Í sumar fagna Stokkhólmsbúar því að árið 1252 tók Birgir Jarl sér penna í hönd og skrifaði bréf. Og hvað með það? Jú, í bréfinu var nafn borgarinnar fyrst nefnt á nafn, og við það ártal miðar höfuðborg Svíaríkis aldur sinn.
Bergþóra Jónsdóttir heimsótti 750 ára Stokkhólm og heilsaði upp á liðnar aldir í húsum jafnt sem farartækjum, fékk líka að sjá jörðina frá himni eins og Ída í Kattholti, á leið sinni á áfangastað: Djasshátíð Stokkhólms á Skeppshólmi.
Meira