Greinar föstudaginn 19. júlí 2002

Forsíða

19. júlí 2002 | Forsíða | 332 orð

Powell nefnir mögulega arftaka Arafats

COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lagði í gær blessun Bandaríkjamanna yfir nýskipaða fjármála- og innanríkisráðherra Palestínumanna. Hann gaf í skyn að þeir tveir kæmu til greina sem arftakar Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna. Meira
19. júlí 2002 | Forsíða | 362 orð | 1 mynd

Schröder víkur varnarmálaráðherranum frá

GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, vék Rudolf Scharping úr embætti varnarmálaráðherra í gær, tæpum tíu vikum fyrir þingkosningar í landinu, eftir að þýskir fjölmiðlar skýrðu frá því að Scharping hefði þegið greiðslur frá þýsku... Meira
19. júlí 2002 | Forsíða | 224 orð

Taheri dregur í land

ÍRANSKI klerkurinn Ayatollah Jalaledin Taheri, sem hefur með harðri gagnrýni sinni á íslömsk yfirvöld landsins valdið mikilli pólitískri spennu í landinu, hvatti í gær til þess að Íranar efndu til mótmælaaðgerða gegn Bandaríkjunum í dag, að því er... Meira
19. júlí 2002 | Forsíða | 74 orð | 1 mynd

Tiger púttar

BANDARÍSKI kylfingurinn Tiger Woods býr sig undir pútt í fyrstu umferð Opna breska meistaramótsins í golfi sem hófst á Muirfield-golfvellinum í Skotlandi í gær. Meira

Fréttir

19. júlí 2002 | Landsbyggðin | 189 orð | 1 mynd

70 húsbílar á ferð

FÉLAG húsbílaeigenda er á átta daga ferðalagi um Suðurland og var lagt af stað 12. Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 143 orð

70 lömb drápust vegna kattarsmits

TÆPLEGA 70 lömb fæddust dauð á bænum Hólum í Dýrafirði í vor. Ástæða fjárskaðans er rakin til smits frá köttum. Nokkur fjöldi katta hafði verið á bænum fram að þessu en þeir fengu fljótlega að hverfa eftir að smitið kom upp. Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 423 orð | 1 mynd

Alcoa greiðir 450 milljónir króna í sumar

STJÓRN Landsvirkjunar samþykkti á fundi sínum í gær að veita Friðriki Sophussyni forstjóra heimild til að undirrita samning við bandaríska álfyrirtækið Alcoa, sem hyggst reisa álver í Reyðarfirði, um skiptingu kostnaðar vegna undirbúningsframkvæmda við... Meira
19. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 335 orð | 1 mynd

Andófsmaður dæmdur

LEIÐTOGI stjórnarandstöðunnar í Kasakstan, Mukhtar Ablyazov, var í gær dæmdur í sex ára fangelsi og til að greiða andvirði um 300 milljóna íslenskra króna í sekt fyrir valdníðslu og ólögleg viðskipti. Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 375 orð | 1 mynd

Álftin ættuð úr Krýsuvík

ÞAÐ var ástin sem bar álftina Ragnheiði norður í land, þar sem hún dvaldi síðustu dagana. Álftin umrædda, sem varð þekkt manna á meðal á Blönduósi og Skagaströnd og hefur orðið tilefni frétta í Morgunblaðinu í vikunni, var ættuð frá Krýsuvík. Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 41 orð

Á stolnum bíl á 134 km hraða

LÖGREGLAN á Selfossi mældi bíl á 134 km hraða rétt austan Selfoss í gær þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Bílnum hafði verið stolið á Selfossi. Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 67 orð

Barnahátíð á Ingólfstorgi

LAUGARDAGINN 20. júlí nk. verður haldin barnahátíð á Ingólfstorgi á vegum Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands í Reykjavík. Hátíðin er liður í verkefninu "Gegn ofbeldi", sem unnið er innan Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands. Meira
19. júlí 2002 | Suðurnes | 74 orð

Beiðni um undanþágu hafnað

FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur hafnað ósk Sandgerðisbæjar um undanþágu frá því ákvæði nýrra barnaverndarlaga að 1500 íbúar, hið minnsta, skuli vera að baki hverri barnaverndarnefnd. Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 105 orð

Bjargað frá drukknun

FJÖGURRA ára gamalt barn var nærri drukknað í sundlauginni á Hótel Örk í Hveragerði í gær, en fyrir snarræði sundlaugargests tókst að endurlífga barnið með hjartahnoði og blástursaðferð. Meira
19. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 637 orð | 1 mynd

Blunkett sagður hugsanlegur eftirmaður Blairs

SKÖRULEG framganga Davids Blunketts í embætti innanríkisráðherra Bretlands hefur vakið svo mikla athygli að farið er að tala um hann sem hugsanlegan eftirmann Tonys Blairs forsætisráðherra, að sögn bandaríska stórblaðsins The New York Times . Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 506 orð

Breytt fóðurblanda gæti lækkað fóðurverð

FRAMLEIÐENDUR kjúklinga eru að leita leiða til að lækka kostnað og breytt fóðurblanda er einn möguleiki af mörgum, að sögn Jónatans S. Svavarssonar, framkvæmdastjóra Reykjagarðs. Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 375 orð

Brunabótamat 188 milljónir og fasteignamat 111 milljónir

FASTEIGNAMAT eigna Jóns Ólafssonar við Laugaveg, sem borgarráð hefur samþykkt að kaupa nemur rúmum 111 milljónum króna og brunabótamatið rúmum 188 milljónum króna. Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 85 orð

Bærinn hreinsar fjörur

KÓPAVOGSBÆR sér um að hreinsa rusl í fjörum á Kársnesinu og að sögn Jóhannesar Guðmundssonar, hafnarvarðar, er reynt að fylgjast vel með og hreinsa nýlegt rusl jafnóðum. Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 185 orð

Dæmi um 110% hækkun á lóðaleigu

DÆMI eru um að lóðaleiga fyrir atvinnuhúsnæði í Reykjavík hafi hækkað um tugi prósenta eftir endurmat fasteignamats sem tók gildi síðastliðið haust. Atvinnulóðaleiga er 1% af lóðamati og þegar matið hækkaði sl. haust hækkaði lóðaleiga samkvæmt því. Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 1089 orð | 2 myndir

Ekki grundvöllur fyrir stefnunni

TRYGGVI Jónsson, forstjóri Baugs, segir að enginn grundvöllur sé fyrir stefnu framkvæmdastjóra Bonus Stores Inc. á hendur stjórn verslanakeðjunnar bandarísku, sem er að meirihluta í eigu Baugs, auk Kaupþings og smærri hluthafa. Meira
19. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 343 orð | 1 mynd

Eldflaugamaðurinn nýr forseti Indlands

INDVERSKA þingið kaus í gær nýjan forseta landsins og varð vísindamaðurinn A.P.J. Abdul Kalam fyrir valinu, en tæplega 90% þingmanna greiddu honum atkvæði sitt. Meira
19. júlí 2002 | Landsbyggðin | 266 orð | 1 mynd

Er brunnur Bjarna í Vatnshorni fundinn?

LÍKUR eru á að búið sé að finna brunn Bjarna Hermannssonar, bónda í Vatnshorni í Skorradal, en brunnurinn þótti merkilegt mannvirki. Fyllt var upp í brunninn fyrir um 60 árum og var ekki vitað með vissu hvar hann var. Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 218 orð | 1 mynd

Europris opnuð á laugardag

NÝJA lágvöruverðsverslunin Europris verður opnuð á Lynghálsi 4 á laugardaginn og var undirbúningur þar í fullum gangi þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði í gær. Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 197 orð

Fagnar því að Íslendingur sé á heimleið

SAMGÖNGURÁÐHERRA, sem er ráðherra ferðamála, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fagnað er að tekist hafi að leysa málefni víkingaskipsins Íslendings og því frumkvæði sem bæjarstjórn Reykjanesbæjar tók í málinu. Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 170 orð

Fjölskyldudagur í Árbæjarsafni

SUNNUDAGINN 21. júlí verður fjölskyldudagur í Árbæjarsafni. Þá verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá og geta allir aldurshópar fundið þar eitthvað við sitt hæfi. Meira
19. júlí 2002 | Akureyri og nágrenni | 221 orð

Fjölskylduhátíð fullveldisins í Hrísey

FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ fullveldisins verður haldin í sjötta sinn í Hrísey um helgina, en hún hefst í dag, föstudag, og stendur fram á sunnudag. Gestir fá afhent vegabréf ásamt dagskrá um borð í ferjunni, en siglingin tekur um 15 mínútur. Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Fyrsta íslenska hestavegabréfið gefið út

Í GÆR var fyrsta íslenska hestavegabréfið gefið út, en samkvæmt reglugerð Evrópusambandsins þarf slíkt vegabréf að fylgja öllum hestum á flutningum um og inn í lönd Evrópusambandsins. Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 398 orð | 1 mynd

Gengisbreytingin hefur lítil áhrif á verðlag

GENGI Bandaríkjadals gagnvart íslensku krónunni var fyrir sléttu ári tæpar 103 krónur en er nú um 83,5 krónur og er þetta um 19% lækkun á einu ári. Meira
19. júlí 2002 | Suðurnes | 156 orð

Getur leyst hundana út

EIGANDA hundanna fimm sem teknir voru í lausagöngu í Höfnum í fyrrakvöld gefst kostur á að skrá og leysa þá út. Að öðrum kosti verða dýrin aflífuð eftir viku. Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 243 orð | 2 myndir

Glæðist í Sogi og Elliðaám

EINS og fram hefur komið er laxveiði víða að glæðast eftir erfiða byrjun. T.d. hefur verið líflegt á bökkum Elliðaánna síðustu daga. Dagveiðin í Elliðaánum hefur farið upp í 22 laxa og líflegar göngur komu í ána á dögunum. Meira
19. júlí 2002 | Miðopna | 1599 orð | 4 myndir

Gott að hafa blandaðan hóp vísindamanna og sjálfboðaliða

Síðustu fimm sumur hafa erlendir sjálfboðaliðar og vísindamenn rannsakað jökulhlaup úr íslenskum jöklum á vegum umhverfissamtakanna Earthwatch. Nína Björk Jónsdóttir blaðamaður og Jim Smart ljósmyndari slógust í hópinn með sjálfboðaliðunum á Skeiðarársandi. Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 50 orð

Gönguferðir í Herðubreiðarfriðlandi

LANDVERÐIR í Herðubreiðarfriðlandi og Öskju bjóða í sumar upp á gönguferð á laugardögum kl. 14 frá bílastæði við Vikraborgir inn að Öskjuvatni og Víti. Fjallað verður um sögu og náttúrufar svæðisins, sem er margbrotið og áhugavert. Meira
19. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 236 orð

Hamborgaraveislu lokið

DANSKIR lögreglustjórar ákváðu í gær að þarlendir lögreglumenn fengju ekki lengur að þiggja ókeypis eða ódýra hamborgara frá Burger King eða McDonald's. Meira
19. júlí 2002 | Landsbyggðin | 147 orð | 1 mynd

Hefur einhver týnt hrafni?

HANN er frekar óvanalegur gesturinn sem sótt hefur Gistiheimilið Brekkubæ á Hellnum heim undanfarna daga. Hann mætir ólíkt öðrum gestum snemma á morgnana og leitar eftir inngöngu eða öllu heldur mat. Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 40 orð

Heiðursgestur á hönnunarsýningu Í frétt um...

Heiðursgestur á hönnunarsýningu Í frétt um hönnunarsýningu í Epal í blaðinu á dögunum var ranglega sagt að Michael Young hefði verið heiðursgestur á Kortrijk Design-hönnunartvíæringnum í október sl. Meira
19. júlí 2002 | Landsbyggðin | 32 orð | 1 mynd

Héldu hlutaveltu til styrktar Garðshorni

ÞESSIR duglegu krakkar héldu hlutaveltu til styrktar Garðshorni, nýjum útivistar- og endurhæfingargarði við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Þau heita fv. Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Hlýtt fyrir norðan og austan um helgina

VEÐURSTOFAN spáir hitabylgju á Norðaustur- og Austurlandi um helgina. Því er spáð að hiti verði á bilinu 12 til 22 gráður og að bjart verði í veðri. Um landið vestanvert verður lítilsháttar rigning með köflum. Meira
19. júlí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 74 orð

Hraunkot rifið

UNNIÐ er að því að rífa húsnæði leikskólans Hraunkots í Hafnarfirði, sem um nokkurra ára bil hefur verið hluti af starfsemi leikskólans Arnarbergs. Meira
19. júlí 2002 | Akureyri og nágrenni | 283 orð

Hyggst krefja Leikfélag Akureyrar um bætur

HRAFNHILDUR Hafberg kveðst afar ánægð með álit kærunefndar jafnréttismála þess efnis að Leikfélag Akureyrar hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla við ráðningu í stöðu leikhússtjóra. Meira
19. júlí 2002 | Akureyri og nágrenni | 149 orð

Keppt á Dalvík um helgina

MEISTARAMÓT Íslands í frjálsum íþróttum í flokki 12 til 14 ára fer fram um helgina á Dalvíkurvelli. Alls hafa 275 keppendur frá 18 héraðs- og ungmennafélögum skráð sig til þátttöku. Mótið verður sett kl. 9.45 á morgun, laugardaginn 20. júlí. Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 1595 orð | 1 mynd

Krefja Bonus Stores um tæpan milljarð í bætur

Jimmy A. Schafer, fyrrverandi aðalframkvæmdastjóri Bonus Stores, og Courtney M. Brick, varaforstjóri Bonus Florida, hafa stefnt Bonus Stores. Arnór Gísli Ólafsson komst að því að þeir hafa krafið félagið um skaðabætur upp á jafnvirði hátt í 840 milljóna íslenskra króna. Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 380 orð

Krefjast 840 milljóna króna í skaðabætur

STJÓRN Bonus Stores Inc., verslanakeðju í Bandaríkjunum sem er í meirihlutaeigu Baugs, ákvað á fundi sínum á miðvikudag að víkja Jim A. Schafer úr starfi framkvæmdastjóra fyrirtækisins og Courtney M. Brick, varaforstjóra Bonus Florida, fyrir... Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 338 orð

Kunna að nýtast í baráttunni við HIV-veiruna

VÍSINDAMENN við Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum stunda nú rannsóknir sem kunna að nýtast í baráttunni við HIV-veiruna. Meira
19. júlí 2002 | Landsbyggðin | 129 orð | 1 mynd

Kvenfélagið Gleym-mér-ei 70 ára

ÞANN 10. júlí sl. voru 70 ár liðin frá því að Kvenfélagið Gleym-mér-ei í Grundarfirði var stofnað. Þessara tímamóta minntust kvenfélagskonur með því að hittast eina kvöldstund á afmælisdeginum yfir léttum veitingum á Hótel Framnesi. Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 194 orð

Landsvirkjun og Alcoa skipta með sér kostnaði

BANDARÍSKA álfyrirtækið Alcoa mun greiða 75% af kostnaði við 600 milljóna króna undirbúningsframkvæmdir í sumar vegna fyrirhugaðrar Kárahnjúkavirkjunar. Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 39 orð | 1 mynd

Litli Galtalækur opnaður

Í VETRARGARÐI Smáralindar hefur nú verið komið upp svokölluðum "Litla Galtalæk" í tilefni af útihátíðinni á Galtalæk um verslunarmannahelgina. Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 42 orð

Markaður í Skagafirði

MARKAÐUR verður haldinn í samkomutjaldinu í Lónkoti í Skagafirði sunnudaginn 28. júlí. Hefst markaðurinn kl. 13 og stendur til kl. 18. Sölufólk getur aflað sér upplýsinga og pantað söluborð hjá Ferðaþjónustunni Lónkoti. Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 104 orð

Málefni MR til skoðunar

TÓMAS Ingi Olrich, menntamálaráðherra, segir að mjög brýnt sé að tekið sé á húsnæðismálum Menntaskólans í Reykjavík og ýmissa annarra skóla á höfuðborgarsvæðinu og þegar sé hafin vinna við það í menntamálaráðuneytinu. Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 70 orð

Með umboð fyrir FERM

RAFLAGNIR Íslands hafa gert einkaumboðssamning við Hollenska fyrirtækið FERM, sem framleiðir rafmagsverkfæri, allt frá smáverkfærum og borvélum upp í stóra rennibekki og loftpressur, ásamt ýmsum handverkfærum. Meira
19. júlí 2002 | Akureyri og nágrenni | 110 orð | 1 mynd

Megas á tónleikum

MEGAS kemur fram á tónleikum í Deiglunni í Kaupvangsstræti á Akureyri í kvöld, föstudagskvöldið 19. júlí kl. 21.30. Í Deiglunni stendur einnig yfir sýning á verkum Megasar undir yfirskriftinni "Megas - margmiðlunarsýning". Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 78 orð

Meirihluti hlynntur þjóðgarði

MEIRIHLUTI almennings er hlynntur stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar viðhorfskönnunar, sem Gallup framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 716 orð | 1 mynd

Miðborgin fær fjörefni

Jón Haukur Baldvinsson er fæddur árið 1976 og vinnur við almannatengsl hjá DBT auglýsingahúsi. Hann lauk stúdentsprófi frá FG árið 1997 og lauk nýlega BA-prófi frá LCP-háskólanum í London í auglýsinga- og markaðsfræði. Jón Haukur hefur unnið mikið sjálfstætt að ýmsum viðburðum og einnig hjá ljósvakafyrirtækinu Aflvakanum við sölumennsku og verkefnastjórn. Jón Haukur er í sambúð með Helgu Ólafsdóttur fatahönnuði og eignuðust þau nýlega dóttur. Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 143 orð

Námskeið í skyndihjálp hjá RKÍ

REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst mánudaginn 22. júlí kl. 18. Kennsludagar verða 22., 23., 25., og 29. júlí. Kennt verður frá kl. 18-21. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Meira
19. júlí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 101 orð

Nýr bókavefur opnaður

BÓKASAFN Garðabæjar hefur opnað nýjan vef á slóðinni www.gardabaer.is/bokasafn. Á vefnum er að finna fjölmargar upplýsingar fyrir bókaunnendur og aðra sem vilja kynna sér starfsemi bókasafnsins. Meira
19. júlí 2002 | Miðopna | 654 orð

Nýta fríið til þess að læra eitthvað nýtt

ÞRETTÁN sjálfboðaliðar eru í hópnum sem nú vinnur að rannsóknum á Skeiðarársandi, sjö Bandaríkjamenn, fjórir Bretar, einn Nýsjálendingur og ein frá Kanada. "Ég vil gjarnan læra meðan ég er í fríi. Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 265 orð

Nýtt sýningarhús vígt í Skógum

LAUGARDAGINN 20. júlí verður nýtt sýningarhús vígt við Byggðasafnið í Skógum og sýningin Samgöngur á Íslandi opnuð. Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, mun opna sýninguna. Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 194 orð

Nýtt vefumsjónarkerfi opnað á Hornafirði

NÝTT "hótel" hefur verið tekið í notkun á Hornafirði, en það nefndist Vefhótel Galdurs. Vefhótelið er vefumsjónarkerfi sem gerir öllum kleift að búa til sinn eigin vef með lítilli fyrirhöfn og litlum tilkostnaði. Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 127 orð

Ók á 147 km hraða

LÖGREGLAN stöðvaði ökumann á Hafnarfjarðarvegi við Kringlumýrarbraut á 147 km/klst í gær, en þar er hámarkshraði 70 km/klst. Umferðin á Hafnarfjarðarvegi var mjög þétt um fjögurleytið þegar ökuhraðinn var mældur. Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 342 orð

Salan í júní stóð ekki undir væntingum

ÚTLIT er fyrir að sauðfé verði slátrað í alls 16 sláturhúsum í ár, en slátrað var í 17 húsum í fyrra. Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 391 orð | 1 mynd

Segir að Jón Ásgeir hafi vitað um fyrirtæki sitt

JIM A. Meira
19. júlí 2002 | Suðurnes | 220 orð

Siglt til Nova Scotia

VÍKINGASKIPINU Íslendingi verður siglt til Nova Scotia þar sem það fer um borð í skip Eimskips sem flytur það til landsins. Reykjanesbær hafði sem kunnugt er forgöngu um kaup á skipinu og heimflutning og fær það varanlega heimahöfn þar. Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 58 orð

Sjö sóttu um stöðu skattstjóra Vestfjarða

HINN 14. júlí sl. rann út umsóknarfrestur um stöðu skattstjóra Vestfjarðaumdæmis. Sjö umsóknir bárust um stöðuna og eru nöfn umsækjenda sem hér segir: Álfheiður D. Meira
19. júlí 2002 | Akureyri og nágrenni | 140 orð | 1 mynd

Sleipnir við borun á Þeistareykjum

BORINN Sleipnir hefur hafið borun eftir gufu norðanundir Bæjarfjalli nokkur hundruð metra frá skála Aðaldælahrepps og eru menn komnir á um 120 metra dýpi. Gert er ráð fyrir að holan geti orðið 1. Meira
19. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 556 orð

Spánverjar vilja að klettaeyjan verði herlaust svæði

SPÁNVERJAR voru síðdegis í gær enn með herlið á klettaeyjunni Perejil í Gíbraltarsundi og biðu svara frá Marokkómönnum við tilboði um að liðið yrði dregið á brott gegn því að samkomulag næðist um að hvorugt ríkið yrði með viðbúnað á eynni. Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 70 orð

Stjórn SPRON fundar að nýju í dag

STJÓRN SPRON, Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, fundaði síðdegis í gær og hefur verið boðuð til fundar að nýju í dag. Að sögn Jóns G. Meira
19. júlí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 489 orð | 1 mynd

Stofnunin sinni rannsóknarverkefnum í þágu borgarinnar

BORGARRÁÐ hefur samþykkt samstarfssamning við félagsvísindadeild Háskóla Íslands í tengslum við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála. Meira
19. júlí 2002 | Akureyri og nágrenni | 226 orð | 1 mynd

Styrkir afhentir

ALLS hafa verið afhentir 20 styrkir úr Menningarsjóði KEA, en alls bárust 49 umsóknir um styrki úr sjóðnum. Hver styrkur er að upphæð 100 þúsund krónur. Meira
19. júlí 2002 | Landsbyggðin | 68 orð | 1 mynd

Styrkur til barna- og unglingastarfs

NÝLEGA veitti Vátryggingafélag Íslands ungmennafélaginu Geisla á Hólmavík fimmtíu þúsund króna styrk til barna- og unglingastarfs á svæðinu. Það var umdæmisstjóri VÍS á Vesturlandi, Jón Gunnlaugsson, sem afhenti styrkinn fyrir hönd félagsins. Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Sumarhátíð Vinnuskólans

SUMARHÁTÍÐ Vinnuskóla Reykjavíkur fór fram í Laugardalnum í gær. Mikið var um dýrðir og fjölbreytilegar uppákomur. Nemendur Vinnuskólans komu þar saman til að spreyta sig í ýmsum íþróttaleikjum, m.a. Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 59 orð

Sveitarstjóri ráðinn í Þingeyjarsveit

SVEITARSTJÓRN Þingeyjarsveitar, nýs sameinaðs sveitarfélags Ljósavatns-, Bárðdæla-, Háls- og Reykdælahrepps, hefur samþykkt að ráða Jóhann Guðna Reynisson, upplýsingastjóra Hafnarfjarðarbæjar, sem sveitarstjóra. Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 23 orð

Tveggja ára fótbrotnaði

TVEGGJA ÁRA barn fótbrotnaði þegar annað barn hjólaði á það í Ásahverfi í Hafnarfirði um klukkan 21 í gærkvöldi. Sjúkrabíll flutti barnið á... Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Var ekki með hjálm

ELLEFU ára stúlka hjólaði í veg fyrir bíl við Aðalland og Eyrarland í Fossvogi um klukkan 18 í gær. Hún var flutt á barnadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss með heilahristing en hún var ekki með hjálm. Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 125 orð

Væntanlegur til landsins í dag

SEX mánaða löngu farbanni var í gær létt af Íslendingi á Kanaríeyjum með því skilyrði að hann gæfi sig fram við lögregluyfirvöld á Spáni í október, en þau hafa dauðsfall sambýliskonu hans til rannsóknar. Meira
19. júlí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 55 orð | 1 mynd

Yfir spegilsléttan Grafarvoginn

EFTIR rigningu undanfarna daga lét sólin loks á sér kræla í höfuðborginni í gær. Milt var í veðri og skýjabólstrar á lofti. Í dag er gert ráð fyrir að verði skýjað með köflum á suðvesturhorni landins en þykknar upp á morgun. Myndin er tekin við... Meira
19. júlí 2002 | Suðurnes | 498 orð | 3 myndir

Þróar aðferðir til að græða rofsár í móum

ÁHUGAMAÐUR í Vogum er að þróa aðferðir til að græða rofsár í móum á Suðurnesjum með lífrænu efni. Hann gerði tilraun í Keflavík fyrir nokkrum árum og stendur nú fyrir nýrri tilraun við Hrafnagjá í nágrenni Voga. Meira
19. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 625 orð | 2 myndir

Æskuheimili Hitlers vekur harðar deilur

ÞAÐ er tekið að spyrjast út að Hitler hafi einu sinni átt heima í bænum Leonding í Austurríki. Í marga áratugi hafa fáir utan bæjarins vitað að þýski einræðisherrann ólst upp í þessum huggulega bæ, sem er skammt frá borginni Linz. Meira
19. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 567 orð

Ætla að koma í veg fyrir ólöglega rjúpnaveiði með eftirliti úr þyrlu

NEFND á vegum umhverfisráðuneytisins telur nauðsynlegt að grípa til hertra aðgerða gegn ólöglegum rjúpnaveiðum hér á landi, þ.e. vélsleðaveiðum og veiðum úr bifreiðum. Meira

Ritstjórnargreinar

19. júlí 2002 | Staksteinar | 386 orð | 2 myndir

Dragspilið þanið

BÆJARINS besta fjallar um harmonikuleika, sem haldnir voru við Skutulsfjörð um síðustu helgi, þar sem hljómarnir ómuðu fjalla í milli. Meira
19. júlí 2002 | Leiðarar | 871 orð

Útihátíðir og aldursmörk

Tillögur nefndar, sem Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra skipaði til að fara yfir reglur og lagaumgjörð varðandi útihátíðir, eru að flestu leyti afar þarfar og skynsamlegar. Lagt er til að samin verði heildstæð löggjöf um skemmtanahald, þar sem m.a. Meira

Menning

19. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 223 orð | 1 mynd

About a Boy Hugh Grant fer...

About a Boy Hugh Grant fer fyrir einstökum leikhóp og myndin er undur vel gerð og skrifuð. Frábær skemmtun. (S.V.) ***½ Háskólabíó, Sambíóin. Amores Perros Fersk og sterk örlagasaga frá mexíkóska leikstjóranum Alejandro González Inárritu. (H.J. Meira
19. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 258 orð | 1 mynd

Allir velkomnir

ÞAÐ VERÐUR án efa glatt á hjalla á Þórshöfn um helgina en þá verður í annað sinn blásið til Kátra daga þar í bæ. Meira
19. júlí 2002 | Menningarlíf | 167 orð | 1 mynd

Arne Forchhammer snýr aftur

JAZZVAKNING og Kringlukráin bjóða upp á ókeypis tónleika á sunnudagskvöld kl. 21. Það er danski píanistinn Arne Forchhammer sem leikur ásamt Tómasi R. Einarssyni bassaleikara og Pétri Grétarssyni trommara. Meira
19. júlí 2002 | Tónlist | 717 orð | 1 mynd

Barátta góðs og ills

Jón Leifs: Baldr - tóndrama án orða. Einsöngur: Gunnar Guðbjörnsson (tenór). Orgelleikur og kórstjórn: Hörður Áskelsson. Hljómsveit: Sinfóníuhljómsveit Íslands. Kórsöngur: Schola Cantorum. Hljómsveitarstjóri: Kari Kropsu. Höfundur texta í bæklingi: Árni Heimir Ingólfsson. Útgáfa: BIS Records, BIS-CD-1230/1231. Heildartími: 90'02 (2 diskar). Dreifing: Smekkleysa. Meira
19. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 198 orð | 1 mynd

Bollasúpa með karríi

Fjórða plata hrynheitustu hljómsveitar sem á rætur sínar í Punjab á Indlandi - eftir því sem ég best veit. Meira
19. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 178 orð | 1 mynd

BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi Dj Skugga-Baldur.

BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi Dj Skugga-Baldur. CAFÉ 22 Plötusnúðarnir Dj Steinunn og Dj Silja. CAFÉ AMSTERDAM Hljómsveitin Molikúl spilar. CAFÉ CATALÍNA Trúbadorinn Sváfnir Sigurðsson spilar. Meira
19. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 138 orð | 1 mynd

Duran Duran í ræktina

ÞÆR fregnir að gömlu glyspoppararnir í Duran Duran hafi ákveðið að koma aftur saman, allir sem einn, fimm að tölu, Simon, Nick, John, Roger og Andy, hafa aldeilis hreyft við mönnum. Meira
19. júlí 2002 | Kvikmyndir | 279 orð | 1 mynd

Ekkert er fullkomið

Leikstjóri: Barbet Schroeder. Handrit: Tony Gayton. Kvikmyndatökustjóri: Luciano Tovoli. Tónlist: Clint Mansell. Aðalleikendur: Sandra Bullock, Ben Chaplin, Ryan Gosling, Michael Pitt, Chris Penn, Agnes Bruckner. Sýningartími 120 mín. Warner Bros. Bandaríkin 2002. Meira
19. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 86 orð | 1 mynd

Endurkomu Tortímandans frestað

VÖÐVATRÖLLIÐ Arnold Schwarzenegger er ekki ánægt með lífið þessa dagana en tökum á þriðju myndinni um Tortímandann hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Meira
19. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 127 orð | 1 mynd

Fyrsti geimpopparinn

SAMKOMULAG er sagt hafa náðst um það að Lance Bass, einn af meðlimum drengjasveitarinnar *NSYNC, fari í vikuferð til alþjóðlegu geimstöðvarinnar í lok október. Þetta kemur fram á fréttavef CNN. Meira
19. júlí 2002 | Menningarlíf | 792 orð | 2 myndir

Fölskvalaus lífsgleði

ÞAÐ kann að hljóma ótrúlega í eyrum margra, en í dag er listamaðurinn Erró - Guðmundur Guðmundsson - sjötugur. Hann fæddist 19. júlí 1932 í læknisbústaðnum vestur í Ólafsvík, þar sem móðir hans vann hjá læknishjónunum. Meira
19. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 311 orð | 2 myndir

Gangan mikla

In Line, stuttskífa Silt, sem Íslendingar þekkja sem Botnleðju. Sveitina skipa Heidar (gítar), Halli (trommur) og Raggi (bassi). Öll lög eftir meðlimi. Fyrstu þrjú lögin hljóðritaði Paul Narthcote, sem jafnframt stýrir upptökum. Síðustu tvö lögin hljóðritaði Rás 2 á hljómleikum hinn 19. október 2001 (á Airwaves-tónleikahátíðinni). Meira
19. júlí 2002 | Menningarlíf | 81 orð | 1 mynd

Íslensk þjóðlög á listahátíð í Kanada

Í TARRAGON Theatre í Toronto var á dögunum haldin listahátíðin Spring Arts Fair. Þar komu fram ýmsir listamenn úr leikhúslífinu í Kanada, þar á meðal Maja Árdal og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir. Þær sungu íslensk þjóðlög við góðar undirtektir gesta. Meira
19. júlí 2002 | Menningarlíf | 164 orð

Kiljur

ÞRJÁR bækur eru komnar út í kilju hjá Vöku-Helgafelli. Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar eftir Davíð Oddsson. Þetta safn smásagna inniheldur níu sögur Davíðs sem sækir efniviðinn víða bæði í tíma og rúmi. Bókin kom fyrst út 1997. Meira
19. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 132 orð | 2 myndir

Kúrekinn

HALLBJÖRN Hjartarson er hinn eini sanni kúreki norðursins. Um áratuga skeið hefur Hallbjörn sinnt hljómplötuútgáfu og útvarpsmennsku ásamt því að reka hinn landsfræga Kántríbæ á Skagaströnd en fræg lög Hallbjörns eru t.a.m. Meira
19. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 302 orð | 1 mynd

Kvenleikararnir framúrskarandi

Í Tékklandi eru menn í hálfgerðu gleðisjokki þar sem í fyrsta skiptið í sjö ár vinnur tékknesk mynd - Ár djöfulsins ( Rok dábla ) eftir Petr Zelenka - til einhverra verðlauna á hátíðinni þeirra í Karlovy Vary. Meira
19. júlí 2002 | Menningarlíf | 191 orð | 1 mynd

Kynning á tónlistararfinum á Skálholtshátíð

SKÁLHOLTSHÁTIÐ verður haldin um helgina en 20. júlí er Þorláksmessa á sumri, sem til forna var fjölsóttasta hátíð þjóðarinnar. Meira
19. júlí 2002 | Menningarlíf | 83 orð | 1 mynd

Leikið fyrir Dani

KAMMERSVEIT Tónlistarskóla Hafnarfjarðar hélt í sína fyrstu tónleikaferð erlendis á dögunum og sótti heim vinabæ Hafnarfjarðar, Fredriksberg. Meira
19. júlí 2002 | Menningarlíf | 288 orð | 1 mynd

Minnst með sýningu

Í GRÁNU, bræðsluhúsi Síldarminjasafns á Siglufirði, verður á morgun, laugardag, kl. 14 opnuð sýning á verkum Guðmundar Kristjánssonar, vélsmiðs á Siglufirði. Sýningin ber yfirskriftina Vinur lífsins og er í tilefni af því að 18. Meira
19. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 92 orð | 1 mynd

Mynd/ kvikmynd

LORTUR er listahópur sem hefur látið þó nokkuð að sér kveða undanfarin ár. Í kvöld og á morgun stendur hann fyrir myndlistarsýningunni Trommusóló R3a og mun hún fara fram í Ránargötu 3a og hefst hún kl. 18. Meira
19. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 127 orð | 1 mynd

Sigur Rós hættir við tónleika

LIÐSMENN hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa ákveðið að hætta við áformaða tónleika sveitarinnar víðs vegar í Evrópu nú í sumar til að geta einbeitt sér að því að klára væntanlega breiðskífu sína. Meira
19. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 290 orð | 1 mynd

Springer ákærður fyrir aðild að morði

Spjallþáttastjórnandanum Jerry Springer var á dögunum stefnt fyrir hugsanlega ábyrgð á morði á gesti sem fram kom í þætti hans. Meira
19. júlí 2002 | Menningarlíf | 98 orð | 1 mynd

Stúdentakjallarinn Tríó Ásgeirs Ásgeirssonar leikur bebop...

Stúdentakjallarinn Tríó Ásgeirs Ásgeirssonar leikur bebop og standarda kl. 22. Að þessu sinni er tríóið auk Ásgeirs skipað þeim Hauki Gröndal á saxófón og Morten Lundsby á kontrabassa. Meira
19. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 229 orð | 1 mynd

Sænsk Blair Witch

Svíþjóð, 2000. Góðar stundir VHS. (90 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn: Michael Hjorth. Aðalhlutverk: Jacob Ericksson, Marcus Palm, Inger Sigvardsdotter og Tomas Tivemark. Meira
19. júlí 2002 | Menningarlíf | 92 orð

Tvöfalt afmæli hjá Ófeigi

SÝNING á nýrri og eldri verkum listamannsins Kíkó Korríró (Þórður Guðmundur Valdimarsson) verður opnuð í Listhúsi Ófeigs á morgun. Með sýningunni er fagnað 10 ára afmæli Listhúsins um þessar mundir og listamaðurinn stendur á áttræðu. Meira
19. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 129 orð | 1 mynd

Undir yfirmanninum

Bandaríkin 2001. Myndform VHS. (98 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn Fred Olen Ray. Aðalhlutverk Ice-T, Christian Oliver og Michelle Von Flotow. Meira
19. júlí 2002 | Menningarlíf | 151 orð

Uppgröftur á Skriðuklaustri

FORNLEIFAUPPGRÖFTUR hófst á Skriðuklaustri í Fljótsdal hinn 18. júní sl. Áætlað er að hann standi til 18. ágúst. Tilgangurinn er að rannsaka gerð og uppbyggingu munkaklaustursins sem starfrækt var á staðnum á síðmiðöldum. Meira
19. júlí 2002 | Menningarlíf | 190 orð

Völuspá í Vestnorræna húsinu

SÝNING á verkum færeyska listamannsins Anker Eli Petersen verður opnuð í Vestnorræna menningarhúsinu í Hafnarfirði (við hliðina á Fjörukránni) í dag, föstudag. Meira

Umræðan

19. júlí 2002 | Bréf til blaðsins | 260 orð | 2 myndir

Hvað er eftirsóknarverðast fyrir ferðamenn í Íslandsheimsókn?

VIÐ hjónum vorum á ferðalagi um Suðurland í síðustu viku. Þegar við ókum fram hjá Dyrhólaey ákváðum við að bregða okkur niður eftir enda ekki komið þar í mörg ár. Meira
19. júlí 2002 | Bréf til blaðsins | 401 orð | 1 mynd

Ísland - undur veraldar

ÍSLENDINGAR njóta um þessar mundir aðdáunar erlendra þjóða fyrir varðveislu ósnortinna víðerna. Nýmæli er að hingað streymir fjöldi asískra ferðalanga sem aldrei hafa augum litið ósnortið land. Meira
19. júlí 2002 | Aðsent efni | 397 orð | 1 mynd

Laxveiðin í sumar

Nákvæm skráning veiddra laxa er nauðsyn, segir Árni Ísaksson, og ástæða er til að hvetja veiðimenn til að vanda til skráningar á þeim löxum, sem þeir sleppa. Meira
19. júlí 2002 | Aðsent efni | 795 orð | 1 mynd

Mútur eða miðlun upplýsinga?

Betur færi á að yfirlæknir Lyfjastofnunar tæki virkan þátt í að treysta þann farveg enn betur, segir Hjörleifur Þórarinsson, í stað þess að gera hann tortryggilegan. Meira
19. júlí 2002 | Bréf til blaðsins | 437 orð

Nokkur orð frá kirkjugesti

ÞEIR, sem tíðum leggja leið sína í kirkju, veita ýmsu athygli, sem þeir, er lítt sækja slík hús, verða ekki varir. Ég geri ráð fyrir, að fólki, sem sækir ekki kirkju nema á hátíðum og tyllidögum, sé að miklu leyti sama, hvernig guðsþjónustan fer fram. Meira
19. júlí 2002 | Aðsent efni | 674 orð | 1 mynd

Næstu kosningar snúist um framtíð velferðarkerfisins

Mér sýnist stefna núverandi stjórnvalda vera að sigla í strand, segir Þorbjörn Guðmundsson, og ekki verði haldið lengra á þeirri braut. Meira
19. júlí 2002 | Bréf til blaðsins | 160 orð

"Með svona einhverjum leiðsögumanni"

FYRIR nokkrum dögum hlustaði ég á viðtalsþátt í RÚV þar sem talað var við konu í Reykjavík sem tekur að sér að ganga með fólki um Þingholtin og næsta nágrenni miðborgarinnar. Meira
19. júlí 2002 | Aðsent efni | 845 orð | 1 mynd

Rétt skilgreining - rétt úrræði

Það sem brást var veigamesti þátturinn í greiningunni, segir Einar K. Guðfinnsson. Atvinnumálin sjálf. Meira
19. júlí 2002 | Aðsent efni | 533 orð | 1 mynd

Samgöngusafnið - nýr hlekkur í ferðaþjónustu

Samgöngusafn Íslands á Skógum verður vígt á morgun, segir Ísólfur Gylfi Pálmason. Þar eru varðveitt ýmis samgöngutæki sem sett hafa svip á samgöngusögu Íslendinga. Meira
19. júlí 2002 | Bréf til blaðsins | 296 orð | 1 mynd

Sinn er siður .

Sinn er siður ... FYRIR skömmu dvaldi ég um hríð í Bandaríkjunum. Það kom mér skemmtilega á óvart hve oft mér var gefinn elliafsláttur; á söfnum, í búðum og í strætó. Engu máli skipti þótt ég væri útlendingur. Meira
19. júlí 2002 | Aðsent efni | 614 orð | 1 mynd

Skiptir stærðin máli?

Sé sókninni stillt í hóf, segir Kristján Þórarinsson, getur hrygningarstofn þorsks orðið fjölbreyttari hvað aldurs- og erfðasamsetningu varðar. Meira
19. júlí 2002 | Aðsent efni | 853 orð | 4 myndir

Tíðni vinnutengdrar streitu meðal almennings á Íslandi

Niðurstöður úr Heilsu- og lífsstílskönnun Gallup benda eindregið til þess, segja Daníel Þór Ólason og Þóra Ásgeirsdóttir, að vinnutengd streita sé alvarlegt vandamál hér á landi. Meira
19. júlí 2002 | Aðsent efni | 715 orð | 1 mynd

Þar sem víðsýnið skín

Innan íslensks leikhúss er fjölbreytt flóra fólks sem ekki fellur undir hina stöðluðu ímynd, segir María Kristjánsdóttir, en hefur þekkingu og hæfni til að taka slíkt starf að sér. Meira

Minningargreinar

19. júlí 2002 | Minningargreinar | 1011 orð | 1 mynd

DÚNA BORGEN

Dúna Borgen var fædd í Sæmundarhlíð í Reykjavík, sem er nú Holtsgata 10, 17. janúar 1912. Hún andaðist á elliheimili í Hellerup 7. apríl síðastliðinn. Dúna var skírð Guðrún Sæmundína í höfuðið á föðurömmu sinni og afa. Meira  Kaupa minningabók
19. júlí 2002 | Minningargreinar | 632 orð | 1 mynd

HARALDUR HÁKONARSON

Haraldur Hákonarson fæddist í Reykjavík 1. ágúst 1946. Hann lést að heimili sínu fimmtudaginn 11. júlí síðastliðinn. Nýfæddur var hann ættleiddur til Hákonar Pálssonar, f. 19. júní 1910, og Hallfríðar Gísladóttur, f. 31. Meira  Kaupa minningabók
19. júlí 2002 | Minningargreinar | 431 orð | 1 mynd

HILDEGARD ÞÓRHALLSSON

Hildegard Þórhallsson Sievert fæddist í Kiel í Þýskalandi 11. febrúar 1926. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 25. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jakob Sievert skipstjóri og Dora Sievert. Meira  Kaupa minningabók
19. júlí 2002 | Minningargreinar | 198 orð | 1 mynd

NANNA BJÖRK FILIPPUSDÓTTIR

Nanna Björk Filippusdóttir fæddist á Norðfirði 4. mars 1959. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 28. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 5. júlí. Meira  Kaupa minningabók
19. júlí 2002 | Minningargreinar | 280 orð | 1 mynd

ÞÓRHALLUR LÁRUS STÍGSSON

Þórhallur Lárus Stígsson fæddist á Eiði í Grindavík 10. júní 1938. Hann lést á líknardeild Landspítala í Kópavogi 30. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 9. júlí. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

19. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 702 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 119 76 114...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 119 76 114 1,653 187,840 Gellur 500 365 415 140 58,050 Gullkarfi 91 60 84 18,074 1,515,584 Hlýri 166 107 154 335 51,709 Keila 98 59 83 870 72,053 Langa 151 85 147 4,335 638,542 Langlúra 198 84 122 1,755 213,877 Lúða 520 200... Meira
19. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 52 orð | 1 mynd

Búnaðarbankinn keypti

Þau mistök urðu í frétt Morgunblaðsins í gær, fimmtudag, að sagt var í fyrirsögn að Íslandsbanki hefði keypt útibú Búnaðarbankans á Blönduósi. Svo var hins vegar alls ekki heldur öfugt. Meira
19. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 118 orð | 1 mynd

Ekki von á miklum breytingum

SAMHERJI hf. hefur gengið frá sölu á Kambaröstinni SU 200, sem gerð er út frá Stöðvarfirði, til útgerðar í Namibíu. Jafnframt hefur félagið keypt frystitogarann Sléttbak EA 4. Meira
19. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 228 orð | 1 mynd

Góð loðnuveiði norðvestur af Kolbeinsey

SÍÐASTA sólarhringinn hefur verið mjög góð loðnuveiði norðvestur af Kolbeinsey. Skipin hafa fyllt sig í nokkrum köstum og virðist loðnan á töluvert stóru svæði. Meira
19. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 474 orð | 1 mynd

Hagstæðara að vera með stærri áhöfn

FÉLAGSDÓMUR komst að þeirri niðurstöðu nýlega í máli Alþýðusambands Íslands f.h. Sjómannafélags Íslands vegna aðildarfélaga þess gegn Samtökum atvinnulífsins f.h. Meira
19. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 117 orð | 1 mynd

Hrefnusteik á grillið

HVALKJÖTIÐ fræga, sem flutt var inn frá Noregi, kemur í allar verslanir Nóatúns á morgun. Hér sést Jón Gunnarsson, innflytjandi með vænan hrefnubita. Myndin er tekin í gær er verið var að landa kjötinu. Meira
19. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 84 orð

Mest verðbólga á Íslandi

SAMRÆMD vísitala neysluverðs í EES ríkjum var 111,3 stig í júní sl. og var hún óbreytt frá maí. Á sama tíma hækkaði samræmda vísitalan fyrir Ísland um 0,6%. Meira
19. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 101 orð | 1 mynd

Nýtt símkerfi hjá LHS

LANDSPÍTALI - háskólasjúkrahús hefur tekið í notkun nýtt símkerfi, svokallað IP-símkerfi, en samkvæmt fréttatilkynningu frá sjúkrahúsinu er um að ræða nýja og fullkomna símtækni sem fyrst og fremst byggist á tölvutækni. Meira
19. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 149 orð | 1 mynd

Trefjar afgreiða nýjan gildruveiðibát til Suðureyja

BÁTASMIÐJAN Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nú í vikunni Cleopatra 33 bát til skosku eyjarinnar Barra sem er hluti af Suðureyjum. Kaupandi bátsins er Jonathan Boyd, sjómaður frá Barra í Skotlandi. Báturinn hefur hlotið nafnið Aurora-B CY-813. Meira
19. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 367 orð

Verðmunur á bílum milli landa minnkaður

VERÐ á bílum gæti hækkað á Íslandi ef tillögur Mario Monti, framkvæmdastjóra samkeppnismála hjá Evrópusambandinu, ná fram að ganga. Meira

Fastir þættir

19. júlí 2002 | Fastir þættir | 68 orð

Annarri umferð í Bikarnum að ljúka...

Annarri umferð í Bikarnum að ljúka Önnur umferð í Bikarnum er nú langt komin en síðasti spiladagur er 21. júlí. Nýjustu úrslitin eru þessi: Sveit Þrastar Árnasonar vann Tryggingamiðstöðina 101-75. Meira
19. júlí 2002 | Dagbók | 59 orð

ARNLJÓTUR GELLINI

Lausa mjöll á skógi skefur. Skyggnist tunglið yfir hlið. Eru á ferli úlfur og refur. Örn í furu toppi sefur. Nístir kuldi um nætur tíð. Fer í gegnum skóg á skíðum skörulegur halur einn skarlats kyrtli sveiptur síðum, sára gyrður þorni fríðum. Meira
19. júlí 2002 | Dagbók | 125 orð

Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9.

Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11-12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og Biblíufræðsla. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir samkomuna. Allir velkomnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. Meira
19. júlí 2002 | Fastir þættir | 261 orð | 1 mynd

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Sumarbrids Þriðjudagskvöldið 16. júlí mættu 24 pör til leiks, spilaður var Mitchell tvímenningur og urðu þessi pör efst (meðalskor 270): NS Vilhjálmur Sig. jr. - Sigfús Þórðars. 347 Alfreð Kristjánss. - Loftur Þór Péturss. Meira
19. júlí 2002 | Fastir þættir | 360 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

Í SAGNBARÁTTU er mikilvægt að láta andstæðingunum eftir síðustu ákvörðunina. Stundum er það erfitt þegar skiptingin er mikil, en Steinar Jónsson stóðst prófið prýðilega í spili dagsins. Steinar var með láglitina í austur: Vestur gefur; AV á hættu. Meira
19. júlí 2002 | Fastir þættir | 48 orð

Félag eldri borgara í Kópavogi Sextan...

Félag eldri borgara í Kópavogi Sextan pör mættu sl. föstudag í tvímenninginn og urðu úrslit þessi í N/S: Halla Ólafsd. - Jón Lárusson 203 Ólafur Ingvarsson - Þórarinn Árnason 184 Einar Markússon - Sverrir Gunnarss. 183 Og í A/V urðu eftirtalin pör efst. Meira
19. júlí 2002 | Viðhorf | 835 orð

Friður og friðargæsla

Sumum hættir þó til að sjá ofsjónum yfir þeim fjármunum, sem utanríkisráðuneytið hyggst leggja til þessarar friðargæslu. Meira
19. júlí 2002 | Dagbók | 867 orð

(Jónas 2, 10.)

Í dag er föstudagur 19. júlí, 200. dagur ársins 2002. Orð dagsins: En ég vil færa þér fórnir með lofgjörðarsöng. Ég vil greiða það er ég hefi heitið. Hjálpin kemur frá Drottni. Meira
19. júlí 2002 | Fastir þættir | 157 orð

Komum heil heim...

ÞREYTA er ein af aðalorsökum umferðarslysa. Um síðustu helgi urðu að minnsta kosti tvö alvarleg umferðarslys sem rekja má til þreytu. En hvað er til ráða? Meira
19. júlí 2002 | Fastir þættir | 148 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 c5 5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 Da5 7. Bd2 Da4 8. Bd3 c4 9. Be2 Rc6 10. Rh3 Bd7 11. Rf4 O-O-O 12. Rh5 g6 13. Rf6 Rxf6 14. exf6 e5 15. dxe5 Rxe5 16. Bf4 Hhe8 17. O-O Bf5 18. He1 Rc6 19. Bf3 Hxe1+ 20. Dxe1 Dxc2 21. Hd1 Be6 22. Meira
19. júlí 2002 | Fastir þættir | 495 orð

Víkverji skrifar...

Í MORGUNBLAÐINU í gær var mynd af manni og hundi sem voru að skokka saman í rigningunni á einum af göngu- og hjólastígum borgarinnar. Meira

Íþróttir

19. júlí 2002 | Íþróttir | 93 orð

AIK leikur í Eyjum

KNATTSPYRNUSAMBAND Evrópu, UEFA, hefur heimilað ÍBV að leika heimaleik sinn gegn AIK frá Svíþjóð í UEFA-bikarnum á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Meira
19. júlí 2002 | Íþróttir | 44 orð | 1 mynd

Ástralinn Greg Norman, hákarlinn, eins og...

Ástralinn Greg Norman, hákarlinn, eins og hann er kallaður, horfir á eftir golfkúlunni {ndash} eftir að hann sló hana upp úr glompu á sjöttu braut á Muirfield-vellinum í Skotlandi, þar sem Opna breska meistaramótið fer fram. Hann lék á pari, 71 höggi. Meira
19. júlí 2002 | Íþróttir | 149 orð

Byrjað með stórleik í Njarðvík

BÚIÐ er að leggja drög að úrvalsdeild karla í körfuknattleik og 1. deild kvenna næsta keppnistímabil. Óhægt er að segja að deildin byrji með stórleik 10. október í Njarðvík. Meira
19. júlí 2002 | Íþróttir | 141 orð

Eiður Smári orðaður við Blackburn

NETÚTGÁFA enska blaðsins Independent sagði í gær að enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn Rovers hefði augastað á Eiði Smára Guðjohnsen hjá Chelsea. Meira
19. júlí 2002 | Íþróttir | 529 orð | 2 myndir

Fylkismenn gáfust ekki upp

FYLKISMENN fengu lukkuna í lið með sér í Árbænum í gærkvöldi þegar FH var í heimsókn. Meira
19. júlí 2002 | Íþróttir | 473 orð | 1 mynd

* ÍTALSKA knattspyrnusambandið hefur gengið frá...

* ÍTALSKA knattspyrnusambandið hefur gengið frá samningi við Giovanni Trapattoni, að hann verði landsliðsþjálfari fram yfir Evrópukeppni landsliða í Portúgal 2004. Meira
19. júlí 2002 | Íþróttir | 39 orð

KNATTSPYRNA 1.

KNATTSPYRNA 1. deild karla: Víkin: Víkingur R. - ÍR 20 2. deild karla: Borgarnes: Skallagrímur - Víðir 20 3. deild karla: Selfoss: Árborg - Fjölnir 20 Akranes: Bruni - Ægir 20 Sandgerði: Reynir S. - Úlfarnir 20 KA-völlur: Vaskur - Neisti H. Meira
19. júlí 2002 | Íþróttir | 217 orð

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Símadeild: Fylkir...

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Símadeild: Fylkir - FH 2:1 Sverrir Sverrisson 85., Björn Viðar Ásbjörnsson 89.- Jónas G. Garðarsson 77. Meira
19. júlí 2002 | Íþróttir | 523 orð | 1 mynd

KR-stúlkur kaffærðu Breiðablik

KR vann stórsigur á Breiðabliki í átta liða úrslitum bikarkeppni kvenna í gærkvöldi, 6:1 Valsstúlkur unnu einnig stórsigur er þær tóku á móti FH, 7:0, og á Akureyri tryggðu Þór/KA/KS sér sæti í undanúrslitum með sigri á Þrótti, 3:0, og Eyjastúlkur höfðu betur gegn Stjörnunni, 2:1. Meira
19. júlí 2002 | Íþróttir | 137 orð

Launagreiðslur þungur baggi

VÍÐA í Evrópu eru launagreiðslur félaga til leikmanna að keyra félög í mikla fjárhagserfiðleika og er ljóst að enska liðið Chelsea verður að selja leikmenn til að rétta við fjárhaginn. Meira
19. júlí 2002 | Íþróttir | 354 orð | 1 mynd

* MOESKROEN frá Belgíu , mótherjar...

* MOESKROEN frá Belgíu , mótherjar Fylkis í UEFA-bikarnum í næsta mánuði, búa sig af fullum krafti undir tímabilið en deildakeppnin í Belgíu hefst 11. ágúst, fjórum dögum fyrir fyrri viðureign liðanna. Meira
19. júlí 2002 | Íþróttir | 439 orð

"Stóð á öndinni eftir þrjátíu og fimm mínútur"

RÍKHARÐUR Daðason er mættur til leiks í norsku knattspyrnunni á nýjan leik, nú hjá Lilleström. Hann lék í þrjú ár með Viking í norsku úrvalsdeildinni, frá 1998 til 2000, og skoraði þá 48 mörk í 68 leikjum í deildinni. Meira
19. júlí 2002 | Íþróttir | 380 orð

Sýndum hvað í okkur býr

Við spiluðum ekki vel en leikurinn stendur yfir í níutíu mínútur og okkur tókst að ná sigri á þeim tíma," sagði Þórhallur Dan Jóhannsson, sem stóð sig vel í vörninni hjá Fylki í gærkvöldi. Meira
19. júlí 2002 | Íþróttir | 294 orð | 1 mynd

* TRYGGVI Pétursson setti vallarmet á...

* TRYGGVI Pétursson setti vallarmet á fyrsta degi meistaramóts GR á Korpúlfsstöðum í fyrradag, lék á 69 höggum og var með forystu. Í gær lék hann á 78 höggum og hrapaði niður í 3. sætið. * HARALDUR H. Meira
19. júlí 2002 | Íþróttir | 714 orð | 2 myndir

Þrír deila með sér forystusætinu

ÞRÍR kylfingar eru með forystu á Opna breska meistaramótinu í golfi sem hófst í gær á Muirfield-vellinum í Skotlandi. Þetta eru þeir Duffy Waldorf og David Toms frá Bandaríkjunum og Svíinn Carl Pettersson, en þeir léku allir á 67 höggum eða fjórum höggum undir pari vallarins. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

19. júlí 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 2198 orð | 6 myndir

Djassað í

GUÐJÓNI svipar þónokkuð til þeirra kappa sem lýst er í fornum bókum íslenskum. Hann er fullur að vöngum, þykkur um herðar og hendurnar líkastar stórum hrömmum. Hann er hláturmildur en setur stundum hvasst í brýrnar. Meira
19. júlí 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 66 orð

Einkadans bannaður

DÓMSMÁLA-RÁÐUNEYTIÐ hefur stað-fest breytingar á lögreglu-samþykkt Reykjavíkur og Akureyrar um bann við hvers kyns einka-sýningum á nætur-klúbbum. Meira
19. júlí 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 177 orð | 1 mynd

Evra og dalur mætast

EVRAN og Bandaríkja-dalur urðu í fyrsta sinn jöfn að verð-gildi á gjaldeyris-mörkuðum á mánudagsmorgun. Frá því að evran var tekin upp árið 1999 á mörkuðunum, hefur hún verið undir gengi dollarans. Meira
19. júlí 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 499 orð | 4 myndir

H eima í ljómskála

Í SUMAR eru áttatíu ár frá því að Lúðrasveit Reykjavíkur tók til starfa. Lúðrasveitina skipa um 60 hljóðfæraleikarar og æfa þeir enn í Hljómskálanum sem byggður var fyrir lúðrasveitina um það leyti sem hún hóf störf. Meira
19. júlí 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 47 orð | 1 mynd

Hjólreiðar um Frakkland

FRANSKA hjólreiða-keppnin Tour de France hófst í 89. sinn nú á dögunum. Hjóla-garparnir eru nú á leið um fjöllin við landamæri Spánar. Á þessari mynd sést ástralski kappinn Robbie McEwen fara yfir línuna rétt á undan Þjóðverjanum Erik Zabel . Meira
19. júlí 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 731 orð | 6 myndir

Í fínni stofu bæjarins

VEITINGASALIRNIR á Hótel Borg voru fyrst opnaðir í janúar árið 1930. Alla tíð síðan hefur Borgin átt sér fastan sess í bæjarlífi Reykjavíkur og fólk af hverri kynslóð á sér þaðan skemmtilegar og oft á tíðum dýrmætar minningar. Meira
19. júlí 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 35 orð | 1 mynd

Í sumar-regninu

FJÖLDI ferðamanna sækir Ísland heim yfir sumarið, en veðrið er allavega og sumir fá eingöngu að upplifa íslenska rigningu. Þessi virtust ekki láta regnið á sig fá, enda vel búin og til í hvað sem... Meira
19. júlí 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 190 orð | 1 mynd

Koma reglu á úti-hátíðir

STARFSHÓPUR dómsmála-ráðuneytisins skilaði á miðvikudag tillögum um úrbætur á framkvæmd útihátíða. Dómsmála-ráðherra skipaði hópinn eftir Verslunarmanna-helgina í fyrra, í ljósi þess að ýmislegt væri óljóst varðandi framkvæmd fjölmennra útihátíða. Meira
19. júlí 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 400 orð | 3 myndir

Lokkar í hæstu hæðir

KANNSKI er það rómantískur andi Himalajafjallanna, baráttuandi íbúanna eða lokkandi blær afskekktrar menningarinnar sem veldur, en eitt er víst að slagorðið "frjálst Tíbet" vísar til meira en sjálfstæðisbaráttu landsins í sumar. Meira
19. júlí 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 1456 orð | 1 mynd

Mismunað vegna málanna

ER hægt að þvinga einkaskóla til þess að ráða ólæsa kennara, leigubílastöðvar blinda bílstjóra og símsölufyrirtæki mál- og heyrnarlausa? Eða dans- og líkamsræktarstöðvar til að ráða 110 kílóa konu til að kenna þolfimi? Meira
19. júlí 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 101 orð

Pósthúsum fækkar

ÍSLANDS-PÓSTUR hefur lokað pósthúsinu við Hofsvalla-götu og flutt þjónustu þess á Eiðistorg. Á undan-förnum árum hafa fjögur pósthús lokað og rekstur 29 pósthúsa verið sameinaður rekstri verslana, banka og sparisjóða víða um land. Meira
19. júlí 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 341 orð | 2 myndir

Rammar inn daginn

Á ÞINGVÖLLUM er flaggað á þremur stöngum á hverjum degi. Arna Björg Bjarnadóttir, landvörður á Þingvöllum, segir nánar frá flaggsiðum þar á bæ. "Landverðirnir skiptast á að fara svonefndan flagghring," útskýrir Arna. Meira
19. júlí 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 984 orð | 3 myndir

Skjótum upp fána

ÍSLENSKI fáninn er einn mesti helgigripur íslensku þjóðarinnar að margra dómi. Hann á, samkvæmt fánalögunum, að umgangast með virðingu og lotningu. Meira
19. júlí 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 629 orð | 2 myndir

Vandasamt handverk

FÁNASAUMASTOFAN á Hofsósi, með fjórum sísaumandi konum, sér Íslendingum fyrir íslenska fánanum árið um kring. Það er eina stofan sem saumar íslenska fánann, og er oft handagangur í öskjunni á álagstímum. Meira
19. júlí 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 101 orð

Þyrluslys á Norðursjó

ÞYRLA hrapaði í Norðursjó á þriðjudags-kvöld. Fimm lík fundust í sjónum skömmu eftir slysið. Sex manna er enn leitað, og hefur enginn fundist á lífi. Herþyrlur og flugvélar hafa sveimað yfir slys-staðnum í von um að sjá menn á floti, jafnvel á lífi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.