Greinar föstudaginn 29. nóvember 2002

Forsíða

29. nóvember 2002 | Forsíða | 22 orð | 1 mynd

Fast land undir fótum

FARÞEGAR flugvélar sem skotið var flugskeytum að í Kenýa í gær fallast í faðma eftir að til Tel Aviv í Ísrael var... Meira
29. nóvember 2002 | Forsíða | 182 orð | 1 mynd

Hrinu hryðjuverka beint gegn Ísraelsríki

ÍSRAELSK stjórnvöld hétu því í gær að svara hrinu hryðjuverkaárása í Kenýa sem kostuðu alls 15 lífið, ef þrír tilræðismenn eru taldir með. Meira
29. nóvember 2002 | Forsíða | 200 orð

Hækka sterk vín um 10%

VERÐ á sterku víni í verslunum ÁTVR hækkar að meðaltali um 10% og verð á tóbaki um 12% en samþykkt var á Alþingi seint í gærkvöld, eftir að leitað hafði verið afbrigða, frumvarp til laga um að hækka áfengisgjald á sterku víni um 15% og tóbaksgjald um 27,7%. Um leið lækkar álagning ÁTVR úr 17% í liðlega 11% og því er gert ráð fyrir að smásöluverð á sterku víni hækki að meðaltali um hátt í 10% og verð á tóbaki um 12%. Verð á bjór og léttu víni hækkar ekki. Meira
29. nóvember 2002 | Forsíða | 70 orð

Í leigubíl til London

LEIGUBÍLSTJÓRAR aka gjarnan langar vegalengdir en Tony Arnold sló sennilega öll met á fimmtudag en þá kom hann til London eftir níu vikna ferðalag frá Peking í Kína. Meira
29. nóvember 2002 | Forsíða | 82 orð

Stefnt að mánudagsútgáfu á nýju ári

STJÓRN Árvakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins, ákvað á fundi sínum í gær að stefnt yrði að útgáfu Morgunblaðsins á mánudögum strax í upphafi næsta árs. "Stjórn félagsins telur við hæfi að hefja útgáfuna í upphafi 90. Meira
29. nóvember 2002 | Forsíða | 190 orð

Öruggur sigur Sharons á Netanyahu

ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, var endurkosinn leiðtogi Likud-bandalagsins í kjöri sem fram fór í gær. Vann Sharon öruggan sigur á keppinauti sínum, Benjamin Netanyahu, sem nýlega tók við embætti utanríkisráðherra í Ísrael. Meira

Fréttir

29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

200 námskeið fyrir unga ökumenn

NÝLEGA var haldið 200. námskeið Ungra ökumanna hjá Sjóvá-Almennum. Á sama námskeið kom jafnframt 4.000. þátttakandinn en það var 17 ára Hafnfirðingur, Valur Ísak Aðalsteinsson. Fyrsta námskeið ungra ökumanna fór fram 5. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 198 orð

300.000 krónur í sekt vegna níu Litháa

FORSVARSMAÐUR Eystrasaltsviðskipta ehf., sem réð níu Litháa til starfa án þess að þeir hefðu atvinnuréttindi hér á landi, var dæmdur í Hæstarétti í gær til að greiða 300.000 króna sekt til ríkissjóðs. Meira
29. nóvember 2002 | Akureyri og nágrenni | 70 orð

Aðalheiður S.

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar á morgun, laugardaginn 30. nóvember, sýningu í Kompunni, Kaupvangsstræti 23. Á sýningunni verða smámyndir og skúlptúrar unnir í anda jólanna, hugsað til dæmis til jólagjafa. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 126 orð

Alþjóðadagur um neysluvenjur

"KAUPUM ekkert" dagurinn er alþjóðlegur. Hann var fyrst haldinn í Kanada fyrir yfir 20 árum, af áhugafólki um betra samfélag, en hugmyndin var að efla ábyrgðartilfinningu fólks. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 766 orð | 1 mynd

Aukin þróun og útflutningur

Halldór P. Þorsteinsson hefur meistararéttindi í vélvirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík 1983. Stúdent frá Tækniskóla Íslands 1986 og B.Sc. próf í vélaverkfræði frá Álaborgarháskóla 1990. Hefur víða starfað, en frá 2000 verkefnisstjóri hjá Heilbrigðistæknivettvangi. Sambýliskona er Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Halldór á auk þess soninn Örvar. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 280 orð

Áhersla lögð á afkastahvetjandi launakerfi

HEILBRIGÐIS- og tryggingamálaráðherra segir í vilja yfirlýsingu vegna deilu heimilislækna og ríkisins að hann muni beita sér fyrir því að sérfræðingar í heimilislækningum geti annað hvort starfað á heilsugæslustöðvum eða á læknastofum utan stöðvanna. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 88 orð

Ákærður fyrir illa meðferð á búfé

SÝSLUMAÐURINN í Borgarnesi hefur ákært sextugan mann fyrir að hafa vanrækt aðbúnað, umhirðu og fóðrun á 278 kindum, 102 lömbum og átta hrossum. Lóga varð 146 ám og 22 lömbum og einu folaldi. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 1250 orð | 4 myndir

Átök um uppstillingu

Umbrot eru í kringum uppstillingu á framboðslistum Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi. Steingrímur Sigurgeirsson fjallar um stöðu mála. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 405 orð | 1 mynd

Doktor í læknisfræði

*SUNNA Guðlaugsdóttir lyflæknir og sérfræðingur í meltingarsjúkdómum varði doktorsritgerð sína við Erasmus-læknaháskólann í Rotterdam 15. maí síðastliðinn. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 416 orð | 1 mynd

Doktor í stærðfræði

*SIGURÐUR Freyr Hafstein varði doktorsritgerð sína, Stability Analysis of Non-Linear Systems with Linear Programming: A Lyapunov Based Approach, í stærðfræði við Gerhard-Mercator-háskólann í Duisburg í Þýskalandi hinn 4. febrúar síðastliðinn. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 341 orð | 1 mynd

Doktor í tölfræðilegri vatnafræði

*ÓLI Grétar Blöndal Sveinsson varði doktorsritgerð sína í mars síðastliðnum við byggingarverkfræðideild Colorado State University í Fort Collins, Colorado, USA. Meira
29. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 27 orð | 1 mynd

Drottning marglyttnanna

KAFARI fylgist með risastórri marglyttu, tegundarheitið er stomolophus nomurai, í sjónum við Echizen í Fukui-héraði í Japan. Talið er að marglyttan sé allt að 150 kíló að... Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 253 orð

Dæmdur þótt áfengi mældist innan marka

HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær rúmlega tvítugan karlmann fyrir ölvunarakstur en áfengi í blóði hans mældist 0,5 prómill, án tillits til vikmarka, sem telst því undir leyfilegum mörkum. Blóðsýnið var hins vegar tekið um 3½ klukkustund eftir að akstri lauk. Meira
29. nóvember 2002 | Miðopna | 229 orð | 1 mynd

Ekki fallegt, Runólfur!

STEVE Christer arkitekt, sem ásamt Margréti Harðardóttur og samstarfsfólki á Studio Granda hannaði nýju skólabygginguna á Bifröst, skýrði fyrir gestum atburðarásina. Vakti erindi hans mikla kátínu enda var létt yfir Steve og lét hann ýmislegt flakka. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 550 orð

Ekki hefur verið flogið inn á átakasvæði

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá flugfélaginu Atlanta í tilefni af umræðu að undanförnu um rammasamning utanríkisráðuneytisins við Atlanta og Flugleiðir: "Vegna misvísandi umræðna undanfarna daga um rammasamning... Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Eldfim Birgitta

BIRGITTA Haukdal söngkona hljómsveitarinnar Írafárs söng af innlifun lög af fyrstu breiðskífu sveitarinnar, Allt sem ég sé , á útgáfutónleikum í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 249 orð | 2 myndir

Elli eldfluga kominn til að kenna börnum umferðarreglur

ELLI eldfluga, útsendari úr heimi skordýranna sem fylgist með umferð og umferðarfræðslu, er kominn hingað til lands til að sinna sérstöku verkefni. Meira
29. nóvember 2002 | Miðopna | 82 orð

Engin niðurstaða á fundi rektora háskóla

ENGIN niðurstaða varð af fundi háskólarektora á Bifröst í gær. Þar var fjallað um ágreining sem kom upp eftir að Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, sendi menntamálaráðherra tillögur nefndar um breytingu á lögum skóla á háskólastigi. Meira
29. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 420 orð | 1 mynd

Er rétt að reyna að frelsa gíslana?

UNGUR, kólombískur lögreglumaður, sem vinstrisinnaðir uppreisnarmenn rændu og höfðu í haldi í tvö og hálft ár á meðan fyrsta barn hans kom í heiminn og lærði að ganga og tala, vonaði allan tímann, að öryggislögreglumenn stjórnvalda myndu ekki reyna að... Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Fallist á breikkun á hluta Reykjanesbrautarinnar

SKIPULAGSSTOFNUN hefur fallist á tvöföldun Reykjanesbrautar frá Fífuhvammsvegi í Kópavogi að Álftanesvegi í Garðabæ. Meira
29. nóvember 2002 | Suðurnes | 74 orð | 1 mynd

Fluttu þjóðsögur og lag eftir Bubba

NEMENDUR í 8. til 10. bekk Grunnskóla Grindavíkur æfðu dagskrá vegna Dags íslenskrar tungu og héldu síðan mikla sýningu síðastliðinn fimmtudag. Meira
29. nóvember 2002 | Landsbyggðin | 254 orð | 1 mynd

Forvarnir gegn fíkniefnum á Snæfellsnesi

FÉLAGS- og skólaþjónusta Snæfellinga stóð fyrir fundum á Snæfellsnesi um fíkniefnavandann og forvarnir. Magnús Stefánsson, fræðslufulltrúi Marita á Íslandi, kom vestur í tvo daga og hélt þrjá foreldrafundi og fjóra fundi með nemendum 9. og 10. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 309 orð

Fresta öllum aðgerðum í þrjá mánuði

MEIRIHLUTI heimilislækna á Suðurnesjum og í Hafnarfirði hefur lýst vilja til að fresta aðgerðum í þrjá mánuði á meðan unnið er að útfærslu á tillögum heilbrigðisráðherra til lausnar deilu þeirra við ríkið. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 76 orð

Friðarloginn frá Betlehem

ÍSLENSKIR skátar hefja dreifingu á Friðarloganum frá Betlehem um landið í annað sinn sunnudaginn 1. desember. Dreifing logans hefst við hátíðlega athöfn í St. Jósefskirkju í Hafnarfirði kl. 10.30. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 241 orð

Frönsk tískuhús nota íslenskt roð

LEIÐANDI tískuhús í París, m.a. John Galliano, Christian Dior, Prada og La Perla, nota um þessar mundir roð frá fyrirtækinu Sjávarleðri á Sauðárkróki í tískufatnað. Sendiráð Íslands í París hefur stutt aðgerðir íslenskra tískuhönnuða í Frakklandi. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 136 orð

Gríðarlega mikilvægur fyrir landbúnaðinn

GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að útvíkkun á fríverslunarsamningi við Færeyjar yrði gríðarlega mikilvægur fyrir landbúnaðinn. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 276 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR JÓNSSON

GUÐMUNDUR Jónsson, fyrrverandi skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði í gær, 100 ára að aldri. Guðmundur fæddist 2. mars 1902 á Torfalæk í Austur-Húnavatnssýslu. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 442 orð | 1 mynd

Hálendið ofmetið sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn

HALDIN var á Egilsstöðum í gær ráðstefna um nýtingu og verndun svæðisins norðan Vatnajökuls til eflingar byggðar á Austur- og Norðurlandi. Meira
29. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 536 orð | 1 mynd

Herför gegn Írak ekki farin undir fána NATO

ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ (NATO) mun sem slíkt ekki koma að hugsanlegum hernaðaraðgerðum gegn Írak. Þar yrðu að vísu á ferðinni NATO-ríki undir forystu Bandaríkjamanna, en þau færu ekki fram undir fána NATO. Meira
29. nóvember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 209 orð

Hlutur í OR seldur á 170 milljónir

KAUPVERÐ Orkuveitu Reykjavíkur á eignarhlut Garðabæjar í fyrirtækinu nemur tæpum 170 milljónum króna samkvæmt samkomulagi um kaupin. Bæjarráð Garðabæjar og stjórn Orkuveitunnar samþykkti samkomulagið á fundum sínum á þriðjudag. Meira
29. nóvember 2002 | Suðurnes | 185 orð

Hyggjast þurrka skoska hausa

FISKVERKUNIN Háteigur í Garði er að kaupa 50 metra langt flutningaskip til að flytja þorskhausa frá Skotlandi til vinnslu í þurrkstöð fyrirtækisins. Einnig verður fluttur annar varningur eftir því sem býðst. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 236 orð

Hættulega litlar birgðir af blóði

VARABIRGÐIR af blóði í Blóðbankanum eru komnar niður fyrir lágmark eða í um 500 einingar af rauðkornaþykkni en bankinn leitast við að halda birgðunum í 600 einingum svo tryggja megi öryggi sjúklinga og þeirra sem kunna að verða fyrir slysum. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 62 orð

Í dag S igmund 8 M...

Í dag S igmund 8 M inningar 47/51 V iðskipti 14/16 Kirkjustarf 52 E rlent 18/24 S taksteinar 54 A kureyri 24/25 B réf 56/57 H öfuðborgin 26 D agbók 58/59 S uðurnes 28 B rids 59 L andið 28/29 L eikhús 60 L istir 30/38 F ólk 61/65 F orystugrein 34 B íó... Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 85 orð

Ísland í stjórn Alþjóðabankans

ÍSLAND tekur á næsta ári við sæti aðalfulltrúa fyrir kjördæmi Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna í stjórn Alþjóðabankans til þriggja ára. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Jól og aðventa án áfengis fyrir börnin

BINDINDISDAGUR fjölskyldunnar verður á morgun, laugardaginn 30. nóvember. "Þá verður með ýmsum hætti minnt á hve miklu það skiptir fyrir börn að foreldrar þeirra neyti ekki áfengis á jólum. Meira
29. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 606 orð | 1 mynd

Kissinger er enn áhrifamikill en umdeildur

HENRY A. Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ekki gegnt ráðherraembætti í aldarfjórðung en sem ráðgjafi, fyrirlesari og sérfræðingur um utanríkismál er hann enn mjög áhrifamikill og umdeildur. George W. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 177 orð

Kjördæmisráðsfundur Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi verður haldinn...

Kjördæmisráðsfundur Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi verður haldinn laugardaginn 30. nóvember kl. 11 í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Fundarefni: Tillaga valnefndar að framboðslista lögð fram til afgreiðslu. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 278 orð

Kristján Pálsson setti skilyrði

"Kristján Pálsson málaði sig út í horn," segir Ellert Eiríksson formaður kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Meira
29. nóvember 2002 | Akureyri og nágrenni | 94 orð

Laufabrauðsdagur á Punktinum

Laufabrauðsdagur verður á Punktinum, Kaupvangsstræti, á morgun, laugardaginn 30. nóvember, frá kl. 14 til 18. Hann er haldinn í samvinnu við Laufáshópinn, en félagar í hópnum munu mæta á staðinn og handskera laufabrauð upp á gamla mátann. Meira
29. nóvember 2002 | Akureyri og nágrenni | 70 orð | 1 mynd

Ljós kveikt á jólatré

Ljós verða tendruð á jólatrénu á Ráðhústorgi á morgun, laugardag, en það er gjöf frá Randers, vinabæ Akureyrar í Danmörku. Athöfnin hefst kl. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 206 orð

Mælt með áfrýjun dóms um einkadans

JAFNRÉTTISNEFND Reykjavíkurborgar telur að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli varðandi lögmæti banns við einkadansi sýni að full þörf sé á að kanna hvort breyta þurfi löggjöf er varðar heimildir sveitarfélaga til að banna atvinnustarfsemi sem getur... Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 122 orð

Nafnbreytingum fjölgar

DÓMS- og kirkjumálaráðuneytið gaf út samtals 152 leyfi til nafnbreytinga á síðasta ári og er það talsverð fjölgun frá árinu áður en þá voru útgefin nafnbreytingarleyfi 117. Meira
29. nóvember 2002 | Akureyri og nágrenni | 174 orð | 5 myndir

Námskeiðinu lauk með fjölbreyttri sýningu

MIKIL spenna ríkti í Samkomuhúsinu á Akureyri um síðustu helgi, þar sem boðið var upp á fjölbreytta leiksýningu fyrir fullu húsi. Meira
29. nóvember 2002 | Miðopna | 741 orð | 1 mynd

Nýtt hús á Bifröst gerbreytir aðstöðu nemenda

UNDANFARIN ár hafa verið ævintýri líkust á Bifröst að mati Runólfs Ágústssonar rektors Viðskiptaháskólans. Meira
29. nóvember 2002 | Akureyri og nágrenni | 295 orð

Nýtt íþróttahús, mötuneyti og félagsaðstaða

RÁÐGERT er að hefja framkvæmdir við byggingu íþróttahúss og viðbyggingu Síðuskóla næsta vor. Hönnunarvinnu verður lokið í febrúar ef áætlanir ganga eftir og framkvæmdin verður þá boðin út í mars. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 553 orð | 1 mynd

Opið hús hjá dagvist og endurhæfingu...

Opið hús hjá dagvist og endurhæfingu MS verður laugardaginn 30. nóvember kl. 13-16 á Sléttuvegi 5. Gestum og gangandi verður boðið upp á súkkulaði og rjómavöfflur gegn vægu verði. Til sölu verða munir sem unnir eru í dagvistinni. Meira
29. nóvember 2002 | Miðopna | 1473 orð | 1 mynd

Óttast að verknámi verði ýtt út úr skólunum

Samtök iðnaðarins hafa áhyggjur af því að verknámi verði ýtt út úr framhaldsskólunum vegna fjárskorts skólanna. Verkmenntaskólinn á Akureyri ætlar að fækka námsbrautum á næsta ári og Menntaskólinn í Kópavogi er með tillögur til skoðunar sem gera ráð fyrir niðurskurði í rekstri. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 329 orð

"Algjör bylting fyrir okkur"

"ÞETTA er algjör bylting fyrir okkur," segir Hafsteinn Heiðarsson, flugstjóri á TF-LÍF þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir sjúkraflug þyrlunnar á miðvikudagskvöld þar sem nætursjónaukar þyrlunnar voru notaðir í fyrsta skipti í raunverulegu útkalli. Meira
29. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 432 orð | 1 mynd

"Alvarleg stigmögnun hryðjuverkahættunnar"

BENJAMIN Netanyahu, utanríkisráðherra Ísraels, sagði í gær að þótt grunur léki á að al-Qaeda-samtök Osama bin Ladens hefðu staðið að baki tilræðunum í Kenýa væru ísraelsk stjórnvöld að rannsaka aðra möguleika. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 173 orð

"Tilbúnir í samkeppni"

SIGURÐUR Helgason, forstjóri Flugleiða, segir félagið tilbúið í samkeppni við Air Greenland hvenær sem er en fyrirtækið íhugar samkeppni við Flugleiðir milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar. Air Greenland hyggst taka ákvörðun um málið innan sex vikna. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 435 orð | 1 mynd

Rakst á fórnarlambið og reiddist heiftarlega

ÞÓR Sigurðsson, 24 ára, sem varð Braga Óskarssyni, 51 árs, að bana á Víðimel aðfaranótt 18. febrúar dregur ekki í efa að þeir mörgu og alvarlegu áverkar sem voru á líkinu hafi verið af sínum völdum. Kom þetta fram við aðalmeðferð málsins í gær. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 350 orð

Rangar upplýsingar á hraðamæli frá flugtaki

HRAÐAMÆLIR flugstjórans í Flugleiðaþotu sem lækkaði skyndilega flugið yfir austurströnd Bandaríkjanna 19. október sl., sýndi af og til rangar upplýsingar um hraða þotunnar allt frá flugtaki og upp í 30.000 feta hæð. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 288 orð

Ráðuneyti ákveði viðmiðunarverð á eignunum

UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að landbúnaðarráðuneytinu og öðrum stjórnvöldum sem selja fasteignir í eigu ríkisins beri skylda til að taka ákvörðun um tiltekna viðmiðunarfjárhæð, eða lágmarksverð, sem væntingar standi til að... Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 212 orð | 1 mynd

Regnbogabörn fá gamla bókasafnið

VÍFILFELL hefur keypt bókhlöðuna við Mjóasund í Hafnarfirði af Hafnarfjarðarbæ og afhent hana samtökunum Regnbogabörnum til afnota. Það voru Þorsteinn M. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 258 orð

Ríkislögreglustjóra ekki skylt að afhenda gögn

RÍKISLÖGREGLUSTJÓRA er hvorki rétt né skylt að afhenda verjanda Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, endurrit af öllum skjölum, sem hann hafði aflað eða honum höfðu borist með öðrum hætti, í tengslum við rannsókn á meintum fjársvikum og... Meira
29. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 676 orð | 2 myndir

Ruddust á bíl inn í gestamóttöku hótelsins og sprengdu

STJÓRNVÖLD Í Kenýa hertu mjög öryggisviðbúnað í gær eftir mannskætt sprengjutilræði í borginni Mombasa við Indlandshaf. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 495 orð | 2 myndir

Safnað verður fyrir vatnsbrunnum í Afríku

JÓLASÖFNUN Hjálparstarfs kirkjunnar hófst í gær á því að stjórnarformaður, framkvæmdastjóri og upplýsingafulltrúi Hjálparstarfsins báru hver 20 lítra af vatni sex kílómetra leið sem leið lá frá Árbæjarsafni að Kringlu. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 137 orð

Sérlega harðsvíraður

HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm yfir Guðmundi Inga Þóroddssyni, en hann var fundinn sekur um að hafa flutt inn eitt þúsund e-töflur og gert tilraun til innflutnings á 4.000-5.000 e-töflum. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Síðasti dagurinn í versluninni

VERSLUN Umsýslustofnunar varnarmála, áður Sölu varnarliðseigna, við Grensásveg 9 í Reykjavík er opin milli kl. 13 og 16 í dag í síðasta sinn en frá áramótum tekur embætti Sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli við starfseminni. Meira
29. nóvember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 391 orð

Skatttekjur nær tvöfölduðust á 10 árum

SKATTTEKJUR Seltjarnarnesbæjar hækkuðu um 98% á árunum 1992 til 2001. Þannig hækkuðu þær um 123 þúsund krónur á íbúa í 244 þúsund krónur á tímabilinu. Meira
29. nóvember 2002 | Miðopna | 96 orð

Skólameistarar á fundi

SKÓLAMEISTARAR koma saman til fundar í dag til að ræða slæma fjárhagsstöðu framhaldsskólanna. Átján skólar eru reknir með halla og stefnir í að halli þeirra nemi 527 milljónum um næstu áramót. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Súrsaðar sviðalappir?

ÞAÐ er enn gert dálítið af því að svíða kindafætur og eimir kannski eftir af þeim tíma þegar allt var nýtt af sauðkindinni. Mörgum þykja sviðalappir sérlega bragðgóðar og sumir súrsa þær svo sem jafnan var gert áður en frysting matvæla kom til. Meira
29. nóvember 2002 | Akureyri og nágrenni | 44 orð

Sýningu Iðunnar Ágústsdóttur í blómaskálanum Vín...

Sýningu Iðunnar Ágústsdóttur í blómaskálanum Vín í Eyjafjarðarsveit lýkur á sunnudag, 1. desember. Þema sýningarinnar er Lífið í Kjarnaskógi og eru um 30 málverk á sýningunni, öll í smærri kantinum. Meira
29. nóvember 2002 | Suðurnes | 205 orð

Sækja um stöðurnar eftir helgi

LÆKNARNIR sem létu af störfum á heilsugæslustöðvum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir mánuði hefja væntanlega störf aftur einhvern tímann í næstu viku. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 164 orð

Tafarlausra umbóta krafist á Suðurlandsvegi

SAMGÖNGUÞING SASS, sem var haldið 15. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 169 orð

Tap hjá framhaldsskólum

MENNTASKÓLINN í Kópavogi og Verkmenntaskólinn á Akureyri undirbúa tillögur um niðurskurð í starfsemi sinni. Báðir skólarnir hafa verið reknir með tapi undanfarin ár og sjá fram á hallarekstur á næsta ári. Meira
29. nóvember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 172 orð

Tefla líka við foreldrana heima

EYMAR Andri Birgisson og Iðunn Haraldsdóttir eru meðal krakkanna sem taka þátt í Skáksmiðjunni sem þau segja vera mjög skemmtilega. Iðunn segist þó ekki fara oft á Netið til að tefla. "Það eru aðallega bara strákarnir," segir hún. Meira
29. nóvember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 374 orð | 2 myndir

Teflt við fólk út um allan heim

TÓLF krakkar í Salaskóla í Kópavogi eru á kafi í skák þessa dagana en þeir taka þátt í svokallaðri Skáksmiðju í skólanum. Krakkarnir koma saman þrjá morgna í viku til að tefla, ekki bara hver við annan heldur einnig við fólk út um allan heim. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 557 orð | 2 myndir

Tekjuauki ríkissjóðs um 1,1 milljarður króna

ALÞINGI samþykkti í gærkvöld frumvarp til laga sem kveður á um hækkun áfengisgjalds af sterku víni um 15% og hækkun tóbaksgjalds um 27,7%. Má með því gera ráð fyrir að smásöluverð á sterku víni hækki um nálega 10% og verð á tóbaki hækki að jafnaði um... Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 271 orð

Tillögur um 4,3 milljarða útgjöld samþykktar

FRUMVARPI til fjárlaga var vísað til þriðju og síðustu umræðu eftir atkvæðagreiðslu á Alþingi í gær þar sem tillögur meirihluta fjárlaganefndar, um aukin útgjöld upp á 4,3 millarða kr. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 84 orð

Tískusýning í versluninni Anas , Firðinum...

Tískusýning í versluninni Anas , Firðinum í Hafnarfirði, föstudaginn 29. nóvember kl. 20. Kynntar verða ítalskar snyrtivörur frá Comfort zone og Förðunarskólinn Face sýnir förðun. Meira
29. nóvember 2002 | Landsbyggðin | 172 orð | 1 mynd

Tónleikar í Þykkvabæ

NÝLEGA voru haldnir tónleikar í samkomuhúsi Þykkvabæjar en flytjendur voru tónlistarfólk á aldrinum 15 til 16 ára. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 365 orð

Tvær milljónir fyrirfram vegna lögfræðiþjónustu

VEGNA rannsóknar á meintum brotum stjórnenda gegn Baugi Group hf. fór ríkislögreglustjórinn fram á að Hreinn Loftsson gerði grein fyrir tveggja milljóna króna innborgun á reikning hans frá 5. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 189 orð

Urðum að hætta við skurðaðgerðir

JÓNAS Magnússon, prófessor í skurðlækningum og sviðsstjóri hjá Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi, segir að þurft hafi að hætta við nokkrar aðgerðir í gær vegna þess að ekki var til nóg blóð, þar af eina stóra aðgerð. Meira
29. nóvember 2002 | Landsbyggðin | 959 orð | 1 mynd

Úr fótboltanum í forystu bæjarmála

FYRSTA september sl. tók Eiríkur Bj. Björgvinsson við bæjarstjórastarfi á Austur-Héraði. Meira
29. nóvember 2002 | Suðurnes | 87 orð

Verk Baðstofuhópsins til sýnis í Hringlist

VERK eftir félaga í svokölluðum upphafshópi Baðstofunnar verða í sýningarglugganum hjá Gallerý Hringlist við Hafnargötuna í Keflavík næstu vikur, í tilefni þess að hópurinn fékk nýlega menningarverðlaun Reykjanesbæjar fyrir árið 2002. Meira
29. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 254 orð | 3 myndir

Vilja þjóðaratkvæði um Chavez

KOSNINGARÁÐ Venesúela lagði til í gær að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu 2. febrúar um það hvort Hugo Chavez forseti ætti að segja af sér. Andstæðingar Chavez, sem hafa reynt að koma honum frá völdum, höfðu óskað eftir atkvæðagreiðslunni. Meira
29. nóvember 2002 | Suðurnes | 36 orð

Vina- og paraball félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima 2002...

Vina- og paraball félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima 2002 verður haldið í kvöld á N1 bar. Húsið verður opnað klukkan 20.15. Vinir og par kvöldsins verða valin og skemmtiatriði verða í boði. Hljómsveitin Írafár leikur fyrir dansi. Miðaverð er 1000... Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 75 orð

Víða mjög hlýtt í gær

MILT og hlýtt veður var á landinu í gær og fór hiti víða yfir tíu stig, t.d. á höfuðborgarsvæðinu. Á Suðaustur- og Austurlandi var þó rigning en víðast annars staðar þurrt. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 244 orð | 5 myndir

Yfirlit

HRYÐJUVERK Í KENÝA Tólf manns biðu bana, þar af þrír Ísraelar, þegar þrír hryðjuverkamenn óku bifreið sinni inn í hótel í Mombasa í Kenýa og sprengdu hana og sjálfa sig í loft upp. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Þekkja tilhlökkunina best

UNGIR Eskfirðingar hlakka til jólanna. Þau ættu að vita það best krakkarnir sem fylgdust með uppsetningu bæjarjólatrésins á Eskifirði: Snæþór Ingi Jósefsson, 7 ára, Eyþór Ragnarsson, 6 ára, og Snædís Birna Jósefsdóttir, 10 ára. Meira
29. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 147 orð

Öldrunarráð styrkir þrjú verkefni

Á AÐALFUNDI Öldrunarráðs Íslands sem haldinn var 11. nóvember sl. voru veittir styrkir úr Rannsóknarsjóði Öldrunarráðs Íslands sem er sjóður ætlaður til að auka og bæta við rannsóknir á sviði öldrunarmála. Meira

Ritstjórnargreinar

29. nóvember 2002 | Leiðarar | 823 orð

Heilbrigðiskerfi í kreppu

Í fyrradag var frá því skýrt hér í Morgunblaðinu að útgjöld á vegum heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis yrðu á næsta ári yfir 100 milljarðar króna. Þetta eru miklir peningar og skiptir miklu að þeim sé vel varið. Í tryggingamálum eru nokkuð skýrar línur. Meira
29. nóvember 2002 | Staksteinar | 389 orð | 2 myndir

Nútímalegt Alþingi

Gildi og viðmið innan samfélaga breytast í tímanna rás með nýjum hugmyndum, tækninýjungum, nýjum straumum og stefnum í listaheiminum o.s.frv. En áhrifin virðast vera lengur að breytast í sumum öngum þjóðfélagsins en öðrum. Þetta segir í ritstjórnargrein á vefsíðunni pólitík.is. Meira

Menning

29. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 333 orð | 1 mynd

.

...BACKSTREET Boys hafa kært útgáfufyrirtæki sitt, Zomba, og krefjast 10 milljarða króna í skaðabætur. Strákarnir segja að fyrirtækið hafi viljandi haldið aftur af útgáfu fjórðu plötu þeirra. Meira
29. nóvember 2002 | Kvikmyndir | 282 orð | 1 mynd

007 eltir illmenni alla leið til Íslands

HRAÐSKREIÐIR bílar, stórhættuleg og seiðandi glæpakvendi, banvænir bardagasnillingar og forríkir glæpamenn kemur auðvitað allt við sögu í nýjustu James Bond-myndinni, sem margir hafa beðið spenntir eftir enda var smábútur hennar tekin upp á Íslandi. Meira
29. nóvember 2002 | Leiklist | 422 orð

Einstaklingsframtak í einræðisríki

Höfundur: Mikhail Búlgakov, Þýðandi: Þórarinn Kristjánsson, Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson. Vesturporti miðvikudagskvöldið 20. nóvember 2002. Meira
29. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 372 orð | 1 mynd

Fjölskyldualbúm Rons

Kentucky Roots, diskur með ýmsum flytjendum sem Ron Whitehead setti saman. Fram koma á disknum Ray Render, Greta Render Whitehead, Jo Carolyn Patton, Tyrone Cotton, Hanna og Sarah Daugherty, Michael Pollock, Ron Whitehead, Bu and Stu Holman, Robin Tichenor, L.B.H. Krew, Susi Wood og David Amram tríóið. Impossible Records, Published in Heaven gefur út. Meira
29. nóvember 2002 | Kvikmyndir | 272 orð | 1 mynd

Forboðin fortíðarást

BANDARÍKJAMAÐURINN Roland Michell, sem leikinn er af Aaron Eckhart, reynir allt hvað hann getur til að einbeita sér að erfiðu námi í breskum háskóla og hann forðast aðstæður, sem skapað geta náin samskipti við hitt kynið. Meira
29. nóvember 2002 | Menningarlíf | 1175 orð | 1 mynd

Gámalíf í Finnlandi

Eftir Steinunni Sigurðardóttur Meira
29. nóvember 2002 | Menningarlíf | 226 orð | 1 mynd

Grískt menningarkvöld verður í Kaffileikhúsinu kl.

Grískt menningarkvöld verður í Kaffileikhúsinu kl. 21. Dagskráin hefur yfirskriftina Vegurinn er vonargrænn og var áður flutt fyrir sex árum. Meira
29. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 274 orð | 1 mynd

Hafið Með Hafinu er komið fram...

Hafið Með Hafinu er komið fram verk sem ber þess vitni að íslenskt listafólk hafi náð fullkomnum tökum á hinu alþjóðlega tungumáli kvikmyndalistarinnar. (H.J.) Háskólabíó. Meira
29. nóvember 2002 | Menningarlíf | 165 orð | 1 mynd

Hið árlega jólabarokk í Salnum

BAROKKHÓPURINN flytur franska barokktónlist frá 17. og 18. öld í áskriftaröð Salarins í Kópavogi, Tíbrá, á morgun, laugardag, kl. 16. Meira
29. nóvember 2002 | Tónlist | 521 orð | 1 mynd

Ljóðrænn Beethoven, léttur Strauss

Beethoven: Prómeþeifsforleikur Op. 43; Píanókonsert nr. 4 í G Op. 58. Richard Strauss: Der Bürger als Edelmannn Op. 60. Philippe Entremont píanó/stjórnandi; Sinfóníuhljómsveit Íslands. Fimmtudaginn 28. nóvember kl. 19:30. Meira
29. nóvember 2002 | Tónlist | 431 orð | 1 mynd

Nútímakórverk

Kór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar flutti íslensk, færeysk og dönsk kórverk. Sunnudaginn 24. nóvember. Meira
29. nóvember 2002 | Myndlist | 242 orð | 1 mynd

Ofin málverk

Sýningin er opin á verslunartíma og lýkur 5. desember. Meira
29. nóvember 2002 | Menningarlíf | 203 orð | 1 mynd

"Stórkostleg upplifun"

"ÞAÐ er stórkostleg upplifun að lesa Drauma á jörðu og þolir reyndar samjöfnuð við meistarann Laxness," segir gagnrýnandi Sydsvenskan um skáldsögu Einars Más Guðmundssonar, sem nýlega kom út í Svíþjóð. Meira
29. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 149 orð | 1 mynd

Rappað, stappað og öskrað

ÞAÐ má með sanni segja að mikið rappfár ríki hjá íslenskum ungmennum um þessar stundir. Útgáfa á íslenskum rappdiskum er einkar blómleg um þessar mundir og eiga t.d. Meira
29. nóvember 2002 | Tónlist | 630 orð | 2 myndir

Samstilltir strengir

Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson flytja ýmis uppáhaldslög sín: Hamraborgin, Ég lít í anda liðna tíð, Þótt þú langförull legðir, Kvöldsöngur, Minning, Sverrir konungur, Lungi dal caro bene, Le violette, Vergin tutto amor, Danza fanciulla... Meira
29. nóvember 2002 | Menningarlíf | 66 orð

Skipulögð óreiða á Mokka

NÚ stendur yfir á Mokka myndlistarsýning Hildar Margrétardóttur þar sem hún sýnir nokkur óhlutbundin málverk. "Hildur leitast við að gera óskipulagða list án tillits til hefðbundinnar fagurfræði. Meira
29. nóvember 2002 | Myndlist | 377 orð | 1 mynd

Smágerð fegurð

Galleríið er opið eftir samkomulagi. Sýningu lýkur í árslok. Meira
29. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 458 orð | 1 mynd

Svo lengi sem það er gaman

STUÐROKKSVEITIN The Apes frá Washington D.C. álpaðist inn á Airwaves-hátíðina í fyrra og lék þar á þrusutónleikum á Gauknum. Meira
29. nóvember 2002 | Menningarlíf | 166 orð | 1 mynd

Syngur í St. Johns-salnum í London

CLASSICAL Opera Company í Lundúnum hefur fengið Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur mezzósópran, sem stundar nám við óperudeild Guildhall-skólans, með litlum fyrirvara til að hlaupa í skarðið í forföllum og syngja í konsertuppfærslu óperunnar Artaxerxes eftir... Meira
29. nóvember 2002 | Menningarlíf | 60 orð

Sýningum lýkur

Ljósmyndasafn Reykjavíkur Sýningu á ljósmyndum August Sander lýkur á sunnudag. Á sýningunni gefur að líta 76 portrett mynda hans frá árunum 1911-1943 sem allar tilheyrðu stórhuga brautryðjendaverkefni hans Maður tuttugustu aldarinnar. Opið er kl. Meira
29. nóvember 2002 | Menningarlíf | 40 orð | 1 mynd

Söngsveitin Fílharmónía syngur í Reykholtskirkju

HINIR árlegu aðventutónleikar Tónlistarfélags Borgarfjarðar verða í Reykholtskirkju kl. 16 á morgun, laugardag. Flytjendur að þessu sinni eru Söngsveitin Fílharmónía ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. Meira
29. nóvember 2002 | Menningarlíf | 159 orð

Tillögur að dagskrá á Vetrarhátíð

VETRARHÁTÍÐ í Reykjavík verður haldin í annað sinn dagana 27. febrúar til 2. mars nk. en ráðgert er að gera hana að árvissum viðburði sem lífgi upp á borgarlífið á vetrarmánuðum á sama hátt og Menningarnótt gerir í sumarlok. Meira
29. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 524 orð | 1 mynd

Tók tíma að finna sig aftur

HLJÓMSVEITIN Gus Gus gaf út sína fjórðu breiðskífu, Attention , á dögunum og ætla fjórmenningarnir að halda tónleika á nýja skemmtistaðnum Súper, sem er á annarri hæð Astró, í kvöld. Meira

Umræðan

29. nóvember 2002 | Aðsent efni | 455 orð | 1 mynd

Á hvaða öld lifa sjálfstæðismenn?

"Það er löngu liðin tíð að konur séu bara skrautfjaðrir." Meira
29. nóvember 2002 | Aðsent efni | 258 orð | 1 mynd

Bindindi barnanna vegna

"Gerum vímulaus heimili að metnaðarmáli." Meira
29. nóvember 2002 | Aðsent efni | 230 orð | 1 mynd

Bindindisdagur fjölskyldunnar

"Uppbyggilegar samverustundir fjölskyldunnar eru lykilatriði í forvarnarstarfi." Meira
29. nóvember 2002 | Aðsent efni | 468 orð | 1 mynd

Eldfljótur er orðið

"Eldur getur á andartaki breytt stofunni okkar í eldhaf." Meira
29. nóvember 2002 | Aðsent efni | 420 orð | 1 mynd

Er ASÍ aumingi?

"Þegar fasteignirnar hafa verið seldar, bankar, fjarskiptafyrirtæki, verður enn meiri fjárþörf." Meira
29. nóvember 2002 | Aðsent efni | 579 orð | 1 mynd

Hnignun atvinnugreinar

"Það stjórnkerfi, sem útgerðin hefur búið við seinustu ár, ýtir undir stöðnun en ekki framfarir." Meira
29. nóvember 2002 | Bréf til blaðsins | 543 orð

Hvar stöndum við?

Á SAMA tíma og gengið er til góðs og íslenskt fé er sent til erlendra fátæklinga þeim til hjálpar, sem er í sjálfu sér gott mál, þá líða Íslendingar sjálfir fyrir fátækt á Íslandi án teljandi hjálpar. Meira
29. nóvember 2002 | Aðsent efni | 553 orð | 1 mynd

Ímynd verkfræði og raungreina

"Það er þjóðsaga að konur eigi erfitt með að læra raungreinar." Meira
29. nóvember 2002 | Bréf til blaðsins | 448 orð

Lágkúrulegt orðalag ÉG fékk "sparibauk" frá...

Lágkúrulegt orðalag ÉG fékk "sparibauk" frá Hjálparstofnun kirkjunnar þar sem er mynd af ungum dreng og á honum stendur: "hann er alveg að drepast úr þorsta. Meira
29. nóvember 2002 | Bréf til blaðsins | 172 orð

Lok samræmdu prófanna

SAMRÆMDUM prófum lýkur mánudaginn 12. maí í vor. Síðasta prófið er í náttúrufræði sem er mjög óheppilegt því það próf taka ekki allir nemendur. Síðasta prófið sem allir taka er á föstudeginum á undan. Meira
29. nóvember 2002 | Aðsent efni | 660 orð | 1 mynd

Prófkjörsþankar

"Tilraunir til að útskýra og tóna niður vissar "óþægilegar" niðurstöður eru íhugunarverðar." Meira
29. nóvember 2002 | Aðsent efni | 726 orð | 1 mynd

Samfélagsleg og efnahagsleg áhrif álvers í Reyðarfirði

"Samfélagið mun einkennast af uppgangi og athafnasemi í stað stöðnunar og samdráttar." Meira
29. nóvember 2002 | Aðsent efni | 719 orð | 1 mynd

Samstaða í verki

"Velflestum er löngu ljóst að þessu hernámi verður að ljúka og þá fyrst er von til þess að raunhæfur friður komist á." Meira
29. nóvember 2002 | Aðsent efni | 472 orð | 2 myndir

Sjálfstæðisflokkurinn lækkar glerþakið

"Flest bendir til þess að karlar leiði alla lista Sjálfstæðisflokksins í vor." Meira
29. nóvember 2002 | Bréf til blaðsins | 410 orð

Tómstundamótmælendur og Landsvirkjun

ÞAÐ er reglulega gaman að mótmæla svona bara sér til dægrastyttingar. Ég er nefnilega einn af þessum "sjálfskipuðu hobby-mótmælendum" sem maður að nafni Jóhann Þór Hopkins ræðst á í grein sinni hinn 13.11. í Morgunblaðinu. Meira
29. nóvember 2002 | Aðsent efni | 718 orð | 1 mynd

Umhverfismálin hafa mest áhrif

"Umhverfismálin eru sá málaflokkur sem hefur mest áhrif á sveitarfélögin." Meira
29. nóvember 2002 | Bréf til blaðsins | 455 orð

Undradekkið

ÆTLI það hafi ekki verið haustið 1985 þegar undirritaður átti, einu sinni sem oftar, spjall við sómamanninn og þáverandi gatnamálastjóra, Inga Ú. Magnússon. Meira
29. nóvember 2002 | Aðsent efni | 783 orð | 1 mynd

Viðbrögð samfélagsins við þunglyndi

"Þekking um það hvernig megi varast þunglyndi þarf að verða mun almennari en nú er." Meira
29. nóvember 2002 | Aðsent efni | 677 orð | 1 mynd

Það kostar of mikið...

"Það er ekki okkar vandamál þótt stjórnvöld hafi lofað upp í ermina á sér." Meira

Minningargreinar

29. nóvember 2002 | Minningargreinar | 2997 orð | 1 mynd

ADDA TRYGGVADÓTTIR

Adda Tryggvadóttir fæddist á Akureyri 19. mars 1961, hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 20. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Heiðbjört Björnsdóttir frá Syðra-Laugalandi í Eyjafirði, f. 16.9. Meira  Kaupa minningabók
29. nóvember 2002 | Minningargreinar | 870 orð | 1 mynd

CAROL SPEEDIE

Carol Speedie fæddist Zimbabve í Suður-Afríku 9. mars 1964. Hún lést á heimili sínu á Breiðdalsvík 21. nóvember síðastliðinn. Eftirlifandi eiginmaður Carol er Sigurður H. Garðarsson, f. 4. apríl 1960. Börn þeirra eru Tómas Patrik, Helena og Lísa, f. 18. desember 1996. Útför Carol verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Meira  Kaupa minningabók
29. nóvember 2002 | Minningargreinar | 1335 orð | 1 mynd

GUÐLAUG ERLENDSDÓTTIR

Guðlaug Erlendsdóttir fæddist í Reykjavík 15. nóvember 1918. Hún lést 21. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Erlendur Pálmason skipstjóri og útgerðarmaður, f. 17. des. 1895, d. 22. febr. 1966, og Hrefna Ólafsdóttir, f. 5. sept. 1894, d. Meira  Kaupa minningabók
29. nóvember 2002 | Minningargreinar | 1094 orð | 1 mynd

GUNNAR JÓNASSON

Gunnar Jónasson fæddist í Garðhúsum 3 á Eyrarbakka 13. sept. 1907. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn 29. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 8. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
29. nóvember 2002 | Minningargreinar | 2799 orð | 1 mynd

GYÐA ÓLAFSDÓTTIR

Gyða Ólafsdóttir fæddist á Akranesi 7. júlí 1946. Hún lést á Landspítala í Fossvogi 20. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Ólafur Guðjónsson, f. 11.9. 1915, d. 26.6. 1987, og Guðrún Ólafsdóttir, f. 9.12. 1918. Meira  Kaupa minningabók
29. nóvember 2002 | Minningargreinar | 1885 orð | 1 mynd

HÁKON Í. JÓNSSON

Hákon Í. Jónsson var fæddur í Reykjavík 1. nóvember 1912. Hann andaðist á Landspítalanum 19. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þórunn Eyjólfsdóttir, f. 1884, d. 1954, og Jón Jónsson, f. 1881, d. 1963. Systkini Hákonar voru: Sigurjón, f. Meira  Kaupa minningabók
29. nóvember 2002 | Minningargreinar | 1264 orð | 1 mynd

INGÓLFUR ARNARSON

Ingólfur Arnarson fæddist í Hafnarfirði 27. desember 1957. Hann lést 19. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Örn Ingólfsson, prentari, f. 7.7. 1930, d. 17.3. 2000, og Hallgerður Jónsdóttir, f. 15.5. 1930. Systkini Ingólfs eru Jón Arnarson, f. Meira  Kaupa minningabók
29. nóvember 2002 | Minningargreinar | 643 orð | 1 mynd

KRISTJÁN KRISTJÁNSSON

Kristján Kristjánsson fæddist á Ytra-Leiti á Skógaströnd 12. apríl 1919. Hann lést á Sjúkrahúsi Stykkishólms 22. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru María Magdalena Kristjánsdóttir, f. 10.8. 1889, d. 15.12. 1987, og Kristján Jóhannsson, f. 7.5. Meira  Kaupa minningabók
29. nóvember 2002 | Minningargreinar | 751 orð | 1 mynd

LAUFEY VALDEMARSDÓTTIR SNÆVARR

Laufey Guðrún Valdemarsdóttir Snævarr fæddist á Húsavík 31. október 1911. Hún lést á dvalarheimilinu við Dalbraut 9. nóvember síðastliðinn og var útför hennar frá Áskirkju 18. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
29. nóvember 2002 | Minningargreinar | 811 orð | 1 mynd

LÁRA BJÖRNSDÓTTIR

Lára Björnsdóttir fæddist í Neskaupstað 24. febrúar 1918. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Landakoti 18. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Björn Emil Bjarnason, f. 7. janúar 1885, og Guðbjörg Bjarnadóttir, f. 21. mars 1888. Meira  Kaupa minningabók
29. nóvember 2002 | Minningargreinar | 320 orð | 1 mynd

MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR

Margrét Guðmundsdóttir fæddist á Haugum í Stafholtstungum í Borgarfirði 10. apríl 1921. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 3. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Selfosskirkju 9. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
29. nóvember 2002 | Minningargreinar | 415 orð | 1 mynd

ÓLAFÍA G.E. JÓNSDÓTTIR

Ólafía Gróa Eyþóra Jónsdóttir var fædd í Votmúla-Austurkoti í Sandvíkurhreppi í byrjun síðustu aldar, 7. júní 1904. Hún lést á hjúkrunarheimilinu við Sóltún sunndaginn 15. september síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
29. nóvember 2002 | Minningargreinar | 1821 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR

Sigríður Árnadóttir fæddist á Berghyl í Hrunamannahreppi í Árnessýslu 4. júlí 1908. Hún lést á Landakotsspítala 21. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Árni Runólfsson, f. 1. jan. 1880, d. 23. maí 1908, og Margrét Andrésdóttir, f. 18. sept. Meira  Kaupa minningabók
29. nóvember 2002 | Minningargreinar | 516 orð | 1 mynd

SIGURÐUR KRISTINN HALLGRÍMSSON

Sigurður Kristinn Hallgrímsson fæddist á Hreðavatni í Norðurárdal 11. júní 1909. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi hinn 20 nóvember síðastliðinn eftir stutta sjúkdómslegu. Foreldrar hans voru Hallgrímur Sigurðsson, f. 26. jan. 1885, d. 16. Meira  Kaupa minningabók
29. nóvember 2002 | Minningargreinar | 1522 orð | 1 mynd

SVANHVÍT L. GUÐMUNDSDÓTTIR

Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir fæddist 9. ágúst 1908 í Geitdal í Skriðdal í Suður-Múlasýslu, en hún flutti tveggja ára með foreldrum sínum að Bíldsfelli í Grafningi og ólst þar upp. Svanhvít lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð 24. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

29. nóvember 2002 | Viðskiptafréttir | 553 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 91 50 82...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 91 50 82 921 75,658 Gellur 600 560 564 65 36,680 Grálúða 196 184 185 523 96,568 Grásleppa 10 10 10 12 120 Gullkarfi 112 5 94 5,742 538,110 Hlýri 196 136 152 3,442 522,982 Hrogn Ýmis 5 5 5 13 65 Háfur 60 60 60 163 9,780 Keila... Meira
29. nóvember 2002 | Viðskiptafréttir | 167 orð

ALVÍB frestar einnig ákvörðun

SJÓÐFÉLAGAFUNDUR Almenna lífeyrissjóðs Íslandsbanka (ALVÍB) samþykkti í gær að fresta fundinum, og þar með atkvæðagreiðslu um sameiningu sjóðsins við Lífeyrissjóð arkitekta og tryggingafræðinga (LAT), til 17. desember nk. Á aukaársfundi LAT sl. Meira
29. nóvember 2002 | Viðskiptafréttir | 30 orð

Baugur með 18% í Big Food

BAUGUR-ID á nú 18,08% hlutafjár í Big Food Group, eftir að hafa keypt fimm milljónir hluta í breska matvörufyrirtækinu. Talsmaður fyrirtækisins vildi ekki gefa upp verðið sem Baugur borgaði fyrir... Meira
29. nóvember 2002 | Viðskiptafréttir | 248 orð

Fleiri tækifæri en hættur

GUÐJÓN Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, segir að félagið myndi vilja að Ísland yrði aðili að loftferðasamningi Evrópusambandsins við Bandaríkin, færi svo að slíkur samningur yrði gerður fyrir hönd allra aðildarríkja. Meira
29. nóvember 2002 | Viðskiptafréttir | 141 orð

Íslenski hlutabréfasjóðurinn með 19,32% í Jarðborunum

Íslenski hlutabréfasjóðurinn hf. keypti í gær hlutabréf í Jarðborunum hf. fyrir rúmar 45 milljónir króna. Eignarhlutur Íslenska hlutabréfasjóðsins hf. er nú 19,32% eða rúmar 50 milljónir að nafnverði en var áður 1,86%. Meira
29. nóvember 2002 | Viðskiptafréttir | 138 orð

Kauphöllin í Stokkhólmi til Lundúna?

KAUPHÖLLIN í Lundúnum hefur hug á að festa kaup á Kauphöllinni í Stokkhólmi af OM-gruppen. Frá þessu var greint í Dagens Industri í gær. Meira
29. nóvember 2002 | Viðskiptafréttir | 168 orð

Sæplast kaupir á Spáni

SÆPLAST hf. hefur lokið við áreiðanleikakönnun vegna kaupa á Icebox Plastico S.A. og hefur stjórn Sæplasts samþykkt kaupin. Gengið hefur verið frá kaupsamningum og er hluti kaupverðs greiddur með hlutabréfum í Sæplasti hf. Meira
29. nóvember 2002 | Viðskiptafréttir | 360 orð | 1 mynd

Tíma tekur að skila sýnilegum árangri

VÍSINDAGARÐAR og frumkvöðlasetur hafa mikilvægu hlutverki að gegna í að efla nýsköpun í atvinnulífinu, að sögn Olle Stenberg. Hann er forseti frumkvöðlasetursins Chalmers Innovation í Gautaborg í Svíþjóð og jafnframt formaður Samtaka sænskra... Meira
29. nóvember 2002 | Viðskiptafréttir | 187 orð

Tollar á fátækustu ríkin felldir niður

FELLDIR hafa verið niður tollar sem lagðir hafa verið á ýmiss konar iðnvarning frá fátækustu þróunarríkjum heims, en í þeim hópi eru meðal annars Afganistan, Bangladess, Búrma, Haítí, Kambódía, Nepal, Sómalía og Úganda. Stefán S. Meira
29. nóvember 2002 | Viðskiptafréttir | 579 orð

Veltir um 16 milljörðum á næsta ári

VELTA Brimis, sem er nýtt nafn á sjávarútvegssviði Eimskipafélags Íslands, verður nærri helmingur af heildarveltu Eimskips á næsta ári. Stjórn félagsins tók ákvörðun um nýja nafnið í gær. Meira
29. nóvember 2002 | Viðskiptafréttir | 226 orð | 1 mynd

Vöruskiptin hagstæð um 1,6 milljarða

VÖRUSKIPTIN við útlönd voru hagstæð um 1,6 milljarða króna í októbermánuði en á sama tíma í fyrra voru þau hagstæð um 2,2 milljarða á sama gengi. Meira

Fastir þættir

29. nóvember 2002 | Árnað heilla | 45 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . 15. nóvember sl. varð fimmtugur Jóhann Geirdal, kennari og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. Hulda Bjarnadóttir ljósmóðir verður fimmtug 15. desember nk. Meira
29. nóvember 2002 | Árnað heilla | 37 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli .

80 ÁRA afmæli . 1. desember verður áttræður Guðmundur Arnaldur Guðnason, Aðalgötu 22, Suðureyri við Súgandafjörð . Hann tekur á móti gestum á heimili sínu laugardaginn 30. nóvember. Afmælisfagnaðurinn hefst kl. Meira
29. nóvember 2002 | Árnað heilla | 29 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Sunnudaginn 1. desember verður áttræð frú Sigríður Benediktsdóttir, Eyjaholti 10a, Garði. Á afmælisdaginn tekur hún á móti ættingjum og vinum eftir kl. 15 að Giljaseli 6,... Meira
29. nóvember 2002 | Í dag | 218 orð

Aðventusamkoma í Víkurkirkju

AÐVENTUSAMKOMA verður í Víkurkirkju sunnudaginn 1. desember 2002 kl. 15. Kór Víkurkirkju syngur undir stjórn Kristínar Waage organista. Börn úr Grunnskóla Mýrdalshrepps syngja undir stjórn Önnu Björnsdóttur. Meira
29. nóvember 2002 | Viðhorf | 912 orð

Bílar og lamadýr

Tollar eru iðulega rökstuddir með því að þeir eigi að vernda innlenda framleiðslu eða afla ríkinu tekna, en þeir eru afleitt tæki til þessara hluta. Meira
29. nóvember 2002 | Fastir þættir | 611 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bikarkeppni Bridssambands Austurlands Úrslitaleikurinn í Bikarkeppni BSA var spilaður um helgina (sunnud. 24.11.) í golfskálanum á Ekkjufelli. Þar leiddu saman "hross" sín sveitir Bjarna Sveinssonar og Óttars Ármannssonar. Meira
29. nóvember 2002 | Fastir þættir | 303 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

SPIL dagsins gefur tilefni til að rifja upp gömul sannindi. En allt í réttri röð. Fyrst er að velja leið í fjórum hjörtum: Vestur gefur; enginn á hættu. Meira
29. nóvember 2002 | Í dag | 261 orð

Hallgrímskirkja.

Hallgrímskirkja. Eldriborgarastarf í dag kl. 13. Leikfimi, æfingar við allra hæfi undir stjórn Jóhönnu Sigríðar. Súpa, kaffi og spjall. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10 í umsjá Aðalbjargar Helgadóttur. Meira
29. nóvember 2002 | Dagbók | 848 orð

(Jóh. 20,31).

Í dag er föstudagur 29. nóvember, 333. dagur ársins 2002. Orð dagsins: En þetta er ritað til þess að þér trúið, að Jesús sé Kristur, sonur Guðs, og að þér í trúnni eigið líf í hans nafni. Meira
29. nóvember 2002 | Fastir þættir | 157 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. Bg5 a6 8. Ra3 b5 9. Bxf6 gxf6 10. Rd5 f5 11. c3 Bg7 12. exf5 Bxf5 13. Rc2 Be6 14. a4 O-O 15. axb5 axb5 16. Hxa8 Dxa8 17. Rce3 Db7 18. g4 Re7 19. Bg2 Rxd5 20. Bxd5 De7 21. h4 Df6 22. Meira
29. nóvember 2002 | Fastir þættir | 450 orð

Víkverji skrifar...

VÍKVERJI er hæstánægður með nýju norrænu skýrsluna, þar sem lagt er til að settar verði Evrópureglur um réttindi flugfarþega, komi til þess að flugvélum í áætlunarflugi seinki eða flugi sé aflýst. Meira
29. nóvember 2002 | Dagbók | 31 orð

Öll hefir ætt til hylli Óðins...

Öll hefir ætt til hylli Óðins skipað ljóðum, algildar man eg - aldar - iðjur vorra niðja; en trauðr, því að vel Viðris vald hugnaðist skaldi, legg eg á frumver Friggjar fjón, því að Kristi... Meira

Íþróttir

29. nóvember 2002 | Íþróttir | 122 orð

Barcelona nálgast met AC Milan

BARCELONA nálgast nú óðum met AC Milan sem vann á sínum tíma tíu leiki í röð í Evrópukeppni meistaraliða sem nú heitir Meistaradeild Evrópu. Meira
29. nóvember 2002 | Íþróttir | 244 orð

Deilt um fjárfestingar í Stoke City

MAGNÚS Kristinsson, stjórnarformaður Stoke Holding, félagsins sem á meirihluta í enska knattspyrnufélaginu Stoke City, og Phil Rawlins, einn stjórnarmanna Stoke City, hafa átt í ritdeilum að undanförnu. Meira
29. nóvember 2002 | Íþróttir | 44 orð

HANDKNATTLEIKUR 1.

HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Essodeild Selfoss: Selfoss - KA 20 1. deild kvenna, Essodeild Hlíðarendi: Valur - Víkingur 20 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeild Hveragerði: Hamar - Snæfell 19.15 Keflavík: Keflavík - KR 19. Meira
29. nóvember 2002 | Íþróttir | 190 orð

Henry er sá allra besti

PATRICK Vieira, fyrirliði Arsenal, segir samherja sinn og landa, Thierry Henry, vera besta framherja heims um þessar mundir. Um leið segir Vieira að í sínum huga sé Henry sá leikmaður sem eigi skilið að vera valinn knattspyrnumaður Evrópu fyrir þetta ár. Meira
29. nóvember 2002 | Íþróttir | 166 orð

Kevin Kuranyi valdi Þýskaland

KEVIN Kuranyi, tvítugur piltur sem hefur vakið mikla athygli í þýsku knattspyrnunni í vetur, átti úr mörgum möguleikum að velja þegar hann velti fyrir sér landsliðsframa sínum. Kuranyi, sem leikur með Stuttgart og hefur skorað 8 mörk í 1. Meira
29. nóvember 2002 | Íþróttir | 539 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR Haukar - Tindastóll 79:82 Ásvellir,...

KÖRFUKNATTLEIKUR Haukar - Tindastóll 79:82 Ásvellir, Hafnarfirði, úrvalsdeild karla, Intersport-deildin, fimmtudaginn 28. nóvember 2002. Meira
29. nóvember 2002 | Íþróttir | 190 orð | 1 mynd

Liverpool fékk gott veganesti í Hollandi

ENN og aftur var það Michael Owen sem tryggði Liverpool mikilvægan sigur, að þessu sinni reið mark hans baggamuninn þegar Liverpool vann mikilvægan sigur á Vitesse Arnheim í fyrri viðureign liðanna í þriðju umferð UEFA-keppninnar í knattspyrnu en leikurinn fór fram í Hollandi. Owen skoraði mark sitt á 26. mínútu. Meira
29. nóvember 2002 | Íþróttir | 167 orð

Ný lyf valda hugarangri

KAPPHLAUP þeirra íþróttamanna sem nota ólögleg lyf og þeirra sem reyna að finna aðferðir til þess að koma upp um þá sem gera slíkt er ekki líklegt til þess að taka enda á næstunni. Meira
29. nóvember 2002 | Íþróttir | 131 orð | 1 mynd

Scolari tekur við landsliði Portúgals

LUIS Felipe Scolari verður næsti landsliðsþjálfari Portúgals í knattspyrnu og fyrirhugað er að hann taki við liðinu í janúar. Meira
29. nóvember 2002 | Íþróttir | 167 orð

Shearer á von á banni

ALAN Shearer, fyrirliði Newcastle, má eiga von á að vera dæmdur í keppnisbann í meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Meira
29. nóvember 2002 | Íþróttir | 423 orð

Sigur var aðalatriðið

"EFTIR fjóra leiki í röð án sigurs skipti öllu máli að vinna. Mestu máli skipti að auka sjálfstraustið á nýjan leik," sagði glaðbeittur knattspyrnustjóri Liverpool, Gerald Houllier, eftir að lið hans vann Vitesse Arnheim, 1:0, í Hollandi í UEFA-keppninni þar sem Michael Owen skoraði eina markið á 26. mínútu. Meira
29. nóvember 2002 | Íþróttir | 465 orð | 1 mynd

* STEINAR Arason, körfuknattleiksmaður, sem lék...

* STEINAR Arason, körfuknattleiksmaður, sem lék með Skallagrími í úrvalsdeildinni í fyrra, er væntanlegur til liðs við ÍR eftir áramótin. Meira
29. nóvember 2002 | Íþróttir | 941 orð | 1 mynd

Tindastóll skildi Hauka eftir

AFAR slök byrjun Hafnfirðinga varð þeim að falli í Hafnarfirði í gærkvöldi þegar Tindastólsmenn sóttu þá heim í úrvalsdeildinni í körfuknattleik - eftir fyrsta leikhluta var staðan 26:6 fyrir gestina og það bil náðu heimamenn aldrei að brúa þó þeir klóruðu duglega í bakkann á lokakaflanum, Tindastóll vann 82:79. Að Hlíðarenda þurftu ÍR-ingar tvo góða spretti til að brjóta baráttu Vals á bak aftur og sigra örugglega, 113:85. Meira
29. nóvember 2002 | Íþróttir | 246 orð | 2 myndir

Tryggvi í hópi efstu manna í Evrópu

TRYGGVI Guðmundsson, leikmaður Stabæk í Noregi, er þessa stundina í hópi tíu efstu á lista yfir markaskorara í efstu deildum í Evrópu, en Tryggvi skoraði 15 mörk á leiktíðinni fyrir lið sitt. Það er knattspyrnutímaritið World Soccer sem birtir listann og er sérstök aðferð notuð til þess að reikna út stig sem menn fá fyrir hvert mark sem þeir skora. Tryggvi er með 22,5 stig fyrir þessi 15 mörk. Meira
29. nóvember 2002 | Íþróttir | 232 orð

Þrjú stig Denvers í fyrsta leikhluta

LEIKMENN bandaríska körfuknattleiksliðsins Denver Nuggets vilja eflaust gleyma fyrsta leikhlutanum í leik sínum gegn San Antonio í NBA-deildinni í fyrrinótt. Það verður þó hægara sagt en gert því frammistaða þeirra er komin í metabækur deildarinnar. Meira
29. nóvember 2002 | Íþróttir | 513 orð | 1 mynd

* ÖRLYGUR Helgason , sem lék...

* ÖRLYGUR Helgason , sem lék með Þór á Íslandsmótinu í knattspyrnu í sumar, er á leið til KA . Meira

Daglegt líf (blaðauki)

29. nóvember 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 125 orð | 1 mynd

15 hús rýmd á Seyðisfirði vegna skriðuhættu

FIMMTÁN hús voru rýmd vegna hættu af aurskriðum á Seyðisfirði um síðustu helgi. Býr fólk í tíu af þessum húsum en alls þurftu 30 manns að yfirgefa heimili sín. Fólkið fékk að gista hjá ættingjum og vinum og fékk að fara aftur heim til sín á mánudag. Meira
29. nóvember 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 525 orð | 1 mynd

Aðallega lesið í framtíðinni

HEIMILI Tinnu Gunnarsdóttur iðnhönnuðar, Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar myndlistarmanns og barna þeirra tveggja, Hallbjargar Emblu 4 ára og Tryggva Kolviðar 3 ára, er Englaborg. Meira
29. nóvember 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 389 orð

Athyglisbrestur með ofvirkni

Athyglisbrestur með ofvirkni (AMO) eða Attention Deficit Hyperactivity Disorder (ADHD) er ein af algengustu geðröskunum meðal barna. Talið er að 3-5% barna líði af AMO, eða u.þ.b. 1.600 börn hér á landi. Meira
29. nóvember 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 35 orð

Bókasöfn fólksins

Leikstjórinn hefur áhuga á geimvísindum, eftirlætisbók myndlistarmannsins er matreiðslubók og náms- og starfsráðgjafinn leggst í reyfara. Steingerður Ólafsdóttir og Kristinn Ingvarsson ljósmyndari lásu í titla í hillum, skápum, kommóðum og á náttborðum á heimilum nokkurra bókaunnenda. Meira
29. nóvember 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 717 orð | 1 mynd

Brjóstahöld í þágu styrjaldar

MÖRGUM sögum fer af tilurð brjóstahaldarans. Ef að líkum lætur er sú skemmtilegasta haugalygi, en þó furðu lífseig. Segir þar af Otto nokkrum Titzling (tit = brjóst, sling = axlaról), sem fann upp þetta þarfaþing árið 1912. Meira
29. nóvember 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 425 orð | 3 myndir

Efnislega önnur blóm

SILKIBLÓM eru ekki framleidd nema að eiga sér fyrirmynd í raunverulegu blómi, að sögn Örnu S. Sæmundsdóttur, blómaskreytingakonu hjá silkiblómaversluninni Soldis. Meira
29. nóvember 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 167 orð | 1 mynd

Eitt lítið A kennt við móður

SIGURÐUR A. Magnússon rithöfundur sótti aldrei formlega um nafnbreytingu, en segir að líklega hafi hefðarforsendur ráðið því að einn góðan veðurdag var bókstafurinn A kominn í þjóðskrá á milli eignnafns hans og kenninafns. Meira
29. nóvember 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 57 orð

Eyðimerkurdögun söluhæsta bókin

EYÐIMERKURDÖGUN eftir Waris Dirie var söluhæsta bókin á Íslandi dagana 19. til 25. nóvember síðastliðinn, samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar. Meira
29. nóvember 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 497 orð | 1 mynd

Get gleymt mér í bókabúðum

FRÍÐA Sophia Böðvarsdóttir er höfundur bókarinnar Bakað úr Spelti sem er nýkomin út. Fríða segir að spelti sé bragðmeira, bragðbetra og skemmtilegra að meðhöndla það en hveiti og að margir séu áhugasamir um að baka úr þessari hveititegund. Meira
29. nóvember 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 168 orð | 1 mynd

Hagaskóli sigraði í Skrekk

Á MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ fóru úrslitin í Skrekk fram. Fóru þau fram í Borgarleikhúsinu. Skrekkur er hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur og fór núna fram í tólfta skipti. Meira
29. nóvember 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 189 orð

Hryðjuverk í Kenýa

AÐ minnsta kosti 12 menn fórust í sprengjutilræði í Kenýa í Afríku í gærmorgun. Skömmu síðar var tveimur eldflaugum skotið að ísraelskri farþegaflugvél. Árásin var gerð rétt eftir að þotan fór á loft frá flugvellinum í Mombasa , sem er höfuðborg Kenýa. Meira
29. nóvember 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 467 orð | 1 mynd

Kommóða full af bókum

GUNNAR Þórðarson er landskunnur tónlistarmaður og tónskáld og hann á nóg af bókum um aðalhugðarefni sitt, tónlist. Gunnar býr ásamt eiginkonu sinni Toby S. Herman og drengjunum þeirra, Karli 21 árs og Zakaríasi 14 ára, við Ægisgötu í Reykjavík. Meira
29. nóvember 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 627 orð | 1 mynd

Kveikt á gáfnaljósum

TILGÁTUR um að ungviðið forheimskist af tölvuleikjum, sjónvarpsglápi og netnotkun eru ekki á rökum reistar samkvæmt nýjustu rannsóknum. Meira
29. nóvember 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 2343 orð | 1 mynd

Líðanin bak við brosið

Eineltið hófst fljótlega eftir að skólaganga ungu stúlkunnar hófst. Í kjölfarið fylgdi lélegt sjálfsmat, þunglyndi og dimmar hugsanir. Það var ekki fyrr en hún komst á þrítugsaldurinn að í ljós kom að vandinn stafaði ekki síst af athyglisbresti með ofvirkni. Þá hófst meðferð sem leiddi til bata og betri líðanar. Guðni Einarsson heyrði sögu stúlku sem horfir nú bjartari augum fram á veg. Meira
29. nóvember 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 138 orð | 1 mynd

Sigursælir íþróttamenn úr Reykjanesbæ

ÍÞRÓTTAFÓLK Reykjanesbæjar var heldur betur sigursælt um síðast-liðna helgi, er íþróttafélög undir merkjum bæjarins fögnuðu sigri í þremur íþróttagreinum. Meira
29. nóvember 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 171 orð | 1 mynd

Skákaði eldri bróðurnum

SIGMUNDUR Ernir Rúnarsson ákvað að bæta öðru nafni við eiginnafn sitt á sínum "róttæku ungdómsárum" eins og hann orðar það sjálfur. "Eldri bróðir minn heitir Gunnar Örn og upphaflega stóð til að gefa mér nafnið Sigmundur Valur. Meira
29. nóvember 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 926 orð | 1 mynd

Undir nýjum nöfnum

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið gaf út samtals 152 leyfi til nafnbreytinga á síðasta ári. Sveinn Guðjónsson kynnti sér lögin um mannanöfn og ræddi við nokkra einstaklinga sem hafa látið breyta nafni sínu. Meira
29. nóvember 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 319 orð | 1 mynd

Varð fyrir óþægindum

DÆMI eru um að fólk óski eftir því að breyta eiginnafni sínu ef það telur sig hafa orðið fyrir einhverjum óþægindum vegna nafnsins. Þannig var það í tilviki Marínu Birtu Sjafnar Geirsdóttur, sem áður hét Marín Sjöfn. Meira
29. nóvember 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 501 orð | 1 mynd

Þolir ekki ofurnákvæmt kerfi

BÆKUR þekja veggi tveggja herbergja í íbúð þeirra Sigurðar Pálssonar rithöfundar og Kristínar Jóhannesdóttur leikstjóra. Annars vegar veggi borðstofunnar sem einnig er bókaherbergi og hins vegar veggi herbergis sonarins Jóhannesar Páls 15 ára. Meira
29. nóvember 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 120 orð | 1 mynd

Þykir vænt um báðar ömmurnar

ALGENGT er að fólk bæti öðru eiginnafni við upprunalegt eiginnafn sitt, eins og Steinunn Anna Eiríksdóttir gerði fyrr á þessu ári, en áður hét hún "bara" Steinunn: "Það eru nokkur ár síðan ég fór að velta þessu fyrir mér enda heita bræður... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.