ÁRANGUR náðist á fyrsta fundi vopnaeftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna (SÞ) með íröskum embættismönnum í gær, að mati Hans Blix, oddvita eftirlitsmannanna.
Meira
ALFREÐ Þorsteinsson, forstjóri Umsýslustofnunar varnarmála (áður Sölunefndar varnarliðseigna), hefur óskað eftir því við sýslumanninn á Keflavíkurflugvelli að fram fari lögreglurannsókn vegna gruns um misferli með verðmæti úr eigu varnarliðsins.
Meira
SVEIN Ludvigsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, vill kanna möguleika á því að norskur sjávarútvegur greiði auðlindagjald af fiskveiðum. Hann segir á hinn bóginn að frjálst framsal aflaheimilda sé ekki á dagskrá.
Meira
JÓLATRÉ skreytt með ljósum sjást víða um stræti og torg borgarinnar í desember. Nú, líkt og á síðasta ári, verða reykvísk tré ráðandi í þessu hlutverki.
Meira
SEXTÁN ára unglingur, vopnaður hnífi, var í gærkvöldi yfirbugaður af lögreglunni í Barcelona á Spáni eftir að hann hafði tekið 25 skólabörn í gíslingu. Engan sakaði.
Meira
SAMKVÆMT samningum sem nú hafa verið gerðir um sölu á saltsíld lækkaði verð á henni að jafnaði um 10% frá því á síðasta ári. Útflutningsverðmæti saltsíldar var á síðasta ári um 940 milljónir króna.
Meira
ÞAÐ var handagangur í öskjunni þegar þeir Kristinn Sigmundsson óperusöngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari árituðu geislaplötuna sína "Uppáhaldslögin" eftir útgáfutónleika sem þeir héldu í Salnum í Kópavogi í gærkvöldi fyrir troðfullum...
Meira
MEÐALFJÖLDI atvinnulausra var um 10,9% meiri í október en í september og tvöfaldaðist frá október í fyrra. Síðustu 10 ár hefur atvinnuleysi aukist um 5,6% frá september til október og er árstíðarsveiflan nú mun meiri en meðaltalssveifan síðustu 10 ár.
Meira
Nanna Friðriksdóttir er fædd í Kaupmannahöfn árið 1963. Stúdent frá MR 1983. BSc í hjúkrunarfræði frá HÍ árið 1988 og MSc í hjúkrunarfræði frá University of Wisconsin-Madison 1994. Sérfræðingur í hjúkrun krabbameinssjúklinga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi og lektor í hjúkrun fullorðinna krabbameinssjúklinga við hjúkrunarfræðideild HÍ. Nanna á einn son, Daníel Friðrik.
Meira
Hart var barist um sætin á flokksþingi Framsóknarflokksins á Norðvesturlandi um helgina. Steingrímur Sigurgeirsson fjallar um niðurstöðu prófkjörsins.
Meira
NORSKA flugfélagið Braathens, sem hefur frá ársbyrjun verið í eigu SAS, hefur óskað eftir því að fá fleiri íslenska flugvirkja til starfa, að því er fram kemur á vef Flugvirkjafélags Íslands, flug.is.
Meira
STARFSFÓLK bæklunardeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fagnaði 20 ára afmæli deildarinnar sl. föstudag og bauð af því tilefni til afmælisveislu í kennslustofu spítalans.
Meira
ÞEGAR veðrið er bjart og fallegt er tilvalið að draga fram flugdrekann. Sveinn Bjarki sem er átta ára Reykvíkingur hefur komið drekanum á loft en því miður var ekki nógu mikill vindur til að hann kæmi honum nógu...
Meira
SAMKVÆMT upplýsingum frá Flugmálastjórn er engin vinna í gangi til að samræma starfsréttindi fyrir flugvirkja eða flugmenn milli Evrópu og Bandaríkjanna.
Meira
Níu af hverjum tíu innbrotsþjófum sem lögreglan í Reykjavík klófestir bera því við að þeir stundi innbrot til að fjármagna fíkniefnaneyslu. Philip Bean, prófessor í afbrotafræði við háskóla á Englandi, segir á hinn bóginn að tengslin milli neyslu og afbrota séu afar lítil.
Meira
SEM kunnugt er hefur verið gert átak á undanförnum þremur árum í að hreinsa og fegra umhverfi sveitabæja. Verkefnið hefur verið nefnt Fegurri sveitir og er á vegum landbúnaðarráðuneytisins í umboði ríkisstjórnarinnar.
Meira
ÞÚSUNDIR íranskra námsmanna tóku þátt í mótmælaaðgerðum í miðborg Teheran í gær en þeir krefjast þess að málfrelsi verði aukið í landinu. Harðlínumenn hleyptu mótmælafundi stúdentanna hins vegar upp og kom til nokkurra átaka á lóð háskólans í Teheran.
Meira
Framtíðin á Akureyri hefur gefið út hið árlega jólamerki sitt. Merkið teiknaði Hreggviður Ársælsson, grafískur hönnuður, og er það prentað í Ásprenti á Akureyri. Jólamerkið er tekjuöflun fyrir styrktarsjóð aldraðra.
Meira
FYRSTA hverfisnefndin á Akureyri var stofnuð á Oddeyri nýlega. Um 50 manns mættu á stofnfundinn þar sem urðu lífleg skoðanaskipti, samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu bæjarins.
Meira
Fyrsta ljóðakvöld vetrarins á Sigurhæðum - Húsi skáldsins verður miðvikudagskvöldið 20. nóvember, húsið verður opnað kl. 20, en dagskráin hefst hálfri stundu síðar. Dagskráin ber heitið "landið er lifandi...
Meira
MENNIRNIR tveir sem ákærðir eru fyrir stórfellda líkamsárás í Hafnarstræti sem leiddi til dauða Magnúsar Freys Sveinbjörnssonar í júníbyrjun, gengust ekki við ódæðinu við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag.
Meira
SJÖTTA rannsóknaáætlun ESB felur í sér mun fleiri sóknarfæri fyrir íslenska vísindamenn á sviði samfélagsrannsókna en hinar fyrri, að því er fram kemur í máli Eiríks Bergmanns Einarssonar, landstengiliðar fyrir undirsvið áætlunarinnar á sviði...
Meira
GUÐJÓN Hjörleifsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hefur sagt sig úr uppstillingarnefnd Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi þar sem hann kemur, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, til greina í eitt af efstu sætum listans í kjördæminu.
Meira
GUÐMUNDUR Gíslason tryggði sér titilinn Akureyrarmeistari í atskák um helgina eftir hörkukeppni við Halldór B. Halldórsson. Þeir Guðmundur og Halldór voru einu taplausu keppendurnir en Guðmundur hafði sigur að lokum með 6 vinninga úr 7 umferðum.
Meira
ABDULLAH Gul, hagfræðingi og næstæðsta manni Réttlætis- og þróunarflokksins sem vann stórsigur í þingkosningum í Tyrklandi í byrjun mánaðarins, var um helgina falið að mynda nýja ríkisstjórn og kynnti hann síðdegis í gær ráðherralista sinn fyrir forseta...
Meira
DAGUR íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í félagsheimilinu fyrir fullu húsi og fast var kveðið að orði, rétt eins og tíðkast á Norðurlandi. Nemendur grunnskólans á Þórshöfn sáu að mestum hluta um dagskrána í formi upplestrar, söngs og sögulestrar.
Meira
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra kvaðst á Alþingi í gær ekki geta séð annað en að vel hefði tekist til með sölu Búnaðarbankans og Landsbankans. Þetta kom m.a. fram í máli ráðherra eftir að Steingrímur J.
Meira
ÁREIÐANLEGAR upplýsingar um ferðir ökumanns rauðs Isuzu Trooper-jeppa bárust lögreglunni í Reykjavík í gærmorgun og var því ákveðið að hætta leit.
Meira
NIÐURSTAÐA könnunar sem gerð var á árangri þeirra sem sóttu námskeið gegn reykingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði var nýlega kynnt á ráðstefnunni "Loft 2002" sem haldin var í Mývatnssveit og á vísindaþingi sem Félag íslenskra heimilislækna...
Meira
AUÐGUNARBROTADEILD lögreglunnar í Reykjavík hefur upplýst þjófnað á landbúnaðartækjum frá sölufyrirtæki í Reykjavík en rúllubindivél, flaghefli og sláttuþyrlu var stolið þaðan fyrir rúmlega viku.
Meira
Í dag S igmund 8 V iðhorf 34 V iðskipti 14/17 U mræðan 34/38 E rlent 18/21 M inningar 39/43 H öfuðborgin 22 S taksteinar 46 A kureyri 23 B réf 48 S uðurnes 25 D agbók 50/51 L andið 25 F ólk 52/57 N eytendur 26 B íó 54/57 L istir 27/29 L jósvakamiðlar 58...
Meira
EINN af þekktustu stjórnmálamönnum Ísraels fyrstu áratugina eftir stofnun ríkisins 1948, Abba Eban, lést á sunnudag í Jerúsalem, 87 ára að aldri.
Meira
RÚMLEGA tvítugur karlmaður, sem slasaðist alvarlega í umferðarslysi á Sæbraut aðfaranótt sunnudags, var í gær að komast til meðvitundar en honum var um tíma haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.
Meira
JOHN F. Kennedy þjáðist af alvarlegri verkjum og kvillum en áður var talið, og tamdi sér að taka inn allt að átta mismunandi lyf á degi hverjum síðustu árin fyrir dauða sinn árið 1963.
Meira
Kynning á HKÍ Jóhanna Þórðardóttir aðjúnkt, Kristín Hildur Ólafsdóttir lektor, Sigríður Pálmadóttir lektor og Sigrún Guðmundsdóttir lektor við Kennaraháskóla Íslands halda kynningu á vegum Rannsóknarstofnunar KHÍ næstkomandi miðvikudag 20. nóvember kl.
Meira
Laufey Pálsdóttir heldur sýningu á Háskólabókasafninu á Akureyri í nóvember og desember 2002. Hún sýnir myndir sem unnar eru í olíu á bólstraðan striga.
Meira
SIGRÚN Árnadóttir greindist með ristilkrabba í ágúst 2001 en hún hafði þá fundið fyrir verkjum í kviðarholi sem höfðu stigmagnast frá því í janúar.
Meira
ÞRJÁR umsóknir hafa borist frá erlendum læknum um starf við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, en aðeins einn læknir er nú starfandi við heilsugæslustöðina í Keflavík eftir að uppsagnir heilsugæslulækna tóku gildi.
Meira
MAÐURINN með ljáinn var ekki á ferð í Rómarborg á Ítalíu í gær heldur er þessi mynd af borgarstarfsmanni sem er í þann mund að opna frárennslislögn fyrir framan Colosseum með skóflu, með það að markmiði að hleypa miklu magni regnvatns þar niður.
Meira
FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðisfélaganna í Skagafirði og Húnavatnssýslum samþykkti á fundi sínum á sunnudag að beina því til miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins að hún tæki nú þegar fyrir framkvæmd prófkjörsins sem haldið var í kjördæminu og úrskurð kjörnefndar um...
Meira
MORGUNBLAÐIÐ er mest lesna dagblað landsins og var eitthvað lesið af um 80% landsmanna í könnunarviku Gallup í október, en meðallestur á hvert tölublað var 57,3%. Fréttablaðið var með 51,8% meðallestur og DV 31,5% meðallestur.
Meira
KRISTINN Gylfi Jónsson, stjórnarformaður Móa hf., segist reikna með að Móar og aðrir kjúklingaframleiðendur sem framleiða undir merkjum Móa framleiði um 180-200 tonn af kjúklingum í desembermánuði.
Meira
Námskeið um sviðsljós fjölmiðla hefst í dag, þriðjudaginn 19. nóvember. Hagnýt þjálfun í að koma vel fyrir í viðtölum, ná árangri í samskiptum við ólíka fjölmiðla og koma frétt á framfæri.
Meira
ALLS eru skráðir 2.068 nemendur í nám með fjarkennslusniði á háskólastigi, að því er fram kemur í skriflegu svari menntamálaráðherra, Tómasar Inga Olrich, við fyrirspurn Drífu Hjartardóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.
Meira
"EINHVERJIR voru sjóveikir og fólk var svekkt yfir því að komast ekki á leiðarenda. En þetta er bara svona. Þetta gerist í loftinu, á þjóðvegum og á sjónum.
Meira
UTANRÍKISRÁÐHERRAR Evrópusambandsins slógu því föstu í gær, að umsóknarríkin tíu sem nú er verið að ganga frá aðildarsamningum við, mundu geta fengið formlega aðild að sambandinu 1. maí 2004.
Meira
OLÍUFÉLÖGIN lækkuðu í gær verð á gasolíu um 3 kr. á lítrann og öðrum tegundum, bensíni, skipagasolíu og svartolíu, um 1 kr. lítrann. Þá lækkaði Skeljungur verð á díselolíu um 3 krónur lítrann.
Meira
MAGNÚS Stefánsson alþingismaður skipar fyrsta sætið á lista framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi en hann hlaut 231 atkvæði eða tæp 54% í annarri umferð en Kristinn H.
Meira
Pétur Blöndal alþingismaður, sem býður sig fram í 3. - 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um næstu helgi, heldur nú opna fræðslufundi um ýmis málefni. Fundirnir eru haldnir í Odda, Háskóla Íslands, og byrja allir kl. 20.30.
Meira
HJÁLMAR H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, segir það of snemmt fyrir forsvarsmenn skólans að svara því hvort lóð Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð í Reykjavík sé heppilegur kostur til að byggja framtíðarhúsnæði skólans á.
Meira
GUÐNI Boltonsson er heitið á nýju myndbandi sem gert hefur verið um Guðna Bergsson, fyrirliða enska knattspyrnuliðsins Bolton Wanderers. Myndbandið, sem er 80 mínútna langt, verður frumsýnt í hátíðarsal á Reebok-leikvanginum í Bolton í kvöld.
Meira
Krabbamein í ristli er þriðja algengasta krabbameinið á Íslandi og önnur algengasta dánarorsökin af völdum krabbameins. Nú stendur yfir átak til að efla forvarnir gegn sjúkdómum í meltingarfærum, m.a. með útgáfu fræðslubæklinga. Þá er að finna gagnlegar upplýsingar á vefslóðinni www.vitundarvakning.is.
Meira
KVIKMYNDAUNNENDUR í miðborg Reykjavíkur þurfa ekki að óttast að síðasta vígi þeirra, Regnboginn, falli því breytingar standa yfir á bíóinu, sem miðast að því að færa það í nútímalegra horf og þægilegra.
Meira
Rósa Eggertsdóttir sérfræðingur og Dagný Birnisdóttir kennari halda fyrirlestur á vegum kennaradeildar Háskólans á Akureyri í dag, þriðjudaginn 19. nóvember, kl. 16.15 í Þingvallastræti 23. Fyrirlesturinn nefnist Læsi til framtíðar.
Meira
MAGNÚS H. Sigurðsson, formaður stjórnar Mjólkursamsölunnar í Reykjavík, segir að það muni skýrast í viðræðum ríkisins og bænda, sem nú eru að hefjast, hvaða breytingar verða gerðar á skipulagi mjólkuriðnaðarins.
Meira
GIULIO Andreotti, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, var á sunnudag fundinn sekur af áfrýjunardómstóli á Ítalíu um að hafa látið myrða blaðamanninn Mino Pecorelli árið 1979.
Meira
TYRKNESKA sjónvarpið NTV sagði í gær að ísraelskur arabi, sem reyndi að ræna farþegaþotu á leiðinni frá Tel Aviv til Istanbúl, hefði ætlað að fljúga henni á byggingu í Tel Aviv og beita þannig sömu aðferð og flugræningjarnir sem frömdu hryðjuverkin í...
Meira
"SAMKEPPNI á matvörumarkaði" er yfirskrift hádegisverðarfundar sem Frjálshyggjufélagið stendur fyrir í Iðnó á morgun, miðvikudaginn 20. nóvember.
Meira
SKAMMTÍMAVISTUN fyrir fötluð börn og ungmenni sem rekin er í Holti í Borgarbyggð veitir nú aðeins þjónustu tvær helgar í mánuði. Þjónustan er á vegum Svæðisskrifstofu fatlaðra á Vesturlandi í samstarfi við Þroskahjálp.
Meira
Fjölmenni var á almennum borgarafundi Suðurnesjamanna um stöðu heilsugæslunnar. Skorað var á heimilislækna að draga uppsagnir sínar til baka og á báða deiluaðila að setjast að samningaborði.
Meira
SKIPSTJÓRI gríska olíuskipsins Prestige hefur verið hnepptur í varðhald á Spáni, sakaður um að óhlýðnast fyrirskipunum yfirvalda og skaða umhverfið. Skipið rekur nú stjórnlaust um 132 km undan vesturströnd Spánar og óttast er að það liðist í sundur.
Meira
UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur ekki athugavert að stjórnvöld hafi staðið að stofnun og starfrækslu Lánatryggingasjóðs kvenna með þeim hætti að karlmenn eigi ekki kost á fyrirgreiðslu af hálfu sjóðsins.
Meira
ÞÓRDÍS Gísladóttir hlaut námsstyrk Mjólkursamsölunnar sem veittur var á Málræktarþingi Íslenskrar málnefndar. Þórdís er að vinna að svokallaðri licentiat-ritgerð við norrænudeild Háskólans í Uppsölum en sérsvið hennar er tvítyngisfræði.
Meira
UM helgina voru 13 ökumenn grunaðir um ölvun við akstur í Reykjavík og 39 um of hraðan akstur. Þá voru tilkynnt til lögreglu um 37 umferðaróhöpp þar sem eignatjón varð. Tilkynnt var um innbrot í bifreið í Holtunum á föstudag.
Meira
Trúðurinn Skralli hefur opnað heimasíðu á slóðinni www.mmedia.is/skralli og er þar að finna margvíslegt efni. Trúðurinn Skralli stefnir nú óðfluga í að verða þrítugur, en lætur þó engan bilbug á sér finna. Á heimasíðunni er m.a.
Meira
Áætlað er að brunar af völdum rafmagns hafi verið 887 í fyrra og eignatjón vegna þeirra hafi numið 850 milljónum króna. Sex af hverjum tíu brunum af völdum rafmagns urðu í íbúðarhúsnæði.
Meira
TÆPLEGA tvítug stúlka var flutt á slysadeild eftir að hún varð fyrir bifreið á Kaupvangsstræti á Akureyri í gærmorgun. Meiðsl hennar voru ekki alvarleg.
Meira
BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hefur veitt Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins heimild til að beita Hrafnistu í Hafnarfirði dagsektum vegna ágalla á brunavörnum í byggingunni.
Meira
Í KJÖLFAR fjársvikamáls fasteignasala í Kópavogi sem upp komst á dögunum hyggst Íbúðalánasjóður bæta viðskiptavinum sínum tjón sem þeir hafa orðið fyrir þegar ljóst þykir að mistök hafa orðið af hálfu sjóðsins sem leitt geta til bótaskyldu.
Meira
"LIFIR hún eða lokar" var yfirskrift opins fundar um framtíð Sementsverksmiðjunnar á Akranesi sem Vinstri hreyfingin-grænt framboð boðaði til sl. miðvikudag um þá tvísýnu stöðu sem rekstur verksmiðjunnar er í um þessar mundir.
Meira
EFTIRLITIÐ AÐ HEFJAST Um þrjátíu vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna komu til Íraks í gær. Þeir náðu strax árangri á fundum með Írökum, að sögn Hans Blix, oddvita eftirlitsmanna.
Meira
ÞINGFUNDUR hefst kl. 13.30 í dag. Eftirfarandi mál eru á dagskrá. 1. Kosning aðalmanns í yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður í stað Jóns Steinars Gunnlaugssonar, til fyrsta þings eftir næstu almennar alþingiskosningar. 2. Vísinda- og tækniráð 336.
Meira
DEILDARFORSETI læknadeildar Háskóla Íslands segir fráleitt að fjöldatakmarkanir í heilbrigðisdeildum skólans séu tilkomnar vegna þess að heilbrigðisstéttir vilji takmarka nýliðun í viðkomandi greinum.
Meira
GÆSLUVARÐHALD yfir tæplega sextugum Þjóðverja sem handtekinn var á Keflavíkurflugvelli í lok október með 1½ kíló af kókaíni innanklæða hefur verið framlengt til 7. janúar nk.
Meira
HELGA Halldórsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Vesturlandskjördæmi, tók sæti á Alþingi í gær í fjarveru Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra.
Meira
LÖGREGLAN á Selfossi stöðvaði á laugardag bifreið sem ekið var of hratt vestan við Óseyrarbrú. Í dagbók lögreglunnar segir að fas ökumanns og farþega hafi vakið grunsemdir um að ekki væri allt með felldu.
Meira
Listaverkamarkaðurinn á Íslandi hefur nú verið í lægð um nokkurra ára skeið og má rekja upphafið til þess að fram komu upplýsingar um að fjöldi falsaðra málverka eftir íslenska málara hefði verið seldur grunlausum kaupendum.
Meira
Leikstjóri: Charlotte Sachs Bostrup. Handrit: Søren Frellesen. Kvikmyndataka: Jørgen Johansson. Aðalhlutverk: Robert Hansen, Sofie Lassen-Kahlke, Joachim Jessen og Peter Gantzler. 90 mín. DAN. 2001.
Meira
Á LAUGARDAGINN fór fram hnefaleikasýning í Laugardalshöllinni. Það voru Sextándinn og BAG, boxklúbbur Hnefaleikafélags Reykjaness sem stóðu að sýningunni.
Meira
Leikstjórn: Kevin Donovan. Handrit: Michael J. Wilson og Michael Leeson. Aðalhluterk: Jackie Chan, Jennifer Love Hewitt, Jason Isaacs. Lengd: 97 mín. Bandaríkin, 2002.
Meira
ÞAÐ kemur ekki á óvart að önnur myndin um galdrastrákinn Harry Potter og ævintýri hans hafi ratað beint í toppsæti bandaríska aðsóknarlistans. Myndin, sem nefnist Harry Potter og leyniklefinn og byggist á samnefndri sögu breska rithöfundarins J.K.
Meira
Til umfjöllunar er fjögurra diska viðhafnarútgáfa af fyrsta hluta Hringadróttinssögu sem inniheldur 4 diska, þ.á m. áður óbirta útgáfu af myndinni sem er 30 mínútum lengri en sú upphaflega.
Meira
Hún er jákvæð og björt og er komin heim til að færa Íslendingum Sól í hjarta. Halla Margrét Árnadóttir segir Bergþóru Jónsdóttur frá söngnum á Ítalíu, nýju plötunni sinni og tónleikum hennar og Napólísveitarinnar í Óperunni annað kvöld.
Meira
Margir telja Changing Lanes eina safaríkustu kvikmynd ársins. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við leikstjórann Roger Michell um siðferði, óþolandi Affleck og gerð "evrópskrar" myndar í Hollywood.
Meira
MÁLRÆKTARÞING Íslenskrar málnefndar var haldið í sjöunda sinn á laugardaginn, degi íslenskrar tungu, undir yfirskriftinni "Hver tekur við keflinu? Samhengið í íslenskri tungu". Þingið var tvískipt.
Meira
Snorrastofa stendur fyrir opnum fyrirlestri kl. 20.30 um ljóðagerð. Finnur Torfi Hjörleifsson heldur erindi með yfirskriftinni ,,Leikmannsþankar um ljóðagerð" og er það liður í röð Fyrirlestra í héraði.
Meira
MYNDIR sem birst hafa af Michael Jackson þar sem hann var í réttarsal í Santa Maria í Kalíforníu á dögunum hafa vakið miklar umræður um útlit hans, einkum um það hvort hann hafi látið gera of margar lýtaaðgerðir á nefinu.
Meira
Leikstjórn: Jonas Elmer. Handrit: Nikolaj Peyk. Kvikmyndataka: Morten Søborg. Aðalhlutverk: Sidse Babett Knudsen, Thomas Bo Larsen, Mads Mikkelsen og Jesper Asholt. DK. 95 mín. Nordisk Film 2001.
Meira
Rush - Vapor Trails Kanadíska rokksveitin Rush hefur verið að í meira en aldarfjórðung og hefur alla tíð haldið uppi góðum staðli þótt lágt hafi farið.
Meira
Góða ferð er fyrsta plata Bents og 7Berg. Lög eftir Tryggva, Nec, Palla Pth, DJ Gummo, Gulla og Sadjei. Textar eftir Bent og 7Berg en auk þess eiga Dóri DNA, Class B, Offbeat og Eyedea innslög.
Meira
HRÆRINGUR var eitt sinn uppáhaldsmatur þjóðarinnar. Uppskrift: hafragraugur settur í skál og vænum slatta af óhrærðu skyri, - súru ef vill, hrært saman við. Þjóðlegt, ekki satt!
Meira
UPPSELT er orðið í stúku á hljómleika bresku hljómsveitanna Coldplay og Ash sem haldnir verða í Laugardalshöllinni 19. desember næstkomandi. Miðasala hófst í gær klukkan 10.
Meira
Davíð Oddsson hefur rétt fyrir sér Í Morgunblaðinu hinn 16. nóvember gagnrýndi Sigurður Einarsson Davíð Oddsson af því að hann talaði um "ríki í fyrrum Austur-Evrópu".
Meira
ÉG sá í DV 14. nóvember sl. mynd á forsíðu þar sem fólk sást standa í biðröðum fyrir framan Mæðrastyrksnefnd. Þá kom fram í fréttinni að mörgum leið ákaflega illa og sumir voru jafnvel í sjálfsmorðshugleiðingum.
Meira
EVRÓPUBANDALAGIÐ, það er ofarlega í huga mér, mér finnst að það megi ekki bíða eftir því að fiskistofnarnir hrynji og við höfum ekkert að semja um við Efnahagsbandalagið annað en auðn en hvað er Ísland annað en auðn hér í norðri?
Meira
JÁ, það er sárt að vera rassskelltur, sérstaklega af þrjátíu og fimm ára unglingi að "sunnan". En þú ert ódæll svo ég verð víst að taka þig á hné mér, aftur. Við skulum taka bréfið þitt sem þú kallar væntanlega svarbréf lið fyrir lið.
Meira
Annes Svavar Þorláksson fæddist í Veiðileysu í Strandasýslu 19. september 1917. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 5. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorlákur Guðbrandsson bóndi, f. 16.4. 1893, d. 15.2.
MeiraKaupa minningabók
Björn Húni Ólafsson fæddist 1. febrúar 2001. Hann lést á barnadeild Landspítalans 8. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Hulda Lind Eyjólfsdóttir, f. 10.9. 1974, og Ólafur Sigmundsson, f. 20.11. 1972. Systkini hans eru Eyjólfur Karl Gunnarsson, f. 16.6. 1993, og Kristjana Lind Ólafsdóttir, f. 24.5. 2002. Björn Húni verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11.
MeiraKaupa minningabók
Guðfinna Gísladóttir fæddist í Hafnarfirði 23. ágúst 1914. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi 29. október síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 8. nóvember.
MeiraKaupa minningabók
Guðrún Margrét Árnadóttir fæddist á Hæli í Gnúpverjahreppi 10. júlí 1909. Hún lést á dvalarheimilinu Seljahlíð hinn 7. nóvember síðastliðinn. Móðir hennar var Guðbjörg Árnadóttir, f. 26.3. 1880, d. 18.11. 1962.
MeiraKaupa minningabók
Ragnheiður Esther Einarsdóttir fæddist á Kárastíg 8 í Reykjavík 31. október 1916. Hún lést á líknardeild Landspítalans á Landakoti 5. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Selfosskirkju 10. nóvember.
MeiraKaupa minningabók
Sigurjón Parmesson var fæddur í Garði í Kelduhverfi 28. júní 1929. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 10. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Parmes Sigurjónsson, f. 8. maí 1887, og kona hans Helga Karlsdóttir, f. 11. maí. 1891.
MeiraKaupa minningabók
SJÓMANNASAMBAND Íslands ítrekar fyrri afstöðu gegn auðlindagjaldi á sjávarútveginn og krefst þess að ákvæði þar um í lögunum um stjórn fiskveiða verði afnumið áður en það kemur til framkvæmda. Þetta kemur fram í ályktun 23.
Meira
BAUGUR-ID hefur fest kaup á 3.300.000 hlutum í House of Fraser PLC, til viðbótar við þá 13.925.000 hluti sem félagið átti fyrir. Samtals er eignarhlutur Baugs í House of Fraser nú 7,45%, að því er kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Meira
MATSFYRIRTÆKIÐ Standard & Poor's hefur breytt horfum á lánshæfi Íslands úr neikvæðum í stöðugar. Um leið staðfesti fyrirtækið lánshæfiseinkunnir Íslands, bæði einkunnina AA+/A-1+ fyrir lán í íslenskum krónum og A+/A-1+ fyrir lán í erlendri mynt.
Meira
FYRSTU tíu mánuði ársins drógu Flugleiðir heildarframboð á flugsætum saman um 15,9%. Í heild fækkaði farþegum í millilandaflugi Flugleiða úr 1.216 milljónum í fyrra í 1.
Meira
Í frétt sem birtist á viðskiptasíðu á laugardag kom fram að sala Össurar hefði aukist um 56% á 4 árum og og hagnaðurinn um 76%. Hið rétta er að hér var um að ræða meðaltal á hverju ári.
Meira
MIKILL meirihluti hluthafa sænska bankans JP Nordiska hefur samþykkt kauptilboð Kaupþings, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Talning á svörum hluthafa stóð yfir í gærkvöldi, en vonast var til þess að endanlegar niðurstöður yrðu ljósar fyrir hádegi í...
Meira
NÝTT skipurit var samþykkt á stjórnarfundi Eddu - miðlunar og útgáfu hf. sem haldinn var í síðustu viku. Páll Bragi Kristjónsson var ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækisins og Halldór Guðmundsson, sem áður var forstjóri, var ráðinn útgefandi.
Meira
MÓÐURFÉLAG Skýrr tapaði 31 milljón króna á fyrstu níu mánuðum ársins, samanborið við 151 milljónar króna tap á sama tímabili 2001. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld nam hins vegar 230 milljónum króna, en var 161 milljón á sama tíma í fyrra.
Meira
TAP Íslandssíma fyrstu níu mánuði ársins nam 376 milljónum króna samanborið við 777 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Tap félagsins á þriðja ársfjórðungi 2002 nam 242 milljónum króna.
Meira
JÓN Björnsson framkvæmdastjóri Baugs Íslands segir ekkert koma sér á óvart í samanburði milli norrænna matvöruverslana. "Almennt séð erum við ódýrari en Noregur og dýrari en Danmörk. Munurinn felst mikið í mjólkurvörum og kjöti.
Meira
KARFA með 44 matvörutegundum er 21% dýrari í stórmarkaði í Reykjavík en í Kaupmannahöfn, samkvæmt verðkönnun Baugs Íslands. Samskonar karfa er 16% dýrari í lágvöruverðsverslun í Reykjavík en í Kaupmannahöfn. Miðað er við verð án virðisaukaskatts.
Meira
75 ÁRA afmæli . Í dag, þriðjudaginn 19. nóvember, er 75 ára Trausti Thorberg Óskarsson. Eiginkona hans er Dóra Sigfúsdóttir . Þau eru að heiman í...
Meira
85 ÁRA afmæli . Í dag, þriðjudaginn 19. nóvember, er 85 ára Emilía B. Helgadóttir, til heimilis í Seljahlíð, Hjallaseli 55, áður Hólmgarði 27,...
Meira
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10-14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Byrjað á kaffisopa og kl. 10.30 er boðið upp á skemmtigöngu um Laugardalinn eða upplestur úr góðum bókum fyrir þá sem ekki treysta sér í gönguna.
Meira
Nýliðabrids á fimmtudögum Fimmtudaginn 14. nóv. mættu 9 pör til leiks. Úrslit urðu þessi: Jón Jóhannsson-Sigurbjörn Haralds 83 Guðni Harðarson-Hrafnhildur Konráðsd.
Meira
Íslandsmót í parasveitakeppni Íslandsmót í parasveitakeppni verður haldið helgina 23.-24. nóvember í Síðumúla 37. Fyrirkomulag verður með sama sniði og undanfarin ár.
Meira
Félag eldri borgara í Hafnarfirði Eldri borgarar í Hafnarfirði spila brids-tvímenning í Hraunseli, Flatahrauni 3, tvisvar í viku, þ.e. á þriðjudögum og föstudögum. Mæting kl. 13:30. Spilað var 12. nóv.
Meira
LÍKINDAFRÆÐIN koma við sögu í spili dagsins. Sagnhafi er með ÁKG10xx í trompi á móti 9x og má engan slag gefa á litinn. Spurningin er: hvernig á að spila trompinu? Suður gefur; allir á hættu.
Meira
Í dag er þriðjudagur 19. nóvember, 323. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Hví sér þú flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu?
Meira
Á MORGUN, miðvikudaginn 20. nóvember, kl. 16 verður opið hús í Neskirkju. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Gunnar Hersveinn, heimspekingur og blaðamaður, kemur kl. 17 og flytur hugleiðingu um hamingjuna.
Meira
Mikil umræða hefur átt sér stað á síðum dagblaða í New York undanfarnar vikur vegna áforma hins nýja borgarstjóra, Michaels R. Bloombergs, um að banna reykingar á veitingahúsum borgarinnar.
Meira
ARNAR Hrafn Jóhannsson, fyrrverandi leikmaður Víkings og Vals, var valinn maður úrslitaleiksins þegar lið George Washington-háskóla varð meistari austurstrandarinnar í bandarísku háskólaknattspyrnunni á sunnudaginn.
Meira
ARNAR Gunnlaugsson lagði upp sigurmark Dundee United þegar lið hans sigraði Motherwell, 2:1, á útivelli í fallslag í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn.
Meira
ÓLAFUR Stefánsson var atkvæðamestur hjá Magdeburg með 8 mörk þegar lið hans vann Wisla Plock frá Póllandi, 40:32, í meistaradeild Evrópu í handknattleik á laugardaginn.
Meira
Bochum, lið Þórðar Guðjónssonar, missti af möguleikanum á að komast upp í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Schalke, 2:0, á sunnudagskvöldið.
Meira
BOLTON, lið Guðna Bergssonar, komst af botni ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn með fræknum útisigri á Leeds, 4:2. Guðni lék ekki með frekar en í undanförnum leikjum vegna meiðsla.
Meira
ÞÓTT skammt sé nú liðið af deildarkeppninni í NBA-deildinni, er ljóst að sum liðin hafa ekki enn tekið við sér á meðan önnur hafa komið mun betur undirbúin. Slök frammistaða meistaranna Los Angeles Lakers vekur eflaust furðu flestra áhangenda NBA-boltans og fyrir aðdáendur liðsins á klakanum ættu þeir að hafa nokkrar áhyggjur.
Meira
EFTIR mikinn darraðardans á lokamínútunum í leik FH og Vals í Kaplakrika varð niðurstaðan jafntefli, 24:24. Valsmenn gengu súrir af velli enda lengst af með undirtökin í leiknum en FH-ingar gátu brosað út í annað - þeim tókst með seiglu að taka stig af toppliðinu og áttu reyndar möguleika á að "stela" sigrinum.
Meira
ÞAÐ var margt jákvætt hjá íslensku keppendunum á mótinu og gott fyrir alla að fá sterka andstæðinga til þess að glíma við," sagði Broddi Kristjánsson landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins í badminton á sunnudag eftir að alþjóðlega mótinu Icelandic International lauk á sunnudag í TBR-húsinu. "Reyndar skyggði það aðeins á keppnina að nokkrir keppendur fengu flensu og gátu ekki lokið við suma af úrslitaleikjum mótsins en annað var í stakasta lagi," bætti Broddi við.
Meira
LYFJAPRÓF á leikmönnum í ensku knattspyrnunni hafa lengi verið talin jafn algeng og snjókoma í Afríku og í grein sem birtist á fréttavef BBC á dögunum er því haldið fram að lyfjaeftirlitið sé í molum hjá enskum félagsliðum og að leikmenn hafi margar...
Meira
England Úrvalsdeild: Arsenal - Tottenham 3:0 Thierry Henry 13., Fredrik Ljungberg 55., Sylvain Wiltord 71. Rautt spjald : Simon Davies (Tottenham) 27. - 38.152. Chelsea - Middlesbrough 1:0 Celestine Babayaro 47. - 39.064.
Meira
ENSKU meistararnir Arsenal eru komnir aftur í forystuhlutverkið í úrvalsdeildinni. Þeir unnu afar sannfærandi sigur í grannaslagnum við Tottenham á laugardaginn, 3:0, og eru nú stigi á undan Liverpool sem gerði aðeins markalaust jafntefli á heimavelli við Sunderland á sunnudaginn. Sjö stiga forskotið sem Liverpool náði á dögunum er því farið fyrir lítið og svo virðist sem leikmenn Arsenal séu komnir á siglingu á ný eftir erfiðan kafla þar sem þeir töpuðu fjórum leikjum í röð.
Meira
ÞRÁTT fyrir að Arnar Grétarsson skoraði gott mark fyrir Lokeren gegn Mons-Bergen í belgísku bikarkeppninni í knattspyrnu á laugardaginn tapaði Íslendingaliðið, 2:1, og er fallið úr keppni. Arnar skoraði markið á 77.
Meira
Leikur liðsins var lélegur í alla staði. Vörnin var slök og sóknarleikurinn alltof hægur og lítið ógnandi. Ferðalagið til Íslands sat greinlega í leikmönnum mínum.
Meira
GRÓTTU/KR-INGUM hefur heldur betur tekist vel upp í frumraun sinni í Evrópukeppni í handknattleik. Þeir hafa leikið fjóra leiki í Áskorendabikarnum, gegn liðum frá Úkraínu og Portúgal, og unnið þá alla, og eru komnir í 16 liða úrslitin. Í dag kemur í ljós hverjir mótherjarnir verða þar. Grótta/KR fylgdi eftir sigri sínum gegn Francisco de Holanda í Guimares í Portúgal á föstudagskvöldið, 24:21, með því að vinna Portúgalana aftur á þeirra eigin heimavelli á sunnudaginn, 22:19.
Meira
Franska kvennalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér um helgina sæti í úrslitakeppni HM sem fram fer í Kína í september á næsta ári. Frakkar báru sigurorð af Englendingum, 1:0, í síðari viðureign þjóðanna sem fram fór í St. Etienne að viðstöddum 24.
Meira
BIKARMEISTARAR Hauka tryggðu sér á afar sannfærandi hátt sæti í 16 liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik með því að sigra ítalska liðið Conversano, 26:18, í síðari leik liðanna á Ásvöllum og samanlagt, 53:45. Haukar höfðu undirtökin á flestum sviðum íþróttarinnar og hið fjölþjóðlega lið frá Ítalíu átti engin svör við leik Hafnarfjarðarliðsins sem lék líklega einn sinn besta leik á tímabilinu.
Meira
ÞAÐ munaði nánast engu að Stjarnan úr Garðabæ yrði fyrsta liðið á leiktíðinni í Esso-deild karla sem tapaði gegn Selfoss sem hafði fyrir leikinn í Ásgarði á sunnudag tapað tíu leikjum í röð með að jafnaði 8 marka mun. En leikmenn Selfoss voru langt frá því með hökuna niður við bringubeinið þrátt fyrir slæmt gengi í vetur og sýndu ágæta tilburði gegn Stjörnunni, en aðeins eitt mark skildi liðin að í lok leiksins sem endaði 30:29.
Meira
HANNA G. Stefánsdóttir reyndist Valsstúlkum óþægur ljár í þúfu á Ásvöllum á sunnudaginn þegar hún skoraði 11 mörk í 29:24 sigri Hauka á Val en fimm af mörkunum skoraði hún úrhraðaupphlaupi. Hinu Hafnarfjarðarliðinu, FH, gekk ekki eins vel og tapaði 35:23 fyrir Víkingum. Í Árbænum hélt sigurganga Eyjastúlkna áfram með 35:20 sigri á Fylki/ÍR og Grótta/KR sigraði Fram 21:19 í Safamýrinni en í Garðabænum vann Stjarnan nauman sigur á KA/Þór, 19:18.
Meira
* HE LGI Kolviðsson lék síðustu 20 mínúturnar með Kärnten sem tapaði, 2:1, fyrir Sturm Graz í austurrísku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Tíu félagar Helga fengu að líta gula spjaldið í leiknum.
Meira
Iceland International Alþjóðlegt mót í TBR-húsinu 15.-17. nóvember 2002. Einliðaleikur karla: 8-manna úrslit: Tómas Viborg - P.Yang (Guat) 2:1 Bobby Milroy (Kan) - Bo Rafn (Dan) 2:0 J.Frohlich (Té) - M.
Meira
* INGÓLFUR Snorrason , landsliðsmaður í karate, meiddist á ökkla á bikarmóti á laugardaginn. Við myndatöku kom í ljós að ökklinn er ekki brotinn en ekki er ljóst hve mikið liðbönd hafa skaddast.
Meira
ALLIR íslensku landsliðsmennirnir í knattspyrnu eru komnir heilu og höldnu til Tallinn í Eistlandi, þar sem leikið verður vináttulandsleikur gegn Eistlendingum á morgun.
Meira
UNDIRRITAÐUR ásamt fjölda áhorfenda mætti í íþróttahúsið í Grindavík í gærkvöldi til að horfa á skemmtilegan og spennandi leik milli körfuknattleiksliðs heimamanna og KR-inga. Reyndin varð önnur því KR-ingar rúlluðu heimamönnum upp og sigruðu örugglega með 82 stigum gegn 71 stigi heimamanna.
Meira
Leikmenn Hauka og Gróttu/KR tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum í Evrópukeppni bikarhafa og Áskorendakeppni Evrópu um helgina en dregið verður í næstu umferð í dag. Hér skorar Aron Kristjánsson gegn Guðmundi Hrafnkelssyni og samherjum í...
Meira
RÚNAR Sigtryggsson og félagar hans í spænska liðinu Ciudad Real áttu ekki í miklum vandræðum með að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitum í Evrópukeppni bikarhafa.
Meira
Þórsarar unnu enn einn sigurinn í Esso-deildinni á laugardaginn er þeir mættu Víkingum norðan heiða. Leikurinn var fremur ójafn og lauk honum 41:29. Sigurinn fleytti Þórsurum upp í þriðja sætið en þar sitja þeir ásamt grönnum sínum í KA.
Meira
HAUKAR mega búast við því að fá eitthvert af sterkustu liðum Evrópu sem mótherja í 16 liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa í þegar dregið verður til þeirra í dag.
Meira
Birkir Kristinsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, er einn leikreyndasti knattspyrnumaður Íslands. Hann hefur verið í leikmannahópi Íslands í sextán ár og tekið þátt í 93 landsleikjum af þeim 313 sem Ísland hefur leikið. Sigmundur Ó. Steinarsson ræddi við Birki á Grand Hotel í Tallinn í gærkvöldi og komst að því að draumur Birkis er að taka þátt í Evrópukeppni landsliða í Portúgal næsta sumar og hann telur að þrátt fyrir tapið fyrir Skotum í Reykjavík sé miði möguleiki.
Meira
SJÖUNDI ósigur Stoke City í röð í ensku 1. deildinni leit dagsins ljós á laugardaginn þegar Íslendingafélagið tapaði, 3:0, fyrir toppliðinu, Portsmouth, á útivelli.
Meira
"RÉTTSTÖÐULYFTAN varð mér dýrkeypt að þessu sinni en það þýðir ekkert að vera að væla og ég tek fjórða sætinu með jafnaðargeði," sagði Auðunn Jónsson kraftlyftingamaður skömmu eftir að hann varð fjórði á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Trencin í Slóvakíu á sunnudag.
Meira
CLAUDIO Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að þrátt fyrir góða stöðu liðsins í ensku úrvalsdeildinni sé engin ástæða til að fjölyrða um möguleika þess á að blanda sér í baráttuna um enska meistaratitilinn.
Meira
Guðmundur Hrafnkelsson landsliðsmarkvörður var ekki í öfundsverðu hlutverki. Hann stóð fyrir aftan slaka vörn sinna manna og þrátt fyrir ágæta frammistöðu kaus þjálfarinn að kippa honum útaf í byrjun síðari hálfleiksins.
Meira
* SUNDERLAND gekk um helgina frá tveggja mánaða lánssamningi við Mart Poom , eistneska landsliðsmarkvörðinn hjá Derby County , og hefur kauprétt á honum að þeim tíma loknum.
Meira
ÞEGAR íslenski landsliðshópurinn í knattspyrnu kom til Tallinn í Eistlandi í gærkvöldi, biðu fréttamenn eftir landsliðshópnum og um leið og Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari gekk út úr flughöfninni hópuðust fréttamenn, ljósmyndarar og sjónvarpsmyndatökumenn að Atla til að fá viðtal við hann.
Meira
VERNHARÐ Þorleifsson sigraði í -100 kg flokki á opna sænska meistaramótinu í júdó sem lauk í Malmö á sunnudaginn. Vernharð mætti Svíanum Ola Bisjö í úrslitaviðureign í flokknum og lagði hann að velli. Gunnar B.
Meira
EIGANDI norska úrvalsdeildarliðsins Lyn, Atle Brynestad, sem vart veit aura sinna tal, átti fund í vor með forráðamönnum grannaliðsins Vålerenga í Ósló og viðraði þar hugmynd sína um að liðin myndu renna saman í eitt stórt félag. Helgi Sigurðsson og Jóhann B. Guðmundsson leika með Lyn. Brynestad færði rök fyrir máli sínu með því að segja að ekki væri hægt að reka tvö lið í Ósló með tapi ár eftir ár, slík félög ættu ekki bjarta framtíð.
Meira
"Ég get ekki annað en verið rosalega ánægður. Strákarnir unnu mjög vel úr öllu sem við lögðum upp fyrir leikinn. Vörnin var mjög sterk og þrátt fyrir að Conversano sé vel mannað lið þá áttu þeir aldrei möguleika á móti okkur.
Meira
GRÓTTA/KR á mesta möguleika á að mæta liði frá Norðurlöndum í 16 liða úrslitum Áskorendabikarsins í handknattleik. Þegar dregið verður til þeirra í dag verða fjögur lið þaðan í pottinum, þrjú þeirra dönsk.
Meira
Ástandsskoðun eykur öryggi og trúnað milli kaupanda og seljanda, segir Pétur Jónsson rekstrarhagfræðingur. Með þessu móti má draga úr hættu á ófyrirséðum göllum og deilum milli kaupanda og seljanda.
Meira
Kópavogur - Fasteignasalan Húsin í bænum er nú með í sölu raðhús á Gnitaheiði 10 í Kópavogi. Þetta er steinhús, byggt 1998, og 149 ferm. að stærð en sérstæður bílskúr fylgir, sem er 24,8 ferm.
Meira
Með greiðsludreifingu á gatnagerðargjöldum fyrir fyrirtæki sem byggja upp íbúðarhúsnæði til endursölu og fyrirtæki sem byggja á iðnaðarsvæðinu er Borgarbyggð orðin eftirsóknarverður möguleiki fyrir mörg fyrirtæki. Magnús Sigurðsson kynnti sér uppbygginguna í Borgarbyggð.
Meira
Með greiðsludreifingu á gatnagerðargjöldum fyrir fyrirtæki sem byggja upp íbúðarhúsnæði til endursölu og fyrirtæki sem byggja á iðnaðarsvæðinu er Borgarbyggð orðin eftirsóknarverður möguleiki fyrir mörg fyrirtæki. Magnús Sigurðsson kynnti sér uppbygginguna í Borgarbyggð.
Meira
Reykjavík - Hjá fasteignasölunni 101 Reykjavík er nú í sölu húseignin Grundarstígur 9 í Reykjavík. Þetta er stein- og timburhús, byggt 1898, og er það alls 173 ferm.. "Þetta er mjög fallegt og mikið endurnýjað hús á besta stað í Þingholtunum.
Meira
Grænlenska menningarhúsið er stór bygging á þremur hæðum auk kjallara. Í því er m.a. stór salur, lítill salur og veitingaaðstaða. Húsið var vígt árið 1997 og er í Nuuk.
Meira
Þarna var byggt lítið hús í upphafi en síðan stækkað og gegnir nú miklu hlutverki. Freyja Jónsdóttir fjallar hér um þekkt hús í hjarta Keflavíkur.
Meira
Kópavogur - Fasteignasalan Hóll er nú með í einkasölu einbýlishús að Hátröð 5 í Kópavogi. Þetta er holsteinshús, byggt 1957 og er það 228,1 ferm. "Um er að ræða einbýlishús í grónu hverfi í Kópavogi," sagði Árni F. Jóhannesson hjá Hóli.
Meira
Kópavogur - Hjá fasteignasölunni Kjöreign er nú til sölu verzlunarhúsnæði á götuhæð hússins Hlíðasmára 19 í Kópavogi. Húsið er nýlegt steinsteypt hús, byggt 1999. Stærð húsnæðisins er 360,4 ferm. og með hlutdeild í sameign er það um 400 ferm.
Meira
Reykjavík - Hjá Hraunhamri er nú í einkasölu einbýlishús í Kaldaseli 17. Þetta er steinhús, byggt 1983 og er það 282,2 ferm. Auk þess er bílskúr sem er 48,2 ferm.
Meira
FLESTIR vita að Reykjavík er ekki fyrsta höfuðborg Íslands, um aldir var Kaupmannahöfn aðsetur æðstu yfirstjórnar og þjóðhöfðingja, danska konungsins.
Meira
Landsbankahúsið stóra á Selfossi var tekið í notkun í ágúst 1953. Það teiknaði Guðjón Samúelsson. "Faðir minn, Kristinn Vigfússon, byggði þetta hús," sagði Guðmundur Kristinsson bankagjaldkeri í samtali við Morgunblaðið.
Meira
ÞEGAR búið er í borgum eða bæjum er alls konar útilýsing óhjákvæmileg til að auka öryggi íbúa, segir Guðjón L. Sigurðsson rafmagnsiðnfræðingur hér í blaðinu í dag í grein, þar sem hann fjallar um útilýsingu.
Meira
NÝ fasteignasala, RE/MAX Suðurlandsbraut, hóf göngu sína í síðustu viku. Eigandi er Hrafnhildur Bridde, löggiltur fasteignasali, en sölufulltrúar eru tíu, bæði karlar og konur. Fasteignasalan hefur aðsetur á jarðhæð á Suðurlandsbraut 12.
Meira
Reykjavík - Fasteignasalan Miðborg er nú með í sölu efri sérhæð í tvíbýlishúsinu Smáragötu 14. Þetta er steinhús, byggt 1932, og er íbúðin 134,7 ferm. Henni fylgir bílskúr sem er 24,3 ferm.
Meira
ÞAÐ kennir venjulega margra grasa þegar farið að að rýna í eldhússkápa heimilisins. Takið t.d. eftir hinum notalegu hilluböndum. Postulín þykir glæsilegt á borði. Hér má sjá gamalt danskt postulín sem er til sýnis í Árbæjarsafni.
Meira
Í kjölfar fjársvikamáls fasteignasala í Kópavogi sem upp komst á dögunum hyggst Íbúðalánasjóður bæta viðskiptavinum sínum tjón sem þeir hafa orðið fyrir þegar ljóst þykir að mistök hafi orðið af hálfu sjóðsins sem leitt geti til bótaskyldu.
Meira
VIÐ komandi kosningar til Alþingis er eðlilegt að einhver endurnýjun verði á þingliði Sjálfstæðisflokksins. En það er ekki sama hverjir veljast þar til starfa.
Meira
ÉG STYÐ Björn Bjarnason til áframhaldandi setu á Alþingi, því hann er heilsteyptur stjórnmálamaður, sem kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Hann er fylginn sér og hefur skýra sýn á stefnumið sjálfstæðismanna.
Meira
ÉG held að það segi ýmislegt um pólitískan sannfæringarkraft Guðlaugs Þórs að fyrir um sjö árum, þá verandi frekar vinstrisinnaður unglingur, tók ég viðtal fyrir Skólablað MR við alla þáverandi formenn ungliðahreyfinga stjórnmálaflokka.
Meira
UNDIRRITAÐUR hvetur alla sjálfstæðismenn til þess að setja Ástu Möller í eitt af efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík næstkomandi föstudag og laugardag.
Meira
RANNSÓKNIR og þróun eru aflvaki nýsköpunar í nútímaatvinnulífi. Menntun skiptir þar meginmáli. Þjálfun vísindamanna sem skila þekkingu sinni beint og óbeint til þjóðfélagsins er langtímaverkefni allra skólastiga sem ekki mælist á fáeinum kjörtímabilum.
Meira
SJÁLFSTÆÐISMÖNNUM í Reykjavík er mikill fengur að því að Guðlaugur Þór Þórðarson hafi ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri flokksins hér í Reykjavík. Guðlaugur hefur sýnt svo ekki verður um villst að þar er um framtíðarleiðtoga innan flokksins að ræða.
Meira
NÚ NÁLGAST prófkjörsdagur okkar reykvískra sjálfstæðismanna. Áríðandi er að vel takist til með val frambjóðenda á lista okkar við alþingiskosningarnar á vori komanda. Við getum verið stolt af þeim frambjóðendum sem gefið hafa kost á sér í prófkjörið.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.