Greinar þriðjudaginn 15. október 2002

Forsíða

15. október 2002 | Forsíða | 364 orð | 1 mynd

Bush krefur Indónesa um harðar aðgerðir

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti sagðist í gær gera ráð fyrir því að hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hefðu staðið að sprengjutilræðunum sem urðu tæplega tvö hundruð manns að bana á Balí í Indónesíu á laugardaginn. Meira
15. október 2002 | Forsíða | 171 orð | 1 mynd

Fritz hefur bætt sig

VLADÍMÍR Kramník, heimsmeistari í skák, tapaði fimmtu skákinni í einvíginu við Deep Fritz, öflugustu skáktölvu í heimi. Fyrir skákina höfðu ráðgjafar Fritz lýst yfir, að nú væri nýrra tíðinda að vænta af taflmennsku hans. Meira
15. október 2002 | Forsíða | 128 orð

"Ögrið mér ekki"

NÍTJÁN ára gamall finnskur efnafræðistúdent, sem banaði sjálfum sér og sex öðrum með sprengju í verslanamiðstöð í Vantaa á föstudagskvöldið, kann að hafa sótt sér hvatningu til verksins á vefsetur sem hann var tíður gestur á, að því er lögreglan greindi... Meira
15. október 2002 | Forsíða | 358 orð

Sakar andstæðinga sína um samsæri

VOJISLAV Kostunica, forseti Júgóslavíu, sakaði í gær pólitíska andstæðinga sína um að hafa grafið undan forsetakosningunum sem fram fóru um helgina og þannig haft af sér lögmætan sigur. Meira

Fréttir

15. október 2002 | Innlendar fréttir | 449 orð | 1 mynd

29 látnir á versta slysaári til þessa

ALLS hafa 29 manns látist í umferðarslysum það sem af er árinu, sem er eitt versta slysaár sem komið hefur í íslenskri umferðarsögu. Fjöldi látinna er orðinn meiri en árin 1998, 1999 og 2001. Í fyrra létust 24 í umferðarslysum en 32 árið 2000. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 599 orð

Aðalatriði tillögu ESB

9. október sl. lagði framkvæmdastjórn ESB fram tillögu að framkvæmdaáætlun um hvernig haga mætti stjórnun veiða og nýtingu auðlinda í Miðjarðarhafi. Hér er nánar rakið hvað markverðast þykir í þessari tillögu. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 24 orð

Aðalfundur VG í Kópavogi verður haldinn...

Aðalfundur VG í Kópavogi verður haldinn miðvikudagskvöldið 23. október kl. 20.30 í sal Kvenfélags Kópavogs, Hamraborg 10. Gengið inn baka til. Á dagskrá venjuleg... Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 47 orð

Að lifa með flogaveiki

LAUF, félag flogaveikra, heldur námskeið um að lifa með flogaveiki mánudaginn 21. október. Er það ætlað fólki á aldrinum 18 til 25 ára. Leiðbeinandi er Jónína Björg Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi. Meira
15. október 2002 | Akureyri og nágrenni | 120 orð

Aukasýningar á Hamlet

UM eitt þúsund manns hafa séð Hamlet eftir William Shakespeare í uppfærslu Leikfélags Akureyrar. Leikritið var frumsýnt 27. september og hafa viðtökur verið frábærar, sem og leikdómar og uppselt verið á allar sýningar til þessa. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 122 orð

Áfram fylgst með heimilisfólki á Hrafnistu

VEIRUSÝKING, sem hefur verið að ganga og margir á Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði smituðust af, virðist vera í rénun á heimilunum að sögn Aðalsteins Guðmundssonar, lækningaforstjóra Hrafnistu. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 53 orð

Áhrif atvinnumissis á líðan fólks

BISKUPSSTOFA stendur fyrir fræðslu- og umræðufundi í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 16. október kl. 13.30 um atvinnumissi - áhrif hans á líðan fólks og hvernig skynsamlegt er að bregðast við. Fyrirlestur heldur Pétur Tyrfingsson sálfræðingur. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 277 orð

Áskilur sér bótarétt vegna tafa

ÍSLENSK erfðagreining krefst þess að Persónuvernd leggi fram nákvæma tímaáætlun sem stofnunin telji raunhæfa til að ljúka öryggisúttekt á miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviði. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 492 orð | 1 mynd

Átta sveitarstjórnir styðja stækkun Norðuráls

ÁTTA sveitarstjórnir á sunnanverðu Vesturlandi undirrituðu í gær yfirlýsingu um eindreginn stuðning við stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Bjargað úr sjávarháska

SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðisins bjargaði tveim mönnum úr sjávarháska eftir að bát þeirra hvolfdi í Nauthólsvíkinni á sunnudag. Maður í Kópavogi varð vitni að óhappinu og gerði Neyðarlínu aðvart. Meira
15. október 2002 | Miðopna | 2371 orð | 1 mynd

Blindir þurfa að vera sýnilegri

Dagur hvíta stafsins er í dag. Blindir og sjónskertir nýta daginn til að kynna baráttumál sín. Í hópi þeirra eru tveir blindir menntaskólanemar sem hafa svo sannarlega sitthvað til málanna að leggja. Hildur Einarsdóttir ræddi við strákana um aðdragandann að því að þeir misstu sjónina og hvernig þeir hafa tekist á við kringumstæðurnar. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 161 orð

Dæmd fyrir fíkniefnasmygl

ÞRÍR karlmenn og tvær konur á aldrinum 20-30 ára hafa verið dæmd í eins til tveggja ára skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa í sameiningu staðið að kaupum og flutningi fíkniefna frá Hollandi í ágóðaskyni. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 221 orð | 1 mynd

Einkarétti póstsendinga breytt

STURLA Böðvarsson samgönguráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í síðustu viku frumvarp til laga um breytingu á lögum um póstþjónustu. Frumvarpið fjallar um breytingu á einkaréttarmörkum gildandi laga með hliðsjón af nýrri tilskipun ESB frá því í júní sl. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

Ekki hvalveiðar fyrr en 2006

ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra tilkynnti þingheimi í upphafi þingfundar á Alþingi í gær að Íslendingar hefðu fengið aðild að Alþjóðahvalveiðiráðinu. Sú niðurstaða fékkst á aukafundi ráðsins í Cambridge í Bretlandi í gær. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 464 orð

Engin tímamót í sögu fiskveiðistefnu ESB

ÁRNI M. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Engjaskóli með bestu myndina

Í SAMKEPPNI Soroptimistasambands Íslands um mynd og slagorð til að vekja athygli á tyggjóklessum á gangstéttum og götum átti Engjaskóli bestu myndina og Grunnskólinn í Stykkishólmi besta slagorðið. Keppnin stóð meðal 5., 6. og 7. bekkja grunnskólabarna. Meira
15. október 2002 | Erlendar fréttir | 367 orð | 1 mynd

Engu nær um tilefnið

FINNSKIR rannsóknarlögreglumenn, sem rannsaka sjálfsmorðssprengjutilræðið sem ungur finnskur námsmaður framdi í verzlanamiðstöð í Vantaa hjá Helsinki á föstudag, kveðast engu nær um það hvað tilræðismanninum hafi gengið til. Meira
15. október 2002 | Erlendar fréttir | 298 orð | 3 myndir

Erkibiskup hreinsaður

GEORGE Pell erkibiskup, æðsti maður kaþólsku kirkjunnar í Ástralíu, var í gær hreinsaður af ásökun um að hafa misnotað ellefu ára dreng kynferðislega fyrir þrjátíu árum. Meira
15. október 2002 | Erlendar fréttir | 446 orð | 3 myndir

Ferðamenn flýja unnvörpum frá Balí

FERÐAMENN flúðu í gær unnvörpum eyjuna Balí í Indónesíu-eyjaklasanum, en öflug bílsprengja sem sprakk á laugardag við fjölsóttan næturklúbb syðst á eynni varð að minnsta kosti 188 manns að bana og særði ríflega 300. Yfir 2. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 729 orð | 1 mynd

Félagsleg staða aldraðra er ekki skilgreind

Sigurbjörg Björgvinsdóttir fæddist í Fljótum í Skagafirði 1. nóvember 1941. Hún útskrifaðist úr Kvennaskólanum í Reykjavík 1959 og lauk stúdentsprófi frá öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð 1989. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 118 orð

Fjárveitingar verði auknar til heilbrigðismála

GEIR H. Haarde fjármálaráðherra mælti á Alþingi í gær fyrir frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2002. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs á árinu hækki um 5,7 milljarða kr. og að útgjöld hækki um 7,3 milljarða kr. Meira
15. október 2002 | Akureyri og nágrenni | 88 orð | 1 mynd

Fjölmargir heimsóttu Norðurorku

UM 400-500 manns heimsóttu Norðurorku sl. laugardag en þá var opið hús hjá fyrirtækinu í tilefni af þreföldu afmæli veitna bæjarins. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Flugslysaæfing hjá lögreglunni

C-VAKT lögreglunnar í Reykjavík stóð fyrir flugslysaæfingu í Þverárdal við Esju í gær, þar sem æfð voru viðbrögð við flugslysi. Á vettvangi beið lítil flugvél sem átti að hafa brotlent með fjórum mönnum innanborðs. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 40 orð

Foreldrafélag misþroska barna fundar

FRÆÐSLUFUNDUR verður haldinn hjá Foreldrafélagi misþroska barna í dag, þriðjudaginn 15. október, kl. 20, í aðalsal safnaðarheimilis Háteigskirkju. Stefán J. Hreiðarsson barnalæknir fjallar um fylgiraskanir athyglisbrests með eða án ofvirkni, s.s. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 90 orð

Fræðslufundur um brjóstakrabbamein

KRABBAMEINSFÉLAG Hafnarfjarðar og Samhjálp kvenna, hópur til stuðnings konum sem greinast með brjóstakrabbamein, boða til sameiginlegs fræðslufundar í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju við Strandgötu, í dag, þriðjudaginn 15. október, kl. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 73 orð

Fyrirlestur í lagadeild HÍ

JØRGEN Blomqvist, yfirmaður höfundarréttarsviðs WIPO, Alþjóða hugverkastofnunarinnar, heldur fyrirlestur í stofu L-101 í Lögbergi á vegum lagadeildar Háskóla Íslands og Orators, félags laganema, miðvikudaginn 16. október kl. 12.15. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 87 orð

Fyrirlestur um fötlunarrannsóknir

FFA - fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur - stendur að fyrirlestraröð þar sem fræðimenn kynna rannsóknir sínar á lífi og starfi fatlaðra barna og ungmenna. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 57 orð

Fyrirlestur um samvinnuhreyfinguna

HELGI Skúli Kjartansson sagnfræðingur flytur fyrirlestur sem nefnist Samvinnuhreyfingin og stjórnmálin í húsi Sögufélags, Fischersundi 3 í Reykjavík þriðjudaginn 15. október kl. 20.15. Jón Helgason fyrrverandi ráðherra leggur mat á umfjöllun hans. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 71 orð

Fyrsti fundur ungra Vinstri-Grænna um velferðarmál...

Fyrsti fundur ungra Vinstri-Grænna um velferðarmál . Framsögumenn: Garðar Sverrirsson, formaður Öryrkjabandalag Íslands, og Sigursteinn Másson, formaður Geðhjálpar. Fundurinn verður á Hótel Loftleiðum miðvikudaginn 16. október kl. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 240 orð

Getur bætt mat á afleiðingum Kárahnjúkavirkjunar

FLÓÐIÐ í Lagarfljóti getur að mati Árna Snorrasonar, forstöðumanns vatnamælingasviðs Orkustofnunar, bætt mat á afleiðingum Kárahnjúkavirkjunar. Starfsmenn stofnunarinnar hafa verið að skoða áhrif flóðsins og ætla m.a. að kortleggja útbreiðslu þess. Meira
15. október 2002 | Miðopna | 1033 orð | 1 mynd

Gæti gert aðgerð hér frá skrifstofunni í Texas

Ari O. Halldórsson hefur dvalist í Bandaríkjunum frá 1986, er nú prófessor í hjartaskurðlækningum í Texas og sinnir einkum kennslu og rannsóknum á sviði hjarta- og lungnaflutninga. Hann segir um 60% sjúklinga sinna lifa í fimm ár eftir lungnaskipti og að miklar framfarir hafi orðið í lungnaflutningum. Meira
15. október 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 272 orð

Hagsmunaaðilar komi fyrr að skipulagsmálum

STEFNT er að breyttum áherslum í kynningar- og samráðsferli skipulagsmála í borginni en skipulags- og bygginganefnd samþykkti í síðustu viku að setja á fót starfshóp sem ynni að því máli. Meira
15. október 2002 | Erlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd

Heimastjórnin á Norður-Írlandi leyst upp

BRESK stjórnvöld leystu í gær upp heimastjórnina á Norður-Írlandi en þetta er í fjórða skipti frá því að samið var um frið í héraðinu vorið 1998 sem þau hafa neyðst til að grípa til þessa úrræðis. Meira
15. október 2002 | Akureyri og nágrenni | 200 orð

Heldur meira atvinnuleysi

ATVINNULAUSIR á Akureyri í lok september voru 156 samkvæmt yfirliti frá Vinnumálastofnun og hafði fjölgað um þrjá frá mánuðinum á undan en fækkað um 12 frá sama tímabili í fyrra. Skipting á milli kynja var sú sama eða 78 karlar og 78 konur á skrá. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 174 orð

Hundrað börn á skáknámskeiði

"ÞETTA hefur allt gengið framar björtustu vonum. Skákveislan hér á Suðurlandi hefur vakið meiri athygli og gleði en við létum okkur dreyma um. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 194 orð

Ísland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu

ÍSLAND hefur tekið við formennsku í Norðurskautsráðinu á fundi utanríkisráðherra ráðsins í Inari í Finnlandi. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sat fundinn fyrir Íslands hönd. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 126 orð

Kelsang Lodrö hjá Karuna

KARUNA kynnir þrjú námskeið um búddisma fyrir almenning dagana 15.-20. október. Kennari er búddameistarinn Ven. Kelsang Lodrö, sem kemur nú í fjórðu heimsókn sína til Íslands, að því er segir í tilkynningu. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 896 orð | 4 myndir

Leið eins og í martröð

Styrktartónleikar verða haldnir á Broadway 27. október nk. vegna flóðanna í Tékklandi, og kemur m.a. tökulið frá tékkneska ríkissjónvarpinu til að fjalla um tónleikana. Pétur Blöndal talaði við tökumanninn og ljósmyndarann Pavel Horejsi sem á myndir á tveim sýningum í Prag um flóðin og lýsir hörmungunum sem áttu sér stað og afleiðingunum fyrir íbúa á flóðasvæðunum. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Lést í bílslysi á Skeiðavegi

KARLMAÐUR á fimmtugsaldri beið bana í umferðarslysi á Skeiðavegi í Árnessýslu á sunnudag, rétt sunnan við bæinn Kílhraun. Hinn látni hafði ekið fólksbifreið sem lenti framan á jeppa sem kom á móti. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 387 orð

Loftplötur hrynja og starfsfólk finnur fyrir óþægindum

VIÐTALSHERBERGI og salerni á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur við Barónsstíg hefur verið lokað vegna rakaskemmda. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 37 orð

Málbjörg fundar

ALMENNUR félagsfundur verður hjá Málbjörgu, félagi um stam, þriðjudaginn 15. október kl. 20 í Hátúni 10 b, 9. hæð. Gunnar Eyjólfsson leikari, og félagi í Málbjörgu flytur erindi um stam og framkomu. Allir eru velkomnir og aðgangur er... Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 127 orð

Málþing Jarðhitafélags Íslands

MÁLÞING Jarðhitafélags Íslands um virkjun jarðhita - leyfisveitingar og mat á umhverfisáhrifum, verður haldið á Grand Hóteli miðvikudaginn 16. október. Skráning hefst kl. 12.45 en málþingið verður sett kl. 13. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 548 orð

Neyðarúrræði að ganga inn í frjálsa samninga

GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að sú ákvörðun sín að fella úr gildi þá ákvörðun Skorradalshrepps að neyta forkaupsréttar á jörðinni Efstabæ í Skorradal sé byggð á lögfræðilegu mati. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 128 orð

Nýr vegur yfir Kleifaheiði

LOKIÐ er lagningu nýs vegar yfir Kleifaheiði milli Patreksfjarðar og Barðastrandar. Meira
15. október 2002 | Suðurnes | 276 orð | 1 mynd

Nýr þriggja skrokka hraðfiskibátur kynntur

ÞRIGGJA skrokka hraðfiskibátur var kynntur fyrir sjómönnum og fleirum í Sandgerðishöfn um helgina. Er þarna um að ræða nýja hönnun hjá Plastverki ehf. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Opið hús skógræktarfélaganna

OPIÐ hús, mynda- og fræðslukvöld á vegum skógræktarfélaganna, verður í dag, þriðjudaginn 15. október kl. 20 í Mörkinni 6, húsi Ferðafélags Íslands. Þessi kvöld eru liður í fræðslusamstarfi við Búnaðarbanka Íslands. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Meira
15. október 2002 | Erlendar fréttir | 530 orð | 2 myndir

Óttinn við leyniskyttur meiri en við hryðjuverk

LÖGREGLAN í Maryland í Bandaríkjunum hefur fengið margar vísbendingar eftir að hún birti mynd eða teikningu af sendibíl, sem sést hefur nærri þeim stöðum þar sem leyniskytta hefur myrt átta manns og sært tvo. Meira
15. október 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 496 orð | 3 myndir

"Betra en að eyða í nammi"

KONANGI Veera Babu er tíu ára indverskur drengur sem hefur alist upp við mikla fátækt. Nýlega breyttust þó aðstæður hans verulega þegar hópur krakka í Laugarneshverfi ákvað að gerast fóstursystkini hans með því að styrkja hann til betra lífs. Meira
15. október 2002 | Suðurnes | 424 orð | 1 mynd

"Breytt viðhorf til fatlaðra stærsti sigurinn"

EINAR Guðberg Gunnarsson var á sunnudag gerður að fyrsta heiðursfélaga Þroskahjálpar á Suðurnesjum (ÞS), á 25 ára afmælishátíð félagsins sem fram fór í félagsheimilinu Stapa í Njarðvík. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 726 orð | 1 mynd

Ráðherra segir skilnað ekki á dagskrá

KARL Sigurbjörnsson, biskup Íslands, gerði samband ríkis og kirkju að umræðuefni í ávarpi sínu við setningu Kirkjuþings sl. sunnudag. Biskup sagði að ekki vanti í raun mikið upp á að ríki og kirkja séu aðskilin. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

Reyndu sig í fjöltefli við Luke McShane

LANDSLIÐ Íslands undir 21 árs leikur gegn Litháen á morgun. Leikurinn fer fram á Akranesi og hefst klukkan 15:30. Landsliðshópurinn hefur að undanförnu dvalið á Hótel Selfossi og undirbúið sig undir átökin. Meira
15. október 2002 | Suðurnes | 105 orð

Ræða sameiginlegt átak gegn tóbakssölu til ungmenna

HEILBRIGÐISNEFND á Suðurnesjum og Samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum hafa ákveðið að taka upp viðræður um áframhaldandi samvinnu um átak gegn tóbakssölu unglinga yngri en 18 ára. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 197 orð

Rætt um einföldun laga til að bæta samkeppni

VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sótti um helgina óformlegan ráðherrafund ESB og EFTA/EES-ríkjanna um samkeppnishæfni atvinnulífsins, sem haldinn var í Nyborg í Danmörku. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

SAF og Flugfélag Íslands semja um vildarkjör

ERNA Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, SAF, og Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, hafa undirritað samning um vildarkjör fyrir félagsmenn SAF. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Samið um garðyrkju

GRASAGARÐUR Reykjavíkur og Garðyrkjuskóli ríkisins hafa gert með sér samstarfssamning. Nemendur Garðyrkjuskólans fá kennslu í Grasagarðinum um íslenskar plöntur auk þess sem sérhver námsbraut fær fræðslu og verkefni sem sniðin er að viðkomandi braut. Meira
15. október 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 160 orð

Samstarf kirkju og foreldra

SÖFNUNARÁTAKIÐ fyrir Babu er samstarfsverkefni Laugarneskirkju og Foreldrafélags Laugarnesskóla en að sögn Jóns Birgis Gunnarssonar, formanns félagsins var frumkvæðið kirkjunnar. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 126 orð

Samþykkt að fella niður skuldir

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær tillögu Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra um að veita frekari framlög til niðurfellingar skulda þróunarríkjanna. Um er að ræða 65 milljónir sem koma til greiðslu á árunum 2004-2005. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 1415 orð | 1 mynd

Segir tafir ítrekaðar og ástæðulausar

ÍSLENSK erfðagreining segir að Persónuvernd hafi tafið öryggisúttekt á miðlægum gagnagrunni ítrekað og ástæðulaust, nú síðast í yfir sjö mánuði. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Sippað á Langholtsvegi

ÞAÐ viðraði ágætlega til útiveru á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þessar stúlkur notuðu tækifærið og drógu fram sippubandið og sýndu listir sínar í heimkeyrslu á Langholtsveginum í Reykjavík. Tvær taka sig saman og sippa báðar í einu. Meira
15. október 2002 | Landsbyggðin | 74 orð | 1 mynd

Skákmenn á Ólafsvík

NÝLEGA tók á annan tug skákmanna í Taflfélagi Ólafsvíkur sig til og færði Eygló Egilsdóttur blómvönd sem þakklætisvott fyrir að hafa hýst þá þegar þeir hafa komið saman á hverjum sunnudegi sl. fimm ár til að tefla. Meira
15. október 2002 | Landsbyggðin | 58 orð | 1 mynd

Skin á milli skúra

ÞÓ að mikið hafi rignt í haust koma oft fallegir og bjartir dagar á milli og þá er loftið og jörðin hrein og tær eftir alla þessa vætu. Dyrhólaey er þekkt fyrir sérstakt landslag en þó sérstaklega fyrir gatið og fuglalífið. Meira
15. október 2002 | Suðurnes | 70 orð | 1 mynd

Skoða víkingaskipið

NEMENDUR fimmta bekkjar í Njarðvíkurskóla fóru á dögunum ásamt kennurum niður á höfn í Keflavík til að skoða víkingaskipið Íslending sem þar liggur. Ferðin var námsferð í tengslum við samfélagsfræði um landnám Íslands. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Skotarnir vel við skál en friðsamir

UM helgina var litríkt mannlíf á götum borgarinnar. Mikill fjöldi af skoskum knattspyrnuáhugamönnum setti svip sinn á mannlífið. Óvenju mikil ölvun var og voru Skotarnir áberandi en lögregla þurfti ekki að hafa mikil afskipti af þeim. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Snjótroðari úr Bláfjöllum í garðvinnu

Myndin er af snjótroðara við vinnu í garðlöndum á bænum Leyni í Laugardal í Bláskógabyggð. Það er Guðmundur Óli Ingimundarson garðyrkjubóndi sem brá á það ráð að fá troðarann leigðan úr Bláfjöllum til að koma heim hvítkálinu. Meira
15. október 2002 | Akureyri og nágrenni | 69 orð | 1 mynd

Sundlandsliðið í æfingabúðum

LANDSLIÐ Íþróttasambands fatlaðra æfir nú af kappi fyrir heims-meistaramót fatlaðra í sundi sem fram fer í Argentínu dagana 6.-17. desember nk. Landsliðið var í æfingabúðum á Akureyri um helgina og æfði við frábærar aðstæður í Sundlaug Akureyrar. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 139 orð

Sýknaður vegna meintra mistaka

HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað Landspítala - háskólasjúkrahús af kröfum manns sem slasaðist alvarlega í bifhjólaslysi árið 1987 og krafðist 16 milljóna króna bóta vegna meintra læknamistaka í tengslum við tvær læknisaðgerðir, árið 1988 og 1993. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 660 orð | 2 myndir

Tíðarandinn gerir Gretti spennandi

ÞAÐ stóðst á endum að sólin teygði geisla sína yfir Hrútafjarðarháls þegar forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og heitkona hans, Dorrit Moussaieff, óku yfir Hrútafjarðará í gærmorgun þar sem sýslumaður Vestur-Húnvetninga, Bjarni Stefánsson, tók á... Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Tjaldur veiðir grálúðu í net

TJALDUR SH kom til Akureyrar í síðustu viku með tæp 60 tonn af frosinni grálúðu eftir tveggja vikna veiðiferð fyrir austan og norðan land. Aflaverðmætið er um 15 milljónir króna, að sögn Gunnars Gunnarssonar útgerðarstjóra. Meira
15. október 2002 | Suðurnes | 199 orð | 1 mynd

Tvöfaldur regnbogi yfir íbúðum aldraðra

FRAMKVÆMDIR við íbúðir fyrir aldraða á lóð hjúkrunarheimilisins Garðvangs í Garði hófust í fyrrakvöld með því að tveir eldri borgarar tóku fyrstu skóflustunguna. Í ávarpi við þessa athöfn rakti Ingimundur Þ. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 325 orð

Tæplega þriðjungur Íslendinga býr við vinnustreitu

UM ÞRIÐJUNGUR starfsmanna finnur fyrir vanlíðan sem rekja má til vinnustreitu. Þess vegna verður sjónum beint að vinnustreitu á Evrópsku vinnuverndarvikunni, 21.-25 október. Meira
15. október 2002 | Akureyri og nágrenni | 269 orð

Unnið að ráðningu framkvæmdastjóra

STJÓRN Kaupfélags Eyfirðinga hefur hafið undirbúning að ráðningu framkvæmdastjóra félagsins en Eiríkur S. Jóhannsson lét af starfi kaupfélagsstjóra á aðalfundi KEA í júní sl. og gegnir nú starfi framkvæmdastjóra Kaldbaks hf. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 171 orð

Vantar stefnu fyrir LSH í kjölfar sameiningar

LÆKNAFÉLAG Íslands lýsir yfir áhyggjum af skorti á stefnu og markmiðum Landspítala - háskólasjúkrahúss í kjölfar sameiningar. Þetta kom fram í ályktunartillögu sem samþykkt var á aðalfundi Læknafélagsins um helgina. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Vegaviðgerðir víða

VEGIR á Suðausturlandi eru orðnir færir á ný eftir hamfarirnar í rigningunum um helgina en mikilla viðgerða er þörf á þeim stöðum sem verst fóru út úr vatnavöxtunum. Meira
15. október 2002 | Akureyri og nágrenni | 257 orð

Verslunar- og þjónustusvæði verður íbúðarsvæði

UMHVERFISRÁÐ Akureyrarbæjar samþykkti nýlega fyrir sitt leyti breytingar á aðalskipulagi, annars vegar vegna lóðar sunnan og austan gatnamóta Borgarbrautar og Hlíðarbrautar og hins vegar breytingu á landnotkunarskilgreiningu fyrir lóðina Kiðagil 1 í... Meira
15. október 2002 | Akureyri og nágrenni | 259 orð

Vill lyftu í húsið

BERGUR Þorri Benjamínsson hefur sent bæjarráði erindi þar sem hann fer þess á leit að lyfta verði sett upp í húsnæði Nýja bíós á Akureyri. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 186 orð

Vonar að vísindaveiðar hefjist fyrr en seinna

ALÞJÓÐAHVALVEIÐIRÁÐIÐ samþykkti í gær aðildarumsókn Íslands að ráðinu á aukaaðalfundi sem haldinn er í Englandi. Árni M. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 171 orð

Yfir 30 mál á dagskrá Kirkjuþings

RÚMLEGA 30 mál eru á málaskrá Kirkjuþings að þessu sinni. Á þinginu í gær voru einstök mál lögð fram og kynnt, þ.ám. yfirlit yfir fjármál þjóðkirkjunnar og farið yfir skýrslu prestssetranefndar. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 15 orð | 1 mynd

ÞINGFUNDUR á Alþingi hefst kl.

ÞINGFUNDUR á Alþingi hefst kl. 13.30 í dag. Eftirfarandi mál verða á dagskrá: Fjáraukalög. Tryggingagjald. Barnalög. Útlendingar. Skráning skipa. Skipamælingar. Sveitarstjórnarlög. Kvennahreyfingin á Íslandi.... Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 403 orð | 1 mynd

Þrettán frambjóðendur í prófkjöri Samfylkingarinnar í...

Þrettán frambjóðendur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík Frestur til að gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík rann út laugardaginn 12. október sl. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 434 orð | 1 mynd

Þriggja metra hækkun á vatnsborðinu

MIKLAR rigningar hafa verið á Austurlandi síðustu daga og skömmu eftir hádegi á laugardag náði vatnshæð Lagarfljóts sögulegu hámarki. Þá mældist það 22,95 m.y.s. og er það um þriggja metra hækkun frá því sem venjulegt er á þessum árstíma. Meira
15. október 2002 | Landsbyggðin | 504 orð | 1 mynd

Þrjátíu ára vígsluafmæli Þykkvabæjarkirkju

SUNNUDAGINN 6. október sl. var haldið upp á þrjátíu ára vígsluafmæli Þykkvabæjarkirkju. Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, prédikaði við hátíðarmessu og eftir prédikunina kallaði hann til sín og ávarpaði öll börn sem komu til messunnar. Meira
15. október 2002 | Innlendar fréttir | 344 orð | 1 mynd

Æskilegt að lengja nám lögreglumanna

Í RÆÐU Sólveigar Pétursdóttur dómsmálaráðherra, sem hún hélt á námstefnu Félags íslenskra rannsóknarlögreglumanna á Hótel Selfossi um síðustu helgi, kom m.a. Meira

Ritstjórnargreinar

15. október 2002 | Staksteinar | 361 orð | 2 myndir

Endurskoðun heilbrigðiskerfis

Skilvirk og ábyrgð fjármálastjórnun er sérlega mikilvæg í fjármálum hins opinbera. Þetta segir Viðskiptablaðið. Meira
15. október 2002 | Leiðarar | 499 orð

Sjúkdómsvætt samfélag?

Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófessor í heimilislækningum við Háskóla Íslands, segir í einkar athyglisverðu viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins að "sjúkdómsvæðing" sé orðin áberandi fyrirbæri í vestrænum samfélögum: "Víða er komið að þeim... Meira
15. október 2002 | Leiðarar | 417 orð

Tilræði á Bali

Atburðir síðustu daga eru skelfileg áminning um að sigur hefur ekki unnist í baráttunni gegn hryðjuverkum. Hátt í tvö hundruð manns létu lífið er öflug sprengja sprakk á vinsælum ferðamannastað á indónesísku eyjunni Bali um helgina. Meira

Menning

15. október 2002 | Fólk í fréttum | 266 orð | 1 mynd

.

...í enda nóvember kemur út tvöfaldur mynddiskur með Depeche Mode , fullur af myndböndum og áður óseðu efni... Meira
15. október 2002 | Fólk í fréttum | 570 orð | 2 myndir

Áhersla á innihaldið

AFKVÆMI guðanna vöktu athygli á síðasta ári fyrir breiðskífu sína Dæmisögur, en lag af henni varð meðal annars vinsælt meðal hiphopvina. Meira
15. október 2002 | Menningarlíf | 117 orð

Bach-tónleikar verða í Breiðholtskirkju kl.

Bach-tónleikar verða í Breiðholtskirkju kl. 20.30. Meira
15. október 2002 | Fólk í fréttum | 116 orð | 2 myndir

Bardagahetja stígur á svið

NÝTT leikrit um bardagahetjuna og útlagann Gretti Ásmundarson var frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu á laugardaginn. Leikritið Grettissaga er unnið uppúr samnefndri Íslendingasögu og er eftir leikstjórann Hilmar Jónsson. Meira
15. október 2002 | Fólk í fréttum | 193 orð | 2 myndir

Bent og 7berg óskað góðrar ferðar

ÚTGÁFUGLEÐI Bents og 7bergs var haldin á Vídalín á fimmtudagskvöldið og fögnuðu margir nýju plötunni, sem ber nafnið Góða ferð , með þeim. Ennfremur var frumsýnt myndband við lagið "Má ég sparka". Meira
15. október 2002 | Menningarlíf | 1061 orð | 1 mynd

Bossa nova og brasilísk sveifla

VIÐ höfum ekkert á móti því að fólk standi upp og dilli sér, salirnir sem við spilum í eru með afslappaðri sætaskipan þar sem fólk getur setið við borð og fengið sér drykk. Ég vona bara að við getum haft þetta með sem léttustu móti. Meira
15. október 2002 | Menningarlíf | 110 orð | 1 mynd

Fjölmenni við opnun Stofu Páls Ísólfssonar

UM sjö hundruð manns lögðu leið sína í gamla frystihúsið á Stokkseyri á laugardag gagngert til að vera við opnun Stofu Páls Ísólfssonar tónskálds og afhjúpunar listaverks til minningar um hann. Meira
15. október 2002 | Fólk í fréttum | 39 orð | 1 mynd

*GAUKUR Á STÖNG: Buff, Moonstyx, Dead...

*GAUKUR Á STÖNG: Buff, Moonstyx, Dead Sea Apple og hljómsveitin Ég kl. 22. Frítt inn. *KRINGLUKRÁIN: Hrólfur Vagnsson harmónikkuleikari og Blue brazil með tónleika þriðjudagskvöld kl. 21. Meira
15. október 2002 | Menningarlíf | 474 orð

Gestir að utan

Mockunas, sópran- og barýtonsaxófóna, Davíð Þór Jónsson, píanó, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, bassa, og Helgi Svavar Helgason, trommur. Föstudaginn 4. október 2002 kl. 21:00. Meira
15. október 2002 | Fólk í fréttum | 286 orð | 2 myndir

Hannibal hámar í sig áhorfendur

RED DRAGON , fjórða kvikmyndin sem gerð er eftir sögum Thomas Harris um mannætuna Hannibal Lecter, hélt toppsæti bandaríska bíólistans aðra vikuna í röð. Meira
15. október 2002 | Fólk í fréttum | 688 orð | 1 mynd

Heima er best

Leikstjóri: Jake Kasdan. Handrit: Mike White. Kvikmyndatökustjóri: Greg Gardner. Tónlist: Michael Andrews. Aðalleikendur: Colin Hanks, Jack Black, Schuyler Fisk, Catherine O'Hara, John Lithgow, Lily Tomlin, Harold Ramis, Kevin Kline, Gary Marshall, Chevy Chase, Mike White, Ben Stiller. Sýningartími: 90 mín. Paramount. Bandaríkin 2002. Meira
15. október 2002 | Fólk í fréttum | 148 orð | 1 mynd

Konungur létthlustunarinnar

EINN af helstu iðkendum létthlustunarformsins svokallaða, Ray Conniff, lést 12. október síðastliðinn, 85 ára að aldri. Meira
15. október 2002 | Menningarlíf | 264 orð | 1 mynd

La Traviata í hádeginuu

HÁDEGISTÓNLEIKARÖÐ Íslensku óperunnar á haustmisseri 2002 hefur göngu sína í dag og munu tónlistarunnendur geta gengið að hádegistónleikunum vísum annan hvern þriðjudag í október og nóvember. Meira
15. október 2002 | Menningarlíf | 219 orð

Louisiana eignast Hús árstíðanna

LOUISIANA-nútímalistasafnið í Danmörku hefur eignast Hús árstíðanna eftir arkitektana Hjördísi Sigurgísladóttur og Dennis Jóhannesson. Meira
15. október 2002 | Menningarlíf | 135 orð | 1 mynd

Mannrækt

Draumar barna og merking þeirra er eftir Amöndu Cross í þýðingu Önnu Maríu Hilmarsdóttur . Í bókinni er að finna útskýringar á algengustu fyrirbærum og táknum í draumum barna og gagnleg ráð handa þeim sem þurfa að kljást við martraðir og ótta hjá börnum. Meira
15. október 2002 | Menningarlíf | 31 orð

Myndskúlptúr í Eden

BENEDIKT S. Lafleur myndlistarmaður sýnir nýja myndaskúlptúra í Eden ásamt eldri verkum. Sýningin er opin til 21. október. Ennfremur er væntanleg á markað þriggja binda smásagnasafn eftir Benedikt sem nefnist Í blóðsporum... Meira
15. október 2002 | Fólk í fréttum | 259 orð | 1 mynd

Rocky og óvinurinn

Leikstjóri: Michael Apted. Handrit: Nicholas Kazan. Kvikmyndatökustjóri: Rogier Stoffers. Tónlist: David Arnold. Aðalleikendur: Jennifer Lopez, Bill Campbell, Tessa Allen, Juliette Lewis, Noah Wyle, Fred Ward. 115 mín. Columbia. Bandaríkin 2002. Meira
15. október 2002 | Fólk í fréttum | 135 orð | 2 myndir

Skosk stemning í miðbænum

ÞEIR sem lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur um helgina hafa væntanlega orðið varir við einhverja af þeim 2.500 Skotum, sem komu hingað til lands í tilefni af landsleik Íslands og Skotlands í knattspyrnu. Meira
15. október 2002 | Fólk í fréttum | 149 orð | 2 myndir

Systur fjórar

ÞESSA vikuna kemur út á myndbandi og mynddiski hin rómaða belgíska mynd , Pauline & Paulette . Hún er eftir leikstjórann Lieven Debrauwer og skartar m.a. hinni kunnu leikkonu Belga, Doru Van Der Groen. Meira
15. október 2002 | Menningarlíf | 289 orð | 1 mynd

Tvö ný barnaleikrit í Möguleikhúsinu

TVÖ ný, íslensk barnaleikrit verða frumsýnd hjá Möguleikhúsinu við Hlemm á komandi leikári og haldið verður áfram sýningum á sex verkum frá fyrri leikárum. Fyrsta frumsýning leikársins verður á laugardag kl. 14. Meira
15. október 2002 | Tónlist | 441 orð

Tækni og skáldskapur tilfinninga

Jaromir Klepác lék verk eftir Chopin, Smetana, Janacek, Mozart og Mússorgskí. Sunnudagurinn 6. október. Meira
15. október 2002 | Menningarlíf | 131 orð | 1 mynd

Unglingasaga

Milljón holur er barna- og unglingasaga eftir Louis Sachar í þýðingu Sigfríðar Björnsdóttur og Ragnheiðar Erlu Rósarsdóttur. Meira
15. október 2002 | Fólk í fréttum | 430 orð | 1 mynd

Útvarp fyrir unglinga

EINN af fjölmörgum útvarpsmönnum, sem heita Palli að millinafni, sér um Útvarp Samfés. Ragnar Páll Ólafsson, betur þekktur sem Raggi Palli, hefur umsjón með þáttunum, sem hafa verið á dagskrá Rásar 2 frá því í byrjun október 2001. Meira
15. október 2002 | Fólk í fréttum | 312 orð | 1 mynd

Veljum færeyskt

HLJÓMALIND og Tutl munu í vikunni standa fyrir kynningu á færeyskri tónlist. Dagana 16. til 26. október verður haldin svokölluð Fairwaves-hátíð, sem er útúrsnúningur úr tónlistarhátíðinni Airwaves. Meira
15. október 2002 | Leiklist | 835 orð | 1 mynd

Vel lukkaður barnasöngleikur

Höfundur texta: Ólafur Gunnar Guðlaugsson. Höfundur tónlistar: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Höfundur söngtexta: Andrea Gylfadóttir. Leikstjóri: Gunnar Gunnsteinsson. Meira

Umræðan

15. október 2002 | Aðsent efni | 424 orð | 1 mynd

Alþjóðadagur kvenna í landbúnaði er í dag

"Þátttaka kvenna í framleiðslu landbúnaðarvara er mikil og er afar mikilvæg ekki aðeins hér á landi heldur um allan heim." Meira
15. október 2002 | Bréf til blaðsins | 170 orð

Bráðræði og Ráðleysa

ÉG MÁ til með að biðja fyrir leiðréttingu á vinsamlegri ábendingu sem birtist í Velvakanda miðvikudaginn 9. október. Ólafur Lárusson ritar um skýringu á orðunum bráðræði og ráðleysu. Meira
15. október 2002 | Bréf til blaðsins | 332 orð | 1 mynd

Eitrið viðheldur böli mannkyns

Í ÁRDAGA mælti Kristur: "Gangið inn um þrönga og mjóa veginn" og hann varaði jafnfamt við breiða veginum sem fjöldinn streymdi eftir. Á þetta ekki einnig við í dag. Meira
15. október 2002 | Bréf til blaðsins | 357 orð

Hormónar til góðs eða ills

EIN aðalfrétt ríkissjónvarpsins miðvikudaginn 9. okt. Meira
15. október 2002 | Aðsent efni | 572 orð | 1 mynd

Í tilefni alþjóðlegs geðheilbrigðisdags

"Samvinna allra þeirra, sem sinna geðheilbrigðismálum, er forsenda árangurs - til heilla fyrir börnin okkar." Meira
15. október 2002 | Aðsent efni | 436 orð | 1 mynd

Kaffistofuspjall á Alþingi - samkeppni á sementsmarkaði

"Gera ber sér þá von að framvegis muni þingforsetinn skoða erindi beggja málsaðila og mynda sér skoðanir af meiri hlutlægni." Meira
15. október 2002 | Bréf til blaðsins | 297 orð | 1 mynd

Með betri fyrirvara ÉG VIL koma...

Með betri fyrirvara ÉG VIL koma á framfæri óánægju minni með framkvæmd mótmælafunda vegna Kárahnjúkavirkjunar. Ég hef misst af fundum sem ég hefði gjarnan viljað vera stödd á en hef ekki komist þar sem fundirnir eru auglýstir með svo stuttum fyrirvara. Meira
15. október 2002 | Aðsent efni | 728 orð | 1 mynd

Pólitíkin í fjárlagafrumvarpinu

"Hér verður að breyta um stefnu og setja velferð þjóðarinnar allrar í forgang." Meira
15. október 2002 | Aðsent efni | 521 orð | 1 mynd

Vinna gegn streitu

"Í tilefni vinnuverndarvikunnar hvetur Vinnueftirlitið til umræðna um forvarnir gegn vinnustreitu." Meira
15. október 2002 | Bréf til blaðsins | 26 orð | 1 mynd

Þessar ungu stúlkur héldu hlutaveltu í...

Þessar ungu stúlkur héldu hlutaveltu í Hafnarfirði á dögunum og söfnuðu 1.872 kr. fyrir Rauða krossinn. Þær heita (frá vinstri) Hafdís Árnadóttir, Snædís, Margrét og Sólrún... Meira

Minningargreinar

15. október 2002 | Minningargreinar | 2210 orð | 1 mynd

AÐALHEIÐUR ESTER GUÐMUNDSDÓTTIR

Aðalheiður Ester Guðmundsdóttir fæddist 20. nóvember 1923 á Sigurstöðum á Akranesi. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 8. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Jónsdóttir, f. 10. ágúst 1881, d. 3. mars 1966, og Guðmundur Guðmundsson, f. 4. Meira  Kaupa minningabók
15. október 2002 | Minningargreinar | 1210 orð | 1 mynd

JÓHANN JÓN JÓNSSON

Jóhann Jón Jónsson fæddist í Ólafsvík 2. október 1930. Hann lést í Reykjavík 3. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Eyjólfsson, Akranesi, og Karolína Vigfúsdóttir, Ólafsvík. Meira  Kaupa minningabók
15. október 2002 | Minningargreinar | 3047 orð | 1 mynd

KRISTJÁN JÓN JÓNSSON

Kristján Jón Jónsson fæddist í Hnífsdal 8. september 1921. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 8. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Eiríksson sjómaður, f. 9.12. 1880, d. 1972, og kona hans Arnfríður Kristjánsdóttir húsmóðir, f. 10.7. 1894, d. Meira  Kaupa minningabók
15. október 2002 | Minningargreinar | 455 orð | 1 mynd

Ólafur Þorvaldsson

Ólafur B. Þorvaldsson fæddist í Keflavík 17. maí 1914. Hann andaðist á öldrunardeild Landspítalans í Fossvogi 7. október. Foreldrar hans voru Þorvaldur Kristján Ólafsson og Þórunn Halldórsdóttir. Ólafur átti fjögur systkini. Meira  Kaupa minningabók
15. október 2002 | Minningargreinar | 1729 orð | 1 mynd

SIGURÞÓR SIGURÐSSON

Sigurþór Sigurðsson vélstjóri fæddist á Norðfirði 8. mars 1939. Hann lést 4. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Margrét Svanfríður Hansen frá Skálum á Langanesi, f. 3. nóvember 1915, látin, og Sigurður Jónsson verkamaður á Norðfirði, f. 3. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

15. október 2002 | Viðskiptafréttir | 349 orð

Alcoa lækkar

HLUTABRÉF í álrisanum Alcoa hafa lækkað um nær helming á síðustu sex mánuðum, sem er með mestu lækkun þeirra fyrirtækja sem mynda hina þekktu Dow Jones Industrial Average-vísitölu stórra bandarískra fyrirtækja. Meira
15. október 2002 | Viðskiptafréttir | 689 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 129 50 124...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 129 50 124 3,973 491,194 Gellur 620 600 611 64 39,135 Grálúða 200 147 193 982 189,301 Gullkarfi 90 10 74 19,227 1,415,364 Hlýri 206 145 157 11,712 1,838,209 Háfur 45 5 42 221 9,235 Keila 100 36 80 5,833 465,140 Langa 170 60... Meira
15. október 2002 | Viðskiptafréttir | 230 orð | 1 mynd

Easyjet kaupir 120 þotur af Airbus í stað Boeing

FLUGFÉLAGIÐ Easyjet, sem býður upp á ódýrar flugferðir, hefur ákveðið að kaupa 120 A319-þotur frá Airbus-flugvélaframleiðandanum, en hingað til hefur fyrirtækið keypt flugvélar frá Boeing af gerðinni 737-700. Meira
15. október 2002 | Viðskiptafréttir | 650 orð

Ísland fær aðild að Alþjóðahvalveiðiráðinu

ÍSLENDINGAR fengu aðild að Alþjóðahvalveiðiráðinu á aukafundi ráðsins sem hófst í Cambridge í Englandi í gær. Boðað var til fundarins í Englandi til að ræða frumbyggjakvóta Alaska og Rússlands. Meira
15. október 2002 | Viðskiptafréttir | 83 orð

Lucent segir upp 10.000 manns

BANDARÍSKA stórfyrirtækið Lucent, sem framleiðir fjarskiptabúnað, hefur ákveðið að segja upp 10.000 starfsmönnum. Meira
15. október 2002 | Viðskiptafréttir | 285 orð

Plastprent kaupir lettneska fyrirtækið Uniflex

ÁREIÐANLEIKAKÖNNUN Plastprents hf. á lettneska plastframleiðandanum Unifleks er lokið og hefur samningur um kaup Plastprents hf. á öllu hlutafé Unifleks verið endanlega staðfestur og öllum skilyrðum samningsins hefur nú verið fullnægt. Hinn 16. Meira
15. október 2002 | Viðskiptafréttir | 267 orð

Ráðherra vill eðlileg skattskil

Á MÁLÞINGI sem Samtök íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja og Samtök iðnaðarins gengust fyrir með stjórnmálamönnum á Agora, fagsýningu þekkingariðnaðarins, á föstudag, sagðist Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra, vilja leita leiða til að taka á því máli að... Meira
15. október 2002 | Viðskiptafréttir | 237 orð

SÍF hækkar um 11,1%

VIÐSKIPTI með hlutabréf námu 681 milljón króna í Kauphöll Íslands í gær. Mest viðskipti voru með bréf SÍF eða fyrir rúmar 232 milljónir króna og hækkaði gengi félagins um 11,1%, úr 4,50 í 5. Meira
15. október 2002 | Viðskiptafréttir | 59 orð

Skapandi reikningsskil

SKAPANDI reikningsskil verða til umfjöllunar á hádegisverðarfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga sem haldinn verður í Hvammi á Grand hóteli í Reykjavík klukkan 12-13.30 í dag. Meira

Daglegt líf

15. október 2002 | Neytendur | 123 orð | 1 mynd

Lífrænt í dýragarðinum í Kaupmannahöfn

BYRJAÐ er að fóðra dýrin í dýragarðinum í Kaupmannahöfn á lífrænt ræktuðum ávöxtum og grænmeti, að því er fram kemur í Jyllandsposten . Þar segir að innkaup á lífrænu hráefni séu liður í því að gera dýragarðinn umhverfisvænni. Meira
15. október 2002 | Neytendur | 347 orð | 1 mynd

Meðalverð grænmetis 35-67% lægra nú en í febrúar

MEÐALVERÐ margra tegunda grænmetis hefur lækkað um 35-67% frá því í febrúar, samkvæmt mánaðarlegri könnun Samkeppnisstofnunar. Meira

Fastir þættir

15. október 2002 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli .

70 ÁRA afmæli . Í dag, þriðjudaginn 15. október, er sjötug Guðríður Árnadóttir. Hún tekur á móti ættingjum og vinum kl. 20-23 á afmælisdaginn í Safnaðarheimilinu við... Meira
15. október 2002 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

85 ÁRA afmæli .

85 ÁRA afmæli . Í dag, þriðjudaginn 15. október, er 85 ára Sesselja Pétursdóttir, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu laugardaginn 19. október kl.... Meira
15. október 2002 | Í dag | 711 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10-14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Byrjað á kaffisopa og kl. 10.30 er boðið upp á skemmtigöngu um Laugardalinn eða upplestur úr góðum bókum fyrir þá sem ekki treysta sér í gönguna. Meira
15. október 2002 | Fastir þættir | 146 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Anton og Pétur unnu fyrsta vetrarmót Bridsfélags Akureyrar Þriðjudaginn 1. október lauk tveggja kvölda Startmóti Bridsfélags Akureyrar. Meira
15. október 2002 | Fastir þættir | 273 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

VERKEFNI dagsins er að meta möguleika sóknar og varnar. Meira
15. október 2002 | Dagbók | 865 orð

(Jóh. 20.)

Í dag er þriðjudagur 15. október, 288. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Jesús segir við hann: "Þú trúir, af því þú hefur séð mig. Sælir eru þeir, sem hafa ekki séð og trúa þó." Meira
15. október 2002 | Fastir þættir | 1211 orð | 2 myndir

Nikolic og Sokolov efstir á Mjólkurskákmótinu

8.-16. október 2002 Meira
15. október 2002 | Fastir þættir | 808 orð | 2 myndir

Nýjar leiðir í rekstri og fjármögnun

Tvær vikur eru í að ný og glæsileg reiðhöll Andvara í Garðabæ verði tekin í notkun. Farnar eru ótroðnar slóðir við fjármögnun og byggingu hallarinnar og komst Valdimar Kristinsson að því að svo yrði einnig um rekstur hennar, í spjalli við stjórnarmenn Kjóavalla ehf. Meira
15. október 2002 | Fastir þættir | 480 orð | 1 mynd

Reyr og Tjörvi gáfu góðan framtíðartón

Reyr frá Dalbæ og Tjörvi frá Sunnuhvoli voru þau folöld sem mesta athygli vöktu á folaldasýningunni á föstudagskvöldið í Ölfushöllinni þegar leiddar voru fram 22 mæður með afkvæmum sínum þetta árið. Meira
15. október 2002 | Fastir þættir | 170 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 Re7 5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 c5 7. Dg4 Kf8 8. Bd2 b6 9. Rh3 Ba6 10. Bxa6 Rxa6 11. 0-0 Hc8 12. Rf4 cxd4 13. cxd4 Rf5 14. c3 Hc4 15. Df3 h5 16. h3 g6 17. g4 hxg4 18. hxg4 Dh4 19. Meira
15. október 2002 | Viðhorf | 869 orð

Um hvað verður kosið?

Tja, sennilega verður kosið um botnfrosna efa- og afstæðishyggjuna sem einkennt hefur pólitíska umræðu hérlendis á undanförnum árum. Meira
15. október 2002 | Fastir þættir | 456 orð

Víkverji skrifar...

VÍKVERJI brá sér í betri skóna um helgina og lék landsleik í knattspyrnu. Meira
15. október 2002 | Dagbók | 83 orð

Þú veizt

Þú veizt, að ég spyr ei um endurást, - þær ungu, þær spyrja og vona. - Ég lærð hlýt að vera við líf þetta að fást, ég lít út sem háöldruð kona. Meira
15. október 2002 | Í dag | 302 orð

Æðruleysi í Dómkirkjunni - 12 spor

Í Dómkirkjunni hafa verið haldnar svokallaðar æðruleysismessur undanfarin fimm ár. Þar hefur myndast samfélag fólks sem hefur leitað bata eftir sporunum tólf eins og það er orðað í auglýsingum. Meira

Íþróttir

15. október 2002 | Íþróttir | 361 orð | 1 mynd

Álíka lélegir og völlurinn

"ÞAÐ er alveg ljóst að ég er ekki sáttur við þennan leik hjá okkur. Ætli við höfum ekki verið álíka lélegir og völlurinn," sagði Eiður Smári Guðjohnsen þungur á brún eftir að flautað var til leiksloka á laugardaginn. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 500 orð | 1 mynd

* BALDVIN Þorsteinsson, KA-maður, tefldi djarft...

* BALDVIN Þorsteinsson, KA-maður, tefldi djarft þegar hann tók Vilhjálm Halldórsson Stjörnumann úr umferð eitt sinn. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 135 orð

Besti maður Skota ætlaði að hætta

LEE Wilkie, varnarmaðurinn hávaxni í skoska landsliðinu sem átti frábæran leik gegn Íslendingum á Laugardalsvellinum á laugardaginn, var nálægt því að leggja skóna á hilluna fyrir ári. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 105 orð

Björklund fylgdist með Hauki Inga

KALLE Björklund, þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Molde, var á Laugardalsvellinum á laugardaginn til að fylgjast með Keflvíkingnum Hauki Inga Guðnasyni í landsleik Íslands og Skotlands. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 504 orð

Draumavertíð hjá Ferrari

VERTÍÐ þeirrar tegundar í Formúlu-1, sem lauk um helgina, hafa unnendur íþróttarinnar aldrei áður upplifað og vonast sennilega til að endurtaki sig ekki. Ross Brawn, tæknistjóri Ferrari, fjarstýrði liði sínu af sjúkrabeði í Englandi til enn eins yfirburðasigurs en yfirburðir Ferrari hafa orðið til þess að sjónvarpsáhorfendur hafa margir notað sína fjarstýringu til að slökkva á tækjum sínum eða skipta um rás. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 218 orð

England slapp með stigin frá Bratislava

ENGLENDINGAR náðu að knýja fram nauman sigur á Slóvökum, 2:1, í fyrsta leik sínum í undankeppni Evrópumóts landsliða í knattspyrnu sem fram fór í Bratislava á laugardaginn. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 594 orð

Engum hollt að breiða yfir vandamálið

"AÐ mínu mati lék íslenska landsliðið illa í dag og það sem kom mér mest á óvart var hversu snemma við létum Skotana koma okkur úr jafnvægi. Það var vitað mál að Skotarnir myndu pressa okkur þegar þeir töpuðu boltanum og einhverra hluta vegna þá sló það íslenska liðið út af laginu," sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, við Morgunblaðið á Laugardalsvellinum skömmu eftir sigur Skota á Íslendingum. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 617 orð | 1 mynd

Erum komnir á rétta braut

BERTI Vogts, þjálfari Skota, byrjaði blaðamannafund eftir sigurinn á Íslendingum á að þakka skoskum fjölmiðlamönnum fyrir að hafa staðið með liðinu þrátt fyrir það sem á undan var gengið, jafntefli við Færeyinga og tap í nokkrum vináttuleikjum. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 459 orð | 1 mynd

Evrópukeppni landsliða 1.

Evrópukeppni landsliða 1. RIÐILL: Malta - Ísrael 0:2 Pini Balili 56., Haim Revivo 77. - 5.200. Frakkland - Slóvenía 5:0 Steve Marlet 35., 64., Patrick Vieira 10., Sylvain Wiltord 79., Sydney Govou 86. Rautt spjald : Saso Gasjer (Slóveníu) 90. - 77.619. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 472 orð | 1 mynd

* FRAKKAR hafa fundið skotskóna á...

* FRAKKAR hafa fundið skotskóna á ný eftir markalausa heimsmeistarakeppni í sumar. Þeir sigruðu Slóvena , 5:0, í París í undankeppni EM á laugardaginn og virðast vera að ná fyrri styrk á ný. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 152 orð

Frábær úrslit

STEVEN Pressley, varnarmaður Skota og leikmaður Hearts, sagði að úrslitin væru frábær og liðsheild Skota hefði verið geysilega öflug. "Viðbrögð stuðningsmanna okkar á vellinum sýndu best hve mikið þessi sigur þýðir fyrir þjóð okkar. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 181 orð

Fyrsta markið með hægri fæti

GARY Naysmith, leikmaður Everton, var að vonum ánægður með sitt fyrsta mark fyrir skoska landsliðið, sem innsiglaði sigurinn gegn Íslendingum á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Ekki síst vegna þess hvernig hann skoraði það. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 372 orð

Gerður hetja Gróttu/KR

GERÐUR Einarsdóttir var hetja Gróttu/KR á laugardaginn þegar hún skoraði sigurmark gegn Víkingum í 16:15 sigri þremur sekúndum fyrir leikslok. Leiksins verður helst minnst fyrir aragrúa mistaka en var engu að síður ágæt skemmtun, sérstaklega síðasta mínútan með fimm sóknum og sigurmarkinu. Leikurinn fleytir Gróttu/KR upp í þriðja sæti deildarinnar en Víkingar tóku sæti þeirra, þaðsjötta. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 120 orð

Goran endurráðinn hjá HK

GORAN Kristófer Micic skrifaði um helgina undir nýjan samning til tveggja ára við 1. deildarlið HK í knattspyrnu. Goran tók við liði HK í 3. deild fyrir tímabilið 2001 og það hefur sigrað í bæði 3. og 2. deild undir hans stjórn. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 425 orð | 1 mynd

Grindavík - KR 73:66 Íþróttahúsið í...

Grindavík - KR 73:66 Íþróttahúsið í Grindavík, 1. deild kvenna, laugardaginn 12. október 2002. Gangur leiksins: 21:15, 38:33, 51:52, 73:66. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 245 orð

Haltraði um í korter

RÚNAR Kristinsson, fyrirliði Íslands, meiddist í nára í leiknum gegn Skotum á laugardag og ekki er ljóst hvort hann verður með gegn Litháum á morgun. Rúnar bað um skiptingu og ætlaði af velli korteri fyrir leikslok þegar Bjarni Guðjónsson kom inn á, en sneri við þegar hann sá að Haukur Ingi Guðnason var kallaður af velli í staðinn. Fyrir vikið þurfti Rúnar að spila síðustu 15 mínúturnar án þess að geta beitt sér að ráði og dró sig aftarlega á völlinn. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 287 orð | 1 mynd

* HARALDUR Freyr Guðmundsson var útnefndur...

* HARALDUR Freyr Guðmundsson var útnefndur leikmaður ársins hjá úrvalsdeildarliði Keflavíkur í knattspyrnu á lokahófi á laugardagskvöldið. Hörður Sveinsson var valinn efnilegasti leikmaður liðsins. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 360 orð

Haukar fengu að leika sér

ÞRÁTT fyrir mikla yfirburði tókst Haukum að ná upp leikgleði og stemmningu þegar þeir léku síðari leikinn við Strovolos frá Kýpur í Evrópukeppni bikarhafa að Ásvöllum á laugardaginn og sýndu sínar bestu hliðar, oft með tilþrifum og sirkusmörkum, í 43:16 sigri. Í dag, þriðjudag, verður síðan dregið í næstu umferð og þá verður leiðin eflaust ekki eins greið en Haukar geta samt ornað sér um stund við góðan sigur þegar flestar þeirra leikfléttur gengu upp. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 427 orð

Hundfúlir yfir að tapa

"AUÐVITAÐ er maður hundsvekktur yfir að tapa og eins yfir leik okkar en hvað það var sem fór úrskeiðis er ekki gott að segja svona strax eftir leik. Ekki vantaði viljann og baráttuna," sagði Hermann Hreiðarsson eftir tapið fyrir Skotum. Hermann sagðist hafa verið fullkomlega heill fyrir leikinn og ekki kenna sér meins en hann hefur átt við eymsli í baki að stríða. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 1167 orð | 1 mynd

ÍBV - HK 21:24 Íþróttamiðstöðin, Vestmannaeyjum.

ÍBV - HK 21:24 Íþróttamiðstöðin, Vestmannaeyjum. 1. deild karla, Essodeild, laugardaginn 12. október Gangur leiksins : 0:1, 2:2, 4:4, 5:6, 5:8, 7:10, 9:12, 11:13 , 11:14, 12:16, 13:19, 14:20, 17:20, 18:22, 20:23, 21:24 . Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 37 orð | 1 mynd

Íslandsmótið Skautahöllin, Laugardal: SR - Björninn...

Íslandsmótið Skautahöllin, Laugardal: SR - Björninn 5:8 Mörk/ stoðsendingar: James Divine 2/0, Ingvar Jónsson 1/0, Kristján Óskarsson 1/0, Peter Bolin 1/0 - Jónas Breki Magnússon 3/2, Birgir Hansen 2/1, Sergei Zak 1/1, Ragnar Óskarsson 1/0, Marteinn... Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 200 orð | 1 mynd

* ÍSLAND tefldi fram mun reyndara...

* ÍSLAND tefldi fram mun reyndara liði en Skotland á laugardaginn. Þeir 14 leikmenn Íslands sem tóku þátt í leiknum áttu samtals 363 landsleiki að baki áður en hann hófst. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 82 orð

Katar fékk bronsverðlaun

KATAR, einn mótherja Íslands í heimsmeistarakeppninni í handknattleik sem fram fer í Portúgal í vetur, sigraði Japan, 28:21, í úrslitaleik um bronsverðlaunin á Asíuleikunum í Suður-Kóreu í morgun. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 117 orð

Katrín skoraði og titillinn blasir við Kolbotn

NORSKI meistaratitillinn í knattspyrnu blasir við Katrínu Jónsdóttur og stöllum hennar í Kolbotn eftir 3:0 útisigur á Sandviken á laugardaginn. Katrín skoraði annað mark Kolbotn í leiknum þegar hún fylgdi eftir skoti sem markvörður heimaliðsins varði. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 13 orð

KNATTSPYRNA EM og Ólympíuleikur, U21: Akranes:...

KNATTSPYRNA EM og Ólympíuleikur, U21: Akranes: Ísland - Litháen 15.30 HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, Essodeild: Vestmannaey.: ÍBV - Fylkir/ÍR 19. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 35 orð | 1 mynd

Knötturinn á leið fram hjá íslenska...

Knötturinn á leið fram hjá íslenska liðinu, eftir aukaspyrnu {ndash} í varnarvegg Íslendinga eru Arnar Þór Viðarsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Helgi Sigurðsson og Rúnar Kristinsson {ndash} og fram hjá marki. Landsliðið mætir liði Litháen á... Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 413 orð

KR lá í Grindavík

ÞAÐ var sannkallaður stórleikur sem háður var í Röstinni í Grindavík á laugardag í 1. deild kvenna í körfuknattleik þar sem Íslandsmeistaralið KR beið lægri hlut fyrir sterku liði heimamanna sem voru yfir í hálfleik, 38:33, og sigruðu að lokum 73:66. Í íþróttahúsi Kennaraháskólans í gærkvöldi hafði Keflavík 63:46 sigur á ÍS. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 28 orð | 1 mynd

Lancome-mótið Saint Nom la Breteche, Frakklandi:...

Lancome-mótið Saint Nom la Breteche, Frakklandi: Alex Cejka, Þýskal. 272 Carlos Rodiles, Spáni 274 Jean-Francois Lucquin, Frakkl. 275 Angel Cabrera, Argentínu 275 Thomas Levet, Frakkl. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 870 orð | 1 mynd

Landslið er ekki einkamál nokkurra manna

GUÐJÓN Þórðarson, sem gegndi landsliðsþjálfarastöðunni á undan Atla Eðvaldssyni, var frekar brúnaþungur þegar Morgunblaðið hitti hann í heiðursstúkunni fáeinum mínútum eftir að franski dómarinn flautaði til loka leiks Íslendinga og Skota. Guðjón, sem stýrði landsliðinu með góðum árangri í fjögur ár, var ekki ánægður með leik landsliðsins og hann sagði að leikmenn og þjálfari yrðu að skoða leikinn vel og meta stöðuna af einlægni - ef ekki þá gæti leikurinn við Litháa á morgun orðið mikið basl. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 94 orð

Lárus Orri dró sig út úr hópnum

LÁRUS Orri Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, leikur ekki með íslenska liðinu gegn Litháen annað kvöld. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 112 orð

Leikið í 286 mínútur án þess að skora

MARKATALA Íslands í þremur síðustu mótsleikjum sínum er ekki sérlega góð, 0:11. Íslenska landsliðið lauk undankeppni HM á síðasta ári á því að tapa 3:0 fyrir Norður-Írlandi og 6:0 fyrir Danmörku og hóf þessa Evrópukeppni á 2:0 ósigri gegn Skotum. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 1715 orð | 1 mynd

Læt mótlætið ekki draga úr mér kjark

"AUÐVITAÐ er ég vonsvikinn, annað væri óeðlilegt," sagði Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, er Morgunblaðið ræddi við hann fljótlega eftir að flautað hafði verið til leiksloka gegn Skotum. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 188 orð

Magdeburg slapp fyrir horn

ALFREÐ Gíslason, þjálfari Magdeburg, sagði að sínir menn hefðu verið heppnir að sigra meistara Kiel, 30:29, í þýsku 1. deildinni í handknattleik á laugardaginn. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 170 orð

Milan Stefán þjálfar Keflvíkinga

MILAN Stefán Jankovic var um helgina ráðinn þjálfari knattspyrnuliðs Keflvíkinga og stjórnar því í 1. deildinni á næsta tímabili. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 27 orð | 1 mynd

Punktamót KR Meistaraflokkur karla: Kjartan Briem...

Punktamót KR Meistaraflokkur karla: Kjartan Briem - Matthías Stephensen 3:0 Magnús Magnússon - Markús Árnason 3:2 Úrslit: Kjartan Briem - Magnús Magnússon 3:2 Meistaraflokkur kvenna: Aldís R. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 462 orð | 1 mynd

"Fékk kjaftshögg og átti enga möguleika"

ÁREKSTUR milli Árna Gauts Arasonar markvarðar og Bjarna Þorsteinssonar bakvarðar var aðalástæðan fyrir því að Skotar náðu forystunni strax á 7. mínútu landsleiksins á laugardaginn. Christian Dailly, miðvörður Skota, skallaði þá boltann í tómt mark Íslands eftir hornspyrnu en Árni Gautur lá í markteignum og gat enga björg sér veitt. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 649 orð | 2 myndir

"Möguleikarnir engan veginn úr sögunni"

"ÞESSI ósigur gegn Skotum er gífurlegt áfall, við hefðum sætt okkur við eitt stig en tapið er mjög slæmt. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 565 orð

Rallinu lauk í rólegheitum

ÍSLANDSMEISTARINN Baldur Jónsson á Subaru Legacy vann Suðurlandsrall Essó sem fram fór á laugardaginn en að þessu sinni með Arnar Valsteinsson sér við hlið sem ók með Baldri í fyrra. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 957 orð | 1 mynd

Sigurmark Arnórs á síðustu sekúndu

KA-MENN skutust upp í 2. sæti 1. deildarinnar eftir frækilegan sigur á Stjörnunni sl. laugardag, 27:26. Þeir skoruðu síðustu þrjú mörkin í leik sem virtist tapaður, komust yfir í eina skiptið í seinni hálfleik og tryggðu sér sigurinn með marki Arnórs Atlasonar úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. KA er þar með komið með 9 stig en Stjarnan er áfram með 6 stig. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 473 orð

Sóknarleikurinn var taktlaus

LOGI Ólafsson fyrrum landsliðsþjálfari í knattspyrnu og nú aðstoðarþjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström varð eins og fleiri, sem fylgdust með landsleiknum við Skota, fyrir vonbrigðum með leik íslenska liðsins. Morgunblaðið hitti Loga skömmu eftir leikinn og leitaði álits hans á íslenska landsliðinu. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 95 orð

Tuttugu mörk Guðjóns Vals

GUÐJÓN Valur Sigurðsson skoraði 20 mörk fyrir Essen í tveimur auðveldum sigrum á Berchem frá Lúxemborg í EHF-bikarnum í handknattleik um helgina. Fyrst léku liðin í Lúxemborg og þá skoraði Guðjón Valur 12 mörk í 35:21 sigri Essen. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 208 orð

Vill aðeins greiða 22,4 milljónir

ENSKA knattspyrnufélagið Sunderland hefur sent frá sér yfirlýsingu um að það sé reiðubúið til að greiða Stoke 165 þúsund pund, eða 22,4 milljónir íslenskra króna, í skaðabætur vegna brotthvarfs knattspyrnustjórans Steves Cotterills í síðustu viku. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 379 orð

Vonbrigði

ÞAÐ væri að bera í bakkafullan lækinn að ætla sér að fara að rifja upp gang mála í viðureign Íslendinga og Skota á Laugardalsvellinum sl. laugardag. Leikur Íslendinga olli miklum vonbrigðum og allir vilja gleyma honum sem fyrst - svo lélegur var hann. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 743 orð

Væntingar

Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, kaus að fara þá leið eftir tapið fyrir Skotum að segja að umfjöllun sú sem fram fór fyrir leikinn hefði orðið íslenska liðinu að falli. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 166 orð

Völler hefur áhyggjur

RUDI Völler, landsliðsþjálfari Þjóðverja í knattspyrnu, hefur miklar áhyggjur af því hve lítið leikmenn hans leggja sig fram í vináttulandsleikjum. Meira
15. október 2002 | Íþróttir | 103 orð

Öruggur sigur Litháa

LITHÁAR, sem mæta Íslendingum á Laugardalsvellinum annað kvöld, unnu tiltölulega öruggan sigur á Færeyingum, 2:0, í Kaunas á laugardaginn. Tomas Razanauskas skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á 22. Meira

Fasteignablað

15. október 2002 | Fasteignablað | 93 orð | 1 mynd

Erica er fallegt haustblóm

Nú er tími Ericunnar sem er fallegt haustblóm sem mikið er keypt af hér á landi um þessar mundir. Meira
15. október 2002 | Fasteignablað | 583 orð

Félagsleg lán tvöfaldast í tíð Íbúðalánasjóðs

FÉLAGSLEG lán Íbúðalánasjóðs hafa tvöfaldast í tíð Íbúðalánasjóðs. Þegar sjóðurinn tók til starfa 1. janúar 1999, eða fyrir tæpum fjórum árum voru félagslegar íbúðir rúmlega 9 þúsund. Nú eru íbúðir með félagslegum lánum orðnar yfir 17.000. Meira
15. október 2002 | Fasteignablað | 73 orð | 1 mynd

Hafnargarður frá 1970

Flóðgarðar þeir sem nú ber mest á við Stokkseyri voru byggðir um 1990. Siglingastofnun lét hanna garðana og vinna þá enda eru þeir kostaðir að langmestum hlut af ríkisfé. Flóðgarðar hafa lengi viðgengist við þorpið og eru þeir elstu handhlaðnir um 1890. Meira
15. október 2002 | Fasteignablað | 110 orð | 1 mynd

Hús á faraldsfæti

KVÍABÓL í Mýrdal hefur verið í eyði í tugi ára, einungis nytjað til heyskapar. Nú hefur Ólafur Guðjónsson keypt hús sem var notað sem mötuneyti uppi við virkjanir í Árnessýslu og komið því fyrir á Kvíabóli. Meira
15. október 2002 | Fasteignablað | 245 orð | 1 mynd

Kirkjuteigur 23

Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Holt er nú í einkasölu hæð í steinhúsi sem byggt var 1947. Þetta er 153,9 ferm. hæð á miðhæð á Kirkjuteigi 23 í Reykjavík. Hæðinni fylgir steinsteyptur bílskúr frá 1960, sem er 36 ferm. að stærð. Meira
15. október 2002 | Fasteignablað | 172 orð | 2 myndir

Komum saman hóp 30 trésmiða á einni klukkustund

"ÞAÐ VAR hér einhvern tímann eftir gos að gerði hér afspyrnu slæmt veður, í september trúi ég, og varð mikið fok og læti hér í Reykjavík. Meira
15. október 2002 | Fasteignablað | 188 orð | 1 mynd

Laufásvegur 65

Reykjavík - Fasteignasalan Lundur er nú með í einkasölu íbúðarhúsnæði á Laufásvegi 65 í Reykjavík. Um er að ræða efri hæð og ris ásamt 80 ferm. rými í kjallara. Alls eru þetta 260,4 ferm. í steinsteyptu tvíbýlishúsi sem byggt var 1931. Meira
15. október 2002 | Fasteignablað | 90 orð | 1 mynd

Maður og kona

Styttan Maður og kona eftir Tove Ólafsson stendur ofarlega í Hljómskálagarðinum, nálægt Bjarkargötu. Styttan er frá 1948 og er afskaplega rómantísk í haustfegurð garðsins. Tove Ólafsson fæddist 1909 og stundaði nám í höggmyndalist í Kaupmannahöfn. Meira
15. október 2002 | Fasteignablað | 223 orð | 1 mynd

Mávahraun 4

Hafnarfjörður - Hjá Fasteignastofunni er nú í sölu einbýlishúsið Mávahraun 4 í Hafnarfirði. Þetta er steinsteypt hús, byggt 1966 og er það alls 202 ferm., þar af er bílskúrinn 49,9 ferm. Meira
15. október 2002 | Fasteignablað | 75 orð | 1 mynd

Minnismerki um drukknaða sjómenn

Þetta er minnisvarði um drukknaða sjómenn frá Stokkseyri. Hann gerði Elvar Þórðarson. Mjög margir sjómenn drukknuðu við Stokkseyri á árum áður, enda var hafnaraðstaða þar erfið og skerjagarðurinn úti fyrir hættuleg siglingaleið. Í Öldinni okkar segir... Meira
15. október 2002 | Fasteignablað | 899 orð | 3 myndir

Myndskreytt rit um lagnir og lagnafrágang

Hver hefur ekki leitað að fyrirbrigðum eins og einstreymisloka, þrýstiminnkara og varmaskipti í að því er virðist flókinni tengigrind? Með hjálp nýútkomins rits á þetta ekki að verða vandamál. Magnús Sigurðsson ræddi við höfundinn, Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóra Verkvangs. Meira
15. október 2002 | Fasteignablað | 104 orð | 1 mynd

Seiðakvísl 28

Reykjavík - Hjá fasteign.is er nú til sölu glæsilegt einbýlishús við Seiðakvísl 28 í Reykjavík. Húsið er hæð og kjallari og grunnflötur hússins er 200 ferm. og stærð hússins því 400 ferm. Óskað er eftir tilboðum. Hæðin skiptist m. a. Meira
15. október 2002 | Fasteignablað | 40 orð | 1 mynd

Selfosskirkja

Selfosskirkja var vígð á pálmasunnudag 1956. Hún er steinsteypt og teiknuð af Bjarna Pálssyni, byggingarfulltrúa á Selfossi. Kirkjan var stækkuð síðar og þá byggður við hana turn og safnaðarheimili. Meira
15. október 2002 | Fasteignablað | 1017 orð | 3 myndir

Sjávarstemningin skammt undan

Mikill kraftur er nú í nýbyggingum í Bryggjuhverfi í Reykjavík. Magnús Sigurðsson kynnti sér nýjar íbúðir, sem Þórhalli Einarsson byggir við Naustabryggju 6-10. Meira
15. október 2002 | Fasteignablað | 469 orð | 3 myndir

Skáldað í tré

Laugardaginn 5. október var opnuð í sal Ráðhúss Reykjavíkur sýning á vegum trérennismiða á mörgum hlutum sem meðlimir félags þeirra hafa unnið í rennibekkjunum. Ég fór til að skoða þessa sýningu daginn eftir. Þá var sunnudagur 6. okt. Meira
15. október 2002 | Fasteignablað | 182 orð | 1 mynd

Skeggjastaðir

Vestur-Landeyjar - Eignamiðlunin er nú með í sölu tvílyft einbýlishús með 20 hektara beitarlandi í Landeyjum. Húsið er úr holsteini og er 123,3 ferm. að stærð. Meira
15. október 2002 | Fasteignablað | 414 orð | 1 mynd

Sólvallagata 35

Reykjavík - Hjá Fasteignamiðlun Sverris Kristjánssonar er nú til sölu Gisiheimilið Blásól á Sólvallagötu 35 í vesturbæ Reykjavíkur. Um er að ræða 86,8% hússins. Meira
15. október 2002 | Fasteignablað | 452 orð | 1 mynd

Um 20% aukning veltu á 9 mánuðum á þessu ári

VELTA og fjöldi kaupsamninga í fasteignaviðskiptum á höfuðborgarsvæðinu jókst verulega á þriðja ársfjórðungi í ár miðað við sama tíma í fyrra. Þannig fjölgaði þinglýstum kaupsamningum úr 1.682 á þriðja ársfjórðungi 2001 í 1. Meira
15. október 2002 | Fasteignablað | 401 orð

Útreikningar á greiðslumati

Greiðslumatið sýnir hámarksfjármögnunarmöguleika með lánum Íbúðalánasjóðs miðað við eigið fé og greiðslugetu umsækjenda. Forritið gerir ráð fyrir að eignir að viðbættum nýjum lánum s.s. Meira
15. október 2002 | Fasteignablað | 216 orð | 1 mynd

Víðir - kross grasafræðinganna

Víðir hefur stundum verið nefndur "kross grasafræðinganna" vegna þess hve erfitt er að greina sundur sumar tegundir hans, þær æxlast saman margar hverjar og mynda bastarða. Meira
15. október 2002 | Fasteignablað | 447 orð | 1 mynd

Þinghólsbraut 46

Kópavogur - Fasteignasalan Stakfell er með í einkasölu einbýlishúsið Þinghólsbraut 46. Húsið var byggt 1960 og er það 267 ferm., þar af er einfaldur bílskúr 21 ferm. Húsið er steinsteypt. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.