UTANRÍKISRÁÐHERRAR ríkjanna fimm sem eiga fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sögðu í gær að tregða Íraka til að hlíta ályktunum öryggisráðsins væri "alvarlegt mál og að Írak yrði að breyta afstöðu sinni". Fyrr um daginn hafði George W.
Meira
BANDARÍKJAMENN hafa handsamað Ramzi Binalshibh, sem sterklega er grunaður um að hafa leikið veigamikið hlutverk við undirbúning hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september 2001.
Meira
VLADÍMÍR Meciar, fyrrverandi forsætisráðherra Slóvakíu, er ekki vel við að vera spurður um það hvernig hann greiddi fyrir viðgerðir, sem hann þurfti nýverið að láta gera á glæsilegu sumarhúsi sem hann á í vesturhluta landsins.
Meira
EF marka má nýjar skoðanakannanir í Þýskalandi hefur Gerhard Schröder, kanslari og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins (SPD), náð þriggja prósentustiga forskoti á helsta keppinaut sinn, Edmund Stoiber, kanslaraefni kristilegu flokkanna, CDU og CSU.
Meira
SÍÐAN 11. september í fyrra hafa verið tekin rúmlega 11 þúsund vopn af flugfarþegum í Leifsstöð samhliða hertu vopnaeftirliti sem hófst eftir hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum.Vopnafjöldinn samsvarar því að tollverðir hafi lagt hald á 30 vopn á dag.
Meira
HRAFNISTA í Hafnarfirði fagnar 25 ára afmæli í dag og mun af því tilefni kynna gestum og gangandi nýtt leiguhúsnæði, alls 64 íbúðir í tveimur húsum, sérhannaðar með þarfir eldri borgara í huga.
Meira
FRAMKVÆMDASTJÓRN og yfirlæknar heilsugæslunnar í Reykjavík, Kópavogi, Mosfellssveit og Seltjarnarnesi kynntu heilbrigðisráðherra tillögur í gær sem miða að því að allir sem þurfi geti fengið þjónustu heimilislæknis samdægurs.
Meira
"ÞETTA er einfalt og býður upp á félagsskap ásamt því að fullnægja sköpunarþörfinni fyrir nú utan hvað þetta er fallegt," segir Guðrún Erla Gísladóttir sem stofnaði netverslunina Bót.
Meira
MESTA mildi þykir að ekki varð stórslys er sportbifreið af gerðinni BMW endastakkst eina 50 metra út af Hafnarfjarðarvegi á móts við hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi um hálftólfleytið í gærkvöldi.
Meira
EYÞÓR Arnalds og viðskiptafélagar hans í hlutafélaginu Lífsstíl ætla aðopna nýja hágæða líkamsræktarstöð og heilsulind á grunni Planet City í Austurstræti innan nokkurra vikna, en þeir taka við rekstri stöðvarinnar 1. október.
Meira
GÆSLUVARÐHALD var framlengt yfir tveimur bræðrum í gær sem grunaðir eru um alvarlega líkamsárás á ungan mann við Eiðistorg í byrjun ágúst. Gæsluvarðhaldið var framlengt til 25.
Meira
SKIPULAGSSTOFNUN hefur úrskurðað um mat á umhverfisáhrifum vegna rannsóknaborana á vestursvæði við Kröflu og og fallist á fyrirhugaðar boranir eins og þeim er lýst í gögnum framkvæmdaraðila. Hægt er að kæra úrskurðinn til umhverfisráðherra til 16.
Meira
STJÓRNENDUR heilsugæslunnar í Reykjavík, Kópavogi, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi kynntu heilbrigðisráðherra í gær tillögur sem miða að því að allir sem þurfa geti fengið þjónustu heimilislæknis samdægurs.
Meira
BENT er á í umfjöllun Ríkisendurskoðunar um samninga Tryggingastofnunar vegna sérfræðilækna í skurðlækningum og svæfingarlækningum, að í kostnaðarlíkani TR komi fram að í samningum hennar sé greitt fyrir tveggja vikna endurmenntun erlendis á hverju ári.
Meira
SYSTURNAR Þórdís og Jóhanna Þórðardætur ásamt Katrínu Ósk Þráinsdóttur hafa undanfarin ár staðið fyrir handverksmörkuðum í félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka. Hinn 15. september n.k. ætla þær að efna til markaðar þar.
Meira
ÍSRAELSKI herinn hélt í gær áfram aðgerðum gegn Palestínumönnum, skaut einn til bana og særði sex, þar af þrjá alvarlega, í atlögu á Gazasvæðinu. Tugir manna voru handteknir á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna. Sögðu Ísraelar að þ.ám.
Meira
FORSVARSMENN Bónuss munu innan tíðar fara af stað með verðkönnun á milli Bónuss og lágvöruverðsverslana á Norðurlöndum, segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss.
Meira
Eitt af stærstu skemmtiferðaskipum sem komið hafa hingað til lands lagðist að bryggju í Sundahöfn í gær. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir og Þorkell Þorkelsson kynntu sér innviði skipsins.
Meira
STARFSGREINASAMBAND Íslands heldur vinnufund á Húsavík 13.-15. september n.k. Fundað verður á Hótel Húsavík. Fundurinn er undirbúningsfundur fyrir ársfund sambandsins í október.
Meira
GRASAGARÐUR Reykjavíkur stendur fyrir fræðslu um safnhauga laugardaginn 14. september kl. 11. Á hverju sumri fellur til mikill lífrænn úrgangur í heimilisgörðum sem hægt væri að nota í jarðgerð.
Meira
Tryggvi Thayer er fæddur 24. maí 1968 í Austin, Texas. Hann lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1990 og nam heimpeki við Háskóla Íslands á árunum 1993-1997. Tryggvi hefur starfað sem verkefnisstjóri hjá Mennt frá því í byrjun árs 2001.
Meira
BÍLFERJAN Norröna sem siglt hefur með farþega og farartæki milli Íslands, Færeyja, Noregs, Danmerkur og Lerwick á Hjaltlandi um hart nær tveggja áratuga skeið lagði upp í síðustu ferð sína frá Íslandi á þriðjudaginn var.
Meira
Í ÁR eru 90 ár liðin síðan skátastarf hófst á Íslandi, Skátar héldu eitt stærsta og glæsilegasta landsmót sitt á Akureyri í sumar og um þessar mundir er vetrarstarfið að hefjast, öflugara en áður.
Meira
GÓÐUR gangur var að komast á sjóbirtingsveiði í Skaftafellssýslum í vikunni, þannig lauk holl í Tungufljóti veiðum á fimmtudag með 17 fiska og um líkt leyti var holl í Geirlandsá með 13 birtinga.
Meira
CARNIVAL Legend, nýjasta skemmtiferðaskipið í flota Carnival-skipafélagsins í Bandaríkjunum, lagðist að bryggju í Sundahöfn í gærmorgun. Er það eitt af stærstu skipum sem heimsótt hafa Ísland. Um borð er að finna leikhússal, sem tekur 1.
Meira
BRÚTTÓGREIÐSLUR til einstakra sérfræðilækna á grundvelli samnings þeirra við Tryggingastofnun ríkisins geta numið tugum milljóna króna, að því er fram kemur í stjórnsýsluendurskoðun Ríkisendurskoðunar vegna samninga Tryggingastofnunar og sérfræðilækna á...
Meira
ÓVENJUHLÝTT var víðast hvar um landið í gær miðað við árstíma og sáust tveggja stafa hitatölur á flestum veðurathugunarstöðvum. Hæst fór hitinn í 23 stig í Mývatnssveit og Grímsstöðum á Fjöllum og víða um landið var hann í kringum 20 stig, t.d.
Meira
ARABARÍKI hvöttu í gær Íraksstjórn til að leyfa vopnaeftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) að koma aftur til landsins, í kjölfar þess að George W.
Meira
ÍSLANDSBANKI tekur við rekstri innlánsdeildar Kaupfélags Eyfirðinga í næstu viku, eða 20. september. Samkomulag þessa efnis var undirritað í gær milli KEA, Kaldbaks og Íslandsbanka.
Meira
KÁRI Eiríksson listmálari heimsækir Akureyri í þriðja sinn með sýningu sem opnuð verður á morgun, laugardaginn 14. september, kl. 15 í Gallerí Gersemi í Parísarhúsinu við Hafnarstræti.
Meira
DR. SIGRÚN Klara Hannesdóttir, landsbókavörður, var kjörin svæðisstjóri Delta Kappa Gamma fyrir Evrópu á alþjóðaþingi samtakanna sem haldið var í Little Rock í Arkansas í ágústbyrjun sl.
Meira
VIKULANGT fjölmiðlafár um það hvort Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri væri á leið í landsmálin eða ekki, er nú að baki, enda þótt einstaka stuðningsmenn Samfylkingarinnar reyni í örvæntingu sinni að blása lífi í glæðurnar.
Meira
BÆJARRÁÐ Mosfellsbæjar hefur samþykkt að vísa til bæjarverkfræðings til skoðunar athugasemdum frá íbúa um að lýsingu verði komið fyrir við hjóla- og göngustíg sem tengir saman Mosfellsbæ og Reykjavík.
Meira
MÁNUDAGINN 16. september hefur Leikmannaskóli kirkjunnar starf sitt með námskeiði um Tómasarguðspjall. Námskeiðið hefst kl. 20 og er kennt í Háskóla Íslands, aðalbyggingu.
Meira
LIÐ lagadeildar bar sigurorð af nemendum í læknadeild í spurningakeppninni Kollgátunni, en úrslitaviðureignin fór fram í gær á Stúdentadeginum, sem var nú haldinn í þriðja sinn.
Meira
VÍSINDAMENN við háskóla í Perth í Ástralíu hafa ekki getað fundið skýringu á því að ilmandi tár streyma úr augum Maríulíkneskis sem keypt var í Taílandi fyrir átta árum.
Meira
FJÖLBÝLISHÚS sem reisa á við Suðurhlíð 38 í Reykjavík er hærra samkvæmt samþykktri byggingarleyfisumsókn en tilgreint er um í deiliskipulagi. Þá er húsið 1,7 metrum hærra en gefið var til kynna í skýringarmyndum sem kynntar voru á sínum tíma.
Meira
Í DAG, laugardag, fer fram málþing um sameiginlega fiskveiðisögu Íslendinga og Þjóðverja. Á þinginu, sem haldið verður í Goethe-Zentrum á Laugavegi 18, 3. hæð, og hefst kl.
Meira
FIMMTÁN pakistanskir ríkisborgarar hafa verið handteknir á Sikiley á Ítalíu, grunaðir um að eiga aðild að hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda. Pakistanarnir, sem allir eru karlmenn, eiga yfir höfði sér ákæru fyrir samsæri um að fremja hryðjuverk.
Meira
NÚ stendur yfir sýning í Eden íHveragerði á verkum Guðráðs Jóhannssonar listamanns frá Beinakeldu í A-Húnavatnssýslu. Guðráður sýnir 30 olíumálverk auk teikninga og skopmynda sem hann hefur gert af samferðamönnum í Húnaþingi.
Meira
NÁMSKRÁ vetrarins hjá Símenntun Háskólans á Akureyri er komin út og verður henni dreift í hús í þéttbýli frá Ólafsfirði til Húsavíkur. Einnig er hún aðgengileg á Netinu frá heimasíðu Háskólans á slóðinni www.unak.is.
Meira
FRÆÐSLUHÁTÍÐ Viku símenntunar verður haldin í Smáralind í dag, laugardaginn 14. september. Af því tilefni mun Félag náms- og starfsráðgjafa bjóða fólki leiðsögn og ráðgjöf varðandi náms- og starfsval.
Meira
LAUGARDAGINN 14. september fer fram Norðurlandamót taflfélaga. Á mótinu taka þátt sex af sterkustu taflfélögum Norðurlanda, eitt frá hverju Norðurlandanna.
Meira
RÍKISENDURSKOÐUN telur í nýrri stjórnsýsluúttekt á rekstri Heilsugæslunnar í Reykjavík, HR, að huga beri að breytingum á launafyrirkomulagi heilsugæslulækna. Núverandi fastlaunakerfi er að mati stofnunarinnar óheppilegt, m.a.
Meira
"MJÖG oft er fjallað um unglinga á neikvæðan hátt," segir Kolbrún Tara Friðriksdóttir og félagar hennar úr efri bekkjum grunnskóla Reykjavíkur taka undir með henni, þ.e.
Meira
CHRISTOPHER Reeve, bandaríski kvikmyndaleikarinn, sem er best þekktur fyrir leik sinn sem ofurhetjan Superman, hefur komið læknum sínum á óvart með bata sem talinn er undraverður.
Meira
JONATHAN Stagnetto er sannur Gíbraltarbúi. Mjög breskur, af blönduðum, evrópskum uppruna og ákaflega stoltur af því hversu einstök í heiminum heimalenda hans er.
Meira
NÍU listamenn sem kalla sig Nýja september-hópinn opna í dag, á laugardag 14. september kl. 14, sýningu á ljósmyndum, málverkum og skúlptúrum í Ketilhúsinu undir yfirskriftinni "Með ólíkindum".
Meira
ALÞJÓÐLEGI skákmeistarinn Stefán Kristjánsson í Skákfélaginu Hróknum mætir tékkneska stórmeistaranum Tomas Oral í Hreyfilseinvíginu 2002, sem verður haldið í Þjóðarbókhlöðunni og hefst í dag.
Meira
HREPPSNEFND Vatnsleysustrandarhrepps hefur hafnað umsókn myndbandaleigu um leyfi til reksturs í bílgeymslu við íbúðargötu. Eigendur leigunnar eru ósáttir við niðurstöðuna, hafa nú breytt henni í myndbandaklúbb og halda rekstrinum áfram í því formi.
Meira
JANET Reno, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, virðist hafa beðið lægri hlut í forkosningum demókrata í Flórída. Þegar talin höfðu verið 97,8% atkvæða hafði keppinautur hennar, Bill McBride, fengið 45% þeirra og Reno 43,3%.
Meira
Hvað er safn? Spurningin vaknaði í umræðum á Höfn í Hornafirði í vikunni, þegar Farskóli safnmanna kom þar saman og skipst var á skoðunum um, hvernig væri að starfa undir nýjum safnalögum. Lögin voru samþykkt í maí 2001 og tóku þegar gildi.
Meira
SKÓLASKRIFSTOFAN er eins konar miðstöð fyrir skólastarfið á Suðurlandi," segir Kristín Hreinsdóttir, forstöðumaður skrifstofunnar, sem er til húsa hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga á Austurvegi 56 á Selfossi.
Meira
JÓN Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingaráðherra lýsir ánægju sinni með skýrslu Ríkisendurskoðunar um samninga Tryggingastofnunar og sérfræðilækna.
Meira
SLÖKKVILIÐ Húsavíkur setti met í útkallstíma í fyrrakvöld þegar það var kallað að húsi við Laugarbrekku. Húsráðanda var að vonum nokkuð brugðið þegar slökkviliðsmenn bönkuðu upp á enda enginn eldur í húsinu.
Meira
VÍGÐ voru í gær við hátíðlega athöfn snjóflóðavarnarmannvirkin í Neskaupstað. Umhverfisráðherra Siv Friðleifsdóttir var viðstödd vígsluna og afhjúpaði upplýsinga- og leiðbeiningaskilti um garðinn og upptakastoðvirkin en sr.
Meira
KOSIÐ verður nýtt þing og sveitarstjórnir í Svíþjóð á morgun og skoðanakannanir gefa til kynna að mjótt verði á mununum milli fylkinganna tveggja, annars vegar jafnaðarmanna og tveggja stuðningsflokka þeirra og hins vegar fjögurra borgaralegra flokka.
Meira
Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar fjarlægðu nýlega og eyddu sprengju frá því á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar sem fannst í sandi í grennd við golfvöllinn í Þorlákshöfn.
Meira
LÖGREGLAN á Ísafirði stöðvaði á fimmtudag bifreið í Hestfirði og fann í henni lítilræði af amfetamíni og um 200 sveppi. Grunur hafði vaknað um að ökumaðurinn hefði fíkniefni í fórum sínum og hefði stundað fíkniefnadreifingu á norðanverðum Vestfjörðum.
Meira
LAUGARDAGINN 31. ágúst var haldið upp á 10 ára afmæli sundlaugar Stokkseyrar. Af því tilefni ákváðu starfsmenn laugarinnar að bjóða sundlaugargestum upp á grillaðar pylsur og ís. SS bauð upp á pylsurnar, Másbakarí pylsubrauðið og Kjörís bauð upp á ísinn.
Meira
ÓTTAST er að mikið umhverfisslys sé í vændum við St. Lúsíuhöfða á austurströnd Suður-Afríku. Ítalska flutningaskipið Jolly Rubino sendi frá sér neyðarkall í gær eftir að eldur kom upp í skipinu og var 22 manna áhöfn bjargað um borð í þyrlur.
Meira
ÁÆTLAÐ er að sveitarfélögin í landinu verði af um einum milljarði króna í útsvarstekjum í ár vegna breytinga á einkarekstri yfir í einkahlutafélög.
Meira
ÚTVEGSBÆNDAFÉLAG Stokkseyrar er í undirbúningi. Níu manna hópur frá Stokkseyri og Selfossi sem unnið hefur að stofnun félagsins kom saman á Stokkseyrarbryggju í góða veðrinu nýlega og var það fyrsti formlegi fundur hópsins.
Meira
DREGIÐ hefur verið í póstkortaleik ESSÓ og Íslandspósts. Hrafnhildur Hallgrímsdóttir í Búðardal vann Coleman-fellihýsi. Tíu fengu gasgrill eða flugfar innanlands fyrir tvo. Þá fengu 20 þátttakendur bensínúttektir. Nöfn vinningshafa má sjá á www.esso.is.
Meira
"MEÐ áframhaldandi samvinnu og öflugu átaki verður Reykjanesið orðið stórveldi í þjónustu við ferðamenn, innan ekki svo margra ára," sagði Hallgrímur Bogason, formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS), þegar hann flutti skýrslu...
Meira
VETRARSTARF Hjálpræðishersins á Akureyri hefst á morgun, sunnudaginn 15. september. Barna- og unglingastarf Hjálpræðishersins hefur verið í miklum blóma undanfarin ár og hafa að jafnaði um eitt hundrað börn og unglingar sótt fundi í viku hverri.
Meira
ÞRÍR kórar starfa við Akureyrarkirkju og taka virkan þátt í helgihaldinu auk þess að koma fram á tónleikum. Inntökupróf fyrir Kór Akureyrarkirkju verður 16. september, kl. 17-19, en Björn Steinar Sólbergsson gefur nánari upplýsingar.
Meira
SAMTÖK um náttúruvernd á Norðurlandi hafa sent frá sér eftirfarandi ályktun: "Stjórn SUNN tekur heils hugar undir framkomnar tillögur Náttúrufræðistofnunar um verulega styttingu á veiðitíma á rjúpu og bann við sölu. Samkvæmt rannsóknum Ólafs K.
Meira
GARÐAR Bergendal, bóndi í Hrífunesi í Skaftártungum, áformar að virkja Hólmsá, sem rennur fyrir framan bæinn, en hann á landið beggja megin árinnar. Garðar ætlar að stífla ána á nokkrum stöðum, en hver stífla mun gefa um 7,5 MW.
Meira
Saddam Hussein, forseti Íraks, hefur nú opinberlega tekið við því hlutverki af Osama bin Laden að vera helsti óvinur Bandaríkjanna. Ekkert hefur heyrst til bin Laden frá því í átökunum um Tora Bora-fjallasvæðið í Afganistan í desember á síðasta ári.
Meira
STUÐNINGSFÉLÖG Palestínu á Norðurlöndunum, þ. á m. Félagið Ísland-Palestína, hvetja almenning til þess að sniðganga ísraelskar vörur og þjónustu.
Meira
ÞAÐ verður mikið um að vera hjá knattspyrnumönnum Þórs næstu daga en þrír flokkar félagsins eru að fara spila úrslitaleiki á Íslandsmóti og í bikarkeppni, í dag, laugardag, á morgun, sunnudag, og á mánudag.
Meira
Íslendingar ættu að gjalda varhug við heimsvaldastefnu skriffinnanna suður í Evrópu og flytja hnarreistir mótmæli við því að land þeirra skuli teiknað inn á bánkuseðla þessarar ríkjasamsteypu. Þetta segir í pistli Bjarna Harðarsonar ritstjóra í Sunnlenska fréttablaðinu.
Meira
George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur með ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á fimmtudag komið til móts við athugasemdir þess efnis að Bandaríkin eigi ekki að hefja herferð gegn Írak upp á eigin spýtur án stuðnings öryggisráðsins.
Meira
* ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Harmonikkuball. * BLÁSTEINN, Árbæjarhverfi: Karoake kvöld. * CAFÉ CATALÍNA: Trúbadorinn Sváfnir Sigurðarson. * CAFÉ ROMANCE: Ray Ramon og Mete Gudmundsen spila fyrir gesti. * CATALÍNA: Lúdó og Stefán spila.
Meira
ÞAÐ TELJAST vart tíðindi að Bubbi Morthens sé á leið í langferð um Ísland, fáir hafa verið eins duglegir við að spila úti á landi og hann: allt frá því Utangarðsmenn þræluðu sér um sjávarplássin hefur Bubbi verið á ferðinni árlega og stundum oftar en...
Meira
LINKIN Park hefur um talsvert skeið verið vinsælasta nýþungarokksband veraldar og skotið sveitum eins og Korn, Papa Roach og Limp Bizkit ref fyrir rass.
Meira
EVA Cassidy á sannarlega sérstakan stað í hjarta okkar Íslendinga. Þessi frábæra söngkona, sem dó úr krabbameini árið 1996, er nefnilega stóra systir Dans nokkurs Cassidy, fiðluleikara sem hefur verið búsettur hérlendis um nokkurra ára skeið.
Meira
Gallerí nema hvað, Skólavörðustíg 22c Málverkasýningin "Stælar" verður opnuð kl 17. Yfirskriftin fríar listamennina af allri ábyrgð um innihald hennar.
Meira
Leikstjórn og handrit: Dean Deblois og Chris Sanders. Listræn stjórn: Ric Sluiter. Tónlist: Elvis Presley og Alan Silvestri. Leikstj. ísl. raddsetn: Júlíus Agnarsson. Raddir: Unnur Sara Eldjárn, Inga María Valdimarsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Ólafur Darri Ólafsson o.fl. USA. 85 mín. Buena Vista 2002.
Meira
Í KVÖLD verður sjötta árið í röð kosin Dragdrottning Íslands. Keppnin sem haldin verður á skemmtistaðnum Spotlight hefst kl. 22 og stendur í um tvær klukkustundir. Húsið verður opnað klukkustund fyrr.
Meira
Nú liggur dagskrá fjórðu Iceland Airwaves hátíðarinnar fyrir. Hátíðin, sem nú verður umfangsmeiri en áður, mun fara fram á Gauki á Stöng, Nasa, Iðnó, Vídalín, Astró, 22, Grand Rokk, Spotlight, Hinu húsinu, Spotlight og Laugardalshöllinni.
Meira
BÍLL, rúm og þræddur kjallari er viðfangsefni listamannanna Kimmo Schroderus og Charlottu Mickelsson sem opna sýningu í Gallerí Skugga í dag kl. 17. Á jarðhæð, í aðalsal og bakatil, sýnir Kimmo skúlptúra sem bera yfirskriftina "Tilfinningar".
Meira
"KÆRA Britney. Ég - einlægur aðdáandi þinn - vil votta þér virðingu mína. Nú ert þú orðin öldungur Tónlistans og búin að sitja og dansa og syngja á honum í heilar 38 vikur.
Meira
BRITNEY Spears ákvað sem kunnugt er að draga sig úr sviðsljósinu næstu mánuði, en hún hafði ítrekað þurft að hverfa frá tónleikum. Britney ætlar þó ekki að leggjast í leti heldur mun hún að gefa út bók.
Meira
DANNY van Walsum frá Hollandi og Elva Dögg Kristinsdóttir opna samsýningu í Listamiðstöðinni við Reykjanesbraut í dag kl. 16. Danny sýnir abstrakt málverk með blandaðri tækni og dúkristur sem hann hefur unnið í vinnustofu í Straumi frá því í janúar.
Meira
SPÆNSK kvikmyndahátíð stendur nú yfir í Regnboganum. Morgunblaðið kynnir hér sex myndanna sem þar eru sýndar. Jóhanna brjálaða Jóhanna brjálaða (Juana la Loca) er eftir Vicente Aranda. Sögusviðið er Laredo 1496.
Meira
galleri@hlemmur.is Sýningu Jóns Sæmundar Auðarsonar lýkur á sunnudag. Verkið ber titilinn "holan mín" og samanstendur af innsetningu og myndbandsverki. Galleríið er opið fimmtudaga til sunnudags, kl. 14-18.
Meira
Í LISTASAFNI Borgarness opnar í dag, laugardag, kl. 14, Rótarýklúbbur Borgarness sýningu, sem ber yfirskriftina Sögusýning. Tilefnið er hálfrar aldar afmæli klúbbsins en hann var stofnaður hinn 14. september 1952.
Meira
UNDANFARNAR vikur hefur tríó skipað flautuleikurunum Guðrúnu Birgisdóttur, Martial Nardeau og Pétri Jónassyni gítarleikara leikið fyrir unglinga í Kópavogi. Þessu verkefni lýkur með fjölskyldutónleikum í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs í dag kl. 16.
Meira
ÞRJÁR einkasýningar verða opnaðar í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni í dag, laugardag, kl. 15. Þar gefur að líta olíu- og akrílmálverk og myndverk og skúlptúrar úr gleri. Í Austursal opnar Sigtryggur Bjarni Baldvinsson listmálari sýninguna Lög/Layers.
Meira
SAGT er að menn beiti mismunandi aðferðum við að læra. Þar koma einkum tvær aðferðir til greina, að hlusta eða lesa. Sumir læra best með því að hlusta á annan mann mæla fram fróðleikinn; öðrum hentar betur að lesa námsefnið.
Meira
HÚSNÆÐISEKLA hefur hundelt íslenzka vinnuþræla allt frá kreppuárunum, og sjaldan verið verri en á árunum eftir stríð, þegar fólk bjó í innréttuðum heyhlöðum við Suðurlandsbraut, eða kamars- og vatnslausum 25m² hjöllum í Blesugróf, Selási eða Camp Knox,...
Meira
ÞEGAR ég frétti að Jiang Zemin hygðist heimsækja Ísland leit ekki út fyrir að margir Falun Gong-liðar myndu verða viðstaddir. Ég ákvað því þegar að fara til Íslands. Fannst við yrðum að eiga fulltrúa þar til að Jiang vissi að veröldin fylgdist með honum.
Meira
GEGNUM áratugina, allt frá upphafi beinna samgangna til Brjánslækjar frá Stykkishólmi, norður yfir Breiðafjörð, hefur sýnt sig að ef skynsamlegt mat er lagt á þátt öryggis íbúa norðan fjarðar til möguleika á samgöngum suður er þetta sú leið sem alltaf...
Meira
VIÐ viljum gjarna vekja athygli á sérlega skemmtilegri krossgátu sem birst hefur í sunnudagsblaði Mbl.,líklega allt þetta ár eða lengur. Formið og skýringarnar eru dálítið óvenjulegar og mjög fjölbreyttar hvað efni og leiðir til lausnar varðar.
Meira
Víða um heim er fólk farið að sniðganga ísraelskar vörur, segir Eldar Ástþórsson, til að sýna í verki andstöðu sína við hernám Ísraelshers í Palestínu.
Meira
Þessar ungu stúlkur seldu eigin listaverk og söfnuðu þannig fyrir börn á Indlandi 1.435 kr. og afhentu Hjálparstarfi kirkjunnar. Þær heita Bylgja Kristjánsdóttir, Lísa Margrét Jónsdóttir og Birta...
Meira
Annie Wintherhalter Schweitz Helgason fæddist í Kaupmannahöfn 13. janúar 1929. Hún andaðist á Landspítalanum 1. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Anker W. Schweitz og Ellen Margrete Schweitz (f.
MeiraKaupa minningabók
Áskell Hannesson Egilsson fæddist á Grenivík við Eyjafjörð 28. ágúst 1938. Hann lést á Akureyri 1. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Glerárkirkju á Akureyri 9. september.
MeiraKaupa minningabók
Gísli Konráð Geirsson, bóndi á Kálfsstöðum í Vestur-Landeyjum, fæddist í Gerðum í sömu sveit 13. apríl 1928. Hann lést á heimili sínu að kvöldi 30. ágúst síðastliðinn. Gísli var yngsta barn hjónanna Þórönnu Þorsteinsdóttur, f. 1889, d.
MeiraKaupa minningabók
Guðmunda Andrésdóttir listmálari fæddist í Reykjavík 3. nóvember 1922. Hún lést laugardaginn 31. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Salvör Ingimundardóttir hjúkrunarkona og Andrés P. Böðvarsson skrifstofumaður.
MeiraKaupa minningabók
NAFN Guðmundu Andrésdóttur verður ávallt tengt Septem-hópnum svonefnda, myndlistarmönnum sem héldu tryggð við abstrakt- eða óhlutlæga myndlist lengur en aðrir. Hópurinn var eins konar framhald af September-sýningarhópnum sem starfaði frá 1947-52.
MeiraKaupa minningabók
Guðmundur M. Ólafsson fæddist í Bolungarvík 26. júlí 1913. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 6. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Ólafsson, sjómaður í Bolungarvík, f.
MeiraKaupa minningabók
Guðrún Steingrímsdóttir, Grashaga 22, Selfossi, var fædd í Vestmannaeyjum 6. ágúst 1969. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 7. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Steingrímur Arnar, flugvallarstjóri á Vestmannaeyjaflugvelli, f. 19. júlí 1930, d. 20.
MeiraKaupa minningabók
Halldóra Sigríður Gísladóttir fæddist 27. október 1910 í Bolungarvík. Hún andaðist á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi 30. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Reykholtskirkju 9. september.
MeiraKaupa minningabók
Jafet Sigurðsson fæddist í Reykjavík 1. maí 1934. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 6. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Jafetsson, verslunarmaður, f. 1905, d. 1952, og Ásta Guðmundsdóttir, f. 1910, d. 1983.
MeiraKaupa minningabók
Magnús Jónsson óperusöngvari fæddist í Reykjavík 31. maí 1928. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 26. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 6. september.
MeiraKaupa minningabók
Ragnheiður Þorgeirsdóttir fæddist 5. maí 1909. Hún lést á St Franciskusspítalanum í Stykkishólmi 4. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorgeir Jónasson og Ingibjörg Björnsdóttir. Ragnheiður átti fimm systkini, eitt er látið.
MeiraKaupa minningabók
Sigríður Valborg Sigurðardóttir fæddist í Miðhúsaseli í Fellum í N-Múlasýslu 17. janúar 1922. Hún lést á líknardeild Landakots 23. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Háteigskirkju 30. ágúst.
MeiraKaupa minningabók
Sigurgeir Valmundsson fæddist í Galtarholti 30. nóvember 1919. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu 2. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Vilborg Helgadóttir og Valmundur Pálsson, bóndi í Galtarholti.
MeiraKaupa minningabók
Sturlaug Rebekka Rut Jóhannesdóttir Anuforo fæddist í Stykkishólmi 30. september 1956. Hún lést á Landspítalanum 2. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhannes Guðjónsson verslunarmaður, f. 11.11. 1896, d. 8.2.
MeiraKaupa minningabók
Þórður Þórðarson múrarameistari fæddist í Gerðum í Garði 16. október 1917. Hann lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 2. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 10. september.
MeiraKaupa minningabók
DREIFÐ eignaraðild er ekki heppileg í kjölfar ríkiseignar viðskiptabanka enda þarf sterkan og afgerandi aðila til að færa reksturinn sem fyrst til betri vegar, að mati dr.
Meira
Ráðstefnunni "Túlkun fullveldis á 21. öld - Sýn frá Íslandi" lauk á Hótel Sögu í gær. Var þar, að sögn Auðuns Arnórssonar, meðal annars spáð í hugsanleg aðildargjöld Íslands að Evrópusambandinu.
Meira
William T. Hogarth, aðstoðarforstjóri NOAA, telur að kvótakerfi að fyrirmynd þess íslenzka geti orðið til þess að bæta fiskveiðistjórnun við Bandaríkin. Í viðtali Hjartar Gíslasonar við Hogarth kemur meðal annars fram að 81 fiskistofn innan lögsögu Bandaríkjanna er ofveiddur.
Meira
SÆNSK samtök hlutabréfaeigenda, Aktiespararna, vanda Kaupþingi banka hf. ekki kveðjurnar. Samtökin hafa gagnrýnt Kaupþing banka hf. harðlega að undanförnu vegna tilboðs þeirra í sænska bankann JP Nordiska.
Meira
ÁRVAKUR, útgáfufélags Morgunblaðsins, og Íslandsbanki hafa skrifað undir samning um fjármögnun á nýrri prentsmiðju Árvakurs í Hádegismóum norðan Rauðavatns.
Meira
ÞRÓUN aðferða við stofnstærðarmat fiskistofna og aukið verðmæti sjávaraflans var meðal þess sem rætt var á fræðafundi sjávarútvegsins um þróun í nýtingu auðlinda sjávar sem haldin var í tengslum við Íslensku sjávarútvegssýninguna fyrir skömmu.
Meira
FISKVINNSLAN Fjölnir ehf. á Þingeyri hagnaðist um 73 milljónir króna fyrir afskriftir og fjármagnskostnað á síðasta ári. Að teknu tilliti til framangreindra þátta nam tap fyrirtækisins 124 milljónum króna.
Meira
TRYGGVI Jónsson, forstjóri Baugs Group hf., hefur sagt sig úr stjórn SMS verslunarfélagsins í Færeyjum, sem Baugur á helmingshlut í. Jón Scheving Thorsteinsson, einn af yfirmönnum Baugs, hefur tekið sæti Tryggva í stjórn SMS.
Meira
FORSTJÓRI og stjórnarformaður France Telecom, Michael Bon, hefur verið látinn segja af sér. Slakar afkomutölur félagsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins voru kynntar á fimmtudag og í kjölfarið lét Bon af störfum.
Meira
Áætluð ársvelta Bónuss er rúmir 13 milljarðar og hefur vaxið um 50-60% á síðastliðnum 15 mánuðum. Fleiri Bónusverslanir verða opnaðar um landið á næstu mánuðum. Helga Kristín Einarsdóttir ræddi við Guðmund Marteinsson, framkvæmdastjóra Bónuss, sem telur verslunina fyllilega samkeppnisfæra við norrænar lágvöruverðsverslanir.
Meira
50 ÁRA afmæli . Í dag, laugardaginn 14. september, er fimmtugur Jón Guðbjörn Guðjónsson, veðurathugunarmaður og fréttaritari Morgunblaðsins, Litlu-Ávík, Árneshreppi,...
Meira
50 ÁRA afmæli . Í dag, laugardaginn 14. september, er fimmtug Ásthildur Bj. Snorradóttir, talmeinafræðingur, Hlaðhömrum 30, Reykjavík . Eiginmaður hennar er Þorsteinn...
Meira
Bridsfélag Hafnarfjarðar Spilamennska hefst mánudaginn 16. september kl.19.30 í nýjum og glæsilegum sal að Flatahrauni 3. Allir spilarar, eldri, yngri, byrjendur og lengra komnir eru velkomnir.
Meira
Bridsfélag Hreyfils Þrettán pör mættu til leiks í upphitunartvímenningnum hjá bílstjórunum sl. mánudagskvöld. Óskar Sigurðsson og Sigurður Steingrímsson sigruðu nokkuð örugglega með 44 yfir meðalskor.
Meira
Haustdagskrá BR Spilamennska Bridsfélags Reykjavíkur byrjar þriðjudaginn 17. september. Haustdagskráin er hefðbundin og tekur mið af síðustu tveimur árum. Spilað verður í húsnæði BSÍ, Síðumúla 37 og spilamennska byrjar klukkan 19.30.
Meira
Ítalska Lavazza-sveitin rúllaði yfir Indónesa í úrslitaleiknum um Rosenblumbikarinn og vann leikinn með 90 IMPa mun, 160-70. Undanúrslitaleikurinn gegn Svíum var mun jafnari. Spiluð voru 64 spil í fjórum 16 spila lotum.
Meira
Levi Strauss gallabuxnaframleiðandinn hefur kynnt til sögunnar nýja tegund af gallabuxum sem sagðar eru vernda gegn geislum sem farsímar senda frá sér, að því er segir á fréttavef BBC .
Meira
Í íslenskum og erlendum rannsóknum hefur verið vísindalega sannað mikilvægi þeirra sem verða vitni að hjartastoppi og hefja strax endurlífgunaraðgerðir.
Meira
Spurning: Mig langar að vita hvort candida-sveppur í meltingarvegi sé sjúkdómur? Hvernig er hægt að átta sig á einkennum hans? Er þetta kannski auglýsingabrella? Með þakklæti, ein vantrúuð.
Meira
Magnea J. Matthíasdóttir, rithöfundur og þýðandi meðal annars, sendi þættinum eftirfarandi bréf: "Það er mikið tilfinningamál, þetta með kanínurnar í Öskjuhlíðinni, að ég nefni ekki þegar þær ráðast inní kirkjugarðinn.
Meira
Í dag er laugardagur 14. september, 257. dagur ársins 2002. Krossmessa að hausti. Orð dagsins: Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn og fyrirgjöra sálu sinni? Eða hvað gæti maður látið til endurgjalds fyrir sálu sína?
Meira
KÖRLUM með krabbamein í blöðuhálskirtli sem ákveða að gangast ekki undir skurðaðgerð, en velja þess í stað að meðhöndla einkenni sjúkdómsins á annan máta, farnast jafn vel og þeim sem fara í aðgerð.
Meira
Öxlin er sigin, bakið bogið af byrði þungri - tómum mal. Leggmerginn hefur sultur sogið og sauðaleit um Skuggadal. Þú gengur hljótt og hlustar við; en höndin kreppist fast um stafinn - þú heyrir vatna næturnið og náhljóð kynleg saman vafin.
Meira
NÚ BREYTIST messutíminn í Bústaðakirkju frá og með 15. september. Barnamessur verða klukkan 11 og almennar guðsþjónustur kl. 14. Þannig breytir starf kirkjunnar um takt þegar haustar og fleiri liðir verða virkir í safnaðarstarfinu.
Meira
VÍKVERJI fór með syni sínum á Legó-sýninguna í Smáralindinni sem lauk um síðustu helgi. Sá stutti var hæstánægður með ferðina, ekki síst fyrir þær sakir að í henni var ráðist í kaup á afmælisgjöf fyrir vin hans og varð þá að sjálfsögðu Legó fyrir valinu.
Meira
Það eru til fjórar gerðir vísdómsmanna, sem nefna má eftir megineinkennum. Í fyrsta lagi er það öldungurinn, í öðru lagi spyrillinn, í þriðja lagi háðfuglinn og í fjórða lagi orðabókin.
Meira
Meistarar meistaranna í handknattleik kvenna, ÍBV, hófu Íslandsmótið með átakalitlum sigri á ungu liði KA/Þórs í gærkvöldi, 33:22. Eyjastúlkur byrjuðu leikinn af krafti og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins.
Meira
KATRÍN Jónsdóttir, leikmaður með Kolbotn í Noregi, var í liðinu sem spilaði við England 1994 en sat á varamannabekknum en nú má reikna með að Katrín verði með í leiknum frá fyrstu mínútu.
Meira
* FH-KONUR eru nánast öruggar með að halda sæti sínu í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu eftir stórsigur á Haukum , 6:1, í fyrri úrslitaleik liðanna í Kaplakrika í gær. Sigríður Guðmundsdóttir, Eva Þ.
Meira
Fylkir - KR Fylkisvöllur, sunnudaginn 15. september kl. 14.00 *Félögin eru hnífjöfn í innbyrðis viðureignum sínum í efstu deild frá því þau mættust þar fyrst árið 1989. Í 11 leikjum hefur hvort um sig sigraði þrisvar en fimm sinnum hafa þau skilið jöfn.
Meira
* HEIÐAR Helguson getur enn ekki leikið með Watford í ensku 1. deildinni í knattspyrnu vegna meiðsla í læri. Heiðar hefur ekkert spilað frá byrjun tímabilsins og verður ekki í hópnum þegar lið hans sækir Nottingham Forest heim í dag.
Meira
Íslandsmótið í handknattleik hófst í gærkvöldi með tveimur leikjum í kvennadeildinni. Bikarmeistarar ÍBV unnu KA/Þór, 33:22, í Vestmannaeyjum og Íslandsmeistarar Hauka unnu fimmtán marka sigur á Fram, 33:18, í Framhúsinu.
Meira
ÍSLANDSMÓT karla í handknattleik hefst í dag og er mál manna innan handboltahreyfingarinnar að tímabilið sem í hönd fer geti orðið skemmtilegt og spennandi.
Meira
KRISTJÁN Helgason komst í gær í 4. og síðustu umferð undanrása opna breska meistaramótsins í snóker með því að sigra Stuart Bingham, 5:3, í Burton on Trent á Englandi.
Meira
RÉTT eins og baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu getur lokið á Fylkisvellinum á morgun gætu úrslitin í fallslagnum ráðist endanlega á sama tíma. Staða Þórsara og Framara er afar viðkvæm og bæði lið þurfa á sigrum að halda. Þór tekur á móti Grindavík og Fram fær FH í heimsókn.
Meira
MAGDEBURG sigraði Flensburg, 32:26, í uppgjöri tveggja af sterkustu liða þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í gærkvöld. Ólafur Stefánsson og Sigfús Sigurðsson skoruðu 5 mörk hvor fyrir Magdeburg en Nenad Perunicic var markahæstur með 8 mörk.
Meira
ÓSKAR Elvar Óskarsson, fyrirliði handknattleiksliðs HK um árabil, hefur tekið tilboði svissneska 2. deildarfélagsins Lyss og leikur væntanlega með því næstu tvö árin.
Meira
MILENE Domingues, unnusta Brasilíumannsins Ronaldo, hefur skrifað undir samning við kvennalið Atletico Madrid á Spáni og þarf spænska liðið að greiða um 27 milljónir króna fyrir Domingues til ítalska liðsins Fiamma Monza.
Meira
ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu kvenna mætir á mánudaginn kl. 17 á Laugardalsvelli Englendingum í fyrri leik þjóðanna í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Kína á næsta ári. Síðari leikurinn verður ytra eftir viku.
Meira
ALÞJÓÐA knattspyrnusambandið, FIFA, hefur tilkynnt að leikmönnum sem voru samningslausir 31. ágúst síðastliðinn sé heimilt að ganga til liðs við ný félög þótt lokað sé á félagaskipti að öðru leyti frá 1. september til áramóta.
Meira
ÞAÐ ræðst í dag hvort Þróttur úr Reykjavík eða Stjarnan úr Garðabæ fylgir Val upp í úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Lokaumferð 1. deildar er leikin kl.
Meira
SUMARIÐ sem Magnús Ásgeirsson andaðist stofnaði ég til þeirra kynna við ljóðaþýðingar hans sem vöktu hjá mér áhuga á honum og verkum hans sem hefur enst mér síðan.
Meira
Tengsl skáldskapar og tilfinninga geta oft á tíðum virst undarleg. Þrátt fyrir að fólk viti að skáldskapur er hreinasti ,,skáldskapur" upplifir það gjarnan sterkar tilfinningar þegar það les bækur, horfir á leikrit eða kvikmyndir. Í þessari grein er fjallað um þann ,,vanda" sem felst í því að fólk skuli upplifa tilfinningar fyrir tilstilli einhvers sem það veit að er ekki satt.
Meira
ÞAU eru ekki mörg árin síðan forystumönnum þjóðarinnar fannst það fáránleg hugmynd að sigla með ferðafólk út á flóa og firði og bjóða því að skoða hvali.
Meira
Þrá augans nefnist sýning um sögu ljósmyndarinnar sem opnuð verður í Listasafni Íslands í dag, en þar er að finna ljósmyndir eftir marga af áhrifamestu ljósmyndurum sögunnar. Sýningin er hingað komin frá Moderna Museet í Stokkhólmi og ræddi HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR við Leif Wigh deildarstjóra.
Meira
Í NÝLIÐINNI viku birtist í Financial Times grein þar sem fjallað er um áhrif hryðjuverkaárásanna á World Trade Center í New York á listalíf borgarinnar.
Meira
RYKFALLNAR dagbækur eru ómetanleg heimild okkar nútímamanna um þjóðlíf forðum tíðar. Heimaalinn almúgi jafnt sem sigldir prestar og embættismenn hafa haldið dagbók öldum saman, lýst árferði og aflabrögðum og sagt frá helstu tíðindum í héraði.
Meira
Í dag verður leikritið Viktoría og Georg eftir Ólaf Hauk Símonarson frumsýnt í Þjóðleikhúsinu en það fjallar um samband sænsku skáldkonunnar Viktoríu Benedictsson og danska bókmennta- fræðingsins Georgs Brandesar. Hér er birt þýðing á smásögu Viktoríu en lengst af hefur skáld- skapur hennar legið í þagnargildi.
Meira
Í MUNNI margra hefur 11. september 2001 orðið að deginum "þegar heimurinn breyttist", en það verður þó að teljast hæpin fullyrðing. Heimurinn breyttist ekki fyrir ári.
Meira
Í dag kl. 15 verður sýningin Rembrandt og samtíðarmenn hans; hollensk myndlist frá 17. öld opnuð í Listasafninu á Akureyri og er þetta í fyrsta sinn sem sýning frá gullöld hollenskrar myndlistar kemur hingað til lands.
Meira
Hljóðin sem heyrast eru of hvell fyrir eyrað, og líkamsfrumurnar svara með gelti; brátt fyllast innri stræti af geltandi kór. Við sjáum landgönguprammann leggja að, svarta bílinn skrensa og nema staðar, siðavandan morðingjann losa byssurnar.
Meira
Ég get ekki tjáð mig eðlilega undir svona kringumstæðum. Óreiðan sem ríkir um allan heim ríkir einnig hér. Hugsanir mínar brotlenda í fallandi turnum öryggis og...
Meira
Er til hálf hola, hvaða krabbar eru algengir í fjörum landsins og eru lík smurð á Íslandi? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á Vísindavefnum.
Meira
Spegilfögur í lautu lágt lindin skimar bláu auga. Á ský um hvolið skara bauga og skunda hratt í norðurátt. Börnin töfrar bláa lindin í blágrasa og laufakringi. Brunnklukkan myndar báruhringi þá bærðist fagra æskumyndin.
Meira
I Í Lesbók í dag er leitað svara við merkilegri spurningu: Hvernig stendur á því að skáldskapur hreyfir við tilfinningum fólks þrátt fyrir að það viti að í honum er ekki sagt frá raunverulegum eða sönnum atburðum og persónum?
Meira
MYNDLIST Gallerí Skuggi: Kimmo Schroderus og Charlottu Mickelsson. Til 29. okt. Gallerí Sævars Karls: Ólöf Björg Björnsdóttir. Til 26.9. Gerðarsafn: Sigtryggur Bjarni Baldursson, Pétur Már Pétursson og Jónas Bragi Jónassonar. Til 29.9.
Meira
aðdáendur fagurrar og nytsamlegrar hönnunar eiga von á góðum glaðningi því sýning á munum Arne Jacobsen, eins merkasta arkitekts 20. aldarinnar, verður opnuð í í dag í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum.
Meira
"Grágæsa móðir! ljáðu mér vængi", svo ég geti svifið suður yfir höf. Bliknuð hallast blóm í gröf, byrgja ljósið skugga töf eftir á köldum ströndum, ein ég stend á auðum sumarströndum. Langt í burt ég líða vil, ljá mér samfylgd þína!
Meira
FYRSTA frumsýning Þjóðleikhússins í vetur verður á Litla sviðinu í kvöld, þegar sýnt verður nýtt leikrit, Viktoría og Georg eftir Ólaf Hauk Símonarson.
Meira
HVERGI, EN MEÐ LOFTBÓLUM: Úti á meðal allra þeirra auðgandi og mestmegnis tómu hvergja* sem fyrirfinnast á Íslandi, eru heitu laugarnar. Laugarnar verða til þess að stað er ljáð ending, svo maður gefur honum þann gaum er leyfir hvergjum að þrífast.
Meira
NORÐMAÐURINN Robert Ferguson hefur skrifað skáldsögu sem fjallar um Hallfreð vandræðaskáld. Ferguson er þekktur rithöfundur í Noregi en þó einkum fyrir ævisagnaritun sína, enda hefur hann sent frá sér lykilverk m.a.
Meira
VIKTORIA Benedictsson (1850 -1889) hóf sinn stutta rithöfundarferil á því að út kom safn raunsærra smásagna Frá Skáni 1884. Í skáldsögunum Pengar (1885) og Fru Marianne (1887) er það hjónabandið og erfiðleikar þess sem er henni aðalyrkisefnið.
Meira
eftir Ólaf Hauk Símonarson Leikendur: Guðrún S. Gísladóttir, Þröstur Leó Gunnarsson og Nanna Kristín Magnúsdóttir Tónlist: Jóhann Jóhannsson Lýsing: Ásmundur Karlsson Leikmynd og búningar: Rebekka A.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.