TÉKKNESKUR bóndi blæs í flautu fyrir framan þinghúsið í miðborg Prag í gær, er hann gekk ásamt um tvö þúsund starfsbræðrum sínum í gegnum borgina til þess að krefjast hækkunar á opinberum niðurgreiðslum og hvetja stjórnvöld til að semja um betri skilyrði...
Meira
Viktoría Kúrilenko kyssir lík sonar síns, Arsenís, sem var borinn til grafar í Moskvu í gær. Arsení var 13 ára og lék hlutverk í söngleiknum Nord-Ost, sem verið var að sýna í leikhúsinu er tétsensku hryðjuverkamennirnir tóku alla sem þar voru í...
Meira
DÓMSTÓLL í Kaupmannahöfn úrskurðaði í gær Akhmed Zakajev, sendimann forseta Tétsníu, í þrettán daga gæsluvarðhald, eða þangað til tekin verður afstaða til þess hvort verða eigi við beiðni stjórnvalda í Moskvu um að hann verði framseldur til Rússlands.
Meira
ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gærkvöldi að hann myndi sitja áfram í embætti, þrátt fyrir að ráðherrar Verkamannaflokksins í stjórn hans hefðu sagt af sér fyrr um daginn.
Meira
TALA þeirra sem létust í áhlaupi rússneskra sérsveitarliða á leikhúsið í Moskvu aðfaranótt laugardagsins hélt áfram að hækka í gær, er tilkynnt var að tveir fyrrverandi gíslar tétsensku hryðjuverkamannanna hefðu látist á sjúkrahúsi.
Meira
ÁBENDING til lögreglu um að maður seldi og dreifði fíkniefnum frá heimili sínu í Hveragerði, varð til þess að lögreglan fylgdist náið með manninum í nokkra daga í ágúst í fyrra.
Meira
Í HAGKAUPUM Smáralind hefjast íslenskir tónlistardagar föstudaginn 1. nóvember og standa til 24. nóvember. Þeir eru haldnir í tilefni af því að um þessar mundir kemur út mikið af efni frá íslenskum tónlistarmönnum.
Meira
ALLS 258 aldraðir voru í september á biðlista, fyrir fólk í mjög brýnni þörf, eftir hjúkrunarrými í Reykjavík. Á höfuðborgarsvæðinu öllu var þessi fjöldi 339 á sama tíma.
Meira
INNAN skamms verður sett á stofn sjálfseignarstofnunin Eiðastóll um starfrækslu alþjóðlegrar mennta- og menningarmiðstöðvar á Eiðum, sem einstaklingum, fyrirtækjum og opinberum aðilum verði boðin aðild að.
Meira
Árlega greinast á milli 110 og 120 manns með ristilkrabbamein hér á landi og þar af deyja 40-50 af völdum þess. Hrint hefur verið af stað átaksverkefni í heilbrigðismálum, vitundarvakningu um ristilkrabbamein, sem ætlað er að efla forvarnir gegn sjúkdómum í meltingarfærum. Tveir viðmælendur Morgunblaðsins, sem báðir hafa tekist á við sjúkdóminn á mismunandi stigum, greina hér frá reynslu sinni; greiningu, meðferð og batahorfum.
Meira
UM helgina var brotist inn í fjóra bíla sem var lagt í bílastæðin við Háskólabíó. Í öllum tilvikum voru rúður brotnar og verðmæti hirt úr bílunum.
Meira
BÆNDUM fækkar að meðaltali um 50% á hverju tíu ára tímabili í Iowa-ríki í Bandaríkjunum. Iowa er eitt af helstu landbúnaðarsvæðum Bandaríkjanna og þannig er t.a.m. hvergi framleitt jafn mikið magn af sojabaunum eða svínakjöti.
Meira
RÍKISSTJÓRNIR EFTA-ríkjanna hafa skipað Þorgeir Örlygsson dómara við EFTA-dómstólinn. Hann gegnir nú stöðu ráðuneytisstjóra iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins. Þorgeir, sem er fæddur 1952, var um árabil prófessor við lagadeild HÍ og borgardómari.
Meira
MAÐUR heldur á regnhlíf og munnþurrku fyrir vitunum til að verjast ösku frá Etnu á útimarkaði í sikileysku borginni Catania. Heldur dró úr eldvirkni í Etnu í gær en mikill gosmökkur steig þó upp úr fjallinu og jarðskjálftar fundust þar enn.
Meira
KJELL Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, vísaði á bug hugmyndum um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu í Noregi um aðild að Evrópusambandinu. Þetta kom fram í umræðum á afmælisþingi Norðurlandaráðs í Helsinki í gær.
Meira
VELFERÐARMÁLIN, sýn verkalýðshreyfingarinnar á velferðarkerfi framtíðarinnar og Evrópumál verða megin viðfangsefni þingfulltrúa á ársfundi Alþýðusambands Íslands sem hefst í dag á Hótel Loftleiðum. Fundurinn stendur í tvo daga og skv.
Meira
HÓPUR gráhegra sást við Rauðavatn í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglaáhugamanns er gráhegri veturgestur hér á landi og aðallega eru það ungfuglar frá Noregi sem sjást hér.
Meira
STARFSFÓLK Héraðsdóms Suðurlands á Selfossi á von á því að í næstu viku verði fjöldi mála þingfestur þar vegna úrskurða óbyggðanefndar um þjóðlendur í Árnessýslu frá því í mars síðastliðnum. Hinn 26. október sl.
Meira
Forgjafarmót verður haldið hjá Skákfélagi Akureyrar í kvöld, fimmtudagskvöldið 31. október, kl. 20. Þar fá minni spámenn meiri tíma til umhugsunar en þeir stigahærri. Á sunnudag, 3. nóvember, kl.
Meira
FRAMSÓKNARMENN í Reykjavík samþykktu uppstillingu í báðum kjördæmum Reykjavíkur á kjördæmisþingum framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður og norður í gærkvöldi.
Meira
Fundur um stöðu íþrótta fatlaðra á Akureyri verður haldinn í kaffiteríu Íþróttahallarinnar í dag, 31. október, kl. 17.30. Allir áhugasamir eru velkomnir á fundinn, enda er hér um að ræða mál sem alla varðar.
Meira
HØGNI Hoydal, varalögmaður Færeyja og formaður Þjóðveldisflokksins, vill að staða norrænu sjálfstjórnarsvæðanna, Færeyja, Grænlands og Álandseyja, verði styrkt, þannig að þau standi jafnfætis norrænu ríkjunum fimm í ráðinu.
Meira
NÝLEGA barst heilsugæslustöðinni á Kirkjubæjarklaustri góð gjöf. Samband vestur-skaftfellskra kvenna færði stöðinni fósturhlustara sem ætlaður er til að hlusta hjartslátt fósturs í móðurkviði.
Meira
Gunnar Jónasson, fyrrverandi eigandi og forstjóri Stálhúsgagna, lést að kvöldi þriðjudagsins 29. október síðastliðinn, rúmlega 95 ára að aldri. Hann féll og lærbrotnaði síðastliðinn laugardag og lést af afleiðingum meiðslanna.
Meira
FJÓRIR sunnlenskir nemendur hafa nú hafið leikskólakennaranám við Háskólann á Akureyri í fjarnámi en stunda námið að hluta til á Hvolsvelli. Námið fer fram með fjarfundarbúnaði og í gegnum tölvur.
Meira
UMHVERFIS- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur hefur lagt hald á og fargað 130 kílóum af óheilbrigðisskoðuðu kjöti sem fannst í mötuneyti Olíufélagsins Esso að Gelgjutanga. Fyrirtækið á yfir höfði sér að verða áminnt vegna atviksins.
Meira
EFTIRTALDIR 245 kandídatar voru brautskráðir frá Háskóla Íslands laugardaginn 26. október. Guðfræðideild (8) Embættispróf í guðfræði Cand. theol.
Meira
ÞÓTT Samtök verslunar og þjónustu fagni álitinu þá segja þau einnig að það valdi vonbrigðum að þetta sé álit en ekki úrskurður sem skylt er að fara eftir. "Ástæðan er sú, að sérákvæði búvörulaga ganga framar samkeppnislögum.
Meira
SAMKEPPNISRÁÐ beinir í nýju áliti sínu þeim tilmælum til landbúnaðarráðherra með vísan til samkeppnislaga, að hann beiti sér fyrir því að heildsöluverðlagning á búvöru verði gefin frjáls svo fljótt sem auðið er og eigi síðar en um mitt ár 2004.
Meira
STJÓRN Kers hf. hefur borist bréf Hesteyrar ehf. þar sem óskað er eftir að boðað verði til hluthafafundar í Keri hf. þar sem á dagskrá verði stjórnarkjör í félaginu.
Meira
GUÐNI Jónsson greindist með ristilkrabba um mitt ár 2000. "Það var eitthvað að hjá mér sem ég áttaði mig ekkert á hvað var. Það voru engir verkir eða neitt heldur kom öðru hverju blóð í hægðum.
Meira
HÆSTIRÉTTUR Íslands hefur beint tíu spurningum til læknaráðs vegna álitsgerða erlendra sérfræðinga sem lagðar voru fyrir réttinn í máli manns, sem dæmdur var í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að valda af gáleysi dauða níu mánaða gamals drengs, með því að...
Meira
GRÉTAR Már Sigurðsson, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir engan fót fyrir frétt norska blaðsins Aftenposten fyrr í vikunni um að Ísland og Noregur hafi í fyrsta sinn léð máls á því að falla frá banni við erlendum...
Meira
ÍSLANDSFLUG tekur á morgun, föstudag, yfir áætlunarflug milli Hafnar í Hornafirði og Reykjavíkur. Fjöldi ferða verður sá sami og hefur verið hjá Flugfélagi Íslands, eða alls átta flug á viku.
Meira
Jakob Frímann Magnússon hefur ákveðið að gefa kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík 9. nóvember nk. Jakob Frímann gefur kost á sér í 2.-3. sæti listans.
Meira
Karlakór Dalvíkur heldur tvenna tónleika nú um mánaðamótin. Fyrri tónleikarnir verða í Dalvíkurkirkju í kvöld, fimmtudagskvöld, 31. október kl. 20.30 og þeir síðari í Skjólbrekku, Mývatnssveit sunnudaginn 3. nóvember kl. 16.
Meira
Keflavíkurkirkja efnir til samverustundar með foreldrum fermingarbarna í Kirkjulundi kl. 20.30 í kvöld, fimmtudaginn 31. október. Gylfi Jón Gylfason, sálfræðingur, mun fjalla um samskipti við unglinga.
Meira
JÓN Kristjánsson heilbrigðismálaráðherra telur að það komi ekki niður á börnum og foreldrum að dregið hafi verið úr þjónustu á barnalæknavakt Barnalæknaþjónustunnar ehf. í Domus Medica vegna fjárskorts.
Meira
PALESTÍNUMAÐUR skaut í fyrrakvöld til bana tvær stúlkur og konu í gyðingabyggð á Vesturbakkanum. Féll hann síðan fyrir byssukúlum ísraelskra hermanna.
Meira
ÞAÐ tekur hvorki meira né minna en fjóra daga að klæða Kringluna í jólabúninginn. Starfsmenn eru nú í óða önn að hengja upp jólaskraut á göngunum og einnig utandyra, en á morgun verður kveikt á herlegheitunum, sem í eru milljón...
Meira
ÍSLANDSDEILD Amnesty International efndi til kyrrðarstundar fyrir framan sendiráð rússneska sambandsríkisins seinni partinn í gær. Tendruð voru kerti og þannig minnst fórnarlamba mannréttindabrota og fórnarlamba gíslatökunnar í leikhúsinu í Moskvu.
Meira
REGLULEG laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu að meðaltali um 5,6% frá öðrum ársfjórðungi í fyrra til annars ársfjórðungs í ár. Launavísitalan hækkaði á sama tíma um 5,5% og samkvæmt því jókst kaupmáttur launa að meðaltali um 0,1%.
Meira
DAGNÝ Pálsdóttir greindist með ristilsepa fyrrihluta árs 1989 en fram að þeim tíma hafði hún ekki haft nein greinanleg forstigseinkenni sem bentu til breytinga í ristli. "Þetta var í raun algjör tilviljun því ég hafði ekki haft nein einkenni.
Meira
LÖGÐ hefur verið fram kæra vegna heimasíðu á netinu, þar sem finna mátti leiðbeiningar um hvernig brjótast mætti inn í vefumsjónarkerfi fyrirtækja.
Meira
MAÐURINN, sem lést af slysförum í Borgarnesi á þriðjudag, hét Jón Eyjólfur Einarsson, 76 ára, til heimilis að Berugötu 18, Borgarnesi. Jón Eyjólfur var fæddur 9. febrúar 1926. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjóra uppkomna...
Meira
Merkjasala Björgunarsveitarinnar Ársæls Árleg merkjasala Björgunarsveitarinnar Ársæls í Reykjavík og á Seltjarnarnesi fer fram dagana 30. október til 3. nóvember. Þá munu sölubörn ganga í hús og bjóða merki björgunarsveitarinnar til sölu.
Meira
RÚMLEGA 415 tonn seldust af kjúklingum í septembermánuði og tæplega 563 tonn af svínakjöti. Þetta er mesta sala á svínakjöti og kjúklingum sem um getur í einum mánuði hér á landi.
Meira
RITAÐ er um niðurstöður rannsókna Hjartaverndar í ritstjórnargrein í nóvemberhefti tímarits Evrópsku hjartalæknasamtakanna, European Heart Journal .
Meira
MENGUN frá álveri Norðuráls á Grundartanga er mun minni en reiknað var með í frummatsskýrslu sem gerð var árið 1995 áður en álverið var reist. Styrkur brennisteinstvíoxíðs og flúors í lofti er vel innan viðmiðunarmarka fyrir loftgæði.
Meira
HJÖRDÍS Sigursteinsdóttir oddviti Arnarneshrepps sagði að þar á bæ hefðu menn tekið ákvörðun um að mótmæla ekki staðsetningu nýs urðunarstaðar fyrir sorp, ef unnið yrði að málinu á faglegan hátt. Málið hefur þó ekki verið afgreitt í sveitarstjórn.
Meira
ÖRLYGUR Hnefill Jónsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að Alþingi setji á stofn nefnd sem kanni þróun fasteignaverðs á landsbyggðinni í samanburði við höfuðborgarsvæðið.
Meira
RÚSSNESKA öryggislögreglan hefur handtekið um 30 menn, þar meðal nokkra úr eigin röðum, sem grunaðir eru um að hafa aðstoðað Tétsenana, sem tóku um 800 manns í gíslingu í síðustu viku.
Meira
"ÉG ætla að fara að ráðum bróður míns og byrja á því að hætta, áður en ég fer að hugsa um önnur verkefni," segir Þórir Maronsson sem í dag hættir sem yfirlögregluþjónn í lögreglunni í Keflavík eftir tæplega 37 ára starf sem lögreglumaður.
Meira
GUÐRÚN Birna Gísladóttir var bara sex ára þegar hún lærði að drekka kaffi. Það var heimilisfólk á dvalarheimilinu Grund sem kenndi henni þá iðju og oftar en ekki laumaði það einhverju góðgæti að henni í leiðinni.
Meira
STYRKTAR- og sjúkrasjóður verslunarmanna í Reykjavík gaf Reykjalundi í gær hjartagæslutæki með skjá og hjartalínuritssenditæki, sem nýtist hjarta- og lungnasjúklingum. Verðmæti búnaðarins er um 5,5 milljónir króna.
Meira
JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og forsvarsmenn SÁÁ hafa undirritað þjónustusamning sem tekur til starfsemi sjúkrasviðs SÁÁ og allrar nauðsynlegrar stoðþjónustu.
Meira
ÍSLENSKA karlaliðið sigraði Egypta með 2,5 vinningum gegn 1,5 og kvennaliðið vann norska liðið með 2,5 vinningi gegn hálfum í fimmtu umferð Ólympíuskákmótsins í Bled í Slóveníu í gær. Þetta er stærsti sigur kvennaliðsins til þessa.
Meira
SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra ætlar að heimsækja kjarnorkuendurvinnslustöðina í Sellafield næstkomandi þriðjudag og ræða við yfirmenn hennar.
Meira
SIGRÍÐUR Hrönn Elíasdóttir varð Íslandsmeistari í einmenningi í brids á dögunum og er þetta í fyrsta sinn í sögu Bridssambandsins sem kona sigrar á mótinu.
Meira
Hrefna Sigurðardóttir er fædd í Reykjavík 28. júní 1952. Lauk leikskólakennaraprófi frá Fósturskóla Íslands 1977 og eins árs námi í stjórnun frá sama skóla 1996.
Meira
Stúdentablaðið ekki auglýsingablað Að gefnu tilefni skal bent á að Stútendablaðið er ekki auglýsingablað heldur málgagn stúdenta og hefur komið út í tæp 70 ár. Það er ekki auglýsingablað sem fylgir Morgunblaðinu líkt og ranglega var sagt í blaðinu í gær.
Meira
Í formennskutíð sinni í norrænu ráðherranefndinni, sem hefst um áramót, munu Svíar leggja áherslu á samrunaþróun í víðum skilningi. Samruna innan og á milli Norðurlandanna, samstarf við nágrannana í austri og í samskiptum við Evrópusambandið. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að enn sé mikil þörf á norrænu samstarfi og leggur áherslu á að landamæra- hindrunum á Norðurlöndum verði rutt úr vegi.
Meira
ÚRSKURÐUR samgönguráðuneytisins var að mati umboðsmanns Alþingis ekki í samræmi við lög þegar það fyrir tveimur árum staðfesti synjun sýslumannsins í Keflavík á veitingaleyfi til skemmtistaðar í Reykjanesbæ sem vildi bjóða upp á nektarsýningar.
Meira
MAÐUR, sem hefur rekið fasteignasölu á höfuðborgarsvæðinu, gaf sig fram við efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra í fyrradag og játaði að hafa dregið sér verulega fjármuni frá viðskiptavinum sínum.
Meira
LÖGREGLAN í Indónesíu hefur birt teikningar af þremur mönnum, sem grunaðir eru um að tengjast hryðjuverkinu á Balí. Varð það 190 manns að bana. Mennirnir eru á aldrinum 20 til 30 ára og sagt er, að tveir þeirra séu með vissu af indónesískum uppruna.
Meira
ÚTSJÓN, starfsmannafélag Norðurljósa, veitir árlega styrk til félagasamtaka og/eða líknarfélaga sem láta góð málefni sig varða. Öllum er heimilt að sækja um en umsóknarfrestur rennur út 3. nóvember nk.
Meira
FRAMSÓKNARMENN í Reykjavík samþykktu uppstillingu í báðum kjördæmum Reykjavíkur á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður og norður í gærkvöldi. Báðir fundirnir hófust á sama tíma, en voru mislangir.
Meira
ÚLFALDAR á eyðimerkursvæði í norðurhluta Kúveits sem þarlend stjórnvöld hafa ákveðið að loka frá og með laugardeginum kemur vegna öryggisviðbúnaðar hersins og hugsanlegs stríðs í grannríkinu Írak.
Meira
ÞAÐ MÁTTI halda að Reykjavíkurtjörn væri böðuð tunglsljósi í gærdag er nokkur velklædd ungmenni brugðu þar á leik. Gullin birta flæddi um ísinn og í ljós komu langir skammdegisskuggar.
Meira
Veggspjaldasýning í raunvísindadeild Stjórn Raunvísindastofnunar Háskólans býður starfsfólki og gestum þess til móttöku við opnun veggspjaldakynningar stofnunarinnar við upphaf Vísindadaga, föstudag 1. nóvember kl. 15-19, í Dunhaga 3.
Meira
Verið er að koma fyrir nýju og glæsilegu orgeli í kirkjunni á Möðruvöllum í Hörgárdal. Af því tilefni heldur kirkjukórinn fjáröflunarbingó í Hlíðarbæ laugardaginn 2. nóvember klukkan 14.
Meira
FÉLAG Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík ákvað á félagsfundi í fyrradag að stilla upp á framboðslista í báðum Reykjavíkurkjördæmunum.
Meira
Viltu grennast? Í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði býðst fólki nú að grenna sig í hópi með því skilyrði, að meginmarkmið dvalarinnar sé að létta sig og að líkamþyngdarstuðull (BMI) sé yfir 30. Í fyrstu meðferðinni er dvölin fjórar vikur.
Meira
VERIÐ er að skoða möguleika þess að nýta húsnæði Vífilsstaðaspítala undir hjúkrunarrými fyrir aldraða. Óbreytt stenst húsnæðið þó ekki nútímakröfur um aðbúnað og aðstöðu ef um langtíma búsetu aldraðra yrði að ræða.
Meira
ENGAN sakaði þegar eldur kom upp í íbúðarhúsi við Suðurgötu í Sandgerði í fyrrinótt. Húsið er tvíbýlishús. Hjón sem búa á efri hæðinni með tvö lítil börn vöknuðu við reykskynjara rétt fyrir klukkan fjögur um nóttina.
Meira
Á ÞINGI Norðurlandaráðs í gær þakkaði Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra Norðurlöndunum fyrir stuðning í atkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Alþjóðahvalveiðiráðinu sem fram fór á dögunum. Þetta kemur fram á vef Norðurlandaráðs.
Meira
ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Eftirfarandi mál eru á dagskrá. 1.Stjórn fiskveiða. 2.Fullvinnsla botnfiskafla. 3.Veiðieftirlitsgjald. 4.Þróunarsjóður sjávarútvegsins. 5.Fjárhagslegur aðskilnaður útgerðar og fiskvinnslu. 6.
Meira
AÐFARANÓTT mánudagsins sl. var brotist inn hjá Mareind ehf. í Grundarfirði og þaðan stolið tveimur fartölvum sem þar voru til sölu. Þá var brotist inn í Fákasel, félagsheimili hestamanna, en engu var stolið þar.
Meira
Á fjármálamörkuðum um heim allan hafa menn upplifað tímana tvenna undanfarin misseri. Það á við hér á landi jafnt sem annars staðar og eftir sitja margir með sárt ennið.
Meira
* AKOGES-SALURINN, Sóltúni 3: Línudans-restrasjón laugardag kl. 16 til 19, allir línudansarar velkomnir. * ARI Í ÖGRI: Liz Gammon leikur á píanó og syngur föstudags- og laugardagskvöld fyrir gesti á öllum aldri.
Meira
Í svörtum fötum hefur verið ein vinsælasta poppsveit landsins um langt skeið. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við svartstakkana Jón Jósep og Hrafnkel vegna nýrrar breiðskífu.
Meira
And Björk, of course Aukasýning verður í Borgarleikhúsinu kl. 20. Leikritið er eftir Þorvald Þorsteinsson. Leikarar eru Gunnar Hansson, Halldór Gylfason, Halldóra Geirharðsdóttir, Harpa Arnardóttir, Marta Nordal, Sóley Elíasdóttir og Þór Tulinius.
Meira
SIF Tulinius er einleikari kvöldsins á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hún leikur einleik í einu ástsælasta verki tónbókmenntanna, Fiðlukonsert í e-moll opus 64, eftir Felix Mendelssohn.
Meira
FYRIRSÆTAN Heather Mills mun hafa gengið fram af eiginmanni sínum Paul McCartney er hún lýsti því yfir opinberlega að síðasta ár hafi verið versta ár ævi hennar.
Meira
Heimildarmynd. Umsjón, hljóð, klipping og lestur: Dúi J. Landmark. Kvikmyndataka: Dúi J. Landmark, Magnús Magnússon, Sveinn M. Sveinsson. Tónlist: Halldór Bjarnason. 116 mín. Landmark kvikmyndagerð. Ísland 2002.
Meira
FJÖLBREYTTUR hópur tónlistarmanna flytur ólíka efnisskrá í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, í komandi nóvembermánuði. Verða fyrstu tónleikarnir á föstudag en það eru sólótónleikar Vovka Stefáns Ashkenazy.
Meira
KRISTINN Sigmundsson óperusöngvari er um þessar mundir í London, þar sem hann er við æfingar hjá Konunglegu óperunni í Covent Garden á óperunni Meistarasöngvurunum frá Nürnberg eftir Wagner, en sýningar hefjast 12. nóvember.
Meira
VALGEIR Guðjónsson mun halda útgáfutónleika vegna nýrrar plötu sinnar, Skellir og smellir , í Salnum í Kópavogi á sunnudaginn kl. 20. Miðasala er hafin og er verð 2.000 kr. en 1.600 fyrir MasterCard- korthafa.
Meira
Geislaplatan Tár með Orra Harðarsyni. Lög og textar eftir Orra Harðarson (nema "Lokalag": Orri og Marcussen) og hann sér um stjórn upptöku og útsetningar, svo og hljóðblöndun. Orri leikur á flest hljóðfærin sjálfur; kassagítar, rafgítar, píanó, orgel, hljómborð, bassa, munnhörpu og sitthvað fleira en honum til aðstoðar er Birgir Baldursson á trommur í nokkrum lögum og tvær söngkonur koma inn í örfáum lögum. Geislaplatan er gefin út til styrktar starfsemi Daufblindrafélags Íslands.
Meira
Í PLÖTUFLÓÐINU fyrir jól er mikið um hipp-hopptónlist en megnið af henni er þó á íslensku. Á skífunni Dark Omen með rappsveitinni Kritikal Mazz er þó spunnið á ensku sem er skiljanlegt þar sem tveir liðsmanna hennar eru útlendir.
Meira
LEGGJUM niður þessa bardagahneigð sem ríkt hefur um aldir, tökum í þess stað upp skynsemishneigð. Hún byggist á þeim sannleika að það sem er gott fyrir aðra er gott fyrir mig. Samkeppni leiðir aðeins til öfundar og illdeilna.
Meira
Atvinna umfram auðn ÉG vil koma því á framfæri að ég tel að hungurverkfall það sem Hildur Rúna var í hafi ekki þjónað neinum tilgangi. Hún veit sjálf að búið er að taka ákvörðun um þetta mál og það hefur ekkert að segja að ein manneskja sé að svelta sig.
Meira
EFTIR lestur blaðsins á Netinu, um nokkuð langan tíma, sem gefur mér og sennilega mörgum "útlendingum", gullið tækifæri að fylgjast með því sem er að gerast á blessuðu landinu, þá er mér ekki lengur í þögninni látið líða.
Meira
UNDIRRITAÐUR hefur síðustu viku verið að fylgjast með bólusetningarumræðunni og missti andlitið í morgun! Á síðum Morgunblaðsins blasti við grein sem útskýrði á mjög ljósan hátt ýmis hugtök og hugmyndir sem koma við í líffræðinni.
Meira
MACIEJ óskar eftir íslenskum pennavini sem safnar frímerkjum. Maciej Cichosz, ul. Hoza 54/6, 25-618 Kielce, Poland. TARJA óskar eftir íslenskum pennavini sem safnar frímerkjum. Tarja Ihala, Jämijärventie 29 B. 12, 38800 Jämijärvi, Finland.
Meira
Í GREIN er Orri Vigfússon skrifar í Morgunblaðið 28. október sl. undir heitinu Laxar og raforkuver sé ég ekki betur en hann vilji hverfa aftur til fortíðar hvað varðar Elliðaár.
Meira
Guðlaug Ögmundsdóttir var fædd í Flatey á Breiðafirði 27. október 1924. Foreldrar hennar voru Ögmundur Ólafsson, skipstjóri í Flatey og síðar í Reykjavík, f. 18. október 1895 í Flatey, d. 2. október 1979, og Guðný Hallbjarnardóttir, f. 3.
MeiraKaupa minningabók
Jónas Magnús Guðmundsson fæddist í Keflavík 31. desember 1944. Hann lést 20. október síðastliðinn. Foreldrar hans eru Guðmundur Jónasson, f. 21.9. 1915, og Kristín Magnúsdóttir, f. 7.1. 1920, d. 18.7. 2001. Jónas kvæntist Heiðrúnu Guðleifsdóttur, f. 18.
MeiraKaupa minningabók
Jóna Unnur Ágústsdóttir fæddist í Mávahlíð í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi 30. júní 1925. Hún lést á heimili sínu fimmtudaginn 17. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þuríður Þorsteinsdóttir, f. í Sjávargötu í Njarðvík 10.7. 1899, d. 9.4.
MeiraKaupa minningabók
Karl Hafsteinn Pétursson var fæddur 21. mars 1931 í Búðardal á Skarðsströnd í Dalasýslu. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 22. október síðastliðinn. Foreldrar Karls voru Pétur Guðfinnsson bifreiðarstjóri, f. 13. febrúar 1899, d. 10.
MeiraKaupa minningabók
Magnús Thorvaldsson fæddist í Reykjavík 22. júní 1926. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 24. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru: Marín Magnúsdóttir, f. 25.7. 1896 í Akurhúsum í Grindavík, og Thorvald Gregersen, f. 1.7. 1894 í Noregi.
MeiraKaupa minningabók
Ragnhildur Sigurðardóttir fæddist á Seyðisfirði 17. janúar 1929. Hún andaðist á líknardeild Landspítala - Landakoti 23. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorbjörg P. Ingimundardóttir húsfreyja, f. 15.
MeiraKaupa minningabók
Sigurlaug Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 2. september 1954. Hún lést á heimili sínu í Keflavík 21. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Jóhannesdóttir og Gústav Jensson. Eldri bróðir Sigurlaugar er Grétar Gústavsson.
MeiraKaupa minningabók
UMBOÐSMENN neytenda í Skandinavíu og flugfélagið SAS hafa náð samkomulagi um bætt kjör flugfarþega. Skilmálarnir sem samið var um auka réttindi viðskiptavinarins og möguleika hans við kaup á miðum og ferðum með SAS.
Meira
BÓNUS Gildir 31. okt.-3. nóv. nú kr. áður kr. mælie.verð Bónus brauð 99 111 99 kr. kg Vínarmöndlukaka, 360 g 99 299 275 kr. kg OS brauðostur 751 939 751 kr. kg Sjófryst ýsa með roði 399 499 399 kr. kg Ferskar kjúklingabringur úrb. og skinnlausar 1.317 1.
Meira
HÆGT er að nálgast alls kyns tilboð á Netinu, t.d. tilboðsmiða Gulu línunnar á heimasíðu fyrirtækisins, www.gulalinan.is og sömuleiðis á heimasíðunni www.veftilbod.is . Þar er einnig hægt að fá sent í tölvupósti fréttabréf með nýjustu tilboðunum.
Meira
60ÁRA afmæli . Á morgun, föstudaginn 1. nóvember, er sextug Unnur Anna Halldórsdóttir, leikskólakennari og djákni, Háaleitisbraut 147, Reykjavík.
Meira
Vinur Zia Mahmood dregur upp dollaraseðil og leggur á borðið: "Viltu veðja hvort númerið á seðlinum endar á jafnri tölu eða sléttri?" er spurt. "Þetta er 50-50," svarar Zia og hefur ekki mikinn áhuga.
Meira
DEMANTSBRÚÐKAUP. Í dag, fimmtudaginn 31. október, eiga 60 ára hjúskaparafmæli hjónin Soffía Erlingsdóttir og Ingvi E. Valdimarsson, Álfaheiði 8, Kópavogi . Þau eru að heiman í...
Meira
DEMANTSBRÚÐKAUP. Í dag, fimmtudaginn 31. október, eiga 60 ára hjúskaparafmæli hjónin Aðalbjörg Magnúsdóttir og Þorsteinn Sigurðsson, Frostafold 24, Reykjavík .
Meira
Í dag er fimmtudagur 31. október, 304. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Af því þekkjum vér kærleikann, að Jesús lét lífið fyrir oss. Svo eigum vér og að láta lífið fyrir bræðurna.
Meira
KEFLAVÍKURKIRKJA efnir til samverustundar með foreldrum fermingarbarna í Kirkjulundi kl. 20.30 fimmtudaginn 31. okt. Gylfi Jón Gylfason, sálfræðingur, mun fjalla um samskipti við unglinga.
Meira
Vorið dregur eitthvað út undan frosnum bakka, hefur geymt þar grænan kút. Gef mér nú að smakka. Þegar hlákan þíðir ís, það mun verða fleirum, dalurinn allur rjóður rís, roðnar fram að...
Meira
VÍKVERJI er alveg dasaður þessa dagana. Hann var að komast að því að hann væri grænmetisæta. Þetta stendur í bókinni "Rétt mataræði fyrir þinn blóðflokk" eftir dr. Peter J. D'Adamo með aðstoð Catherine Whitney.
Meira
ENGLANDSMEISTARAR Arsenal máttu sætta sig við fjórða tapleikinn í röð þegar þeir lágu fyrir Dortmund í Meistaradeildinni á Westfalen leikvangnum í Dortmund, 2:1. Þar sem PSV vann sigur á Auxerre, 3:0, kom ósigurinn ekki að sök hjá Arsenal því bæði Dortmund og Arsenal eru búin að tryggja sér sæti í næstu umferð keppninnar. Óvænt tíðindi urðu í Madrid þar sem Evrópumeistarar Real Madrid biðu 1:0 ósigur á móti Roma og sömu úrslit urðu á Anfield þegar Liverpool tapaði fyrir Valencia.
Meira
MIKIÐ mun ganga á í leikjum norska knattspyrnuliðsins Brann og Sandefjord um laust sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en Brann endaði í þriðja neðsta sæti deildarinnar en Sandefjord í þriðja sæti 1. deildar.
Meira
ÁHORFENDUR brugðust, sagði í fyrirsögn Borlänge Tidningen í gær eftir leikina þar í bæ í fyrrakvöld. Ástæðan var að aðeins um 600 áhorfendur lögðu leið sína á leikina, en mótshaldarar bjuggust við að það yrði fullt hús, eða 1.700 manns.
Meira
ÍSLENDINGALIÐIÐ Stoke City kynnir á blaðamannafundi fyrir hádegi í dag nýjan knattspyrnustjóra félagsins og samkvæmt öruggum heimildum Morgunblaðsins verður það Skotinn George Burley sem tekur við liðinu, en hann horfði á Stoke tapa fyrir Watford á...
Meira
POUL Hansen, þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins AGF frá Árósum, segir íslensku knattspyrnumennina þrjá hjá Lokeren ekki vera þá leikmenn sem hann og Ólafur H.
Meira
SIGLFIRSKI sóknarmaðurinn Jóhann G. Möller skrifaði í gærkvöldi undir tveggja ára samning við Valsmenn en samningur Jóhanns við FH-inga var útrunninn. Jóhann, sem er 23 ára gamall, hefur lengst af sínum ferli leikið með KS á Siglufirði.
Meira
LEIKUR Rússa og Júgóslava á öðrum degi heimsbikarmótsins í handknattleik var hreint frábær. Júgóslavar höfðu betur, 32:31 eftir að hafa lent þremur mörkum undir um miðjan síðari hálfleikinn.
Meira
STEFÁN Arnarson og Örn Ólafsson, þjálfarar landsliðs kvenna í handknattleik, hafa valið 16 leikmenn til þess að taka þátt í æfingaleikjum í Slóveníu 2. til 6. nóvember. Leiknir verða þrír leikir við Slóvena og fara þeir fram í Ljubijana.
Meira
ÞAÐ var hraður handknattleikur sem leikinn var í fyrstu umferð heimsbikarmótsins í Borlänge í fyrrakvöld. Í leik Júgóslavíu og Þýskalands, sem Þjóðverjar unnu 31:24, voru sóknirnar 122 talsins, 62 hjá Júgóslövum og 60 hjá Þjóðverjum.
Meira
* SIGURÐUR Ragnar Eyjólfsson knattspyrnumaður skrifaði í fyrrakvöld undir tveggja ára samning við KR . Sigurður sem lék áður með yngri flokkum KR kom aftur til félagsins í vor eftir langa útivist.
Meira
ÞETTA var betra í dag en í gær en ekki nógu gott samt. Við spiluðum betur, miklu betur, í dag en í gær og það er margt mjög jákvætt við leik liðsins í kvöld. Það sem verður okkur að falli er fyrst og fremst mistök sem við gerum í sókninni, tæknileg mistök sem voru allt of mörg," sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari eftir leikinn í gær gegn Þjóðverjum og var talsvert upplitsdjarfari en eftir fyrsta leikinn sem var gegn Rússum og tapaðist með 11 marka mun.
Meira
STUÐNINGSMENN norska úrvalsdeildarliðsins Brann, lið Teits Þórðarsonar, eru greinilega þeirrar skoðunar að félagið eigi að kaupa Hornfirðinginn Ármann Smára Björnsson frá Val ef marka má skoðanakönnun sem fram fer á heimasíðu Brann þessa dagana.
Meira
KEFLAVÍKURSTÚLKUR héldu áfram sigurgöngu sinni í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi, er þær unnu sinn fimmta leik þegar þær lögðu KR að velli í Vesturbænum 82:61. Þær náðu strax undirtökunum og þegar Vesturbæingar náðu að saxa aðeins á forskotið spýttu þær í lófana og stungu af.
Meira
ÁSTAND innfjarðarækju er slæmt og hefur haldist óbreytt frá því í fyrra samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknastofnun Íslands. Rannsóknarskipið Dröfn kom nýlega úr haustleiðangursferð sinni þar sem ástand rækjunnar var kannað.
Meira
ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Bergur-Huginn ehf. í Vestmannaeyjum gekk nýlega frá kaupum á bátnum Gissuri hvíta HU-35 og aflaheimildum sem nema um 270 þorskígildum. Seljandi er Særún ehf. á Blönduósi.
Meira
STJÓRN Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. hefur ákveðið að hætta veiðum og vinnslu á rækju og a.m.k. tveimur öðrum rækjuverksmiðjum hefur verið lokað á undanförnum mánuðum, í Keflavík og á Kópaskeri. Framkvæmdastjóri Strýtu hf.
Meira
Almenningur á Íslandi byggir fjárhagslegt öryggi sitt eftir starfslok að verulegu leyti á greiðslum úr lífeyrissjóðum, skrifa þeir Ómar Örn Tryggvason og Marinó Örn Tryggvason. Mikilvægt er að fram fari skoðanaskipti um hvernig íslensku sjóðirnir eigi að ávaxta fjármuni sína en eignir þeirra nema nú um 660 milljörðum króna. Gagnrýnin fagleg umræða er líkleg til að bæta stjórnun og ákvörðunartöku sjóðanna sem vonandi skilar sér í betri ávöxtun.
Meira
ÍSLENSKI hugbúnaðarsjóðurinn hf. (ISHUG) og Lífeyrissjóðurinn Framsýn hafa undirritað samkomulag um kaup Framsýnar á um 33 m.kr. hlutafé að nafnverði í ISHUG á genginu 1,5 eða fyrir 50 m.kr. að söluverði.
Meira
Samhæft árangursmat hefur verið tekið í notkun hjá fjölmörgum stórfyrirtækjum og stofnunum á Vesturlöndum og er að ná útbreiðslu hér á landi. Annar af höfundunum, dr. David P. Norton, verður fyrirlesari á ráðstefnu hérlendis á föstudag. Pétur Blöndal talaði við hann um hugmyndina og helstu kosti kerfisins.
Meira
JÖFN og góð vinna hefur verið hjá Jökli á Raufarhöfn að undanförnu. "Hér er nóg að gera. Við vinnum alla virka daga frá kl. 7 til 15. Við höfum nóg hráefni og eigum von á farmi úr Barentshafinu í nóvember.
Meira
HUMARVEIÐAR frá Hornafirði hafa gengið afar treglega að undanförnu. Hvanney SF hóf humarveiðar eftir stutt hlé um miðjan október og hefur aðeins verið að fá nokkur kíló á dag. "Það er nánast engin veiði. Við erum búnir að fara yfir allt svæðið, vestur í Meðallandsbugt og út í Skeiðarárdýpi, og núna erum við vestur í Lónsdýpi og það er ekki kvikindi hérna," sagði Björn L. Jónsson, skipstjóri á Hvanney, við Fréttavef Morgunblaðsins.
Meira
OFFSTET ehf. hefur keypt e-póstdeild Íslandspósts og var skrifað undir kaupsamning þar um í síðustu viku. Fyrirtækið tók við rekstri deildarinnar um síðustu mánaðamót. Deildin prentar reikninga og margt fleira, stafrænt, fyrir ýmis fyrirtæki.
Meira
Aðalfundur Útvegsmannafélags Hornafjarðar var haldinn 22. október sl. Á fundinum var eftirfarandi ályktun samþykkt: Útvegsmenn á Hornafirði hafa áhyggjur af ofveiði tveggja hópa á Íslandsmiðum.
Meira
Þegar talað er um gengi gjaldmiðla er oftast átt við nafngengi. Sem dæmi er gengisvísitala krónunnar mæld sem nafngengisbreytingar krónunnar gagnvart gjaldmiðlum helstu viðskiptalanda Íslands.
Meira
Stjórnir Lífeyrissjóðs arkitekta og tæknifræðnga og ALVÍB (Almennur lífeyrissjóður Íslandsbanka) hafa undirritað viljayfirlýsingu um að stefna að sameiningu sjóðanna frá næstu áramótum.
Meira
STJÓRNARFORMAÐUR AOL Time Warner, Steve Case, hefur að undanförnu sett fram þau sjónarmið að hann telji vel koma til greina að skipta fyrirtækinu upp.
Meira
SÍLDARVINNSLAN í Neskaupstað hefur aukið eignarhlut sinn í SR-mjöli hf. Félagið keypti hlutabréf í SR-mjöli að nafnverði tæplega 12,4 milljónir króna.
Meira
ÞRIÐJI ársfjórðungur þessa árs var hinn söluhæsti frá upphafi í rekstri Össurar hf. og söluaukning milli ára jafngilti 18% innri vexti á á tímabilinu. Rekstrarhagnaður Össurar hf.
Meira
"Ég get reiknað út hreyfingar himingeimsins en ekki brjálæði mannfjöldans. (Sir Isaac Newton, 1720, eftir að hafa tapað offjár í bólu samtíma hans, The South Sea Company.) Efnahagslegar aðstæður móta oftar en ekki tíðarandann.
Meira
SKIP.IS er nýr vefur Skerplu ehf. um sjávarútveg sem hefur verið opnaður. Það var sjávarútvegsráðherra, Árni M. Mathiesen, sem opnaði vefinn formlega. Skerpla ehf. starfrækir sjávarútvegsvefinn Skip.
Meira
Áslaug Pálsdóttir er framkvæmdastjóri nýs almannatengslafyrirtækis, AP almannatengsla. Fyrirtækið veitir einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum alhliða ráðgjöf á sviði almannatengsla.
Meira
HAGNAÐUR Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum nam 894 milljónum króna fyrstu níu mánuði þessa árs. Heildartekjur félagsins voru 3.121 milljón króna og jukust um 293 milljónir króna frá því á sama tímabili í fyrra.
Meira
VÆNTINGAVÍSITALA Gallup mældist 101 stig í október og lækkaði um 12,5 stig. Í síðasta mánuði náði hún sögulegu hámarki , 113,5 stigum, en hún mældist lægst í nóvember á síðasta ári, 61,8 stig.
Meira
AFL, fjárfestingarfélag, hefur nú selt allt hlutafé sitt í Þormóði ramma-Sæbergi, Þorbirni-Fiskanesi og Scansea International fyrir um 3,8 milljarða króna. Innleystur hagnaður vegna sölunnar er um 600 milljónir króna.
Meira
NÚ LÍÐUR að því að við sjálfstæðismenn veljum okkar fulltrúa fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Um leið og ég vil hvetja alla flokksbundna Reykvíkinga til að kjósa í komandi prófkjöri langar mig til að beina athygli ykkar að einum frambjóðendanna.
Meira
EF dómgreind ykkar Samfylkingarfólks er ennþá í lagi. Annars kynni Jóhanna að falla út af þingi. Og er það vilji Samfylkingarfólks í Reykjavík? Ég held ekki.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.