Greinar fimmtudaginn 7. nóvember 2002

Forsíða

7. nóvember 2002 | Forsíða | 161 orð

Auknar líkur á stríði gegn Írak

SIGUR repúblikana í kosningunum í Bandaríkjunum í fyrradag er talinn auka líkurnar á að George W. Bush forseta takist að hrinda í framkvæmd hugmyndum um fyrirbyggjandi árás á Írak til að stöðva tilraunir Saddams Husseins með gereyðingarvopn. Meira
7. nóvember 2002 | Forsíða | 232 orð | 1 mynd

Bjartsýni, hagvöxtur, stöðugleiki

HORFUR í efnahags- og peningamálum hér á landi eru góðar samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans, sem lækkaði í gær stýrivexti í níunda sinn á árinu, nú um 0,5% frá og með 12. nóvember. Geir H. Haarde fjármálaráðherra kvaðst í gærkvöldi ánægður með spá Seðlabankans. "Hún staðfestir það sem hefur verið að koma í ljós að undanförnu, að það hafa orðið mjög ör umskipti í hagkerfinu og sýnir að okkar efnahagslíf er orðið miklu sveigjanlegra en það áður var," sagði hann. Meira
7. nóvember 2002 | Forsíða | 56 orð | 1 mynd

Farþegavél Luxair fórst í þoku við Findel-völl

BJÖRGUNARMENN í Lúxemborg við stjórnklefa Luxair-farþegavélar sem hrapaði skammt frá Findel-flugvelli í stórhertogadæminu í gærmorgun. Tveir komust af, báðir slasaðir. Vélin var Fokker 50-skrúfuþota, af sömu gerð og nokkrar vélar Flugfélags Íslands. Meira
7. nóvember 2002 | Forsíða | 36 orð | 1 mynd

Guði sé lof!

JEB Bush, sem var endurkjörinn ríkisstjóri í Flórída með miklum yfirburðum, þakkar hér skaparanum fyrir sigurinn. Demókratar voru fyrir kosningarnar farnir að gera sér vonir um að fella ríkisstjórann sem er bróðir George W. Bush... Meira
7. nóvember 2002 | Forsíða | 105 orð

Ættingi að handan

NÍUTÍU árum eftir Titanic-slysið hefur loks tekist með samanburði á DNA-erfðaefni að bera kennsl á líkamsleifar barns sem fannst drukknað í björgunarvesti sex dögum eftir slysið. Hinn látni var liðlega ársgamall Finni, Eino Vijami Panula. Meira

Fréttir

7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

13 ára stúlka alvarlega slösuð eftir bílslys

13 ÁRA stúlka slasaðist alvarlega er ekið var á hana á Vesturlandsvegi við Ásland í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 48 orð

800 kannabisplöntur á þessu ári

Á ÞESSU ári hefur fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík lagt hald á um 800 kannabisplöntur sem er talsvert meira en náðst hefur á undanförnum árum. Í gær fundust um 200 slíkar plöntur í gamalli kartöflugeymslu í Ártúnsholti. Meira
7. nóvember 2002 | Landsbyggðin | 464 orð | 1 mynd

Aðrar áherslur en í stórum skólum

ÁRSÞING Samtaka fámennra skóla fór fram á Hallormsstað nýlega og sóttu það um 90 gestir víðs vegar að af landinu. Samtökunum er ætlað að vinna að og verja hagsmuni fámennra skóla, sem eru um helmingur allra skóla landsins. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 725 orð | 1 mynd

Auka faglega þekkingu

Guðmundur Snorrason er fæddur í Reykjavík 1958. Stúdent frá MR 1978 og lauk Cand. Oecon-námi á endurskoðunarsviði frá HÍ 1983. Löggiltur endurskoðandi 1987. Starfar sem endurskoðandi við Grant Thornton-endurskoðun ehf. Meira
7. nóvember 2002 | Suðurnes | 156 orð | 1 mynd

Áhersla á norræna samvinnu

GÓÐ þátttaka var í opnunardagskrá norrænu bókasafnavikunnar á Bókasafni Reykjanesbæjar sl. mánudag. Þetta er í 6. sinn sem samstarfshópur norrænna bókasafna, PR-hópurinn, stendur fyrir vikunni og hefur Bókasafn Reykjanesbæjar verið með frá upphafi. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Álfar og tröll fyrir fullu húsi í París

ÍSLENSK-FRÖNSK heimildarmynd um yfirnáttúruleg fyrirbæri hefur fengið góðar viðtökur í Frakklandi. Myndin heitir Rannsókn á huliðsheimum og fjallar um viðhorf Íslendinga til álfa, drauga, engla, geimvera og skyldra vera. Myndin var frumsýnd 30. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Bergur G. Gíslason 95 ára

Bergur G. Gíslason, fyrrum forstjóri Garðars Gíslasonar hf., varð 95 ára í gær. Bergur var einn af forystumönnum Árvakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins, í hartnær hálfa öld og átti ýmist sæti í stjórn eða varastjórn félagsins. Meira
7. nóvember 2002 | Miðopna | 671 orð | 1 mynd

Blómleg kannabisræktun í kartöflugeymslu

Lögreglan lagði í gær hald á vel á annað hundrað kannabisplöntur í Reykjavík. Það sem af er árinu hefur lögreglan lagt hald á yfir 800 slíkar plöntur. Morgunblaðið fylgdist í gær með störfum lögreglunnar. Meira
7. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 528 orð | 1 mynd

Bush gaf sögunni langt nef

AUKIÐ fylgi repúblíkana í kosningunum í Bandaríkjunum á þriðjudaginn er til marks um þá breytingu sem orðið hefur á afstöðu almennings til Georges W. Bush forseta síðan hryðjuverkin 11. september í fyrra voru framin. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 64 orð

Efla prófkjör stjórnmálaflokka?

Efla prófkjör stjórnmálaflokka? Félag stjórnmálafræðinga boðar til fundar um prófkjör stjórnmálaflokka og hvaða áhrif þau hafi á flokksstarf þeirra. Fundurinn verður haldinn í dag, fimmtudaginn 7. nóvember á efri hæð Sólon Íslandus, klukkan 20:30. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 89 orð

Einkahlutafélögum fjölgar

STOFNUÐ voru 2.348 einkahlutafélög fyrstu níu mánuði ársins, en allt árið í fyrra var stofnað 1.841 félag. Meira
7. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 650 orð

Ekki gert ráð fyrir útskipun

RÚSSNESKIR kornbændur, sem sitja enn einu sinni uppi með umframbirgðir og vonast til að geta flutt framleiðslu sína út, eiga við að etja fleira en peningaskort og langvinna frægð sem innflytjendur. Núna er vandi þeirra af verkfræðilegum toga. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 424 orð | 2 myndir

Elsta kvæðið ort um gleðikonur í Kaupmannahöfn 1871

Áður ókunn kvæði eftir Matthías Jochumsson fundust nýverið á Sigurhæðum - Húsi skáldsins á Akureyri, en Þórunn Valdimarsdóttir, sagnfræðingur og rithöfundur, sat þar við skriftir í haust. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 564 orð | 2 myndir

Engin áform eru uppi um stofnun leyniþjónustu

SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmálaráðherra tók skýrt fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær að það væru engar fyrirætlanir uppi um það að koma á fót einhverri leyniþjónustu hér á landi í hefðbundnum skilningi þess orðs. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Fann áður ókunn kvæði eftir Matthías

SEX áður ókunn kvæði eftir Matthías Jochumsson fundust nýverið á Sigurhæðum - Húsi skáldsins á Akureyri. Meira
7. nóvember 2002 | Suðurnes | 707 orð

Fellt að draga uppsögn framkvæmdastjóra MOA til baka

MIKLAR umræður urðu um tillögur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um breytingar á stjórnkerfi Reykjanesbæjar þegar þær voru til fyrri umræðu í bæjarstjórn í fyrrakvöld. Meira
7. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 687 orð | 2 myndir

Fengu meirihluta í báðum þingdeildum

REPÚBLIKANAR náðu meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings, samkvæmt spám bandarískra fjölmiðla, og juku meirihluta sinn í fulltrúadeildinni í kosningunum í fyrradag. Úrslitin styrkja mjög stöðu George W. Meira
7. nóvember 2002 | Miðopna | 638 orð | 1 mynd

Ferðamenn á hálendi ekki einsleitur hópur

GUNNÞÓRA Ólafsdóttir, nemi í landfræði og ferðamálafræðum við Háskóla Íslands, er einn af nokkrum einstaklingum sem hlýtur Arkímedesarverðlaun Evrópusambandsins í ár sem veitt verða í München 5. desember nk. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 58 orð

Fékk 3 tomma nagla í fótinn

HÚSASMIÐUR skaut sig í fótinn með naglabyssu í Naustabryggju í Grafarvogi í gær og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Maðurinn var að vinna við nýbyggingu þegar slysið varð og lenti þriggja tomma nagli í fæti hans ofan hnés. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 830 orð

Fimm prófkjör haldin næsta laugardag

FJÖGUR prófkjör fara fram hjá Samfylkingunni næsta laugardag vegna komandi alþingiskosninga og eitt hjá Sjálfstæðisflokknum. Meira
7. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 124 orð

Fokkervélar Luxair kyrrsettar

ÞRÍR íslenzkir flugmenn starfa hjá Luxair, Atli Thoroddsen og Kristján Hallgrímsson eru flugmenn á Fokker 50-flugvélum félagsins - eins og þeirri sem fórst í gær - og Ólöf Dís Þórðardóttir, sem flýgur Boeing 737-þotu. Meira
7. nóvember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 373 orð | 1 mynd

Frægir leikarar í heimsókn á barnaspítalanum

BÖRNIN á Barnaspítala Hringsins réðu sér mörg hver ekki fyrir kæti í vikunni en þá fengu þau góða gesti, enga aðra en gamanleikarana Jóhann G. Jóhannsson og Felix Bergsson. Þeir brugðu á leik með börnunum og sögðu þeim sögur. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Færðu fyrsta starfsmanni Alcoa á Íslandi blóm

SMÁRI Geirsson, formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, og Þorvaldur Jóhannsson, framkvæmdastjóri SAA, gengu í gær á fund Önnu Heiðu Pálsdóttur, nýráðins skrifstofustjóra Alcoa á Íslandi, og færðu henni bóm. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 275 orð

Gagnrýni á kosningu

VILHJÁLMUR Egilsson, alþingismaður og einn þátttakenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, gerði fyrir nokkrum dögum athugasemdir við framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu í prófkjörinu. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 56 orð

Grunur um íkveikju í sumarbústað

SUMARBÚSTAÐUR við Gljúfurárholt í Ölfusi eyðilagðist í eldsvoða í gærkvöldi. Bústaðurinn var mannlaus þegar eldurinn kom upp en um var að ræða gamlan, aflagðan bústað. Eldsupptök eru í rannsókn hjá lögreglunni á Selfossi og er grunur um íkveikju. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 335 orð

Hjón geta hagnast eða tapað á skiptingu

SAMKOMULAG um skiptingu ellilífeyrisréttinda milli hjóna tryggir stöðu þess sem er með lélegan ellilífeyri ef hann missir maka sinn. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Hundalíf

HUNDAR lifa ekki sams konar lífi og mennirnir. Þeir verða að sæta því að bíða úti meðan eigandi skreppur inn í sjoppu til að fá sér nammi. Það kann hins vegar að vera að hundurinn á myndinni hafi fengið eitthvað gott að borða þegar eigandinn kom aftur... Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 133 orð

Hundruð tengjast mörgum gjaldþrotum

ALLS 228 einstaklingar sátu í stjórnum þriggja hlutafélaga og einkahlutafélaga sem urðu gjaldþrota á tímabilinu frá 1992 til 2001. Þessir einstaklingar tengdust með öðrum orðum þremur félögum sem urðu gjaldþrota á þessu tímabili. Meira
7. nóvember 2002 | Akureyri og nágrenni | 351 orð

Húsið ónothæft til tónleikahalds nema með breytingum

SIGURBJÖRG Kristínardóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, segir að hljómsveitin geti ekki haldið tónleika í Akoplasthúsinu svokallaða við Þórsstíg nema gerðar verði þar ákveðnar breytingar. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 238 orð

Höfnuðu að fresta afgreiðslu á tillögu

FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur gagnrýndu harðlega vinnubrögð meirihluta stjórnar fyrirtækisins við afgreiðslu tillögu meirihlutans um túlkun á ákvæðum 1. gr. laga og 7. gr. sameignarsamnings um OR. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 449 orð | 1 mynd

Hörð viðbrögð við endalokum þrastarins

FRÉTT á baksíðu Morgunblaðsins í gær um skógarþröst sem hlaut ill örlög í íþróttahöllinni á Húsavík á laugardag, hefur vakið hörð viðbrögð meðal lesenda blaðsins. Meira
7. nóvember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 230 orð | 1 mynd

Íbúðir komi á Ölgerðarreitinn

GERT er ráð fyrir 22 íbúðum á lóð Ölgerðarinnar við Frakkastíg en nánast öll mannvirki sem tilheyra gömlu verksmiðjunni verða rifin. Búist er við að deiliskipulag reitsins, sem lóðin tilheyrir, verði auglýst á næstu dögum eða vikum. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 58 orð

Í dag S igmund 8 V...

Í dag S igmund 8 V iðhorf 34 E rlent 14/18 M inningar 40/43 H öfuðborgin 20 S kák 45 A kureyri 21/22 B réf 48 S uðurnes 22 K irkjustarf 49 L andið 23 D agbók 50/51 N eytendur 24 F ólk 54/57 L istir 25/28 B íó 54/57 M enntun 29 L jósvakamiðlar 58 F... Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

JÓN SIGURÐSSON

JÓN Sigurðsson, fyrrverandi kaupmaður í Straumnesi, til heimilis í Árskógum 6 í Reykjavík, lést í gær á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Jón fæddist á Akureyri 26. ágúst 1922 og ólst þar upp. Meira
7. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 99 orð

Kasthlut eytt með leysigeisla

KASTHLUT var eytt á flugi með hreyfanlegum leysigeislabúnaði í tilraun sem gerð var í Nýju-Mexíkó. Mun þetta vera í fyrsta sinn í sögunni sem slíku skeyti er eytt á flugi með leysibúnaði. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

Krefst skýrslu frá Ríkisendurskoðun

GUÐMUNDUR Árni Stefánsson, alþingismaður Samfylkingarinnar, hefur sent Halldóri Blöndal, forseta Alþingis, og varaforsetum þingsins bréf, fyrir hönd allra þingmanna Samfylkingarinnar, þar sem hann fer þess á leit að forsætisnefnd Alþingis feli... Meira
7. nóvember 2002 | Akureyri og nágrenni | 116 orð

Kynna bækur um sjávarútveg

HÖFUNDARNIR tala er yfirskrift opinnar málstofu sem verður í Háskólanum á Akureyri í Glerárgötu 36, 2. hæð, í dag, fimmtudaginn 7. nóvember, frá kl. 15.15 til 17. Björn Ingólfsson, skólastjóri á Grenivík, og Jón Þ. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 241 orð

Leggur fram 100 milljóna kr. árstekjur úr Lottói

HÚSSJÓÐUR Öryrkjabandalags Íslands vill nota 100 milljóna króna árstekjur af Lottóinu til að leysa brýnan húsnæðisvanda geðfatlaðra í samvinnu við ríkið. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 367 orð

Listaverk bankanna eru ekki lengur eign ríkisins

VIÐ breytingu Landsbankans og Búnaðarbankans í hlutafélög tóku hlutafélögin yfir allar eignir bankanna og þar með talin listaverkin í eigu þeirra. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 673 orð

Listaverk bankanna komin úr eigu ríkisins

LISTAVERK í eigu Landsbankans og Búnaðarbankans eru hátt í 1.200 talsins, þar af um 300 hundruð í Landsbankanum og á níunda hundrað í Búnaðarbankanum. Ekki liggur fyrir beint verðmat á þessum eignum bankanna en þeir hafa ekki látið meta verkin. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 69 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að ákeyrslu á hvíta Opel Astra fólksbifreið (NS-948) við Týsgötu 7 nýlega. Bifreiðinni var lagt þar í stæði um kl. 20.30 1. nóv. en aðfaranótt þess 3. uppgötvaðist að ekið hafði verið á hana. Meira
7. nóvember 2002 | Miðopna | 122 orð | 1 mynd

Meira af hassi en minna af e-töflum

FÍKNIEFNADEILD lögreglunnar í Reykjavík rannsakar öll fíkniefnamál sem koma upp í umdæmi lögreglunnar og tekur við rannsókn umfangsmeiri smyglmála frá tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli. Meira
7. nóvember 2002 | Akureyri og nágrenni | 243 orð

Meirihlutinn klofnaði í umhverfisráði

HARÐAR umræður urðu um afgreiðslu umhverfisráðs á lóðaumsóknum á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í vikunni. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 230 orð

Mistök gerð í prófi í lagadeild HÍ

MISTÖK lagadeildar Háskóla Íslands við framkvæmd prófs hjá 1. árs laganemum 19. október, hafa að öllum líkindum orðið til þess að fleiri nemendur náðu prófinu en ella. Um var að ræða krossapróf í inngangi að lögfræði, þriggja eininga námskeiði. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 227 orð

Mótun umhverfis til framtíðar á skipulagsþingi

SKIPULAGSSTOFNUN boðar til Skipulagsþings 2002 dagana 8. og 9. nóvember nk. á Hótel Sögu Reykjavík og hefst fundurinn kl. 10.00. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 503 orð | 1 mynd

Mældu öskur í Ráðhúsi

UPP á margt skemmtilegt var boðið á Vísindahlaðborðinu sem nemendum 9. og 10. bekkja grunnskóla höfuðborgarsvæðisins bauðst að sækja í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær og fyrradag. Meira
7. nóvember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 83 orð

Nesið í nýju ljósi

NESIÐ í nýju ljósi er yfirskrift íbúaþings sem haldið verður á Seltjarnarnesi næstkomandi laugardag, 9. nóvember. Meira
7. nóvember 2002 | Akureyri og nágrenni | 93 orð

Ný mið er yfirskrift ráðstefnu sem...

Ný mið er yfirskrift ráðstefnu sem Stafnbúi, félag auðlindadeildarnema við Háskólann á Akureyri og Hið íslenska sjávarútvegsfræðafélag heldur í stofu L203 á Sólborg á morgun, föstudaginn 8. nóvember, frá kl. 13 til 17. Meira
7. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 600 orð | 1 mynd

"Fjögur ár enn"

George Pataki var endurkjörinn ríkisstjóri New York og fylgdist Davíð Logi Sigurðsson með sigurhátíð hans. Meira
7. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 248 orð

"Klassísk bilun" í Concorde

BILUN varð í hreyfli á Concorde-þotu Air France á leið yfir Atlantshafið með þeim afleiðingum að þotan lækkaði flugið um 23 þúsund fet, eða um sjö km, að því er flugfélagið greindi frá á þriðjudaginn. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 49 orð

Rannsaka Skerjafjarðarslysið

STURLA Böðvarsson samgönguráðherra hefur skipað sérstaka rannsóknarnefnd til að rannsaka frekar flugslysið í Skerjafirði 7. ágúst 2000. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 279 orð

Rannsóknardagur Háskólans í Reykjavík.

Rannsóknardagur Háskólans í Reykjavík. Á árlegum rannsóknardegi Háskólans í Reykjavík föstudaginn 8. nóvember kl. 12-17 verða haldnir 14 opnir fyrirlestrar um rannsóknir á fræðasviðum lögfræði, tölvunarfræði/upplýsingatækni og viðskipta. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 84 orð

Ráðherra skipar nýtt flugráð

SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur skipað nýtt flugráð en það skipa Hilmar B. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 175 orð | 2 myndir

Ráðið í stöður fjármálastjóra og starfsmannastjóra Árvakurs

TVEIR starfsmenn Morgunblaðsins hafa fengið nýjan starfsvettvang innan fyrirtækisins. Bylgja Birgisdóttir, sem verið hefur starfsmannastjóri Morgunblaðsins, hefur verið ráðin í starf fjármálastjóra Árvakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 89 orð

Rándýr tölvubúnaður endurheimtur

STARFSMENN tölvufyrirtækis í Teigunum náðu í gær í tölvubúnað á lögreglustöðina í Reykjavík. Búnaðinum var stolið í síðustu viku en lögregla fann hann í fyrradag, falinn í bíl. Um var að ræða afar dýran búnað, einn skjárinn kostaði t.a.m. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 310 orð

Reiknað með allt að 8 ára aðlögunartíma

RÁÐGERT er að leggja fyrir Alþingi á næstu vikum tillögu til þingsályktunar um að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara að því er varðar breytingu á vinnutímatilskipun Evrópusambandsins. Meira
7. nóvember 2002 | Akureyri og nágrenni | 89 orð

Rússnesk t bókmennta- og menningarkvöld verður...

Rússnesk t bókmennta- og menningarkvöld verður í Deiglunni, Kaupvangsstræti, í kvöld, fimmtudagskvöldið 7. nóvember, byltingardaginn. Meira
7. nóvember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 283 orð | 1 mynd

Ryðgað skip við festar í Arnarnesvogi

ILLA farið og ryðgað skip hefur legið við festar í Arnarnesvogi í um tvær vikur án leyfis bæjaryfirvalda. Að sögn bæjarritara Garðabæjar hefur eigandinn upplýst að til standi að fara með skipið til Njarðvíkur til förgunar. Meira
7. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 160 orð

Samkynhneigðir mega ættleiða börn

LÁVARÐADEILD breska þingsins samþykkti í gær, að fólk í sambúð, þar á meðal samkynhneigðir, mætti ættleiða börn. Kom niðurstaðan mjög á óvart enda hafði deildin fellt frumvarpið fyrir tæpum mánuði. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 55 orð

Sigur gegn Perú og Írak

BÆÐI íslensku skákliðin unnu sigra á ólympíuskákmótinu í Slóveníu í gær. Karlarnir sigruðu lið Perú örugglega 3-1. Konurnar unnu svo lið Íraka með minnsta mun 2-1. Þrjár umferðir eru eftir og leiða Rússar í karlaflokki en Georgía í kvennaflokki. Meira
7. nóvember 2002 | Miðopna | 780 orð | 1 mynd

Spilling og vanvirðing mannréttinda fyrirfinnast enn

Fjögur ár eru liðin frá því embætti umboðsmanns rússneska þingsins var stofnað og berast því nú rúmlega 3.000 kvartanir mánaðarlega. Oleg Mironov, umboðsmaður þingsins, sagði Nínu Björk Jónsdóttur að enn væri langt í land með að embættið verði vel þekkt meðal þjóðarinnar sem telur alls 143 milljónir, það krefjist langs tíma og nokkurra átaka. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 70 orð

Spurt um barnakort

PÁLL Magnússon, varaþingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram á Alþingi skriflega fyrirspurn til Geirs H. Haarde fjármálaráðherra um barnakort. Meira
7. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 243 orð

Stefnir í uppgjör í Íran?

ÞINGIÐ í Íran samþykkti í gær með miklum meirihluta lagafrumvarp, sem sviptir íhaldssamt klerkaráð rétti til að ákveða hverjir megi bjóða sig fram í kosningum og hverjir ekki. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Söngkeppni Fjölbrautaskóla Suðurlands haldin í kvöld

NEMENDUR Fjölbrautaskóla Suðurlands halda árlega söngkeppni sína í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30. Keppnin fer fram í fokheldum Menningarsal Suðurlands á Hótel Selfossi. 30 keppendur taka þátt í keppninni og um 50 manns koma að undirbúningnum. Meira
7. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 537 orð | 1 mynd

Táknrænn strætisvagn

MASOUMEH Soltanbalaqi tekur við fargjaldinu, 3,5 krónum, um leið og farþegarnir stíga um borð, sest síðan undir stýri og leggur af stað. Hún er fyrsta konan í Íran, sem keyrir strætisvagn. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 82 orð

Thor er ekki Thor Af gefnu...

Thor er ekki Thor Af gefnu tilefni skal það tekið fram að myndlistarmaðurinn Bjarni Þór sem kemur fram undir nafninu Thor og sýnir um þessar mundir í Eddufelli, er allt annar maður en Thor Vilhjálmsson sem hefur haldið 4 myndlistarsýningar og undirritar... Meira
7. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Tólf létust í eldsvoða í lest

AÐ MINNSTA kosti 12 manns létust og níu slösuðust er eldur kom í fyrrinótt upp í hraðlest á leið frá París til Vínar. Er þetta mesta járnbrautarslys í Frakklandi í fimm ár. Meira
7. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 409 orð | 2 myndir

Tuttugu fórust í Lúxemborg er farþegavél hrapaði

TUTTUGU manns fórust í gærmorgun þegar tveggja hreyfla Fokker 50-skrúfuþota frá félaginu Luxair brotlenti í mikilli þoku á akri um 10 kílómetra frá Findel-flugvelli í Lúxemborg. Tveimur var bjargað á lífi úr flaki vélarinnar en þeir eru báðir í... Meira
7. nóvember 2002 | Suðurnes | 78 orð

Tveir fluttir á sjúkrahús

TVEIR menn á sextugsaldri voru fluttir á sjúkrahús Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í Keflavík til aðhlynningar eftir bílveltu rétt við Grindavík í gærmorgun, en þeir voru ekki taldir alvarlega slasaðir. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 205 orð

Umræða um ígræði á tannlæknaþingi

SVONEFNT ígræði, nýyrði úr tannlæknastétt, á eflaust eftir að heyrast oft á ársþingi Tannlæknafélags Íslands, sem verður sett í dag kl. 18.45 í Smáralind. Þingið er stærsta ársþing, sem Tannlæknafélag Íslands hefur haldið á undanförnum tveimur áratugum. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 289 orð

Verðmætustu einkasöfn sem til eru hér á landi

"ÞETTA eru örugglega dýrmætustu einkasöfn íslenskri myndlist síðustu aldar sem til eru. Meira
7. nóvember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 222 orð

Vilja ræða við bæjaryfirvöld

NÝIR eigendur lands í Akrahverfi í Garðabæ hafa óskað eftir staðfestingu frá bæjaryfirvöldum um að þau séu tilbúin til samninga um uppbyggingu svæðisins á svipuðum forsendum og viðræður við Jón Ólafsson, fyrrum eiganda landsins, gerðu ráð fyrir. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 459 orð | 1 mynd

Vistvæn byggingarstarfsemi Ráðstefna um vistvæna byggingarstarfsemi...

Vistvæn byggingarstarfsemi Ráðstefna um vistvæna byggingarstarfsemi verður haldin á Grand Hótel 14. nóvember nk. Á ráðstefnunni verður tekið á málum sem hafa verið lítið til umræðu hér á landi hingað til, verður m.a. Meira
7. nóvember 2002 | Landsbyggðin | 149 orð | 1 mynd

Vígsla hafnarmannvirkja í Fjarðabyggð

HAFNARSJÓÐUR Fjarðabyggðar tók nýlega formlega í notkun mannvirki sem unnið hefur verið að í sumar og haust á hans vegum. Stærsti hluti þessara framkvæmda var í Neskaupstaðarhöfn. Steypt var þekja ofan nýs stálþils og annaðist Nestak ehf. þann hluta. Meira
7. nóvember 2002 | Akureyri og nágrenni | 269 orð | 1 mynd

Wathnehús flutt í tveimur hlutum

GAMALT timburhús af Oddeyrinni á Akureyri, svokallað Wathnehús, var flutt á milli staða innanbæjar í gær. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 234 orð | 3 myndir

Yfirlit

BJÖRT EFNAHAGSSPÁ Seðlabankinn tilkynnti í gær að lækka ætti stýrivexti um 0,5% og gerði um leið grein fyrir björtum horfum í efnahags- og peningamálum. Meira
7. nóvember 2002 | Landsbyggðin | 343 orð | 1 mynd

Það eru engar kindur þar

SÉRLEGUR sendiherra Herðubreiðar, Jón Ármann Héðinsson, kom færandi hendi í Mývatnssveit á dögunum og hafði með sér heiðursskjal til staðfestingar yfirburðakosningu Herðubreiðar sem þjóðarfjalls Íslendinga og þótti engum mikið í Mývatnssveit. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 88 orð

Þar eru hálar hrundir

Í bréfi Matthíasar til Herdísar Benedictsen, fóstru sinnar, sem skrifað er í Kaupmannahöfn 29. október árið 1871, var kvæði sem lýsir gleðikonum á Östergade. Um Austurgötu geng ég þá glysið er mest, þar eru hálar hrundir og hægt að missa prest! Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

ÞINGFUNDUR hefst kl.

ÞINGFUNDUR hefst kl. 10.30 í dag. Eftirfarandi mál eru á dagskrá: 1. Starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar 2001. 2. Skýrsla umboðsmanns Alþingis 2001. 3. Samkeppnisstaða atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni 18. mál, þingsályktunartillaga KLM. Frh. fyrri umræðu. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

Þrenn íslensk verðlaun

FYRSTA sérstaka Evrópufrímerkjasýningin, var haldin á Kýpur, undir nafninu "CYPRUS EUROPHILEX ´02", dagana 22.-29. október síðastliðinn. Sýningin var haldin í Alþjóðlegu þinghöllinni í Nicosía, á gríska hluta Kýpur. Meira
7. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 349 orð

Ökumaður var dæmdur í sex mánaða fangelsisvist

TÆPLEGA þrítugur karlmaður var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa af gáleysi orðið mannsbani en hann ók bíl sem lenti í hörðum árekstri við vegamót Nesjavallavegar og Hafravatnsvegar í október í fyrra. Meira

Ritstjórnargreinar

7. nóvember 2002 | Staksteinar | 405 orð | 2 myndir

Lengur verður ekki beðið

BÆJARINS besta, sem gefið er út á Ísafirði, fjallar um samgöngumál og segir þar að ekki verði lengur beðið. Meira
7. nóvember 2002 | Leiðarar | 519 orð

Sigur repúblikana

Sigur repúblikana í þingkosningum í Bandaríkjunum á þriðjudag var um margt óvæntur. Sögulega séð eru fá dæmi um að flokkur sitjandi forseta bæti við sig fylgi á miðju kjörtímabili forsetans. Meira
7. nóvember 2002 | Leiðarar | 354 orð

Þyngri refsingar fyrir kynferðisbrot gegn börnum

Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra hefur lýst því yfir á Alþingi að hún muni á yfirstandandi þingi leggja fram frumvarp til breytinga á hegningarlöggjöfinni. Þar verður m.a. Meira

Menning

7. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 249 orð | 1 mynd

Afleit hrekkjavaka

Leikstjóri: Rick Rosenthal. Handrit: Larry Brand. Kvikmyndatökustjóri: David Geddes. Tónlist: Marco Beltrami. Aðalleikendur: Busta Rhymes, Bianca Kajlich, Tyra Banks, Jamie Lee Curtis, Brad Loree. 95 mín. Miramax. Bandaríkin 2002. Meira
7. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 615 orð | 1 mynd

* ARI Í ÖGRI: Liz Gammon...

* ARI Í ÖGRI: Liz Gammon leikur á píanó og syngur föstudags- og laugardagskvöld. * ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Caprí-tríó leikur fyrir dansi sunnudagskvöld kl. 20:00 til 00:00. Meira
7. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 181 orð | 1 mynd

Ég er "Posh" - ekki þið!

TALSMENN enska annarrar deildar liðsins Peterborough United fullyrða að Victoria Beckham sé að reyna ræna frá sér gælunafni liðsins til 68 ára. Meira
7. nóvember 2002 | Menningarlíf | 83 orð

Kvikmyndatónlist í Íslensku óperunni

SKÓLAHLJÓMSVEIT Kópavogs heldur sína árlega hausttónleika í Íslensku óperunni, Gamla bíói, í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Meira
7. nóvember 2002 | Leiklist | 379 orð | 1 mynd

Leyndarmál eða lygi

Höfundur: Jónína Leósdóttir. Leikstjóri: Steinunn Knútsdóttir. Hljóðvinnsla: Hjörtur Svavarsson. Leikarar: Charlotte Bøving og Gunnar Hansson. Frumflutt sunnudag 3. nóvember; endurtekið að kvöldi fimmtudags 7. nóvember. Meira
7. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 352 orð | 1 mynd

Lífið í Gnarrenburg

EINHVERN tíma lýsti Jón Gnarr því yfir í Tvíhöfða að hann hefði hug á að setjast að í Gnarrenburg í framtíðinni, litlum hafnarbæ í Norður-Þýskalandi. Meira
7. nóvember 2002 | Myndlist | 713 orð | 1 mynd

Ljós-mynd-list

Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11-17. Sýningunni lýkur 10. nóvember. Meira
7. nóvember 2002 | Menningarlíf | 46 orð

Málverkasýning í Íslandstryggingu

NÚ stendur yfir í Íslandstryggingu hf., Sætúni 8, sýning á verkum Gunnars I. Guðjónssonar listmálara. Gunnar hefur haldið fjölmargar sýningar á verkum sínum hér heima og erlendis á undanförnum árum. Verkin á sýningunni eru öll til sölu. Meira
7. nóvember 2002 | Skólar/Menntun | 505 orð

Nám í ókunnu landi

"Hvern einasta dag þurfum við að glíma við ákvarðanir af ýmsu tagi og með nokkrum rétti má segja að líf manns sé einungis röð ákvarðana," skrifar Sveinn Guðmarsson um veru sína í Grikklandi sem Erasmus-nemi. Meira
7. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 130 orð | 1 mynd

Nick Cave leikur á Broadway

ÁSTRALSKI hljómlistarmaðurinn Nick Cave heldur tónleika hér á landi mánudaginn 9. desember á Broadway. Frá því var formlega gengið í gær. Meira
7. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 174 orð | 1 mynd

Norðlenskir smellir

HINN þjóðþekkti tónlistarmaður Valgeir Guðjónsson er á leið norður í land en hann ætlar að spila á Græna hattinum á Akureyri í kvöld. Hann ætlar að spila lög af nýrri plötu sinni, Skellum og smellum . Meira
7. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 86 orð | 1 mynd

Osbourne-fjölskyldan úthýsir myndavélum

SJÓNVARPSÞÁTTURINN vinsæli um þungarokkarann Ozzy Osbourne og fjölskyldu hans mun hverfa af skjánum eftir annað tímabil sitt. Meira
7. nóvember 2002 | Menningarlíf | 513 orð | 1 mynd

"Þetta er sveiflumúsík og við ætlum að hafa gaman af þessu"

Björn Thoroddsen, bæjarlistamaður í Garðabæ, heldur tónleika með tríói sínu á Garðatorgi í kvöld kl. 21.00. Sérstakur gestur Björns verður Egill Ólafsson, en þeir hafa unnið saman um árabil. Meira
7. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 195 orð | 2 myndir

Reese er sætust og vinsælust

RÓMANTÍSKA gamanmyndin Sweet Home Alabama var langvinsælasta mynd helgarinnar. Meira
7. nóvember 2002 | Menningarlíf | 289 orð | 1 mynd

Régis Boyer heldur fyrirlestur í húsakynnum...

Régis Boyer heldur fyrirlestur í húsakynnum Alliance française (Hringbraut 121, 3. hæð kl. 20. Fyrirlesturinn ber heitið "Þjóðareinkenni Íslendinga í samanburði við aðrar norrænar þjóðir". Meira
7. nóvember 2002 | Skólar/Menntun | 623 orð | 2 myndir

Stúdentaskiptin æ vinsælli

Erasmus/Menntaáætlun Evrópusambandsins hefur gefist mjög vel og skapað lifandi tengsl milli skóla hinna ýmsu Evrópulanda. Erasmus-þáttur áætlunarinnar lýtur að æðri menntun og hafa nú milljón stúdentar skipt um háskóla tímabundið og öðlast nýja reynslu. Framkvæmdastjórnin hélt upp á þessi tímamót í lok október og fulltrúi Íslands fór á fund til Brussel af þessu tilefni. Meira
7. nóvember 2002 | Menningarlíf | 256 orð | 1 mynd

Söngleikurinn Sól & Máni æfður í Borgarleikhúsinu

ÆFINGAR eru hafnar á nýjum íslenskum söngleik, Sól & Mána, eftir Sálina hans Jóns míns og Karl Ágúst Úlfsson og er frumsýningin fyrirhuguð 11. janúar á 106. afmælisdegi Leikfélags Reykjavíkur. Meira
7. nóvember 2002 | Menningarlíf | 247 orð | 1 mynd

Tónlist við Metrópólis

METRÓPÓLIS, stórmynd Fritz Lang, verður sýnd á kvikmyndatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld. Á kvikmyndatónleikum á laugardag verður hins vegar meistaraverk Chaplins, Gullæðið, sýnt við undirleik hljómsveitarinnar. Meira
7. nóvember 2002 | Menningarlíf | 848 orð | 1 mynd

Yfirlitssýning á íslenskum ljósmyndum opnuð í Moskvu

STÆRSTA yfirlitssýning á íslenskum ljósmyndum sem sett hefur verið upp var opnuð í gær í Ljósmyndasafni Moskvuborgar að viðstöddum um fjögur hundruð boðsgestum. Meira

Umræðan

7. nóvember 2002 | Aðsent efni | 724 orð | 1 mynd

Aðild að Evrópusambandinu er útilokuð

"Fórnir sem færa þyrfti með aðild yrðu óbærilegar. Þar á ég við að ákvarðanir um nýtingu fiskimiða okkar yrðu teknar í Brussel." Meira
7. nóvember 2002 | Aðsent efni | 358 orð | 1 mynd

Eru smávirkjanir umhverfisvænni en stærri?

"Og ekki fer á milli mála að orkan frá smávirkjununum er dýrari þegar á heildina er litið." Meira
7. nóvember 2002 | Aðsent efni | 707 orð | 1 mynd

Forvarnir eða sjúkdómavæðing?

"Heilbrigðisyfirvöld þurfa að leggja meiri áherslu á fræðilegar úttektir og árangursmælingar í heilbrigðisþjónustu." Meira
7. nóvember 2002 | Bréf til blaðsins | 731 orð

Hjálpið hungruðum

ÉG fór einu sinni til Afríku. Mig hafði langað þangað síðan ég var pínulítil. Ætli það hafi ekki haft eitthvað að gera með það að Afríka var svo spennandi, hættuleg og framandi. Ég hafði heyrt um ljónin í Afríku, mannæturnar, hitann og sveltandi börnin. Meira
7. nóvember 2002 | Aðsent efni | 491 orð | 1 mynd

Horft fram á við

"Gleymst hefur að hrósa samgönguráðherra fyrir það sem vel er gert." Meira
7. nóvember 2002 | Bréf til blaðsins | 332 orð

Kvöldvorrósarolía ÉG á 4ra ára ömmustrák...

Kvöldvorrósarolía ÉG á 4ra ára ömmustrák sem er fullur af orku og stundum of mikilli. Við prufuðum að gefa honum 1 hylki af kvöldvorrósarolíu 2svar á dag og mikil breyting hefur sést á honum. Hann er rólegri og allur betri í umgengni. Meira
7. nóvember 2002 | Bréf til blaðsins | 115 orð

Mánudagsútgáfa

KÆRA Marta. Bestu þakkir fyrir bréfið og áhugann á mánudagsútgáfu Morgunblaðsins. Við hjá Mogganum erum sífellt að vinna að bættri þjónustu við alla okkar áskrifendur og lesendur, m.a. Meira
7. nóvember 2002 | Bréf til blaðsins | 148 orð

Skátahreyfingin á Íslandi 90 ára

UNGBÖRN, eldri börn og unglingar ásamt fullorðnum hittust í Laugardalshöll síðastliðinn laugardag. Gleðin skein úr öllum andlitum og allir höfðu eitthvað fyrir stafni. Meira

Minningargreinar

7. nóvember 2002 | Minningargreinar | 96 orð

Einar Ásmundsson

Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. (Friðrik Guðni Þórleifsson. Meira  Kaupa minningabók
7. nóvember 2002 | Minningargreinar | 2785 orð | 1 mynd

EINAR ÁSMUNDSSON

Einar Ásmundsson fæddist í Reykjavík 3. nóvember 1954. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 29. október síðastliðinn. Foreldrar hans eru Ásmundur Einarsson, f. 1929, d. 1965, og Margrét Kjartansdóttir, f. 1931. Meira  Kaupa minningabók
7. nóvember 2002 | Minningargreinar | 469 orð | 1 mynd

GUNNAR GUÐMUNDSSON

Gunnar Guðmundsson fæddist í Reykjavík 19. október árið 1925. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 30. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Marsibil Björnsdóttir, f. 1889, d. 1940, og Guðmundur Árnason, f. 1877, d. 1954. Meira  Kaupa minningabók
7. nóvember 2002 | Minningargreinar | 2517 orð | 1 mynd

JÓHANNES B. SVEINBJÖRNSSON

Jóhannes Baldur Sveinbjörnsson fæddist á Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppi á Snæfellsnesi 29. júní 1935. Hann lést á sjúkrahúsi San Jaime í Alicante á Spáni 23. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Margrét J.S. Jóhannesdóttir húsfrú, f. 30. Meira  Kaupa minningabók
7. nóvember 2002 | Minningargreinar | 243 orð

Jóhannes Sveinbjörnsson

Við systkinin viljum kveðja Jóa afa, sem við áttum svo allt of stutt með henni Höllu ömmu. Jói var ljúfur, hlýr og alltaf brosandi. Við gistum stundum hjá Jóa og Höllu ömmu. Þá horfðum við á vídeó og borðuðum nammi. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

7. nóvember 2002 | Viðskiptafréttir | 716 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 120 109 112...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 120 109 112 2,462 275,510 Djúpkarfi 84 75 75 5,261 397,088 Gellur 520 520 520 15 7,800 Grálúða 185 100 154 11 1,695 Gullkarfi 90 5 75 21,492 1,612,212 Hlýri 142 106 129 1,433 185,228 Háfur 75 40 62 115 7,155 Keila 99 70 89... Meira

Daglegt líf

7. nóvember 2002 | Neytendur | 47 orð | 1 mynd

Eggjalíki fæst í Heilsuhúsinu

HEILSUHÚSIÐ hefur nú á boðstólum eggjalíki unnið úr plöntum. Eggjalíkið má nota í stað hænueggja við bakstur fyrir þá sem hafa ofnæmi fyrir eggjum, en þau koma víða við sögu í matargerð og framleiðslu matvæla samkvæmt, tilkynningu frá Heilsuhúsinu. Meira
7. nóvember 2002 | Neytendur | 55 orð | 1 mynd

Fréttabréf Max Factor

FYRSTA tölublað af fréttabréfi Max Factor er komið út. Í tilkyninngu frá Medico segir að ætlunin sé að gefa út fjögur tölublöð á hverju ári. Meira
7. nóvember 2002 | Neytendur | 885 orð | 1 mynd

Sælkeravörur á dönskum dögum í Nóatúni

ESSÓ-stöðvarnar Gildir 1.-30. nóv. nú kr. áður kr. mælie.verð Opal rjómatoffí, 22 g 39 50 1.773 kr. kg Nóa hjúplakkrís, 100 g 79 115 790 kr. kg 2 stk. Nóa tromp, 40 g 49 70 1.225 kr. kg Frón mjólkurkex, 400 g 179 210 448 kr. Meira
7. nóvember 2002 | Neytendur | 480 orð | 1 mynd

Vitað um bruna vegna háreyðingar hérlendis

FJÖLDI danskra og norskra kvenna hefur fengið útbrot, kláða og brunasár eftir að hafa notað Veet-háreyðingarvörur. Meira

Fastir þættir

7. nóvember 2002 | Árnað heilla | 39 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 7. nóvember, er sextugur Gunnlaugur Fjólar Gunnlaugsson Mávahrauni 13, Hafnarfirði. Eiginkona hans er Steinunn Bjarnadóttir. Meira
7. nóvember 2002 | Í dag | 510 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-17 í neðri safnaðarsal. Fræðslusamvera í safnaðarheimilinu kl. 20. Fjallað í máli og myndum um þjóðir, sem mótuðu sögu og menningu Ísraels til forna. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. Meira
7. nóvember 2002 | Fastir þættir | 70 orð

Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Mánudaginn...

Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Mánudaginn 4. nóv. sl. var spilaður eins kvölds tvímenningur, Howell. Meðalskor 210. Röð efstu para var eftirfarandi: Guðjón Sigurjónss. - Gylfi Baldurss. 253 Anna Guðl. Nielsen - Guðlaugur Niels. Meira
7. nóvember 2002 | Fastir þættir | 168 orð

Bridsfélagið Muninn Sandgerði Fimmtudaginn 31.

Bridsfélagið Muninn Sandgerði Fimmtudaginn 31. okt. var spilað annað kvöld í firmakeppni Bridgefélagsins Munins í Sandgerði, en spilað var með hraðsveitarfyrirkomulagi, þ.e. allar við allar á hverju kvöldi. Úrslit urðu eftirfarandi: 1. Meira
7. nóvember 2002 | Fastir þættir | 50 orð

Bridsfélag Kópavogs Hafinn er fimm kvölda...

Bridsfélag Kópavogs Hafinn er fimm kvölda barómeter-tvímenningur með þátttöku 24 para. Formaður félagsins tók að sér að leiða hópinn, svona fyrsta kvöldið a.m.k.! Staða efstu para: Garðar V. Jónsson - Loftur Þ. Pétursson 79 Eggert Bergss. - Unnar A. Meira
7. nóvember 2002 | Fastir þættir | 174 orð

Bridskvöld byrjenda Fyrsta bridskvöld byrjenda verður...

Bridskvöld byrjenda Fyrsta bridskvöld byrjenda verður fimmtudaginn 7. nóvember kl. 20. Nú er tækifæri fyrir alla sem eru að taka sín fyrstu skref í bridsíþróttinni. Alla fimmtudaga í nóvember verður létt spilamennska í Síðumúla 37, 3. Meira
7. nóvember 2002 | Fastir þættir | 167 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Selfoss og nágrennis Fimmtudaginn 31. október sl. hófst keppni í Hraðsveitakeppni BS 2002. Alls taka 7 sveitir þátt í mótinu og var pörunum raðað niður í sveitirnar með það fyrir augum að þær yrðu sem jafnastar að styrkleika. Meira
7. nóvember 2002 | Fastir þættir | 359 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

Í tvímenningskeppni er oftast ómaksins vert að berjast fyrir hverjum yfirslag, jafnvel þótt það gæti kostað samninginn í slæmri legu. Örðu máli gegnir í sveitakeppni, þar sem öryggið er í fyrirrúmi. Suður gefur; NS á hættu. Meira
7. nóvember 2002 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7. september sl. í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni þau Henný Sigurjónsdóttir og Lárus Sigurðsson. Heimili þeirra er á Vífilsgötu 23,... Meira
7. nóvember 2002 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. ágúst sl. í Digraneskirkju af sr. Magnúsi Björnssyni þau Árndís Hulda Óskarsdóttir og Helgi Freyr Sveinsson. Heimili þeirra er í Galtalind 2,... Meira
7. nóvember 2002 | Dagbók | 53 orð

EINBÚINN

Yfir dal, yfir sund, yfir gil, yfir grund hef ég gengið á vindléttum fótum. Ég hef leitað mér að, hvar ég ætti mér stað, út um öldur og fjöll og í gjótum. En ég fann ekki neinn, ég er orðinn of seinn, þar er alsett af lifandi og dauðum. Meira
7. nóvember 2002 | Dagbók | 887 orð

(Fil. 4, 7.)

Í dag er fimmtudagur 7. nóvember, 311. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú. Meira
7. nóvember 2002 | Viðhorf | 831 orð

Jákvætt hugarfar

Þeir sem keppast við og reyna að ná einhverjum árangri virðast iðulega komast að því að jákvætt hugarfar sé það sem á endanum ræður úrslitum. Meira
7. nóvember 2002 | Í dag | 157 orð | 1 mynd

Kyrrðardagar í Skálholti

NÚ UM helgina verða kyrrðardagar í Skálholti, sem eru ætlaðir þeim sem tekið hafa þátt í tólf spora vinnu og hlotið bata. Leiðsögn veita þau séra Anna Sigríður Pálsdóttir og séra Jakob Ágúst Hjálmarsson. Kyrrðardagarnir hefjast föstudagskvöldið 8. nóv. Meira
7. nóvember 2002 | Fastir þættir | 407 orð

Sigur gegn Mexíkó á Ólympíumótinu

25. okt.-10. nóv. 2002 Meira
7. nóvember 2002 | Fastir þættir | 127 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. d4 e6 2. c4 f5 3. g3 Rf6 4. Bg2 Be7 5. Rf3 0-0 6. 0-0 d6 7. Rc3 c6 8. Dc2 Rbd7 9. d5 Rb6 10. dxc6 bxc6 11. Rd4 Bd7 12. c5 Rbd5 13. Ra4 Re4 14. cxd6 Bxd6 15. f3 Staðan kom upp í fyrri hluta Íslandsmóts Skákfélaga sem fór fram í húsakynnum B&L. Meira
7. nóvember 2002 | Fastir þættir | 477 orð

Víkverji skrifar...

SVONEFNDIR virkjunarsinnar halda því stundum fram að Landsvirkjun hafi opnað hálendið fyrir ferðamönnum. Meira

Íþróttir

7. nóvember 2002 | Íþróttir | 295 orð | 1 mynd

* ATLI Viðar Björnsson skrifaði í...

* ATLI Viðar Björnsson skrifaði í gærkvöld undir nýjan samning við knattspyrnudeild FH , til tveggja ára. Atli Viðar hefur leikið með FH undanfarin tvö ár en missti af síðari hluta tímabilsins 2001 og fyrri hlutanum í ár vegna slæmra meiðsla. Meira
7. nóvember 2002 | Íþróttir | 290 orð

Augenthaler segir kaupin úr sögunni

KLAUS Augenthaler, þjálfari þýska knattspyrnufélagsins Nürnberg, sagði í gær að ekkert yrði af því að félagið keypti Marel Baldvinsson frá Stabæk í Noregi. Augenthaler sagði þetta við netútgáfu blaðsins Nürnberger Zeitung og þar kom fram að hann hefði ekki fengið að hafa Marel til skoðunar eins lengi og hann vildi. Meira
7. nóvember 2002 | Íþróttir | 92 orð

Ágúst kærður til aganefndar

ÁGÚST Dearborn, leikmaður Íslandsmeistara Njarðvíkur í körfuknattleik, hefur verið kærður til aganefndar Körfuknattleikssambands Íslands. Í leik Njarðvíkur og Hauka í Kjörísbikarkeppninni í fyrrakvöld braut Ágúst á Ingvari Guðjónssyni, leikmanni Hauka. Meira
7. nóvember 2002 | Íþróttir | 177 orð

Birgir Leifur stendur í ströngu

BIRGIR Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GL, leikur í dag á fyrsta keppnisdegi á 2. stigi úrtökumótsins fyrir evrópsku mótaröðina. Björgvin Sigurbergsson og Ólafur Már Sigurðsosn úr GK komust ekki í gegnum 1. Meira
7. nóvember 2002 | Íþróttir | 73 orð

Bochum fór áfram í bikarnum

ÞÓRÐUR Guðjónsson og félagar í Bochum komust í gærkvöld í 16 liða úrslit þýsku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Þeir sigruðu þá 3. deildarlið Holstein Kiel, 2:1, á útivelli. Þórður var í byrjunarliði Bochum en fór af velli á 57. Meira
7. nóvember 2002 | Íþróttir | 302 orð

Brann uppi og Teitur um kyrrt

Teitur Þórðarson vísaði á bug vangaveltum um að hann væri á förum frá norska knattspyrnufélaginu Brann í gærkvöld eftir að lið hans tryggði sér áframhaldandi sæti í úrvalsdeildinni. Meira
7. nóvember 2002 | Íþróttir | 28 orð | 1 mynd

El-Hadji Diouf fagnar eftir að hafa...

El-Hadji Diouf fagnar eftir að hafa skorað annað mark Liverpool gegn Southampton í enska deildabikarnum í knattspyrnu í gærkvöld. Liverpool sigraði, 3:1, og er komið í 16-liða úrslit... Meira
7. nóvember 2002 | Íþróttir | 185 orð

Essen áfram

MAGDEBURG er úr leik í þýsku bikarkeppninni, en liðið tapaði fyrir Flensburg í þriðju umferðinni í gærkvöldi. Essen vann hins vegar góðan sigur á útivelli og er komið í fjórðu umferð. Magdeburg átti í raun aldrei möguleika gegn sterku liði Flensborgar. Meira
7. nóvember 2002 | Íþróttir | 33 orð | 1 mynd

Francesco Totti, sóknarmaðurinn snjalli hjá ítalska...

Francesco Totti, sóknarmaðurinn snjalli hjá ítalska knattspyrnufélaginu Roma, sýnir skemmtilega tilburði í leik liðsins við Como í gærkvöld. Roma sigraði, 2:1, og Totti skoraði síðara mark liðsins en Rómverjar eru í sjötta sæti... Meira
7. nóvember 2002 | Íþróttir | 78 orð

GR um miðjan hóp á EM

SVEIT Golfklúbbs Reykjavíkur, sem tekur þátt í Evrópukeppni klúbba, lék þokkalega í gær og er um miðjan hóp eftir fyrsta dag. Meira
7. nóvember 2002 | Íþróttir | 141 orð | 1 mynd

Gunnar þjálfar Reynismenn

GUNNAR Oddsson hefur verið ráðinn þjálfari 3. deildar liðs Reynis í Sandgerði. Meira
7. nóvember 2002 | Íþróttir | 149 orð

Hagnaður hjá ÍA

AÐALFUNDUR knattspyrnufélags ÍA var haldinn á Akranesi í síðustu viku þar sem rekstrarreikningar félagsins voru lagðir fram. Rekstrarfélag 2. flokks og meistaraflokks karla skilaði af sér hagnaði upp á tæplega 6,5 milljónir ísl. kr. Meira
7. nóvember 2002 | Íþróttir | 227 orð

Haukur Ingi fer aftur til Kärnten

HAUKUR Ingi Guðnason, landsliðsmaður í knattspyrnu úr Keflavík, fer öðru sinni til austurríska úrvalsdeildarfélagsins Kärnten næsta þriðjudag. Haukur Ingi dvaldi í nokkra daga hjá félaginu í síðasta mánuði og það vill fá hann til sín til frekari skoðunar. Meira
7. nóvember 2002 | Íþróttir | 56 orð

HK mætir ÍR

DREGIÐ var í gær í 8 liða úrslitum karla og kvenna í handknattleik. Leikirnir hjá körlum fara fram 4. desember, en þá mæta: HK - ÍR, Fylkir - Valur, Breiðablik - Fram og Afturelding - Grótta/KR. Leikirnir hjá konum verða 27. Meira
7. nóvember 2002 | Íþróttir | 113 orð

Júdómenn leggjast í víking

ÍSLENSKA landsliðið í júdó hefur lagst í víking og hyggst herja á Finnland og Svíþjóð með þátttöku í Opna finnska meistaramótinu um næstu helgi og Opna sænska meistaramótinu um aðra helgi. Meira
7. nóvember 2002 | Íþróttir | 555 orð

KNATTSPYRNA England Deildabikarinn, 32-liða úrslit: Arsenal...

KNATTSPYRNA England Deildabikarinn, 32-liða úrslit: Arsenal - Sunderland 2:3 Robert Pires 12., Francis Jeffers 32. - Kevin Kyle 59., Marcus Stewart 70., Darren Williams 72. Blackburn - Walsall 2:2 Corrado Grabbi 45. (víti), Ian Roper 105. Meira
7. nóvember 2002 | Íþróttir | 5 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR 1.

KÖRFUKNATTLEIKUR 1. Meira
7. nóvember 2002 | Íþróttir | 118 orð

Langer falast eftir Ryder-liðinu

ÞÝSKI kylfingurinn Bernahard Langer hefur formlega lýst yfir áhuga sínum á að stjórna Ryder-liði Evrópu í næstu keppni við sveit Bandaríkjanna en næsta mót fer fram á Oak Hill-golfvellinum í Michigan-fylki í Bandaríkjunum árið 2004. Meira
7. nóvember 2002 | Íþróttir | 146 orð

Njarðvíkingar skoða menn

FORRÁÐAMENN Íslandsmeistaraliðs Njarðvíkur í körfuknattleik hafa enn ekki ákveðið hvort Bandaríkjamaðurinn Pete Philo verði áfram í herbúðum liðsins en hann á við meiðsl að stríða á hné, en talið er að liðþófi sé jafnvel rifinn eða skemmdur. Meira
7. nóvember 2002 | Íþróttir | 167 orð

Ólafur Páll á leið til Fylkis

ÓLAFUR Páll Snorrason knattspyrnumaður, sem lék með Stjörnunni í sumar, mun að öllum líkindum ganga í raðir bikarmeistara Fylkis á næstunni. Meira
7. nóvember 2002 | Íþróttir | 297 orð | 1 mynd

*PETER Reid hefur hafnað tilboði frá...

*PETER Reid hefur hafnað tilboði frá enska 1. deildarliðinu Sheffield Wednesday þess efnis að taka að sér knattspyrnustjórastöðuna hjá félaginu. Meira
7. nóvember 2002 | Íþróttir | 306 orð

Sjö úr úrvalsdeild úr leik

ARSENAL, Tottenham, Middlesbrough, Newcastle, Leeds, Southampton og West Ham féllu öll úr leik í 32-liða úrslitum deildabikarkeppninnar ensku í gærkvöldi. Meira
7. nóvember 2002 | Íþróttir | 140 orð

Stóru liðin sameinast um launaþak

STÆRSTU knattspyrnufélög Evrópu funduðu á þriðjudag um aðgerðir til þess að sporna við auknu hlutfalli launagreiðslna til leikmanna af heildarveltu þeirra. Meira
7. nóvember 2002 | Íþróttir | 321 orð | 1 mynd

Viggó er alls ekki bjartsýnn

"LIÐ Conversano er afar vel mannað og það er öruggt að sá handknattleikur sem við höfum sýnt til þessa á leiktíðinni dugir ekki til að slá þetta lið út," segir Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, um væntanlega andstæðinga lærisveina hans, ítalska liðið Conversano, en fyrri leikur liðanna fer fram ytra á sunnudaginn. Meira
7. nóvember 2002 | Íþróttir | 517 orð | 1 mynd

* ÞAÐ gengur ekki vel hjá...

* ÞAÐ gengur ekki vel hjá enska 1. deildarliðinu Wimbledon en liðið tapaði 1:3 á "heimavelli" sínum Selhurst Park í 3. umferð deildarbikarkeppninnar í fyrradag. Meira

Viðskiptablað

7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 63 orð

Allt um streitu

VIDEO- og tölvulausn hefur gefið út nýjan kennslupakka með myndbandi um streitu. Í kennslupakkanum er lögð áhersla á að kynna hvernig stjórnendur geta dregið úr streitu hjá liðsmönnum sínum. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 77 orð | 1 mynd

Auðlind samþykkir sameiningu við Kaupþing

Hlutahafar Hlutabréfasjóðsins Auðlindar hf. samþykktu á hluthafafundi á þriðjudag með öllum greiddum atkvæðum að sameinast Kaupþingi banka hf. Samkomulagið felur í sér að hluthafar Auðlindar hf. fái 0,1923 hluti í Kaupþingi banka hf. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 44 orð

Auglýsingastofan Hér og nú með nýjan vef

AUGLÝSINGASTOFAN Hér og nú er komin með nýjan og endurbættan vef í loftið. Vefurinn kemur í stað eldri vefjar og er hægt að nálgast vefinn á slóðinni www.herognu.is . Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 2055 orð | 6 myndir

Áfangi á langri leið

Í skýrslu AVS-hópsins er farið yfir verðmæti íslensks sjávarfangs um þessar mundir og staðan metin. Möguleg aukning er reifuð og hvaða leiðir eru færar til þess að hlaupi á snærið hjá okkur. Hjörtur Gíslason gluggaði í skýrsluna og birtir hér hluta úr henni og leggur jafnframt mat á þau tækifæri sem talin eru fyrir hendi. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 237 orð | 1 mynd

Ásta Valdimarsdóttir forstjóri Einkaleyfastofu

IÐNAÐARRÁÐHERRA hefur skipað Ástu Valdimarsdóttur lögfræðing í starf forstjóra Einkaleyfastofu til fimm ára, frá 1. nóvember 2002 að telja. Ásta Valdimarsdóttir er fædd 29. júlí 1964 í Reykjavík. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 462 orð

Bátar

Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist. afla Sjóf. Löndunarst. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 983 orð | 1 mynd

Deilunum um kaup Lyfjaverslunar á Frumafli lokið

HLUTA af þeim deilum sem verið hafa innan Lyfjaverslunar Íslands hf., sem nú heitir Líf hf., og staðið hafa yfir frá því í júní á síðasta ári, er lokið. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 305 orð | 1 mynd

Dreifingarmiðstöðin dreifir fyrir DHL og Danzas

DREIFINGARMIÐSTÖÐIN hefur gert samstarfssamning við flutningafyrirtækin DHL og Danzas um að taka að sér umsýslu með alla sjó- og flugfrakt fyrirtækjanna. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 444 orð

Ekkert dekur við farþega

Leggjalangir fagna ekki endilega öllum þeim aðferðum sem lággjaldaflugfélög beita við að halda niðri kostnaði. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 332 orð | 1 mynd

Erfitt að gera betur en markaðurinn

GUS Sauter er hér á landi í boði Íslandsbanka, en Íslandsbanki og Vanguard hafa átt í samstarfi undanfarin fjögur ár. Hann hélt erindi um vísitölubundna hlutabréfasjóði á hádegisverðarfundi Eignastýringar Íslandsbanka í gær. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 8 orð

Erlend skip

Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 138 orð | 1 mynd

Fanney SH breytt

FYRIR skömmu kom Fanney SH 248 úr breytingum, báturinn var lengdur um 2 metra, lunningar hækkaðar og aftan á stýrishúsið var sett skyggni sem bætir mjög vinnuaðstöðu um borð. Við þessar breytingar hefur báturinn bætt við sig tveimur mílum í ganghraða. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 127 orð

Félag bókhaldsstofa með ráðstefnu

Félag bókhaldsstofa hélt ráðstefnu og aðalfund sinn á Hótel Örk í Hveragerði fyrir skömmu. Félagsmenn eru um 60, starfandi vítt um land, og var góð mæting á fundinum. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 77 orð | 1 mynd

Flugleiðir með kynningarátak í Skandinavíu

FLUGLEIÐIR dreifðu á mánudag og þriðjudag kynningarblaði um ráðstefnur og hvataferðir á Íslandi með viðskiptadagblöðunum í Skandinavíu. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 140 orð | 1 mynd

Formaður SEC segir af sér

HARVEY Pitt, formaður stjórnar bandaríska verðbréfaeftirlitsins, SEC, hefur sagt af sér. Pitt hefur gegnt embættinu í 15 mánuði og styr hefur staðið um hann allan þann tíma. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 477 orð | 1 mynd

Forsendur fyrir frekari vaxtalækkun

BANKASTJÓRN Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans í endurhverfum viðskiptum við lánastofnanir hinn 12. nóvember næstkomandi um 0,5 prósentustig í 6,3% og er það í samræmi við væntingar fjármálastofnana. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 98 orð

Fréttastofa Reuters kærð í Svíþjóð

SÆNSKT hugbúnaðarfyrirtæki hefur kært fréttastofu Reuters fyrir að ná í upplýsingar um afkomu félagsins á heimasíðu þess og birta frétt um þær 24. október. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 42 orð

frystiskip

Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. ÞÓRUNN SVEINSDÓTTIR VE 401 277 112 Þorskur Vestmannaeyjar HRAFN SVEINBJARNARSON GK 255 390 161 Þorskur Grindavík BJARNI ÓLAFSSON AK 70 984 173 Síld Reykjavík MÁNABERG ÓF 42 1. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 248 orð | 1 mynd

Gamalt frystihús selt á 10,3 milljónir

TVÆR fasteignir fyrrum Hraðfrystihússins Norðurtanga við Sundstræti á Ísafirði voru seldar á nauðungaruppboði hjá Sýslumanninum á Ísafirði á liðnu hausti fyrir samtals 10,3 milljónir króna eða fyrir það sem nam lögveðskröfum Ísafjarðarbæjar og... Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 144 orð | 1 mynd

Gefa ekki upp nákvæman eignarhlut

HVORKI Arngrímur Jóhannsson, stofnandi og stjórnarformaður Atlanta, né Magnús Þorsteinsson vilja gefa upp nákvæma eignarhluti sína í Atlanta. Eins og komið hefur fram keypti hópur fjárfesta undir forystu Magnúsar u.þ.b. helming í flugfélaginu á dögunum. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 283 orð | 1 mynd

Góðar söluhorfur á grásleppuhrognum

VEL horfir með sölu á grásleppuhrognum á næstu vertíð og má gera ráð fyrir að verð hækki frá vertíðinni á þessu ári, að sögn Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Grásleppuvertíðin á Íslandi gekk almennt vel sl. sumar. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 1166 orð | 1 mynd

Grimsby er nafli breska fiskiðnaðarins

Dalvíkingurinn Friðrik Már Þorsteinsson á og rekur fisksölufyrirtækið Northcoast Seafoods Ltd. í Grimsby á Englandi. Helgi Mar Árnason sá að Friðriki hefur gengið allt í haginn, fyrirtækið stækkar og fjölskyldan líka. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 198 orð | 1 mynd

Hátt verð á krókakvóta

VERÐ á krókaaflahlutdeild í þorski hefur hækkað mjög nú í upphafi fiskveiðiársins og dæmi um að kílóið af varanlegum, óveiddum kvóta hafi verið selt á 700 krónur. Á sama tíma í fyrra var verðið í kringum 550 krónur fyrir kílóið. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 233 orð | 1 mynd

Innherjar selja í Baugi og Skeljungi

JÓN Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group, hefur selt 8 milljónir króna að nafnverði hlutafjár í Baugi Group hf. á verðinu 9,8 til Fjárfestingarfélagsins Gaums. Eignarhlutur Jóns Ásgeirs eftir viðskiptin er 15.419.974 krónur að nafnverði. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 186 orð | 1 mynd

Kristinn SH nýr bátur frá Samtaki

BÁTAGERÐIN Samtak ehf. hefur afhent nýjan 11,35 metra langan bát sem er Víkingur 1135 byggður í krókaaflamarkið, 14,9 tonn og mælist 11,9 rúmlestir. Báturinn ber nafnið Kristinn SH-112 og er gerður út frá Ólafsvík. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 162 orð | 1 mynd

Laxasúpa með spínati

ÞOKKALEGU laxveiðisumri er nú lokið og vísast liggur afraksturinn víða í frystikistum veiðimanna. Þeir sem ekki áttu þess kost að sækja sér sjálfir lax í soðið, geta einfaldlega náð sér í soðningu í næstu fiskbúð. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 93 orð

Margmiðlun semur við Interwoven

MARGMIÐLUN hf. hefur gert samkomulag við Interwoven, Inc, framleiðanda á efnisumsýslulausnum, sem gerir Margmiðlun kleift að bjóða Interwoven 5 Platform-efnisumsýslukerfi á íslenskum markaði. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 457 orð | 1 mynd

Markaðsstaða íslenska saltfisksins er sterk

VERÐ á saltfiski er almennt í efri þolmörkum gagnvart kaupendum en með minnkandi framboði gæti verðið haldist óbreytt í nánustu framtíð. Þetta kom fram í máli Gunnars Arnar Kristjánssonar, forstjóra SÍF hf. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 34 orð

Nathan&Olsen innleiðir AGR-innkaup

Nathan & Olsen hefur lokið innleiðingu á innkaupakerfinu AGR-innkaup frá hugbúnaðar- og verkfræðifyrirtækinu AGR ehf. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 77 orð

Námskeið um öryggi upplýsingakerfa

NÝLEGA stóð KPMG fyrir svokölluðu "BS 7799 Lead Auditor"-námskeiði og luku 17 nemendur prófi. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 246 orð

Nordea segir upp fólki

HAGNAÐUR Nordea, stærsta fjármálafyrirtækis á Norðurlöndunum, jókst á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 182 orð | 1 mynd

Nýir farsímar frá Nokia

FINNSKI farsímaframleiðandinn Nokia hefur kynnt til sögunnar sjö nýja farsíma, þar á meðal N-Gage, sem er sagður sérstaklega hannaður fyrir tölvuleiki. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 272 orð | 2 myndir

Nýir starfsmenn A&P Árnason

Sigurður Ingvarsson hóf störf hjá A&P Árnason 1. október 2002. Sigurður Ingvarsson er fæddur 7. október 1967. Hann lauk BS-prófi í líffræði við Háskóla Íslands 1990 og doktorsprófi í ónæmisfræði frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð 1998. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 121 orð | 1 mynd

Nýr hjá KOM

Óli Jón Jónsson hóf nýlega störf sem ráðgjafi í kynningar- og fjölmiðlamálum hjá almannatengslafyrirtækinu Kynningu og markaði ehf. (KOM). Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 158 orð

Ný útgáfa af WebSphere Portal

IBM kynnti nýverið útgáfu af WebSphere Portal, undir heitinu Express, sem sérstaklega er ætluð smáum og meðalstórum fyrirtækjum. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 201 orð | 1 mynd

Opin kerfi kynna nýjan örgjörva

ITANIUM 2 er nafn á nýjum örgjörva frá Intel sem var kynntur í Salnum í Kópavogi nýverið. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 83 orð

Orkuveitan kaupir símkerfi

ORKUVEITA Reykjavíkur hefur í framhaldi af útboði gert samning við Nýherja hf. um kaup á símkerfi sem byggist á IP tækni. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 403 orð | 1 mynd

"Uppbygging smábáta-flotans er sóun á fé"

SÚ mikla uppbygging sem orðið hefur á smábátaflotanum á undanförnum árum er sóun á fé, að mati Friðriks J. Arngrímssonar, framkvæmdastjóra Landssambands íslenskra útvegsmanna. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 93 orð | 1 mynd

RSN og Sagafilm í samstarf

RSN - ráðstefnur, sýningar og námskeið ehf. og Sagafilm ehf. hafa gert samstarfssamning sín á milli. Samningurinn felur í sér samvinnu fyrirtækjanna við útrás á erlenda markaði, þróun viðburða og stjórn viðburða. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 21 orð

Rydens opnar vefi

Ráðgjafar- og hugbúnaðarhúsið Innn hefur nú nýverið sett upp 3 nýja vefi fyrir fyrirtækið Rydens Kaffi, www.kaffi.is, www.gevalia.is og www.maarud.is með... Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 85 orð

Rækjubátar

Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 97 orð | 1 mynd

Samvinnulífeyrissjóðurinn með yfir 10% í VÍS

Samvinnulífeyrissjóðurinn hefur keypt hlutabréf að nafnverði 15.503.125 krónur í Vátryggingafélagi Íslands hf., VÍS, á verðinu 25,26. Kaupverðið nam því samtals tæpum 392 milljónum króna. Eignarhlutur sjóðsins í VÍS eftir viðskiptin er 10,25%, eða... Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 352 orð

Seldu í Skotlandi

"VIÐ erum á heimleið, búnir að setja kúrsinn á Vestmannaeyjar," sagði Jarl Sigurgeirsson, stýrimaður á línuskipinu Guðna Ólafssyni VE, þegar Morgunblaðið sló á þráðinn í gær. Skipið var þá að koma frá Skotlandi þar sem það seldi afla síðustu veiðiferðar. "Þetta var nú ekki mikill afli, rúm 40 tonn af þorski og ýsu sem við fengum á línuna fyrir austan land. Við fengum ágætt verð fyrir fiskinn en það er reyndar ekki búið að selja allan farminn," sagði Jarl. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 98 orð

SF og LFH í samstarf

SAMTÖK fiskvinnslustöðva (SF) og Landssamband fiskeldis- og hafbeitarstöðva (LFH) hefur tekið upp víðtækt samstarf og gert með sér rekstrar- og samstarfssamning. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 128 orð

síldarbátar

Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 46 orð

skelfiskbátar

Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 433 orð | 1 mynd

Skiljanleg og æskileg útrás

EIGENDUR Samsonar eignarhaldsfélags ehf., sem hafa gert samkomulag við framkvæmdanefnd um einkavæðingu um kaup félagsins á tæplega 46% hlut ríkisins í Landsbanka Íslands hf. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 122 orð

Skrín og Grundartangi.is sameinast

FYRIRTÆKIN Skrín ehf. og Grundartangi.is ehf. hafa sameinast undir nafni Skríns ehf. Höfuðstöðvar fyrirtækisins verða á Akureyri og starfsstöð á Grundartanga. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 110 orð

Skuldabréfastaða bankanna 121 milljarður

SAMKVÆMT níu mánaða uppgjörum bankanna nam heildarskuldabréfastaða þeirra tæpum 121 milljarði króna í lok september og hafði hækkað um tæpa 7 milljarða frá því í lok fyrri árshelmings. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 155 orð | 1 mynd

Skuldabréfaútgáfa í jafnvægi

NETTÓ útgáfa skuldabréfa er í jafnvægi á árinu 2002, að því er fram kemur í nýrri skýrslu greiningardeildar Landsbankans. Miðað við áætlanir verða gefin út skuldabréf með ríkisábyrgð, þ.e. húsbréf, húsnæðisbréf og ríkisbréf, fyrir rúma 60 milljarða... Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 39 orð | 1 mynd

TM kaupir miðlara

Tryggingamiðstöðin hf. og Nýherji hf. undirrituðu á dögunum samning um kaup TM á IBM eserver iSeries miðlara hjá Nýherja. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 136 orð

togarar

Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 240 orð

Undirliggjandi verðbólga hærri en mæld verðbólga

VERÐBÓLGA hefur farið ört hjaðnandi hér á landi að undanförnu og samkvæmt mælingum á vísitölu neysluverðs mældist verðbólgan síðast 2,9%. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 96 orð | 1 mynd

Viking þjónustar Suðurnes

VIKING björgunarbúnaður hefur tekið við rekstri Gúmmíbátaþjónustu Keflavíkur og flytur starfsemin í höfuðstöðvar Viking í Hafnarfirði. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 140 orð

Vivendi til rannsóknar í Bandaríkjunum

FRANSKA fjölmiðlasamsteypan Vivendi Universal verður tekin til rannsóknar í Bandaríkjunum vegna meintrar ólöglegrar starfsemi. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 141 orð

Yfirlýsing frá SBV

Í tilefni orða viðskiptaráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar á þriðjudag um skort á samkeppni á bankamarkaði vilja Samtök banka og verðbréfafyrirtækja koma eftirfarandi á framfæri: "Samkeppni í atvinnulífinu er óvíða meiri en á bankamarkaði. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 418 orð

Ördeyða í Norðursjó

"VIÐ eigum engra kosta völ. Það er kominn tími til að láta af veiðum. Ríkisstjórnin verður að fara að ákveðnum hagsmunum og taka erfiða ákvörðun til að bjarga vinsælli brezkri dýrategund frá útrýmingu. Meira
7. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 51 orð

Öryggisprófanir á Netinu

FYRIRTÆKIÐ Prosumis ehf. hefur opnað Prosumis Scanner-þjónustu á Netinu. Prosumis Scanner er þjónusta þar sem notendur framkvæmda öryggisprófanir á tölvur og tækjabúnað sem tengdur eru við Netið. Prosumis ehf. var stofnað fyrir um ári. Meira

Annað

7. nóvember 2002 | Prófkjör | 141 orð | 1 mynd

Ásta R. er ómissandi á Alþingi

ÉG hvet alla sem fylgst hafa með störfum Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur á Alþingi að kjósa hana í þriðja sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar 9. nóvember. Meira
7. nóvember 2002 | Prófkjör | 164 orð | 1 mynd

Bryndísi í annað sætið, Ágúst í fjórða

TÆKIFÆRIÐ til þess að láta ferskan andblæ leika um Alþingi stendur flokksmönnum Samfylkingarinnar til boða í prófkjöri flokksins þann 9. nóvember. Meira
7. nóvember 2002 | Prófkjör | 137 orð | 1 mynd

Einar Karl í 4. sæti

SAMGÖNGUR og nýjar hugmyndir í borgarskipulagi verða stórmál næstu framtíðar á höfuðborgarsvæðinu. Meira
7. nóvember 2002 | Prófkjör | 414 orð | 1 mynd

Er læknislaust á öllu Norðvesturlandi?

"Í stað þess að heilsa líkama og sálar stýri aðsókn að heilbrigðisþjónustu stýrir heilsa buddunnar ferðinni." Meira
7. nóvember 2002 | Prófkjör | 136 orð | 1 mynd

Ég styð Guðrúnu Ögmunds

NÚ á laugardaginn göngum við Samfylkingarfólk í Reykjavík að prófkjörsborði til að velja þá einstaklinga sem skipa munu framboðslista okkar í alþingiskosningunum í vor. Meira
7. nóvember 2002 | Prófkjör | 161 orð | 1 mynd

Guðmund Árna í fyrsta sæti

SÍÐUSTU sveitarstjórnarkosningar sýndu að sameining vinstrimanna var mun lengra komin í Hafnarfirði en annars staðar. Meira
7. nóvember 2002 | Prófkjör | 179 orð | 1 mynd

Guðmund Árna í fyrsta sæti

ÞAÐ er mikilvægt að á Alþingi sitji fólk sem hefur vilja og getu til að setja sig inn í mál og taka ákvarðanir. Það er jafnframt mikilvægt að þingmenn þekki kjör þess fólks sem þeir starfa fyrir. Meira
7. nóvember 2002 | Prófkjör | 150 orð | 1 mynd

Heiðarlegir þingmenn í útrýmingarhættu

VIÐ eigum öll eitt sameiginlegt: Við viljum meira. Mörg okkar eiga annað sameiginlegt; við þurfum ekki meira. Með miklu ríkidæmi virðast fylgja fleiri þingmenn. Gegn fátæktinni fylgja fáir þingmenn. Meira
7. nóvember 2002 | Prófkjör | 228 orð | 1 mynd

Jakob Frímann er fulltrúi nýrra tíma

FRAMBOÐ Jakobs Frímanns Magnússonar í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík eru góð tíðindi fyrir íslensk stjórnmál. Nái hann kjöri til þingsetu mun það breikka til muna litrófið meðal alþingismanna. Meira
7. nóvember 2002 | Prófkjör | 145 orð | 1 mynd

Jóhönnu aftur í ráðherrastól

JÓHANNA Sigurðardóttir gefur kost á sér í annað sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík næstkomandi laugardag. Jóhanna hefur mikla reynslu sem nauðsynleg er til að leiða svo stóran flokk í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Meira
7. nóvember 2002 | Prófkjör | 156 orð | 1 mynd

Lúðvík í 1. sætið

Í ÞAU 8 ár, sem ég hef fylgst með störfum Lúðvíks Bergvinssonar, hef ég séð vaxandi stjórnmálamann. Hinn 9. nóvember nk. munu jafnaðarmenn í Suðurkjördæmi velja framboðslista í hinu nýja kjördæmi. Meira
7. nóvember 2002 | Prófkjör | 268 orð | 1 mynd

Ný öld - ný hugsun

"Aukum beinan stuðning við þá sem höllum fæti standa". Meira
7. nóvember 2002 | Prófkjör | 157 orð | 1 mynd

Rannveig áfram í forystu!

KOSNINGABARÁTTAN að vori mun snúast um lífskjör fólks og um umhverfismál. Sýnt hefur verið fram á að matvælaverð hér á landi er með því hæsta sem gerist í heiminum. Meira
7. nóvember 2002 | Prófkjör | 192 orð | 1 mynd

Rannveig berst fyrir góðum málefnum

NÚ stendur yfir prófkjör þar sem margir eru kallaðir en fáir verða útvaldir. Þá ríður á að velja gott fólk á lista; fólk sem alþýðan treystir til góðra verka; fólk sem sýnt hefur í verki að því er treystandi. Meira
7. nóvember 2002 | Prófkjör | 141 orð | 1 mynd

Rannveigu í fyrsta sæti

RANNVEIG Guðmundsdóttir hefur tvisvar leitt lista jafnaðarmanna í næststærsta kjördæmi landsins og ekki að ástæðulausu. Rannveig hefur með störfum sínum sýnt að henni er treystandi til að vera í forystu. Meira
7. nóvember 2002 | Prófkjör | 291 orð | 1 mynd

Samfélag frjálslyndrar jafnaðarstefnu

"Menning er mannbætandi og arðbær." Meira
7. nóvember 2002 | Prófkjör | 430 orð | 1 mynd

Skattar á skjön við fólk

"Það liggur í eðli manna að keppast við að skapa sér umhverfi sem býður upp á sem best lífskjör og sem mesta vellíðan." Meira
7. nóvember 2002 | Prófkjör | 381 orð | 1 mynd

Skattar - ríkisstjórn á rangri leið

"Ríkisstjórnin er svo sannarlega á rangri leið." Meira
7. nóvember 2002 | Prófkjör | 180 orð | 1 mynd

Tryggið Margréti fyrsta sætið

ENGINN einn stjórnmálamaður á ríkari þátt í því að Samfylkingin er nú orðin það mikla afl sem vonir stóðu til en Margrét Frímannsdóttir. Meira
7. nóvember 2002 | Prófkjör | 199 orð | 1 mynd

Ung kona sem þorir

ÉG vil hvetja alla sem ætla að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík að staldra við og veita athygli ungri efnilegri konu ættaðri úr Borgarfirði sem heitir Sigrún Grendal og gefur kost á sér í 5. eða 6. sæti listans. Meira
7. nóvember 2002 | Prófkjör | 122 orð | 1 mynd

Þorlák á þing

HÉR með skora ég á Samfylkingarfólk í Suðvesturkjördæmi að styðja Þorlák Oddsson ekki neðar en í 4. sæti listans í prófkjörinu 9. nóvember. Ég heyrði fyrst af Þorláki sem hörðum baráttumanni fyrir bættum kjörum og aðbúnaði verkafólks hjá álverinu. Meira
7. nóvember 2002 | Prófkjör | 127 orð | 1 mynd

Þórunn - talsmaður náttúruverndar í 2. sætið!

ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir alþingiskona sækist eftir 2. sætinu í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi 9. nóvember nk. Þórunn hefur setið á Alþingi í fjögur ár. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.