Greinar miðvikudaginn 17. júlí 2002

Forsíða

17. júlí 2002 | Forsíða | 181 orð

Ecevit fellst á kosningar

LEIÐTOGAR stjórnarflokkanna þriggja í Tyrklandi ákváðu í gær að boða til þingkosninga 3. nóvember eftir að samsteypustjórn Bulents Ecevits forsætisráðherra missti meirihluta sinn á þinginu. Meira
17. júlí 2002 | Forsíða | 151 orð

IRA biðst í fyrsta sinn afsökunar á drápunum

ÍRSKI lýðveldisherinn, IRA, gaf í gær út yfirlýsingu þar sem hann biðst í fyrsta sinn afsökunar á drápum á hundruðum óbreyttra borgara síðustu 30 árin. Meira
17. júlí 2002 | Forsíða | 103 orð

Mannskætt þyrluslys í Norðursjó

FIMM manns fórust þegar þyrla hrapaði í Norðursjó undan strönd Norfolk-sýslu á Austur-Englandi í gærkvöldi. Sex annarra var saknað. Í þyrlunni voru starfsmenn olíuborpalls í Norðursjó. Meira
17. júlí 2002 | Forsíða | 308 orð

Sjö Ísraelar bíða bana í sprengju- og skotárás

PALESTÍNUMENN, dulbúnir sem ísraelskir hermenn, urðu sjö Ísraelum að bana og særðu að minnsta kosti nítján í árás á rútu nálægt Emmanuel, byggð gyðinga á norðurhluta Vesturbakkans, í gær. Meira
17. júlí 2002 | Forsíða | 53 orð | 1 mynd

Unnið fyrir gulrótinni

SEX ára afganskur drengur hreinsar gulrætur í menguðu árvatni í grennd við Kabúl. Afgönsk börn fá eina eða tvær gulrætur á dag í laun fyrir að hreinsa grænmeti. Um 6. Meira

Fréttir

17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 183 orð

200 ára verslunarafmæli á Eskifirði

Í TILEFNI þess að hinn 21. júlí nk. verða liðin 200 ár frá því að fyrsti íslenski kaupmaðurinn, Kjartan Ísfjörð, hóf verslun á Eskifirði verður efnt til hátíðarhalda á staðnum dagana 19.-21. júlí. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 145 orð

40 kg af dínamíti fundust í Sandgerði

LÖGREGLAN í Keflavík mun taka til rannsóknar hvernig 40 kg af dínamíti komust niður í fjöruna við Sandgerði þar sem sprengiefnið fannst fyrir tilviljun í gærmorgun. Maður á gangi í fjörunni varð sprengiefnisins var og tilkynnti fundinn til lögreglunnar. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 277 orð

Afföll á húsbréfum komin upp í 12,4%

AFFÖLL á nýjasta flokki húsbréfa, sem er til 40 ára, voru 12,43% í gær, en afföllin hafa sveiflast á milli 8 og rúmlega 12% undanfarna 12 mánuði. Meira
17. júlí 2002 | Miðopna | 1331 orð | 1 mynd

Alcoa ekki þátttakandi í viðræðunum

Möguleg kaup Alcoa á Reyðaráli, sem er í eigu Hæfis og Norsk Hydro, myndu væntanlega þýða að Alcoa gæti ráðist fyrr í framkvæmdir en ella. Arnór Gísli Ólafsson komst þó að því að ólíklegt er að nýtt umhverfismat þurfi til ef álver Alcoa yrði svipaðrar stærðar og Norsk Hydro hugðist reisa. Meira
17. júlí 2002 | Miðopna | 248 orð

Alcoa vísar til breiðrar samstöðu um málið

NORÐAN Vatnajökuls á Íslandi - þar er næststærsta víðerni Evrópu, háslétta vatna og bergvatnsáa, hrjúfra gljúfra og ísilagðra útdauðra eldfjalla. Á milli þeirra er víðáttumikil freðmýri sem er heimili þúsunda hreindýra og gæsa. Meira
17. júlí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 163 orð

Alls sóttu 2.674 námsmenn um vinnu í ár

ALLS sóttu 2.674 skólanemar um störf hjá Vinnumiðlun skólafólks í ár en þeir voru 1.856 í fyrra. Meira
17. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Arftakar tvíburaturna kynntir

KYNNTAR voru í gær sex hugmyndir að uppbyggingu á lóðinni þar sem tvíburaturnar World Trade Center stóðu í New York. Meira
17. júlí 2002 | Suðurnes | 676 orð | 2 myndir

Auknir flutningar í stað þjónustu við útgerðina

SKIPAAFGREIÐSLA er orðinn minnihluti starfseminnar hjá Skipaafgreiðslu Suðurnesja ehf. (SAS) sem hún þó var eins og nafnið bendir til einkum stofnuð til að sinna. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 119 orð

Ákærðir vegna 30 kg af hassi

Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fjórum sakborningum í einu umfangsmesta fíkniefnamáli sem komið hefur upp hérlendis. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 323 orð | 1 mynd

Álft elti bíl 20 kílómetra leið

ÞAÐ gerist ekki á hverjum degi á Skagaströnd að fullvaxin álft setjist á gangstéttina við aðalgötu bæjarins. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 128 orð

Beint flug frá Sauðárkróki á þjóðhátíð í Eyjum

ÍSLANDSFLUG verður með beint flug frá Sauðárkróki á þjóðhátíðina í Eyjum um verslunarmannahelgina. Nær uppselt er í 19 sæta vél sem fer í loftið að morgni föstudagsins 2. ágúst nk. og skilar skagfirskum þjóðhátíðargestum til baka að kvöldi mánudagsins 5. Meira
17. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 238 orð

Berlusconi virðir mafíuhótanir að vettugi

SILVIO Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, segir að stjórnvöld muni ekki verða við kröfum um það bil 300 fangelsaðra mafíuleiðtoga um betri aðbúnað þrátt fyrir óskilgreindar hótanir eins þeirra. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

Boltinn rúllar í Grafarvogi

ÞRÁTT fyrir að heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu sé lokið er áhuginn á fótbolta ekkert að dvína í Reykjavík. Þessir krakkar á sparkvelli í Grafarvogi léku sér með knöttinn af stakri snilld í gær. Meira
17. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 132 orð

Braut Bush samning?

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti undirritaði árið 1990 yfirlýsingu þar sem hann hét því að selja ekki næstu sex mánuði hlutabréf sem hann hafði eignast í Harken-olíufélaginu. Meira
17. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 521 orð | 1 mynd

Bush kynnir Bandaríkjaþingi nýja öryggisáætlun

GEORGE W. Bush, forseti Bandaríkjanna, kynnti í gær fyrir Bandaríkjaþingi fyrstu samhæfðu áætlunina um varnir gegn hryðjuverkum innan ríkisins. Gerir hún m.a. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 177 orð

Dómsmálaráðuneytið bannar einkadans

DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ staðfesti í gær breytingar á lögreglusamþykktum Reykjavíkur og Akureyrar sem fela m.a. í sér bann við hvers konar einkasýningum á næturklúbbum þar sem heimilt er að sýna nektardans. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 384 orð | 2 myndir

Efni í bestu gamanmynd

Guðbjörg Eiríksdóttir veiddi sinn fyrsta flugulax í Efri Laufásbreiðu í Víðidalsá um síðustu helgi. Margur hefur hafið fluguferilinn verr, því laxinn var grálúsugur 20 punda hængur, sá stærsti úr ánni í sumar og einn af stærstu löxum á landinu í sumar. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 445 orð

Eignir minnkuðu um rúma sex milljarða

EIGNIR íslenskra lífeyrissjóða í verðbréfum erlendis í lok maí sl. voru rúmum sex milljörðum króna minni en um síðustu áramót; 130,2 milljarðar 31. maí sl. en 136,9 milljarðar í árslok 2001. Þetta má m.a. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 473 orð

Erfitt að sjá hvernig ákvæðinu yrði beitt

LAGAÁKVÆÐI sem vernda æru þjóðhöfðingja er að finna í löggjöf fjölmargra ríkja, en í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu frá 25. Meira
17. júlí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 684 orð | 3 myndir

Fjórtán íbúðir afhentar 1. september næstkomandi

VERIÐ er að leggja lokahönd á frágang fjórtán leiguíbúða fyrir námsmenn í Arnarási 9-11 í Garðabæ. Íbúðirnar eru í eigu Garðabæjar en Félagsstofnun stúdenta sér um rekstur þeirra, móttöku umsókna og úthlutun íbúða. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 695 orð | 1 mynd

Fjölskylda og frændsemi

Sigfús Ólafsson fæddist á Akureyri árið 1974. Hann lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1994, prófi sem leiðsögumaður vorið 1996 og BA-prófi í sagnfræði og spænsku sumarið 2001. Sigfús hefur starfað hjá flugfélaginu Atlanta, sem fararstjóri fyrir Samvinnuferðir-Landsýn og fleiri störf tengd ferðaþjónustu. Í sumar starfar hann sem ferðamálafulltrúi Þistilfjarðar og Langaness. Sigfús er í sambúð með Margréti Rúnu Guðmundsdóttur hjúkrunarfræðingi. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Fjölskylduvígsla

BOLLI Pétur Bollason var á sunnudag vígður prestur við Seljakirkju í Breiðholti. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Fjör á landsmóti skáta

LANDSMÓT skáta, hið 24. í röðinni, var sett á Hömrum við Akureyri í gærkvöldi en þar hefur síðustu árin verið byggð upp útilífs- og umhverfismiðstöð sem akureyrskir skátar reka fyrir bæjarfélagið. Meira
17. júlí 2002 | Akureyri og nágrenni | 157 orð | 1 mynd

Fjörutíu ára afmælis minnst

FJÖRUTÍU ára afmæli Minjasafnsins á Akureyri var fagnað á sunnudag, á Íslenska safnadaginn, sem og því, að endurbótum er lokið í 100 ára gömlum Minjasafnsgarðinum, sem svo er nefndur. Meira
17. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 604 orð | 2 myndir

Genghis Khan lýst sem föður lýðræðisins

Í HUGA flestra Vesturlandabúa var Genghis Khan miskunnarlaus stríðsmaður og harðstjóri, sem fór með ránum og kveikti í þorpum á þeim landsvæðum sem hann lagði undir sig eftir að hann sameinaði alla mongólska ættflokka í upphafi 13. aldar. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 46 orð

Guðný Hrund ráðin sveitarstjóri

GUÐNÝ Hrund Karlsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri á Raufarhöfn. Hún var valin úr hópi 13 umsækjenda um stöðuna. Guðný Hrund er rúmlega þrítugur Reykvíkingur, viðskiptafræðingur að mennt og starfar nú við ráðgjöf, þjónustu og forritun hjá Strengi. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 88 orð

Gæsluvarðhald framlengt vegna manndráps

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur framlengdi í gær gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem játað hafa líkamsárás í Hafnarstræti sem leiddi til dauða ungs manns. Voru sakborningarnir úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 27. ágúst. Árásin var gerð 25. maí sl. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 652 orð | 1 mynd

Hefur tvöfaldast á tólf mánuðum

ATVINNULEYSI á höfuðborgarsvæðinu hefur tvöfaldast á síðustu 12 mánuðum. Atvinnuleysi í júní var 2,7% af mannafla en það var 1,3% í sama mánuði í fyrra. Þetta er mesta atvinnuleysi sem mælst hefur á höfuðborgarsvæðið í þessum mánuði í fjögur ár. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 101 orð

Hellaskoðun á Reykjanesi

Í DAG, miðvikudaginn 17. júlí gengst Ferðafélag Íslands til kvöldferðar í hella á Reykjanesi í samstarfi við Hellarannsóknafélag Íslands. Fararstjóri verður Sigurður Sveinn Jónsson. Að þessu sinni verður farið í sjaldfarna hella á Reykjanesi. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Hjónavígsla að heiðnum sið í Breiðholtinu

HJÓNAVÍGSLA að heiðnum sið fór fram í Reykjavík í gær. Í hjónaband gengu Sigurður Breiðfjörð og Andrea Ævarsdóttir. Það var Jörmundur Ingi, allsherjargoði Ásatrúarmanna, sem gaf þau saman. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

HRAFNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR

HRAFNHILDUR Sigurðardóttir kaupkona varð bráðkvödd á heimili sínu í Reykjavík aðfaranótt mánudagsins 15. júlí sl., 50 ára að aldri. Hrafnhildur var fædd í Reykjavík 25. febrúar 1952. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 708 orð | 1 mynd

Hugsanlegt að fyrirtækin sameinist um nýtingu

IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur gefið Hitaveitu Suðurnesja hf. og Orkuveitu Reykjavíkur frest til 1. september nk. til þess að ákveða hvort fyrirtækin vilja hvort um sig fá rannsóknarleyfi vegna jarðhitans í Brennisteinsfjöllum. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 431 orð

Hyggst kæra úrskurð stjórnar LÍN

JÓHANNES Davíðsson gullsmiður, sem búsettur er í Danmörku, segist ætla að kæra þann úrskurð sem stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur fellt í máli hans, en árið 1999 sótti Jóhannes um undanþágu frá endurgreiðslu námslána vegna veikinda og örorku. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 395 orð | 1 mynd

Innbrot í heimahús og bíla

ALLS voru 19 ökumenn stöðvaðir vegna hraðaksturs um síðustu helgi. Átta ökumenn voru grunaðir um ölvun við akstur og átta ökumenn voru stöðvaðir fyrir að hafa farið yfir á rauðu ljósi og tíu fyrir að hafa ekki virt stöðvunarskyldu. Meira
17. júlí 2002 | Suðurnes | 496 orð | 1 mynd

Landnámsþorp við Stekkjarkot verði sviðsmyndin

ÁFORM eru uppi um að byggja upp víkinga- eða landnámsþorp við torfbæinn Stekkjarkot í Innri-Njarðvík og að það verði eins konar sviðsmynd fyrir víkingaskipið Íslending sem keypt hefur verið til Reykjanesbæjar og liggja mun þar í víkinni. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 113 orð

Mun fleiri andvígir aðild en áður

JAFN margir, eða 37%, eru hlynntir og andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu, að því er kemur fram í nýrri könnun Gallup. Þetta er mikil breyting frá síðustu könnun, þegar mun fleiri voru hlynntir aðild en voru henni andvígir. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 56 orð

Námskeið í tálgun á Árbæjarsafni

FIMMTUDAGINN 18. júlí verður örnámskeið í tálgun haldið í Árbæjarsafni. Námskeiðið verður síðan endurtekið laugardaginn 20. júlí. Námskeiðin eru tilvalin fyrir foreldra og börn eða jafnvel afa/ömmu og barnabörnin. Hvert námskeið er 3 klst., hefst kl. Meira
17. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 225 orð | 1 mynd

Neyðarástandi lýst yfir

TVEIR létust á mánudagskvöldið í óeirðum er geisuðu í Paraguay og beindust gegn stjórnvöldum, þrátt fyrir að lýst hefði verið yfir neyðarástandi í landinu fyrr um daginn. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Norsku hvalkjöti skipað upp í Reykjavík

ÁTTA tonnum af hrefnukjöti og hvalrengi frá Noregi var skipað upp úr Arnarfelli í Sundahöfn í Reykjavík í gær. Hvalkjötið var lestað um borð í skipið í Noregi sl. föstudag. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 134 orð

Nýir bæjarstjórar í Vesturbyggð og Ölfusi

ÁKVEÐIÐ hefur verið að ganga til samninga við Brynjólf Gíslason, fráfarandi sveitarstjóra á Hvammstanga, um bæjarstjórastarfið í Vesturbyggð og Ólafur Áki Ragnarsson, fráfarandi sveitarstjóri á Djúpavogi, verður næsti bæjarstjóri í sveitarfélaginu... Meira
17. júlí 2002 | Landsbyggðin | 279 orð | 1 mynd

Ný orlofshús hjá kennarasambandinu

SÍÐASTLIÐINN föstudag komu saman nokkrir frammámenn sveitarfélagsins og Kennarasambands Íslands í sumarhúsahverfinu Heiðarbyggð. Tilefnið var að taka formlega í notkun fyrsta áfanga við uppbyggingu nýs orlofshúsahverfis kennarasambandsins. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 319 orð

Ofbeldisglæpum fækkaði á fyrri hluta árs

OFBELDISBROTUM sem koma til kasta lögreglunnar í Reykjavík hefur fækkað umtalsvert frá því í fyrra ef skoðaðir eru fyrstu 6 mánuðir áranna 2001 og 2002. Innbrotum hefur hins vegar fjölgað, en lítil breyting er á fíkniefnabrotum. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 202 orð | 1 mynd

Ólympíuleikar í eðlisfræði í Indónesíu

33. ÓLYMPÍULEIKARNIR í eðlisfræði verða haldnir á Bali í Indónesíu dagana 21.-30. júlí næstkomandi. Leikarnir eru árleg keppni afburðanemenda yngri en 20 ára og er búist við að yfir 300 ungmenni frá 65 löndum taki þátt að þessu sinni. Meira
17. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 330 orð

"Ég tek þá í lurginn á honum"

EITT af því sem nýir ráðamenn í Afganistan gerðu þegar talíbönum hafði verið steypt af stóli var að ráða nokkrar konur á ný til starfa í lögreglunni. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 27 orð

Rangt föðurnafn Í fyrirsögn minningargreina um...

Rangt föðurnafn Í fyrirsögn minningargreina um Gunnar Yngva Tómasson á blaðsíðu 38 í Morgunblaðinu í gær, þriðjudag, var rangt föðurnafn Gunnars Yngva. Hlutaðeigendur eru beðnir afsökunar á þessum... Meira
17. júlí 2002 | Landsbyggðin | 219 orð | 1 mynd

Rannsakar verbúðir fyrri alda í Skálavík

RÉTT ofan við sjávarkambinn í Skálavík hefur undanfarna daga verið unnið að fornleifagreftri í gamalli verbúð. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 174 orð

Rekstur Félagsíbúða iðnnema tryggður áfram

Í FRAMHALDI af áliti nefndar fjögurra ráðuneyta sem skipuð var að tillögu Tómasar Inga Olrich, menntamálaráðherra, hefur ríkisstjórnin samþykkt að Íbúðalánasjóði verði veitt heimild til að ganga til nauðasamninga við Félagsíbúðir iðnnema og tryggja... Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 897 orð | 1 mynd

Reykjagarður og Íslandsfugl hækka verð á afurðum sínum

Kjúklingaframleiðendurnir Reykjagarður og Íslandsfugl eru að hækka sínar afurðir um allt að 10% um þessar mundir. Móakjúklingur og Ísfugl segja hins vegar engar hækkanir í bígerð, en Móakjúklingar hækkuðu í júní. Forsvarsmenn Hagkaupa segja að mikill skortur sé á kjúklingakjöti um þessar mundir. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 329 orð | 1 mynd

Samþykkti að kaupa eignirnar á 140 milljónir

BORGARRÁÐ hefur samþykkt, með fjórum atkvæðum gegn þremur, að Reykjavíkurborg kaupi fasteignir við Laugaveg í eigu Jóns Ólafssonar, stjórnarformanns Norðurlósa. Minnihluti borgarráðs lét bóka mótmæli við samningnum. Kauptilboðið nær til fasteignanna nr. Meira
17. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 231 orð

Segir nektardans ekki vera framlag til menningar

NORSKA útlendingaeftirlitið sendi frá sér greinargerð í liðinni viku til lögreglunnar þar sem því var slegið föstu að nektardans væri ekki menningarstarfsemi, að sögn Dagsavisen . Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 410 orð

Sjómenn fá ekki greitt iðgjald í séreignarsjóð

ALÞÝÐUSAMBAND Íslands mun fyrir hönd Sjómannasambands Íslands sem aðild á að ASÍ, stefna Samtökum atvinnulífsins, SA, fyrir Félagsdóm vegna þess sem sambandið telur brot á samkomulagi frá því í desember um greiðslur launagreiðenda í... Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 58 orð

Skipaður forstjóri Umhverfisstofnunar

UMHVERFISRÁÐHERRA skipaði í gær Davíð Egilsson í embætti forstjóra nýrrar Umhverfisstofnunar. Alls sóttu 18 manns um stöðuna, að því er segir í fréttatilkynningu umhverfisráðuneytisins. Umhverfisstofnunin tekur til starfa um áramót. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 102 orð

Skógarganga í Hafnarfirði

ÁTTUNDA skógarganga sumarsins, í röð gangna, á vegum skógræktarfélaganna, í fræðslusamstarfi þeirra við Búnaðarbanka Íslands, verður fimmtudagskvöldið 18. júlí. Meira
17. júlí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 58 orð | 1 mynd

Skyldi mjólkin vera meðferðis?

ÞAÐ er ekki alltaf létt verk að bera heim afrakstur innkaupaferða í matvöruverslanir, sérstaklega ekki þegar vindar blása og regn getur skollið á á hverri mínútu. Konan á myndinni gengur heim með vörur sínar og virðst í þungum þönkum. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 50 orð

Sofnaði við stýrið

ENN einn útafaksturinn varð í gær í þjóðvegaakstri vegna þess að ökumaður sofnaði við stýrið. Atvikið varð við Fornahvamm sunnan Holtavörðuheiðar en ökumanninn sakaði ekki. Meira
17. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 105 orð

Sprengjutilræði í Helsinki

FINNI á fertugsaldri fórst og annar maður slasaðist illa er bílsprengja sprakk nálægt járnbrautarstöðinni í Helsinki snemma í gærmorgun. Ekki er vitað hver var að verki en lögreglan telur hugsanlegt að um hefnd af hálfu glæpasamtaka hafi verið að ræða. Meira
17. júlí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 88 orð

Stjórn Höfuðborgarstofu fullskipuð

UNDIRBÚNINGUR að stofnun Höfuðborgarstofu - ferðamála, markaðs- og viðburðaskrifstofu Reykjavíkur er vel á veg kominn. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 190 orð

Tekið verði á vanda heilbrigðisþjónustunnar

ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur sent frá sér ályktun þar sem tekið er undir með starfsfólki heilbrigðisstofnana um mikilvægi þess að tryggja fjárhagsgrundvöll heilbrigðisþjónustunnar í landinu. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 196 orð

Tjá sig ekki um andlát sjúklings

TALSMENN Heilbrigðisstofnunar Selfossi tjá sig ekki frekar um mál sem varðar skyndilegt andlát rúmlega þrítugrar konu á sjúkrahúsinu fyrr í þessum mánuði, en lát hennar er til rannsóknar hjá landlækni. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 158 orð

Truflanir í nýju fluggagnakerfi

HIÐ NÝJA fluggagnakerfi, sem tekið var í notkun í vor í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík, hefur nokkrum sinnum frosið. Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar, segir að aldrei hafi skapast nein hætta vegna þessa. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 60 orð

Tvö umferðaróhöpp í Kópavogi

TVÖ umferðaróhöpp urðu í Kópavogi með stuttu millibili laust eftir klukkan fimm í gær. Einhverjar skemmdir urðu á bíl sem hafnaði utan vegar við Vatnsenda en engin meiðsl urðu á fólki. Meira
17. júlí 2002 | Miðopna | 967 orð | 2 myndir

Um ótrúleg húsnæðisvandræði MR

Það einkennir aðstæður í MR, segir Ólafur Oddsson, að fögur loforð og áætlanir hafa haft tilhneigingu til að gufa upp og verða að engu. Er heldur dapurlegt að lesa skýrslur skólans. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 292 orð

Umsóknir lágu í ráðuneytinu í tæp þrjú ár

UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur í nýju áliti að heilbrigðisráðuneytið hafi ekki farið að stjórnsýslulögum er umsókn tveggja sjúkranuddara um starfsleyfi hér á landi lá í ráðuneytinu í tæp þrjú ár. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 513 orð | 1 mynd

Úrræði í baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi

SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmálaráðherra segir að það sé skylda sín að sjá til þess að viðeigandi úrræði séu til staðar í íslenskri löggjöf til að taka þátt í baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi af fullum þunga. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 181 orð

Úttekt gerð á umfangi skattsvika hér á landi

GEIR H. Haarde fjármálaráðherra hefur í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 3. maí sl. ákveðið að láta gera úttekt á umfangi skattsvika, skattsniðgöngu og dulinni efnahagsstarfsemi. Meira
17. júlí 2002 | Akureyri og nágrenni | 868 orð | 2 myndir

Verslunarstaður fyrir allt Norðurland

BRENNISTEINN hefur fundist við fornleifauppgröft við gamla verslunarstaðinn að Gásum og sagði Orri Vésteinsson, framkvæmdastjóri Fornleifastofnunar Íslands, að um merkan fund sé að ræða. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 212 orð | 1 mynd

Vinningshafi í VÍSgetraun á Framadögum

DREGIÐ hefur verið í leik VÍS á Framadögum. Leikurinn fór þannig fram að á bás VÍS, þar sem fyrirtækið var kynnt, var líkan af íbúð. Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 38 orð

Vitni óskast

VITNI óskast að árekstri hinn 13. júlí sl. um klukkan 12. Þarna lenti strætisvagn í árekstri við lítinn jeppa á gatnamótum Grensásvegar og Fellsmúla. Vitni eru beðin um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma: 569... Meira
17. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 310 orð | 1 mynd

Þreytti Viðeyjarsund í þriðja sinn

KRISTINN Magnússon sundkappi synti Viðeyjarsund í þriðja sinn á laugardaginn. Hann hóf sundið frá bryggjunni í Viðey og tók land í Reykjavíkurhöfn við Suðurbugt, sem er á milli Miðbakkans og Ægisgarðs. Meira
17. júlí 2002 | Landsbyggðin | 487 orð | 1 mynd

Þurrkatíðin verið erfið

"GRASVÖXTUR hefur borið skaða vegna mikilla þurrka undanfarið og á sumum stykkjum er um helmingi minna gras en í fyrra," segir Aðalsteinn L. Valdimarsson, bóndi á Strandseljum við Ísafjarðardjúp. Aðalsteinn hóf slátt um síðustu mánaðamót. Meira
17. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 448 orð | 1 mynd

Öldungadeildin samþykkir víðtækar umbótatillögur

ÖLDUNGADEILD Bandaríkjaþings samþykkti einróma á mánudaginn lagafrumvarp er kveður á um víðtækar umbætur á endurskoðunariðnaðinum og stjórnun fyrirtækja. Meira

Ritstjórnargreinar

17. júlí 2002 | Staksteinar | 362 orð | 1 mynd

Að rífast við bergmálið

VALGERÐUR Sverrisdóttir viðskiptaráðherra fjallar um tilboð þeirra þremenninga í kjölfestufjárfestingu í Landsbanka Íslands á vefsíðu sinni. Meira
17. júlí 2002 | Leiðarar | 439 orð

Betri en hvað?

Öflug auglýsingaherferð hefur verið í gangi undanfarna daga þar sem ágæti íslensks grænmetis er hampað. Á stórum auglýsingaskiltum við fjölfarnar götur má til dæmis sjá fullyrðingar um að íslenskir tómatar, paprikur og sveppir séu "betri". Meira
17. júlí 2002 | Leiðarar | 574 orð

Nýr kjúklingafarsi?

Landbúnaðarráðuneytið tekur treglega í óskir Hagkaupa um að fá niðurfellda verndartolla af 300 tonnum af innfluttum kjúklingum til að anna eftirspurn neytenda eftir þessari vinsælu vöru. Meira

Menning

17. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 162 orð | 1 mynd

Alnæmissmituð brúða

Á NÆSTUNNI stendur til að alnæmissmituð brúða sláist í hóp þeirra fjölmörgu sem prýða þættina Sesame Street. Brúðan hefur enn ekki hlotið nafn eða lit en ákveðið hefur verið að hún muni verða kvenkyns og fimm ára gömul. Meira
17. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 18 orð

AUSTURVÖLLUR Taltónleikar Hins hússins í samvinnu...

AUSTURVÖLLUR Taltónleikar Hins hússins í samvinnu við Tal og Rás 2 kl. 17. Fram koma 200.000 naglbítar og... Meira
17. júlí 2002 | Myndlist | 425 orð | 1 mynd

Blóm og fjöll

Til 22. júlí. Opið miðvikudaga til mánudaga frá kl. 11 - 17. Meira
17. júlí 2002 | Menningarlíf | 74 orð | 1 mynd

Brúðubíllinn heldur ferð sinni áfram

BRÚÐUBÍLLINN, leikhús yngstu barnanna, hefur verið á ferðinni á gæsluvöllum Reykjavíkur og nokkrum útivistarsvæðum síðan í byrjun júní. Meira
17. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 155 orð | 1 mynd

Drykkjusögur ýktar

SKRIFSTOFA Karls Bretaprins hefur lýst því yfir að frétt slúðurdagblaðs um drykkju Harrys, yngri sonar Karls, væri stórlega ýkt og að prinsinn ungi hefði ekki gert neitt ólöglegt. Meira
17. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 377 orð

Elskið mig, fjandinn hafi það!

The Neal Pollack Anthology of American Literature, geisladiskur með upplestri Neals Pollacks við undirleik The Pine Valley Cosmonauts. Bloodshot Records gefur út í mars 2002. 59 mínútur. Meira
17. júlí 2002 | Menningarlíf | 134 orð

Fjórir hlutu styrk úr Þorsteinssjóði

FJÓRIR hlutu styrk úr sjóði Þorsteins Ö. Stephensen á dögunum. Að þessu sinni úthlutaði stjórn sjóðsins 500 þúsund krónum. Meira
17. júlí 2002 | Bókmenntir | 647 orð

Forboðnar bókmenntir

Eftir Dai Sijie. Friðrik Rafnsson íslenskaði. Bjartur, Reykjavík 2002. 149 bls. Meira
17. júlí 2002 | Myndlist | 770 orð | 2 myndir

Framúrskarandi

Opið alla daga frá 14-18. Lokað mánudaga. Til 28. júlí. Aðgangur 300 krónur. Meira
17. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 221 orð | 1 mynd

Frumbyggjasiðferði

Bandaríkin 2001. Skífan VHS/DVD. (91 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn Larry Clark. Aðalhlutverk Andrew Deagan, Tara Subkoff og Jeffrey Pitz. Meira
17. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 178 orð | 1 mynd

Glötuð gildi

Þriðja Family Values platan er ömurleg. Meira
17. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 203 orð | 1 mynd

Góð hugmynd

Bandaríkin 2001. Myndform VHS. (90 mín.) Öllum leyfð. Leikstjórn og handrit Justin McCarthy. Aðalhlutverk Vincent Gallo, Courtney Cox og Tate Donovan. Meira
17. júlí 2002 | Leiklist | 451 orð

Góð ráð dýr

Höfundar: Elly Brewer og Sandi Toksvig. Þýðandi: Guðjón Ólafsson. Leikstjóri: Unnar Þór Reynisson. Félagsheimilinu á Suðureyri 13. júlí 2002. Meira
17. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 126 orð | 1 mynd

Hefur ekkert að fela

SÖNGVARINN George Michael reynir nú að bjarga ferli sínum, með því að heimila BBC sjónvarpsstöðinni að gera heimildarmynd um daglegt líf sitt, en gagnrýnendur telja að hann hafi framið listrænt sjálfsmorð með útgáfu smáskífunnar "Shoot The... Meira
17. júlí 2002 | Menningarlíf | 241 orð | 1 mynd

Hin mörgu andlit Evu

Í DUKE Eye Center í Durham í Norður-Karólínu stendur nú yfir sýning á verkum Kristínar Guðjónsdóttur en galleríið er fyrir sjónskerta jafnt sem sjáandi. Uppsprettu verkanna má rekja til þess að á sl. Meira
17. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 213 orð | 2 myndir

Hundtryggur Scooby

ÞAÐ er enginn vafi á því; hundurinn hugumstóri Scooby Doo situr sem fastast í toppsæti íslenska aðsóknarlistans aðra vikuna í röð. Meira
17. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 314 orð

Hver er Neal Pollack?

The Neal Pollack Anthology of American Literature eftir Neal Pollack. McSweeneys Books gefur út. 153 síður innb. Kostar um 1.300 kr. á Netinu, en er einnig til sem kilja. Meira
17. júlí 2002 | Bókmenntir | 287 orð | 1 mynd

Í draumalandi náttúrunnar

Ingi Steinar Gunnlaugsson. 61 bls. Hörpuútgáfan. Prentun: Prentverk Akraness hf. Akranesi, 2001. Meira
17. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 48 orð | 1 mynd

Íhugar skilnað

LEIKKONAN Halle Berry er nú sögð vera að íhuga að skilja við eiginmann sinn, tónlistarmanninn Eric Benet. Benet hefur gengist við ítrekuðum hjúskaparbrotum og fór í síðasta mánuði í meðferð vegna kynlífsfíknar. Meira
17. júlí 2002 | Menningarlíf | 61 orð | 1 mynd

Jarðfræði

Íslenskur jarðfræðilykill er eftir Ara Trausta Guðmundsson jarðeðlisfræðing með myndum eftir Ragnar Th. Sigurðsson . Í bókinni er lykilhugtökum íslenskrar jarðfræði haldið til haga og þau útskýrð. Meira
17. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 1134 orð

Kannski fremsti rithöfundur heims

Neal Pollack er mesti rithöfundur Bandaríkjanna ef ekki heims. Árni Matthíasson rekur sögu þessa misskilda, vanmetna og myndarlega snillings. Meira
17. júlí 2002 | Tónlist | 603 orð | 1 mynd

Kveður sér hljóðs, svo að eftir verður munað

Frumflutt voru þrjú kammerverk eftir Þórð Magnússon. Flytjendur voru Eþos kvartettinn og Marta Guðrún Halldórsdóttir. Laugardagurinn 13. júlí, 2002. Meira
17. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 103 orð | 1 mynd

Körtukappi á níræðisaldri

ÞÓ AÐ körtukappakstur og aðrar hraðakstursíþróttir hafi hingað til helst verið tengdar ungu fífldjörfu fólki er það þó alls ekki algilt. Það sannaði Vilhelm Kristinsson á dögunum þegar hann ók körtubíl sem vanur maður, 82 ára að aldri. Meira
17. júlí 2002 | Menningarlíf | 81 orð | 1 mynd

Leiðsögurit

Bókin um Andalúsíu er eftir Dag Gunnarsson ljósmyndara og fararstjóra. Hér er á ferð leiðsögurit um suðurhluta Spánar. Meira
17. júlí 2002 | Myndlist | 395 orð | 1 mynd

List til hjálpar betlurum

Galleríið er opið á þriðjudögum - sunnudaga frá 13-17. Sýningu lýkur 25. júlí. Meira
17. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 99 orð | 2 myndir

Margmenni á Mærudögum

Hinir árlegur Mærudagar voru haldnir á Húsavík á dögunum í áttunda skipti, góð dagskrá var í boði að þessu sinni og var hún vel sótt þrátt fyrir að veðurguðirnir hefðu mátt vera Húsvíkingum og gestum þeirra hliðhollari að þessu sinni. Meira
17. júlí 2002 | Menningarlíf | 121 orð

Portugall dúettinn í Bláu kirkjunni

WOLFGANG Portugall, organisti og semballeikari, og kona hans Judith Portugall flautuleikari eru næstu gestir í tónleikaröð Bláu kirkjunnar á Seyðisfirði í kvöld, miðvikudagskvöld kl. 20.30. Meira
17. júlí 2002 | Menningarlíf | 180 orð | 1 mynd

Prelúdíur og fúgur á hádegistónleikum

EYÞÓR Ingi Jónsson er næsti gestur á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju á vegum tónleikaraðarinnar Sumarkvöld við orgelið kl. 12 á morgun. Á tónleikunum, sem standa í hálftíma, leikur Eyþór tónlist tengda J.S. Bach. Meira
17. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 125 orð | 1 mynd

"Með söng á vörum"

LANDSMÓT Skáta hófst með látum í gær en í þetta sinn er það haldið á Akureyri. Á meðal atriða þar er söngur Skátakórsins en á mótinu verður og seldur nýr hljómdiskur kórsins og nefnist hann Með söng á vörum . Meira
17. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 705 orð | 1 mynd

"Þetta er áhættustarf!"

Góður rómur var gerður að leik íslensku harðkjarnasveitarinnar Mínuss úti í Hróarskeldu. Arnar Eggert Thoroddsen fylgdi sveitinni eftir á hátíðinni og fylgdist með rokk- og ról-líferni eins og það gerist best. Meira
17. júlí 2002 | Menningarlíf | 68 orð | 1 mynd

Sesselja í Lóuhreiðri

Á KAFFISTOFUNNI Lóuhreiðri, Kjörgarði við Laugaveg, stendur nú yfir sýning á verkum Sesselju Jónsdóttur. Þar gefur að líta olíumálverk, en Sesselja hefur mest fengist við að mála landslagsmyndir og náttúru. Meira
17. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 115 orð | 1 mynd

Síðasta ránið

Bandaríkin 2001. Skífan VHS. (95 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn Alex Wright. Aðalhlutverk Peter Weller, Bryan Brown, Angus MacFadeyen. Meira
17. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 271 orð | 2 myndir

SKALLAPOPPARINN Phil Collins hefur lokið upptökum...

SKALLAPOPPARINN Phil Collins hefur lokið upptökum á sinni fyrstu sólóskífu í 6 ár. Platan mun heita Testify og er væntanleg í búðir 12. nóvember. Meira
17. júlí 2002 | Menningarlíf | 116 orð | 1 mynd

Skáldsaga

Lúin bein er skáldsaga eftir Helga Ingólfsson. Í fréttatilkynningu segir m.a. Meira
17. júlí 2002 | Menningarlíf | 72 orð

Skáldsaga

Guð hins smáa eftir Arundhati Roy í þýðingu Ólafar Eldjárn er komin út í kilju. Sagan segir frá tvíburunum Rahel og Estha sem búa í þorpinu Ayemenam á Indlandi og hvernig heimsókn frænku þeirra hefur áhrif á líf þeirra. Meira
17. júlí 2002 | Menningarlíf | 64 orð | 1 mynd

Skáldsaga

Andlit óttans er skáldsaga eftir Minette Walters í þýðingu Sverris Hólmarssonar . Sagan segir frá rannsókn á dauða Mathildu Gillespie sem finnst látin í baðkeri sínu. Meira
17. júlí 2002 | Menningarlíf | 180 orð | 1 mynd

Syngur hlutverk Sentu öðru sinni

MAGNEA Tómasdóttir óperusöngkona, sem fór með hlutverk skipstjóradótturinnar Sentu í óperunni Hollendingnum fljúgandi eftir Richard Wagner á Listahátíð í Reykjavík í vor, mun takast á við hlutverkið öðru sinni í sumar. Meira

Umræðan

17. júlí 2002 | Aðsent efni | 408 orð | 1 mynd

Að breyta jafnrétti í andhverfu sína

Með framgöngu Valgerðar og ummælum, segir Jakob Frímann Magnússon, hafa því miður vaknað áleitnar spurningar um hæfi hennar til að gegna embætti formanns leikhúsráðsins. Meira
17. júlí 2002 | Aðsent efni | 571 orð | 1 mynd

Dagvistun barna í heimahúsum

Tryggja ber að farið sé að settum reglum, segir Kolbrún Haraldsdóttir, og að velferð og réttur barna sé hafður að leiðarljósi. Meira
17. júlí 2002 | Bréf til blaðsins | 471 orð | 1 mynd

Gullmótið og kvennaboltinn

NÚ Á fimmtudagskvöldið hefst Gullmót JB og Breiðabliks sem er einn stærsti íþróttaviðburður sem haldinn er hérlendis. Þar munu upp undir 1000 stúlkur spila fótbolta af lífs og sálar kröftum í þrjá daga fram á sunnudag. Meira
17. júlí 2002 | Aðsent efni | 319 orð | 1 mynd

Jarðskjálftaálag ofmat eða stórhætta?

Ég kalla eftir tafarlausum aðgerðum varðandi staðalmál, segir Björgvin Víglundsson, því hagsmunir þjóðfélagsins í heild sinni eru gífurlega miklir. Meira
17. júlí 2002 | Aðsent efni | 402 orð | 1 mynd

"Skín við sólu Skagafjörður"

Vonandi líður að því að sólin taki að skína á ráðhús Reykjavíkurborgar, segir Siglaugur Brynleifsson, því að þeir sem þar ráða húsum eru í lykilaðstöðu til að stöðva óþverrann. Meira
17. júlí 2002 | Aðsent efni | 967 orð | 1 mynd

Rannsóknarnefndin

Skýrsla Rannsóknarnefndar flugslysa í þessu máli, segir Guðbrandur Jónsson, er móðgun við allt rannsóknarstarf á Íslandi. Meira
17. júlí 2002 | Aðsent efni | 608 orð | 1 mynd

Samskipti Íslands og Alþjóðahvalveiðiráðsins

Fundir Alþjóðahvalveiðiráðsins, segir Pétur Bjarnason, eru orðnir að alþjóðlegum skrípaleik, sem að engu er hafandi. Meira
17. júlí 2002 | Aðsent efni | 509 orð | 1 mynd

Skipulagsslys í Breiðholti

Borgarfulltrúar R-listans hafa ákveðið, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, að hafa hagsmuni tveggja byggingarfyrirtækja að meiru en hagsmuni íbúa í Breiðholti. Meira
17. júlí 2002 | Aðsent efni | 1003 orð | 2 myndir

Umgengni á hálendi Íslands

Umgengni um hálendið hefur versnað sl. tvö ár, segja Sigríður Sigurðardóttir og Smári Sigurðsson, og hefur aldrei verið eins slæm og í fyrra. Meira
17. júlí 2002 | Aðsent efni | 539 orð | 1 mynd

Um h(j)ávísindi og rétttrúnaðarstefnu

Við raunvísindamenn megum ekki vera svo lokaðir í okkar "rétttrúnaði", segir Júlíus B. Kristinsson, að við getum ekki gengið með opnum huga til viðræðu og samstarfs við fólk með aðra þekkingu og reynslu en okkar eigin. Meira
17. júlí 2002 | Aðsent efni | 584 orð | 1 mynd

Úthlutunarreglur Reykjavíkurborgar verði í takt við breytta tíma

Hér með er skorað á borgarfulltrúa, segir Kjartan Eggertsson, að semja reglur sem eru í takt við breyttar aðstæður. Meira
17. júlí 2002 | Bréf til blaðsins | 559 orð | 1 mynd

Þakkir til ráðuneytismanna ÞAÐ gerist ekki...

Þakkir til ráðuneytismanna ÞAÐ gerist ekki oft að tilkynningar frá stjórnvöldum eða ráðuneytum veki slíka gleði í gömlum hjörtum og bæri tilfinningar í brjósti að ástæða sé til að þakka fyrir sig. Þetta gerðist í heimsókn forseta Kína. Meira
17. júlí 2002 | Aðsent efni | 782 orð | 1 mynd

ÖSE og baráttan gegn glæpastarfsemi

Með þátttöku í umræðum um þessi mál, segir Magnús Stefánsson, leggur Ísland sitt af mörkum í samstarfi þjóðanna í baráttu fyrir betra alþjóðlegu samfélagi framtíðarinnar. Meira

Minningargreinar

17. júlí 2002 | Minningargreinar | 642 orð | 1 mynd

AGNAR RAFN VILHJÁLMSSON

Agnar Rafn Vilhjálmsson fæddist á Akureyri 9. maí 1966. Hann lést af slysförum 28. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akureyrarkirkju 8. júlí. Meira  Kaupa minningabók
17. júlí 2002 | Minningargreinar | 75 orð | 1 mynd

ANNA MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR

Anna Margrét Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 25. október 1990. Hún lést af slysförum 9. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Skálholtskirkju 23. mars. Meira  Kaupa minningabók
17. júlí 2002 | Minningargreinar | 3766 orð | 1 mynd

ARNLJÓTUR GUÐMUNDSSON

Arnljótur Guðmundsson fæddist í Sléttárdal í Svínavatnshreppi í Austur-Húnavatnssýslu 17. apríl 1929. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans sunnudaginn 7. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Kristjánsson, f. 17.3. 1888, d. 8.4. Meira  Kaupa minningabók
17. júlí 2002 | Minningargreinar | 714 orð | 1 mynd

GUÐLAUG BERGMANN

Guðlaug Bergmann fæddist 17. október 1932. Hún lést 20. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Keflavíkurkirkju 28. júní. Meira  Kaupa minningabók
17. júlí 2002 | Minningargreinar | 321 orð | 1 mynd

Guðveig Jónsdóttir

Guðveig Jónsdóttir fæddist á Smiðjuvöllum á Akranesi 17. mars 1908. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 4. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson, f. 29. ágúst 1880, d. 29. apríl 1969, og Guðný Guðjónsdóttir, f. 10. apríl 1887, d. 20. Meira  Kaupa minningabók
17. júlí 2002 | Minningargreinar | 414 orð | 1 mynd

HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR

Helga Kristjánsdóttir fæddist í Fremstafelli í Köldukinn 1. maí 1919. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki 5. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Silfrastaðakirkju 15. júní. Meira  Kaupa minningabók
17. júlí 2002 | Minningargreinar | 635 orð | 1 mynd

KRISTÍN BENEDIKTSDÓTTIR

Kristín Benediktsdóttir fæddist í Keflavík 17. júlí 1957. Hún lést á sjúkrahúsi í Halmstad í Svíþjóð 14. mars síðastliðinn. Útför Kristínar var gerð frá St. Nikolai-kirkjunni 26. mars og var hún jarðsett í Halmstad. Minningarathöfn um Kristínu fór fram í Dómkirkjunni í Reykjavík 9. apríl. Meira  Kaupa minningabók
17. júlí 2002 | Minningargreinar | 597 orð | 1 mynd

ÓLÖF HÚNFJÖRÐ

Ólöf Húnfjörð fæddist í Reykjavík 13. september árið 1928. Hún andaðist 27. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Vilhjálmur og Sigríður Húnfjörð. Systur Ólafar eru Ásbjörg og Emelía. Eftirlifandi eiginmaður Ólafar er Sigurður Óskarsson. Ólöf eignaðist þrjá syni, Jón Ólaf, Svein og Geir. Ólöf var jarðsett í kyrrþey föstudaginn 5. júlí. Meira  Kaupa minningabók
17. júlí 2002 | Minningargreinar | 468 orð | 1 mynd

VALGERÐUR GUÐLAUGSDÓTTIR

Valgerður Guðlaugsdóttir fæddist í Kerlingardal í Mýrdal 7. okt. 1918. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 6. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Víkurkirkju 15. júní. Meira  Kaupa minningabók
17. júlí 2002 | Minningargreinar | 284 orð | 1 mynd

VIGNIR ÞÓRSSON

Vignir Þórsson fæddist í Reykjavík 20. maí 1967. Hann lést á heimili sínu miðvikudaginn 10. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 16. júlí. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

17. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 150 orð

750 milljóna króna hagnaður

HAGNAÐUR Fjárfestingarfélagsins Straums hf. nam 750 milljónum króna eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma árið 2001 nam tap á rekstri félagsins 880 milljónum, segir í tilkynningu á vef Kauphallar Íslands. Breytingin nemur því um 1. Meira
17. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 500 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 80 80 80...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 80 80 80 17 1.360 Grálúða 170 170 170 79 13.430 Gullkarfi 119 60 76 2.197 166.731 Hlýri 134 104 126 595 75.129 Háfur 25 8 25 1.049 26.174 Keila 97 30 83 191 15.795 Langa 148 80 142 543 76.947 Lúða 640 245 339 454 154. Meira
17. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 493 orð | 1 mynd

Forstjóri DT segir af sér

RON Sommer, forstjóri og stjórnarformaður Deutsche Telekom til sjö ára, sagði af sér í gær. DT er skuldum vafið og mikill þrýstingur hefur verið á Sommer að segja af sér. Meira
17. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 103 orð

Hópferðamiðstöðin og Vestfjarðaleið sameinast

HÓPFERÐAMIÐSTÖÐIN og Vestfjarðaleið, hópferðabílar og ferðaskrifstofa, tvö af rótgrónustu fyrirtækjum landsins í ferðaþjónustu og fólksflutningum hafa sameinað krafta sína. Sameiningin tekur gildi frá og með 15. júlí. Meira
17. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 529 orð | 2 myndir

Minni fiskafli í júnímánuði

Fiskaflinn síðastliðinn júnímánuð var 146.922 tonn en var 171.730 tonn í júnímánuði árið 2001 og nemur samdrátturinn alls 24.807 tonnum. Heildarafli frá áramótum er hins vegar 222.000 tonnum meiri en á sama tíma í fyrra. Af botnfiski bárust 37. Meira
17. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 274 orð

Síminn byggir upp ADSLþjónustu sína á landsbyggðinni

SÍMINN mun nú fara í öfluga uppbyggingu á ADSL-þjónustu, háhraða sítengingu við Netið, á landsbyggðinni. "Frá því að Síminn hóf að bjóða landsmönnum ADSL í desember 1999 hefur Síminn byggt upp þjónustuna markvisst á helstu þéttbýliskjörnum landsins. Meira
17. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 215 orð | 1 mynd

TölvuMyndir auka veltu um 63% 2001

REKSTRARTEKJUR TölvuMynda hf. jukust um 63% á síðasta ári frá árinu á undan. Námu tekjurnar 1.635 milljónum króna árið 2001 en voru 1.005 milljónir árið 2000. Meira
17. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 204 orð

Vilja koma í veg fyrir ofveiði

FÉLAG strandveiðimanna við Norður-Atlantshafið, ASFNA, sem í eru aðilar frá Nýfundnalandi, Grænlandi, Færeyjum, Íslandi og Noregi, kom saman á fundi í Lofoten í Noregi í vikunni og ræddi um stöðu og framtíð veiða í Norður-Atlantshafi. Meira

Fastir þættir

17. júlí 2002 | Árnað heilla | 39 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Í dag, miðvikudaginn 17. júlí, er fimmtug Margrét Gunnarsdóttir, Vesturbraut 8, Grindavík. Af því tilefni tekur hún og eiginmaður hennar, Eiríkur Tómasson , á móti ættingjum og vinum kl. 18 laugardaginn 20. Meira
17. júlí 2002 | Árnað heilla | 38 orð | 1 mynd

70ÁRA afmæli .

70ÁRA afmæli . Á morgun, fimmtudaginn 18. júlí, verður sjötugur Gunnar Torfason, ráðgjafarverkfræðingur, Reykjavík. Meira
17. júlí 2002 | Fastir þættir | 383 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Tólf sveitir í sumarbrids Föstudagskvöldið 12. júlí spiluðu 25 pör Mitchell-tvímenning, en að honum loknum var að venju Monrad-sveitakeppni með afskaplega góðri þátttöku, tólf sveitir skráðu sig til leiks að þessu sinni og er það metjöfnun. Meira
17. júlí 2002 | Fastir þættir | 292 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

NOREGUR og Búlgaría mættust í 14. umferð EM og var leikurinn valinn til töflusýningar, enda báðar þjóðir í toppbaráttunni. Búlgarar unnu nauman sigur og munaði þar mestu um síðasta spil leiksins - þetta hér: Austur gefur; allir á hættu. Meira
17. júlí 2002 | Dagbók | 129 orð | 1 mynd

Dómkirkjan.

Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 5209700. Háteigskirkja. Kvöldbænir kl. 18. Neskirkja. Bænamessa kl. 18. Sr. Örn Bárður Jónsson. Seljakirkja . Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Meira
17. júlí 2002 | Fastir þættir | 736 orð | 3 myndir

Hnoðrar - Sedum eða Rhodiola?

GRASAFRÆÐIN er alltaf að breytast eins og nafnið á þessari grein á að gefa í skyn. Menn eru stöðugt að breyta nöfnum á jurtum og jafnvel færa þær til innan ætta, búa til nýjar ættir eða ættkvíslir og sameina aðrar. Meira
17. júlí 2002 | Dagbók | 816 orð

(Jónas 2, 4.-5.)

Í dag er miðvikudagur 17. júlí, 198. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Allir boðar þínir og bylgjur gengu yfir mig. Ég hugsaði: Ég er burt rekinn frá augum þínum. Meira
17. júlí 2002 | Fastir þættir | 824 orð | 3 myndir

Leko komst áfram í úrslit í Dortmund

6. - 21. júlí 2002 Meira
17. júlí 2002 | Viðhorf | 799 orð

Mysa og feitt ket

Þarna sátu þeir á síðum ullarnærbuxum við birtu frá tveimur gömlum lýsislömpum, í baðstofunni sem ég hafði útbúið í stofunni hjá mér fyrir sunnan, etandi súrt slátur og feitt lambaket. Meira
17. júlí 2002 | Fastir þættir | 110 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 d6 2. d4 g6 3. Rc3 Bg7 4. Bg5 a6 5. Rf3 Bg4 6. Bc4 Rc6 7. h3 Bxf3 8. Dxf3 Bf6 9. Be3 e6 10. O-O-O Bg7 11. h4 h6 12. Dg3 h5 13. Bg5 Rce7 14. Re2 Dd7 15. Rf4 c6 16. Hhe1 d5 17. Bb3 Rf6 18. f3 dxe4 19. fxe4 Rg4 20. d5 cxd5 21. exd5 e5 22. Bxe7 Dxe7... Meira
17. júlí 2002 | Dagbók | 51 orð

ÚR STELLURÍMUM

... Fyrst er sjón og svo er tal, svo kemur hýrlegt auga, síðan ástar fagurt fal freyju hefst við bauga ... Fleins þá týr og tvinnarós tengjast ástarþræði, fer sem kveikt sé ljós við ljós, er lögð eru saman bæði ... Meira
17. júlí 2002 | Fastir þættir | 494 orð

Víkverji skrifar...

VÍKVERJI las af áhuga viðtal við Hörpu Njáls, félagsfræðing og starfsmann Borgarfræðaseturs, sem birt var í Morgunblaðinu 7. júlí sl. Meira

Íþróttir

17. júlí 2002 | Íþróttir | 334 orð | 1 mynd

* ÁRNI Gautur Arason, landsliðsmarkvörður í...

* ÁRNI Gautur Arason, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, og samherjar hans hjá Rosenborg máttu horfa á eftir knettinum fjórum sinnum í netið hjá sér í gær en liðið gerði þá jafntefli við Fredrikstad , 4:4, eftir að hafa verið undir 4:1. Meira
17. júlí 2002 | Íþróttir | 357 orð | 2 myndir

Brenton valinn í landsliðið

FRIÐRIK Ingi Rúnarsson, landsliðsþjálfari í körfuknattleik karla, hefur valið Brenton Birmingham í nítján manna landsliðshóp sem undirbýr sig fyrir Norðurlandamótið - Polar Cup, sem fram fer í Osló 23.-25. ágúst nk. Þar verður leikið gegn Norðmönnum, Finnum og Svíum en Danir taka ekki þátt í mótinu vegna annarra verkefna. Tveir aðrir nýliðar eru í hópnum - Óðinn Ásgeirsson, Þór Akureyri, og Pálmi Freyr Sigurgeirsson, Breiðabliki. Meira
17. júlí 2002 | Íþróttir | 110 orð

Feofanova með Evrópumet

RÚSSNESKA stúlkan Svetlana Feofanova endurheimti í gærkvöldi Evrópumetið í stangarstökki kvenna utanhúss er hún vippaði sér yfir 4,78 metra á frjálsíþróttamóti í Stokkhólmi, bætti vikugamalt met Anniku Becker. Meira
17. júlí 2002 | Íþróttir | 183 orð | 1 mynd

Ian Woosnam til Íslands

EINN af kunnustu kylfingum heims, Ian Woosnam frá Wales, kemur til Íslands 29. júlí til að taka þátt í ProAm-móti á vegum Canon og Nýherja. Meira
17. júlí 2002 | Íþróttir | 18 orð

KNATTSPYRNA 1.

KNATTSPYRNA 1. deild karla: Dalvík: Leiftur/Dalvík - Þróttur R. 20 Hlíðarendi: Valur - Afturelding 20 Kópavogur: Breiðablik - Haukar 20 1. Meira
17. júlí 2002 | Íþróttir | 123 orð

KNATTSPYRNA 2.

KNATTSPYRNA 2. deild karla Njarðvík - Skallagr. 7:1 Sævar Gunnarsson 3, Eyþór Guðnason 2, Högni Þórðarson, Sverrir Þór Sverrisson,- Valdimar K. Sigurðsson. Meira
17. júlí 2002 | Íþróttir | 130 orð

Mikil fjölgun leikja í 1. deild kvenna í handknattleik

MIKIL fjölgun verður á leikjum í 1. deild kvenna í handknattleik í vetur. Samkvæmt drögum að keppni í deildinni verður leikin þreföld umferð í stað tvöfaldrar áður, og liðunum hefur fjölgað um eitt, úr níu í tíu þar sem Fylkir hefur bæst í hópinn. Meira
17. júlí 2002 | Íþróttir | 455 orð

Mikil óvissa hjá Leeds

MIKIL óvissa ríkir nú í herbúðum enska úrvalsdeildarliðsins Leeds United fyrir komandi leiktíð. Þrátt fyrir að félagið hafi ráðið til sín þrautreyndan þjálfara, Terry Venebles, eru blikur á lofti varðandi leikmannahópinn. Fimm leikmenn félagsins hafa verið sterklega orðaðir við önnur félög. Það kemur reyndar ekki mjög á óvart þar sem fjárhagsstaða liðsins þykir benda til þess að liðið þurfi að lækka hjá sér launakostnaðinn. Meira
17. júlí 2002 | Íþróttir | 452 orð | 1 mynd

* PETER Osgood, fyrrverandi miðherji Chelsea...

* PETER Osgood, fyrrverandi miðherji Chelsea og enska landsliðsins, hefur verið leystur frá störfum hjá Lundúnaliðinu - eftir ágreining við stjórnarformanninn Ken Bates. Meira
17. júlí 2002 | Íþróttir | 409 orð | 1 mynd

"Lið Zeljeznicar brothætt ef á móti blæs"

SKAGAMENN leika í kvöld fyrri leik sinn við bosnísku meistarana Zeljeznicar frá Sarajevo í forkeppni meistaradeildar Evrópu. Leikur liðanna fer fram á aðalleikvangi Bosníu, Kosevo, sem rúmar 38 þúsund áhorfendur. Zoran Daníel Ljubicic, fyrirliði Keflavíkur, er frá Sarajevo, var á sínum tíma fyrirliði 21 árs landsliðs Bosníu og lék þar um árabil með erkióvinum Zeljeznicar, FK Sarajevo, í gömlu júgóslavnesku úrvalsdeildinni. Hann segir að Skagamenn eigi sína möguleika í þessum slag. Meira
17. júlí 2002 | Íþróttir | 185 orð

Sex úr efstu deild í bann

AGANEFND Knattspyrnusambands Íslands fundaði í gær eins og jafnan á þriðjudögum og var nóg að gera hjá henni að þessu sinni. Hún úrskurðaði 42 leikmenn, frá meistaraflokki niður í þriðja flokk, í bann og sektaði auk þess 10 félög um samtals 57.000... Meira
17. júlí 2002 | Íþróttir | 328 orð | 1 mynd

Spenna á Muirfield

RJÓMI kylfinga sem leika á evrópsku mótaröðinni í golfi er tilbúinn að hefja leik á Opna breska meistaramótinu, einu af fjóru stóru golfmótum hvers árs. Evrópubúarnir eru staðráðnir í að láta Tiger nokkurn Woods frá Bandaríkjunum ekki hampa krúsinni góðu á sunnudaginn, en kappinn sá hefur sigrað á báðum stóru mótunum sem fram hafa farið á þessu ári. Meira
17. júlí 2002 | Íþróttir | 224 orð

Við verðum að leika af varkárni

"VIÐ rennum ansi blint í sjóinn varðandi þennan leik. Við verðum því að leika af varkárni og sjá til hvert það leiðir okkur," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Íslandsmeistara Skagamanna, í samtali við Morgunblaðið í gær en ÍA mætir í kvöld bosnísku meisturunum í Zeljeznicar í Sarajevo en þetta er fyrri leikur liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Meira
17. júlí 2002 | Íþróttir | 86 orð

Þeir fara til Óslóar

LANDSLIÐSHÓPUR Friðriks Inga Rúnarssonar, landsliðsþjálfara karla í körfuknattleik, sem tekur þátt í æfingum fyrir Polar Cup í Ósló 23.-25. Meira
17. júlí 2002 | Íþróttir | 123 orð

Þrír Skagamenn fóru ekki með

ÞRÍR leikmenn Íslandsmeistara Skagamanna fóru ekki með liðinu til Sarajevo á mánudaginn og verða því ekki í leikmannahópnum í dag. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.