Greinar laugardaginn 20. júlí 2002

Forsíða

20. júlí 2002 | Forsíða | 271 orð

Áætlun um brottrekstur aðstandenda mótmælt

TALSMAÐUR bandaríska utanríkisráðuneytisins, Richard Boucher, fordæmdi í gær hugmyndir Ísraelsstjórnar um að reka fjölskyldur herskárra Palestínumanna á Vesturbakkanum til Gaza-strandarinnar. Meira
20. júlí 2002 | Forsíða | 97 orð

Dow Jones niður undir 8.000 stig

VERÐBRÉFAVÍSITALA Dow Jones í New York lækkaði um rúm 390 stig eða nær 5% í gær. Hefur hún ekki verið lægri í nær fjögur ár, endaði í 8.019 stigum. Einnig varð 2,6% lækkun á Nasdaq-verðbréfamarkaðnum. Meira
20. júlí 2002 | Forsíða | 238 orð

Lýst sem sigri fyrir lýðræðið í Grikklandi

GRÍSK yfirvöld ákærðu í gær þrjá meinta félaga í illræmdri marxistahreyfingu, 17. nóvember, sem hefur lýst meira en 20 pólitískum morðum á hendur sér síðastliðna þrjá áratugi. Meira
20. júlí 2002 | Forsíða | 153 orð

Ótryggt lífshlaup

NORSKA neytendaráðið fær á hverju ári fjölda kvartana frá fólki sem reynt hefur að kaupa hóplíftryggingu en verið hafnað af fulltrúum tryggingafélaganna, að sögn Aftenposten . Allir sem kaupa hóplíftryggingu greiða sama iðgjald. Meira
20. júlí 2002 | Forsíða | 49 orð | 1 mynd

Sótt á brattann

Bandaríski hjólreiðamaðurinn Lance Armstrong á leiðinni upp Plateau-de-Beille-hásléttuna í Pýreneafjöllum í Frakklandi í gær. Armstrong tekur þátt í Tour de France-keppninni og vann 12. áfangann, sem er tæpir 200 kílómetrar. Meira
20. júlí 2002 | Forsíða | 68 orð | 1 mynd

Spánverjum ógnað

Drengur í Marokkó býr sig undir að skjóta með teygjubyssu sinni í átt að hermönnum Spánverja á umdeildri eyðieyju, Perejil, sem er um 200 metra undan strönd Marokkó. Meira

Fréttir

20. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 311 orð

Aðilar munu áfram vinna að málinu eins og áformað var

EFTIRFARANDI yfirlýsing barst í gær frá Jóni Steinari Gunnlaugssyni, lögmanni stofnfjáreigenda í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, SPRON. Meira
20. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Auðnalóa í fyrsta sinn á Íslandi

ÞAÐ hljóp heldur betur á snærið hjá fuglaáhugamanninum Stefáni Jósefssyni nú um daginn. Stefán, sem er skipstjóri og útgerðarmaður Ólafs Magnússonar Hu 54, var að veiðum í Skagafjarðardýpi þegar torkennilegur fugl settist á bátinn hjá honum. Meira
20. júlí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 250 orð | 1 mynd

Auglýst eftir dagforeldrum

SKORTUR er á dagforeldrum í Garðabæ og hefur bærinn ákveðið að bregðast við honum, meðal annars með því að auglýsa eftir fólki sem vill gerast dagforeldrar. Meira
20. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 864 orð | 1 mynd

Á helgum stað um hásumar

Sigurður Sigurðarson er fæddur í Hraungerði í Flóa árið 1944. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1965 og embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1971. Meira
20. júlí 2002 | Miðopna | 900 orð

Ál og framtíðin

ÞÆR framkvæmdir sem nú eru fyrirhugaðar vegna álvers á Reyðarfirði og virkjunarframkvæmda eru þær umfangsmestu í Íslandssögunni. Áhrifa þeirra mun gæta víða og langt í frá einungis á Austurlandi. Meira
20. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 869 orð

Ásakanir um að ekki sé tekið á eineltismálum

GRUNNSKÓLINN á Ísafirði sendi fyrir rúmri viku bréf til foreldra þess efnis að börnum búsettum á Suðureyri, sem hafa verið skráð í skólann eða sótt hafa um skólavist fyrir næsta haust, verði gert að sækja skóla á Suðureyri frá og með næsta hausti. Meira
20. júlí 2002 | Miðopna | 1011 orð | 1 mynd

Bandaríkin verða að hafa forystu um palestínskar umbætur

Pólitískar umbætur af hálfu Palestínumanna eru komnar rækilega á dagskrá. Bush Bandaríkjaforseti hefur gert þær að skilyrði fyrir stofnun palestínsks ríkis og því að Bandaríkin beiti sér í deilunni milli Ísraela og Palestínumanna. Meira
20. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 145 orð

Bíræfnir þjófar

ÞEIR höfðu um 7,7 milljónir danskra króna, eða um 85 milljónir íslenskra króna, upp úr krafsinu, þjófarnir sem stálu peningaflutningabíl á Nørrebro í Kaupmannahöfn í fyrradag. Meira
20. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Bjartsýni fyrir austan

"JÚ, ÞAÐ er mjög gott hljóð í mér á þessum morgni," sagði Smári Geirsson, formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, að lokinni undirritun viljayfirlýsingarinnar í gær. Meira
20. júlí 2002 | Árborgarsvæðið | 168 orð | 1 mynd

Blómstrandi dagar

ÞAÐ eru orðin 8 ár síðan "Blómstrandi dagar" voru fyrst haldnir hér í Hveragerði. Síðan hafa hátíðarhöldin verið árviss og svo var einnig í ár. Veðurguðirnir voru ekki í góða skapinu, því það skall á hávaðarok og rigning um hádegið. Meira
20. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 78 orð

Búið að opna fyrir kaup á sparisjóðum

BJARNI Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir að bankinn fagni því að niðurstaða sé komin í mál SPRON af hálfu Fjármálaeftirlitsins. Meira
20. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 75 orð

Dagskrá á Þingvöllum

Í DAG, laugardaginn 20. júlí, verður gengið í Ölkofradal, fornt eyðibýli austan við Skógarkot. Farið verður frá Flosagjá kl. 13 og tekur gangan um 3 klst. Kl. 13 hefst einnig barnastund, þar sem fjallað verður um fornleifar og sögur á þingi. Meira
20. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 149 orð

Dæmdar 4,7 milljónir í skaðabætur

HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands hefur dæmt Akureyrarbæ til að greiða konu rúmar 4,7 milljónir króna í skaðabætur vegna brota á jafnréttislögum við ákvarðanir um laun hennar. Taldi dómurinn að bærinn hefði valdið henni tjóni með saknæmum og ólögmætum hætti. Meira
20. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 326 orð | 1 mynd

Ekki með réttu ráði

ZACARIAS Moussaoui, eini maðurinn sem ákærður hefur verið í tengslum við árásina á World Trade Center, er ekki með réttu ráði og þarf lögfræðiaðstoð, að sögn fransks lögfræðings hans. Meira
20. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 344 orð

Eykur líkur á samruna

HALLDÓR J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, segist í samtali við Morgunblaðið vera í meginatriðum sammála niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins í máli Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, SPRON. Meira
20. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 330 orð

Félag í eigu Kaupþings kaupir Nanoq

REKSTRARFÉLAG Nanoq ehf. hefur keypt vörubirgðir og lausafé af þrotabúi Íslenskrar útivistar sem rak verslunina Nanoq í Kringlunni. Rekstrarfélag Nanoq ehf. er í eigu Kaupþings hf. Meira
20. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 191 orð

Fjöldamótmæli gegn Bush í Íran

HUNDRUÐ þúsunda Írana hrópuðu í gær vígorð gegn Bandaríkjunum og forseta þeirra, George W. Bush, á mótmælagöngum sem áróðursstofnun íslömsku klerkastjórnarinnar skipulagði. Meira
20. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 876 orð | 1 mynd

Framsal stofnfjár til þriðja aðila stenst lög

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ telur að núgildandi löggjöf feli ekki í sér bann við því að stofnfjáreigandi geti selt eða framselt þriðja aðila stofnfjárhlut sinn á hærra verði en endurmetnu nafnverði, fái hann til þess lögmælt samþykki stjórnar. Meira
20. júlí 2002 | Árborgarsvæðið | 104 orð | 1 mynd

Fræðsla og leikir í Íþrótta- og tómstundaskóla Árborgar

GÓÐ aðsókn hefur verið að íþrótta- og tómstundaskólanum í Árborg sem Ungmennafélag Selfoss annast. Skólinn er fyrir börn á aldrinum 5-10 ára og er hópnum skipt í þrjá meginhópa. Börnin eru í skólanum frá klukkan 9-12 og síðan frá 13-16. Meira
20. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 385 orð

Fyrsta nýja bræðslan í tvo áratugi

FARI svo að Alcoa reisi álver hér á landi verður það fyrsta nýja álbræðslan sem fyrirtækið hefur byggt í um tvo áratugi. G. John Pizzey, aðstoðarforstjóri Alcoa, segir það þó fráleitt vera til marks um einhverja stöðnun hjá félaginu. Meira
20. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 108 orð

Garðaskoðun í Kópavogi

"ÁRLEG garðaskoðun Garðyrkjufélags Íslands fer fram í Kópavogi sunnudaginn 21. júlí milli kl. 13 og 17. Fimm einkagarðar verða opnir félagsmönnum til skoðunar, leikskóli og útivistarsvæði kynnt. Meira
20. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 117 orð

Gífuryrði dæma sig sjálf

EFTIRFARANDI yfirlýsing barst í gær frá Búnaðarbanka Íslands. "Í tilefni yfirlýsingar stjórnar Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis í dag sem gefin var út vegna greinargerðar Fjármálaeftirlitsins vill Búnaðarbanki Íslands hf. Meira
20. júlí 2002 | Akureyri og nágrenni | 88 orð

Hafnarskákmót

ÞRIÐJA Hafnarskákmótið verður haldið á morgun, sunnudaginn 21. júlí, og hefst það kl. 11 á grasflötinni við Oddeyrarskála. Skákfélag Akureyrar og Hafnasamlag Norðurlands hafa umsjón með mótinu. Meira
20. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 419 orð | 1 mynd

Halda til Eþíópíu til kristniboðsstarfa

SJÖ MANNA íslensk fjölskylda heldur í næstu viku til bæjarins Ómó Rate í suðvesturhluta Eþíópíu í Afríku þar sem hún hyggst dveljast næstu tvö árin við kristniboð. Meira
20. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 780 orð

Helstu forsendur yfirtökuáforma brostnar

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn SPRON: "Í dag hefur Fjármálaeftirlitið skilað greinargerð um yfirtökutilboð Búnaðarbanka Íslands hf. Meira
20. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Kappklæddur í góða veðrinu

ÞEGAR sólin skín er gaman að lifa. Á suðvesturhorninu var fínasta sumarveður í vikunni og gripu margir sólþyrstir tækifærið og sleiktu sólina á Austurvelli og reyndu að fá smá lit á kroppinn. Meira
20. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 207 orð

Kauphöllin fer yfir málið

KAUPHÖLL Íslands mun skoða hvort tilkynning um brottrekstur Jim Schafer, aðalforstjóra Bonus Stores, hafi borist of seint eða ekki. Hins vegar er talið að brottreksturinn hafi ekki áhrif á afkomuáætlanir og sá þáttur hafi verið upplýstur af hálfu Baugs. Meira
20. júlí 2002 | Akureyri og nágrenni | 870 orð | 5 myndir

Klifrað í klettum og kyrjað á kanóum

ÞAÐ hefur verið líf og fjör á Landsmóti skáta sem staðið hefur yfir í nýrri útilífs- og umhverfismiðstöð skáta að Hömrum við Akureyri í vikunni. Meira
20. júlí 2002 | Akureyri og nágrenni | 59 orð

Kvartett Ómars

KVARTETT Ómars Guðjónssonar gítarleikara kemur fram á djasstónleikum í Deiglunni í Kaupvangsstræti á sunnudagskvöld, 21. júlí, en þeir hefjast kl. 21. Meira
20. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 1792 orð | 1 mynd

Kæra Norðurljósa til Fjármálaeftirlitsins

Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, hefur ritað Fjármálaeftirlitinu kæru þar sem hann fer þess á leit við eftirlitið að stofnunin taki nú þegar til rannsóknar þá fyrirætlun starfsmanna Búnaðarbanka Íslands hf. Meira
20. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Körtukappakstur við Kringluna

KRINGLAN býður gestum sínum að reyna með sér í körtukappakstri um helgina. Komið hefur verið upp braut á bílastæðum Kringlunnar á bak við hús Sjóvár-Almennra. Kringlukartið verður opið í dag og á morgun, sunnudag, milli kl. 13 og 20. Meira
20. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 476 orð | 2 myndir

Langskæðasti fjöldamorðingi Bretlands

BRESKI læknirinn Harold Shipman myrti að minnsta kosti tvö hundruð manns til viðbótar við þá fimmtán sem hann hefur þegar verið dæmdur fyrir, að því er kemur fram í nýútkominni skýrslu sem unnin var fyrir breska þingið. Meira
20. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 47 orð

LEIÐRÉTT

Rangur opnunartími Rangur sýningartími var í umfjöllun um sýningu á gömlum ljósmyndum Fox-leiðangursins árið 1860 í Þjóðmenningarhúsinu sl. þriðjudag. Sýningin er opin, eins og aðrar sýningar í Þjóðmenningarhúsi, frá 11-17 alla daga. Meira
20. júlí 2002 | Landsbyggðin | 101 orð | 1 mynd

Léttivagn á heimskautsbaug

Fyrsta mynd og fyrsta frétt hjónanna Priscu og Olivers af ferðalagi þeirra á indverskum léttivagni (rickshaw) sem þau senda til dagblaðsins Times of India verður frá heimskautsbaug. Meira
20. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Líf og fjör á skátamóti

ÞAÐ ER fjör á landsmóti skáta sem haldið er á Akureyri þessa dagana. Eins og sést á myndinni tóku meira að segja málleysingjar þátt í ósköpunum með krökkunum en veðrið var með allra besta móti fyrir norðan í gær. Meira
20. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 76 orð

Markaðsvirði Baugs lækkaði um milljarð

TÖLUVERÐ viðskipti voru með hlutabréf í Baugi hf. í gær en heildarvelta dagsins nam rúmum 402 milljónum. Gengi á bréfunum lækkaði um 4,9% í 92 viðskiptum og endaði í 8,75. Meira
20. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 247 orð

Mögulegt að framselja stofnfé til þriðja aðila

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ telur að núgildandi löggjöf feli ekki í sér bann við að stofnfjáreigandi í sparisjóði geti selt eða framselt þriðja aðila stofnfjárhlut sinn á hærra verði en endurmetnu nafnverði fái hann til þess lögmælt samþykki stjórnar. Meira
20. júlí 2002 | Miðopna | 1150 orð

Ofstopi vegna virkjana og stóriðju

Áform Alcoa um að reisa hér álver hafa kveikt umræður í bandarískum blöðum um virkjanir og umhverfisvernd hér á landi. Nægir þar að vísa til greinar í blaðinu The New York Times síðastliðinn þriðjudag. Meira
20. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 36 orð

Ók inn í hrossahóp

AFLÍFA varð eitt hross, sem fótbrotnaði er jeppa var ekið inn í hrossahóp á Kjalvegi við Gullfoss um klukkan 1.30 í fyrrinótt. Engin slys urðu á fólki en jeppinn, sem er nýr, stórskemmdist, en var þó... Meira
20. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 116 orð

Pharmaco hf. kaupir meirihluta í Delta hf.

STEFNT er að samruna lyfjafyrirtækjanna Pharmaco hf. og Delta hf. Pharmaco hf. hefur keypt 51% hlutafjár í Delta hf. og mun því, skv. lögum, gera öðrum hluthöfum tilboð í bréf þeirra. Meira
20. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 750 orð

"Afleiðing niðurlægingar og misréttis"

FERDOWS var 13 ára þegar hún giftist manni sem var 18 árum eldri en hún, og hún var sú kona sem íranskt samfélag ætlaðist til að hún væri: Hlýðin og þögul, þrátt fyrir að mega þola barsmíðar og niðurlægingu. En eftir 30 ára hjónaband var henni nóg boðið. Meira
20. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 676 orð | 2 myndir

"Á bólakafi og reyndi að kalla á hjálp"

DRENGURINN sem var hætt kominn í sundlauginni á Hótel Örk í fyrradag er óðum að hressast og búist var við að hann fengi að fara heim af sjúkrahúsi í gær. Meira
20. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 284 orð

"Yfir 500 manns hafa dáið úr sulti"

AÐ MINNSTA kosti 500 manns hafa dáið úr hungri í búðum fyrir fyrrverandi skæruliða uppreisnarhreyfingarinnar UNITA í Angóla og fjölskyldur þeirra, að sögn leiðtoga þeirra í gær. Meira
20. júlí 2002 | Landsbyggðin | 58 orð | 1 mynd

Rjúpan og þrösturinn

ÞESSI hálffleygi þrastarungi hélt að glerrjúpan fyrir innan rúðuna væri lifandi fugl og settist því á gluggasylluna. Þar sat hann sem fastast í von um að þetta væri mamma hans en svo reyndist ekki vera. Meira
20. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 459 orð

Saka bankann um brot á lögum um bankaleynd

SIGURÐUR G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, hefur fyrir hönd Norðurljósa ritað Fjármálaeftirlitinu bréf, þar sem hann sakar Búnaðarbanka Íslands hf. m.a. um að upplýsa þriðja mann um allar skuldir Norðurljósa við bankann og heildarfjárhæð þeirra. Meira
20. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 586 orð

Segir skýrsluna hagstæða umbjóðendum sínum

JÓN Steinar Gunnlaugsson, lögmaður fimm stofnfjáreigenda Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, SPRON, sem gert hafa öðrum stofnfjáreigendum yfirtökutilboð með stuðningi Búnaðarbanka Íslands, segir þá áfangaskýrslu sem Fjármálaeftirlitið hafi skilað um... Meira
20. júlí 2002 | Landsbyggðin | 288 orð | 1 mynd

Síungir hestamenn riðu til landsmóts

NOKKRIR síungir hestamenn, flestir á aldrinum sextíu til áttatíu ára, frá Egilsstöðum og Eskifirði, eru nýkomnir til síns heima eftir hestaferð á Landsmót hestamanna á Vindheimamelum í Skagafirði. Meira
20. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 96 orð

Skjálftahrina við Goðabungu

SKJÁLFTAHRINA varð við Goðabungu í gærkvöldi og mældust fjórir skjálftar þar milli kl. fjögur og níu. Skjálftarnir voru á bilinu 1,9 til 2,4 á Richter samkvæmt óyfirförnum frumniðurstöðum úr sjálfvirkri úrvinnslu sem birt er á vef Veðurstofunnar. Meira
20. júlí 2002 | Landsbyggðin | 365 orð | 1 mynd

Skoskir unglingar í heimsókn

MIKIÐ unglingastarf er unnið hjá Björgunarfélagi Ísafjarðar og fór hópur unglinga úr unglingadeildinni Hafstjörnunni til Leith í Skotlandi á síðasta sumri. Meira
20. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Sorg í Úganda

LÖGREGLUMENN á verði þar sem hundruð syrgjenda komu saman við þjóðveg í Rutoto í Úganda í gær í von um að ná að bera kennsl á ættingja er létust þegar flutningabíll, hlaðinn olíubrúsum, og fólksflutningabíll rákust á í fyrradag með þeim afleiðingum að... Meira
20. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 255 orð

Sprengjuárásir á Norður-Írlandi

TVEIR kaþólskir prestar sluppu ómeiddir þegar eldsprengjum var kastað að heimili þeirra snemma í gærmorgun í bænum Newcastle, suður af Belfast á Norður-Írlandi. Meira
20. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 300 orð

Staðinn að verki við stuld á myndavél

ÚTLENDUR karlmaður var handtekinn í miðbæ Akureyrar skömmu eftir hádegi í gær, en hann hafði verið staðinn að verki við að stela stafrænni myndavél í Pedromyndum við Skipagötu. Meira
20. júlí 2002 | Akureyri og nágrenni | 142 orð

Starfsdagur í Laufási

STARFSDAGUR verður í Laufási á sunnudag, 21. júlí og má gera ráð fyrir að margt verði um manninn og mikið umstang í Gamla bænum af því tilefni. Starfsdagurinn hefst með helgistund í kirkjunni klukkan 13.30. Meira
20. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 753 orð | 1 mynd

Stefnt að lokasamkomulagi um eða eftir áramót

Formlegt samstarf Landsvirkjunar, Alcoa og ríkisstjórnar Íslands hófst með undirritun viljayfirlýsingar í gærmorgun. Arnór Gísli Ólafsson varð var við að bjartsýni gætir um að lokasamkomulag takist innan fárra mánaða og af orðum aðstoðarforsjóra Alcoa mátti ráða að ekkert hik væri þar á bæ. Meira
20. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 255 orð | 2 myndir

Stórfiskar í Heiðarvatni

Veiðimenn hafa verið að setja í væna fiska í Heiðarvatni í Mýrdal að undanförnu. Einn hópur sem gisti veiðihús SVFK á dögunum fékk t.d. tvo laxa, 9 og 6 punda, og auk þess sjö sjóbirtinga á bilinu 4 til 6 pund. Meira
20. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 230 orð

Stúdentaráð mótmælir stuttum fresti á greiðsluseðlum

Á FUNDI sínum 9. Meira
20. júlí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 808 orð | 3 myndir

Tálgað í víði svo úr verður flugnabani

Að tálga í við er listgrein sem tæpast á sér takmörk í efnisvali og útfærslum. Kristján Geir Pétursson og Arnaldur Halldórsson sannreyndu það í vikunni þegar þeir brugðu sér í Árbæjarsafn þar sem kennd voru undirstöðuatriði tálgunar. Meira
20. júlí 2002 | Árborgarsvæðið | 199 orð | 1 mynd

Varasamar vegaxlir

EKKI hefur verið ákveðið hjá Vegagerð ríkisins hversu mikið unnið verður að lagfæringum á vegöxlum á Suðurlandsvegi um Hellisheiði. Meira
20. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 405 orð

Vekur tiltrú á að hlutirnir geti gengið hratt fyrir sig

FRIÐRIK Sophusson segir að strax frá þeim tíma er hann tók við stöðu forstjóra Landsvirkjunar í upphafi árs 1999 hafi menn farið að ræða við Norðmenn og Reyðarál og vinna hafi svo að segja staðið yfir allar götur síðan. Meira
20. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 567 orð

Veltur á hversu hratt á að byggja upp

TRYGGVI Jónsson, forstjóri Baugur Group, segir að svar við spurningunni um hvort Bonus Stores Inc. skorti fé inn í reksturinn velti á því hversu hratt uppbygging félagsins eigi að ganga. Meira
20. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 226 orð

Vissi ekki um Retail Stores Services á síðasta ári

JÓN Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugur Group, sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í gær: "Vegna ummæla Jims Schafers í Mbl. Meira
20. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 187 orð

Yfirlýsing

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Hauki Holm, vaktstjóra á fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar: "Hafið er yfir allan vafa að DV fékk nákvæmar upplýsingar um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Árna Johnsen áður en hann var upp... Meira
20. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 425 orð

Yfirlýsing frá stjórnarformanni Bonus Stores

MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá Tryggva Jónssyni, stjórnarfomanni Bonus Stores Inc.: "Eins og fram kom í yfirlýsingu frá Baugur Group hf. í gær, fimmtudaginn 18. júlí, 2002, var framkvæmdastjóra Bonus Stores Inc. Meira
20. júlí 2002 | Akureyri og nágrenni | 113 orð

Þýskir tónlistarmenn leika á flautu og orgel

ÞRIÐJU tónleikarnir í röðinni Sumartónleikar í Akureyrarkirkju verða haldnir á sunnudag, 21. júlí, kl. 17 í Akureyrarkirkju. Flytjendur að þessu sinni eru Judith og Wolfgang Portugall frá Rheinland Phalz-héraði í Þýskalandi og leika þau á flautu og... Meira
20. júlí 2002 | Suðurnes | 769 orð | 1 mynd

Ætlaði að reyna fyrir mér á nýjum veiðilendum

Einar Njálsson yfirgaf í gær skrifstofu bæjarstjóra Grindavíkur en situr ekki lengi aðgerðarlaus því strax á mánudag tekur hann til starfa sem bæjarstjóri á Selfossi. Helgi Bjarnason ræddi við Einar á þessum tímamótum í lífi hans. Meira

Ritstjórnargreinar

20. júlí 2002 | Leiðarar | 897 orð

Miðborgin og Menntaskólinn í Reykjavík

Langvarandi húsnæðisvandi Menntaskólans í Reykjavík var reifaður í tveimur greinum Ólafs Oddssonar menntaskólakennara, sem birtust hér í blaðinu fyrr í vikunni. Meira
20. júlí 2002 | Staksteinar | 372 orð | 2 myndir

Sama leikrit en annar banki?

SVANFRÍÐUR Jónasdóttir skrifar pistil á vefsíðu sína um bankana og þann áhuga, sem aðilar hafa sýnt á því að gerast svokallaðir kjölfestufjárfestar. Meira

Menning

20. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 418 orð | 1 mynd

500 krónur í Herðubreið

STEFÁN Karl Stefánsson hefur verið áberandi í íslensku leiklistarlífi frá því að hann útskrifaðist úr Leiklistarskólanum fyrir fjórum árum. Meira
20. júlí 2002 | Menningarlíf | 1299 orð | 4 myndir

Á slóðum íslenskra landnámsmanna

Fyrir skömmu fór 40 manna hópur til Vesturheims og heimsótti ýmsa þá staði í Bandaríkjunum og Kanada sem íslenskir landnámsmenn kusu sér á vesturfaratímabilinu. Þetta mun vera fyrsta ferð sinnar tegundar og af því tilefni ræddi Steinþór Guðbjartsson við Jónas Þór, fararstjóra. Meira
20. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 175 orð | 1 mynd

BREIÐIN, Akranesi Hljómsveitin Ber.

BREIÐIN, Akranesi Hljómsveitin Ber. CAFÉ 22 Doddi litli. CAFÉ AMSTERDAM Hljómsveitin Molikúl. CAFÉ CATALÍNA Trúbadorinn Sváfnir Sigurðsson. CAFÉ ROMANCE Ray Ramon og Mete Gudmundsen. CHAMPIONS CAFÉ Diskótek Sigvalda Búa. Meira
20. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 143 orð | 1 mynd

Brestir í paradís

BANDARÍSKA kvikmyndaleikkonan Angenlina Jolie hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, leikaranum og leikstjóranum Billy Bob Thornton. Meira
20. júlí 2002 | Menningarlíf | 504 orð | 1 mynd

Eistnesk verk í bland við Bach

Á HÁDEGISTÓNLEIKUM í Hallgrímskirkju í dag kl. 12 og á fjórðu kvöldtónleikum Sumarkvölds við orgelið annað kvöld kl. 20 kemur fram ungur eistneskur organisti, Katrin Meriloo. Meira
20. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 1431 orð | 3 myndir

Gabriel gegnumtekinn

Á dögunum voru eldri verk Peters Gabriels gefin út, endurbætt og í nýjum umbúðum. Skarphéðinn Guðmundsson kynnti sér útgáfuna og farsælan feril þessa mikilsvirta tónlistarmanns. Meira
20. júlí 2002 | Myndlist | 505 orð | 2 myndir

Ógurleg fegurð náttúrunnar

Sýningin er til 10. ágúst og er opin alla daga frá 11-22 nema sunnudaga frá 14-22. Meira
20. júlí 2002 | Menningarlíf | 242 orð | 1 mynd

Ráðhús Reykjavíkur Heidi Kristiansen opnar sýningu...

Ráðhús Reykjavíkur Heidi Kristiansen opnar sýningu á nær 30 textílmyndverkum. Verkin eru unnin á ásaumi og bútasaumi, vatnsstungin, auk ásaumsverka á ullarflóka. Þetta er 14. Meira
20. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 263 orð | 1 mynd

Risaeðlur í dag - Harry Potter á morgun

DAÐI Einarsson, grafískur hönnuður, hefur verið tilnefndur til Emmy-verðlaunanna sem yfirkvikari fyrir framúrskarandi og sérstakar sjónbrellur í stuttum sjónvarpsþáttaröðum (kvikari er nýyrði yfir þann sem leggur stund á "animation", það er... Meira
20. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 145 orð | 1 mynd

Spilling innan lögreglunnar

Bandaríkin, 2001. Skífan VHS. (102 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn: J.S. Cardone. Aðalhlutverk: Tom Berenger, Lori Heuring og Pamela Gidley. Meira
20. júlí 2002 | Menningarlíf | 166 orð | 2 myndir

Þáttur um frumkvöðla í óperuflutningi

RÁS eitt mun á morgun hefja flutning á þáttaröð sem heitir Sungið með hjartanu. Í þáttunum, sem eru níu talsins, verða leiknar upptökur með nokkrum af okkar fremstu óperusöngvurum sem jafnframt voru frumkvöðlar í óperuflutningi hérlendis. Meira

Umræðan

20. júlí 2002 | Bréf til blaðsins | 344 orð

Af pjörum og þurum

ÞÓTT mikill mannfagnaður sé að þeim framförum sem ótrauðar tölvur hafa hrundið úr stað, þá blöskrar mörgum hugsandi löndum vorum sú orðasmíð sem komið hefur í kjölfar þeirra. Meira
20. júlí 2002 | Aðsent efni | 448 orð | 1 mynd

Álver, vextir og áhætta

Við höfum sýnt og sannað, segir Guðmundur Ólafsson, að vatnsaflsvirkjanir kunnum við að hanna og reka. Þar höfum við mikla og góða reynslu sem mun nú nýtast okkur. Meira
20. júlí 2002 | Aðsent efni | 923 orð | 1 mynd

Á lögleiðing kannabisefna rétt á sér?

Niðurstöðurnar leiddu í ljós að kannabisefni geta haft gífurleg áhrif á líf fólks, segir Íris Eik Ólafsdóttir. Líf þeirra gekk út á það að eiga efni og að neyta þess. Meira
20. júlí 2002 | Aðsent efni | 619 orð | 1 mynd

Á toppinn með UMFÍ

Markmið UMFÍ er ræktun lýðs og lands. Björn Bjarndal Jónsson segir að unnið sé að því markmiði með margvíslegum hætti. Meira
20. júlí 2002 | Bréf til blaðsins | 470 orð

Berum saman myndir

FYRIR nokkrum misserum birtist mynd í fjölmiðlum af palestínsku ungbarni klæddu í skæruliðabúning og með sprengjubelti. Ekki þarf að taka fram að áróðursvél ísraelskra stjórnvalda er fullfær að falsa mun meira en einfalda ljósmynd. Meira
20. júlí 2002 | Bréf til blaðsins | 81 orð

Frábær þjónusta hjá Fylki og Hertz

VIÐ fjölskyldan erum nýkomin frá Danmörku þar sem við höfðum bíl frá Hertz á leigu í einn mánuð. Við pöntuðum bílinn í gegnum bílaleiguna Fylki á Ísafirði og fengum verð í pakkann með öllu saman. Allt stóðst 100 prósent. Meira
20. júlí 2002 | Bréf til blaðsins | 463 orð | 1 mynd

Fyrsti kvenbankastjórinn FYRIR nokkrum mánuðum var...

Fyrsti kvenbankastjórinn FYRIR nokkrum mánuðum var birt fyrirspurn í þessum dálkum um sýningu sem haldin var í Seðlabankahúsinu rétt áður en það var tekið í notkun. Meira
20. júlí 2002 | Aðsent efni | 975 orð | 1 mynd

Ingibjörg Sólrún og verkefni Samfylkingarinnar

Margir binda miklar vonir, segir Margrét S. Björnsdóttir, við hlut Ingibjargar Sólrúnar í landsmálum. Meira
20. júlí 2002 | Aðsent efni | 295 orð | 2 myndir

Kaupmáttur ellilauna hefur dregist mjög aftur úr kaupmætti almennings

Kjör ellilífeyrisþega hafa því rýrnað í samanburði við aðra og eru langt undir framfærslukostnaði, segja Ólafur Ólafsson og Benedikt Davíðsson, þó að kaupmáttur þeirra hafi eilítið aukist þessi umræddu ár. Meira
20. júlí 2002 | Aðsent efni | 356 orð | 1 mynd

Lúxus eða lífsnauðsyn

Eftir að stóriðja og stórborgarvæðing hafa leikið umhverfi mannanna grátt, segir Pétur Gunnarsson, er "ómanngerð náttúra" á góðri leið með að verða eini lúxusinn sem eftir lifir á jarðarkringlunni. Meira

Minningargreinar

20. júlí 2002 | Minningargreinar | 1789 orð | 1 mynd

JÓHANN LÚÐVÍKSSON

Jóhann Lúðvíksson fæddist í Hjörnungarvog í Noregi 18. júní 1914. Hann lést á sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki 9. júlí síðastliðinn. Foreldrar Jóhanns hétu Ludvik og Sina Asen. Hann átti tvo bræður, Alf og Lárus, sem báðir eru látnir. Meira  Kaupa minningabók
20. júlí 2002 | Minningargreinar | 1253 orð | 1 mynd

ÓSKAR SÖVIK

Óskar Sövik fæddist á Veblungsnes í Raumsdal í Noregi hinn 1. janúar 1904. Hann lést á Héraðshælinu á Blönduósi að morgni hins 9. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ole Sövik sem var kaupmaður og skósmiður og Guri Sövik, fædd Hovde. Meira  Kaupa minningabók
20. júlí 2002 | Minningargreinar | 2640 orð | 1 mynd

ÞORBJÖRG PÁLSDÓTTIR

Þorbjörg Pálsdóttir fæddist á Svínadal í Kelduhverfi 2. des. 1915. Hún lést á Hrafnistu 9. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Páll Jónsson og Þorbjörg Hallgrímsdóttir. Systkini Þorbjargar voru Jón, f. 1900, d. 1966, Guðrún, f. 1902, d. Meira  Kaupa minningabók
20. júlí 2002 | Minningargreinar | 1832 orð | 1 mynd

ÞÓRÓLFUR BECK GUÐJÓNSSON

Þórólfur Beck Guðjónsson fæddist á Skallabúðum í Eyrarsveit 24. mars 1930. Hann lést á heimili sínu 9. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðjón Elisson, f. 19. feb. 1897, d. 9. júlí 1984, bóndi á Skallabúðum í Eyrarsveit, og Sigríður Elisdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
20. júlí 2002 | Minningargreinar | 1711 orð | 1 mynd

Þórsteinn Sigurgeirsson

Þórsteinn Sigurgeirsson var fæddur á Húsavík 26. mars 1932. Hann lést að heimili sínu, Gautlöndum í Mývatnssveit, 9. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurgeir Þorsteinsson, húsasmiður, f. 11. mars 1886 á Geiteyjarströnd í Mývatnssveit, d. 1.4. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

20. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 676 orð

AUSTFJARÐAMARKAÐURINN Steinbítur 145 145 145 14...

AUSTFJARÐAMARKAÐURINN Steinbítur 145 145 145 14 2,030 Und. Meira
20. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 1249 orð | 3 myndir

Bæta hvort annað upp

Gangi sameining Pharmaco hf. og Delta hf. upp verður til lyfjarisi með markaðsverðmæti um 46 milljarða króna. Eyrún Magnúsdóttir spurði forstjóra fyrirtækjanna um þennan næststærsta samruna Íslandssögunnar og fékk álit sérfræðinga. Meira
20. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 826 orð

Sautján milljarða samruni

BÚNAÐARBANKINN - VERÐBRÉF hefur umsjón með kaupunum á Delta. Meira

Daglegt líf

20. júlí 2002 | Neytendur | 302 orð | 2 myndir

Europris opnuð í dag

NÝJA mat- og sérvöruverslunin Europris á Lynghálsi 4 verður opnuð í dag kl. 14 en þegar blaðamann og ljósmyndara bar að garði í gær stóð undirbúningur sem hæst. Meira
20. júlí 2002 | Neytendur | 70 orð | 1 mynd

Henta vel undir sígarettustubba

HANS Petersen hefur hafið dreifingu á plastboxum undan kodakfilmum en í ljós hefur komið að þau hafa reynst tilvalin fyrir reykingafólk sem er á ferð úti í náttúrunni og vill losa sig við sígarettustubba á umhverfisvænan hátt, að sögn Elínar... Meira
20. júlí 2002 | Neytendur | 270 orð | 1 mynd

Norska hrefnukjötið selst grimmt

VIÐTÖKUR Íslendinga við norska hrefnukjötinu hafa verið afar góðar, en sala á því hófst í Nóatúnsbúðunum í gær. Boðið var upp á grillað hvalkjöt fyrir utan Nóatúnsverslunina í Nóatúni og fékk Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra fyrsta bitann. Meira
20. júlí 2002 | Neytendur | 309 orð | 1 mynd

Nýlega bárust fréttir af því að...

Nýlega bárust fréttir af því að neysla soyaafurða gæti unnið gegn myndun brjóstakrabbameins. Hvaða soyavörur eru aðgengilegar fyrir íslenska neytendur? Hversu mikið á fólk að borða af þessari vöru? Meira

Fastir þættir

20. júlí 2002 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Í dag, laugardaginn 20. júlí, er fimmtug Kolbrún Benjamínsdóttir, Jórufelli 2, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu kl. 18 í dag,... Meira
20. júlí 2002 | Fastir þættir | 343 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

TVÆR aðferðir eru vinsælar til að hindra með mjög langan láglit - sumir nota opnun á þremur gröndum í þeim tilgangi, en aðrir segja beint af augum fjögur lauf eða fjóra tígla. Meira
20. júlí 2002 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP .

BRÚÐKAUP . Gefin voru saman 15. júní sl. í Garðakirkju af sr. Friðrik Hjartarsyni þau Inger Rós Jónsdóttir og Kristinn Jón Eysteinsson. Heimili þeirra er í Bólstaðarhlíð 23,... Meira
20. júlí 2002 | Dagbók | 82 orð

GULLÖRN OG BLÁFUGL

Gekk ég úti í skógi, en komið var kvöld, og koldimman lék sér við geislandi tjöld, því sólin var að hníga í hafbláan reit, og hljóðlega nóttin á jörðina leit. Meira
20. júlí 2002 | Fastir þættir | 335 orð | 1 mynd

Gönguferðir

Á hásumri er tími gönguferða í byggð og óbyggðum. Flestir þeir sem gengið hafa í íslenskri náttúru skynja þann líkamlega og sálarlega styrk og kraft sem þangað má sækja. Þetta á ekki síst við á fjöllum. Meira
20. júlí 2002 | Í dag | 122 orð

Hallgrímskirkja.

Hallgrímskirkja. Hádegistónleikar kl. 12. Karin Meriloo frá Eistlandi leikur á orgel. Kristskirkja í Landakoti . Breyting á messutíma 20. júlí: Í dag, laugardaginn 20. júlí, er Þorláksmessa á sumri. Meira
20. júlí 2002 | Fastir þættir | 505 orð | 1 mynd

Hvers vegna hverfur lyktarskyn?

Spurning: Hverjar eru orsakir þess að bragð- og lyktarskyn hverfa og möguleg meðferð. Hefur staðið í fjóra mánuði, ekkert virðist að í hálsi eða kom fram eftir sneiðmyndatöku. Hófst upp úr kvefi, sem kom snögglega, fór nokkrum dögum síðar. Meira
20. júlí 2002 | Fastir þættir | 898 orð

Íslenskt mál

Eitt einkenni íslenskrar tungu er fallbeyging orða. Þau breyta um mynd eftir því hver er afstaða þeirra til annarra orða í setningu. Meira
20. júlí 2002 | Fastir þættir | 580 orð | 1 mynd

Langur vinnudagur eykur líkur á hjartaáfalli

ÞEIR sem vinna yfir 60 stundir á viku og sofa lítið, eru mun líklegri til að fá hjartaáfall en aðrir, að því er kemur fram í nýrri japanskri rannsókn og kynnt var í frétt á BBC -vefnum nýlega. Meira
20. júlí 2002 | Fastir þættir | 1090 orð | 4 myndir

Leko vann fyrstu skákina gegn Topalov

6. - 21. júlí 2002 Meira
20. júlí 2002 | Dagbók | 832 orð

(Lúk. 23, 34.)

Í dag er laugardagur 20. júlí, 201. dagur ársins 2002. Þorláksmessa á sumri, Margrétarmessa hin síðari. Orð dagsins: Þá sagði Jesús: "Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir gjöra." Meira
20. júlí 2002 | Í dag | 1153 orð | 1 mynd

(Matt. 7.)

Guðspjall dagsins: Um falsspámenn. Meira
20. júlí 2002 | Fastir þættir | 167 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. Rf3 Rf6 2. c4 b6 3. g3 Bb7 4. Bg2 c5 5. O-O g6 6. b3 Bg7 7. Bb2 O-O 8. Rc3 d6 9. e3 Rbd7 10. d4 a6 11. a4 e6 12. Dd2 Dc7 13. Hac1 Had8 14. d5 exd5 15. cxd5 b5 16. axb5 axb5 17. Rxb5 Db6 18. Rc3 Dxb3 19. Hfd1 Rb6 20. Hb1 Rc4 21. Dc1 Bc8 22. Rd2 Rxd2... Meira
20. júlí 2002 | Fastir þættir | 442 orð

Víkverji skrifar...

VÍKVERJI hefur yndi af því að ferðast um Ísland, hvort sem er um óbyggðir, fjöll og firnindi eða um búsældarleg héruð, þorp og bæi. Meira
20. júlí 2002 | Viðhorf | 743 orð

Þarf að byggja höfuðstöðvar?

"Fyrir fáum árum var talið nauðsynlegt fyrir félag eins og Símann að hafa svokallaðar höfuðstöðvar, en nútíminn gerir ekki þær kröfur, heldur nægir að hafa góðar skrifstofur með auðveldu aðgengi fyrir viðskiptavini." Meira

Íþróttir

20. júlí 2002 | Íþróttir | 393 orð | 1 mynd

* HÁKON Hermannsson, kylfingur úr GÍ,...

* HÁKON Hermannsson, kylfingur úr GÍ, vann það afrek að fara holu í höggi á 15. braut - 132 metrar, á golfvellinum á Ísafirði á meistaramóti GÍ á fimmtudag. Meira
20. júlí 2002 | Íþróttir | 577 orð | 1 mynd

Jones náði ekki meti Joyner

ÞAÐ var mikil spenna á Stade Louis II-vellinum í Monte Carlo í Mónakó í gærkvöldi, þegar fjórða gullmót Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins fór þar fram. Meira
20. júlí 2002 | Íþróttir | 381 orð

KNATTSPYRNA 1.

KNATTSPYRNA 1. deild karla: Víkingur R. - ÍR 5:0 Jón Grétar Ólafsson 10., Daníel Hafliðason 31., Bjarni Lárus Hall 54., Daníel Hjaltason 62., Jón Grétar Ólafsson 90. Meira
20. júlí 2002 | Íþróttir | 64 orð

KNATTSPYRNA Laugardagur: 1.

KNATTSPYRNA Laugardagur: 1. deild karla: Höfn: Sindri - Stjarnan 14 2. deild karla: Sauðárkr.: Tindastóll - Njarðvík 14 Kópavogur: HK - KS 14 2. deild karla: Þróttarvöllur: Léttir - Völsungur 14 3. deild karla: Ólafsvík: HSH - KFS 14 Skeiðisv. Meira
20. júlí 2002 | Íþróttir | 129 orð

Kvennalandsliðið til Svíþjóðar

Einn nýliði er í kvennalandsliði Íslands í handknattleik sem tekur þátt í alþjóðlegu móti í Svíþjóð dagana 7.-12. ágúst. Það er Ragnhildur Guðmundsdóttir úr FH, en hún varð næst markahæst á Norðurlandamóti 20 ára landsliða í Svíþjóð fyrr í þessum mánuði. Meira
20. júlí 2002 | Íþróttir | 480 orð | 1 mynd

* PÓLSKI landsliðsmiðherjinn frá Nígeríu, Emmanuel...

* PÓLSKI landsliðsmiðherjinn frá Nígeríu, Emmanuel Olisadebe, 23 ára, fór í læknisskoðun hjá Birmingham í gær. Meira
20. júlí 2002 | Íþróttir | 717 orð

"KA, ÍBV og Fram komast áfram"

FIMM bikarmeistarar, núverandi og fyrrverandi, og þrjú félög sem komist hafa í úrslitaleik, ef Leifturshlutinn af Leiftri/Dalvík er talinn með, eru enn með í bikarkeppni karla í knattspyrnu. Meira
20. júlí 2002 | Íþróttir | 552 orð

"Landkynningin þegar orðin mikil"

RÍKISSTJÓRN Íslands hefur styrkt Knattspyrnusamband Íslands um tvær milljónir króna, annað árið í röð, vegna þátttöku í sameiginlegri umsókn Norðurlandaþjóðanna um að halda úrslitakeppni Evrópumóts karlalandsliða árið 2008. Meira
20. júlí 2002 | Íþróttir | 198 orð

Rangur Kínverji

ENSKA knattspyrnufélagið Everton hefur fengið tvo kínverska leikmenn á leigu í eitt ár. Á ýmsu gekk áður en málið var í höfn og til að byrja með fékk Everton ekki til sín landsliðsmiðvörðinn Li Tie, eins og til stóð. Þegar samningar voru frágengnir kom í ljós að Li Tie var ekki á leiðinni til Everton heldur bakvörður frá sama félagi, Li Weifeng að nafni. Meira
20. júlí 2002 | Íþróttir | 92 orð

Rosenborg enn spáð sigri

ROSENBORG þykir enn sigurstranglegasta liðið í norsku knattspyrnunni við upphaf síðari umferðar úrvalsdeildarinnar. Fulltrúar 10 liða af 14 í deildinni spáðu Rosenborg 11. meistaratitlinum í röð í könnun sem dagblaðið Verdens Gang gerði í gær. Meira
20. júlí 2002 | Íþróttir | 119 orð

Santini ráðinn þjálfari Frakka

JACQUES Santini, fyrrverandi knattspyrnumaður með Saint-Etienne, var í gær ráðinn landsliðsþjálfari Frakklands í knattspyrnu og tekur hann við starfi Rogers Lemerres, serm var leystur frá starfi á dögunum. Meira
20. júlí 2002 | Íþróttir | 17 orð | 1 mynd

Skotinn Colin Montgomerie lék frábærlega í...

Skotinn Colin Montgomerie lék frábærlega í gær á Opna breska meistaramótinu í golfi, var á 7 undir... Meira
20. júlí 2002 | Íþróttir | 686 orð | 2 myndir

Stefnir í mikla baráttu

FIMM kylfingar eru efstir og jafnir eftir tvo fyrstu dagana á Opna breska meistaramótinu í golfi, hafa allir leikið á sex höggum undir pari. Þetta eru Ernie Els frá Suður-Afríku, Shigeki Maruyama frá Japan, Padraig Harrington frá Írlandi og Bandaríkjamennirnir Duffy Waldorf og Bob Tway. 83 kylfingar fá að halda áfram eftir gærdaginn og leika síðari tvo hringina, allir sem léku á tveimur höggum yfir pari eða betur. Meira
20. júlí 2002 | Íþróttir | 325 orð

Víkingur tók ÍR aftur til bæna

NÓGU slæm var útreiðin á ÍR í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð en Víkingar gerðu gott betur í gærkvöldi og bættu við einu marki í 5:0 sigri. Víkingar hafa nú unnið tvo leiki í röð og skorað í þeim níu mörk, sem greinilega bætti sjálfstraustið eftir 5 dapra markalausa leiki. Sigurinn fleytir þeim rétt upp fyrir miðja deild en ÍR-ingar eru eftir sem áður í 9. sæti og mega rækilega hugsa sinn gang því leikmenn voru þunglamalegir. Meira
20. júlí 2002 | Íþróttir | 75 orð

Þau hafa unnið gullpotta

2001 André Bucher (800 m hlaupi), Hicham El Guerrouj (1.500 m hlaupi og míluhlaupi), Allen Johnson (110 m grindahlaupi), Marion Jones (100 m hlaupi), Violeta Beclea-Szekely (1.500 m hlaupi og míluhlaupi), Olga Yegorova (3.000 m og 5.000 m hlaupi). Meira
20. júlí 2002 | Íþróttir | 54 orð

Þórey Edda stökk 4,31

ÞÓREY Edda Elísdóttir úr FH stökk 4,31 metra í stangarstökki á innanfélagsmóti FH í Kaplakrika í fyrrakvöld. Þetta er besti árangur Þóreyjar síðan á heimsmeistaramótinu í Edmonton í fyrra. Hún reyndi við 4,40 metra en felldi þrívegis. Meira

Lesbók

20. júlí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 1265 orð | 8 myndir

AF LUCIAN FREUD

Flestir munu gera sér grein fyrir að nafnið Sigmund Freud vísar til frumkvöðuls sálgreiningarinnar, jafnframt nýrra aðferða í geðlækningum. En öllu færri vita að sonarsonur hans, Lucian Freud (f. 1922), er af mörgum talinn einn fremstur raunsæismálara heimsins um þessar mundir. Í tilefni yfirlitssýningar á verkum hans á Tate Britain, Milvall, beinir BRAGI ÁSGEIRSSON sjónum að þessum lengstum umdeilda málara. Meira
20. júlí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 408 orð | 1 mynd

Cernuda hundrað ára

SPÁNVERJAR minnast þess nú að hundrað ár eru liðin frá fæðingu Luis Cernuda, skálds frá Andalúsíu. Hefur bók hans, Ocnos , verið endurútgefin en hún kom upphaflega út árið 1942. Bókin inniheldur ljóðræna prósa. Meira
20. júlí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 464 orð | 1 mynd

Einleikir Völu á tyrknesku

ÞRÍR af einleikjum Völu Þórsdóttur, leikkonu og leikskálds, hafa verið þýddir á tyrknesku og gefnir út hjá einum stærsta leikbókmenntaútgefanda Tyrklands. Um er að ræða verkin Háaloft, Eða þannig ... og Kíkir, súkkulaði, fýlugufa og rusl. Meira
20. júlí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 1193 orð

EIN STÆRÐ HANDA ÖLLUM

MANSTU hvernig systur Öskubusku reyndu að troða sér í gullskóinn og enduðu með að höggva af sér tærnar og hælana til að komast í hann? Aumingja þær. Hann passaði ekki. Hvernig ætli göngulagið hafi orðið? Meira
20. júlí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 135 orð

ÉG VILDI ÉG VÆRI EINN Í SUÐRINU

Kannski sjá kyrr augu mín aldrei framar suðrið, það fíndregna landslag sem sefur í blænum, með líkama í ætt við blóm í skugga af greinum eða þeir fljúga á þeysireið á trylltum hestum. Meira
20. júlí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 947 orð | 1 mynd

HVAÐ ER FEGURÐ OG HVAÐ ER LJÓTLEIKI?

Á meðal spurninga sem hefur verið svarað á Vísindavefnum að undanförnu má nefna: Hvers vegna varð Kína aldrei heimsveldi eins og Rómaveldi, geta dýr verið samkynhneigð, er regnbogi alltaf í sömu fjarlægð frá manni og til hvers er kjarnorka aðallega notuð? Meira
20. júlí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 491 orð

JÁ...

NÚ ER brúðkaupstímabilið í hápunkti eins og sést glögglega í Bókabúð Sigfúsar Eymundssonar þar sem brúðartímaritin liggja í stöflum, svo ekki sé minnst á bækur um almenna skipulagningu brúðkaupa, um ræður og minni, um borðhald, brúðkaupsdagbækur og... Meira
20. júlí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 261 orð | 1 mynd

Laxness minnst í die horen

ÍSLAND er fyrirferðarmikið í nýjasta hefti þýska bókmenntatímaritsins die horen, sem gefið er út í Bremerhaven. Meira
20. júlí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 359 orð | 1 mynd

Libeskind heiðraður

ARKITEKTINN Daniel Libeskind veitir um næstu helgi viðtöku Hiroshima-verðlaununum í listum. Í framhaldi af athöfninni verður opnuð sýning helguð honum, sú fyrsta í Japan. Meira
20. júlí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 55 orð

MANNAMÓT

Ég sá þau synda drukkin gegnum mannsvaðið; handtök þeirra silaleg rísa og hníga og ótætis fuglinn í auga mér bar sjón mína burt; ég sá hönd þína sveipast slæðu hefðarkonunnar og síðan hár hennar á gólfinu og eldhreiðrið í svörtum lokkunum um leið og... Meira
20. júlí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 458 orð

NEÐANMÁLS -

I Nýlega kom út fimmta og síðasta bindi í ævisögu rússneska rithöfundarins Dostojevskís eftir breska bókmenntafræðinginn Joseph Frank. Meira
20. júlí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 1437 orð | 3 myndir

NÝTT OG SPENNANDI VERKEFNI

Bera Nordal, sem í 10 ár veitti Listasafni Íslands forstöðu og síðustu 5 árin listasafninu Malmö Konsthall við frábæran orðstír, hefur nú tekið að sér nýtt og mjög spennandi verkefni í Svíþjóð, að stýra og þróa nýstárlegt norrænt myndlistarsafn, sem nefnist Nordiska Akvarellmuseet á eyjunni Tjörn norðan við Gautaborg. ELÍN PÁLMADÓTTIR sótti hana heim og fékk að heyra um þetta frábrugðna viðfangsefni hennar. Meira
20. júlí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 346 orð | 1 mynd

NÆSTU VIKU

MYNDLIST Galleri@hlemmur.is: Magnús Sigurðsson. Til 20.7. Gallerí Reykjavík: Díana Hrafnsdóttir. Til 26.7. Loes Muller. Til 31.7. Gerðarsafn: Úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur. Til 28.7. Meira
20. júlí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 4246 orð | 1 mynd

Ó BORG, MÍN BORG

Síðastliðin ár hafa birst nokkrar íslenskar borgarskáldsögur sem allar leggja áherslu á tengsl myndar og texta. Sögurnar eru býsna ólíkar að upplagi en eiga þó nokkra sameiginlega snertifleti. Þær gerast allar í Reykjavík og segja frá ungu fólki sem á í erfiðleikum með að staðsetja sig í nútímasamfélagi. Þetta eru skáldsögurnar Borg, 101 Reykjavík, Erta, Falskur fugl og Dís. Meira
20. júlí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 2887 orð | 1 mynd

SKIPULAGÐUR HÁVAÐI

Ætli hávaðalistamenn séu sérvitringar sem njóta þess að hrökkva upp við ærandi byggingaframkvæmdir í næsta húsi fyrir allar aldir og njóta þess svo að lúra undir sænginni með drynjandi steypuborhljóð fyrir eyrum? Í þessari grein er skilgreiningar á hávaðalist leitað og rætt við þrjá íslenska hávaðalistamenn, Birgi Örn Thoroddsen, Elvar Má Kjartansson og Baldur Björnsson en einnig koma Darri Lorenzen og Jóhann Eiríksson við sögu. Meira
20. júlí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 314 orð | 1 mynd

SUMARHRYLLINGUR

SUMARIÐ er fínn tími til að horfa á hrollvekjur. (Reyndar eru allar árstíðir góður tími til að horfa á hrollvekjur, en nú er sumar, gleðjumst gellur. Meira
20. júlí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 2741 orð | 3 myndir

SUMARIÐ 54

Um þessar mundir stendur yfir fornleifagröftur í Skálholti, einn sá mesti sem ráðist hefur verið í hérlendis. Sumarið 1954 stóð svonefnt Skálholtsfélag fyrir fornleifagreftri í Skálholti en til stóð að hlúa að staðnum og búa honum betri reisn. Í þessari frásögn er það rifjað upp þegar einn af uppgraftrarmönnum, Jökull Jakobsson, kom niður á merkilegan fund, steinkistu sem Páll biskup Jónsson hafði verið grafinn í sjö og hálfri öld fyrr. Meira
20. júlí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 1382 orð

VEGUR INN Í SKÓGINN

ÉG ER örugglega ekki einn um að finnast læknabiðstofur heldur dapurlegir staðir. Það er ekki bara að maður komi langoftast á þær tilneyddur og í óskemmtilegum erindagjörðum, og ekki heldur að þurfa síðan að bíða miklu lengur en maður hefur þolinmæði til. Meira
20. júlí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 1129 orð | 7 myndir

VEIGAMIKIL KYNNING Á ÍSLENSKRI SAMTÍMALIST

Sýning fjórtán íslenskra myndlistarmanna fer nú fram í Alma Löv-safninu í Svíþjóð. Halldór Björn Runólfsson sagði INGU MARÍU LEIFSDÓTTUR frá sýningunni, sem hann setti upp og annaðist sýningarstjórn á. Meira
20. júlí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 167 orð | 1 mynd

Völuspá sýnd í Kanada

MÖGULEIKHÚSIÐ sýnir leikritið Völuspá eftir Þórarin Eldjárn á Íslendingadeginum í Gimli í Kanada dagana 1. og 2. ágúst. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.