Greinar föstudaginn 26. júlí 2002

Forsíða

26. júlí 2002 | Forsíða | 52 orð | 1 mynd

Bardagalistin æfð

KONUR úr röðum pakistanskrar lögreglusveitar, sem ætlað er að berjast gegn flugræningjum og hermdarverkamönnum, æfa bardagalist sína í búðum nálægt Karachi. Alls luku 59 manns tíu vikna strangri þjálfun í vikunni, þar af voru níu konur. Meira
26. júlí 2002 | Forsíða | 43 orð | 1 mynd

Helgir menn í Jammu

SADHÚAR, þ.e. heilagir menn meðal hindúa á Indlandi, sitja við varðstöð hermanna í Jammu, vetrarhöfuðborg indverska sambandsríkisins Jammu og Kasmír. Meira
26. júlí 2002 | Forsíða | 121 orð

Lög gegn svindli

BÁÐAR deildir Bandaríkjaþings samþykktu í gær ný lög sem eiga að hamla gegn braski og svindli í viðskiptalífinu. Meira
26. júlí 2002 | Forsíða | 203 orð

Milosevic vissi um ódæðin

SLOBODAN Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, var fullkunnugt um þau ódæðisverk sem her og lögregla Serba frömdu í Kosovo á árunum 1998-99. Meira
26. júlí 2002 | Forsíða | 339 orð

Vilja afnema tolla og niðurgreiðslur

BANDARÍKJAMENN lögðu í gær fram tillögur um róttækar breytingar á reglum um heimsviðskipti og miða þær að því að beinir og óbeinir styrkir til landbúnaðar verði lækkaðir í áföngum til að lögmál markaðarins fái að njóta sín. Meira
26. júlí 2002 | Forsíða | 80 orð

Þjóðaratkvæði í Gíbraltar?

ÆÐSTI embættismaður í Gíbraltar, Peter Caruana, ákvað í gær að efnt yrði til þjóðaratkvæðis um framtíð svæðisins en stjórnvöld í London vísuðu hugmyndinni á bug. Spánverjar krefjast yfirráða á svæðinu sem þeir misstu í hendur Bretum á 18. öld. Meira

Fréttir

26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 103 orð

18 hafa skráð sig í fornleifafræðinám

18 NEMENDUR hyggjast stunda nám í fornleifafræði á BA-stigi við Háskóla Íslands í vetur, en um nýjung er að ræða og verður fornleifafræðin kennd innan sagnfræðiskorar. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 110 orð

60% óttuðust um líf sitt

UM FJÓRÐUNGUR fullorðinna á svæðum Suðurlandsskjálftanna sumarið 2000 uppfyllti greiningarviðmið áfallaröskunar þremur mánuðum eftir skjálftana. Þriðjungur barna uppfyllti sömu viðmið. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 53 orð

Afgreiðslustúlka slegin

AFGREIÐSLUSTÚLKA í verslun 11-11 í Kópavogi var slegin í gólfið um hádegisbilið í gær. Gerðist atburðurinn þegar hún reyndi að fá viðskiptavin til að greiða fyrir sígarettupakka. Meira
26. júlí 2002 | Suðurnes | 719 orð | 2 myndir

Ábyrgðin hjá yfirvöldum

ATVINNUÁSTANDIÐ á Suðurnesjum hefur ekki verið jafn slæmt og nú, yfir sumartímann, síðan árið 1998 og eru þá ótaldar fyrirhugaðar uppsagnir Keflavíkurverktaka og Teits Jónassonar. Ketill G. Meira
26. júlí 2002 | Akureyri og nágrenni | 148 orð

Áfrýjað til Hæstaréttar

BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti í gær með fjórum atkvæðum gegn atkvæði Oktavíu Jóhannesdóttur, Samfylkingu, að áfrýja til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli Guðrúnar Sigurðardóttur gegn Akureyrarbæ. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 167 orð

Áhugi á bönkunum vonum framar

VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að sér lítist mjög vel á hvað það er mikill áhugi á Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Meira
26. júlí 2002 | Suðurnes | 91 orð | 1 mynd

Áhyggjur af stöðunni

VEGNA upplýsinga um væntanlegar fjöldauppsagnir starfsfólks fyrirtækja á Keflavíkurflugvelli hefur bæjarráð Reykjanesbæjar lýst yfir áhyggjum vegna stöðu mála. Kom þetta fram á fundi bæjarráðs í gær þar sem málið var rætt. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 107 orð

Álits ekki að vænta fyrr en í haust

EKKI er von á áliti eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna ríkisábyrgðar til handa Íslenskri erfðagreiningu (ÍE) fyrr en í haust. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 227 orð

Ástralskt álver kaupir íslenskan tæknibúnað

ÍSLENSKT fyrirtæki, Altech JHM hf., hefur samið við stærsta álver Ástralíu, Tomago, um kaup á nýjustu vél fyrirtækisins en verðmæti sölusamningsins er um 20 milljónir króna, segir í tilkynningu frá Altech. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 155 orð

Banaslysum á fiskiskipum fjölgar

BANASLYS á fiskiskipum voru sjö í fyrra eða fleiri en samtals fjögur ár á undan. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Siglingastofnunar. Árið 2000 varð aðeins eitt dauðaslys, 1999 tvö, '98 eitt og '97 tvö. Árið 1996 voru þau hins vegar níu talsins. Meira
26. júlí 2002 | Miðopna | 2411 orð | 3 myndir

Beinþynning er dulinn en hættulegur faraldur

Beinbrot sem hljótast af beinþynningu geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir sjúklinga, en talið er að á hverju ári verði hér á landi um 1.000 til 1.200 beinbrot sem rekja megi til beinþynningar. Elva Björk Sverrisdóttir ræddi um beinþynningu við Björn Guðbjörnsson, lækni og formann samtakanna Beinvernd, og Halldóru Björnsdóttur, íþróttafræðing og framkvæmdastjóra Beinverndar. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 248 orð | 1 mynd

Bilun í vegakerfinu?

UPPLÝSINGASKILTI Vegagerðarinnar þótti grunsamlegt að mati vegfaranda á leið um Snæfellsnes í vikunni. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 88 orð

Bjóða úðun garða án leyfis

BORIÐ hefur á að menn gangi milli húsa og bjóði garðaúðun án þess að vera með tilskilin leyfi eða hafa sótt námskeið hjá Hollustuvernd ríkisins. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 232 orð

Borgarlögmaður geri kröfu til fjármuna Reykvíkinga í SPRON

BORGARSTJÓRANUM í Reykjavík hefur borist bréf frá Hreggviði Jónssyni, þar sem skorað er á borgarstjóra að hafa forgöngu um að borgarlögmanni verði falið að gera kröfu til fjármuna Reykvíkinga sem felist í SPRON. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 37 orð | 1 mynd

Börn frá Hólmaseli í heimsókn

ÁHUGASAMIR krakkar á leikjanámskeiði Hólmasels heimsóttu Morgunblaðið á dögunum, ásamt leiðbeinendum sínum. Hópurinn skoðaði prentsmiðju Morgunblaðsins, kynningarmynd um starfsemina og fór í skoðunarferð um húsið. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Einir fara og aðrir koma í dag

BÍLSTJÓRARNIR biðu þolinmóðir við stýrið eftir sínum ferðalöngum við Hakið á Þingvöllum á þriðjudag. Biðin getur eflaust orðið löng fyrir rútubílstjóra á stundum. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

Einn merkasti hraunhellirinn friðlýstur

ÁRNAHELLIR í Leitahrauni norðvestan Þorlákshafnar var friðlýstur í gær en hellirinn er meðal merkari hraunhella jarðar vegna ósnortinna hraunmyndana sem finnast óvíða annars staðar. Hellirinn er nefndur eftir Árna B. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 122 orð

Fagna því að falla eigi frá virkjun

SAMTÖK ferðaþjónustunnar hafa ritað sveitarstjórn Skagafjarðar bréf þar sem þau lýsa yfir ánægju með þá ákvörðun sveitarstjórnarinnar að fallið skuli frá áformum um Villinganesvirkjun í Skagafirði. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 229 orð

Fimm hafa áhuga á hlut í ríkisbönkunum

TILKYNNINGAR bárust frá fimm aðilum til Framkvæmdanefndar um einkavæðingu vegna áhuga á mögulegum kaupum á hlut ríkisins í Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 581 orð | 1 mynd

Fjárfestar lýsa áhuga á hlut í báðum bönkunum

FIMM aðilar sendu inn tilkynningu til framkvæmdanefndar um einkavæðingu vegna áhuga á mögulegum kaupum á a.m.k. fjórðungshlut ríkisins í Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Meira
26. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 135 orð

Gjöld á díselolíu verði samræmd

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins hefur lagt til að gjöld á díselolíu fyrir flutningabíla verði samræmd í aðildarríkjum sambandsins fyrir árið 2010. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 336 orð | 2 myndir

Glæðist í Vopnafirði

HOFSÁ í Vopnafirði er á góðu róli samkvæmt leiðsögumanninum Erni Sigurhanssyni sem var þar á bökkum fyrir skömmu. Komnir eru þó nokkuð á annað hundrað laxa á land og er fiskur bæði vænn og smærri og vel dreifður um ána. Aðeins er veitt á flugu í ánni. Meira
26. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 171 orð

Grunaður um að hafa myrt dóttur sína

48 ÁRA kúrdískur innflytjandi hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Svíþjóð vegna gruns um að hann hafi myrt dóttur sína, Asrin Masifi, 21 árs sjónvarpskonu. Masifi fannst látin á heimili sínu í Märsta, norðan við Stokkhólm, 26. apríl. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 100 orð

Gönguferð Ferðafélags Íslands á Ok

SUNNUDAGINN 28. júlí efnir Ferðafélag Íslands til gönguferðar á Ok við Kaldadal. Ok er vestasti jökull á suðurhluta Íslands, 1.198 m y.s., og sjaldfarið fjall. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 168 orð

Hamrahlíðarkórinn og heyannir í Árbæjarsafni

HELGINA 27.-28. júlí verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í Árbæjarsafni. Á laugardaginn verða tónleikar kl. 14. Meira
26. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 442 orð | 1 mynd

Hálf öld frá dauða Evitu Peron

ÞESS verður minnst í Argentínu í dag, föstudag, að hálf öld er liðin frá andláti Evu Peron, eiginkonu einræðisherrans Juans Perons sem síðar var steypt af stóli. Meira
26. júlí 2002 | Landsbyggðin | 172 orð | 1 mynd

Í söguferð með Þórbergi

Í SUMAR verður boðið upp á söguferðir á slóðum Þórbergs Þórðarsonar í Suðursveit. Annars vegar er um að ræða fróðlegar gönguferðir með leiðsögn en einnig hefur verið komið fyrir skiltum sem vísa veginn í skemmtilegum ratleik fyrir alla fjölskylduna. Meira
26. júlí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 148 orð | 1 mynd

Jarðvinna vel á veg komin

UPPGREFTRI í tengslum við jarðvegsframvæmdir við sund- og heilsumiðstöð sem ráðgert er að rísi í Laugardalnum fer nú óðum að ljúka. Að sögn Kristins J. Meira
26. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 837 orð | 1 mynd

Jiang Zemin tregur til að láta af embætti

LENGI hefur verið gert ráð fyrir því að Jiang Zemin, forseti Kína, setjist í helgan stein í haust en margt bendir nú til þess að hann vilji gegna áfram formennsku í kommúnistaflokknum og berjist fyrir því á bak við tjöldin að halda völdunum, að sögn... Meira
26. júlí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 167 orð | 2 myndir

Karnivalstemning í miðborginni

SANNKÖLLUÐ hátíðarstemning ríkti í miðborg Reykjavíkur í gærmorgun og fram eftir degi þegar haldin var hin árlega karnivalhátíð Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Meira
26. júlí 2002 | Landsbyggðin | 122 orð | 1 mynd

Keppnisandi á ungmennasambandsmóti

Á DÖGUNUM var haldið boðsmót UDN (Ungmennasamband Dalamanna og Norður- Breiðfirðinga) hér á íþróttavellinum í Búðardal. Veðrið var reyndar svolítið leiðinlegt miðað við það sem verið hafði vikuna áður. Meira
26. júlí 2002 | Akureyri og nágrenni | 361 orð

Kostnaði haldið niðri og útgjöldum frestað

FÁTT bendir til að afkoma Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri lagist en á fyrstu fimm mánuðum ársins nam kostnaður umfram fjárheimildir um 70 milljónum króna. Allra leiða verður leitað til að halda kostnaði niðri og útgjöldum frestað svo sem hægt er. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 147 orð

Kostnaður um milljarður á ári

KOSTNAÐUR samfélagsins vegna beinbrota af völdum beinþynningar nemur hartnær einum milljarði á ári. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 223 orð | 1 mynd

KRISTÍN EYFELLS

LÁTIN er í Bandaríkjunum Kristín Halldórsdóttir Eyfells, listmálari, myndhöggvari og kaupkona, 84 ára að aldri. Hún fæddist 17. september 1917 í Reykjarfirði á Ströndum. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 142 orð

Kærir aftur til málskotsnefndar

STJÓRN Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) hefur í framhaldi af úrskurði málskotsnefndar endurmetið beiðni Jóhannesar Davíðssonar um undanþágu á endurgreiðslu námslána vegna veikinda hans. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 233 orð

Landsbanki segir bréfin komin í skil

NORÐURLJÓSUM barst í gær tilkynning frá lögmannsstofu þeirri sem var með í innheimtu fyrir Landsbankann skuldabréfin 19, sem bankinn gjaldfelldi vegna vangoldinna vaxtagreiðslna um miðjan júlí, um að ávísun frá félaginu hefði verið innleyst og bréfin... Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 288 orð

Landvernd andmælir yfirlýsingu talsmanns Alcoa

LANDVERND hefur sent frá sér tilkynningu þar sem yfirlýsingu talsmanns Alcoa er andmælt. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 52 orð

Leiðrétt

Rangar tímasetningar Í FRÉTT sem birtist í blaðinu í gær, um fanga sem sleppt var af Litla-Hrauni, var misfarið með tímasetningu. Hann var sagður hafa losnað úr fangelsinu kl. 22 og verið handtekinn hálftíma síðar. Meira
26. júlí 2002 | Akureyri og nágrenni | 561 orð | 1 mynd

Leiðsögn um Beitarhúsa-hring

LOKIÐ hefur verið við að stika gönguleiðir í Vaglaskógi en alls er um fjórar mismunandi leiðir að ræða. Þær eru allt frá tæpum kílómetra að lengd og upp í tæpa fjóra kílómetra en alls hafa verið stikaðir um tíu kílómetrar í sumar. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Leit að fyrirmyndarökumanni

UMFERÐARÁTAKIÐ leitin að "fyrirmyndarökumanninum" stendur nú sem hæst en sl. föstudag fór valið fram á Egilsstöðum. Meira
26. júlí 2002 | Suðurnes | 52 orð

Líðan drengsins óbreytt

LÍÐAN drengsins sem varð fyrir bíl í Garði laust eftir hádegi á miðvikudag er óbreytt að sögn læknis á gjörgæsludeild Landspítalans. Fór drengurinn í aðgerð á miðvikudagskvöld vegna alvarlegra höfuðáverka. Hann er nú í öndunarvél. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 197 orð | 2 myndir

Líf og fjör á LungA

LISTAHÁTÍÐ ungs fólks á Austurlandi, LungA, var haldin í þriðja sinn á Seyðisfirði dagana 17.-21. júlí síðastliðinn. Undirbúningur hafði staðið í langan tíma og var Aðalheiður L. Borgþórsdóttir framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Meira
26. júlí 2002 | Akureyri og nágrenni | 179 orð

Ljóð Laxness og Neruda á kvæðakvöldi

KVÆÐAKVÖLD þar sem flutt verða kvæði eftir Halldór Laxnes og Pablo Neruda verður í Deiglunni í kvöld og hefst kl. 21. "Á morgun ó og aska" er yfirskrift þessa kvæðakvölds. Dagskráin er í umsjá Þorsteins Gylfasonar og Tómasar R. Einarssonar. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Loftbelgurinn þurrkaður

SVISSNESKI loftbelgsfarinn Thomas Seiz og áhöfn hans hafa lokið siglingu í loftbelg sínum yfir Íslandi en þeir hafa nú verið á Íslandi í rúman mánuð. Tilgangur ferðarinnar var að skemmta sér og taka myndir af landinu úr lofti. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 81 orð

Lyfjum stolið úr apóteki í Glæsibæ

KARLMAÐUR og kona á þrítugsaldri voru handtekin í fyrrinótt grunuð um innbrot í apótekið Lyf og heilsu í Glæsibæ í Reykjavík. Stolið var ávanabindandi lyfjum, kontalgíni og rítalíni, en síðdegis í gær var vonast til að takast myndi að hafa uppi á þýfinu. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 745 orð

Mikill samdráttur í sölu nýrra bifreiða

SALA á nýjum bílum hefur almennt dregist saman, miðað við árið í fyrra. Ef fram heldur sem horfir verður samdrátturinn 16-17% miðað við síðasta ár. Meira
26. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

Moussaoui lýsir sig saklausan

ZACARIAS Moussaoui, eini maðurinn sem ákærður hefur verið í tengslum við árásina á World Trade Center, lýsti sig saklausan fyrir alríkisrétti í Bandaríkjunum í gær af þeim ákærum, sem saksóknarar hafa lagt fram á hendur honum. Meira
26. júlí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 105 orð | 1 mynd

Mun nýtast skátum í hverfinu og á landsvísu

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að styrkja byggingu skátaheimilis og þjónustumiðstöðvar við Hraunbæ í Reykjavík. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 68 orð

Nanoq opnuð í dag

VERSLUNIN Nanoq í Kringlunni, sem var tekin til gjaldþrotaskipta nýverið, verður opnuð í dag á hefðbundnum verslunartíma. Aðeins neðri hæð búðarinnar verður þó opin. Örn Gústafsson hjá Rekstrarfélagi Nanoq ehf. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 708 orð | 2 myndir

Neðanjarðarfrumskógur hraunstráa og dropsteina

Undraheimur hraunstráa og dropsteina opnaðist fyrir umhverfisráðherra og sveitarstjórnarmönnum sem skriðu niður þröng göng ofan í jörðina og heimsóttu Árnahelli, einn af merkari hraunhellum jarðarinnar, í gær. Hellirinn, sem er mjög viðkvæmur, var friðlýstur í gær til að komandi kynslóðir geti einnig notið hans. Meira
26. júlí 2002 | Landsbyggðin | 41 orð | 1 mynd

Oddfellowar gefa lyfjadælu

FÉLAGAR í Oddfellowstúkunni Sif á Sauðárkróki færðu Heilbrigðistofnuninni á Blönduósi lyfjadælu að gjöf fyrir skömmu í tilefni 5 ára afmæli stúkunnar. Meira
26. júlí 2002 | Suðurnes | 78 orð

Olíubrák á Reykjanesbraut

LÖGREGLAN í Keflavík fékk tilkynningu laust eftir kl. 8 í gærmorgun um að olíubrák væri á Reykjanesbraut milli Njarðvíkur og Voga. Var slökkvilið kallað á staðinn og olían skoluð af veginum. Þurfti að loka Reykjanesbrautinni tímabundið vegna þessa. Meira
26. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 320 orð

Rannsókn á reikningsskilum America Online

RICHARD Parsons, aðalframkvæmdastjóri AOL Time Warner, stærstu fjölmiðlasamsteypu heims, staðfesti í fyrradag að Viðskiptaeftirlitsnefnd Bandaríkjanna, SEC, hefði hafið rannsókn á reikningsskilum America Online, netdeildar fjölmiðlarisans. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 605 orð

Rúmlega 30 kíló af hassi voru sögð vera "prufa"

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær rúmlega fertugan karlmann, Einar Óla Einarsson, í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa reynt að flytja inn um 30 kíló af hassi til landsins frá Spáni árið 1999. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 59 orð

Rætt við fjárfesta í næstu viku

ÓLAFUR Davíðsson, formaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu, segir að nefndin muni ræða við þá sem sendu inn tilkynningar um áhuga á kaupum á hlut í Landsbankanum og Búnaðarbankanum strax í næstu viku. Unnið verði úr því í framhaldinu og staðan metin. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 84 orð

Skipum í flotanum fjölgar

ÍSLENSK skip voru 2.465 talsins 1. janúar síðastliðinn, 37 fleiri en árið áður og 48 fleiri en árið 2000. Samtals voru þau 238.493 brúttótonn, sem er rúmlega 10.000 brúttótonnum meira en árið áður og tæplega 2.400 tonnum meira en árið 2000. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 132 orð

Sparisjóðurinn gefur smámynt

ALMENNINGUR á Íslandi hefur gefið samtals tæp fjögur tonn af erlendri mynt í söfnun Sparisjóðsins, Íslandspósts og Flugleiða-Frakt fyrir starf Rauða kross Íslands með ungu fólki. Áætlað verðmæti fjárins nú er milli átta og tólf milljónir króna. Meira
26. júlí 2002 | Miðopna | 420 orð | 1 mynd

Staðreyndir um beinþynningu

BEINÞYNNING er sjúkdómur í beinum sem einkennist af því að beinmagn minnkar og uppbygging beinsins riðlast. Afleiðingarnar eru minni beinstyrkur og aukin hætta á beinbrotum, sérstaklega í hrygg, úlnliðum, mjöðmum og upphandleggjum. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Til hafnar í Neskaupstað

RÁN HF 42 kom til hafnar í Neskaupstað í gær og þykir kannski ekki í frásögur færandi. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 79 orð

Tímaritið Útivist komið út

ANNAÐ tölublað tímaritsins Útivistar er komið út, 84 blaðsíðna rit um ferðamál og útivist. Ferðafélagið Útivist og Athygli gefa blaðið út í sameiningu. Í þessu tölublaði Útivistar kennir margra grasa. Meira
26. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 547 orð | 1 mynd

Traficant rekinn af Bandaríkjaþingi

FULLTRÚADEILD bandaríska þingsins hefur samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að reka James Traficant af þingi. Meira
26. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Tugir manna farast í flóðum í Tyrklandi

AÐ MINNSTA kosti 25 manns hafa farist í flóðum og aurskriðum í norðurhluta Tyrklands síðustu daga, að sögn tyrknesku fréttastofunnar Anatolia í gær. Alls hafa 25 lík fundist, þar af átján í þorpinu Selamat í Rize-héraði við Svartahaf. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 220 orð

Um 74% skiluðu framtölum á rafrænu formi

ALLS 158.558 einstaklingar skiluðu skattframtölum á rafrænu formi til Ríkisskattstjóra í ár. Það eru um 74% þeirra sem telja fram til skatts. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 434 orð

Upplýsingar um lánastöðu ekki komnar frá bankanum

MÁLEFNI Norðurljósa og staða mála vegna yfirtökutilboðsins í Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) voru rædd á fundi Bankaráðs Búnaðarbanka Íslands hf. í gær. Meira
26. júlí 2002 | Landsbyggðin | 117 orð | 1 mynd

Vaskir Vestmannaeyingar á ferð

UM 60 manna hópur vaskra Vestmannaeyinga á 20 jeppum hefur verið á ferð um Norðurland síðustu daga. Um er að ræða árlega ferð félaga í jeppaklúbbnum Herði, sem stofnaður var í Vestmannaeyjum fyrir fáum árum. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 859 orð | 1 mynd

Veita sjúklingum nauðþurftir

Anna Þrúður Þorkelsdóttir fæddist í Hnefilsdal á Jökuldal árið 1936, en ólst upp í Eyjafirði. Lauk BA-prófi í mannfræði og þjóðfræði frá Háskóla Íslands, og einnig prófi frá Leiðsöguskóla Íslands. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 469 orð

Viðbótargögn breyta ekki niðurstöðunni

NÁTTÚRUVERND ríkisins telur að viðbótargögn sem Landsvirkjun lagði fram til Skipulagsstofnunar, vegna fyrirhugaðrar Norðlingaölduveitu, breyti ekki niðurstöðu stofnunarinnar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar frá 31. maí sl. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Viðrar vel til sprettu

ÞÖKURNAR sem lagðar voru við sporð göngubrúarinnar yfir Miklubraut ættu að þrífast vel um þessar mundir. Hæfileg vökvun örvar rótarmyndun og rigning í höfuðborginni hefur líka verið alveg hæfileg síðustu daga. Ekki of mikil og ekki of lítil, a.m.k. Meira
26. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

World Press Photo í Kringlunni

LJÓSMYNDASÝNINGIN World Press Photo 2002, þekktasta samkeppni í heiminum á sviði fréttaljósmyndunar, verður formlega opnuð í Kringlunni í dag. Í ár bárust tæplega 50.000 myndir í keppnina frá rúmlega 4.000 ljósmyndurum frá 124 löndum. Meira
26. júlí 2002 | Akureyri og nágrenni | 42 orð | 1 mynd

Æfingin skapar meistarann

Víða leynist hæfileikafólk á ýmsum sviðum. Þessi ungi piltur, sem sagðist vera tveggja ára, sýndi skemmtileg tilþrif þar sem hann lék sér í körfubolta á gæsluvellinum Eyrarvelli á horni Norðurgötu og Eiðsvallagötu í gær. Meira

Ritstjórnargreinar

26. júlí 2002 | Leiðarar | 864 orð

Einkavæðing bankanna

Í gær hófst nýr kapítuli í viðleitni ríkisstjórnarinnar til þess að selja það sem eftir er af eignarhlutum ríkisins í Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. Meira
26. júlí 2002 | Staksteinar | 284 orð | 2 myndir

Verkalýðshreyfing á tímamótum

MÚRINN fjallar um bresku verkalýðshreyfinguna og tilraunir hennar til þess að brjótast undan oki New Labor - eða verkamannaflokksins og segir Múrinn að Tony Blair forsætisráðherra hafi sýnt henni hina mestu fyrirlitningu. Meira

Menning

26. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 304 orð | 1 mynd

About a Boy Hugh Grant fer...

About a Boy Hugh Grant fer fyrir einstökum leikhópi og myndin er undur vel gerð og skrifuð. Frábær skemmtun. (S.V.) ***½ Háskólabíó, Sambíóin. Amores Perros Fersk og sterk örlagasaga frá mexíkóska leikstjóranum Alejandro González Inárritu. (H.J. Meira
26. júlí 2002 | Leiklist | 643 orð | 1 mynd

Bætt um betur?

Höfundar eða þýðendur efnis: Kristín G. Magnús, Magnús S. Halldórsson, Martin Regal, Molly Kennedy og Terry Gunnell. Hönnuðir skyggnumyndasýningar: John Pulver og Magnús S. Halldórsson. Leikstjóri og leikmyndahönnuður: Kristín G. Magnús. Meira
26. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 111 orð | 1 mynd

* CAFÉ 22: DJ Atli.

* CAFÉ 22: DJ Atli. * CAFÉ AMSTERDAM: Hljómsveitin Fjandakornið áður Exist, rokkar. * CAFÉ CATALÍNA: Trúbadorinn Sváfnir Sigurðsson. * CAFÉ ROMANCE: Ray Ramon og Mete Gudmundsen spila fyrir gesti. Meira
26. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 385 orð | 1 mynd

Djassfélagar sameinast

DJASSGEGGJARAR landsins geta glaðst næstu daga er Jazztríó Andrésar Þórs Gunnlaugssonar leikur á als oddi. Tríóið skipa, auk Andrésar gítarleikara, þeir Agnar Már Magnússon orgelleikari og Rene Winter trommuleikari. Meira
26. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 263 orð | 3 myndir

Djass/hipphopp/pönkrokk

Í KVÖLD og á morgun verður sannarlega fjölbreytt tónlistarveisla á Grand Rokk og er hún liður í reglulegum kvöldum sem bera heitið "Rokk á Grand Rokk". Meira
26. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 189 orð | 1 mynd

Falskir félagar

Spánn 2001. Háskólabíó VHS. (116 mín.) Öllum leyfð. Leikstjórn Manuel Goméz Pereira. Aðalhlutverk Danny Aiello, George Hamilton og Joe Mantegna. Meira
26. júlí 2002 | Menningarlíf | 136 orð | 1 mynd

Grafíkmynd í gluggagalleríi

OLGA Pálsdóttir opnar sýningu undir yfirskriftinni "Ég og þú" í gluggagalleríinu Heima er best á Vatnsstíg 9 kl. 19 í dag. Olga er fædd 13. apríl árið 1962 í Norður-Rússlandi. Meira
26. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 129 orð | 1 mynd

Gwyneth komin með nýjan gæja

BANDARÍSKA leikkonan Gwyneth Paltrow hefur sést með brasilíska leikstjóranum Walter Salles að undanförnu. Þrátt fyrir fréttir um að hún sé tekin aftur saman við leikarann Luke Wilson sást hún með Salles í sumarfríi í Ríó. Meira
26. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 138 orð | 1 mynd

Höfundarréttur framtíðarinnar

FJÖLSKYLDA bandaríska gítarleikarans Jimi Hendrix hefur unnið mál fyrir yfirrétti í Bretlandi en deilt var um yfirráðarétt yfir nokkrum af elstu hljóðrituðu verkum Hendrix. Meira
26. júlí 2002 | Kvikmyndir | 309 orð | 1 mynd

Oft veldur lítil taska stórvandræðum

Sambíóin frumsýna Big Trouble með Tim Allen, Rene Russo, Omar Epps, Dennis Farina, Janeane Garofalo, Stanley Tucci, o.fl. Meira
26. júlí 2002 | Menningarlíf | 1800 orð | 2 myndir

"Tónlistin stækkar heimsmyndina og eykur lífsgleði"

Sjötta Reykholtshátíðin hefst í kvöld. Meðal tónleika helgarinnar eru einsöngstónleikar finnska stórsöngvarans Petteri Salomaa og tónleikar með verkum Mozarts eingöngu. Inga María Leifsdóttir brá sér í Reykholt og ræddi við Salomaa, auk þess sem Steinunn Birna Ragnarsdóttir sagði henni undan og ofan af hátíðinni í ár. Meira
26. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 140 orð | 1 mynd

Reykingar Russells Crowes hrinda af stað málaferlum

SÍGARETTA sem ástralski leikarinn Russell Crowe reykti í sjónvarpsþætti í Ástralíu hefur hrundið af stað málaferlum. Sjónvarpsstöðin Nine Network var sökuð um að hafa brotið lög sem banna auglýsingar á tóbaki. Meira
26. júlí 2002 | Kvikmyndir | 265 orð | 1 mynd

Stríðið við drekana

Laugarásbíó, Regnboginn, Smárabíó og Borgarbíó Akureyri frumsýna Reign of Fire með Christian Bale, Matthew McConaughey og Izabellu Scorupco. Meira
26. júlí 2002 | Menningarlíf | 31 orð

Sýningarlok og leiðsögn

Gerðarsafn Sýningu á verkum úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur í Gerðarsafni lýkur á sunnudag og verður þá leiðsögn kl. 15. Á sýningunni eru um 250 fjölbreytt verk úr þessu stærsta einkasafni... Meira
26. júlí 2002 | Menningarlíf | 32 orð | 1 mynd

Söngvari málar á striga

ÁRNI Sighvatsson barítonsöngvari opnar sína fyrstu málverkasýningu í veitingahúsinu Þrastarlundi í Þrastaskógi í dag, föstudag. Á sýningunni eru um 20 landslagsmyndir málaðar með vatnslitum og olíu. Sýningin stendur til og með 8.... Meira
26. júlí 2002 | Kvikmyndir | 276 orð | 1 mynd

Villti folinn

Sambíóin og Háskólabíó frumsýna teiknimyndina Spirit: Stallion of the Cimarron, eða Villta folann. Myndin kemur bæði með íslensku og ensku tali. Meira
26. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 100 orð | 1 mynd

Winslet ekki velkomin

ÍBÚAR fjölbýlishúss í SoHo í New York standa í vegi fyrir því að breska leikkonan Kate Winslet geti flutt inn í þakíbúð hússins með kærasta sínum Sam Mendes en samkvæmt reglum hússins verður núverandi eigandi íbúðarinnar að bera kaupsamninginn undir aðra... Meira
26. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 218 orð | 1 mynd

Þjóðhátíð í Eyjum valin hátíð mánaðarins

ÞJÓÐHÁTÍÐIN í Vestmannaeyjum, sem haldin verður 2.-5. ágúst, er í efsta sæti á lista yfir 40 vinsælustu hátíðir og skemmtanir sem haldnar eru vítt og breitt um heiminn, að mati vefsvæðisins world-party.com. Meira
26. júlí 2002 | Menningarlíf | 81 orð

Þrjár söngkonur í Reykjahlíðarkirkju

Á FJÓRÐU sumartónleikum við Mývatn sem fram fara í Reykjahlíðarkirkju annað kvöld, laugardagskvöld kl. Meira

Umræðan

26. júlí 2002 | Aðsent efni | 920 orð | 1 mynd

Álit og vald stöðunefnda

Ef Háskóli Íslands ætlar að verða trúverðug stofnun, segir Birgir Guðjónsson, fremur en h(ollvina)skóli verður að tryggja stöðunefndum aðhald í vinnu svo niðurstaða verði faglega ótvíræð. Meira
26. júlí 2002 | Bréf til blaðsins | 52 orð

DIMITRIS, sem er 36 ára Grikki,...

DIMITRIS, sem er 36 ára Grikki, óskar eftir íslenskum pennavinum. Hann hefur áhuga á ferðalögum og söfnun. Dimitris Tsitsiras, Hrisostomou Smirnis 1-3, GR - 17671, Athens, Greece. PHILIP óskar eftir íslenskum pennavinum. Philip J. Meira
26. júlí 2002 | Bréf til blaðsins | 513 orð | 1 mynd

Kanínur eru yndisleg dýr

MÉR þykir af og frá að fá meindýraeyði til að fækka kanínunum í Fossvogskirkjugarði. Kanínur eru ljúf og yndisleg dýr en ekki meindýr og gera Öskjuhlíðina og svæðið þar í kring viðkunnanlegra. Meira
26. júlí 2002 | Aðsent efni | 954 orð | 1 mynd

Um "eitur í mat"

Hvorki sérfræðinganefnd WHO/FAO né vísindanefnd Evrópusambandsins um matvæli hefur treyst sér til að ákvarða, segir Elín Guðmundsdóttir, hver raunveruleg hætta er af akrýlamíði í matvælum. Meira
26. júlí 2002 | Bréf til blaðsins | 363 orð | 1 mynd

Þekkið skyldur ykkar í umferðinni

NÚ ÞEGAR fjölmargir eru á ferð um landið með tjaldvagna, fellihýsi og hjólhýsi er við hæfi að rifja upp það sem þarf að vera í lagi á bílnum og í eftirvögnunum. Lögreglan mun á næstunni herða eftirlit með þessum hlutum. Meira

Minningargreinar

26. júlí 2002 | Minningargreinar | 2309 orð | 1 mynd

ANNA VIGFÚSDÓTTIR

Anna Vigfúsdóttir fæddist í Reykjavík 26. júlí 1912. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 16. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Vigfús Sigurðsson Grænlandsfari, smiður og um tíu ára skeið vitavörður á Reykjanesi, f. Meira  Kaupa minningabók
26. júlí 2002 | Minningargreinar | 954 orð | 1 mynd

Elín Jónasdóttir

Elín Jónasdóttir fæddist í Ólafsvík 28. júní 1914. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni 17. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jónas Egilsson og Elín Jónsdóttir, kennd við Brekkuhús í Ólafsvík. Systkini Elínar voru Ágústa, f. 24. ágúst 1904, d. 5. Meira  Kaupa minningabók
26. júlí 2002 | Minningargreinar | 3149 orð | 1 mynd

GÍSLI G. JÓNASSON

Gísli Guðni Jónasson fæddist í Reykjarfirði við Arnarfjörð 4. september 1911. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eiri 19. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jónas Ármundsson, búfræðingur og hreppstjóri, f. 3.9. 1865, d. 13.9. Meira  Kaupa minningabók
26. júlí 2002 | Minningargreinar | 979 orð | 1 mynd

GUÐBJÖRG HELGADÓTTIR BERGS

Guðbjörg Helgadóttir Bergs fæddist í Reykjavík 6. mars 1919. Hún lést á Landspítalanum laugardaginn 13. júlí síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
26. júlí 2002 | Minningargreinar | 2069 orð | 1 mynd

GUNNAR AXEL DAVÍÐSSON

Gunnar Axel Davíðsson fæddist í Reykjavík 1. maí 1921. Hann lést á Selfossi 13. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Davíð Björnsson og Kristjana Guðbrandsdóttir. Börn þeirra voru tvö og einnig átti Gunnar tvö hálfsystkini. Meira  Kaupa minningabók
26. júlí 2002 | Minningargreinar | 1114 orð | 1 mynd

PÁLL SESILÍUS EYÞÓRSSON

Páll Sesilíus Eyþórsson fæddist á Blönduósi 3. júní 1919. Hann andaðist á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 20. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jósef Eyþór Guðmundsson, f. 19. mars 1895, d. 2. júní 1956, og Anna Sigríður Vermundsdóttir,... Meira  Kaupa minningabók
26. júlí 2002 | Minningargreinar | 3312 orð | 1 mynd

PÉTUR SNÆLAND

Pétur Valdimar Snæland fæddist í Hafnarfirði 10. janúar 1918. Hann andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 27. júní síðastliðinn. Pétur var yngsta barn hjónanna Péturs Valdimarssonar Snæland, verslunarmanns, frá Syðra-Samtúni í Kræklingahlíð, f. 19. Meira  Kaupa minningabók
26. júlí 2002 | Minningargreinar | 1349 orð | 1 mynd

ÞÓRUNN MATTHÍASDÓTTIR

Þórunn Matthíasdóttir fæddist á Patreksfirði hinn 6. janúar 1929. Hún lést 21. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau Kristín Ragnheiður Kristjánsdóttir og Matthías Guðmundsson lögregluþjónn. Hinn 25. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

26. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 578 orð

AUSTFJARÐAMARKAÐURINN Und.

AUSTFJARÐAMARKAÐURINN Und.þorskur 129 129 129 140 18,060 Ýsa 181 181 181 288 52,128 Þorskur 136 130 133 1,200 159,876 Samtals 141 1,628 230,064 FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Steinbítur 138 138 138 25 3,450 Ufsi 30 30 30 38 1,140 Und. Meira
26. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 238 orð

Búnaðarbankinn annast skuldabréfaútboð NIB

NORRÆNI fjárfestingarbankinn, NIB, valdi Búnaðarbankann sem umsjónaraðila þriggja milljarða skuldabréfaútboðs sem nú stendur yfir. Meira
26. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 340 orð | 1 mynd

Hagnaður 308 milljónir króna

HAGNAÐUR Össurar á fyrstu sex mánuðum ársins nam 3,62 milljónum Bandaríkjadala eða um 308 milljónum króna. Hagnaður félagsins á öðrum fjórðungi ársins var tæplega 2,6 milljónir dala eða tæpar 240 milljónir króna, sem er aðeins yfir lægri mörkum áætlunar. Meira
26. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 369 orð | 1 mynd

Lífeyrissjóðir kaupa einnig óveðtryggð skuldabréf

NORÐURLJÓS skulda lífeyrissjóðunum í landinu um 2 milljarða króna í óveðtryggðum skuldabréfum, því ekkert þeirra bréfa sem mynda þessa skuld er með veði í eignum félagsins. Meira
26. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 219 orð

Memphis yfirtekur Skynet

MEMPHIS Corporation verður nýtt nafn á sameinuðu fyrirtæki Memphis Ltd. og Skynet Telematics Inc. Í fréttatilkynningu frá Memphis Ltd. kemur fram að fyrirtækið er að sameinast Skynet Inc. Meira
26. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 184 orð

"Merkilegt framtak"

TVÖ fyrirtæki vinna nú að gerð rafrænnar afladagbókar fyrir skipstjórnarmenn. Það eru Radíómiðun og Sjógrunnur. Meira

Fastir þættir

26. júlí 2002 | Árnað heilla | 33 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . Á morgun, laugardaginn 27. júlí, er sextug Ragna Gísladóttir, Lækjasmára 2, Kópavogi. Eiginmaður hennar er Bryngeir Vattnes . Þau taka á móti gestum í Stjörnusalnum í Garðabæ frá kl. 11-14 á... Meira
26. júlí 2002 | Viðhorf | 817 orð

Afnám réttinda

"Haldist þessum stjórnvöldum uppi að misbeita valdi sínu með þessum hætti er engin ástæða til að gera ráð fyrir því að önnur borgaraleg réttindi muni ekki láta undan síga." Meira
26. júlí 2002 | Í dag | 117 orð

Boðunarkirkjan, Hlíðasmára 9.

Boðunarkirkjan, Hlíðasmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11-12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíufræðsla. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir samkomuna. Allir velkomnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. Meira
26. júlí 2002 | Fastir þættir | 337 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

"EITT besta spil mótsins," segir í fréttablaði EM um handbragð Búlgarans Nanevs í fjórum hjörtum. Spilið kom upp í töfluleik Spánar og Búlgaríu í 32. umferð, en báðar þjóðir höfðu frá upphafi verið í toppbaráttunni og enduðu í 2. og 4. Meira
26. júlí 2002 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Hinn 25. maí sl. voru gefin saman í Árbæjarkirkju af séra Þóri Haukssyni þau Hjördís Björg Andrésdóttir og Sverrir Örn Hermannsson . Heimili þeirra er í Brúarási 8,... Meira
26. júlí 2002 | Í dag | 108 orð | 1 mynd

Ensk messa í Hallgrímskirkju

ENSK messa verður haldin í Hallgrímskirkju sunnudaginn 28. júlí nk. kl. 14. Prestar verða sr. Bjarni Þór Bjarnason og sr. Ann Peat. Prédikun flytur Alec Peat. Organisti er Sigrún M. Þórsteinsdóttir. Meira
26. júlí 2002 | Dagbók | 31 orð

FYRSTU VORDÆGUR

Ljósið loftin fyllir, og loftin verða blá. Vorið tánum tyllir tindana á. Dagarnir lengjast, og dimman flýr í sjó. Bráðum syngur lóa í brekku og mó. Og lambgrasið ljósa litkar mel og barð. Og sóleyjar spretta sunnan við garð. Meira
26. júlí 2002 | Árnað heilla | 19 orð | 1 mynd

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 26. júlí, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Kristjana Halla Ingólfsdóttir og Grímur Benediktsson, Hrísateigi 20,... Meira
26. júlí 2002 | Dagbók | 753 orð

(Sálm. 67, 2.)

Í dag er föstudagur 26. júlí, 207. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Guð sé oss náðugur og blessi oss, hann láti ásjónu sína lýsa meðal vor. Meira
26. júlí 2002 | Fastir þættir | 159 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. c3 Rf6 4. Bd3 Rc6 5. Bc2 Bg4 6. d3 g6 7. Rbd2 Bg7 8. h3 Bd7 9. 0-0 0-0 10. He1 b5 11. d4 cxd4 12. cxd4 Rh5 13. d5 Rb4 14. Bb1 a5 15. a3 Ra6 16. Rb3 a4 17. Rbd4 Rf6 18. Ba2 b4 19. Bc4 Dc8 20. Meira
26. júlí 2002 | Fastir þættir | 515 orð

Víkverji skrifar...

ÞAÐ komst illa upp um fjölskylduföðurinn Víkverja á dögunum. Hann var á ferð í bílnum sínum með lítilli dóttur sinni þegar barnið spyr hvað þessi mynd af lúðri á stýrinu eigi að þýða. Meira

Íþróttir

26. júlí 2002 | Íþróttir | 267 orð

Einar Karl verður fjarri góðu gamni

MEISTARAMÓT Íslands í frjálsíþróttum verður haldið um helgina á Kópavogsvelli. Þar munu 179 keppendur reyna með sér og eru allir bestu frjálsíþróttamenn landsins meðal keppenda nema hvað Einar Karl Hjartarson hástökkvari verður fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Meira
26. júlí 2002 | Íþróttir | 536 orð | 1 mynd

*FJÓRIR íslenskir sundmenn taka þátt í...

*FJÓRIR íslenskir sundmenn taka þátt í Evrópumeistaramótinu í sundi í 50 m laug sem hefst í Berlín í næstu viku. Þetta eru, Lára Hrund Bjargardóttir , SH , Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir , ÍA , Jakob Jóhann Sveinsson , Ægi , og Hjörtur Már Reynisson , Ægi . Meira
26. júlí 2002 | Íþróttir | 680 orð | 1 mynd

Grindvíkingar miklu fremri

GRINDVÍKINGAR kræktu sér í verðskulduð og kærkomin þrjú stig er þeir lögðu máttlitla Framara að velli, 3:0, í Laugardal í gærkvöldi. Með sigrinum lyftu Grindvíkingar sér upp í fjórða sætið með 15 stig. Leikmenn Fram eru hins vegar áfram í sama baslinu og fyrr og verða að spýta í lófana á síðasta þriðjungi mótsins. Staðan í hálfleik var 2:0. Meira
26. júlí 2002 | Íþróttir | 181 orð

Guðjón fer fram á minnst 20 mörk

GUÐJÓN Þórðarson, þjálfari norska liðsins Start, hefur sett fram ákveðnar kröfur fyrir sína leikmenn fyrir seinni hluta norsku 1. deildarkeppninnar - að þeir skori minnst 20 mörk í þeim þrettán leikjum sem eftir eru. Meira
26. júlí 2002 | Íþróttir | 184 orð

Harrington í stað Woosnams

KYLFINGARNIR Ian Woosnam og Mark McNulty verða af óviðráðanlegum ástæðum ekki meðal keppenda á Canon Proam-móti Nýherja sem fram fer á Hvaleyrarvelli á mánudaginn. Í þeirra stað mæta Írarnir Padraig Harrington og Nick Dougherty. Harrington er í 8. Meira
26. júlí 2002 | Íþróttir | 237 orð

Hart barist á golfmótaröðinni

FJÓRÐA golfmótið á Toyota-mótaröð Golfsambands Íslands verður á Akureyri um helgina. Meira
26. júlí 2002 | Íþróttir | 18 orð | 1 mynd

Hart var barist í Laugardalnum í...

Hart var barist í Laugardalnum í gærkvöldi þar sem Grindvíkingar lögðu Framara 3:0 og skutust upp í fjórða... Meira
26. júlí 2002 | Íþróttir | 319 orð | 1 mynd

* HAUKUR Gunnarsson úr ÍFR /...

* HAUKUR Gunnarsson úr ÍFR / Breiðabliki keppti í gær í 100 m hlaupi á heimsmeistaramóti fatlaðra í frjálsíþróttum í Lille i Frakklandi . Hann hljóp á 13,72 sek. og varð 6. í sínum riðli og í 13. sæti af 15 keppendum. Meira
26. júlí 2002 | Íþróttir | 836 orð | 2 myndir

Ísak mætir í slaginn

ÞRIÐJA umferð Íslandsmeistaramótsins í rallakstri fer fram í Skagafirðinum á morgun, laugardag. Eknar verða sérleiðir um Mælifellsdal, Deildardal og á Nöfunum ofan við Sauðárkrók. Meira
26. júlí 2002 | Íþróttir | 75 orð

KA - Fylkir Akureyrarvöllur, föstudaginn 26.

KA - Fylkir Akureyrarvöllur, föstudaginn 26. júlí kl. 19.15. *Þetta er aðeins fjórða viðureign félaganna í efstu deild og þau eru hnífjöfn, einn sigur á lið og eitt jafntefli. Markatalan 3:3. *Fylkir og KA skildu jöfn í Árbænum í vor, 1:1. Meira
26. júlí 2002 | Íþróttir | 52 orð

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Símadeild: Akureyri:...

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Símadeild: Akureyri: KA - Fylkir 19.15 1. deild karla: Garðabær: Stjarnan - Víkingur R. 20 ÍR-völlur: ÍR - Breiðablik 20 Hlíðarendi: Valur - Leiftur/Dalvík 20 2. deild karla: Njarðvík: Njarðvík - HK 20 3. Meira
26. júlí 2002 | Íþróttir | 104 orð

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Símadeild: Fram...

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Símadeild: Fram - Grindavík 0:3 Keflavík - ÍBV 1:0 Staðan: KR 1062213:820 Fylkir 1053219:1418 KA 1044211:816 Grindavík 1143419:1815 ÍA 1042419:1514 Keflavík 1135315:1814 ÍBV 1133514:1512 Fram 1024413:1610 FH 923410:159 Þór... Meira
26. júlí 2002 | Íþróttir | 111 orð

Ragnar hættur með danska landsliðið

RAGNAR Guðmundsson sundþjálfari, sem starfað hefur undanfarið í Danmörku og síðustu mánuði sem aðallandsliðsþjálfari, hefur ákveðið að hætta hjá danska sundsambandinu. Meira
26. júlí 2002 | Íþróttir | 43 orð

Sjö örvfættir

ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem örvfættir eru í meirihluta en í gær voru sjö leikmenn byrjunarliðs Keflvíkinga örvfættir Ómar markvörður er örvfættur eins og Ólafur Ívar, Haraldur, Hjörtur, Jóhann, Kristján og Adolf. Meira
26. júlí 2002 | Íþróttir | 472 orð

Tvöföld ánægja í Keflavík

"EITT mark hefur ekki dugað okkur hingað til og því er tvöföld ánægja hjá okkur núna. Í fyrsta lagi að fá öll stigin og í öðru lagi að halda hreinu, en það er orðið langt síðan eitt mark hefur dugað okkur til sigurs," sagði Haukur Ingi Guðnason, sem skoraði sitt fyrsta mark í deildinni í sumar er Keflavík vann ÍBV 1:0 í gærkvöldi. Síðast héldu Keflvíkingar hreinu í markalausum leik við Grindvíkinga 30. júlí árið 2000. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

26. júlí 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 173 orð | 1 mynd

Árás Ísraela gagnrýnd

UM 15 Palestínu-menn biðu bana í eldflauga-árás Ísraelshers á mánudags-kvöldið. Árásinni var beint að þéttbýlu hverfi í Gaza, sem er ein borga Palestínu-manna á Vesturbakkanum. Meira
26. júlí 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 508 orð | 1 mynd

...en ég er í flottum buxum

GUÐLAUG María Magnúsdóttir og Davíð Örn Hjartarson voru í undirbúningshópi fyrir fræðsluátakið um sjálfsmynd unglinga, ásamt fleiri krökkum úr félagsmiðstöðinni Þróttheimum. Guðlaug var að ljúka 10. Meira
26. júlí 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 446 orð | 1 mynd

Enginn getur verið plast

JÓHANN Fjalar Skaptason, 19 ára nemandi í Borgarholtsskóla, og Ólöf Auður Erlingsdóttir, 17 ára nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð, eru í hópi starfsmanna Jafningjafræðslunnar í sumar. Viðfangsefni hennar í ár er sjálfsmynd unglinga. Meira
26. júlí 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 445 orð | 3 myndir

Götulistamenn í einn dag

VIÐ fórum tuttugu og þrjár stelpur úr hópfimleikadeild Stjörnunnar til að taka þátt í landsmóti Dana. Meira
26. júlí 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 310 orð | 1 mynd

Heimili yfirgefin

* Á ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGINN, 17. júní árið 2000, nánar tiltekið kl. 15.40, reið yfir Suðurland jarðskjálfti af stærðargráðunni 6,5 á Richter-kvarða, en upptök hans voru talin vera í Holtum í vestanverðri Rangárvallasýslu. Aðfaranótt hins 21. júní, kl. 24. Meira
26. júlí 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 2046 orð | 4 myndir

Herleg brúðkaupsveislan var

SÁ SIÐUR að gera sér dagamun í tilefni af hjónavígslu hefur fylgt þjóðinni frá upphafi Íslandsbyggðar og brúðkaupsveislan er í huga margra ómissandi þáttur í hjónavígslunni. Meira
26. júlí 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 146 orð

Lán Norðurljósa gjaldfelld

MIKIÐ hefur farið fyrir umræðu um fyrirtækið Norðurljós í fjölmiðlum undan farið. Norðurljós eiga meðal annars sjónvarps-stöðina Stöð 2 og útvarps-stöðina Bylgjuna. Fyrirtækið kærði í lok síðustu viku Búnaðar-bankann fyrir að brjóta banka-leynd. Meira
26. júlí 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 117 orð | 1 mynd

Líf og fjör á skátamóti

LANDSMÓT skáta fór fram á Akureyri um síðustu helgi. Mikið líf og fjör var á mótinu. Það var haldið á Hömrum, nýrri útilífs- og umhverfis-miðstöð skáta. Talið er að um sjö þúsund manns hafi tekið þátt í mótinu. Meira
26. júlí 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 61 orð | 1 mynd

Meistari á met-tíma

ÞJÓÐVERJINN Michael Schumacher hjá Ferrari bílaframleiðandunum setti um helgina met í Formúlu 1 kapp-akstrinum. Schumacher sigraði þá í franska kapp-akstrinum og tryggði sér heimsmeistara-titil ökuþóra í fimmta sinn. Meira
26. júlí 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 74 orð | 1 mynd

Myndband Quarashi tilnefnt til verðlauna

MYNDBAND við lag íslensku rapp-hljómsveitarinnar Quarashi hefur verið tilnefnt til verðlauna. Er það tónlistar-sjónvarpsstöðin MTV sem stendur fyrir verðlaununum. Myndband Quarashi var tilnefnt í flokknum besta listræna stjórnun. Meira
26. júlí 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 508 orð | 1 mynd

Raddir í höfðinu!

TÆKNI til boðskipta hefur fleygt fram á allra síðustu árum, sem kunnugt er. Símar gegna nú slíku hlutverki að í hvert sinn sem nútímamaðurinn siglir í strand í daglegu amstri er fyrsta viðbragð alltaf hið sama: að hringja eitthvert. Meira
26. júlí 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 2458 orð | 3 myndir

Skjálftarnir halda áfram í huganum

ÍRIS Böðvarsdóttir lauk nýlega meistaranámi í klínískri sálfræði frá Árósaháskóla í Danmörku. Meira
26. júlí 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 409 orð | 4 myndir

Undir regnboganum

UM að gera að fagna rigningunni. Vera bara himinlifandi. Því það er alls ekki satt sem fram kemur á póstkortunum og í ferðamannabæklingunum, að íslenska sumarið sé ein óslitin sólarupprás. Stundum rignir. Mikið. Meira
26. júlí 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 1896 orð | 1 mynd

Vertu þú sjálfur

AÐ fræsluátaki um sjálfsmynd unglinga sem sett verður af stað í haust standa Geðrækt, Heilsugæslan í Reykjavík, Jafningjafræðslan, Landlæknisembættið og Rauði krossinn. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.