Greinar miðvikudaginn 10. júlí 2002

Forsíða

10. júlí 2002 | Forsíða | 463 orð | 1 mynd

Bætt siðferði er brýnasta þörf efnahagslífsins

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti hvatti til aukinnar ráðvendni í fyrirtækjarekstri í Bandaríkjunum og boðaði umbætur sem eiga að auka trúnaðartraust í viðskiptalífinu, er hann ávarpaði rúmlega eitt þúsund kaupsýsluforkólfa á Wall Street í New York í gær. Meira
10. júlí 2002 | Forsíða | 162 orð

Jafn margir og í Afganistan?

RÚSSNESKI þingmaðurinn Anatolí Kúlíkov, sem var innanríkisráðherra um miðjan tíunda áratuginn, réðst í gær harkalega á stefnu Rússa í Tsjetsjníu og gaf í skyn að mannfallið væri mun meira en stjórnvöld hafa fullyrt. Meira
10. júlí 2002 | Forsíða | 209 orð

"Stund nýrrar vonar "

LEIÐTOGAR Afríkuríkja stofnuðu nýtt bandalag, Afríkusambandið, á fundi í s-afrísku borginni Durban í gær og sögðu stofnun þess marka tímamót í sögu þessarar stríðshrjáðustu og fátækustu álfu heims. Meira
10. júlí 2002 | Forsíða | 93 orð

Sumrinu aflýst

JAFNVEL á breskan mælikvarða - þar sem rigning er fráleitt óalgeng - hefur þetta sumar verið óvenju votviðrasamt, og sagði breskt blað í fyrirsögn á sunnudaginn: "Sumrinu 2002 aflýst. Meira
10. júlí 2002 | Forsíða | 129 orð | 1 mynd

Viðræður lofa góðu

PALESTÍNSK stúlka í rústum heimilis síns í flóttamannabúðunum í Rafa á Gazasvæðinu í gær. Ísraelski herinn beitti í fyrrinótt jarðýtum til að eyðileggja fimm palestínsk hús syðst á Gaza. Meira

Fréttir

10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 148 orð

200 ára afmælis lögreglunnar minnst á næsta ári

LÖGREGLAN fagnar 200 ára afmæli sínu á næsta ári og óskaði Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra eftir því á ríkisstjórnarfundi í gær að hálf milljón króna yrði veitt af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar í kostnað vegna afmælisins. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Allt eðlilegt við hlaupið í Skaftá

HLAUPIÐ í Skaftá náði hámarki við Sveinstind í gærmorgun, en vegna eðlilegrar dægursveiflu var rennslið meira í gærkvöldi, að sögn Kristins Einarssonar, yfirverkefnisstjóra hjá vatnamælingum Orkustofnunar. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 247 orð

Atvinnutækifærum flugvirkja fjölgar

FLUGMÁLASTJÓRN er byrjuð að gefa út JAR-66 skírteini fyrir flugvirkja. Skírteinið veitir íslenskum flugvirkjum réttindi til atvinnu í fagi sínu í öllum aðildarríkjum Flugöryggissamtaka Evrópu (JAA). Meira
10. júlí 2002 | Suðurnes | 74 orð

Aukafundur um ráðningu bæjarstjóra

BÆJARRÁÐ hefur samþykkt að ráða Ólaf Örn Bjarnason, viðskiptafræðing í Kanada, sem bæjarstjóra Grindavíkur út yfirstandandi kjörtímabil. Boðaður verður aukafundur bæjarstjórnar síðar í mánuðinum til að staðfesta ráðninguna formlega. Meira
10. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 746 orð | 1 mynd

Á að geta haft afskipti af innanríkismálum

Afríkusambandið á að fá miklu meiri völd en Einingarsamtök Afríku höfðu, meðal annars vald til að hafa afskipti af innanríkismálum Afríkuríkja til að binda enda á stríðsátök og hópmorð. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 46 orð

*Á hverjum degi eru farnar 47...

*Á hverjum degi eru farnar 47 þúsund flugferðir í farþegaflugi. *Þota hefur sig til flugs aðra hverja sekúndu að meðaltali. *Þrjár milljónir farþega ferðast daglega með flugi. *Árið 2000 var heildarfjöldi farþega 1,2 milljarðar í 17 milljónum flugferða. Meira
10. júlí 2002 | Akureyri og nágrenni | 113 orð

Átján umsóknir um stöðuna

ÁTJÁN umsóknir bárust um starf sveitarstjóra Þingeyjarsveitar í S-Þingeyjarsýslu. Þingeyjarsveit er 750 íbúa sveitarfélag, sem varð til við sameiningu Reykdælahrepps, Bárðdælahrepps, Ljósavatnshrepps og Hálshrepps. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 291 orð

Átta milljarða verk í Noregi

VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ Ístak hf. hefur ásamt danska verktakafyrirtækinu E. Pihl og Søn A/S og norska verktakafyrirtækinu AFS gert samning við norska olíufyrirtækið Statoil um verkefni upp á samtals um 8 milljarða íslenskra kr. Meira
10. júlí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 83 orð

Bann við bifreiðastöðum á hluta Skúlagötu

BORGARRÁÐ hefur samþykkt bann við bifreiðastöðum á Skúlagötu austan Barónsstígs vestan Snorrabrautar. Bannið er sett að ósk Húsfélagsins Skúlagötu 40, 40A og 40B. Meira
10. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 328 orð

Báðir tilkynntu um lækkun

FLUGMENN beggja vélanna sem rákust á yfir Þýskalandi í síðustu viku tilkynntu flugumferðarstjóranum í Sviss að þeir væru að lækka flugið til að forðast árekstur innan við mínútu áður en slysið varð, að því er þýskir embættismenn greindu frá í gær. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 95 orð

Biskupsstofa skoðar mál sóknarprests

EKKI er afráðið hvað gert verður vegna máls Jón Ísleifssonar, sóknarprests í Árnesprestakalli á Ströndum, en Biskupsstofu hefur borist undirskriftalisti frá sóknarbörnum hans þar sem þess er farið á leit að hann verði leystur frá störfum í sókninni. Meira
10. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Bjargað úr sjávarháska

Taívönskum björgunarmönnum í þyrlum og á björgunarbátum tókst að bjarga ríflega 110 kínverskum sjómönnum úr brennandi skipi undan strönd Taívans í gær. Veður er mjög slæmt á þessum slóðum, mjög hvasst og sjór úfinn. Meira
10. júlí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 385 orð | 1 mynd

Breyttar áherslur vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar

ÁHERSLUR nýs meirihluta í Hafnarfirði munu breyta fyrri stefnumörkun bæjarins varðandi úrlausnir í umferðarmálum á Reykjanesbraut. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 244 orð

Búist við um 3.000 þátttakendum

BÚIST er við um þrjú þúsund þátttakendum á landsmót skáta sem standa mun dagana 16. til 23. júlí að Hömrum, skammt innan við Akureyri. Erlendir skátar verða um eitt þúsund frá 25 til 30 löndum en aðrir eru íslenskir skátar af öllu landinu. Meira
10. júlí 2002 | Akureyri og nágrenni | 139 orð | 1 mynd

Byggja upp loftnetskerfi fyrir nettengingar

SKRÍN ehf. á Akureyri og eMax ehf. í Kópavogi hafa undirritað samstarfssamning um uppbyggingu á þráðlausri netþjónustu. Meira
10. júlí 2002 | Akureyri og nágrenni | 78 orð

Dagskrá Listasumars

HEITUR fimmtudagur í Deiglunni 11. júlí kl. 21.30: J.J. Soul Band - söngur, slagverk, gítar og munnharpa. STÓRTÓNLEIKAR í Ketilhúsinu föstudagskvöld kl. 23. Meira
10. júlí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 356 orð | 1 mynd

Deiliskipulag Alaskareitsins samþykkt í skipulagsnefnd

SKIPULAGS- og bygginganefnd Reykjavíkur hefur samþykkt auglýst deiliskipulag Alaskalóðarinnar svonefndu. Meðal athugasemda sem bárust var undirskriftalisti með nöfnum 84 íbúa í Breiðholti. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 44 orð

Dönsk kona fannst heil á húfi

BJÖRGUNARSVEITAMENN frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu leituðu í gær að 34 ára gamalli danskri konu í nágrenni Þorlákshafnar og Selfoss uns hún kom fram heil á húfi við bæinn Hlíðarenda í Ölfusi. Hennar hafði verið saknað síðan aðfaranótt þriðjudags. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 55 orð

Edda - miðlun selur Dreifingarmiðstöðina

EDDA - miðlun og útgáfa hf. hefur samþykkt kauptilboð Gunnars Thoroddsens fyrir hönd fjárfesta í dótturfyrirtæki sitt, Dreifingarmiðstöðina hf., við Suðurhraun í Garðabæ. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Eins og á síldarárunum

HOFFELL SU kom úr norsku síldarsmugunni með fullfermi af síld, um 1.400 tonn, til Fáskrúðsfjarðar í gær og þar af um 200 tonn af kældri síld sem fóru í vinnslu, en 39 ár eru síðan síld úr norsk-íslenska stofninum var söltuð á Fáskrúðsfirði. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 406 orð

Enn haldið sofandi vegna sýkingar

ÁTTA ára íslenskri stúlku, sem slasaðist alvarlega í bílslysi í Árósum á fimmtudag, er enn haldið sofandi í öndunarvél á sjúkrahúsi í Danmörku. Að sögn föður stúlkunnar er hún með háan hita sem virðist vera vegna sýkingar, líklega í lungum. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 680 orð | 1 mynd

Fjármögnun tryggð með alþjóðlegu samstarfi

FJÁRÖFLUNARFUNDUR vegna sameiginlegs átaks ESB, Rússlands, alþjóðastofnana og einstakra landa um mengunarmál, kallað Northern Dimension Environmental Partnership eða NDEP var haldinn í Brussel í gær. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Fjögurra bíla árekstur á Miklubraut

FJÓRIR bílar lentu í árekstri á Miklubraut í Reykjavík á móts við göngubrúna við Rauðagerði um hálfellefuleytið í gærkvöldi. Bílarnir skemmdust mikið en ekki er talið að fólk hafi slasast alvarlega. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 212 orð

Flestir svaladrykkir eyða glerungnum

NÝ RANNSÓKN, sem birt er í nýjasta tölublaði Læknablaðsins, bendir til að flestir svaladrykkir á íslenskum markaði, þ.e. gosdrykkir, djús og ávaxtasafar, auk íþrótta- og orkudrykkja, hafi glerungseyðandi áhrif. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 250 orð

Framlengdir speglar mikilvægir

MEIRIHLUTI ökumanna notar orðið spegla með framlengingu þegar þeir aka með fellihýsi aftan í bifreiðum, en ástandið þarf þó enn að batna, að sögn Ríkharðs J. Björgvinssonar hjá umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 293 orð | 2 myndir

Frábær silungsveiði

Silungsveiðin hefur víða verið frábær og fiskur vænn á sumum svæðum. Eftirspurn eftir slíkri veiði hefur og verið vaxandi, því eins og einhver orðaði það er mikið framboð þessa dagana á uppgjafa laxveiðimönnum sem vilja fara að setja í eitthvað kvikt. Meira
10. júlí 2002 | Akureyri og nágrenni | 363 orð

Fyrsta skrefið í stærri viðskiptum

Sæplast hf. hefur lokið samningum um sölu á kerum, lokum og fleiru til stórrar og fullkominnar síldarflökunarverksmiðju í Þýskalandi. Uppbygging verksmiðjunnar hefur staðið frá árinu 2000 og er ætlunin að taka hana í notkun í febrúar næstkomandi. Meira
10. júlí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 110 orð

Fækkar í bekkjardeildum

NEMENDUM í bekkjardeildum Grunnskóla Reykjavíkur fækkaði um 7,6 frá skólaárinu 1960-1961 til skólaársins 2000-2001. Þetta kemur fram í Árbók Reykjavíkur sem nýkomin er út. Af töflu sem þar er birt má sjá að meðalfjöldi í bekk var 27,2 skólaárið... Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Góðar laxagöngur þrátt fyrir vatnsleysi

ÁR á Vesturlandi eru vatnslitlar vegna mikilla þurrka og segir Ásgeir Heiðar, fulltrúi leigutaka í Laxá í Kjós, að miklir þurrkar hafi sett stórt strik í reikninginn og vatnsleysið hafi farið illa með veiðimenn, en ekki hafi rignt í tvo mánuði. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 104 orð

Grasaferð með Ásthildi

FARIÐ verður í grasaferð laugardaginn 13. júlí. Áætlað er að ferðin taki um 3 klst. frá kl. 11-14. Farið verður undir leiðsögn Ásthildar Einarsdóttur grasalæknis og fegrunarsérfræðings. Meira
10. júlí 2002 | Landsbyggðin | 119 orð | 1 mynd

Gróðursett við leikskólann Sólvelli

Á LEIKSKÓLALÓÐINA við leikskólann Sólvelli í Grundarfirði er nú kominn myndarlegasti trjágróður þar sem áður voru grasflatir. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 105 orð

Gönguferð á Helgafell með Ferðafélagi Íslands

Í DAG, miðvikudaginn 10. júlí, gengst Ferðafélag Íslands fyrir kvöldgöngu á Helgafell við Hafnarfjörð. Helgafell er 340 m hátt, klettótt og bratt móbergsfjall, en þó auðgengið á rana að norðaustanverðu. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 797 orð | 1 mynd

Hátíð heima hjá Leifi heppna

Rögnvaldur Guðmundsson fæddist í Reykjavík árið 1958 en ólst upp á Ásum í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu. Meira
10. júlí 2002 | Landsbyggðin | 242 orð | 1 mynd

Hótel Anna opnar

NÚ Í BYRJUN júlí verður opnað nýtt hótel, Hótel Anna, að Moldnúpi undir Eyjafjöllum, sem segja má, að sé eitt minnsta hótel landsins, en jafnframt líklega eitt best búna hótel í sveit. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 214 orð

Íslandi gerð skil í Washington Post

ÍSLANDI eru gerð ítarleg skil í ferðaútgáfu bandaríska dagblaðsins The Washington Post síðastliðinn sunnudag. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 399 orð

Íslandsdeild gagnlegur vettvangur

AÐILAR að Íslandsdeild FSF eru Flugleiðir, Flugfélagið Atlanta, Flugfélag Íslands og Íslandsflug auk Flugmálastjórnar. Þá eiga Bláfugl og Flugskóli Íslands áheyrnaraðild. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 178 orð

Keikó á slóðum háhyrninga

TILRAUNIR til að háhyrningurinn Keikó aðlagist lífinu í villtri náttúrunni standa enn yfir, en hann er nú á slóðum háhyrninga við Vestmannaeyjar. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 470 orð

Keppnisbann í torfæruakstri dæmt ólögmætt

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt ólögmætt keppnisbann, sem Landssamband íslenskra akstursíþróttafélaga (LÍA) setti keppanda í torfæruakstri í árið 2000. Var LÍA dæmt til að greiða keppandanum 950 þúsund krónur í bætur og 300 þúsund krónur í... Meira
10. júlí 2002 | Landsbyggðin | 101 orð | 1 mynd

Krakkar vinna nýtileg störf

EINS og undanfarin sumur sér Hólmavíkurhreppur ungmennum fyrir vinnu við ýmis hagnýt störf. Unglingavinnan hófst 10. júní og stendur í u.þ.b. mánuð á sumri. Krakkarnir eru á aldrinum 13-16 ára og eru núna tuttugu og fjögur ungmenni í vinnu. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 94 orð

Kviknaði í Austurborg

SKÖMMU fyrir miðnætti í gærkvöldi kviknaði í Austurborg SH í Ólafsvíkurhöfn. Ekki var búið að slökkva eldinn þegar blaðið fór í prentun en þá lá fyrir að miklar skemmdir voru á bátnum og búið var að flytja einn úr áhöfninni burtu með reykeitrun. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 293 orð | 1 mynd

Leifshátíð á Eiríksstöðum haldin í þriðja sinn

LEIFSHÁTÍÐ í Dölum verður haldin um næstu helgi í þriðja sinn. Á Leifshátíð verður keppt í reiptogi yfir Haukadalsá, glímu, stökkum, hlaupum, grjótkasti o.fl. Meira
10. júlí 2002 | Landsbyggðin | 172 orð | 1 mynd

Loðdýrabændur á Héraði byggja nýja fóðurstöð

LOÐDÝRABÆNDUR á Héraði eru að byggja nýja fóðurstöð sem framleiða mun loðdýrafóður fyrir alla loðdýrabændur á svæðinu. Meira
10. júlí 2002 | Akureyri og nágrenni | 139 orð | 1 mynd

Loðnu landað í Krossanesi

NÓTASKIPIÐ Ísleifur VE kom til löndunar í Krossanesi í hádeginu í gær með um 600 tonn af loðnu. Hilmar Steinarsson verksmiðjustjóri sagði að loðnuveiðin væri heldur treg þessa stundina en hann vonaðist þó til að Antares VE kæmi til löndunar í dag. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 292 orð | 1 mynd

Merki um nýtingu auðlinda á miðöldum

KOMIÐ hefur í ljós að gufuleiðsla, sem í sumar hefur verið grafin upp í Reykholti í Borgarfirði, liggur inn á bæjarstæðið í átt að húsi með hellulögðu gólfi sem fannst í fyrrasumar. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 141 orð

Mikið af grasfrjói í loftinu

FRJÓTALA grasa fór yfir 20 síðastliðinn sunnudag og gera má ráð fyrir að um þessar mundir sé mikið af frjókornum í loftinu þar sem veður hefur verið gott og dálítill vindur en þetta eru kjöraðstæður fyrir frjókorn grastegunda, hundasúru og túnsúru, að... Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 38 orð

Námskeið gegn reykingum

Í BOÐI er vikudvöl með námskeiði til að hætta reykingum hjá Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Innritun stendur nú yfir á námskeið sem halda á dagana 18. til 25. ágúst næstkomandi. Upplýsingar og innritun fer fram hjá Heilsustofnun, beidni@hnlfi. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 317 orð

Norsk yfirvöld fallast ekki á tillögur Festar

MENGUNARVARNIR norska ríkisins (SFT) fallast ekki á þær tillögur sem Útgerðarfélagið Festi hf. hefur lagt fram um aðgerðir til að koma í veg fyrir mengun frá fjölveiðiskipinu Guðrúnu Gísladóttur KE-15 sem sökk við strendur Lofoten 19. júní síðastliðinn. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 111 orð

Nýir starfsmenn ASÍ

TVEIR nýir starfsmenn hafa verið ráðnir til Alþýðusambands Íslands. Ingvar Sverrisson, héraðsdómslögmaður, hefur verið ráðinn lögfræðingur í lögfræðideild ASÍ og hóf hann störf 1. júlí síðastliðinn. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 59 orð

Nýr listi frá Freeman's

NÝR haust- og vetrarlisti Freeman's er kominn út. Hefur hann að bjóða vöruúrval fyrir konur á aldrinu 20-50 ára, fatnað fyrir karla og börn. Þá er einnig boðið uppá rúmföt. Í frétt frá Freeman's kemur fram að margföldunargengi hafi verið lækkað. Meira
10. júlí 2002 | Akureyri og nágrenni | 250 orð

Nýtt umræðukerfi á vef félagsins

ATVINNUÞRÓUNARFÉLAG Eyjafjarðar hefur opnað umræðukerfi á vef félagsins, sem ætlað er að vera vettvangur skoðanaskipta um allt sem skiptir máli. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Næturdrottning í fullum skrúða

BLÓMIN sem prýða hinn bráðfallega kaktus sem á myndinni sést, en hann nefnist Næturdrottning, eru skammlíft augnakonfekt. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 154 orð

Pósthúsinu við Hofsvallagötu lokað

ÍSLANDSPÓSTUR hefur sameinað tvö pósthús í Vesturbænum í Reykjavík. Pósthúsinu við Hofsvallagötu hefur verið lokað og öll starfsemi sem þar var færð á pósthúsið við Eiðistorg. Þrír starfsmenn voru á pósthúsinu við Hofsvallagötu. Meira
10. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 701 orð | 1 mynd

Sextán ára blökkumaður sætti barsmíðum

LÖGREGLUMAÐUR í Inglewood, einu úthverfa Los Angeles-borgar í Bandaríkjunum, hefur verið leystur tímabundið frá störfum eftir að fram kom myndband sem sýnir hann slá ungan pilt, sem hafði verið handjárnaður, í andlitið og lemja höfði hans við... Meira
10. júlí 2002 | Akureyri og nágrenni | 202 orð

Sigurður P. og Rannveig hlutskörpust í Þorvaldsdalsskokki

SVOKALLAÐ Þorvaldsdalsskokk fór að þessu sinni fram í níunda sinn laugardaginn 7. júlí í ágætisveðri en bæði daginn áður og daginn eftir hefði þoka tálmað för manna um dalinn. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 55 orð

Skjámarkaðurinn á Stöð 1

SKJÁMARKAÐURINN hóf að senda út síðastliðinn laugardag á dreifikerfi Stöðvar 1 sem nær til Faxaflóasvæðisins á rás 21, 471,25 mhz. Ná útsendingar til þeirra sem hafa hefðbundin loftnet. Meira
10. júlí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 230 orð | 1 mynd

Slysagatnamót gerð að hringtorgi

FRAMKVÆMDIR eru hafnar við gerð hringtorgs á gatnamótum Suðurlandsvegar og Breiðholtsbrautar en gatnamótin hafa verið í umræðunni um árabil vegna alvarlegra umferðarslysa sem þar hafa orðið. Áætlað er að framkvæmdum ljúki í haust. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 88 orð | 2 myndir

Slæmur umgangur gæsaveiðimanna

ÞAÐ var ófögur aðkoma Sveins Pálssonar, grenjaskyttu á Aðalbóli í Hrafnkelsdal, þar sem gæsaveiðimenn höfðu huslað úrgang af tugum gæsa sem þeir hafa skotið á síðasta hausti. Meira
10. júlí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 144 orð

Sorpið í borginni eykst

HEILDARMAGN sorps sem féll til í Reykjavík í fyrra var 30.300 tonn. Kostnaður vegna sorphirðu og sorpeyðingar vegna þessa var um 420 milljónir króna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Árbók Reykjavíkur 2001 sem Reykjavíkurborg gefur út. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 542 orð

Spurning um viðhorf og hugsunarhátt

ÍSLANDSDEILD Flight Safety Foundation stóð einnig fyrir ráðstefnu um vinnubrögð og samskipti flugrekenda við ýmsa aðila í framhaldi af flugslysi eða flugatviki. Meira
10. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 571 orð

Stefnu Ecevit líkt við "pólitískar fornleifar"

BULENT Ecevit, forsætisráðherra Tyrklands, hafnaði í gær kröfum um að hann segði af sér vegna heilsubrests eða boðaði til þingkosninga fyrir tímann en kjörtímabilið rennur ekki út fyrr en 2004. Meira
10. júlí 2002 | Miðopna | 2653 orð | 1 mynd

Stoðar ekki að bera fyrir sig vanþekkingu

Hlutverk og ábyrgð stjórna fyrirtækja hefur verið í umræðunni á Íslandi og erlendis undanfarið. Enn sjást þess lítil merki í dómaframkvæmd á Íslandi að oftar reyni á ábyrgð stjórnarmanna en þó hafa á síðustu áratugum fallið nokkrir dómar þar sem ábyrgð stjórnarmanna kemur við sögu. Steingerður Ólafsdóttir kynnti sér málið. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 132 orð

Styðja félag ungra lækna

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. "Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík styðja Félag ungra lækna í baráttu sinni fyrir betri kjörum og mannúðlegri vinnutíma. Meira
10. júlí 2002 | Landsbyggðin | 52 orð | 1 mynd

Sullað í blíðunni

ÞAÐ ER ekki leiðinlegt að vera í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum á góðviðrisdögum. Það er hægt að sulla í tjörninni eða fá hjálp frá mömmu til að leika sér á stultum sem eru þar ásamt öðru dóti til að leika sér með. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 61 orð

Sumarhátíð hjá Byrginu

UM næstu helgi, þ.e. 12. til 14. júlí, verður sumarhátíð Byrgisins haldin í Rockville á Miðnesheiði. Svæðið verður opnað kl. 16 á föstudag. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 958 orð | 3 myndir

Svifflugið endalaus áskorun

Níu svifflugmenn taka þátt í 21. Íslandsmótinu í svifflugi sem fer fram á flugvellinum á Hellu þessa dagana. Mótið stendur alls í níu daga en veðurguðirnir eru ekki alltaf hliðhollir svifflugmönnum og er keppt alla daga sem veður leyfir. Í gær viðraði ágætlega til svifflugsins og var það annar keppnisdagurinn. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Svifið um háloftin í góðu veðri

VIÐ flugvöllinn á Hellu er mikið líf um þessar mundir en þar fer fram Íslandsmeistaramótið í svifflugi. Keppendur í ár eru níu talsins, en mótið fer fram annað hvert ár og stendur í níu daga í senn. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 313 orð

Sýknaður með úreldu lagaákvæði

ÚRELD grein almennra hegningarlaga var notuð til að rökstyðja sýknu eins sakborninga í dómi héraðsdóms yfir Árna Johnsen nýverið. Manninum hafði verið gefið að sök að hafa lofað að greiða Árna 650. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 327 orð

Sættir reyndar vegna meints brots um málsmeðferð

RÍKISSTJÓRNIN hefur óskað eftir tillögum Mannréttindadómstóls Evrópu um sættir í máli íslensks karlmanns en maðurinn telur að brotið hafi verið á rétti sínum til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi, sem kveðið er á um í Mannréttindasáttmála Evrópu. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 356 orð | 2 myndir

Textabrengl í athugasemd um hraðfiskibáta

Vegna tæknilegra mistaka varð verulegt textabrengl í þriðja dálki athugasemdar Þorsteins Más Baldvinssonar í miðopnu Morgunblaðsins í gær um hraðfiskibáta þannig að þessi kafli varð illlæsilegur. Þessi kafli birtist því hér aftur ásamt töflum þeim sem vísað er til í þessum texta: Meira
10. júlí 2002 | Suðurnes | 659 orð | 2 myndir

Til fyrirmyndar í öllum háttum

VETRARSTARFI sundliðs Íþróttabandalags Reykjanesbæjar lauk formlega í fyrradag og var sundfólkinu haldin veisla til að fagna góðum árangri á nýliðnu Sundmeistaramóti Íslands og ekki síst frábæru gengi liðsins í vetur. Meira
10. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 788 orð | 1 mynd

Tsjetsjenar lýsa grimmd rússneskra hermanna

NÆR 150.000 tsjetsjenskir flóttamenn eru enn í Ingúsetíu, fátæku héraði í Suður-Rússlandi, og þótt kjör þeirra séu mjög bág geta þeir ekki hugsað sér að verða við ósk rússneskra stjórnvalda og snúa aftur til Tsjetsjníu. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 86 orð

Tvísköttunarsamningur við Grænland

NÝLEGA var undirritaður tvísköttunarsamningur milli Íslands og Grænlands í Nuuk á Grænlandi. Geir H. Haarde fjármálaráðherra og efnahags- og fjármálaráðherra Grænlands, Augusta Salling, undirrituðu samninginn. Meira
10. júlí 2002 | Suðurnes | 186 orð

Tvær hugmyndir til skoðunar

HUGMYNDIR hafa komið upp um að byggja þriggja deilda leikskóla við hlið nýja leikskólans við Krók í Grindavík í stað þess að byggja nýjan fjögurra deilda leikskóla við Dalbraut á grunni gamla skólans þar. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 430 orð | 1 mynd

Um 70% flugslysa verða í aðflugi og lendingu

Flugöryggissamtökin Flight Safety Foundation fjölluðu nýverið um fækkun flugslysa í aðflugi og lendingu á fundi sem haldinn var hér á landi. Jóhannes Tómasson fylgdist með því sem fram kom á fundinum. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Ungur nemur

LITLU folöldin í Skagafirði fylgjast með athöfnum hinna eldri af mikilli athygli en það er líkast því að kennsla í grasáti fari fram. Meira
10. júlí 2002 | Akureyri og nágrenni | 222 orð

Uppákomur í Kompunni

KONUR sjá um uppákomur og fyrirlestra í Kompunni, vinnustofu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur í Kaupvangsstræti á Akureyri, nú í júlí, undir yfirskriftinni "Á slaginu sex". Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 312 orð

Úrskurði um Norðlingaölduveitu seinkar

ÚRSKURÐI Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Norðlingaölduveitu seinkar um mánuð. Búast má við honum 9. eða 12. ágúst. Ástæða seinkunarinnar er að Landsvirkjun lagði fram ný gögn í málinu. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 362 orð

Vilja fá að nota forskeytið "vildar-"

Í FRÉTT Morgunblaðsins sl. laugardag, 6. júlí, kemur fram að Flugleiðir hf. gera athugasemd við notkun vefsíðunnar www.diet. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 399 orð

Von á kútunum um næstu mánaðamót

SKORTUR á gaskútum fyrir prímusvörurnar svokölluðu hefur gert vart við sig í sumar, en að sögn talsmanna olíufélaganna hafa erlendir framleiðendur ekki staðið við sinn hlut. Von er þó á kútunum um næstu mánaðamót. Meira
10. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Þakið þrifið

VÍST er að margir hafa nýtt sér góða veðrið á höfuðborgarsvæðinu í sumar til útiverka. Víða má sjá fólk taka til í garðinum og mála hús og grindverk. Meira

Ritstjórnargreinar

10. júlí 2002 | Leiðarar | 577 orð

Arabaríki í kreppu

Skýrsla, sem kynnt var í Kaíró í Egyptalandi í síðustu viku, varpar ljósi á djúpstæðan vanda, sem ríki araba eiga við að etja. Meira
10. júlí 2002 | Staksteinar | 458 orð | 2 myndir

Ási á Á, á á.

BRYNJÓLFUR Ægir Sævarsson skrifar á Deiglunni um sparisjóðina og hvernig málin horfa við honum. Í fyrirsögn velur hann þessa setningu sem er tilvitnun í Gagn og gaman, kennslubók fyrir byrjendur í lestri. Meira
10. júlí 2002 | Leiðarar | 326 orð

Vestfirzk fjölmenning

Á Vestfjörðum er tíundi hluti íbúa af erlendu bergi brotinn. Það var því vel til fundið að velja Fjölmenningarsetri stað á Vestfjörðum, en það þjónar landinu öllu. Í umfjöllun Morgunblaðsins sl. Meira

Menning

10. júlí 2002 | Menningarlíf | 116 orð

Að hætti Suzuki á Laugarvatni

SUZUKISAMBANDIÐ heldur námskeið mánudaginn 15. júlí tíl föstudagsins 19. júlí fyrir fiðlu- og sellónemendur á Laugarvatni. Margt verður um manninn á námskeiðinu, en von er á 200 þátttakendum. Meira
10. júlí 2002 | Tónlist | 502 orð

Af djöflasláttum og emúfuglum

Norskir og miðevrópskir þjóðdansar, klezmer- og sígaunalög. Sturm und Drang (Ragnar Heyerdahl, fiðla; Eilif Moe, gítar; Svein Haugen, kontrabassi). Föstudaginn 5. júlí kl. 23. Meira
10. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 81 orð | 1 mynd

Ástfangin í garðinum?

SPÆNSKI söngvarinn Enrique Iglesias og rússneska tennisstjarnan Anna Kournikova voru saman á Party in the Park-tónleikunum í Hyde Park í London á dögunum en það var í fyrsta sinn sem þau komu fram saman opinberlega. Meira
10. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 316 orð | 1 mynd

Einvalalið sveiflunnar á 15. djasshátíðinni

FIMMTÁNDA djasshátíð Egilsstaða hefst í kvöld í Valaskjálf á Egilsstöðum og stendur í fjóra daga. Meira
10. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 61 orð

GAUKUR Á STÖNG Stefnumót Undirtóna.

GAUKUR Á STÖNG Stefnumót Undirtóna. Fram koma Stjörnukisi, Graveslime og Panman, allt mætar rokksveitir. Stjörnukisa þarf vart að kynna fyrir rokkþyrstum en sveitin var að gefa út langþráða fyrstu plötu sína á dögunum. Meira
10. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 539 orð | 1 mynd

Heil sköpun

Um langt skeið hefur Davíð Þór Jónsson verið talinn efnilegasti djassleikari Íslands en það er ekki fyrr en nú að hann gefur út disk undir eigin nafni. Arnar Eggert Thoroddsen spjallaði við pilt. Meira
10. júlí 2002 | Menningarlíf | 2233 orð | 1 mynd

HIN SKYNRÆNA VITUND

Gera má því skóna að réttbær efnisleg rökræða hafi aldrei náð fótfestu í íslenzkri orðræðu er skarar sjónmenntir. Það er með öðru inntak eftirfarandi ritsmíðar Braga Ásgeirssonar þar sem hann gerir athugasemdir við innlegg Gunnars Harðarsonar kennara í heimspeki við Háskóla Íslands og listheimspeki við Listaháskóla Íslands í Lesbók 29. júní. Meira
10. júlí 2002 | Menningarlíf | 91 orð

Hótel Höfði, Ólafsvík: Söngkvartettinn Rúdolf syngur...

Hótel Höfði, Ólafsvík: Söngkvartettinn Rúdolf syngur kl. 22. Meira
10. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 334 orð | 2 myndir

Hundaæði í bíó

ÞAÐ fór eins og marga hafði grunað, fólk flykktist á Scooby-Doo um helgina en myndin var frumsýnd í 5 kvikmyndahúsum á landinu á föstudaginn. Meira
10. júlí 2002 | Myndlist | 734 orð | 1 mynd

Kjarval og allir hinir

Opið alla daga frá 11-17. Lokað mánudaga. Til 28. júlí. Aðgangur 300 krónur. Sýningarskrá 100 krónur. Meira
10. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 371 orð | 1 mynd

Krassandi Gautaborgarhljómur

Tónleikar bandarísku rokksveitarinnar Darkest Hour. Einnig léku Mínus og Klink. Laugardagurinn 6. júlí, 2002. Meira
10. júlí 2002 | Menningarlíf | 452 orð | 3 myndir

Listaverkum forðað frá glötun

Í LISTASAFNI Sigurjóns Ólafssonar hafa sérfræðingar á sviði afsteypu höggmynda verið að störfum. Verkefni þeirra er að taka mót af tveimur lágmyndum Sigurjóns frá árunum 1977-78. Meira
10. júlí 2002 | Tónlist | 400 orð

Litháísk orgeltónlist

Jurate Bundezaite frá Litháen. Litháísk orgeltónlist og BACH prelúdían eftir Liszt. Sunnudagurinn 7. júlí, 2002. Meira
10. júlí 2002 | Menningarlíf | 88 orð | 1 mynd

Marý á Mokka

LISTAKONAN Marý opnar á morgun, fimmtudag, sýningu á verkum sínum á Mokka kaffi við Skólavörðustíg. Meira
10. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 526 orð | 1 mynd

Ofleikið gegn fordómum

ÞRÁTT FYRIR lágan meðalaldur fólksins í leikhópnum Ofleik hefur hópurinn fest sig í sessi meðal íslenskra áhugamannaleikhópa. Í kvöld verður frumsýnd þriðja sýning Ofleiks á einu og hálfu ári en áður hafa þau sýnt leikritin Einmana og E . Meira
10. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 112 orð | 1 mynd

Robbie sem Svarthöfði?

SÖNGFUGLINN Robbie Williams hefur að undanförnu sótt leiklistarnámskeið í Bandaríkjunum en hann ku binda miklar vonir við frama á því sviði í framtíðinni. Meira
10. júlí 2002 | Menningarlíf | 182 orð | 1 mynd

Sigurvegari í keppni ungra lúðrasveita

SKÓLALÚÐRASVEIT Tónlistarskóla Seltjarnarness hlaut 1. verðlaun í keppni ungra lúðrasveita á Göteborg Music Festival á dögunum í keppnisflokki ungra hljóðfæraleikara. Alls tóku um tvö þúsund ungmenni þátt í keppninni. Meira
10. júlí 2002 | Menningarlíf | 127 orð | 1 mynd

Skáldsaga

SKÁLDSAGAN Ást á rauðu ljósi eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur hefur verið gefin út á ný en hún kom fyrst út árið 1960. Þegar bókin leit fyrst dagsins ljós vakti hún mikla athygli og þótti óvenjudjörf. Meira
10. júlí 2002 | Myndlist | 519 orð | 1 mynd

Sælla að gefa en þiggja

Galleríið er opið frá fimmtudögum til sunnudags frá kl. 14-18. Sýningunni lýkur 21. júlí. Meira
10. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 677 orð | 1 mynd

Sögur í tónlist

JJ Soul Band opnar djasshátíðina á Egilsstöðum í dag og vinnur nú að upptökum á þriðja geisladisk sínum. Guðjón Guðmundsson ræddi við J.J. Soul, annan forsprakka hljómsveitarinnar af þessu tilefni. Meira
10. júlí 2002 | Menningarlíf | 146 orð | 1 mynd

Söngvarar í sumarskapi

Í SMÁRA, sal Söngskólans í Reykjavík, verður í kvöld flutt dagskrá kl. 20 undir heitinu Óperustjörnur morgundagsins. Átta ungir söngvarar sem valdir voru, að því er segir í tilkynningu, eftir ströngum prófum munu syngja. Meira
10. júlí 2002 | Menningarlíf | 37 orð

Ættfræði

KOMIN er út hjá Ættfræðiþjónustunni bókin Fagurhólsbræður úr Landeyjum - niðjatal Sigurðar Einarssonar, bónda í Fagurhól, og Helgu Einarsdóttur, eiginkonu hans. Meira
10. júlí 2002 | Kvikmyndir | 616 orð | 1 mynd

Öll sund lokuð

Leikstjóri: Adrian Lyne. Handrit: Alvin Sargent, William Broyles, Jr. Kvikmyndatökustjóri: Peter Biziou. Tónlist: Jan A.P. Kaczmarek. Aðalleikendur: Richard Gere, Diane Lane, Oliver Martinez, Erik Per Sullivan, Myra Lucretia Taylor, Michelle Managhan, Chad Lowe. Sýningartími 124 mín. 20th Century Fox. Bandaríkin 2002. Meira

Umræðan

10. júlí 2002 | Bréf til blaðsins | 173 orð

Einstakur félagsskapur

MIG langar til þess að fólk fái að vita af alveg einstökum félagsskap sem heitir Bergmál. Félagsskapur þessi stendur fyrir ókeypis orlofsdvöl fyrir langveika og sjúka og er allt þeirra starf unnið í sjálfboðavinnu. Meira
10. júlí 2002 | Bréf til blaðsins | 363 orð

Gott fyrirkomulag ÉG er ekki sammála...

Gott fyrirkomulag ÉG er ekki sammála skrifum Víkverja sl. laugardag þar sem hann kvartar yfir því að nota þurfi 100 krónu mynt í pant til að fá innkaupakörfu hjá Bónusi í Kringlunni. Meira
10. júlí 2002 | Bréf til blaðsins | 639 orð | 1 mynd

Hugleiðingar um lífið og dauðann

FLESTIR Íslendingar, sem komnir eru nokkuð til vits og ára, kannast við danska dægurljóðið "Lille sommerfugl". Það mun hafa verið í kringum 1970, sem þetta ljóð við viðfelldið lag, barst til Íslands frá Danmörku. Meira
10. júlí 2002 | Aðsent efni | 473 orð | 1 mynd

Innflutningur laxaseiða frá Noregi er lögbrot

Skora ég á alla unnendur íslenska villilaxins að taka höndum saman, segir Þorsteinn Þorsteinsson, og sjá til þess að innflutningur af þessu tagi nái ekki fram að ganga. Meira
10. júlí 2002 | Aðsent efni | 832 orð | 1 mynd

Jarðskjálftaálag í Reykjavík

Það kann ekki góðri lukku að stýra, segir Júlíus Sólnes, að ganga fram hjá þeim, sem helzt búa yfir þeirri þekkingu, sem þörf er fyrir, en taka heldur lægsta tilboðinu. Meira
10. júlí 2002 | Aðsent efni | 505 orð

Ofríki stjórnar SPRON

UNDANFARNA daga hafa fimm stofnfjáreigendur í SPRON freistað þess að ná til tilskilins hluta stofnfjáreigenda í SPRON til að krefjast fundar stofnfjáreigenda, þar sem fjallað yrði um ágreiningsmálin sem uppi eru í sparisjóðnum. Meira
10. júlí 2002 | Aðsent efni | 973 orð | 1 mynd

Vaxtargeta ein-stakra fiska erfist

Með krókaveiðum, segir Jónas Bjarnason, má þyrma stórum og hraðvaxandi fiski og stuðla að klaki góðra afkomenda. Meira

Minningargreinar

10. júlí 2002 | Minningargreinar | 1967 orð | 1 mynd

ÁSDÍS JÓNSDÓTTIR

Ásdís Jónsdóttir fæddist í Hafnarfirði 3. febrúar 1938. Hún lést á heimili sínu mánudaginn 24. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grafarvogskirkju 2. júlí. Meira  Kaupa minningabók
10. júlí 2002 | Minningargreinar | 236 orð | 1 mynd

ESTER LÁRA MAGNÚSDÓTTIR

Ester Lára Magnúsdóttir fæddist á bænum Kjarna í Eyjafirði 29. apríl 1917. Hún lést á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði 20. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 28. júní. Meira  Kaupa minningabók
10. júlí 2002 | Minningargreinar | 2299 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR GÍSLASON

Guðmundur Gíslason fæddist í Reykjavík 27. júní 1921. Hann lést á heimili sínu 29. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jörgen Þórðarson kaupmaður, f. 6. september 1878, d. 30. september 1951, og kona hans Oddrún Sveinsdóttir handavinnukennari, f. 1. Meira  Kaupa minningabók
10. júlí 2002 | Minningargreinar | 131 orð | 1 mynd

HJALTI HAUKUR ÁSGEIRSSON

Hjalti Haukur Ásgeirsson fæddist 31. október 1973. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu aðfaranótt 20. júní síðastliðins og var útför hans gerð frá Kópavogskirkju 5. júlí. Meira  Kaupa minningabók
10. júlí 2002 | Minningargreinar | 366 orð | 1 mynd

HLYNUR BJARNASON

Hlynur Bjarnason fæddist í Siglufirði 14. mars 1983. Hann lést af slysförum 5. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Siglufjarðarkirkju 14. júní. Meira  Kaupa minningabók
10. júlí 2002 | Minningargreinar | 497 orð | 1 mynd

INGA JÓNA STEINGRÍMSDÓTTIR

Inga Jóna Steingrímsdóttir fæddist á Akureyri 28. desember 1946. Hún lést á heimili sínu á Akureyri 20. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akureyrarkirkju 1. júlí. Meira  Kaupa minningabók
10. júlí 2002 | Minningargreinar | 5782 orð | 1 mynd

JÓN GUÐMUNDSSON

Jón Guðmundsson fæddist að Hvammi í Landsveit 15. maí 1929. Hann lést á heimili sínu mánudaginn 1. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson bóndi í Hvammi, Landsveit, f. 8. september 1899, d. 25. Meira  Kaupa minningabók
10. júlí 2002 | Minningargreinar | 397 orð | 1 mynd

NANNA BJÖRK FILIPPUSDÓTTIR

Nanna Björk Filippusdóttir fæddist á Norðfirði 4. mars 1959. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 28. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 5. júlí. Meira  Kaupa minningabók
10. júlí 2002 | Minningargreinar | 1201 orð | 1 mynd

SIGURLAUG ÁRNADÓTTIR

Sigurlaug Árnadóttir fæddist á Sauðárkróki 6. febrúar 1910. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu á Höfn í Hornafirði 26. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Stafafellskirkju í Lóni 6. júlí. Meira  Kaupa minningabók
10. júlí 2002 | Minningargreinar | 272 orð | 1 mynd

VALGERÐUR BRIEM

Valgerður Briem fæddist á Hrafnagili í Eyjafirði 16. júní 1914. Hún lést í Reykjavík 13. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
10. júlí 2002 | Minningargreinar | 262 orð | 1 mynd

ÞÓRARINN EIÐSSON

Þórarinn Eiðsson fæddist á Blönduósi 18. júlí 1962. Hann lést er hann fór útbyrðis af frystitogaranum Arnari HU 1 14. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hólaneskirkju á Skagaströnd 22. júní. Meira  Kaupa minningabók
10. júlí 2002 | Minningargreinar | 678 orð | 1 mynd

ÞÓRHALLUR LÁRUS STÍGSSON

Þórhallur Lárus Stígsson fæddist að Eiði í Grindavík 10. júní 1938. Hann lést á líknardeild Landspítala í Kópavogi 30. júní síðastliðinn. Foreldrar Þórhalls voru Stígur Guðbrandsson útvegsbóndi, síðar lögregluþjónn, og kona hans, Vilborg Jónsdóttir. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

10. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 496 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Bleikja 390 390 390...

ALLIR FISKMARKAÐIR Bleikja 390 390 390 21 8,073 Blálanga 88 76 78 394 30,772 Flök/Bleikja 215 100 138 36 4,980 Gellur 420 400 405 65 26,300 Grálúða 160 160 160 98 15,680 Gullkarfi 96 60 80 12,128 975,558 Hlýri 135 89 103 384 39,378 Keila 74 5 46 222... Meira
10. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 233 orð

Íslandsbanki auglýsir eftir lántakendum

ATHYGLI hefur vakið að Íslandsbanki hefur auglýst útlán sín síðustu daga, en það er nokkur breyting frá því sem verið hefur að undanförnu að bankar auglýsi eftir lántakendum. Meira
10. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 212 orð

Íslandssími semur við P/F Kall í Færeyjum

ÍSLANDSSÍMI hf. og færeyska fjarskiptafélagið P/F Kall hafa skrifað undir samning um að Íslandssími verði ráðgefandi og veiti sérfræðiaðstoð við uppbyggingu farsímakerfis P/F Kall í Færeyjum. Meira
10. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 451 orð | 1 mynd

Laxeldi fellur vel að annarri starfsemi Samherja

SAMHERJI stefnir á árlegt eldi á 20.000 tonnum af laxi í laxeldisfyrirtæki sínu og Síldarvinnslunnar, Sæsilfri, sem þegar hefur hafið verulegt eldi í Mjóafirði. Meira
10. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 627 orð | 1 mynd

Reynt var til þrautar að halda rekstri áfram

BEIÐNI um gjaldþrotaskipti Íslenskrar útivistar ehf., sem rekur útivistarverslunina Nanoq í Kringlunni, var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en versluninni hefur verið lokað, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Meira
10. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 154 orð

Skyggnir opnar útibú í Hollandi

SKYGGNIR hf. hefur opnað útibú í Rotterdam í Hollandi. Markmiðið er að auka þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins í Evrópu og stefnt er að aukinni markaðssókn á svæðinu. Skyggnir sérhæfir sig í alhliða rekstrarþjónustu og hýsingu tölvukerfa. Meira
10. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 426 orð | 1 mynd

Tekjufærsla en engin greiðsla

BANDARÍSKI lyfjarisinn Merck & Co. hefur á síðustu þremur árum fært 12,4 milljarða Bandaríkjadala til tekna án þess að hafa fengið þá greidda. Meira

Fastir þættir

10. júlí 2002 | Árnað heilla | 15 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Í dag, miðvikudaginn 10. júlí, er fimmtugur Eysteinn Haraldsson, verkfræðingur, Bæjargili 37,... Meira
10. júlí 2002 | Árnað heilla | 41 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli .

70 ÁRA afmæli . Í dag, miðvikudaginn 10. júlí, er sjötug Vera Fannberg Kristjánsdóttir, Fróðengi 8, Reykjavík. Af því tilefni tekur hún á mót ættingjum og vinum í dag á heimili dóttur sinnar og tengdasonar í Starengi 86 frá kl. 16 til... Meira
10. júlí 2002 | Árnað heilla | 22 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli .

80 ÁRA afmæli . Í dag, miðvikudaginn 10. júlí, er áttræður Halldór Guðmundsson pípulagningameistari, Þangbakka 8, Reykjavík. Eiginkona hans er Anna Steinunn Jónsdóttir... Meira
10. júlí 2002 | Fastir þættir | 380 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Gísli og Sveinn unnu þrjú kvöld í röð í sumarbrids Föstudagskvöldið 5. júlí var mikið fjör í sumarbrids, 24 pör spiluðu Mitchell-tvímenning og tíu sveitir skráðu sig til leiks í Miðnæturmonrad að honum loknum. Meira
10. júlí 2002 | Fastir þættir | 438 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

ÞEGAR litið er yfir kerfisflóruna á nýliðnu Evrópumóti kemur í ljós að langflestir keppendur spila Standard, a.m.k. upp að tveimur tíglum. Meira
10. júlí 2002 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. júní sl. í Langholtskirkju af sr. Sigurði Grétari Sigurðssyni þau Stefanía Björnsdóttir og Guðmundur Hafsteinsson . Heimili þeirra er í Sólheimum 27 í... Meira
10. júlí 2002 | Í dag | 160 orð

Dómkirkjan.

Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 5209700. Háteigskirkja. Kvöldbænir kl. 18. Neskirkja. Bænamessa kl. 18. Sr. Frank M. Halldórsson. Seljakirkja . Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Meira
10. júlí 2002 | Fastir þættir | 45 orð

Félag eldri borgara í Kópavogi Átján...

Félag eldri borgara í Kópavogi Átján pör spiluðu í Gjábakka sl. föstudag og urðu úrslit þessi í N/S: Albert Þorsteinss. - Björn Árnason 257 Júlíus Guðmundss. - Oliver Kristóferss. 242 Bergsv. Meira
10. júlí 2002 | Dagbók | 755 orð

(Jóh. 5,25.)

Í dag er miðvikudagur 10. júlí, 191. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Eins og faðirinn hefur líf í sjálfum sér, þannig hefur hann og veitt syninum að hafa líf í sjálfum sér. Meira
10. júlí 2002 | Dagbók | 87 orð

KVÆÐI

Endurminningin er svo glögg um allt, sem að í Klömbrum skeði. Fyrir það augna fellur dögg og felur stundum alla gleði - þú getur nærri, gæzkan mín, Guðný hugsar um óhöpp sín. Meira
10. júlí 2002 | Fastir þættir | 159 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 d5 4. d4 Be7 5. Bg5 0-0 6. e3 Rbd7 7. Hc1 a6 8. c5 c6 9. Bd3 e5 10. Bxf6 Bxf6 11. Rxe5 Bxe5 12. dxe5 De7 13. Re2 Rxe5 14. Rd4 Dg5 15. Bf1 Bg4 16. Dd2 Dg6 17. f3 Bd7 18. Kf2 Hae8 19. Be2 Df6 20. h3 He7 21. b3 Hfe8 22. Hc3 h5 23. Meira
10. júlí 2002 | Fastir þættir | 507 orð

Víkverji skrifar...

ÁSTÆÐA er til að vekja athygli ferðalanga sem vilja fara í óbyggðir á afrétti Gnúpverja. Þar á Víkverji nánar tiltekið við svæðið norður af Sultartangavirkjun og Sultartangalóni, svæðið meðfram Þjórsá að vestanverðu. Meira
10. júlí 2002 | Viðhorf | 967 orð

Æskudýrkun og gráu hárin

"Ég man vel eftir þessum þætti því ég hafði aldrei séð svona margt "gamalt fólk" saman komið í einum umræðuþætti áður. En það var tími til kominn." Meira

Íþróttir

10. júlí 2002 | Íþróttir | 119 orð

Atli hættur hjá Grindavík

MARKVÖRÐURINN Atli Knútsson mun ekki leika fleiri leiki með Grindavíkurliðinu í knattspyrnu á þessari leiktíð og mun Albert Sævarsson því standa í marki liðsins gegn KR á mánudaginn. Meira
10. júlí 2002 | Íþróttir | 105 orð

Ásmundur í Völsung

ÁSMUNDUR Arnarsson, annar markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í fyrra, er genginn til liðs við 2. deildarlið Völsungs. Samkvæmt heimasíðu félagsins er stefnt að því að hann leiki með liðinu gegn Tindastóli í kvöld. Meira
10. júlí 2002 | Íþróttir | 369 orð

Guðjón tekur við botnliðinu í Noregi

GUÐJÓN Þórðarson verður næsti þjálfari norska knattspyrnufélagsins Start og stýrir því í síðari umferð norsku úrvalsdeildarinnar sem hefst 21. júlí, eftir þriggja vikna sumarfrí í deildinni. Hann hefur gengið frá munnlegu samkomulagi við Start um að þjálfa liðið út þetta tímabil og fer til Noregs á morgun til að ganga frá samningnum og hefur störf strax í framhaldi af því. Meira
10. júlí 2002 | Íþróttir | 270 orð | 1 mynd

* HRAFNHILDUR Skúladóttir, landsliðskona í handknattleik,...

* HRAFNHILDUR Skúladóttir, landsliðskona í handknattleik, hefur gert árs samning við danska liðið Tvis/Holsterbro samkvæmt heimildum Morgunblaðsins . Hrafnhildur er 25 ára og lék með Val á síðustu leiktíð, en hún hefur einnig leikið með ÍR og FH . Meira
10. júlí 2002 | Íþróttir | 34 orð

Ísland leikur í Hamborg

ÞJÓÐVERJAR hafa ákveðið að leika heimaleik sinn við Íslendinga í undankeppni Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu í Hamborg. Leikurinn fer fram laugardaginn 11. október 2003. Íslendingar mæta Þjóðverjum á Laugardalsvellinum fjórum vikum áður, eða 6. Meira
10. júlí 2002 | Íþróttir | 765 orð | 1 mynd

KA styrkir enn frekar stöðu sína

ÞAÐ voru í raun aðeins gulklæddir leikmenn KA frá Akureyri sem glöddu augu rétt rúmlega 600 áhorfenda á Laugardalsvellinum í gær er liðið sótti Fram heim á "heimavöll" þeirra í 9. umferð Símadeildar karla í knattspyrnu. Meira
10. júlí 2002 | Íþróttir | 172 orð

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Símadeild Fram...

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Símadeild Fram - KA 0:1 Staðan: KR 952212:817 Fylkir 943217:1315 KA 943210:715 Grindavík 933316:1712 ÍA 932417:1511 Keflavík 924313:1710 Fram 823312:129 FH 72329:119 Þór 923414:189 ÍBV 822411:138 Markahæstir: Grétar Ólafur... Meira
10. júlí 2002 | Íþróttir | 26 orð

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Símadeild: Hásteinsvöllur:...

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Símadeild: Hásteinsvöllur: ÍBV - FH 19.15 Efsta deild kvenna, Símadeild: Hlíðarendi: Valur - KR 20 Garðabær: Stjarnan - Breiðablik 20 Kaplakriki: FH - Grindavík 20 2. Meira
10. júlí 2002 | Íþróttir | 163 orð

KSÍ styður umsókn ÍBV

KNATTSPYRNUSAMBAND Íslands ákvað í dag að styðja umsókn ÍBV um að leika heimaleik sinn gegn AIK frá Svíþjóð í UEFA-bikarnum á sínum heimavelli í Vestmannaeyjum. Meira
10. júlí 2002 | Íþróttir | 128 orð

LEIKUR KVÖLDSINS

ÍBV - FH Hásteinsvöllur, miðvikudaginn 10. júlí kl. 19.15. *ÍBV og FH hafa mæst 26 sinnum í efstu deild, frá fyrstu viðureign liðanna þar árið 1975. ÍBV hefur unnið 12 leiki og FH 6 en 8 hafa endað með jafntefli. ÍBV hefur skorað 48 mörk en FH 36. Meira
10. júlí 2002 | Íþróttir | 489 orð | 1 mynd

* ÓLAFUR Sigurðsson , leikmaður úrvalsdeildarliðs...

* ÓLAFUR Sigurðsson , leikmaður úrvalsdeildarliðs ÍR í körfuknattleik, mun ekki leika með bandarískum háskóla á næstu leiktíð eins og til stóð. Ólafur verður því áfram með Breiðholtsliðinu á næstu leiktíð. Meira
10. júlí 2002 | Íþróttir | 18 orð | 1 mynd

Ómar Hákonarson í liði Fram komst...

Ómar Hákonarson í liði Fram komst lítt áleiðis á Laugardalsvelli gegn Neil McGowan og öðrum varnarmönnum úr liði... Meira
10. júlí 2002 | Íþróttir | 504 orð | 1 mynd

"Óbundinn og get farið mínar leiðir"

GUÐJÓN Þórðarson sagði við Morgunblaðið í gær að hann væri alls óhræddur við að taka að sér botnlið í norsku knattspyrnunni, þótt það yrðu mikil viðbrigði frá því að stýra Stoke City í ensku knattspyrnunni. Meira
10. júlí 2002 | Íþróttir | 803 orð | 5 myndir

Skagastrákarnir sterkir

ESSO-mót KA í 5. flokki drengja hófst á miðvikudag í liðinni viku og lauk með úrslitaleikjum á laugardag. Alls var 121 lið frá 29 félögum mætt til leiks en mótið var það stærsta til þessa og keppendur í kring um 1.200. Þjálfarar og fararstjórar voru um 300 og foreldrar og aðrir aðstandendur voru óhemju margir og létu fara vel um sig enda léku veðurguðirnir við hvern sinn fingur meðan á mótinu stóð. Meira
10. júlí 2002 | Íþróttir | 324 orð | 1 mynd

Spánverjar og Svíar í sérflokki

BESTU piltar Evrópu í golfi, 18 ára og yngri, fengu fínt veður í Grafarholtinu í gær, sól og smá gjólu sem setti þó strik í reikinginn hjá mörgum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.