Greinar þriðjudaginn 3. september 2002

Forsíða

3. september 2002 | Forsíða | 175 orð

Heimila Írakar vopnaeftirlit?

TAREQ Aziz, aðstoðarforsætisráðherra Íraks, gaf í gær til kynna að Írakar gætu verið reiðubúnir til tilslakana gagnvart vopnaeftirliti Sameinuðu þjóðanna. Meira
3. september 2002 | Forsíða | 536 orð

Hlutur endurnýjanlegrar orku aukinn verulega

SAMNINGAMENN á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun náðu síðdegis í gær samkomulagi um orkukafla framkvæmdaáætlunar fundarins. Þar með hefur tekist samkomulag um alla þætti samkomulagsins. Meira
3. september 2002 | Forsíða | 196 orð

Ísraelar fyrirskipa rannsókn

BINYAMIN Ben Eliezer, varnarmálaráðherra Ísraels, fyrirskipaði í gær rannsókn á vaxandi fjölda dauðsfalla meðal óbreyttra palestínskra borgara, þar á meðal barna, sem ísraelskir hermenn bera ábyrgð á. Meira
3. september 2002 | Forsíða | 64 orð | 1 mynd

Mótmæli í Jóhannesarborg

LÖGREGLA í Jóhannesarborg í S-Afríku beitti vatnsbyssum og gúmmíkúlum í gær til að hafa hemil á mótmælendum, hlynntum Palestínumönnum, er reyndu að koma í veg fyrir að Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, flytti ávarp í Kennaraháskólanum í borginni í... Meira

Fréttir

3. september 2002 | Akureyri og nágrenni | 58 orð

Árleg plastpokasala

ÁRLEG plastpokasala Lionsklúbbsins Aspar er nú að hefjast, en undanfarin ár hafa klúbbfélagar leitað til bæjarbúa vegna fjáröflunar til líknarmála. Meira
3. september 2002 | Akureyri og nágrenni | 40 orð

Á slysadeild eftir útafakstur

BIFREIÐ var ekið út af veginum milli Akureyrar og Dalvíkur, á móts við bæinn Fagraskóg seint á laugardagskvöld. Þrír voru í bílnum og var einn þeirra fluttur á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri til aðhlynningar. Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 269 orð | 3 myndir

Bensínlítrinn hækkaði um 1,70 krónur

Í GÆR hækkuðu olíufélögin öll verð á bensíni um 1,70 krónur á lítra. Frá 1. mars sl. hefur bensínverð hér á landi hækkað um rúm 8% en um 7% frá áramótum. Meira
3. september 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 266 orð

Borgin í brennidepli

"HVAÐ er borg" heitir ný fyrirlestraröð sem Sagnfræðingafélagið stendur fyrir ásamt Borgarfræðasetri. Fyrirlestrarnir hefjast á morgun með erindi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra "Höfuðborgin - samviska þjóðarinnar". Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 230 orð

Bregðast þarf við vanda dvalar- og hjúkrunarheimila

Á AÐALFUNDI Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga um helgina var hvöss umræða í garð ríkisins um rekstrarvanda hjúkrunar- og dvalarheimila. Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 91 orð

Bresk herflutningavél nauðlenti í Keflavík

ENGAN sakaði þegar bresk herflutningaflugvél með átta manns innanborðs nauðlenti á Keflavíkurflugvelli síðla dags í gær. Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 86 orð

Brotist inn á heimili Bjarkar í Lundúnum

INNBROTSÞJÓFAR brutust inn í íbúð Bjarkar Guðmundsdóttur, söngkonu, í Lundúnum aðfaranótt síðastliðins laugardags, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Meira
3. september 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 799 orð

Búið í hundruðum ósamþykktra íbúða

SIGURÐUR Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs, segir að búið hafi verið í atvinnuhúsnæði á hafnarsvæðinu í Kópavogi í tvo áratugi, ekki sé hægt að koma í veg fyrir að fólk búi í atvinnuhúsnæði í bænum á meðan svo mikill skortur er á leiguhúsnæði. Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 365 orð

Bændasamtökin telja birgðir vera of miklar

LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA hefur ákveðið að útflutningshlutfall kindakjöts skuli vera 25% á tímabilinu 1. september til 31. Meira
3. september 2002 | Erlendar fréttir | 328 orð | 2 myndir

Dauðadómar fyrir nauðgun

FJÓRIR Pakistanar voru á sunnudag dæmdir fyrir hópnauðgun á þrítugri konu, Mukhtiar Mai, í júní og tveir þorpsleiðtogar, sem hvöttu til verknaðarins, hlutu einnig dauðadóm fyrir aðild að glæpnum. Átta aðrir þorpsleiðtogar voru sýknaðir. Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 137 orð

Drógu manninn út úr rúminu og börðu

RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært tvo unga menn fyrir að hafa í febrúar sl. ráðist á rúmlega fertugan mann þar sem hann lá sofandi í rúmi, dregið hann út á gólf og margsinnis slegið og sparkað í höfuð hans og líkama. Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 154 orð

Dyravörður varð fyrir líkamsárás

LÖGREGLAN í Reykjavík rannsakar nú líkamsárás sem dyravörður á veitingahúsinu Sóloni í Bankastræti varð fyrir aðfaranótt sunnudags. Skv. Meira
3. september 2002 | Akureyri og nágrenni | 31 orð

Ekið á vegfaranda

EKIÐ var á gangandi vegfaranda aðfaranótt sunnudags fyrir utan skemmtistaðinn Sjallann. Hann féll í götuna, fékk höfuðhögg og þá var ekið yfir fótlegg hans. Var hann fluttur á slysadeild FSA til... Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 69 orð

Ekki í vélum Flugleiða

GUÐJÓN Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, segir að Boeing þotur félagsins séu ekki með þá tegund eldsneytisdælu sem fundist hefur galli í, en Flugmálastofnun Bandaríkjanna hefur ákveðið að láta skoða rúmlega 1. Meira
3. september 2002 | Erlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Eldur í ferju

ELDUR braust út í gær í vélarrúmi breskrar ferju á Norðursjó og var hún vélarvana í nokkra stund. Meira en 600 farþegar voru um borð. Meira
3. september 2002 | Miðopna | 395 orð

Evrópusambandsstyrkur til mæði- og visnurannsókna á Keldum

TILRAUNASTÖÐ Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum mun taka þátt í samvinnuverkefni rannsóknastofnana í fimm Evrópulöndum (Bretlandi, Frakklandi, Íslandi, Ítalíu og Spáni) sem miðar að því að reyna nýjar aðferðir til að þróa bóluefni gegn mæði og visnu í... Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 265 orð

Fallið verði frá áformum um sameiningu

FJÓRÐUNGSÞING Vestfirðinga, sem haldið var í Bolungarvík um helgina, skorar á iðnaðar- og viðskiptaráðherra að falla frá áformum sínum um sameiningu Rarik, Orkubús Vestfjarða og Norðurorku með höfuðstöðvar á Akureyri. Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 52 orð

Fimmtán ára ökumaður lærbrotnaði

FIMMTÁN ára ökumaður torfæruhjóls lær- og úlnliðsbrotnaði þegar hann féll af hjóli sínu á mótorkrosskeppni sem haldin var á Selfossi á laugardag. Annar ungur maður handarbrotnaði utan við félagsheimilið Borg í Grímsnesi er hann féll í götuna. Meira
3. september 2002 | Akureyri og nágrenni | 127 orð | 1 mynd

Fjórir ljósastaurar á hliðina

FJÓRIR ljósastaurar við Glerárgötu lögðust á hliðina í hvassviðrinu sem gekk yfir Akureyri á sunnudag. Staurarnir voru prýddir stórum hátíðarborðum og tóku því á sig meiri vind en ella með fyrrgreindum afleiðingum. Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 51 orð

Fjórir skiptu með sér lottóvinningi

FJÓRIR skiptu með sér 1. vinningi í Lottó sl. laugardag og komu 7,9 milljónir króna í hlut hvers. Vinningsmiðarnir voru seldir í Akranesi á Akranesi, H-Seli á Laugarvatni, Shellskálanum í Bolungarvík og Söluskálanum, Langholtsvegi 70 í Reykjavík. Meira
3. september 2002 | Suðurnes | 138 orð

Fjórtán sækja um stöðu yfirlögregluþjóns

FJÓRTÁN lögreglumenn sóttu um stöðu yfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni í Keflavík. Staðan er veitt frá 1. nóvember næstkomandi en Þórir Maronsson yfirlögregluþjónn er að láta af störfum. Meira
3. september 2002 | Suðurnes | 148 orð | 1 mynd

Fjölmenni mætti á Sandgerðisdaga

ÞRJÁR myndlistarsýningar voru í Fræðasetrinu í Sandgerði á Sandgerðisdögum sem haldnir voru um helgina. Voru sýningarnar vel sóttar allan tímann. Á ýmsu gekk í veðrinu á Suðurnesjum um helgina og setti það mark sitt á Sandgerðisdaga. Meira
3. september 2002 | Akureyri og nágrenni | 281 orð | 3 myndir

Fjölmenni tók þátt í vel heppnaðri menningarnótt

AKUREYRINGAR fögnuðu 140 ára afmæli bæjarins á menningarnótt sl. laugardag en hátíðin markaði jafnframt lok Listasumars að þessu sinni. Afmæli bæjarins var sl. fimmtudag en dagskrá í tilefni þess var flutt til laugardags. Meira
3. september 2002 | Landsbyggðin | 32 orð | 1 mynd

Fjölmennt í réttum í Mývatnssveit

RÉTTAÐ var í Hlíðarrétt í Mývatnssveit á sunnudag og hófust réttirnar snemma dags. Var fólk fleira en fé á réttinni, svo sem nú er orðið venjulegt. Réttað verður víða um land næstu... Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 222 orð

Formaður bankaráðs fagnar sölunni

HELGI S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbanka Íslands, segir að gagnrýni Björgólfs Thors Björgólfssonar, Magnúsar Þorsteinssonar og Björgólfs Guðmundssonar á sölu eignarhluta bankans í VÍS komi sér ekki á óvart, en hann fagnar sölunni. Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 39 orð

Fundur um rjúpuna

RABBFUNDUR SKOTVÍS verður haldinn á Ráðhúskaffi miðvikudagskvöldið 4. september klukkan 20.30. Á þessum fundi verður velt upp spurningunni hvort rjúpnastofninn sé raunverulega í svo bráðri hættu sem haldið hefur verið fram. Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 316 orð

Fylgið myndi aukast um þriðjung

EF INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir leiddi lista Samfylkingarinnar í næstu alþingiskosningum myndi flokkurinn auka fylgi sitt um tæplega þriðjung eða 32%, fengi 34,2% atkvæða í stað 25,9%. Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 100 orð

Grunuð um smygl á hassi

DANSKT par, 31 árs gamall karlmaður og fimmtug kona, hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til föstudags en þau eru grunuð um að hafa staðið saman að því að smygla rúmlega 400 grömmum af hassi. Meira
3. september 2002 | Erlendar fréttir | 420 orð | 1 mynd

Grunur um flugránstilraun

SÆNSKUR saksóknari sagði í gær, að maðurinn, sem tekinn hefði verið með byssu í handfarangri rétt áður en hann hugðist fara um borð í flugvél, hefði ætlað að ræna henni og fór fram á, að hann yrði áfram í gæsluvarðhaldi og einangrunarvist. Meira
3. september 2002 | Erlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Hátt í 200 dóu í Suður-Kóreu

ÓTTAST er að hátt í 200 manns hafi farist í Suður-Kóreu þegar fellibylurinn Rusa gekk yfir landið um helgina. Þá beið einnig nokkur fjöldi fólks bana í Norður-Kóreu. Yfirvöld segja að a.m.k. 88 hafi farist og 70 er enn saknað. Meira
3. september 2002 | Suðurnes | 130 orð | 1 mynd

Hlaupið verður á hverju ári

HÁTT í eitt hundrað tóku þátt í Bláalónshlaupinu sem efnt var til í fyrsta skipti síðastliðinn laugardag. Að sögn Magneu Guðmundsdóttur, markaðsstjóra Bláa lónsins, hefur verið ákveðið að gera hlaupið að árlegum viðburði. Meira
3. september 2002 | Miðopna | 1461 orð | 1 mynd

Hlutafélag um reksturinn frá Íslandi til Edinborgar

Undirbúningur vegna lagningar nýs sæstrengs milli Íslands, Færeyja og Skotlands er í fullum gangi. Gert er ráð fyrir að hlutafélag um lagningu og rekstur strengsins verði stofnað innan nokkurra vikna. Í grein Ómars Friðrikssonar kemur fram að gert sé ráð fyrir að þetta 5-6 milljarða verkefni verði m.a. fjármagnað með ábyrgð ríkisins. Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Hraðbraut að náttúruspjöllum

UM tuttugu manns mótmæltu síðdegis á laugardag lagningu Kárahnjúkavegar, en sá vegur á að liggja frá Fljótsdalsheiðarvegi við Laugarfell að Fremri-Kárahnjúki við Jökulsá á Dal. Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 158 orð

Hressó til sölu eða leigu

KFUM og KFUK eru nú að athuga með sölu eða leigu á Hressingarskálanum, eða Hressó, en þar eru nú McDonald's-veitingastaður og Ömmukaffi til húsa en lóð hússins auk garðsins á bak við er eignarlóð. Meira
3. september 2002 | Erlendar fréttir | 547 orð | 1 mynd

Íraskri olíu "smyglað" í stórum stíl úr landi

TAMER Yildirim hægir á tankbílnum með um 16 tonn af íraskri hráolíu þegar hann fer yfir tyrknesku landamærin. Að því búnu eykur hann ferðina og fer fram úr öðrum bíl, sem líka er fullur af smyglvarningi, olíu frá Írak. Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 234 orð

Íslensk erfðagreining segir upp 25 manns

ÍSLENSK erfðagreining sagði upp 25 starfsmönnum sínum um þessi mánaðamót auk þess sem eitthvað fleiri starfsmenn fyrirtækisins létu af störfum af öðrum ástæðum, m.a. vegna starfa annars staðar eða þeir eru á leið í framhaldsnám. Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 397 orð

Kaupþing eignast 55% í sambankaláni Norðurljósa

Í GÆR og sl. Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 478 orð | 1 mynd

Keikó slær í gegn í Noregi

HÁHYRNINGURINN og fyrrverandi kvikmyndastjarnan Keikó sló í gegn í Noregi um helgina þegar hann synti inn Skálavíkurfjörð við Kristjánssund og baðaði sig í sviðsljósi norsks almennings og fjölmiðla. Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 97 orð

Kennt á vegum HÍ víða um borgina

KENNSLA við Háskóla Íslands fer fram á sex stöðum fyrir utan sjálft háskólasvæðið. Skúli Júlíusson, framkvæmdastjóri reksturs fasteigna HÍ, segir að reynt sé að hafa alla kennslu á háskólasvæðinu en þegar það gangi ekki eftir þurfi að leita annarra ráða. Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 115 orð

Kraftaverk að ökumaður komst lífs af

ÞAÐ gengur kraftaverki næst, að sögn lögreglu, að karlmaður á sextugsaldri skyldi komast lífs af úr bílveltu austan við Sauðárkrók rétt fyrir miðnætti aðfaranótt laugardags. Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Kynning á verkefni Evrópuráðsins

MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ gengst fyrir kynningu á verkefni Evrópuráðsins, European Language Portfolio, dagana 6. og 7. september nk. Á undanförnum árum hefur Evrópuráðið staðið fyrir rannsókna- og þróunarstarfi á sviði tungumálanáms og tungumálakennslu. Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 296 orð | 2 myndir

Laxá á Ásum nánast eins og í fyrra

VEIÐI lauk í Laxá á Ásum á sunnudagskvöld og var lokatalan 560 laxar, sem er nánast sami afli og í fyrra, en þá veiddust 565 laxar í ánni. Meira
3. september 2002 | Erlendar fréttir | 440 orð | 1 mynd

Líbýa ekki lengur eitt af "útlagaríkjunum"

MUAMMAR Gaddafi, forseti Líbýu, fullyrti um helgina að ásakanir um að Líbýa væri eitt hinna svokölluðu "útlagaríkja" ættu ekki lengur við. Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 848 orð | 1 mynd

Líf og tækni, trú og Guð

Ragnar Gunnarsson fæddist í Reykjavík 1955. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1975, BA-prófi í sagnfræði og norsku frá Háskóla Íslands, uppeldis- og kennslufræði 1980 og BA-prófi í guðfræði frá sama skóla 1993. Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 49 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á bifreiðastæði við Mjóddina hinn 30. ágúst sl. um klukkan 17.30. Þar var svartri japanskri fólksbifreið ekið á gangandi vegfaranda og bifreiðinni ekið af vettvangi. Meira
3. september 2002 | Landsbyggðin | 98 orð | 1 mynd

Mareind færir út kvíarnar

MAREIND í Grundarfirði var stofnuð 1993 og þjónustaði í upphafi skip og báta með siglinga- og fiskileitartæki. Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 163 orð

Mikil ásókn í spænskunám

GRÍÐARLEG ásókn er nú í spænskunám hér á landi og hefur nýnemum í spænsku í skor rómanskra og slavneskra mála við Háskóla Íslands fjölgað um 100% frá því 1997. Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 430 orð | 1 mynd

Mynd af Bláa lóninu lenti í vitlausum bunka

BRESKA dagblaðið Guardian birti á fimmtudag í síðustu viku opnugrein prýdda ljósmyndum sem sýna eiga dæmi um mengun og áhrif þeirra víðsvegar að úr heiminum. Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 115 orð

Neitaði lyfjaprófi og var svipt verðlaunum

STJÓRN Alþjóða bridssambandsins ákvað um helgina að svipta Hjördísi Eyþórsdóttur silfurverðlaunum í sveitakeppni kvenna á heimsmeistaramótinu í brids sem lauk á laugardag í Montreal. Hjördís er búsett í Bandaríkjunum og er atvinnumaður í brids. Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 389 orð

Nýir eigendur byrja með hreint borð gagnvart Eldvarnareftirliti

ELDVARNAREFTIRLITIÐ í Reykjavík hefur látið af þvingunaraðgerðum með viðvörunum um dagsektir vegna óviðunandi eldvarna í húsnæði Kassagerðarinnar við Köllunarklettsveg í Reykjavík. Meira
3. september 2002 | Landsbyggðin | 95 orð

Nýtt eldhús í Sænautaseli

TEKIÐ hefur verið í notkun nýtt eldhús og borðsalur við Sænautasel í Jökuldalsheiði. Eldhúsið er fellt inn í hlöðutóft við fjárhús við bæinn á Sænautaseli. Það er búið öllum nútíma þægindum og viðurkennt af heilbrigðiseftirliti. Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 516 orð | 2 myndir

"Hvenær verður komið saman næst?"

FYRRVERANDI og núverandi starfsmenn Landhelgisgæslunnar, allt frá bátsmönnum til skipherra og annarra æðri stjórnenda, komu saman í húsakynnum Árveitinga í Kópavogi um helgina til að minnast þess að 30 ár voru liðin frá útfærslu fiskveiðilögsögunnar, eða... Meira
3. september 2002 | Erlendar fréttir | 251 orð

"Leyfðu mér að eiga Zimbabve"

HERRA Blair, þú mátt eiga þitt England, en leyfðu mér að eiga Zimbabve," sagði Robert Mugabe, forseti Zimbabve, í ávarpi í gær á fundi Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem haldinn er í Jóhannesarborg. Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 70 orð

Rangir tónleikadagar Í frétt um væntanlega...

Rangir tónleikadagar Í frétt um væntanlega tónleika í Tíbrá-röð Salarins á sunnudag voru tveir tónleikadagar rangir: Bjarni Thor syngur 1. mars og Margrét Bóasdóttir 13. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Kennedy myrtur 22.11. 1963 Í grein eftir Carl... Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Riðið yfir Krossá

UM 20 manna hópur hestamanna var á ferð í Þórsmörk um helgina og fékk hópurinn sinn skerf af vonskuveðri sem gekk yfir landið á sunnudag. Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 114 orð

Ræða við fulltrúa íslenskra stjórnvalda

FULLTRÚAR Falung Gong-hreyfingarinnar frá Norður-Ameríku og Evrópu eru komnir til Íslands til að eiga viðræður við stjórnvöld. Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 95 orð

Samningaviðræður fram á nótt

STJÓRNARFORMAÐUR Baugs, Jón Ásgeir Jóhannesson, sagði í gærkvöldi að ólíklegt væri að samningar næðust við Philip Green, sem gert hefur yfirtökutilboð í Arcadia, en samningaviðræðum var haldið áfram fram á nótt. Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 511 orð

Stjórnarformaður Baugs telur ólíklegt að samningar náist

JÓN Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður Baugs taldi í gærkvöldi ólíklegt að samningar næðust á milli Baugs og Philips Greens í tengslum við yfirtökutilboð Greens í Arcadia. Meira
3. september 2002 | Miðopna | 803 orð | 1 mynd

Umhverfisvernd skilyrði fyrir sjálfbærum langtíma hagvexti

Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði m.a. á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Jóhannesarborg að nýting endurnýjanlegrar orku og tækniframfarir byðu nú upp á áður óþekkt tækifæri sem yrði að grípa. Hann sagði ennfremur í samtali við Egil Ólafsson, sem fylgist með ráðstefnunni, að hann hefði trú á að fundurinn í Jóhannesarborg skilaði árangri. Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 872 orð | 1 mynd

Unglingarnir hræktu og köstuðu spýtum

UNDANFARIÐ hefur lögreglan verið með sérstakt eftirlit í kringum gunnskólana eins og jafnan hefur verið gert í upphafi skólaárs. Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 162 orð

Vaxandi fylgi við ríkisstjórnina

Í ÞJÓÐARPÚLSI Gallup kemur fram að fylgi við ríkisstjórnina hefur vaxið á undanförnum mánuðum, það mælist nú vera 63% og hefur ekki verið meira frá því október árið 2001. Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 584 orð

Verður að breyta aðferðum við áætlanagerð

FORMAÐUR fjárlaganefndar Alþingis, Ólafur Örn Haraldsson, segir að það sé alveg ljóst að það verði að breyta aðferðum við áætlanagerð og fjárlagavinnu hvað varði útgjöld til Landspítala - háskólasjúkrahúss, því það sé árvisst að spítalinn fari fram úr... Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 212 orð

Viðræður um stofnun hlutafélags og fjármögnun

FORSVARSMENN Landssímans og samgönguráðuneytisins gera ráð fyrir að stofnað verði undirbúningsfélag í hlutafélagsformi á næstu vikum um lagningu og rekstur Farice-sæstrengsins milli Íslands, Færeyja og Skotlands. Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 135 orð

Viðtalstímar við viðskiptafulltrúa

UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ býður fyrirtækjum, samtökum, stofnunum og einstaklingum viðtalstíma við fulltrúa í sendiskrifstofum Íslands erlendis sem sinnaviðskiptamálum. Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Vífilfell gaf eina milljón

VÍFILFELL gaf í gær eina milljón króna í söfnun til styrktar Kristínu Ingu Brynjarsdóttur, en hún er einstæð þriggja barna móðir sem lamaðist varanlega fyrir neðan axlir í bílslysi um miðjan ágúst síðastliðinn. Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 427 orð | 3 myndir

Þakplötur losnuðu og tré brotnuðu

EKKI var tilkynnt um nein meiriháttar eignaspjöll í óveðrinu sem gekk yfir landið á sunnudag og mest var um minniháttar skemmdir. Nokkuð var um að þakplötur losnuðu og tré hefðu brotnað. Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 214 orð | 2 myndir

Þjónustuskáli Alþingis senn tilbúinn

FRAMKVÆMDUM við þjónustuskála Alþingis er að ljúka og er stefnt að því að hann verði kominn í fulla notkun fyrir setningu Alþingis í næsta mánuði. Heildarkostnaður vegna skálans er áætlaður ríflega 800 milljónir króna. Að sögn Karls M. Meira
3. september 2002 | Suðurnes | 68 orð

Þrif á leikskólum boðin út

REYKJANESBÆR hefur auglýst útboð á ræstingu í öllum leikskólum bæjarins. Um er að ræða þrif á sjö skólum sem eru samtals um 3.000 fermetrar að gólfflatarmáli. Meira
3. september 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 348 orð | 2 myndir

Þrjátíu nýliðar á einum degi

METAÐSÓKN var á uppskeruhátíð og innritunardegi skátafélagsins Vífils í Garðabæ um síðustu helgi. Þrjátíu krakkar gengu til liðs við félagið þennan dag og segir foringi félagsins uppsveiflu hjá skátum í Garðabæ um þessar mundir. Meira
3. september 2002 | Landsbyggðin | 540 orð | 1 mynd

Öflugt orkufyrirtæki verði í Suðurkjördæmi

Á AÐALFUNDI SASS á Selfossi 30. og 31. ágúst voru flutt erindi um orkumál ásamt aðstæðum á sviði orkumála. Í þeim kom m.a. fram að mikil vatnsafls- og gufuorka er enn óbeisluð í Suðurkjördæmi. Meira
3. september 2002 | Innlendar fréttir | 55 orð

Ökumaður bifhjóls fluttur á slysadeild

ÖKUMAÐUR bifhjóls var fluttur mikið slasaður á slysadeild Landspítalans í Fossvogi síðdegis í gær eftir árekstur bifhjólsins við fólksbifreið á Laugarásvegi í Reykjavík. Meira

Ritstjórnargreinar

3. september 2002 | Leiðarar | 252 orð

Fórnarlömb heimilisofbeldis

Tillaga Sólveigar Pétursdóttur, dómsmálaráðherra, um að leggja fram fé í tilraunaverkefni innan bráða- og slysasviðs Landspítala - háskólasjúkrahúss var samþykkt á ríkisstjórnarfundi sl. föstudag. Meira
3. september 2002 | Staksteinar | 282 orð | 2 myndir

Pólitík og ákvarðanir

UNDANFARIN ár hafa stjórnvöld reynt að færa ákvörðunartöku í togstreitu náttúru og hagsmuna inn í sjálfvirkt kerfi. Þetta segir Austurglugginn. Meira
3. september 2002 | Leiðarar | 391 orð

Úr borg í sveit

Útrás höfuðborgarbúa í sveitir landsins hefur verið að taka á sig nokkuð breytta mynd undanfarin misseri. Meira
3. september 2002 | Leiðarar | 363 orð

Verndum rjúpuna

Rjúpan skipar mikilvægan sess í huga Íslendinga. Hún er ein af einkennisfuglum íslenskrar náttúru en jafnframt eru þeir margir er hafa alist upp við að rjúpan sé ómissandi hluti af borðhaldi jólanna. Meira

Menning

3. september 2002 | Myndlist | 688 orð | 2 myndir

Að breyta heiminum

Til 8. september. Opin þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 13-18. Meira
3. september 2002 | Fólk í fréttum | 77 orð | 1 mynd

Berry talar bresku

LEIKKONAN Halle Berry hefur ráð undir rifi hverju og hefur hún nú deilt því með alþjóð hvað hún gerir til að losna við ágang aðdáenda, hún talar einfaldlega með breskum hreim. Meira
3. september 2002 | Menningarlíf | 138 orð | 1 mynd

Dagbók

Hundrað nætur í Höfn, þættir úr Kaupmannahafnardagbók Francisco de Miranda, hershöfðingja, veturinn 1787-88 er í þýðingu og með skýringum Björns Th. Björnssonar , listfræðings og rithöfundar. Bókin er gefin út í tilefni af því að í dag, 3. Meira
3. september 2002 | Fólk í fréttum | 281 orð | 1 mynd

Drengur er nefndur Romeo

FJÖLMIÐLAR í Bretlandi hafa vart fjallað um annað en fæðingu nýjasta Beckham-erfingjans. Það var kl. 8.40 á sunnudagsmorgni sem Victoria ól manni sínum heilbrigðan drenghnokka sem tekinn var með keisaraskurði. Drengurinn hefur verið nefndur Romeo. Meira
3. september 2002 | Fólk í fréttum | 183 orð | 2 myndir

Emil, Allen og Kidman

NÝR heimabíómánuður hefst með útgáfu nokkurra býsna ólíkra mynda. Meira
3. september 2002 | Myndlist | 317 orð | 1 mynd

Erum í svo miklu jafnvægi

Arnfinnur Amazeen og Bryndís Erla Hjálmarsdóttir. Opið þriðjudaga til laugardaga frá kl. 13-17. Til 6. september. Meira
3. september 2002 | Fólk í fréttum | 71 orð | 1 mynd

Fæddur er atómkettlingur

NATASHA Hamilton, ein söngkvenna tríósins Atomic Kitten, varð léttari síðastliðinn laugardag er hún fæddi soninn Joshua Hamilton Cosgrove. Þetta er fyrsta barn hinnar tvítugu söngkonu og unnusta hennar Fran Cosgrove og heilsast móður og syni að sögn vel. Meira
3. september 2002 | Fólk í fréttum | 293 orð | 1 mynd

Harrison Ford ver K-19

HARRISON Ford hefur þurft að verja kvikmyndina K-19: The Widowmaker , ásamt leikstjóra hennar Kathryn Bigelow, á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum þar sem myndin var Evrópufrumsýnd um helgina. Meira
3. september 2002 | Menningarlíf | 178 orð

Hljómdiskur og tónleikar

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT áhugamanna hefur 13. starfsár sitt í kvöld, þriðjudaginn 3. september, með fyrstu æfingu haustsins. Aðalstjórnandi er sem fyrr Ingvar Jónasson. Meira
3. september 2002 | Tónlist | 614 orð | 2 myndir

Í bæn og leiðslu

Afmælistónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju með verkum eftir m.a. Jón Nordal og Þorkel Sigurbjörnsson. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Sverrir Guðjónsson kontratenór, Douglas A. Brotchie orgel, Inga Rós Ingólfsdóttir selló, Eggert Pálsson slagverk. Sunnudaginn 1. september kl. 20. Meira
3. september 2002 | Menningarlíf | 60 orð

Kaffitónleikar í Hömrum

SALONHLJÓMSVEITIN L'amour fou leikur á kaffitónleikum í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Leikin verður skemmtitónlist í anda 3. og 4. Meira
3. september 2002 | Fólk í fréttum | 70 orð | 2 myndir

Kaplakrikarokk

Á FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ fóru fram stórtónleikar í Kaplakrika, sem haldnir voru á vegum Vífilfells og Domino's. Fram komu allar helstu sveitir landsins, Sálin hans Jóns míns, Land og Synir, XXX Rottweilerhundar, Í svörtum fötum og Daysleeper. Meira
3. september 2002 | Menningarlíf | 653 orð | 1 mynd

Lionel Hampton allur

Að morgni þess 31. ágúst lést Lionel Hampton, einn síðasti sveiflumeistarinn frá gullaldartímabili djassins, í svefni á sjúkrahúsi í New York. Hann varð 94 ára gamall og lék á víbrafóninn fram yfir nírætt. Vernharður Linnet minnist Lionels. Meira
3. september 2002 | Menningarlíf | 47 orð

Sekkjapípuleikur í Norræna húsinu

FÉLAG þjóðfræðinga á Íslandi stendur fyrir tónleikum með skoska sekkjarpípuleikaranum Gary West í Norræna húsinu í kvöld, þriðjudagkvöld, kl. 20. Meira
3. september 2002 | Menningarlíf | 23 orð

Sýning framlengd

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sumarsýning Listasafns Sigurjóns Ólafssonar Hin hreinu form hefur verið framlengd til 22. september. Sýningin er opin alla daga, nema mánudaga kl.... Meira
3. september 2002 | Menningarlíf | 64 orð

Tónlistarhátíð UNM

Þriðjudagur Nú stendur yfir tónlistarhátíð ungra norrænna tónlistarmanna, UNM, og verða tónleikar með Caput kl. 20.30 í Salnum. Einleikari á saxafón er Rolf-Erik Nystrom og á túbu Mattías Johannsson. Meira
3. september 2002 | Menningarlíf | 450 orð | 1 mynd

Tríó Nordica í Sigurjónssafni

SÍÐUSTU tónleikar í sumartónleikaröð Listasafns Sigurjóns verða í kvöld kl. 20.30. Tríó Nordica frumflytur Tríó fyrir fiðlu, selló og píanó eftir Hauk Tómasson, en leikur einnig Tríó Elegiaque í g-moll eftir Sergei Rakhmaninov og Píanótríó í C-dúr op. Meira
3. september 2002 | Fólk í fréttum | 243 orð | 1 mynd

Ýmsar breytingar í vændum

INNLIT-Útlit hefur göngu sína á Skjá einum í kvöld kl. 21 - fjórða veturinn í röð. Meira

Umræðan

3. september 2002 | Aðsent efni | 890 orð | 1 mynd

Að gjalda keisaranum...

Raunhækkun á skatti, segir Sigríður Jóhannesdóttir, hefur einkum hitt fyrir þau bök er bognust stóðu. Meira
3. september 2002 | Bréf til blaðsins | 345 orð | 1 mynd

Fagurt mannlíf

ÞETTA eru falleg og tilkomumikil orð. En hvað viljum við leggja á okkur til að efla þau og auka. Ég hugsa oft til þess ef land okkar og þjóð fengi á allan hátt notið þeirra gæða sem okkur er falið að rækta og varðveita. Meira
3. september 2002 | Bréf til blaðsins | 471 orð

Fallegt í Bláa lóninu MIG langar...

Fallegt í Bláa lóninu MIG langar að hrósa aðstandendum Bláa lónsins fyrir hvað umgjörð þess er orðin glæsileg. Ég var þar í lok júlí og hafði ekki komið þangað lengi og finnst í alla staði frábært að vera þar. Hildur Egilsdóttir. Meira
3. september 2002 | Bréf til blaðsins | 106 orð

Frábær flugeldasýning

MIG langar að óska Orkuveitu Reykjavíkur til hamingju fyrir frábæra flugeldasýningu sem haldin var síðastliðna Menningarnótt. Mér sem og öllum öðrum á bryggjunni fannst þetta hafa tekist mjög vel. Þvílík sýning og þvílík litadýrð. Meira
3. september 2002 | Bréf til blaðsins | 530 orð

Menningarborg?

FALLEG, vel skipulögð, vistvæn og menningarleg höfuðborg hefur líka sterk tilfinningaleg áhrif. Við erum stolt af borginni okkar, sem er sameign þjóðarinnar. Þar eru Alþingi, stjórnsýslu- og flestar menningar- og menntastofnanir. Meira
3. september 2002 | Aðsent efni | 571 orð | 1 mynd

Opinbert mat á símenntun

Aukin reynsla, hæfni og þekking einstaklingsins, segir Friðbert Traustason, er sterkasta vopn hans í kjarabaráttu. Meira
3. september 2002 | Aðsent efni | 854 orð | 1 mynd

Skálmöld í umferðinni

Víst er, segir Ragnheiður Davíðsdóttir, að afbrotamenn umferðarinnar geta stundað iðju sína nánast að vild. Á kostnað okkar hinna. Meira
3. september 2002 | Bréf til blaðsins | 456 orð

Sósíalismi andskotans

SÓSÍALISMI andskotans er enginn venjulegur sósíalismi. Hann er upprunninn í Ameríku. Bandaríki Norður Ameríku stæra sig af því að vera helsta vígi markaðsbúskapar, frjálsrar og heiðarlegrar samkeppni ásamt frelsi. Meira
3. september 2002 | Aðsent efni | 823 orð | 1 mynd

Tvísýn staða á heimsþinginu

Auðhringar og fjölþjóðafyrirtæki,segir Hjörleifur Guttormsson, ráða ferðinni sem aldrei fyrr. Meira
3. september 2002 | Bréf til blaðsins | 21 orð | 1 mynd

Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og...

Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 2.072 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Sóley Frostadóttir og Kristín Ragnh.... Meira
3. september 2002 | Bréf til blaðsins | 22 orð | 1 mynd

Þessir duglegu krakkar héldu tombólu og...

Þessir duglegu krakkar héldu tombólu og söfnuðu 2.012 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau heita Berglind Ósk Hlynsdóttir og Sindri Snær... Meira

Minningargreinar

3. september 2002 | Minningargreinar | 4143 orð | 1 mynd

EINAR BJARNI BJARNASON

Einar Bjarni Bjarnason fæddist í Reykjavík 1. október 1958. Hann lést á Landspítala við Hringbraut hinn 23. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru Bjarni Einarsson húsgagnasmiður, f. 10. júlí 1925, og Ragnheiður Eyjólfsdóttir húsmóðir, f. 27. júlí 1925. Meira  Kaupa minningabók
3. september 2002 | Minningargreinar | 1066 orð | 1 mynd

HARALD GUÐMUNDSSON

Harald Guðmundsson fæddist í Reykjavík 11. desember 1921. Hann lést á heimili sínu, Þingholtsstræti 27, hinn 27. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingibjörg Guðrún Björnsdóttir, ættuð úr Þingeyjarsýslu, f. á Breiðabólstað í Vesturhópi, 6. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

3. september 2002 | Viðskiptafréttir | 469 orð

74 milljóna króna tap hjá Heklu hf.

HEKLA hf. var rekin með 74 milljóna króna tapi á fyrstu sex mánuðum ársins, en á sama tímabili í fyrra var 143 milljóna króna tap af rekstrinum. Tapið myndaðist á fyrsta fjórðungi ársins, en á öðrum fjórðungi varð hagnaður af rekstrinum. Meira
3. september 2002 | Viðskiptafréttir | 716 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 129 109 124...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 129 109 124 4,502 556,588 Gullkarfi 94 5 79 18,336 1,451,312 Hlýri 200 147 189 3,859 728,150 Háfur 70 10 66 114 7,500 Keila 90 20 75 1,386 103,480 Langa 155 100 151 9,682 1,457,360 Langlúra 30 30 30 432 12,960 Lúða 420 200 321... Meira
3. september 2002 | Viðskiptafréttir | 514 orð | 1 mynd

Arcadia, Baugur og Green áberandi í breskum fjölmiðlum

YFIRTÖKUTILBOÐ í Arcadia og málefni Baugs voru meðal helstu viðskiptafrétta breskra fjölmiðla í gær og um helgina. Meira
3. september 2002 | Viðskiptafréttir | 158 orð

Bankaráðsmenn segja af sér

ÞORSTEINN Már Baldvinsson bankaráðsmaður í Íslandsbanka hefur sagt sig úr bankaráðinu og sömuleiðis hefur Einar Örn Jónsson varamaður í ráðinu sagt sig úr því. Meira
3. september 2002 | Viðskiptafréttir | 179 orð

Fiskiðjusamlag Húsavíkur hagnast um 30 milljónir

HAGNAÐUR Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf. á fyrstu sex mánuðum ársins nam um 30 milljónum króna. Hagnaðurinn á öllu árinu 2001 var um 131 milljón. Árshlutareikningur félagsins er í öllum meginatriðum gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður. Meira
3. september 2002 | Viðskiptafréttir | 617 orð | 2 myndir

Flaga kaupir bandarískan keppinaut

FLAGA hf. hefur gert samkomulag um kaup á bandaríska fyrirtækinu Medcare Diagnostics og er stefnt að undirritun endanlegs kaupsamnings á næstu dögum. Kaupverðið er um 1.400 milljónir króna eða 16 milljónir bandaríkjadala. Meira
3. september 2002 | Viðskiptafréttir | 243 orð

Fylgst með börnum í gegnum síma

ÁHUGI breskra foreldra á nýrri staðsetningartækni íslenska fyrirtækisins TrackWell Software hefur orðið breskum fjölmiðlum að umfjöllunarefni. Meira
3. september 2002 | Viðskiptafréttir | 148 orð | 1 mynd

Marel flytur í nýtt húsnæði

HÁTÆKNIFYRIRTÆKIÐ Marel hf. tekur í dag í notkun nýjar höfuðstöðvar í Austurhrauni 9 í Garðabæ að viðstöddum ráðherrum, þingmönnum, bæjarstjóra og bæjarstjórn Garðabæjar, auk fjölda forsvarsmanna íslensks atvinnulífs og fleiri gesta. Meira
3. september 2002 | Viðskiptafréttir | 291 orð

Plastprent með 83 milljónir króna í hagnað fyrstu 6 mánuði ársins

PLASTPRENT var rekið með 83 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins en tapaði 88 milljónum króna á sama tímabili í fyrra. Meira
3. september 2002 | Viðskiptafréttir | 298 orð

Samrunaáætlun lögð fyrir hluthafafund eftir mánuð

STJÓRNIR upplýsingatæknifyrirtækjanna Skýrr hf. og Teymis hf. hafa ákveðið að sameina fyrirtækin og verður samrunaáætlunin lögð fram á hluthafafundum beggja félaga til endanlegrar afgreiðslu eftir um það bil mánuð. Meira
3. september 2002 | Viðskiptafréttir | 208 orð

Tap hjá MP Bio

TAP til lækkunar á eigin fé líftæknisjóðsins MP Bio nam 368 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins. Meira
3. september 2002 | Viðskiptafréttir | 201 orð

Tap Stáltaks hf. minnkar milli ára

TAP samstæðu Stáltaks hf. á fyrri helmingi ársins 2002 nam um 41 milljón króna. Á sama tímabili í fyrra var tapið um 167 milljónir. Árshlutareikningur samstæðunnar inniheldur árshlutareikninga Stáltaks hf. og dótturfélaganna Slippstöðvarinnar ehf. Meira

Daglegt líf

3. september 2002 | Afmælisgreinar | 425 orð | 1 mynd

BRYNHILDUR SNÆDAL JÓSEFSDÓTTIR

Í dag, 3. september 2002, eru liðin 100 ár frá fæðingu Brynhildar Snædal Jósefsdóttur barnakennara. Hún fæddist í Látrum í Aðalvík þennan dag 1902 og voru foreldrar hennar Jósef Hermannsson bóndi á Atlastöðum og Pálína Ástríður Hannesdóttir. Meira
3. september 2002 | Neytendur | 118 orð | 1 mynd

Hvannarfræssöfnun í fullum gangi

NÚ síðustu daga hefur flokkur manna verið að skera hvannarfræ af ætihvönn í Mýrdalnum, en þar er einmitt mikið af hvönn á því landi sem er friðað fyrir sauðfé á vorin. Fræið á að nota í heilsulyfið Angelica. Meira
3. september 2002 | Neytendur | 357 orð | 1 mynd

"Lífsuppbyggjandi og án eiturefna"

Hafinn er innflutningur og sala hér á landi á Vita Biosa-fæðubótarefni, sem er blanda af kryddjurtum og öðrum plöntum. Meira

Fastir þættir

3. september 2002 | Í dag | 214 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10-14 í neðri safnaðarsal. Hallgrímskirkja . Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Laugarneskirkja. Bænanámskeið kl. 20. Fyrsta samvera fullorðinsfræðslu Laugarneskirkju á nýju starfsári. Meira
3. september 2002 | Fastir þættir | 251 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

UNDANFARIN ár hafa ensku tvíburarnir Jason og Justin Hackett ferðast á fyrsta farrými heimshorna á milli til að spila í alþjóðamótum. Þetta eru skemmtilegir piltar sem búa yfir hæglátri breskri kímni eins og best gerist. Meira
3. september 2002 | Fastir þættir | 921 orð | 4 myndir

Fjórði Íslandsmeistaratitill Hannesar Hlífars

20.-30. ágúst 2002 Meira
3. september 2002 | Dagbók | 864 orð

(Gal. 6, 6.)

Í dag er þriðjudagur 3. september, 246. dagur ársins 2002. Orð dagsins: En sá sem uppfræðist í orðinu, veiti þeim, sem uppfræðir, hlutdeild með sér í öllum gæðum. Meira
3. september 2002 | Í dag | 334 orð | 1 mynd

Kyrrðardagar hjóna í Skálholti

SKÁLHOLTSSKÓLI efndi til allmargra Kyrrðardaga á síðasta starfsári og var þátttaka mjög góð og vaxandi. Þátttakendur voru yfirleitt mjög ánægðir og bókuðu sig margir á kyrrðardaga að ári. Meira
3. september 2002 | Viðhorf | 805 orð

Ógnir örvelda

Hin banvæna áætlun ógnarverkanna virðist hafa fært okkur aftur ógnarástand kaldastríðsins. Hinn 11. september var okkur reyndar gert ljóst að einingin, sem okkur sýndist einkenna heiminn eftir að múrinn féll 1989, var blekking. Meira
3. september 2002 | Fastir þættir | 210 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 b5 6. Bb3 Bb7 7. He1 Bc5 8. c3 d6 9. d4 Bb6 10. Be3 h6 11. h3 0-0 12. Rbd2 He8 13. Db1 Ra5 14. Bc2 c5 15. d5 Bc8 16. b4 Rb7 17. a4 Bd7 18. Ha3 g5 19. Rh2 Rh5 20. Bd1 Rf4 21. Bg4 Kg7 22. Rdf1 bxa4 23. Meira
3. september 2002 | Dagbók | 63 orð

SVEITIN MÍN

Fjalladrottning, móðir mín! mér svo kær og hjartabundin; sæll ég bý við brjóstin þín, blessuð aldna fóstra mín! Hér á andinn óðul sín öll, sem verða á jörðu fundin. Fjalladrottning, móðir mín, mér svo kær og hjartabundin! Meira
3. september 2002 | Fastir þættir | 535 orð

Víkverji skrifar...

Víkverji er veiðimaður og hefur mikla ánægju af því að ganga til rjúpna og sitja fyrir gæsum og öndum. Hann uppgötvaði alveg nýja hlið á veiðunum eftir að hann fékk sér hund til veiðanna og hefur ekki tapað frá sér fugli síðan hundurinn komst í gagnið. Meira

Íþróttir

3. september 2002 | Íþróttir | 549 orð | 1 mynd

21 sekúnda var ekki nóg fyrir Val og KR tók bikarinn

HELDUR rættist úr spennunni í bikarúrslitaleik kvenna í Laugardalnum á laugardaginn. KR náði fjögurra marka forystu, sem ætti að vera nóg til að brjóta á bak aftur hvert lið en Valsstúlkur neituðu að gefast upp og minnkuðu muninn í 4:3 þegar 21 sekúnda var til leiksloka. Lengra komust þær ekki og KR-stúlkur fögnuðu verðskulduðum bikarmeistaratitli en líkurnar á að þær hampi ekki Íslandsmeistaratitli eru eingöngu tæknilegar. Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 687 orð | 1 mynd

Alan Shearer samur við sig

ALAN Shearer sá til þess að Liverpool komst ekki á topp ensku úrvalsdeildarinnar í gær, en Shearer skoraði annað mark Newcastle á 88. mínútu á Anfield og jafnaði þar með leikinn, 2:2. Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 154 orð

Ákvæði um uppbót í samningi Guðjóns

SAMKVÆMT upplýsingum frá lögfræðingi Guðjóns Þórðarsonar, fyrrverandi knattspyrnustjóra Stoke, fóru forráðamenn enska félagsins ekki með rétt mál í umfjöllun dagblaðsins The Sentinel um samningaviðræður hans við Stoke vegna uppsagnar Guðjóns síðasta vor. Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 307 orð

Engin septemberlægð í ár

Theódór Óskarsson skaut Fylki á toppinn með eina marki leiksins og var hann í sannkallaðri sigurvímu að leik loknum. "Þetta var tvísýnn leikur en að mínu mati var þetta öruggt hjá okkur. Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 308 orð | 1 mynd

Engin uppgjöf hjá Teiti

Teitur Þórðarson, þjálfari norska knattspyrnufélagsins Brann, sagði í norskum fjölmiðlum í gær að hann væri ekki að gefast upp þrátt fyrir slæmt gengi liðsins að undanförnu. Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 609 orð

England Úrvalsdeild: Birmingham - Leeds 2:1...

England Úrvalsdeild: Birmingham - Leeds 2:1 Paul Devlin 32., Damien Johnson 58. - Lee Bowyer 50. - 27.164. Manchester City - Everton 3:1 Nicolas Anelka 14., 16., 85. - David Unsworth 29. (víti). Rautt spjald: Sean Wright-Phillips (Man. City) 28. -... Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 708 orð | 2 myndir

FH og Keflavík ekki laus við falldrauginn

LEIKMENN FH og Keflavíkur náðu ekki að færa sér í nyt frábærar aðstæður sem boðið var upp á í leik liðanna á Kaplakrika í gær. Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 415 orð

Fór aðeins um mig í lokin

Valsstúlkur fóru hægt inn í leikinn og ætluðu ekki að láta okkur skora í byrjun eins og við gerum svo oft því það brýtur oft ísinn og þá getum við spilað afslappaðri saman og fleiri mörk fylgja í kjölfarið," sagði Ásthildur Helgadóttir úr KR eftir... Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 341 orð

Frakkland Lens - Mónakó 1:0 Paris...

Frakkland Lens - Mónakó 1:0 Paris SG - Nice 1:1 Sochaux - Lyon 2:1 Guingamp - Bordeaux 0:0 Sedan - Nantes 1:0 Montpellier - Le Havre 0:0 Troyes - Ajaccio 1:0 Strasbourg - Lille 2:2 Bastia - Rennes 3:1 Nice 5 3 1 1 11 :4 10 Auxerre 4 3 0 1 6 :3 9 Lens 5 2... Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 446 orð | 1 mynd

Fylkir á toppinn

SKILIN á milli heppni og óheppni reyndust æði glögg þegar Þórsarar fengu Fylki í heimsókn í gær. Heimamenn voru ívið betri lengst af í skemmtilegum leik en lánið var ekki með þeim og knötturinn vildi ekki í netið þrátt fyrir mörg færi. Pressa Fylkis undir lokin bar hins vegar árangur og liðið skaust á topp deildarinnar með marki á 82. mínútu en þetta sama mark geirnegldi Þórsara við botninn. Reyndar geta Þórsarar enn bjargað sér en ansi er þó farið að hausta mikið í herbúðum þeirra. Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 57 orð | 1 mynd

Fylkismenn komust í gær í efsta...

Fylkismenn komust í gær í efsta sæti efstu deildar karla er þeir lögðu Þórsara, 1:0, á Akureyrarvelli á sama tíma og þeirra aðalkeppinautur um meistaratitilinn, KR, gerði jafntefli við ÍBV. Mark Fylkis skoraði Theódór Óskarsson. Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 79 orð

Fyrsta markið hjá Helga fyrir Kärnten

HELGI Kolviðsson skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir austurríska félagið Kärnten á sunnudaginn þegar það beið lægri hlut fyrir Bregenz í úrvalsdeildinni, 2:1. Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 405 orð

Gefast upp eða að vinna

"VIÐ byrjuðum vel því við vildum ekki fá á okkur mark fyrstu fimmtán mínúturnar," sagði Helena Ólafsdóttir, þjálfari Valsstúlkna, eftir leikinn. Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 653 orð | 2 myndir

Grindavík nýtti ekki yfirburðina

VON Grindvíkinga um Íslandsmeistaratitilinn slokknaði endanlega þegar þeir gerðu 0:0 jafntefli við KA í tilþrifalitlum leik suður með sjó í gærkvöld. Þeir stigu þó skrefi nær því að tryggja sér þriðja sætið en miðað við gang leiksins mega þeir vera óánægðir með niðurstöðuna. Ef leiktími með bolta hefði verið mældur, hefðu þeir eflaust reynst vera með hann yfir 80 prósent af leiktímanum en Grindvíkingum gekk ekki nógu vel að opna sterka vörn norðanmanna þrátt fyrir yfirburði úti á vellinum. Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 644 orð | 1 mynd

GR vann í Eyjum

SVEITAKEPPNI GSÍ í 1. deild karla fór fram í Eyjum um nýliðna helgi. Veðurguðirnir voru ekki hliðhollir kylfingum því hætta þurfti keppni á sunnudag vegna veðurs, sem bauð meðal annars upp á rok, rigningu og brim sem gekk yfir nokkrar brautir á vellinum. Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 322 orð | 1 mynd

* HARRY Redknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, var...

* HARRY Redknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, var í gær útnefndur stjóri ágústmánaðar í ensku 1. deildinni. Undir stjórn Redknapps hefur Portsmouth byrjað tímabilið með látum. Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 105 orð

Hlynur til Snæfells

HLYNUR Bæringsson, körfuknattleiksmaðurinn efnilegi úr Borgarnesi, er genginn til liðs við Snæfell úr Stykkishólmi, nýliðana í úrvalsdeildinni. Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 369 orð | 1 mynd

* INGVI Rafn Guðmundsson lék sinn...

* INGVI Rafn Guðmundsson lék sinn fyrsta leik í efstu deild þegar hann kom inn á sem varamaður í liði Keflavíkur á 87. mínútu fyrir Guðmund Steinarsson í viðureign FH og Keflavíkur á Kaplakrikavelli í gær. Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 153 orð

Ívar skoraði en Wolves tapaði

ÍVAR Ingimarsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Wolves í 1. deild ensku knattspyrnunnar á laugardaginn. Hann gerði þá fyrra mark liðsins þegar það tapaði, 3:2, fyrir Wimbledon á útivelli, með skalla eftir hornspyrnu. Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 648 orð | 1 mynd

Kári í aðalhlutverki á Akranesi

ÞAÐ var drungalegt veður á Skipaskaga á laugardag er ÍA tók á móti Fram og má segja að veðrið hafi sett sinn svip á leikinn. Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 24 orð

KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna, Símadeild: Hásteinsvöllur:...

KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna, Símadeild: Hásteinsvöllur: ÍBV - KR 18 Hlíðarendi: Valur - Grindavík 18 Kaplakrikavöllur: FH - Breiðablik 18 3. deild karla, úrslit, síðari leikir: Helgafellsvöllur: KFS - Leiknir F 17 Eskifj. Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 55 orð

Kristinn dæmir í Bolton

KRISTINN Jakobsson, milliríkjadómari, dæmir vináttulandsleik 21-árs landsliða Englands og Júgóslavíu sem fram fer á Reebok Stadium, heimavelli Bolton Wanderers, á föstudagskvöldið. Aðstoðardómarar verða Pjetur Sigurðsson og Eyjólfur Finnsson. Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 562 orð | 1 mynd

KR - Valur 4:3 Laugardalsvöllur, úrslitaleikur...

KR - Valur 4:3 Laugardalsvöllur, úrslitaleikur bikarkeppni KSÍ, Coca-Cola bikarsins, í kvennaflokki, laugardaginn 31. ágúst 2002. Aðstæður : Sunnan gjóla, skýjað og 11 stiga hiti. Rigndi fyrir hlé. Mörk KR : Olga Færseth 43., 60. Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 224 orð

Leikmenn Start styðja Guðjón Þórðarson

Leikmenn norska knattspyrnufélagsins Start lýstu yfir fullum stuðningi við þjálfara sinn, Guðjón Þórðarson, í bréfi sem birtist norska blaðinu Fædrelandsvennen og á heimasíðu félagsins um helgina. Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 336 orð | 1 mynd

* LEIKMENN Þórs léku með sorgarbönd...

* LEIKMENN Þórs léku með sorgarbönd í gær gegn Fylki vegna andláts Áskels Egilssonar , föður Halldórs aðstoðarþjálfara Þórs og fyrrverandi landsliðsmanns. Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 198 orð

Lokeren í vandræðum

Lokeren mátti þakka fyrir jafntefli, 1:1, gegn La Louviere í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardagskvöldið. Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 123 orð

Malmö styrkti stöðu sína

TVEIR íslenskir leikmenn voru í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Guðmundur Viðar Mete lék í 70 mínútur með Malmö FF sem lagði neðsta lið deildarinnar, Kalmar, 3:0, á útivelli. Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 362 orð

Mark í gjafaumbúðum

Willum Þór Þórsson þjálfari KR var að vonum ekki ánægður með eitt stig. "Við ætluðum okkur þrjú stig en Eyjamenn börðust eins og ljón og náðu sér í eitt stig. Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 238 orð | 1 mynd

Með leikinn í höndunum

Við vorum með leikinn í okkar höndum allan leikinn," sagði Olga Færseth, sem skoraði tvö af mörkum KR og skapaði oft usla uppi við mark Vals. Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 109 orð

Njarðvík í 1. deildina

NJARÐVÍKINGAR tryggðu sér sæti í 1. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn þegar þeir sigruðu Leikni úr Reykjavík, 2:1, í 17. og næstsíðustu umferð 2. deildar. Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 151 orð | 1 mynd

Opna Hole in one mótið: GKG,...

Opna Hole in one mótið: GKG, punktakeppni: Karlar: Ingi Hrafn Jónsson, GB 40 Jón Karl Björnsson, GK 39 Sigurður Olsen, GKG 38 Konur: Kristín Hilmarsdóttir, GKG 39 Gullveig Sæmundsdóttir, GKG 36 Birna J. Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 238 orð | 1 mynd

Ronaldo kominn til Madrid

Brasílíumaðurinn Ronaldo gekk á laugardaginn til liðs við Real Madrid á Spáni og voru stuðningsmenn Inter á Ítalíu allt annað en ánægðir með það og telja að félagið eigi eitthvað inni hjá kappanum enda töldu þeir að hann hefði leikið allt of lítið fyrir... Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 499 orð

Rosenborg stal sigri

START, undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar, var tveimur mínútum frá því að knýja fram óvæntustu úrslit tímabilsins í norsku knattspyrnunni á sunnudaginn. Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 124 orð

Róbert fer ekki í Val

RÓBERT Sighvatsson landsliðsmaður í handknattleik mun ekki leika með Val á komandi leiktíð. Valsmenn vildu fá hann til að fylla skarð línumannsins Sigfúsar Sigurðssonar, sem eins og kunnugt er gekk í raðir þýska úrvalsdeildarliðsins Magdeburg í sumar. Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 562 orð | 1 mynd

Schumacher-sýning

MICHAEL Schumacher bætti enn einu metinu í Formúlu-1 í safnið er hann vann fyrirhafnarlausan sigur í belgíska kappakstrinum í Spa-Francorchamps í Ardennafjöllum á sunnudag. Er það 10. Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 59 orð | 1 mynd

Sjalla/Greifamótið Hraðmót í karlaflokki, leikið á...

Sjalla/Greifamótið Hraðmót í karlaflokki, leikið á Akureyri föstudag og laugardag: KA - Þór 19:20 Afturelding - HK 17:17 Fram - Selfoss 20:7 KA - HK 16:16 Þór - Fram 16:19 Selfoss - Afturelding 13:21 KA - Afturelding 15:15 Þór - Selfoss 17:12 HK - Fram... Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 480 orð | 2 myndir

Stig fyrir hörkuna

EYJAMENN mættu grimmir KR-ingum í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi og uppskáru þannig eitt stig í hörkuleik, sem helst verður minnst fyrir mörg glóru- og tilefnislaus brot svo spjöldin fóru átta sinnum á loft. Eyjamenn geta vel við 1:1 jafntefli og eitt stig unað en KR-ingar máttu varla við því, eru nú einu stigi á eftir efsta liðinu, Fylki, þegar tvær umferðir eru eftir. Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 511 orð | 1 mynd

* SVEITAKEPPNI karla í golfi fór...

* SVEITAKEPPNI karla í golfi fór fram um helgina en kylfingar um allt land urðu að sleppa keppni á sunnudeginum vegna veðurs. Í Eyjum í 1. deild, í Leirunni í 2. deild og í Neskaupstað í 3. deild, en Bolvíkingar gátu klárað keppni í 4. deild. Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 252 orð | 1 mynd

* SVEN Göran Eriksson, landsliðseinvaldur Englendinga,...

* SVEN Göran Eriksson, landsliðseinvaldur Englendinga, valdi í gær 20 manna landsliðshóp fyrir vináttuleik gegn Portúgölum um næstu helgi. Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 126 orð | 1 mynd

* VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra...

* VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra var heiðursgestur á bikarúrslitaleik KR og Vals á Laugardalsvelli á laugardaginn. Hún heilsaði upp á leikmenn og dómara í fylgd Halldórs B. Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 153 orð | 1 mynd

Valsmótið A-riðill: Hamar - Valur 47:43...

Valsmótið A-riðill: Hamar - Valur 47:43 KR - Njarðvík 44:47 Njarðvík - Haukar 38:40 KR - Hamar 52:40 Haukar - Valur 48:38 Hamar - Njarðvík 39:46 Valur - KR 40:51 Haukar - Hamar 56:55 Valur - Njarðvík 43:55 KR - Haukar 41:53 Haukar 8 stig, Njarðvík 6, KR... Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 377 orð

Víkingur á enn von

LÆRISVEINAR Lúkas Kostic hjá Víkingi halda enn í vonina um að fylgja Val eftir upp í efstu deild eftir að þeir lögðu Breiðablik, 4:3, á Kópavogsvelli. Að sama skapi minnkuðu vonir Breiðabliks verulega um að færast upp um deild, liðið er nú í 6. sæti með 23 stig og verður að vinna báða leikina sem eftir eru og treysta um leið á hagstæð úrslit hjá andstæðingunum til þess að draumurinn um sæti í efstu deild verði að veruleika. Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 279 orð

WBA lagði allt undir til að fá Hermann

FORRÁÐAMENN enska knattspyrnufélagsins West Bromwich Albion eru í sárum eftir að hafa misst af því að fá Hermann Hreiðarsson til liðs við sig fyrir helgina. WBA gerði Hermanni nýtt tilboð sem hann hafnaði á föstudagskvöldið og leikur því áfram með Ipswich í 1. deildinni, til áramóta í það minnsta, því félagaskiptamarkaðurinn á Englandi er lokaður frá og með síðasta laugardegi. Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 255 orð

Þrír leikir og þrír bikarar

SIGRÍÐUR Fanney Pálsdóttir stóð á milli stanganna hjá KR á laugardaginn, en hún var kölluð inn í KR-liðið eftir að Þóra Helgadóttir, landsliðsmarkvörður, fór utan til Bandaríkjanna til háskólanáms. Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 841 orð

Þróttur og Stjarnan fylgjast að

ÞRÓTTUR úr Reykjavík sigraði Sindra, 5:0, á Valbjarnarvelli, síðastliðinn laugardag. Þróttarar gerðu út um leikinn undir lok fyrri hálfleiks þegar þeir skoruðu tvívegis. Þróttarar eru í öðru sæti 1.deildar ásamt Stjörnunni og berjast liðin um að fylgja Valsmönnum upp í efstu deild. Útlitið hjá Sindra er slæmt en liðið er í neðsta sæti þegar aðeins tvær umferðir eru eftir. Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 99 orð

Þróttur vann 1. deildina

ÞRÓTTUR úr Reykjavík vann sér sæti í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á laugardaginn með því að sigra Hauka, 2:0, í úrslitaleik 1. deildar á Ásvöllum í Hafnarfirði. Meira
3. september 2002 | Íþróttir | 510 orð

Þýskaland Bikarkeppnin, 1.

Þýskaland Bikarkeppnin, 1. umferð, helstu úrslit: Eintracht Trier - Nürnberg 0:2 Burghausen - Energie Cottbus 0:2 Paderborn - Stuttgart 1:4 Aue - Bochum 1:3 W. Meira

Fasteignablað

3. september 2002 | Fasteignablað | 796 orð | 1 mynd

Asbest í eldri byggingum

Almennur skilningur á því að margskonar efni sem unnið er úr og unnið með, geti verið skaðleg hefur sem betur fer aukist á seinustu árum. Meira
3. september 2002 | Fasteignablað | 2100 orð | 7 myndir

Byrjaði að búa í himnaríki ömmu

Í daglegu tali er nafn Bryndísar Schram varla nefnt án þess að nafn eiginmanns hennar, Jóns Baldvins Hannibalssonar, fylgi á eftir, og öfugt. Svo samtvinnuð eru þau orðin í huga landsmanna. Guðlaugu Sigurðardóttur lék forvitni á að vita hvernig þetta allt byrjaði og ræddi við Bryndísi um aðdragandann að kynnum þeirra Jóns Baldvins, fyrstu búskaparárin, lífið og tilveruna. Meira
3. september 2002 | Fasteignablað | 12 orð | 1 mynd

Fallegir púðar

Púðar eru bæði notalegir og notadrjúgir. Þessir fást í Z-brautum & gluggatjöldum... Meira
3. september 2002 | Fasteignablað | 28 orð | 1 mynd

Fallegt frá Austurríki

Frá Austurríki koma þessi gæðalegu viskustykki. Hægt er að fá ýmsa fylgihluti í eldhús í stíl, svo sem pottaleppa og diskamottur og fleira. Fæst í Z-brautum & gluggatjöldum... Meira
3. september 2002 | Fasteignablað | 12 orð | 2 myndir

Fallegur haustdúkur

Dúkar eru sígild hýbýlaprýði. Þessi fallegi haustdúkur fæst í Z-brautum & gluggatjöldum... Meira
3. september 2002 | Fasteignablað | 497 orð | 1 mynd

Fjármögnunarmöguleikar við íbúðarkaup

Íbúðarkaup eru jafnan stór þáttur í lífi einstaklings eða fjölskyldu. Þegar íbúðarkaup eru annars vegar er kaupandinn oftar en ekki að ráðstafa afrakstrinum af ævistarfinu. Meira
3. september 2002 | Fasteignablað | 315 orð | 1 mynd

Flughótel og Kjarni í Reykjanesbæ til sölu

Fasteignasalan Húsið hefur fengið í einkasölu rekstur Flughótelsins í Reykjanesbæ ásamt húseigninni. Meira
3. september 2002 | Fasteignablað | 34 orð | 1 mynd

Fyrir krydd og fleira

Grind fyrir krydd og fleira, hægt að fá í mismunandi breiddum. Vegleg hólf í hnífaparaskúffur, til í skúffur frá 27 sentimetrum og upp í 120 sentimetra. Er með færanlegum hólfum. Fæst í Hegas í... Meira
3. september 2002 | Fasteignablað | 36 orð | 1 mynd

Gott í þrengslum

Hér má sjá sniðuga lausn, t.d. þar sem þrengsli eru. Hægt að fá án súlu upp í loft. Borð fylgir á hjólum og hillur á stöng í ýmsum gerðum, lýsing er efst. Fæst í Hegas í... Meira
3. september 2002 | Fasteignablað | 634 orð | 7 myndir

Haustgardínurnar

Á haustin fer fólk gjarnan að huga að gardínum. Nýir tískustraumar eru sífellt að berast í þeim efnum. Guðrún Theódórsdóttir, verslunarstjóri í Z-brautum & gluggatjöldum ehf., sagði Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá því nýjasta sem er á markaðinum í gardínuefnum. Meira
3. september 2002 | Fasteignablað | 16 orð | 1 mynd

Hólf í skúffur

Hér má sjá sniðug hólf og aðra fylgihluti í skúffur í innréttingum. Fæst í Hegas í... Meira
3. september 2002 | Fasteignablað | 242 orð | 1 mynd

Hrauntunga 6

Hafnarfjörður - Ás fasteignasala er með í einkasölu núna tvílyft einbýlishús í Hrauntungu 6 í Hafnarfirði. Þetta er steinhús, byggt árið 1986 og er það 302,6 fermetrar, þar af er innbyggður bílskúr 49,6 fermetrar. Meira
3. september 2002 | Fasteignablað | 34 orð | 1 mynd

Hurðir sem leggjast saman

Þessar skápahurðir eru mjög sniðugar, þær leggjast saman og eru á hjólum þannig að hægt er að komast í skápinn hvar sem er, þær eru sem sagt laustengdar báðum megin. Fást í Hegas í... Meira
3. september 2002 | Fasteignablað | 868 orð | 7 myndir

Íslensk framleiðsla í háum gæðaflokki

Tískan hefur áhrif á val fólks á innréttingum, sem og á öðrum sviðum. Guðlaug Sigurðardóttir ræddi við Þorstein Jónmundsson, sölustjóra hjá Axis, um nýjustu stefnur og strauma fyrirtækisins í innréttingum. Meira
3. september 2002 | Fasteignablað | 409 orð | 1 mynd

Langþráð lög um fasteignakaup

ÞJÓÐARAUÐUR Íslendinga er að stórum hluta falinn í fasteignum og oftast er aleiga fólks undir í viðskiptum um slíkar eignir. Meira
3. september 2002 | Fasteignablað | 1243 orð | 2 myndir

Lækjargata 3, Gimli

Húsið Gimli er sérstakt í útliti, segir Freyja Jónsdóttir, en það er verndað á ytra byrði í B-flokki. Gimli er í umsjá Minjaverndar eins og önnur hús á Bernhöftstorfunni. Meira
3. september 2002 | Fasteignablað | 33 orð | 1 mynd

Pottagrind

Pottagrind, ný tegund, framleidd hjá Hettich sem er þýskt fyrirtæki sem framleiðir alls konar grindur og allt mögulegt annað í innréttingar sem hægt er að fá í ýmsum útfærslum. Fæst í Hegas í... Meira
3. september 2002 | Fasteignablað | 279 orð | 1 mynd

Rangárstígur 1-7

Hella - Eignaval er með í einkasölu núna sjö heilsársbústaði á Rangárstíg 1-7, 851, Hellu. Húsin eru úr timbri, byggð árið 1990 og er flatarmál þeirra alls 232,6 fermetrar. Meira
3. september 2002 | Fasteignablað | 17 orð | 1 mynd

Ruslafötur

Þessar haganlegu ruslafötur eru til að flokka rusl í. Framleitt hjá Hettich og fæst hjá Hegas í... Meira
3. september 2002 | Fasteignablað | 23 orð | 1 mynd

Skrúfjárn

Skrúfjárn verða að vera til á heimilum, alltaf þarf að skrúfa eitthvað, næstum dag hvern (eða þannig). Þetta sett fæst hjá Verkfæralagernum í... Meira
3. september 2002 | Fasteignablað | 39 orð | 1 mynd

Slípikubbar með "rennilás"

Þessir slípikubbar eru sérlega hentugir. Þeir eru með frönskum rennilás á neðra borði og þar má svo festa sandpappír sem fæst í rúllum. Þetta gerir skiptingar mjög auðveldar og er sérlega gott t.d. fyrir uppsetningarmenn. Fæst í Hegas í... Meira
3. september 2002 | Fasteignablað | 32 orð | 1 mynd

Stingsög og fleira

Þetta tæki er stingsög, borvél og hornaslípari. Það er 12 volta og gott t.d. þegar taka þarf úr fyrir vaski í borði. Vélin er af tegundinni Black & Decker og kostar 19.995... Meira
3. september 2002 | Fasteignablað | 200 orð | 1 mynd

Strandgata 49

Akureyri - Húseignin Við Pollinn að Strandgötu 49 á Akureyri er til sölu hjá Hóli fasteignasölu þar. Um er að ræða timburhús, byggt árið 1878. Gránufélagið yngra hóf að gera þessa eign upp árið 1993 með veitingarekstur í huga. Meira
3. september 2002 | Fasteignablað | 145 orð | 1 mynd

Túngata 34

Reykjavík - Holt fasteignasala er með í sölu húseignina Túngötu 34, þar sem rekið er hótel í steinhúsi sem byggt var 1926. Guðjón Samúelsson teiknaið þetta hús sem alls er 302,9 fermetrar. Meira
3. september 2002 | Fasteignablað | 221 orð | 1 mynd

Uppsveifla í húsbyggingum á Hvolsvelli

Hvolsvöllur - Nú hefur verið hafist handa við byggingu ellefu íbúða á Hvolsvelli en í síðustu viku voru teknir grunnar fyrir níu húsum við Dalsbakka. Meira
3. september 2002 | Fasteignablað | 10 orð | 1 mynd

Úrval af höldum

Höldur eru nauðsynlegar á skápa. Þessar fást hjá Hegas í... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.