FRIÐRIK Ingi Rúnarsson, landsliðsþjálfari í körfuknattleik karla, valdi í dag fjóra nýliða í landsliðið sem tekur þátt í fjögurra landa móti í Lúxemborg á milli jóla og nýárs. Nýliðarnir eru Skarphéðinn Ingason, KR, Pálmi Freyr Sigurgeirsson, Breiðabliki, Sverrir Þór Sverrisson, Keflavík, og Kevin Grandberg, Keflavík. Damon Johnson, Keflavík, sem fékk íslenkan ríkisborgararétt á dögunum var ekki valinn að þessu sinni, en Friðrik Ingi segist ætla að kalla í hann í næsta verkefni landsliðsins.
Meira