VIÐBRÖGÐ Norður-Íra við yfirlýsingu Írska lýðveldishersins (IRA), þar sem hann baðst í fyrsta sinn afsökunar á drápum á óbreyttum borgurum, voru mjög blendin í gær.
Meira
AÐ MINNSTA kosti fimm féllu og þrjátíu særðust í tveimur sjálfsmorðsárásum í Tel Aviv í Ísrael seint í gærkvöldi, en árásarmennirnir tveir eru þar með taldir.
Meira
UTANRÍKISRÁÐHERRA Marokkó, Mohammed Benaissa, líkti í gær töku Spánverja á skerinu Perejil við innrás og sagði lítið vanta á að þeir hefðu lýst yfir styrjöld.
Meira
GOKART Reykjanesbæ hefur boðið unglingum upp á námskeið í akstri körtubíla í allt sumar á brautinni og hafa námskeiðin verið vel sótt. Fyrsta námskeiðið hófst 10. júní og verða þau á hálfsmánaðarfresti út ágúst fyrir ungt fólk, fætt 1988-90.
Meira
18. júlí 2002
| Innlendar fréttir
| 303 orð
| 2 myndir
GERÐ var árás á indverska herbækistöð í Aishmuqaam í Kasmír í gær og komið af stað sprengingum sem urðu a.m.k. þrem mönnum að bana auk þess sem átta særðust.
Meira
ÍRANAR sögðust í vikunni hafa átt viðræður við þrjú erlend fyrirtæki með það að markmiði að flytja út íslamskar brúður, tvíburana Dara og Söru, til Bandaríkjanna og fleiri vestrænna ríkja.
Meira
BAUGUR Group hf. jók við tvo skuldabréfaflokka í gærdag og nam aukningin alls einum milljarði króna. Flokkarnir sem um ræðir eru 1. og 2. skuldabréfaflokkur 2002. Baugur stækkaði hvorn flokk um 500 milljónir að nafnvirði.
Meira
RANNSÓKN lögreglunnar í Keflavík á tildrögum þess að 40 kg af dínamíti fundust af tilviljun í fjörunni við Sandgerði á þriðjudagsmorgun, hefur leitt í ljós að efninu var stolið í maí sl. frá verktakafyrirtæki sem vann að dýpkun Sandgerðishafnar.
Meira
DJASSINN mun að venju duna í Deiglunni í Grófargili í kvöld, fimmtudagskvöldið 18. júlí. Að þessu sinni kemur fram djassdúó sem skipað er Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu og Agnari Má Magnússyni píanóleikara. Á dagskrá eru meðal annars lög eftir Tómas R.
Meira
DÓMSTÓLL í Zimbabwe hefur dæmt dómsmálaráðherra landsins, Patrick Chinamasa, í þriggja mánaða fangelsi fyrir að mæta ekki í dómssal þótt hann hefði verið sakaður um að sýna dómstólnum óvirðingu.
Meira
UMHVERFIS- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur hefur að beiðni Hollustuverndar ríkisins stöðvað dreifingu á dönskum fetaosti í 300 gramma glerkrukkum hér á landi og er að innkalla hann úr verslunum með aðstoð innflytjandans.
Meira
18. júlí 2002
| Innlendar fréttir
| 481 orð
| 1 mynd
EIGENDUR rúmlega þriðjungs stofnfjár Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) hafa nú krafist þess að stjórn SPRON boði til fundar stofnfjáreigenda nú þegar.
Meira
18. júlí 2002
| Innlendar fréttir
| 151 orð
| 1 mynd
TÚRBÍNA brotnaði í Herjólfi þegar skipið var statt vestur af Þrídröngum með 108 farþega á leið frá Eyjum í land klukkan 10 í gærmorgun. Eldur kviknaði og önnur aðalvél skipsins stöðvaðist, en að sögn skipverja var engin hætta á ferðum.
Meira
KARLMAÐUR á þrítugsaldri hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi, en fullnusta fjögurra mánaða af refsingunni er bundin því að hann haldi almennt skilorð í þrjú ár.
Meira
18. júlí 2002
| Innlendar fréttir
| 159 orð
| 1 mynd
Í GÓÐVIÐRI síðustu vikna hefur gróður vaxið og dafnað vel hér í Hveragerði. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd bæjarins afhenti viðurkenningar fyrir fegurstu garðana 11. júlí sl.
Meira
AUGLÝSINGAFRESTUR vegna breytinga á svæðisskipulagi miðhálendis Íslands, norðan Vatnajökuls, er liðinn en alls bárust athugasemdir frá þremur aðilum.
Meira
LÖGREGLUNNI í Keflavík var tilkynnt að hundar gengju lausir á býli skammt frá Höfnum um kvöldmatarleytið í gærkvöld. Ásamt hundaeftirlitsmanni fór lögreglan á vettvang og færði fimm hunda í geymslu sem sloppið höfðu út fyrir girðinguna á bænum.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 26 ára karlmann í 15 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás sem átti sér stað á Grettisgötu í Reykjavík í maí í fyrra.
Meira
SVEINN Klausen, þýðandi og landvörður, mun í fimmtudagskvöldgöngu leiða gesti um Snókagjá, eina dýpstu og gróðursælustu gjá á Þingvöllum. Gengið verður eftir endilangri gjánni og komið upp úr henni í Stekkjargjá við Langastíg.
Meira
18. júlí 2002
| Innlendar fréttir
| 361 orð
| 1 mynd
ÞESSI frábæra hátíð sem hefur verið hér um helgina var vel sótt þrátt fyrir slæma veðurspá. Margt var að gerast eins og áður á Leifshátíð og var veðrið mun betra en á horfðist. Meðal annars sem fram fór var atriði sem nefndist kappar og kvenskörungar.
Meira
FLÓRGOÐI er á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands. Í stofninum eru færri en 1.000 fuglar og er hann talinn vera í yfirvofandi hættu. Meðal varpstöðva flórgoðans hér á landi er Ástjörn, skammt austur af Ásbyrgi, en þar var þessi mynd tekin.
Meira
ÓLAFUR Erlendsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, og Hörður Arnórsson fráfarandi framkvæmdastjóri Hvamms, dvalarheimilis aldraðra á Húsavík, tóku á dögunum fyrstu skóflustungurnar að framkvæmdum við nýjan útivistar- og...
Meira
ÖKUMAÐUR bifreiðar var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir bílveltu á Norðausturvegi í Aðaldalshrauni í fyrrinótt. Við frumrannsókn á vettvangi var hann þó ekki talinn alvarlega slasaður.
Meira
LÍKUR eru á því að Íslendingur á áttræðisaldri, sem verið hefur í farbanni á Kanaríeyjum síðan í febrúar, fái ferðafrelsi á ný bráðlega. Hann var settur í farbann vegna rannsóknar á láti sambýliskonu hans, sem féll af svölum hótels á eyjunum.
Meira
LAUGARDAGINN 20. júlí verður götumarkaður í miðbæ Sauðárkróks. Þetta er annað árið sem markaðurinn er haldinn en sl. ár tókst hann mjög vel og setti skemmtilegan svip á bæjarlífið. Allir mega vera þátttakendur og selja það sem þeim dettur í hug.
Meira
FJÖLSKYLDUHÁTÍÐIN "Ein með öllu" verður haldin á Akureyri um verslunarmannahelgina annað árið í röð. Að hátíðinni stendur hagsmunafélagið Vinir Akureyrar með fulltingi Akureyrarbæjar og þátttöku fjölmargra fyrirtækja.
Meira
LÖGREGLAN á Sauðárkróki handtók mann um fertugt snemma á sunnudagskvöldið sem staðinn var að verki við þjófnað í verslun Kaupfélags Skagfirðinga í Varmahlíð. Var maðurinn ölvaður og svaf hann vímuna úr sér í fangaklefa lögreglunnar aðfaranótt...
Meira
Á MYNDINNI eru hjúin Þursi og Sigurást Ermenga sem nú þriðja sumarið í röð rísa upp á túnbletti ábúendanna á Ósi við Bolungarvík. Tignarleg hjón sett saman úr heyböggum, klædd sparifötum. Á Ósi búa þau Högni Jónsson og Sunna Sigurjónsdóttir.
Meira
HUGMYNDIR um virkjun við Villinganes í Skagafirði hafa verið uppi með einum eða öðrum hætti frá árinu 1973 þegar fyrst var hreyft tillögum um að virkja við nesið.
Meira
ÞEIR virðast ekki alveg sammála um hvorum megin línunnar sé best að hlaupa, hundurinn og eigandi hans sem tóku á sprett í Reykjavík í votviðrinu í gær.
Meira
18. júlí 2002
| Innlendar fréttir
| 183 orð
| 1 mynd
ÞEIR voru heldur vindbarðir vinirnir Jordi Herreros og Josep Cabanes frá Barcelona, þegar Morgunblaðið hitti þá við Núpsstað í Skaftafellssýslu á dögunum. Þeir voru á leiðinni að Kirkjubæjarklaustri frá Jökulsárlóni.
Meira
Er trillan Hnefill SF frá Hornafirði var nýlega á heimstími suður af Hrollaugseyjum, skammt undan Breiðamerkursandi, fylgdu þessir höfrungar með í einni vöðu og settu á svið sannkallaða miðnætursýningu með stökkum sínum.
Meira
Allmikið rigndi víða um land í gær og er þá gott að kunna að búa sig. Ef hettan dugar ekki til að vera í góðu skjóli getur regnhlífin tekið við og þá ætti nú allt að vera nokkuð öruggt.
Meira
LANGANESFERÐIR eru áhugaverður möguleiki fyrir ferðafólk en tvisvar í viku er lagt af stað frá íþróttamiðstöðinni Verinu þar sem tekið er við bókunum í ferðirnar.
Meira
JOSEPH Luns, fyrrverandi framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) og þar áður utanríkisráðherra Hollands, lést í Brussel í gær, níræður að aldri.
Meira
KJÚKLINGAFÓÐUR er undantekningalítið flutt inn sem hráefni og síðan blandað hérlendis, að sögn Ólafs Friðrikssonar, deildarstjóra í landbúnaðarráðuneytinu. Tollur á óblandað fóður er 80 aurar á hvert kg en 7,80 kr. á hvert kg af blönduðu fóðri.
Meira
18. júlí 2002
| Innlendar fréttir
| 785 orð
| 1 mynd
Bridget Ýr McEvoy er fætt í Kilkenny, Suður-Írlandi, árið 1953. Hún lauk námi í geðhjúkrun frá St. Canice´s Training Hospital, Kilkenny árið 1973 og starfaði þar þangað til hún flutti til Íslands 1978. Hún starfaði við geðdeild FSA til 1985, en síðan hefur hún starfað við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, við ráðgjöf og fræðslu, þar á meðal við stjórn reykleysisnámskeiða. Hún er gift Sveini Magnússyni, framhaldsskólakennara, og eru dætur þeirra tvær, Anna Guðbjört og María Dagbjört.
Meira
GRUNNSKÓLINN á Ísafirði sendi nýverið bréf til foreldra þar sem kom fram að "allir grunnskólanemendur til heimilis á Suðureyri (Súgandafirði) sem hafa verið skráðir í GÍ [Grunnskólanum á Ísafirði] eða hafa sótt um skólavist í GÍ fyrir næsta skólaár,...
Meira
VINNANDI fólk hefur rétt á almennri heilbrigðisþjónustu til lífstíðar verður umræðuefnið á málfundi sósíalíska verkalýðsblaðsins Militants sem haldinn verður 19. júlí á Skólavörðustíg 6b, kl. 17.30.
Meira
NORRÆNU æskulýðssamtökin NSU eiga 19 aðildarfélög á öllum Norðurlöndunum með 2,2 milljónir félaga. Frá Íslandi á Ungmennafélag Íslands aðild að þessum samtökum. Formaður samtakanna er Anna Möller og framkvæmdastjóri Valdimar Gunnarsson.
Meira
TVÆR nýjar lágvöruverðsverslanir með mat- og sérvörur verða opnaðar á næstunni í Reykjavík. Verslanirnar heita Europris og eru í innkaupasambandi við samnefnda verslanakeðju í Noregi.
Meira
BANDARÍSKAR leyniþjónustu- og lögreglustofnanir vörðu allt of litlu fé og vinnu í að afla upplýsinga um al-Qaeda og önnur hryðjuverkasamtök fyrir árásina á World Trade Center í New York ellefta september á síðasta ári, að því er kemur fram í skýrslu sem...
Meira
LOFTUR Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, telur að grípi þurfi fyrr inn í en gert er þegar bilanir koma upp í nýju fluggagnakerfi hjá flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík sem tekið var í notkun í vor.
Meira
BANDARÍSKA álfyrirtækið Alcoa, sem hefur áhuga á að reisa álver í Reyðarfirði, hefur ákveðið að rafskautaverksmiðja verði ekki byggð við hlið álversins heldur sé ætlunin að flytja inn rafskautin, sem notuð eru við framleiðslu áls, sjóleiðina frá...
Meira
YST á Kársnesi í Kópavogi er losað grjótefni og jarðvegur í landfyllingu sem mun síðar gegna hlutverki hafnarsvæðis samkvæmt framtíðarskipulagi Kópavogsbæjar að sögn Stefáns Lofts Stefánssonar, deildarstjóra framkvæmdadeildar bæjarins.
Meira
EKKI verður farið út í sumarframkvæmdir á vegum Landsvirkjunar, s.s vegagerð og undirbúningsframkvæmdir, við Kárahnjúka nema fyrir liggi sameiginleg viljayfirlýsing vegna álversframkvæmda og sameiginleg ábyrgð af hálfu Alcoa og Landsvirkjunar á verkinu.
Meira
SADDAM Hussein, leiðtogi Íraks, sagði í ræðu í tilefni af þjóðhátíðardegi landsins í gær að Bandaríkjamönnum og "handbendum þeirra" myndi aldrei takast að steypa honum af stóli, þótt þeir fengju "alla djöfla heimsins" til liðs við...
Meira
18. júlí 2002
| Höfuðborgarsvæðið
| 401 orð
| 1 mynd
Í GREINARGERÐ sem vinnuhópur um varðveislu og frágang fornminja við Aðalstræti hefur sent borgarráði kemur meðal annars fram að gert er ráð fyrir að hefja fornleifauppgröft í Víkurgarði í haust og megi búast við að leifar eldri kirkjubygginga sé að finna...
Meira
Ný sveitarstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri-grænna sem komst til valda í Skagafirði í vor vill falla frá virkjunaráformum á Villinganesi í Skagafirði og óljóst er nú hvort verður af Villinganesvirkjun. Elva Björk Sverrisdóttir kynnti sér málið og ræddi við Gísla Gunnarsson, forseta sveitarstjórnar Skagafjarðar, Kristján Jónsson, rafmagnsveitustjóra RARIK, og Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Meira
JARÐSKJÁLFTA varð vart í vestanverðum Mýrdalsjökli í svonefndri Goðabungu í gær. Samkvæmt upplýsingum jarðskjálftadeildar Veðurstofunnar var stærsti skjálftinn 2,5 stig á Richterskvarða snemma í gærmorgun.
Meira
JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, segir að taka þurfi málefni bótaþega til umræðu í heild og að þau þurfi að ræða í ríkisstjórn.
Meira
SAMHERJI hf. gekk í gær frá kaupum á Sléttbak EA-4 en skipið var áður í eigu Útgerðarfélags Akureyringa hf. Ennfremur hefur verið gengið frá sölu á Kambaröst SU 200 til útgerðar í Namibíu.
Meira
STJÓRN Félags um lýðheilsu hefur sent frá sér ályktun um lýðheilsu og áform um að setja á stofn Lýðheilsustöð. "Málefni lýðheilsu með áherslu á forvarnir og heildræna sýn á heilbrigði eru eitt mikilvægra framtíðarverkefna íslensku þjóðarinnar.
Meira
ÍSLENSK erfðagreining greindi í gær frá því að vísindamenn fyrirtækisins og samstarfsaðila hefðu gert nýjar uppgötvanir í erfðafræði og lyfjaerfðafræði astma og ofnæmis.
Meira
SEM kunnugt er hafa menn á öllum tímum gjarnan viljað hafa stjórn á veðrinu og getað stýrt því eftir sínu höfði hverju sinni. Á Galdrasýningu á Ströndum á Hólmavík hefur verið komið fyrir umfjöllun um veðurgaldra.
Meira
LEIT að sex mönnum, sem saknað var eftir að þyrla hrapaði í Norðursjó undan austurströnd Englands í fyrrakvöld, bar ekki árangur og talið var að þeir hefðu farist. Fimm lík fundust skömmu eftir slysið.
Meira
GUÐMUNDUR Guðlaugsson, bæjarstjóri Siglufjarðar, segist vonast til þess að ekki flytji fleiri frá Siglufirði en til bæjarins í ár, en í fyrra voru brottfluttir umfram aðflutta á Siglufirði í kringum 30 manns.
Meira
AÐ MINNSTA kosti 59 manns, aðallega börn, hafa dáið af völdum óvenjumikils kulda í fjallahéruðum í suðausturhluta Perú, að sögn forseta landsins, Alejandro Toledo, í gær. Yfir 66.
Meira
Ef við höfum daufan skilning á nauðsyn þess að varðveita vel hin einstæðu menningarsögulegu verðmæti í Menntaskólanum í Reykjavík, segir Ólafur Oddsson, og látum hjá líða að gera hér augljósa skyldu okkar, mun sagan kveða upp þungan dóm yfir okkur.
Meira
18. júlí 2002
| Akureyri og nágrenni
| 102 orð
| 1 mynd
FRAMKVÆMDIR standa nú yfir vegna undirbúnings að gerð hringtorgs á Vesturlandsvegi skammt frá Skálatúni. Framkvæmdir hófust síðastliðið haust en ráðgert er að hringtorgið verði tilbúið í byrjun október. Hámarkshraði á vegarkaflanum er nú 50 km/klst.
Meira
STARFSHÓPURINN klofnaði í afstöðu sinni til aldurstakmarks á útihátíðum. Meirihluti hans leggur til að miða beri aðgang ungmenna, án forráðamanna, að útihátíðum við 16 ára aldur en Rúna Jónsdóttir, fulltrúi Stígamóta, og Eyrún B.
Meira
18. júlí 2002
| Innlendar fréttir
| 828 orð
| 1 mynd
Fulltrúar Alcoa eru komnir til landsins vegna undirritunar viljayfirlýsingar við stjórnvöld og Landsvirkjun um byggingu álvers í Reyðarfirði. Arnór Gísli Ólafsson og Björn Jóhann Björnsson ræddu við Jake Siewert, upp- lýsingafulltrúa Alcoa.
Meira
ÁSÝND Garðsins tekur breytingum þegar lokið verður átaki í malbikun gatna og gerð gangstétta og göngustíga. Framkvæmdin hófst í sumar og þessa dagana eru menn á vegum verktakanna að ljúka við að steypa fyrsta áfanga gangstéttarkanta.
Meira
UM NÆSTU helgi lýkur vísitasíu biskups Íslands, Karls Sigurbjörnssonar, í Borgarfjarðarprófastsdæmi. Á morgun, föstudaginn 19. júlí, mun biskup vísitera Fitjakirkju, ásamt prófasti. Hátíðarguðsþjónusta verður þar kl. 15.
Meira
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, sótti í gærkvöld skipverja, sem slasast hafði á hendi við vinnu sína, um borð í Höfrung III AK 250. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu um slysið kl. 19.
Meira
18. júlí 2002
| Innlendar fréttir
| 891 orð
| 2 myndir
EFTIR verslunarmannahelgina í fyrra skipaði Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra starfshóp sem falið var það verkefni að fara yfir lög og reglur er snerta skemmtanahald á útihátíðum og gera tillögur um úrbætur þar að lútandi.
Meira
Áform dómsmálaráðuneytisins um 40 milljóna króna sparnað hjá Landhelgisgæzlunni á næsta ári með því að leggja varðskipinu Óðni hafa vakið margvísleg viðbrögð. Forsvarsmenn Gæzlunnar eru ekki ánægðir og telja fremur vanta meira fé til rekstrarins.
Meira
Óhjákvæmileg afleiðing þeirrar miklu lækkunar er orðið hefur á gengi hlutabréfa um allan heim að undanförnu er að eignir lífeyrissjóða hafa minnkað umtalsvert. Íslenskir lífeyrissjóðir eru þar engin undantekning.
Meira
JÓN STEINDÓR Valdimarsson kynnir á vefsetri Samtaka iðnaðarins nýlegan samning, sem Malta hefur gert við ESB, þar sem þeir semja um sérréttindi landsins að því er varðar fiskveiðar.
Meira
NÝ BÓKARÖÐ í barnabókaklúbbnum Lestrarhestinum er komin út og ber hún í ár heitið: Skoðum náttúruna. Er viðfangsefnið ýmsar dýrategundir, en þegar hafa komið út bækur um stóra ketti, hvali, köngulær og slöngur.
Meira
* ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Dansleikur öll sunnudagskvöld kl. 20 til 23.30. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. * BREIÐIN, Akranesi: Hljómsveitin Ber spilar á laugardagskvöld.
Meira
BJARNI Ólafur Magnússon myndlistarmaður var útnefndur bæjarlistamaður af menningarmálanefnd Vestmannaeyja á dögunum. Bjarni Ólafur stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1982-1983.
Meira
LAUFEY Sigurðardóttir og Páll Eyjólfsson halda tónleika í Hóladómkirkju á laugardag kl. 17. Á efnisskránni verða verk eftir gamla meistara fyrir fiðlu og gítar. Laufey Sigurðardóttir og Páll Eyjólfsson hafa starfað saman frá árinu 1986.
Meira
SUMARÓPERA Reykjavíkur stendur fyrir tónleikum í Neskirkju við Hagatorg kl. 20 í kvöld sem bera yfirskriftina: Óperustjörnur morgundagsins flytja barokkperlur.
Meira
Hómer Simpson mun loksins láta rokkstjörnudrauma sína rætast í nóvember er sýndur verður þáttur þar sem hann skellir sér í Rokk og ról-búðir. Og hverjir eru best fallnir til að vera leiðbeinendur í slíkum búðum?
Meira
BRESKI fiðluleikarinn Nigel Kennedy hefur verið ráðinn listrænn stjórnandi sinfóníuhljómsveitarinnar í Varsjá í Póllandi og mun stjórna hljómsveitinni í fyrsta skipti í september.
Meira
Flytjendur voru Hans Kwakkernaat á píanó, Björn Thoroddsen á gítar, Gunnar Hrafnsson á kontrabassa, Guðmundur Steingrímsson á trommur. Kynnir: Vernharður Linnet.
Meira
HAUKUR Guðlaugsson fyrrverandi söngmálastjóri þjóðkirkjunnar leikur á orgel Reykholtskirkju á laugardag kl. 16. Tónleikarnir eru þeir fjórðu í röð tónleika sem haldnir eru með liðsinni Félags íslenskra organleikara til styrktar orgeli kirkjunnar.
Meira
Í ENERGIU í Smáralind stendur nú yfir myndlistarsýning á verkum Auðar Þórhallsdóttur. Hún sýnir ljósmyndir unnar með blandaðri tækni þar sem sterkir litir og lýsing spila saman í verkunum.
Meira
HLJÓMSVEITIN Jet Black Joe steig eftirminnilega inn á sjónarsviðið á nýjan leik í fyrra, eftir um 5 ára hlé. Það var á Eldborgarhátíðinni alræmdu en til að anna eftirspurn fylgdu í kjölfarið hátt í 10 tónleikar víðsvegar um borg og bæ.
Meira
MENNINGARSAMTÖK Norðlendinga, MENOR, eru 20 ára á þessu vori. Var afmælisins minnst með veglegri hátíðardagskrá á dögunum í félagsheimilinu Laugarborg, Eyjafjarðarsveit.
Meira
HÚN heitir Norah Jones og þú verður að kynnast henni! Þrátt fyrir ungan aldur (23) liggur nú eftir hana plata, sem hefur verið mærð í bak og fyrir af tónlistarpressunni, jafnt þeirri sem tekur á djassi og þeirri sem fæst við dægurtónlist.
Meira
Í GALLERÍI Sölva Helgasonar, Lónkoti í Skagafirði, stendur nú yfir sýning Ólafar Birnu Blöndal á olíupastelmyndum. Viðfangsefni Ólafar er landslag frá Norður- og Austurlandi.
Meira
OG fiðlan syngur ... er yfirskrift hádegistónleika í Norræna húsinu sem verða á morgun, föstudag, kl. 12.30. Þar kemur fram hópur norskra tólistarmanna sem nefna sig Bø juniorspelemannslag og er aðgangur að tónleikunum ókeypis.
Meira
ÞEGAR talað er um að hljómsveitir fari hringferð um landið detta manni helst í hug poppsveitir sem standa fyrir gleði og glaumi, á stórum dansstöðum.
Meira
ÖLL spjót beinast nú að George Michael vegna myndbandsins umdeilda við lagið "Shoot The Dog" og þeirra ummæla sem hann hefur látið falla um hættulega utanríkisstefnu leiðtoga Bretlands og Bandaríkjanna, Tonys Blairs og George W. Bush.
Meira
Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó, Nýja bíóKeflavík og Ísafjarðarbíó frumsýna á morgun Men in Black II., með Tommy Lee Jones, Will Smith, Lara Flynn Boyle, Rip Torn o.fl. Meira
Frumflutningur: Lost in sveit og Sjálfsmynd með Stelki eftir Charles Ross. Flytjendur: Stelkurinn (Charles Ross, Jón Guðmundsson, Suncana Slamning, Páll Ívan og Annegret Unger).
Meira
Hafnarborg Tveimur sýningum lýkur í Hafnarborg á mánudag: Málverkasýningu Davids Alexanders og samsýningunni "Counting". Þar er á ferð sjö manna hópur sem kallar sig Distill.
Meira
JUDITH Portugall flautuleikari, Wolfgang Portugall orgelleikari og Margrét Bóasdóttir sópransöngkona eru næstu gestir í tónleikaröðinni Sumartónleikar við Mývatn sem haldnir verða í Reykjahlíðarkirkju á laugardagskvöld kl. 21.
Meira
Á ÁTTUNDU tónleikum sumartónleikaraðar veitingahússins Jómfrúrinnar við Lækjargötu á laugardag kl. 16 kemur fram tríó saxófónleikarans Hauks Gröndal. Með honum leika gítarleikarinn Ásgeir J. Ásgeirsson og danski kontrabassaleikarinn Morten Lundsby.
Meira
TVÆR stuttsýningar verða opnaðar í Gallerí Reykjavík, Skólavörðustíg 16, í dag, og á morgun. Díana Hrafnsdóttir opnar sýningu á grafíkmyndum kl. 16 í dag og Loes Muller opnar sýningu á skúlptúrum á morgun, föstudag, kl. 17.
Meira
HELDUR minna fer fyrir fegurðarsamkeppninni Ungfrú heyrnarlaus en samkeppninni Ungfrú heimur. Heyrnarlausar yngismeyjar kepptu um titilinn eftirsótta og var fallegasta heyrnarlausa stúlka heims valin í Prag í Tékklandi á föstudagskvöldið.
Meira
SÝNING á nýjum verkum eftir Ríkharð Valtingojer verður opnuð í Gallerí Klaustri á Skriðuklaustri á morgun. Á sýningunni verða grafíkverk unnin með aðferð sem Ríkharður hefur verið að þróa að undanförnu og kallar "ferrotinta".
Meira
Svona er FM sumarið 2002. Lög eiga Írafár, Á móti sól, Í svörtum fötum, Land og synir, Antonía, Daysleeper, Stuðmenn, Englar, Ding Dong & Á móti sól, Sóldögg, MEir, Flauel, Bjarni Ara og Milljónamæringarnir, BSG, Plast, Ber og Útrás.
Meira
ÞRIÐJA úthlutun úr rannsóknarsjóði Listasafns Háskóla Íslands fór fram í Skólabæ á dögunum, á fæðingardegi stofnanda sjóðsins, Sverris Sigurðssonar, en hann lést í mars sl., 92 ára að aldri. Styrkþegar voru þrír að þessu sinni og hlutu 200.000 þús. kr.
Meira
SENDIRÁÐ Saarlands í Berlín hefur fest kaup á listaverki eftir íslenska myndhöggvarann Sigrúnu Ólafsdóttur. Verkið er í aðalinngangi byggingar þess við Potsdamer Platz, en Saarland er eitt sambandsríkja Þýskalands.
Meira
Afnotagjöldin UM tíma voru eldri borgarar og öryrkjar ekki rukkaðir fyrir afnotagjald af þessu ríkisrekna sjónvarpi en það stóð ekki lengi. Um tíma var greitt fyrir einn mánuð í einu.
Meira
VEGNA pistils sem birtist í Velvakanda sl. sunnudag, þar sem sagt er frá misheppnaðri heimsókn í þjónustumiðstöð fyrir aldraða, vil ég koma því á framfæri að það er oft erfitt fyrir nýtt fólk að koma inn í félagsstarfið sem þar er rekið.
Meira
Viðbrögð Hollustuverndar við jafnvel litlum frávikum sumra efna virðast, að mati Arnar Svavarssonar, allt að því hjákátleg í ljósi aðgerðaleysis þegar yfirgengileg frávik annarra efna uppgötvast.
Meira
Enginn vafi er á því, segir Kristján E. Guðmundsson, að lýðræði á víða undir högg að sækja ef litið er til þess að vilji meirihlutans ráði í öllum málum.
Meira
Þá er mikilvægt að gleyma ekki uppruna sínum, segir Sigríður Laufey Einarsdóttir, og hvað er undirstaða velsældar, menningar og tækniframfara, það að hafa til hnífs og skeiðar.
Meira
Ég spái því, ef líffræðingar fá áfram að sitja öllum megin ákvarðanaborðsins, segir Indriði Aðalsteinsson, að búið verði að alfriða tófu og mink innan 10 ára.
Meira
Niðurstaðan er sú, segir Kristinn Pétursson, að áframhald á þeirri tilraunastarfsemi að þvinga þorskstofninn til stækkunar með friðun smáþorsks sé þá "sátt um úrkynjun þorskstofnsins".
Meira
Meirihlutinn í borgarstjórn velur sumarleyfistímann þegar flestir eru á faraldsfæti og nefndastörf liggja niðri, segir Guðrún Ebba Ólafsdóttir, til að leggja fram umdeild mál.
Meira
Palestínskir hryðjuverkamenn kunna núorðið að ná eyrum vestræns almennings, segir Kristófer Magnússon, þó að það sé ekki ásetningur þeirra að koma á lýðræði eða jafnvel frumstæðustu mannréttindum.
Meira
ÞÖKK sé þeim Þorsteini Má Baldvinssyni og Arthúr Bogasyni fyrir að leiða saman hesta sína í umræðu um kvótakerfið margumdeilda. Undirritaður hvetur alla málsmetandi landsmenn til að verða sér úti um þau skrif þessara manna sem þegar hafa komið fram Mbl.
Meira
Árveig Kristinsdóttir fæddist á Grund í Vestmannaeyjum 14. desember 1929. Hún lést í Reykholti í Biskupstungum að morgni 8. júlí síðastliðins og var útför hennar gerð frá Akureyrarkirkju 15. júlí.
MeiraKaupa minningabók
18. júlí 2002
| Minningargreinar
| 1752 orð
| 1 mynd
Ása Magnúsdóttir fæddist í Lambhaga í Vestmannaeyjum 15. júlí 1931. Hún andaðist á líknardeild Landspítalans á Landakoti mánudaginn 8. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson, f. 19. ágúst 1875, d. 29.
MeiraKaupa minningabók
18. júlí 2002
| Minningargreinar
| 3272 orð
| 1 mynd
Friðrik Steindórsson fæddist í Reykjavík 5. apríl 1921. Hann lést á Landspítalanum 10. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Steindór Árni Ólafsson, trésmíðameistari, f. 19. júlí 1874, d. 23. desember 1952, og Guðrún Sigurðardóttir, húsmóðir, f. 24.
MeiraKaupa minningabók
Ingibjörg Hjartardóttir Fjeldsted fæddist á Auðnum á Vatnsleysuströnd 28. ágúst 1915. Hún lést á Sóltúni í Reykjavík 8. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hjörtur Árnason Fjeldsted, f. 17. janúar 1875, d. 4.
MeiraKaupa minningabók
18. júlí 2002
| Minningargreinar
| 3307 orð
| 1 mynd
Marsý Dröfn Jónsdóttir fæddist á Hvammstanga 11. maí 1941. Hún lést á líknardeild LSH í Kópavogi 6. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Helga Ágústsdóttir, f. 2. mars 1917, og Jón Húnfjörð Jónasson, f. 21. janúar 1914, d. 3. nóvember 1995.
MeiraKaupa minningabók
18. júlí 2002
| Minningargreinar
| 1525 orð
| 1 mynd
Sven Aage Larsen fæddist 12. júlí 1929 í Johnson City, Oregon í Bandaríkjunum. Foreldrar hans voru bæði dönsk, þau Marius og Kirstine Larsen. Sven átti þrjár systur, þær Esther, f. 1927, Eva, f. 1928, og Nora, f. 1932.
MeiraKaupa minningabók
Þjóðbjörg Þórðardóttir fæddist í Hafnarfirði 19. febrúar 1945. Hún lést 6. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 12. júlí.
MeiraKaupa minningabók
BÓNUS Gildir frá 18.-24. júlí nú kr. áður kr. mælie. Frosið súpukj. II. og III. fl. 199 nýtt 199 kg Danskar úrb. skinnl. kjúklingabringur 1.299 nýtt 1.299 kg Bónus brauð 1 kg 89 111 89 kg Gold kaffi 500 g 159 179 358 kg Ariel þvottaefni 4,95 kg 1.
Meira
MARKAÐSRÁÐ kindakjöts stendur að nýjum vef, lambakjot.is, þar sem markmiðið er að veita "gagnlegar upplýsingar um lambakjöt, bestu matreiðsluaðferðirnar og freistandi uppskriftir fyrir sumar, vetur, vor og haust," eins og þar segir.
Meira
H. BLÖNDAL hefur hafið innflutning á sjálfvirkum slökkvibúnaði fyrir sjónvörp. Búnaðurinn er festur á bak tækisins og er í honum slökkviefni er nefnist aerosol, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá innflytjanda.
Meira
SÍFELLT færist í vöxt hér á landi að fólk sem leiti til læknis hafi þegar leitað upplýsinga um vanda sinn á Netinu og jafnvel sjúkdómsgreint sjálft sig, að sögn Sigurðar Guðmundssonar landlæknis.
Meira
60 ÁRA afmæli . Í dag, fimmtudaginn 18. júlí, er sextugur Erling Ólafur Sigurðsson, hestamaður, Hraunbæ 24, Reykjavík. Erling og eiginkona hans, Kolbrún Friðriksdóttir , taka á móti vinum og vandamönnum föstudaginn 19.
Meira
80 ÁRA afmæli. N.k. laugardag 20. júlí er áttatíu ára Ingibjörg Árnadóttir frá Odda í Borgarfirði eystra, nú til heimilis að hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði. Af því tilefni tekur hún og fjölskylda hennar á móti gestum á afmælisdaginn 20. júlí frá kl.
Meira
ÍSLAND mætti Ísrael í töfluleik í 16. umferð EM, en þá lágu þjóðirnar hlið við hlið í 7 og 8. sæti. Ísraelar náðu strax góðri forystu þegar legan reyndist þeim hagstæð í tveimur slemmuspilum og unnu leikinn 24-6.
Meira
Hallgrímskirkja. Hádegistónleikar kl. 12. Eyþór Ingi Jónsson leikur á orgel. Háteigskirkja. Taizé-messa kl. 20. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 22 . Ath. breyttan tíma.
Meira
" ... ég segi alltaf færri og færri orð enda hafði ég lengi á þeim illan bifur. Tign mannsins segja þeir þó þeir geri sér ekki ljóst að orð eru dýr né með hverju þeir geti borgað."
Meira
LAUGARDAGINN 20. júlí er Þorláksmessa á sumri. Við minnumst þess, að árið 1198 voru helgir dómar verndardýrlings Íslendinga teknir upp og skrínlagðir í Skálholtsdómkirkju. Hátíðarmessa hefst þegar kl. 13.30 en ekki kl. 14.
Meira
VÍKVERJI hefur verið að horfa á músíkmyndbönd í sjónvarpinu og meðal vinsælustu laganna þessa dagana er Sumardjamm FM með "landsliðinu" í poppheimum.
Meira
ARNÓR Guðjohnsen, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu, skrifaði í gær undir samning við breska umboðshlutafélagið International Soccer Management og mun veita forstöðu umboðsskrifstofu fyrirtækisins sem opnuð verður hér á landi innan skamms.
Meira
NIELS Bo Daugaard, danskur knattspyrnumaður, er væntanlegur til liðs við úrvalsdeildarlið ÍBV á morgun. Hann er 26 ára gamall sóknarmaður, 1,87 m á hæð, og kemur frá úrvalsdeildarliðinu AGF, sem sagði upp samningnum við hann í vor.
Meira
Ólafur Þórðarson, þjálfari Íslandsmeistara ÍA í knattspyrnu, sagði í samtali á vefsíðu Knattspyrnusambands Evrópu, uefa.com, í gærkvöld að Skagamenn væru alls ekki búnir að gefa upp alla von um að komast áfram í meistaradeild Evrópu.
Meira
Viðræður um kaup enska knattspyrnufélagsins Liverpool á Lee Bowyer frá Leeds eru enn í gangi, enda þótt Bowyer hafi hafnað tilboði Liverpool um hálfa fimmtu milljón króna í vikulaun.
Meira
FORRÁÐAMENN þýska handknattleiksliðsins Gummersbach eru komnir á bragðið. Á sl. keppnistímabili fóru tveir heimaleikir liðsins fram í sýningarhöll í Köln, sem tekur 18.000 áhorfendur. Áhuginn var mikill fyrir leikjunum og bekkirnir þétt setnir.
Meira
BLIKUM dugði skammt að ná á köflum upp sæmilegu spili á miðjunni gegn Haukum, sem sóttu þá heim í gærkvöldi. Hafnfirðingar tóku vörnina góðum tökum og náðu mörgum góðum sprettum, sem dugðu til 3:1-sigurs - sami munur og í fyrri leik liðanna úr fyrstu umferð, sem var einmitt markmið Kópavogsbúa að hefna fyrir.
Meira
* HEIMIR Guðjónsson, miðvallarleikmaður FH, sem var rekinn af leikvelli í leik gegn ÍBV á dögunum, tekur út leikbann sitt er FH leikur gegn Fylki í kvöld í Árbæ.
Meira
* HJÁLMAR Jónsson, knattspyrnumaður frá Egilsstöðum og fyrrum leikmaður Keflavíkur , var í fyrsta skipti í byrjunarliðinu hjá Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöld.
Meira
Fylkir - FH Fylkisvöllur, fimmtudaginn 18. júlí 2002 kl. 19.15. *Fylkir og FH hafa mæst 7 sinnum í efstu deild. FH hefur unnið 4 leiki en Fylkir 2 og einn hefur endað með jafntefli. FH hefur skoraði 13 mörk en Fylkir aðeins 5.
Meira
Mót mótanna í golfheiminum, Opna breska meistaramótið, sem að þessu sinni fer fram á Muirfield-vellinum í Skotlandi - hefst í dag. Mótið er sveipað miklum dýrðarljóma enda golfíþróttin almennt talin eiga rætur sínar að rekja til Bretlands. Mótið er nú haldið í 131. sinn og eru nær allir bestu kylfingar heims mættir til þess að reyna að þvælast eitthvað fyrir efsta manni heimslistans, Bandaríkjamanninum Tiger Woods.
Meira
SKAGAMENN eiga erfitt verkefni fyrir höndum næsta miðvikudag þegar þeir taka á móti Zeljeznicar, bosnísku meisturunum, í síðari viðureign liðanna í forkeppni meistaradeildar Evrópu. Þeir töpuðu fyrri leiknum í Sarajevo í gærkvöld, 3:0, og líkurnar á því að snúa blaðinu við og mæta Íslendingaliðinu Lillestrøm í 2. umferð eru ekki miklar. Það er þó ekki öll nótt úti þar sem lið Zeljeznicar hefur ekki náð góðum árangri á útivelli, en félagið fagnaði í gærkvöld sínum fyrsta sigri í þessari keppni.
Meira
VALSMENN tryggðu stöðu sína enn frekar á toppi fyrstu deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi þegar þeir lögðu næstefsta liðið, Aftureldingu, 1:0. Markið gerði Bjarni Ó. Eiríksson í síðari hálfleik. Valur er með tíu stiga forystu en 24 stig eru eftir í pottinum.
Meira
STJÓRN Alcoa hefur samþykkt að kaupa fyrirtækið Fairchild Corp . fyrir u.þ.b. 657 milljónir bandaríkjadala eða um 55 milljarða íslenskra króna. Á fréttavef Wall Street Journal kemur fram að með þessum viðskiptum færi Alcoa sig inn á arðsamari markað,...
Meira
ÁRNI Vilhjálmsson, stjórnarformaður Granda hf., mun sinna verkefnum framkvæmdastjóra Granda þangað til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn til félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Granda á vef Kauphallar Íslands .
Meira
Nýbrauð/brauðsalan ehf. hefur tekið yfir rekstur brauðfyrirtækisins Nýbrauðs í Mosfellsbæ en Nýbrauð ehf. var lýst gjaldþrota í júní. Þóroddur Bjarnason kynnti sér upphaf og endi Nýbrauðs ehf. og ræddi við nýja eigendur brauðgerðarinnar.
Meira
Flugvélaframleiðandinn Boeing hagnaðist umfram áætlanir á öðrum fjórðungi þessa árs. Hagnaður Boeing nam 751 milljón bandaríkjadala eða 92 sentum á hlut en var 804 milljónir dala og 95 sent á hlut á sama tíma í fyrra.
Meira
Drykkjarvörufyrirtækið Coca-Cola hefur ákveðið að ganga fram fyrir skjöldu og breyta bókhaldsaðferðum sínum hvað varðar kaupréttarsamninga starfsmanna á þann veg að í framtíðinni verði kaupréttarsamningar gjaldfærðir í bókhaldi fyrirtækisins.
Meira
COLDWATER Seafood (UK) Ltd. dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. í Bretlandi, hefur gengið frá samningi um kaup á verksmiðju Fisher Foods, Redditch (FFR), sem er ein af mörgum framleiðslueiningum innan Albert Fisher Group Ltd.
Meira
HRUN hörpuskeljarstofnsins í Breiðafirði veldum miklum áhyggjum. Leyfileg veiði hefur verið minnkuð um helming á tveimur árum með tilheyrandi tekjutapi og minnkandi atvinnu, einkum í Stykkishólmi.
Meira
SCHADENFREUDE er orð sem ítrekað hefur skotið upp kollinum þegar menn velta því fyrir sér hvaða augum Evrópubúar líta vandræði hlutabréfamarkaðarins í Bandaríkjunum.
Meira
FJÁRSÝSLA ríkisins og Flexus ehf. hafa undirritað með sér samning um innleiðingu þjónustuborðs fyrir viðskiptamenn Fjársýslu ríkisins. Samningurinn felur í sér kaup á BizView hugbúnaði frá Flexus ehf. auk greiningar og innleiðingarvinnu.
Meira
VINNSLAN í fiskiðjuveri SVN verður stöðvuð í tæpar fjórar vikur í sumar, 24. júlí til 19. ágúst, vegna sumarleyfa starfsmanna. Um 50-60 manns fara í frí á þessum tíma og nær vinnslustöðvunin til allflestra starfsmanna fiskiðjuversins.
Meira
SAMTÖK banka og verðbréfafyrirtækja munu taka til athugunar gagnrýni norrænu ráðherranefndarinnar á bankaviðskipti milli Norðurlandanna, meðal annars að dýrt sé að senda peninga milli landanna og að það taki langan tíma.
Meira
NÚ VERÐUR hægt að fá hrefnukjöt hér á Íslandi á ný eftir að innflutningur á því frá Noregi er hafinn. Lítið hefur verið um hvalkjöt á Íslandi síðan vísindaveiðunum var hætt fyrir meira en áratug.
Meira
FISKAFLINN frá upphafi fiskveiðiársins til júníloka var 1.813.988 tonn samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu. Það er töluvert meira en á sama tíma í fyrra, en þá var heildaraflinn 1.554.190 tonn. Það virðist því ljóst að heildaraflinn á fiskveiðiárinu, sem lýkur í lok ágúst, verður meiri en á síðasta ári og losar líklega tvær milljónir tonna, en það veltur nokkuð á loðnuveiðunum.
Meira
TÖLVURISINN Hewlett Packard hefur rekið tvo starfsmenn frá fyrirtækinu í Bretlandi og leyst 150 til viðbótar tímabundið frá störfum vegna misnotkunar á tölvupósti, að því er fram kemur á fréttavef BBC.
Meira
UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur um kaup Búnaðarbanka Íslands á útibúi Íslandsbanka á Blönduósi. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki bankaráða. Gert er ráð fyrir að Búnaðarbankinn taki við rekstri útibúsins hinn 1. september nk.
Meira
Ekki er ljóst hvað verður um Nanoq í Kringlunni en nú standa yfir viðræður þess efnis að á neðri hæðinni verði rekin sérhæfð útivistarverslun en á efri hæðinni verði tvær verslanir annars eðlis. Steingerður Ólafsdóttir skoðaði ýmsar hliðar gjaldþrots Íslenskrar útivistar.
Meira
FORMAÐUR efnahagsnefndar norska Stórþingsins, Olaf Akselsen, hefur lýst áhyggjum sínum yfir háu gengi norsku krónunnar og háum vöxtum, samkvæmt frétt norska dagblaðsins Aftenposten .
Meira
Ólafur Jónsson , framkvæmdastjóri ráðgjafarsviðs TölvuMynda hf., hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Vátryggingafélags Íslands hf. - VÍS - og hefur hann störf um miðjan ágúst nk.
Meira
TÆKNIFRAMFARIR og almenn bjartsýni, almenningur kynnist nýjum notkunarmöguleikum í fjarskiptum; upplýsingastreymi margfaldast sem hefur áhrif á alla þjóðfélagsmyndina.
Meira
FYLGIFISKAR er nafn á sérverslun með sjávarfang sem opnuð verður nk. fimmtudag á Suðurlandsbraut 10 í Reykjavík. Eigandi og framkvæmdastjóri verslunarinnar er Guðbjörg Glóð Logadóttir.
Meira
Einar Már Þórðarson er fæddur á Akranesi árið 1974. Hann er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og nam stjórnmálafræði í Háskóla Íslands á árunum 1995-1999. Hann starfaði hjá Nýsköpunarsjóði námsmanna frá 1999-2000 en hóf störf hjá Kynningu og markaði, KOM, árið 2000. Eiginkona Einars er Þyrí Halla Steingrímsdóttir, nemi í lögfræði og starfsmaður í heilbrigðisráðuneytinu.
Meira
Svar hf. hefur tekið yfir starfsemi fjarskiptafyrirtækisins IOsat ehf. Öll starfsemi IOsat mun verða óbreytt en framvegis verður hún rekin í nafni Svars hf. Starfsemin felur í sér Internettengingar og gagnaflutning um gervihnött. "Svar hf.
Meira
TAP Íslenska hlutabréfasjóðsins hf. hefur minnkað verulega á milli rekstrarára. Á tímabilinu 1. maí 2001 til 30. apríl 2001 nam tapið 197,1 milljón króna en á sama tímabili árið áður nam tapið 468 milljónum.
Meira
NÝR stjórnandi risafyrirtækisins Vivendi Universal, Jean-Rene Fourtou, rær nú lífróður til að bjarga fyrirtækinu en hann hefur nú samið um eins milljarðs evru lán frá sex bönkum til að laga lausafjárstöðu fyrirtækisins.
Meira
FISKAFLI úr deilistofnum og utan lögsögu varð ríflega 1,1 milljón tonna fyrstu sex mánuði ársins. Það er um 200.000 tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Loðnan er uppistaðan í þessum afla, en henni deilum við með Norðmönnum og Grænlendingum .
Meira
Einkarekin upplýsingamiðstöð fyrir erlenda ferðamenn var opnuð í Reykjavík fyrir stuttu. Eyrún Magnúsdóttir ræddi við eigendur sem allir eru háskólanemar.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.