Greinar föstudaginn 16. ágúst 2002

Forsíða

16. ágúst 2002 | Forsíða | 335 orð

Aðferðum ísraelska hersins jafnað við stríðsglæpi

ÍSRAELSKI herinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir aðferðir sínar í hernaðinum gegn Palestínumönnum og er þeim jafnað við stríðsglæpi. Meira
16. ágúst 2002 | Forsíða | 173 orð

Bush andvígur meiri aðstoð við Egypta

GEORGE W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að loka fyrir aukalega fjárhagsaðstoð við Egyptaland vegna dóms yfir egypsk-bandaríska mannréttindafrömuðinum Saad Eddin Ibrahim. Meira
16. ágúst 2002 | Forsíða | 247 orð

Gífurlegt tjón af völdum flóðanna

FLÓÐIN í Saxelfi og Dóná voru í gær þau mestu í meira en heila öld og hafa þau valdið gífurlegu tjóni allt frá Þýskalandi til Rúmeníu. Flóðin í Moldá hafa hins vegar sjatnað nokkuð og í gær skein sólin á íbúa Pragborgar í fyrsta sinn í langan tíma. Meira
16. ágúst 2002 | Forsíða | 108 orð | 1 mynd

Í sólinni í Svíþjóð

Þessar þrjár sænsku yngismeyjar voru í gær að kæla sig í gosbrunni í Stokkhólmi en þá fór hitinn þar í 31 gráðu á Celsíus. Meira
16. ágúst 2002 | Forsíða | 89 orð | 1 mynd

Mótmæli í Caracas

Uppþot voru í Caracas, höfuðborg Venesúela, í fyrrakvöld og fyrrinótt eftir að hæstiréttur landsins sýknaði fjóra háttsetta herforingja en þeir voru þeir sakaðir um að hafa átt þátt í skammvinnu valdaráni í apríl síðastliðnum. Meira

Fréttir

16. ágúst 2002 | Erlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Afboðar heimsókn sína til Bush

VICENTE Fox, forseti Mexíkó, tilkynnti í gær að hann væri hættur við fyrirhugaða ferð til Bandaríkjanna síðar í þessum mánuði. Fox tók þessa ákvörðun til að mótmæla aftöku á mexíkóskum sakamanni í Texas í fyrrakvöld. Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 59 orð

Alþjóðaumferðarlist

STADDUR er á landinu dansk-bangladeski listamaðurinn Kajol, sem hefur þróað listrænt hugtak sem hann kallar "umferðarlist", litskrúðug málverk á opinberum svæðum með risastórum myndum sem byggjast á þjóðsögum hvaðanæva úr heiminum. Meira
16. ágúst 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 288 orð | 1 mynd

Athafnasvæði Sörla stækkað

TILLAGA að deiliskipulagi annars áfanga Sörlaskeiðs, athafnasvæðis hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði, var auglýst í fyrradag. Með skipulaginu er núverandi svæði félagsins stækkað og lóðum undir hesthús fjölgað. Meira
16. ágúst 2002 | Miðopna | 2793 orð | 4 myndir

Árangur hefur náðst á mörgum sviðum umhverfismála

Ríkisstjórnin hefur samþykkt ítarlega stefnu um sjálfbæra þróun til 2020. Stefnan verður lögð fram á fundi Sameinuðu þjóðanna í Jóhannesarborg sem hefst 26. ágúst. Egill Ólafsson skoðaði skýrsluna. Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 183 orð

Betri aðstaða þar en almennt í sveitakirkjum

AÐ SÖGN Björns Bjarnasonar, formanns Þingvallanefndar, er það viðfangsefni milli kirkjunnar og ríkisvaldsins hvernig verður tekið á málum varðandi prestbústað á Þingvöllum ef kirkjan ákveður á annað borð að hafa þar prest. Meira
16. ágúst 2002 | Akureyri og nágrenni | 71 orð

Bikarmót í hestaíþróttum

BIKARMÓT Norðurlands í hestaíþróttum verður haldið við Hringsholt í Svarfaðardal laugardaginn 17. og sunnudaginn 18. ágúst en knapafundur verður haldinn í kvöld. Fimm sveitir taka þátt í mótinu og er keppt í öllum helstu greinum hestaíþrótta. Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Bresku stúlkurnar enn ófundnar

ENN hefur ekki tekist að hafa uppi á tveimur breskum stúlkum, báðum 10 ára. Þær heita Holly Wells og Jessica Chapman. Þær hurfu í bænum Soham í Bretlandi fyrir tæpum tveimur vikum. Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 51 orð

Bréf deCODE aldrei lægri

HLUTABRÉF deCODE genetics, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, kostuðu 2,93 dollara við lok viðskipta á Nasdaq-markaðinum í New York í gærkvöldi og hefur gengi þeirra aldrei verið lægra. Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 726 orð | 1 mynd

Dínamít, maurasýra og lögbann

Þær hugmyndir sem Landsvirkjun hefur nú um byggingu 8-10 metra hárrar stíflu í Laxá eru mjög ólíkar þeim virkjunarframkvæmdum sem fyrirhugaðar voru í lok sjöunda áratugarins og byrjun þess áttunda. Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 292 orð

Eigum að líta til annarra virkjanakosta

ÓLAFUR Örn Haraldsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir úrskurð Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum Norðlingaölduveitu í Þjórsárverum vera vonbrigði. Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Fannst látinn í Vesturhópi

MAÐURINN sem fannst látinn í Vesturhópi í Vestur-Húnavatnssýslu í fyrradag hét Jóhannes Magnússon. Hann var bóndi á Ægissíðu í Húnaþingi vestra. Hann var fæddur 9. janúar 1919 og lætur eftir sig fjögur uppkomin börn. Meira
16. ágúst 2002 | Landsbyggðin | 190 orð | 1 mynd

Feðgin sýna verk sín á Akranesi

LISTSÝNINGAR í tilefni 50 ára afmælis Sjúkahúss Akraness halda áfram og nú hefur verið opnuð sýning með verkum feðginanna Guttorms Jónssonar og Helenu Guttormsdóttir. Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

Forseti Lettlands hér á landi

FORSETI Lettlands, Vaira Vike-Freiberga, var í opinberri heimsókn hér á landi í vikunni. Með henni í för voru viðskipta-menn frá Lettlandi og fjöldi fréttamanna. Lýsti forsetinn því yfir, að stuðningur Íslands við sjálfstæðis-baráttu Letta gleymdist... Meira
16. ágúst 2002 | Suðurnes | 793 orð | 2 myndir

Frístundabyggð og fjölbýlishús

Í KVÖLD verður haldinn kynningarfundur í Glaðheimum á fyrirhugaðri parhúsabyggð Búmanna við Hvammsgötu í Vogum. Íbúðirnar eru hugsaðar fyrir 50 ára og eldri. Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 48 orð

Gengið á Ingólfsfjall

LAUGARDAGINN 17. ágúst kl. 14-16 verður gengið á Ingólfsfjall frá Alviðru. Sigríður Sæland og Árni Erlingsson fara fyrir göngunni. Farið verður um Gönguskarð upp á brún og þaðan niður aftur. Boðið er upp á kakó og kleinur að göngu lokinni. Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 827 orð | 1 mynd

Gleði og gaman í miðborginni

Elísabet Bjarklind Þórisdóttir fæddist í Reykjavík árið 1954. Er ein af stofnendum Leiklistarskóla SÁL og stundaði þar nám á árunum 1972-1975 og lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands 1976. Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 142 orð

Góði hirðirinn opnaður á ný

Í DAG, föstudaginn 16. ágúst, kl. 12 verður formleg opnun Góða hirðisins, nytjamarkaðar SORPU og líknarfélaganna, að loknu sumarfríi og verður gestum og gangandi boðið upp á kaffi og köku í tilefni dagsins. Meira
16. ágúst 2002 | Akureyri og nágrenni | 161 orð

GV gröfur buðu lægst

FYRIRTÆKIÐ GV gröfur ehf. bauð lægst í tvö útboðsverk hjá Akureyrarbæ en tilboðin voru opnuð í vikunni. Meira
16. ágúst 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 570 orð | 1 mynd

Hafa verið með í ellefu ár

FYRIR ellefu árum innritaði átta ára snáði sig ásamt félaga sínum í 10 kílómetra hlaup í Reykjavíkurmaraþoninu. Við marklínuna beið fjölskylda hans spennt, að undanskildum pabbanum sem sjálfur var önnum kafinn við tuttugu og eins kílómetra hlaupið. Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Héldu eldinum niðri með haugsugu

ELDUR kviknaði í gömlu sumarhúsi í landi Ölkeldu austan við Staðará í Staðarsveit og var tilkynnt um eldinn um níuleytið í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar í Stykkishólmi kviknaði í út frá gasísskáp sem verið var að tengja. Meira
16. ágúst 2002 | Akureyri og nágrenni | 116 orð

Hrefna sýnir leir- og hljóðverk

HREFNA Harðardóttir leirlistar-kona sýnir leirverk og hljóðverk íKetilhúsi (litla sal) í Listagilinu Akureyri dagana 17.- 31. ágúst nk. Meira
16. ágúst 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 277 orð

Hyggjast taka gamla ullarþvottahúsið eignarnámi

BÆJARRÁÐ Mosfellsbæjar hefur samþykkt að leita álits Skipulagsstofnunar á því að bærinn taki gamla ullarþvottahúsið í Álafosskvosinni eignarnámi. Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 173 orð

ÍAV leggja Kárahnjúkaveg

LANDSVIRKJUN hefur tekið tilboði Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) í lagningu Kárahnjúkavegar. Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 146 orð

Í FIMMTUDAGSBLAÐINU 14.

Í FIMMTUDAGSBLAÐINU 14. ágúst á blaðsíðu 2 var Eiríkur Ólafsson sagður útgerðarstjóri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga. Hið rétta er að hann er útgerðarstjóri Loðnuvinnslunnar hf. Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Íslenskt hugvit í heimsframleiðslu

STEINN Sigurðsson hugvitsmaður hefur hannað búnað á ryksugubarka, sem stoppar smáhluti, sem annars gætu farið forgörðum í ruslið. Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 235 orð

Konur í læri - dagar í lífi stjórnmálakvenna

NEFND um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum hefur starfað frá því í október 1998. Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum jókst hlutur kvenna í sveitarstjórnum í 31,2% en var við síðustu sveitarstjórnarkosningar 28,2%. Meira
16. ágúst 2002 | Landsbyggðin | 341 orð | 1 mynd

Kraftakeppnin Austfjarðatröll

KRAFTAKEPPNIN Austfjarðatröll var haldin á Djúpavogi og Breiðdalsvík í sjötta sinn um síðustu helgi, en þar tókust á átta tröllvaxnir kraftakallar í tvo daga. Eftir æsispennandi keppni sigraði Jón Valgeir Williams Benedikt Magnússon með einu stigi. Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 431 orð | 1 mynd

Landeigendur mótfallnir hærri stíflu

ÞEIR landeigendur við Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu sem Morgunblaðið hafði samband við í gær voru allir mótfallnir byggingu 8-10 metra hárrar stíflu í Laxá, en í Morgunblaðinu í gær var sagt frá því að Landsvirkjun hefði áhuga á að byggja slíka stíflu ef... Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 59 orð

Lokahátíð Reykjadals

LOKAHÁTÍÐ sumardvalarheimilisins í Reykjadal í Mosfellsbæ verður haldin laugardaginn 17. ágúst nk. og hefst dagskráin kl. 15.00. Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Mestu flóð í 800 ár

MIKIL flóð hafa gengið yfir Mið- og Austur-Evrópu undanfarna daga. Skemmdir eru gríðarlega miklar, og tug-þúsundir manna hafa þurft að flýja að heiman. Verst er ástandið í austurhluta Þýskalands, Austurríki, Tékklandi og Slóvakíu. Meira
16. ágúst 2002 | Akureyri og nágrenni | 349 orð | 1 mynd

Miðgarðakirkja í sínum upprunalegu litum

MIKLAR framkvæmdir og endurbætur standa fyrir dyrum í Miðgarðakirkju í Grímsey. Snorri Guðvarðarson, málarameistari með kirkjumálun sem sérsvið, er mættur til starfa. Miðgarðakirkja, sem byggð var árið 1867, á nú á ný að klæðast sínum upprunalegu litum. Meira
16. ágúst 2002 | Erlendar fréttir | 208 orð | 2 myndir

Morðingi framseldur

AUGUSTIN Bizimungu, fyrrverandi yfirmaður hersins í Rúanda, var í gær framseldur til dómstóls Sameinuðu þjóðanna vegna stríðsglæpa í Rúanda. Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 16 orð

Morgunblaðinu í dag fylgir dagskrá Menningarnætur...

Morgunblaðinu í dag fylgir dagskrá Menningarnætur í Reykjavík 17. ágúst 2002. Blaðinu verður dreift um allt... Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 157 orð

Nám fyrir umsjónarmenn grasvalla

FJÖLBRAUTASKÓLI Vesturlands, Garðyrkjuskóli ríkisins og Símenntunarmiðstöð Vesturlands hafa ákveðið að standa saman að því að bjóða upp á nám fyrir umsjónarmenn grasvalla, svo sem golf- og knattspyrnuvalla. Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 29 orð

Námskeið í blómaskreytingum

UFFE Balslev blómaskreytir heldur námskeið í blómaskreytingum dagana 26. til 30. ágúst frá klukkan 9 til 17. Kenndir verða mismunandi blómvendir, skreytingar, brúðarvendir, kransar o.fl. Námskeiðin fara fram í... Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 215 orð

Netfang: auefni@mbl.is

SKIPULAGS-STOFNUN hefur fallist á tvo kosti Norðlingaöldu-veitu sunnan Hofsjökuls. Bæði uppistöðu-lón í 575 metra og 578 metra hæð er samþykkt af hálfu stofnunarinnar. Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Neyðarlína að íslenskri fyrirmynd í Kaliningrad

UNDIRBÚNINGUR að samvinnu Rússa og Íslendinga um uppsetningu á samræmdu neyðarnúmeri 112, að íslenskri fyrirmynd í Kaliningrad í Rússlandi er nú á lokastigi. Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 217 orð

Norræn ráðstefna um fjölskyldumeðferð

FÉLAG fagfólks í fjölskyldumeðferð (FFF) efnir til norrænnar ráðstefnu um fjölskyldumeðferð í Háskólabíói um helgina. Ráðstefnan ber yfirskriftina The VI Nordic Therapy Congress og er 6. Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 168 orð

Ný og bætt heimasíða

"FYRIRTÆKJASALA Íslands í Síðumúla hefur opnað nýja og endurbætta heimasíðu á slóðinni fyrirtaekjasala.is. Fyrirtækjasala Íslands hefur starfað í átta ár og lagt áherslu á að vera í forystu á sínu sviði og liður í því er þessi endurbætta heimasíða. Meira
16. ágúst 2002 | Akureyri og nágrenni | 131 orð

Ópera á sumarkvöldi

ÓPERA á sumarkvöldi er yfirskrift tónleika í Ketilhúsinu á Akureyri laugardaginn 17. ágúst kl. 20.30. Valdimar Haukur Hilmarsson bassa-barítón og Alexandra Rigazzi-Tarling sópran flytja óperur, aríur og dúetta. Meira
16. ágúst 2002 | Erlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Páfi til Póllands

GERT er ráð fyrir að fjórar milljónir Pólverja fagni Jóhannesi Páli páfa þegar hann kemur í heimsókn til Póllands í dag en þetta er níunda heimsókn hans til ættjarðar sinnar frá því að hann varð páfi árið 1978. Meira
16. ágúst 2002 | Erlendar fréttir | 307 orð

Pútín lék á Lúkasjenkó

ALEXANDER Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur hafnað tillögu Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands, um að ríkin tvö stofni með sér myntbandalag árið 2004 til að samræma betur hagkerfi beggja ríkjanna áður en þau myndi enn nánara samband. Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 380 orð | 1 mynd

"Ég bað til guðs að barnið lifði þetta af"

STARFSMÖNNUM sundlaugarinnar á Tálknafirði tókst með snarræði að bjarga tíu ára dreng frá drukknun í gær þegar hann festist í stiga í lauginni. Meira
16. ágúst 2002 | Erlendar fréttir | 765 orð | 1 mynd

"Kóngurinn" er horfinn en veldið lifir

SEM skemmtikraftur og söngvari var Elvis Presley einstakur. Sem vörumerki stenst hann einnig samanburð við risana, nefnum Nike og Coca Cola. Meira
16. ágúst 2002 | Erlendar fréttir | 1036 orð | 1 mynd

"Þetta er alveg stórkostleg fölsun!"

KIRSTEN A. Seaver er viðurkenndur og sjálfstætt starfandi fræðimaður á sviði landakortarannsókna, hún er norsk að uppruna en búsett í Kaliforníu þar sem eiginmaður hennar er prófessor við Stanford-háskóla. Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 106 orð

Sagði ekki koma til greina að fórna Þjórsárverum

HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lýsti andstöðu sinni við að Þjórsárverum yrði fórnað vegna virkjana á opnum hádegisverðarfundi sem haldinn var á Hótel Borg 14. október árið 1998. Meira
16. ágúst 2002 | Erlendar fréttir | 353 orð | 1 mynd

Segir jesúíta höfund Vínlandskortsins

KIRSTEN Seaver, bandarískur sagnfræðingur af norskum ættum, telur sig hafa fundið höfund Vínlandskortsins svokallaða, samkvæmt frétt í franska dagblaðinu Le Monde . Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 2134 orð | 7 myndir

Skiptar skoðanir hjá bændum í sveitinni

Úrskurður Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Norðlingaölduveitu fellur misjafnlega í menn í Holtahreppi, Ásahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Steinþór Guðbjartsson tók púlsinn á nokkrum stöðum. Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 163 orð

Skógarhlaup í Húsafelli

SKÓGARHLAUP Útilífsmiðstöðvarinnar Húsafelli verður haldið í annað sinn laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Smökkuðu harðfiskinn frá Tanga

ÞINGFLOKKUR Sjálfstæðisflokksins hélt vestur á Snæfellsnes í gær til að halda árlegan vinnufund sinn. Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Styður íslenska öldrunarþjónustu

"FRÚ Kazuko Enomoto, prófessor í félags- og öldrunarfræðum við Otemon Gakuin-háskólann í Japan, var hér á landi í þriðja sinn í byrjun ágústmánaðar. Meira
16. ágúst 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 133 orð

Sveit í borg gagnrýnir deiliskipulag

HVERFASAMTÖK Vatnsendahverfis, "Sveit í borg", hafa sent Skipulags- og byggingasviði Reykjavíkurborgar athugasemdir vegna tillögu að nýju deiliskipulagi Norðlingaholts. Gagnrýna samtökin hversu þétt byggð er fyrirhuguð á svæðinu. Segir m.a. Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 263 orð

SÞ safni upplýsingum um mengun hafsins

TILLAGA Íslands um að Sameinuðu þjóðirnar safni saman á einn stað upplýsingum um mengun hafsins er komin inn í drög að yfirlýsingu leiðtogafundar Sameinuðu þjóðarinnar um sjálfbæra þróun. Allar líkur eru á að tillagan verði samþykkt. Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 204 orð

Söguganga, leikir og leikrit í Árbæjarsafni

Í TENGSLUM við Menningarnótt verður Árbæjarsafn með sögugöngu um Þingholtin kl. 15 á laugardaginn. Páll V. Bjarnason, arkitekt og deildarstjóri húsadeildar Minjasafns Reykjavíkur, er leiðsögumaður. Sunnudaginn 18. Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 397 orð

Tryggingarmöguleikar á almennum markaði hafa opnast

RÍKISÁBYRGÐ vegna stríðs- og hryðjuverkatrygginga flugrekenda verður ekki framlengd en samkomulag um tveggja mánaða framlengingu ábyrgðarinnar rennur út um næstu mánaðamót. Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Turnamálun Hafnfirðinga

EINS og önnur mannanna verk þarfnast kirkjuturnar viðhalds og það vita Hafnfirðingar sem eru nú að láta mála þakið á turni Hafnarfjarðarkirkju. Væntanlega má gera ráð fyrir að aftur verði málað með græna litnum sem hefur prýtt turnþakið um árabil. Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 436 orð

Um mun stærri og dýrari framkvæmdir að ræða

Í UNDIRBÚNINGI er að nýta Urriðafossvirkjun og Núpsvirkjun sem framtíðarvirkjunarkosti. Að sögn upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar er undirbúningur skemmra á veg kominn en Norðlingaölduveita eða Búðarhálsvirkjun. Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 215 orð | 1 mynd

Vilborg Harðardóttir

VILBORG Harðardóttir, blaðamaður og framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda, er látin, 66 ára að aldri. Vilborg varð bráðkvödd í gærmorgun við rætur Snæfells þar sem hún var á ferðalagi. Vilborg fæddist í Reykjavík 13. september árið 1935. Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 142 orð

Vilja berjast fyrir verndun Þjórsárvera

ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur ályktað um úrskurð Skipulagsstofnunar um Norðlingaölduveitu og þar segir m.a. Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 185 orð

Vilja bíða eftir dómi

BJÖRN Bjarki Þorsteinsson, bæjarfulltrúi í Borgarbyggð, segir að fulltrúar bæjarráðs ætli að óska eftir fundi með Páli Péturssyni félagsmálaráðherra eftir helgi, til að fara fram á að réttaráhrifum úrskurðar félagsmálaráðuneytisins um nýjar kosningar í... Meira
16. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 218 orð

Víðtæk leit að ítölskum ferðamanni

LÖGREGLAN á Akureyri og hjálparsveitir hófu um hádegi í gær víðtæka leit að ítölskum ferðamanni sem talinn er týndur á Látraströnd, austanvert við Eyjafjörð. Stóð leit yfir fram í myrkur í gærkvöldi. Skv. Meira

Ritstjórnargreinar

16. ágúst 2002 | Leiðarar | 293 orð

Fráleitir fegurðarstaðlar

Kannanir sem gerðar hafa verið hér á landi og í Noregi leiða í ljós að um helmingur unglingsstúlkna hefur farið einu sinni eða oftar í megrun. Meira
16. ágúst 2002 | Leiðarar | 322 orð

Menningarleg byggðastefna

Í grein Braga Ásgeirssonar, myndlistargagnrýnanda Morgunblaðsins, í blaðinu í gær er vikið að þeirri staðreynd að lítið er stutt við bakið á listamönnum sem vilja sýna verk sín víðar en á höfuðborgarsvæðinu. Meira
16. ágúst 2002 | Staksteinar | 389 orð | 2 myndir

Tvær flugur

ÞAÐ verður mjög athyglisvert hvernig Austfirðingar í nýju kjördæmi taka formanni Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í kosningabaráttunni. Þetta segir Íslendingur.is. Meira
16. ágúst 2002 | Leiðarar | 348 orð

Örbirgð rædd í allsnægtum

Ekki eru nema tíu dagar þar til ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun hefst í Jóhannesarborg. Þegar er farið að tala um að lítils sé að vænta af ráðstefnunni en þeim mun meira verði talað. Meira

Menning

16. ágúst 2002 | Fólk í fréttum | 503 orð

About a Boy Hugh Grant fer...

About a Boy Hugh Grant fer fyrir einstökum leikhópi og myndin er undur vel gerð og skrifuð. Frábær skemmtun. (S.V.) ***½ Háskólabíó, Sambíóin. Meira
16. ágúst 2002 | Fólk í fréttum | 212 orð | 1 mynd

* BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi: Úlrik skemmtir föstudagskvöld.

* BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi: Úlrik skemmtir föstudagskvöld. * CAFÉ AMSTERDAM: Rokkbandið Stóri björn spilar. * CAFÉ CATALÍNA: Trúbadorinn Sváfnir Sigurðarson. * CAFÉ ROMANCE: Ray Ramon og Mete Gudmundsen spila. * CAFFE RÓM, Hveragerði: Bjórbandið spilar. Meira
16. ágúst 2002 | Kvikmyndir | 191 orð

Ekkert venjulegt úr

Leikstjóri: Jonathan Frakes. Handrit: Rob Hedden, J.D. Stem, D.N. Weiss. Aðalhlutverk: Jesse Bradford, Paula Carcés, French Stewart, Robin Thomas. Sýningartími: 94 mín. Bandaríkin. Paramount, 2002. Meira
16. ágúst 2002 | Tónlist | 465 orð

Endurreisnartónar

Flytjendur: Paul Leenbouts á endurreisnarblokkflautur og Gunnhildur Einarsdóttir á barokkhörpu. Á efnisskrá voru: Fantasíur, kansónur og dansar eftir tónskáld frá 16. og 17. öld. Laugardagur 10. ágúst. Meira
16. ágúst 2002 | Menningarlíf | 510 orð | 1 mynd

Eva í þriðja veldi

DANSLEIKHÚS með Ekka frumsýnir í kvöld dansleikhúsverkið Eva³ í Tjarnarbíói. Verkið er unnið út frá leikritinu Garðveislu eftir Guðmund Steinsson og er þetta í fyrsta sinn sem Dansleikhús með Ekka nýtir sér ákveðið leikrit í verkum sínum. Meira
16. ágúst 2002 | Kvikmyndir | 308 orð

Frelsisóður af gresjunni

Leikstjórn: Kelly Asbury og Lorna Cook. Handrit: John Fusco og Tom Sito. Leikstjórn ísl. raddsetn: Atli Rafn Sigurðsson. Aðalhlutverk: Atli Rafn Sigurðsson, Magnús Jónsson, Ólafur Steinn Ingunnarson. Ísl. lagatextar: Stefán Hilmarsson. 83 mín. USA. Dream Works 2002. Meira
16. ágúst 2002 | Kvikmyndir | 257 orð

Furðuverur í farsa

Leikstjórn: Barry Sonnenfeld. Handrit: Robert Ramsey og Matthew Stone eftir sögu Dave Barry. Kvikmyndataka: Greg Gardiner. Aðalhlutverk: Tim Allen, Rene Russo, Stanley Tucci, Tom Sizemore, Johnny Knoxville, Dennis Farina, Janeane Garofalo, Patrick Warburton og Jason Lee. 85 mín. USA. Buena Vista International 2002. Meira
16. ágúst 2002 | Menningarlíf | 122 orð | 1 mynd

Glerverk í Sjóminjasafninu

Í SJÓMINJASAFNI Íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, opnar Rebekka Gunnarsdóttir sýningu á morgun, laugardag, á vatnslitamyndum og glerverkum sem hún hefur að mestu unnið á þessu ári. Meira
16. ágúst 2002 | Fólk í fréttum | 1411 orð | 2 myndir

Kjánamaðurinn og hálfvitinn

Kvikmyndin Maður eins og ég verður frumsýnd í kvöld. Þeir Jón Gnarr og Þorsteinn Guðmundsson fara með burðarhlutverk í myndinni og því hitti Birta Björnsdóttir þá félaga yfir kaffibolla. Meira
16. ágúst 2002 | Menningarlíf | 151 orð | 1 mynd

Ljósmyndir Jóns Kaldals í Fold

Í LJÓSAFOLD Gallerís Foldar við Rauðarárstíg verður opnuð sölusýning á morgun kl. 14 á ljósmyndum Jóns Kaldals frá árunum 1925-1970. Myndirnar eru unnar af Guðmundi Ingólfssyni ljósmyndara á fíberpappír eftir frumnegatífum Jóns Kaldals. Meira
16. ágúst 2002 | Menningarlíf | 328 orð | 1 mynd

Óttinn tekur öll völd

Sambíóin Reykjavík og Akureyri, Laugarásbíó frumsýna The Sum of All Fears - Hættumörk. Með Ben Affleck, Morgan Freeman, Bridget Moyahan, Alan Bates og John Cromwell. Meira
16. ágúst 2002 | Fólk í fréttum | 247 orð | 1 mynd

Óþörf feimni

Æji...fokkit! með Futomatik, sem er Hlynur Magnússon. Eigin útgáfa, brenndur diskur í mjög naumhyggjulegu umslagi. Meira
16. ágúst 2002 | Fólk í fréttum | 196 orð | 1 mynd

Pílagrímsferðin

Dolly Parton er frábær tónlistarmaður og sýnir það og sannar með nýrri plötu sinni. Meira
16. ágúst 2002 | Fólk í fréttum | 123 orð | 1 mynd

Pylsur og kleinuhringir

ENSKA leikkonan og fyrirsætan Liz Hurley bætti við sig rúmum 26 kílóum meðan hún gekk með son sinn, Damien, sem fæddist í vor. Hurley segir í viðtali við Access Hollywood að hún hafi notið þess á meðgöngunni að borða ruslmat. Meira
16. ágúst 2002 | Fólk í fréttum | 105 orð | 1 mynd

Rúnar Júl meðal höfunda

KEFLVÍKINGURINN Rúnar Júlíusson er meðal þeirra sem eiga heiðurinn af lagi er keppa mun um titilinn Ljósalagið 2002 í Stapa í kvöld. Fleiri þekkt nöfn eru á meðal höfunda og má þar nefna Valgeir Skagfjörð, Magnús Kjartansson, Jóhann Helgason og Jóhann G. Meira
16. ágúst 2002 | Fólk í fréttum | 58 orð | 1 mynd

Síðasti plötusnúðurinn

GAMLA brýnið Tom Petty verður klár með nýja plötu 8. október næstkomandi. Að vanda er sveit hans, Heartbreakers, með í ráðum en platan ber hið kúnstuga nafn The Last DJ . Upptökustjóri er sem fyrr George Drakoulias (sem m.a. Meira
16. ágúst 2002 | Kvikmyndir | 156 orð

Skinin bein

Leikstjóri: Grey Hofmeyr. Tónlist: Julian Wiggins.Aðalleikendur: Leon Schuster, David Ramsey, Faizon Love, Robert Whitehead, James Benney. Sýningartími 100 mín. Warner Bros. S-Afríka 2001. Meira
16. ágúst 2002 | Fólk í fréttum | 121 orð | 1 mynd

Sophia Loren heiðruð

ÍTALSKA leikkonan Sophia Loren fær sérstök heiðursverðlaun fyrir æviframlag sitt til kvikmynda á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum síðar í mánuðinum, að því er skipuleggjendur hátíðarinnar tilkynntu. Meira
16. ágúst 2002 | Menningarlíf | 319 orð | 1 mynd

Stuart snýr aftur

Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó, Sambíóin Keflavík, Borgarbíó Akureyri og Ísafjarðarbíó frumsýna Stuart Little 2. Með íslensku og ensku tali. Íslenskar leikraddir: Stúart: Bergur Ingólfsson. Georg: Sigurður Jökull Tómasson. Hr. Kríli: Gunnar Hansson. Meira
16. ágúst 2002 | Menningarlíf | 57 orð

Söngtónleikar í Borgarneskirkju

Í BORGARNESKIRKJU verða tónleikar kl. 17.30 og gefur þar að heyra afrakstur söngnámskeiðs sem staðið hefur undanfarna daga undir yfirskriftinni "Blómlegt sönglíf í Borgarfirði". Á tónleikunum koma fram tíu söngvarar ásamt píanóleikara. Meira
16. ágúst 2002 | Menningarlíf | 132 orð | 2 myndir

Tónlistardagar í Vestmannaeyjum

TÓNLISTARDAGAR Vestmannaeyja fara fram dagana 17.-25. ágúst. Þar koma fram íslenskir og erlendir listamenn og nemendur þeirra frá Íslandi og Ítalíu. Dagskráin hefst kl. 17 í Höllinni á morgun, laugardag. Meira

Umræðan

16. ágúst 2002 | Aðsent efni | 373 orð | 1 mynd

Bann við einkadansi

Bann við einkadansi, segir Sigrún Jónsdóttir, er hvorki endanleg lausn né eina lausnin. Meira
16. ágúst 2002 | Bréf til blaðsins | 720 orð

Lífið er saltfiskur

ÞANNIG ritaði Nóbels-skáld vort í den tíð. Og þannig var það einmitt í þorpinu þar sem ég ólst upp. Þá var Hafnarfjörður sennilega mesti útgerðarbær landsins. Meira
16. ágúst 2002 | Aðsent efni | 862 orð | 1 mynd

Raforkuvirkjanir í laxám

Vegna virkjunarframkvæmda og orkuvinnslu á afréttum, segir Einar Hannesson, hefur vetrarvatn Þjórsár aukist og sumarvatnið orðið tærara. Meira
16. ágúst 2002 | Bréf til blaðsins | 218 orð | 1 mynd

Sílamávaplága í Garðabæ

ÉG BÝ á Garðaholti í Garðabæ í mikilli fuglaparadís og hafa um 25 fuglategundir verpt hér á holtinu, en nú er að verða mikil breyting á. Innrásarlið hefur tekið völdin og er að hrekja mófuglana á brott, en það eru sílamávar. Meira
16. ágúst 2002 | Aðsent efni | 876 orð | 1 mynd

Sjávarútvegsstefnan er Íslendingum hagstæð

Það þjónar einfaldlega ekki hagsmunum ESB, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, að rústa litlu hagkerfi norður í hafi. Meira
16. ágúst 2002 | Bréf til blaðsins | 375 orð

Skotið til heiðurs

RÚSSNESKI púðurreykurinn úr jakkafötum forseta Íslands hafði varla hjaðnað þegar hann, nokkru síðar, tók í hönd forseta Lettlands, enda hafði 21 skoti verið hleypt af til heiðurs honum þegar hann steig um borð í herskipið rússneska sem spillt hefur... Meira
16. ágúst 2002 | Bréf til blaðsins | 621 orð

Styr um Stormsker Í ÞÆTTINUM Í...

Styr um Stormsker Í ÞÆTTINUM Í býtið á Stöð 2, 31. júlí sl., lét Sverrir Stormsker móðan mása um eldri borgara. Hann sagði þá vera allt að því plága í umferðinni, ækju hægt, á röngum vegarhelmingi og stunduðu margt fleira óæskilegt. Meira
16. ágúst 2002 | Bréf til blaðsins | 428 orð

Tími kreppuáranna er endanlega liðinn

FYRST kom fjármálaráðherra, svo kom verkalýðshreyfingin og svo komu þingmenn í Kastljósi. Þetta eru risaeðlur stjórnmálanna, eða fulltrúar þeirra. Þessi tegund af stjórnmálamönnum verður að hverfa af sjónarsviðinu. Eru þeir að stefna að vinstristjórn. Meira
16. ágúst 2002 | Bréf til blaðsins | 18 orð | 1 mynd

Þessir duglegu strákar söfnuðu 4.

Þessir duglegu strákar söfnuðu 4.485 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þeir heita Sverrir Torfason, Ragnarsson og Tómas... Meira

Minningargreinar

16. ágúst 2002 | Minningargreinar | 1167 orð | 1 mynd

EYSTEINN ÁRNASON

Eysteinn Árnason fæddist í Reykjavík 2. október 1934. Hann andaðist á Borgarspítalanum í Reykjavík 9. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Árni Kristjánsson, f. 7. nóvember 1902, d. 28. september 1987, og Kristbjörg Jóhannesdóttir, f. 9. Meira  Kaupa minningabók
16. ágúst 2002 | Minningargreinar | 3636 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR INGVAR GUÐMUNDSSON

Guðmundur Ingvar Guðmundsson stýrimaður fæddist í Reykjavík 30. janúar 1945. Hann varð bráðkvaddur á ferðalagi í Danmörku mánudaginn 5. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hrefna Ingvarsdóttir, f. 6.10. 1921, d. 7.8. Meira  Kaupa minningabók
16. ágúst 2002 | Minningargreinar | 1683 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON

Guðmundur Þorsteinsson fæddist á Sólbakka í Grindavík 25. júní 1926. Hann lést á Landspítalanum 9. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Margrét Daníelsdóttir, f. 17.1. 1899, d. 15.8. 1981, og Þorsteinn Ólafsson, f. 13.3. 1901, d. 20.5. 1982. Meira  Kaupa minningabók
16. ágúst 2002 | Minningargreinar | 2391 orð | 1 mynd

HREFNA BJÖRNSDÓTTIR

Hrefna Björnsdóttir fæddist í Stóra Sandfelli í Skriðdal 8. ágúst 1911. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 7. ágúst síðastliðinn. Hún var elsta barn hjónanna Guðrúnar Einarsdóttur, f. 8.3. 1884, d. 17.5. 1959, og Björns Antoníussonar, f. 4.10. Meira  Kaupa minningabók
16. ágúst 2002 | Minningargreinar | 3033 orð | 1 mynd

ÓSKAR STEINÞÓRSSON

Óskar Gunnlaugur Steinþórsson fæddist í Miðfjarðarnesseli í Skeggjastaðahreppi í N-Múlasýslu 27. júní 1913. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 9. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Stefanía Stefánsdóttir, f. 22.4. 1876, d. 19.5. Meira  Kaupa minningabók
16. ágúst 2002 | Minningargreinar | 3081 orð | 1 mynd

PÉTUR ÓLAFUR HELGASON

Pétur Ólafur Helgason fæddist á Hranastöðum í Eyjafirði 2. maí 1948. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 7. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorbjörg Sveininna Guðmundsdóttir, f. 23. maí 1914, d. 20. júlí 1994, og Helgi Pétursson, f. 11. Meira  Kaupa minningabók
16. ágúst 2002 | Minningargreinar | 1305 orð | 1 mynd

SIGRÚN HARNE RAGNARSDÓTTIR

Sigrún Harne Ragnarsdóttir fæddist í Reykjavík 29. nóvember 1924. Hún lést á heimili sínu 11. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ragnar Ásgeirsson, garðyrkjuráðunautur, f. 6.11. 1895, og Grethe Harne, f. 20.2. 1895. Meira  Kaupa minningabók
16. ágúst 2002 | Minningargreinar | 1418 orð | 1 mynd

SIGURRÓS KRISTINSDÓTTIR

Sigurrós Kristinsdóttir fæddist á Gili í Öxnadal 22. janúar 1901. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 4. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristinn Magnússon frá Hólum Öxnadal, f. 25. desember 1856, d. 10. Meira  Kaupa minningabók
16. ágúst 2002 | Minningargreinar | 1008 orð | 1 mynd

Sveinbjörn P. Gunnarsson

Sveinbjörn Pálmi Gunnarsson var fæddur í Reykjavík 5. júní 1942. Hann lést 6. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gunnar Sveinbjörnsson, f. 26. apríl 1915, d. 7. mars 1992, og Ingigerður Ingvarsdóttir, f. 23. ágúst 1920. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

16. ágúst 2002 | Viðskiptafréttir | 63 orð

Afsláttur í tilefni afmælis Kringlunnar

ATLANTSSKIP hyggjast bjóða fyrirtækjum í Kringlunni 15% afslátt af farmgjöldum til áramóta í tilefni af 15 ára afmæli Kringlunnar. Í tilkynningu frá Atlantsskipum segir að um umtalsverðan sparnað verði að ræða fyrir verslunareigendur. Meira
16. ágúst 2002 | Viðskiptafréttir | 457 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Gullkarfi 125 61 113...

ALLIR FISKMARKAÐIR Gullkarfi 125 61 113 1,924 218,238 Hlýri 221 150 184 1,004 184,716 Keila 96 30 76 2,048 155,707 Kinnar 260 260 260 96 24,960 Langa 142 100 131 492 64,490 Langa/Blálanga 125 125 125 1,831 228,878 Langlúra 100 100 100 330 33,000 Lúða 815... Meira
16. ágúst 2002 | Viðskiptafréttir | 310 orð

Batnandi afkoma Sæplasts hf.

AFKOMA Sæplasts hf. á fyrri helmingi ársins var mun betri en á sama tíma í fyrra. Hagnaður félagsins margfaldaðist milli tímabila, nam um 46 milljónum króna í ár en rúmum 5 milljónum í fyrra. Rekstrartekjur námu 1.478 milljónum króna en voru 1. Meira
16. ágúst 2002 | Viðskiptafréttir | 318 orð | 1 mynd

Hagnaður 774 milljónir króna

HAGNAÐUR Olíuverzlunar Íslands hf. var 774 milljónir króna á fyrri helmingi ársins, en á sama tímabili í fyrra var 197 milljóna króna tap af rekstrinum. Rekstrartekjur námu rúmum 5,8 milljörðum króna og hagnaður fyrir afskriftir nam 506 milljónum króna. Meira
16. ágúst 2002 | Viðskiptafréttir | 106 orð

Hagnaður hjá Loðnuvinnslunni

HAGNAÐUR Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði nam um 295 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2002. Meira
16. ágúst 2002 | Viðskiptafréttir | 438 orð

Haraldur Böðvarsson með 784 milljónir í hagnað

HAGNAÐUR samstæðu Haraldar Böðvarssonar hf. nam 784 milljónum króna á fyrri helmingi ársins en í fyrra var 398 milljóna króna tap af rekstrinum og var afkomubatinn því 1.182 milljónir króna. Meira
16. ágúst 2002 | Viðskiptafréttir | 285 orð

Skýrr og Teymi taka upp sameiningarviðræður

STJÓRNIR upplýsingatæknifyrirtækjanna Skýrr hf. og Teymis hf. hafa samþykkt að ganga til formlegra viðræðna um að sameina fyrirtækin. Meira
16. ágúst 2002 | Viðskiptafréttir | 169 orð

United Airlines hugsanlega í greiðslustöðvun

BANDARÍSKA flugfélagið United Airlines, sem er það annað stærsta í Bandaríkjunum, segir að svo gæti farið að það óskaði eftir greiðslustöðvun um miðjan nóvember nk. ef verkalýðsfélög, birgjar og aðrir veiti því ekki tilslakanir. Meira
16. ágúst 2002 | Viðskiptafréttir | 372 orð | 1 mynd

Þrýst á um minni skattlagningu á áfengi

SKATTLAGNING á áfengi lækkar væntanlega á Norðurlöndum á komandi árum. Þetta er mat Esa Österbergs, sérfræðings við finnsku áfengisrannsóknarstofnunina. Meira

Fastir þættir

16. ágúst 2002 | Árnað heilla | 42 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 16. ágúst, er áttræð Halldóra Guðvarðardóttir, Hjarðarslóð 6f, Dalvík. Eiginmaður hennar er Eysteinn Viggósson, vélstjóri. Meira
16. ágúst 2002 | Í dag | 35 orð

Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9.

Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11-12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíufræðsla. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir samkomuna. Allir velkomnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. Meira
16. ágúst 2002 | Fastir þættir | 326 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

VÖRNIN er viðfangsefni dagsins. Meira
16. ágúst 2002 | Árnað heilla | 19 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. júní sl. í Kópavogskirkju af sr. Meira
16. ágúst 2002 | Dagbók | 873 orð

(Lúk. 11, 33.)

Í dag er föstudagur 16. ágúst, 228. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Auga þitt er lampi líkamans. Þegar auga þitt er heilt, þá er og allur líkami þinn bjartur, en sé það spillt, þá er og líkami þinn dimmur. Meira
16. ágúst 2002 | Viðhorf | 784 orð

Miklir leiðtogar

Grein Karls V. Matthíassonar er [...] orð í tíma töluð, ef ekki vegna foringjadýrkunar hér á Íslandi þá að minnsta kosti vegna kostulegra stjórnarhátta landsföðurins í Túrkmenistan. Meira
16. ágúst 2002 | Dagbók | 70 orð

Til Helgu

Ég ann þér að æfikveldi, elsku Helga mín! og hugsa oft um það hnugginn, hver muni biðja þín. Þú ert svo góð og gáfuð og gasprar svo fínt við þá, sem eru sífellt á veiðum og sofa vilja hjá. Meira
16. ágúst 2002 | Í dag | 184 orð

Við Reykjavíkurtjörn

Menningarnóttina 17. ágúst kl. 20:30 verður kvöldstund í Fríkirkjunni í Reykjavík. Stundin byggist upp af stuttri hugleiðingu og ritningarlestrum. Að venju mun tónlistin skipa stóran sess í stundinni. Meira
16. ágúst 2002 | Fastir þættir | 463 orð

Víkverji skrifar...

ÞEGAR lagt er af stað í leit að jafnvitlausri landbúnaðarpólitík og á Íslandi enda menn yfirleitt í Noregi. Meira

Íþróttir

16. ágúst 2002 | Íþróttir | 134 orð

Aðstoða Afgana

KNATTSPYRNUYFIRVÖLD í Englandi, Írlandi og Þýskalandi hafa tekið höndum saman við heimamenn í Afganistan um að byggja upp knattspyrnuhreyfinguna þar í landi á nýjan leik. Meira
16. ágúst 2002 | Íþróttir | 17 orð | 1 mynd

Áhorfendur á PGA-meistaramótinu fylgdust vel með...

Áhorfendur á PGA-meistaramótinu fylgdust vel með Tiger Woods. Hér slær hann teighöggið á 14. braut að viðstöddu... Meira
16. ágúst 2002 | Íþróttir | 235 orð | 1 mynd

Árni Gautur bíður átekta

"ÞAÐ hafa engin formleg tilboð borist til okkar í Árna Gaut Arason," segir Rune Bratseth yfirmaður knattspyrnumála hjá Rosenborg í viðtali við norska staðarblaðið Telemarksavisen. Þar er fjallað um framtíð íslenska landsliðsmarkvarðarins hjá félaginu. Sjálfur segir Árni við sama fjölmiðil að honum líði vel í Þrándheimi og hann geti vel hugsað sér að leika allan sinn feril hjá Rosenborg. Samningur hans við félagið rennur út í lok næsta árs. Meira
16. ágúst 2002 | Íþróttir | 185 orð

Ballack bestur í Þýskalandi

MICHAEL Ballack, miðjumaður þýska landsliðsins í knattspyrnu og leikmaður Bayern München, hefur verið útnefndur knattspyrnumaður ársins í Þýskalandi af íþróttafréttamönnum þar í landi í samvinnu við þýska knattspyrnublaðið Kicker . Meira
16. ágúst 2002 | Íþróttir | 311 orð | 1 mynd

* BJÖRGVIN Sigurbergsson, kylfingur úr Keili...

* BJÖRGVIN Sigurbergsson, kylfingur úr Keili , komst ekki áfram á golfmóti í Skotlandi . Hann lék í gær á sex höggum yfir pari en ekki lá fyrir í gærkvöldi í hvaða sæti hann varð. Meira
16. ágúst 2002 | Íþróttir | 757 orð | 1 mynd

Fylkismenn fóru illa að ráði sínu

"VIÐ verðum fljótir að klappa Finni á bakið þrátt fyrir að hann hafi ekki sett boltann í netið í góðu færi. Meira
16. ágúst 2002 | Íþróttir | 76 orð

Guðni Rúnar stefnir enn á Start

GUÐNI Rúnar Helgason, varnarmaður úr Val, skrifaði ekki undir samning við Start í Noregi í gær eins og hann hafði búist við. "Það er verið að flétta þetta allt saman," sagði Guðni Rúnar í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Meira
16. ágúst 2002 | Íþróttir | 459 orð

Hafnfirðingar ætla sér sigur

"ÞETTA er án efa skemmtilegasta frjálsíþróttamótið sem haldið er hér á landi ár hvert. Meira
16. ágúst 2002 | Íþróttir | 106 orð | 1 mynd

Hilmar og Sturla keppa í Riga

TVEIR íslenskir snókerspilarar héldu utan árla í morgun til Riga í Lettlandi þar sem þeir munu taka þátt í Heimsmeistaramóti einstaklinga í snóker undir 21 árs aldri. Meira
16. ágúst 2002 | Íþróttir | 77 orð

Íslensk þrenna hjá Stabæk

ÍSLENDINGARNIR í herbúðum norska liðsins Stabæk, Tryggvi Guðmundsson og Marel Baldvinsson, gerðu þrjú mörk þegar liðið vann Linfield 4:0 í UEFA-bikarnum í gærkvöldi. Það var norskur leikmaður sem kom Stabæk yfir snemma leiks og nokkru síðar, eða á 18. Meira
16. ágúst 2002 | Íþróttir | 52 orð

KNATTSPYRNA 1.

KNATTSPYRNA 1. deild karla: Kópavogsvöllur: Breiðablik - Valur 19 Ásvellir: Haukar - Stjarnan 19 2. deild karla: Selfossvöllur: Selfoss - Víðir 19 Þróttarvöllur: Léttir - Skallagrímur 19 3. deild karla B: Sandg.völlur: Reynir S - Bolungarvík 19 3. Meira
16. ágúst 2002 | Íþróttir | 296 orð

KNATTSPYRNA Forkeppni UEFA-bikarsins, fyrri leikir: Fylkir...

KNATTSPYRNA Forkeppni UEFA-bikarsins, fyrri leikir: Fylkir - Moeskroen 1:1 Laugardalsvelli, undankeppni UEFA-bikarsins, fyrri leikur liðanna, fimmtudaginn 15. ágúst 2002. Mark Fylkis: Sverrir Sverrisson, víti 58. Mark Moeskroen: Christophe Gregorie 28. Meira
16. ágúst 2002 | Íþróttir | 337 orð

Línurnar að skýrast

Þegar ein umferð er eftir í 3. deild karla í knattspyrnu hafa sex lið tryggt sér öruggt sæti í úrslitakeppni deildarinnar og tvö lið eru komin með annan fótinn í keppnina. Í 1. Meira
16. ágúst 2002 | Íþróttir | 32 orð

Nettilboðið að renna út

Á morgun eru síðustu forvöð fyrir knattspyrnuáhugafólk að tryggja sér miða á Netinu á fjóra landsleiki A-liðs karla. Verð á leikina fjóra er 6.000 eða 4.000 krónur eftir því hvar menn vilja... Meira
16. ágúst 2002 | Íþróttir | 27 orð

Piltamet hjá Breiðabliki

PILTASVEIT Breiðabliks setti í gærkvöldi Íslandsmet í 4x800 metra boðhlaupi á innanfélagsmóti Breiðabliks. SVeitina skipuðu Steinar Backman, Sigurjón Þórðarson, Sölvi Guðmundsson og Kári Logason. Tími sveitarinnar var... Meira
16. ágúst 2002 | Íþróttir | 524 orð | 1 mynd

* TÉKKNESKA knattspyrnusambandið hefur aflýst öllum...

* TÉKKNESKA knattspyrnusambandið hefur aflýst öllum leikjum helgarinnar þar í landi vegna mikilla flóða sem herja nú á landið. Flestir knattspyrnuvellir í höfuðborginni Prag eru líkastir stöðuvötnum og hafa leikirnir verið settir á hinn 24. nóvember nk. Meira
16. ágúst 2002 | Íþróttir | 463 orð

Tveggja marka tap Eyjamanna

EYJAMENN töpuðu 2:0 í fyrri leik sínum við sænska liðið AIK Solna í Stokkhólmi í gærkvöldi. Leikurinn var í UEFA-bikarnum. Heimamenn skoruðu um miðjan fyrri hálfleik og síðan alveg í lok leiksins. Meira
16. ágúst 2002 | Íþróttir | 235 orð

Vorum mun beittari

Aðalsteinn Víglundsson, þjálfari Fylkismanna, var með glampa í augunum eftir 1:1 jafntefli Fylkis gegn belgíska liðinu Moeskroen í forkeppni UEFA-bikarkeppninnar í knattspyrnu í gærkvöld. Meira
16. ágúst 2002 | Íþróttir | 84 orð

Þórey í íþróttanefnd EAA

ÞÓREY Edda Elísdóttir, stangarstökkvari úr FH, hefur verið kosin í íþróttamannanefnd Frjálsíþróttasambands Evrópu. Kosningin fór fram í tengslum við Evrópumeistaramótið í München, sem lauk sl. sunnudag. Meira
16. ágúst 2002 | Íþróttir | 113 orð

Þrír útlendingar til ÍBV

MEISTARAFLOKKUR ÍBV í handknattleik karla hefur fengið til liðs við sig þrjá erlenda leikmenn fyrir næstu leiktíð sem hefst í næst mánuði. Meira
16. ágúst 2002 | Íþróttir | 239 orð

Þrumuveður setti svip á PGA-mótið

FYRSTI dagurinn á PGA-meistaramótinu í golfi, fjórða og síðasta risamóti ársins, fór meira og minna í vaskinn vegna veðurs. Fresta varð leik í þrjár klukkustundir vegna þrumuveðurs og rigningar. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

16. ágúst 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 1332 orð | 6 myndir

Alheimsmál í túnfæti

GETUR verið að hundasúrur sem spretta hjá hjartahreinum bragðist óvenju vel? Eða er það kannski huldufólkið í túninu sem launar velvild og langa sambúð með sérlega safaríkum súrum? Meira
16. ágúst 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 113 orð

Esperanto

PÓLVERJINN og augnlæknirinn L.L. Zamenhof kom fram með hið tilbúna tungumál Esperanto árið 1887 og var því ætlað að verða alþjóðamál. Meira
16. ágúst 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 695 orð | 3 myndir

Fimar í flamenco

FLAMENCO-dansinn er upprunninn í Andalúsíu á Spáni og dansaður við tónlist þar sem skiptist á söngur, oft harmrænn, og hraðir kaflar leiknir á gítar. Meira
16. ágúst 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 295 orð | 1 mynd

Flamenco-söngkona í opnunarmyndinni

ROSARIO Flores, ein vinsælasta flamenco-söngkona Spánar, fer með hlutverk í Hable con ella (Ræddu málin), sem verður opnunarmynd á spænskri kvikmyndahátíð í Reykjavík 12. til 22. september n.k. Meira
16. ágúst 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 733 orð | 3 myndir

Geggjað að geta hneggjað

VIÐ hittumst í fjörunni sem ilmar af þara og þangi, skellum hnökkum á bak reiðskjóta sem kippa sér ekki upp við umstang mannskepnunnar enda ýmsu vanir við að þjónusta viðskiptavini Garðars Hreinssonar sem á og rekur Íslenska ferðahesta í Mosfellsbæ ásamt... Meira
16. ágúst 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 95 orð | 1 mynd

Hinsegin dagar í Reykjavík

MIKILL mannfjöldi kom saman í miðborg Reykjavíkur um síðustu helgi þegar Gay-Pride, eða gleði-ganga sam-kynhneigðra, tví-kynhneigðra og allra vina og vanda-manna, fór niður Laugaveg. Gangan var prýdd fjölda skemmtivagna, sem sýndu alls konar atriði. Meira
16. ágúst 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 1823 orð | 7 myndir

Hugvit á heimsvísu

MARGIR kannast við þá óþægilegu tilfinningu sem fylgir því að heyra glamra í ryksugurörinu og vita ekki hvað það er sem er að sogast ofan í ryksugupokann. Hvað var þetta? Meira
16. ágúst 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 666 orð | 5 myndir

Opinberun Meðaljóns og Gunnu

DRAUMAGUNNA er ljóshærð, bláeygð og brjóstastór, 170 cm á hæð og 62 kg. Meðalgunna er líka ljóshærð og bláeygð en 3 cm lægri, með minni brjóst og 7 kg þyngri. Meðaljón og Draumajón eru aftur á móti nauðalíkir. Meira
16. ágúst 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 21 orð | 6 myndir

Samvera er besta sumargjöfin

Útitími á leikskólanum. Stundum tekur sinn tíma að príla upp, en salí bunan er aftur á móti jafnskammvinn og hún er... Meira
16. ágúst 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 336 orð | 2 myndir

Sígaunar þróuðu listina

FLAMENCO-listformið á rætur að rekja til ýmissa ólíkra menningaráhrifa sem runnið hafa saman í Andalúsíu á Spáni. Fyrst og fremst voru það sígaunar, sem settust að í Andalúsíu á 15. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.