HVERT einasta arabaríki er á móti hugsanlegri innrás Bandaríkjamanna í Írak, að sögn Hosni Mubaraks, forseta Egyptalands. "Ég held ekki að nokkurt arabaríki vilji árás á Írak.
Meira
TIL HARÐRA átaka kom í gær er spænsk stjórnvöld gripu til aðgerða gegn Batasuna, róttækum stjórnmálaflokki Baska, en lögreglan lokaði þá helstu skrifstofum flokksins.
Meira
EDÚARD Shevardnadze, forseti Georgíu, til vinstri á myndinni, ræðir hér við tsjetsjneska flóttamenn í þorpinu Duisi í Pankisi-skarði nærri landamærunum að Tsjetsjníu. Shevardnadze var í gær á ferð í skarðinu og var m.a.
Meira
FULLTRÚAR á ráðstefnunni um sjálfbæra þróun í Jóhannesarborg í Suður-Afríku komust í gær að samkomulagi um hvernig eigi að taka á vanda fiskveiða í heiminum, að því er segir í frétt BBC .
Meira
FORSETI Rússlands, Vladímír Pútín, vill að hægt verði að ferðast á milli landsins og aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) án þess að sýna vegabréf.
Meira
KÓPAVOGSBÆR hefur áskilið sér rétt til að krefja Vegagerðina um allan kostnað við hljóðvarnaraðgerðir við Hafnarfjarðarveg og Nýbýlaveg þar sem þessir vegir liggja um eldri hverfi og umferðarhávaði er yfir viðmiðunarmörkum.
Meira
STEFNT er að því að koma fyrir áhorfendapöllum í Íþróttamiðstöðinni að Varmá á næstu mánuðum. Þetta segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar.
Meira
10. ársþing SSNV verður haldið á Bakkaflöt í Skagafirði dagana 30. og 31. ágúst nk. Dagskrá þingsins er svohljóðandi: Föstudagur 30. ágúst. Aðalfundur INVEST, 10.30 Þingsetning: Elín R. Líndal, formaður.
Meira
STJÓRNVÖLD í Peking brugðust í gær ókvæða við ásökunum þess efnis að þau lokuðu pólitíska andstæðinga sína inni á geðsjúkrahúsum en Alþjóðasamtök geðlækna (WPA) hafa samþykkt að senda alþjóðlega nefnd lækna til Kína til þess að kanna hvað hæft sé í...
Meira
MIKILL fjöldi erlendra ferðamanna hefur sótt Ísland heim í sumar líkt og undanfarin ár. Flestir koma þeir flugleiðina til landsins, fjölmargir koma sjóleiðina til Seyðisfjarðar með Norrænu og enn aðrir með skemmtiferðaskipum eða bara á eigin vegum.
Meira
Blóm og önnur tákn hluttekningar hafa hrannast upp á girðingu við lóð húss Ward Weavers í Oregon-borg, en þar fann lögregla jarðneskar leifar tveggja stúlkna sem saknað hafði verið frá því snemma á...
Meira
SKÝRSLA um hagkvæmni járnbrautar milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar var kynnt í borgarráði í gær. Meiri- og minnihluti bókuðu á víxl um málið þar sem fram komu öndverðar skoðanir á því.
Meira
ÍSLANDSBANKI er með viðskiptunum í gær að greiða fyrir eigendaskiptum á bankanum, að sögn Bjarna Ármannssonar, forstjóra Íslandsbanka. Hann segir að bankinn muni nýta þessa stöðu til að auka breiddina í hluthafahópi bankans.
Meira
HANN brosti blítt til ljósmyndarans, þessi fallegi hundur sem sat þolinmóður og beið eiganda síns í bíl á Laugaveginum. Ljóst er að eigandinn er mikill hundavinur en á bílrúðuna er límd mynd af hundi, sem er líklega sömu tegundar og sá í bílnum.
Meira
28. ágúst 2002
| Akureyri og nágrenni
| 173 orð
| 1 mynd
SÍÐASTA vika Listasumars að þessu sinni er runnin upp en dagskránni lýkur á menningarnótt laugardaginn 31. ágúst. Þessa dagana stendur yfir myndlistarsýning Benedikts S. Lafleur í Deiglunni og í Ketilhúsinu standa yfir þrjá sýningar.
Meira
KRISTJÁN Ragnarsson, stjórnarformaður Íslandsbanka, segir að þegar fram kom vilji hjá hluthöfunum í bankanum til að selja hluti sína í honum hafi þótt sjálfsagt að leita eftir sölu. Niðurstaðan hafi síðan verið samkomulag sem hann segist fagna.
Meira
Á ÞRIÐJA hundrað gesta voru viðstaddir vígslu Nýheima á Hornafirði um helgina. Þeirra á meðal voru forseti Íslands, menntamálaráðherra, utanríkisráðherra, heilbrigðisráðherra, háskólarektor og alþingismenn.
Meira
ÁHÖFNIN á Baldri, sjómælingabáti Landhelgisgæslunnar, fann í gær flak, sem virðist eftir útlínum að dæma vera flugvélarflak, á sjávarbotni í Skerjafirði nálægt aðflugsstefnu að Reykjavíkurflugvelli. Ásgrímur L.
Meira
FRÖNSK yfirvöld leituðu í gær flutningaskips en talið er, að það hafi siglt á og sökkt frönskum togara. Komust þrír skipverjanna af en fjögurra er saknað.
Meira
GLEÐISTUND verður haldin á hæsta punkti á Gjábakkavegi fimmtudaginn 29. ágúst kl. 15. Markmið uppákomunnar er að vekja athygli á mikilvægi góðs heilsársvegar og hvetja ráðamenn til að flýta vegagerðarframkvæmdum á Gjábakkavegi.
Meira
TALSVERÐAR skemmdir urðu á íbúð í fjölbýlishúsi við Nýbýlaveg á Hvolsvelli í gærmorgun. Gleymst hafði að slökkva undir potti sem stóð á eldavélarhellu og varð af því eldur sem náði að læsa sig í eldhúsinnréttingu. Skv.
Meira
28. ágúst 2002
| Akureyri og nágrenni
| 290 orð
| 1 mynd
HJÓNIN Davíð Guðmundsson og Sigríður Manasesdóttir gróðursettu 500 þúsundustu plöntuna á jörð sinni, Glæsibæ í Hörgárbyggð sl. föstudag og gáfu við sama tækifæri skógi sínum nafn; Hálsaskóg.
Meira
GÆSLUVARÐHALD var framlengt í gær til 19. nóvember yfir tveimur mönnum, sem hafa játað að hafa ráðist á 22 ára mann í Hafnarstræti hinn 25. maí sl. Árásarþoli lést af völdum áverka sinna eftir nokkurra daga sjúkrahúslegu.
Meira
SANDGERÐISDAGAR hefjast næstkomandi föstudagskvöld og standa fram á nótt á laugardag. Sandgerðisdagarnir verða settir í Safnaðarheimilinu klukkan 20 á föstudag með tónlistardagskrá listafólks úr Sandgerði.
Meira
ÞORSTEINN Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og einn eigenda FBA Holding, segir að borist hafi gott tilboð í hlutabréf félagsins í Íslandsbanka og því hafi verið ákveðið að ganga að því.
Meira
HANNES Hlífar Stefánsson hefur verið óstöðvandi í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands en í gærkvöld vann hann sinn áttunda sigur í röð og hefur aldrei byrjað betur á skákmóti.
Meira
VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær ekki sjá að viðskiptin með hlutabréf í Íslandsbanka hefðu áhrif á einkavæðingarferli ríkisbankanna. Hún sagðist ekki hafa fleira um málið að...
Meira
HREFNAN sem undanfarna daga hefur haldið sig inni í Hornafirði strandaði miðja vegu milli Skarðsins og Dynjanda. Þegar að var komið var hrefnan nýdauð og hófu menn þegar að skera hana.
Meira
GENGIÐ hefur verið frá samkomulagi milli Íslandsbanka og sex hluthafa, sem samtals eiga 21,78% hlut í bankanum, um að bankinn sölutryggi alla eignarhluti hluthafanna í Íslandsbanka.
Meira
FRÁ 1. maí sl. hafa 64 einstaklingar sótt um hæli á Íslandi. Af þessum 64 hælisleitendum komu 38 til landsins með ferjunni Norrænu en 26 komu um Keflavíkurflugvöll. Langflestir komu frá Danmörku eða 48. Um 7-8.
Meira
Árni Ragnarsson fæddist á Akureyri 1952. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1972 og prófi í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands 1976. Hann stundaði framhaldsnám við Tækniháskólann í Þrándheimi og lauk doktorsprófi þaðan 1982.
Meira
FJÁRFESTINGARSTOFA - Orkusvið vinnur nú af fullri alvöru að athugun á hvort möguleikar eru á byggingu súrálsverksmiðju á Íslandi, skv. upplýsingum Garðars Ingvarssonar, framkvæmdastjóra skrifstofunnar.
Meira
BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar samþykkti á dögunum tillögu forstöðumanns umhverfis- og tæknisviðs bæjarins, Viðars Más Aðalsteinssonar, um hringtorg við Hafnargötu og Víkurbraut í Keflavík.
Meira
HALDIN verður kveðjuhátíð til heiðurs fráfarandi bæjarstjórahjónum á Seltjarnarnesi, Sigríði Gyðu Sigurðardóttur og Sigurgeiri Sigurðssyni, fimmtudaginn 29. ágúst nk. í Seltjarnarneskirkju, sem hefst kl. 16:00.
Meira
UMRÁÐAMENN tíu flutningabifreiða hafa verið kærðir fyrir að leggja í íbúðahverfum Reykjanesbæjar í fyrrinótt. Lögreglan kom fyrir tilkynningu þessa efnis á rúður bílanna.
Meira
SÍÐASTLIÐINN laugardag komu 11 flutningabílar Flytjanda suður Kjalveg með viðkomu á Flúðum en héldu síðan til Reykjavíkur. Annar eins hópur flutningabílstjóra tók á móti þeim við Gullfoss og bætist í hópinn með bifreiðar sínar.
Meira
ÞAÐ óhapp varð við Friðarhöfn á sunnudag að 3-4 tonn af lýsi láku í höfnina þegar verið var að dæla lýsi í fluttningaskipið Freyju frá Nesskipum. Það var þétting á krana sem var neðanjarðar sem gaf sig og lak lýsið þar út og í höfnina.
Meira
Föstudaginn 23. ágúst sl., um kl. 18:30, var ekið á bifreiðina VN-516, sem er VW Polo-fólksbifreið, rauð að lit, þar sem hún stóð á móts við Sólvallagötu 27 í Reykjavík. Tjónvaldur ók í burtu eftir atvikið án þess að tilkynna það.
Meira
ELÍN Antonsdóttir jafnréttisfulltrúi Akureyrarbæjar sagði ýmislegt bæði jákvætt og neikvætt í niðurstöðum könnunar um laun æðstu stjórnenda bæjarins, sem unnin var af Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri.
Meira
DANSKA lögreglan leitar nú tveggja málverkaþjófa sem brutust inn hjá Ejler Bille, einum þekktasta listmálara Dana, sem kominn er á tíræðisaldur, og stálu frá honum málverki eftir Þorvald Skúlason ásamt þremur myndum eftir Bille sjálfan og einni...
Meira
HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA hefur verið rekin við Bláa lónið frá árinu 1994. Nú er svo komið að göngudeildin annar ekki lengur þeirri eftirspurn sem er á þjónustu.
Meira
HINIR árlegu merkjasöludagar Hjálpræðishersins á Íslandi verða að þessu sinni frá fimmtudeginum 29. til laugardagsins 31. ágúst. Merkjasala Hjálpræðishersins er þýðingarmikil fjáröflunarleið fyrir starf hans hér á landi.
Meira
BANDARÍSKIR rannsóknarlögreglumenn kváðust í gær vænta þess að Ward Weaver, 39 ára íbúi Oregonborgar sem er í gæzluvarðhaldi vegna nauðgunarákæru, verði ákærður fyrir morð á tveimur stúlkum sem hafði verið saknað frá því snemma á árinu.
Meira
LÖGREGLAN í Hafnarfirði lýsir eftir bláu og gulu torfærumótorhjóli af gerðinni Husaberg 501, árgerð 1998. Hjólinu var stolið tvisvar sinnum með skömmu millibili nýlega. Tilkynntur var þjófnaður á hjólinu frá Álfaskeiði 127 hinn 25. ágúst.
Meira
ÁTTA japanskir þingmenn úr vináttufélagi Japans og Íslands á japanska þjóðþinginu eru staddir hér á landi í boði utanríkisráðuneytisins. Þingmennirnir áttu meðal annars fund með Halldóri Ásgrímssyni, utanríkisráðherra, í gærmorgun.
Meira
DAVID PLATT frá Harvard háskóla kennir á fimm daga námskeiði hjá Endurmenntun HÍ allt um Microsoft.Net hugbúnaðarkerfið. Námskeiðið hefst 2. september og er kennt alla daga frá kl. 8-17. Platt fer m.a.
Meira
28. ágúst 2002
| Akureyri og nágrenni
| 235 orð
| 1 mynd
SKOTFÉLAG Akureyrar vígði nýjan leirdúfuvöll á félagssvæði sínu á Glerárdal um síðustu helgi. Það voru bæjarfulltrúarnir Jakob Björnsson og Sigrún Björk Jakobsdóttir sem vígðu völlinn með því að hleypa af fyrstu skotunum.
Meira
GENGIÐ hefur verið frá samkomulagi milli Íslandsbanka og sex hluthafa sem flestir tengjast svokölluðum Orca-hópi um kaup bankans á eignarhlut hluthafanna í Íslandsbanka, samtals 21,78% af skráðu hlutafé.
Meira
Orca-hópurinn varð til þegar hann keypti 26,5% hlut í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins í ágúst 1999. Hann átti stóran hlut í sameinuðum banka, Íslandsbanka-FBA, nú Íslandsbanka hf., en með sölu hlutanna nú í bankanum er þessum þriggja ára kafla hópsins í sögu bankans lokið.
Meira
MEÐ ólíkindum þykir að ökumaður fólksbíls sem fór fram af Vattarnesskriðum um miðnætti í fyrrakvöld skyldi ná að kasta sér út áður en bíllinn stakkst niður snarbrattar skriður og hafnaði í stórgrýttri fjöru 130 metrum neðar.
Meira
Rangt nafn Rangt var farið með nafn Gunnars Jónassonar, framkvæmdastjóra Kassa.is og Bílakassa, í grein í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á...
Meira
LÖGREGLAN á Akureyri lýsir eftir rauðri Toyota Corolla Touring, árgerð 1990 með númerið LT 803, sem stolið var úr bænum aðfaranótt sl. fimmtudags. Þeim sem geta gefið upplýsingar um bílstuldinn er bent á að hafa samband við...
Meira
HELMUT Schmidt, fyrrverandi kanslari Vestur-Þýskalands, fékk hjartaáfall um sl. helgi og var gerð á honum hjáveituaðgerð á sjúkrahúsi í Kiel. Er líðan hans góð eftir atvikum, að sögn talsmanns stofnunarinnar.
Meira
DICK Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, réttlætti í fyrradag með kröftugri hætti en áður þá stefnu Bandaríkjastjórnar, að rétt sé koma Saddam Hussein, forseta Íraks, frá með beinum hernaðarafskiptum.
Meira
STJÓRN Bandaríkjanna hefur sett sjálfstæðishreyfingu múslíma í kínverska héraðinu Xinjiang (Sinkiang) á lista yfir alþjóðleg hryðjuverkasamtök, að sögn Richards Armitage, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna á mánudag.
Meira
ABDUL Kadir, menningar- og ferðamálaráðherra Malasíu, hefur lagt til að ókurteisum leigubílstjórum verði "stillt upp við vegg og þeir skotnir," að því er dagblaðið New Straits Times í Kuala Lumpur greindi frá í gær.
Meira
MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning: Í framhaldi af bréfi sem Samtök verslunarinnar sendu Landspítala - háskólasjúkrahúsi í síðustu viku vegna vanskila spítalans við ýmis aðildarfyrirtæki samtakanna, hafa aðilar hist í því skyni að...
Meira
UMHVERFIS- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hefur samþykkt að láta móta heildstæða stefnu varðandi slátt og upprætingu lúpínu í borgarlandinu. Er áætlað að byrjað verði að framfylgja áætluninni frá og með næsta vori.
Meira
FRÆÐSLUNET Suðurlands ses. (FnS) hefur stofnað vísinda- og rannsóknarsjóð til styrktar námsfólki sem vinnur að rannsóknarverkefnum á Suðurlandi. Sveitarfélög, fyrirtæki og stofnanir á Suðurlandi leggja fram fé í sjóðinn.
Meira
LÖGÐ hefur verið fram beiðni hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra um að fram fari opinber rannsókn á hvað orðið hefur um fjármuni í eigu manns sem lést fyrir nokkru, en þessar eignir mannsins komu ekki fram þegar dánarbú hans var tekið til...
Meira
UNDIRBÚNINGUR framkvæmda við stálröraverksmiðju í Helguvík gengur samkvæmt áætlun, að sögn Ólafs Kjartanssonar, framkvæmdastjóra Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar.
Meira
TÓNLISTARVEISLA er nafn á tónleikum sem orðnir eru fastur liður í húsvísku menningarlífi og haldnir síðsumars ár hvert. Þar koma fram húsvískir tónlistarmenn í yngri kantinum og flytja dagskrá sína.
Meira
TUTTUGU manns sóttu um stöðu framkvæmdastjóra flugöryggissviðs Flugmálaþjónustunnar sem var auglýst laus 28. júlí síðastliðinn. Nöfn umsækjenda eru birt á vef samgönguráðuneytisins.
Meira
BISKUP Íslands, Karl Sigurbjörnsson, er á yfirreið um Þingeyjarprófastsdæmi. Hann vísiteraði m.a. Skútustaðaprestakali, en þar undir heyra þrjár sóknir, Víðirhóls-, Skútustaða- og Reykjahlíðarkirkjusóknir. Fjöldi sóknarbarna er samtals 457.
Meira
VON er á 23 stuðningsmönnum Stokkhólmsliðsins AIK til landsins, skv. upplýsingum frá Knattspyrnusambandi Íslands, en liðið leikur gegn Eyjamönnum í UEFA-keppninni á fimmtudag.
Meira
MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi yfirlýsing frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Þorsteini Má Baldvinssyni, meirihlutaeigendum í FBA Holding: "Eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá Íslandsbanka í dag, 27.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Jörmundi Inga: "Á síðu C 16 í Morgunblaðinu s.l. sunnudag er forkastanleg og mótsagnakennd yfirlýsing sem sögð er vera frá Lögréttu og undirrituð af meintum Lögsögumanni Jónasi Þ. Sigurðssyni.
Meira
Samkomusalur Selásskóla var fullur út úr dyrum á borgarafundi sem haldinn var í fyrrakvöld. Þar fór fram kynning á deiliskipulagstillögum vegna nýrrar byggðar í Norðlingaholti og að henni lokinni var fundarmönnum gefinn kostur á að spyrja formann skipulags- og byggingarnefndar og embættismenn hjá Reykjavíkurborg nánar um tillögurnar.
Meira
EINAR K. Guðfinnsson, fyrsti þingmaður Vestfjarðakjördæmis, hefur opnað heimasíðu á Netinu. Slóðin er www.ekg.is. Á heimasíðunni hyggst Einar birta pistla, bæði pólitíska og af öðrum toga, greinar, ræður og tilvísanir í þingmál sem hann hefur flutt.
Meira
Með þeim viðskiptum, sem tilkynnt var um í gær með hlutabréf í Íslandsbanka og Fjárfestingarfélaginu Straumi er komið að ákveðnum þáttaskilum í viðskipta- og fjármálalífi þjóðarinnar.
Meira
STÚLKNAKÓR Reykjavíkur hefur áttunda starfsár sitt í september. Tæplega eitt hundrað stúlkur syngja í þremur deildum kórsins, sem eru aldursskiptar frá fimm til sextán ára.
Meira
SÖNGKONAN og leikkonan Beyoncé Knowles er ekki í náðinni hjá dýraverndarsinnum þessa dagana eftir að hún lýsti yfir opinberlega ágæti verslunar einnar sem selur skinn- og leðurfatnað.
Meira
Café Romance: Ray Ramon og Mete Gudmundsen spila fyrir gesti miðvikud.-sunnud. til kl. 1.00 og til kl. 3.00 föstud. og laugard. ásamt því að spila fyrir matargesti. Gaukur á Stöng: Dúndurfréttir flytja úrval bestu laga Pink Floyd og Led Zeppelin.
Meira
ÞAU mistök urðu í blaði gærdagsins að stjörnugjöf sem fylgja átti umsögn um nýjustu plötu Coldplay, A Rush Of Blood To The Head , féll niður. Platan átti að fá fullt hús stjarna í einkunn.
Meira
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra afhendir Carnegie Art-verðlaunin fyrir árið 2002 við opnun Carnegie-sýningarinnar í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi 18. október og er þetta frumopnun á Norðurlöndum á þessari farandsýningu.
Meira
DWEEZIL Zappa, sonur rokkgoðsagnarinnar Frank Zappa, heldur hér á forláta Fender Stratocaster gítar sem var áður í eigu Jimi Hendrix. Gítarinn var brenndur á sviði af fyrrum eigandanum á Miami-tónlistarhátíðinni í Bandaríkjunum árið 1968.
Meira
Orgel- og einsöngsverk eftir m.a. Vivaldi, Bach, Mozart, Händel, Gluck, Schumann, Britten og íslenzka höfunda. Anna Sigríður Helgadóttir messósópran; Anna Kjartansdóttir píanó; Rögnvaldur S. Valbergsson orgel. Sunnudaginn 25. ágúst kl. 20.30.
Meira
ÞAÐ VERÐUR ekki létt verk fyrir dómara í forkeppninni um fegurðardrottningu Ítalíu að velja úr hópnum sem þar tekur þátt, þótt vafalaust finnist mörgum dómararnir öfundsverðir.
Meira
Samhliða Kraftakeppninni Austfjarðatröll sem haldin var á Breiðdalsvík á dögunum var slegið upp grillveislu og hlaðborði á Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík.
Meira
ÞAÐ þurfti engan bíóspeking til að spá fyrir um að þriðja myndin um skrautleg ævintýri alþjóða ráðgátumannsins myndi hrifsa til sín efsta sæti íslenska bíólistans með sínum illtennta kjafti og vel snyrtu klóm.
Meira
FLEIRI EN 70.000 Ástralar lýsa sjálfum sér sem sönnum Jedi-riddara að hætti Stjörnustríðamyndanna, spurðir um trúarbrögð í nýjasta manntali Ástralíu. Talsmaður áströlsku hagstofunnar sagði að 0,37% svarenda, eða 70.
Meira
Höfundur Þór Sigfússon. Myndskreytingar: Brian Pilkington 2001. Hönnun og uppsetning: Matthildur Sigurgeirsdóttir. Útgefandi: NASF, verndarsjóður villtra laxastofna. Reykjavík.
Meira
HLJÓMSVEITIN múm hefur undanfarna þrjá mánuði verið á tónleikaferðalagi um heiminn til að fygja eftir nýjustu plötu sinni, Loksins erum við engin .
Meira
Hafréttur er eftir Gunnar G. Schram og fjallar um það hvaða lög og reglur gilda á hafinu. Í fréttatilkynningu segir m.a.: "Höfin þekja 70% af yfirborði jarðar og þaðan fær mannkynið mikinn hluta fæðu sinnar.
Meira
Kanada/Þýskaland, 2002. Myndform VHS. (92 mín). Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn og handrit: Kari Skogland. Aðalhlutverk: Linda Fiorentino, Wesley Snipes, Oliver Platt.
Meira
ÞEIR kunna svo sannarlega að halda uppi fjörinu á böllunum, enda verið í bransanum í mörg ár. Stuðmenn héldu stórdansleik á Hótel Örk, þar sem gestir gátu keypt sér syndaaflausn og létt af sér syndum sínum hjá Nóa dyraverði.
Meira
Í OPNU bréfi til borgarstjórnar Reykjavíkur, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, tíundar Kjartan Guðjónsson listmálari aðstöðuleysi sitt til sýningarhalds í borginni. Í bréfinu sækir Kjartan um sýningarsal í borginni og býðst til að greiða leigu fyrir.
Meira
Í HAUST er væntanlegt á markað fyrra bindið af ævisögu sjálfstæðishetjunnar Jóns Sigurðssonar eftir Guðjón Friðriksson, sagnfræðing og rithöfund.
Meira
Það er í hæsta máta varhugavert fyrir stjórnir og starfsfólk lífeyrissjóðanna, segir Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson, að hlaupa of mikið eftir lítt ígrundaðri umræðu.
Meira
AF UMRÆÐUNNI um einkadans á nektardansstöðum mætti ráða að eigendur og verjendur þessara staða upplifðu sig sem eins konar riddara frelsis og mannréttinda.
Meira
EKKI veit ég hvað ykkur gengur til OMEGA-mönnum að halda uppi þessum dæmalausu rangfærslum, í lygum og útúrsnúningum í málum Palestínu og Ísraels. Þið haldið því fram að þið séuð þeir einu sem eitthvert vit hafi á þessum deilum.
Meira
Á tímum góðæris eigum við ekki að drýgja þann óvinafagnað, segir Páll Steingrímsson, að fórna landgæðum fyrir umdeildan og mjög vafasaman stundarhagnað.
Meira
Þessir duglegu krakkar héldu tombólu og söfnuðu kr. 1.664 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau eru Birna og Ásta Bergsdætur og Harpa og Gauti...
Meira
Þessir duglegu krakkar söfnuðu kr. 4.684 til styrktar "Einstökum börnum". Í aftari röð frá vinstri eru: Lena Björg, Eyrún og Heiða Rósa. Í fremri röð eru: Þóra María, Hlynur Freyr og Elva...
Meira
Sigurjón Ágúst Guðmundsson fæddist á Ísafirði 25. júní 1913. Hann lést 19. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Ísafjarðarkirkju 24. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Fanney Júdit Jónasdóttir fæddist á Sléttu í Sléttuhreppi í N-Ísafjarðarsýslu 6. maí 1913. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 16. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Ísafjarðarkirkju 24. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Guðrún Björg Eiríksdóttir (Búdda) fæddist á Eskifirði 24. ágúst 1949. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 13. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Eskifjarðarkirkju 24. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Guðrún Sigurðardóttir fæddist 7. apríl 1927 í Hólmaseli í Gaulverjabæjarhreppi. Hún lést 19. ágúst síðastliðinn á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi og var útför hennar gerð frá Villingaholtskirkju 24. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Gunnhildur Anna Valdimarsdóttir fæddist á Ísafirði 27. september 1907. Hún lést 25. maí síðastliðinn og var jarðsett í kyrrþey á Mosfelli 3. júní síðastliðinn.
MeiraKaupa minningabók
Hulda Ólafsdóttir fæddist að Arnarholti á Kjalarnesi 3. desember 1928. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut hinn 17. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fella- og Hólakirkju 23. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
John Aikman fæddist 13. janúar 1939 í Edinborg í Skotlandi. Hann lést laugardaginn 3. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 14. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Margrét Árnadóttir fæddist í Látalæti í Landsveit í Rangárvallasýslu 29. september 1908. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík 31. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 20. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Pálmi Þórisson fæddist á Akranesi 19. febrúar 1979. Hann lést af slysförum 2. ágúst síðastliðinn og var hans minnst í Bústaðakirkju 23. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Ragnar Edvardsson fæddist í Reykjavík 24. júní 1922. Hann lést 25. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grafarvogskirkju 2. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Þuríður Andrésdóttir fæddist á Eyrarbakka 8. mars 1924. Hún lést af slysförum 6. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Grafarvogskirkju 15. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
REKSTUR tölvufyrirtækisins Skríns á Akureyri skilaði 500 þúsund króna hagnaði á fyrri hluta ársins. Á sama tímabili í fyrra var tap félagsins um 16 milljónir króna.
Meira
FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Gaumur ehf., sem er í eigu Jóhannesar Jónssonar kaupmanns og fjölskyldu hans, er nú annar stærsti hluthafi Flugleiða eftir kaup á 8,71% eignarhlut, eða 201 milljón króna að nafnverði, í félaginu á föstudag.
Meira
HAGNAÐUR Íbúðalánasjóðs á fyrstu sex mánuðum þesssa árs nam 906 milljónum króna. Á öllu árinu 2001 var 373 milljóna króna tap af rekstri sjóðsins.
Meira
HAGNAÐUR Smáralindar ehf. fyrstu 6 mánuði þessa árs nam 317 milljónum króna. Þetta er fyrsta 6 mánaða uppgjör félagsins en rekstur þess hófst 10. október 2001.
Meira
HAGNAÐUR Íslenskra verðbréfa hf. á fyrstu 6 mánuðum ársins 2002 nam 4 milljónum króna eftir skatta en á sama tímabili árið 2001 var 87 milljóna króna tap. Hreinar rekstrartekjur félagsins námu 71.812.231 og rekstrargjöld 67.188.124.
Meira
KRÓNAN veiktist um 0,5% í viðskiptum á millibankamarkaði í gær. Samkvæmt upplýsingum frá fjárstýringu Kaupþings námu viðskipti gærdagsins um fjórum og hálfum milljarði króna. Krónan veiktist strax í upphafi viðskipta í gær og varð veikingin mest 0,92%.
Meira
LÍF hf., áður Lyfjaverslun Íslands hf., hagnaðist um 177 milljónir króna á fyrstu mánuðum þessa árs. Á sama tíma í fyrra var tap félagsins 32 milljónir.
Meira
HAGNAÐUR Sjóvá-Almennra trygginga hf. nam 253 milljónum króna á fyrri hluta ársins en var 350 milljónir króna á sama tíma í fyrra og hefur því minnkað um tæp 28%.
Meira
VÆNTINGAVÍSITALA Gallups hækkaði um 4,1% á milli mánaðanna júlí og ágúst og mælist 108,7 stig í ágúst eftir að hafa lækkað næstu tvo mánuði þar á undan. Vísitalan er nú tæpum 27 stigum hærri en á sama tíma í fyrra.
Meira
Sé konu hefndin hræðileg, þið hljótið skynja það, að raun sé óumræðileg, sem ruddi henni af stað. Þið ættuð að heyra urg í þjöl, sem yddir konu hefnd. Þið ættuð að takast á við kvöl, sem ást í fyrstu er nefnd.
Meira
BISKUP Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, heimsækir Laufásprestakall og messar þar í kirkjunum nk. sunnudag, 1. september. Guðsþjónusturnar verða sem hér segir: Laufáskirkja kl. 10.30. Grenivíkurkirkja kl. 14. Svalbarðskirkja kl. 16.30.
Meira
MEISTARAMÓT Asíu var haldið í Bangkok í Taílandi í júnímánuði. Breski blaðamaðurinn Mark Horton hafði umsjón með fréttablaði mótsins, en hann hefur næmt auga fyrir neyðarlegum uppákomum.
Meira
Félag eldri borgara í Kópavogi Ágæt þátttaka var í Gjábakkanum sl. föstudag en þá spiluðu 22 pör Mitchell tvímenning. Lokastaða efstu para í N/S: Auðunn Guðmss. - Bragi Björnsson 248 Rafn Kristjánss. - Oliver Kristófss. 242 Helga Helgad. - Sigrún Pálsd.
Meira
Í dag er miðvikudagur, 28. ágúst, 240. dagur ársins 2002. Ágústínusmessa. Orð dagsins: Leitið Drottins, meðan hann er að finna, kallið á hann, meðan hann er nálægur!Meira
Suðurlandsmótið var að venju umfangsmikið, þátttaka góð og keppt í öllum flokkum. Oft hafa þessi mót verið blaut en nú slapp þetta prýðilega fyrir horn og áttu hestamenn góða daga á Gaddstaðaflötum þar sem Valdimar Kristinsson kom við á sunnudag.
Meira
Vekringurinn kunni Kormákur frá Kjarnholtum I hefur nú verið seldur til Danmerkur ásamt hryssunni Neyslu frá Gili sem einnig hefur gert það gott á skeiðbrautum landsins.
Meira
Sveit Guðmundar Sv. Hermannssonar sigraði sveit Skeljungs í stórleik 4. umferðar í Bikarkeppninni en leikurinn fór fram í fyrrakvöld. Sveit Guðmundar tók leikinn í sínar hendur strax í fyrsta hálfleiknum sem þeir unnu með tæplega 50 impa mun.
Meira
... að heyra að uppruninn fylgdi einstaklingum eins og skugginn, og að hann yrði ævinlega notaður sem höfuðskýring á hegðun hans, lunderni, skoðunum og duttlungum.
Meira
Meistaraflokkur Tölt 1. Sigurður Sigurðars., Herði, á Hyllingu frá Kimbastöðum, 7,17/7,73 2. Daníel I. Smárason, Sörla, á Tyson frá Búlandi, 7,13/7,38 3. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Hirti frá Hjarðarhaga, 6,97/7,33 4. Páll B.
Meira
VEGIR um hálendið fara sífellt batnandi með hverju árinu. Það hefur Víkverji reynt margfaldlega síðustu árin og nú síðast um helgina þegar hann var á ferð um Sprengisand, í Veiðivötn og víðar.
Meira
Aðalfundur hjá Fram Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Fram verður haldinn þriðjudaginn 3. september kl. 18:00 í Safamýri 26, Framheimilinu. Dagskrá venjuleg aðalfundarstörf auk...
Meira
ATLI Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, tilkynnti í gær 18 manna landsliðshóp fyrir vináttuleikinn á móti Ungverjum sem fram fer á Laugardalsvelli 7. september. Þrjár breytingar eru á liðinu frá því í sigurleiknum gegn Andorra á dögunum. Birkir Kristinsson, ÍBV, Haukur Ingi Guðnason, Keflavík, og Atli Sveinn Þórarinsson, Örgryte, koma inn í hópinn og er Atli nýliði í landsliðinu. Þeir koma inn í hópinn fyrir Kjartan Sturluson, Fylki, og Helga Sigurðsson, Lyn.
Meira
Íslandsmeistarar Hauka í handknattleik kvenna mæta með sterkt lið til keppni í haust líkt og undanfarin ár, þrátt fyrir töluverðar annir hjá mörgum leikmanna liðsins.
Meira
EIGANDI enska knattspyrnuliðsins Wimbledon á ekki sjö dagana sæla eftir að hann ákvað að flytja heimavöll liðsins til Milton Keynes sem er um 100 km frá því svæði sem Lundúnaliðið kemur upphaflega frá.
Meira
SAMKVÆMT heimildum Morgunblaðsins mun Alexander Ermolinskij þjálfa sameiginlegt lið Selfoss og Laugdæla á næstu leiktíð í 1. deild karla í körfuknattleik. Selfoss féll úr 1. deild sl.
Meira
KEFLVÍKINGAR gætu fengið góðan liðsstyrk á næstunni fari svo að Kevin Grandberg leiki með liðinu í vetur. Grandberg, sem lék með Stjörnunni sl. vetur, fékk íslenskan ríkisborgararétt á dögunum og því geta Keflvíkingar teflt honum fram ásamt Damon...
Meira
HVERFANDI líkur eru nú á að hollenski landsliðmaðurinn Jimmy Floyd Hasselbaink verði seldur frá Chelsea til spænska liðsins Barcelona en framherjinn snjalli hefur á undanförnum dögum verið orðaður sterklega við Katalóníuliðið og haft hefur verið eftir...
Meira
FÖGNUÐURINN var ærlegur í Vesturbænum í gærkvöldi - ekki eingöngu vegna 9:0 sigurs á Grindavík heldur þegar fréttir bárust úr Kópavogi að Breiðablik og Valur hefðu gert 2:2 jafntefli. Þar með er Íslandsmeistaratitill KR því sem næst tryggður en möguleikar Vals úr sögunni. KR er með sex stiga forskot og jafnmörg stig í pottinum og þó að KR-stúlkur eigi eftir tvo erfiða leiki, gegn ÍBV og Val, er markatala þeirra +51 mark en Valsstúlkna +16. ÍBV lagði Stjörnuna 2:1.
Meira
Rangt nafn var við mynd með umfjöllun um leik Keflavíkur og ÍA í blaðinu í gær. Þar var Skagamaðurinn Grétar Rafn Steinsson með knöttinn en ekki Ellert Jón Björnsson. Beðist er velvirðingar á...
Meira
Vala Flosadóttir felldi byrjunarhæðina, 4,08 metra, í stangarstökki á frjálsíþróttamóti í Gautaborg í gærkvöldi. Hún fygldist síðan með þegar sænska stúlkan Kirsten Belin bætti Norðurlandametið, sem Vala átti, um einn sentimetra, stökk 4,51.
Meira
ÓLAFUR Gottskálksson, knattspyrnumarkvörður hjá enska 2. deildar félaginu Brentford, gekkst á dögunum undir aðgerð á öxl og verður frá æfingum og keppni næstu sex vikurnar.
Meira
ÓSKAR Elvar Óskarsson, fyrirliði handknattleiksliðs HK um langt árabil, skrifar væntanlega undir tveggja ára samning við svissneska 2. deildarfélagið Lyss á næstu dögum.
Meira
* SCOTT Ramsey úr Grindavík og Páll Hjarðar úr ÍBV voru í gær úrskurðaðir í eins leiks bann af aganefnd KSÍ vegna gulra spjalda. Ramsey verður ekki með Grindavík gegn KA á sunnudaginn og Páll missir af leik ÍBV gegn KR á mánudaginn.
Meira
* SIGRÚN Fjeldsted , spjótkastari úr FH , setti um liðna helgi stúlknamet í spjótkasti er hún kastaði 49,21 m og bætti fyrra met sitt um 95 sentímetra. Þetta er í fimmta sinn í sumar sem Sigrún bætir Íslandsmetið í stúlknaflokki.
Meira
Manchester United var ekki í vandræðum með að afgreiða ungverska liðið Zalaegerszeg í forkeppni meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Ungverjarnir unnu óvæntan sigur í fyrri leiknum, 1:0, en áttu aldrei möguleika á Old Trafford.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.