Greinar þriðjudaginn 20. ágúst 2002

Forsíða

20. ágúst 2002 | Forsíða | 183 orð

Abu Nidal sagður allur

PALESTÍNSKI hryðjuverkaforinginn Abu Nidal fannst skotinn til bana á heimili sínu í Bagdad, höfuðborg Íraks, um liðna helgi, að sögn palestínsks heimildarmanns. Meira
20. ágúst 2002 | Forsíða | 339 orð

Grandað af skæruliðum Tsjetsjena?

AÐ MINNSTA kosti 85 rússneskir hermenn biðu bana þegar þyrla þeirra fórst skammt frá aðalbækistöðvum rússneska hersins í útjaðri Grozní, höfuðborgar Tsjetsjeníu, um miðjan dag í gær. Meira
20. ágúst 2002 | Forsíða | 259 orð | 1 mynd

Ísraelsher frá Betlehem

ÍSRAELSHER yfirgaf í gærkvöld borgina Betlehem og ýmis önnur svæði á Vesturbakkanum en brottflutningarnir eru hluti af samkomulagi sem náðist milli Binyamins Ben Eliezers, varnarmálaráðherra Ísraels, og Abdels Razaq al-Yahya, innanríkisráðherra í... Meira
20. ágúst 2002 | Forsíða | 150 orð | 1 mynd

Tjónið hleypur á hundruðum milljarða

MAÐUR notar almenningssíma í þorpi nokkru um tuttugu kílómetra norður af Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, en borgin slapp furðuvel í flóðunum um helgina. Meira

Fréttir

20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 246 orð

140 manns eiga bókað flug í dag

ALLS eiga hundrað og fjörutíu manns bókað flug til Prag með ferðaskrifstofunni Heimsferðum í dag. Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 152 orð

28 kíló af metangasi láku út

TALIÐ er að um 28 kg af metangasi hafi lekið úr birgðagámi við bensínstöð ESSO á Bíldshöfða um tíuleytið á laugardagskvöld. Lögregla lokaði götum í nágrenninu meðan slökkviliðsmenn í eiturefnabúningum skrúfuðu fyrir gasið. Meira
20. ágúst 2002 | Akureyri og nágrenni | 76 orð

Andreukvöld í Deiglunni

NÚ fer senn að síga á seinni hluta Listasumars á Akureyri 2002 og síðasti Heiti fimmtudagur sumarsins verður nk. fimmtudag 22. ágúst kl. 21.30 í Deiglunni. Meira
20. ágúst 2002 | Suðurnes | 56 orð

Atvinnuleysi 1,6% í júlí

MEÐALFJÖLDI atvinnulausra á Suðurnesjum í júlí var 147 eða 1,6%. Sama hlutfall atvinnulausra var í júní. Þetta kemur fram í skýrslu Vinnumálastofnunar. Atvinnulausum körlum fækkaði um átta að meðaltali milli mánaða en atvinnulausum konum fjölgaði um tíu. Meira
20. ágúst 2002 | Akureyri og nágrenni | 108 orð | 1 mynd

Ágæt aðsókn á sumartónleika

KLEZMER-kvartett Hauks Gröndal lék í Reykjahlíðarkirkju nýlega, gyðingatónlist frá ýmsum Evrópulöndum. Þar með lauk dagskránni "Sumartónleikar við Mývatn" að þessu sinni. Meira
20. ágúst 2002 | Suðurnes | 168 orð | 1 mynd

Áhugi á parhúsabyggð kannaður

BÚMENN ehf. kynntu áætlun sína um parhúsabyggð í Vogum á Vatnsleysuströnd á fundi í Glaðheimum sl. föstudagskvöld. Fjölmennt var á fundinum, að sögn Jóhönnu Reynisdóttur sveitarstjóra, en tíu íbúðir eru fyrirhugaðar í byggðinni. Meira
20. ágúst 2002 | Landsbyggðin | 420 orð | 1 mynd

Áhugi fyrir ferjusiglingum á milli Norður-Ameríku og Íslands

ÁRSFUNDUR Vestnorræna ráðsins var haldinn í Stykkishólmi dagana 16.-18. ágúst. Þjóðþing Færeyinga, Grænlendinga og Íslendinga stofnuðu ráðið árið 1985, en þar sitja 18 þingmenn, sex frá hverju aðildarríki. Meira
20. ágúst 2002 | Suðurnes | 36 orð

Bílvelta á Sandgerðisvegi

BIFREIÐ valt á Sandgerðisvegi í gærmorgun. Ökumaður bifreiðarinnar var einn í bílnum. Er hann grunaður um ölvunarakstur. Maðurinn var í bílbelti og slapp að mestu ómeiddur að sögn lögreglu en kenndi þó til í baki eftir... Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Borgin snyrt

STARFSMENN á vegum Reykjavíkurborgar hafa notað blíðviðrið undanfarna daga til að snyrta borgina. Þessir tveir ungu menn voru að pússa og mála stólpa í Austurstræti í Reykjavík þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið þar framhjá á dögunum. Meira
20. ágúst 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 174 orð | 1 mynd

Eigandinn sáttur við eignarnám

EIGANDI gamla ullarþvottahússins í Mosfellsbæ segist ekki vilja standa í vegi fyrir áformum bæjaryfirvalda um að framfylgja deiliskipulagi Álafosskvosarinnar. Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 348 orð

Eignir minnkuðu um tæpa 22 milljarða

EIGNIR íslenskra lífeyrissjóða í verðbréfum erlendis í lok júní sl. voru tæpum 22 milljörðum króna minni en um síðastliðin áramót; rúmir 115 milljarðar eftir fyrri hluta ársins en tæpir 137 milljarðar í árslok 2001. Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 276 orð | 1 mynd

Einrænn ævintýramaður

ENN eru afdrif Ítalans Davides Paita mönnum hulin ráðgáta, en hans hefur verið saknað í nærri hálfan mánuð og leitað svo dögum skiptir í Eyjafirði. Leit er í biðstöðu og verður ekki fram haldið fyrr en nýjar vísbendingar koma fram um afdrif hans. Meira
20. ágúst 2002 | Akureyri og nágrenni | 117 orð

Ein umsókn til viðbótar

EIN umsókn til viðbótar barst um starf sveitarstjóra Hörgárbyggðar og alls eru því 20 umsækjendur um stöðuna. Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Ekið í veg fyrir lögreglumann á mótorhjóli

LÖGREGLUMAÐUR slasaðist þegar bíl var ekið í veg fyrir lögreglumótorhjól hans á Hofsvallagötu á laugardagsmorgun. Úlnliður hans brotnaði og tveir hryggjaliðir féllu saman og er hann enn á sjúkrahúsi. Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 126 orð

Ekki svigrúm í lögum til frestunar

FULLTRÚAR frá Borgarbyggð áttu í gær fund með félagsmálaráðherra þar sem meðal annars var rætt um hugsanlega frestun á réttaráhrifum úrskurðar ráðuneytisins um nýjar kosningar í Borgarbyggð. Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 81 orð

Esjan smöluð í dag

SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykjavíkur hyggst grípa til aðgerða í dag vegna skemmda sem fé hefur valdið á plöntum í Esju í sumar. Fenginn hefur verið smali úr Borgarfirði með þrjá smalahunda og verður fénu smalað af fjalli og sett í Kollafjarðarrétt. Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 921 orð | 2 myndir

Eystrasaltslöndunum boðin aðild fyrir árslok

Mikil bjartsýni ríkti á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Riga í gær um að Eistlandi, Lettlandi og Litháen yrði boðin aðild að bæði NATO og ESB fyrir árslok. Nína Björk Jónsdóttir sat blaðamannafund að fundi loknum og ræddi við Davíð Oddsson forsætisráðherra. Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 90 orð

Faldi efnið í íþróttaskóm

TOLLGÆSLAN á Keflavíkurflugvelli lagði á föstudagskvöld hald á um hálft kíló af hassi sem danskur karlmaður reyndi að smygla til landsins í skóm sem hann var í. Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 264 orð

Farþegaferð með Herjólfi til Danmerkur

"BOÐIÐ verður upp á siglingu með Herjólfi milli Þorlákshafnar/Vestmannaeyja og Frederikshavn hinn 15.-29. september í tilefni þess að ferjan er að fara í slippí Frederikshavn í Danmörku. Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 34 orð

Fimm ára drengur varð fyrir bíl

FIMM ára gamall drengur varð fyrir bíl á gatnamótum Hringbrautar og Selvogsgötu í Hafnarfirði á sunnudag. Drengurinn var fluttur á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss en að sögn lögreglu var hann ekki talinn mjög alvarlega... Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 222 orð

Fjárveitingar skortir til verksins

FJÁRVEITINGAR hafa ekki fengist til að gera verndaráætlanir fyrir Ramsar-svæði og því hafa framkvæmdirnar dregist, að sögn Trausta Baldurssonar, sviðsstjóra hjá Náttúruvernd ríkisins. Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 443 orð | 2 myndir

Fleiri ár yfir þúsund laxa

Þeim fjölgar nú laxveiðiánum sem fara yfir fjögurra stafa mörkin. Langá á Mýrum fór yfir þúsund laxa í gærmorgun og þegar veiðimenn komu til húss á föstudagskvöldið var heildartalan komin í 1015 laxa. Meira
20. ágúst 2002 | Landsbyggðin | 83 orð | 1 mynd

Flöskuskeyti frá Sandgerði

KRISTJÁN Sæþórsson frá Ólafsvík rakst á flöskuskeyti þegar hann var á göngu á milli Einarslóns og Djúpalóns á Snæfellsnesi 13. ágúst. Reyndist flöskuskeytið vera sent frá Sandgerði 24. maí árið 2000. Meira
20. ágúst 2002 | Suðurnes | 101 orð

Fulltrúi Þ-lista fær ekki seturétt í bæjarráði

ÓSK FULLTRÚA Þ-lista, Ólafs Þórs Ólafssonar, um seturétt í bæjarráði Sandgerðis var hafnað á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Á 183. fundi bæjarstjórnar þann 12. júní sl. óskaði Ólafur Þór eftir seturétti í bæjarráði í samræmi við 44. gr. Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 155 orð

Fær góða einkunn í nýlegri skýrslu

ÍSLENSKA stjórnsýslan er næstbesta stjórnsýsla í heimi, samkvæmt nýlegri úttekt sem birt er í skýrslu Alþjóðaþróunarstofnunar Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Stjórnsýslan í Finnlandi er í fyrsta sæti en stjórnsýsla í Danmörku í því þriðja. Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 727 orð | 1 mynd

Fötlun í ljósi félagsvísinda

Rannveig Traustadóttir er fædd í Reykjavík 1950. Hún lauk þroskaþjálfaprófi árið 1969 og starfaði um árabil með fötluðum og sem kennari við Þroskaþjálfaskóla Íslands. Hún lauk BA-prófi frá Háskóla Íslands í félagsfræði og heimspeki 1985 og doktorsprófi í fötlunarfræðum og kvennafræðum frá Syracuse-háskóla í Bandaríkjunum árið 1992. Rannveig er dósent við félagsvísindadeild HÍ og hefur starfað sem kennari við deildina síðan 1993. Rannveig á eina uppkomna dóttur og tvær ömmustelpur. Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 288 orð | 1 mynd

Geðlæknisþjónusta ekki aðgengileg

AÐ MATI Ragnheiðar Hergeirsdóttur, framkvæmdastjóra Svæðisskrifstofu Suðurlands um málefni fatlaðra, myndi stofnun Geysisklúbbs á Suðurlandi fela í sér ómetanlega möguleika fyrir geðfatlaða og fjölskyldur þeirra. Meira
20. ágúst 2002 | Erlendar fréttir | 316 orð

Grýtt í hel fyrir að verða ófrísk

ÍSLAMSKUR dómstóll í Nígeríu hafnaði í gær áfrýjun ungrar konu, sem dæmd hafði verið til dauða fyrir að eiga barn utan hjónabands. Skipaði hann svo fyrir, að hún skyldi grýtt í hel strax og hún hefði vanið barnið af brjósti. Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Heimsókn í Daníelslund

Í tengslum við aðalfund Skógræktarfélags Íslands, sem haldinn var í Logalandi um helgina, var samstarfsverkefnið "Opinn skógur" kynnt í Daníelslundi í Borgarfirði. Meira
20. ágúst 2002 | Akureyri og nágrenni | 29 orð

Helgistund í Glerárkirkju

KVÖLDHELGISTUND verður í Glerárkirkju á Akureyri í kvöld kl. 21. Þar verða persónulegar fyrirbænir og sakramenti og leikin létt trúarleg tónlist í umsjá Þorvaldar Halldórssonar og Margrétar Scheving. Allir... Meira
20. ágúst 2002 | Erlendar fréttir | 229 orð

Hundruð farast

EKKERT lát er miklum flóðum í Kína en talið er, að þau hafi kostað um 250 manns lífið síðasta hálfa mánuðinn og að minnsta kosti 1.000 manns á árinu. Í gær var spáð, að nýr fellibylur myndi ganga inn yfir kínverska meginlandið og auka enn á hamfarirnar. Meira
20. ágúst 2002 | Erlendar fréttir | 260 orð | 1 mynd

Hyggst sinna köllun sinni fram í andlátið

JÓHANNES Páll II páfi lauk í gær tilfinningahlaðinni heimsókn til föðurlands síns, Póllands. Gaf hann við þetta tækifæri skýrt til kynna að hann hygðist gegna páfadómi allt fram í andlátið. Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Íslendingur kominn heim og tekur þátt í Ljósanótt

VÍKINGASKIPIÐ Íslendingur kom til hafnar í Reykjavík í gær með Lagarfossi, skipi Eimskipafélagsins, frá Shelburn í Nova Scotia. Meira
20. ágúst 2002 | Miðopna | 976 orð | 1 mynd

Kannað hvort draga má úr tíðni frumubreytinga

Komið er á markað bóluefni sem talið er geta nýst til að draga úr tíðni leghálskrabbameins. Með bólusetningu má hugsanlega draga úr smiti veiru sem nefnd er HPV. Langvarandi smit hennar getur komið af stað frumubreytingum sem leitt geta til krabbameins. Meira
20. ágúst 2002 | Akureyri og nágrenni | 119 orð

Kennsla nýnema hafin í HA

KENNSLA nýnema í Háskólanum á Akureyri hófst í gær með dagskrá sem kallast nýnemadagar. Nýnemadagar eru sérstakir kynningardagar sem hafa það að markmiði að undirbúa nýnema fyrir nám og starf í háskóla. Meira
20. ágúst 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 91 orð | 2 myndir

Konungleg skemmtun á lokahátíð

ÞAÐ vantaði ekki fjörið á lokahátíð sumardvalarheimilisins í Reykjadal sem haldin var síðastliðinn laugardag í boði Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Á milli þrjú og fjögur hundruð manns skemmtu sér þar konunglega við fjölbreytta dagskrá. Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 139 orð

Kostnaður vegna heimsóknarinnar 38,7 milljónir

KOSTNAÐUR ríkisins vegna komu Jiang Zemin, forseta Kína, til Íslands í júní sl. nam samtals 38,7 milljónum króna, skv. svari forsætisráðuneytið hefur birt við fyrirspurn frá fréttastofu Ríkisútvarpsins. Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Kylfan Íslandsmeistari í krikket

ÍSLANDSMÓTIÐ í krikket var haldið á Víðistaðatúni í Hafnarfirði á laugardag. Tvö lið tóku þátt í mótinu og var því um hreinan úrsitaleik að ræða. Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 43 orð

Kærði nauðgun

UNG kona leitaði til lögreglunnar í Reykjavík um helgina og kærði mann fyrir nauðgun sem hún sagðist hafa orðið fyrir á Landakotstúni aðfaranótt sunnudags. Meintur árásarmaður hefur verið yfirheyrður en hann neitar sök. Meira
20. ágúst 2002 | Akureyri og nágrenni | 151 orð | 1 mynd

Leikárið hafið hjá LA

NÝTT leikár hófst hjá Leikfélagi Akureyrar í gær. Þar á bæ er lofað metnaðarfullu, fjölbreyttu og spenn-andi leikári þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Þann 1. september nk. Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 832 orð | 1 mynd

Lífið býður ýmsa spennandi möguleika

Svanfríður Jónasdóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar, ætlar ekki að gefa kost á sér við næstu alþingiskosningar. Hún greindi frá þessu á fundi stjórnar kjördæmisráðs flokksins á Hallormsstað um helgina og segir í samtali við Ómar Friðriksson að nú sé rétti tíminn til að söðla um eftir 20 ára stjórnmálastörf. Meira
20. ágúst 2002 | Suðurnes | 98 orð

Líkamsárás á Ránni

RÁÐIST var á dyravörð á veitingastaðnum Ránni við Hafnargötu í Keflavík um klukkan eitt aðfaranótt sunnudags. Maður á fertugsaldri kýldi í gegnum gler í miðasölu staðarins og hæfði hnefi hans dyravörðinn, sem datt aftur fyrir sig og rotaðist. Meira
20. ágúst 2002 | Erlendar fréttir | 384 orð | 1 mynd

Menn bin Ladens drápu hunda með gasi

TALSMAÐUR George W. Bush Bandaríkjaforseta sagði í gær að nýbirt myndbönd, sem sýna þjálfun og tilraunir á vegum al-Qaeda samtakanna, gæfu til kynna hve hættuleg hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens væru. Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 332 orð

Mikið blóð fannst í íbúð hinna grunuðu

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald til 4. september næstkomandi yfir tveimur karlmönnum sem grunaðir eru um að hafa framið alvarlega líkamsárás við Eiðistorg 2. ágúst sl. Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 466 orð | 1 mynd

Mikið um ölvun og pústra

MJÖG annasamt var hjá lögreglu um helgina og óhætt að segja að Menningarnótt hafi sett sterkan svip á borgina á laugardag og skapað lögreglumönnum verkefni langt fram eftir nóttu. Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 887 orð | 2 myndir

Mikil ölvun og tugir manna slasaðir eftir slagsmál

SEXTÁN kærur vegna líkamsárásar á menningarnótt voru komnar fram í gær og talið er að fleiri eigi eftir berast lögreglu á næstu dögum. Um nóttina voru 25 manns færðir á lögreglustöð og tæplega þriðjungur var settur í fangageymslu. Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 177 orð

Mynda þarf þverpólitískt samstarf

GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra fjallaði m.a. um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu í ávarpi sínu á Hólahátíð sl. sunnudag. Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 289 orð

Nefnd sker úr ágreiningi

VEGNA misræmis í aðalskipulagi hreppanna við Norðlingaöldu liggur fyrir að skipa þurfi nefnd til að leysa úr ágreiningnum, að sögn Stefáns Thors skipulagsstjóra. Í úrskurði Skipulagsstofnunar um Norðlingaölduveitu kemur m.a. Meira
20. ágúst 2002 | Erlendar fréttir | 630 orð | 1 mynd

"Ég er hinn illi andi..."

PALESTÍNSKI öfgamaðurinn Abu Nidal, sem að sögn fannst látinn á heimili sínu í Bagdad, höfuðborg Íraks, um helgina, var á tímabili einn illræmdasti hryðjuverkamaður heims, hataður jafnt af Ísraelum og Palestínumönnum. Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 33 orð

Rangt nafn Í frétt um dreng...

Rangt nafn Í frétt um dreng sem lá við drukknun í sundlauginni á Tálknafirði var rangt farið með nafn Steinars Harðarsonar, umdæmisstjóra Vinnueftirlitsins. Steinar var nefndur Stefán í fréttinni. Beðist er velvirðingar á þessum... Meira
20. ágúst 2002 | Erlendar fréttir | 392 orð

Sagður hafa sakað Arafat um mikla spillingu

JAWEED al-Ghussein, fyrrverandi féhirðir PLO, Frelsisfylkingar Palestínumanna, neitaði í gær þeim fréttum í ísraelskum fjölmiðlum, að hann hefði sakað Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, um mikla spillingu og fjárdrátt. Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 368 orð | 1 mynd

Sagt frá hugmyndafræðinni að baki klúbbnum

KYNNINGARFUNDUR um málefni geðsjúkra verður haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurlands annað kvöld þar sem meðal annars munu mæta fulltrúar úr Geysisklúbbnum í Reykjavík og kynna starfsemi klúbbsins. Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 274 orð

Samanlagður afkomubati milli ára 11,7 milljarðar

ÞAU ellefu sjávarútvegsfyrirtæki sem skráð eru í Kauphöll Íslands og birt hafa milliuppgjör vegna fyrri árshluta 2002 högnuðust öll á tímabilinu, samanlagt um rúma 8,9 milljarða króna. Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 415 orð

Segjast ekki hafa skipt um skoðun

GÍSLI Már Gíslason, formaður Þjórsárveranefndar, og Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi iðnaðarráðherra og nefndarmaður í Náttúruverndarráði, segjast ekki hafa skipt um skoðun og aldrei hafa stutt gerð miðlunarlóns við Norðlingaöldu, eins og haft sé... Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 673 orð | 1 mynd

Sjálftökulið skammtar sér og nýrri aðalsstétt laun

GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra fjallaði m.a. um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu í ávarpi sínu á Hólahátíð sl. sunnudag. Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Skipstjóri hvalaskoðunarbáts grunaður um ölvun

GRUNUR leikur á að skipstjóri hvalaskoðunarbátsins Hauks hafi verið ölvaður þegar hann sigldi bátnum á smábátabryggju á Húsavík á laugardagsmorgun. Talsvert högg kom á bátinn við áreksturinn en farþegarnir, sem voru á fjórða tug, meiddust ekki. Meira
20. ágúst 2002 | Akureyri og nágrenni | 142 orð

Stjórnendanám í HA

STJÓRNENDUR framtíðarinnar er heiti á stjórnendanámi IMG og Símenntunar Háskólans á Akureyri, sem mun fara af stað í fyrsta sinn í september nk. Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 211 orð

Sækja um hæli á Íslandi

RÚSSNESK hjón og sautján ára gamall sonur þeirra gáfu sig fram við lögregluna á Akureyri fyrir helgi og óskuðu eftir hæli á Íslandi. Ástæðan fyrir hælisbeiðninni er sú að sonurinn verður 18 ára í haust og kemst þá á herskyldualdur. Meira
20. ágúst 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 174 orð

Umhverfismat Skarfagarðs í kynningu

SKIPULAGSSTOFNUN hefur hafið athugun á mati á umhverfisáhrifum vegna byggingar Skarfagarðs og Skarfabakka í Sundahöfn í Reykjavík. Fyrirhuguð hafnarmannvirki eru skjólgarður og hafnarbakki á svokölluðu Klettasvæði í höfninni. Meira
20. ágúst 2002 | Suðurnes | 117 orð

Umsókn um styrk til mastersnáms hafnað

MEIRIHLUTI bæjarstjórnar Sandgerðis féllst ekki á hugmyndir minnihlutans um að greiða nemendum í mastersnámi styrki. Málið var til umræðu á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Meira
20. ágúst 2002 | Erlendar fréttir | 562 orð | 3 myndir

Vandamálum hlaðin fortíð

KOMIÐ hefur í ljós að parið, sem grunað er um morðið á brezku skólastúlkunum, Holly Wells og Jessica Chapman, á sér vandamálum hlaðna fortíð. Meira
20. ágúst 2002 | Akureyri og nágrenni | 282 orð | 2 myndir

Vel heppnuð djasshátíð á Akureyri

DJASSHÁTÍÐIN Django Jazz 2002 Festival Akureyri, tókst með miklum ágætum, að sögn Jóns Hlöðvers Áskelssonar, sem sæti á í framkvæmdanefnd hátíðarinnar. Meira
20. ágúst 2002 | Suðurnes | 386 orð | 2 myndir

Velkomin á Ljósanótt sigraði

LAG Ásmundar Valgeirssonar, Velkomin á ljósanótt, sigraði í keppninni um Ljósanæturlagið 2002, en hún fór fram í Stapa í Reykjanesbæ á föstudagskvöldið. Flytjandi lagsins var Einar Ágúst, en tíu lög voru valin til þátttöku í úrslitakeppninni. Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 67 orð

Verð deCODE í nýju lágmarki

VERÐ hlutabréfa í deCODE genetics lækkaði um 6,67% á Nasdaq-hlutabréfamarkaðinum í í gær. Lokaverð bréfanna var 2,66 dollarar og er það lægsta lokaverð frá skráningu þeirra á Nasdaq. Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 93 orð

Verður auglýst eftir umsóknum

ÁSATRÚARFÉLAGIÐ undirbýr nú að skila inn greinargerð til dómsmálaráðuneytisins vegna aukaallsherjarþings safnaðarins í Reykjavík sem haldið var á laugardag þar sem Jörmundi Inga var vikið úr embætti allsherjargoða. Að sögn Jónasar Þ. Meira
20. ágúst 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 512 orð

Verkinu verði lokið um næstu mánaðamót

STEFNT verður að því að ljúka þeim áfanga Klébergsskóla, sem átti að vera lokið um miðjan mánuðinn, um eða upp úr næstu mánaðamótum samkvæmt nýrri verkáætlun sem starfshópur verktaka, skólastjóra og forstöðumanns Fasteignastofu Reykjavíkurborgar gerði í... Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 56 orð

Vésteinn segir upp störfum

VÉSTEINN Hafsteinsson, landsliðsþjálfari í frjálsíþróttum, hefur sagt upp starfi sínu og hættir eftir rúman mánuð. Hann sagði að fjölskylduástæður hefðu vegið þyngst í ákvörðun sinni. Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 272 orð

Vinna á eftir úrskurðinum í samstarfi við Landsvirkjun

MINNIHLUTINN í hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps, skipaður þremur fulltrúum A-lista framfarasinna, sættir sig við úrskurð Skipulagsstofnunar um Norðlingaölduveitu og telur að áform Landsvirkjunar verði ekki stöðvuð. Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd

Vín friðarins til íslensku þjóðarinnar

CARAVAN club Gorizia, hópur ítalskra friðarsinna hitti Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, á föstudag og færðu þeir honum Vín friðarins að gjöf. Ólafur Ragnar tók við gjöfinni fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 203 orð

Vonast til að samningar náist

SAMNINGAVIÐRÆÐUR standa nú yfir milli menntamálaráðuneytisins og Landssíma Íslands hf. um afnot símenntunarmiðstöðva og skóla á fjarfundabrú Símans, en hún er notuð við fjarkennslu. Meira
20. ágúst 2002 | Miðopna | 2061 orð | 1 mynd

Yfirborðsvatn á Suðurlandi víða mengað af skólpi

Í skýrslu sem landbúnaðarráðherra kynnti á dögunum um salmonellu og kamfýlóbakter á Suðurlandi kemur m.a. fram að víða er pottur brotinn í umhverfismálum og að margt má betur fara í búfjárhaldi á svæðinu. Arna Schram fjallar hér um skýrsluna og viðbrögð við henni. Meira
20. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 113 orð

Þrír bílar í hörðum árekstri við Haffjarðará

TALSVERT tjón varð á þremur bílum sem skullu harkalega saman skammt frá Haffjarðará síðdegis í gær. Sjö fullorðnir og tvö börn sem í bílunum voru sluppu með minniháttar meiðsl. Meira

Ritstjórnargreinar

20. ágúst 2002 | Leiðarar | 551 orð

Að dreifa auði og völdum

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hélt um margt athyglisverða ræðu á Hólahátíð sl. sunnudag. Ráðherrann fjallaði þar m.a. um vaxandi misskiptingu launa og eigna á Íslandi. Meira
20. ágúst 2002 | Leiðarar | 472 orð

Endað með ósköpum

Menningarnótt, sem nú hefur fengið fastan sess í lífi Reykvíkinga, er líklega orðin viðamesti árvissi viðburður í landinu en áætlað er mannsöfnuðurinn hafi talið allt að 80.000 í miðborginni þegar flest var. Meira
20. ágúst 2002 | Staksteinar | 381 orð | 3 myndir

Verðbólga á hröðu undanhaldi

Verðbólgan og vaxtastigið eru umfjöllunarefni í leiðurum Viðskiptablaðsins og DV fyrir helgina. Meira

Menning

20. ágúst 2002 | Fólk í fréttum | 149 orð | 1 mynd

Barnapían Britney

POPPPRINSESSAN Britney Spears tikynnti á dögunum að hún væri farin í um hálfs árs frí frá sviðsljósinu. Nú hafa borist fregnir af því hvernig Britney hyggst eyða fríinu sínu. Britney líður best heima hjá sér og er meira segja komin í vist. Meira
20. ágúst 2002 | Fólk í fréttum | 148 orð | 1 mynd

Brjáluð út í Bráðavaktina

SÖNGKONAN Mariah Carey nær ekki upp í nef sér þessa dagana og er sármóðguð út í framleiðendur sjónvarpsþáttanna Bráðavaktarinnar. Meira
20. ágúst 2002 | Fólk í fréttum | 192 orð | 2 myndir

Diesel heldur efsta sætinu

OFURTÖFFARINN Vin Diesel heldur sér í toppsæti bandaríska kvikmyndalistans yfir tekjuhæstu myndir helgarinnar. Hans nýjasta nýtt, XXX , hefur nú alls halað inn rúma sjö milljarða íslenskra króna á sínum fyrstu tveimur vikum á listanum. Meira
20. ágúst 2002 | Menningarlíf | 821 orð | 1 mynd

Eva með ekka

Leikarar/dansarar: Edda Arnljótsdóttir, Erna Ómarsdóttir, Karen María Jónsdóttir, Margrét Sara Guðjónsdóttir. Listrænn stjórnandi: Aino Freyja Järvelä. Framkvæmdastjóri: Kolbrún Anna Björnsdóttir. Tónlist: Trabant. Búningar: Rebekka A. Ingimundardóttir. Meira
20. ágúst 2002 | Menningarlíf | 728 orð

Garðveisla í nýjum búningi

Tjarnarbíó, 16. ágúst Meira
20. ágúst 2002 | Fólk í fréttum | 126 orð | 1 mynd

Götur eru ekki ruslafötur!

LEIKARINN Mel Gibson bakaði sér heldur betur óvinsældir við upptökur á nýjustu mynd sinni í Ástralíu. Gibson var á gangi á götu á Sydney og kastaði sígarettustubb á götuna eftir notkun. Meira
20. ágúst 2002 | Myndlist | 374 orð | 1 mynd

Hófsemi og hugarró

Safnið er opið frá 11-17. Lokað á mánudögum. Sýningu lýkur 8. september. Meira
20. ágúst 2002 | Fólk í fréttum | 190 orð | 2 myndir

Hörkuskot á 25 ára fresti

NÚ ERU væntanlegar samdægurs tvær myndir sem báðar fjalla um íshokkí. Það væri eflaust ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að um er að ræða mynd sem gerð var árið 1977 annars vegar og hinsvegar framhald hennar, sem gert var nú 25 árum síðar. Meira
20. ágúst 2002 | Menningarlíf | 277 orð | 2 myndir

Kínversk þjóðlög og Kaldalóns

Á ÞRIÐJUDAGSTÓNLEIKUM í Sigurjónssafni í kvöld, kl. 20.30, gefst gestum kostur á að hlýða á fimm grísk þjóðlög eftir Ravel, verk eftir Fauré, Sigvalda Kaldalóns og kínversk þjóðlög. Meira
20. ágúst 2002 | Fólk í fréttum | 659 orð | 8 myndir

Meiri háttar menning

Það var eins og allir sem menningar-vettlingi gátu valdið væru komnir út á stræti og torg Reykjavíkur á laugardaginn, er menningarnótt í miðborg Reykjavíkur var haldin. Arnar Eggert Thoroddsen var á röltinu og greinir hér frá því helsta sem fyrir augu hans og eyru bar. Meira
20. ágúst 2002 | Fólk í fréttum | 147 orð | 1 mynd

Móðurást á villigötum

Bandaríkin, 2001. Skífan VHS. (101 mín.) Bönnuð innan 12 ára. Leikstjórn: Scott McGehee og David Siegel. Aðalhlutverk: Tilda Swinton, Josh Lucas og Goran Visnjic. Meira

Umræðan

20. ágúst 2002 | Aðsent efni | 656 orð | 1 mynd

Auðlindir Skagfirðinga

Sú hugsun er á undanhaldi að náttúruna þurfi fyrir hvern mun að beisla, segir Kristín Halldórsdóttir, heldur megi njóta hennar án þess að brjóta gegn hennar eigin lögmálum. Meira
20. ágúst 2002 | Bréf til blaðsins | 715 orð

Fjölskyldufólk ekki velkomið

VIÐ Íslendingar erum stundum of uppteknir við að benda á það sem betur má fara en gleymum svo að nefna það sem er vel gert. Meira
20. ágúst 2002 | Aðsent efni | 307 orð | 1 mynd

Hjúkrunarheimili á bráðasjúkrahúsum

Á aðalbráðasjúkrahúsinu eru 125 rúm upptekin af sjúklingum sem gætu útskrifast á sjúklingahótel, dagdeildir og hjúkrunarheimili eða jafnvel heim, að mati Ólafs Ólafssonar, ef þjónustan væri góð. Meira
20. ágúst 2002 | Aðsent efni | 696 orð | 1 mynd

Hvar er veikasti hlekkurinn?

Öll matvælafyrirtæki, segir Baldvin Valgarðsson, bera mikla ábyrgð. Meira
20. ágúst 2002 | Aðsent efni | 819 orð | 1 mynd

Lambið skal í landann

Hvers vegna ekki að leggja aukna áherslu á aukinn útflutning lambakjöts, segir Jón H. Karlsson, þegar landinn torgar ekki meiru? Meira
20. ágúst 2002 | Bréf til blaðsins | 545 orð | 2 myndir

Neyðarkall frá Billund ÉG FÉKK tölvubréf...

Neyðarkall frá Billund ÉG FÉKK tölvubréf í gær frá Jótlandi þar sem systurdóttir manns míns skrifar. Hún er búsett nálægt Billund og á tvo drengi. Meira
20. ágúst 2002 | Aðsent efni | 442 orð | 1 mynd

"...án þess að náttúruverndargildi Þjórsárvera rýrni óhæfilega..."

Þjórsárver, segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, eru votlendi sem hefur verndargildi á heimsvísu. Meira
20. ágúst 2002 | Aðsent efni | 732 orð | 1 mynd

Sjóminjasafn Reykjavíkur í burðarliðnum

Nú stendur sem hæst, segir Helgi M. Sigurðsson, söfnun sjóminja á vegum borgarinnar. Meira
20. ágúst 2002 | Aðsent efni | 647 orð | 1 mynd

Uppeldi og forvarnir

Mikilvægið er ekki minna nú, segir Magnús Stefánsson, en í árdaga hreyfingarinnar framan af síðustu öld. Meira

Minningargreinar

20. ágúst 2002 | Minningargreinar | 2584 orð | 1 mynd

ANNA FRIÐRIKSDÓTTIR

Anna Friðriksdóttir fæddist í Pottagerði í Staðarhreppi í Skagafirði 25. des. 1915. Foreldrar hennar voru hjónin Friðrik Sigfússon bóndi, f. 20. des. 1879 á Brenniborg í Neðribyggð, Lýtingsstaðahreppi, d. 12. okt. Meira  Kaupa minningabók
20. ágúst 2002 | Minningargreinar | 680 orð | 1 mynd

EIRÍKUR AXEL JÓNSSON

Eiríkur Axel Jónsson vélstjóri fæddist í Hafnarfirði 27. nóvember 1919. Hann lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 10. ágúst síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
20. ágúst 2002 | Minningargreinar | 1646 orð | 1 mynd

LAUFEY ÞÓRÐARDÓTTIR

Laufey Þórðardóttir fæddist í Borgarholti í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi 12. júlí 1907. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 13. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórður Pálsson bóndi í Borgarholti, f. 21. sept. 1852, d. 21. Meira  Kaupa minningabók
20. ágúst 2002 | Minningargreinar | 1316 orð | 1 mynd

MARGRÉT ÁRNADÓTTIR

Margrét Árnadóttir fæddist í Látalæti í Landsveit, Rangárvallasýslu, 29. september 1908. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík 31. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Árni Árnason, bóndi í Látalæti, f. 9. ágúst 1864, d. 29. Meira  Kaupa minningabók
20. ágúst 2002 | Minningargreinar | 2641 orð | 1 mynd

MATTHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR

Matthildur Guðmundsdóttir fæddist á Núpi í Fljótshlíð 1. nóvember 1925. Hún lést á heimili sínu mánudaginn 12. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Guðmundsson bóndi á Núpi, f. 5. október 1883, d. 11. Meira  Kaupa minningabók
20. ágúst 2002 | Minningargreinar | 1886 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR

Sigríður Guðmundsdóttir fæddist í Arabæjarhjáleigu í Gaulverjabæjarhreppi í Árnessýslu 20. september 1927. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 9. ágúst síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

20. ágúst 2002 | Viðskiptafréttir | 155 orð

19 skip svipt veiðileyfi

FISKISTOFA svipti 19 skip leyfi til veiða í atvinnuskyni í júlímánuði síðastliðnum. Meira
20. ágúst 2002 | Viðskiptafréttir | 272 orð | 1 mynd

Afkoma Samherja batnar um rúma 2 milljarða

REKSTUR Samherja hf. og dótturfélaga skilaði 1.755 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra varð 345 milljóna króna tap af rekstrinum. Batinn nemur 2,1 milljarði króna. Meira
20. ágúst 2002 | Viðskiptafréttir | 766 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Bleikja 390 390 390...

ALLIR FISKMARKAÐIR Bleikja 390 390 390 34 13,260 Blálanga 120 101 109 1,407 153,805 Gullkarfi 97 50 82 35,284 2,882,990 Hlýri 230 100 142 2,383 338,026 Háfur 50 50 50 98 4,900 Keila 100 5 70 2,857 198,847 Langa 150 90 146 9,735 1,418,252 Lúða 700 180 433... Meira
20. ágúst 2002 | Viðskiptafréttir | 597 orð | 2 myndir

Baugur styður yfirtökutilboð í Arcadia

HLUTABRÉF í Arcadia, sem Baugur á 20% hlut í, hækkuðu um 16% eftir að viðskipti hófust í kauphöllinni í Lundúnum í gærmorgun, en um helgina bárust fréttir af því að gert hefði verið yfirtökutilboð í fyrirtækið. Meira
20. ágúst 2002 | Viðskiptafréttir | 581 orð

Grandi með 1.199 milljónir í hagnað

HAGNAÐUR Granda hf. og dótturfyrirtækis þess, Faxamjöls hf., nam 1.199 milljónum króna fyrstu 6 mánuði ársins en á sama tíma árið 2001 nam tap félagsins 82 milljónum króna. Rekstrartekjur samstæðunnar á tímabilinu námu 3. Meira
20. ágúst 2002 | Viðskiptafréttir | 71 orð

NYSE opnuð seinna 11. september

KAUPHÖLLIN í New York ætlar að opna fyrir viðskipti einni og hálfri klukkustund síðar 11.september nk. Kauphöllin verður opnuð kl. 11:00 að morgni þann dag í stað kl. 9:30 eins og venja er. Meira
20. ágúst 2002 | Viðskiptafréttir | 180 orð | 1 mynd

Reynt að róa hluthafa í Vivendi Universal

HINN nýi forstjóri frönsku fjölmiðlasamsteypunnar Vivendi Universal, Jene-Rene Fourtou, reynir nú allt hvað hann getur til að sannfæra hluthafa og starfsmenn fyrirtækisins um að honum takist að leysa vanda þess. Meira
20. ágúst 2002 | Viðskiptafréttir | 194 orð

Tæplega 12 milljarða króna samruni

HEILDAREIGNIR sameinaðs félags Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankans hf. og Þróunarfélags Íslands hf. nema ríflega 11,8 milljörðum króna, verð af samruna. Stjórnir beggja félaga hafa samþykkt samrunaáætlun sem lögð verður fyrir á hluthafafundum á næstunni. Meira

Daglegt líf

20. ágúst 2002 | Neytendur | 44 orð | 1 mynd

Argos-vetrarlistinn

ARGOS-vetrarlistinn er kominn út en í honum eru um 5.000 nýir vöruflokkar. Skartgripir, jólavörur, gjafavörur, búsáhöld, verkfæri, íþróttavörur, húsgögn, ljós og margt fleira að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Meira
20. ágúst 2002 | Neytendur | 59 orð | 1 mynd

Fituskertar sósur frá Vogabæ

KOMNAR eru í verslanir nýjar tegundir af fituskertum sósum frá Vogabæ. Um er að ræða kokkteilsósu, hamborgarasósu og pítusósu.Við framleiðsluna er notað eggjalaust og fituskert majónes ásamt 10% feitum sýrðum rjóma. Meira
20. ágúst 2002 | Neytendur | 1240 orð | 1 mynd

Huga þarf vel að næringu barna

Fitusnautt fæði er ekki æskilegt fyrir ung börn og sum börn læra seint að tyggja, nenna því jafnvel aldrei því þau voru ekki hvött nægilega á unga aldri. Anna Sigríður Ólafsdóttir, matvæla- og næringarfræðingur hjá Manneldisráði Íslands, fræðir Hrönn Marinósdóttur um ýmislegt varðandi mataræði barna. Meira
20. ágúst 2002 | Neytendur | 65 orð | 1 mynd

Myoplex lite

FÁANLEGAR eru tvær nýjar tegundir af Myoplex Lite vörum frá framleiðandanum EAS. Meira
20. ágúst 2002 | Neytendur | 79 orð

Soðkraftur án aukaefna

NÝLEGA tók til starfa í Hveragerði nýtt fyrirtæki í matvælaframleiðslu. Fyrirtækið heitir Jarðgull ehf. og framleiðir margskonar soðkraft undir merkinu "Fond". Meira

Fastir þættir

20. ágúst 2002 | Dagbók | 767 orð

(1. Péturs bréf 3, 8.)

Í dag er þriðjudagur 19. ágúst, 231. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Að lokum, verið allir samhuga, hluttekningarsamir, bróðurelskir, miskunnsamir, auðmjúkir. Meira
20. ágúst 2002 | Árnað heilla | 49 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 20. ágúst, er fimmtug Steinunn Aldís Helgadóttir, leirkerasmiður og kennari, Leirkrúsinni. Eiginmaður hennar er Magnús Ólafur Einarsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni . Meira
20. ágúst 2002 | Árnað heilla | 70 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 20. ágúst, er áttræður Ólafur Gunnar Sigurðsson frá Ásgarði við Garðskaga, nú til heimilis að Heiðarbraut 7, Garði. Kona hans er Guðrún Ólafía Helgadóttir frá Mel í Norðfirði. Meira
20. ágúst 2002 | Dagbók | 202 orð

Áskirkja: Opið hús fyrir alla aldurshópa...

Áskirkja: Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10-14 í neðri safnaðarsal. Hallgrímskirkja: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10:30. Beðið fyrir sjúkum. Fríkirkjan í Reykjavík. Kyrrðar- og bænastund í dag þriðjudag kl. 12 í kapellu safnaðarins á 2. Meira
20. ágúst 2002 | Fastir þættir | 126 orð

B-lið Skagfirðinga sigraði

Þau undur og stórmerki gerðust á hinu árlega bikarmóti Norðurlands að B-lið Skagfirðinga stóð uppi sem sigurvegari öllum á óvart og líklega liðsmönnum mest. Hlaut liðið 1.339,28 stig en A-lið Skagfirðinga kom næst með1.271,71 stig. Meira
20. ágúst 2002 | Fastir þættir | 90 orð

Brennureið og uppskeruhátíð

Eins og undanfarin ár fara Skagfirðingar brennureið í ágústmánuði að Vindheimamelum þar sem þeir munu halda mikla uppskeruhátíð með skemmtidagskrá fram yfir miðnætti. Meira
20. ágúst 2002 | Fastir þættir | 340 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

Í leik Rússa og Svía á EM ungmenna tókst Rússanum Mikhail Krasnosselski að byggja upp óvenjulega þvingun. Hann var í suður, sagnhafi í fjórum spöðum: Norður gefur; AV á hættu. Meira
20. ágúst 2002 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. júlí sl. í Háteigskirkju af sr. Írisi Kristjánsdóttir þau Linda Björk Árnadóttir og Gunnar Pétursson. Heimili þeirra er í Furugrund 60,... Meira
20. ágúst 2002 | Dagbók | 178 orð

Donnie Swaggart og Roy Chacon á samkomu í Krossinum

DONNIE Swaggart ásamt saxafónleikaranum Roy Chacon verða með samkomur í Krossinum dagana 23.-25. ágúst. Meira
20. ágúst 2002 | Viðhorf | 875 orð

Gjörspillt náttúra

Þeir hafa varla fremur en aðrir áhuga á því að sjá síðustu gróðurtutlurnar á fjöllum fjúka út í buskann og þeir bölva líka auknu moldrykinu. Meira
20. ágúst 2002 | Fastir þættir | 378 orð | 2 myndir

Hörkukeppni á vel heppnuðu afmælismóti

Íslandsbankamót Dreyra á Akranesi hafa lifað í tíu ár og verður ekki annað sagt en þau séu í miklum blóma. Hið tíunda í röðinni var haldið um helgina og þótti takast vel til eins og öll hin. Meira
20. ágúst 2002 | Dagbók | 71 orð

Ísland

Ísland farsælda frón og hagsælda, hrímhvíta móðir, Hvar er þín fornaldar-frægð, frelsið og manndáðin bezt? Allt er í heiminum hverfult, og stund þíns fegursta frama lýsir sem leiftur um nótt, langt fram á horfinni öld. Meira
20. ágúst 2002 | Fastir þættir | 895 orð

Íslandsbankamót Dreyra haldið á Æðarodda - Úrslit

Opin n flokkur/tölt 1. Sigurður Sigurðarson, Herði, á Hyllingu frá Kimbastöðum, 7,53 2 Þorvaldur Á. Þorvaldsson, Ljúfi, á Spaða frá Hafrafellstungu, 7,15 3. Sigurður Kolbeinsson, Mána, á Núma frá Miðsitju, 7,14 4. Meira
20. ágúst 2002 | Fastir þættir | 655 orð | 1 mynd

Keppni í landsliðsflokki hefst í dag

20.-30. ágúst 2002 Meira
20. ágúst 2002 | Fastir þættir | 505 orð

Víkverji skrifar...

Víkverji brá sér í bæinn á menningarnótt eins og ríflega fjórðungur þjóðarinnar gerði einnig. Ekki varð mannþröngin Víkverja ofviða á götum miðbæjarins enda búið að loka helstu götum fyrir bílaumferð. Meira

Íþróttir

20. ágúst 2002 | Íþróttir | 6550 orð | 4 myndir

10 km hlaup Konur 14 ára...

10 km hlaup Konur 14 ára og yngri 52:31 Þórdís Ívarsdóttir 1991 54:26 Maríanna Þórðardóttir 1989 56:22 Hilma Ýr Davíðsdóttir 1991 57:48 Sigrún Edwald 2002 58:00 Hildur Boga Bjarnadóttir 1989 58:21 Guðrún Selma Sigurjónsdóttir 1989 64:32 Ásthildur... Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 1475 orð | 1 mynd

10 km línuskautahlaup Konur 27:13 Hjálmdís...

10 km línuskautahlaup Konur 27:13 Hjálmdís Zoéga 1976 30:59 Björg R. Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 663 orð | 1 mynd

Ágæt tilþrif á Skipaskaga

ÞAÐ var ágæt knattspyrna sem leikinn var á Akranesi á laugardaginn er Íslandsmeistararnir tóku á móti KA í 14. umferð Símadeildar karla. Bæði lið reyndu eftir fremsta megni að sækja og skora mörk í stað þess að leggja áherslu á varnarleikinn en liðunum tókst þó aðeins að skora eitt mark hvoru um sig í leiknum, í fyrri hálfleik. KA er því í 4. sæti með 20 stig og siglir nokkuð lygnan sjó hvað varðar falldrauginn sem Skagamenn eiga enn eftir að hrista af sér í lokumferðunum fjórum. Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 258 orð

Árangur Þóreyjar hápunkturinn

"ÉG hef beðið lengi eftir þessum árangri og það er ef til vill ástæðan fyrir því að ég hef ekki stokkið fyrr í sumar yfir þessa hæð, ég hef verið of spennt og ætlað mér á stundum um of," sagði Þórey Edda Elísdóttir, stangarstökkvari úr FH, sem vann öruggan sigur í stangarstökki í bikarkeppninni, stökk 4,41 metra og náði þar með sínum besta árangri á þessu sumri. Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 396 orð | 2 myndir

Beem stóðst atlögu Woods

BANDARÍKJAMAÐURINN Rich Beem fagnaði ógurlega á 18. flötinni á Hazeltina National-golfvellinum á sunnudaginn þegar hann tryggði sér sigur á PGA-meistaramótinu, tíu höggum undir pari og einu höggi á undan Tiger Woods. Hann hljóp og kyssti bikarinn góða og dansaði síðan á flötinni. "Ég var örugglega eins og fáviti þarna, en veistu hvað: Ég vann!" sagði Beem alsæll nokkru eftir að hann hafði tekið við bikarnum. Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 330 orð

Bikarkeppni FRÍ 100 m hlaup kvenna:...

Bikarkeppni FRÍ 100 m hlaup kvenna: Emma Ania, FH 11,50 Sunna Gestsdóttir, UMSS 11,91 Sigurbjörg Ólafsdóttir, Breiðab. 11,96 200 m hlaup kvenna: Emma Ania, FH 23,70 Sunna Gestsdóttir, UMSS 24,42 Sigurbjörg Ólafsdóttir, Breiðab. Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 441 orð | 2 myndir

Eitt stig betra en ekkert í baráttunni

KEFLVÍKINGAR sóttu mikilvægt stig á KR-völlinn á sunnudaginn, komust tvívegis yfir en heimamenn jöfnuðu og fengu eitt stig, telja sig sjálfsagt hafa tapað tveimur stigum í baráttunni við Fylki um efsta sætið. Keflvíkingar eru hins vegar í neðri hluta deildarinnar og þakka fyrir hvert stig sem þeir fá í þeirri baráttu. Eitt stig er þó betra en ekki neitt, fyrir bæði liðin. Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 485 orð | 1 mynd

Elber með fernu

Leikmenn Bayern München sýndu hvað í þeim býr þegar þeir tóku Arminia Bielefeld í kennslustund á Ólympíuleikvanginum í München í annarri umferð þýsku knattspyrnunnar á laugardag. Lyktir leiksins urðu 6:2 og skoraði Giovane Elber fjögur marka Bæjara. Nýliðarnir í Bochum, liði Þórðar Guðjónssonar, voru einnig á skotskónum um helgina og lögðu Energie Cottbus 5:0 og eru efstir í þýsku deildinni. Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 690 orð

Eldskírn Lárusar Orra á Old Trafford

LÁRUS Orri Sigurðsson fær undantekningalaust góða dóma fyrir frammistöðu sína með WBA í 1:0 tapi liðsins á móti Manchester United á Old Trafford um helgina. Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 1296 orð

England Úrvalsdeild Blackburn - Sunderland 0:0...

England Úrvalsdeild Blackburn - Sunderland 0:0 27.122. Charlton - Chelsea 2:3 Konchesky 7., Rufus 33. - Zola 43., Cole 84., Lampard 89. - 25.640. Everton - Tottenham 2:2 Pembridge 37., Radzinski 81. - Etherington 63. Ferdinand 74. - 40.120. Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 206 orð

Erum að safna stigum

Þetta var skemmtilegur leikur, mikil barátta og mér fannst strákarnir gera góða hluti," sagði Kjartan Másson, þjálfari Keflvíkinga, eftir leikinn. Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 64 orð

Evrópuliðið í vandræðum

ÖLL spjót beinast nú að Sam Torrance, fyrirliða Ryders-liðs Evrópu í golfi, sem mætir því bandaríska á Belfry-vellinum í lok september. Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 125 orð

Fern verðlaun í Kaupmannahöfn

BJÖRN Þorleifsson og Auður Anna Jónsdóttir unnu til gullverðlauna á opnu móti í taekwondo sem fram fór í Kaupmannahöfn um helgina. Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 655 orð | 1 mynd

FH-ingum varð ekki ógnað í bikarkeppninni

"ÞAÐ var hart sótt að okkur en þeir sem gerðu það gerðu sér ekki grein fyrir því að við FH-ingar gefumst aldrei upp fyrr en í fulla hnefana," sagði Ragnhildur Ólafsdóttir, þjálfari bikarmeistara FH í frjálsíþróttum eftir að lið hennar vann... Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 554 orð | 2 myndir

Fimmti leikur ÍBV án marks

FYLKIR krækti sér í þrjú stig þegar liðið vann ÍBV 1:0 í gærkvöldi og hefur tveggja stiga forystu á KR. Eyjamenn eru aftur á móti í áttunda sæti með 13 stig eins og Fram og Þór. Það er sem sagt hörð barátta fram undan, á báðum endum deildarinnar. Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 54 orð

Fyrstur til að sjá rautt

VARNARMAÐURINN Paul Konchesky kom heldur betur við sögu hjá liði sínu Charlton á laugardag þegar það tók á móti Eiði Smára Guðjohnsen og samherjum á heimavelli. Hann skoraði fyrsta mark liðsins í tapi þess, 3:2, á 7. mínútu. Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 122 orð | 1 mynd

* GRINDVÍKINGARNIR Ólafur Örn Bjarnason og...

* GRINDVÍKINGARNIR Ólafur Örn Bjarnason og Sinisa Kekic fengu fyrir leikinn við FH á sunnudaginn afhent gullúr fyrir hundrað meistaraflokksleiki fyrir félagið. Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 86 orð

Guðmundur sagði upp hjá ÍR

GUÐMUNDUR Torfason hefur sagt upp störfum sem þjálfari fyrstudeildarliðs ÍR í knattspyrnu, en Guðmundur tikynnti stjórn félagsins ákvörðun sína um helgina eftir 3:0-tap ÍR gegn Leiftri/Dalvík. Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 238 orð

Haukur skaddaðist á auga

HAUKUR Ingi Guðnason, framherji Keflvíkinga, slapp betur en á horfðist eftir að hafa fengið fót KR-ingsins Sigurvins Ólafssonar af talsverðu afli í andlitið undir lok leiks KR og Keflavíkur í í fyrrakvöld. Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 3687 orð

Hálft maraþonhlaup Konur 16 til 39...

Hálft maraþonhlaup Konur 16 til 39 ára 1:36:27 Bára Agnes Ketilsdóttir 1968 1:40:08 Hlín Kristín Þorkelsdóttir 1972 1:43:10 Jóna Hildur Bjarnadóttir 1967 1:46:00 Erna Svala Gunnarsdóttir 1968 1:46:09 Berghildur Á. Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 366 orð

Heppnin með Lyn

ROSENBORG jók forystu sína á toppi norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu um helgina þegar liðið lagði Molde 2:1. Lyn, sem er í öðru sæti, er hins vegar alveg heillum horfið og mátti þakka fyrir jafntefli gegn botnliði Start, 2:2. Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 39 orð

HJÓLREIÐAR Íslandsmótið í götuhjólreiðum á Þingvöllum.

HJÓLREIÐAR Íslandsmótið í götuhjólreiðum á Þingvöllum. Hjólaðir voru samtals 68 km í þjóðgarðinum í öllum flokkum nema í piltaflokki þar sem vegalengdin var helmingi styttri. Úrslit: Karlar: Haukur M. Sveinsson 1. Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 17 orð | 1 mynd

Íslenska landsliðið í knattspyrnu æfði í...

Íslenska landsliðið í knattspyrnu æfði í gær á Laugardalsvelli fyrir vináttulandsleikinn gegn Andorra sem fram fer annað... Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 341 orð | 1 mynd

* JÓHANNES Harðarson sat allan leikinn...

* JÓHANNES Harðarson sat allan leikinn á varamannabekk Groningen, sem tapaði 2:1 fyrir Vitesse Arnhem í hollensku úrvalsdeildinni. * ATLI Þórarinsson var í byrjunarliði Örgryte í toppslag liðsins og Malmö í sænsku úrvalsdeildinni en var skipt út af á 81. Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 364 orð

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Símadeild: ÍA...

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Símadeild: ÍA - KA 1:1 Þór - Fram 2:1 Grindavík - FH 2:1 KR - Keflavík 2:2 Fylkir - ÍBV 1:0 Staðan: Fylkir 1493227:1630 KR 1484221:1428 Grindavík 1464423:2022 KA 1455414:1320 FH 1445522:2317 ÍA 1444623:2116 Keflavík... Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 18 orð

KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna, Símadeild: Stjörnuvöllur:...

KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna, Símadeild: Stjörnuvöllur: Stjarnan - KR 19 Grindav.völlur: Grindavík - Breiðablik 19 Kaplakrikavöllur: FH - ÍBV 19 Úrslitakeppni 1. Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 367 orð

Langsóttur sigur Valsara

SÆTASKIPAN á stöðulista Símadeildar kvenna hafði enga þýðingu þegar topplið Vals tók á móti botnliði Þórs/KA/KS á laugardag í fyrsta leik 11. umferðar. Úrslit leiksins urðu engu að síður eftir bókinni, Valur sigraði 3:0 en norðanliðið hélt Valsliðinu svo sannarlega við efnið. Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 639 orð | 2 myndir

Loks heimasigur hjá Þórsurum

ÞÓRSARAR bitu frá sér þegar liðið fékk Fram í heimsókn sl. sunnudag og unnu afar mikilvægan sigur, 2:1. Þar með hoppuðu Þórsarar upp í 13 stig og náðu Fram og ÍBV en síðarnefnda liðið átti þá reyndar leik til góða. Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 1698 orð | 1 mynd

Maraþonhlaup Konur 18 til 39 ára...

Maraþonhlaup Konur 18 til 39 ára 3:12:13 Rannveig Oddsdóttir 1973 3:19:42 Zoe Gulliver 1974 BRE 3:34:45 Lynne Prestegar 1971 ÁST 3:49:06 Heidi Sostmann 1965 ÞÝS 3:53:44 Rebecca Norlander 1978 USA 3:55:50 Laura Sewell 1976 USA 3:56:45 Julia Goette 1965... Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 190 orð

Markmiðið að verða meistarar

"ÞAÐ er endalaust verið að minna menn á hvernig fór hjá félaginu í fyrra. Eftir Evrópuleik hrundi leikur liðsins og þetta fá menn að heyra reglulega," sagði Aðalsteinn Víglundsson, þjálfari Fylkis, eftir að liðið kom sér í efsta sæti Símadeildarinnar með 1:0 sigri á ÍBV. Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 782 orð | 1 mynd

Meistarar Arsenal byrja vel

ARSENAL hóf titilvörnina í ensku úrvalsdeildinni af miklu öryggi þegar liðið lagði nýliða Birmingham City 2:0 á Highbury í Lundúnum á sunnudag. Þá unnu Liverpool og Manchester United andstæðinga sína 1:0 og Terry Venables fékk óskabyrjun með Leeds sem sigraði Manchester City 3:0. Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 417 orð | 1 mynd

Nú skoraði Grindavík sigurmark á síðustu mínútu

ENN og aftur var boðið upp á dramatík í lokamínútunum hjá Grindavík og FH. Í fyrri umferðinni sigraði FH með mörkum á lokamínútunum og í síðari umferðinni í Grindavík á sunnudaginn skoruðu þeir einnig sigurmark á lokamínútu en í þetta sinnið í eigið mark, sem skilaði Grindavík 2:1 sigri. Sigurinn kemur Grindavík í þriðja sæti deildarinnar og þó að Hafnfirðingar haldi áfram fimmta sætinu eru aðeins fjögur stig í neðstu liðin og 12 stig eftir í pottinum. Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 204 orð

Orri væntanlega með gegn ÍBV

Orri Freyr Óskarsson, framherji úrvalsdeildarliðs Þórs frá Akureyri, mun halda til Tromsö í Noregi um eða eftir næstu helgi. Orri hefur komist að samkomulagi við norska liðið um samning til næstu þriggja ára. Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 119 orð

Óvæntur gestur á golfmóti

VEFUR Bæjarins besta á Ísafirði greindi frá því í gær að labradorhundur hefði gerst óvænt boðflenna á golfmóti á Syðridalsvelli í Bolungarvík á sunnudag. Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 330 orð | 1 mynd

* PÉTUR Hafliði Marteinsson nýtti vel...

* PÉTUR Hafliði Marteinsson nýtti vel fyrsta tækifærið sem hann fékk með enska liðinu Stoke City í 1. deild á þessari leiktíð þgar liðið tók á móti Bradford . Pétur gerði sér lítið fyrir og skoraði seinna mark Stoke í leiknum á 34. Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 158 orð

PGA-meistaramótið Hazeltine National-völlurinn, par 72: Rich...

PGA-meistaramótið Hazeltine National-völlurinn, par 72: Rich Beem 278(-10) (72-66-72-68) Tiger Woods -9 (71-69-72-67) Chris Riley -5 (71-70-72-70) Justin Leonard -4 (72-66-69-77) Fred Funk -4 (68-70-73-73) Rocco Mediate -3 (72-73-70-70) Mark Calcavecchia... Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 129 orð

Richard Michael Beem

PGA-MEISTARINN Rich Beem er fæddur 24. ágúst 1970 í Phoenix. Hann býr í El Paso í Texas. Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 288 orð | 1 mynd

* RICH Beem vann við það...

* RICH Beem vann við það fyrir sjö árum að selja hljómflutningstæki og farsíma fyrir sjö dollara á tímann. Núna heldur hann örugglega veglega upp á afmæli sitt, en kappinn verður 32 ára á laugardaginn. Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 209 orð

Rúnar og Arnar á markaskónum

ÍSLENDINGARNIR í liði Lokeren komu mikið við sögu í 3:0 sigri liðsins á Germinal Beerschot í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu um helgina. Rúnar Kristinsson, Arnar Grétarsson og Arnar Þór Viðarsson áttu allir góðan leik. Rúnar og Arnar Grétarsson voru á skotskónum og Arnar Þór fékk gullið tækifæri til að komast á markalistann með félögum sínum en brást bogalistin úr vítaspyrnu. Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 1015 orð | 1 mynd

Seiglan skilaði árangri

MOSFELLINGAR unnu á laugardag 1:0 sigur á Þrótti í 1. deild karla í knattspyrnu þar sem þeirra markahæsti leikmaður, Þorvaldur Már Guðmundsson skoraði úrslitamarkið á 16. mínútu. Þar með hafa þeir náð markmiðinu sem þeir settu sér fyrir tímabilið, að halda sér í deildinni með því að næla í a.m.k. 20 stig. Afturelding gerði reyndar gott betur og kom sér í 2. sætið og í 22 stig. Liðið heldur því baráttunni um sæti í efstu deild galopinni. Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 120 orð

Sigrinum var spáð

AÐ morgni sunnudagsins sat Rich Beem fyrir framan tölvu sína og skoðaði tölvupóstinn sinn. Þar var eitt bréf frá Beem-fjölskyldunni í Kansas, fjölskyldu sem hafði verið í sambandi við hann um nokkurn tíma. Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 508 orð

Stefnum á Evrópusæti

Við áttum sigurinn líklega inni því í sumar höfum við þrisvar tapað leik á síðustu mínútum," sagði Ólafur Örn Bjarnason, fyrirliði Grindvíkinga, eftir leikinn. Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 231 orð

Stóð tæpt undir lokin

Þetta var mjög kærkomið. Við erum búnir að bíða eftir heimasigri í allt sumar. Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 538 orð | 1 mynd

* ÚRÚGVÆSKI markvörðurinn Fabian Carini mun...

* ÚRÚGVÆSKI markvörðurinn Fabian Carini mun ekki ganga til liðs við Arsenal eins og til stóð þar sem félaginu tókst ekki að semja við Carini um kaup og kjör. Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 541 orð | 1 mynd

* VALA Flosadóttir úr ÍR vann...

* VALA Flosadóttir úr ÍR vann öruggan sigur í kúluvarpi og hástökki í bikarkeppninni. Vala varpaði kúlu 12,99 metra og stökk 1,65 m í hástökki en varð önnur í "sinni grein", stangarstökki. Meira
20. ágúst 2002 | Íþróttir | 795 orð | 1 mynd

Vésteinn hættir sem landsliðsþjálfari

"ÉG hef sagt upp starfi mínu sem landsliðsþjálfari í frjálsíþróttum og hætti 1. október næstkomandi," sagði Vésteinn Hafsteinsson, landsliðsþjálfari frjálsíþrótta, er Morgunblaðið hitti hann að máli um helgina, en Vésteinn lagði fram uppsögn sína á fundi með stjórn Frjálsíþróttasambandsins (FRÍ) á dögunum. Vésteinn segir að fjölskylduaðstæður ráði mestu um uppsögn sína en einnig fjárskortur FRÍ sem geri að verkum að ákaflega erfitt sé að fylgja eftir afreksstefnu þess. Meira

Fasteignablað

20. ágúst 2002 | Fasteignablað | 1540 orð | 2 myndir

Amtmannsstígur 1 - Landlæknishúsið

Landlæknishúsinu við Amtmannsstíg hefur verið haldið við og virkar það upprunalegt. Freyja Jónsdóttir segir frá húsinu, en þekktastur íbúanna var Guðmundur Björnsson landlæknir. Meira
20. ágúst 2002 | Fasteignablað | 32 orð | 1 mynd

Austurvöllur er fallegur

Austurvöllur hefur sjaldan verið fallegri en núna hvað blómaskreytingar snertir. Bæði er litavalið fagurt og blómunum þéttskipað. Stjúpurnar eru flestar en margariturnar setja léttan svip á þær og sömuleiðis kantblómin sem ilma... Meira
20. ágúst 2002 | Fasteignablað | 797 orð | 1 mynd

Árinni kennir illur ræðari

HANN sat ábúðarmikill, drakk kaffið með bersýnilegri velþóknun, ekki fyrsti bollinn í dag og örugglega ekki sá síðasti. Meira
20. ágúst 2002 | Fasteignablað | 24 orð | 1 mynd

Blóm utan við girðingu

Hér má sjá hvernig húsráðendur hafa af höfðingsskap gróðursett blóm fyrir utan girðingu við hús sitt, vegfarendum til mikils yndisauka. Takið eftir hvað blómakerin... Meira
20. ágúst 2002 | Fasteignablað | 638 orð | 5 myndir

Ettore Sottsass hannar hús fyrir belgíska arkitektinn Ernest Mourmans

Með sinni óvenjulegu aðferð tókst Ettore Sottsass, stofnanda Memphis-hönnunarhópsins, að flétta saman ólíka þætti og áferðir sem gerði það að verkum að framhliðarnar mynduðu tengsl á milli innra og ytra rýmis með mismunandi gagnsæi og mörkin sem aðgreindu úti og inni voru gerð óskýr. Halldóra Arnardóttir fjallar um hús hollenska arkitektsins Ernest Mourmans. Meira
20. ágúst 2002 | Fasteignablað | 737 orð | 1 mynd

Garður er granna sættir

Mörg erindi hafa borist Húseigendafélaginu þar sem leitað er svara við því hvernig standa skuli að ákvarðanatöku og kostnaðarskiptingu vegna byggingar skjólveggja eða girðinga í fjöleignarhúsum til að afmarka sérafnotafleti frá sameiginlegri lóð. Meira
20. ágúst 2002 | Fasteignablað | 30 orð | 1 mynd

Glæsilegt blómabeð

Í vesturbænum í Reykjavík er þetta falleg blómabeð. Á því má sjá að ekki þarf mikið pláss til þess að gleðja verulega augu íbúa og vegfarenda. Sá veldur sem á... Meira
20. ágúst 2002 | Fasteignablað | 290 orð | 1 mynd

Grandavegur 9

Reykjavík - Frón fasteignasala er með í sölu núna íbúð á Grandavegi 9. Íbúðin er í steinhúsi sem byggt var 1989 og er hún 138,8 fermetrar. Bílskúr fylgir sem er 22,8 fermetrar. Meira
20. ágúst 2002 | Fasteignablað | 8 orð | 1 mynd

Gríma frá Feneyjum

Þessi gæsilega gríma frá Feneyjum prýðir veggi veitingastaðarins... Meira
20. ágúst 2002 | Fasteignablað | 281 orð | 1 mynd

Grjótasel 8

Reykjavík - Heimili, fasteignasala, er með í einkasölu einbýlishús að Grjótaseli 8 í Reykjavík. Um er að ræða steinhús, byggt árið 1977 og er það 218 fermetrar, bílskúr er 22,7 fermetrar. "Þetta er fallegt einbýlishús (keðjuhús) með tveimur íbúðum. Meira
20. ágúst 2002 | Fasteignablað | 22 orð | 1 mynd

Hliðarborð

HÉR má sjá Laxne-hliðarborð sem hannað er af Ehlén Johansson og er úr silfurlitu stáli. Það fæst í Ikea og kostar 3.490... Meira
20. ágúst 2002 | Fasteignablað | 211 orð | 1 mynd

Laugavegur 95 og 97 til sölu

Fasteignasalan Húsið hefur fengið til sölumeðferðar Laugaveg 95 og 97. Agnar Agnarsson hjá Húsinu segir að eignin sé í góðu ástandi. Eignirnar skiptast m.a. upp í u. þ.b. Meira
20. ágúst 2002 | Fasteignablað | 14 orð | 1 mynd

Með leðri eða Alcantara

Sófasettið Model Ríó fæst í GP-húsgögnum í Bæjarhrauni með vönduðu gegnumlituðu leðri eða með... Meira
20. ágúst 2002 | Fasteignablað | 217 orð | 1 mynd

Mjóstræti 3

Reykjavík - Fasteignasalan Gimli hefur fengið í sölu 104 fermetra íbúð með 5,6 fermetra geymslu í kjallara á fyrstu hæð í fjórbýli að Mjóstræti 3, Vinaminni. Þetta er járnklætt timburhús, byggt árið 1885. Meira
20. ágúst 2002 | Fasteignablað | 369 orð | 1 mynd

Seiðakvísl 36

Reykjavík - Fasteignasalan Garður er með í einkasölu einbýlishús í Seiðakvísl 36, 110 Reykjavík. Um er að ræða steinhús, byggt árið 1982 og er það 320,8 fermetrar að stærð og er tvöfaldur bílskúr þar meðtalinn. Meira
20. ágúst 2002 | Fasteignablað | 39 orð | 1 mynd

Skápasamstæða

Þetta er Husar-skápasamstæðan. Viðurinn í henni er fura, sérstaklega meðhöndluð til þess að hann gulni ekki. Husar-einingar má setja saman á ýmsa vegu, allt eftir því fyrir hvað þær eru ætlaðar. Fæst í Ikea og kostar þessi samstæða 89.400... Meira
20. ágúst 2002 | Fasteignablað | 254 orð | 1 mynd

Sunnubraut 4

Kópavogur - Bifröst fasteignasala er með í sölu einbýlishús á Sunnubraut 4 í Kópavogi. Þetta er steinhús, byggt árið 1963 og er það 185 fermetrar, þar af er innbyggður bílskúr 28 fermetrar. Meira
20. ágúst 2002 | Fasteignablað | 401 orð

Útreikningar í nýju greiðslumati

Greiðslumatið sýnir hámarksfjármögnunarmöguleika með lánum Íbúðalánasjóðs miðað við eigið fé og greiðslugetu umsækjenda. Forritið gerir ráð fyrir að eignir að viðbættum nýjum lánum s.s. Meira
20. ágúst 2002 | Fasteignablað | 79 orð | 4 myndir

Verðlaun veitt fyrir fallegar og vel hirtar lóðir

VEITT voru verðlaun fyrir fallegar og vel hirtar lóðir í Mosfellsbæ í tilefni af 15 ára afmæli bæjarins á föstudag. Meira
20. ágúst 2002 | Fasteignablað | 911 orð | 4 myndir

Við flísalögn í spilavítishótelum

Flísalagnir eru stór þáttur í frágangi húsnæðis og góð verkkunnátta í þeim efnum því "gulli betri". Björn Halldórsson múrarameistari vann við flísalagnir í Bandaríkjunum. Hann segir hér Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá þeirri reynslu, en hann flísalagði m.a. spilavítishótel. Meira
20. ágúst 2002 | Fasteignablað | 84 orð | 1 mynd

Viðurkenningar fyrir fagurt umhverfi

Hefð hefur skapast fyrir því að veita viðurkenningar fyrir vandaðan frágang lóða og endurbætur á gömlum húsum. Meira
20. ágúst 2002 | Fasteignablað | 67 orð | 5 myndir

Viðurkenningar fyrir fallega garða

Hafnarfjörður - Hafnarfjarðarbær veitti árlega viðurkenningu fyrir fallega garða, snyrtimennsku og fegrun á umhverfinu í Hafnarborg sl. fimmtudag. Meira
20. ágúst 2002 | Fasteignablað | 157 orð | 4 myndir

Viðurkenningar fyrir lóðafrágang og endurbætur á eldri húsum

Reykjavík - Á afmæli Reykjavíkurborgar, 18. ágúst, eru árlega veittar viðurkenningar fyrir endurbætur á eldri húsum og fyrir fallegar stofnana-, fyrirtækja- og fjölbýlishúsalóðir. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.