Greinar sunnudaginn 30. júní 2002

Forsíða

30. júní 2002 | Forsíða | 54 orð | 1 mynd

15 felldir í Hebron

ÍSRAELSKUR hermaður vísar fréttamönnum á brott frá rústum aðalstöðva heimastjórnar Palestínumanna í Hebron á Vesturbakkanum í gær. Meira
30. júní 2002 | Forsíða | 369 orð

Mannskæð sjóorrusta Kóreuríkjanna

FIMM suður-kóreskir hermenn féllu eða er saknað og 22 aðrir særðust er til átaka kom milli suður- og norður-kóreskra herskipa úti fyrir vesturströnd Kóreuskagans í gær, að því er s-kóreska varnarmálaráðuneytið greindi frá. Meira
30. júní 2002 | Forsíða | 136 orð

Mark eftir 11 sekúndur

TYRKNESKI landsliðsmaðurinn Hakan Sukur komst á spjöld knattspyrnusögunnar í gær þegar hann skoraði mark er aðeins 11 sekúndur voru liðnar af leik Tyrkja og S-Kóreu um þriðja sætið á HM. Tyrkir sigruðu í leiknum með þremur mörkum gegn tveimur. Meira
30. júní 2002 | Forsíða | 171 orð

Svikarar hljóti sektir og fangelsi

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti hét því í gær, að sækja til saka þá framkvæmdastjóra fyrirtækja er ættu þátt í fjársvikum og koma í veg fyrir að þeir sem brytu þannig af sér fengju að gegna stjórnunarstöðum í bandarískum fyrirtækjum. Meira

Fréttir

30. júní 2002 | Innlendar fréttir | 303 orð | 1 mynd

135 brautskráðir frá Háskólanum á Akureyri

BRAUTSKRÁNING frá Háskólanum á Akureyri fór fram 15. júní sl. Samtals voru 135 háskólastúdentar brautskráðir. Meira
30. júní 2002 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

20 prósenta lækkun á ferðaútgjöldum Íslendinga

FERÐAÚTGJÖLD Íslendinga erlendis lækkuðu um 20 prósent á síðasta ári þegar tekið er tillit til gengis gjaldmiðla og erlendra verðlagsbreytinga, en með því fæst magnbreyting. Meira
30. júní 2002 | Innlendar fréttir | 102 orð

Athugasemd frá núverandi eigendum Vísis.is

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd: "Að gefnu tilefni vilja núverandi eigendur Vísis.is koma eftirfarandi athugasemd á framfæri vegna umfjöllunar fjölmiðla um samskipti aðstandenda Eldborgarhátíðarinnar við eigendur Miðavefsins ehf. Meira
30. júní 2002 | Innlendar fréttir | 66 orð

Ákærður fyrir líkamsárás

RÚMLEGA tvítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreið undir áhrifum áfengis eftir göngustíg í Mosfellsbæ og á tvo pilta sem þar voru á gangi. Meira
30. júní 2002 | Innlendar fréttir | 280 orð

Beiðni um fund í allsherjarnefnd

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá alþingismönnunum Lúðvík Bergvinssyni, Guðjóni Arnari Kristjánssyni og Guðrúnu Ögmundsdóttur: "Vegna yfirlýsinga formanns allsherjarnefndar í fjölmiðlum þess efnis, að ekki sé ástæða til að halda frekari... Meira
30. júní 2002 | Innlendar fréttir | 40 orð

Bílvelta við Hvítárvelli

ÖKUMAÐUR slapp ómeiddur þegar bíll hans valt við Hvítárvelli um sjöleytið í fyrrakvöld. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi missti hann stjórn á bílnum í lausamöl, fór yfir vegræsi og ofan í skurð. Bíllinn er mikið skemmdur og var fjarlægður með... Meira
30. júní 2002 | Innlendar fréttir | 39 orð

Brenndist illa á sinki

MAÐUR brenndist illa á hendi þegar hann fékk sink yfir sig við vinnu í Zinkstöðinni Sekk í Kópavogi um hálfáttaleytið í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi var maðurinn fluttur á bráðadeild Landspítala við Hringbraut og er hann mikið... Meira
30. júní 2002 | Erlendar fréttir | 242 orð

Bush hvetur til að Arafat fari...

Bush hvetur til að Arafat fari frá GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti hvatti Palestínumenn á mánudaginn í ræðu um málefni Mið-Austurlanda, sem beðið hafði verið eftir með nokkurri eftirvæntingu, til að velja sér nýja leiðtoga. Meira
30. júní 2002 | Innlendar fréttir | 214 orð

Búnaðarbankinn gerir yfirtökutilboð í SPRON FIMM...

Búnaðarbankinn gerir yfirtökutilboð í SPRON FIMM stofnfjáreigendur í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis hafa gert tilboð í allt stofnfé bankans en Búnaðarbankinn sér um fjármögnun. Meira
30. júní 2002 | Innlendar fréttir | 96 orð

Dæmdur fyrir smygl á hassi

RÚMLEGA þrítugur karlmaður var á föstudag dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir að flytja rúmlega tvö kíló af hassi til landsins. Tollverðir fundu efnið við leit á honum á Keflavíkurflugvelli. Þrír mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir til þriggja... Meira
30. júní 2002 | Innlendar fréttir | 50 orð

Einar verður bæjarstjóri í Árborg

MEIRIHLUTI bæjarstjórnar Árborgar hefur ákveðið að ganga til samninga við Einar Njálsson um að hann taki við starfi bæjarstjóra í Árborg. Stefnt er að því að ákvörðun þessi verði lögð fyrir bæjarráð Árborgar til samþykktar fimmtudaginn 4. júlí. Meira
30. júní 2002 | Innlendar fréttir | 313 orð | 1 mynd

Einsetti sér að snúa aftur og ganga frá leiðunum

JÓHANNA Skaptason, Vestur-Íslendingur búsett í Winnipeg í Kanada, var á ferð hér á landi á dögunum og notaði þá meðal annars tækifærið til að ganga frá og lagfæra leiði Valtýs Guðmundssonar (1860-1928), fyrrum alþingismanns og prófessors í íslenskri sögu... Meira
30. júní 2002 | Innlendar fréttir | 377 orð | 1 mynd

Ein umfangsmesta rannsóknin um árabil

RAGNHEIÐUR Traustadóttir, fornleifafræðingur og aðstoðardeildarstjóri fornleifadeildar Þjóðminjasafns Íslands, stjórnar nú uppgreftri á hinu gamla biskups- og menntasetri á Hólum í Hjaltadal, sem var fyrr á öldum einn helsti þéttbýliskjarni landsins. Meira
30. júní 2002 | Innlendar fréttir | 201 orð

Ekkert kom fram um að árásarmanni hefði verið ógnað

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 19 ára gamlan karlmann í átta mánaða fangelsisvist fyrir að stinga 15 ára gamlan pilt þrívegis með hnífi utan við menningarmiðstöðina Gerðuberg í Reykjavík á nýársnótt. Meira
30. júní 2002 | Innlendar fréttir | 1348 orð | 1 mynd

Ég er bara Garðkarl með golfpoka

Síðustu árin sem hann reri frá Keflavík var kominn golfvöllur í Leiruna. Þá stóð hann í brúnni og var alveg hlessa á þessum aumingjans mönnum að vera að elta hvítan bolta í blíðskaparveðri. Meira
30. júní 2002 | Innlendar fréttir | 165 orð

Fjölskylduhelgi með Ferðafélagi Íslands

FERÐAFÉLAG Íslands efnir til sérstakrar fjölskylduhelgi í Þórsmörk 5.-7. júlí 2002. Margt stendur til boða og stefnt er að því að hafa dagskrá sem fjölbreyttasta og við flestra hæfi. Meira
30. júní 2002 | Innlendar fréttir | 154 orð

*Flugleiðir hafa sagt upp 25 flugmönnum...

*Flugleiðir hafa sagt upp 25 flugmönnum hjá fyrirtækinu auk þess sem 9 manns sem ráðnir voru tímabundið fá ekki framlengdan ráðningarsamning. *Brynjólfur Bjarnason forstjóri Granda var ráðinn nýr forstjóri Landssímans í vikunni. Meira
30. júní 2002 | Innlendar fréttir | 335 orð | 1 mynd

Fólki bjargað og flutt á brott eftir ímyndaðan jarðskjálfta

RÚSTABJÖRGUN úr hrundum húsum eftir ímyndaðan jarðskjálfta var æfð á æfingunni Samverði 2002 í Vestmannaeyjum í gær. Meira
30. júní 2002 | Innlendar fréttir | 64 orð

Gallery fiskur

GALLERY fiskur er nýr veitingastaður sem býður upp á úrval rétta í hádeginu. Veitingastaðurinn er staðsettur í Nethyl 2. Alla virka daga er boðið upp á tvíréttað hádegisverðartilboð frá 1.090 kr. Meira
30. júní 2002 | Innlendar fréttir | 85 orð

Gönguferð um Viðey

FARIÐ verður í göngu í Viðey þriðjudagskvöldið 2. júlí. Gengið verður um austurhluta eyjunnar, að minjum lítils en öflugs útgerðarþorps sem þar reis í byrjun síðustu aldar og saga þess sögð í stuttu máli. Meira
30. júní 2002 | Innlendar fréttir | 503 orð | 2 myndir

Hraustar kýr, hreinlæti og dálítil heppni

TVEIR mjólkurframleiðendur á samlagssvæði Norðurmjólkur fengu á dögunum viðurkenningu fyrir að hafa framleitt úrvalsmjólk í 10 ár samfleytt. Meira
30. júní 2002 | Innlendar fréttir | 161 orð

Íslendingar í 13. sæti á EM í brids

ÍSLENDINGAR gerðu jafntefli við Hollendinga, 15:15, í síðustu umferð í opna flokknum á Evrópumótinu í brids í gær og enduðu í 13. sæti af 38 þjóðum með 589 stig. Ítalir urðu Evrópumeistarar í fimmta skipti í röð, fengu 767 stig, Spánverjar urðu í 2. Meira
30. júní 2002 | Innlendar fréttir | 221 orð

Jákvætt skref að Evrópuumræðan verði kröftugri

KATRÍN Júlíusdóttir, sem situr í stjórn Evrópusamtakanna, segir að henni lítist vel á stofnun Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum, sem berjast gegn hugsanlegri aðild Íslands að sambandinu og stofnuð voru á fimmtudag. Meira
30. júní 2002 | Innlendar fréttir | 816 orð | 1 mynd

Kvæðamenning er þjóðargersemi

Viðar Hafsteinn Eiríksson fæddist í Reykjavík árið 1952. Frá 1979-87 rak hann eigið fyrirtæki, verkstæði og verslun, tók síðar við starfi á skrifstofu Kaupfélags Þingeyinga sem launafulltrúi. Meira
30. júní 2002 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Kyrrð í hlíðum Snæfellsjökuls

ÞAÐ skortir ekki litbrigðin í íslenska náttúru og ekki er annað hægt en að heillast af litadýrðinni sem veröldin á það til að sýna okkur. Myndin er tekin í hlíðum Snæfellsjökuls, þar sem franskir ferðamenn voru á ferðalagi á dögunum. Meira
30. júní 2002 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Lést á Skjálfandaflóa

MAÐURINN sem fannst látinn á Skjálfandaflóa í fyrradag hét Agnar Rafn Vilhjálmsson og var búsettur á Akureyri. Hann var 36 ára, fæddur 9. maí 1966. Hann var ókvæntur og barnlaus, en lætur eftir sig foreldra. Agnar var starfsmaður Vífilfells á Akureyri. Meira
30. júní 2002 | Innlendar fréttir | 325 orð

Lúti sömu reglum og hefðbundin stjórnsýsla gerir

SÖMU reglur munu í flestum tilvikum gilda um rafræna meðferð stjórnsýslumála og hefðbundna stjórnsýslumeðferð, ef farið verður eftir tillögum nefndar um rafræna stjórnsýslu sem hefur skilað inn skýrslu og drögum að nýju lagafrumvarpi til... Meira
30. júní 2002 | Innlendar fréttir | 277 orð | 1 mynd

Mjóifjörður iðar af lífi

MJÓIFJÖRÐUR iðar bókstaflega af lífi þessa dagana, þar hefur fyrirtækið Sæsilfur komið fyrir alls 18 kvíum fyrir laxeldi og er fiskur kominn í sjö þeirra. Í fimm kvíum sem sleppt var í síðasta sumar eru nú um 200 þúsund laxar. Meira
30. júní 2002 | Innlendar fréttir | 46 orð

Nýr sendiherra Svía á Íslandi

NÝR sendiherra Svía á Íslandi, Bertil Jobeus, afhenti trúnaðarbréf 5. júní sl. Hann tekur við af Herman af Trolle sem hefur gegnt embættinu síðan 1999. Joebus starfaði áður sem yfirmaður upplýsingamála hjá sænska utanríkisráðuneytinu. Meira
30. júní 2002 | Innlendar fréttir | 428 orð

Óeðlileg árás af hálfu sendiherra

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir mjög sérstakt að sendiherra Evrópusambandsins hafi ráðist "með þjósti", eins og hann orðar það, á forsætisráðherra sjálfstæðs ríkis. Meira
30. júní 2002 | Erlendar fréttir | 1571 orð | 1 mynd

"Bushkenningin"

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, telur að árásir að fyrra bragði á hryðjuverkahópa eða óvinveitt ríki, sem ráða yfir gereyðingarvopnum, séu réttlætanlegar til að verja siðmenninguna. Ásgeir Sverrisson segir frá kenningunni nýju og þeirri herfræði sem hún hvílir á. Meira
30. júní 2002 | Innlendar fréttir | 150 orð

Samherji kemur að starfsemi á 14 stöðum á landinu

SAMHERJI og tengd fyrirtæki eru nú með starfsemi á 14 stöðum á landinu. Þetta kemur meðal annars fram í viðtali Morgunblaðsins við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja. Skip Samherja eru 11 en skip tengdra fyrirtækja 14. Meira
30. júní 2002 | Innlendar fréttir | 295 orð

Segir verðbólguna hafa étið upp sparnaðinn

VERÐBÓLGAN á Íslandi á áttunda og níunda áratugnum er helsta orsökin fyrir því að 35 ára gamlar 500 króna bankainnistæður í Landsbanka Íslands hafa rýrnað, að sögn Halldórs J. Kristjánssonar, bankastjóra Landsbanka Íslands. Meira
30. júní 2002 | Innlendar fréttir | 245 orð

Siðareglur Háskólans í Reykjavík samþykktar

NÝVERIÐ voru samþykktar siðareglur sem gilda fyrir starfsmenn og nemendur Háskólans í Reykjavík. Háskólinn í Reykjavík er þekkingarsamfélag þar sem nemendur, kennarar, aðrir starfsmenn og samstarfsaðilar vinna saman að því að framfylgja stefnu skólans. Meira
30. júní 2002 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Siglir seglum þöndum

HVALASKOÐUNARBÁTURINN Haukur, í eigu Norðursiglingar ehf. á Húsavík, hefur gengið í gegnum miklar breytingar í vetur. Þær eru fólgnar í því að bátnum hefur verið breytt í skonnortu eins og þær sem gerðar voru út fyrir Norðurlandi fyrir rúmum 100 árum. Meira
30. júní 2002 | Innlendar fréttir | 196 orð

Skólaslit Rafiðnaðarskólans

SKÓLASLIT Rafiðnaðarskólans fóru fram við fjölmenna athöfn hinn 14. júní sl. Hátt í eitt hundrað nemendur voru útskrifaðir af fimm mismunandi námsbrautum. Meira
30. júní 2002 | Innlendar fréttir | 70 orð

Slasaðist alvarlega í bílslysi

UNGUR maður slasaðist alvarlega í bílslysi á Hlíðarbraut á Akureyri um klukkan hálfþrjú aðfaranótt laugardags. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var maðurinn einn í bifreiðinni þegar hann missti vald á henni og lenti á gangbrautarljósum. Meira
30. júní 2002 | Innlendar fréttir | 151 orð

Sveiflur í útgjöldum til matarkaupa

ÚTGJÖLD neytenda í dagvöruverslunum eru sveiflukennd á milli mánaða, skv. smásöluvísitölu Samtaka verslunar og þjónustu, en SVÞ birtir nú smásöluvísitöluna í annað sinn. Meira
30. júní 2002 | Innlendar fréttir | 192 orð

Söfnin á Eyrarbakka vel sótt

MIKIL aðsókn ferðamanna hefur verið að söfnunum á Eyrarbakka það sem af er sumri. Þau eru opin alla daga vikunnar klukkan 10 til 18. Í Sjóminjasafninu eru sýndar minjar frá sjósókn frá verstöðvunum fornu milli Þjórsár og Selvogs. Meira
30. júní 2002 | Innlendar fréttir | 73 orð

Tekinn á 155 km hraða í Öxnadal

ÖKUMAÐUR innan við tvítugt var tekinn á 155 km hraða í Öxnadal í fyrrakvöld. Vegurinn var blautur og aðstæður til aksturs því ekki góðar, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Hann gæti átt yfir höfði sér leyfissviptingu. Meira
30. júní 2002 | Innlendar fréttir | 154 orð

Uppkaup á einkaframkvæmdum athuguð

STARFSHÓPUR á vegum bæjarstjóra Hafnarfjarðar verður skipaður á næstu dögum en hann mun sjá um endurskoðun einkaframkvæmdasamninga sem bæjarfélagið hefur gert. Meira
30. júní 2002 | Erlendar fréttir | 171 orð

* YASSER Arafat, leiðtogi Palestínumanna, mun...

* YASSER Arafat, leiðtogi Palestínumanna, mun bjóða sig fram í forsetakosningum sem Palestínumenn hafa boðað í janúar, að því er náinn ráðgjafi Arafats sagði á miðvikudaginn, þótt George W. Meira
30. júní 2002 | Innlendar fréttir | 204 orð

Þróun byggist á að rannsóknir í heilbrigðisvísindum verði efldar

HÁSKÓLI Íslands og Landspítali - háskólasjúkrahús undirrituðu samning á föstudag sem er liður í því ferli að gera sjúkrahúsið að háskólasjúkrahúsi. Meira

Ritstjórnargreinar

30. júní 2002 | Leiðarar | 460 orð

Byggðastofnun og dreifing sjónvarpsefnis

Á ársfundi Byggðastofnunar, sem haldinn var fyrir skömmu, skýrði Kristinn H. Meira
30. júní 2002 | Leiðarar | 2075 orð | 2 myndir

Reykjavíkurbréf

Í gær, föstudag, var tilkynnt um stofnun samtakanna Heimssýnar, sem kynnt eru sem þverpólitísk samtök sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Meira

Menning

30. júní 2002 | Kvikmyndir | 230 orð

Af vitleysingum

Leikstjórn: Wallace Wolodarsky. Handrit: Joe Jarvis, Greg Coolidge. Kvikm.t: Michael D. O'Shea. Aðalhlutv.: Barry Watson, Michael Rosenbaum, Harland Williams og Melissa Sagemiller. 93. mín. Bandaríkin. Touchstone Pictures 2002. Meira
30. júní 2002 | Fólk í fréttum | 1986 orð | 1 mynd

Allt annar Grant

Það hafa allir skoðun á honum. Annaðhvort er hann einstakur gamanleikari og sjarmör í sérflokki eða ergilega einhæfur og óþolandi rola. En Skarphéðinn Guðmundsson komst að því er hann átti samtal við Hugh Grant í vikunni að þessum vinsælasta leikara Breta er alveg nákvæmlega sama hvað fólki finnst um hann. Meira
30. júní 2002 | Menningarlíf | 53 orð | 1 mynd

Andrés í Brydebúð

ANDRÉS Magnússon opnar á morgun, mánudaginn 1. júlí, sýningu á málverkum sínum í Brydebúð, Vík í Mýrdal. Andrés sótti námskeið í málaralist hjá Finni Jónssyni og Jóhanni Briem auk þess sem hann nam í Myndlistarskóla Reykjavíkur hjá Jóhannesi... Meira
30. júní 2002 | Menningarlíf | 638 orð | 1 mynd

Fjallað um áhrif ljósmynda í nútímasamfélagi

NÁMSTEFNA norrænna myndlistarkennara fór fram í Skógum dagana 23.-29. júní, og bar hún yfirskriftina Tungumál ljósmyndarinnar. Meira
30. júní 2002 | Menningarlíf | 340 orð | 1 mynd

Fjölbreytt dagskrá þjóðlagahátíðar

HIN árlega þjóðlagahátíð á Siglufirði hefst næstkomandi mánudag, 1. júlí, og stendur til 7. júlí. Á opnunardegi kl. 21 í Siglufjarðarkirkju flytur Kammerkór Kópavogs útsetningar Þorkels Atlasonar og Nuno Corte-Real á þjóðlögum. Meira
30. júní 2002 | Fólk í fréttum | 100 orð | 1 mynd

Hatar tónlistarhátíðir

FORSPRAKKI hljómsveitarinnar Pulp, Jarvis Cocker, lýsti í viðtali á dögunum yfir andúð sinni á tónlistarhátíðum á borð við Glastonbury, Reading og Hróarskeldu. "Það eru svo margar tónlistarhátíðir í gangi að fólk verður hundleitt á þessu. Meira
30. júní 2002 | Kvikmyndir | 277 orð

Heiðarleg tilraun en misheppnuð

Leikstjóri: Gregory Hoblit. Handrit: Billy Ray, Terry George. Kvikmyndataka: Alar Kivilo. Aðalhlutverk: Bruce Willis, Colin Farrell, Terrence Dashon Howard og Marcel Iures. Sýningartími: 125 mín. Bandaríkin. MGM, 2002. Meira
30. júní 2002 | Fólk í fréttum | 204 orð | 1 mynd

Hjarðeðli og fordómar

Bandaríkin, 2001. Bergvík VHS. (102 mín.) Bönnuð innan 12 ára. Leikstjórn: Neal Slavin. Aðalhlutverk: William H. Macy, Laura Dern, David Paymer og Meat Loaf. Meira
30. júní 2002 | Menningarlíf | 123 orð | 1 mynd

Hjúkrun

ÚT ER komin bókin Framtíðarsýn innan heilsugæsluhjúkrunar í ritstjórn Herdísar Sveinsdóttur og Ara Nyysti . Í bókinni er að finna umfjöllun hjúkrunarfræðinga og annarra um hjúkrun innan heilsugæslunnar. Meira
30. júní 2002 | Fólk í fréttum | 616 orð | 1 mynd

Horfið aftur til fortíðar

ÞAÐ er ekki oft sem fólk vonast eftir rigningu á opnunardegi listsýningar sinnar, en það gera Katrín og Matthías, sem í dag kl.16 opna sýninguna "Mórar/nærvídd" í Galleríi Skugga á Hverfisgötu 39. Og það er kannski ósköp skiljanlegt. Meira
30. júní 2002 | Fólk í fréttum | 92 orð | 1 mynd

Íkorninn og ég

LEIKKONAN Elizabeth Taylor ætlar á næstunni að leggjast í útgáfu bóka og það sem meira er ætlar hún að gefa út sín eigin ritverk. Önnur bókin ber heitið Nibble og ég og fjallar um íkornann Nibble sem Taylor átti sem gæludýr á unga aldri. Meira
30. júní 2002 | Menningarlíf | 141 orð

Japanskir tesiðir í Hafnarborg

Í TENGSLUM við sýningu textíllistamannsins Yoichi Onagi verður japönsk tesiðaathöfn í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, í dag, sunnudag, kl. 15. Í tilkynningu segir að á Muromachi-tímabilinu í Japan (u.þ.b. Meira
30. júní 2002 | Menningarlíf | 42 orð

Jazzhátíð á Egilsstöðum

HIN árlega Jazzhátíð á Egilsstöðum verður haldin, undir leiðsögn Árna Ísleifssonar, dagana 10. til 13. júlí. Meðal þeirra sem koma fram eru J.J. Meira
30. júní 2002 | Fólk í fréttum | 88 orð | 2 myndir

Köngulóarkærastan í tygjum við Ledge

KÆRASTA Köngulóarmannsins er með hugann við annað ofurmenni þessa dagana, ættað frá Ástralíu. Réttara sagt þá er Kirsten Dunst, leikkonan sem leikur Mary Jane, stóru ástina í lífi Köngulóarmannsins, í slagtogi við hjartaknúsarann Heath Ledge. Meira
30. júní 2002 | Menningarlíf | 61 orð

Ljósmyndir nemenda

UM þessar mundir stendur yfir í Kaffi Galleríi í Perlunni sýning á lokaverkefnum nemenda sem stunduðu á vorönn nám á ljósmyndabraut við Iðnskólann í Reykjavík. Meira
30. júní 2002 | Menningarlíf | 813 orð | 1 mynd

Markmiðið að bjóða gestum vandaða tónlistardagskrá

Um 80 flytjendur koma fram á Sumartónleikum í Akureyrarkirkju á fimm tónleikum í sumar. Margrét Þóra Þórsdóttir blaðamaður forvitnaðist um sögu Sumartónleikanna og dagskrána í sumar hjá Birni Steinari Sólbergssyni organista og Hrefnu Harðardóttur framkvæmdastjóra. Meira
30. júní 2002 | Menningarlíf | 59 orð | 1 mynd

Málverk dansara á Café Mílanó

SÝNING á vatnslitamyndum eftir Guðmundu Huldu Jóhannesdóttur stendur nú yfir á Café Mílanó, Faxafeni 11. Guðmunda er sjálfmenntuð í myndlist og er þetta í annað sinn sem hún heldur sýningu. Meira
30. júní 2002 | Menningarlíf | 33 orð

Niðurstöður kynntar

NIÐURSTÖÐUR dómnefndar í samkeppni um listskreytingu í nýjum höfðustöðvum Orkuveitu Reykjavíkur verða kynntar á morgun, mánudag, í Perlunni. Þær tillögur sem bárust verða opnaðar klukkan 15 á 4. hæð Perlunnar og til sýnis... Meira
30. júní 2002 | Menningarlíf | 98 orð | 1 mynd

Rit

Menningarsamtök Norðlendinga, Menor, hafa í tilefni af tuttugu ára afmæli samtakanna gefið út afmælisrit undir heitinu Slóðir mannanna , með inngangi eftir Ólaf Þ. Hallgrímsson , formann félagsins. Meira
30. júní 2002 | Fólk í fréttum | 670 orð | 3 myndir

Robert Plant syngur blús

Á SJÖUNDA áratugnum hrifust bresk ungmenni af tónlist bandarískra blökkumanna og fjölmargir tóku til við að herma eftir henni. Meira
30. júní 2002 | Menningarlíf | 452 orð

Samban hittir í hjartastað

Ife Tolentino söngur og gítar, Óskar Guðjónsson sópran- og tenórsaxófón, Helgi Svavar Helgason trommur og hristur. Gestur: Ómar Guðjónsson gítar. Mánudagskvöldið 24.7.2002. Meira
30. júní 2002 | Menningarlíf | 209 orð

Skáldsaga

ÚT ER komin hjá Máli og menningu skáldsagan Líflæknirinn eftir Per Olov Enquist í þýðingu Höllu Kjartansdóttur . Bókin segir frá Johann Friedrich Struensee sem árið 1768 var ráðinn líflæknir Kristjáns sjöunda Danakonungs, en líflátinn fjórum áður síðar. Meira
30. júní 2002 | Menningarlíf | 40 orð

Sýningu lýkur

Listasafn Sigurjóns Sýningu á verkum Sigurjóns Ólafssonar, "Konan - Maddama, kerling, fröken, frú..." lýkur í dag. Sýningin er framlag safnsins til listahátíðar. Meira
30. júní 2002 | Fólk í fréttum | 717 orð | 1 mynd

Vanur að tæma bikarinn í botn

ARNAR Björnsson er í landsliði íþróttafréttamanna. Mikið hefur borið á þeim félögum síðustu vikur vegna heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu þar sem þeir skiptast á að lýsa leikjunum fyrir áhorfendum, oftar en ekki með eftirminnilegum tilþrifum. Meira
30. júní 2002 | Menningarlíf | 1216 orð | 1 mynd

Verðmætir innflytjendur

ÚTI í heimi eru menn sem óðast að vakna til vitundar um það hve miklu skiptir að ekki sé litið á menningu þjóðanna sem óbreytanlegan fasta, sem beri að setja á stall og vernda fyrir utanaðkomandi áreiti, heldur beri að viðurkenna hana sem dýnamískt afl... Meira

Umræðan

30. júní 2002 | Bréf til blaðsins | 152 orð | 1 mynd

Endurfundir á Vífilsstöðum

LAUGARDAGINN 1. júní buðu nokkrir menn til endurfunda fólki sem hafði starfað á Vífilsstöðum, fólki sem dvalið hafði þar sem sjúklingar á árum áður og einnig þá sem ólust þar upp í kring. Meira
30. júní 2002 | Bréf til blaðsins | 437 orð

Um Bush og Palestínu

Á SAMA tíma og Bandaríkjaforseti hélt ræðu sína um málefni Mið-Austurlanda var enn nálykt í Jenín, allar borgir á Vesturbakkanum höfðu verið hernumdar af ísraelska hernum og hundruð þúsunda Palestínumanna voru lokuð inni á heimilum sínum vegna... Meira
30. júní 2002 | Bréf til blaðsins | 282 orð

Umhverfisviðurkenning fyrir hvað?

Í FRÉTTUM blaðsins 7. þ.m. er sagt frá umhverfisviðurkenningu Reykjavíkurborgar til Farfuglaheimilisins fyrir árið 2002 og það vakti hjá mér spurningu um, hvað gerði það maklegt þess að fá slíka viðurkenningu. Meira
30. júní 2002 | Bréf til blaðsins | 242 orð | 1 mynd

Þakkir Okkur langar að senda bestu...

Þakkir Okkur langar að senda bestu þakkir til Stefáns og Guðrúnar Gunnars í Ikea fyrir framúrskarandi lipurð og þjónustu. Við höfðum keypt vöru hjá þeim og er farið var að nota hana kom upp alvarlegur galli. Meira
30. júní 2002 | Bréf til blaðsins | 21 orð | 1 mynd

Þessar duglegu stúlku héldu tombólu til...

Þessar duglegu stúlku héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu 4.192 kr. Þær heita Erna Agnes Sigurgeirsdóttir og Una... Meira

Minningargreinar

30. júní 2002 | Minningargreinar | 730 orð | 1 mynd

BJÖRG JÓNSDÓTTIR

Björg Jónsdóttir fæddist í Hvammi við Dýrafjörð 25. ágúst 1905. Hún lést á Droplaugarstöðum 9. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Soffía Jónsdóttir, f. 11.8. 1875, d. 25.10. 1957, og Jón Jónsson, f. 1855, d. 2.6. 1926. Meira  Kaupa minningabók
30. júní 2002 | Minningargreinar | 2432 orð | 1 mynd

INGA JÓNA STEINGRÍMSDÓTTIR

Inga Jóna Steingrímsdóttir fæddist á Akureyri 28. desember 1946. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu á Akureyri aðfaranótt 20. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau Steingrímur Guðmundsson skrifstofumaður á Akureyri, f. 11. júlí 1916, d. 1. Meira  Kaupa minningabók
30. júní 2002 | Minningargreinar | 294 orð | 1 mynd

MARÍA BJARNADÓTTIR

María Bjarnadóttir fæddist í Stykkishólmi 8. ágúst 1915. Hún lést á Landspítalum við Hringbraut 8. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja og Bjarni Magnússon, járnsmiður og fangavörður í Stykkishólmi. Meira  Kaupa minningabók
30. júní 2002 | Minningargreinar | 2688 orð | 1 mynd

VALGARÐUR FRÍMANN

Valgarður Frímann fæddist á Akureyri 6. mars 1930. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 22. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhann Frímann, skólastjóri og skáld frá Hvammi í Langadal, f. 27.11. 1906, d. 28.2. Meira  Kaupa minningabók
30. júní 2002 | Minningargreinar | 1172 orð | 1 mynd

ÞÓRDÍS BJÖRGVINSDÓTTIR

Þórdís Björgvinsdóttir fæddist á Víðilæk í Skriðdal 14. september 1944. Hún lést í bílslysi við Finnafjarðará í Bakkafirði 17. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Níels Björgvin Sigfinnsson og Aðalbjörg M. Kjerúlf, ábúendur á Víðilæk. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

30. júní 2002 | Bílar | 286 orð | 4 myndir

Copen í slag við Smart og StreetKa

DAIHATSU hefur loks sýnt hinn róttæka tveggja sæta sportbíl Copen og það sem kemur mest á óvart er að hann er enn sérstæðari í útliti en hugmyndabíllinn sem sýndur var á bílasýningunni í Tókíó haustið 1999. Meira
30. júní 2002 | Ferðalög | 98 orð | 1 mynd

Fjársjóðir og leyndardómar í höllinni

BARNASAFNINU í Amsterdam hefur verið breytt í Asante-höll en nafnið er fengið frá Ghana. Í höllinni er móttökuherbergi, fjársjóðshirsla og leyndardómsherbergi. Þá er hægt að dást að garðinum, konunglegu fataherberginu og trommubandinu. Meira
30. júní 2002 | Ferðalög | 733 orð | 1 mynd

Fjölskylduferð í Kerlingarfjöll

Starfsfólk verkfræðistofunnar Línuhönnunar ákvað að fara í sumarferð í Kerlingarfjöll um síðustu helgi. Þór Sigurjónsson var í hópnum. Meira
30. júní 2002 | Bílar | 54 orð

Ford Fiesta

Vél: Fjórir strokkar, 1.388 rúmsentimetrar, 16 ventlar. Afl: 80 hestöfl við 5.700 snúninga á mínútu. Tog: 124 Nm við 3.500 snúninga á mínútu. Hröðun: 13,2 sekúndur. Hámarkshraði: 168 km/klst. Eyðsla: 6,1 lítri í blönduðum akstri. Lengd: 3.917 mm. Meira
30. júní 2002 | Bílar | 220 orð | 2 myndir

Golf yfirtekur gömlu Bjölluna í framleiðslu

GOLF númer 21.517.415 rann af framleiðslulínunni í verksmiðju Volkswagen í Wolfsburg síðastliðinn þriðjudag. Þetta væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að þar með hefur VW framleitt jafn mikið af Golf og framleitt var af gömlu Bjöllunni. Meira
30. júní 2002 | Ferðalög | 869 orð | 2 myndir

Gömul glæsiborg

Þó Parma á Ítalíu sé geysifögur og snyrtileg borg og skarti mörgum fornfrægum byggingum er hún ekki mikil ferðamannaborg. Ómar Óskarsson heimsótti borgina nýlega. Meira
30. júní 2002 | Ferðalög | 358 orð | 1 mynd

Gönguferð í ítölsku Ölpunum DAGANA 11.

Gönguferð í ítölsku Ölpunum DAGANA 11.-16. júlí bjóða Heimsferðir upp á gönguferð í ítölsku Ölpunum. Fararstjóri er Halldór Hreinsson. Meira
30. júní 2002 | Ferðalög | 109 orð | 1 mynd

Heilsubótargöngur í Austurríki

"GAKKTU þér til heilsubótar í fjöllunum" er slagorð þeirra sem bjóða nú gönguferðir í þjóðgarðinum Hohe Tauern í landi Salzburgar í Austurríki. Meira
30. júní 2002 | Bílar | 81 orð | 1 mynd

Kia Sorento kemur í lok júlí

KIA Sorento, nýi jeppinn sem sagt var frá í síðasta bílablaði, kemur til landsins í lok júlí í EX-útfærslu og mun kosta um 3,2 milljónir króna. Meira
30. júní 2002 | Ferðalög | 71 orð | 1 mynd

Klaustri breytt í farfuglaheimili

UNDANFARIÐ hafa nokkur ný farfuglaheimili bæst við í Bretlandi. Í Norðimbralandi er búið að opna slíkan gististað í gömlu skólahúsnæði sem rúmar 40 gesti. Meira
30. júní 2002 | Ferðalög | 241 orð | 1 mynd

Konur í kirkju og karlar í kökuhús

MEÐAN konur og börn hópast í kirkjurnar á sunnudagsmorgnum, laumast karlarnir í kökuhúsin að velja gómsæta tertu til að hafa meðferðis í sunnudagsheimsóknina. Meira
30. júní 2002 | Ferðalög | 314 orð | 2 myndir

Kort sem gagnast líka innlendum ferðamönnum

GESTAKORT Reykjavíkur er komið út. Um er að ræða nýtt og fjölbreyttara kort sem gagnast ekki síður innlendum ferðamönnum og íbúum höfuðborgarsvæðisins en útlendingum. Meira
30. júní 2002 | Bílar | 113 orð | 1 mynd

Loftþrýstingsskynjarar lögleiddir í Bandaríkjunum

FRÁ og með nóvember 2006 verða allir nýir bandarískir bílar að vera með búnað sem fylgist sjálfvirkt með loftþrýstingi í hjólbörðum. Bandaríska umferðaröryggisráðið, NHTSA, tekur ákvörðun um hvor af tveimur gerðum búnaðar verði fyrir valinu í mars 2005. Meira
30. júní 2002 | Bílar | 340 orð | 4 myndir

Mercedes-Benz annar til að fá fimm stjörnur

MERCEDES-BENZ C er annar bíllinn í sögu árekstrarprófana Euro NCAP sem fær fullt hús stiga, fimm stjörnur, í árekstrarprófun stofnunarinnar. Fyrsti bíllinn til að ná þessum árangri er nýjasta gerð Renault Laguna. Meira
30. júní 2002 | Bílar | 79 orð | 1 mynd

"Söluaukning" á Astra

BÚIST er við að sala á Opel Astra aukist gríðarlega á næstu mánuðum. Söluaukningin tengist hinum vinsæla, sjö sæta Opel Zafira fjölnotabíl. Astra, sem oft hefur verið söluhæsti bíllinn í Þýskalandi, er nú fimmti söluhæsti bíllinn þar í landi. Meira
30. júní 2002 | Ferðalög | 114 orð | 1 mynd

Ráðhúsið í London er gegnsætt

UM MIÐJAN júlí verður opnað í London nýja ráðhúsið sem mun hýsa borgarstjórann Ken Livingstone og borgarstjórnina. Húsið er um margt sérstakt og búist er við að það verði vinsæll áfangastaður ferðamanna. Meira
30. júní 2002 | Bílar | 74 orð | 1 mynd

Selur ekki hlut sinn í Ferrari

HALDIÐ verður almenningshlutafjárútboð í Ferrari í fyrsta sinn í sögunni síðar á þessu ári. Piero Ferrari, sonur Enzo Ferrari, stofnanda fyrirtækisins, kveðst ekki ætla að selja sín 10% í fyrirtækinu. "Þessi hlutur var fæðingargjöf frá föður mínum. Meira
30. júní 2002 | Ferðalög | 365 orð | 2 myndir

Sjó- og landferðir á hjólabáti

DYRHÓLEYJARFERÐIR heitir nýtt fyrirtæki sem Þorsteinn Gunnarsson, Margrét Guðmundsdóttir og Gunnar Þormar Þorsteinsson á Vatnskarðshólum í Mýrdal reka. Þau bjóða upp á kynnisferðir um svæðið í kringum Dyrhólaey á hjólabátum. Meira
30. júní 2002 | Bílar | 189 orð | 1 mynd

Skynvædd hemlunarstýring

NÝJUNGAR í bíltækni fá iðulega skammstafanir sem síðan verða með tímanum öllum kunnar. Nú vita langflestir fyrir hvað ABS stendur og margir vita að ESP stendur fyrir stöðugleikastýringu. Nú hefur Mercedes-Benz kynnt enn eina nýjung sem kallast SBC og... Meira
30. júní 2002 | Bílar | 555 orð | 6 myndir

Stærri og betri Fiesta

FORD hefur endurnýjað alla sína fólksbílalínu með nýju gerðinni af Ford Fiesta sem nú er komin til landsins. Fiesta er gjörbreyttur bíll og líkist nú meir stærri bræðrum sínum, Focus og Mondeo, þó einkum Focus sem greinilega er fyrirmyndin. Meira
30. júní 2002 | Afmælisgreinar | 1205 orð | 2 myndir

ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR TUNNARD OG GUÐMUNDUR INGVI SIGURÐSSON

Þegar Guðmundur Ingvi Sigurðsson lögmaður fæddist 16. júní 1922 varð systir hans Þórunn óhuggandi. Báðir foreldrar hennar höfðu sagt henni að nú myndi hún ef til vill eignast systur, en þegar í ljós kom að hún hefði eignast bróður grét hún viðstöðulaust. Meira
30. júní 2002 | Ferðalög | 540 orð | 1 mynd

Ætlum að reka notalegt sveitahótel

MIKLAR endurbætur hafa verið gerðar á Hótel Bjarkalundi í Reykhólasveit vetur og áfram er stefnt að því að reka það aðeins sem sumarhótel. Eigendaskipti urðu á hótelinusíðastliðið haust. Meira

Fastir þættir

30. júní 2002 | Árnað heilla | 39 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli .

80 ÁRA afmæli . Á morgun, mánudaginn 1. júlí, er áttræð Guðríður Björg Gunnarsdóttir, áður búsett í Ásgarði 47, Reykjavík, nú búsett á Elliheimilinu Grund . Hún tekur á móti ættingjum og vinum á afmælisdaginn kl. Meira
30. júní 2002 | Fastir þættir | 329 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

EFTIR alla umræðuna um útspilsdobl á þremur gröndum í vikunni er ekki nema sanngjarnt að gefa lesandanum færi á að spreyta sig. Meira
30. júní 2002 | Árnað heilla | 20 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. júní sl. af sr. Einari Eyjólfssyni í Fríkirkjunni í Hafnarfirði þau Hafdís Ármannsdóttir og Kristinn... Meira
30. júní 2002 | Í dag | 192 orð | 1 mynd

Hallgrímskirkja.

Hallgrímskirkja. Sumarkvöld við orgelið. Tónleikar kl. 20. Björn Steinar Sólbergsson leikur. Grafarvogskirkja. Sunnudagur: Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9-17 í síma 587-9070. Vídalínskirkja. Meira
30. júní 2002 | Dagbók | 865 orð

(Jóh. 4, 34.)

Í dag er sunnudagur 30. júní, 181. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Jesús sagði við þá: Minn matur er að gjöra vilja þess sem sendi mig, og fullna verk hans. Meira
30. júní 2002 | Fastir þættir | 161 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+ Rd7 4. 0-0 Rgf6 5. He1 a6 6. Bf1 b6 7. d4 cxd4 8. Rxd4 Bb7 9. Rc3 e6 10. g4 h6 11. Bg2 g5 12. h3 Re5 13. De2 Dc7 14. f4 gxf4 15. Bxf4 Rfd7 16. Had1 Be7 17. Hf1 0-0-0 18. Rf3 Hdg8 19. Rxe5 Rxe5 20. Kh1 Bg5 21. Bg3 Hh7 22. Meira
30. júní 2002 | Fastir þættir | 1051 orð | 1 mynd

Talan í krossinum

Dauðaslys í umferðinni hér á landi eru alltof mörg, og sár eftirlifenda djúp og munu líklega aldrei ná að gróa að fullu. Sigurður Ægisson hvetur til umhugsunar um þetta, einmitt núna, á tíma sumarleyfa og aukinna ferðalaga um misjafna vegina. Meira
30. júní 2002 | Dagbók | 36 orð

ÚR ERFILJÓÐUM

Viku af viku, nótt og dapran dag dauðans engill söng þitt vöggulag; söng og skenkti sárra kvala vín, söng og spann þitt hvíta dáins lín. Loks kom heilög hönd, sem um þig bjó, himnesk rödd, er sagði: Það er... Meira
30. júní 2002 | Fastir þættir | 464 orð

Víkverji skrifar...

Spennan nær hámarki í dag á heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu, með úrslitaleiknum í Japan. Þá mætast lið Brasilíu og Þýskalands, og svo merkilega vill til að þjóðirnar hafa aldrei mæst í lokakeppni HM. Meira

Íþróttir

30. júní 2002 | Íþróttir | 123 orð

KNATTSPYRNA Leikur um bronsverðlaun á HM...

KNATTSPYRNA Leikur um bronsverðlaun á HM í Suður-Kóreu. Suður-Kórea - Tyrkland 2:3 Mörk Suður-Kóreu : Lee Eul-young 9., Song Chong-gug 90. Mörk Tyrklands : Hakan Sukur 1., Ilhan Mansiz 12., 39. Markskot : Suður-Kórea 20 - Tyrkland 9. Meira
30. júní 2002 | Íþróttir | 220 orð | 1 mynd

* NÝR Íslandsmeistari í holukeppni karla...

* NÝR Íslandsmeistari í holukeppni karla verður krýndur í dag því sigurvegari sl. árs, Haraldur H. Heimisson úr GR, tapaði í 16-manna úrslitum keppninnar í gær. Guðmundur I. Einarsson lagði Harald , 2:1. Meira
30. júní 2002 | Íþróttir | 503 orð | 1 mynd

Tyrkir fögnuðu bronsinu

ÞAÐ var skemmtilegur bragur á leik Tyrkja og Suður-Kóreumanna í rimmu liðanna um bronsið á HM sem fram fór í gær, en Tyrkir höfðu þar betur í miklum markaleik, 3:2. Meira
30. júní 2002 | Íþróttir | 716 orð | 1 mynd

Þrautagangan á enda?

ÞRÁTT fyrir að það sé ekki óvenjuleg sjón að sjá Brasilíumenn leika til úrslita um heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu kemur það eflaust fjölmörgum á óvart að liðið skuli leika við Þjóðverja - en það voru ekki margir sem reiknuðu með að þýska liðið... Meira

Sunnudagsblað

30. júní 2002 | Sunnudagsblað | 1093 orð | 2 myndir

Bölvaldur eða bjargvættur?

Einræktun dýra er vísindaleg staðreynd, en hvert stefnir í einræktun manna? Háværar deilur eru um allan heim um hvort réttlætanlegt sé að stunda tilraunir með einræktun mannsins og hvort þar séu vísindin að seilast inn á hættubraut. Ítalski læknirinn Severino Antinori hefur sérstöðu í þessari umræðu og stendur mikill styr um tilraunir hans til einræktunar manna. Meira
30. júní 2002 | Sunnudagsblað | 91 orð

Dagskrá Norska hússins í sumar

29. júní - 6. ágúst. Ólöf Sigríður Davíðsdóttir og Snjólaug Guðmundsdóttir sýna glerverk og flókamyndir. 29. júní - 6. ágúst. Guðfinna Hjálmarsdóttir myndlistarkona sýnir verk sem gerð voru sérstaklega fyrir Norska húsið. Meira
30. júní 2002 | Sunnudagsblað | 421 orð | 6 myndir

Eyjamenning á Breiðafirði

Fjórir Vestmannaeyingar fóru nýlega í Breiðafjarðareyjar og dvöldu í Skáleyjum og í Flatey. Sigurgeir Jónasson ljósmyndaði eyjalífið á Breiðafirði. Meira
30. júní 2002 | Sunnudagsblað | 761 orð | 4 myndir

Fjölbreyttar sýningar í Norska húsinu á 170 ára afmælinu

Norska húsið var fyrsta tvílyfta íbúðarhúsið á Íslandi og eitt af þremur stærstu húsum landsins um áratuga skeið. Húsið hýsir nú byggðasafn Snæfells- og Hnappadalssýslu en, líkt og Ásdís Haraldsdóttir komst að, má þar m.a. sjá heimili heldri fjölskyldu í þéttbýli á 19. öld. Meira
30. júní 2002 | Sunnudagsblað | 1816 orð | 4 myndir

Hlaup ársins!

Ofurmaraþonhlaup eru haldin víða um heim, en þá hlaupa þátttakendur 100 km vegalengd. Þeir Ágúst Kvaran og Sigurður Gunnsteinsson hafa tekið þátt í nokkrum slíkum og nú síðast á Bretaníuskaga í Frakklandi. Meira
30. júní 2002 | Sunnudagsblað | 291 orð | 1 mynd

Íslenska landsliðið í matreiðslu ...

... er heldur betur að gera það gott þessa dagana. Yfir stendur strangur undirbúningur vegna heimsmeistarakeppninnar í matreiðslu sem haldin verður í Lúxemborg í nóvember. Meira
30. júní 2002 | Sunnudagsblað | 543 orð | 2 myndir

Kistubani sem flaksast og daðrar

MEÐ aukinni áherslu á fluguveiði hefur ekki farið hjá því að menn hafa horft til einstakra veiðistaða sem hentað hafa fluguveiðum illa og velt fyrir sér hvort ekki sé til einhver útfærsla eða töfrafluga sem gæti gert gæfumuninn. Meira
30. júní 2002 | Sunnudagsblað | 475 orð | 3 myndir

Kúrekapanna og ábrystir í óbyggðum

MIKILL ferða- og útigrillhugur er í mönnum þessa dagana og eftir að sumarblómin á suðvesturhorninu fuku mörg hver út í veður og vind í rokinu í kringum 17. júní virðist sem sumarið sé komið á kreik á nýjan leik. Meira
30. júní 2002 | Sunnudagsblað | 2830 orð | 3 myndir

Ljúflingurinn sem lét drauminn rætast

Stjáni stuð er einn vinsælasti poppþáttastjórnandi í útvarpi. Hildur Einarsdóttir leit inn til þessa litríka karakters sem lét mótlæti aldrei á sig fá og náði settu marki. Meira
30. júní 2002 | Sunnudagsblað | 17 orð | 3 myndir

Mikill húsakostur er í Skáleyjum, en...

Mikill húsakostur er í Skáleyjum, en þar var tvíbýli lengi vel. Hér er horft til bæjarhúsanna af... Meira
30. júní 2002 | Sunnudagsblað | 860 orð | 2 myndir

Poppað gildismat

ERTU á lausu? var yfirskrift atvinnuauglýsingar sem birtist í Morgunblaðinu á sunnudaginn var, en þar var Höfðaskóli á Skagaströnd að auglýsa eftir kennurum. Meira
30. júní 2002 | Sunnudagsblað | 1967 orð | 1 mynd

Siðfræði samofin öllum greiningum á meðgöngu

Hlutverk lækna hefur breyst verulega á síðustu árum og áratugum. Þeir gera sér í æ ríkari mæli grein fyrir að þeim ber að virða sjálfsákvörðunarrétt sjúklinga sinna, segir Frank A. Chervenak læknir í samtali við Ragnhildi Sverrisdóttur. Chervenak kom hingað til lands til að ræða við hérlenda kollega sína, m.a. um siðferðileg álitaefni við ómskoðanir á meðgöngu. Meira
30. júní 2002 | Sunnudagsblað | 4611 orð | 2 myndir

Sóknarfærin liggja áfram í sjávarútvegi

Samherji hefur verið í sviðsljósinu að undanförnu vegna aukinna umsvifa fyrirtækisins í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski. Þar rísa hæst kaup á auknum hlut í SVN og stór hlutur SVN og Samherja í SR-mjöli. Hjörtur Gíslason spurði Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, hvort fleiri landvinningar væru á döfinni. Hann segir svo ekki vera að sinni. Nú sé það framundan að vinna úr því sem fyrir liggi og réttlæta fjárfestinguna. Meira
30. júní 2002 | Sunnudagsblað | 4611 orð | 2 myndir

Sóknarfærin liggja áfram í sjávarútvegi

Samherji hefur verið í sviðsljósinu að undanförnu vegna aukinna umsvifa fyrirtækisins í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski. Þar rísa hæst kaup á auknum hlut í SVN og stór hlutur SVN og Samherja í SR-mjöli. Hjörtur Gíslason spurði Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, hvort fleiri landvinningar væru á döfinni. Hann segir svo ekki vera að sinni. Nú sé það framundan að vinna úr því sem fyrir liggi og réttlæta fjárfestinguna. Meira
30. júní 2002 | Sunnudagsblað | 820 orð | 1 mynd

Stórmennin allt um kring

Ég skal játa að ég fylgdist lítið með þeirri deilu sem risið hafði milli formanns Byggðastofnunar og forstjóra þessarar sömu stofnunar. Meiningamunur um ákvarðanir og stjórnsýslu, valdabarátta milli tveggja ráðríkra einstaklinga. Meira
30. júní 2002 | Sunnudagsblað | 1016 orð | 1 mynd

Tuttugu ár síðan endurhæfing hjartasjúklinga á Reykjalundi hófst

Tuttugu ár eru nú liðin síðan endurhæfing hjartasjúklinga á Reykjalundi hófst. Magnús B. Einarsson, yfirlæknir hjartadeildar Reykjalundar, segir hér Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá þeirri miklu framþróun sem orðið hefur í þessu starfi á ýmsum sviðum. Meira
30. júní 2002 | Sunnudagsblað | 162 orð | 1 mynd

Vín vikunnar

MALBEC-þrúgan er frá suðvesturhluta Frakklands og er hún stundum notuð í litlu magni í blöndur í Bordeaux, en er ríkjandi í vínunum frá svæðinu Cahors. Meira
30. júní 2002 | Sunnudagsblað | 656 orð | 1 mynd

Þjóðhagsstofnun hættir starfsemi

Frá 1983 hefur ítrekað verið reynt að breyta fyrirkomulagi í hagskýrslu- og hagspárgerð hins opinbera. Með niðurlagningu Þjóðhagsstofnunar á morgun hefur slík breyting náð fram að ganga. Meira

Barnablað

30. júní 2002 | Barnablað | 45 orð | 1 mynd

Dularfulla myndin!

VIÐ fengum senda þessa ótrúlega flottu og vel teiknuðu mynd og það fannst okkur gaman. En því miður gleymdi listamaðurinn að segja okkur nafn sitt og aldur og er hann nú hvattur til að segja til sín. Hvernig væri að senda okkur aðra mynd í... Meira
30. júní 2002 | Barnablað | 208 orð | 2 myndir

Í góðu "gripli"

Það er Róshildur Björnsdóttir 8 ára nemandi í Varmalandsskóla sem vann orðasamkeppnina þar sem finna átti nýtt orð yfir að "djöggla". Hún fann upp sagnorðið að "gripla" og nafnorðið "gripl". Meira
30. júní 2002 | Barnablað | 72 orð | 1 mynd

Krossgáta klára kúrekans

LÁRÉTT 1) Á stígvéli kúrekans til að reka he stinn áfram. 3) Tvítakta gangtegund íslenska hestsins. 7) Helsti óvinur kúrekans. 9) Fjórtakta gangtegund. 10) Hlaupin gangtegund hests. 11) Að ______ hesti. 12) Kúrekarnir fengu __ frá eldinum. Meira
30. júní 2002 | Barnablað | 30 orð | 1 mynd

Krókaleiðir vestursins

Oft vildu nautgripirnir hlaupa í burtu frá kúrekunum og þá urðu ótal krókaleiðir til á leiðinni yfir slétturnar. Settu þig í spor kúrekans og finndu réttu leiðina í gegnum þennan... Meira
30. júní 2002 | Barnablað | 107 orð | 1 mynd

Kúrekakúlur

Aumingja kúrekarnir fengu yfirleitt ömurlegt fæði: endalausar baunir og flesk og kaffi að drekka með. Þeir vissu því ekkert betra en þegar mamma þeirra útbjó smá sælgæti handa þeim til að borða við arineldinn á kvöldin. Meira
30. júní 2002 | Barnablað | 94 orð | 4 myndir

Kúrekar norðursins?

Þessu kláru krakkar voru á reiðnámskeiði hjá Íshestum og þau voru orðnir svo góðir reiðmenn að þau væru fínasta efni í góða kúreka. Fyrst þurfa þau að kemba hestunum og gera þá fína, en hver krakki hefur sama hestinn allt námskeiðið. Meira
30. júní 2002 | Barnablað | 19 orð | 1 mynd

Kúreki að vinna

Hér er kúrekinn Jesse James á fullu við erfiða vinnu sína. Hvernig væri að gera líf hans léttara og... Meira
30. júní 2002 | Barnablað | 314 orð | 1 mynd

Langar þig að verða kúreki?

Oftast lítur út fyrir það í bíómyndum að líf kúrekans hafi verið eitthvert sældarlíf, á hestbaki í sífelldri útilegu og svo bardagar við indíána svona inni á milli til að krydda tilveruna. En það er víst ekki satt. Meira

Ýmis aukablöð

30. júní 2002 | Kvikmyndablað | 461 orð | 1 mynd

Fálkarnir fljúga í haust

TVÆR myndir frá Íslensku kvikmyndasamsteypunni verða frumsýndar síðsumars og í haust. Sýningar á Fálkum, nýjustu mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, hefjast 27. september í nokkrum kvikmyndahúsum. Meira
30. júní 2002 | Kvikmyndablað | 482 orð

Flestir þekkja svipinn

Tim Matheson er þrátt fyrir allt, með uppteknari kvikmynda- og sjónvarpsleikurum. Komst í humátt við toppinn á tímabili en lenti nánast jafnhraðan í miðjumoði lágsléttunnar á nýjan leik. Meira
30. júní 2002 | Kvikmyndablað | 410 orð | 1 mynd

Hollywood stjórnar

Oft heyrir maður fólk ræða um að einu bíóinu vegni betur en öðru. Réttara sagt (eins og málin standa í dag) að önnur bíóblokkin gangi betur. Þó svo að umhverfið og aðstaðan skipti máli er það fyrst og síðast tröllatakið sem Hollywood hefur á heimsmarkaðnum sem ræður hvert fólk fer í bíó. Meira
30. júní 2002 | Kvikmyndablað | 162 orð | 1 mynd

Kubrick og Napoleon

FJÖLSKYLDA kvikmyndaleikstjórans Stanleys Kubrick tilkynnti í vikunni að ákveðið væri að gefa út bók á næsta ári um áætlanir leikstjórans að gera mynd um Napóleon Frakklandskeisara. Meira
30. júní 2002 | Kvikmyndablað | 155 orð | 1 mynd

"Dulbúnar" auglýsingatekjur MR

VIÐ könnumst við leynda og ljósa auglýsingamennsku innan fjölda bíómynda. Bílategundir, fatamerki, áfengistegundir o.s.frv., sem eru vísvitandi gerð mun meira áberandi en efni standa til. Meira
30. júní 2002 | Kvikmyndablað | 127 orð | 1 mynd

"Við gefumst aldrei upp..."

HOLLENSKI leikstjórinn Paul Verhoeven neitar að viðurkenna að hafa orðið undir í baráttunni fyrir því að koma Basic Instinct 2 á koppinn. Meira
30. júní 2002 | Kvikmyndablað | 1056 orð | 4 myndir

Sérsveit hinna útvöldu heiðursmanna

Teiknimyndasögur ráða ferðinni í kvikmyndaiðnaðinum um þessar mundir. Breski myndasagnasmiðurinn Alan Moore (From Hell) fékk þá snjöllu hugmynd að púsla saman þessum frægu persónum úr heimsbókmenntunum í teiknimyndasöguna The League of Extraordinary Gentlemen. Sæbjörn Valdimarsson komst að því að hér var komin úrvalssveit sem Hollywood fékk ekki staðist. Meira
30. júní 2002 | Kvikmyndablað | 946 orð | 2 myndir

Sveiflur Schumachers

Þegar best lætur setja myndir Joels Schumachers aðsóknarmet um allar jarðir. Inn á milli koma slæmir skellir. Sæbjörn Valdimarsson komst að því að ferill mannsins er ærið skrykkjóttur, en nýjasta myndin hans, Bad Company, er frumsýnd hérlendis um helgina. Meira
30. júní 2002 | Kvikmyndablað | 49 orð | 1 mynd

Tim M.

Undanfarin ár hefur Tim Matheson verið meira áberandi í sjónvarpi en á tjaldinu. Skýtur þó upp kollinum í einni og einni bíómynd á milli. M.a. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.