10 mg 30 stk. Almenn. Meira

Fastir þættir

11. júní 2002 | Fastir þættir | 240 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

SUÐUR vekur á alkröfu með allan heiminn og verður á endanum sagnhafi í sex laufum. Útspil vesturs er tígulgosi: Suður gefur; allir á hættu. Meira
11. júní 2002 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP .

BRÚÐKAUP . Gefin voru saman 2. mars sl. í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Einari Eyjólfssyni þau Erla Halldórsdóttir og Heimir Sverrisson. Heimili þeirra er í... Meira
11. júní 2002 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 18. maí sl. í Bessastaðakirkju af sr. Friðriki Hjartar þau Arnheiður Elísa Ingjaldsdóttir og Júlíus Helgi Scopka . Heimili þeirra er í... Meira
11. júní 2002 | Fastir þættir | 792 orð

Gæðingakeppni Andvara, haldin á Andvaravöllum A-flokkur.

Gæðingakeppni Andvara, haldin á Andvaravöllum A-flokkur. 1.Adam frá Ásmundarstöðum, eig.: Jón Jóhannsson og Logi Laxdal, kn.: Logi Laxdal, 8,63/8,92 . 2.Eva frá Ásmundarstöðum, eig.: Jón Jóhannsson og Logi Laxdal, kn.: Logi Laxdal, kn. í úrsl. Meira
11. júní 2002 | Í dag | 176 orð

Hallgrímskirkja .

Hallgrímskirkja . Fyrirbænaguðsþjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Fríkirkjan í Reykjavík. Kyrrðar- og bænastund í dag þriðjudag kl. 12 í kapellu safnaðarins á 2. hæð í safnaðarheimili kirkjunnar, Laufásvegi 13. Allir velkomnir til þátttöku. Meira
11. júní 2002 | Dagbók | 914 orð

(I.Kor. 15, 19.)

Í dag er þriðjudagur 11. júní, 162. dagur ársins 2002. Barnabasmessa. Orð dagsins: Ef von vor til Krists nær aðeins til þessa lífs, þá erum vér aumkunarverðastir allra manna. Meira
11. júní 2002 | Fastir þættir | 250 orð | 3 myndir

Nafnar á toppnum hjá Andvara

Andvari og Hörður héldu sín árlegu gæðingamót um helgina og völdu um leið þátttakendur sína sem keppa fyrir hönd félaganna á landsmótinu í sumar. Valdimar Kristinsson fjallar hér um þessi mót. Meira
11. júní 2002 | Fastir þættir | 173 orð | 1 mynd

Nýtt merki fyrir landsmót framtíðarinnar

Nýtt landsmótsmerki var nýlega kynnt á blaðamannafundi og veitt verðlaun fyrir hönnun merkisins. Þá voru á fundinum kynntir helstu styrktaraðilar landsmótsins á Vindheimamelum í sumar sem eru Flugleiðir, Íslandsbanki, Toyota-umboðið og Vífilfell. Meira
11. júní 2002 | Viðhorf | 833 orð

Plúsar og mínusar

Mundi alltaf að Hóp er í Húnavatnssýslu og að mjólkurframleiðsluaðili beygist kýr um kú frá kú til kýr en ég fæ enn martröð þegar mig dreymir að stærðfræðipróf sé á dagskrá að morgni. Meira
11. júní 2002 | Fastir þættir | 244 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. c4 Rf6 2. Rf3 e6 3. Rc3 c5 4. e4 d6 5. Be2 a6 6. O-O Rbd7 7. d4 cxd4 8. Rxd4 Dc7 9. Be3 Be7 10. f3 O-O 11. Dd2 b6 12. Hfc1 Bb7 13. a4 Hfe8 14. a5 bxa5 15. Rb3 Hab8 16. Rxa5 Ba8 17. Bf1 Rc5 18. b4 Rb7 19. Rb3 d5 20. Bf4 Db6+ 21. c5 Dxb4 22. Ha4 Dxb3... Meira
11. júní 2002 | Dagbók | 29 orð

STÖKUR

Drottin einn þér veldu að vin, vin þinn skaltu hylla, þá mun indælt aftanskin ævikvöldið gylla. - - - Ómar færast inn til mín, af því nærist þráin, ég vil læra ljóðin þín, litla, tæra... Meira
11. júní 2002 | Fastir þættir | 447 orð

Víkverji skrifar...

LÍFIÐ er fótbolti. Helstu sparkendur þessa heims hafa heldur betur haldið manni við efnið í Japan og Suður-Kóreu. Heimsbikarmótið fer vel af stað. Meira

Íþróttir

11. júní 2002 | Íþróttir | 192 orð | 1 mynd

Á sunnudaginn fór Bláalónskeppnin á fjallahjólum...

Á sunnudaginn fór Bláalónskeppnin á fjallahjólum fram í fimmta sinn. Hjólað var úr Hafnarfirði og var Djúpavatnsleið farin um Grindavík og í Bláalónið, alls um 60 kílómetrar. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 293 orð

Áttum í byrjunarörðugleikum

"VIÐ áttum í byrjunarörðugleikum fyrir fullu húsi í fyrsta leik eftir Evrópukeppnina svo það var ekki laust við spennu í okkur," sagði Sigfús Sigurðsson línumaður, sem fór á kostum gegn maedóníu, skoraði 11 mörk, þar af voru átta þeirra gerð af línunni. Þetta var um leið síðasti heimaleikur Sigfúsar hér á landi þar sem hann flytur brátt til magdeburg í Þýskalandi þar sem hann leikur með Evrópumeisturunum næstu árin. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 270 orð

Bandaríkjamenn heppnir

Bandaríkin og Suður-Kórea skildu jöfn, 1:1, á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í gær í leik þar sem Suður-Kóreumenn voru mun betri aðilinn. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 151 orð

Biðu í tvær nætur eftir miðum

SUÐUR-KÓREUMENN leggja ýmislegt á sig til þess að sjá landslið sitt leika á heimavelli á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Fyrir leikinn gegn Bandaríkjunum, sem fram fór í Daegu í gær, voru 7. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 151 orð | 1 mynd

*BRYNJÓLFUR Jónsson læknir íslenska landsliðsins í...

*BRYNJÓLFUR Jónsson læknir íslenska landsliðsins í handknattleik var sæmdur silfurmerki Handknattleikssambands Íslands (HSÍ) fyrir leik Ís lands og Makedóníu í Laugardalshöllinni. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 547 orð | 1 mynd

* DIEGO Tristan , sóknarmaður spænska...

* DIEGO Tristan , sóknarmaður spænska landsliðsins í knattspyrnu, tognaði á nára í leik Spánverja og Paragvæja á föstudag og er talið að hann gæti þurft að hvíla sig í 12 daga vegna þess. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 288 orð

Draumur varamannsins

"ÞETTA er að sjálfsögðu draumur varamannsins, sætara getur það varla orðið," sagði Jónas Grani Garðarsson, bjargvættur FH-inga, við Morgunblaðið eftir sigurinn á Grindavík. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 322 orð | 1 mynd

* ELMAR Dan Sigþórsson skoraði sitt...

* ELMAR Dan Sigþórsson skoraði sitt fyrsta mark í efstu deildinni í knattspyrnu þegar hann jafnaði fyrir KA gegn ÍA á laugardaginn. * ANDRI Karvelsson lék sinn fyrsta leik með ÍA á tímabilinu gegn KA. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 539 orð

Eykur mjög sjálfstraustið

Nína Björk Geirsdóttir, úr Golfklúbbnum Kili, var sallaróleg eftir fyrir afrek dagsins en hún landaði sínum fyrsta sigri á Toyota-mótaröðinni á sunnudaginn á Skipaskaga í keppni við 18 stöllur sínar. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 591 orð | 1 mynd

Farseðillinn á HM í Portúgal innsiglaður

ÍSLENSKA landsliðið tryggði sér farseðilinn á heimsmeistaramótið í Portúgal í byrjun næsta árs með því að leggja Makedóníu, 33:28, í síðari leik liðanna í Laugardalshöll á sunnudagskvöldið að viðstöddum vel á þriðja þúsund áhorfendum. Með góðri vörn og öguðum sóknarleik í síðari hálfleik voru farmiðarnir innsiglaðir eftir brösóttan fyrri hálfleik þar sem gestirnir höfðu lengst af forystu, m.a. 17:15 í hálfleik. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 247 orð | 1 mynd

* FERNANDO Hierro , hinn reyndi...

* FERNANDO Hierro , hinn reyndi varnarmaður Spánverja , segir að þeir muni leika til sigurs gegn Suður-Afríku á morgun, enda þótt sæti í 16 liða úrslitunum sé þegar í höfn. Suður-Afríka þarf stig úr leiknum til að komast áfram. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 649 orð | 2 myndir

FH stal stigunum í lokin

ÁHORFENDUR á frjálsíþróttavellinum í Kaplakrika urðu vitni að einhverjum ótrúlegasta lokakafla á leik í efstu deild sem sést hefur lengi þegar FH sigraði Grindavík, 3:2, á sunnudagskvöldið. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 547 orð | 2 myndir

Fram braut ísinn gegn Þór

LEIKMENN Fram og Þórs buðu áhorfendum uppá á sóknarknattspyrnu á Laugardalsvelli á sunnudagskvöld í 5. umferð Símadeildar karla. Fram landaði þar fyrsta sigri sumarsins gegn nýliðum Þórs, 3:1, þar sem Andri Fannar Óttósson skoraði tvö marka liðsins. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 417 orð

Förum ekki langt á tækninni

"ÞAÐ er mun skemmtilegri stemmning í herbúðum okkar en var á sama tíma fyrir ári síðan. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 865 orð | 1 mynd

Getum allt sem við viljum

"ÞETTA var kannski ekki fallegasti leikurinn sem við höfum spilað en við gerðum það sem til þurfti. Við vildum sýna fólki eftir Spánarleikinn að okkur er full alvara og við ætluðum svo sannarlega að fylgja þeim sigri eftir," sagði Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, við Morgunblaðið eftir leikinn. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 71 orð

Guðmundur missti meðvitund

GUÐMUNDUR Steinarsson, framherji Keflavíkur, lenti í samstuði við Gunnar Einarsson leikmann KR undir lok leiksins og fékk Guðmundur þungt högg á höfuðið. Læknir liðsins kallaði á sjúkrabíl er hann sá að Guðmundur var meðvitundarlaus um stund. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 972 orð

HM í Japan og Suður-Kóreu A-RIÐILL:...

HM í Japan og Suður-Kóreu A-RIÐILL: Staðan: Danmörk 21103:24 Senegal 21102:14 Úrúgvæ 20111:21 Frakkland 20110:11 Leikir sem eftir eru: 11.6. Danmörk - Frakkland 6.30 11.6. Senegal - Úrúgvæ 6. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 907 orð | 1 mynd

HM-vonin lifir enn

VONIR íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, um sæti á HM í Kína á næsta ári, lifa enn eftir markalaust jafntefli á móti Ítölum í Arzachena á Sardiníu á laugardaginn. Þetta var lokaleikur þjóðanna í 3. riðli undankeppni HM og hreinn úrslitaleikur um annað sætið í riðlinum. Íslenska liðinu dugði jafntefli til að ná öðru sætinu á eftir Rússum og þar með rétti á aukaleikjum til að komast í úrslitakeppnina. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 540 orð

Hrærður yfir frammistöðunni

Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari var í sjöunda himni þegar úrslitin lágu ljós fyrir hjá íslenska kvennalandsliðinu. Honum hafði tekist ætlunarverk sitt - það er að ná öðru sætinu í riðlinum og þar með áframhaldandi þátttöku í undankeppninni. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 267 orð | 1 mynd

Ingi Rúnar og Nína kunnu lagið á Kára

BESTU kylfingar landsins glímdu við Garðavöll á Akranesi um helgina er þar fór fram annað stigamót sumarsins á Toyota-mótaröðinni, en þetta er í fyrsta sinn sem slíkt mót fer fram á heimavelli Leynismanna. Sigurvegararnir í karla- og kvennaflokki hafa aldrei áður sigrað í mótaröðinni en þau eru Ingi Rúnar Gíslason (GK) og Nína Björk Geirsdóttir (GKj). Ingi Rúnar er jafnframt sá fyrsti úr röðum golfkennara landsins sem vinnur stigamót. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 205 orð | 1 mynd

Ísland í öðrum styrkleikaflokki

ÍSLAND verður í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla heimsmeistarakeppninnar í handknattleik karla í næsta mánuði. Árangur landsliðsins í Evrópukeppninni í Svíþjóð fyrr á þessu ári fleytir liðinu þangað og það er því flokkað í hópi átta bestu liða heims í drættinum. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 214 orð | 1 mynd

Ísland - Makedónía 33:28 Laugardalshöll; Undankeppni...

Ísland - Makedónía 33:28 Laugardalshöll; Undankeppni heimsmeistaramótsins, síðari viðureign þjóðanna sunnudaginn 9. júní 2002. Gangur leiksins : 0:2, 1:3, 3:3, 3:5, 6:8, 9:8, 10:11, 13:15. 15:17 , 18:17, 23:20, 25:22, 27:25, 29:25, 29:27, 31:27, 33:28 . Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 422 orð | 1 mynd

* ÍSLAND þarf að leggja tvær...

* ÍSLAND þarf að leggja tvær þjóðir að velli til að komast í úrslitakeppni HM sem fram fer í Kína á næsta ári. Í 1. umferð aukakeppninnar mæta Íslendingar liði Englendinga og takist þeim að leggja þær ensku að velli verður andstæðingurinn í 2. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 641 orð | 1 mynd

Ítalía - Ísland 0:0 Undankeppni HM...

Ítalía - Ísland 0:0 Undankeppni HM kvenna, Aznachena, Ítalíu, laugardaginn 8. júní 2002. Lið Ítalíu: Giorgia Brenzan, Voira Placchi, Daniela Dibari (Valentina Boni 46.), Giulia Perelli, Manuela Tesse, Damiana Deidna, Margherita Masia (Chiara Gazzoli 51. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 156 orð

Ítalski þjálfarinn tapsár

CAROLINA Morace, þjálfari ítalska kvennalandsliðsins, tók jafntefli síns liðs gegn því íslenska á Sardiníu mjög illa og var vægt til orða tekið ákaflega tapsár þegar Morgunblaðið náði tali af henni eftir leikinn. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 402 orð | 1 mynd

Japanar eru í góðum málum

JAPANIR unnu sinn fyrsta leik á heimsmeistaramóti í knattspyrnu þegar þeir báru sigurorð af Rússum 1:0 á sunnudaginn. Eina mark leiksins gerði Junichi Inamoto, leikmaður Arsenal, á 51. mínútu og var þetta annað mark hans í keppninni. Japanar eiga nú góða möguleika á að komast upp úr H-riðli, eru með fjögur stig og eiga eftir að leika við Túnis á föstudag og nægir jafntefli í þeim leik. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 131 orð | 1 mynd

JJ-mót frjálsíþróttadeildar Ármanns var haldið á...

JJ-mót frjálsíþróttadeildar Ármanns var haldið á Laugardalsvelli á laugardaginn var. Úrslit urðu sem hér segir: 1.500 m hlaup karla: Sveinn Margeirsson, UMSS 3.59,2 Stefán M. Ágústss., UMSS 4.03,1 Daði Rúnar Jónsson, FH 4.03,7 100 m hlaup karla: Reynir... Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 404 orð | 1 mynd

* KAMERÚNAR segja að það sé...

* KAMERÚNAR segja að það sé liðin tíð að þeir þurfi að beita göldrum til að ná langt á HM. Þeir höfðu töfralækna með í för á HM í Frakklandi fyrir fjórum árum. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 60 orð

KNATTSPYRNA 1.

KNATTSPYRNA 1. deild karla: Hornafjörður:Sindri - Víkingur R. 20 ÍR-völlur:ÍR - Leiftur/Dalvík 20 Varmárv.:Aftureld. - Þróttur R 20 Stjörnuv.:Stjarnan - Haukar 20 2. deild karla: Sauðárkrókur:Tindastóll - Leiknir R 20 Kópavogsv. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 410 orð

Lakers skrefi nær titlinum

NEW Jersey Nets spilaði sinn besta leik í þriðja leik lokaúrslita NBA gegn Los Angeles Lakers aðfaranótt mánudags, en tapaði samt, 103:106. Lakers hefur þar með náð 3:0 forystu í leikseríu liðanna og nú er það aðeins formsatriði að klára keppnina fyrir Lakers. Þriðji meistaratitillinn er á leiðinni til Los Angeles og erfitt er að sjá að þeir gefi nokkuð eftir í fjórða leiknum á morgun. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 506 orð | 1 mynd

* LOUISA Isaksen , sundkona úr...

* LOUISA Isaksen , sundkona úr Ægi , náði um helgina lágmarki fyrir Evrópumeistaramótið í 25 m laug sem fram fer í Riesa í Þýskalandi í desember. Louisa synti 400 m skriðsund á alþjóðlegu sundmóti í Canet í Frakklandi á 4.28,98 mín. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 244 orð

Markaskúr í hitasvækju

Fyrsti leikurinn í Ólafsfirði í sumar fór fram í sannkallaðri hitasvækju sl. laugardag þegar Leiftur/Dalvík tók á móti Sindra í 1. deild. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 169 orð

Molde sækir að Lyn

MOLDE sækir að Lyn á toppi norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir útisigur á Bodö/Glimt, 2:0, á sunnudaginn. Lyn gerði á meðan jafntefli við Brann á útivelli og er með tveggja stiga forystu, 25 stig gegn 23 hjá Molde. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 751 orð | 1 mynd

Nýr Gerd Müller?

MARGIR af bestu framherjum heims hafa þegar látið að sér kveða á HM í knattspyrnu og skorað falleg mörk. Þeirra á meðal eru Brasilíumaðurinn Ronaldo, Argentínumaðurinn Gabriel Batistuta og Ítalinn Christian Vieri. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 106 orð

"England er miðlungslið"

GABRIEL Batistuta, sóknarmaður Argentínu, segir að best sé fyrir Englendinga að fagna sigrinum á Argentínumönnum eins lengi og mögulegt er því þeir séu ekki líklegir til að ná langt í heimsmeistarakeppninni. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 550 orð

"Kvarta ekki á meðan ég skora"

STEINGRÍMUR Jóhannesson, leikmaður Fylkis, skoraði gott mark gegn sínum gömlu félögum í ÍBV á laugardaginn. Steingrímur hefur verið iðinn við að skora mörk í gegnum tíðina og markið á laugardaginn var hans 69. í deildinni. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 237 orð

"Skorum ekki nóg"

ELLERT Jón Björnsson var bestur í liði Skagamanna gegn KA. Hann kom inn á snemma í síðari hálfleik og lífgaði mjög upp á sóknarleik liðs síns, átti góðar rispur á hægri kantinum og skoraði markið. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 94 orð

Ragnar í liði ársins í Frakklandi

RAGNAR Óskarsson landsliðsmaður í handknattleik hefur verið valinn í lið ársins í frönsku deildinni. Ragnar leikur með Dunkerque sem hafnaði í 3. sæti deildarinnar og varð markahæsti leikmaður liðsins á leiktíðinni. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 161 orð

Sigfús þriðji línumaðurinn til að skora yfir 10 mörk

SIGFÚS Sigurðsson varð 25. landsliðsmaðurinn í handknattleik til að ná því að skora tíu mörk eða fleiri í landsleik í handknattleik, er hann skoraði 11 mörk gegn Makedóníu. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 420 orð | 2 myndir

Sigur KR stóð tæpt í kaflaskiptum leik

KR tyllti sér í efsta sæti Símadeildarinnar er liðið lagði Keflavík að velli í "Bítlabænum", með minnsta mun, 1:0. Liðin skiptu leiknum bróðurlega á milli sín því KR-liðið var nánast einrátt í fyrri hálfleik og uppskáru mark sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson skoraði. Í þeim síðari tóku heimamenn öll völd og voru í raun óheppnir að jafna ekki metin. KR er því fyrst liða á leiktíðinni til þess að leggja Keflavík að velli og hefndu ófaranna frá því í fyrra er liðið tapaði 3:1 í Keflavík. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 326 orð

Skortir stöðugleika

ÞORMÓÐUR Egilsson stóð í ströngu í síðari hálfleik í öftustu varnarlínu KR og skall hurð oft nærri hælum á þeim bænum er ákafir Keflvíkingar reyndu að jafna metin gegn Reykjavíkurliðinu. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 369 orð

Spenna hjá Kosta Ríka

KOSTA Ríka var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar á sunnudag þegar liðið gerði jafntefli, 1:1, gegn Tyrkjum í C-riðli. Winston Parks, tvítugur varamaður, jafnaði fyrir Kosta Ríka þegar 4 mínútur voru til leiksloka og fékk síðan algjört dauðafæri til að tryggja liði sínu sigurinn en skaut framhjá opnu marki Tyrkjanna. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 394 orð | 2 myndir

Steingrímur tryggði Fylki sigur í Eyjum

FYLKIR gerði góða ferð út í Eyjar á laugardaginn þegar þeir sigruðu Eyjamenn í 5. umferð Íslandsmótsins. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru ekki sem bestar og var um sannkallaðan rokleik að ræða. Eina mark leiksins var skorað af Steingrími Jóhannessyni og eftir sigurinn eru Fylkismenn þar með komnir með átta stig í 3. sæti en Eyjamenn sitja í 9. sæti með fjögur stig. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 443 orð | 2 myndir

Stuðningur áhorfenda vó þungt

"VIÐ áttum í erfiðleikum í fyrri hálfleik, sérstaklega með vörnina og markvarslan var líklega ekki heldur nógu góð," sagði Guðmundur Þ. Guðmundson þjálfari íslenska liðsins eftir leikinn við Makedóníu og ljóst var að hann og lærisveinarnir höfðu unnið sér inn keppnisrétt á HM á næsta ári. Greinilegt var að þungu oki var létt af honum. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 972 orð

Sögulegur sigur Schumachers

ÞÓTT Michael Schumacher hjá Ferrari hafi komið aðeins rúmri sekúndu á undan David Coulthard á mark í Kanadakappakstrinum í Montreal var sögulegur sigur hans aldrei í hættu eftir að öryggisbíll var sendur út í brautina eftir 15 hringi af 70. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 305 orð | 1 mynd

Toyota-mótaröðin Ostamótið, Garðavöllur (par 72) Karlar:...

Toyota-mótaröðin Ostamótið, Garðavöllur (par 72) Karlar: Ingi Rúnar Gíslason, GK 222 (76 74 72)Sigurpáll G. Sveinsson, GA 228 (75 79 74)Helgi Dan Steinsson, GS 230 (77 74 79) Birgir M. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 677 orð | 1 mynd

Úr skúrkum í hetjur

Á fimm dögum hafa fótboltaáhugamenn orðið vitni að því besta og því versta hjá landsliði Portúgals á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Hinn 5. júní tapaði portúgalska liðið 3:2 fyrir landsliði Bandaríkjanna, nokkuð sem enginn Portúgali hafði búist við fyrirfram, og í gær, 10. júní, vann liðið afar sannfærandi sigur á Póllandi, 4:0. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 391 orð | 2 myndir

Varamennirnir voru í sviðsljósinu

KA og ÍA skildu jöfn, 1:1, í bragðdaufum leik í hitamollu á Akureyri á laugardaginn. Fá færi litu dagsins ljós og framherjar liðanna sem allir voru funheitir í fyrrasumar sáust vart í leiknum. Bæði mörkin komu á síðustu tíu mínútum leiksins og voru það varamenn liðanna sem skoruðu þau. KA er enn um miðja deildina en Skagamenn verma botnsætið sem fyrr. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 312 orð | 1 mynd

Vorum vissir um sigur

Við fundum ekki fjölina okkar í byrjun, hvort sem var í vörn eða sókn, en héldum samt ró okkar allan tímann og vissum innst inni að það færi allt að ganga saman hjá okkur," sagði Patrekur Jóhannesson, sem átti stórleik á sunnudaginn. Meira
11. júní 2002 | Íþróttir | 295 orð

Þórður til Bochum

ÞÓRÐUR Guðjónsson, knattspyrnumaður, hefur gengið frá þriggja ára samningi við þýska 1. deildarfélagið Bochum - sama félag og hann hóf feril sinn hjá sem atvinnumaður fyrir níu árum. Hann fékk sig lausan undan samningi sínum við spænska 1. deildarliðið Las Palmas en þar hefur Þórður verið undanfarin tvö ár. Meira

Fasteignablað

11. júní 2002 | Fasteignablað | 240 orð | 1 mynd

Bakkabraut 9

Kópavogur - Hjá Eignamiðluninni er nú til sölu mjög stórt og gott atvinnuhúsnæði við Bakkabraut 9 í Kópavogi. Í dag eru þetta tvö aðskilin hús, en í þessu húsnæði var áður vélsmiðjan Gils. Ásett verð er 160 millj. kr. Meira
11. júní 2002 | Fasteignablað | 21 orð | 1 mynd

Brosandi diskar og mál

Glaðværðin skín úr þessum borðbúnaði sem fæst hjá versluninni Pipar og salt. Brosmildar fígúrur og hjörtu á víð og dreif einkenna... Meira
11. júní 2002 | Fasteignablað | 304 orð | 1 mynd

Dimmuhvarf 29

Kópavogur - Fasteignasalan eign.is er nú með í sölu einbýlishús að Dimmuhvarfi 29 í Kópavogi. Þetta er steinhús, byggt árið 2000 og er það 193,6 ferm. en bílskúrinn er 59 ferm. "Þetta er glæsilegt hús sem sameinar kosti jafnt sveitar sem borgar. Meira
11. júní 2002 | Fasteignablað | 14 orð | 1 mynd

Falleg hnífapör

Margvísleg hnífapör eru í boði hjá Tékk-kristal. Þetta er tegundin Prinsess og stendur undir... Meira
11. júní 2002 | Fasteignablað | 30 orð | 1 mynd

Fallegir lampar

Þessir fallegu lampar fást í versluninni Gegnum glerið. Þeir eru ítalskir frá fyrirtækinu Cappellini og fást í ýmsum litum, einnig í hvítu. Hönnuður er Marcel Wanders, verð lampanna er 52.780... Meira
11. júní 2002 | Fasteignablað | 665 orð | 2 myndir

Flutt í sérhannað húsnæði við Grensásveg 13

Greiðari aðgangur að upplýsingum mótar starf fasteignasala í sívaxandi mæli. Magnús Sigurðsson ræddi við starfsmenn fasteignasölunnar Gimli. Meira
11. júní 2002 | Fasteignablað | 20 orð | 1 mynd

Fyrir litaglaða tedrykkjumenn

Whittard í Kringlunni selur þennan líflega teketil skreyttan skrautlegum og fjölbreyttum myndum af tekötlum á tekatla ofan. Ketillinn kostar 3.900... Meira
11. júní 2002 | Fasteignablað | 24 orð | 1 mynd

Girðingar

Nú er tíminn til að girða. Þessi grindverk fást í Húsasmiðjunni og kosta f.v. 3.240 kr. 2000x950 og 6.450 kr. sama stærð. Endastaurar fylgja... Meira
11. júní 2002 | Fasteignablað | 18 orð | 1 mynd

Góðar hurðir

Í Byko má fá hurðir frá Modula, hægt er að fá staðlaðar einingar sem og sérhannaðar í öll... Meira
11. júní 2002 | Fasteignablað | 494 orð

Góð hreyfing á stærri eignum

"MARKAÐURINN er búinn að vera mjög líflegur," segir Sveinbjörn Halldórsson, sölustjóri hjá Gimli. "Það hefur verið góð hreyfing, ekki sízt á stærri eignum. Þær hafa verið að taka við sér, sem kemur kannski ekki á óvart. Meira
11. júní 2002 | Fasteignablað | 21 orð | 1 mynd

Góðir lyfjaskápar

Glæsilegir lyfjaskápar sem fást í versluninni Gegnum glerið. Hönnuður þeirra er Thomas Ericksson. Þeir eru framleiddir hjá Cappellini og kosta 41.860... Meira
11. júní 2002 | Fasteignablað | 27 orð | 1 mynd

Góðir vasar

Þessa ágætu vasa hannaði Jasper Morrison en þeir eru framleiddir hjá ítalska fyrirtækinu Cappellini og fást í versluninni Gegnum glerið. Þeir kosta f.v. 3.600, 2.600 og 4.250... Meira
11. júní 2002 | Fasteignablað | 11 orð | 1 mynd

Handunnið veggteppi

Þetta handunna veggteppi kemur frá Bólivíu og kostar 6.800 kr. í... Meira
11. júní 2002 | Fasteignablað | 12 orð | 1 mynd

Handunnin stytta

Þessi handunna stytta er frá Ekvador, kostar 6.200 kr. og fæst í... Meira
11. júní 2002 | Fasteignablað | 1071 orð | 2 myndir

Hönnun garðs í samræmi við hús

ALGENGASTA aðferðin við að hanna og útfæra garð er að setja hellur í innkeyrsluna, limgerði við lóðamörk og pall eða stétt við dyrnar út í garð. Það svæði sem eftir stendur er þakið grasi og eyrnamerkt "til síðari nota". Meira
11. júní 2002 | Fasteignablað | 42 orð | 1 mynd

Karfa í lautarferðina

Verslunin Duka hefur til sölu þessa forláta körfu sem hentar einkar vel undir góðgæti í lautarferðina. Á sama stað fást plastvínglös og -diskar á sanngjörnu verði. Meira
11. júní 2002 | Fasteignablað | 16 orð | 1 mynd

Lampi frá Portúgal

Virðuleg og prúðbúin stúlkan á þessum skrautlega portúgalska lampa fylgist grannt með viðskiptavinum verslunarinnar 1928 á... Meira
11. júní 2002 | Fasteignablað | 30 orð | 1 mynd

Leðurklætt hægindi

Þessi leðurklæddi hægindastóll úr versluninni 1928 er stílhrein og smekkleg lausn til að hvíla lúin bein. Eflaust hafa ófáir gönguþreyttir viðskiptavinir látið freistast og hvílt sitjandann í faðmi þessa snotra... Meira
11. júní 2002 | Fasteignablað | 16 orð | 1 mynd

Litagleðin í fyrirrúmi

Tékk-kristall selur þessi litskrúðugu rúmteppi. Rúmteppin eru fáanleg bæði úr bómull og silki, sem er nokkuð... Meira
11. júní 2002 | Fasteignablað | 9 orð | 1 mynd

Nýtt raðstell

Þetta er Colon, nýtt blátt raðstell sem fæst í... Meira
11. júní 2002 | Fasteignablað | 604 orð | 1 mynd

Of heitt, of þurrt, of rakt

ÞAÐ er óumdeilt að einn okkar dýrmætasti fjársjóður hér á landi er jarðhitinn. Þeir sem eldri eru muna þá tíma þegar hýbýli voru hituð upp með því að brenna kolum, koksi, olíu, mó eða kindaskán. Meira
11. júní 2002 | Fasteignablað | 143 orð | 1 mynd

Ólafsgeisli 61

Reykjavík - Fasteignasalan Holt er nú með í sölu einbýlishús við Ólafsgeisla 61, sem er 198 ferm. og steinsteypt. Bílskúrinn er 29,2 ferm. og einnig úr steini. Húsið er í byggingu. Meira
11. júní 2002 | Fasteignablað | 18 orð | 1 mynd

Púðar upp á punt

Einhyrningar, hjartardýr og túlípanar prýða þessa myndrænu púða frá versluninni 1928. Púðarnir kosta á bilinu 3.500 til 5.500... Meira
11. júní 2002 | Fasteignablað | 1091 orð | 6 myndir

Skólahúsið í Ólafsdal

Í Ólafsdal í Dalasýslu stendur reisulegt timburhús. Þar var stofnaður fyrsti bændaskóli á Íslandi af Torfa Bjarnasyni. Perla Torfadóttir fjallar um sögu hússins og þeirrar merku stofnunar sem það hýsti. Meira
11. júní 2002 | Fasteignablað | 31 orð | 1 mynd

Smart vasar

Hér má sjá vasa frá Cappellini, sem er ítalskt fyrirtæki. Það er Gegnum glerið sem er með þessa vasa til sölu og kosta þeir 41.700 kr. Þeir eru hannaðir af Piero... Meira
11. júní 2002 | Fasteignablað | 498 orð | 1 mynd

Stórar lóðir fyrir frístundahús í landi Stangarholts í Borgarfirði

MARGA dreymir um að eignast stórar lóðir fyrir frístundahús ekki of langt frá höfuðborgarsvæðinu. Hængurinn er bara sá, hve framboð á slíkum lóðum hefur verið lítið. Meira
11. júní 2002 | Fasteignablað | 106 orð | 1 mynd

Strýtusel 7

Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Kjöreign er nú til sölu steinsteypt einbýlishús með tvöföldum bílskúr við Strýtusel 7 í Reykjavík. Húsið er 219 ferm., en bílskúrinn 48 ferm. Ásett verð er 23,5 millj. kr. Meira
11. júní 2002 | Fasteignablað | 238 orð | 1 mynd

Sæviðarsund 39

Reykjavík - Hjá Gimli er nú til sölu glæsilegt endaraðhús á tveimur hæðum við Sæviðarsund 39. Húsið er 152 ferm. auk 35 ferm. bílskúrs. Komið er inn í anddyri með skáp og gestasalerni. Meira
11. júní 2002 | Fasteignablað | 21 orð | 1 mynd

Tignarlegur lampi

Voldugur og útflúraður lampafóturinn fer vel við fínlegan og léttan skerminn á þessum lampa sem fæst á 49.000 kr. í versluninni... Meira
11. júní 2002 | Fasteignablað | 13 orð | 1 mynd

Tilkomumikill sjónvarpsskápur

Sjónvarpsskápurinn Olga er mjög tilkomumikill, hann kostar 139 þúsund og fæst í húsgagnaversluninni... Meira
11. júní 2002 | Fasteignablað | 222 orð | 1 mynd

Tunguvegur 8

Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Valhöll er nú í sölu einbýlishús að Tunguvegi 8 í Reykjavík. Um er að ræða steinsteypt hús, sem byggt var 1958 ásamt með steinsteyptum bílskúr sem reistur var 1998. Húsið er 199,2 ferm. en bílskúrinn 40 ferm. Meira
11. júní 2002 | Fasteignablað | 29 orð | 1 mynd

Vantar hliðið?

Það þarf að vera hlið á grindverkinu. Þetta hlið fæst í Húsasmiðjunni ásamt ýmsu öðru sem fylgir slíkum fyrirbærum sem grindverkum. Boginn kostar 5.690 kr. og sjálft hliðið 8.450... Meira
11. júní 2002 | Fasteignablað | 832 orð | 1 mynd

Var félagslega eignaríbúðakerfið blindgata?

FÉLAGSLEGA húsnæðiskerfið, sem átti sínar elstu rætur í verkamannabústöðum fjórða áratugar tuttugustu aldar, var lagt niður árið 1999. Menn eru langt frá því að vera á eitt sáttir um það hvort þessi stjórnvaldsaðgerð hafi orðið til ills eða góðs. Meira
11. júní 2002 | Fasteignablað | 1294 orð | 5 myndir

Vesturgata 28

Þetta skemmtilega hús sem Sighvatur Bjarnason, einn af frumkvöðlum íslenskra vátrygginga, byggði stendur enn óbreytt, segir Freyja Jónsdóttir. Oft hefur gustað um það og peningamenn hafa viljað koma því í burtu og byggja stórhýsi á lóðinni. Sem betur fer hefur það ekki tekist. Meira
11. júní 2002 | Fasteignablað | 311 orð | 1 mynd

Viðarás 23

Reykjavík - Meiri hreyfing er nú á myndarlegum íbúðarhúsum en áður að sögn Sveinbjörns Hallldórssonar, sölustjóra hjá Gimli. Hjá honum er nú til sölu glæsilegt 300 ferm. íbúðarhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Ásett verð er 38,5 millj. kr. Meira
11. júní 2002 | Fasteignablað | 12 orð | 1 mynd

Virðuleg helgimynd

Verslunin 1928 á Laugaveginum býður til sölu þessa helgimynd (íkon) á 25.000... Meira
11. júní 2002 | Fasteignablað | 279 orð | 1 mynd

Vörðuberg 16

Hafnarfjörður - Fasteignasalan Ás er nú með í sölu raðhús að Vörðubergi 16 í Hafnarfirði. Þetta er steinhús, sem byggt var 1995 og er íbúðin 143,6 ferm. að stærð. Í húsinu er innbyggður bílskúr, sem er 25 ferm. Meira
11. júní 2002 | Fasteignablað | 310 orð

Yfirleitt er þetta þakklátt starf

"Álagið í þessu starfi er oft mikið, því að það eru kannski margir samningar gerðir sama daginn, en auðvitað er það afar mismunandi frá degi til dags," segir Halla Unnur Helgadóttir viðskiptafræðingur, sem gengur frá samningum hjá... Meira
11. júní 2002 | Fasteignablað | 27 orð | 1 mynd

Þægilegt loftljós

Þetta er Solregn-loftljós sem kostar 4.900 kr. í Ikea, það er úr stáli og gleri og má færa upp og niður. Hönnuðir eru Knut Hagberg og Marianne... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.