Greinar miðvikudaginn 21. ágúst 2002

Forsíða

21. ágúst 2002 | Forsíða | 195 orð | 1 mynd

Endi bundinn á gíslatöku í Berlín

GRÍMUKLÆDDIR þýzkir sérsveitalögreglumenn brutu sér í gærkvöldi leið inn í íraska sendiráðið í Berlín og leystu tvo sendiráðsstarfsmenn úr gíslingu. Var þar með endi bundinn á gíslatöku sem stóð yfir í fimm tíma. Meira
21. ágúst 2002 | Forsíða | 156 orð

Fjarstýrðir veiðihundar

FINNSKIR veiðimenn munu nota nýja tegund farsíma á óvenjulegan hátt á veiðitímabilinu í haust. Meira
21. ágúst 2002 | Forsíða | 252 orð

Mannfall þrátt fyrir samkomulag

ÍSRAELSKIR hermenn skutu í gær til bana bróður fangelsaðs forsprakka herskás hóps Palestínumanna. Meira
21. ágúst 2002 | Forsíða | 151 orð

Rumsfeld segir al-Qaeda-liða í Írak

DONALD Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að liðsmenn al-Qaeda-hryðjuverkasamtakanna nytu hælis í Írak. Meira
21. ágúst 2002 | Forsíða | 287 orð | 1 mynd

Skæruliðar grönduðu rússnesku þyrlunni

FULLLJÓST þykir að rússnesk herflutningaþyrla af gerðinni Mi-26, sem hrapaði nærri einu úthverfa Grosní, höfuðborgar Tsjetsjeníu, hafi verið skotin niður af tsjetsjneskum uppreisnarmönnum. Meira

Fréttir

21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 437 orð | 3 myndir

70 fjár rekin úr Esjuhlíðum

70 FJÁR var smalað úr Esjunni í gærmorgun í þeirri viðleitni Skógræktarfélags Reykjavíkur að binda enda á plöntuskemmdir sem féð hefur valdið í skógræktarreitum í Esjuhlíðum. Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 325 orð | 1 mynd

Ábyrgð kjörinna fulltrúa langmest

GUÐRÚN Ebba Ólafsdóttir, borgarráðfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem jafnframt á sæti í fræðsluráði, segir framgang borgaryfirvalda vegna byggingar Klébergsskóla ekki samræmast fullyrðingum R-lista um að Reykjavíkurborg sé í fararbroddi í skólamálum. Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 193 orð | 2 myndir

Bátur náðist á flot eftir strand í Súgandafirði

BJÖRGUNARSKIP Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Gunnar Friðriksson frá Ísafirði, dró bátinn Laxinn EA af strandstað síðdegis í gær, samkvæmt tilkynningu sem Landsbjörg sendi frá sér í gærkvöldi. Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 129 orð

Bikarsyrpa skákmanna

TAFLFÉLAGIÐ Hellir, Halló! og ICC standa sameiginlega að 10 móta röð á skákþjóninum ICC sem kallast Bikarsyrpa Halló! á ICC. Sjötta mótið fer fram 25. ágúst en það síðasta verður haldið 24. nóvember en það verður jafnframt Íslandsmótið í netskák. Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

Borgin og lögregla geri samning vegna undirbúnings

NAUÐSYN ber til að gerður sé samningur milli Reykjavíkurborgar og lögreglunnar í Reykjavík um hvernig staðið skuli að undirbúningi og framkvæmd hátíða líkt og Menningarnætur, að því er fram kemur í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks frá fundi borgarráðs í... Meira
21. ágúst 2002 | Akureyri og nágrenni | 219 orð

Deildarstjóra RUVAK sagt upp störfum

SIGURÐI Þór Salvarssyni, deildarstjóra Ríkisútvarpsins á Akureyri, var sagt upp störfum sl. mánudag og hefur hann þegar látið af störfum. Sigurður Þór er mjög ósáttur við þessa niðurstöðu og hyggst halda áfram að kanna stöðu sína innan stéttarfélags... Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 153 orð

Djass- og blúshátíð á Selfossi

HIN ÁRLEGA Djass- og blúshátíð á Selfossi verður að þessu sinni haldin í veitingahúsinu Inghóli á Selfossi dagana 23. og 24. ágúst. Dagskrá verður vegleg og er hátíðin tvískipt, segir í fréttatilkynningu. Föstudaginn 23. ágúst verða Djasstónleikar. Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 42 orð

Draugaganga um Elliðaárdal

HALDIÐ verður á slóðir drauga, álfa, skrímsla og afbrotamanna í Elliðaárdal fimmtudaginn 22. ágúst, segir í fréttatilkynningu. Lagt verður upp frá miðasölu Árbæjarsafns kl. 21 og tekur gangan rúmlega klukkustund. Þátttaka er ókeypis. Meira
21. ágúst 2002 | Erlendar fréttir | 298 orð

Efna- og lífefnavopn reynd í Írak

TALIÐ er líklegt, að arabískir hryðjuverkamenn með tengsl við al-Qaeda, samtök Osama bin Ladens, hafi gert tilraunir með efna- og lífefnavopn í lítilli bækistöð í Norður-Írak. Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 444 orð | 1 mynd

Ekki á að fórna Þjórsárverum

HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segist enn vera þeirrar skoðunar að ekki eigi að fórna Þjórsárverum. Á opnum hádegisverðarfundi á Hótel Borg 14. Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 1160 orð | 3 myndir

Ekki hægt að fullyrða að um brunakuml sé að ræða

ADOLF Friðriksson, forstöðumaður Fornleifastofnunar Íslands, segist telja að ekki hafi komið fram nægilegar vísbendingar fyrir því að brunakuml, þar sem lík voru brennd að heiðnum sið á járnöld, hafi fundist við bæinn Hrísbrú í Mosfellsdal við... Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 612 orð

Ekki mengun heldur náttúrulegt ástand

UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hefur falið Amsum-vöktunarhópnum að útbúa rannsóknaráætlun um orsakir og umfang kadmínmengunar í Arnarfirði. Meira
21. ágúst 2002 | Erlendar fréttir | 382 orð | 1 mynd

Erkibiskup víkur tímabundið

GEORGE Pell, erkibiskup kaþólsku kirkjunnar í Sydney í Ástralíu, lýsti því yfir í gær að hann myndi víkja tímabundið úr embætti meðan fulltrúar kirkjunnar rannsökuðu ásakanir á hendur honum um kynferðislegt ofbeldi gagnvart 12 ára dreng fyrir um 40 árum. Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Farþegarúta festist í Krossá

FARÞEGARÚTA festist í Krossá á leið inn í Húsadal í Þórsmörk síðdegis á sunnudag. Að sögn skálavarðar í Húsadal fór rútan þvert yfir ána og heldur neðar en venjan er. Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 41 orð

Ferðalangar velta á Landavegi

FRANSKT par slapp ómeitt þegar jepplingur þeirra valt á Landvegi fyrir ofan Galtalæk um tvöleytið í gær. Þau voru bæði í bílbeltum. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli missti ökumaðurinn stjórn á bílnum í lausamöl. Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 592 orð | 1 mynd

Fjárhagslegt þanþol flestra kúabænda takmarkað

ÞÓRÓLFUR Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, sagði á aðalfundi sambandsins í gær að fjárhagslegt þanþol flestra kúabænda væri mjög takmarkað en helsta mál fundarins varðar hugsanlegan nýjan samning við stjórnvöld um mjólkurframleiðslu. Meira
21. ágúst 2002 | Erlendar fréttir | 332 orð | 1 mynd

Fjöldagrafir í Afganistan verði kannaðar

FULLTRÚAR bandarískra stjórnvalda sögðu í gær að þeir hygðust láta rannsaka ásakanir þess efnis að hermenn Norðurbandalagsins hefðu myrt hundruð talibana eftir að þeir síðarnefndu létu í minni pokann í bardögum í norðurhluta Afganistans í nóvember sl. Meira
21. ágúst 2002 | Erlendar fréttir | 197 orð

Flóð í Kína ógna 10 milljónum manna

FLÓÐ í Kína ógna nú allt að tíu milljónum manna í landinu miðju og er hættan tilkomin af því að allt of mikið vatn er nú í stöðuvatni sem tengist Yangtze-ánni. Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 182 orð

Flugleiðir halda áætlun 11. september

FLUGLEIÐIR sjá ekki fram á að 11. september verði frábrugðinn öðrum dögum fyrir þá farþega félagsins sem kjósa að fljúga þann dag, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Flugleiða. Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 61 orð

Flytjandi í hópferð yfir Kjöl

FLUTNINGABÍLSTJÓRAR frá Flytjanda hyggja á hópferð suður yfir Kjöl næstkomandi laugardag m.a. til að "heiðra minningu frumkvöðlanna í flutningum og reyna að upplifa ferðamáta þeirra hér áður fyrr", eins og segir í leiðabók um ferðina. Meira
21. ágúst 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 387 orð | 1 mynd

Forsögn vegna hjúkrunarheimilis samþykkt

FYRIRHUGAÐ er að reisa 64 rúma hjúkrunarheimili og 75 þjónustuíbúðir fyrir aldraða í Sogamýri en hún afmarkast af Miklubraut til suðurs, Suðurlandsbraut til norðurs og Skeiðarvogi og Mörkinni til vesturs. Meira
21. ágúst 2002 | Miðopna | 1136 orð

Fráveitumálin verði í viðunandi horfi fyrir 2005

S VEITARSTJÓRAR á Suðurlandi segja að verið sé að taka fráveitumál sveitarfélaganna í gegn en frárennsli á Suðurlandi er víða í ólestri. Meira
21. ágúst 2002 | Akureyri og nágrenni | 188 orð | 1 mynd

Fuglaskoðun á Belgjarbáru

FYRR í sumar var reist myndarlegt tjald til fuglaskoðunar á Belgjarbáru við Stekkjarnes. Það er Náttúruvernd ríkisins sem reisir tjaldið í tilraunaskyni. Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 109 orð

Fyrirlestur um lýðheilsu barna

MIÐSTÖÐ heilsuverndar barna hefur boðið sænska barnalækninum Sven Bremberg til Íslands til þess að ræða lýðheilsu barna. Hann starfar við sænsku Lýðheilsustöðina og Karolinska institutet í Stokkhólmi. Meira
21. ágúst 2002 | Suðurnes | 572 orð | 3 myndir

Glæsilegir garðar verðlaunaðir

HREPPSNEFND Vatnsleysustrandarhrepps mun í dag veita völdum íbúum Voga sérstök umhverfisverðlaun fyrir snyrtilega garða og góðan frágang lóða. Meðal verðlaunahafa í ár eru Hafrún Marísdóttir og Helgi Samsonarson fyrir lóðina við Aragerði 18. Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 62 orð

Golfnámskeið fyrir fatlaða

GOLFSAMTÖK fatlaðra á Íslandi héldu hinn 7. ágúst námskeið ætlað þeim sem eingöngu geta leikið golf með annarri hendi. Kennari á þessu námskeiði var John Garner. Meira
21. ágúst 2002 | Erlendar fréttir | 279 orð

Greinir á um leiðir

JAFNAÐARMENN, sem halda um stjórnartaumana í Svíþjóð, og Hægriflokkurinn, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, birtu á mánudag stefnuskrá sína fyrir kosningarnar 15. september. Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 598 orð

Herjólfur sigli oftar og Bakkaflugvöllur verði bættur

STARFSHÓPUR um samgöngur til Vestmannaeyja leggur til í fyrri áfangaskýrslu af tveimur að ferðum í vetraráætlun Herjólfs verði fjölgað og að ráðist verði í nauðsynlegar endurbætur á Bakkaflugvelli. Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 99 orð

Hreppakvöld á Flúðum

HÓTEL Flúðir halda sitt árlega Hreppakvöld sem er söngur og matarveisla að kvöldi föstudagsins 23. ágúst í Félagsheimilinu á Flúðum. Boðið verður upp á ítalskt hlaðborð og tónleika. Örn Árnason, leikari og skemmtikraftur, verður kynnir og tekur lagið. Meira
21. ágúst 2002 | Erlendar fréttir | 378 orð | 2 myndir

Hryðjuverki afstýrt

ÍTALSKA lögreglan handtók í fyrradag fjóra Marokkómenn og einn Ítala í kirkju í Bologna og hafa þeir verið ákærðir fyrir að ráðgera hryðjuverk. Meira
21. ágúst 2002 | Erlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd

Huntley ákærður

IAN HUNTLEY var í gær ákærður fyrir morðin á Holly Wells og Jessicu Chapman, sem hurfu fyrir tveimur vikum frá heimilum sínum í bænum Soham í Cambridge-skíri á Englandi. Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 79 orð

Í hungurverkfall um óákveðinn tíma

FRANCOIS Scheefer, franskur ríkisborgari, sem deilt hefur um forræði yfir tæplega þriggja ára gamalli dóttur sinni við franska móður hennar, hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að hann hefur hafið hungurverkfall í tengslum við baráttu sína... Meira
21. ágúst 2002 | Suðurnes | 77 orð

Í MORGUNBLAÐINU í gær var rangt...

Í MORGUNBLAÐINU í gær var rangt farið með uppruna Ásmundar Valgeirssonar, höfundar Ljósanæturlagsins 2002, og hann sagður úr Keflavík. Hið rétta er að Ásmundur er Njarðvíkingur. Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 263 orð

Ísland á valið

EKKI skiptir öllu hvort erlendir ferðamenn hafa skilað Íslendingum meiri gjaldeyristekjum en virkjanir heldur er aðalatriðið hvernig landinu er skilað til ferðamanna í framtíðinni. Þetta kemur fram í grein eftir Jonathan B. Meira
21. ágúst 2002 | Erlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Kim Jong-il í Rússlandi

KIM Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, kom með járnbrautarlest frá höfuðborginni Pyongyang yfir rússnesku landamærin í gærmorgun og hóf þar með fjögurra daga opinbera heimsókn til Rússlands. Meira
21. ágúst 2002 | Akureyri og nágrenni | 132 orð | 1 mynd

Klassísk tónlist og myndlist á Berjadögum

BERJADAGAR voru haldnir í Ólafsfirði um helgina en það er árlegur viðburður þar sem klassískri tónlist er gert hátt undir höfði. Örn Magnússon á veg og vanda að þessari hátíð, sem hófst með tónleikum í Ólafsfjarðarkirkju kl. 14 á laugardag. Meira
21. ágúst 2002 | Akureyri og nágrenni | 142 orð

Kristinn Svanbergsson ráðinn

MEIRIHLUTI íþrótta- og tómstundaráðs Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum í gær að ráða heimamanninn Kristin Svanbergsson í stöðu deildarstjóra íþrótta- og tómstundadeildar. Kristinn var valinn úr hópi 34 umsækjenda. Meira
21. ágúst 2002 | Akureyri og nágrenni | 171 orð

Landsmót hagyrðinga haldið í Lóni

LANDSMÓT hagyrðinga eru haldin árlega, til skiptis í landsfjórðungunum og í landnámi Ingólfs. Þau eru opin öllum sem gaman hafa af kveðskap og annarri þjóðlegri skemmtan. Í ár verður mótið haldið á Akureyri laugardagskvöldið 24. Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 62 orð

Laugardagsganga Samfylkingarinnar í Reykjavík

KJÖRDÆMAFÉLAG Samfylkingarinnar í Reykjavík efnir til stuttrar gönguferðar laugardaginn 24. ágúst nk. kl 14.00. Gengið verður um svæði suður af Hafnarfirði. Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Látinna í sjálfstæðisbaráttu Litháa minnst

FYRSTA degi opinberrar heimsóknar Davíðs Oddssonar forsætisráðherra til Litháens lauk í gær og var dagskráin þéttskipuð. Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Lést í bílslysi í Noregi

NÍTJÁN ára íslenskur piltur sem búsettur var í Noregi lét lífið í hörðum árekstri skammt fyrir utan Osló á laugardag. Hinn látni hét Sigurður Bogi Steingrímsson, fæddur 8. febrúar 1983, til heimilis á Skolevegen 46 í Lærdal. Hann var einhleypur. Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 77 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi er varð í Sóltúni, gegnt húsi nr. 3, mánudaginn 19. ágúst milli kl. 12.15 og 14.05. Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 415 orð | 1 mynd

Menn snúi sér frekar að heiðagæsinni

GÆSAVEIÐITÍMABILIÐ hófst í gær, 20. ágúst. Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands, segir að höfuðáherslan verði lögð á veiðar á heiðagæs í fyrstu þar sem veiðitími hennar er tiltölulega stuttur. Meira
21. ágúst 2002 | Erlendar fréttir | 448 orð | 1 mynd

Mexíkóar íhuga að leyfa spilavíti á ný

RÁÐAMENN í Mexíkó íhuga nú að leyfa starfsemi spilavíta í landinu til að auka þjóðartekjurnar og styrkja valtan efnahag. Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 508 orð | 2 myndir

Mikið af smálaxi í Þistilfirðinum

PRÝÐISVEIÐI er í Þistilfirðinum um þessar mundir, þannig er komið vel á þriðja hundrað laxa á land úr Hafralónsá og hefur verið sérlega lífleg veiði síðan um verslunarmannahelgina þegar stór ganga kom í ána. Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 313 orð

Neikvæð raunávöxtun hjá lífeyrissjóðum

HREIN raunávöxtun 54 lífeyrissjóða var neikvæð um 1,9% á síðasta ári að jafnaði miðað við vísitölu neysluverðs en var neikvæð um 0,7% árið 2000. Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 824 orð | 1 mynd

Ofverndun og ofnæmi

Björn Árdal fæddist í Reykjavík árið 1942, lauk stúdentsprófi frá MR árið 1962, stundaði nám í efnafræði í München í Þýskalandi 1964-65, og lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1970. Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 270 orð

Olía seld til skipa og stórnotenda fyrst í stað

NÝTT olíufélag, Atlantsolía, áformar að hefja starfsemi hér á landi um næstu áramót. Félagið er í eigu sömu aðila og standa að flutningafyrirtækinu Atlantsskipum ehf. Meira
21. ágúst 2002 | Landsbyggðin | 516 orð | 1 mynd

Ormadjús og heilgrillað hreindýr

ORMSTEITI 2002 á Fljótsdalshéraði er nú haldið í tíunda sinn. Þetta er hartnær tveggja vikna hátíð sem er í senn héraðs- og uppskeruhátíð. Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

"Ég hef alltaf haft það gott"

SÓLVEIG Pálsdóttir frá Svínafelli í Öræfum varð 105 ára í gær. Sólveig eyddi afmælisdeginum á Hjúkrunarheimilinu á Höfn, þar sem hún býr. Sólveig er vel ern þótt sjónin sé farin að daprast og heyrnin að mestu leyti farin. Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 169 orð

Ráðherra sendir ILO greinargerð vegna kærunnar

FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA kynnti í gær í ríkisstjórn greinargerð sem íslenska ríkið mun leggja fram hjá Alþjóðavinnumálastofnuninni (ILO), vegna kæru ASÍ og Farmanna- og fiskimannasambandsins (FFSÍ) á hendur íslenskum stjórnvöldum vegna lagasetningar á verkfall... Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 149 orð

Ríkið taki meiri þátt í vinnu við fráveitur

ÞRÍR sveitarstjórar á Suðurlandi sem Morgunblaðið ræddi við í gær telja að ríkið eigi að taka meiri þátt en gert er ráð fyrir í lögum í kostnaði við fráveituframkvæmdir þeirra sveitarfélaga sem eru ekki nálægt sjó en hinna. Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 337 orð

Sameiginlegt útboð og byrjað á Austfjarðagöngum

VEGAGERÐ ríkisins hefur kynnt samgönguráðherra hugmyndir stofnunarinnar um hvernig standa megi að framkvæmdum við jarðgöng milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar annars vegar og Siglufjarðar og Ólafsfjarðar hins vegar. Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 162 orð

Samið um samruna Íslandssíma og Halló

GENGIÐ var frá samningi í gær um samruna fjarskiptafyrirtækjanna Íslandssíma og Halló - Frjálsra fjarskipta. Við samrunann eignast hluthafar í Halló ný hlutabréf í Íslandssíma að nafnverði 414 milljónir króna eða sem nemur 28,7% af hlutafé Íslandssíma. Meira
21. ágúst 2002 | Miðopna | 791 orð | 3 myndir

Samningur um eflingu og gagnkvæma vernd fjárfestinga

Pyntingaklefar frá sovéttímanum í fangelsi KGB voru meðal þess sem Davíð Oddsson forsætisráðherra skoðaði í gær í opinberri heimsókn sinni til Litháens. Þá lagði hann blómsveig að minnisvarða um þá sem féllu í sjálfstæðisbaráttu landsins og fundaði með forystumönnum þjóðarinnar. Nína Björk Jónsdóttir fylgdist með fyrsta degi heimsóknarinnar. Meira
21. ágúst 2002 | Miðopna | 398 orð

Samningur við ríkið um 100 milljónir til skógræktar

Á AÐALFUNDI Skógræktarfélags Íslands í Logalandi um helgina var gengið frá samningi við ríkið, sem nemur 100 milljónum króna, um framlengingu á átakinu Landgræðsluskógar en samningurinn var fyrst gerður 1999. Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 143 orð

Samstarfsráðherrar hittast í Noregi

SAMSTARFSRÁÐHERRAR Norðurlanda hittast á fundi í Kristiansand í Noregi í dag og sækir Siv Friðleifsdóttir, samstarfs- og umhverfisráðherra, fundinn fyrir Íslands hönd. Í Kristiansand verður m.a. Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 64 orð

Sesseljuhús fær umhverfisverðlaun

Vistmenningarstöðin Sesseljuhús í Sólheimum í Grímsnesi hefur fengið viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í umhverfisvænni hönnun frá bandarískri stofnun á sviði tækni- og umhverfismála, The Institute for Appropriate Technology. Meira
21. ágúst 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 308 orð | 1 mynd

Sérgreinakennsla tefst

ÚTLIT er fyrir að tafir verði á því að kennsla hefjist í 6. og 7. bekk Hlíðaskóla í haust þar sem viðbygging við skólann er ekki tilbúin. Sömuleiðis er útlit fyrir að ekki verði hægt að hefja kennslu í sérgreinum við upphaf skóla af sömu sökum. Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 308 orð | 1 mynd

Snæfellsjökull hefur þynnst og lækkað verulega

Snæfellsjökull hefur þynnst og lækkað verulega á síðustu sjö árum. Meira
21. ágúst 2002 | Erlendar fréttir | 312 orð | 1 mynd

Spáð þurrkum í Mið-Evrópu

FLÓÐIN við Magdeburg í austurhluta Þýskalands náðu hámarki í fyrrinótt þegar Saxelfur náði 6,7 metra hæð. Vatnsborðið var um þrjátíu sentímetrum lægra en búist hafði verið við og kom því ekki til brottflutnings 20.000 borgarbúa sem áformaður hafði verið. Meira
21. ágúst 2002 | Landsbyggðin | 234 orð | 1 mynd

Stapahöfn stækkar

Á ARNARSTAPA hafa verið miklar framkvæmdir við höfnina í sumar. Grjótgarðurinn var lengdur um 35 metra og eldri hluti hans lagaður til. Er þeirri framkvæmd að mestu lokið, aðeins á eftir að ganga frá þar sem garðurinn kemur að Hafnarhúsinu. Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 70 orð

Stofna skiptibókamarkað á Netinu

STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands, Bóksala stúdenta og kassi.is hafa skrifað undir samning um samstarf um rekstur skiptibókamarkaðar á Netinu. Meira
21. ágúst 2002 | Landsbyggðin | 100 orð | 1 mynd

Subbulegur akstur

UM HELGINA hefur einhver átt í erfiðleikum með sjálfan sig og látið það bitna á Námafjalli. Þannig hefur sá böðlast um mjúkar leirhlíðar fjallsins á bíl sínum og skilið eftir ljótar slóðir sem ekki hverfa nema á mörgum árum sé ekkert að gert. Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 173 orð

Sundlaugarnar vinsælastar meðal erlendra ferðamanna i Reykjavík

ERLENDIR ferðamenn eru almennt mjög ánægðir með Reykjavík sem áfangastað og njóta sundlaugar borgarinnar mestrar hylli af þeim þáttum sem spurt var um í árlegri viðhorfskönnun Ferðamálaráðs Íslands. Meira
21. ágúst 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 221 orð

Tap á rekstri Holtsbúðar

RÚMLEGA 22 milljóna króna tap var á rekstri Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Holtsbúðar í Garðabæ á fyrstu fimm mánuðum ársins. Hjúkrunarframkvæmdastjóri heimilisins segir of lágum daggjöldum um að kenna. Meira
21. ágúst 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 128 orð

Tveir bekkir árgangablandaðir

TVEIR árgangablandaðir bekkir verða í Vesturbæjarskóla í haust vegna fækkunar nemenda í skólanum. Í bréfi sem skólastjóri sendi öllum foreldrum barna í 1.- 4. bekk skólans kemur fram að meðalfjöldi nemenda í bekk verði 22 eftir breytingarnar. Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 822 orð | 3 myndir

Um 17 þúsund nemendur á skólabekk

Á MILLI sextán og sautján þúsund ungmenni hefja nám í framhaldsskólum landsins í þessari viku. Þar af eru um fjögur þúsund nýnemar, að sögn Karls Kristjánssonar, deildarstjóra í framhaldsskóladeild menntamálaráðuneytisins. Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 86 orð

Um 45 þúsund nemendur að hefja nám

UM 45 þúsund grunnskólanemendur víða um land hefja nám í þessari viku eða í þeirri næstu. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu byrja flestir grunnskólar landsins í lok þessarar viku eða í byrjun þeirrar næstu. Meira
21. ágúst 2002 | Akureyri og nágrenni | 216 orð

Unnið að stofnun hlutafélags um reksturinn

UNNIÐ er að því að stofna nýtt hlutfafélag um rekstur Skinnaiðnaðar á Akureyri. Að væntanlegu félagi standa starfsmenn innan fyrirtækisins, Landsbankinn og Akureyrarbær. Meira
21. ágúst 2002 | Landsbyggðin | 111 orð | 1 mynd

Unnið við skólalóðina

UNNIÐ er nú af fullum krafti við skólalóð Grunnskólans í Borgarnesi. Framkvæmdir hófust um mitt sumar og á þeim að vera lokið þegar skóli hefst 27. ágúst. Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 55 orð

Verð bréfa í deCODE lækkar um 12,4%

VERÐ hlutabréfa í deCODE genetics lækkaði um 12,41% á Nasdaq-hlutabréfamarkaðinum í New York í gær. Lokaverð dagsins var 2,33 dollarar en á mánudag fór verðið í 2,66 dollara og hafði þá aldrei verið lægra. Meira
21. ágúst 2002 | Suðurnes | 246 orð | 1 mynd

Verið að skoða alla möguleika

VERIÐ er að skoða samgöngumál milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Reykjanesbæjar auk annarra samgönguleiða en ferðamenn hafa kvartað yfir því að ekki sé hægt að komast á milli þessara staða nema með leigubílum. Meira
21. ágúst 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 205 orð | 1 mynd

Verslunarhúsnæði breytt í íbúðir

BORGARRÁÐ hefur staðfest samþykkt skipulags- og bygginganefndar Reykjavíkur um að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Leirubakka 34-36 í Breiðholti. Meira
21. ágúst 2002 | Innlendar fréttir | 198 orð

Viðgerð á Hauki kostar hátt í milljón

TJÓN á hvalaskoðunarbátnum Hauki, sem skemmdist á laugardagsmorgun þegar honum var siglt á smábátabryggju, nemur um einni milljón króna. Á fjórða tug farþega sem var um borð varð bylt við en enginn meiddist. Meira
21. ágúst 2002 | Erlendar fréttir | 226 orð

Örlög Abu Nidals ráðgáta

ENN er margt óljóst um örlög palestínska hryðjuverkamannsins Abu Nidals, sem sagður er hafa fundist látinn á heimili sínu í Bagdad um helgina. Meira

Ritstjórnargreinar

21. ágúst 2002 | Leiðarar | 323 orð

Opinn skógur

Samstarfsverkefninu "opinn skógur" var hleypt af stokkunum í Daníelslundi í Borgarfirði um síðastliðna helgi, í tengslum við aðalfund Skógræktarfélags Íslands. Meira
21. ágúst 2002 | Leiðarar | 514 orð

Salmonella á Suðurlandi

Það er ófögur mynd sem dregin er upp af frárennslismálum á Suðurlandi í skýrslu starfshóps landbúnaðarráðherra um salmonellu og kamfýlóbakter í dýrum og umhverfi á Suðurlandi. Meira
21. ágúst 2002 | Staksteinar | 374 orð | 2 myndir

Þögnin

Lengi hefur verið viðloðandi í fari margra, sem gegna þjónustu í almannaþágu, að mæta óþægilegum spurningum með þögninni einni saman. Þetta segir Bæjarins besta á Ísafirði. Meira

Menning

21. ágúst 2002 | Fólk í fréttum | 152 orð | 1 mynd

1966: sýra

The Sunshine Fix leita aftur til mektarára sýrurokksins með tilætluðum árangri. Meira
21. ágúst 2002 | Fólk í fréttum | 177 orð | 2 myndir

Aldagömul japönsk skák

SÍÐASTLIÐINN laugardag var blásið til heldur sérstaks skákmóts hér á landi en þar var keppt í japanskri shogi-skák. Kepnin var haldin á vegum japanska sendiráðsins og fór fram í húsakynnum þess, á norðausturenda Hótel Sögu. Meira
21. ágúst 2002 | Fólk í fréttum | 471 orð | 1 mynd

Áfram veginn

Singapore Sling eru Henrik Björnsson, gítarleikari og söngvari og einnig höfundur laga og texta, Einar Þór Kristjánsson á gítar, Helgi Örn Pétursson gítar, Þorgeir Guðmundsson bassi og Bjarni Friðrik Jóhannsson, trommur. Upptökur: Orri. Hljóðblöndun Birgir Örn Thoroddsen og Henrik Björnsson. Meira
21. ágúst 2002 | Fólk í fréttum | 145 orð | 1 mynd

Áhættuleikarinn lést

NÝJASTA hasarmyndastjarna Hollywood-borgar, Vin Diesel, er að sögn niðurbrotinn eftir banaslys sem varð á tökustað nýjustu myndar hans, XXX . Diesel hafði farið fram á það við framleiðendur myndarinnar að hann fengi að gera öll sín áhættuatriði sjálfur. Meira
21. ágúst 2002 | Fólk í fréttum | 37 orð | 1 mynd

Blaðberi júlímámaðar

HIÐ MÁNAÐARLEGA blaðburðarkapphlaup Morgunblasins heldur ótrautt áfram. Sigurvegari júlímánaðar var Sigurður Kristjánsson en hann ber út Morgunblaðið á Kleppsvegi, í Sæviðarsundi og í Efstasundi. Meira
21. ágúst 2002 | Fólk í fréttum | 187 orð | 1 mynd

Einn gegn ofurefli

Bandaríkin, 2002. Skífan VHS. (91 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn: Ken Sanzel. Aðalhlutverk: Lou Diamond Philips, Sean Patrick Flanery og Robert Forster. Meira
21. ágúst 2002 | Fólk í fréttum | 143 orð | 1 mynd

Ekkert bólar á greiðslu fyrir geimfarmiða

RÚSSNESKA geimferðastofnunin hefur gefið poppsöngvaranum Lance Bass fimm sólarhringa til að greiða farmiðann fyrir væntanlega ferð til alþjóðlegu geimstöðvarinnar, ella fái hann ekki að fara. Meira
21. ágúst 2002 | Fólk í fréttum | 78 orð | 1 mynd

Fjárfestu í eyju

LEIKARAHJÓNIN Uma Thurman og Ethan Hawke hafa fest kaup á eyju út af ströndum Nova Scotia í Kanada. Eyjan er 3,6 hektarar að stærð og kostaði hún litlar 110 milljónir króna. Tvö hús eru á eyjunni, sem er tengd við meginlandið með 60 metra langri brú. Meira
21. ágúst 2002 | Fólk í fréttum | 64 orð | 1 mynd

* GAUKUR Á STÖNG: Stefnumót.

* GAUKUR Á STÖNG: Stefnumót. Örkuml, Výnill og AmPop. Hús opnað 21 og er aðgangseyrir 500 kr. * STÚDENTAKJALLARINN: Hljómsveitin Wumblmbid leikur djass í Stúdentakjallaranum við Hringbraut. Á efnisskránni eru lög eftir t.d. Meira
21. ágúst 2002 | Fólk í fréttum | 101 orð | 1 mynd

Hall hótaði morði

ÁHUGAVERT getur verið að róta örlítið upp í fortíðinni því þar er oft ýmsar frásagnir að finna sem ýta við almenningi. Fyrirsætan Jerry Hall hefur nú hafið rót í sinni fortíð því til stendur að gefa út ævisögu hennar á næstunni. Meira
21. ágúst 2002 | Menningarlíf | 379 orð | 1 mynd

Hryllileg saga í smíðum

Á MORGUN, fimmtudag, hefst birting á netsögu eftir Guðberg Bergsson á heimasíðu JPV útgáfu. Slóðin er jpv.is og geta lesendur fylgst með gerð sögunnar meðan á ritun hennar stendur. Meira
21. ágúst 2002 | Menningarlíf | 85 orð | 1 mynd

Í gegnum eldinn

STOPPLEIKHÓPURINN er nú að hefja æfingar á nýju íslensku leikriti. Það nefnist: "Í gegnum eldinn" og er eftir Valgeir Skagfjörð. Meira
21. ágúst 2002 | Tónlist | 663 orð

Jörfagleði hin nýja

Íslenzk og sænsk þjóðlög eða lög í þjóðlagastíl eftir kunna og ókunna höfunda. Pálína Árnadóttir, söngur; Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, gítar; sænska spilaratríóið Draupner (Henning Andersson, Görgen Antonsson, fiðlur; Tomas Lindberg, mandóla & gítar). Fimmtudaginn 15. ágúst kl. 20:30. Meira
21. ágúst 2002 | Menningarlíf | 342 orð | 2 myndir

Lifandi goðsögn í dansheiminum

Í TENGSLUM við nútímadanshátíðina CODA, sem fram fer í Osló í fyrsta sinn í haust, mun hinn heimsfrægi dansari og danshöfundur Merce Cunningham og dansflokkur hans halda sýningu í Borgarleikhúsinu þann 24. september næstkomandi. Meira
21. ágúst 2002 | Menningarlíf | 94 orð | 1 mynd

Lög Jónasar og Jóns Múla á Seyðisfirði

LOKATÓNLEIKAR Bláu Kirkjunnar á Seyðisfirði á þessu sumri verða í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30 og eru tileinkaðir Jóni Múla og Jónasi Árnasonum og tónlist þeirra. Meira
21. ágúst 2002 | Fólk í fréttum | 196 orð | 2 myndir

Maður og mús

KVIKMYNDIN Maður eins og ég tók sér forystu á tekjulista íslenskra kvikmyndahúsa um helgina. Myndin, sem var frumsýnd síðastliðinn föstudag, hefur víðast fengið góða dóma og virðast viðtökurnar vera eftir því. Meira
21. ágúst 2002 | Fólk í fréttum | 191 orð | 1 mynd

Meistarastykki

Ástralía/Þýskaland, 2001. Myndform VHS. (120 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn: Ray Lawrence. Aðalhlutverk: Anthony LaPaglia, Kerry Armstrong, Geoffrey Rush og Barbara Hershey. Meira
21. ágúst 2002 | Myndlist | 334 orð | 1 mynd

Minni myndir til sölu

Sýningin er opin á verslunartíma og stendur til 28. ágúst. Meira
21. ágúst 2002 | Fólk í fréttum | 186 orð | 1 mynd

Pamela með stjörnustæla

MEÐLEIKARAR strandvarðadrottningarinnar Pamelu Anderson eru að sögn ævareiðir út í hana sem slær víst um sig með stælum kenndum við stjörnur. Nú stendur nefnilega til að koma öllu rauðklædda íturvaxna genginu saman í sérstakan hátíðarþátt. Meira
21. ágúst 2002 | Fólk í fréttum | 94 orð | 1 mynd

Powers í Taílandi

ÞESSIR hressilegu sendlar á ónefndri bensínstöð í Bangkok hafa eins og sjá má klætt sig upp sem njósnarinn kynþokkafulli Austin Powers. Meira
21. ágúst 2002 | Fólk í fréttum | 179 orð | 1 mynd

Pólýester nær vinsældum á ný

GOLDMEMBER, nýjasta kvikmynd Mike Myers um spæjarann hlægilega, Austin Powers, hefur komið af stað nýju æði fyrir heldur ólíklegu efni, pólýester. Meira
21. ágúst 2002 | Leiklist | 399 orð

Snjall orgelleikari

Hannfried Lucke flutti þýska og franska orgeltónlist. Sunnudagurinn 18. ágúst 2002. Meira
21. ágúst 2002 | Menningarlíf | 503 orð | 1 mynd

Stórkostlegur árangur á námskeiðinu

SÖNGHÁTÍÐIN ,,Blómlegt sönglíf í Borgarfirði" var haldin í þriðja sinn dagana 1.-16. ágúst og lauk með lokatónleikum í Borgarneskirkju síðastliðinn föstudag. Meira
21. ágúst 2002 | Fólk í fréttum | 252 orð | 1 mynd

Tilfinningar og tár, nei takk!

HIN tilfinningaríka Gwyneth Paltrow snerti veikan blett hjá bresku karlþjóðinni og hlaut í staðinn mikla óþökk og úthrópun í breskum dagblöðum. Meira
21. ágúst 2002 | Fólk í fréttum | 117 orð | 1 mynd

Trommarinn rifbeinsbrotinn

HLJÓMSVEITIN Ash komst í hann krappan á dögunum þegar rúta sveitarinnar lenti í hörðum árekstri á tónleikaferðalagi um Bandaríkin. Enginn liðsmanna sveitarinnar slasaðist þó alvarlega en trommarinn Rick McMurray braut þó rifbein. Meira
21. ágúst 2002 | Fólk í fréttum | 92 orð | 1 mynd

Vill reykja með syninum

RAPPARINN Busta Rhymes kemst trúlega seint á lista yfir góðar fyrirmyndir en hann lýsti því yfir á dögunum að hann hygðist reykja kannabisefni með níu ára gömlum syni sínum. Meira
21. ágúst 2002 | Fólk í fréttum | 144 orð | 1 mynd

Æfur yfir afmælismyndum

LEIKARINN Robert De Niro býður sko ekki hverjum sem er í afmælið sitt, allavega ekki ljósmyndurum. Hann hefur nú höfðað mál gegn Celebrity Vibe fyrir birtingu á mynd af honum og vini sínum Sean Penn vera að blása á kertin á afmælisköku sinni í fyrra. Meira
21. ágúst 2002 | Fólk í fréttum | 107 orð | 1 mynd

Öll saga Steinanna

NÚ ER verið að leggja drög að sögu hljómsveitarinnar Rolling Stones þar sem allt verður látið flakka. Höfundur bókarinnar er fyrsti umboðsmaður sveitarinnar, Andrew Loog Oldham, en hann ferðaðist með sveitinni fyrstu ár hennar í tónleikaferðum. Meira

Umræðan

21. ágúst 2002 | Aðsent efni | 938 orð | 1 mynd

Enn um STEF

Opinber flutningur er samningsatriði milli höfundar, segir Hólmgeir Baldursson, og þess sem flytur verkið opinberlega. Meira
21. ágúst 2002 | Bréf til blaðsins | 586 orð

Fjöllin í sárum ÉG ER miður...

Fjöllin í sárum ÉG ER miður mín yfir meðferðinni á Ingólfsfjalli. Í fjallinu eru tvö svöðusár, líklega eftir malarnám. Fleiri fjöll liggja undir skemmdum, s.s. við Þrengslaveginn upp við Sandskeið. Meira
21. ágúst 2002 | Aðsent efni | 964 orð | 1 mynd

Hvers virði er ferðaþjónustan?

Það sem skiptir máli, segir Erna Hauksdóttir, er sá virðisauki sem skapast í landinu. Meira
21. ágúst 2002 | Bréf til blaðsins | 610 orð

Og barnið sagði mamma sjáðu!

ÉG VAR að lesa í Morgunblaðinu grein um heiðursskot, þ.e. reglur um hversu mörg heiðursskot þessi og hinn fær, hjá sjóherjum þessa heims, eftir tignarstöðum. Ég verða að viðurkenna að mér finnst þetta afskaplega skondið og ... ja, dálítið hallærislegt. Meira
21. ágúst 2002 | Aðsent efni | 670 orð | 1 mynd

Samskipti foreldra og dagmæðra

Virkasta eftirlitið með aðbúnaði barna hjá dagmæðrum, segir Ingibjörg Broddadóttir, er í höndum foreldranna sjálfra. Meira
21. ágúst 2002 | Aðsent efni | 789 orð | 1 mynd

Samþætting jarðgufu- og vatnsaflsvirkjana

Öll rök hníga til þess, segir Bjarni Jónsson, að íslenzkar orkulindir séu hagkvæmur fjárfestingarkostur til langs tíma litið. Meira
21. ágúst 2002 | Bréf til blaðsins | 17 orð | 1 mynd

Þessar duglegu stúlkur söfnuðu 5.

Þessar duglegu stúlkur söfnuðu 5.619 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Júlía Grétarsdóttir og Klara Grét... Meira

Minningargreinar

21. ágúst 2002 | Minningargreinar | 366 orð | 1 mynd

BJÖRN JÓNATAN BJÖRNSSON

Björn Jónatan Björnsson fæddist á Múla í Sandasókn í Dýrafirði 26.1. 1925. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 23. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Patreksfjarðarkirkju 31. júlí. Meira  Kaupa minningabók
21. ágúst 2002 | Minningargreinar | 1472 orð | 1 mynd

HJÁLMAR BLOMQUIST JÚLÍUSSON

Hjálmar Blomquist Júlíusson fæddist á Sunnuhvoli á Dalvík 16. september 1924. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 26. apríl og var útför hans gerð frá Akureyrarkirkju 3. maí. Meira  Kaupa minningabók
21. ágúst 2002 | Minningargreinar | 315 orð | 1 mynd

JÓNA VIGDÍS HARALDSDÓTTIR

Jóna Vigdís Haraldsdóttir fæddist á Ísafirði 10. mars 1951. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík hinn 1. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Haraldur Valdimarsson, f. 26.6. 1916, d. 15.11. 1963, og Brynhildur Ingibjörg Jónasdóttir, f. 8.5. 1920, d. Meira  Kaupa minningabók
21. ágúst 2002 | Minningargreinar | 1186 orð | 1 mynd

LAUFEY ÞÓRÐARDÓTTIR

Laufey Þórðardóttir fæddist í Borgarholti í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi 12. júlí 1907. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 13. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Áskirkju 20. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
21. ágúst 2002 | Minningargreinar | 445 orð | 1 mynd

LÁRUS KRISTINN JÓNSSON

Lárus Kristinn Jónsson fæddist í Stykkishólmi 15. apríl 1913. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 2. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Stykkishólmskirkju 13. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
21. ágúst 2002 | Minningargreinar | 563 orð | 1 mynd

MAGNÚS ÞORLEIFSSON

Magnús Þorleifsson fæddist í Arnardal í Norður-Ísafjarðarsýslu 14. september 1931. Hann lést á Hrafnistu 5. ágúst síðastliðinn. Magnús kvæntist 1971 Kristínu Hansdóttur, f. 1. september 1922. Magnús og Kristín bjuggu í Gnoðarvogi 26 í Reykjavík til ársins 1999 þegar þau fluttu á Hrafnistu. Útför Magnúsar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Meira  Kaupa minningabók
21. ágúst 2002 | Minningargreinar | 1322 orð | 1 mynd

RAGNA DÓRA RAGNARSDÓTTIR

Ragna Dóra Ragnarsdóttir fæddist á Akureyri 15. janúar 1959. Hún lést á heimili sínu 2. ágúst og var útför hennar gerð frá Akureyrarkirkju 9. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
21. ágúst 2002 | Minningargreinar | 2526 orð | 1 mynd

RAGNAR GÍSLI GUÐMUNDSSON

Ragnar Gísli Guðmundsson var fæddur á Brekku á Ingjaldssandi 25. september 1920. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Landakoti 13. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Magnúsdóttir, f. 2.7. 1877 á Eyri í Flókadal, d. 9.5. Meira  Kaupa minningabók
21. ágúst 2002 | Minningargreinar | 2727 orð | 1 mynd

STEINGRÍMUR HARRY THORSTEINSON

Steingrímur Harry Thorsteinson fæddist í Pittsfield í Massachusetts í Bandaríkjunum 15.10. 1920. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 11. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Axel Thorsteinson, rithöfundur, blaðamaður og fréttaritari í Reykjavík,... Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

21. ágúst 2002 | Viðskiptafréttir | 736 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Bleikja 320 320 320...

ALLIR FISKMARKAÐIR Bleikja 320 320 320 32 10,240 Blálanga 109 5 107 184 19,640 Gellur 650 275 581 27 15,675 Gullkarfi 89 12 82 9,853 805,768 Gulllax 10 10 10 73 730 Hlýri 164 120 145 1,109 161,214 Háfur 100 100 100 251 25,100 Keila 95 30 61 110 6,697... Meira
21. ágúst 2002 | Viðskiptafréttir | 229 orð

Bonus Stores stefna fyrrverandi forstjóra sínum

FYRIRTÆKÐ Bonus Stores í Bandaríkjunum, sem er í meirihlutaeigu Baugs, hefur höfðað mál gegn fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins, Jim Schafer, sem var nýlega sagt upp störfum. Tilkynning þessa efnis var birt á fréttavef Kauphallar Íslands í gær. Meira
21. ágúst 2002 | Viðskiptafréttir | 169 orð

Búnaðarbankinn opnar útibú í Lúxemborg

BANKARÁÐ Búnaðarbanka Íslands hefur ákveðið að opna útibú í Lúxemborg og hefur falið bankastjórn bankans að sjá um nauðsynlegan undirbúning í því sambandi en bankinn rekur dótturbanka í Lúxemborg. Meira
21. ágúst 2002 | Viðskiptafréttir | 315 orð

Góður kaupandi og gott verð

GRANDI hf. seldi 265,5 milljóna króna hlut sinn í Þormóði ramma Sæberg hf. í vikunni til Afls Fjárfestingarfélags hf. á genginu 5,10. Um er að ræða 20,24% hlut í félaginu en hlutur Afls í Þormóði ramma er eftir viðskiptin 40,45%. Meira
21. ágúst 2002 | Viðskiptafréttir | 126 orð | 1 mynd

Hluthafafundi aflýst

HLUTHAFAFUNDI sem halda átti í Fjárfestingarfélaginu Straumi í gær var aflýst rúmum klukkutíma áður en halda átti fundinn. Til fundarins var boðað að ósk tveggja hluthafa, Fjárfars og Dúks, en þeir drógu beiðni sína til baka. Meira
21. ágúst 2002 | Viðskiptafréttir | 910 orð | 1 mynd

Íslandssími og Halló-Frjáls fjarskipti sameinast

ÁKVEÐIÐ hefur verið að sameina fjarskiptafyrirtækin Íslandssíma hf. og Halló-Frjáls fjarskipti undir merkjum Íslandssíma. Í kjölfarið verður farið í hlutafjármögnun hins sameinaða félags með frekari samruna á fjarskiptamarkaði að markmiði. Meira
21. ágúst 2002 | Viðskiptafréttir | 44 orð

JP Nordiska hagnast um 38,7 milljónir

SÆNSKA verðbréfafyrirtækið JP Nordiska, sem Kaupþing banki á 28% hlut í, hagnaðist um 0,1 milljón sænskra króna fyrir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins. Meira
21. ágúst 2002 | Viðskiptafréttir | 101 orð

Samherji eykur hlut sinn í SVN

SAMHERJI hf. jók í gær eignarhlut sinni í Síldarvinnslunni hf. í Neskaupstað með kaupum á 53.893.028 króna nafnverðshlut. Meira

Fastir þættir

21. ágúst 2002 | Árnað heilla | 36 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag miðvikudaginn 21. ágúst er fimmtug Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Maríubakka 28, Reykjavík, skrifstofustjóri Vélstjórafélags Íslands. Jóhanna tekur á móti gestum í dag milli kl. Meira
21. ágúst 2002 | Árnað heilla | 29 orð | 1 mynd

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 21. ágúst, er sjötíu og fimm ára Ingólfur Pálsson rafvirkjameistari, Heiðmörk 3, Hveragerði. Eiginkona hans er Steinunn Runólfsdóttir. Þau eru að heiman í... Meira
21. ágúst 2002 | Dagbók | 98 orð

Allt eins og blómstrið eina

Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt. Meira
21. ágúst 2002 | Fastir þættir | 38 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Dregið í fjórðu umferð bikarkeppninnar Dregið hefir verið í fjórðu umferð bikarkeppninnar og spila eftirtaldar sveitir saman: Skeljungur - Guðmundur Sveinn Hermannsson Ragnheiður Nielsen - SUBARU Sparisjóðurinn í Keflavík - Orkuveita Reykjavíkur Þórólfur... Meira
21. ágúst 2002 | Fastir þættir | 280 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson.

LESANDINN er í suður og opnar á 15-17 punkta grandi. Makker yfirfærir í hjarta og skömmu síðar spilar vestur út lauftíu gegn fjórum hjörtum: Suður gefur; allir á hættu. Meira
21. ágúst 2002 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. júní sl. í Dómkirkjunni í Reykjavík af sr. Valgarði Ástráðssyni þau Ágústa Amalía Friðriksdóttir og Svanur Þór Eðvaldsson. Þau eru til heimilis í... Meira
21. ágúst 2002 | Dagbók | 193 orð | 1 mynd

Dómkirkjan: Hádegisbænir kl.

Dómkirkjan: Hádegisbænir kl. 12:10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520-9700. Háteigskirkja: Kvöldbænir kl. 18:00. Neskirkja: Bænamessa kl. 18:00. Sr. Örn Bárður Jónsson. Seltjarnarneskirkja: Hádegistíð kl. 12:00. Meira
21. ágúst 2002 | Fastir þættir | 93 orð

Félag eldri borgara í Hafnarfirði Eldri...

Félag eldri borgara í Hafnarfirði Eldri borgarar í Hafnarfirði spila brids, tvímenning í Hraunseli Flatahrauni 3 tvisvar í viku á þriðjudögum og föstudögum. Það vantar fleira fólk í brids. Mæting kl. 13.30 Spilað var 13. ágúst. Meira
21. ágúst 2002 | Fastir þættir | 56 orð

Félag eldri borgara í Kópavogi Það...

Félag eldri borgara í Kópavogi Það var fámennt en góðmennt í Gjábakkanum sl. föstudag en væntanlega undanfari meiri og betri þátttöku nú í sumarlok. Hæsta skor í N/S: Rafn Kristjánss. - Oliver Kristófss. 257 Ólafur Ingvarss. Meira
21. ágúst 2002 | Dagbók | 826 orð

(Orðskv. 16, 24.)

Í dag er miðvikudagur 21. ágúst, 233. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Vingjarnleg orð eru hunangsseimur, sæt fyrir sálina, lækning fyrir beinin. Meira
21. ágúst 2002 | Fastir þættir | 173 orð

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. f3 e6 7. Be3 b5 8. g4 Rfd7 9. Dd2 Bb7 10. 0-0-0 Rb6 11. Rb3 R8d7 12. Ra5 Dc7 13. Kb1 Be7 14. h4 0-0 15. Bg5 f6 16. Be3 Re5 17. Df2 Rbc4 18. Rxb7 Dxb7 19. Bd4 Hac8 20. Re2 Rc6 21. Be3 Rxe3 22. Meira
21. ágúst 2002 | Viðhorf | 866 orð

... Svona er þetta bara!

"Og með tímanum, eftir því sem skilnaðir verða algengari, verður til nýtt en flóknara "norm" - svokallaðar stjúpfjölskyldur." Meira
21. ágúst 2002 | Fastir þættir | 476 orð

Víkverji skrifar...

Á FERÐUM sínum um landið hefur Víkverji oft formælt hinum afspyrnu vonda skyndimat, sem framreiddur er af fullkomnu metnaðarleysi og menningarskorti í flestum þjóðvegasjoppum. Meira

Íþróttir

21. ágúst 2002 | Íþróttir | 216 orð | 1 mynd

* BANDARÍKJAMAÐURINN Pete Sampras segist ætla...

* BANDARÍKJAMAÐURINN Pete Sampras segist ætla að halda áfram tennisiðkun í eitt ár til viðbótar hið minnsta. Sampras hefur gengið illa á þessu ári og sögusagnir hafa verið á kreiki um að hann muni láta gott heita í lok árs. Meira
21. ágúst 2002 | Íþróttir | 392 orð

Brenton eini nýliðinn

FRIÐRIK Ingi Rúnarsson, landsliðsþjálfari í körfuknattleik karla, tilkynnti landsliðið sem tekur þátt í Polar Cup í Noregi um helgina. Í hópnum er einn nýliði, Brenton Birmingham, sem leikur í vetur með franska liðinu Rueil. Meira
21. ágúst 2002 | Íþróttir | 99 orð

Byrjunarliðið á móti Andorra

ATLI Eðvaldsson landsliðsþjálfari valdi í gærkvöld byrjunarliðið sem mætir Andorra á Laugardalsvellinum í kvöld. Liðið leikur leikkerfið 4:4:2 með Árna Gaut Arason í markinu. Meira
21. ágúst 2002 | Íþróttir | 33 orð | 1 mynd

Eiður Smári Guðjohnsen, Hermann Hreiðarsson og...

Eiður Smári Guðjohnsen, Hermann Hreiðarsson og Brynjar Björn Gunnarsson á æfingu landsliðsins í gær. Í kvöld verða þeir félagar í eldlínunni þegar íslenska landsliðið mætir Andorrabúum á Laugardalsvelli í vináttulandsleik sem hefst kl.... Meira
21. ágúst 2002 | Íþróttir | 206 orð

Fjórir kylfingar á EM

Íslenska landsliðið í golfi karla hefur leik á Evrópukeppni einstaklinga í dag, en mótið fer að þessu sinni fram í Portúgal. Staffan Johannsson, landsliðsþjálfari Íslands, valdi fjóra kylfinga til fararinnar. Meira
21. ágúst 2002 | Íþróttir | 200 orð

Guðjón til Tranmere?

Guðjón Þórðarson, þjálfari norska liðsins Start, er einn þriggja þjálfara sem koma til greina í starf knattspyrnustjóra enska 2. deildarliðsins Tranmere. Meira
21. ágúst 2002 | Íþróttir | 194 orð

Haukur Ingi leikur kinnbeinsbrotinn

Haukur Ingi Guðnason, framherji úrvalsdeildarliðs Keflavíkur, ætlar að gera allt sem í hans valdi stendur til að leika gegn ÍA nk. Meira
21. ágúst 2002 | Íþróttir | 488 orð | 1 mynd

* HJÁLMAR Jónsson , leikmaður sænska...

* HJÁLMAR Jónsson , leikmaður sænska liðsins Gautaborgar , leikur sinn fjórða landsleik í dag þegar Ísland mætir Andorra á Laugardalsvelli . Meira
21. ágúst 2002 | Íþróttir | 153 orð

Ítölsku deildinni seinkað

Ákveðið hefur verið að fresta því til 15. september að hefja keppni í efstu deild ítölsku knattspyrnunnar. Var þetta niðurstaða fundar milli forsvarsmanna deildarinnar og knattspyrnufélaga en til stóð að keppni hæfist 1. september. Meira
21. ágúst 2002 | Íþróttir | 497 orð

Ívar lykilmaður hjá Úlfunum

ÍVAR Ingimarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, sem fyrr í sumar gekk í raðir enska 1.deildarliðsins Wolves frá Brentford, hefur svo sannarlega slegið í gegn í fyrstu leikjum Úlfanna í deildinni. Ívar hefur fengið mjög lofsamlega dóma í breskum fjölmiðlum fyrir frammistöðu sína í leikjunum á móti Bradford og Burnley og hefur að þeirra sögn verið lykilmaður liðsins í báðum þessum leikjum. Meira
21. ágúst 2002 | Íþróttir | 134 orð

Jón Oddur bætti eigið NM-met

JÓN Oddur Halldórsson bætti um síðustu helgi eigið Norðurlandamet í 100 m hlaupi fatlaðra í flokki T35 er hann hljóp á 13,36 sek. Meira
21. ágúst 2002 | Íþróttir | 66 orð

KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna, Símadeild: Stjarnan...

KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna, Símadeild: Stjarnan - KR 2:7 Björk Gunnarsdóttir 53., 59 - sjálfsmark 6., Olga Færseth 10., 58., Ásthildur Helgadóttir 45., 61. víti, Hólmfríður Magnúsdóttir 67., Hrefna Jóhannesdóttir 86. Meira
21. ágúst 2002 | Íþróttir | 9 orð

KNATTSPYRNA Vináttulandsleikur Laugardalsvöllur: Ísland - Andorra...

KNATTSPYRNA Vináttulandsleikur Laugardalsvöllur: Ísland - Andorra 19.30 Efsta deild kvenna, Símadeild: Kaplakrikavöllur: FH - ÍBV 17. Meira
21. ágúst 2002 | Íþróttir | 387 orð | 1 mynd

Markasúpa í Garðabæ

BROTTHVARF fjögurra lykilmanna úr byrjunarliðinu virðist ekki hafa mikil áhrif á meistaraefni KR í Símadeild kvenna. Í gærkvöldi tók Stjarnan á móti KR í miklum markaleik þar sem KR skoraði sjö mörk gegn tveimur mörkum heimamanna. Í Grindavík sigraði Breiðablik heimamenn, 3:0. Meira
21. ágúst 2002 | Íþróttir | 322 orð

NBA-stjörnurnar hundsa HM

HELSTU stjörnur NBA-deildarinnar sýndu lítinn áhuga þegar farið var á leit við þær að leika fyrir hönd Bandaríkjanna í heimsmeistarakeppninni í körfuknattleik sem hefst 29. ágúst í Indianapolis en alls leika 16 lið í keppninni, sem lýkur 8. september. Meira
21. ágúst 2002 | Íþróttir | 152 orð

Ólafur glímir við Ciudad Real

Það verður mikið um að vera hjá íslenska handknattleikstríóinu hjá Magdeburg í Þýskalandi, Alfreð Gíslasyni, Ólafi Stefánssyni og Sigfúsi Sigurðssyni, í lok október þegar fjögur af sterkustu handknattleiksliðum Evrópu mætast í árlegri keppni. Meira
21. ágúst 2002 | Íþróttir | 95 orð

Steingrímur frá í 10 daga

STEINGRÍMUR Jóhannesson, sóknarmaður Fylkis, er minna meiddur en menn töldu í fyrstu, en hann fékk skurð á ökkla eftir samstuð við fyrrum félaga sína í ÍBV í fyrrakvöld. Meira
21. ágúst 2002 | Íþróttir | 327 orð | 1 mynd

* TVEIR leikmenn úr efstu deild...

* TVEIR leikmenn úr efstu deild karla í knattspyrnu, Símadeild, voru úrskurðaðir í eins leiks bann á fundi aganefnar KSÍ í gær. Þetta voru Zoran Daníel Ljubicic , fyrirliði Keflvíkinga, og Hlynur Svan Eiríksson í Þór . Meira
21. ágúst 2002 | Íþróttir | 873 orð | 1 mynd

Þurfum að hafa fyrir hlutunum

ÍSLENSKA karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Andorra í vináttulandsleik í kvöld á Laugardalsvelli, en leikurinn er liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir undankeppni Evrópumóts landsliða sem fram fer í Portúgal 2004. Fyrir fram telst íslenska liðið sterkara en Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari Íslands, varar menn hins vegar við að vanmeta andstæðinginn. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.