Greinar laugardaginn 23. nóvember 2002

Forsíða

23. nóvember 2002 | Forsíða | 251 orð

40% hörpudiskstofnsins í Breiðafirði drápust í ár

UM 40% af hörpudiskstofninum í Breiðafirði drapst sl. sumar en þá voru engar veiðar stundaðar úr stofninum. Talið er að ástandið megi rekja til hækkandi sjávarhita í Breiðafirði. Stofninn var mældur í apríl sl. Meira
23. nóvember 2002 | Forsíða | 102 orð | 1 mynd

Almúganum hleypt um borð

HEIMURINN er í kreppu. Á The World (Heiminum), fyrsta skemmtiferðaskipinu þar sem auðkýfingum býðst að kaupa varanlegar íbúðir, hefur sauðsvörtum almúganum nú verið boðið að fá nasasjón af lífsstíl ríkasta fólks heims í pakkaferðum á niðursettu verði. Meira
23. nóvember 2002 | Forsíða | 31 orð | 1 mynd

Hörpuskel

HÖRPUDISKSKEL er samloka af diskaætt með rauð- eða móleitar skeljar með mörgum geislarifjum og getur orðið allt að 11 cm að lengd. Hún er algeng við landið en aðallega veidd í... Meira
23. nóvember 2002 | Forsíða | 72 orð | 1 mynd

Óeirðir breiðast út í Nígeríu

NÍGERÍUMENN flýja frá borginni Kaduna þar sem mannskæð átök hafa geisað milli óeirðaseggja úr röðum múslíma og kristinna manna. Óeirðirnar blossuðu upp vegna deilu um fegurðarsamkeppnina Ungfrú heimur og breiddust út í gær til höfuðborgarinnar Abuja. Meira
23. nóvember 2002 | Forsíða | 328 orð

Papandreou býður Halldóri til viðræðna eftir áramót

HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra Íslands, hljóp eins konar fundamaraþon á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Prag, þar sem hann náði að halda tvíhliða fundi með 14 af 15 utanríkisráðherrum Evrópusambandsins. Meira
23. nóvember 2002 | Forsíða | 75 orð | 1 mynd

Verður Zakajev pyntaður?

FRAMSELJI Danir Tétsenann Akhmed Zakajev í hendur Rússum má gera ráð fyrir að hann verði beittur miklum pyntingum, að sögn Júlís Rybakovs, varaforseta neðri deildar rússneska þingsins. Meira

Fréttir

23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 153 orð

10 mánaða fangelsi fyrir hrottalegar líkamsárásir

HÆSTIRÉTTUR þyngdi í fyrradag refsingu héraðsdóms yfir karlmanni á fertugsaldri og dæmdi hann í 10 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni og manni sem var gestkomandi á heimili hennar. Meira
23. nóvember 2002 | Akureyri og nágrenni | 103 orð

35 milljónir kr. í fjárhagsaðstoð

FYRSTU 10 mánuði ársins voru greiddar 35,4 milljónir króna í fjárhagsaðstoð á Akureyri. Á síðasta fundi félagsmálaráðs var lagt fram yfirlit um veitta fjárhagsaðstoð í október sl. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 47 orð

5.000 útgáfur, 46.000 lög

Á NÆSTUNNI kemur út Íslensk hljómplötuskrá, uppfletti- og skráningarforrit með gagnagrunni er geymir skráningu á íslenskum hljómplötum frá því fyrsta hljómplatan kom á markað 1907 og til ársins 2002. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 574 orð | 1 mynd

Að rjúfa einangrunina

SVANHILDUR Anna Sveinsdóttir, formaður Daufblindrafélagsins, er einstæð fjögurra barna móðir á Akranesi en sér sjálf um heimilið og strákana fjóra þótt hún sé metin með fulla örorku vegna daufblindu. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Annað rán við Skúlagötu

UM klukkan hálfellefu í gærkvöldi var tilkynnt um rán í verslun 11-11 við Skúlagötu í Reykjavík. Að sögn lögreglu frömdu tvær grímuklæddar manneskjur með hettu yfir höfði ránið, en ekki voru neinar vísbendingar um að vopnum hefði verið beitt. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 204 orð

Aukin prentun bóka innanlands

PRENTUN bóka innanlands hefur aukist um 5% miðað við í fyrra, en bókatitlum hefur fækkað um 3,5%, samkvæmt könnun sem Bókasamband Íslands hefur gert á prentstað íslenskra bóka sem birtust í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2002. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 287 orð | 1 mynd

Áfangaheimili fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur

NÆSTKOMANDI þriðjudag mun líknarfélagið Skjöldur verða með opið hús á Skólavörðustíg 30 í tengslum við fyrirhugaða opnun "Sober-house"-áfangaheimilisins, 1. desember nk. Meira
23. nóvember 2002 | Akureyri og nágrenni | 116 orð

Bóksala í Sólgarði

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar, sem nú er jafnframt skólabókasafn fyrir Hrafnagilsskóla, varð til við samruna fleiri bókasafna í sveitarfélaginu allt frá tíma gömlu lestrarfélaganna. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 95 orð

Bók um brauð selst eins og heitar lummur

BÓKIN Brauðréttir Hagkaupa eftir Jóa Fel hefur selst í 13 þúsund eintökum á rúmum mánuði og segir Sigurður Reynaldsson, innkaupastjóri Hagkaupa, að hún sé tvímæalalaust metsölubók þessa hausts. Meira
23. nóvember 2002 | Akureyri og nágrenni | 95 orð

Bæjarbúar beðnir um aðstoð við valið

JAFNRÉTTIS- og fjölskyldunefnd Akureyrarbæjar hefur óskað eftir því við bæjarbúa að þeir veiti aðstoð við val á fyrirtæki, félagi eða stofnun sem þeir telja að verðskuldi viðurkenningu nefndarinnar fyrir árið 2002. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 148 orð

Doktorsvörn í Háskóla Íslands

REBEKKA Valsdóttir lífefnafræðingur ver doktorsritgerð sína "The role of small G proteins in cell organization" í dag, laugardag 23. nóvember. Doktorsvörnin, sem er við raunvísindadeild, fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands hefst kl. 10. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 181 orð

Dæmdir fyrir að vigta þorsk sem hlýra

HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt tvo fyrrum starfsmenn fiskvinnslufyrirtækisins Sæunnar Axels á Ólafsfirði til að greiða 400 þúsund króna sekt hvorn fyrir að tryggja ekki nægjanlega að upplýsingar um innihald fiskikera, sem skipað var upp úr... Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 225 orð

Ekki kosið í Kántríbæ

ADOLF Berndsen segir það alrangt, sem fram hafi komið í fjölmiðlum, að þannig hafi verið staðið að málum á Skagaströnd að menn hafi kosið þar í Kantríbæ. Meira
23. nóvember 2002 | Árborgarsvæðið | 587 orð | 1 mynd

Erfitt að keppa við Búnaðarbankann

"ÞAÐ er mjög óeðlilegt að þurfa að vera í samkeppni við Búnaðarbankann í kjúklingaræktinni," sagði Rafn Haraldsson, kjúklingabóndi á Bræðrabóli í Ölfusi, en hann framleiðir um 100 tonn af kjúklingum á ári og leggur afurðirnar inn hjá Ísfugli... Meira
23. nóvember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 464 orð

Fara verður varlega í framkvæmdir við ósa Elliðaáa

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að leggja þurfi rannsóknir um stöðu laxastofna til grundvallar ákvörðun um legu Sundabrautar. Laxinn lendi í hremmingum við ósa Elliðaár og því verði menn að fara varlega í framkvæmdir á því svæði. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 329 orð

Fer fjarri að rekstur leikskólanna hafi farið úr böndunum

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra: "Í Fréttablaðinu í gær eru höfð orð eftir Birni Bjarnasyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um rekstur Leikskóla Reykjavíkur sem gera verður... Meira
23. nóvember 2002 | Akureyri og nágrenni | 281 orð | 1 mynd

Flutt inn í fyrstu leiguíbúðirnar

SS BYGGIR afhenti fyrstu fjórar leiguíbúðirnar, sem fyrirtækið er að byggja í Skálateig 1 á Akureyri, í byrjun nóvember sl. en þá voru tæplega 160 dagar frá því að fyrsta skóflustunga að húsinu var tekin. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 91 orð | 2 myndir

Fyrirhugað álver Alcoa

FYRIRHUGAÐ álver Alcoa í Reyðarfirði verður örlítið austar en það sem Norsk Hydro hugðist reisa auk þess sem það er nokkru minna í sniðum. Þetta er fyrsta töluvugerða myndin af 322.000 tonna fyrirhuguðu álveri Alcoa í Reyðarfirði. Meira
23. nóvember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 150 orð

Gatan verður botnlangi

STEFÁN Hermannson borgarverkfræðingur segir að einhverjar vikur muni líða þar til búið verði að breyta staðarmörkum Reykjavíkur og Kópavogs og lóðirnar fimm við Bleikargróf í Kópavogi verði til að mynda innlimaðar í Reykjavík. Meira
23. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 15 orð | 1 mynd

George Robertson, framkvæmdastjóri NATO, Davíð Oddsson...

George Robertson, framkvæmdastjóri NATO, Davíð Oddsson forsætisráðherra og Vaclav Havel, forseti Tékklands, á leiðtogafundinum í... Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Gott að kúra í pabbafangi

ÞAÐ var margt um manninn í hátíðarsal Menntaskólans á Egilsstöðum þegar Jóni Böðvarssyni voru veitt Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Meira
23. nóvember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 77 orð | 1 mynd

Haldið upp á hálfa öld

ÞEIR voru eins og kóngar og drottningar, krakkarnir á leikskólanum Brákarborg í gær þegar haldið var upp á 50 ára afmæli skólans. Meira
23. nóvember 2002 | Árborgarsvæðið | 191 orð | 1 mynd

Handverkskonur opna vinnustofu

HANDVERKSKONURNAR Þórdís Þórðardóttir og Katrín Ósk Þorgeirsdóttir hafa nú nýverið opnað vinnustofu í húsnæði Hólmarastar á Stokkseyri, sem segja má að sé orðin að menningarmiðstöð með margskonar listsköpun. Meira
23. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 502 orð | 1 mynd

Hundrað manns liggja í valnum eftir óeirðir

ÁTÖK milli óeirðaseggja úr röðum múslíma og kristinna íbúa borgarinnar Kaduna í Norður-Nígeríu hafa kostað a.m.k. hundrað manns lífið, að sögn Rauða krossins í gær. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 118 orð

Hús Kattavinafélags Íslands , Kattholt, verður...

Hús Kattavinafélags Íslands , Kattholt, verður opið á morgun, sunnudaginn 24. nóvember, kl. 13-17. Starfsemi Kattholts verður kynnt og sýndir kettir sem fundist hafa í Reykjavík og nágrenni og vantar heimili. Meira
23. nóvember 2002 | Suðurnes | 81 orð

Hvalsneskirkju færð gjöf

AXEL Svan Kortsson og Laufey Svala Kortsdóttir sem búa að Víkurbraut 17 í Sandgerði færðu Hvalsneskirkju tvöhundruð þúsund krónur að gjöf til minningar um foreldra sína Kort Elísson (f. 1883) og Guðnýju Gísladóttur (f. Meira
23. nóvember 2002 | Miðopna | 1020 orð | 1 mynd

Hver er þessi auður?

UMRÆÐA hefur vaknað um það hvernig megi beisla þann "auð" sem býr í íslenskum tónlistarmönnum og flytja hann út - sú hugsun er athyglisverð að í íslenskri tónlist séu faldar margar milljónir sem koma þurfi böndum á og flytja út. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 70 orð

Í dag S igmund 8 M...

Í dag S igmund 8 M inningar 46/53 V iðskipti 13/17 U mræðan 54/63 E rlent 18/24 K irkjustarf 64/66 H öfuðborgin 26/27 S taksteinar 70 A kureyri 28/30 S kák 71 S uðurnes 31 M yndasögur 72 Á rborg 32 B réf 72/73 L andið 33 D agbók 74/75 N eytendur 34 L... Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Ísland í níunda sæti

ÍSLENSKA landsliðið í matreiðslu hafnaði í níunda sæti á heimsmeistaramóti matreiðslumanna sem lauk í vikunni í Lúxemborg. Íslendingar fengu silfurverðlaun fyrir heita rétti og bronsverðlaun fyrir kalda rétti. Meira
23. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Ísraelsher hertekur Betlehem

HERMAÐUR kemur ísraelskum fána fyrir á húsi nálægt Betlehem eftir að Ísraelar hertóku bæinn að nýju í gær. Meira
23. nóvember 2002 | Akureyri og nágrenni | 163 orð

Íþrótta- og tómstundadeild sjái um rekstur

ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð ræddi notkun og rekstur nýja fjölnota íþróttahússins á félagsssvæði Þórs við Hamar á síðasta fundi sínum. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 60 orð

Jeppinn fannst við Hvítá

ISUZU-jeppi manns, sem saknað hefur verið tæpan hálfan mánuð fannst yfirgefinn við Hvítá skammt frá Brúarhlöðum í gær. Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir eiganda hennar, Þóri Jónssyni, 39 ára. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Jólakort Kaldár komin út

LIONSKLÚBBURINN Kaldá í Hafnarfirði er að hefja sína árlegu jólakortasölu eins og undanfarin ár og mun allur ágóði renna til líknarmála. Sólveig Stefánsson myndlistarkona hefur teiknað kortið. Hægt er að fá kortin brotin eða óbrotin, með eða án texta. Meira
23. nóvember 2002 | Árborgarsvæðið | 197 orð | 1 mynd

Jólaljós og jólakúlur frá Póllandi

BRÁÐUM koma blessuð jólin og má sjá þess víða vott. Starfsmenn áhaldahúss Árborgar tendruðu sín jólaljós víðs vegar í sveitarfélaginu í kvöld, bæði á skreyttum ljósastaurum og jólatrjám. Það fer ekki framhjá neinum hvað er framundan. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Jólastemmningin í algleymingi

JÓLASTEMMNINGIN var í algleymingi í bókabúð Máls og menningar við Bankastræti í gær, þegar rithöfundar og tónlistarmenn skemmtu gestum á svokölluðum Föstudagsbræðingi, sem haldinn er hvert föstudagssíðdegi. Bræðingurinn er reyndar fastur liður kl. Meira
23. nóvember 2002 | Landsbyggðin | 79 orð | 1 mynd

Jólatré úr Skorradal á torg Reyknesinga

MYNDARLEGUR jólatrésfarmur er farinn frá Skógræktinni í Skorradal. Á myndinni eru starfsmenn skógræktarinnar að lesta bíl frá ÞÞÞ á Akranesi. Á bílinn fóru 30 torgtré, sem voru frá fjórum metrum og upp í þrettán metra á hæð. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Keppir til úrslita

HALLDÓRA Baldvinsdóttir, 9 ára keppandi í ítalskri barnasöngvakeppni á Bologna, er komin í 10 manna úrslit eftir að hún náði bestum árangri keppenda í undanúrslitum á fimmtudag. 14 keppendur, sem valdir voru úr 2. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 221 orð

Komst í samband við stúlkuna á Netinu

RÚMLEGA tvítugur karlmaður var dæmdur í hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að hafa samfarir við 12 ára stúlku sem hann komst í samband við á spjallrás á Netinu, svonefndu Irki. Meira
23. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 342 orð | 1 mynd

Kútsjma settur aftast í stafrófið

LEONÍD Kútsjma, forseti Úkraínu, fékk kuldalegar móttökur í Prag í gær þegar hann mætti til leiðtogafundar Evró-Atlantshafsráðsins, samkundu NATO-ríkjanna nítján og 27 samstarfsríkja þeirra í Evrópu og Mið-Asíu. Meira
23. nóvember 2002 | Akureyri og nágrenni | 59 orð | 1 mynd

Kvöldfundur um fjöll

ÞRJÚ ferðafélög, Ferðafélag Akureyrar, Ferðafélagið Hörgur og Ferðafélag Svarfdæla, efna til kvöldfundar í tilefni af "ári fjalla 2002" næstkomandi mánudagskvöld, 25. nóvember. Fundurinn verður í Ketilhúsinu, Kaupvangsstræti, og hefst kl. 20. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 659 orð | 1 mynd

Kynna samstarfsáætlanir

Hjördís Hendriksdóttir er forstöðumaður alþjóðasviðs RANNÍS. Hún er með meistarapróf í alþjóðlegum samskiptum frá University of Kent í Bretlandi. Maki er Jón Smári Úlfarsson, verkfræðingur hjá VSÓ og eiga þau saman fjóra stráka. Meira
23. nóvember 2002 | Akureyri og nágrenni | 197 orð | 1 mynd

Lionsklúbburinn Hængur afhendir fjárstyrki

LIONSKLÚBBURINN Hængur hefur afhent fjárstyrki úr verkefnasjóði klúbbsins til þriggja aðila á Akureyri sem vinna að mannúðarmálum, Mæðrastyrksnefndar, Hjálpræðishersins og Íþróttafélagsins Akurs. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 98 orð

Listinn kynntur í næstu viku

KJÖRNEFND Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi stefnir að því að kynna kjördæmisráði tillögu sína að framboðslista flokksins í kjördæminu hinn 28. nóvember nk. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 71 orð

Man ekki eftir líkamsárásinni

TÆPLEGA sextugur karlmaður sem ákærður er fyrir að ráðast á fyrrverandi sambýliskonu sína, ber við minnisleysi sökum ölvunar. Meira
23. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 226 orð | 1 mynd

Mannréttindadómstóllinn í kreppu?

ER Mannréttindadómstóll Evrópu í kreppu? Hefur verið slakað á kröfum um mannréttindi til að tryggja nýjum ríkjum aðild að Evrópuráðinu? Meira
23. nóvember 2002 | Akureyri og nágrenni | 68 orð | 1 mynd

Matvöruverslanir sameinaðar

TVÆR matvöruverslanir í Ólafsfirði, Strax og Valbúð, verða sameinaðar í eina um næstu áramót. Þorsteinn Þorvaldsson, núverandi framkvæmdastjóri Valbúðar, mun stýra versluninni sem fær nafnið Úrval við sameininguna. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Mesta hækkunin kemur fáum til góða

ÞEIR lífeyrisþegar sem fá hækkun á almannatryggingum í kjölfar samkomulags ríkisins og Landssambands eldri borgara, sem undirritað var á þriðjudag, eru fyrst og fremst þeir sem eru með algjörlega óskerta tekjutryggingu og tekjutryggingarauka. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 593 orð | 1 mynd

Mikilvægast að viðurkenna vandann

Tónleikar Caritas til styrktar Foreldrafélagi misþroska barna verða haldnir í Kristskirkju við Landakot á morgun kl. 16. Guðni Einarsson ræddi við Katrínu Eyjólfsdóttur sem situr í stjórn foreldrafélagsins. Meira
23. nóvember 2002 | Akureyri og nágrenni | 122 orð

Mjöll og Norðlenska semja

MJÖLL og Norðlenska hafa gert með sér samning um þrif, þrifalýsingar, hreinlætiseftirlit og ráðgjöf fyrir kjötvinnslu og sláturhús Norðlenska á Akureyri og kjötvinnslu fyrirtækisins á Húsavík. Meira
23. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 780 orð | 1 mynd

Munum þurfa að auka framlög til öryggismála

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að leiðtogafundurinn í Prag staðfesti að bylting sé að verða í umhverfi öryggismála Íslands. Ólafur Þ. Stephensen ræddi við hann í Prag um þýðingu fundarins fyrir NATO og fyrir Ísland. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Myndabrengl Röng mynd birtist í Morgunblaðinu...

Myndabrengl Röng mynd birtist í Morgunblaðinu í gær með grein eftir Braga Kristjónsson bókakaupmann. Með greininni birtist mynd af Páli Braga Kristjónssyni, framkvæmdastjóra Eddu - útgáfu hf. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 339 orð

Nota hvert tækifæri til að rífa Grafarholtið niður

KRISTINN Bjarnason, framkvæmdastjóri Frjálsa fjárfestingarbankans hf., vísar á bug sem firru þeim yfirlýsingum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á borgarstjórnarfundi sl. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 472 orð

Opnun tilboða frestað og stefnt að áritun um miðjan desember

SAMNINGAVIÐRÆÐUR vegna álversframkvæmda á Austurlandi ganga eftir áætlun að sögn Finns Ingólfssonar, formanns álviðræðunefndar. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 35 orð

Óbreytt útsvar í Reykjavík

BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum á fimmtudagskvöld að álagningarstuðull útsvars í Reykjavík verði óbreyttur árið 2003, eða 12,79% á tekjur Reykvíkinga. Var það samþykkt með átta samhljóða atkvæðum meirihlutans. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 249 orð | 1 mynd

Óhugnanlegt að geta ekki farið heim

ÞRJÚ íbúðarhús á Seyðisfirði voru rýmd í gærkvöldi vegna hættu á aurskriðu og var fólki ráðlagt frá því að fara inn í sex önnur hús sem ekki er búið í, að sögn Lárusar Bjarnasonar, sýslumanns á Seyðisfirði. Meira
23. nóvember 2002 | Suðurnes | 193 orð

Óskað eftir hugmyndum í fjölskyldustefnu

STARFSHÓPUR um gerð fjölskyldustefnu í Reykjanesbæ beinir þeim tilmælum til íbúa bæjarins, einstaklinga, hópa, félaga og samtaka, að senda honum hugmyndir um atriði sem þeir telja mikilvæg í slíkri stefnu. Meira
23. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 319 orð | 1 mynd

Pútín vill aukna samvinnu við NATO

VLADÍMÍR Pútín Rússlandsforseti og George W. Bush Bandaríkjaforseti áttu fund í Sankti Pétursborg í gær og voru sammála um að efla samstarf ríkjanna gegn hryðjuverkum. Meira
23. nóvember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 352 orð | 1 mynd

"Hjartað fer fyrst og svo fylgir hitt á eftir"

VATNINU í sturtum borgarbúa og rafmagninu sem sér þeim fyrir lýsingu er frá og með deginum í gær stjórnað frá Réttarhálsi. Fyrsta skrefið í flutningi Orkuveitu Reykjavíkur var þá tekið þegar stjórnkerfi veitnanna var fært yfir í nýjar höfuðstöðvar. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 878 orð | 2 myndir

"Lítil og heimilisleg aðstaða sem fólk sækir í"

Skipulagt félagsstarf í fimm af fjórtán félagsmiðstöðvum aldraðra í borginni verður lagt niður á næsta ári. Sunna Ósk Logadóttir heimsótti stappfulla handavinnustofuna á Dalbraut 18-20 og ræddi við gamla fólkið sem er afar ósátt við ákvörðunina sem það frétti af í sjónvarpinu. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Rangar merkingar á ungbarnablöndu

HOLLUSTUVERND ríkisins hefur fengið ábendingu um að á markaði hafi fundist ranglega merkt ungbarnablanda af tegundinni SMA Gold, sem innflutningsfyrirtækið Austurbakki hf. flytur inn. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 133 orð

Ráðstefna um nýtingu lands norðan Vatnajökuls...

Ráðstefna um nýtingu lands norðan Vatnajökuls verður haldin á á Hótel Héraði, Egilsstöðum, fimmtudaginn 28. nóvember til eflingar byggðar á Austur- og Norðurlandi. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 126 orð

Réðst á mann og ók á hann

HÆSTIRÉTTUR dæmdi í fyrradag karlmann á sextugsaldri í 15 mánaða fangelsi fyrir að hafa þrívegis gerst sekur um líkamsrárás gegn öðrum karlmanni og brot gegn vopnalögum. Fyrst réðst ákærði á manninn í júlí árið 2000 og tók hann kverkataki. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 507 orð | 1 mynd

Rúðurnar sprungu út og há eldtunga steig upp úr húsinu

"ÞAÐ fyrsta sem gerðist var að rafmagnið fór af, ég heyrði í reykskynjara og eldvarnarhurðir lokuðust," segir Árni Þórðarson, starfsmaður Húsasmiðjunnar, sem varð fyrstur var við að eldur hefði kviknað í timburverkstæði Húsasmiðjunnar við... Meira
23. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 619 orð | 1 mynd

Rússar fagna "umbreytingu" NATO

FYRSTI utanríkisráðherrafundur hins nýja samstarfsráðs NATO og Rússlands var haldinn í Prag í gær í tengslum við leiðtogafund bandalagsins. Efst á baugi voru gíslamálið í Moskvu og baráttan gegn hryðjuverkum. Meira
23. nóvember 2002 | Miðopna | 827 orð

Sagan skrifuð í Prag

Sögulegur viðburður, tímamót í sögu Evrópu, einhver merkilegasti dagur nútímasögunnar. Með þessum orðum og mörgum fleirum hefur leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins hér í Prag verið lýst í ályktunum og ræðum leiðtoganna. Meira
23. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 226 orð | 1 mynd

Sagður játa aðild að árásinni á Balí

YFIRLÖGREGLUSTJÓRINN í Indónesíu sagði í gær að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skipulagt sprengjutilræðið á Balí í síðasta mánuði, hefði játað aðild sína að ódæðinu, sem og öðrum sprengjuárásum í Indónesíu undanfarin tvö ár. Meira
23. nóvember 2002 | Landsbyggðin | 249 orð | 1 mynd

Samningur um hitaveitu í Gunnarsholti

SAMNINGUR hefur verið gerður milli Hitaveitu Rangæinga annars vegar og Landgræðslunnar og Landspítala - Háskólasjúkrahúss hins vegar um lagningu hitaveitu til Vistheimilisins í Gunnarsholti, sem rekið er af Landspítalanum, og til Landgræðslunnar. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 497 orð | 1 mynd

Samstillt átak grundvallaratriði

"ÉG ER mjög ánægður með viðbrögð fólks og hins opinbera í sambandi við baráttu okkar gegn fíkniefnum og handrukkurum," segir Guðmundur Sesar Magnússon, forsvarsmaður undirbúningsfundar að stofnun landssamtaka áhugafólks um málefni... Meira
23. nóvember 2002 | Árborgarsvæðið | 118 orð

Selfossþorrablótið ekki í íþróttahúsinu

ÍÞRÓTTAHÚS Sólvallaskóla á Selfossi verður ekki leigt undir þorrablót eins og gert var í fyrra. Erindi Kjartans Björnssonar, sem hafði forgöngu að Selfossþorrablótinu í fyrra, var tekið fyrir í bæjarráði síðastliðinn fimmtudag og var hafnað. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 75 orð

Selja dömu- og herrafatnað án vsk

VERSLANIR Hagkaups munu um helgina endurgreiða virðisaukaskatt af öllum dömu- og herrafatnaði á Glasgow-dögum sem standa yfir í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 573 orð

Sjúklingur getur beðið um þjónustu án afskipta TR

"LÆKNI er heimilt að taka sjúkratryggðan einstakling til meðferðar án greiðsluafskipta sjúkratrygginga ef sjúkratryggður óskar þess." Þetta er hluti ákvæðis 5. greinar samnings milli Tryggingastofnunar ríkisins, TR, og sérgreinalækna. Meira
23. nóvember 2002 | Suðurnes | 319 orð | 2 myndir

Skila af sér handbókum um vettvangsferðir

GEFIN hefur verið út handbókin Vettvangsferðir um nánasta umhverfi leikskólans. Bókin er afrakstur þróunarverkefnis sem unnið hefur verið að á leikskólanum Tjarnarseli í Keflavík. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 114 orð

Skrekkur á fulla ferð

SKREKKUR 2002, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur og Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, stendur nú yfir. Þetta er í tólfta skiptið sem keppnin er haldin. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 221 orð

Staða Sementsverksmiðjunnar rædd á aukafundi

"ÉG lít svo á að ríkisstjórnin þurfi að taka ákvörðun um þessi mál á allra næstu vikum," segir Árni Steinar Jóhannesson, þingmaður og fulltrúi Vinstri-grænna í iðnaðarnefnd, um stöðu Sementsverksmiðjunnar á Akranesi, en að beiðni hans var í... Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 140 orð | 1 mynd

Starfsmönnum fjölgar um 2.100

PHARMACO hf. hefur keypt 69% hlut í serbnesku lyfjaverksmiðjunni Zdravlje og skuldbundið sig til að kaupa 15% til viðbótar á næstu þremur árum. Samningur þess efnis verður undirritaður í Serbíu á mánudaginn. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 252 orð

Stefna um aðgengi þjóðarinnar að listaverkum fest í sessi

BÚNAÐARBANKINN ætlar að tryggja að listaverk í eigu bankans verði þjóðinni aðgengileg hér eftir sem hingað til og er ekki fyrirhuguð nein breyting á þeirri stefnu sem bankinn hefur fylgt til þessa í tengslum við Listasafn bankans. Meira
23. nóvember 2002 | Suðurnes | 216 orð | 2 myndir

Stóra sænál náðist lifandi í land

FRÆÐASETRIÐ í Sandgerði hefur fengið fiskinn stóru sænál lifandi og er hann geymdur í fiskabúri í húsnæði setursins. Er talið trúlegt að þetta sé eini fiskurinn af þessari tegund sem til er lifandi í safni hér á landi. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 111 orð

Stúdentar gagnrýna hækkun leikskólagjalda

STJÓRN Stúdentaráðs Háskóla Íslands gagnrýnir harðlega þá ákvörðun borgarráðs að hækka leikskólagjöld um 8% frá og með næstu áramótum. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 391 orð

Sýning í Skála Alþingishússins á munum...

Sýning í Skála Alþingishússins á munum og skjölum í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því að vélræn upptaka á þingræðum hófst stendur nú yfir. Á sýningunni má m.a. sjá gömul hljóðupptökutæki og hraðritunargögn. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 173 orð

Söfnunarátak daufblindra

DAUFBLINDRAFÉLAG Íslands stendur nú fyrir söfnunarátaki með sölu á geisladiskinum Tár með Orra Harðarsyni tónlistarmanni en allur ágóði af sölu disksins rennur til félagsins. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 662 orð

Telja að mistök hafi átt sér stað við afgreiðslu málsins

ÁÆTLANIR um að leggja niður skipulagt félagsstarf fyrir aldraða í fimm af fjórtán félagsmiðstöðvum borgarinnar voru harðlega gagnrýndar á fundi borgarstjórnar á fimmtudagskvöld. Tillögu Ólafs F. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 659 orð

Telur bann við einkadansi ekki eiga sér stoð í lögum

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur ógilti í gær bann við einkadansi í Reykjavík. Bannákvæðið var að finna í lögreglusamþykkt Reykjavíkur sem dómsmálaráðuneytið samþykkti en héraðsdómur taldi að bannið ætti sér ekki stoð í lögum. Þegar bannið tók gildi 31. júlí sl. Meira
23. nóvember 2002 | Árborgarsvæðið | 340 orð | 1 mynd

Tíu þúsund konfektístertur fyrir jólin

STARFSFÓLKI Kjöríss í Hveragerði leiðist ekki í vinnunni sinni. Þegar komið er inn í vinnslusalinn hljóma jólalögin og verið er að búa til konfektístertur í miklu magni, jólin eru greinilega á næstu grösum þrátt fyrir snjóleysi og hlýindi. Meira
23. nóvember 2002 | Akureyri og nágrenni | 128 orð

Tónskáldsins Jóhanns Ó. Haraldssonar minnst

HUNDRAÐ ár eru nú í ár liðin frá fæðingu eyfirska tónskáldsins Jóhanns Ó. Haraldssonar og af því tilefni verður efnt til hátíðartónleika í Akureyrarkirkju á sunnudag, 24. nóvember, kl. 17. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Tæplega 1.800 greiddu atkvæði í gær

1.777 manns greiddu atkvæði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík í gær. 170 þeirra skráðu sig í flokkinn á kjörstað. Áður höfðu 400 manns greitt atkvæði utan kjörfundar, að sögn Ágústs Ragnarssonar, framkvæmdastjóra prófkjörsins. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 220 orð

Unnustan reyndi að taka á sig sök

BRESKUR ríkisborgari var í gær dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að rækta hass í íbúð unnustu sinnar. Meira
23. nóvember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 426 orð | 1 mynd

Upplýstir Hafnfirðingar á aðventunni

SEX hreinræktaðir Hafnfirðingar hafa tekið sér stöðu víðs vegar um Hafnarfjörð og munu verða upplýstir á næstunni. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 54 orð

Veggspjaldasýning í Kennaraháskóla Íslands

HÓPUR kennaranema á þriðja ári grunnskólabrautar Kennaraháskóla Íslands hefur sett upp veggspjaldasýningu í skála aðalbyggingar skólans við Stakkahlíð. "Sýningin vekur athygli á mikilvægum atriðum í lestri og lestrarnámi ungra barna. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 110 orð

Viðræður um Keflavík hefjast um áramót

VIÐRÆÐUR Íslands og Bandaríkjanna um breytingar á samkomulagi ríkjanna um viðbúnað í varnarstöðinni í Keflavík munu hefjast í kringum áramótin, að sögn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra. Meira
23. nóvember 2002 | Miðopna | 1163 orð

Vinstri/grænir í sömu sporum

VÍÐA um lönd hafa á undanförnum árum verið miklar umræður, sem byggjast á uppgjöri vegna stjórnmáladeilna og afstöðu einstakra flokka og manna á tímum kalda stríðsins. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 200 orð | 4 myndir

Yfirlit

VEIK HÖRPUSKEL Nýjar mælingar Hafrannsóknastofnunar sýna að stofn hörpudisks hefur minnkað um 40% undanfarna sex mánuði. Líklegt er að veiðar verði minnkaðar verulega á næsta ári eða stöðvaðar alveg. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 243 orð

Yfirlýsing frá hjúkrunarfræðideild HÍ

EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands: "Fjöldatakmarkanir við Háskóla Íslands voru gagnrýndar á Alþingi nýverið. Meira
23. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Þingforsetar á Austfjörðum

EDMUND Joensen, forseti færeyska lögþingsins, og Daniel Skifte, forseti grænlenska landsþingsins, komu til landsins síðdegis í gær í þeim tilgangi að funda með Halldóri Blöndal, forseta Alþingis. Meira

Ritstjórnargreinar

23. nóvember 2002 | Leiðarar | 368 orð

Aukið framlag Íslands

Eitt af því sem nauðsynlegt er til að tryggja að NATO geti sinnt því framtíðarhlutverki sem bandalaginu er ætlað er að aðildarríkin auki framlög sín til varnarmála. Meira
23. nóvember 2002 | Leiðarar | 613 orð

Nato stækkar og breytist

Á fundi Atlantshafsbandalagsins í Prag voru gerðar róttækar breytingar á skipulagi bandalagsins. Það má færa rök fyrir því að Prag-fundurinn hafi verið meðal mikilvægustu leiðtogafunda í sögu bandalagsins. Meira
23. nóvember 2002 | Staksteinar | 335 orð | 2 myndir

Valdið er vandmeðfarið

Í ritstjórnargrein Bæjarins besta, sem gefið er út á Ísafirði, segir að allt bendi til að bæjarstjórn Bolungarvíkur sé í þeirri óþægilegu stöðu að sjá sér ekki annað fært en að vísa úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta, vegna uppkaupa húseigna við Dísarland, sem standa í vegi fyrirhugaðra snjóflóðavarna í kaupstaðnum, til dómstóla. Meira

Menning

23. nóvember 2002 | Menningarlíf | 86 orð

100. sýning

100. SÝNING á Karíusi og Baktusi verður í Þjóðleikhúsinu í dag kl. 14. Í tilefni dagsins munu þeir einnig bregða á leik ásamt öðrum gestum kl. 16.30 á tröppum Þjóðleikhússins. Meira
23. nóvember 2002 | Menningarlíf | 624 orð | 1 mynd

Afstrakt og portrett í Húsi málaranna

EINAR Hákonarson og Óli G. Jóhannsson opna sýningar á nýjum verkum í Húsi málaranna við Eiðistorg kl. 14 í dag. Við sama tækifæri verður þar opnaður nýr salur, þar sem sýnd verða eldri og ný verk eftir fimm listamenn. Þeir Óli G. Meira
23. nóvember 2002 | Menningarlíf | 199 orð

Arabísk nútímalist á sýningu

SÝNINGIN Milli goðsagnar og veruleika verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi í dag kl. 16. Þar gefur að líta yfir sextíu verk eftir listamenn frá sextán arabalöndum, sem unnin er á síðari hluta 20. aldar. Meira
23. nóvember 2002 | Leiklist | 896 orð

Athyglisverð áhugaleiksýning

Höfundur og leikstjóri: Ármann Guðmundsson. Aðstoðarleikstjóri: Valgerður Arnardóttir. Leikarar: Alda Ægisdóttir, Aldís G. Meira
23. nóvember 2002 | Menningarlíf | 160 orð | 1 mynd

Barnadagur í Gerðubergi

SÝNING á myndskreytingum úr nýútkomnum barnabókum verður opnuð í Gerðubergi í dag kl. 13. Sýningin samanstendur af myndum úr flestum þeim íslensku barnabókum sem komið hafa út á árinu. Meira
23. nóvember 2002 | Menningarlíf | 627 orð | 2 myndir

Borgin ein heild að nýju

ÞAÐ var stórkostlegt verkefni að taka þátt í uppbyggingu miðborgar Berlínar eftir fall múrsins. Yfirvöld settu mikinn kraft í verkið og það var unnið hratt, sem var nauðsynlegt," segir þýski arkitektinn Hans Kollhoff. Meira
23. nóvember 2002 | Menningarlíf | 183 orð

Fjölþætt list í Alaska

MYNDLISTARMENNIRNIR Huginn Þór Arason, Magnús Sigurðarson og Gabríela Friðriksdóttir hafa rekið vinnustofu í gróðurhúsinu Alaska við Miklatorg um nokkurt skeið. Í dag opna þau sýningu kl. 15 og verða auk þess uppákomur af ýmsum toga. Meira
23. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 262 orð | 2 myndir

Fríðir og föngulegir

KEPPNIN um herra Ísland 2002 fór fram í Broadway á fimmtudagskvöldið. "Keppnin er búin að skapa sér fastan sess núna. Meira
23. nóvember 2002 | Menningarlíf | 1000 orð | 1 mynd

Handverk/Hönnun

Opið alla daga frá 11-17. Lokað þriðjudaga Til 25. nóvember. Aðgangur 300 krónur. Sýningarskrá 500 krónur. Meira
23. nóvember 2002 | Menningarlíf | 667 orð | 1 mynd

Heimslist, landslist og heimalist á Fljótsdalshéraði

NÝIR eigendur Eiða, hins gamla menntaseturs á Fljótsdalshéraði, bíða þess nú að tillögur þeirra að nýtingu staðarins verði athugaðar í bæjarstjórn Austur-Héraðs. Meira
23. nóvember 2002 | Menningarlíf | 222 orð

Í dag

Listasafn Íslands Málþing um stöðu íslenskra listamanna og alþjóðleg tengsl myndlistar verður kl. 11-13. Stjórnandi: Dr. Ólafur Kvaran safnstjóri. Pallborðsumræður að erindum loknum. Meira
23. nóvember 2002 | Myndlist | 419 orð | 1 mynd

Neðanjarðarstemmning

Sýningin stendur til 24. nóvember og er opin frá 12-17 alla daga nema miðvikudaga. Meira
23. nóvember 2002 | Menningarlíf | 452 orð | 1 mynd

Óður til lífsins í olíuverkum

TVÆR sýningar verða opnaðar í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14-16, í dag, laugardag, kl. 15.00. Haraldur (Harry) Bilson opnar sína sjöundu einkasýningu hér á landi. Meira
23. nóvember 2002 | Menningarlíf | 235 orð | 1 mynd

"Hann fékk áhuga á þessu"

TVÖ verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson verða leikin á Norrænum músíkdögum í Berlín, hljómsveitarverkið Díafónía sem Fílharmóníusveitin í Ósló leikur undir stjórn Vladimirs Ashkenazys, og hins vegar orgelverk sem Harald Herrstahl leikur. Meira
23. nóvember 2002 | Menningarlíf | 78 orð

Rafþrenning í Nýló

UNNENDUM rafrænnar tónlistar gefst tækifæri á að hlýða á bresku raf-þrenninguna Artificial Paradises ásamt íslenskum gestum í Nýlistasafninu við Vatnsstíg 3 í kvöld kl. 21 og á morgun. Meira
23. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 541 orð | 1 mynd

Skemmtileg fleygiferð

Leikstjóri: Chris Columbus. Handrit: Steven Kloves eftir samnefndri skáldsögu J. K. Rowling. Kvikmyndataka: Roger Pratt. Aðalhlutverk: Daniel Radcliff, Rupert Grint, Emma Watson, Kenneth Branagh, Maggie Smith, Robbie Coltrane, John Felton, Jason Isaacs, Richard Harris og Alan Rickman. BNA. 161 mín. Warner Bros. 2002. Meira
23. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 581 orð | 1 mynd

Skrá yfir íslenskar hljómplötur

SKRÁR yfir útgefna íslenska tónlist eru brotakenndar og getur verið snúið að komast að því hvað hver hefur gefið út og hvenær. Meira
23. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 53 orð | 3 myndir

Smókingar og smaragðar

SÉRSTÖK viðhafnarsýning var á nýju Bond-myndinni, Die Another Day, í gærkvöldi í Smárabíói. Var gestum uppálagt að mæta í sínu fínasta pússi og glerfín spilavítastemningin, sem spæjari hennar hátignar unir sér jafnan í, þar með vakin upp. Meira
23. nóvember 2002 | Menningarlíf | 173 orð | 1 mynd

Syngja brot úr sálumessum

KAMMERKÓR Suðurlands, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar, heldur tvenna tónleika á næstunni: Í Skálholtskirkju kl. 17 á sunnudag og kl. 20:30 í Kristskirkju á Landakotshæð á fimmtudagskvöld. Meira
23. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 302 orð | 4 myndir

Tori Amos - Scarlet's Walk Svo...

Tori Amos - Scarlet's Walk Svo gripið sé til alíslensks rokkfrasa má segja að hún Amos kerlingin sé komin í gamla formið því þessi nýja plata hennar sver sig hvað mest í ætt við það sem hún var að gera þegar hún sló í gegn með hinni mögnuðu Little... Meira
23. nóvember 2002 | Menningarlíf | 601 orð | 1 mynd

Útrás íslenskra tónskálda

Sjö íslensk tónskáld eiga verk á Norrænum músíkdögum í Berlín. Kjartan Ólafsson, formaður Tónskáldafélags Íslands, segir hér Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá fyrirhugaðri hátíð og einnig sitthvað frá sögu hennar og þýðingu. Meira
23. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 361 orð | 2 myndir

Útskrifuð

Þórunn Antonía syngur en lög og textar eru eftir Magnús Þór Sigmundsson, (nema Drift Away e. Dobie Gray). Ýmsir hljóðfæraleikarar koma við sögu, Magnús Þór á kassagítar og einnig á rafmagnsgítar ásamt Eðvarði Lárussyni og Guðmundi Péturssyni, Jakob Frímann Magnússon o.fl. á hljómborð, Birgir Baldursson á trommur, Friðrik Sturluson og Jakob Magnússon á bassa auk strengjaleikara. Stjórn upptöku: Magnús Þór. Hljóðblöndun: Ken Thomas. Meira

Umræðan

23. nóvember 2002 | Aðsent efni | 528 orð | 2 myndir

Að hætta á hormónameðferð vegna tíðahvarfa

"Vísindalega þekkingu skortir á lengd hormónameðferðar eftir skurðaðgerðir eða snemmbær tíðahvörf." Meira
23. nóvember 2002 | Aðsent efni | 406 orð | 1 mynd

Eiturlyf, ógnin mikla!

"Það eru uggvænleg tíðindi að í ljós hefur komið að næsti markhópur eiturlyfjasala er grunnskólanemendur..." Meira
23. nóvember 2002 | Aðsent efni | 442 orð | 1 mynd

Fjörutíu þúsund milljónir króna

"Handhafar aflaheimildanna óttast að fari að kortast í gósentíð núverandi stjórnarflokka." Meira
23. nóvember 2002 | Aðsent efni | 674 orð | 1 mynd

Hamfarir fyrirsvarsmanna hjá Geðhjálp

"Það sem vekur stærstu spurningar hjá undirrituðum er hvers vegna menn telja sér heimilt að rægja svokölluð "frjáls trúfélög"." Meira
23. nóvember 2002 | Bréf til blaðsins | 658 orð

Harmleikurinn við botn Miðjarðarhafsins

MEÐ hópi héðan að heiman á vegum Sunnu, undir fararstjórn sr. Franks M. Halldórssonar, var ég staddur í Austur-Jerúsalem daginn sem sexdaga stríðið brast á. Meira
23. nóvember 2002 | Bréf til blaðsins | 384 orð

Landlæknir á villigötum!

LAUGARDAGINN 2. nóvember sl. birtist grein í Mbl. frá Sigurði Guðmundssyni landlækni þar sem hann fór mikinn í gagnrýni sinni á fæðubótarefni og fann þeim allt til foráttu. Meira
23. nóvember 2002 | Bréf til blaðsins | 193 orð

Leiguhækkun hjá borginni

NÚ hefur leigjendum félagsbústaða loks borist tilkynning um samþykkt félagsmálaráðs og borgarstjórnar varðandi breytingar á leigu. Annars vegar jöfnunaraðgerð og hinsvegar 12% hækkun allrar leigu. Meira
23. nóvember 2002 | Bréf til blaðsins | 378 orð

Misjafnlega upplýst ÉG VAR að brjóta...

Misjafnlega upplýst ÉG VAR að brjóta saman þvottinn á sunnudagsmorgni og af einhverri ástæðu var kveikt á Silfri Egils á Skjá 1. Voru Steingrímur Sigfússon og Björn Bjarnason gestir Egils að þessu sinni. Meira
23. nóvember 2002 | Aðsent efni | 77 orð | 1 mynd

Myndavíxl við stuðningsgrein

Þrátt fyrir, að ég sé einarður stuðningsmaður Birgis Ármannssonar, frambjóðanda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, skrifaði ég ekki grein til stuðnings Birgi, sem birtist á síðu 58 í Morgunblaðinu í gær með mynd af mér. Meira
23. nóvember 2002 | Aðsent efni | 732 orð | 1 mynd

Nokkrir góðir dagar utan Alþingis

"Ég hvet eindregið til þess að Íslandi verði tryggð kosning í Öryggisráðið." Meira
23. nóvember 2002 | Aðsent efni | 654 orð | 1 mynd

Skáldaníðingur

"Grein Jakobs er einfaldlega uppspuni frá rótum. " Meira
23. nóvember 2002 | Aðsent efni | 760 orð | 1 mynd

Söguleg rök Hæstaréttar og óbyggðanefndar

"Fyrst annað á að gilda um "afréttareign" en aðrar eignir, má þá ekki eins tala um "eyjaeign", "jarðaeign", "lóðaeign" og fleira?" Meira
23. nóvember 2002 | Aðsent efni | 520 orð | 1 mynd

Til styrktar börnum með athyglisbrest og ofvirkni

"Stöðugt fleiri börn greinast hérlendis með athyglisbrest með eða án ofvirkni." Meira
23. nóvember 2002 | Aðsent efni | 437 orð | 1 mynd

Tónleikar Caritas Ísland til styrktar misþroska börnum

"Við megum ekki láta okkar hlut eftir liggja." Meira
23. nóvember 2002 | Aðsent efni | 498 orð | 1 mynd

Út í blámann

Opið bréf til dr. Sigrúnar Klöru Hannesdóttur landsbókavarðar. Meira
23. nóvember 2002 | Aðsent efni | 731 orð | 1 mynd

Viðtal sem enginn heyrði

"Viðtalið, sem aldrei var tekið og aldrei flutt, hefur þrátt fyrir það hvað eftir annað borið á góma á opinberum vettvangi." Meira
23. nóvember 2002 | Bréf til blaðsins | 25 orð | 1 mynd

Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og...

Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 3.000 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Thelma Rut og Áslaug Dóra. Á myndina vantar Önnu... Meira
23. nóvember 2002 | Bréf til blaðsins | 418 orð

Þrautaganga íhaldsins

HINAR sífelldu ágjafir íhaldsforustunnar til lands og sjávar ganga yfir þjóðina eins og mannskæð sótt. Röð hvers konar áfalla Sjálfstæðisfl. Meira

Minningargreinar

23. nóvember 2002 | Minningargreinar | 610 orð | 1 mynd

FILIPPUS SIGURÐSSON

Filippus Sigurðsson, Brekkuvegi 3 á Seyðisfirði, fæddist í Brúnuvík í Borgarfjarðarhreppi 16. nóvember 1912. Hann lést á sjúkrahúsi Seyðisfjarðar 17. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Sigurður Filippusson bóndi í Brúnuvík, f. 27.6. Meira  Kaupa minningabók
23. nóvember 2002 | Minningargreinar | 793 orð | 1 mynd

GUÐJÓNA SIGRÍÐUR SUMARLIÐADÓTTIR

Guðjóna Sigríður Sumarliðadóttir fæddist í Bolungarvík 7. október 1927. Hún andaðist á sjúkradeild Heilbrigðisstofnunarinnar í Bolungarvík 16. nóvember síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
23. nóvember 2002 | Minningargreinar | 451 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR GÍSLASON

Guðmundur Gíslason fæddist í Bjarnarhöfn í Helgafellssveit 9. október 1913. Hann lést á Sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 26. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gísli Guðmundsson, f. Meira  Kaupa minningabók
23. nóvember 2002 | Minningargreinar | 5431 orð | 1 mynd

GUNNAR A. AÐALSTEINSSON

Gunnar Aðils Aðalsteinsson fæddist í Brautarholti í Dölum hinn 3. september 1926. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Akraness hinn 16. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingileif Sigríður Björnsdóttir, f. 15.6. 1899, d. 14.6. Meira  Kaupa minningabók
23. nóvember 2002 | Minningargreinar | 761 orð | 1 mynd

HÁMUNDUR ELDJÁRN BJÖRNSSON

Hámundur Eldjárn Björnsson fæddist á Hámundarstöðum í Vopnafirði 15. júní 1917. Hann lést á heimili sínu 9. nóvember síðastliðinn. Hann var sonur Björns Jónassonar bónda og Kristjönu Halldórsdóttur. Meira  Kaupa minningabók
23. nóvember 2002 | Minningargreinar | 1674 orð | 1 mynd

HRAFN RAGNARSSON

Hrafn Ragnarsson var fæddur á Skagaströnd 25. nóv. 1938. Hann varð bráðkvaddur á Kanaríeyjum 11. nóv. síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ragnar Þorsteinsson kennari, f. 28. febr. 1914, d. 17. sept. 1999, og kona hans Sigurlaug Stefánsdóttir, f. 25. sept. Meira  Kaupa minningabók
23. nóvember 2002 | Minningargreinar | 1165 orð | 1 mynd

HULDA GUÐNADÓTTIR

Hulda Guðnadóttir fæddist á Krossi í Ljósavatnshreppi í S.-Þing. 10. apríl 1913. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 11. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akureyrarkirkju 20. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
23. nóvember 2002 | Minningargreinar | 3714 orð | 1 mynd

HULD SIGURÐARDÓTTIR

Huld Sigurðardóttir fæddist á Arnarvatni í Mývatnssveit 20. október 1913. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 16. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Jónsson, f. á Hólum í Eyjafirði 25. ágúst 1878, d. 24. Meira  Kaupa minningabók
23. nóvember 2002 | Minningargreinar | 805 orð | 1 mynd

JÓNAS HALLGRÍMSSON

Jónas Hallgrímsson fæddist á Dalvík 14. nóv. 1912. Hann lést í Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík, 12. nóvember síðastliðinn. Hann var næstelstur átta barna þeirra hjóna Hallgríms Gíslasonar og Hansínu Jónsdóttur frá Bjarnarstöðum á Dalvík. Meira  Kaupa minningabók
23. nóvember 2002 | Minningargreinar | 1001 orð | 1 mynd

KRISTRÚN ARNFINNSDÓTTIR

Kristrún Bjarnar Arnfinnsdóttir fæddist á Hafranesi við Reyðafjörð 31. mars 1934. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 13. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Arnfinnur Antoníusson, f. 6. október 1883, d. 21. Meira  Kaupa minningabók
23. nóvember 2002 | Minningargreinar | 1722 orð | 1 mynd

PÁLL GUTTORMSSON

Páll Guttormsson fæddist á Hallormsstað 25. maí 1913. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Egilsstöðum 17. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guttormur Pálsson skógarvörður og Sigríður Guttormsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
23. nóvember 2002 | Minningargreinar | 698 orð | 1 mynd

TORFI NIKULÁSSON

Torfi Nikulásson fæddist á Stokkseyri hinn 15. september 1915. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut hinn 17. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Torfa voru Helga Júlía Sveinsdóttir og Nikulás Torfason frá Söndu á Stokkseyri. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

23. nóvember 2002 | Viðskiptafréttir | 421 orð | 1 mynd

31 milljarður í vanskilum

VANSKIL hjá innlánsstofnunum hafa farið vaxandi á þessu ári. Meira
23. nóvember 2002 | Viðskiptafréttir | 716 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 115 49 110...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 115 49 110 4.391 482.522 Gellur 620 620 620 8 4.960 Grálúða 120 120 120 3 360 Gullkarfi 98 20 76 16.091 1.230.006 Hlýri 183 101 168 3.311 557.744 Keila 80 20 71 12.052 851.041 Langa 152 15 91 4.362 396. Meira
23. nóvember 2002 | Viðskiptafréttir | 568 orð

Atvinnuleysi óbreytt frá því í apríl

HLUTFALL þeirra sem eru án vinnu og í atvinnuleit hefur ekkert breyst frá því í apríl, en það er 3,2% vinnuaflsins í landinu. Þetta jafngildir því að um 5.200 einstaklingar hafi verið atvinnulausir í nóvember 2002 en um 5.300 voru atvinnulausir í apríl. Meira
23. nóvember 2002 | Viðskiptafréttir | 164 orð | 1 mynd

Dökkt útlit

LEYFILEGUR heildarafli á hörpuskel er á yfirstandandi fiskveiðiári 4.000 tonn en var 6.500 tonn á síðasta ári. Það sem af er þessu ári er búið að veiða um 2.700 tonn af hörpuskel, nánast eingöngu í Breiðafirði. Meira
23. nóvember 2002 | Viðskiptafréttir | 473 orð | 1 mynd

Hagnaður eykst um milljarð milli ára

HAGNAÐUR Pharmaco hf. á fyrstu níu mánuðum þessa árs nam 2.173 milljónum króna. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður félagsins 1.173 milljónir. Aukningin er því 1.000 milljónir króna. Meira
23. nóvember 2002 | Viðskiptafréttir | 176 orð

ÍAV hagnast um kvartmilljarð

ÍSLENSKIR aðalverktakar högnuðust um 250 milljónir króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins, samanborið við 20 milljóna króna tap á sama tíma í fyrra. Meira
23. nóvember 2002 | Viðskiptafréttir | 685 orð | 2 myndir

Stofn hörpuskeljar í Breiðafirði hrynur

HÖRPUDISKSTOFNINN í Breiðafirði hefur minnkað um 40% á aðeins sex mánaða tímabili og hefur Hafrannsóknastofnunin lagt til harðar friðunaraðgerðir. Yngstu árgangar stofnsins gefa þó vísbendingar um góða nýliðun. Meira

Daglegt líf

23. nóvember 2002 | Neytendur | 403 orð | 1 mynd

Allt að 93% verðmunur á súpukjöti

RÚMLEGA 93% munur er á hæsta og lægsta verði á súpukjöti í 1. flokki, samkvæmt nýrri verðkönnun Neytendasamtakanna. Könnunin var gerð á frosnu og ófrosnu kjöti hinn 18. Meira
23. nóvember 2002 | Neytendur | 266 orð

Athugasemd vegna verðkönnunar

YFIRFERÐ á verðkönnun Baugs í eigin verslunum og sambærilegum búðum í Noregi og Danmörku hefur leitt í ljós nokkrar bagalegar villur, bæði til hækkunar og lækkunar á verði. Verðkönnunin var birt á neytendasíðu Morgunblaðsins síðastliðinn þriðjudag. Meira
23. nóvember 2002 | Neytendur | 89 orð | 1 mynd

Dökkar rúsínur frá Nóa

NÓI Síríus hefur sett á markað þrjár nýjar vörutegundir. Um er að ræða súkkulaðihúðaðar rúsínur í 500 g öskju sem annars vegar eru með Síríus rjómasúkkulaði og hins vegar með dökku Síríus Konsum súkkulaði. Meira
23. nóvember 2002 | Neytendur | 51 orð | 1 mynd

Gríms fiskibollur

KOMNAR eru á markað fiskibollur í neytendaumbúðum frá Grími kokki í Vestmannaeyjum. Fiskibollurnar eru fulleldaðar og þær þarf því einungis að hita á pönnu, í ofni eða örbylgjuofni í þrjár mínútur. Meira
23. nóvember 2002 | Neytendur | 68 orð | 1 mynd

Íslenskir tómatar í vetur

ÍSLENSKIR tómatar verða á boðstólum í allan vetur og mun þetta vera í fyrsta skipti sem þeir fást allan ársins hring, að því er segir í tilkynningu frá Sölufélagi garðyrkjumanna. Meira
23. nóvember 2002 | Neytendur | 45 orð | 2 myndir

Kjúklinga Gordon Bleu

MÓAR fuglabú hf. hafa sett á markað þrjá nýja rétti í vörulínu með fullsteikta kjúklinga. Meira
23. nóvember 2002 | Neytendur | 67 orð | 1 mynd

Kjúklingastrimlar

MÓAR fuglabú kynna í þriðja lagi fullsteikt niðurskorið kjúklingakjöt í strimlum sem hentar vel í mexíkóska rétti, salöt, með pasta, í pítsur, samlokur, lasagne og fleira. Meira
23. nóvember 2002 | Neytendur | 100 orð

Ný raftækjaverslun

RAFTÆKJAVERSLUNIN Expert verður opnuð í dag klukkan 10 í Skútuvogi 2. Meira

Fastir þættir

23. nóvember 2002 | Árnað heilla | 31 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . Í dag, laugardaginn 23. nóvember, er sextug Valgerður Bjarnadóttir, Hvassaleiti 60, Reykjavík. Í tilefni afmælisins býður hún fjölskyldu, vini og vandamenn velkomna á heimili sitt kl. 17 á... Meira
23. nóvember 2002 | Árnað heilla | 36 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Mánudaginn 25. nóvember er sextugur Þórður Kr. Kristjánsson. Eiginkona hans er Ásta Guðmundsdóttir . Í tilefni dagsins taka þau á móti ættingjum og vinum á heimili sínu Heiðarbakka 6, Keflavík, á sunnudag frá kl.... Meira
23. nóvember 2002 | Fastir þættir | 328 orð | 1 mynd

Að lesa í eigin heilbrigði - heilsulæsi

INNSÆI og þekking skipta sköpum í leik og starfi. Góður skákmaður hefur þekkingu á leikreglum skákarinnar, þekkir tækni og afbrigði annarra skákmanna, hefur innsæi til að lesa í leikfléttur og getur bryddað upp á nýjungum. Meira
23. nóvember 2002 | Fastir þættir | 216 orð | 1 mynd

Áfengi og hormónameðferð auka líkur á krabbameini

KONUR sem neyta áfengis og eru jafnframt í hormónameðferð, tvöfalda áhættuna á að fá brjóstakrabbamein, að því er kemur fram í stórri rannsókn í Bandaríkjunum og sagt var frá á CBSNEWS.com. Meira
23. nóvember 2002 | Dagbók | 76 orð

ÁST OG ÓTTI

Gagntekinn, hrifinn, utan við mig enn af æsku þinnar fyrstu munarkossum ég finn í hjarta ást og ótta í senn slá undarlega saman heitum blossum. Þú ert svo björt, svo ung og blíð og góð, önd þín er gljúp sem mjúk er höndin ljúfa. Meira
23. nóvember 2002 | Fastir þættir | 600 orð | 1 mynd

Björn Þorfinnsson atskákmeistari Reykjavíkur

11. til 18. nóv. 2002 Meira
23. nóvember 2002 | Fastir þættir | 233 orð | 1 mynd

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Hreppamanna Spilafélagar í Bridsfélagi Hreppamanna hittast á þriðjudagskvöldum í hinum ágæta Huppusal í Félagsheimilinu á Flúðum og taka slaginn undir öruggri spilastjórn Karls Gunnlaugssonar. Nú er nýlega lokið keppni í einmenningskeppni. Meira
23. nóvember 2002 | Fastir þættir | 329 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

EDDIE Kantar kemur oft með skemmtilegar ábendingar. Ein er svona: Ef spil lítur út eins og einspil, hagar sér eins og einspil og lyktar sem einspil, þá eru allar líkur á því að um einspil sé að ræða. Norður gefur; allir á hættu. Meira
23. nóvember 2002 | Í dag | 953 orð

Gospelmessa í Vídalínskirkju

GOSPELMESSA verður í Vídalínskirkju sunnudaginn 24. nóv. kl. 20. Fram koma Jónsi, úr hljómsveitinn Í svörtum fötum, Ómar Guðjónsson æskulýðsleiðtogi og gítarleikari og Erla Björg og Rannveig Káradætur. Við gospelmessuna þjónar sr. Meira
23. nóvember 2002 | Í dag | 380 orð | 1 mynd

Hraungerðiskirkja 100 ára

HRAUNGERÐISKIRKJA í Flóa er 100 ára á þessu ári og verður afmælisins minnst með hátíðarmessu nk. sunnudag kl. 13:30 og kaffisamsæti í Þingborg að messu lokinni. Meira
23. nóvember 2002 | Viðhorf | 764 orð

Hvar liggur tapið?

Ef stjórnir lífeyrissjóðanna eru almennt veikar og félagsmenn illa upplýstir og áhugalausir um starfsemi sjóðanna, hver heldur þá uppi nauðsynlegu aðhaldi með starfsemi þeirra? Meira
23. nóvember 2002 | Fastir þættir | 877 orð

Íslenskt mál

Marga langar að geta talað tungum. Þeir sem ekki nenna að bíða hvítasunnunnar borga málamönnum til að geta komið saman setningum á borð við: Er þér innfættur? Getur þið sagt hvaðan er næstkomandi klósettur? Meira
23. nóvember 2002 | Dagbók | 835 orð

(Jóh. 12,25)

Í dag er laugardagur 23. nóvember, 327. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Sá sem elskar líf sitt, glatar því, en sá sem hatar líf sitt í þessum heimi, mun varðveita það til eilífs lífs. Meira
23. nóvember 2002 | Fastir þættir | 644 orð | 1 mynd

Margskiptur persónuleiki

Lesendur Morgunblaðsins geta komið spurningum varðandi sálfræði-, félagsleg og vinnutengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona@persona.is og verður svarið jafnframt birt á persona.is. Meira
23. nóvember 2002 | Í dag | 2291 orð | 1 mynd

(Matt. 17.)

Guðspjall dagsins: Dýrð Krists. Meira
23. nóvember 2002 | Fastir þættir | 716 orð | 1 mynd

Náttúrulegar fæðingar hættulegar tvíburum

BRESK rannsókn sýnir fram á að náttúrulegar fæðingar séu hættulegar tvíburum og mæla vísindamennirnir með að tvíburar séu ætíð teknir með keisaraskurði, að því er segir á fréttavef BBC . Meira
23. nóvember 2002 | Fastir þættir | 184 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5 Rfd7 5. f4 c5 6. Rf3 Rc6 7. Be3 cxd4 8. Rxd4 Bc5 9. Dd2 a6 10. O-O-O O-O 11. h4 Rxd4 12. Bxd4 b5 13. h5 Dc7 14. Hh3 b4 15. Ra4 Bxd4 16. Dxd4 a5 17. h6 g6 18. Kb1 Ba6 19. Bd3 Hfc8 20. Df2 Bxd3 21. Hhxd3 Ha6 22. Meira
23. nóvember 2002 | Fastir þættir | 147 orð | 1 mynd

Tölvan sveið kjöltuna

VARAST skal að sitja með kjöltutölvur í fanginu, sú reynsla getur reynst dýrkeypt. Það er í það minnsta upplifun Svía nokkurs sem greint var frá á netútgáfu Aftenposten í gær. Maðurinn sat í makindum heima hjá sér við skriftir með tölvuna í fanginu. Meira
23. nóvember 2002 | Fastir þættir | 496 orð

Víkverji skrifar...

VÍKVERJI var á ferð í Búdapest á dögunum og upplifði þar á einstaklega skemmtilegan hátt hversu ólíkar þjóðir Íslendingar og Ungverjar eru. Meira

Íþróttir

23. nóvember 2002 | Íþróttir | 793 orð | 1 mynd

Bjarni var of stór biti fyrir ÍR

MARKVERÐIRNIR Bjarni Frostason og Hreiðar Guðmundsson voru í aðalhlutverkunum í leik Hauka og ÍR í Esso-deild karla í gærkvöld þar sem gestirnir úr Hafnarfirði voru útsjónarsamir á lokakafla leiksins og innbyrtu sigur, 25:22. Auk markvarðanna var leikurinn skemmtilega kryddaður með dómarapari frá Bandaríkjunum sem er samsett af dönskum og króatískum dómara! og áttu þeir félagar oft á tíðum bestu tilþrif kvöldsins og voru engan veginn tilbúnir í þetta verkefni. Meira
23. nóvember 2002 | Íþróttir | 892 orð

Fjörugt í Ólafsfirði

ÞÓRSARAR mörðu sigur á vængbrotnum Stjörnumönnum 29:27 í í 1. deild karla í handknattleik í gærkvöldi. Liðin léku í Ólafsfirði þar sem heimavöllur Þórs stóð ekki til boða. Fjölmargir stuðningsmenn Þórs fylgdu þeim til Ólafsfjarðar en einnig var margt um forvitna heimamenn á leiknum. Þeir voru ekki sviknir því leikurinn var mjög skemmtilegur á að horfa, hraður, jafn og spennandi. Stjarnan hafði undirtökin lengstum en Þórsarar gáfust aldrei upp og skriðu framúr á lokakaflanum. Meira
23. nóvember 2002 | Íþróttir | 235 orð

Gaman að eiga það í ellinni

GUÐNI Bergsson, fyrirliði Bolton, segist bara nokkuð sáttur við myndina "Guðni Boltonsson" en myndbandið, sem fjallar um feril Guðna, var frumsýnt á Reebok-leikvanginum í Bolton í vikunni. Meira
23. nóvember 2002 | Íþróttir | 506 orð | 1 mynd

* GUÐNI Bergsson , fyrirliði Bolton...

* GUÐNI Bergsson , fyrirliði Bolton , verður frá í tvær vikur til viðbótar en meiðsli í kálfa sem hafa verið að angra hann undanfarnar vikur tóku sig upp að nýju í vikunni. Meira
23. nóvember 2002 | Íþróttir | 260 orð

HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: 1.

HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: 1. deild kvenna, Esso-deild: Fylkishöll: Fylkir/ÍR - KA/Þór 16.30 Seltjarnarnes: Grótta/KR - Valur 16.30 Víkin: Víkingur - Fram 16.30 Sunnudagur: 1.deild kvenna, Esso-deild: Ásgarður: Stjarnan - Haukar 14 1. Meira
23. nóvember 2002 | Íþróttir | 115 orð

IAAF hefur varað Grikki við

ALÞÓÐAFRJÁLSÍÞRÓTTASAMBANDIÐ, IAAF, hefur nokkrar áhyggjur af því hve fáir grískir frjálsíþróttamenn og -konur hafa farið í lyfjapróf á undanförnum misserum. Meira
23. nóvember 2002 | Íþróttir | 1049 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR Haukar - Grindavík 71:95 Keflavík,...

KÖRFUKNATTLEIKUR Haukar - Grindavík 71:95 Keflavík, undanúrslit Kjörísbikarkeppni karla, föstudaginn 22. nóvember 2002. Gangur leiksins: 0:2, 2:13, 12:18, 12:25, 16:30 , 20:36, 24:36, 24:46, 35:46, 39:49 , 41:62, 48:65, 54:74, 56:79, 63:84, 65:91, 71:95... Meira
23. nóvember 2002 | Íþróttir | 204 orð

Óbreytt staða hjá Eiði og Chelsea

ENN og aftur er Eiður Smári Guðjohnsen orðaður við Manchester United. Meira
23. nóvember 2002 | Íþróttir | 155 orð

Pétur orðinn leikfær

MEIÐSLI Péturs Hafliða Marteinssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, reyndust minni en haldið var í fyrstu en leikmaðurinn meiddist á hné í síðari hálfleik í landsleik Íslendinga og Eista á miðvikudagskvöldið og varð að fara af velli. Meira
23. nóvember 2002 | Íþróttir | 127 orð | 1 mynd

Rúnar í úrslit á HM

Rúnar Alexandersson náði frábærum árangri á heimsmeistaramótinu í fimleikum í Ungverjalandi í gærkvöldi. Rúnar tryggði sér sæti í úrslitunum í æfingum á tvíslá þegar hann hafnaði í 8. Meira
23. nóvember 2002 | Íþróttir | 757 orð | 1 mynd

Skotkeppnin virkaði vel

ÞAÐ verða Keflvíkingar og Grindvíkingar sem leika til úrslita í Kjörísbikarkeppninni í körfuknattleik karla að þessu sinni, en úrslitaleikurinn fer fram í Keflavík í dag. Keflvíkingar lögðu KR-inga í ágætum undanúrslitaleik í Keflavík í gærkvöldi, 87:78, og á sama stað unnu Grindvíkingar slakt lið Hauka fyrr um kvöldið, 95:71. Meira
23. nóvember 2002 | Íþróttir | 101 orð

Sólveig sterk í Japan

KARATESTÚLKAN Sólveig Sigurðardóttir úr Þórshamri stóð sig mjög vel á fylkismóti í karate í Japan á dögunum en hún dvelur sem skiptinemi í Japan í vetur. Sólveig keppti bæði í kata og kumite, eða frjálsum bardaga, og sigraði í báðum greinunum. Meira
23. nóvember 2002 | Íþróttir | 225 orð

Þýðingarmikil markvarsla Magnúsar

FH-ingar unnu góðan sigur, 27-24, á Gróttu/KR á heimavelli sínum í gærkvöldi. Meira

Lesbók

23. nóvember 2002 | Menningarblað/Lesbók | 310 orð | 1 mynd

Afrísk list í Metropolitan

METROPOLITAN-listasafnið í New York hýsir þessa dagana sýningu á afrískri list; Genesis: Ideas of Origin in African Sculpture - sem útleggja má sem Sköpunarsagan: Hugmyndir um upprunann í afrískum höggmyndum. Meira
23. nóvember 2002 | Menningarblað/Lesbók | 512 orð

BRÁÐUM KOMA BLESSUÐ JÓLIN

JÓLIN byrja snemma í ár. Útvarpsstöðin Létt 96,7 reið á vaðið með fyrsta jólalagið í októberlok og síðan hefur þeim heldur farið fjölgandi á öldum ljósvakans. Meira
23. nóvember 2002 | Menningarblað/Lesbók | 313 orð | 1 mynd

ENN UM BLOGG

EINA nóttina lítur upprennandi bókmenntamaður - karlkyns - upp úr ensku þýðingunni á Buddenbrooks Thomasar Mann og horfir stjarfur út um gluggann á íbúðinni sem hann leigir með menntaskólakærustunni sinni, þessari sem nú sefur inni í herbergi, þessari... Meira
23. nóvember 2002 | Menningarblað/Lesbók | 941 orð | 1 mynd

ERU MARGIR MENN HEIÐNIR?

Hvers vegna geta grjótskriður runnið upp í móti, hvað er smættarkenning og hvenær byrjaði fólk að ganga í sokkum? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á Vísindavefnum. Meira
23. nóvember 2002 | Menningarblað/Lesbók | 1129 orð | 1 mynd

Ég skelli þessu í fiðlubúning og það verður mjög "djúsí"

Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari fagnar í dag merkum áföngum á ferli sínum með skemmtitónleikum í Salnum. BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR ræddi við hana um tónleika dagsins og tónleika hennar fyrir þrjátíu árum en fimm árum fyrr var hún bókstaflega að spila fyrir fæði sínu og húsnæði. Meira
23. nóvember 2002 | Menningarblað/Lesbók | 27 orð

FERÐALAG

Ég var í Varsjá Ég leit í spegilinn og spurði Hvenær lagðir þú af stað? Var það eftir mikla hvell eða var það fyrr? Ef það var fyrr -... Meira
23. nóvember 2002 | Menningarblað/Lesbók | 2025 orð | 1 mynd

HVÍLDARLAUS FERÐ INNÍ DRAUMINN

Á RITÞINGI um Matthías Johannessen sem haldið var í Gerðubergi 9. Meira
23. nóvember 2002 | Menningarblað/Lesbók | 1139 orð

MÁLVERK BANKANNA

MEÐAL þess sem mest var býsnast yfir um miðbik nóvembermánaðar árið 2002 var að málverkum í eigu Búnaðarbanka og Landsbanka skyldi ekki skotið undan áður en ríkið seldi þá. Meira
23. nóvember 2002 | Menningarblað/Lesbók | 1138 orð | 7 myndir

Myndverk og kostagripir

Í tilefni hálfrar aldar krýningarafmælis hennar hátignar Elísabetar II Englandsdrottningar var opnuð fjölþætt sýning á gersemum krúnunnar í sölum Buckingham-hallar í London 22. maí sem stendur til 12. janúar 2003. Um fágætan viðburð er að ræða sem BRAGI ÁSGEIRSSON lét ekki framhjá sér fara. Meira
23. nóvember 2002 | Menningarblað/Lesbók | 489 orð

NEÐANMÁLS -

I Það er skammt stórra högga á milli á vefritinu Kistunni þessa dagana. Fyrst var það uppþotið í kringum Mikael Torfason og Úlfhildi Dagsdóttur þar sem fúkyrði flugu manna á milli. Meira
23. nóvember 2002 | Menningarblað/Lesbók | 353 orð

NÓTT FRÁ SVIGNASKARÐI

Hver varstu? Hvað greip þig goðsögn í líki hests með glóð í auga, styggð í hverri taug og brotnandi öldur brims í hlustum þínum? Meira
23. nóvember 2002 | Menningarblað/Lesbók | 126 orð

NÝTT OG FRÁBÆRT LJÓÐ

litla stúlkan sem vissi ekki neitt um eldspýtur og gat þess vegna ekki kveikt ljós og/eða framkallað yl mín orð leka úr myrkum munni gervilitu sjónvarpsbergmálstómi æskunnar@sjálfumgleði. Meira
23. nóvember 2002 | Menningarblað/Lesbók | 384 orð

NÆSTU VIKU

MYNDLIST Galleri@hlemmur.is: Hrafnhildur Arnardóttir. Til 8. des. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Haraldur (Harry) Bilson í Baksal. Ljósafold: Guðmundur Hannesson. Til 8. des. Gallerí Skuggi: Rósa Sigrún Jónsdóttir. Stella Sigurgeirsdóttir. Til 1. des. Meira
23. nóvember 2002 | Menningarblað/Lesbók | 1638 orð | 4 myndir

SILFURPRINSINN SIGVARD BERNADOTTE

Silfurprinsinn er eitt af mörgum viðurnefnum sem sænski hönnuðurinn Sigvard Bernadotte hefur fengið og svo sannarlega á það vel við þar sem silfurmunir skipuðu mikilvægan sess á hönnunarferli hans. En það var ekki aðeins hönnun silfurmuna sem leiddi til þess að Sigvard Bernadotte var kallaður silfurprinsinn, heldur einnig sú staðreynd að hann var konungborinn og þess vegna prins í eiginlegri merkingu þess orðs. Meira
23. nóvember 2002 | Menningarblað/Lesbók | 243 orð

SKEL

Það var einu sinni gömul kona sem átti litla skel en í skelinni bjó lítil stelpa, pínulítil stelpa sem varla sást, en konan bjó á elliheimili og skelin lá ofan í sjúkrahúsborðinu, í skúffunni þar. Meira
23. nóvember 2002 | Menningarblað/Lesbók | 327 orð | 1 mynd

Sungið á MESSUdegi heilagrar Sesselju

KÓR Langholtskirkju heldur tónleika á morgun, sunnudag, kl. 17 í Langholtskirkju, á messudegi heilagrar Sesselju, verndara tónlistarinnar. Frumflutt verða verk eftir Árna Egilsson og Oliver Kentish. Auk þessa eru verk sem frumflutt voru sl. Meira
23. nóvember 2002 | Menningarblað/Lesbók | 480 orð | 1 mynd

TÓNMÁL TÍMAHRAKSINS

12 TÓNVERK verða frumflutt kl. 15:15 í dag á nýja sviði Borgarleikhússins á tónleikum sem hafa fengið nafnið Tímahrak. Meira
23. nóvember 2002 | Menningarblað/Lesbók | 2144 orð | 1 mynd

UM BÓKMENNTAGÆÐI

Með þessari grein hefst stuttur flokkur greina þar sem glímt verður við erfiða spurningu sem upp kemur í hverri bókavertíð: Hvað eru góðar bókmenntir? Í þessu svari segir meðal annars: "Sérhver góður bókmenntatexti, einnig sá sem býr yfir tærum einfaldleika, er flókinn merkingarheimur. Enginn skilur þann heim til fulls, en hver lesandi á þess kost að rata um hann sína eigin leið." Meira
23. nóvember 2002 | Menningarblað/Lesbók | 404 orð | 2 myndir

Updike og listasagan

JOHN Updike hefur sent frá sér nýja skáldsögu, sem fær góðar viðtökur og nefnist Seek My Face (Leitaðu í andliti mínu). Um er að ræða tuttugustu skáldsögu höfundarins sem er eitt stærsta nafnið í bandaríska bókmenntaheiminum. Meira
23. nóvember 2002 | Menningarblað/Lesbók | 1685 orð | 1 mynd

VERÐ AÐ NÁ FRAM MANNLEGA SJÓNARHORNINU

Í tíu ár hefur Þorkell Þorkelsson ferðast um heiminn og tekið ljósmyndir af venjulegu fólki við óvenjulegar aðstæður. BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR ræddi við hann um verkefnið sem hann kallar Með opnum augum, og ljósmyndir hans frá Palestínu sem sýndar eru í sal ASÍ á Freyjugötunni. Meira
23. nóvember 2002 | Menningarblað/Lesbók | 91 orð

VIÐ ORÐFOSSA

Alltaf magnast drunurnar í Orðfossum. Við stöndum á brúninni, heilluð af blaðrandi þvaðri, innantómum upplýsingum: upphrópunum beljandi zzzzzzzz- kvaldursins. Fjú, hér er kúl að vera! Meira
23. nóvember 2002 | Menningarblað/Lesbók | 2928 orð | 2 myndir

ÞAR VAXA LAUKAR OG GALA GAUKAR

Eru verslanir orðnar kjarni hverrar borgar? Og er þá Kópavogur orðinn Reykjavík? Í þessari grein er fjallað um þróun verslunarmiðstöðva hérlendis sem erlendis undanfarna áratugi en áhrif þeirra á borgarlífið eru margvísleg og að sumra mati ekki að öllu leyti æskileg. Meira

Annað

23. nóvember 2002 | Prófkjör | 145 orð | 1 mynd

Birgi í 6. sæti

ALÞINGI Íslendinga þarf á fólki að halda sem skilur gangverk efnahagslífsins. Fólki sem skilur samhengið á milli öflugs efnahagslífs og blómlegrar menningar og mannlífs. Birgir Ármannsson er slíkur maður. Meira
23. nóvember 2002 | Prófkjör | 110 orð | 1 mynd

Björn Bjarnason í 3. sæti og Sigurð Kára í 7. sæti.

BJÖRN Bjarnason, alþingismaður og borgarfulltrúi, sækist eftir 3. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík sem nú stendur yfir. Allir sem kynnst hafa Birni vita hversu hæfileikaríkur og duglegur stjórnmálamaður hann er. Meira
23. nóvember 2002 | Prófkjör | 137 orð | 1 mynd

Farsæll maður í lífi og starfi

ÓÞARFI er að minna sjálfstæðisfólk í Reykjavík vegna prófkjörsins á hversu mikilvægt það er að Guðmundur Hallvarðsson alþingismaður hljóti góða kosningu - verði ofarlega á framboðslistanum í öruggu sæti. Meira
23. nóvember 2002 | Prófkjör | 134 orð | 1 mynd

Fylkjum liði um ráðherra Reykvíkinga

MIKIÐ einvala lið býður sig fram í prófkjöri okkar sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem fram fer dagana 22. og 23. nóvember nk. Meira
23. nóvember 2002 | Prófkjör | 141 orð | 1 mynd

Guðmundur er öflugur málsvari eldri borgara

GUÐMUNDUR Hallvarðsson var aðalhvatamaður að stofnun sambands eldri sjálfstæðismanna, en hann varð var við að eldri sjálfstæðismenn töldu sig lenda til hliðar í störfum sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Meira
23. nóvember 2002 | Prófkjör | 99 orð | 1 mynd

Guðmundur vinnur að öryggismálum sjómanna

GUÐMUNDUR Hallvarðsson gegndi formennsku í þingmannanefnd um tillögugerð að stefnumarkandi áætlun í öryggismálum sjómanna. Nefndin fór yfir slysamál sjómanna og gerði tillögur um 18 atriði til úrbóta er varða öryggismál sjómanna. Meira
23. nóvember 2002 | Prófkjör | 138 orð | 1 mynd

Guðrún Inga í 9. sætið

Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi höfðað til þeirra sem telja að frelsi einstaklingsins og framtak hans séu lykillinn að velgengni þjóðarinnar allrar. Meira
23. nóvember 2002 | Prófkjör | 370 orð | 1 mynd

Heilbrigðisþjónusta til framtíðar

"Einhvers konar forgangsröðun verður að hafa af hálfu þeirra sem um sameiginlega sjóði okkar halda og bera ábyrgð á útgjöldunum." Meira
23. nóvember 2002 | Prófkjör | 147 orð | 1 mynd

Ingva Hrafn í 8. sætið

FORMAÐUR Sambands ungra sjálfstæðismanna, Ingvi Hrafn Óskarsson, er í hópi öflugra frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ingvi er lögfræðingur og starfar nú sem aðstoðarmaður dóms- og kirkjumálaráðherra. Meira
23. nóvember 2002 | Prófkjör | 429 orð | 1 mynd

Í dag er tækifærið

"Í dag er tækifæri til að kjósa ungt fólk, ekki vegna þess að við erum ung heldur vegna þess að við höfum góða og þarfa hluti fram að færa." Meira
23. nóvember 2002 | Prófkjör | 162 orð | 1 mynd

Lára Margrét

ÞAÐ er misjafnt verkefni sem alþingismenn fá að glíma við í störfum sínum og getur þingferill þeirra og framtíð sem þingmanna nokkuð ráðist af því í hvaða nefndum þeir sitja og hvaða ábyrgðarstörfum þeim er treyst fyrir. Meira
23. nóvember 2002 | Prófkjör | 158 orð | 1 mynd

Nýja rödd í 9. sæti

GUÐRÚN Inga Ingólfsdóttir er ung kona með skýra framtíðarsýn sem gefur kost á sér í níunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Meira
23. nóvember 2002 | Prófkjör | 142 orð | 1 mynd

Nýr styrkur fyrir Sjálfstæðisflokkinn

MEÐAL frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er ung kona, Guðrún Inga Ingólfsdóttir. Hún er hagfræðingur að mennt og hafa stuðningsmenn hennar að undanförnu auglýst að hún sé ný rödd og nýr styrkur fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Meira
23. nóvember 2002 | Prófkjör | 147 orð | 1 mynd

Réttsýnn og staðfastur

BJÖRN Barnason er einn of okkar merkustu stjórnmálamönnum, kraftmikill, réttsýnn og staðfastur einstaklingur með ríka forystuhæfileika. Meira
23. nóvember 2002 | Prófkjör | 139 orð | 1 mynd

Sigurð Kára í 7. sætið

ÉG STYÐ frambjóðanda sem vill létta skattbyrði fólks og veita fyrirtækjum og einstaklingum athafnafrelsi. Ég tel að frambjóðandi sem leggur áherslu á að öryggi borgaranna sé forgangsverkefni sé verðugur kostur. Meira
23. nóvember 2002 | Prófkjör | 149 orð | 1 mynd

Sigurð Kára í 7. sætið

SIGURÐUR Kári Kristjánsson er einn þeirra ungu frambjóðenda sem nú stíga fram á sviðið og sækjast eftir sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi þingkosningar. Meira
23. nóvember 2002 | Prófkjör | 362 orð | 1 mynd

Sjálfstæði, frelsi, framtak

"Efnahagsleg framþróun Íslands er ekki síst háð áframhaldandi uppbyggingu menntakerfisins og kröftugri rannsóknar- og þróunarstarfsemi." Meira
23. nóvember 2002 | Prófkjör | 179 orð | 1 mynd

Sjálfstæðismenn - tryggjum glæsilegt prófkjör

"Sýnum í verki öfluga liðsheild sjálfstæðismanna og þýðingu Sjálfstæðisflokksins í forystu í íslenskum þjóðmálum." Meira
23. nóvember 2002 | Prófkjör | 130 orð | 1 mynd

Sólveigu Pétursdóttur í 3. sæti

SÓLVEIG Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra hefur sýnt það og sannað á undanförnum árum að hún er stjórnmálamaður í allra fremstu röð. Meira
23. nóvember 2002 | Prófkjör | 140 orð | 1 mynd

Stefanía breikkar hópinn

MÉR er það mikið ánægjuefni að mæla með því við kjósendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík nú um helgina að þeir tryggi Stefaníu Óskarsdóttur, varaþingmanni og stjórnmálafræðingi, góða kosningu í öruggt þingsæti. Meira
23. nóvember 2002 | Prófkjör | 146 orð | 1 mynd

Stefanía verður öflugur fulltrúi skattgreiðenda

STEFANÍA Óskarsdóttir, frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, vill gæta fyllsta sparnaðar í rekstri ríkisins. Meira
23. nóvember 2002 | Prófkjör | 61 orð | 1 mynd

Styðjum Guðlaug Þór

FRAMUNDAN er prófkjör. Mér er rétt og skylt að hvetja alla Grafarvogsbúa til að styðja góðan vin minn Guðlaug Þór Þórðarson í 6. sæti. Meira
23. nóvember 2002 | Prófkjör | 176 orð | 1 mynd

Styðjum Ingva Hrafn í prófkjörinu

INGVI Hrafn Óskarsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, er einn þeirra góðu manna úr hópi ungra sjálfstæðismanna sem nú bjóða sig fram í prófkjöri sjálfstæðismanna. Meira
23. nóvember 2002 | Prófkjör | 125 orð | 1 mynd

Toppsæti fyrir Sólveigu

ÉG HEF átt þess kost að starfa að ýmsum málum með Sólveigu Pétursdóttur, dóms- og kirkjumálaráðherra, í Sjálfstæðisflokknum í um áratug, bæði á þingmannstíma hennar og eftir að hún varð ráðherra. Meira
23. nóvember 2002 | Prófkjör | 165 orð | 1 mynd

Tveir góðir

NÚ er gaman að vera sjálfstæðismaður, frambjóðendur eru hver öðrum hæfari og getur vart komið annað en góður listi fram, slíkt er mannvalið. Þó er þannig með hvern og einn að hann hallast frekar að einum en öðrum og liggja til þess ýmsar ástæður. Meira
23. nóvember 2002 | Prófkjör | 416 orð | 1 mynd

Umhverfisslys við Íslandsstrendur vegna skipskaða?

"Mikið er í húfi fyrir Íslendinga í þessum efnum." Meira
23. nóvember 2002 | Prófkjör | 173 orð | 1 mynd

Unga hugsjónamenn á þing

Í PRÓFKJÖRI Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru sex einstaklingar úr ungliðahreyfingu flokksins og hafa tekið þátt í flokksstarfinu í gegnum tíðina, í framboði. Meira
23. nóvember 2002 | Prófkjör | 130 orð | 1 mynd

Veitum Birgi brautargengi

NÚ er prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík framundan. Mikilvægt er að listar flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur verði skipaðir málefnalegum og drengilegum stjórnmálamönnum sem eru til forystu fallnir. Meira
23. nóvember 2002 | Prófkjör | 116 orð | 1 mynd

Þriðja sætið fyrir Sólveigu!

SJÁLFSTÆÐISMENN, nýtum tækifærið til þess að tryggja Sólveigu Pétursdóttur dóms- og kirkjumálaráðherra forystusæti á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.