Greinar miðvikudaginn 20. nóvember 2002

Forsíða

20. nóvember 2002 | Forsíða | 115 orð | 1 mynd

Fagnar skilningi á vanda öryrkja

GARÐAR Sverrisson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segist ánægður með samkomulag um hækkanir á greiðslum almannatrygginga sem muni gagnast öryrkjum talsvert betur en öldruðum, einkum þeim sem ekkert hafa nema bætur almannatrygginga. Meira
20. nóvember 2002 | Forsíða | 47 orð | 1 mynd

Friðarsinni sigurvegari

AMRAM Mitzna, borgarstjóri Haifa, sigraði í leiðtogakjöri Verkamannaflokksins í Ísrael í gær. Mitzna er hlynntur því að Ísraelar hefji friðarviðræður við Palestínumenn án skilyrða. Meira
20. nóvember 2002 | Forsíða | 63 orð | 1 mynd

Hætta talin á miklu umhverfisslysi

AÐ MINNSTA kosti 6.000 tonn af olíu fóru í hafið undan norðvesturströnd Spánar í gær þegar olíuskipið Prestige sökk þar eftir að hafa liðast í sundur. Nær 70. Meira
20. nóvember 2002 | Forsíða | 219 orð

Segir Flugleiðir ávallt vera viðbúnar meiri samkeppni

HAGNAÐUR Flugleiða á fyrstu níu mánuðum ársins nam 3,3 milljörðum króna eftir skatta. Það er 2,9 milljörðum króna betri afkoma en á sama tímabili í fyrra, þegar hagnaðurinn nam 385 milljónum króna. Meira
20. nóvember 2002 | Forsíða | 351 orð

Tekjur ellilífeyrisþega hækka um 8-14 þúsund

FULLTRÚAR ríkisins og Landssamband eldri borgara undirrituðu í gær samkomulag sem felur í sér hækkanir á almannatryggingum og breytingar á skipulagi öldrunarþjónustu. Þessar breytingar koma til framkvæmda á næstu tveimur til þremur árum. Meira

Fréttir

20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 159 orð

25 milljarða gengistap ríkissjóðs að nokkru leyti gengið til baka

GENGISTAP ríkissjóðs á síðasta ári nam um 25 milljörðum króna á síðasta ári, að því er fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar um ríkisreikning 2001. Meira
20. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 534 orð | 2 myndir

70.000 tonn af olíu sukku með skipinu

GRÍSKA olíuskipið Prestige sökk í gær í hafið um 250 km undan norðvesturströnd Spánar, en fyrr um daginn hafði skipið liðast í sundur. Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 22 orð

Afhenti trúnaðarbréf

KJARTAN Jóhannsson sendiherra afhenti 13. nóvember sl, Hans-Adam II prins af Liechtenstein, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Liechtenstein með aðsetur í... Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 208 orð | 1 mynd

ARINBJÖRN KOLBEINSSON

ARINBJÖRN Kolbeinsson læknir er látinn í Reykjavík 87 ára að aldri. Arinbjörn fæddist hinn 29. apríl árið 1915 á Úlfljótsvatni í Grafningshreppi. Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 288 orð | 1 mynd

Áfangi hefur náðst sem hægt er að sætta sig við

BENEDIKT Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara, segist telja að sá áfangi sem tekist hafi samkomulag um sé verulegur í að brúa það bil sem rætt hafi verið um í tengslum við kjör aldraðra samanborið við almenna launaþróun í landinu. Meira
20. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Áfrýjun Boves hafnað

JOSE Bove, leiðtogi stéttarfélags bænda í Frakklandi, var í gær dæmdur í fangelsi eftir að hæstiréttur landsins hafnaði áfrýjun hans á úrskurði undirréttar er dæmt hafði hann í alls 14 mánaða fangelsi fyrir að eyðileggja uppskeru á erfðafræðilega... Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 792 orð | 1 mynd

Áherslan er á aukin afköst

Heimir Þór Sverrisson er fæddur í Reykjavík 1. júlí 1957. Lauk prófi í rafmagnsverkfræði frá HÍ 1981 og meistaranámi frá Danmarks Tekniske Højskole 1984. Meira
20. nóvember 2002 | Suðurnes | 161 orð

Áhugamaður um skák og flugmódel

PÁLL Árnason, formaður Tómstundabandalags Reykjanesbæjar, er mikill áhugamaður um skák og flugmódel og hefur lengi starfað að félagsmálum skákmanna. Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 175 orð

Átaksverkefni vegna atvinnuleysis í Eyjum

STEFNT er að sérstöku atvinnuskapandi átaksverkefni til að leysa bráðavanda vegna atvinnuleysis í Vestmannaeyjum og ákveðið hefur verið að setja á stofn stýrihóp til að vinna frekar að málinu. Meira
20. nóvember 2002 | Landsbyggðin | 109 orð | 1 mynd

Beðið eftir græna kallinum

Á DÖGUNUM voru sett upp gangbrautarljós við Innnesveg á Akranesi og er markmiðið að auka öryggi nemenda úr Grundaskóla sem fara yfir götuna margoft á hverjum degi á leið sinni í sund eða íþróttir. Meira
20. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd

Beðið eftir svörum Kýpur-Tyrkja

STJÓRN hins gríska hluta Kýpur samþykkti á mánudag að viðræður við fulltrúa Kýpur-Tyrkja um endursameiningu eyjarinnar yrðu byggðar á málamiðlunaráætlun Sameinuðu þjóðanna, sem Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, lagði fram hinn 11. nóvember. Meira
20. nóvember 2002 | Akureyri og nágrenni | 145 orð

Betra en víða annars staðar

ATVINNUÁSTAND á Eyjafjarðarsvæðinu er betra en víða annars staðar á landinu að því er fram kemur í grein á vefsíðu Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 227 orð | 1 mynd

Bjartsýni eftir fund í læknadeilu

JÁKVÆTT andrúmsloft var á fundi stjórnar heilsugæslulækna og heilbrigðisráðherra í gær að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra og Þóris Björns Kolbeinssonar, formanns Félags íslenskra heimilislækna. Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Björk flytur til New York

BJÖRK Guðmundsdóttir var stödd hér á landi í mánuðinum ásamt dóttur sinni nýfæddri, Ísadóru. Þær mæðgur fara af landi brott í dag til New York í Bandaríkjunum, en þangað hefur Björk flutt búferlum. Meira
20. nóvember 2002 | Suðurnes | 379 orð | 1 mynd

Bláa lónið og Þróttur fá viðurkenningu

BAÐSTAÐURINN Bláa lónið og fiskverkunin Þróttur fá þessa árs viðurkenningu umhverfisnefndar Grindavíkur fyrir snyrtilegt umhverfi. Tilkynnt var um valið við athöfn í gær og verðlaun afhent. Þróttur rekur fiskverkun á Ægisgötu 9-13. Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Bókasafni voru færðar kennslubækur

BÓKASAFN Þórshafnarhrepps fékk á dögunum myndarlega bókagjöf frá Verkalýðsfélagi Þórshafnar en bækurnar eiga eflaust eftir að nýtast safngestum vel. Meira
20. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 362 orð | 2 myndir

Bush hvetur til þolinmæði

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti gerir lítið úr þeirri staðreynd að hryðjuverkamaðurinn Osama bin Laden sé að öllum líkindum á lífi, og leggur Bush meiri áherslu á þá hættu sem stafi af samtökum hans. Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 25 orð | 1 mynd

Dagskrá Alþingis

ÞINGFUNDUR hefst kl. 13.30 í dag. Að loknum atkvæðagreiðslum fara fram undirbúnar fyrirspurnir til ráðherra. Meðal annars verður spurt um framkvæmd þjóðlendulaganna og kostnað af... Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 167 orð

Dæmd fyrir fjölda afbrota

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær hóp ungmenna um tvítugt til refsingar fyrir fjölda afbrota, þar á meðal rán, þjófnaði, fíkniefnabrot, hylmingu og dreifingu falsaðra peningaseðla. Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 134 orð

Endurtalningin breytti engu

ENDURTALNING á atkvæðum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi breytti ekki innbyrðis röð frambjóðenda frá frumtalningu og ekkert misræmi milli útgefinna atkvæðaseðla og greiddra atkvæða, gildra sem ógildra, kom fram við yfirferð á gögnum... Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 237 orð | 1 mynd

Eru þrjár nætur að undirbúa kalda borðið

Í ALLA nótt vann íslenska landsliðið í matreiðslu við að galdra fram rétti á kalt borð en liðið tekur nú þátt í heimsmeistaramóti matreiðslumanna í Lúxemborg og mun á hádegi í dag afhenda dómnefndinni kalda borðið. Meira
20. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 496 orð | 1 mynd

ESB axli ábyrgð og viðurkenni sérstöðu Íslands

EVRÓPUSAMBANDINU ber skylda til að viðurkenna að það ber nokkra ábyrgð á þeirri þröngu stöðu sem Ísland er í gagnvart sambandinu. Í því felst að sambandið viðurkenni sérstakar aðstæður Íslands og leggi sig fram um að finna lausnir sem taki mið af þeim. Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 366 orð

Ferðafélag Íslands stendur fyrir kvöldgöngu á...

Ferðafélag Íslands stendur fyrir kvöldgöngu á fullu tungli miðvikudagskvöldið 20. nóvember. Gengið verður frá Kaldárseli í Valaból. Þátttakendum er bent á að hafa með sér góð ljós. Fararstjóri er Sigurður Kristjánsson. Brottför er frá BSÍ kl. 19. Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 135 orð

Fermingarbörn söfnuðu 4,6 milljónum

FERMINGARBÖRN úr 43 sóknum söfnuðu 4.650.000 króna þegar þau gengu í hús 4. nóvember síðastliðinn. Fengu börnin 1,5 milljónum meira en í fyrra en þá söfnuðu börn úr 39 sóknum. Safnað var fyrir verkefnum í Afríku og fyrir peningana er t.d. Meira
20. nóvember 2002 | Suðurnes | 629 orð | 2 myndir

Félög og áhugaklúbbar spretta upp eins og gorkúlur

FIMMTÁN félög með hátt í 700 félagsmenn hafa gengið í nýstofnað Tómstundabandalag Reykjanesbæjar (TRB) en það er fyrsta bandalagið sinnar tegundar á landinu. Meira
20. nóvember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 217 orð

Fjárhagsstaða bæjarins traust

NIÐURSTAÐA nýrrar úttektar á fjárhagsstöðu Seltjarnarnessbæjar er að bæjarsjóður standi traustum fótum en hlutfall rekstrar af tekjum bæjarins hefur verið á bilinu 72 - 86 prósent síðastliðin 10 ár. Meira
20. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Franskir hægrimenn í einn flokk

NÆR allir hægriflokkar í Frakklandi stofnuðu á sunnudag nýjan flokk, Samband þjóðarhreyfingar (UMP) og er gaullistaflokkur Jacques Chiracs forseta meðal þátttakenda. Fyrir þingkosningarnar í júní sl. Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 1349 orð | 1 mynd

Frjálsar hendur með framtíðina

Síðasta hálfa árið hefur Björk Guðmundsdóttir horft um öxl ef svo má segja; hlustar á gamlar upptökur til að velja á safn- og tónleikaplötur. Hún sagði Árna Matthíassyni að það hefði verið gott að stoppa aðeins og horfa til baka. Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 421 orð | 1 mynd

Gengistap ríkissjóðs 25 milljarðar í fyrra

GENGISTAP ríkisins af erlendum lánum ríkissjóðs nam 25 milljörðum króna í fyrra borið saman við 13 milljarða árið á undan. Langtímaskuldir ríkissjóðs hækkuðu mikið á síðasta ári eða um 70,8 milljarða. Meira
20. nóvember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 203 orð | 1 mynd

Hafist handa við 60 rúma hjúkrunarálmu

FYRSTA skóflustungan að 60 rýma hjúkrunarálmu fyrir aldraða við Hrafnistu var tekin í gær. Skóflustunguna tóku þau Herbert Guðbrandsson, fyrrverandi sjómaður, og Guðrún Sigurðardóttir, fyrrverandi verslunarmaður, en bæði eru þau heimilisfólk á Hrafnistu. Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 212 orð

Hefur þjónað tilgangi sínum að mati ráðherra

ALMENNINGI gefst nú í síðasta sinn kostur á að kaupa hlutabréf og nýta sér skattafslátt vegna kaupanna. Kaup á hlutabréfum á þessu ári veita rétt til frádráttar á framtali þessa árs sem fólk skilar á næsta ári. Geir H. Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 108 orð

Herinn er viðbúinn snjómokstri

HORFUR eru á að knattspyrnulandsleikur Eistlands og Íslands verði háður við mjög erfiðar aðstæður í Tallinn, höfuðborg Eistlands, í dag. Spáð er snjókomu og eistneski herinn hefur verið settur í viðbragðsstöðu vegna leiksins. Meira
20. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

Hryðjuverkamanna enn leitað í Indónesíu

LÖGREGLAN í Indónesíu efldi í gær öryggisvörslu við alþjóðlega skóla í höfuðborginni Jakarta vegna viðvarana um hryðjuverkaárásir. Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 57 orð

Í dag S igmund 8 U...

Í dag S igmund 8 U mræðan 34/38 V iðskipti 14/16 M inningar 39/43 E rlent 17/21 H estar 44 H öfuðborgin 22 B réf 48 A kureyri 23 D agbók 50/51 S uðurnes 24 K vikmyndir 52 L andið 25 F ólk 52/57 L istir 26/29 B íó 54/57 F orystugrein 30 L jósvakamiðlar 58... Meira
20. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 151 orð

Írakar lofa upplýsingum

MOHAMED ElBaradei, yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, segir yfirvöld í Írak hafa lofað að veita Sameinuðu þjóðunum upplýsingar um það hvort einhver gereyðingarvopn séu í landinu fyrir áttunda desember eins og kveðið er á um í ályktun... Meira
20. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 76 orð

Jackson "gætir" sonar síns

Bandaríska poppstjarnan Michael Jackson kom í gær til Berlínar þar sem hann mun á morgun taka við svonefndum Bambi-verðlaunum fyrir tónlistarafrek sín. Hópur aðdáenda Jacksons kom saman við Adlon-hótelið þar sem hann dvelur. Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Jólakort Kaldár komin út

LIONSKLÚBBURINN Kaldá í Hafnarfirði er að hefja sína árlegu jólakortasölu eins og undanfarin ár og mun allur ágóði renna til líknarmála. Sólveig Stefánsson, myndlistarkona hefur teiknað kortið. Hægt er að fá kortin brotin eða óbrotin, með eða án texta. Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Jólamerki Thorvaldsensfélagsins komin út

JÓLAMERKI Thorvaldsensfélagsins er komið út. Félagið hefur gefið út jólamerki um áratugaskeið. Að þessu sinni teiknaði Þröstur Magnússon merkið og grafískur hönnuður er Robert Gulliermette. Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 323 orð

Kínaklúbbur Unnar kynnir næstu Kínaferð sína,...

Kínaklúbbur Unnar kynnir næstu Kínaferð sína, fimmtudaginn 21. nóvember kl. 20.30 í húsi Kínaklúbbsins, Njálsgötu 33. Ferðin verður 8. - 31. maí á næsta ári. Farið verður vítt og breitt um Kína og m.a. Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 212 orð

Kostnaður ríkisins er um 450 milljónir

RÍKISSJÓÐUR afskrifaði í fyrra 450 milljónir króna sem eru til komnar vegna ríkisábyrgða sem veittar voru vegna viðgerða á tveimur rússneskum togurum. Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 353 orð | 1 mynd

Leikskólagjöld hækka um 8% um áramót

BORGARRÁÐ samþykkti í gær með þremur atkvæðum meirihluta Reykjavíkurlistans þá tillögu leikskólaráðs að gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur taki breytingum frá 1. janúar næstkomandi. Þá munu leikskólagjöld hækka að jafnaði um 8%. Meira
20. nóvember 2002 | Landsbyggðin | 70 orð | 1 mynd

Lofa sama vöruverði og í Reykjavík

NÍTJÁNDA Bónusverslunin opnaði á Egilsstöðum um helgina. Jóhannes Jónsson stofnandi verslunarinnar opnaði hana formlega og gaf við það tækifæri hálfa milljón króna til Sjúkrahússins á Egilsstöðum. Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 73 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi við Nönnugötu, þriðjudaginn 19. nóvember. Þar var ekið á bifreiðina YF-675, sem er rauð Mitsubishi Lancer-fólksbifreið sem stóð fyrir utan hús nr. 14. Skemmd er á vinstra frambretti. Meira
20. nóvember 2002 | Miðopna | 1458 orð | 2 myndir

Með Landnámu að vopni gegn landeigendum

Þingfest verða í Héraðsdómi Suðurlands í dag hið minnsta sex mál vegna úrskurða óbyggðanefndar frá því í mars sl. um þjóðlendur í uppsveitum Árnessýslu. Hér er um prófmál að ræða sem gætu ráðið nokkru um framhald þjóðlenduúrskurða. Björn Jóhann Björnsson kynnti sér stöðu þjóðlendumála. Meira
20. nóvember 2002 | Landsbyggðin | 215 orð | 1 mynd

Menningarráð úthlutar styrkjum

NÝLEGA fór fram úthlutun menningarstyrkja til ungs fólks á Austurlandi. Á Fosshóteli á Reyðarfirði voru mætt menntamálaráðherra Tómas Ingi Olrich, menningarfulltrúi Austurlands Signý Ormarsdóttir og fulltrúar ungs fólks í fjórðungnum. Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 522 orð | 1 mynd

Mestir möguleikar í heilbrigðisgeiranum

INNAN upplýsingatækniáætlunar ESB eiga Íslendingar hvað mesta möguleika á heilbrigðistæknisviðinu að því er fram kemur í samtali við Sigurð Guðmundsson landstengilið áætlunarinnar. Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Mikil ánægja með Harry Potter

FORSÝNING á nýjustu myndinni um Harry Potter var í Háskólabíói í gærkvöldi. Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 983 orð | 2 myndir

Mun kosta 5 milljarða króna á ári

FULLTRÚAR ríkisins og Landssambands eldri borgara undirrituðu í gær í Ráðherrabústaðnum samkomulag sem felur í sér tillögur um margþættar aðgerðir sem snúa að aðbúnaði og skipulagi öldrunarþjónustu og hækkun á greiðslum almannatrygginga sem koma til... Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Myndarlegir eftirskjálftar

ALLMYNDARLEGIR eftirskjálftar, upp á 2,5 á Richter, urðu við Bárðarbungu í Vatnajökli í gærkvöld, að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings en á tíunda tímanum í gærmorgun varð skjálfti upp á 4,1 á Richter og stuttu síðar annar upp á rúm 3 stig. Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 192 orð

Nokkrar greinar gætu klárað sínar einingar

NOKKRAR greinar sérfræðilækninga gætu farið yfir þau afsláttarmörk sem samið er um í samningi við Tryggingastofnun ríkisins, TR. Þegar það gerist þurfa læknarnir að veita stofnuninni 50% afslátt. Meira
20. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 322 orð | 1 mynd

Nyrup segir af sér flokksformennsku

POUL Nyrup Rasmussen sagði í gær af sér sem formaður danska Jafnaðarmannaflokksins, og axlaði þar með síðbúna ábyrgð á ósigrinum í þingkosningunum fyrir ári, en margir innan flokksins höfðu á síðustu mánuðum mikið þrýst á hann að stíga þetta skref. Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 268 orð

Of mörg börn í skýrslutöku í dómhúsi

RANNVEIG Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, vekur athygli á því að alls hafi 108 börn komið til skýrslutöku í dómhúsi á árunum 1999 til nóvember á þessu ári. Þar af voru alls 46 börn undir fjórtán ára aldri. Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 85 orð

Óbyggðanefnd heldur sínu striki

ÓBYGGÐANEFND heldur áfram umfjöllun sinni um þjóðlendumörk í þeim sýslum sem taka átti fyrir næst, þrátt fyrir dómsmál sem þingfest verða í Héraðsdómi Suðurlands í dag vegna úrskurða í Árnessýslu. Meira
20. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 417 orð | 1 mynd

Powell tókst að fá Bush á sitt band

ÞAÐ var Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem sannfærði George W. Meira
20. nóvember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 478 orð | 1 mynd

"Finnst að Garðbæingar vilji meira fjör í bæinn"

CAFÉ Kristó er nýtt heiti á kaffihúsi á Garðatorgi en eigandi þess er þó enginn nýgræðingur í faginu. Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 322 orð | 1 mynd

Ríkið hefur komið verulega til móts við kröfur aldraðra

ÓLAFUR Ólafsson, formaður Félags eldri borgara, segist álíta að verulega sé komið til móts við aldraða um bætta afkomu og aðbúnað með því að draga úr bili milli ellilauna og launaþróunar og að sér sýnist sem hægt verði að brúa það bil á næstu tveimur... Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 22 orð | 1 mynd

Samherjar stinga saman nefjum

ÞINGMENN Framsóknarflokksins, þeir Ólafur Örn Haraldsson og Magnús Stefánsson, ræða málin í þingsal. Væntanlega hafa ríkisfjármál borið á góma enda Ólafur formaður... Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 300 orð

Sendiherrahjón stefna Ríkisendurskoðun

JÓN Baldvin Hannibalsson sendiherra og Bryndís Schram, eiginkona hans, hafa stefnt Ríkisendurskoðun og krafist þess að persónuleg gögn vegna 50 ára afmælisveislu Bryndísar verði ekki afhent fjármálaráðuneytinu en málið var dómtekið í Héraðsdómi... Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 50 orð

Snóker- og poolnámskeið

SNÓKER- og poolsamband Íslands mun bjóða upp á kennslunámskeið í billiard (pool/snóker) í félagsmiðstöðvum og skólum á landsbyggðinni. Ætlunin er að halda námskeiðin fyrir jól. Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 65 orð

Staðreyndir um LLT

*Langvinn lungnateppa (LLT) er samheiti yfir lungnaþembu og langvinna berkjubólgu. *Reykingar eru helsti áhættuþáttur. *Tíðni sjúkdómsins fer vaxandi, talið er að 2,8 milljónir manna látist árlega úr LLT. *Dánartíðni og fjöldi öryrkja fer einnig vaxandi. Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 74 orð

Stefanía Óskarsdóttir heldur í kvöld, miðvikudaginn...

Stefanía Óskarsdóttir heldur í kvöld, miðvikudaginn 20. nóvember, kl. 20, opinn fund um gæði og þjónustu í velferðarkerfinu á kosningaskrifstofu stuðningsmanna Stefaníu Óskarsdóttur, Laugarásvegi 1. Að lokinni framsögu Stefaníu verða almennar umræður. Meira
20. nóvember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 538 orð | 1 mynd

Stefnan er að ráða faglært starfsfólk í skólaeldhúsin

STEFNA fræðsluyfirvalda í Reykjavík er að faglært fólk starfi í eldhúsum grunnskóla borgarinnar. Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 307 orð | 1 mynd

Stjórnarandstæðingar fagna samkomulagi

STJÓRNARANDSTÆÐINGAR fögnuðu því á Alþingi í gær að náðst hefði samkomulag milli ríkisstjórnarinnar og Landssambands eldri borgara um bætt kjör aldraðra. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra greindi frá samkomulaginu í upphafi þingfundar í gær. Meira
20. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 197 orð

Stjórn Ástralíu óttast ný hryðjuverk

STJÓRNVÖLD í Ástralíu vöruðu í gær þegna sína við því að hætta væri á hryðjuverkum í landinu á næstu tveimur mánuðum. Sagði Chris Ellison, dómsmálaráðherra Ástralíu, að borist hefðu áreiðanlegar upplýsingar um þetta. Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd

Stórhættulegur akstur í rigningu og myrkri

ÖKUMAÐURINN sem í fyrrinótt var stöðvaður á Miklubraut til móts við Lönguhlíð á 124 km/klst. hraða í fyrrinótt má búast við 60.000 krónum í sekt, hann fær fjóra umferðarpunkta og það líða tveir mánuðir þangað til hann fær aftur ökuréttindi. Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Stokkhólmsháskóla

HELGI Björnsson jöklafræðingur var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Stokkhólmsháskóla í Svíþjóð við hátíðlega athöfn fyrir nokkru. Í texta sem háskólinn gaf út af þessu tilefni segir að rannsóknir Helga hafi haft mikil áhrif á þróun nútíma jöklafræði. Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 97 orð

Tveir menn rændu Olís-stöð

RÁN var framið í Olís-stöðinni við Skúlagötu í Reykjavík um hálftíuleytið í gærkvöldi. Tveir hettuklæddir karlmenn réðust að tvítugri afgreiðslukonu og héldu henni fastri á meðan þeir opnuðu peningakassann. Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 148 orð

Útgjöld vegna höfuðstöðva OR verði könnuð

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu til í bókun á fundi borgarráðs í gær að öll útgjöld vegna nýrra höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur (OR) verði tekin til skoðunar, en húsið verður tekið í notkun á næstunni. Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 1369 orð | 2 myndir

Vangreindur sjúkdómur sem skerðir lífsgæði verulega

Haldi fram sem horfir verða langvinnir lungnateppusjúkdómar þriðja algengasta dánarorsökin hér á landi eftir tvo áratugi. Talið er að um 20 þúsund Íslendingar þjáist af sjúkdómnum. Um 90% þeirra reykja. Með einföldum hætti er hægt að greina sjúkdóminn á byrjunarstigi með öndunarmælingu. Meira
20. nóvember 2002 | Miðopna | 939 orð | 1 mynd

Velferðarstjórn og vinstrimenn

Í MORGUNBLAÐINU sl. sunnudag birtist stórfurðulegur leiðari undir fyrirsögninni "Velferðarstefna og vinstri menn". Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 282 orð | 1 mynd

Verðmæti samningsins 2,7 milljarðar

ÍSLENSKA fyrirtækið Altech JHM hf. Meira
20. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 381 orð | 1 mynd

Vill að Ísraelar yfirgefi strax Gaza

LIÐSMENN Verkamannaflokksins kusu sér leiðtoga í gær og bentu kannanir til þess að borgarstjórinn í Haifa, Amram Mitzna, myndi sigra með yfirburðum. Mitzna er fyrrverandi hershöfðingi og eindreginn talsmaður friðarviðræðna án skilyrða við Palestínumenn. Meira
20. nóvember 2002 | Akureyri og nágrenni | 100 orð

Vill viðbót til fræðslu- og uppeldismála

SKÓLANEFND hefur samþykkt að óska eftir rúmlega 10 milljóna króna viðbót við fjárhagsáætlun fræðslu- og uppeldismála fyrir næsta ár, vegna stöðu iðjuþjálfa, námsráðgjafa og sérkennslu. Meira
20. nóvember 2002 | Akureyri og nágrenni | 271 orð | 3 myndir

Væntum mikils af starfseminni

STARFSFÓLK Ríkisútvarpsins fagnaði nýjum húsakynnum við Kaupvangsstræti 1 í miðbæ Akureyrar í gær, en það var Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra sem opnaði starfsstöð útvarpsins formlega að viðstöddu fjölmenni. Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 204 orð | 4 myndir

Yfirlit

SAMIÐ VIÐ ALDRAÐA Fulltrúar ríkisins og Landssambands eldri borgara undirrituðu í gær samkomulag um að hækka almannatryggingar og breyta öldrunarþjónustu á næstu tveimur til þremur árum. Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 73 orð

Yfirlýsing

RAGNHEIÐUR Ríkharðsdóttir, bæjarstjórí í Mosfellsbæ, hefur beðið blaðið að birta eftifarandi athugasemd: "Föstudaginn 15. nóvember síðastliðinn kom ég ásamt fleirum fram í Kastljósi. Þar var m.a. Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 338 orð

Yfirlýsing frá verkfræðingum hjá Landsvirkjun

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá verkfræðingum hjá Landsvirkjun, Ragnheiði Ólafsdóttur, Agnari Olsen, Birni Stefánssyni og Eysteini Hafberg: "Dr. Meira
20. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 841 orð

Yngri sonur Saddams eykur völd sín

HVER tekur við æðstu völdum í Írak ef Saddam Hussein forseti missir taumana úr hendi sér eða er drepinn? Margt bendir nú til þess að það verði yngri sonur hans, Qusai, sem er 36 ára gamall og lítið er vitað um, að sögn The Los Angeles Times . Meira
20. nóvember 2002 | Landsbyggðin | 165 orð | 1 mynd

Þingeyingakórinn á heimaslóðum

ÞINGEYINGAKÓRINN var með tvenna tónleika á dögunum, þá fyrstu í sögu kórsins á heimaslóðum. Fyrri tónleikarnir voru í Þorgeirskirkju við Ljósavatn og þeir síðari í Húsavíkurkirkju. Meira
20. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Þúsundir við útför í Quetta

RÚMLEGA tíu þúsund manns fylltu íþróttaleikvang í borginni Quetta í Pakistan í gær, er fram fór jarðarför Mirs Aimals Kasis, pakistansks ríkisborgara sem var tekinn af lífi í Bandaríkjunum í síðustu viku, eftir að hafa hlotið dauðadóm fyrir morð á... Meira
20. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 490 orð | 1 mynd

Öryggiskerfi þögult og vaktmenn grunlausir

MIKINN og svartan reyk lagði frá turni Landspítalans í Fossvogi síðdegis í gær og héldu þeir rúmlega 100 borgarbúar sem tilkynntu Neyðarlínunni um eldsvoða í spítalanum, að einn versti atburður sem hugsast gæti, væri orðinn að veruleika. Meira

Ritstjórnargreinar

20. nóvember 2002 | Staksteinar | 410 orð | 2 myndir

Heimatilbúið regluverk

Mestu vandkvæðin koma upp þegar embættismenn finna hjá sér þörf til að búa til reglur sem engin skylda er að taka hér upp eða lauma alls konar viðbótum inn í EES-reglurnar. Þetta segir í "Íslenskum iðnaði". Meira
20. nóvember 2002 | Leiðarar | 753 orð

Umbætur í þágu aldraðra

Samningur sá, sem fulltrúar ríkisstjórnar og Landssambands eldri borgara skrifuðu undir í gær um aðgerðir til þess að bæta hag aldraðra, markar ákveðin þáttaskil í þeim umræðum sem staðið hafa undanfarin misseri. Meira

Menning

20. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 169 orð | 1 mynd

190 lög voru send inn

NÆSTA Evróvisjónkepnni verður haldin í Riga í Lettlandi á komandi vori og eru Íslendingar með þátttökurétt að nýju. Meira
20. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 178 orð | 1 mynd

Að velja og hafna

NÝ forvarnamynd, Þú átt va l , var frumsýnd í Menntaskólanum í Kópavogi í gær. Meginefni myndarinnar er viðtöl við ungt fólk. Rætt við ungmenni er snemma urðu háð áfengi og eiturlyfjum og þurftu að heyja harða glímu til að losna við fíknina. Meira
20. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 173 orð | 1 mynd

Afmæli slitið

ÁTTUGUSTA afmælisári Lúðrasveitar Reykjavíkur verður slitið með glæsilegri dagskrá í Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 20.30. Meira
20. nóvember 2002 | Myndlist | 467 orð | 1 mynd

Andlitsmyndir í eitt ár

Sýningin er opin virka daga frá 11-18 og um helgar frá 14-17. Henni lýkur 24. nóvember. Meira
20. nóvember 2002 | Menningarlíf | 81 orð

Á næstunni

Opin málstofa í praktískri guðfræði um karlafræði verður haldin í stofu V í aðalbyggingu H.Í. kl. 12.05 á morgun, fimmtudag. Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur flytur erindi um karlmennsku og hetjufyrirmyndir í íslenskum fornsögum. Bragi er cand. theol. Meira
20. nóvember 2002 | Menningarlíf | 325 orð | 1 mynd

Ber gífurlega virðingu fyrir verkunum

Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari heldur einleikstónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld og hefjast þeir klukkan 20. Þetta eru fyrstu einleikstónleikar Þorsteins Gauta á höfuðborgarsvæðinu síðan hann kom fram á sama stað í mars 1999. Meira
20. nóvember 2002 | Menningarlíf | 97 orð | 1 mynd

Dans á Ísafirði og Akureyri

DANSVERKIÐ Bylting hinna miðaldra verður sýnt í Edinborgarhúsinu á Ísafirði annað kvöld kl. 20. Þaðan fer sýningin til Akureyrar og verður sýnd í Ketilhúsinu á laugardag kl. 20. Meira
20. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 130 orð | 3 myndir

Djasssveifla á Græna hattinum

HÚSFYLLIR var á minningartónleikum um Finn Eydal tónlistarmann, sem haldnir voru á Græna hattinum á Akureyri sl. laugardagskvöld, en Finnur lést þennan dag fyrir sex árum. Meira
20. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 218 orð | 2 myndir

Eddan lyftir Hafinu

HAFIÐ er enn á ný orðið vinsælasta bíómynd landsins. Tæplega 2500 manns sáu myndina yfir helgina eða 42% fleiri en um síðustu helgi. Meira
20. nóvember 2002 | Menningarlíf | 108 orð

Einar í Eydölum skáld mánaðarins

Í BÓKASAL í Þjóðmenningarhúsinu hafa verið sýningar á verkum íslenskra ljóðskálda sem nefndar eru skáld mánaðarins. Þar eru kynnt ljóð skáldanna og ýmislegt er tengist lífi þeirra. Meira
20. nóvember 2002 | Menningarlíf | 39 orð | 1 mynd

Fauré leikinn í hádeginu

Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Norræna húsinu í hádeginu í dag kl. 12.30 leika Lín Wei á fiðlu og Anna Guðný Guðmundsdóttir á píanó fiðlusónötu nr. 1 í A-dúr eftir Gabriel Fauré. Aðgangseyrir er 500 kr. en ókeypis er fyrir handhafa... Meira
20. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 587 orð | 1 mynd

Flýttu þér hægt

Leikstjóri: Roger Michell. Kvikmyndatökustjóri: Salvatore Totino. Tónlist: David Arnold. Aðalleikendur: Ben Affleck, Samuel L. Jackson, Toni Collette, Kim Staunton, Sydney Pollack, William Hurt, Tina Sloan. 100 mín. Paramount. Bandaríkin 2002. Meira
20. nóvember 2002 | Tónlist | 328 orð

Glaðværð og sorg

Camerartica flutti verk eftir J, Chr. Bach, Bernhard Crusell og Johannes Brahms. Sunnudagurinn 17. nóvember, 2002. Meira
20. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 359 orð | 1 mynd

Hversdagsrokkið

Lög og textar eftir Bjartmar Guðlaugsson nema "Gömul vísa um vorið", ljóð Steins Steinars. Bjartmar syngur en Júlíus Guðmundsson sér um trommur, bassa, bakraddir og slagverk, Sigurgeir Sigmundsson á gítar/kassagítar og Þórir Baldursson á hammond, píanó, rhodes og harmonikku. Rúnar Júlíusson treður upp sem "Rúnni Júll" í laginu "Bang bang". Upptökustjórn og útsetningar í höndum Júlíusar Guðmundssonar, framleiðandi Rúnar Júlíusson. Meira
20. nóvember 2002 | Menningarlíf | 45 orð

Í dag

Listaháskóli Íslands, Skipholti María Ólafsdóttir hönnuður heldur fyrirlestur kl. 12.30. María sýnir skyggnur og fjallar um vinnu sína sem búningahönnuður. Meira
20. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 617 orð | 1 mynd

Jóel og septettinn

JÓEL Pálsson saxófónleikari sendir um þessar mundir frá sér sína þriðju breiðskífu sem hann kallar einfaldlega Septett . Meira
20. nóvember 2002 | Menningarlíf | 285 orð | 1 mynd

Kona sem náði langt á eigin verðleikum

MINNINGARTÓNLEIKAR um Svanhvíti Egilsdóttur, söngkonu og prófessor við Tónlistarháskólann í Vínarborg, verða í Hafnarborg í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Tilefni tónleikanna er útkoma bókarinnar Tvístirni - saga Svanhvítar. Meira
20. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 322 orð | 2 myndir

Kóngafólk og stjörnur

ELÍSABET Bretadrottning var á meðal heiðursgesta á heimsfrumsýningu nýjustu myndarinnar um breska spæjarann James Bond, í Royal Albert Hall í London á mánudagskvöld. Meira
20. nóvember 2002 | Menningarlíf | 198 orð

Leiðrétt

VEGNA mistaka birtust rangar upplýsingar um lok myndlistarsýninga í Lesbókinni sl. laugardag. Um leið og beðist er velvirðingar á mistökunum eru réttar upplýsingar birtar. MYNDLIST Gallerí Skuggi: Efri hæð: Rósa Sigrún Jónsdóttir. Meira
20. nóvember 2002 | Menningarlíf | 156 orð | 1 mynd

Leikritið Íbúð Soju í Stúdentaleikhúsinu

STÚDENTALEIKHÚSIÐ frumsýndi leikritið Íbúð Soju eftir Mikhaíl Búlgakov sl. fimmtudag í Vesturporti. Önnur sýning er í kvöld kl. 21. Leikritið var skrifað á árunum 1927 til 1935 en hefur aldrei fyrr verið sett upp á Íslandi. Meira
20. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 580 orð | 1 mynd

Lífið er línudans

Alltaf eitthvað nýtt, geislaplata Geirmundar Valtýssonar. Lög eftir Geirmund og textar eftir Kristján Hreinsson. Auk Geirmundar sungu aðalsöng þau Helga Möller, Páll Rósinkranz, Snörurnar, Berglind Björk Jónasdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir. Meira
20. nóvember 2002 | Menningarlíf | 121 orð | 2 myndir

Ljóðasöngvar í Hömrum

SYSTURNAR Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona og Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanóleikari koma fram á 2. áskriftartónleikum Tónlistarfélags Ísafjarðar í Hömrum annað kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Meira
20. nóvember 2002 | Tónlist | 338 orð | 1 mynd

Margbreytileg tónmótun

Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson flytja íslensk og erlend sönglög. Mánudagurinn 18. nóvember, 2002 Meira
20. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 205 orð | 1 mynd

Og hörkutólin líka...

BANDARÍSKI leikarinn James Coburn lést á heimili sínu í Beverly Hills í Kaliforníu á mánudagskvöld. Coburn var að hlusta á tónlist með konu sinni er hann leið útaf. Banameinið var hjartaslag. Meira
20. nóvember 2002 | Menningarlíf | 810 orð | 2 myndir

Rólandi Rómeó og Júlíaí jafnvægiskúnstum

Leikhús og fjölleikahús sameinast í ástarsögu allra tíma, Rómeó og Júlíu eftir Shakespeare, sem verður frumsýnd á litla sviði Borgarleikhússins í dag. Bergþóra Jónsdóttir ræddi við aðalleikarana, Gísla Örn Garðarsson og Nínu Dögg Filippusdóttur, um rólur og rómans, en Gísli er jafnframt annar leikstjóra verksins. Meira
20. nóvember 2002 | Menningarlíf | 64 orð

Rómeóog Júlía

eftir William Shakespeare Þýðing: Hallgrímur Helgason Leikarar: Nína Dögg Filippusdóttir, Gísli Örn Garðarsson, Ingvar Sigurðsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Ólafur Darri Ólafsson, Ólafur Egill Egilsson, Víkingur Kristjánsson, Árni... Meira
20. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 222 orð | 2 myndir

Russell Crowe hefur ákveðið að taka...

Russell Crowe hefur ákveðið að taka sér hlé frá kvikmyndaleik vegna mikils álags og til að geta verið meira með kærustunni og veikum föður sínum. Meira
20. nóvember 2002 | Myndlist | 719 orð | 2 myndir

Sagnfræði ljósopsins

Opið alla daga frá 13-18. Til 1. desember. Aðgangur ókeypis. Sýningarskrá er ókeypis. Meira
20. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 79 orð | 1 mynd

Skrímslið hans Hartley

KVIKMYNDIN No Such Thing eftir hinn virta bandaríska kvikmyndaleikstjóra Hal Hartley var frumsýnd á föstudaginn. Meira
20. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 350 orð | 1 mynd

Úr pönki í sveitarokk

HLJÓMSVEITIN Örkuml er ekki búin að gefast upp þrátt fyrir að hafa verið starfandi frá árinu 1994. Þvert á móti er hún búin að taka breytingum og heldur útgáfutónleika í tilefni nýrrar fjögurra laga plötu á Vídalín í kvöld. Meira
20. nóvember 2002 | Menningarlíf | 545 orð

Þrettán ára sveiflutörn

Szymon Kuran fiðla, Björn Thoroddsen og Ólafur Þórðarson gítara, Jón Rafnsson bassa. Auk þeirra: Líney Halla Kristinsdóttir trompet og strengjakvartett: Sigríður Baldvinsdóttir og Christian Diethard fiðlur, Helga Kolbeinsdóttir víólu og Eyjólfur O. Egilsson selló. Meira
20. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 100 orð | 2 myndir

Þúsund miðar á klst.

UPPSELT er á tónleika breska tónlistarmannsins Nicks Caves sem verða á Broadway 9. desember. Miðasala hófst klukkan 13. Meira

Umræðan

20. nóvember 2002 | Aðsent efni | 809 orð | 1 mynd

Að hengja bakara fyrir smið

"Að mínu mati er enginn betur til þess fallinn að stýra Sjálfstæðisflokknum í hinu nýja kjördæmi en Sturla Böðvarsson." Meira
20. nóvember 2002 | Aðsent efni | 472 orð | 2 myndir

Ert þú kannski með lungnasjúkdóm?

"Sjúkdómurinn er oft afleiðing af lífsstíl." Meira
20. nóvember 2002 | Aðsent efni | 425 orð | 1 mynd

Er æskan refsing?

"Yfir 10 milljónir barna undir fimm ára aldri deyja árlega af völdum sjúkdóma sem eru auðlæknanlegir." Meira
20. nóvember 2002 | Bréf til blaðsins | 426 orð

Fólk í fyrirrúmi Í Morgunblaðinu föstudaginn...

Fólk í fyrirrúmi Í Morgunblaðinu föstudaginn 15. nóvember er grein eftir Pál Pétursson félagsmálaráðherra. Þar stendur m.a.: "Við eigum ekki að þola það að einhverjir líði skort í þjóðfélagi okkar." Þar hlýtur hann m.a. Meira
20. nóvember 2002 | Aðsent efni | 1195 orð

Hvernig má bæta mat á umhverfisáhrifum framkvæmda?

ARNÞÓR Garðarsson, Gísli Már Gíslason, Ragnhildur Sigurðardóttir og Þóra Ellen Þórhallsdóttir hafa beðið Morgunblaðið um birtingu á eftirfarandi vegna umræðna undanfarið um Norðlingaölduveitu: Mat á umhverfisáhrifum er gert í þeim tilgangi að upplýsa og... Meira
20. nóvember 2002 | Bréf til blaðsins | 67 orð

Leiðrétting

Í bréfi til blaðsins "Frá tryggum áskrifanda" skrifað af Mörtu Ragnarsdóttur, fyrir nokkrum dögum, birtir hún vísuna góðu um Simpson og Morgunblaðið: Simpson kemur víða við veldur breyttum högum. Morgunblaðið kemur ekki út á mánudögum. Meira
20. nóvember 2002 | Bréf til blaðsins | 286 orð

Meira um fólk og fleira á Nöf

VEGNA greinar um Nöf við Hofsós, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins 2. nóvember sl. Meira
20. nóvember 2002 | Aðsent efni | 759 orð | 1 mynd

Ný ögrun og ný tækifæri framundan

"Íslendingar geta því sannarlega verið stoltir af frammistöðu íslenskra vísindamanna." Meira
20. nóvember 2002 | Aðsent efni | 472 orð | 1 mynd

Samgönguráðherra er enginn bragðarefur

"Maður með slíkt bakland þarf ekki á því að halda að beita brögðum." Meira
20. nóvember 2002 | Aðsent efni | 334 orð | 2 myndir

Staldraðu, staldraðu, staldraðu við

"Þú sem reykir ættir að staldra við og láta kanna hvort lungu þín séu teppt." Meira
20. nóvember 2002 | Aðsent efni | 552 orð | 1 mynd

Starf í þágu þjóðar

"Þeir sem helga sig forvarnastarfi hljóta að spyrja hvort ekki sé kominn tími til að láta hendur standa enn frekar fram úr ermum." Meira
20. nóvember 2002 | Aðsent efni | 206 orð

Umræður á Alþingi

ÞAR kom að Ögmundur fór í ræðustól um aðkallandi þjóðfélagsmál; ríkinu hafði stórlega yfirsést við sölu Landsbankans og selt Björgólfi fjöreggið, selt þjóðlistaverkin. Meira
20. nóvember 2002 | Bréf til blaðsins | 299 orð

Verk á vegi þínum

Á SL. vori gaf Steinsteypufélagið út 55 bls. bækling með ofanskráðu nafni. Vel hefur verið vandað til útgáfu þessarar og ritvinnslu. Meira
20. nóvember 2002 | Bréf til blaðsins | 107 orð

Þvílíkur draumastaður

OF sjaldan er talað um góða hluti en þess sem gott er má geta oftar. Ég og mín kona gerum of lítið af því að fara út að borða sökum þess að það er dýrt hér á Íslandi. Meira

Minningargreinar

20. nóvember 2002 | Minningargreinar | 81 orð

BJÖRN HÚNI ÓLAFSSON

Dvel ég í draumahöll og dagana lofa. Litlar mýs um löndin öll liggja nú og sofa. Sígur ró á djúp og dal dýr til hvílu ganga. Einnig sofna skolli skal með skottið undir vanga. Elsku Hulda Lind, Óli, Eyjó og Kristjana Lind. Okkar innilegustu... Meira  Kaupa minningabók
20. nóvember 2002 | Minningargreinar | 635 orð | 1 mynd

BJÖRN HÚNI ÓLAFSSON

Björn Húni Ólafsson fæddist 1. febrúar 2001. Hann lést á barnadeild Landspítalans 8. nóvember síðastliðinn og var hann jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju 19. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
20. nóvember 2002 | Minningargreinar | 1176 orð | 1 mynd

FANNEY E. LONG

Fanney Einarsdóttir Long, kjólameistari, Miðleiti 5, áður Brekkugerði 10, fæddist á Búðareyri í Seyðisfirði 4. júlí 1922. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík 13. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sólrún Guðmundsdóttir, f. 11. Meira  Kaupa minningabók
20. nóvember 2002 | Minningargreinar | 1518 orð | 1 mynd

GERDA GUÐMUNDSSON

Gerda Guðmundsson fæddist í Hårlev á Sjálandi í Danmörku 26. ágúst 1909. Hún lést á Randers Centralsygehus 31. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau hjónin Oluf Jørgensen ljósmyndari frá Fakse í Danmörku, f. 19. mars 1884, d. 4. Meira  Kaupa minningabók
20. nóvember 2002 | Minningargreinar | 1725 orð | 1 mynd

GUÐJÓN ELÍASSON

Guðjón Elíasson fæddist á Flateyri 21. september 1917. Hann lést 12. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristín Einarsdóttir úr Arnarfirði, f. 16. apríl 1877, og Elías Hálfdánarson frá Bolungavík, f. 3. október 1883. Bróðir Guðjóns er Einar P. Meira  Kaupa minningabók
20. nóvember 2002 | Minningargreinar | 3107 orð | 1 mynd

HULDA GUÐNADÓTTIR

Hulda Guðnadóttir fæddist á Krossi í Ljósavatnshreppi í S.-Þing. 10. apríl 1913. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 11. nóvember síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Guðna Vilhjálms Þorsteinssonar, f. í Jarlsstaðaseli í Bárðardal 2.7. 1883, d. Meira  Kaupa minningabók
20. nóvember 2002 | Minningargreinar | 42 orð

Jónas Ragnar Sigurðsson

Okkur systkinin langar með örfáum orðum að kveðja ömmubróður okkar, hann Ragga frænda. Raggi var einstakt ljúfmenni, ávallt brosandi og góður heim að sækja. Við munum sakna hans sárt, og sendum aðstandendum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Meira  Kaupa minningabók
20. nóvember 2002 | Minningargreinar | 1924 orð | 1 mynd

JÓNAS RAGNAR SIGURÐSSON

Jónas Ragnar Sigurðsson gullsmiður frá Skuld í Vestmannaeyjum fæddist í Vestmannaeyjum 24. febrúar 1928. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 11. nóvember 2002. Foreldrar hans voru Sigurður Pétur Oddsson, f. 28.3. 1880, d. 10.5. Meira  Kaupa minningabók
20. nóvember 2002 | Minningargreinar | 297 orð | 1 mynd

MARGRÉT BLÖNDAL

Margrét Blöndal fæddist á Akureyri 3. ágúst 1930. Hún lést í Ohio í Bandaríkjunum 11. október síðastliðinn og var jarðsett við hlið eiginmanns síns í Flórída. Meira  Kaupa minningabók
20. nóvember 2002 | Minningargreinar | 541 orð | 1 mynd

SIGNÝ HILDUR JÓHANNSDÓTTIR

Signý Hildur (Signhild) Jóhannsdóttir fæddist á Tvöroyri í Færeyjum 25. nóvember 1909. Hún lést á dvalarheimilinu Garðvangi í Garði 11. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sidsal Bech, f. á Skufey í Færeyjum, og Jóhann Bech, f. á Suðurey. Meira  Kaupa minningabók
20. nóvember 2002 | Minningargreinar | 594 orð | 1 mynd

SIGRÚN ERLA INGÓLFSDÓTTIR WOOD

Sigrún Erla Ingólfsdóttir Wood fæddist í Reykjavík 31. janúar 1945. Hún lést í Los Angeles 3. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Ingólfur Pétursson sjómaður, f. 6.6. 1915, d. 24.7. 1996, og kona hans Svava Sigurðardóttir, f. 29.9. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

20. nóvember 2002 | Viðskiptafréttir | 728 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 112 30 109...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 112 30 109 6,212 674,654 Gellur 595 595 595 13 7,735 Grálúða 155 155 155 50 7,750 Gullkarfi 100 26 89 6,689 598,315 Hlýri 166 100 154 8,256 1,268,909 Háfur 30 30 30 860 25,800 Keila 96 30 79 9,392 741,544 Langa 166 80 147... Meira
20. nóvember 2002 | Viðskiptafréttir | 187 orð | 1 mynd

Búnaðarbankinn á athugunarlista

VEGNA samkomulags um sölu á 45,8% af hlutafé Búnaðarbanka Íslands hf. til Eglu ehf., Samvinnulífeyrissjóðsins og Vátryggingafélags Íslands hf., hafa hlutabréf Búnaðarbanka Íslands hf. verið færð á athugunarlista Kauphallar Íslands hf. Meira
20. nóvember 2002 | Viðskiptafréttir | 295 orð | 1 mynd

Endurbótum lokið að hluta á verksmiðju Pharmaco á Möltu

PHARMACO hf. hefur lokið fyrsta áfanga endurbóta á lyfjaverksmiðju sinni á Möltu og var sá hluti verksmiðjunnar tekinn í notkun í gær við hátíðlega athöfn. Meira
20. nóvember 2002 | Viðskiptafréttir | 466 orð

Fjármögnun vegna kaupa í Tali frágengin

HLUTHAFAFUNDUR í Íslandssíma hf. samþykkti í gær samruna félagsins við Halló! Frjáls fjarskipti ehf. Fundurinn samþykkti einnig að auka hlutafé Íslandssíma vegna kaupa félagsins á hlutabréfum í Tali hf. Meira
20. nóvember 2002 | Viðskiptafréttir | 434 orð

Grandi með 1.425 milljónir í hagnað

HAGNAÐUR Granda hf. og dótturfyrirtækis þess, Faxamjöls hf., á fyrstu 9 mánuðum ársins 2002 nam 1.425 milljónum króna. Arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli nemur 42,6% á tímabilinu. Á fyrstu 9 mánuðum ársins 2001 nam hagnaðurinn 22 milljónum króna. Meira
20. nóvember 2002 | Viðskiptafréttir | 234 orð | 1 mynd

Kaupþing kaupir JP Nordiska

TALNING leiddi í gær í ljós að 81,5% hluthafa í sænska fjárfestingarbankanum JP Nordiska samþykktu yfirtökutilboð Kaupþings. Meira
20. nóvember 2002 | Viðskiptafréttir | 477 orð

Líf með 78% hlut í Ilsanta í Litháen

LÍF hf., sem áður hét Lyfjaverslun Íslands, hefur keypt 51,64% eignarhlut í lyfjafyrirtækinu Ilsanta UAB í Litháen. Fyrir átti Líf 26,06% eignarhlut í fyrirtækinu þannig að heildareignarhlutur Lífs í Ilsanta er nú 77,70%. Meira
20. nóvember 2002 | Viðskiptafréttir | 396 orð

Norvik orðin stærsti hluthafinn í Keri

EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Hesteyri hefur selt sinn hlut í Keri til Norvikur, móðurfélags BYKO, gegn hlut Norvikur í Vátryggingafélagi Íslands,VÍS. Tilkynnt var um sölu Hesteyrar, sem er í eigu Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. og Skinneyjar-Þinganess hf. Meira
20. nóvember 2002 | Viðskiptafréttir | 81 orð

Olgeir Kristjónsson hættir sem stjórnarformaður EJS

OLGEIR Kristjónsson stjórnarformaður EJS og forstjóri þess frá 1991-2002 hefur látið af störfum hjá félaginu að eigin ósk. Meira
20. nóvember 2002 | Viðskiptafréttir | 596 orð | 1 mynd

Tekjur hækka og gjöld lækka

FLUGLEIÐIR og dótturfyrirtæki högnuðust um tæplega 4,1 milljarð króna fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins, en hagnaðurinn var 241 milljón króna á sama tímabili 2001. Rekstrarafkoma fyrir skatta hefur því batnað um 3,9 milljarða króna. Meira
20. nóvember 2002 | Viðskiptafréttir | 73 orð

Uppsagnir hjá United Airlines

BANDARÍSKA flugfélagið United Airlines ætlar að fækka störfum hjá félaginu um níu þúsund. Er þetta liður í að forða félaginu frá gjaldþroti. Forsvarsmenn flugfélagsins hafa ekki gefið upp hverjum né hvenær verður sagt upp. Meira
20. nóvember 2002 | Viðskiptafréttir | 88 orð

Verðbólgan mest á Írlandi

SAMRÆMD vísitala neysluverðs í EES-ríkjum var 111,8 stig í október sl. og hækkaði um 0,2% frá september. Á sama tíma hækkaði samræmda vísitalan fyrir Ísland um 0,4%. Meira

Fastir þættir

20. nóvember 2002 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Á morgun, fimmtudaginn 21. nóvember, er fimmtugur Þorfinnur Snorrason, Selfossi 4, Selfossi. Eiginkona Þorfinns er Ingunn Stefánsdóttir. Þorfinnur verður að heiman á... Meira
20. nóvember 2002 | Árnað heilla | 63 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . Í dag, miðvikudaginn 20. nóvember, er sextug Ólína Torfadóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, Óðinsgötu 24A, Reykjavík. Ólína tekur á móti samstarfsfólki og samferðamönnum á afmælisdaginn á Akureyri í Bláu könnunni, Paris, II. hæð kl. Meira
20. nóvember 2002 | Árnað heilla | 37 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . Í dag, miðvikudaginn 20. nóvember, er sextugur Halldór Sigurður Hafsteinn Sigurðsson, framkvæmdastjóri, Langagerði 8, Reykjavík. Meira
20. nóvember 2002 | Fastir þættir | 231 orð | 1 mynd

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Suðurnesjamenn Íslandsmeistarar (h)eldri spilara Helgina 16.-17. nóv. fór fram Íslandsmót heldri spilara í tvímenningi. Meira
20. nóvember 2002 | Fastir þættir | 388 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

TÍGULLITURINN hér að neðan dregur fram í dagsljósið þekkt bókarstef varðandi litaríferð. Í blindum er Áxx, en heima KGxx. Besta leiðin til að tryggja þrjá slagi á litinn er að taka fyrst á kónginn, svo ásinn og spila loks að gosanum. Meira
20. nóvember 2002 | Dagbók | 735 orð

Bústaðakirkja.

Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða í dag kl. 13. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 5209700. Grensáskirkja. Samverustund aldraðra kl. 14. Biblíulestur, bænagjörð, kaffi og spjall. Meira
20. nóvember 2002 | Fastir þættir | 483 orð | 1 mynd

Framlenging á landsmótsgleðinni

Myndbandsspólur eru sem betur fer einn af hinum föstu fylgifiskum landsmóta og heimsmeistaramóta og nú fyrir nokkru voru gefnar út fjórar slíkar sem hafa að geyma flest þau hross sem fram komu á landsmótinu í sumar. Meira
20. nóvember 2002 | Dagbók | 48 orð

HAUSTVÍSA

Lengir nóttu, lúta höfðum blóm, laufið titrar fölt á háum reinum, vindur hvíslar ömurlegum óm illri fregn að kvíðnum skógargreinum, greinar segja fugli, og fuglinn þagnar. Meira
20. nóvember 2002 | Dagbók | 267 orð | 1 mynd

Kyrrðardagar í Skálholti

NÚ Í nánd jóla verða þrennir kyrrðardagar í Skálholtsskóla þar sem fólki gefst kostur á að draga sig í hlé og undirbúa sig fyrir jólahátíðina í kyrrð og íhugun. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir Fyrstu kyrrðardagarnir verða núna um helgina 22.-24. Meira
20. nóvember 2002 | Dagbók | 850 orð

(Lúkas 10,16.)

Í dag er miðvikudagur 20. nóvember, 324. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Sá sem á yður hlýðir, hlýðir á mig, og sá sem yður hafnar, hafnar mér. En sá sem hafnar mér, hafnar þeim er sendi mig. Meira
20. nóvember 2002 | Fastir þættir | 835 orð

"Öskubuskuhesturinn" fallinn í valinn

HÖFÐINGJARNIR gömlu týna tölunni einn af öðrum og nú nýlega var heiðursverðlaunahesturinn og Sleipnisbikarhafinn Þokki frá Garði felldur 26 vetra gamall. Meira
20. nóvember 2002 | Fastir þættir | 210 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. a4 Rf6 6. Rc3 Dc7 7. Be2 Bb4 8. O-O Bxc3 9. bxc3 Rxe4 10. c4 Rc3 11. De1 Rxe2+ 12. Dxe2 O-O 13. Ba3 d6 14. Hfd1 Hd8 15. Hd2 Rc6 16. Had1 Ra5 Staðan kom upp á Ólympíuskákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Bled. Meira
20. nóvember 2002 | Fastir þættir | 487 orð

Víkverji skrifar...

HVAÐ hefurðu farið á mörg námskeið í ár? spurði kona Víkverja eftir að hún hafði upplýst hann um tvö sem hún hafði sótt og þótti áhugaverð. Meira
20. nóvember 2002 | Viðhorf | 815 orð

Vopnið bítur enn

"Þegar leið á vopnaskakið, fannst honum konan heldur lítið sinna honum, svo hann flúði alltaf til mömmu." Meira
20. nóvember 2002 | Fastir þættir | 295 orð | 1 mynd

Æskulýðsstarf og uppbygging á Vallhólma

Hestamannafélagið Freyfaxi var stofnað í apríl árið 1952 og er því með elstu hestamannafélögum landsins. Meira

Íþróttir

20. nóvember 2002 | Íþróttir | 1528 orð | 1 mynd

Á suðupunkti til síðustu sekúndu

FJÖGUR lið eru nú jöfn með tíu stig, tveimur stigum á eftir KR-ingum, í Intersport-deildinni í körfuknattleik karla. Keflavík, sem burstaði Val að Hlíðarenda, Grindavík, Haukar, sem lögðu Sneæfell með einu stigi í Stykkishólmi og Njarðvík sem vann Tindastól nyrðra með einu stigi. Breiðablik lagði Skallagrím í Borgarnesi með þremur stigum þannig að segja má að þrír af fimm leikjum sem fram fóru í gærkvöldi hafi verið æsispennandi. Það sama verður ekki sagt um leik Vals og Keflavíkur. Meira
20. nóvember 2002 | Íþróttir | 482 orð | 1 mynd

* BIRKIR Kristinsson markvörður og Þórður...

* BIRKIR Kristinsson markvörður og Þórður Guðjónsson eru einu leikmenn Íslands sem hafa leikið báða leikina gegn Eistlandi - 1994 á Akureyri og 1996 í Tallinn . Meira
20. nóvember 2002 | Íþróttir | 491 orð | 1 mynd

* FREDRIK Ljungberg leikmaður Arsenal var...

* FREDRIK Ljungberg leikmaður Arsenal var í fyrrakvöld útnefndur knattspyrnumaður ársins í Svíþjóð og hlaut hann gullknöttinn svokallaða. Meira
20. nóvember 2002 | Íþróttir | 337 orð

Grótta/KR til Álaborgar

"VIÐ erum mjög sáttir við þessa niðurstöðu, þetta er ódýrt og þægilegt ferðalag," sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR um næstu mótherja liðsins í Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik. Meira
20. nóvember 2002 | Íþróttir | 104 orð

Gunnlaugur frá Hamri

GUNNLAUGUR Erlendsson körfuknattleiksmaður hefur tilkynnt félagaskipti úr úrvalsdeildarliðinu Hamri í Hveragerði í sameiginlegt lið Selfoss og Laugdæla sem leikur í 1. deild. Meira
20. nóvember 2002 | Íþróttir | 5 orð

HANDKNATTLEIKUR 1.

HANDKNATTLEIKUR 1. Meira
20. nóvember 2002 | Íþróttir | 333 orð

Haukar heppnir með mótherja

BIKARMEISTARAR Hauka duttu enn og aftur í lukkupottinn þegar dregið var í 16-liða úrslit í Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik í höfuðstöðvum evrópska handknattleikssambandsins í Vín í gær. Haukar drógust á móti Ademar Leon frá Spáni og leika fyrri leikinn ytra 7. eða 8. desember og heimaleikinn viku síðar. Meira
20. nóvember 2002 | Íþróttir | 163 orð

Hjálmur er hjá Hilpert

HJÁLMUR Dór Hjálmsson, knattspyrnumaður frá Akranesi, dvelur þessa dagana til reynslu hjá þýska 2. deildarfélaginu Rot-Weiss Oberhausen. Hann fór þangað í síðustu viku og er væntanlegur heim nú fyrir helgina. Meira
20. nóvember 2002 | Íþróttir | 27 orð | 1 mynd

Keflavík vann yfirburðasigur á Val, 114:61,...

Keflavík vann yfirburðasigur á Val, 114:61, í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gærkvöld. Hér reynir Gylfi Már Geirsson í Val að verjast Damon Johnson. Nánar um leikina á... Meira
20. nóvember 2002 | Íþróttir | 99 orð

Kínverji í Stjörnuna

XUHONG Yang, knattspyrnukona frá Kína, er gengin til liðs við úrvalsdeildarlið Stjörnunnar og hefur skrifað undir tveggja ára samning við Garðabæjarfélagið. Meira
20. nóvember 2002 | Íþróttir | 588 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR ÍR - Hamar 107:87 Íþróttahús...

KÖRFUKNATTLEIKUR ÍR - Hamar 107:87 Íþróttahús Seljaskóla, úrvalsdeild karla, Intersport-deildin, þriðjudaginn 19. nóvember 2002. Meira
20. nóvember 2002 | Íþróttir | 946 orð | 1 mynd

Mikil spenna fyrir átökin í Tallinn

ÞAÐ var létt yfir landsliðsmönnum Íslands í gærkvöldi er þeir komu út af fundi með Atla Eðvaldssyni landsliðsþjálfara, Ásgeiri Sigurvinssyni og Guðna Kjartanssyni, aðstoðarmönnum hans, og það var greinilegt að mikill hugur og spenna var í mönnum að... Meira
20. nóvember 2002 | Íþróttir | 456 orð

"Arnar, Þórður og Tryggvi koma með meiri hraða"

"ÉG hef valið að nýta leikinn gegn Eistlendingum hér í Tallinn til að gefa leikmönnum sem hafa ekki leikið með landsliðinu að undanförnu tækifæri," sagði Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, þegar hann var búinn að tilkynna... Meira
20. nóvember 2002 | Íþróttir | 26 orð

Sara Jónsdóttir er Íslandsmeistari í einliðaleik...

Sara Jónsdóttir er Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna í badminton en ekki Ragna Ingólfsdóttir eins og sagt var í myndatexta Morgunblaðsins í gær. Beðist er velvirðingar á... Meira
20. nóvember 2002 | Íþróttir | 132 orð

Shtaniuk vill burt frá Stoke

ENSKIR fjölmiðlar skýrðu frá því í gær að Seregei Shtaniuk, hvít-rússneski miðvörðurinn hjá Stoke City, hefði óskað formlega eftir því að verða seldur frá félaginu. Meira
20. nóvember 2002 | Íþróttir | 136 orð

Sjö Framarar rúmliggjandi

MÓTANEFND HSÍ ákvað í gær að fresta leik Fram og Hauka í 1. deild karla í handknattleik sem fram átti að fara í gærkvöldi. Framarar fóru fram á frestunina þar sem flensa herjar á leikmenn liðs þeirra en sjö liggja rúmfastir. Þetta eru; Magnús G. Meira
20. nóvember 2002 | Íþróttir | 101 orð

Tveir í FIBA-próf

TVEIR körfuknattleiksdómarar munu freista þess að gerast alþjóðlegir dómarar á næstunni en Körfuknattleikssambandið samþykkti í vikunni að senda þá Jón Bender og Sigmund Má Herbertsson á námskeið fyrir tilvonandi alþjóðadómara. Meira
20. nóvember 2002 | Íþróttir | 113 orð

Þungur róður hjá Essen

ESSEN, lið Patreks Jóhannssonar og Guðjóns Vals Sigurðssonar, hafði ekki heppnina með sér þegar dregið var í 16-liða úrslitum EHF-keppninnar í handknattleik í gær. Meira

Bílablað

20. nóvember 2002 | Bílablað | 713 orð | 7 myndir

Aflmikill og stór lúxusjeppi

TOYOTA Land Cruiser 100 er með stærstu jeppum á markaði hérlendis og flaggskip Toyota. Hann er um 4,90 m á lengd og vegur nálægt 2,5 tonnum. Meira
20. nóvember 2002 | Bílablað | 697 orð | 1 mynd

Alltaf verið dálítið veikur fyrir bílum

Sú hugsanavilla hrjáir suma að andans menn og skáld eigi ekki og geti varla haft mikinn áhuga á svo veraldlegum hlutum sem bílum. Guðjón Guðmundsson flettir hér ofan af einum slíkum, Ólafi Hauki Símonarsyni, sem hefur t.d. átt sex til sjö Citroën-bíla í gegnum tíðina og ekur nú amerískum Cherokee. Meira
20. nóvember 2002 | Bílablað | 897 orð | 4 myndir

Borgar sig að eiga dísilbíl?

Bylting hefur orðið í dísiltækni á undanförnum árum en Íslendingar eiga ekki létt um vik að nota dísilbíla vegna þungaskattskerfisins. Guðjón Guðmundsson skoðaði það umhverfi sem dísilbílnum er búið. Meira
20. nóvember 2002 | Bílablað | 545 orð | 3 myndir

Framtíðin er björt

MIKLAR skipulagsbreytingar hafa orðið á Bílheimum ehf og Ingvari Helgasyni hf., en fyrirtækin eru í eigu sömu aðila, þ.e. fjölskyldu stofnendanna Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur. Meira
20. nóvember 2002 | Bílablað | 347 orð | 2 myndir

Gjörbreyttur Avensis

BÍLAR birta fyrstu myndirnar af nýjum Toyota Avensis sem kemur á markað hér á landi í byrjun næsta árs. Meira
20. nóvember 2002 | Bílablað | 130 orð | 1 mynd

Hús handa Schumacher á einn milljarð króna

MICHAEL Schumacher hefur keypt nýtt hús handa eiginkonu sinni. Húsið kostar nærri einn milljarð ÍSK. Meira
20. nóvember 2002 | Bílablað | 329 orð | 1 mynd

Loftdælur

LOFTDÆLUR gegna mikilvægu hlutverki í nútíma jeppum. Algengast er að þær séu notaðar til að pumpa í dekk en einnig til að knýja loftlæsingar og jafnvel loftverkfæri. Loftdælur eru til í ýmsum útgáfum og stærðum. Meira
20. nóvember 2002 | Bílablað | 331 orð | 4 myndir

Nýjum Terrano breytt fyrir 38"

NISSAN Terrano hefur fengið andlitslyftingu og nýjan búnað, þ.ám. þriggja lítra, 154 hestafla vél, þá sömu og í Patrol, og auk þess sömu afturhásingu og millikassa. Nú hefur fyrsta bílnum af nýju gerðinni verið breytt fyrir 38 tommu dekk. Meira
20. nóvember 2002 | Bílablað | 409 orð | 3 myndir

Nýr byltingarkenndur hjálmur í Formula 1

ÖKUMENN í Formula 1-kappakstrinum hafa kvartað sáran undan nýjum hjálmi sem alþjóðaakstursíþróttasambandið, FIA, gerir þeim skylt að nota á næsta keppnistímabili. Meira
20. nóvember 2002 | Bílablað | 183 orð | 2 myndir

Nýr Porsche Boxster og 911?

NÝLEGA var Porsche Boxster kynntur eftir lítilsháttar breytingar, svokallaða andlitslyftingu. Meira
20. nóvember 2002 | Bílablað | 213 orð | 3 myndir

Renault Mégane II bíll ársins 2003 í Evrópu

RENAULT Mégane II hefur verið valinn bíll ársins 2003 í Evrópu af samtökum evrópskra bílablaðamanna. Í umsögn um valið segir að öllum þyki ytra útlit Mégane djarflegt fyrir svo vinsælan fjöldaframleiðslubíl. Meira
20. nóvember 2002 | Bílablað | 539 orð | 6 myndir

Ski-doo REV og Yamaha REX-1 stóra byltingin

SÝNINGIN Vetrarlíf var haldin í Vetrargarðinum í Smáralind um síðustu helgi. Það er Landssamband íslenskra vélsleðamanna sem stendur að sýningunni og þar gafst áhugasömum tækifæri til að kynna sér það nýjasta í vélsleðum og aukahlutum. Meira
20. nóvember 2002 | Bílablað | 170 orð | 1 mynd

Smásportari frá Opel

OPEL ætlar ekki að láta sitt eftir liggja þegar kemur að litlum sportbílum, svokölluðum "roadster"-bílum. Fjölmargir slíkir bílar hafa komið fram að undanförnu, t.a.m. Peugeot 206 CC, Smart Roadster, Ford Puma og fleiri. Meira
20. nóvember 2002 | Bílablað | 98 orð

Toyota Land Cruiser

Vél: 4.664 rúmsentimetrar, átta strokkar, 32 ventlar, tveir yfirliggjandi knastásar. Afl: 235 hestöfl við 4.800 snúninga á mínútu. Tog: 434 Nm við 3.400 snúninga á mínútu. Drif: Sídrif, hátt og lágt drif. Gírkassi: Fimm þrepa sjálfskipting. Lengd: 4. Meira
20. nóvember 2002 | Bílablað | 71 orð | 2 myndir

VW með augun á Paris-Dakar

VOLKSWAGEN bindur miklar vonir við að þessi illskeytti fjórhjóladrifsbíll landi fyrsta titlinum fyrir fyrirtækið í Paris-Dakar-rallinu. Meira

Ýmis aukablöð

20. nóvember 2002 | Bókablað | 534 orð | 1 mynd

Að láta lopann hlaupa

133 bls. Vaka-Helgafell. 2002. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 1048 orð | 2 myndir

Að slengja orðræðunni

225 bls. Bjartur, 2002. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 620 orð | 1 mynd

Allt á einum stað

336 bls. Mál og menning. 2002. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 670 orð | 2 myndir

Andað köldu

268 bls. Mál og menning. 2002. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 515 orð | 1 mynd

Aukaslag í hjartanu

75 bls. Mál og menning, 2002. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 1143 orð | 1 mynd

Bakraddir bernskunnar

176 bls. JPV-útgáfa. 2002. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 88 orð | 1 mynd

Blíðfinnur enn á ferð

Blíðfinnur og svörtu teningarnir - ferðin til Targíu er eftir Þorvald Þorsteinsson. Það er vor og Blíðfinnur undirbýr enn eitt dásemdasumar í garðinum sínum. En út við sjóndeildarhring hrannast upp kolsvört reykjarský. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 523 orð | 1 mynd

Bylting ljóðformsins

Um íslenska ljóðagerð á 20. öld. Til heiðurs Eysteini Þorvaldssyni sjötugum. Baldur Hafstað og Þórður Helgason önnuðust útgáfuna. Gutenberg prentaði. Ormstunga 2002 - 450 síður. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 82 orð | 1 mynd

Börn

Snjóbörnin - Litli Bylur er þýdd af Magneu J. Matthíasdóttur. Fyrsta bókin í flokki þar sem stuðst er við handrit Petters Wallace/TV2 að sjónvarpsþáttum sem sýndir eru víða um heim, m.a. á Stöð 2. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 113 orð | 1 mynd

Börn

Gulur, rauður, grænn og blár - ferðahandbók barna er eftir Björn Hróarsson jarðfræðing. Bókin er ætluð börnum á öllum aldri. Hún inniheldur 126 ljósmyndir frá Íslandi og myndatexta sem útskýrir það sem á myndinni er. Í fréttatilkynningu segir m.a. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 68 orð | 1 mynd

Börn

Njála er í endursögn Brynhildar Þórarinsdóttur með myndskreytingum Margrétar Laxness. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 93 orð | 1 mynd

Börn

Skrýtnastur er maður sjálfur - Hver var Halldór Laxness ? er eftir Auði Jónsdóttur. Hún setur upp mynd af afa sínum, Halldóri Kiljan Laxness, bæði sem litlum dreng og þeim gamla manni sem hún þekkti. Í kynningu segir m.a. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 97 orð | 1 mynd

Börn

Sögurnar um Evu Klöru er eftir Heiði Baldursdóttur. Eva Klara er nýflutt í stóra blokk í nýju hverfi þar sem nóg er að gera fyrir fjöruga stelpu og vini hennar. Eva Klara fær oft skrýtnar hugmyndir og sögurnar hennar eru stundum lyginni líkastar. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 357 orð

Flugurnar ekki farnar

Hrafn Jökulsson bjó til prentunar. JPV-útgáfa. 2002. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 852 orð | 1 mynd

Form í samræmi við sál ljóðsins

1. Það er sumardagur í vetri, þegar ég banka upp á hjá Þorsteini frá Hamri til að spjalla við hann um hans sextándu ljóðabók; Meira en mynd og grunur. "Þetta er einstök tíð," segir skáldið. "Ég fór út áðan bara á skyrtunni. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 90 orð | 1 mynd

Frásagnir

Suðurnesjamenn hefur Gylfi Guðmundsson skráð. Bókin hefur að geyma frásagnir fólks af Suðurnesjum. Rúnar Júlíusson tónlistarmaður rifjar upp liðna tíð í poppinu, Dagbjartur Einarsson útgerðarmaður í Grindavík játar því að hann sé sægreifi. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 276 orð | 2 myndir

Frumlegur furðufugl

Hönnun og umbrot Margrét Laxness. Mál og menning, Reykjavík, 2002. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 500 orð | 1 mynd

Harpa stendur í stórræðum

Mál og menning, 2002. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 119 orð | 1 mynd

Kennsla

Aukin gæði náms - Skóli sem lærir er handbók fyrir skóla sem vilja læra og þróast. Höfundar eru Jón Baldvin Hannesson skólaráðgjafi, Rósa Eggertsdóttir og Rúnar Sigþórsson sem starfa við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Bókinni er m.a. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 146 orð | 1 mynd

Lífshlaup

Yfir djúpið breiða er saga Þóru Snorradóttur en hún veiktist af krabbameini fertug að aldri og í fjögur ár háði hún harða baráttu. Þau átök urðu tilefni þeirrar sjálfsrýni og íhugunar sem hún skráði í þessa bók. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 96 orð | 1 mynd

Lífsstíll

Aftur upp á yfirborðið, aðferðir til könnunar á meðvitundinni er kennslubók í fyrsta hluta Avatar og leiðsögubók eftir Harry Palmer í íslenskri þýðingu Sigurðar Bárðarsonar . Bókin er í vinnubókarformi. Í fréttatilkynningu segir m.a. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 91 orð | 1 mynd

Ljóð

Innbær - útland nefnist nýjasta bók Sigmundar Ernis Rúnarssonar og hefur að geyma ljóð og ljóðsögur. Sigmundur Ernir ferðast með lesendur víða um heim. Það er lagt af stað innan úr þröngum firði og farið út um álfur og heima. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 59 orð | 1 mynd

Ljóð

Masculinity Revisited - It is Good to be a Man nefnist ljóðabók Braga Skúlasonar sjúkrahúsprests og er hún jafnframt fyrst bók höfundar á ensku. Bókin inniheldur 39 ljóð sem öll fjalla um reynsluheim karla og vangaveltur tengdar honum. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 55 orð | 1 mynd

Ljóð

Kona fjarskans - konan hér nefnist ný ljóðabók Normu E. Samúelsdóttur. Bókin inniheldur 56 persónuleg ljóð um trúnað manns við tilfinningar af öllu tagi, jafnt þær sem vakna í einsemd sem og í félagsskap annarra. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 93 orð | 1 mynd

Ljóð

Óræða hefur að geyma ljóð Hallbergs Hallmundssonar . Bókin er ellefta ljóðabók Hallbergs, sem einnig hefur fengist allmikið við þýðingar og hefur gefið út aðrar ellefu bækur og kver með þýddum ljóðum. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 122 orð | 1 mynd

LoveStar

Lovestar er titill nýrrar skáldsögu Andra Snæs Magnasonar sem kemur út í dag. Andri Snær varð þjóðþekktur þegar bók hans Sagan af bláa hnettinum kom út fyrir þremur árum. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 468 orð | 1 mynd

Mamma Sómalía

JPV-útgáfa, 2002, Halla Sverrisdóttir þýddi, 191 bls. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 321 orð | 1 mynd

Með sel á tungu

82 bls. Reykjavík. 2002. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 1041 orð | 1 mynd

"...þó annað segi stjörnur tvær"

1 Óneitanlega fær texti Ása í Bæ, Ég veit þú kemur, á sig annan blæ þegar upplýst er að hann hafi ort hann til félaga síns Oddgeirs Kristjánssonar lagahöfundar sem á einmitt lagið við textann. Rómantíkin minnkar eilítið við þessar upplýsingar. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 83 orð | 1 mynd

Reynslusaga

Barist fyrir frelsinu er sönn saga Guðríðar Örnu Ingólfsdóttur og Hebu Shahin og flótta þeirra frá Egyptalandi. Björn Ingi Hrafnsson skráði. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 147 orð | 1 mynd

Saga

Ísland á 20. öld er eftir Helga Skúla Kjartansson sagnfræðing. Þetta er fyrsta yfirlitsritið í samfelldu máli um Íslandssögu nýliðinnar aldar segir í fréttatilkynningu. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 86 orð | 1 mynd

Sagnfræði

Vitar á Íslandi - Leiðarljós á landsins ströndum 1878-2002 er skráð af Kristjáni Sveinssyni sagnfræðingi, Guðmundi Bernódussyni, fyrrverandi vitaverði, og Guðmundi L. Hafsteinssyni arkitekt. Bókin hefur að geyma sögu og þróun vitamála á Íslandi. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 85 orð | 1 mynd

Sakamál

Norræn sakamál 2002 inniheldur frásagnir af störfum lögreglumanna á Íslandi og á Norðurlöndum. Fyrsta bókin kom út í fyrra en ritröðinni er ætlað að koma út árlega. Þær bera allar sama nafnið en eru auðkenndar með ártali. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 607 orð | 1 mynd

Seiður sunnan jökla

336 bls. Mál og mynd. 2002. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 86 orð | 1 mynd

Skáldsaga

Áform er eftir Michel Houellebecq í íslenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar. Michel hefur ofnæmi fyrir samskiptum við annað fólk en unir sér við klám og skyndikynlíf. Í Taílandi kynnist hann Valérie sem starfar hjá ferðaskrifstofu. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 108 orð | 1 mynd

Skáldsaga

Vegalínur nefnist fyrsta skáldsaga Ara Trausta Guðmundssonar . Allar fjalla sögurnar um ferðalanga sem komast í kynni við nýja staði og nýtt fólk, mæta framandlegum aðstæðum og atburðum. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 127 orð | 1 mynd

Skáldsaga

Veröld okkar vandalausra er eftir Kazuo Ishiguro í íslenskri þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur . Hér er sögð saga einkennilegs manns, Christophers Banks, sem elst upp meðal ættingja sinna í Bretlandi á millistríðsárunum. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 352 orð | 1 mynd

Skítadjobb í skítaveðri

349 bls. Mál og menning. 2002. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 79 orð | 1 mynd

Smásögur

Eins og vax hefur að geyma nýjar smásögur eftir Þórarin Eldjárn. Þórarinn hefur um árabil verið meðal fremstu rithöfunda þjóðarinnar. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 503 orð | 1 mynd

Valkyrju saknað

272 bls. Almenna bókafélagið. 2002. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 652 orð | 1 mynd

Venjulegur maður

í þýðingu Sigurðar Pálssonar. JPV-útgáfa, Reykjavík, 2002, 173 bls. Meira
20. nóvember 2002 | Bókablað | 123 orð | 1 mynd

Ævintýri

Molly Moon og Dáleiðslubókin heitir fyrsta bók Georgiu Byng. Molly Moon er tíu ára stelpa og á ekki sjö dagana sæla á munaðarleysingjahælinu þar sem eina glætan í lífi hennar er vinátta þeirra Rockys. Meira

Annað

20. nóvember 2002 | Prófkjör | 229 orð | 1 mynd

4. sætið

"Ég lít svo á að ég sé talsmaður hófsamra viðhorfa innan Sjálfstæðisflokksins." Meira
20. nóvember 2002 | Prófkjör | 329 orð | 1 mynd

Heilbrigðisþjónustan getur orðið tekjulind

"Nú er lag til að heilbrigðisþjónustan skapi gjaldeyristekjur fyrir Íslendinga og nýju fjármagni verði hleypt inn í heilbrigðiskerfið." Meira
20. nóvember 2002 | Prófkjör | 143 orð | 1 mynd

Katrínu í fjórða sætið

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN er eini fjöldaflokkurinn sem Ísland hefur átt. Hið breiða fylgi má rekja til þess að hann hefur sett velferð allra þegnanna á oddinn. Meira
20. nóvember 2002 | Prófkjör | 317 orð | 1 mynd

Raforkufrumvarp í vanda

"Frumvarpið er að litlum hluta byggt á Evrópurétti." Meira
20. nóvember 2002 | Prófkjör | 147 orð | 1 mynd

Ráðherrana í efstu þrjú sætin

TRYGGJA verður ráðherrum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þrjú efstu sætin í prófkjörinu um næstu helgi. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, Geir H. Meira
20. nóvember 2002 | Prófkjör | 163 orð | 1 mynd

Sigurð Kára í 7. sætið

SIGURÐUR Kári Kristjánsson er ungur maður með mikla reynslu og skýra stefnu sem mun nýtast honum vel sem málsvari komandi kynslóða á Alþingi. Ég hef þekkt til hans frá því við spiluðum saman í yngri flokkum Fram í Safamýri. Meira
20. nóvember 2002 | Prófkjör | 193 orð | 1 mynd

Stefnumótun í heilbrigðismálum

"Hagkvæmustu lausnir eru aukin ferliþjónusta og uppbygging hjúkrunarheimila." Meira
20. nóvember 2002 | Prófkjör | 70 orð | 1 mynd

Styðjum Björn

EFTIR að hafa unnið sem aðstoðarmaður Björns í nærri fjögur ár finnst mér hans sterkustu leiðtogahæfileikar felast í skýrri sýn, krafti og kjarki. Hann býr yfir einstakri þekkingu á málefnum Reykjavíkur, mennta- og utanríkismálum. Meira
20. nóvember 2002 | Prófkjör | 370 orð | 1 mynd

Viðskiptafrelsi er allra hagur

"Með afnámi eða lækkun tolla og vörugjalda myndi vöruverð lækka og velsæld aukast." Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.