ÁTTA létu lífið og rúmlega 50 slösuðust, margir alvarlega, í tveimur árekstrum á hraðbraut í norðurhluta Austurríkis í gærmorgun. Sumir þeirra sem létust brunnu inni í bílum sínum.
Meira
NÁÐST hefur samkomulag innan Evrópusambandsins um málamiðlun í deilu þess við Bandaríkjastjórn um Alþjóðasakamáladómstólinn. Felst það í því að veita bandarískum hermönnum takmarkaða friðhelgi fyrir hugsanlegri saksókn.
Meira
TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, beið auðmýkjandi ósigur á flokksþingi Verkamannaflokksins í Blackpool í gær þegar samþykkt var að endurskoða stefnu hans í einkavæðingarmálum.
Meira
MIKIÐ verðfall var á mörkuðum víða um heim í gær vegna lítt uppörvandi frétta af efnahagslífinu. Í Bandaríkjunum hefur Dow Jones-vísitalan ekki verið lægri í fjögur ár, Nasdaq í sex ár og Standard and Poor 500 í 15 ár.
Meira
AF rúmlega 450 núverandi starfsmönnum Íslenskrar erfðagreiningar, ÍE, eru ríflega 300 manns starfandi hér á landi og tæplega 150 í Bandaríkjunum hjá dótturfyrirtækinu MediChem í Chicago og skrifstofu deCODE í Boston.
Meira
Aðalfundur Haldinn verður aðalfundur Tónlistarfélagsins á Akureyri verður haldinn í sal Tónlistarskólans annað kvöld, miðvikudagskvöldið 2. október, kl. 20.30. Á fundinum verður m.a.
Meira
ARNÓR Guðjohnsen er besti erlendi knattspyrnumaðurinn sem leikið hefur í sænsku úrvalsdeildinni frá upphafi að mati blaðamanna sænska knattspyrnutímaritsins Fotballextra Match .
Meira
STJÓRN Hitaveitu Suðurnesja hefur ákveðið að láta bora nýja rannsóknarholu á háhitasvæðinu á Reykjanesi og verður það tólfta borholan á svæðinu. Holan er boruð til undirbúnings virkjunar vegna orkuöflunar fyrir stækkun álvers Norðuráls.
Meira
MAGNÚS Skúlason geðlæknir segir að skýringin á því að Steinn Ármann Stefánsson sé skráður með lögheimili á Sogni sé að hann hafi verið skráður þar tímabundið þar sem hann var heimilislaus og einnig til að gera Steini Ármanni auðveldara að sækja um...
Meira
VÖRUFLUTNINGABIFREIÐ með tengivagni valt á leið til Húsavíkur við Voladal um klukkan 15 í gær. Að sögn lögreglunnar á Húsavík var bílstjóri hennar fluttur til rannsóknar á Sjúkrahúsinu á Húsavík. Hann var ekki talinn mikið slasaður.
Meira
RÉTTU handtökin við aðhlynningu slasaðra voru æfð í Hvalfjarðargöngunum í gærkvöldi, en þar fór fram björgunaræfing á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í æfingunni tóku þátt björgunarsveitir frá Akranesi og af höfuðborgarsvæðinu.
Meira
BRESKA hljómsveitin Coldplay heldur aðra tónleika sína hér á landi í Laugardalshöllinni 19. desember næstkomandi. Sveitin lék í Höllinni í ágúst 2001 fyrir fullu húsi.
Meira
"VIÐ vorum ekki búnar að klæða dúkkurnar áður en við lögðum af stað," sögðu vinkonurnar María og Guðbjörg, þar sem þær sátu á miðri gangstétt í Giljahverfi og dunduðu sér við að koma dúkkunum sínum í föt.
Meira
MIÐVIKUDAGINN 2. október kl. 12-13 heldur dr. Rannveig Traustadóttir erindi sem hún nefnir Hvað er fötlunarfræði? Fyrirlesturinn er haldinn í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands og er öllum opinn.
Meira
STOFNFUNDUR Félags aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni verður haldinn í Hlégarði, Mosfellsbæ, 1. október 2002 og hefst fundurinn kl. 20. Fyrr á árinu var komið á undirbúningsnefnd að stofnun Félags aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni.
Meira
FÉLAGSFUNDUR Lífssýnar verður haldinn í kvöld, þriðjudaginn 1. október, kl. 20.30. Fyrirlesari er Erla Stefánsdóttir og mun hún lesa valda kafla úr nýskrifaðri bók sinni. Fundirnir eru opnir öllum og er aðgangseyrir 500...
Meira
RÚMLEGA 3.700 gestir sóttu heim Alþingishúsið og nýjan þjónustuskála Alþingis á laugardaginn, en þá var opið hús í þessum byggingum frá kl. tíu til fjögur. Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að dagurinn hafi verið mjög vel heppnaður.
Meira
Þórhallur Heimisson fæddist 30. júlí 1961. Hann lauk embættisprófi í guðfræði árið 1988 og starfaði síðan í afleysingum við Langholtskirkju í eitt ár.
Meira
FORMLEG afhending fyrstu námsmannaíbúðanna að Arnarási 9-11 var síðastliðinn föstudag. Íbúðirnar eru í eigu Garðabæjar en Félagsstofnun stúdenta sér um rekstur þeirra, móttöku umsókna og útleigu.
Meira
FFA - fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur - stendur að fyrirlestraröð nú á haustönn, þar sem íslenskir fræðimenn kynna rannsóknir sínar á lífi og starfi fatlaðra barna og ungmenna.
Meira
Dr. SANDRA Acker, prófessor við Ontario Institute for Studies in Education, heldur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar KHÍ næstkomandi miðvikudag 2. október kl. 16.15.
Meira
ÞRJÁTÍU og sjö ára gamall Norðmaður skaut á sunnudag sambýliskonu sína, tvö börn þeirra, 11 ára telpu og 6 ára dreng, og að lokum sjálfan sig í sumarhúsi á Græsberget nærri Kongsvinger í Austur-Noregi.
Meira
JÓN Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra ákváðu í gær að leggja til við ríkisstjórn að stofnaður yrði sérstakur stuðnings- og aðgerðahópur í málefnum geðsjúkra sem hefði það hlutverk að leysa bráðavandamál sem upp...
Meira
JÓN Krisjánsson heilbrigðisráðherra segir að það sé kosningalykt af gagnrýni Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, á stöðu heilbrigðismála.
Meira
VESTMANNAEYJAFERJAN Herjólfur hóf áætlunarsiglingar á ný í gærmorgun. Ferjan hafði verið í slipp í Danmörku um tveggja vikna skeið. Fyrir utan hefðbundið eftirlit og viðgerðir á vélum og tækjum var Herjólfur málaður hátt og lágt.
Meira
GERT er ráð fyrir frekar hlýju og röku veðri um allt land næstu daga og er útlit fyrir að hitinn verði víða 10 til 15 gráður á Celsius, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Suðaustlæg átt ríkir áfram í byrjun október.
Meira
HROSSASMÖLUN og stóðréttir verða í Víðidal, Húnaþingi vestra, 4. og 5. október næstkomandi. Smalað verður þann 4. október og réttað daginn eftir. Áhugasömum gefst tækifæri til að taka þátt í Gaflsmölun 4. okt.
Meira
VERKTAKI, sem hugðist byggja verslunarhúsnæði í Staðahverfi, hefur fallið frá því þar sem rekstur verslana gengur illa á svæðinu en fyrir er á sömu lóð um 700 fermetra verslunarmiðstöð.
Meira
HUGMYNDIR um að ný heilsugæslustöð fyrir Voga- og Heimahverfi rísi við Hrafnistu í Laugarási eru komnar vel á veg af hálfu stjórnar dvalarheimilisins en skipulags- og bygginganefnd Reykjavíkur er jákvæð fyrir því að byggingarleyfi verði veitt fyrir nýrri...
Meira
NÚ standa yfir í Austur-Skaftafellssýslu tökur á sjónvarpsmyndinni Virus au Paradis. Fyrstu tökurnar fóru fram á Vatnajökli í byrjun vikunnar ein einnig verða tekin upp atriði á Jökulsárlóni og á fleiri stöðum í sýslunni.
Meira
NÝLEGA var hafist handa við að flytja hin svokölluðu jarðskjálftahús frá Hellu. Var húsunum, sem alls eru þrjátíu og fimm, komið fyrir í Rangárvalla- og Árnessýslum eftir jarðskjálftana í júní 2000.
Meira
EKKI hefur verið staðfest með óyggjandi hætti hvaða vopni var beitt þegar maður var stunginn í íbúð við Klapparstíg 11 að kvöldi fimmtudags en maðurinn lést af sárum sínum stuttu síðar.
Meira
SÆNSKA Verðbréfaráðið, Aktiemarknadsnämnden, gaf í gær út yfirlýsingu þess efnis að Kaupþing - banki hefði ekki brotið siðareglur á verðbréfamarkaði í tengslum við yfirtökutilboð bankans á sænska bankanum JP Nordiska.
Meira
VOJISLAV Kostunica, forseti Júgóslavíu, fékk flest atkvæði í forsetakosningum í Serbíu, sem fram fóru um helgina. Kostunica tókst hins vegar ekki að tryggja sér helming greiddra atkvæða og því verður kosið á milli hans og Miroljubs Labus 13. október nk.
Meira
NJÁLUNÁMSKEIÐ Jóns Böðvarssonar eru iðulega þétt setin en í gærkvöldi hófst fjórða námskeið hans um þessa vinsælustu og lengstu sögu Íslendingasagnanna.
Meira
CARLOS Menem, sem var forseti Argentínu 1989-1999, segist einn geta bjargað Argentínumönnum úr erfiðustu efnahagskreppu sem um getur í sögu landsins.
Meira
Aðstandendur tveggja pilta er fórust eftir flugslys í Skerjafirði í ágúst 2000 hafa óskað eftir því við íslensk stjórnvöld að ný rannsókn fari fram á orsökum slyssins.
Meira
Rangt nafn Rangt var farið með nafn blaðsins Byggiðn í blaðinu sl. miðvikudag og er beðist velvirðingar á því. Bakkatjörn Í viðtali við Sigurgeir Sigurðsson s.l. sunnudag var farið rangt með heiti Bakkatjarnar og er beðist velvirðingar á...
Meira
RAUÐI kross Íslands gengst fyrir landssöfnun n.k. laugardag undir kjörorðunum Göngum til góðs, til styrktar hjálparstarfi í sunnanverðri Afríku, en markmiðið er að safna að minnsta kosti 20 milljónum króna.
Meira
Í REYKJAVÍKUR akademíunni, JL-húsinu við Hringbraut, verður málþing um heimspeki verðandinnar í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Málþingið er í tengslum við væntanlega útkomu nýrrar bókar, Heimspeki verðandinnar - Rísóm, sifjar og innrætt siðfræði.
Meira
VINNINGSHAFINN í lottói helgarinnar hafði ekki enn gefið sig fram við Íslenska getspá í gær en hann verður tæplega 19,5 milljónum króna ríkari þegar hann sækir vinninginn.
Meira
Dr. ANDREA Honigsfeld er Fulbright-gestakennari við Kennaraháskóla Íslands nú á haustmisseri. Hún kennir á meistaranámssviði í Molloy College, Rockville Centre, New York.
Meira
NÁMSKEIÐ Skipulags og skjala ehf. "Inngangur að skjalastjórnun" verður haldið mánudaginn 14. og þriðjudaginn 15. október nk. frá 13:00-16:30 báða dagana. Námskeiðið er öllum opið.
Meira
LÖGREGLAN í Reykjavík handtók á föstudagskvöld par sem hafði greitt fyrir hótelgistingu í tvær nætur með því að gefa upp númer á greiðslukorti sem hvorugt þeirra átti. Númerið sáu þau á greiðslukortakvittun sem annað þeirra fann á förnum vegi.
Meira
ALLRI áhöfn rækjubátsins Arons ÞH frá Húsavík, fimm mönnum, var bjargað þegar skipið sökk um 25 sjómílur norður af Grímsey snemma í gærmorgun. Rækjuskipið Sæþór EA kom á vettvang um 15 mínútum eftir að óskað hafði verið aðstoðar.
Meira
Fyrir fjórum mánuðum sendi faðir Steins Ármanns Stefánssonar bréf til ráðherra dóms-, heilbrigðis- og félagsmála þar sem hann óskaði þess að fundin yrði viðunandi langtímalausn á máli sonar síns. Í bréfinu sagðist hann óttast að sonur sinn kynni að vinna einhver voðaverk, sem ekki yrði hægt að bæta yrði hann áfram á götunni. Hann biður um skjótar úrbætur yfirvalda í málum geðveikra manna, sem standi í svipuðum sporum og sonur sinn.
Meira
SKEMMTILEGT bréf barst til Grunnskólans í Grímsey um væntanlegt tónleikahald á Norðurlandi fyrir grunnskólabörn undir yfirskriftinni "Tónlist fyrir alla".
Meira
MAÐUR sem var handtekinn á föstudagskvöld vegna reksturs spilavítis í miðborg Reykjavíkur var dæmdur í skilorðbundið fangelsi fyrir tæpum 10 árum vegna spilavítisreksturs í Ármúla í Reykjavík.
Meira
MIÐVIKUDAGINN 2. október standa Þekkingarmiðlun ehf. og Saga Heilsa - Saga Spa - heilsuvernd og endurhæfing fyrir ráðstefnu um heilbrigði á íslenskum vinnustöðum. Ráðstefnan ber heitið Vinna - Vellíðan - Velgengni.
Meira
ALLIR ráðherrarnir þrír sem fengu bréf Stefáns Aðalsteinssonar, föður Steins Ármanns Stefánssonar, sem grunaður er um að hafa orðið manni að bana á fimmtudag, segja að gripið hafi verið til ráðstafana innan ráðuneyta sinna vegna málsins.
Meira
ÞINGFLOKKUR Samfylkingarinnar mun á komandi þingi leggja áherslu á þrjá málaflokka; neytendur, velferð fólksins og fyrirtæki, að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, formanns þingflokks Samfylkingarinnar.
Meira
Í TILEFNI af fimmtíu ára afmæli Rótarýklúbbs Borgarness hafa klúbbfélagar sett upp sögusýningu í Safnahúsi Borgarfjarðar. Á sýningunni má sjá texta, myndir og muni tengd sögu og störfum Rótarýklúbbs Borgarness síðustu fimmtíu árin. Sýningin stendur til...
Meira
FYLGI Samfylkingarinnar mælist nú í fyrsta sinn meira en í kosningunum árið 1999 en fylgi flokksins var þá 26,8% en mældist tæp 29% í símakönnun Gallup sem gerð var dagana 29. ágúst til 25. september.
Meira
GENGIÐ hefur verið frá samkomulagi milli Reykjanesbæjar og Íþróttabandalags Reykjanesbæjar um ráðstöfun sjö milljóna króna fjárframlags sem Reykjanesbær ákvað að greiða vegna íþróttaþjálfunar barna tólf ára og yngri á árinu.
Meira
HELGI Skúli Kjartansson sagnfræðingur flytur fyrirlestur sem nefnist Samvinnuhreyfingin í sögu Íslands í húsi Sögufélags, Fischersundi 3 í Reykjavík þriðjudaginn 1. október nk. klukkan 20.15. Þá leggur Gunnar Karlsson prófessor mat á umfjöllun hans.
Meira
ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, var harðlega gagnrýndur í ísraelskum fjölmiðlum í gær fyrir það, sem þeir kölluðu "mesta klúður" hans frá upphafi, 10 daga umsátur ísraelska hersins um Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna.
Meira
SKELJUNGUR hefur keypt hlutabréf í Fjárfestingarfélaginu Straumi hf. að nafnverði kr. 160.000.000. Eignarhlutur Skeljungs er nú 5,7% en var áður enginn. Lokaverð með hlutabréf Straums í Kauphöllinni í gær var 3,02. Þá seldu Sjóvá-Almennar tryggingar hf.
Meira
EINSTAKLEGA góð þátttaka var í hátíðarhöldum Ártúnsskóla á laugardag þegar ný viðbygging skólans var vígð samhliða því sem haldið var upp á 15 ára afmæli hans. Með nýju byggingunni heyra lausar stofur á kennslulóðinni sögunni til.
Meira
SPARISJÓÐUR Reykjavíkur og nágrennis keypti í gær alla hluti Kaupþings banka hf. í Frjálsa fjárfestingarbankanum hf. fyrir 3.844 milljónir króna.
Meira
ALÞINGI Íslendinga, 128. löggjafarþing, verður sett í dag, þriðjudag, en þingsetningarathöfnin hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 13.30. Þingið verður óvenju stutt að þessu sinni vegna þingkosninganna 10. maí nk.
Meira
STAÐFEST hefur verið að mun fleiri fórust með senegalskri farþegaferju, sem sökk í liðinni viku úti fyrir ströndum Vestur-Afríku, en talið var í fyrstu.
Meira
GÖRAN Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, kann í þessari viku að fá á sig atkvæðagreiðslu um vantraust á þingi, ef honum tekst ekki að leysa ágreining við Græningja, sem eru ekki sáttir við framgang viðræðna um að þeir og þingmenn Vinstriflokksins haldi...
Meira
ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs hefur undirbúið tugi þingmála, en leggur fram 10 þingmál þegar Alþingi hefst að nýju í dag, að sögn Ögmundar Jónassonar, formanns þingflokks VG.
Meira
AÐSTANDENDUR tveggja farþega sem fórust eftir að Cessna-flugvélin TF-GTI fórst í Skerjafirði 7. ágúst 2000 hafa óskað eftir því við íslensk stjórnvöld að rannsókn flugslyssins verði tekin upp á ný.
Meira
ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Festi hf. bíður nú svars frá Mengunarvörnum norska ríkisins, um hvort þrjú fyrirtæki sem hafa boðist til að lyfta flakinu af hafsbotni og flytja það til hafnar, þyki nægilega burðug til að taka verkið að sér.
Meira
RÁÐHERRAR dóms- og heilbrigðismála munu leggja til á ríkisstjórnarfundi á föstudag að sérstakur stuðnings- og aðgerðahópur, sem ætlað er að leysa bráðavandamál geðsjúkra, verði stofnaður.
Meira
Um þessar mundir stendur yfir sýningin "Rembrandt og samtímamenn hans" á Listasafni Akureyrar. Þar má sjá verk frá gullöld hollenskrar myndlistar, sem fengin eru að láni frá Lettneska heimslistasafninu í Ríga.
Meira
Úrskurðarnefndin hefur talað. Tímabundin brottvikning Þorfinns Ómarssonar var röng ákvörðun. Þetta segir Ásgrímur Sverrisson á vefsíðu sinni þar sem fjallað er um kvikmyndir og sjónvarp frá ýmsum hliðum.
Meira
Öryggisvika sjómanna stendur yfir þessa dagana. Hún hófst á alþjóðlegum siglingadegi Alþjóðasiglingamálastofnunar á fimmtudag og í dag verður blásið til björgunaræfinga í sem flestum íslenskum skipum.
Meira
ÞAÐ er hefð í Grunnskólanum í Hveragerði að bjóða nemendur 8. bekkja velkomna á elsta stigið með glæsilegu Rósaballi. Skólinn er skreyttur, með rósum að sjálfsögðu, og nemendur mæta í sínu fínasta pússi á ballið. Áður en ballið hefst fara nemendur í 10.
Meira
Leikstjórn: Rob Cohen. Handrit: Rick Wilkes. Kvikm.taka: Dean Semler. brellur: John Frazier og BoPo. Aðalhlutverk: Vin Diesel, Asia Argento, Marton Csokas, Michael Roof og Samuel L. Jackson. 124 mín. USA. Columbia TriStar 2202.
Meira
TÓNLISTARHÁTÍÐIN Iceland Airwaves verður haldin um miðjan þennan mánuð eins og áður hefur verið greint frá. Þetta er í fjórða sinn sem hún verður haldin og er allur umbúnaður veigameiri en áður.
Meira
ÞAÐ SÆTIR ávallt tíðindum þegar ný íslensk mynd er gefin út á myndbandi, svo ekki sé talað um þegar umrædd mynd er margverðlaunuð og hlaut góða aðsókn í kvikmyndahúsum. Mávahlátur eftir Ágúst Guðmundsson kom út á myndbandi í gær.
Meira
HLJÓMSVEITIN Stereolab er á leiðinni til landsins og leikur hér föstudaginn 25. og laugardaginn 26. október ásamt Orgelkvartettinum Apparat. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröðinni Rokk á Grandrokk sem hóf göngu sína í júlí.
Meira
Á HANDRITASÝNINGUNNI sem opnuð verður í Þjóðmenningarhúsinu í byrjun október er mikið lagt upp úr því að íslensku handritin verði vel sýnileg almenningi án þess að þeim sjálfum sé teflt í hættu.
Meira
Selfosskirkja Síðustu tónleikar í röðinni Septembertónleikar í Selfosskirkju verða í kvöld kl. 20.30. Þá leika Gunnar Björnsson á selló og Haukur Guðlaugsson á orgel m.a. verk eftir Fauré, Debussy, Rachmaninoff, Maríu Theresu von Paradis og Björgvin Þ.
Meira
30 ára afmælissýning Halla og Ladda í Loftkastalanum. Frumsýnd föstudaginn 27. september. Fram koma Haraldur Sigurðsson, Þórhallur Sigurðson. Kynnir er Þorgeir Ástvaldsson. Undirleikur Hjörtur Howser. Leikstjórn Björn G. Björnsson. Handrit Halli og Laddi. Sviðsstjórn Marteinn Þórhallsson. Ljóshönnun Geir Glæsimenni. Hljóð Hjörtur Howser. Ljós Martin Smash. Framleiðandi Einar Bárðarson.
Meira
Íslensk stuttmynd er komin í úrslit alþjóðlegrar samkeppni ungra leikstjóra. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við leikstjórann efnilega, Þórhall Sævarsson, um aðdragandann.
Meira
TÍU ár eru liðin frá andláti Steinars Sigurjónssonar rithöfundar á morgun, 2. október. Af því tilefni munu vinir hans og kunningjar koma saman þann dag kl. 20.30 á Gauki á Stöng (efri hæð) og "Blanda aftur í svartan dauðann".
Meira
ATHAFNAHÓPURINN TFA gaf nýlega út upptökur af plötusnúðakeppninni Skífuskank #3 sem haldin var í Tjarnarbíói 27. júlí sl. Þetta er önnur spólan sem TFA gefur út en Skífuskank #2 kom út fyrir nokkru og seldist hún gríðarlega vel.
Meira
Breska hljómsveitin Coldplay heldur tónleika í Laugardalshöll, fimmtudagskvöldið 19. desember næstkomandi. Þetta verða aðrir tónleikar sveitarinnar á Íslandi en hún lék fyrir fullu húsi í Laugardalshöll í ágústmánuði 2001, við góðar undirtektir.
Meira
DJASSHÁTÍÐ Reykjavíkur verður sett í dag með tónleikum kl. 17 í Ráðhúsinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri setur hátíðina, en að því búnu leika listamenn sýnishorn af því sem koma skal á tónleikum hátíðarinnar.
Meira
ELÍN Ósk Óskarsdóttir sópran og Richard Simm píanóleikari halda tónleika í TÍBRÁ-röð Salarins í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og á efnisskrá eru verk eftir Pál Ísólfsson, Jón Ásgeirsson og Puccini.
Meira
Þriðjudagur Ráðhús Reykjavíkur. Kl. 17: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri setur hátíðina og ýmsir listamenn leika sýnishorn af því sem koma skal. Aðgangur er ókeypis. Norræna húsið. Kl. 20.30: Sólótónleikar.
Meira
ÞAÐ hefur aldrei verið stórmannlegt að geta ekki skrifað undir nafni og huldumenn sem bera á borð óhróður af einhverjum annarlegum hvötum, sem eiga engan rétt á sér, eiga að skrifa undir eigin nafni.
Meira
Hetjuverk NÁÐIST slasaður á flótta undan leitarmönnum. Þannig var upphaf fréttar sem birtist í Morgunblaðinu 24. september. Og í framhaldi kemur lýsing leitarmanna um eltingarleik við hrút er hafði gengið úti síðastliðinn vetur.
Meira
ANNAÐ slagið höldum við Íslendingar svokallaðar listahátíðir og virðast þær njóta talsverðra vinsælda og vera vel sóttar. Ekki kann ég að nefna allar þær tegundir lista sem þar eru töfraðar fram.
Meira
Í LESBÓK Mbl. 21. september skrifar Árni Ibsen um fjölmiðla í framhaldi af grein eftir Halldór Halldórsson, fyrrum Helgarpóstsritstjóra, í Mbl. 19. september. Sú grein var aftur svar við ummælum Gunnars Smára Egilssonar ritstjóra á Stöð 2.
Meira
Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 5.100 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Eva Mjöll Sig urjónsdóttir og Kristín Laufey...
Meira
Guðmundur H. Þorbjörnsson fæddist í Reykjavík 22. október 1922. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 9. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 18. september.
MeiraKaupa minningabók
Hjálmtýr Edward Hjálmtýsson fæddist á Sólvallagötu 33 í Reykjavík 5. júlí 1933. Hann lést á líknardeild Landakotsspítala 12. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Háteigskirkju 19. september.
MeiraKaupa minningabók
Hjörtur Jónsson kaupmaður fæddist í Saurbæ í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu 12. nóvember 1910. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 24. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 30. september.
MeiraKaupa minningabók
Jón Gíslason bóndi á Innri-Skeljabrekku í Borgarfirði fæddist 18. september 1922 á Jörva á Akranesi. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness hinn 23. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hvanneyrarkirkju 28. september.
MeiraKaupa minningabók
Pétur Friðrik Sigurðsson fæddist á Sunnuhvoli í Reykjavík 16. júlí 1928. Hann lést hinn 19. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Þórðarson bankamaður og kona hans Ólafía Pétursdóttir Hjaltested. Albróðir Péturs Friðriks er Þórður B.
MeiraKaupa minningabók
Sólveig Brynjólfsdóttir fæddist í Reykjavík 30. ágúst 1950. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans 17. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hallgrímskirkju 27. september.
MeiraKaupa minningabók
Stefán Hörður Grímsson skáld fæddist í Hafnarfirði 31. mars 1919. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 18. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 30. september.
MeiraKaupa minningabók
Tómas Ísfeld fæddist í Reykjavík 22. september 1943. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 20. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Tómasdóttir frá Vatnsdal í Vestmannaeyjum og Jimmy Robert Davis. Þau eru bæði látin.
MeiraKaupa minningabók
Þórður Elísson útgerðarmaður fæddist á Vatnabúðum í Eyrarsveit á Snæfellsnesi 25. febr. 1906. Hann lést í Víðihlíð í Grindavík 23. september síðastliðinn. Lengst af bjó hann á Þórustíg 9 í Ytri-Njarðvík.
MeiraKaupa minningabók
FJÓRAR auglýsingastofur, ABX auglýsingastofa, Hvíta húsið, Gott fólk-McCann Erickson og Nonni og Manni, eru þessa dagana að undirbúa kynningu á þjónustu sinni með það að markmiði að ná til sín einum stærsta auglýsanda á markaðnum, Símanum.
Meira
HÉR er stiklað á stóru í megináherslum Neytendasamtakanna 2002-2004. "Neytendasamtökin gera þá kröfu að íslenskir neytendur búi við sömu kjör og neytendur í okkar heimshluta og fylgi henni eftir.
Meira
EINSTAKLINGAR og fyrirtæki sem verða fyrir barðinu á samráði stórfyrirtækja ættu að eiga rétt á bótum, að mati Marios Monti, sem fer með samkeppnismál innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Meira
EVRÓPSKT verð á vörum og þjónustu, fjármálaviðskipti á frjálsum markaði og virk samkeppni á matvörumarkaði eru meðal krafna Neytendasamtakanna um úrbætur fyrir neytendur í framtíðinni, að því er fram kom á nýafstöðnu þingi samtakanna.
Meira
Í dag er þriðjudagur 1. október, 274. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Þess vegna, mínir elskuðu bræður, verið staðfastir, óbifanlegir, síauðugir í verki Drottins. Þér vitið að erfiði yðar er ekki árangurslaust í Drottni.
Meira
FIMMTUDAGINN 3. október kl. 14 hefjast í safnaðarheimili Háteigskirkju samverustundir sem bera nafnið vinafundir. Á vinafundum hjálpast fólk að við að vekja upp gamlar og góðar minningar, enduruppgötva gleymdar tilfinningar og gildi s.s.
Meira
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10-14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Byrjað á kaffisopa og kl. 10.30 er boðið upp á skemmtigöngu um Laugardalinn eða upplestur úr góðum bókum fyrir þá sem ekki treysta sér í gönguna.
Meira
Icerelay er biðsagnakerfi sem Jón Baldursson þróaði upp úr Geirfuglalaufi Ásgeirs Ásbjörnssonar. Kerfið nýtur sín best þegar spilin eru sterk og slemma liggur í loftinu.
Meira
Þá væri, Sjáland, sælla hér sumarið þitt og blómin, ef þú gætir gefið mér gamla fossaróminn. Hefði allur auður þinn eitthvað slíkt að bjóða, léti ég fyrir lækinn minn leikhússönginn góða. Þó að vanti þennan nið, þér finnst ekki saka.
Meira
Af þessum tveim rannsóknum má því draga þá ályktun, að það geti verið beinlínis heilsuspillandi fyrir karlmenn að vera heimavinnandi, og hreinlega hollt fyrir fólk að horfa á sjónvarp.
Meira
Sveit Guðmundar Sv. Hermannssonar sigraði í bikarkeppni Bridssambandsins sem lauk á níunda tímanum í fyrrakvöld. Sveitin spilaði til úrslita við sveit Orkuveitu Reykjavíkur og vann sannfærandi 161,5 gegn 95,5.
Meira
* ARNAR Gunnlaugsson lék síðustu 10 mínúturnar með Dundee United þegar lið hans tapaði, 3:0, á heimavelli fyrir Rangers í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn.
Meira
BLAÐAMENN sænska knattspyrnutímaritsins Fotbollextra Match útnefndu í gær Arnór Guðjohnsen sem besta erlenda leikmanninn sem leikið hefur í sænsku úrvalsdeildinni frá upphafi. Alls hafa 289 leikmenn komið þar við sögu, þaraf 32 frá Íslandi. Teitur Þórðarson er einnig í hópi tíu efstu á listanum en Teitur, sem lék með Öster á sínum tíma, er í 7. sæti á listanum. Aðrir íslenskir leikmenn eru ekki í hópi tíu efstu í kjöri tímaritsins.
Meira
ARSENAL hélt áfram sigurgöngu sinni á laugardaginn og vann þá ótrúlega auðveldan sigur á Leeds á útivelli, 4:1. Ensku meistararnir hafa nú leikið 29 leiki í röð án taps í úrvalsdeildinni og jöfnuðu á laugardag met Manchester United.
Meira
* ÁGÚST Gylfason var útnefndur leikmaður ársins hjá úrvalsdeildarliði Fram í knattspyrnu á lokahófi á laugardagskvöldið. Bjarni Hólm Aðalsteinsson var útnefndur efnilegasti leikmaður liðsins.
Meira
ROSENBORG jók forskot sitt í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í þrjú stig með því að vinna sannfærandi útisigur á Bodö/Glimt, 4:1, á sunnudaginn. Árni Gautur Arason lék að vanda í marki norsku meistaranna sem rifu sig upp eftir skellinn gegn Lyon í meistaradeildinni í síðustu viku. Ármann Smári Björnsson var áberandi í liði Brann sem tapaði gegn Viking, 3:2, en Ármann skoraði tvö mörk.
Meira
* COLIN Montgomerie lék frábærlega í Ryder- keppninni, lék fimm leiki og fékk út úr þeim 4,5 vinninga, gerði aðeins jafntefli í fjórmenningnum á föstudaginn. * BERNHARD Langer og Montgomerie léku þá saman á móti Toms og Mickelson og gerðu jafntefli.
Meira
"ÞAÐ var allt annað lið sem spilaði í dag heldur en á Skaganum um síðustu helgi. Í dag virkuðu menn mjög afslappaðir og þó svo að við fengjum á okkur mark á slæmum tíma þá braut það okkur ekki niður," sagði Þórhallur Dan Jóhannsson, einn af "gömlu" mönnunum í liði Fylkis, í samtali við Morgunblaðið.
Meira
ÞAÐ var stoltur og ánægður fyrirliði Fylkis sem lyfti bikarnum á loft eftir sigur Árbæjarliðsins á Fram í bikarkúrslitaleik liðanna á Laugardalsvellinum. Annað árið í röð kom það í hlut Finns Kolbeinssonar að hefja bikarinn í loft en Finnur, sem er uppalinn Fylkismaður, hefur líklega aldrei leikið betur heldur en nú í sumar.
Meira
SVEIT Evrópu í Ryder-bikarnum í golfi endurheimti bikarinn góða á sunnudaginn þegar Írinn Paul McGinley setti niður þriggja metra pútt á lokaholunni á Belfry-vellinum gegn James Furyk og tryggði sér hálfan vinning og Evrópu um leið þann hálfa vinning umfram fjórtán sem til þurfti. Þrír leikir voru þá í fullum gangi en með jafnteflinu hjá McGinley var Evrópa örugg um sigur. Lokatölur urðu síðan 15,5 vinningar gegn 12,5 vinningum Bandaríkjanna.
Meira
HK vann afar kærkomin og verðskulduð stig í heimsókn sinni til Aftureldingar í Mosfellsbæ þegar fjórða umferð Íslandsmótsins í handknattleik karla var leikin á sunnudaginn. Kópavogsliðið réð lögum og lofum frá fyrstu til síðustu mínútu og þótt smáspenna kæmi upp á lokakafla leiksins þá létu leikmenn HK það ekki slá sig út af laginu. Þeirra var sigurinn og þegar upp var staðið munaði þremur mörkum á fylkingunum, 30:27. HK var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16:14.
Meira
"MÉR líður miklu betur núna en fyrir viku," sagði Fylkismaðurinn Theódór Óskarsson við Morgunblaðið skömmu áður en hann steig upp á verðlaunapallinn ásamt félögum sínum í Fylki. Theódór kom töluvert við sögu í leiknum.
Meira
GRINDVÍKINGAR og KA-menn höfðu ástæðu til að fagna sigri Fylkis í bikarkeppninni í knattspyrnu á laugardaginn. Sigur Fylkismenna tryggði Grindvíkingum sæti í UEFA-bikarnum, sem annars hefði fallið Frömurum í skaut.
Meira
GUÐJÓN Valur Sigurðsson skoraði 8 mörk fyrir Essen á sunnudaginn þegar lið hans rótburstaði nýliða Wilhelmshavener, 38:22, í þýsku 1. deildinni í handknattleik.
Meira
GUÐLAUG Jónsdóttir og Erla Hendriksdóttir, landsliðskonur í knattspyrnu, skoruðu báðar fyrir lið sitt, FV Köbenhavn, þegar það vann Horsens, 4:0, í dönsku úrvalsdeildinni um helgina. Þær gerðu tvö fyrstu mörk liðsins.
Meira
HEIÐAR Helguson hefur heldur betur látið til sín taka með Watford í ensku 1. deildinni í síðustu tveimur leikjum. Hann missti af fyrstu 9 leikjum liðsins á tímabilinu vegna meiðsla, skoraði síðan í fyrsta leiknum, jöfnunarmark gegn Crystal Palace, og á laugardaginn var hann maðurinn á bakvið góðan útisigur á Sheffield United, 2:1.
Meira
HERMANN Hreiðarsson getur ekki leikið með Ipswich þegar liðið mætir Sartid í síðari leik liðanna í 1. umferð UEFA-keppninnar í knattspyrnu í Júgóslavíu annað kvöld.
Meira
Írinn Paul McGinley, einn af þremur nýliðum í Ryder-liði Evrópu, sýndi mikla keppnishörku þegar Evrópuliðið lagði það bandaríska á Belfry-vellinum við Birmingham.
Meira
Íslandsmótið Annar leikur, í Laugardal: Björninn - SA 7:10 Bjarnarmenn fór af stað með miklum krafti og voru betri aðilinn framan af leik og eftir fyrstu lotu var staðan 5:3 heimamönnum í vil.
Meira
FEÐGARNIR Baldur Jónsson og Jón Ragnarsson á Subaru Legacy unnu næturrall Essó sem fram fór á Suðurnesjum aðfaranótt laugardags. Með sigrinum hafa þeir feðgar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn og sér Rúnar Jónsson án efa glaður á eftir titlinum í hendur bróður sínum, Baldri, eftir að hafa þurft frá að hverfa eftir fyrstu keppnina vegna veikinda.
Meira
KATRÍN Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, skoraði eitt af mörkum Kolbotn sem vann yfirburðasigur á botnliðinu Byåsen, 9:0, í norsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.
Meira
MICHAEL Schumacher og Rubens Barrichello voru heldur kindarlegir er þeir freistuðu þess á blaðamannafundi eftir bandaríska kappaksturinn í Indianapolis að láta líta út fyrir að úrslitin hefðu verið eitthvað annað en tilviljun.
Meira
* LÁRUS Orri Sigurðsson var í byrjunarliði WBA sem tók á móti Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Blackburn skoraði tvívegis í síðari hálfleik, Dwight Yorke úr vítaspyrnu á 71. mínútu og Damien Dunn bætti við marki fjórum mínútum...
Meira
FLESTA kylfinga dreymir um að slá löng og jafnframt bein upphafshögg og á undanförnum árum hafa framleiðendur golfvara einbeitt sér að því að uppfylla þær óskir.
Meira
PÁLMI Rafn Pálmason, knattspyrnumaðurinn efnilegi frá Húsavík, fer til hollenska úrvalsdeildarfélagsins Groningen í nóvember til reynslu. Pálmi er á leið til Arsenal í þessum mánuði í sömu erindagjörðum.
Meira
"MÉR fannst við vera komnir með ágætis tök á leiknum áður en þeir skoruðu annað markið en því miður náðum við okkur ekki á strik eftir það," sagði Kristinn Rúnar Jónsson, þjálfari Fram, við Morgunblaðið eftir bikarúrslitaleikinn.
Meira
"ÞAÐ er erfitt að átta sig á því hvað gerðist hjá okkur eftir að Fylkismenn skoruðu sitt annað mark en eftir það datt leikur okkar niður," sagði Ágúst Gylfason, fyrirliði Fram, sem var mættur á ný í bikarúrslitaleik á Laugardalsvelli eftir tíu...
Meira
* RÓBERT Gunnarsson skoraði 8 mörk fyirr Århus GF sem sigraði GOG , 30:27, á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik á sunnudaginn. Þetta var fyrsta tap GOG á tímabilinu. Þorvarður Tjörvi Ólafsson skoraði 2 mörk fyrir Århus GF í leiknum.
Meira
Rúnar Kristinsson skoraði þriðja mark Lokeren þegar liðið sigraði Mechelen á útivelli, 3:2, í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu á sunnudaginn. Með sigrinum komst Lokeren í fjórða sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliðinu, Club Brugge.
Meira
ÞÓRÐUR Guðjónsson og félagar í Bochum eru farnir að gefa eftir en nýliðarnir komu verulega á óvart í fyrstu umferðum þýsku 1. deildarinnar í knattspyrnu.
Meira
STJÖRNUSTÚLKUR mættu vígreifar á Ásvelli á sunnudaginn til að takast á við stöllur sínar úr Haukum. Voru að vísu nokkrar mínútur í gang en litu síðan ekki til baka og unnu sannfærandi, 25:20. Garðbæingum tókst samt ekki að komast upp fyrir Hauka á stigatöflunni því þó að liðið hafi jafnmörg stig eru Haukar með betri markatölu. Eyjastúlkur halda toppsætinu eftir sem áður eftir 26:23 sigur á FH í Hafnarfirði. Víkingur vann Fram í Safamýrinni, 28:18.
Meira
SAM Torrance, hinn rólegi og tilfinninganæmi fyrirliði Evrópu, sagði þegar hann tók við bikarnum að ásamt brúiðkaupi sínu og fæðingu barna þeirra hjóna væri þetta stærsta stund lífs síns.
Meira
SVEINN Margeirsson varð um helgina Íslandsmeistari í maraþonhlaupi er hann hljóp vegalengdina á 2 klukkustundum 44,14 mínútum. Annar varð Daníel Smári Guðmundsson á 2.44,25 og Lárus Thorlacius þriðji á 2.53,35.
Meira
* SVERRIR Sverrisson skoraði í öðrum bikarúrslitaleiknum í röð en hann gerði fyrra mark Fylkis gegn KA í fyrra. Það var af svipuðum toga, skalli eftir aukaspyrnu, þá frá Ólafi Stígssyni .
Meira
TVEIR ungir knattspyrnumenn, Tryggvi Bjarnason, varnarmaður úr KR, og Bjarni Hólm Aðalsteinsson, miðjumaður úr Fram, eru á leiðinni til norska úrvalsdeildarfélagsins Molde til reynslu.
Meira
"ÞAÐ var ljúft að leggja Hauka að velli og það á þeirra eigin heimavelli," sagði Geir Sveinsson, þjálfari Vals, eftir 24:21 sigur á Haukum í Hafnarfirði á sunnudaginn.
Meira
ÞAÐ var ekki laust við að Aðalsteinn Víglundsson, þjálfari Fylkismanna, væri grátklökkur þegar Egill Már Markússon, dómari, flautaði til loka leiks Fylkis og Fram.
Meira
ÖRGRYTE, lið Atla Sveins Þórarinssonar, vann góðan sigur í toppslag sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær er liðið lagði Djurgården á heimavelli, 4:1.
Meira
Reykjavík - Eignamiðlunin er nú með í sölu atvinnuhúsnæði á 6. hæð að Borgartúni 30 í Reykjavík. Þetta er steinhús, byggt 1998 og er húsnæðið sem um ræðir 890,6 fermetrar. Tvær lyftur eru í húsinu.
Meira
Mosfellsbær - Fasteignasalan Hóll er nú með í sölu 165 fermetra sérhæð (götuhæð) auk 37 fermetra bílskúrs í húseigninni Dvergholt 6 í Mosfellsbæ. Um er að ræða steinsteypt hús, sem byggt var 1975 en bílskúrinn, sem líka er steinsteyptur, var reistur...
Meira
Hafnarfjörður - Fasteignasalan Hraunhamar er með í einkasölu húseignina Fagrahvamm 1 í Hafnarfirði. Þetta er stein- og timburhús, byggt 1981 og alls 226,3 fermetrar, þar af er innbyggður bílskúr 42 fermetrar.
Meira
Þetta er gamla samkomuhúsið Gimli á Stokkseyri. Það var byggt 1921 og hýsti lengi vel allar helstu samkomur staðarins. Þetta er timburhús, kjallari og hæð og er um 100 fermetrar að grunnfleti. Nú er það notað sem félagsmiðstöð fyrir unglinga á...
Meira
Reykjavík - Mikil uppbygging á sér nú stað í austurhluta Grafarholts, enda hverfið komið í þjóðbraut, eftir að mislægu gatnamótin á móts við Víkurveg voru tekin í notkun.
Meira
Kópavogur - Hjá fasteignasölunni Holti er nú í sölu parhús að Húsalind 24 í Kópavogi. Þetta er steinhús, byggt 1998 og er það 181 fermetri, þar af er bílskúr 31,9 fermetrar.
Meira
MEÐ stofnun Íbúðalánasjóðs árið 1999 má segja að íslenska húsnæðiskerfið hafi verið markaðsvætt, þar sem lög um húsnæðismál gera ráð fyrir að Íbúðalánasjóður sé fjárhagslega sjálfstæður og skuli standa undir kostnaði af lánveitingum og rekstri með eigin...
Meira
KALSAMT hefur verið að sitja og bíða eftir að komast á sjóinn í verbúð af þessu tagi. Þessi verbúð er á Stokkseyri og er hún kennd við Þuríði Einarsdóttur formann sem uppi var 1777 til 1863. Hún var kunn sjósóknarkona á sinni tíð.
Meira
"Hvaða húsgagn ég myndi fara með í útlegð? Því er fljótsvarað," svaraði Jakob Frímann Magnússon spurningu Guðrúnar Guðlaugsdóttur. Ég myndi una mér vel á eyðieyju með aðeins einn jarðneskan hlut, svo fremi ég væri ekki vannærður eða skjóllaus.
Meira
ÞAÐ vekur ávallt athygli, er land að Laxá á Ásum og það með veiðiréttindum kemur í sölu. Þessi á hefur alltaf verið þjóðsagnakennd í hugum laxveiðimanna og annarra, en hún er án efa ein gjöfulasta laxveiðiá landsins, ef ekki sú gjöfulasta.
Meira
Reykjavík - Fasteignasalan Heimili er nú með í sölu einbýlishús að Neshömrum 3 í Grafarvogi. Þetta er timburhús, byggt 1990 og er það 183 fermetrar, þar af er innbyggður bílskúr 27 fermetrar.
Meira
Setji fasteignareigandi eign sína á sölu hjá einhverjum af sölufulltrúum RE/MAX, munu tugir sölufulltrúa leita að kaupendum fyrir hann. Magnús Sigurðsson ræddi við Geir Þorsteinsson, sérleyfishafa hjá RE/MAX Þingholti.
Meira
Styttan Adonis, guð jarðargróðurs, frá 1808 er eftir Bertil Thorvaldsen sem uppi var 1770 til 1844. Þetta er bronsafsteypa sem stendur í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg í Reykjavík. Frummyndin er varðveitt í Glyptothek, München.
Meira
Nýtt byggingarsvæði með 122 íbúðum hefur verið skipulagt í hjarta Mosfellsbæjar. Magnús Sigurðsson kynnti sér svæðið og ræddi við þá Tryggva Jónsson bæjarverkfræðing og Gylfa Guðjónsson arkitekt, höfund skipulagsins.
Meira
Reykjavík - Svipmikil og falleg hús í miðborg Reykjavíkur vekja ávallt athygli, þegar þau koma í sölu. Hjá Fasteignamarkaðnum er nú til sölu mjög fallegt íbúðarhús við Skólavörðustíg 30.
Meira
Innihurðir, sem eru margra faga, voru allar skrapaðar upp og lakkaðar hvítar. Geretti fengu sömu meðferð. Freyja Jónsdóttir rekur hér sögu hússins Urða, sem var reist 1929, en hefur verið mikið endurnýjað.
Meira
ÞETTA sumar urðu hatrammar deilur á Íslandi og þeim lauk með tvísýnum kosningum. Þetta sumar kepptu þrír þjóðkunnir menn um embætti þjóðhöfðingjans, um forsetaembættið.
Meira
Hafnarfjörður - Hjá Fasteignasölunni Höfða í Hafnarfirði er í einkasölu einbýlishús að Vesturholti 9 þar í bæ. Efri hæðin er timbur og steniklædd að utan en neðri hæðin er steypt. Húsið er 214 ferm. og þar af er bílskúrinn 76 ferm.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.