Greinar föstudaginn 18. október 2002

Forsíða

18. október 2002 | Forsíða | 122 orð

Fritz sá ljósið

VLADÍMÍR Kramník, heimsmeistari í skák, og Deep Fritz, sterkasta skáktölva í heimi, gerðu jafntefli í sjöundu einvígisskákinni í gær. Áttunda skákin verður því hrein úrslitaskák en hún verður tefld á morgun. Þá hefur Kramník hvítt. Meira
18. október 2002 | Forsíða | 190 orð

Málamiðlun í höfn í Íraksdeilunni?

BANDARÍKIN munu á allra næstu dögum leggja fram ný drög að ályktun, sem tekin yrði til atkvæðagreiðslu hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, en þar verður tekið tillit til afstöðu Rússa í Íraksdeilunni svonefndu. Meira
18. október 2002 | Forsíða | 308 orð | 1 mynd

Múslimaklerki stefnt

INDÓNESÍSKA lögreglan kallaði í gær til yfirheyrslu múslimaklerk sem grunaður er um tengsl við hryðjuverkaöfl, samtímis því að sett voru ný lög sem ætlað er að gera indónesískum stjórnvöldum kleift að uppræta slík öfl í landinu í kjölfar hins mannskæða... Meira
18. október 2002 | Forsíða | 321 orð

Sagðir ráða yfir tveimur kjarnorkusprengjum

STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum telja að Norður-Kóreumenn ráði yfir tveimur kjarnorkusprengjum. Þetta kom fram í máli háttsetts embættismanns í gær. Meira
18. október 2002 | Forsíða | 77 orð | 1 mynd

Uppsögnum hjá Fiat mótmælt

STARFSMAÐUR Termini Imerese-verksmiðju Fiat-bílaframleiðendanna ítölsku veifar mótmælaspjaldi í Rómaborg í gær gegn því að verksmiðjunni verði lokað. Meira

Fréttir

18. október 2002 | Innlendar fréttir | 211 orð | 2 myndir

10,8 punda meðalvigt

Hollið sem lauk veiðum í Tungufljóti á miðvikudag veiddi 14 birtinga og var um helmingurinn á bilinu 10 til 12 pund og sá stærsti var 14,5 punda hængur veiddur í Breiðufor. Meira
18. október 2002 | Suðurnes | 100 orð

80 unglingar á námskeiði

SAMSUÐ, Samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum, halda námskeið fyrir fulltrúa í nemenda- og unglingaráðum í dag. Námskeiðið fer fram í félagsheimilinu Glaðheimum í Vogum, hefst klukkan 9 og stendur til 15. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 25 orð

Aðalfundur húsbílaeigenda Félag húsbílaeigenda heldur aðalfund...

Aðalfundur húsbílaeigenda Félag húsbílaeigenda heldur aðalfund sinn laugardaginn 19. október kl. 13 á Hótel Örk, Hveragerði. Um kvöldið verður árshátíðin á sama stað, segir í... Meira
18. október 2002 | Akureyri og nágrenni | 118 orð

Akureyri og atvinnulífið

AKUREYRI og atvinnulífið - öflug byggð - sameiginlegir hagsmunir er yfirskrift ráðstefnu sem haldin verður á Hótel KEA á Akureyri í dag, föstudaginn 18. október. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 101 orð

Almanak Þjóðvinafélagsins

ALMANAK Þjóðvinafélagsins fyrir árið 2003 er komið út og er 200 bls. Auk almanaksins hefur árbók Íslands verið fastur liður í ritinu, en í henni hafa verið upplýsingar um íslenskt þjóðlíf. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 45 orð

Alþjóðleg ganga í Kópavogi Í tilefni...

Alþjóðleg ganga í Kópavogi Í tilefni alþjóðaviku í Kópavogi er fólk frá öllum þjóðum boðið velkomið í Hana-nú-gönguna, laugardaginn 19. október. Lagt er af stað frá Gjábakka kl. 10. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 102 orð

Alþjóðleg sýning Kynjakatta Alþjóðleg sýning Kynjakatta,...

Alþjóðleg sýning Kynjakatta Alþjóðleg sýning Kynjakatta, Kattaræktarfélags Íslands, verður haldin í Reiðhöll Gusts í Kópavogi laugardaginn 19. og sunnudaginn 20. október, kl. 10-18 báða dagana. Meira
18. október 2002 | Miðopna | 372 orð

Ákveðið að hittast aftur í næstu viku

STJÓRN Félags íslenskra heimilislækna, fulltrúar heilsugæslunnar á Suðurnesjum og í Reykjavík og formaður Félags landsbyggðarlækna voru boðaðir á fund Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra í gær vegna úrskurðar kjaranefndar um laun heilsugæslulækna. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 137 orð

Árs fangelsi fyrir að beita konu sína ofbeldi

RÚMLEGA fertugur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í eins árs fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundið, fyrir alvarlega líkamsárás gegn þáverandi eiginkonu sinni á heimili þeirra. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 291 orð

Ástand löggæslumála gagnrýnt

ÞINGMENN Samfylkingarinnar gagnrýndu Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráðherra í fyrradag fyrir ástand löggæslumála í landinu. Kom þessi gagnrýni fram í fyrirspurnartíma á Alþingi. Meira
18. október 2002 | Erlendar fréttir | 208 orð

Átta Palestínumenn drepnir

ÍSRAELSKI herinn drap átta Palestínumenn, þ.ám. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 51 orð

Basar á Grund Basar verður haldinn...

Basar á Grund Basar verður haldinn á Grund, dvalar og hjúkrunarheimili Hringbraut 50, Reykjavík, laugardaginn 19. október og mánudaginn 21. október og hefst kl. 13. Á boðstólum eru margs konar munir sem heimilisfólkið hefur unnið, m.a. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Birgir Ármannsson , lögfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri...

Birgir Ármannsson , lögfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, hefur lýst því yfir að hann gefi kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem fram mun fara dagana 22. og 23. nóvember nk. Meira
18. október 2002 | Landsbyggðin | 118 orð | 1 mynd

Björgunarhundar æfðir á Snæfellsnesi

BJÖRGUNARHUNDASVEIT Íslands hélt síðasta sumarnámskeið sitt á utanverðu Snæfellsnesi nú nýverið. Gist var á Gufuskálum og hundarnir æfðir við norðanverðar rætur Snæfellsjökuls. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 111 orð

Borgarstjóri og ráðherra funda um löggæslu

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri mun í næstu viku funda með Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráðherra um löggæslu í Reykjavík. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 432 orð | 1 mynd

Bregðast þarf við alvarlegri stöðu hótela á landsbyggðinni

FJÁRHAGUR margra hótela á landsbyggðinni er mjög bágborinn og sýnist stefna í mikið óefni á mörgum svæðum landsins, þar sem veikur fjárhagur vegna skorts á arðsemi er farinn að hafa alvarlegar afleiðingar. Þetta kom fram í setningarræðu Einars K. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 216 orð

Efast um að launahækkunin sé 17-20%

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn Félags íslenskra heimilislækna: "Í tilefni af úrskurði Kjaranefndar um launakjör heimilislækna frá 15. október 2002 vill stjórn Félags íslenska heimilislækna koma eftirfarandi á framfæri. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 76 orð

Eignast aflaheimildir í Grindavík

HRAÐFRYSTIHÚS Eskifjarðar hf. hefur samið um kaup á Hópi ehf. og Strýthóli ehf. í Grindavík. Búið er að samþykkja og undirrita samninginn í stjórnum félaganna en hann er framvirkur og miðast við upphaf næsta fiskveiðiárs eða 2. september 2003. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 48 orð

Ekið á gangandi vegfaranda

EKIÐ var á gangandi vegfaranda í Akraseli í Breiðholti á tólfta tímanum í gærkvöldi. Vegfarandinn var fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi en þar fengust ekki upplýsingar um líðan hans áður en Morgunblaðið fór í prentun. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 353 orð

Ekki hægt að útiloka einhliða hernað

DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, sagði í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær, að ekki væri hægt að útiloka að einstök ríki færu með einhliða hernaði á hendur Írak. Ítrekaði hann í umræðunni afstöðu ríkisstjórnarinnar til Íraksmálsins. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 212 orð

Ekki verið að lækka verð vegna Ryanair

TALSMENN Flugleiða segja að ekki séu nein sérstök tengsl á milli verðlækkunar félagsins og hugsanlegra áforma írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair um flug til Íslands. Meira
18. október 2002 | Akureyri og nágrenni | 222 orð | 1 mynd

Er með þrjár einkasýningar í gangi

ÓLI G. Jóhannsson myndlistarmaður opnaði í vikunni málverkasýningu á Karólínu Restaurant í Gilinu á Akureyri. Sýningin ber yfirskriftina; "Efst við norðrið" og þar sýnir Óli 7 olíumálverk. Meira
18. október 2002 | Landsbyggðin | 607 orð | 2 myndir

Fengu hvatningu frá forseta Íslands

Í OPINBERRI heimsókn í Húnaþing sem lauk nýverið afhenti forseti Íslands "Hvatningu forseta Íslands til ungra Íslendinga" á Blönduósi og Hvammstanga. Á Hvammstanga fór afhendingin fram 14. október sl. í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Meira
18. október 2002 | Erlendar fréttir | 253 orð

Fimm létust og tugir slösuðust

TVÆR sprengjur, sem sprungu í borginni Zamboanga á sunnanverðum Filippseyjum í fyrradag, urðu fimm manns að bana og særðu að minnsta kosti 144 manns. Grunur leikur á, að hryðjuverkasamtök múslíma beri ábyrgð á ódæðunum. Í Zamboanga búa um 600. Meira
18. október 2002 | Erlendar fréttir | 194 orð | 2 myndir

Finnskum unglingi sleppt

FINNSKA lögreglan sleppti í fyrradag 17 ára dreng, sem grunaður var um að hafa hjálpað Petri Gerdt, 19 ára námsmanni, sem varð sjö manns að bana og slasaði 80 með sprengju í verslanamiðstöð. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 67 orð

Framlag vörsluaðila Framtakssjóðs Í frétt blaðsins...

Framlag vörsluaðila Framtakssjóðs Í frétt blaðsins í gær um fjárfestingar Framtakssjóðsins, sem er í umsjá Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, féll út hluti þar sem greint var frá mótframlagi fjögurra vörsluaðila sjóðsins, alls 500 milljónum króna. Meira
18. október 2002 | Akureyri og nágrenni | 233 orð | 1 mynd

Frjáls markaður ekki siðlaus

HINN frjálsi markaður er ekki siðlaus, að mati Guðmundar Heiðars Frímannssonar, siðfræðings og forseta kennaradeildar Háskólans á Akureyri, sem flutti erindi um þessa stofnun þjóðfélagsins á fjölmennri málstofu um viðskiptasiðferði í HA nýlega. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 68 orð

Fulltrúafundur Landssamtakanna Þroskahjálpar Fulltrúafundur Landssamtakanna Þroskahjálpar...

Fulltrúafundur Landssamtakanna Þroskahjálpar Fulltrúafundur Landssamtakanna Þroskahjálpar árið 2002 verður haldinn Í Reykholti í Borgarfirði dagana 18. og 19. október. Yfirskrift fundarins er "Þátttaka og áhrif". Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 481 orð

Fullyrt að Norðmenn séu tilbúnir til að greiða meira

NORSKA blaðið Aftenposten fullyrðir að við endurnýjun samningsins um Evrópska efnahagssvæðið muni Norðmenn þurfa að greiða miklum mun meira en þeir gera nú og er jafnvel talað um tugföldun í því sambandi. Meira
18. október 2002 | Akureyri og nágrenni | 114 orð

Fyrirlestrar á haustdögum

"FYRIRLESTRAR á haustdögum" er yfirskrift fyrirlestraraðar sem hefst í dag, 18. október, kl. 15 í Deiglunni. Guðmundur Andri Thorsson talar þar um fjölmiðla og lífsstíl og tíðaranda í aldarbyrjun. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 411 orð | 2 myndir

Fyrsta heimilið af fimm afhent í Hafnarfirði

NÝTT heimili í Hafnarfirði fyrir fatlaða var í gær afhent Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi til rekstrar. Meira
18. október 2002 | Suðurnes | 571 orð | 1 mynd

Gaman að framleiða góða vöru

"ÞAÐ er gaman að framleiða góða vöru, það skiptir öllu máli. Við fáum oft hringingar þar sem verið er að hæla fiskinum okkar og það er óneitanlega gaman," segir Pétur Gíslason í Stjörnufiski ehf. Meira
18. október 2002 | Miðopna | 320 orð

Gengið hefur á kirkjueignir í meðförum ríkisins

UMRÆÐA um prestssetur og með hvaða hætti ríkið skuli afhenda þau kirkjunni hefur verið mikil á yfirstandandi Kirkjuþingi. Meira
18. október 2002 | Erlendar fréttir | 859 orð | 1 mynd

Glappaskot eða brella til að kría út peninga?

SÉRFRÆÐINGAR í málefnum Norður-Kóreu voru mjög undrandi á þeim tíðindum að þarlend stjórnvöld hefðu viðurkennt að hafa reynt að þróa kjarnavopn eftir að hafa harðneitað því í áratugi. Meira
18. október 2002 | Erlendar fréttir | 793 orð | 1 mynd

Grannríki ætla að halda áfram sáttaumleitunum

BANDARÍKJASTJÓRN sagði í gær að Norður-Kóreumenn hefðu viðurkennt að þeir væru að þróa kjarnavopn á laun og brotið þannig samning sem ríkin undirrituðu árið 1994. Þessi óvænta játning varð til þess að stjórn George W. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 73 orð

Greiðir fyrir lögreglumann á Hvolsvelli

RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI hefur ákveðið, að höfðu samráði við dómsmálaráðherra, að standa straum af einni stöðu lögreglumanns við lögreglustjóraembættið á Hvolsvelli í eitt ár, að því er fram kemur á lögregluvefnum. Meira
18. október 2002 | Suðurnes | 228 orð

Hafna því að sækja um lán til byggingar 25 félagslegra íbúða

BÆJARFULLTRÚAR Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins vilja að sótt verði um lán vegna byggingar 25 félagslegra leiguíbúða á næsta ári. Tillaga þessa efnis var felld með atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á bæjarstjórnarfundi í vikunni. Meira
18. október 2002 | Suðurnes | 86 orð

Hausthátíð varnarliðsins

ÁRLEG hausthátíð varnarliðsins verður haldin á Keflavíkurflugvelli á morgun, laugardag. Hátíðin er með "karnival"-sniði og fer fram í stóra flugskýlinu næst vatnstanki vallarins frá klukkan ellefu að morgni til þrjú síðdegis. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Hátt upp í himininn...

Hátt upp í himininn bláa rólaði hún sér þessi unga Skagastúlka á lóðinni við Grundaskóla á Akranesi í vikunni. Svo hátt fór hún að sterkir geislar haustsólarinnar byrgðu öðrum bekkjarfélaga hennar sýn sem gerði sig kláran fyrir samskonar flugferð. Meira
18. október 2002 | Erlendar fréttir | 438 orð | 1 mynd

Hefur aðlagað sig fábreyttu málfari forsetans

NOKKRUM dögum eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september í fyrra fékk Michael Gerson, orðasmiður Bandaríkjaforseta, víðtækari aðgang að Hvíta húsinu vegna þeirra miklu breytinga sem framundan voru í starfi hans. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 153 orð

Hefur ekki efni á tveimur lögreglumönnum

DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ skoðar nú fjárhagsvanda lögreglustjórans á Hólmavík sem greint hefur ráðuneytinu frá fjárhagsvanda embættisins og beðið ráðuneytið að ákveða hvort það fækki lögreglumönnum um einn. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 484 orð

Heildarsýn skortir í þjónustu við fjölskyldur

ÞJÓNUSTA við fjölskyldur landsins er of dreifð og á of margra höndum. Heildarsýn skortir og koma þarf á aukinni samvinnu milli ríkis og sveitarfélaga. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 802 orð | 1 mynd

Heimskautsísinn sleppti Andrési postula úr klóm sínum

AÐ lokinni 60 þúsund mílna siglingu um öll heimsins höf og með nokkur siglingaheimsmet að baki er hinn rússneski Nikolay Litau, skipstjóri á skútunni Andrési postula, orðinn reynslunni ríkari eftir sex ára ævintýramennsku. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur í stærðfræði

HAGSMUNAFÉLAG um eflingu verk- og tæknimenntunar heiðraði nýlega Álftamýrarskóla í Reykjavík og Reykhólaskóla í Reykhólasveit fyrir framúrskarandi árangur nemenda 10. bekkjar í samræmdum prófum í stærðfræði sl. vor. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Hnattvæðing, en í þágu hverra?

TVEIR heimsþekktir fræðimenn, Zygmunt Bauman, prófessor í félagsfræði, og Elmar Altvater, prófessor í stjórnmálafræði, munu halda fyrirlestra við opnun tveggja daga alþjóðlegrar ráðstefnu um hnattvæðingu, sem hefst í dag í Hátíðarsal Háskóla Íslands kl. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 406 orð

Horft framhjá skyldu ríkisins

BORGARFULLTRÚAR R-lista og Sjálfstæðisflokks veltu vöngum yfir því í borgarstjórn í gær hvers vegna gengið hafi verið út frá því í áraraðir að ríkið eigi einungis að borga 40% af byggingu hjúkrunarheimila þegar lögum samkvæmt beri því að greiða 85% af... Meira
18. október 2002 | Akureyri og nágrenni | 154 orð

Hugmyndir um að setja upp safn í Sólgarði

SVEITARSTJÓRN Eyjafjarðarsveitar ræddi um framtíð félagsheimilisins Sólgarðs á fundi sínum í vikunni. Hólmgeir Karlsson oddviti sagði að uppi væru hugmyndir um að gera Sólgarð og helst Saurbæ líka, að ferðamannastað. Meira
18. október 2002 | Akureyri og nágrenni | 292 orð

Hvað fá skattgreiðendur fyrir fjármuni til atvinnumála?

BÆJARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að leggja til við bæjarstjórn að skipaður verði fimm manna starfshópur til að fara yfir framtíðaráherslur í atvinnumálum Akureyrarbæjar og skili starfshópurinn tillögum sínum til bæjarráðs fyrir 1. desember nk. Meira
18. október 2002 | Akureyri og nágrenni | 185 orð

Hæ hobbsasí í Lóni

KELTNESK kráarstemning verður í hávegum höfð í Lóni um helgina þegar félagar úr Karlakór Akureyrar-Geysi bregða á leik með nokkrum stórmerkum hljóðfæraleikurum í söngdagskránni "Hæ hobbsasí". Þessi dagskrá var flutt við góðar undirtektir sl. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Ikea innkallar tuskudýr

VERSLUNIN Ikea hefur innkallað tuskudýrið Snuttig. Ástæðan er sú að saumar geta gefið sig og poki sem er inni í dýrinu með plastperlum getur lekið. Meira
18. október 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 154 orð

Íbúaþing í Borgarholtsskóla

ÍBÚAÞING verður haldið í Grafarvogi á morgun en það er Miðgarður - fjölskylduþjónustan í Grafarvogi og Reykjavíkurborg sem standa að þinginu. Þetta er fyrsti liður í því að móta þróunaráætlun fyrir Grafarvog. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 172 orð

Íbúaþing í Grafarvogi á laugardag

ÍBÚAÞING í Grafarvogi verður haldið hinn 19. október kl. 10 til 14. Þingið fer fram í Borgarholtsskóla og er opið öllum íbúum og hagsmunaaðilum í Grafarvogi. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 294 orð

ÍE óskaði ítrekað eftir að breyta hönnuninni

PERSÓNUVERND hefur svarað bréfi sem stofnuninni barst frá Íslenskri erfðagreiningu 14. október sl. þar sem ÍE gagnrýnir hvernig staðið sé að öryggisúttekt á miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviði. Í bréfi Persónuverndar segir m.a. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 200 orð

Jörð víða ófreðin og viðkvæm

ÞESSA dagana leita margir til fjalla til skotveiða og útiveru til að njóta þess besta sem íslensk náttúra hefur að bjóða. Landvernd vill vekja athygli á því að hlýtt hefur verið í veðri að undanförnu og því er jörð víðast hvorki freðin né snæviþakin. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 93 orð

Keikó með fastan samastað

OCEAN Future-samtökin og norsk stjórnvöld ákváðu í vikunni að háhyrningurinn Keikó fengi vetrardvalarstað í Taknesbugta í Skálavíkurfirði í vetur, skammt frá þeim stað þar sem hann hefur haldið sig undanfarnar vikur. Meira
18. október 2002 | Landsbyggðin | 346 orð | 1 mynd

Langar að tefla við einhvern af þeim tíu bestu

"ÉG hef mjög gaman af því að tefla," sagði Lundúnastrákurinn Luke McShane. Hann er 18 ára stórmeistari í skák og var einn þátttakenda á Mjólkurskákmótinu á Selfossi sem er nýafstaðið. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 401 orð

Leiga um 900 íbúða hækkar

LEIGUVERÐ íbúða í eigu Félagsbústaða hf. verður jafnað 1. desember næstkomandi, sem felur í sér að sumar íbúðir munu lækka og aðrar hækka umtalsvert. Fyrir mars á næsta ári mun leiguverð allra íbúðanna síðan hækka um 12% vegna vaxtahækkana. Meira
18. október 2002 | Akureyri og nágrenni | 150 orð | 1 mynd

Lét gamlan draum rætast

HREPPSTJÓRINN í Grímsey, Bjarni Reykjalín Magnússon í Miðtúni, lét langþráðan draum rætast nú í sumar þegar hann keypti sér kappaksturskerru frá Danmörku. Meira
18. október 2002 | Miðopna | 521 orð | 1 mynd

Litlar líkur á aðgerðum við endurskoðun á launalið í febrúar

HALLDÓR Björnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, sagði í setningarræðu sinni á ársfundi sambandsins á Hótel Selfossi í gær, að hreyfingin þyrfti að fara að huga að undirbúningi næstu kjarasamninga. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 289 orð

Lífeyrissjóður sýknaður af kröfum prófessora

HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 12. mars sl., þess efnis að sýkna skuli Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins af lífeyrisréttindakröfum Félags prófessora í Háskóla Íslands. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 740 orð

Líklegt að álverð lækki til ársins 2004

VERÐ á áli mun halda áfram að lækka, að minnsta kosti fram til ársins 2004. Upp frá því mun verð á áli hækka. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Mæðrastyrksnefnd fær matargjöf

MÆÐRASTYRKSNEFND Reykjavíkur barst nýlega gjöf frá Ásbirni Ólafssyni hf. Nefndinni var fært mikið magn af Maizena-vöffludeigi og pönnukökudeigi, Knorr-hrísgrjónaréttir, súpur og sósur. Þá fékk nefndin Maryland-súkkulaðibitakex. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 72 orð

Námskeið hjá MS-félaginu

MS-félagið heldur námskeið fyrir fólk sem nýlega (innan 2-3 ára) hefur fengið greiningu um MS-sjúkdóminn, þriðjudaginn 22. október kl. 18-20, í húsi MS-félagsins við Sléttuveg 5, Reykjavík. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 30 orð

Nemendur í Réttó hittast

ÞEIR sem fæddir eru 1961 og voru í Réttarholtsskóla, ætla að hittast í Lionssalnum Auðbrekku 25 Kópavogi, föstudaginn 25. október kl. 21. Tilkynna þarf þátttöku fyrir 20. október, segir í... Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 55 orð

Norskur sjómaður fluttur á sjúkrahús

DÖNSK varðskipsþyrla flutti norskan sjómann, sem slasast hafði á togara á veiðum í grænlensku lögsögunni, til Reykjavíkur í gærmorgun. Meira
18. október 2002 | Suðurnes | 248 orð

Nýr leikskóli í Lautarhverfi

MEIRIHLUTINN í bæjarstjórn Grindavíkur hefur lýst því yfir að nýr leikskóli verði staðsettur í Lautarhverfi, eins og skólinn sem hann á að leysa af hólmi. Hins vegar hefur ekki verið tímasett hvenær hann verður byggður. Meira
18. október 2002 | Landsbyggðin | 106 orð | 1 mynd

Nýr sóknarprestur í Grundarfirði

HELGA Helena Sturlaugsdóttir var fyrir skömmu sett inn í embætti sóknarprests í Setbergsprestakalli vegna eins ár leyfis séra Karls V. Matthíassonar alþingismanns. Athöfnin fór fram í Grundarfjarðarkirkju. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 388 orð | 1 mynd

"Loksins vitundarvakning"

BARÁTTA Stefáns Karls Stefánssonar leikara gegn einelti hefur fengið byr undir báða vængi og hafa bæði einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir lýst vilja sínum til þess að leggja honum lið í þeirri baráttu og móta starfsemi samtaka gegn einelti,... Meira
18. október 2002 | Miðopna | 1420 orð | 1 mynd

"Trúarleg gildi að verða sífellt mikilvægari"

Segja má að þjóðkirkjan og ríkið hafi þegar skilið að borði og sæng. Kannanir sýna að margir vilja lögskilnað en hvað myndi hann fela í sér? Herra Karl Sigurbjörnsson biskup segir vanta upplýsta umræðu um hjónabandið sem haldið hefur velli í þúsund ár og því væri flókið að gera upp búið. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd

Rauði krossinn styrkir Fjölsmiðjuna

KÓPAVOGSDEILD Rauða kross Íslands afhenti Fjölsmiðjunni 2,3 milljóna króna styrk nýverið. Féð verður notað til þess að byggja upp tækja- og vélakost trésmíðadeildar Fjölsmiðjunnar. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 593 orð | 3 myndir

Ráðherra vísar á bug gagnrýni á löggæslumál í Suðurkjördæmi

MARGRÉT Frímannsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á Suðurlandi, sagði í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær að flest sýslumannsembætti í landinu glímdu við stöðugan fjárhagsvanda sem oftar en ekki bitnaði á fjölda stöðugilda lögreglumanna á svæði... Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 88 orð

Ráðstefna um greiðsluþátttöku Greiðsluþátttaka ríkisins í...

Ráðstefna um greiðsluþátttöku Greiðsluþátttaka ríkisins í lyfjum er efni ráðstefnu sem lyfjahópur Samtaka verslunarinnar heldur í Þingsal 1 á Hótel Loftleiðum í dag, föstudaginn 18. október, kl. 14. Fyrirlesarar verða: Inga J. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 1525 orð | 4 myndir

Rándýr lúxusvara í kjötborðum Bandaríkjamanna

Í Bandaríkjunum er íslenskt lambakjöt selt sem lúxusvara í dýrustu búðunum. En þó hvergi sé greitt betra verð fyrir kjötið komst Rúnar Pálmason að því að markaðurinn er erfiður auk þess sem ýmis gjöld og flutningskostnaður nema háum fjárhæðum. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 238 orð

Reyna að ná viðskiptum frá Ísvá

KOMIÐ hefur fyrir að vátryggingamiðlarar, eða líftryggingafélög, hafi nýtt sér erfiðleika Ísvár hf. til að fá viðskiptavini fyrirtækisins til að segja upp vátryggingarsamningum og gera nýja hjá öðrum vátryggjanda. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 466 orð

Samgönguráðuneytið vísar gagnrýni á bug

KRISTRÚN Heimisdóttir, lögfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins, segir í pistli sem birtur er á vefsíðu samtakanna, að misskilningur hafi ítrekað ráðið ferðinni við innleiðingu tilskipana frá Evrópusambandinu, skv. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 130 orð

Sekt vegna fíkniefnabrots lækkuð í Hæstarétti

HÆSTIRÉTTUR mildaði í gær dóm yfir 23 ára manni, sem Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í vor til að greiða 600 þúsund krónur í sekt fyrir fíkniefnabrot. Var sekt ákærða lækkuð í 200 þúsund krónur í Hæstarétti, sem gerði og upptæk 3,72 grömm af kókaíni. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

Sérstakir hæfileikar

HVAÐA vikudagur var 13. ágúst 1917, 2. júlí 1952 og 28. júlí 1970? Ef Andri Freyr Hilmarsson, 19 ára, er spurður af handahófi um vikudag tiltekinn mánaðardag tiltekið ár hefur hann svarið umsvifalaust á takteinum. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 638 orð

Sjálfstæðisflokkur segir Línu.Net stærsta pólitíska klúður síðari ára

SJÁLFSTÆÐISMENN gagnrýndu vinnubrögð R-listans varðandi kaup Orkuveitu Reykjavíkur (OR) á ljósleiðarakerfi Línu.Nets fyrir 1,8 milljarða króna á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gærkvöld. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 287 orð

Skattar hækkaðir á láglaunafólk að mati ASÍ

"MIÐSTJÓRN ASÍ gagnrýnir harðlega það óréttlæti og þá auknu misskiptingu sem einkennir tekjuhlið fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2003. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 94 orð

Sóknarpresturinn í Árnesi hættir

GENGIÐ hefur verið frá starfslokasamningi við Jón Ísleifsson, sóknarprest í Árnesprestakalli á Ströndum, en samkvæmt skilmálum samningsins segir Jón starfi sínu lausu frá og með 15. júlí á næsta ári. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

SPOEX gefur út barnabók

Í TILEFNI af 30 ára afmæli SPOEX - Samtaka psoriasis- og exemsjúklinga - 15. nóvember nk. hafa samtökin gefið út barnabók um dreng með húðsjúkdóm. Bókin heitir Lalli og fagra Klara, en hún var fyrst gefin úr af sænsku psoriasissamtökunum. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Stjörnubíó rifið

STÓRVIRKAR vinnuvélar unnu í gær við að rífa gamla Stjörnubíó við Laugaveg. Í lok febrúar á þessu ári lögðust kvikmyndasýningar af í bíóinu en þá hafði kvikmyndarekstur verið þar í rúma hálfa öld. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 318 orð

Stórt skref í þá átt að samræma kjör lækna

GUNNAR Ingi Gunnarsson, yfirlæknir Heilsugæslunnar í Árbæ og fyrrv. formaður kjararáðs Félags íslenskra heimilislækna, segir kjaranefnd hafa fellt tímamótaúrskurð um kjör heimilislækna. Meira
18. október 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 107 orð

Sækir aftur um skólastjórastarf í Áslandsskóla

SKARPHÉÐINN Gunnarsson, fráfarandi skólastjóri Áslandsskóla í Hafnarfirði, er meðal níu umsækjenda um starf skólastjóra en hann hætti störfum er Hafnarfjarðarbær yfirtók rekstur skólans af Íslensku menntasamtökunum á dögunum. Meira
18. október 2002 | Akureyri og nágrenni | 69 orð

Söngnámskeið

Kanadíska söngkonan Tena Palmer heldur rytmískt söngnámskeið í Tónlistarskólanum á Akureyri laugardaginn 19. og sunnudaginn 20. október frá kl. 10-18. Meira
18. október 2002 | Erlendar fréttir | 420 orð | 1 mynd

Tárvotir endurfundir á æskuslóðum í Japan

ÞAÐ var grátklökk stund þegar fimm Japanir, sem Norður-Kóreustjórn lét ræna fyrir um aldarfjórðungi, komu aftur á æskuslóðirnar í Japan í fyrradag. Meira
18. október 2002 | Suðurnes | 107 orð

Tilboð í tilefni opnunar Blómavals

BLÓMAVAL opnar í dag verslun í húsnæði Húsasmiðjunnar á Smiðjuvöllum 5 í Keflavík. Vöruúrval verður svipað og í Blómavali í Reykjavík, meðal annars afskorin blóm og skreytingar, gjafavara, pottaplöntur. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Tilfinningaríkur þegar kemur að matseld

UM síðustu helgi voru þrír vel metnir og vinsælir veitingastaðir í Washington DC með íslenskt hráefni, lambalæri, bleikju frá Bleikjubæ við Laugarvatn, skyr og osta á matseðlinum. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 110 orð

Vilja ekki að hvalveiðar hefjist

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar um hvalveiðar: "Samtök ferðaþjónustunnar fagna því að Ísland skuli á ný eiga aðild að Alþjóðahvalveiðiráðinu og minna á fyrri ályktanir sínar um að á helstu... Meira
18. október 2002 | Landsbyggðin | 246 orð

Vilja halda hreindýrastofninum í skefjum

HREINDÝRARÁÐ hefur óskað eftir því að umhverfisráðuneytið heimili ráðinu að láta fella 24 hreinkýr á veiðisvæði 9; Mýrum og Suðursveit í nóvember og desember. Þetta eru dýr sem ekki náðist að fella á hefðbundnum veiðitíma sem lauk 15. september. Meira
18. október 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 363 orð | 1 mynd

Vilja reisa skátamiðstöð á miðbæjarsvæðinu

SKÁTAFÉLAGIÐ Vífill og Hjálparsveit skáta í Garðabæ hafa hug á því að reisa 1.000 fermetra skátamiðstöð við Bæjarbraut, þar sem hjálparsveitin er nú með aðstöðu sína. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 287 orð

Vilja stækka fjórar íbúðir

GENGIÐ hefur verið frá útgáfu tveggja geisladiska sem gefnir verða út til að afla fjár til framkvæmda vegna stækkunar íbúða í Sjálfsbjargarhúsinu í Hátúni 12. Meira
18. október 2002 | Akureyri og nágrenni | 89 orð

Villibráðarhelgi verður á Karólínu Restaurant í...

Villibráðarhelgi verður á Karólínu Restaurant í dag, föstudaginn 18. október, og á morgun, 19. október, sem nefnist Villibráð og vín. Boðið er upp á fjölrétta matseðil og vín með hverjum rétti ásamt fordrykk og koníaki/líkjör. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 86 orð

Vill upplýsingar frá OR

BÆJARSTJÓRN Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að fela bæjarstjóra að óska eftir upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur, OR, um fjárhagslegar skuldbindingar fyrirtækisins á árinu. Meira
18. október 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 189 orð | 2 myndir

Vísar styrktir

ÞAÐ er alkunna að vindurinn á Íslandi er ekkert lamb að leika sér við, sérstaklega þegar komið er upp í 30 metra hæð þar sem bæjartákn Garðabæjar, klukkuturninn er að finna. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 101 orð

Yfirlýsing frá Alcoa

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Alcoa vegna stofnunar nefndar um þjóðgarð norðan Vatnajökuls: "Það er Alcoa mikil ánægja að íslensk stjórnvöld hafi falið nefnd að kanna hvernig best verður staðið að verndun hálendisins á... Meira
18. október 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 195 orð

Þátttaka borgarinnar í kostnaði staðfest

REYKJAVÍKURBORG hefur staðfest þátttöku sína í kostnaði við uppbyggingu hjúkrunarheimilis á vegum sjálfseignarstofnunarinnar Markarholts en áætluð hlutdeild borgarinnar er um 262 milljónir króna. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 141 orð

Þjóðaratkvæði um frumvörp

FJÓRIR þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram frumvarp um breytingar á þingsköpum Alþingis. Meira
18. október 2002 | Innlendar fréttir | 741 orð | 1 mynd

Öllum Garðbæingum er boðið

Guðfinna Kristjánsdóttir fæddist 14. júlí 1968. Stúdent frá MR 1988. BA-próf í stjórnmálafræði frá HÍ 1991 og nam hagnýta fjölmiðlun við HÍ 1993. Var blaðamaður á Tímanum 1993-96, lausráðinn fréttamaður hjá RÚV 1997-98, kynningarfulltrúi í upplýsinga- og kynningardeild Símans 1999-2000 og upplýsingastjóri Garðabæjar frá september 2000. Guðfinna er gift Gunnari Jónssyni bifvélavirkja og eiga þau tvo syni, Kristján Andra og Stefán. Meira

Ritstjórnargreinar

18. október 2002 | Leiðarar | 594 orð

Kjarnavopn Kims

Þrátt fyrir fyrirheit um annað virðist sem stjórnvöld í Norður-Kóreu hafi á undanförnum árum unnið að því með leynilegum hætti að vinna auðgað úran og þróa fram kjarnavopn. Meira
18. október 2002 | Leiðarar | 291 orð

Sameiginleg forsjá - jöfn ábyrgð foreldra

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og fleiri þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram á Alþingi frumvarp um að sameiginleg forsjá verði meginreglan við hjónaskilnað eða sambúðarslit foreldra. Meira
18. október 2002 | Staksteinar | 386 orð | 2 myndir

Útrás og einkavæðing

ÁRANGUR Pharmaco og fleiri öflugra frumkvöðla sýnir að sókn er besta vörnin og alþjóðavæðingin felur miklu fremur í sér tækifæri en ógnanir. Þetta segir Viðskiptablaðið. Meira

Menning

18. október 2002 | Fólk í fréttum | 102 orð

.

...Alex James, bassaleikari Blur, segir nýja plötu þeirra þá bestu til þessa. Hann þakkar Norman Cook (Fatboy Slim) árangurinn og segir hann óhræddan við að reyna e-ð nýtt ... Meira
18. október 2002 | Fólk í fréttum | 145 orð

ARI Í ÖGRI Liz Gammon.

ARI Í ÖGRI Liz Gammon. ÁSGARÐUR, Glæsibæ Hljómsveitin Salonorkester leikur fyrir dansi kl. 20, kór Söngfélags FEB tekur lagið. BARBRÓ, Akranesi. Djúpulaugarbandið Mát. BARINN Dead Sea Apple. CAFÉ 22 Niðri verður Dj Kári og uppi Doddi litli. Meira
18. október 2002 | Skólar/Menntun | 104 orð

Áhrif

*Meiri þátttaka og ábyrgð ungmenna í lýðræðinu dregur úr neyslu. "Lögreglan í Reykjavík segir að aðgengi ungmenna á aldrinum 13-17 ára að ólöglegum fíkniefnum sé of mikið og vinna þurfi á því bót. Meira
18. október 2002 | Menningarlíf | 172 orð | 1 mynd

Blái hnötturinn á Sauðárkróki

LEIKFÉLAG Sauðárkróks frumsýnir í Bifröst á morgun, laugardag kl. 17, barna- og fjölskylduleikritið Bláa hnöttinn eftir Andra Snæ Magnason, í leikstjórn Þrastar Guðbjartssonar. Þetta er margverðlaunuð saga í leikgerð höfundarins Andra Snæs. Meira
18. október 2002 | Menningarlíf | 28 orð

Brúðkaup af fjölunum

ALLRA síðasta sýning á leikritinu Fullkomið brúðkaup, sem sýnt er í Loftkastalanum, verður í kvöld, föstudagskvöld kl. 24. Verkið er samstarfsverkefni fimm framhaldsskóla, MR, Versló, Kvennó, MH og... Meira
18. október 2002 | Kvikmyndir | 314 orð | 1 mynd

Ekki má treysta hverjum sem er

BRESKI spennutryllirinn Killing Me Softly, sem frumsýndur verður í dag, er byggður á skáldsögu Nicci French, en kvikmyndahandritið skrifaði Kara Lindstrom. Meira
18. október 2002 | Kvikmyndir | 397 orð | 1 mynd

Fjöldamorð á fullu tungli

SPENNUMYNDIN Red Dragon í leikstjórn Bretts Ratners er gerð eftir fyrstu bók rithöfundarins Thomasar Harris um geðsjúklinginn og mannætuna Hannibal Lecter og gerist því í raun á undan myndunum Silence of the Lambs og Hannibal. Meira
18. október 2002 | Tónlist | 349 orð

Frönsk gamansemi

15:15-hópurinn flutti franska kammertónlist og ljóðasöngva. Laugardaginn 12. október. Meira
18. október 2002 | Fólk í fréttum | 199 orð | 3 myndir

Föstudagur til frama?

Í KVÖLD verður Airwaves-hátíðinni framhaldið með fjölda tónleika úti um borg og bý. Líkt og í gær á fólk kost á því að rölta á milli hinna ýmsu skemmtistaða Reykjavíkur og kanna hvað á seyði er innan hinna margvíslegustu tónlistarstefna. Meira
18. október 2002 | Menningarlíf | 92 orð

Goethe-Zentrum (Laugavegi 18) Rússneski rithöfundurinn Wladimir...

Goethe-Zentrum (Laugavegi 18) Rússneski rithöfundurinn Wladimir Kaminer les úr nýútkominni bók sinni kl. 20. Bókin heitir "Helden des Alltags" Hetjur hvunndagsins, en hann gaf hana út í samvinnu við blaðamanninn og ljósmyndarann Helmut Höge. Meira
18. október 2002 | Fólk í fréttum | 346 orð

Hafið Með Hafinu er komið fram...

Hafið Með Hafinu er komið fram verk sem ber þess vitni að íslenskt listafólk hafi náð fullkomnum tökum á hinu alþjóðlega tungumáli kvikmyndalistarinnar. (H.J.) **** Háskólabíó, Sambíóin. Meira
18. október 2002 | Fólk í fréttum | 110 orð | 1 mynd

Heitur fyrir Coldplay

FYRRVERANDI kærasta Britney Spears, Justin Timberlake, langar til að taka upp lag með hljómsveitinni Coldplay. Meira
18. október 2002 | Myndlist | 475 orð | 1 mynd

Inni og úti

Sýningin er opin daglega frá kl.10-17, nema miðvikudaga frá kl. 10-19. Henni lýkur 27. október. Meira
18. október 2002 | Kvikmyndir | 252 orð | 1 mynd

Í fótspor Beckhams

TVÆR átján ára gamlar stúlkur dreymir um frægð og frama í fótbolta enda eiga þær sér átrúnaðargoðið David Beckham sem þær líta gjarnan mjög svo upp til. Meira
18. október 2002 | Fólk í fréttum | 137 orð | 1 mynd

Kvikmynd eftir Dallas-þáttunum

TIL stendur að gera kvikmynd eftir bandarísku þáttunum Dallas en ævintýri Ewing-fjölskyldunnar nutu mikilla vinsælda á níunda áratug síðustu aldar. Meira
18. október 2002 | Tónlist | 867 orð | 1 mynd

Milli vonar og ótta

Rossini: Ítalska stúlkan í Alsír. Mozart: Píanókonsert í d K466. Tsjækovskíj: Svanavatnið (4 þættir); Rómeó og Júlía. Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einleikari og stjórnandi: Gerrit Schuil. Fimmtudaginn 17. október kl. 19:30. Meira
18. október 2002 | Skólar/Menntun | 113 orð | 1 mynd

Nám og störf Sigrúnar

SIGRÚN Aðalbjarnardóttir varð doktor í þroskasálfræði frá Harvard University árið 1988. Hún fékk mastersgráðu í þroskasálfræði frá sama skóla árið 1984. BA-gráðu hlaut hún í uppeldisfræði frá félagsvísindadeild Háskóla Íslands árið 1983. Meira
18. október 2002 | Menningarlíf | 570 orð | 1 mynd

"Hvert hljóðfæri kallar á ólíka nálgun"

BANDARÍSKI píanóleikarinn Barry Snyder heldur einleikstónleika í TÍBRÁR-röð Salarins í Kópavogi í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Snyder er þekktur á alþjóðavísu sem einleikari, kammerleikari og kennari. Meira
18. október 2002 | Skólar/Menntun | 1752 orð | 1 mynd

Samkennd gegn dofa

Lýðræði í skólum II/ Starf í skólum með gildi getur bjargað lýðræðinu. Virðing nemenda og kennara bætir samfélagið. Gunnar Hersveinn spurði fræðikonu um skólabörn og samskiptahæfni. Meira
18. október 2002 | Kvikmyndir | 376 orð | 1 mynd

Systrafélagið kemur til bjargar

SANDRA Bullock fer með hlutverk Siddu Lee Walker, sem haslað hefur sér völl í New York sem ungt leikritaskáld, langt í burtu frá heimabæ sínum í Louisiana-fylki og í öruggri fjarlægð frá sinni ástríku, en sérlunduðu móður Vivian, sem leikin er af Ellen... Meira
18. október 2002 | Menningarlíf | 110 orð

Sýningum lýkur

Gerðarsafn Tveimur sýningum lýkur á sunnudag: Gallerí Hlemmur og Unnar og Egill/Ný verk. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. Listasafn Reykjanesbæjar Myndlistarsýningu Einars Garibalda lýkur á sunnudag. Meira
18. október 2002 | Fólk í fréttum | 83 orð | 2 myndir

Tilraunaeldhúsið á Airwaves...og í Bónusi!

TILRAUNAELDHÚSIÐ gerir víðreist í dag. Kokkar eldhússins ætla í fyrsta lagi að standa fyrir uppákomu í kvöld á Spotlight í tengslum við Airwaves. Fram koma Auxpan, Kippi Kaninus, Kira Kira & Kiki og Telco Systems. Meira
18. október 2002 | Menningarlíf | 47 orð

Tónahátíð í Þjórsárveri

Í FÉLAGSHEIMILINU í Þjórsárveri í kvöld kl. 20.30 koma fram þrír tónlistarmenn. Það eru þau Kristjana Stefánsdóttir djasssöngkona frá Selfossi, Gunnar Gunnarsson organisti Laugarneskirkju og Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari. Meira
18. október 2002 | Fólk í fréttum | 269 orð | 2 myndir

Ungt fólk sýnir listir sínar

UNGLIST, listahátíð ungs fólks, verður sett í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 20 í kvöld. Tíska, ljósmyndun, myndlist og leiklist verða í fyrirrúmi en hátíðinni er ætlað að endurspegla það helsta, sem hefur verið í gangi í listsköpun ungs fólks. Meira
18. október 2002 | Skólar/Menntun | 188 orð | 2 myndir

Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál

NÆSTI umsóknarfrestur í Leonardó, bæði vegna tilraunaverkefna og mannaskipta, er til 4. nóvember 2002. Nú eru eru í gildi ný forgangsatriði varðandi tilraunaverkefni, tungumálaverkefni og gagnasöfn. Þau eru 1. Að meta nám að verðleikum. 2. Meira
18. október 2002 | Kvikmyndir | 680 orð | 1 mynd

Það sem mótar manninn

Stjórn: Þór Elís Pálsson. Handrit: Þór Elís Pálsson og Gunnar J. Árnason. Myndataka: Haraldur Friðriksson, einnig Páll Reynisson, Friðþjófur Helgason og Þór Elís Pálsson. Hjóðupptaka: Pétur Einarsson og Óskar Eyvindur Arason. Hljóðblöndun: Óskar Eyvindur Arason. Klipping: Þór Elís Pálsson. Samsetning: Sigríður Bergsdóttir. Ísland. Hvíta fjallið - Niflungar, 2002. Meira
18. október 2002 | Fólk í fréttum | 339 orð | 1 mynd

Þrír óstýrilátir sómadrengir

LÍKLEGAST hafa margir orðið varir við uppátæki drengjanna, sem stjórna þættinum 70 mínútum á sjónvarpsstöðinni Popptíví. Stjórnendurnir, Auðunn Blöndal, Sverrir Þór Sverrisson og Sigmar Vilhjálmsson, fagna tveggja ára afmæli þáttarins í kvöld. Meira

Umræðan

18. október 2002 | Bréf til blaðsins | 395 orð

Auðnir eru líka verðmæti

PÁLL P. Daníelsson skrifar smágrein í Mbl. miðvikudag 16.10. 2002, "Um orkusparnað" til stuðnings Kárahnjúkavirkjun og álframleiðslu á Íslandi. Meira
18. október 2002 | Aðsent efni | 676 orð | 1 mynd

Búa íþróttamenn á Íslandi við jafnræði?

"Ég hef greitt 12.200 krónur til ríkissjóðs í formi bensínskatta og hef þó aðeins keppt í tveimur af sjö keppnum þetta árið." Meira
18. október 2002 | Bréf til blaðsins | 391 orð

Dýrt er Drottins orð

NÁTTTRÖLLIÐ rumskar. Á yfirstandandi kirkjuþingi horfast prelátarnir loksins í augu við þá staðreynd að tveir þriðju hlutar landsmanna hafa lengi viljað fullan aðskilnað ríkis og kirkju. Meira
18. október 2002 | Aðsent efni | 476 orð | 1 mynd

Forðumst fyrsta brotið

"Það er því mikilvægt að greina beinþynningu tímanlega og nýta árangursríka forvörn." Meira
18. október 2002 | Aðsent efni | 269 orð | 1 mynd

Framsókn kvenna

"Atvinnutækifæri kvenna í Norðausturkjördæmi munu verða fleiri og fjölbreyttari." Meira
18. október 2002 | Aðsent efni | 885 orð | 1 mynd

Hvers vegna þessi slaki árangur?

"Afleiðingin er sú, að þjóðin nýtur nú minna en einskis af þeim ávinningi, sem vænst var við útfærslu fiskveiðilögsögunnar á sínum tíma." Meira
18. október 2002 | Aðsent efni | 725 orð | 1 mynd

Í RÚV er rödd almennings

"Að leggja niður afnotagjöld getur leitt til pólitískrar íhlutunar um málefni fjölmiðla í eigu almennings." Meira
18. október 2002 | Aðsent efni | 759 orð | 1 mynd

Ísland yrði einangrað í ESB

"Ríki sem afsalar sér þeim réttindum stefnir hraðbyri frá þjóðríki inn í sambandsríki." Meira
18. október 2002 | Aðsent efni | 362 orð | 1 mynd

Pólitískar uppsagnir sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ

"Hægrimenn sýna, með þessum uppsögnum, enn og aftur að það sem skiptir þá mestu máli er tekjur og eyðsla líðandi stundar." Meira
18. október 2002 | Aðsent efni | 615 orð | 1 mynd

Skattastefna vanefnda og óheilinda

"Það ber að hafna óréttlátri skattastefnu sem er vörðuð vanefndum og óheilindum." Meira
18. október 2002 | Bréf til blaðsins | 63 orð

Svar Strætó bs. vegna fyrirspurnar

Á DÖGUNUM var fyrirspurn í Velvakanda um hvernig stæði á mismun á verði farmiða í strætó fyrir aldraða og öryrkja. Því er til að svara að gjaldskrá Strætó bs. Meira
18. október 2002 | Bréf til blaðsins | 377 orð | 1 mynd

Til Flugleiða hf.

Til Flugleiða hf. ÉG VIL kvarta formlega yfir því að það sé ekki hægt að kaupa flugmiða aðra leiðina frá Íslandi nema greiða fyrir það okurverð í formi Saga Class-miða. Meira
18. október 2002 | Aðsent efni | 540 orð | 1 mynd

Við setjum mörkin

"Við vitum að Ísland er einstakt og jafnframt viðkvæmt land. Setjum mörkin núna og lærum af reynslu þeirra sem hafa þurft að snúa við ferlinu eftir að allt er komið í óefni." Meira
18. október 2002 | Bréf til blaðsins | 24 orð | 1 mynd

Þessar duglegu stúlkur, Áslaug M.

Þessar duglegu stúlkur, Áslaug M. Benediktsdóttir og Harpa Rún Víglundsdóttir, ásamt Brynjari Karli Jósefssyni, sem er fjarstaddur, söfnuðu 3.112 kr. til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra... Meira
18. október 2002 | Aðsent efni | 660 orð | 1 mynd

Öngstræti heilbrigðiskerfisins

"Íslenska tryggingakerfið hefur komið á fót einokun í líkingu við Danskinn forðum." Meira

Minningargreinar

18. október 2002 | Minningargreinar | 317 orð | 1 mynd

ADDA SIGRÍÐUR ARNÞÓRSDÓTTIR

Adda Sigríður Arnþórsdóttir fæddist á Reyðarfirði 24. nóvember 1956. Hún lést á líknardeild Landspítalans 3. október síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Grafarvogskirkju 11. október. Meira  Kaupa minningabók
18. október 2002 | Minningargreinar | 1968 orð | 1 mynd

BERTA HANNESDÓTTIR

Berta Hannesdóttir fæddist á Vaðstakksheiði í Neshreppi utan Ennis á Snæfellsnesi 6. júní 1919. Hún lést á Grensásdeild Landspítalans 10. okt. síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
18. október 2002 | Minningargreinar | 1338 orð | 1 mynd

ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR

Elísabet Ólafsdóttir fæddist í Kothvammi í Kirkjuhvammshreppi í V-Hún. 10. júlí 1930. Hún lést 13. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Guðrún Sigurðardóttir, húsmóðir og bóndi, f. í Grundarkoti í Héðinsfirði 2.6. 1901, d. 16.9. Meira  Kaupa minningabók
18. október 2002 | Minningargreinar | 328 orð | 1 mynd

GUNNLAUGUR MAGNÚSSON

Gunnlaugur Magnússon fæddist í Reykjavík 21. ágúst 1915. Hann lést á Landpítalanum við Hringbraut 13. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Björnsson, náttúrufræðingur og kennari, f. 1885, d. 1947, og kona hans Vilborg Þorkelsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
18. október 2002 | Minningargreinar | 474 orð | 1 mynd

JÓNATAN KRISTLEIFSSON

Jónatan Kristleifsson var fæddur 15. maí 1919. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 9. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristleifur Jónatansson og Soffía Árnadóttir á Efri-Hrísum í Fróðárhreppi. Meira  Kaupa minningabók
18. október 2002 | Minningargreinar | 399 orð | 1 mynd

JÓN BJARNASON

Jón Bjarnason fæddist í Skólahúsi Sveinsstaðahrepps, A-Hún., 18. nóvember 1925. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi hinn 28. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Blönduóskirkju 5. október. Meira  Kaupa minningabók
18. október 2002 | Minningargreinar | 575 orð | 1 mynd

KRISTÍN G. BJÖRNSDÓTTIR

Kristín Gunnbjörg Björnsdóttir fæddist í Stykkishólmi 3. maí 1947. Hún lést á Flateyri 24. september síðastliðinn og var útför hennar gerð í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Meira  Kaupa minningabók
18. október 2002 | Minningargreinar | 1364 orð | 1 mynd

KRISTJÁN JÓN JÓNSSON

Kristján Jón Jónsson fæddist í Hnífsdal 8. september 1921. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 8. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Garðakirkju á Álftanesi 15. október. Meira  Kaupa minningabók
18. október 2002 | Minningargreinar | 408 orð | 1 mynd

MARTINA ERNA SIEGFRIEDSDÓTTIR

Martina Erna Siegfriedsdóttir fæddist í Magdeburg í Þýskalandi 27. júlí 1934. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 3. október síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fella- og Hólakirkju 11. október. Meira  Kaupa minningabók
18. október 2002 | Minningargreinar | 1481 orð | 1 mynd

RAGNAR S. RAGNARS

Ragnar Sverrir Ragnars fluggagnafræðingur fæddist í Reykjavík 13. september 1943. Hann lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 10. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Anna Ólafsdóttir tónlistarkennari, f. 11. desember 1913, d. 25. Meira  Kaupa minningabók
18. október 2002 | Minningargreinar | 2447 orð | 1 mynd

ÞÓRNÝ ELÍN ÁSMUNDSDÓTTIR

Þórný Elín Ásmundsdóttir fæddist í Reykjavík 5. júlí 1960. Hún lést á Grensásdeild Landspítalans 9. október síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Indiana Ingólfsdóttir, húsfrú í Reykjavík, f. á Akureyri 5. desember 1931, og Ásmundur Jónsson gullsmiður, f. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

18. október 2002 | Viðskiptafréttir | 63 orð

Afkoma Tals aldrei betri

NÍU MÁNAÐA uppgjör Tals hf. leiðir í ljós bestu afkomu fyrirtækisins frá upphafi. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA framlegð) nemur vel yfir 800 milljónum króna á þessu tímabili og velta um þremur milljörðum króna. Meira
18. október 2002 | Viðskiptafréttir | 752 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 126 70 125...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 126 70 125 1,422 177,478 Grálúða 100 100 100 58 5,800 Gullkarfi 98 20 80 19,228 1,540,849 Hlýri 178 70 175 5,298 925,502 Háfur 10 10 10 153 1,530 Keila 102 65 78 7,903 614,807 Langa 160 60 138 6,331 873,094 Langlúra 10 10 10... Meira
18. október 2002 | Viðskiptafréttir | 177 orð

Bætt afkoma Nokia

HAGNAÐUR stærsta farsímafyrirtækis heims, Nokia, nam 1,25 milljörðum evra, eða sem nemur ríflega 108 milljörðum íslenskra króna, fyrir skatta á þriðja ársfjórðungi. Líkt og keppinautar fyrirtækisins hefur því síst gengið allt í haginn að undanförnu. Meira
18. október 2002 | Viðskiptafréttir | 156 orð

EBÍ greiðir 150 milljónir til sveitarfélaga

Stjórn Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands hefur ákveðið að greiða samtals 150 milljónir króna í framlag til ágóðahlutar í ár, segir í tilkynningu frá félaginu. Meira
18. október 2002 | Viðskiptafréttir | 282 orð | 1 mynd

HRESK kaupir útgerðir í Grindavík

HRAÐFRYSTIHÚS Eskifjarðar hf. hefur gert framvirkan kaupsamning um kaup á Hópi ehf. og Strýthóli ehf. í Grindavík. Samningurinn hefur verið samþykktur og undirritaður í stjórnum félaganna, og miðast við 2. Meira
18. október 2002 | Viðskiptafréttir | 70 orð

Íslandsbanki selur 11,66% í Straumi

ÍSLANDSBANKI hefur selt hlutabréf í Fjárfestingarfélaginu Straumi hf. fyrir tæpar 328 milljónir króna að nafnverði, eða 11,66% hlut í félaginu. Eignarhlutur Íslandsbanka er nú 27,2%, eða rúmar 762 milljónir króna að nafnverði en var áður 38,86%. Meira
18. október 2002 | Viðskiptafréttir | 72 orð

Mest verðbólga á Írlandi

SAMRÆMD vísitala neysluverðs í EES-ríkjum var 111,6 stig í september sl. og hækkaði um 0,4% frá fyrri mánuði. Á sama tíma hækkaði hún fyrir Ísland um 0,5%. Meira
18. október 2002 | Viðskiptafréttir | 882 orð | 1 mynd

Skera þarf á tengsl við hagsmunaaðila

ARTHUR Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, gagnrýndi Hafrannsóknastofnunina harðlega á aðalfundi sambandsins sem hófst í gær. Meira
18. október 2002 | Viðskiptafréttir | 243 orð | 1 mynd

Valfells-fjölskyldan selur Steypustöðina

FJÖLSKYLDUR Sveins og Ágústar Valfells hafa selt eignarhlut sinn í móðurfélagi Steypustöðvarinnar, Basalti ehf. Basalt ehf. Meira

Fastir þættir

18. október 2002 | Dagbók | 883 orð

(2. Tím. 3, 15.)

Í dag er föstudagur 18. október, 291. dagur ársins 2002. Lúkasmessa. Orð dagsins: Þú hefur frá blautu barnsbeini þekkt heilagar ritningar. Þær geta veitt þér speki til sáluhjálpar fyrir trúna á Krist Jesú. Meira
18. október 2002 | Árnað heilla | 41 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Í dag, föstudaginn 18. október, er fimmtug Oddný Steingrímsdóttir, dagmamma, Dragavegi 6, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Hinrik Ingi Árnason, húsasmíðameistari . Þau taka á móti ættingjum og vinum á afmælisdaginn kl. Meira
18. október 2002 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 18. október, er fimmtug Erna Árnadóttir, Bröndukvísl 7, Erna og eiginmaður hennar, Magnús Jón Árnason, eru að heiman á... Meira
18. október 2002 | Árnað heilla | 31 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 19. október, verður sjötugur Gísli Jósefsson, málarameistari, Flétturima 13, Reykjavík . Hann tekur á móti vinum og vandamönnum á Engjategi á afmælisdaginn milli kl. 16 og... Meira
18. október 2002 | Árnað heilla | 30 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli .

90 ÁRA afmæli . Nk. sunnudag, 20. október, verður níræð Ingibjörg Sigvaldadóttir frá Svanshóli. Hún tekur á móti ættingjum og vinum frá kl. 15-18 á afmælisdaginn í Færeyska sjómannaheimilinu, Brautarholti 29,... Meira
18. október 2002 | Fastir þættir | 176 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarss.

Bridsfélag Akureyrar Nú þegar tvö kvöld eru búin af þremur af Greifatvímenningnum þá hafa tvö pör tekið forystu, en aðrir fylgja fast á eftir. Staða efstu manna er þannig: Páll Þórss. og Frímann Stefánss. 85 Pétur Guðjónss. og Anton Haraldss. Meira
18. október 2002 | Fastir þættir | 326 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

SÉ rétt gefið skyldi maður halda að summa tapslaga og tökuslaga væri þrettán. Oftast er það raunin, en ekki alltaf. Suður gefur; enginn á hættu. Meira
18. október 2002 | Viðhorf | 825 orð

Engin kosningamál

Aukin þátttaka einkaaðila í menntun og heilbrigðisþjónustu og það að stofna ekki til nánari kynna við Evrópusambandið eru allt mikilvæg framtíðarmál. Meira
18. október 2002 | Í dag | 217 orð | 1 mynd

Laugarneskirkja.

Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10 í umsjá Aðalbjargar Helgadóttur. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Gleðistund kl. 14 að Dalbraut 16, 18 og 20. Meira
18. október 2002 | Dagbók | 71 orð

LILJA

Almáttugr guð, allra stétta yfirbjóðandi engla og þjóða, ei þurfandi stað né stundir, staði haldandi í kyrrleiks valdi, senn verandi úti og inni, uppi og niðri og þar í miðju, lof sé þér um aldr og ævi, eining sönn í þrennum greinum. Meira
18. október 2002 | Fastir þættir | 142 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. f3 c5 5. d5 Rh5 6. e4 Dh4+ 7. Kd2 Rg3 8. De1 Rxf1+ 9. Dxf1 exd5 10. cxd5 d6 11. Kc2 0-0 12. g4 Bxc3 13. bxc3 b6 14. Rh3 De7 15. Rf4 Ba6 16. De1 Rd7 17. Kd2 Re5 18. Ke3 f5 19. Meira
18. október 2002 | Fastir þættir | 494 orð

Víkverji skrifar...

VÍKVERJI fékk bréf frá íbúa í Þingholtunum, þar sem segir m.a.: "Ég nýt þeirrar gæfu að búa í miðbæ Reykjavíkur á svæði 101 og hef gert það síðastliðinn áratug. Meira
18. október 2002 | Fastir þættir | 637 orð | 3 myndir

Vorblómstrandi haustlaukar

FÁTT veit ég fallegra en heiðgult sóleyjatún. Ekki býst ég við að bændur deili þessari tilfinningu með mér þar sem sóleyjan er afleit beitarjurt og er rýr í töðu þótt hún étist eðlilega með öðru heyi. Meira

Íþróttir

18. október 2002 | Íþróttir | 371 orð | 1 mynd

* BIRGIR Leifur Hafþórsson , kylfingur...

* BIRGIR Leifur Hafþórsson , kylfingur úr GL , lauk leik í gær á tveimur yfir pari á áskorendamóti atvinnukylfinga sem fram fer í Nymegen í Hollandi . Birgir Leifur fékk fjóra fugla, átta pör og sex skolla í dag og er í 91.-100. sæti af 118 keppendum. Meira
18. október 2002 | Íþróttir | 222 orð

Brand hefur valið Svíþjóðarfara

HEINER Brand, landsliðsþjálfari Þjóðverja í handknattleik, hefur valið sextán manna landsliðshóp sem á að taka þátt í heimsbikarmótinu í Svíþjóð um næstu mánaðamót. Þar leika Þjóðverjar m.a. Meira
18. október 2002 | Íþróttir | 140 orð

Enn mætast Magdeburg og Veszprém

EVRÓPUMEISTARAR Magdeburg í handknattleik, með Alfreð Gíslason við stjórnvölinn og Ólaf Stefánsson og Sigfús Sigurðsson í lykilstöðum, dróst enn einu sinni gegn Fotex Veszprém frá Ungverjalandi. Meira
18. október 2002 | Íþróttir | 115 orð

Frakkar höfðu betur

MÖGULEIKAR enska kvennalandsliðsins á sæti í úrslitakeppni HM í Kína dvínuðu verulega er liðið tapaði gegn Frökkum á heimavelli með minnsta mun, 1:0, í gærkvöldi. Meira
18. október 2002 | Íþróttir | 145 orð

Fyrsti sigur Kiel í 144 daga

ÞÝSKU meistararnir í Kiel unnu í fyrrakvöld langþráðan sigur í Bundesligunni þegar þeir burstuðu lið Pfullingen, 30:19, í sjöundu umferð deildarinnar. Meira
18. október 2002 | Íþróttir | 229 orð | 1 mynd

Færeyingar eru í sjöunda himni

FÆREYINGAR eru í sjöunda himni yfir frammistöðu landsliðsins í knattspyrnu og ráða sér vart fyrir kæti þrátt fyrir 2:1 tap í undankeppni EM í fyrrakvöld. Færeyingar líta á tapið gegn Þjóðverjum sem mikinn sigur fyrir knattspyrnuna þar í landi en engu mátti muna að Færeyingar næðu að taka stig af þýska stálinu sem hefðu orðið söguleg úrslit svo ekki sé meira sagt. Meira
18. október 2002 | Íþróttir | 157 orð

Getraunasvindl í norskum handknattleik?

TALSMENN getraunafyrirtækisins NordicBet segjast hafa upplýsingar um að leikmenn og þjálfarar í efstu deild í norskum handknattleik leggi háar fjárhæðir undir á "Lengju" þeirra Norðamanna í viku hverri og vilja að norska handknattleikssambandið... Meira
18. október 2002 | Íþróttir | 117 orð

Gríðarlegt tap hjá Chelsea

FORSVARSMENN enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea hafa birt uppgjör sitt fyrir keppnistímabilið 2001-2002 og varð gríðarlegt tap á rekstri liðsins. Rúmlega tvo milljarða ísl. kr. Meira
18. október 2002 | Íþróttir | 502 orð | 1 mynd

* GUÐFINNUR Kristmannsson skoraði 4 mörk...

* GUÐFINNUR Kristmannsson skoraði 4 mörk fyrir lið sitt, Wasaiterna , í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í fyrrakvöld. Þau dugðu skammt því Wasaiterna tapaði fyrir Sävehof , 37;23, og er í neðsta sæti af 12 liðum með fjögur stig. Meira
18. október 2002 | Íþróttir | 170 orð

Guðni velur Slóveníufara

GUÐNI Kjartansson, þjálfari landsliðs Íslands í knattspyrnu karla, sem skipað er leikmönnum 19 ára og yngri hefur valið þá leikmenn sem hann hyggst tefla fram í undankeppni Evrópukeppni landsliða 19 ára og yngri. Meira
18. október 2002 | Íþróttir | 57 orð

HANDKNATTLEIKUR 1.

HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Esso-deild: Ásgarður: Stjarnan - Haukar 20 Víkin: Víkingur - Selfoss 20 1. Meira
18. október 2002 | Íþróttir | 122 orð

Haukur Ingi til Kärnten

Haukur Ingi Guðnason, landsliðsmaður í knattspyrnu, mun halda til Austurríkis á laugardag þar sem hann mun dvelja hjá úrvalsdeildarliðinu Kärnten í þrjá daga. Haukur Ingi er samningsbundinn Keflavík en forsvarsmenn Kärnten vilja fá hann sem fyrst. Meira
18. október 2002 | Íþróttir | 306 orð | 1 mynd

* KARL Malone leikmaður NBA -liðsins...

* KARL Malone leikmaður NBA -liðsins Utah Jazz á síðastliðnum átján árum gaf í skyn í gær að næsta keppnistímabil verði það síðasta á hans ferli. Meira
18. október 2002 | Íþróttir | 129 orð

Kylfingar til Malasíu

ÍSLENSKA karlalandsliðið í golfi hélt á miðvikudaginn áleiðis til Malasíu þar sem það tekur þátt í heimsmeistaramóti áhugamannaliða. Frá Íslandi fóru Örn Ævar Hjartarson og Helgi Birkir Þórisson úr Golfklúbbi Suðurnesja ásamt Ragnari Ólafssyni... Meira
18. október 2002 | Íþróttir | 31 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR Deildabikarinn, Kjörísbikar karla, Síðari leikir:...

KÖRFUKNATTLEIKUR Deildabikarinn, Kjörísbikar karla, Síðari leikir: Hamar - Valur 117:95 *Hamar heldur áfram keppni. UMFN - ÍS 111:50 *Njarðvík heldur áfram keppni. Tindastóll - Snæfell 85:82 *Tindastóll heldur áfram keppni. Meira
18. október 2002 | Íþróttir | 95 orð

Lárusi Orra ekki refsað

GARY Megson, knattspyrnustjóri WBA, segir að hann ætli sér ekki að grípa til neinna aðgerða gagnvart Lárusi Orra Sigurðssyni í kjölfar þess að leikmaðurinn viðurkenndi að hafa brotið agareglur og dró sig út úr íslenska landsliðshópnum fyrir leikinn á... Meira
18. október 2002 | Íþróttir | 169 orð | 1 mynd

Maraþonviðureign á Wentworth

Margir af þekktustu kylfingum heims eigast við í heimsmeistarakeppni í holukeppni einstaklinga sem fram fer á Wentworth á Englandi og hófst í gær. Meira
18. október 2002 | Íþróttir | 262 orð | 1 mynd

Mínir menn virðast saddir

VIGGÓ Sigurðsson þjálfari Hauka segir það gríðarlegt áfall að vera úr leik í bikarkeppninni en Haukar, sem hampað hafa bikarmeistaratitlinum undanfarin tvö ár undir stjórn Viggós, biðu lægri hlut fyrir Aftureldingu í fyrrakvöld í 16-liða úrslitum, 30:22. Meira
18. október 2002 | Íþróttir | 37 orð | 1 mynd

Ólafur Stefánsson og Alfreð Gíslason fögnuðu...

Ólafur Stefánsson og Alfreð Gíslason fögnuðu sigri í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í vor eftir sigur á ungverska liðinu Fotex Veszprém. Þeir félagar þurfa á ný að glíma við Ungverjana í riðlakeppninni. Sigfús Sigurðsson leikur einnig með... Meira
18. október 2002 | Íþróttir | 358 orð

"Höfuðáhersla á barna- og unglingastarf"

ÍSLANDSMÓTIÐ í blaki hefst í kvöld með tveimur leikjum í 1. deild kvenna í Kópavogi og á Akureyri. Mótið er mun lengra og umfangsmeira en síðustu ár en deildakeppnin stendur nú yfir frá október og fram í apríl. Í fyrra var hins vegar aðeins leikið eftir áramót, frá janúar og fram í mars, í 1. deild karla og kvenna. Ný stjórn Blaksambands Íslands er stórhuga og hyggst setja mikinn kraft í uppbyggingu íþróttarinnar með sérstakri áherslu á barna- og unglingastarf. Meira
18. október 2002 | Íþróttir | 152 orð

Trappatoni valtur í sessi

ÍTALSKIR fjölmiðlar krefjast þess að Giovanni Trappatoni landsliðsþjálfara Ítala í knattspyrnu verði sagt upp störfum í kjölfar 2:1 ósigurs á móti Wales í fyrrakvöld. Meira
18. október 2002 | Íþróttir | 117 orð

Vogts þakkar fyrir stuðninginn

BERTI Vogts, landsliðþjálfari Skota í knattspyrnu, þakkar öflugum stuðningsmannahópi skoska landsliðsins, Tartan Army, fyrir stuðninginn á undanförnum dögum. Meira
18. október 2002 | Íþróttir | 69 orð

Þrír í sigtinu hjá Víkingum

FYRSTUDEILDARLIÐ Víkings í knattspyrnu hefur enn ekki ráðið eftirmann Lúkasar Kostic í stöðu þjálfara en Kostic ákvað sem kunnugt er að segja upp samningi sínum við Víking á dögunum eftir eins árs starf. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

18. október 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 167 orð | 8 myndir

Áberandi appelsínugult

APPELSÍNUGULI liturinn er oft notaður þegar mikið liggur við. Í viðvörunarskilti, umferðarkeilur og sjógalla en nú líka í skartgripi, skápa og skóhorn. Meira
18. október 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 481 orð | 2 myndir

Eldað með Nigellu

NÚ á tímum gengur allt út á skyndifæði og hraða eldamennsku, sem er svo sem góðra gjalda vert svona hvunndags, en ef markmið eldamennskunnar er afraksturinn verður að leggja meira í undirbúninginn. Meira
18. október 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 120 orð | 1 mynd

Ferðamenn myrtir á Balí

Að minnsta kosti 188 manns týndu lífi í sprengingu á Balí á laugardag. Balí er eyja í Indónesíu og mjög vinsæll ferðamannastaður. Fólkið var á skemmtistað þegar sprengja sprakk. Ennþá er ekki vitað hversu margir fórust. Meira
18. október 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 92 orð | 1 mynd

Forsetinn á ferðalagi

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, heimsótti krakka á Blönduósi, Skagaströnd og Hvammstanga um daginn. Forsetinn var á ferðalagi í Húnaþingi, Austur-Húnavatnssýslu, með unnustu sinni. Krakkarnir tóku vel á móti honum með fánum og söng. Meira
18. október 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 177 orð | 1 mynd

Góður sigur gegn Litháen

ÍSLENSKA karlalandsliðið í knattspyrnu lék tvo leiki í vikunni í undankeppni fyrir EM. Á laugardag tapaði Ísland gegn Skotum, 2:0, á Laugardalsvelli. Um 1.500 skoskir stuðningsmenn voru á vellinum en um 1. Meira
18. október 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 575 orð

Jón Gunnarsson, 20 ára

JÓN Gunnarsson er tvítugur með einhverfu og mikla teiknihæfileika. Hann útskrifaðist frá starfsbraut fyrir fatlaða í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í fyrra og er nú í starfsþjálfun og starfsprófun hjá Örva í Kópavogi. Meira
18. október 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 575 orð | 3 myndir

Jón Gunnarsson, 20 ára

JÓN Gunnarsson er tvítugur með einhverfu og mikla teiknihæfileika. Hann útskrifaðist frá starfsbraut fyrir fatlaða í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í fyrra og er nú í starfsþjálfun og starfsprófun hjá Örva í Kópavogi. Meira
18. október 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 466 orð | 3 myndir

Nói trúður skemmtir börnunum

TRÚÐURINN Nói er á tólf vikna ferðalagi um Indland á vegum SOS-Barnaþorpanna. Markmið Nóa með ferðinni er menningar-, fræðslu- og hjálparstarf en einnig gerir hann heimildarmynd um ferðina. Aðalsmerki Nóa er rauða nefið. Meira
18. október 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 428 orð | 5 myndir

Nýtt bros?

VILTU kaupa þér nýtt bros? Þannig spyrja þeir sem eru að auglýsa í Bandaríkjunum ákveðna tækni til að fegra framtennurnar í fólki. Aðferðin felst í því að skeljar úr hreinu postulíni eru límdar á tennurnar. Meira
18. október 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 173 orð

Ostra af sléttunni

Ég er ekki viss um hvað menn fá mikinn unað út úr þessu en þetta er fremur bráðabirgðalausn á heilsufarsvandanum en fullgild lausn. Meira
18. október 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 724 orð

Sá að mamma var hrædd

Eftirfarandi er óbreytt ritgerð Ingibjargar Jónasdóttur frá því hún var 12 ára. Ritgerðarefnið var "Mín versta æskuminning" og var skrifuð að hausti í Hólabrekkuskóla. Ingibjörg fékk 9,5 í einkunn fyrir hana. Meira
18. október 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 830 orð | 1 mynd

Sérgáfa: Tímaútreikningur

ANDRI Freyr Hilmarsson, 19 ára, nemi á síðasta ári í sérdeild Fjölbrautaskólans í Garðabæ, var þriggja ára þegar hann var greindur einhverfur. "Hann var ekki enn farinn að tala þegar hann var fjögurra ára og fór því í málörvun á BUGL. Meira
18. október 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 2645 orð | 3 myndir

Sérstakt fólk

Menn eru greindir og líka misjafnlega greindir í tvenns konar skilningi. Þeir sem ekki teljast "venjulegir" eru í auknum mæli greindir með heilkenni af ýmsu tagi. Valgerður Þ. Jónsdóttir las sér til um sérgáfu-heilkennið og hafði uppi á tveimur íslenskum sérvitringum. Meira
18. október 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 169 orð

Tónlistarveisla alla helgina

TÓNLISTARVEISLA stendur nú yfir á höfuðborgarsvæðinu. Tvær veglegar tónlistarhátíðir eru nefnilega í gangi, Iceland Airwaves og Fairwaves. Iceland Airwaves hófst í gær og stendur til sunnudags. Meira
18. október 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 1214 orð | 3 myndir

Þegar mamma fékk brjóstakrabbamein

Ingibjörg Jónasdóttir var sjö ára þegar mamma hennar, Guðný Zíta Pétursdóttir, greindist með brjóstakrabbamein. Þær segja að þá hafi sjúklingar og fjölskyldur þeirra ekki fengið nægilega aðstoð til að vinna úr tilfinningum, sem upp koma vegna sjúkdómsins. Steingerður Ólafsdóttir hvarf með þeim mæðgum 12 ár aftur í tímann. Meira

Annað

18. október 2002 | Prófkjör | 506 orð | 1 mynd

Kyrrstaða er ekki kostur

"Það er einungis með aðildarviðræðum að Íslendingar geta tekið upplýsta ákvörðun í Evrópumálum." Meira
18. október 2002 | Prófkjör | 381 orð | 1 mynd

Landsbyggðarsektin

"Ég felli mig illa við að skattkerfi ríkisvaldsins skuli mismuna fólki eftir því hvar það býr." Meira
18. október 2002 | Prófkjör | 377 orð | 1 mynd

Sameiginleg forsjá verði meginregla

"Þrátt fyrir vilja forsjárnefndar er þessa breytingu ekki að finna í nýju frumvarpi til barnalaga." Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.