Greinar fimmtudaginn 21. nóvember 2002

Forsíða

21. nóvember 2002 | Forsíða | 218 orð | 1 mynd

Bush vill enn frekari stækkun NATO

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti lýsti eindregnum stuðningi sínum við sögulega stækkun Atlantshafsbandalagsins (NATO) í gær en gert er ráð fyrir að sjö ríkjum verði boðin aðild að bandalaginu á leiðtogafundi þess sem hefst í Prag í Tékklandi í dag. Meira
21. nóvember 2002 | Forsíða | 89 orð | 1 mynd

Ekki samstaða í ESB

Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, segir að tilraunir utanríkisþjónustunnar til að koma sjónarmiðum Íslands á framfæri við aðildarríki ESB hafi borið nokkurn árangur. Meira
21. nóvember 2002 | Forsíða | 168 orð | 1 mynd

Endurreisnin hafin

TVÖ HUNDRUÐ tuttugu og fimm metra há bygging úr stáli og gleri verður byggð andspænis þeim stað þar sem World Trade Center stóð áður, í stað byggingar sem eyðilagðist í kjölfar þess að tvíburaturnarnir hrundu til jarðar eftir árásirnar á Bandaríkin 11. Meira
21. nóvember 2002 | Forsíða | 181 orð | 1 mynd

Fáum mest allra fyrir fiskinn

BRETAR kaupa meira af fiski og fiskafurðum frá Íslandi en nokkurri annarri þjóð. Sem dæmi um það má nefna að hlutdeild Íslendinga í fiski og frönskum í Bretlandi er jafnvel meiri en þeirra eigin. Meira
21. nóvember 2002 | Forsíða | 269 orð

Kröfurnar eins og Ísland væri í ESB

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að íslenzk stjórnvöld hafi fengið staðfest að útreikningar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins feli í sér að krafizt verði 27-földunar á framlagi Íslands í þróunarsjóði ESB vegna stækkunar þess. Meira
21. nóvember 2002 | Forsíða | 40 orð | 1 mynd

Strandlengjan hreinsuð

SPÆNSKIR sjómenn vinna að hreinsun strandlengjunnar nærri Arteixo í Galisíu-héraði á Spáni í gær. Sandurinn í fjörunni er mengaður af olíu sem hefur borist til lands úr gríska olíuskipinu Prestige undanfarna daga. Meira

Fréttir

21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 112 orð

1.300 rannsóknaverkefni í Háskóla Íslands

Í Háskóla Íslands vinna 430 kennarar og 200 sérfræðingar á 45 fræðasviðum í 11 deildum og 40 stofnunum að 1.300 rannsóknaverkefnum. Árlega er 210 mannárum varið til rannsókna. Eru þá ekki talin með rannsóknaverkefni tæplega 8.000 nemenda skólans. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 87 orð

17 ára ákærður fyrir líkamsárás

RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært 17 ára gamlan pilt fyrir alvarlega líkamsárás en hann er sakaður um að hafa slegið mann sem stóð á stigapalli í fjölbýlishúsi með þeim afleiðingum að maðurinn féll á milli hæða í stigaganginum. Meira
21. nóvember 2002 | Akureyri og nágrenni | 199 orð

67 skip smíðuð hjá stöðinni

FIMMTÍU ár eru á morgun, föstudaginn 22. nóvember, liðin frá stofnun Slippstöðvarinnar á Akureyri. Forgöngu um stofnun félagsins höfðu þeir Skapti Áskelsson, Þorsteinn Þorsteinsson og Herluf Ryel. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 585 orð

Aalborg Portland vísar á bug dylgjum um undirboð

EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá Bjarna Óskari Halldórssyni framkvæmdastjóra, f.h. Aalborg Portland á Ísland hf. Meira
21. nóvember 2002 | Akureyri og nágrenni | 211 orð

Aðild að AFE verði endurskoðuð

FJÁRHAGSSTAÐA Hríseyjarhrepps var til umræðu á síðasta fundi sveitarstjórnar. Kom þar fram að staðan væri ekki góð en að nokkrir þættir væru ekki nógu ljósir á þessum tímapunkti. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 22 orð

Afhenti trúnaðarbréf

KJARTAN Jóhannsson sendiherra hefur afhent Per Stig Møller, utanríkisráðherra Dana og sitjandi forseta ráðherraráðs Evrópusambandsins, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands hjá... Meira
21. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 432 orð | 1 mynd

Aftökur í Bandaríkjunum

TVEIR menn voru teknir af lífi samkvæmt dauðadómum í Bandaríkjunum í fyrrinótt og gær. Í Missouri-ríki var William R. Jones líflátinn með banvænni sprautu fyrir morð er hann framdi 1986. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 818 orð | 1 mynd

Allt að þrjú ár liðin frá því að fyrst var kvartað

SAMKVÆMT ársskýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2001 eru sex mál enn til meðferðar hjá stjórnvöldum eftir að umboðsmaður skilaði áliti í umræddum málum á síðasta ári og beindi þar ákveðnum tilmælum til stjórnvalda. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 162 orð

Almennt gjald fyrir 4 stunda vistun hækkar um 1.100 kr.

ALMENNT leikskólagjald fyrir 4 klukkustunda vistun á leikskólum Reykjavíkur án hádegisverðar hækkar úr 10.900 kr. í 12.000 kr. um næstu áramót og almennt gjald fyrir 5 stunda vistun hækkar úr 13.600 kr. í 15.000 kr. án hádegisverðar skv. Meira
21. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Ashrawi verðlaunuð

PALESTÍNSKA þingkonan Hanan Ashrawi hlaut í gær Olof Palme-verðlaunin fyrir störf sín að sjálfstæðisbaráttu Palestínumanna og samningsvilja sem "hefur áunnið henni virðingu hvarvetna", að því er segir í tilkynningunni um verðlaunin, sem nema 50... Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Ástfangin í sjöunda himni

ÞAÐ var klappað, stappað, hrópað og blístrað í lok frumsýningar á loftfimleikauppfærslu á ástarsögu allra tíma í Borgarleikhúsinu í gær og í lokin stóðu allir frumsýningargestir upp og klöppuðu leikurum, þýðendum, leikstjórum og öðrum aðstandendum... Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 226 orð

Bitnar á barnmörgum fjölskyldum

FORELDRAR sem Morgunblaðið ræddi við eru óánægðir með 8% hækkun leikskólagjalda sem tekur gildi um næstu áramót. "Þetta er orðinn heilmikill peningur sem þarf að borga fyrir leikskóla. Við eigum þrjú börn en erum bara með eitt barn á leikskóla núna. Meira
21. nóvember 2002 | Landsbyggðin | 643 orð | 1 mynd

Blóðberg ræktað sem krydd til útflutnings

TILRAUNIR með ræktun blóðbergs í sandakri hafa staðið yfir á Sandi í Aðaldal undanfarin þrjú ár og segir Sigfús Bjartmarsson sem hefur unnið að þessum tilraunum að hann hafi byrjað á þessu vegna þess að sér hafi fundist það eina leiðin til þess að auka... Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 506 orð | 1 mynd

Brákarborg 50 ára Í tilefni af...

Brákarborg 50 ára Í tilefni af hálfrar aldar afmæli Brákarborgar, sem haldið verður upp á morgun, föstudaginn 22. nóvember, er aðstandendum og velunnurum boðið í heimsókn og að þiggja léttar veitingar. Frá kl. 14. Meira
21. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Búlgarar fagna NATO

Verkamenn í Sofiu, höfuðborg Búlgaríu, koma fyrir stórri stjörnu, merki Atlantshafsbandalagsins (NATO), við húsakynni forseta landsins og ríkisstjórnarinnar í gær. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 122 orð

Dæmdur til að greiða 19,1 milljón í sekt

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt framkvæmdastjóra vélaleigu í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 19,1 milljón króna í sekt, fyrir að standa ekki skil á virðisaukaskattskýrslum fyrir einkahlutafélag sitt eða skila röngum skýrslum á... Meira
21. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 229 orð

Einokun til fyrirmyndar

SÆNSKA áfengiseinokunarverzlunin Systembolaget hóf í gær áberandi auglýsingaherferð í flestum fjölmiðlum landsins, þar sem frönsk stjórnvöld eru hvött til að taka sér hið sænska áfengissölukerfi til fyrirmyndar. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Endurráðinn rektor á Bifröst

RUNÓLFUR Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, hefur af stjórn háskólans verið endurráðinn rektor til næstu fjögurra ára. Meira
21. nóvember 2002 | Suðurnes | 311 orð | 1 mynd

Feitur karl eða brotnar rúður

"ÉG ER óperusöngvari. Hvað dettur ykkur í hug þegar þið heyrið um óperu eða óperusöngvara? Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

Fékk þjónustuorðu Sameinuðu þjóðanna

HRAFN Grétarsson lögreglumaður sem starfar sem hópstjóri í öryggisgæslusveitum sérsveita alþjóðalögregluliðs Sameinuðu þjóðanna í Pristina í Kosovo fékk í vikunni afhenta þjónustuorðu fyrir störf sín á vegum SÞ. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 79 orð

Fjárlagafrumvarpið áfall

Í ÁLYKTUN stjórnar Kennarasambands Íslands, KÍ, sem send var fjölmiðlum í gær, eru stjórnvöld hvött til að beita sér fyrir endurskoðun fjárveitinga til framhaldsskóla við afgreiðslu fjárlaga. Meira
21. nóvember 2002 | Suðurnes | 82 orð

Fjörstöðin hefur útsendingar

FJÖRSTÖÐIN, útvarpsstöð unglinganna í félagsmiðstöðinni Fjörheimum í Reykjanesbæ, hefur útsendingar í dag. Unglingarnir senda út eigin þætti frá klukkan 16 til 22 alla virka daga fram á fimmtudag í næstu viku. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 80 orð

Forval á sex vélasamstæðum

VEGNA fyrirhugaðra framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun hefur Landsvirkjun óskað eftir verktökum til að taka þátt í forvali fyrir útboð á afhendingu og uppsetningu á sex vélasamstæðum. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 292 orð

Framkvæmd prófkjörs verði tekin fyrir í miðstjórn

FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðisfélaganna á Akranesi harmar þá ágalla sem urðu á utankjörfundaratkvæðagreiðslu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi en áréttar að framkvæmd atkvæðagreiðslunnar hafi verið samkvæmt bestu vitund þeirra sem að henni... Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 520 orð | 1 mynd

Grunar að syni sínum hafi verið ráðinn bani

FORELDRAR Hjálmars Björnssonar, 16 ára pilts sem fannst látinn við árbakka í Rotterdam í Hollandi í lok júní síðastliðins, sætta sig ekki við þá rannsókn sem fram hefur farið hjá hollenskum yfirvöldum. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 488 orð

Halli MK upp á 163 milljónir

VIÐ síðustu áramót höfðu framhaldsskólarnir ráðstafað 335 milljónum umfram fjárheimildir. Mestur halli er á rekstri Menntaskólans í Kópavogi sem hafði ráðstafað 163 milljónum umfram heimildir um síðustu áramót. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 476 orð | 2 myndir

Innri leiðin þremur milljörðum ódýrari

TVEIR þingmenn Reykjavíkur, Guðmundur Hallvarðsson, formaður samgöngunefndar, og Ólafur Örn Haraldsson, formaður fjárlaganefndar, vilja knýja á um að teknar verði ákvarðanir varðandi Sundabraut innan fárra mánaða og leggja áherslu á að svonefnd innri... Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 58 orð

Í dag S igmund 8 M...

Í dag S igmund 8 M enntun 36/37 E rlent 18/21 U mræðan 38/43 H öfuðborgin 22/23 M inningar 44/47 A kureyri 24 K irkjustarf 48 S uðurnes 25 B réf 52/53 L andið 26 D agbók 54/55 N eytendur 27 F ólk 56/61 L istir 28/31 B íó 58/61 F orystugrein 32 L... Meira
21. nóvember 2002 | Akureyri og nágrenni | 155 orð | 1 mynd

Jólabjór á markað

VÍFILFELL hefur sett Jólabjór á markað en þetta er tólfta árið sem framleiddur er Víking Jólabjór. Bruggun jólabjórsins er sérstök en talsvert lengri tíma tekur að brugga hann en hefðbundinn lagerbjór og er hann því aðeins framleiddur í takmörkuðu magni. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Jólakort Félags heyrnarlausra komið út

FÉLAG heyrnarlausra hefur hafið sölu á jólakortum til styrktar félaginu. Kortin eru myndskreytt af heyrnarlausum listamanni og eru til sölu á skrifstofu félagsins, Laugavegi 103, 3. hæð en einnig er hægt að fá þau send í póstkröfu. Meira
21. nóvember 2002 | Akureyri og nágrenni | 159 orð | 1 mynd

Jólaljósin sett upp í Áshlíðinni

HELDUR drungalegt er yfir skammdeginu á Akureyri þessa dagana, enda nánast allur snjór horfinn í veðurblíðunni. Þá eru frekar fáir bæjarbúar farnir að setja upp jólaljós við heimili sín. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 49 orð

Kosningavefur á mbl.is

Sérstakur kosningavefur hefur verið opnaður á mbl.is. Meira
21. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 827 orð | 1 mynd

Krafa gerð um aðgang að sjávarútvegi EFTA-ríkja

ESB krefst bæði hárra fjárhæða og aðgangs að fjárfestingum í sjávarútvegi ef ganga á að kröfum Íslendinga og Norðmanna í tengslum við stækkun EES. Auðunn Arnórsson rekur hér þær upplýsingar sem fyrir liggja um þetta. Meira
21. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 385 orð

Krufning fyrir almenning?

ÞÝSKI læknaprófessorinn Gunther von Hagens sagðist í gær staðráðinn í að láta af því verða að kryfja lík liðlega sjötugs karlmanns frammi fyrir 500 áhorfendum og myndavélum sjónvarpsmanna. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 741 orð | 3 myndir

Kvarnirnar geyma dýrmætar upplýsingar

"ENGINN vafi leikur á því að án stuðningsins frá ESB hefði verkefnið aldrei orðið jafnviðamikið og raun ber vitni. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 313 orð

Laun hækka ekki 1. desember

FÉLAGSMENN í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar fá ekki launahækkun um næstu mánaðamót eins og samið var um í kjarasamningi sem gerður var í upphafi árs 2000. Ástæðan er sú að vinnu við gerð starfsmatskerfis er ekki lokið. Meira
21. nóvember 2002 | Miðopna | 1829 orð | 1 mynd

Leitin að tilgangi NATO

Búast má við róttækum breytingum á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Prag í dag. Ólafur Þ. Stephensen segir að ákvörðun um að bjóða sjö nýjum ríkjum aðild falli í skuggann af ákafri leit bandalagsins að tilgangi í breyttum heimi. Meira
21. nóvember 2002 | Akureyri og nágrenni | 79 orð

Lesið verður upp úr nýútkomnum bókum...

Lesið verður upp úr nýútkomnum bókum í Deiglunni, Kaupvangsstræti, í kvöld, fimmtudagskvöldið 21. nóvember og hefst dagskráin kl. 20.30. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

Lestrarörðugleikar 15.000 Íslendinga

TÓMAS Ingi Olrich menntamálaráðherra sagði á Alþingi í gær að samkvæmt alþjóðlegum niðurstöðum um ólæsi mætti gera ráð fyrir því að um 8% Íslendinga eða um 15. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 148 orð

Ljósmyndakeppni á vefsíðu

NÝHAFIN er ljósmyndakeppni á vefsíðunni www.ljosmyndari.is í 4. sinn. Keppnin er öllum opin og hver einstaklingur getur sent inn allt að þrjár myndir. Myndefnið er frjálst. Eingöngu er tekið á móti myndum í tölvupósti, ljosmyndari@ljosmyndari.is. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 173 orð

Lýst eftir vitnum

LÝST er eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð fyrir utan Leifsgötu 32 í Reykjavík þriðjudaginn 12. nóvember á milli kl. 18 og 20. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 128 orð

Lögmenn fá frest fram í febrúar

LÖGMENN í þeim sex málum sem þingfest voru í Héraðsdómi Suðurlands í gær vegna úrskurða óbyggðanefndar fengu frest hjá Ingveldi Einarsdóttur héraðsdómara til 5. febrúar nk. til að skila inn greinargerðum. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 123 orð

Málið hugsanlega rætt á fundi ráðherra

SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmálaráðherra hefur í nýlegu bréfi til aðstandenda Hjálmars heitins Björnssonar heitið því að taka mál hans upp við hollenska dómsmálaráðherrann á fundi í London í næstu viku, hafi umbeðin svör ekki borist frá hollensku... Meira
21. nóvember 2002 | Landsbyggðin | 151 orð | 1 mynd

Menningarstarf í gömlu slökkvistöðina?

BÆJARSTJÓRN Akraness samþykkti einróma á dögunum tillögu þess efnis að fela nokkrum af sviðstjórum bæjarfélagsins það verkefni að koma með tillögur um framtíðarnotkun gömlu slökkvistöðvar bæjarins sem stendur við Laugarbraut. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Mótmæltu við höfuðstöðvar Landsvirkjunar

"STÓRIÐJUBRJÁLÆÐI" og "Ál-lendi Íslands" var meðal þess sem stóð á kröfuspjöldum áhugahóps um náttúru Íslands sem mótmælti fyrirhugaðri Kárahnjúkavirkjun og Norðlingölduveitu fyrir utan höfuðstöðvar Landsvirkjunar í hádeginu í gær. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Nefndadagar á Alþingi

KOLBRÚN Halldórsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, gæti verið að búa sig undir svokallaða nefndadaga, en á nefndadögum fara ekki fram reglubundnir þingfundir. Þingmenn fá því tækifæri til að sinna eingöngu nefndastörfum. Meira
21. nóvember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 41 orð

Niðurstöður íbúaþings kynntar

NIÐURSTÖÐUR íbúaþings sem haldið var í Grafarvogi þann 19. október verða kynntar á almennum fundi þriðjudaginn 26. nóvember. Til stóð að kynna niðurstöðurnar á fundi 7. nóvember en því var frestað. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 271 orð

Nýsir inn í heilsumiðstöð

NÝSIR hf., ráðgjafar- og rekstrarþjónusta, hefur komið inn í samning sem Björn Leifsson í World Class gerði við Reykjavíkurborg í vor um byggingu heilsumiðstöðvar. Eftir breytinguna mun Nýsir eiga líkamsræktarstöðina til hálfs á móti Birni. Meira
21. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 174 orð

Nýtt ráðuneyti heimavarna

ÖLDUNGADEILD Bandaríkjaþings samþykkti með 90 atkvæðum gegn 9 tillögur George W. Bush forseta um stofnun ráðuneytisins á þriðjudagskvöld með þorra atkvæða en áður hafði fulltrúadeildin samþykkt tillöguna. Meira
21. nóvember 2002 | Suðurnes | 83 orð

Opið hús í Tjarnarseli

OPIÐ hús verður í leikskólanum Tjarnarseli í Keflavík föstudaginn 22. október, frá klukkan 10.30 til 16, í tilefni þess að liðin eru 35 ár frá því bæjarfélagið hóf rekstur skólans. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 71 orð

Orðabókin söluhæst

ÍSLENSK orðabók undir ritstjórn Marðar Árnasonar var mest selda bókin á Íslandi dagana 1. til 18. nóvember, samkvæmt samantekt Félagsvísindastofnunar. Meira
21. nóvember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 383 orð | 1 mynd

"Okkar eigin menningar- og handverksdagur"

ÞAÐ verður líf og fjör á Skólavörðustígnum í dag því þar verður haldinn handverksdagur sem mun verða opinn langt fram á kvöld. Tilefnið er opnun vestnorrænu handverkssýningarinnar Arts and crafts sem hefst í Laugardalshöll í dag. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 419 orð | 1 mynd

Raunverulegt framfaraspor í þágu barna

"MÉR er sérstök ánægja að tilkynna þá ákvörðun stjórnar Barnaheilla að fyrstu viðurkenningu samtakanna fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra hlýtur Barnahús," sagði Guðbjörg Björnsdóttir, formaður Barnaheilla, er viðurkenningin... Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 205 orð

Ráðherra skipar nefnd um skipulag Landspítalans við Hringbraut

HEILBRIGÐIS- og tryggingamálaráðherra hefur skipað nefnd til að setja fram álit um skipulag húsnæðis og lóðar Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Meira
21. nóvember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 726 orð

Rennsli í Elliðaánum verði jafnað út

AUKA þarf vatnsrennsli í Elliðaánum á þurrkatímum til að koma í veg fyrir að hluti þeirra þorni upp eins og gerst hefur að undanförnu. Þetta er mat Stefáns Jóns Hafstein borgarfulltrúa. Meira
21. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 499 orð | 1 mynd

Reynt að hindra að olíubrák berist að ströndinni

SPÁNVERJAR og Portúgalar reyndu í gær að koma í veg fyrir að olíubrák frá olíuskipinu Prestige, sem sökk undan norðvesturströnd Spánar í fyrradag, bærist upp að ströndinni og skaðaði lífríkið. Meira
21. nóvember 2002 | Miðopna | 968 orð | 2 myndir

R-listi að vega að félagsstarfi aldraðra

BJÖRN Bjarnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir mjög óskynsamlegt að leggja niður skipulagt félagsstarf í fimm af fjórtán félagsmiðstöðvum aldraðra í Reykjavík, eins og til stendur að gera. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 91 orð

Röng mynd Röng mynd og myndatexti...

Röng mynd Röng mynd og myndatexti birtist með grein um fimmtíu ára afmæli Hestamannafélagsins Freyfaxa á Austurlandi í blaðinu í gær. Einnig var misfarið í fyrirsögn með nafn félagssvæðis Freyfaxa á Stekkhólma á Völlum og það kallað Vallhólmi. Meira
21. nóvember 2002 | Suðurnes | 359 orð

Samfylkingin vill auglýsa stöður forstöðumanna

BREYTINGAR á stjórnskipulagi Reykjanesbæjar voru samþykktar samhljóða á fundi bæjarstjórnar í fyrrakvöld. Meira
21. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 177 orð

Samið um frið í Aceh-héraði í Indónesíu

STJÓRNVÖLD í Indónesíu og uppreisnarmenn í Aceh-héraði hafa náð samkomulagi um að binda enda á átök, sem staðið hafa um áratugaskeið, og verður skrifað undir samninga þess efnis í næsta mánuði. Frá þessu var greint á þriðjudaginn. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 305 orð | 1 mynd

Samningur um innra eftirlit

RE/MAX fasteignasölurnar og ráðgjafarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers (PwC) hafa gert með sér samning um að PwC sjái um innra eftirlit með fasteignasölum sem nota RE/MAX sölukerfið. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 1720 orð | 2 myndir

Samstaða um gæði menntunar skiptir mestu

Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, segir tillögur sem sendar hafa verið til menntamálaráðherra, um breytingu á lögum um háskóla, í samræmi við stefnu evrópskra háskóla um samræmingu háskólanáms og gæði háskólamenntunar. Með þeim sé ekki höggvið að rekstrargrundvelli sjálfseignarstofnana en Páll segir að það kerfi sem hér hefur verið innleitt mismuni háskólum eftir rekstrarformi og þekkist hvergi í umheiminum. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 411 orð | 1 mynd

Sekur um kynferðisbrot gegn þremur stúlkum

MAÐUR sem framdi ítrekuð kynferðisbrot gegn þremur ungum stúlkum, m.a. hálfsystur sinni, var í gær dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness. Þar af voru 15 mánuðir skilorðsbundnir til þriggja ára. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 163 orð

Skar í sundur slagæð og bláæð

KONAN hlaut nokkur sár á höfði og í andliti sem sauma þurfti með allt að 30-40 sporum, marðist mikið í andliti, einkum í kringum augu og yfir nefi, nefbrotnaði, marðist og tognaði á hálsi, marðist mikið á báðum handleggjum og rasskinnum, hlaut opið sár á... Meira
21. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 389 orð | 1 mynd

Skiptar skoðanir um sigurmöguleika Mitzna

AMRAM Mitzna, borgarstjóri Haifa, áréttaði loforð sín um að flytja alla hermenn Ísraela frá Gaza-svæðinu og fækka þeim á Vesturbakkanum eftir að hann var kjörinn leiðtogi Verkamannaflokksins í Ísrael í fyrradag. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 484 orð | 1 mynd

Skólahverfi myndu efla innra starf skólanna

BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn vilja skipta borginni í nokkur skólahverfi og að þegar í stað verði brugðist við fréttum af sölu eiturlyfja í grunnskólum með því að stofna samráðshóp. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 249 orð

Slysin staðsett með GPS-tækni

NÁKVÆM staðsetning slysa á vegum landsins hófst að marki árið 2000 þegar lögreglan hóf að nýta sér GPS-tæknina við skráningu þeirra en gera má ráð fyrir að slíkt auðveldi Vegagerðinni að grípa til úrbóta þar sem þess er þörf. Meira
21. nóvember 2002 | Miðopna | 168 orð

Snýst um "allsherjarumbreytingu"

Atlantshafsbandalagið hefur ekki haldið mjög marga leiðtogafundi á borð við þann, sem hefst í Prag í dag. Hann er aðeins sá sextándi í röðinni í 53 ára sögu bandalagsins. Meira
21. nóvember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 62 orð | 1 mynd

Sprett úr spori á Rauðarárstíg

ÞESSI hvutti þeystist áfram með eiganda sinn í eftirdragi á dögunum enda sjálfsagt fátt betra fyrir hund en að fá að hreyfa skrokkinn undir berum himni. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Starfsmenn Flugleiða fjölmenntu

STARFSFÓLK Flugleiða lét sig ekki vanta á fund félagsins, þar sem kynntar voru viðamiklar breytingar á skipulagi þess. Á fundinum kom fram, að Flugleiðir hf. verða eignarhaldsfélag ellefu fyrirtækja í ferðaþjónustu og flugrekstri. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 787 orð | 1 mynd

Stærsta sýningin af þessu tagi hér á landi

Lilja Kolbrún Bjarnadóttir er fædd 24. júlí 1969. Hún er rekstrarhagfræðingur frá Bifröst 1993 og útskrifaðist úr stjórnfræði frá Háskólanum á Akureyri 1995. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 447 orð | 4 myndir

Sumir fuglanna gætu lifað af veturinn

SJALDAN hafa jafnmargar tegundir fugla flækst hingað til lands eins og á nýliðnu hausti, en í september og okóber komu ríflega 100 tegundir flækingsfugla, sem hröktust af leið sinni frá varpstöðvum í Skandinavíu, að talið er, til vetrarstöðva í fjarlægum... Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 170 orð

Tupper-ware fyrir milljarð á 12 árum

FYRRVERANDI umboðsmenn Tupperware hafa verið dæmdir til að greiða Tupperware Nordic um 20 milljónir vegna óuppgerðrar viðskiptaskuldar. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 128 orð

Tvær stúlkur kærðu kynferðisbrot

KARLMANNI, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hann hafi framið kynferðisbrot gegn tveimur unglingsstúlkum, var sleppt úr haldi í fyrrakvöld. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 491 orð | 1 mynd

Tvöfalt úthlutunarkerfi fyrir kvikmyndir

ÚTHLUTUNARNEFND Kvikmyndasjóðs mun heyra sögunni til, verði tillögur að reglugerð um Kvikmyndasjóð Íslands að veruleika, sem nú eru til umfjöllunar fagfélaga, sjónvarpsstöðva og Kvikmyndasjóðs. Í staðinn verður tekið upp tvöfalt úthlutunarkerfi. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 253 orð

Umfang brota ekki ljóst

ÞRÍR menn hafa verið yfirheyrðir með réttarstöðu grunaðra manna vegna rannsóknar á misferli með eigur varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, tveir Íslendingar og einn bandarískur varnarliðsmaður. Fleiri hafa verið yfirheyrðir vegna málsins. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 190 orð

Umferðarþing verður haldið á Grand Hóteli...

Umferðarþing verður haldið á Grand Hóteli Reykjavík við Sigtún, í dag, fimmtudaginn 21. kl. 10 og föstudaginn 22. nóvember. Viðurkenning Umferðarráðs, Umferðarljósið, verður veitt fyrir árangursrík störf á sviði umferðaröryggismála. Meira
21. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 356 orð

Ungir Bandaríkjamenn vita ekki hvar Írak er

UNGIR Bandaríkjamenn kunna innan skamms að þurfa að halda í stríð til Íraks, en fæstir þeirra geta þó staðsett það land á korti, að því er Bandaríska landafræðifélagið (National Geographic Society) greindi frá í gær. Meira
21. nóvember 2002 | Akureyri og nágrenni | 147 orð

Úrslitalögin tekin nyrðra

ÚRSLITAKEPPNI Söngkeppni framhaldsskólanna vorið 2003 fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri 29. mars, en þátttökurétt í keppninni hafa sigurvegarar í undankeppni sem haldin er í framhaldsskólum landsins fyrr á skólaárinu. Meira
21. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 279 orð

Varað við skorti á fjármagni til bólusetninga

SJÚKDÓMAR er lagðir hafa verið að velli gætu tekið sig upp á ný verði ekki meira fjármagni varið til bólusetninga, að því er fram kom í viðvörun frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO), Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Alþjóðabankanum í gær. Meira
21. nóvember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 248 orð | 1 mynd

Verð Héðinslóðarinnar of hátt

EKKI er útlit fyrir að samningar náist milli bæjaryfirvalda í Garðabæ og eigenda Héðinslóðarinnar svokölluðu um kaup þeirra fyrrnefndu á lóðinni en kaupverð hennar ásamt mannvirkjum yrði að lágmarki 450 milljónir króna. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 260 orð

Veruleg iðgjaldahækkun brunatrygginga um áramót

SJÓVÁ-Almennar og Tryggingamiðstöðin hafa ákveðið að hækka iðgjöld brunatrygginga verulega um næstu áramót auk þess sem VÍS hefur verið að skoða þau mál alvarlega. Meira
21. nóvember 2002 | Akureyri og nágrenni | 104 orð

Vetrarsport um helgina

ÚTILÍFSSÝNINGIN Vetrarsport 2003 verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri um helgina, dagana 23. og 24. nóvember. Þetta er í sextánda sinni sem sýningin er haldin á Akureyri og hefur hún unnið sér sess meðal vélsleðamanna. Meira
21. nóvember 2002 | Landsbyggðin | 251 orð | 1 mynd

Vilja göngustíg með bökkum Lagarfljóts

FRAMFARAFÉLAG Fljótsdalshéraðs hefur á undanförnum vikum staðið fyrir raðgöngu með bökkum Lagarfljóts. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 278 orð

Vinstri-grænir vilja gerbreytta stjórnarstefnu

FUNDUR flokksráðs Vinstrihreyf ingarinnar - græns framboðs hvetur forystu flokksins, stjórn, þingflokk og væntanlega frambjóðendur til einarðrar baráttu fyrir myndun velferðarstjórnar og gerbreyttri stefnu í umhverfismálum. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 442 orð | 2 myndir

Vímuvarnarskólinn verði endurvakinn

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu borgarstjóra um að skipaður verði þriggja manna starfshópur til þess að endurskoða fyrirkomulag forvarnarstarfs í borginni. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 280 orð

Vonast til að læknadeilan leysist hið fyrsta

JÓN Kristjánsson heilbrigðisráðherra ítrekaði í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær að hann vonaðist til þess að málefni heilsugæslunnar á Suðurnesjum leystist hið fyrsta. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 183 orð | 5 myndir

Yfirlit

VILJA 2,7 MILLJARÐA Útreikningar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gera ráð fyrir sem samsvarar 2,7 milljarða króna framlagi af Íslands hálfu í þróunarsjóð vegna stækkunar ESB. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 229 orð | 1 mynd

Yfir þrjú þúsund gömul próf á Netinu

PRÓFASAFNI Háskóla Íslands verður komið fyrir undir vefkerfi HÍ og er áætlað að opna slóðina á mánudag. Búið er að skanna inn yfir 3.000 próf frá sl. tveimur árum. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 206 orð

Þéttriðið dreifingar- og sölunet

SALA á fíkniefnum meðal grunnskólanemenda verður stöðugt ágengari og að baki þeirri sölu er þéttriðið net dreifingar- og söluaðila. Meira
21. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 226 orð

Þingeyingafélagið í Reykjavík og nágrenni verður...

Þingeyingafélagið í Reykjavík og nágrenni verður 60 ára sunnudaginn 24. nóvember nk. Af því tilefni verður slegið saman árlegu aðventukaffi og boðað til afmælisveislu sem haldin verður í Borgartúni 6 sunnudaginn 24. nóvember kl. 14-16. Meira

Ritstjórnargreinar

21. nóvember 2002 | Staksteinar | 328 orð | 2 myndir

Hvað þarf til að þeir taki við sér?

ÖRYGGISMÁL eru það sem Bæjarins besta, sem gefið er út á Ísafirði, fjallar um í síðasta leiðara sínum. Þar er stórt spurt og krafizt svara. Meira
21. nóvember 2002 | Leiðarar | 826 orð

Saga velferðarríkis

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs er ekki nógu vel að sér í pólitískri sögu á síðari helmingi 20. Meira

Menning

21. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 491 orð

*12 TÓNAR: 5ta herdeildin spilar kl.

*12 TÓNAR: 5ta herdeildin spilar kl. 21 og kynnir efni af nýjum disk. *ARI Í ÖGRI: Hljómsveitin Valíum, þeir Hjörtur og Haraldur, leika og syngja föstudags- og laugardagskvöld. Meira
21. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 639 orð | 1 mynd

Alvarlegir ungir menn

Félagarnir í Daysleeper sögðu Ingu Rún Sigurðardóttur að þeir hefðu fengið flugstart í tónlistinni en það hefði kostað átök að sanna sig. Meira
21. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 307 orð | 2 myndir

Austfjarðarokk

Drengurmaður. Safnplata nokkurra austfirskra rokksveita. Lög eiga hljómsveitirnar Castor, S.H.A.P.E., Bensíntittir dauðans, Metal Magnússon, Önd, Spindlar, Remus, Rufuz og Hroðmør. Upptökustjórn var í höndum Óla Rúnars Jónssonar, um hljóðblöndun sáu Óli og Kristján Edelstein. Jón Skuggi hljómjafnaði. Umsjón með útgáfu höfðu Magnús Bjarni Helgason, Óli Rúnar Jónsson, Kristján Orri Magnússon og Logi Helgu. Meira
21. nóvember 2002 | Leiklist | 911 orð | 1 mynd

Ást í lausu lofti

Höfundur: William Shakespeare. Þýðing: Hallgrímur Helgason. Leikstjórn: Gísli Örn Garðarsson og Agnar Jón Egilsson. Danshöfundur: Katrín Hall. Leikmyndahönnun: Börkur Jónsson. Búningahönnun: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir. Ljósahönnun: Kári Gíslason. Meira
21. nóvember 2002 | Menningarlíf | 202 orð | 1 mynd

Byggingarlist Berlínar í Ými

NÝR arkitektúr í Berlín nefnist raðmyndasýning "Dia-show" sem sendiráð Þýskalands opnar í Ými í dag, kl. 18.30. Hún er í tilefni af 50 ára stjórnmálasambandi Íslands og Þýskalands. Þýski sendiherrann dr. Meira
21. nóvember 2002 | Bókmenntir | 573 orð | 1 mynd

Einn ofvirkur drengur

- Hvernig skólinn kemur til móts við ofvirkan og misþroska dreng, eftir Margréti Þ. Jóelsdóttur. Teikningar: Stephen Fairbairn. Útgefandi: Æskan 2000. 205 bls. Meira
21. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 439 orð | 2 myndir

Ekki bara stuðsveit

Í svörtum fötum með samnefndri hljómsveit. Liðsmenn eru Einar Örn Jónsson sem leikur á hljómborð, Hrafnkell Pálmarsson á gítar, Jón Jósep Snæbjörnsson syngur, Páll Sveinsson leikur á trommur og Sveinn Áki Sveinsson á bassa. Hafþór Guðmundsson stýrði upptökum og annaðist hljóðblöndun, en útsetningar eiga hann og hljómsveitin. Ýmsir lögðu þeim félögum lið við hljóðfæraleik og söng. Meira
21. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 399 orð | 1 mynd

Enginn er ósæranlegur

MEÐAL þeirra sveita sem gefa út diska fyrir þessi jól er hljómsveitin Moonstyx sem lítið hefur látið á sér kræla undanfarið. Skýringin á því er einföld; liðsmenn Moonstyx hafa eytt ævi sveitarinnar að mestu í upptökur á geisladisk. Meira
21. nóvember 2002 | Menningarlíf | 113 orð

Hégómaröskun á Hlemmi

HRAFNHILDUR Arnardóttir opnar sýningu sem hún nefnir "Shrine of my Vanity", Helgidómur hégóma míns, í Galleríi Hlemmi í dag kl. 20. Meira
21. nóvember 2002 | Menningarlíf | 202 orð | 1 mynd

Íslenski dansflokkurinn á faraldsfæti

ÍSLENSKI dansflokkurinn er farinn í sýningaferð til Þýsklands og Frakklands. Hann sýnir í tveimur borgum í Þýskalandi, í Neuss á laugardag og í Leverkusen á miðvikudag. Í Neuss kemur hann fram í hinni þekktu Stadthalle sem er 1. Meira
21. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 65 orð | 1 mynd

Jólaútgáfan kynnt

EDDA - miðlun og útgáfa kynnir haust- og jólaútgáfu sína þetta árið með stórtónleikum í Austurbæ (gömlu Bíóborginni) núna á föstudaginn. Meira
21. nóvember 2002 | Menningarlíf | 208 orð

Listasafn Íslands.

Listasafn Íslands. Auður Ólafsdóttir listfræðingur heldur fyrirlesturinn Síðasti ég í heimi - Um ævidaga nýja málverksins, kl. 20-21. Súfistinn, Laugavegi 18 Lesið úr nýjum bókum kl. 20. Einar Már Guðmundsson, Sigtryggur Magnason og Andri Snær Magnason. Meira
21. nóvember 2002 | Menningarlíf | 77 orð

Lífið þrisvar sinnum lýkur göngu sinni

SÍÐASTA sýning á leikritinu Lífinu þrisvar sinnum eftir Yasminu Reza er á laugardagskvöld á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Meira
21. nóvember 2002 | Menningarlíf | 452 orð | 1 mynd

Lítil lög frá ýmsum tímum fyrir litlar og stórar hendur

BARNAGÆLUR og fleiri lög eftir Atla Heimi Sveinsson eru komin út. Um er að ræða nótnahefti sem gefið er út af Máli og menningu. "Þetta eru lítil lög sem ég hef samið á ýmsum tímum. Auðveldar útsetningar fyrir litlar hendur. Meira
21. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 143 orð | 1 mynd

Mjúkir kettlingar

Mmmmmmmjúkt og þægilegt sykurpopp frá Atomic Kitten. Afskaplega þægilegt og furðu þolgott líka. Meira
21. nóvember 2002 | Menningarlíf | 488 orð | 1 mynd

Netlist, lifandi list eða útópía

FAGURFRÆÐI Netsins er heiti fyrirlestrar sem Félag áhugamanna um heimspeki gengst fyrir í Odda kl. 20.00 í kvöld. Fyrirlesari er Margrét Elísabet Ólafsdóttir, en auk þess sýna Páll Thayer og Ragnar Helgi Ólafsson verk sín. Meira
21. nóvember 2002 | Menningarlíf | 127 orð | 1 mynd

Nýr myndlistargagnrýnandi

RAGNA Sigurðardóttir er nýr myndlistargagnrýnandi við Morgunblaðið. Ragna Sigurðardóttir er fædd árið 1962. Meira
21. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 74 orð | 1 mynd

Ólöglegur Potter

TÖLVUNÖRDUM hefur mistekist að nota tæknikunnáttu sína til að afrita ólöglega útgáfu af nýjustu Harry Potter-myndinni til dreifingar á Netinu. Þessu heldur framleiðandi myndarinnar Warner amk. staðfastlega fram. Meira
21. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 102 orð | 1 mynd

"Mér urðu á hræðileg mistök"

MICHAEL Jackson vakti furðu fólks með því að láta son sinn hanga fram af svölum hótels á þriðjudag. "Mér urðu á hræðileg mistök," sagði hann í skriflegri yfirlýsingu sem hann gaf út í fyrrakvöld. Meira
21. nóvember 2002 | Skólar/Menntun | 187 orð | 1 mynd

Samið um doktorsnám

GUÐFINNA S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, og Finn Junge-Jensen, rektor Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS), hafa undirritað samstarfssamning um doktorsnám. Meira
21. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 518 orð | 1 mynd

Sálin á nýjum stað

Sálin hans Jóns míns virðist óhrædd við að takast á við ný verkefni. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við Guðmund Jónsson gítarleikara. Meira
21. nóvember 2002 | Skólar/Menntun | 1212 orð | 1 mynd

Sjálfsskoðun og verksvit leiðtogans

Leiðtogar/ Hvernig má læra að vera góður leiðtogi sem vinnur verkin vel, kann að starfa með hópum og að velja og hrinda verkefnum í framkvæmd? Á næsta misseri geta verkefnastjórar sótt námskeið í Endurmenntun HÍ. Meira
21. nóvember 2002 | Skólar/Menntun | 365 orð | 2 myndir

Stórir styrkir

EVRÓPUSAMBANDIÐ veitir rúmar 53 milljónir í styrki til íslenskra tilraunaverkefna á þessu ári í nafni da Vinci-starfsmenntaáætlunarinnar. Meira
21. nóvember 2002 | Menningarlíf | 342 orð | 1 mynd

Styðja börn í Madras til náms

VINIR Indlands halda sína árlegu styrktartónleika í Salnum í kvöld kl. 20. Vinir Indlands er félag sjálfboðaliða sem hefur það að markmiði að styðja fátæk börn og munaðarlaus í Suður-Indlandi til náms. Kjartan Jónsson er einn af Vinum Indlands. Meira
21. nóvember 2002 | Menningarlíf | 468 orð | 2 myndir

Syngur í fyrsta sinn í Reykjavík

SÖNGFÉLAGIÐ Sálubót leggur land undir fót og heldur tónleika í Blönduóskirkju á föstudagskvöld kl. 20.30 og í Langholtskirkju í Reykjavík á laugardag kl. 16. Söngfélagið tók forskot á sæluna í síðustu viku og hélt tónleika í Glerárkirkju. Meira
21. nóvember 2002 | Menningarlíf | 227 orð | 1 mynd

Tónleikar í tilefni útkomu nótnabókar

KAFFIHÚSASTEMNING og kertaljós verður í húsi Domus Vox kl. 21.30 í kvöld, en þar verða útgáfutónleikar á nótnabók Hreiðars Inga Þorsteinssonar, Strax eða aldrei. Vinir Hreiðars Inga flytja verk úr þessari 25 laga söngbók. Meira
21. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 150 orð

Tvískiptir tónleikar

FYRRI hluti tónleikanna verður helgaður verkum tveggja forvígismanna minimalismans í tónlist, Bandaríkjamönnunum John Adams og Philip Glass. Meira
21. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 181 orð | 1 mynd

Útvatnaður Kobbi

Kanada, 2001. Góðar stundir VHS. 114 mín. Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn: John Eyres. Aðalhlutverk: A.J. Cook, Bruce Payne, Jürgen Prochnov. Meira
21. nóvember 2002 | Leiklist | 682 orð | 1 mynd

Ævintýri á afturgöngu

Höfundar hljóðverks: Bjarni Jónsson og múm sem byggja verkið á samnefndri skáldsögu Gyrðis Elíassonar. Leikstjóri: Bjarni Jónsson. Höfundar og flytjendur tónlistar: múm. Hljóðsetning í stúdíói: Bjarni Jónsson og Kristín Anna Valtýsdóttir. Hljóðvinnsla: Hjörtur Svavarsson. Leikarar: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Guðrún Þ. Stephensen, Rúnar Freyr Gíslason, Theodór Júlíusson og Þórunn E. Clausen. Frumflutt sunnudag 17. nóvember; endurtekið að kvöldi fimmtudags 21. nóvember. Meira

Umræðan

21. nóvember 2002 | Aðsent efni | 456 orð | 1 mynd

Eiga menn rétt á sæti áður en þeir eru kjörnir?

"Ég lít svo á að með prófkjöri eigi að velja hæfustu einstaklingana til trúnaðarstarfa fyrir flokkinn." Meira
21. nóvember 2002 | Bréf til blaðsins | 79 orð

Frábær þjónusta

ÉG vildi þakka fyrir frábæra þjónustu hjá starfsfólki Esso, Skógarseli, en ég fór með bílinn minn á þvottastöðina þar 14. nóv. sl. Meira
21. nóvember 2002 | Bréf til blaðsins | 472 orð | 1 mynd

Hraðinn ofar lífinu

ÞRÁTT fyrir síaukna fræðslu um umferðarmál virðist það ekki skila árangri til fækkunar slysum. Meira
21. nóvember 2002 | Aðsent efni | 647 orð | 3 myndir

Krabbamein í ristli og endaþarmi

"Undanfarna áratugi hefur nýgengi þessara æxla verið hátt meðal þeirra þjóða sem búa við almenna velmegun." Meira
21. nóvember 2002 | Bréf til blaðsins | 561 orð

Köld kveðja

RONI Horn, myndlistarmaður og aðdáandi íslenskra auðna, hefur farið mikinn í Morgunblaðinu að undanförnu, nú síðast í miðopnugrein 9. nóv. 2002. Meira
21. nóvember 2002 | Aðsent efni | 392 orð | 1 mynd

Með lögum skal land byggja...

"Ef ráðherra í ríkisstjórn Íslands hefur forystu um slík vinnubrögð hlýtur það að teljast mjög alvarlegt." Meira
21. nóvember 2002 | Bréf til blaðsins | 446 orð

NATO - miðstöð varnarmála

Í DAG eru breskir og íslenskir ráðherrar staddir í Prag á fundi Atlantshafsbandalagsins (NATO) þar sem mikið af því starfi sem hófst á fundi utanríkisráðherra NATO í Reykjavík í maí mun væntanlega verða til lykta leitt. Meira
21. nóvember 2002 | Bréf til blaðsins | 439 orð

Náttúrulega sýkt kjöt?

Í FRÉTTUM um daginn var sagt frá því að lögreglan tók mikið magn af heimaslátruðu kjöti og lét urða það. Lögregluþjónn sem rætt var við af þessu tilefni lét þau orð falla að þetta væri náttúrulega sýkt kjöt! Þetta er látið standa og enginn segir neitt. Meira
21. nóvember 2002 | Aðsent efni | 405 orð | 1 mynd

Ógilt prófkjör

"Að sjálfsögðu á að ógilda þetta prófkjör." Meira
21. nóvember 2002 | Aðsent efni | 145 orð | 1 mynd

Ólíkt hafast menn að

"R-listinn leggur nú til að öllu skipulögðu félagsstarfi verði hætt í 5 af 14 þjónustumiðstöðvum aldraðra." Meira
21. nóvember 2002 | Bréf til blaðsins | 529 orð

Sammála Pétri FATLAÐUR vinur minn kom...

Sammála Pétri FATLAÐUR vinur minn kom að máli við mig og sagði mér frá stjórnmálafundi sem alþingismaðurinn dr. Pétur H. Blöndal hélt á sunnudagskvöld sem leið. Meira
21. nóvember 2002 | Bréf til blaðsins | 248 orð

Sögur úr sveitinni - skemmtileg bók

NÝLEGA kom út bókin Sögur úr sveitinni eftir Önnu Þorsteinsdóttur frá Heydölum. Hefur bókin að geyma tíu sögur af dýrum sem höfundur komst í kynni við og ellefta sagan greinir frá uppvaxtarárum Önnu á Óseyri í Stöðvarfirði, en þar fæddist hún árið 1915. Meira
21. nóvember 2002 | Aðsent efni | 714 orð | 1 mynd

Tónlistarhúsið og Óperan

"Ástæða er til að ætla að góð samstaða gæti orðið um að gera minni tónlistarsalinn í fyrirhuguðu tónlistarhúsi að fjölnotasal sem væri heimili Íslensku óperunnar." Meira
21. nóvember 2002 | Aðsent efni | 709 orð | 1 mynd

Þetta er allt í lagi því þetta varðar svo fáa

"Hvar eruð þið, stjórnendur stéttarfélaga, eruð þið búnir að gefast upp og þá hvers vegna?" Meira

Minningargreinar

21. nóvember 2002 | Minningargreinar | 444 orð | 1 mynd

GUÐMUNDÍNA ÞÓRUNN SAMÚELSDÓTTIR

Guðmundína Þórunn Samúelsdóttir fæddist á Ísafirði 30. nóvember 1940. Hún lést á heimili sínu 4. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akraneskirkju 8. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
21. nóvember 2002 | Minningargreinar | 1711 orð | 1 mynd

GYLFI HALLVARÐSSON

Gylfi Hallvarðsson fæddist á Litlu-Vegamótum á Seltjarnarnesi 13. ágúst 1937. Hann andaðist í Landspítalanum við Hringbraut 12. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðfinna Lýðsdóttir, f. í Litla-Langadal á Skógarströnd 4. maí 1904, d. 9. Meira  Kaupa minningabók
21. nóvember 2002 | Minningargreinar | 2862 orð | 1 mynd

JÓN KRISTJÁN KJARTANSSON

Jón Kristján Kjartansson fæddist í Reykjavík 23. mars 1953. Hann andaðist 10. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Kjartan Ingimarsson frá Laugarási í Laugardal í Reykjavík, f. 2.2. 1919, og eiginkona hans Sigurbjörg Unnur Árnadóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
21. nóvember 2002 | Minningargreinar | 2449 orð | 1 mynd

ÞÓRNÝ ÞURÍÐUR TÓMASDÓTTIR

Þórný Þuríður Tómasdóttir fæddist á Miðhóli í Sléttuhlíð í Skagafirði 11. júní 1921. Hún lést 12. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólöf Sigfríður Þorkelsdóttir, f. 30. júlí 1885 á Ósbrekku í Ólafsfirði en hún lést í Reykjavík 26. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

21. nóvember 2002 | Viðskiptafréttir | 696 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 107 90 96...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 107 90 96 2.077 198.964 Djúpkarfi 80 80 80 715 57.199 Flök/bleikja 200 200 200 6 1.100 Gellur 615 615 615 80 49.200 Grálúða 192 130 178 625 111.282 Gullkarfi 94 20 68 18.589 1.259.232 Hlýri 176 145 166 7.981 1.324. Meira

Daglegt líf

21. nóvember 2002 | Neytendur | 62 orð

50% afsláttur á útsölumarkaði Krónunnar

KRÓNAN hefur opnað stóran útsölumarkað þar sem á boðstólum er meðal annars jólaskraut, herðatré, sokkar, kerti, skór, búsáhöld, leikföng, alls kyns Harry Potter-dót og margt fleira, að því er segir í tilkynningu frá Krónunni. Meira
21. nóvember 2002 | Neytendur | 87 orð | 1 mynd

Fond sósu- og súpugrunnur

JARÐGULL ehf. hefur sett Fond kjötsoð á markað fyrir almenning. Fyrirtækið hefur um skeið framleitt Fond kjötsoð fyrir veitingahús en um er að ræða saltlausan eða lítið saltaðan súpu- og sósugrunn án aukaefna. Meira
21. nóvember 2002 | Neytendur | 49 orð | 1 mynd

Húðmýkjandi frá Nivea

KARL K. Karlsson vekur athygli á nýju kremi frá Nivea Visage, Perfect Contour, sem inniheldur nýjan húðmýkjandi vökva með bætiefnablöndu úr C-vítamíni, glýsíni, sem fyrirfinnst í húðinni sjálfri, og efninu Proliftan. Meira
21. nóvember 2002 | Neytendur | 852 orð

Jólagóðgæti og hreinlætisvörur með afslætti

BÓNUS Gildir 21.-24. nóv. nú kr. áður kr. mælie.verð Strandahangiframp. úrbein. 799 Nýtt 799 kr. kg Grand crue kryddl. lambalæri 899 1.199 899 kr. kg Reyktsaltað folaldakjöt 359 599 359 kr. kg Ísl. risarækja 799 Nýtt 799 kr. Meira
21. nóvember 2002 | Neytendur | 73 orð | 1 mynd

Jólasmákökur Fróns

FRÓN hefur hafið sölu á nýrri tegund af jólasmákökum í pokum og boxum. Í pokunum er um að ræða þrjár gerðir af piparkökum, myndakökur sem hægt er að skreyta, dropakökur og piparstafi sem krakkar hafa gaman af, samkvæmt tilkynningu frá Fróni. Meira
21. nóvember 2002 | Neytendur | 44 orð | 1 mynd

Kökubæklingur Nóa-Síríuss

KÖKUBÆKLINGUR Nóa-Síríuss er kominn út í ellefta sinn. Í bæklingnum er að finna 20 uppskriftir að smákökum, smáréttum, tertum og ís, og er hann fáanlegur í verslunum gegn vægu verði, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Meira
21. nóvember 2002 | Neytendur | 255 orð | 1 mynd

Nýstárlegt ávaxta- og grænmetistorg

NETTÓ í Mjódd hefur tekið í notkun fullkomna aðstöðu fyrir ávexti og grænmeti á torgi sem Elías Þorvarðarson verslunarstjóri kveður ekki eiga sinn líka í Evrópu. Meira
21. nóvember 2002 | Neytendur | 84 orð

Rafborg ehf. flytur

RAFHLÖÐUBÚÐIN Rafborg er flutt af Rauðarárstíg 1 í Sundaborg 3. Rafborg var stofnuð árið 1967 og hefur verið á sama stað frá upphafi, þar til nú. Meira

Fastir þættir

21. nóvember 2002 | Árnað heilla | 21 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Í dag, fimmtudaginn 21. nóvember, er fimmtugur Hörður Hilmarsson, framkvæmdastjóri ÍT-ferða, Akraseli 25, Reykjavík. Eiginkona hans er Rita... Meira
21. nóvember 2002 | Árnað heilla | 72 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli .

70 ÁRA afmæli . Á morgun, föstudaginn 22. nóvember, er sjötugur Halldór A. Brynjólfsson, skipstjóri og útgerðarmaður, Tjarnargötu 33, Keflavík. Eiginkona hans, Elísabet Ólafsdóttir, varð 65 ára 19. júlí sl. Meira
21. nóvember 2002 | Árnað heilla | 31 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli .

80 ÁRA afmæli . Í dag, fimmtudaginn 21. nóvember, er áttræð frú Guðbjörg Ásgeirsdóttir, Aðalstræti 8, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á Kaffi Nauthóli á morgun, föstudag, milli kl. 17 og... Meira
21. nóvember 2002 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 21. nóvember, er áttræð Ásta Ólafsdóttir, Brúnavegi 3, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum í safnaðarheimili Áskirkju laugardaginn 23. nóvember kl.... Meira
21. nóvember 2002 | Viðhorf | 862 orð

Að bæta samfélagið

Næsta hugmynd á eftir því að breyta sjálfum sér er hugmyndin að breyta öðrum eða samfélaginu. Það er vissulega erfitt verkefni, sem fáir hafa áhuga á. Meira
21. nóvember 2002 | Í dag | 756 orð | 1 mynd

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa á fimmtudögum milli kl. 14-17 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Fræðslusamvera í safnaðarheimilinu kl. 20. Fjallað í máli og myndum um þjóðir, sem mótuðu sögu og menningu Ísraels til forna. Bústaðakirkja. Meira
21. nóvember 2002 | Fastir þættir | 531 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Parasveitakeppnin Íslandsmót í parasveitakeppni verður haldið helgina 23.-24. nóvember í Síðumúla 37. Fyrirkomulag verður með sama sniði og undanfarin ár. Spilaðar eru 7 umferðir með 16 spila leikjum og raðað í umferðir með Monrad-fyrirkomulagi. Meira
21. nóvember 2002 | Fastir þættir | 285 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

ÞAÐ nær auðvitað engri átt að enda í hálfslemmu þar sem trompliturinn er ásinn smátt fjórði á móti G9x. Meira
21. nóvember 2002 | Í dag | 232 orð

Fræðslukvöld um sorg

NÝ dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, og Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma standa fyrir fræðslufundi um sorg og sorgarviðbrögð í Fossvogskirkju fimmtudaginn 21. nóvember kl. 20-22. Sr. Meira
21. nóvember 2002 | Dagbók | 88 orð

ÍSLAND

Ó! fögur er vor fósturjörð um fríða sumardaga, er laufin grænu litka börð, og leikur hjörð í haga; en dalur lyftir blárri brún mót blíðum sólar loga, og glitrar flötur, glóir tún, og gyllir sunna voga. Meira
21. nóvember 2002 | Dagbók | 861 orð

(Markús, 10,15)

Í dag er fimmtudagur, 21. október, 325. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Sannlega segi ég yður: Hver sem tekur ekki við guðs ríki eins og barn, mun aldrei inn í það koma. Meira
21. nóvember 2002 | Fastir þættir | 162 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c6 2. d4 d5 3. exd5 cxd5 4. c4 Rf6 5. Rc3 e6 6. Rf3 Bb4 7. cxd5 Rxd5 8. Dc2 Rc6 9. a3 Ba5 10. b4 Bb6 11. Bb2 O-O 12. Hd1 Rce7 13. Re4 h6 14. Dd2 a5 15. Bd3 axb4 16. axb4 Rxb4 17. Bb1 Red5 18. O-O Bc7 19. Re5 b6 20. f4 f5 21. Rg3 Bxe5 22. Meira
21. nóvember 2002 | Fastir þættir | 500 orð

Víkverji skrifar...

FYRSTA opinbera boxsýningin á Íslandi í um 50 ár var haldin í Laugardalshöll um helgina og tókst víst býsna vel. Um 2. Meira

Íþróttir

21. nóvember 2002 | Íþróttir | 278 orð

Björgvin á úrtökumót

"ÞAÐ átti nú enginn að vita af þessu, en jú, það er rétt að ég ætla að taka þátt í úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröð eldri kylfinga," sagði Björgvin Þorsteinsson, úr Golfklúbbi Vestmannaeyja, í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann hefur leik... Meira
21. nóvember 2002 | Íþróttir | 181 orð | 1 mynd

* BRYNDÍS Jóhannesdóttir, einn burðarása knattspyrnuliðs...

* BRYNDÍS Jóhannesdóttir, einn burðarása knattspyrnuliðs ÍBV , hefur yfirgefið Eyjaliðið og hyggst leika með ÍR í 1. deildinni næsta sumar. Hún hefur þegar gengið frá félagaskiptum yfir í Breiðholtsliðið. Meira
21. nóvember 2002 | Íþróttir | 259 orð

Ekki boðlegar aðstæður

ATLI Eðvaldsson landsliðsþjálfari var langt frá því að vera ánægður með úrslitin í Tallinn - tap fyrir Eistlandi. "Aðstæðurnar hér voru ekki boðlegar og það var ekki hægt að kalla þetta knattspyrnuleik," sagði Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Eistum. Meira
21. nóvember 2002 | Íþróttir | 290 orð

Hafði ekki komið við knöttinn

ÞEGAR Hermann Hreiðarsson fór af leikvelli var Birkir Kristinsson markvörður á leiðinni inn á og tók hann við fyrirliðabandinu frá Hermanni. Hann var rétt búinn að koma því á sig á leiðinni í markið þegar hann vaknaði upp við vondan draum. Meira
21. nóvember 2002 | Íþróttir | 107 orð

Heppnin var með okkur

ARNO Pijpers, þjálfari Eistlands, var ánægður eftir leikinn og hann byrjaði fund með fréttamönnum með því að þakka Atla Eðvaldssyni, þjálfara Íslands, fyrir hlý orð sem hann lét falla um landslið Eistlands, en Atli sagði að hann sæi framfarir hjá... Meira
21. nóvember 2002 | Íþróttir | 388 orð | 2 myndir

Hermann sá ekki mörkin

HERMANN Hreiðarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sagði að hann væri alltaf að kynnast einhverju nýju - í fyrsta lagi að leika við erfiðar aðstæður sem voru í Tallinn og að þetta væri í fyrsta skipti sem hann hefði upplifað það að sjá ekki mörkin tvö... Meira
21. nóvember 2002 | Íþróttir | 25 orð

Herrakvöld Hauka Herrakvöld Hauka verður haldið...

Herrakvöld Hauka Herrakvöld Hauka verður haldið í veislusal Hauka á Ásvöllum laugardaginn 23. nóvember nk. Ræðumaður kvöldsins verður Siglfirðingurinn og þingmaðurinn Kristján Möller. Húsið opnað kl.... Meira
21. nóvember 2002 | Íþróttir | 115 orð

Ísland stendur í stað hjá FIFA

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu stendur í stað á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í gær. Íslendingar eru í 56. sæti eins og fyrir mánuði og hafa fallið um fjögur sæti frá áramótum. Meira
21. nóvember 2002 | Íþróttir | 546 orð

KNATTSPYRNA Eistland - Ísland 2:0 Tallinn,...

KNATTSPYRNA Eistland - Ísland 2:0 Tallinn, Eistlandi, vináttulandsleikur karlalandsliða, miðvikudaginn 20. nóvember 2002. Mörk Eistlands : Kristen Viikmäe 75., Andres Oper 84. Meira
21. nóvember 2002 | Íþróttir | 8 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR 1.

KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Ásvellir: Haukar - KR 19.15 Keflavík: Keflavík - Njarðvík 19. Meira
21. nóvember 2002 | Íþróttir | 114 orð

Léku í felubúningum í snjónum í Tallinn

LEIKMENN íslenska landsliðsins mættu til leiks alhvítir gegn Eistlandi í gær og sagði Halldór B. Meira
21. nóvember 2002 | Íþróttir | 106 orð

Magdeburg var ekki í vandræðum

MAGDEBURG vann mjög öruggan sigur á Eisenach á útivelli, 33:28, í slag austurliðanna í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Magdeburg náði mest tíu marka forystu í síðari hálfleiknum, 26:16. Meira
21. nóvember 2002 | Íþróttir | 234 orð

Naumt hjá Brössunum

HEIMSMEISTARAR Brasilíumanna í knattspyrnu komust í hann krappan í æfingaleik á móti Suður-Kóreu í Seoul í gær. Brassarnir höfðu sigur að lokum, 3:2, þar sem Ronaldinho skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Meira
21. nóvember 2002 | Íþróttir | 460 orð | 1 mynd

* NORSKI landsliðsmarkvörðurinn í handknattleik, Steinar...

* NORSKI landsliðsmarkvörðurinn í handknattleik, Steinar Ege , hefur verið leigður frá þýska meistaraliðinu Kiel til spænska liðsins Galdar á Kanaríeyjum. Meira
21. nóvember 2002 | Íþróttir | 110 orð

Pétur frá í þrjár vikur?

PÉTUR Hafliði Marteinsson varð að fara af leikvelli á 53. mín., er hann féll við á hálum vellinum og fékk högg á hné. "Ég vona að þetta sé ekki alvarlegt, en það kemur ekki í ljós fyrr en í fyrramálið hversu bólginn ég verð á hægra hnénu. Meira
21. nóvember 2002 | Íþróttir | 228 orð

"Við bræður bíðum rólegir"

"VIÐ bræðurnir vissum það, að þó að við næðum ekki að leika saman inni á vellinum hér í Tallinn, koma leikir eftir þennan leik. Meira
21. nóvember 2002 | Íþróttir | 846 orð

Snjóbolti í Tallinn

EINHVER skrautlegasti landsleikur Íslendinga í knattspyrnu, ef leikur á að kallast, fór fram hér á A. Le Coq Arena-leikvellinum í Tallinn í gærkvöldi. Aðstæður voru ekki boðlegar og mönnum var brugðið er gengið var inn á völlinn klukkustund fyrir leik. Meira
21. nóvember 2002 | Íþróttir | 205 orð | 1 mynd

Þetta var víti

TRYGGVI Guðmundsson sagði að það hefði ekkert annað verið en vítaspyrna þegar hann var felldur inni í vítateig Eistlands á 43. mín. Meira
21. nóvember 2002 | Íþróttir | 306 orð

Þórður vill rifta samningi við KA

ÞÓRÐUR Þórðarson markvörður úrvalsdeildarliðs KA í knattspyrnu hefur farið fram á að fá að fara frá félaginu. Ætlar hann sér ekki að leika með liðinu á næstu leiktíð. Þórður samdi við KA til þriggja ára sl. vor þar sem m.a. var kveðið á um uppsagnarákvæði að hálfu beggja aðila eftir tvö ár. Ekki var gerður við hann svokallaður KSÍ-samningur og samkvæmt félagaskiptareglum KSÍ hefur KA þar með afsalað sér rétti sínum á leikmanninum. Meira
21. nóvember 2002 | Íþróttir | 243 orð | 1 mynd

Öflugir varamenn Hollendinga

VARAMENN Hollendinga voru þeim drjúgir í sætum sigri á Þjóðverjum, 3:1, í vináttulandsleik í knattspyrnu sem fram fór í Gelsenkirchen í Þýskalandi í gærkvöld. Tveir af eitruðustu sóknarmönnum ensku úrvalsdeildarinnar mættu til leiks hjá Hollendingum í síðari hálfleiknum, þeir Jimmy Floyd Hasselbaink og Ruud van Nistelrooy, og það voru þeir sem skoruðu sitt markið hvor og gerðu út um leikinn. Meira

Viðskiptablað

21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 172 orð

100 ár frá vélvæðingu fiskiskipa

BYGGÐASAFN Vestfjarða og Vélstjórafélag Íslands standa fyrir hátíðardagskrá á Ísafirði 23. nóvember nk. til að minnast þess að 25. nóvember eru liðin 100 ár frá því að vélaraflið hélt innreið sína í íslenska fiskiskipaflotann. Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 115 orð

12% hækkun miðað við 12 milljóna króna brunabótamat

IÐGJALD lögboðinna brunatrygginga húseigna hækkar um næstu áramót hjá tryggingafélögunum Sjóvá-Almennum tryggingum hf. og Tryggingamiðstöðinni hf. Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 100 orð

ABB segir jafnvel upp 10 þúsund manns

SÆNSK-svissneska iðnfyrirtækið ABB mun jafnvel segja upp 10 þúsund manns en unnið er að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins. Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 331 orð

Auðlindagjald er fylgifiskur framseljanlegra aflaheimilda

VAXANDI umræða er nú í Noregi um framseljanlegar aflaheimildir og auðlindagjald sem fylgifisk þeirra. Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 193 orð | 1 mynd

Átta ár á frjálsum markaði

HÚSATRYGGINGAR Reykjavíkur höfðu einkarétt á brunatryggingum húsa í Reykjavík um áratugaskeið og VÍS, Vátryggingafélag Íslands hafði sams konar einkarétt á landsbyggðinni. Þá voru gjaldskrár félaganna háðar leyfi stjórnvalda. Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 200 orð

Barði NK í fyrstu veiðiferðina

BARÐI NK 120 lagði nýverið frá bryggju í Neskaupstað í sína fyrstu veiðiferð undir merkjum Síldarvinnslunnar hf. Skipið kom til heimahafnar á Neskaupstað þann 9. október síðastliðinn og unnið var að endurbótum á skipinu síðan. Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 420 orð

Baugur semur um endurfjármögnun skulda

BAUGUR Ísland hefur samið við Íslandsbanka og Búnaðarbanka Íslands um sambankalán upp á 4,5 milljarða króna, til endurfjármögnunar á skammtímaskuldum og óhagstæðari lánum. Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 324 orð

Bátar

Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist. afla Sjóf. Löndunarst. Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 244 orð | 1 mynd

Blandaður sjávarréttur

SKELFISKUR er alltaf góður, sérstaklega í blandaða ofnbakaða sjávarrétti. Í slíka rétti er hægt að nota alls kyns skelfisk og reyndar hvaða fisk sem er. Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 1162 orð | 4 myndir

Brennandi hækkunarþörf

Síðan lögboðnar brunatryggingar voru gefnar frjálsar eftir áratuga einokun árið 1995 hefur rekstur greinarinnar gengið upp og ofan. Þóroddur Bjarnason kynnti sér málið og sá að aðstæður eru með versta móti nú um stundir og kalla á hækkun iðgjalda um áramót. Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 526 orð | 1 mynd

Bretar draga úr innflutningi á fiski

INNFLUTNINGUR Breta á sjávarafurðum dróst saman um 5% í magni talið á fyrri helmingi þessa árs. Alls fluttu þeir inn um 375.000 tonn þetta tímabil. Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 200 orð

Breytt yfirstjórn

MEÐ skipulagsbreytingum hjá Flugleiðum verða nokkrar breytingar í hópi stjórnenda. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, verður frá áramótum jafnframt forstjóri Icelandair. Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 320 orð

Býður veiðileyfi við Máritaníu

FYRIRTÆKIÐ Mauritania Sea Foods býður nú leyfi til veiða fyrir fimm skip til veiða og vinnslu á uppsjávarfiski og þrjú til línuveiða í lögsögu Máritaníu. Leyfin eru sem stendur boðin íslenzkum og norskum útgerðarmönnum. Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 112 orð | 1 mynd

Edda - miðlun verður Edda - útgáfa

Á HLUTHAFAFUNDI Eddu á þriðjudag var einróma samþykkt að breyta nafni félagsins úr Edda - miðlun og útgáfa hf. í Edda - útgáfa hf. Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 327 orð

Eigið fé AcoTækni-vals neikvætt um 140 milljónir

TAP AcoTæknival nam 188 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra nam tapið 861 milljón króna. Rekstrartekjur félagsins á fyrstu 9 mánuðum ársins námu 2.672 milljónum króna en 3.715 milljónum á sama tímabili í fyrra. Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 15 orð

Erlend skip

Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 191 orð

Félögin þurfa að geta staðist skuldbindingar sínar

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ sinnir eftirliti með starfsemi vátryggingafélaga og fylgist með því að iðgjaldið sé hvorki of hátt né of lágt. Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 477 orð | 1 mynd

Fjöldi fyrirtækja ekki mælikvarði á samkeppni

MIKIL samkeppni ríkir á matvörumarkaði hér á landi að því er fram kom í erindum er flutt voru á fundi um þetta málefni á vegum Frjálshyggjufélagsins í gær. Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 483 orð | 1 mynd

Flugleiðir hf. verða eignarhaldsfélag

UM næstu áramót tekur gildi nýtt skipulag hjá Flugleiðum hf., sem þá verða eignarhaldsfélag 11 fyrirtækja í ferðaþjónustu og flugrekstri. Þrjú ný dótturfélög taka við rekstri tiltekinna þátta og þeirra stærst verður Icelandair ehf. Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 49 orð

Frystiskip

Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 91 orð

Hlutabréfasjóður Íslands tapar 16 milljónum

TAP Hlutabréfasjóðs Íslands hf . eftir skatta nam 16,4 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins en tapið var 91 milljón fyrir sama tímabil síðasta árs. Heildareignir Hlutabréfasjóðs Íslands hf. Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 148 orð

Hlutafé aukið í Eignarhaldsfélagi Austurlands

EIGNARHALDSFÉLAG Austurlands hf. hefur lokið endurfjármögnun, en hlutafé hefur verið aukið um 270 milljónir króna. Síldarvinnslan hf. og Byggðastofnun verða stærstu hluthafarnir. "Endurfjármögnun Eignarhaldsfélags Austurlands hf. Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 509 orð | 1 mynd

Horfðu til himins með höfuðið hátt

Flugleiðir kynntu í gær áætlanir um að stofna þrjú ný dótturfélög um næstu áramót. Þeirra stærst verður Icelandair ehf. sem mun annast millilandaflugrekstur félagsins. Hin félögin eru Tækniþjónustan Keflavíkurflugvelli og Fjárvakur - fjármálaþjónusta... Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 118 orð

Humarbátar

Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 209 orð | 1 mynd

ÍE hefur samstarf við Wyeth í lyfjaerfðafræði

ÍSLENSK erfðagreining og lyfjafyrirtækið Wyeth hafa skrifað undir samning um rannsóknir í lyfjaerfðafræði. Samkvæmt samningnum mun ÍE sjá um rannsóknir á virkni erfðavísa í tengslum við þróun Wyeth á nýju lyfi gegn ákveðnum öndunarfærasjúkdómi. Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 95 orð | 1 mynd

Lyfja kaupir Húsavíkur apótek

LYFJA hefur keypt öll hlutabréf í Húsavíkur apóteki af Guðna Kristinssyni lyfsala, en fyrir átti Lyfja einn þriðja hlutabréfa í fyrirtækinu, að því er fram kemur á þingeyska fréttamiðlinum Skarpur.is . Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 285 orð | 5 myndir

Nýir starfsmenn hjá Axi-hugbúnaðarhúsi

Torfi Helgi Leifsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Axi sem framkvæmdastjóri lausnasviðs Navision. Hann er með B.Sc.-gráðu í rafmagnsverkfræði frá HÍ 1983 og M.Sc. í tölvuverkfræði frá University of Washington, Seattle 1986. Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 118 orð | 1 mynd

Nýr framkvæmdastjóri hjá Gamlhúsi

Stefán Árni Einarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Gamlhúss ehf., sem var stofnað árið 1996, en það fyrirtæki sinnir viðhaldi og endurbyggingu gamalla mannvirkja og húsa. Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 168 orð

Rafræn stjórnsýsla til umræðu

DANSK-ÍSLENSKA verslunarráðið stendur fyrir fundi í Kaupmannahöfn á morgun þar sem fjallað verður um rafræna stjórnsýslu og tengslin við atvinnulífið. Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 625 orð

Romm...án kóks

MENN þurfa að vera afkastamiklir við að telja til að geta hent reiður á fjölda flóttamanna frá Kúbu á undanförnum áratugum. Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 104 orð

Rækjubátar

Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 821 orð | 1 mynd

Saknaði viðskiptanna í bókmenntunum

Anna Heiða Pálsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1956. Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 254 orð | 1 mynd

Skartgripaverslanir fá nýtt nafn

BRILLIANT er nýtt heiti á þremur skartgripaverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Verslanirnar eru staðsettar á Laugaveginum, í Smáralind og Kringlunni og bjóða upp á skartgripi, úr og gjafavöru. Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 57 orð

SKELFISKBÁTAR

Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 44 orð | 1 mynd

Skeljungur með 5,1% í Flugleiðum

SKELJUNGUR hf. keypti í gær hlutabréf í Flugleiðum hf . að nafnverði 16.610.000 króna á verðinu 5,0. Eignarhlutur Skeljungs eftir viðskiptin er 117.672.340 krónur að nafnverði eða 5,1%, en var áður 4,38% eða 101.062.000 krónur að nafnverði. Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 244 orð | 1 mynd

Stefnt að 2,5 milljarða sparnaði

STEFNT er að því að spara 2.500 milljónir króna í innkaupum ríkisins á næstu fjórum árum, eða 600-650 milljónir á ári. Þetta kom fram í máli Geirs H. Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 1049 orð | 1 mynd

Stjórn síldveiða í uppnámi

Samkomulag um veiðar á norsk-íslensku síldinni er í uppnámi vegna kröfu Norðmanna um aukna hlutdeild í veiðunum. Helgi Mar Árnason rifjaði upp hvernig veiðum og stjórn veiða var háttað úr þessum fyrrum stærsta fiskistofni í Norður-Atlantshafi. Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 37 orð

Togarar

Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 460 orð | 1 mynd

Tækifæri til að bretta upp ermar

MARKMIÐIÐ með samkeppni um gerð viðskiptaáætlana er annars vegar að auka þekkingu í gerð þeirra og hins vegar að laða fram áhugaverðar hugmyndir og verkefni, að sögn G. Ágústar Péturssonar, verkefnisstjóra Nýsköpunar 2003. Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 455 orð

Veiðir bæði í frost og ís

AKUREYRIN EA, frystitogari Samherja hf. á Akureyri, hefur undanfarnar vikur komið vikulega til hafnar en úthald frystitogara er jafnan um fjórar vikur. Ástæðan er sú að afli Akureyrarinnar er nú bæði frystur og ísaður um borð. Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 82 orð | 1 mynd

Viðsnúningur hjá Íslenskum verðbréfum

HAGNAÐUR Íslenskra verðbréfa hf. á fyrstu 9 mánuðum ársins nam um 16 milljónum króna eftir skatta en á sama tímabili í fyrra var tap félagsins 133 milljónir króna. Á þriðja ársfjórðungi nam hagnaður félagsins fyrir skatta 15 milljónum króna. Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 255 orð | 1 mynd

Vísindaferð atvinnulífsins

Í DAG verður haldin vísindaferð atvinnulífsins í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 77 orð | 1 mynd

Vísitala byggingakostnaðar hækkar

VÍSITALA byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan nóvember er 277,9 stig og hækkar um 0,1% frá fyrra mánuði. Vísitalan gildir fyrir desember. Samsvarandi vísitala miðuð við eldri grunn (desember 1982=100) er 889 stig . Meira
21. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 370 orð | 1 mynd

Ýmis sóknarfæri fólgin í Boyd Line

STURLAUGUR Haraldsson, 29 ára gamall sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Boyd Line Management Services Ltd. í Hull í Bretlandi, sem Útgerðarfélag Akureyringa hf. keypti á dögunum. Meira

Annað

21. nóvember 2002 | Prófkjör | 207 orð | 1 mynd

4. sætið

"Tryggja þarf að heilbrigðisþjónustan sé áfram aðgengileg fyrir alla." Meira
21. nóvember 2002 | Prófkjör | 95 orð | 1 mynd

Ágætu félagar!

NÚ líður að prófkjöri Sjálfstæðisflokksins til Alþingiskosninga en þ. á m. er í kjöri Guðmundur Hallvarðsson, sjómaður, stýrimaður, formaður stjórnar Hrafnistu, alþingismaður og formaður samgöngunefndar. Meira
21. nóvember 2002 | Prófkjör | 169 orð | 1 mynd

Birgi á þing

ÉG kynntist Birgi Ármannssyni fyrst þegar leiðir okkar lágu saman í Menntaskólanum í Reykjavík. Strax á þessum árum tókst traust og góð vinátta með okkur og ég get fullyrt að leitun sé að vandaðri og heilsteyptari manni. Meira
21. nóvember 2002 | Prófkjör | 120 orð | 1 mynd

Birgir Ármannsson - maður einstaklingsfrelsis

STJÓRNMÁL snúast um baráttu fyrir hugsjónum. Störf þeirra sem setjast á Alþingi mótast af því hvaða hugsjónir þeir hafa í lífinu. Meira
21. nóvember 2002 | Prófkjör | 91 orð | 1 mynd

Björn áfram til forystu

SÉRSTÖK ástæða er til að gleðjast yfir því að Björn Bjarnason skuli áfram gefa kost á sér til forystuhlutverks á Alþingi samhliða því að vera leiðtogi sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Björn nýtur almennrar virðingar fyrir stjórnmálastörf sín. Meira
21. nóvember 2002 | Prófkjör | 292 orð | 1 mynd

Burt með eignaskattinn

"Afnemum þennan óréttláta skatt á næsta kjörtímabili." Meira
21. nóvember 2002 | Prófkjör | 53 orð | 1 mynd

Guðlaug í forystusveit

ÉG hef þekkt Guðlaug Þór frá æskuárum hans. Hann er í senn hugkvæmur og ódeigur baráttumaður fyrir velfarnaðarmálum Íslendinga. Því var hann valinn í forystusveit sjálfstæðismanna í Reykjavík. Meira
21. nóvember 2002 | Prófkjör | 183 orð | 1 mynd

Kjósið unga sjálfstæðismenn

"Ég hvet allt sjálfstæðisfólk til að nota tækifærið og kjósa þessa ungu sjálfstæðismenn núna." Meira
21. nóvember 2002 | Prófkjör | 149 orð | 1 mynd

Kjósum Birgi Ármannsson

ÞRÁTT fyrir ungan aldur hefur Birgir Ármannsson aðstoðarframkvæmdastjóri valist til margvíslegra trúnaðarstarfa á vettvangi Sjálfstæðisflokksins en einnig á vettvangi atvinnulífsins. Meira
21. nóvember 2002 | Prófkjör | 380 orð | 1 mynd

Nýjar lausnir í heilbrigðismálum

,,Ríkisreknar stofnanir hafa mun veikari hvata til þess að hagræða en einkareknar." Meira
21. nóvember 2002 | Prófkjör | 156 orð | 1 mynd

Okkar mann á þing!

ÞÁ er prófkjör hjá sjálfstæðismönnum næstu helgi. Margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Einn þeirra frambjóðenda sem nú hafa hellt sér í slaginn er Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfulltrúi. Meira
21. nóvember 2002 | Prófkjör | 137 orð | 1 mynd

Sigurð Kára í 7. sætið

Í KOMANDI prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík er margt ungt og glæsilegt fólk í framboði. Einn þeirra er Sigurður Kári Kristjánsson. Þar er á ferð ungur frambjóðandi með mikla reynslu. Meira
21. nóvember 2002 | Prófkjör | 157 orð | 1 mynd

Soffía er málið

ÉG VIL hvetja alla þá sem ætla að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 22. og 23. nóvember næstkomandi að styðja Soffíu Kristínu Þórðardóttur í 8. sæti. Soffía sat í 14. Meira
21. nóvember 2002 | Prófkjör | 123 orð | 1 mynd

Sólveigu í 3. sæti

SÓLVEIG Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, býður sig fram í þriðja sæti lista sjálfstæðismanna í prófkjörinu í Reykjavík um næstu helgi. Meira
21. nóvember 2002 | Prófkjör | 161 orð | 1 mynd

Stefanía breikkar hópinn

ÞAÐ ríður á að sá framboðslisti sem sjálfstæðismenn í Reykjavík velja sér í prófkjörinu 22. og 23. nóvember hafi á að skipa sem mestri breidd. Meira
21. nóvember 2002 | Prófkjör | 126 orð | 1 mynd

Stefaníu í 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins

STEFANÍA Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur hefur gefið kost á sér í 6. sæti framboðslista sjálfstæðismanna í Reykjavík. Meira
21. nóvember 2002 | Prófkjör | 144 orð | 1 mynd

Styðjum Katrínu

VIÐ stuðningsmenn Katrínar Fjeldsted finnum glöggt að þingmaðurinn okkar fær jákvætt umtal þegar prófkjörsumræðan nær nú hámarki. Meira
21. nóvember 2002 | Prófkjör | 117 orð | 1 mynd

Styðjum Soffíu í 8. sætið

SOFFÍA Kristín Þórðardóttir er yngst þeirra frambjóðenda sem óskað hafa eftir stuðningi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Hún býr engu að síður yfir margvíslegri reynslu sem Sjálfstæðisflokkurinn myndi njóta góðs af bæði í kosningabaráttunni og á þingi. Meira
21. nóvember 2002 | Prófkjör | 143 orð | 1 mynd

Til stuðnings Sigurði Kára

SIGURÐUR Kári Kristjánsson hefur ekki aðeins getið sér gott orð í starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, heldur er hann líka öflugur málsvari sjálfstæðisstefnunnar á opinberum vettvangi og virtur og vel metinn lögfræðingur, þótt ungur sé að árum. Meira
21. nóvember 2002 | Prófkjör | 130 orð | 1 mynd

Traustur dugnaðarforkur

ÉG hef heyrt ótal ummæli um dugnað og atorku Björns Bjarnasonar, bæði úr munni samherja sem og andstæðinga úr pólitík. Meira
21. nóvember 2002 | Prófkjör | 159 orð | 1 mynd

Tryggjum Katrínu Fjeldsted 4. sætið

KATRÍN hefur víðtæka þekkingu á heilbrigðismálum og er eini læknirinn sem setið hefur á Alþingi sl. 4 ár og gefur kost á sér í næstkomandi alþingiskosningum. Meira
21. nóvember 2002 | Prófkjör | 145 orð | 1 mynd

Verk Björns Bjarnasonar tala

BJÖRN Bjarnason er óþreytandi í greinaskrifum sínum um málefni líðandi stundar á Netinu og víðar. Það er óvenjulegt að ráðherra fjalli eins skýrt og skilmerkilega um viðhorf sín og Björn gerði á meðan hann var menntamálaráðherra. Meira
21. nóvember 2002 | Prófkjör | 395 orð | 1 mynd

Þjóðarhagsmunir og Evrópusambandið

"Íslenskir þjóðarhagsmunir krefjast ekki aðildar að ESB." Meira
21. nóvember 2002 | Prófkjör | 166 orð | 1 mynd

Ætíð heill í hollu verki

Vinur minn Björn Bjarnason leggur nú út í kosningabaráttu. Ég kýs að láta þetta erindi skáldsins frá Fagraskógi fylgja honum: Gakk þú heill að hollu verki, heimta allt af sjálfum þér. Vaxa skal sá viljasterki, visna hinn sem hlífir sér. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.