TYRKIR fordæmdu í gær þá ákvörðun Evrópusambandsins (ESB) að veita Kýpur aðild að sambandinu og sögðu hana óviðunandi. Stjórn Kýpur-Grikkja á eynni var boðin aðild í síðustu viku.
Meira
BJÖRN Bjarnason, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir Ingibjörgu Sólrúnu vera komna í öngstræti í stjórn borgarinnar og framboð hennar til Alþingis sé fyrsta skref hennar út úr...
Meira
SVEITARSTJÓRNIN í Galway-sýslu á vestanverðu Írlandi vill að fólk, sem setjist að í sýslum á svæði, sem nefnast einu nafni Gaeltacht, verði að geta sannað að það tali reiprennandi gelísku, hina fornu tungu Íra.
Meira
STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður vinstri- grænna, segir að boðun samráðsfundar innan flokksins í dag sýni að litið sé á framboð Ingibjargar Sólrúnar alvarlegum augum. Framboðið kemur Árna Þór Sigurðssyni á...
Meira
Ein af sjö tillögum um ný hús á lóðinni þar sem Tvíburaturnarnir stóðu en tillögurnar voru kynntar í New York í gær. Meðal arkitekta sem sendu inn tillögur voru Norman Foster og Richard Meier.
Meira
SÆNSKA lögreglan leitaði í gærkvöldi með sporhundum og þyrlum að fjórum mönnum sem rændu bíl með peningasendingu við Solentuna, norðvestur af Stokkhólmi.
Meira
UTANRÍKISRÁÐHERRA Bretlands, Jack Straw, segir að fullyrðingar Saddams Husseins, forseta Íraks, um að hann ráði ekki yfir gereyðingarvopnum, séu augljós ósannindi.
Meira
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri tilkynnti í gær þá ákvörðun sína að hún hefði þegið boð um að taka 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í öðru kjördæmanna í Reykjavík, norður eða suður, vegna komandi þingkosninga.
Meira
AFKASTAMIKILL hugbúnaður sem nýtist til að þróa kennsluefni og grunngögn vegna rannsókna- og fræðistarfa fyrir Netið hefur verið þróaður á síðasta ári hjá Upplýsingaþjónustu Háskóla Íslands, að sögn Jóns Erlendssonar, verkfræðings og forstöðumanns...
Meira
HÓLMABORG SU frá Eskifirði veiddi rúm 93 þúsund tonn af uppsjávarfiski á árinu sem er að líða og hefur íslenskt fiskiskip aldrei borið jafnmikinn afla á land á einu ári.
Meira
ÁKVEÐIÐ hefur verið að loka leikskólanum Árholti þegar nýr leikskóli, Hólmatún í Naustahverfi, verður tilbúinn næsta sumar. Þar verða 96 rými og áætlað að 110 börn verði á leikskólanum.
Meira
ARKITEKTASTOFAN Arkís efh. var með lægsta tilboðið í hönnunarvinnu við skipulag 2. áfanga Valla í Hafnarfirði en verkið var boðið út í lokuðu útboði þar sem óskað var eftir verðtilboðum en ekki hönnunartillögum.
Meira
Ásdís Egilsdóttir gaf út Við birtingu umsagnar um útgáfu Fornritafélagsins á Biskupasögum II í blaðinu í gær féll niður mynd af Ásdísi Egilsdóttur höfundi inngangs og umsjónarmanni með útgáfunni. Er beðist velvirðingar á því.
Meira
58 ÁRA gamall útlendingur sem var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í lok október með um 1½ kíló af kókaíni innanklæða, sagðist fyrir dómi í gær hafa átt að fá 5.000 evrur fyrir að flytja fíkniefnin til landsins, jafnvirði um 430.000 íslenskra króna.
Meira
AÐ UNDANFÖRNU hefur verið unnið af miklum krafti við nýjan barnaspítala Hringsins við Hringbraut í Reykjavík og verður hann vígður á 99 ára afmæli Kvenfélagsins Hringsins 26. janúar.
Meira
LÖGREGLUMENN í Guangdonghéraði í Suður-Kína slepptu þessum villtu mávum á þriðjudaginn, eftir að hald hafði verið lagt á hátt í fjögur þúsund lifandi, villta fugla á veitingahúsum og mörkuðum.
Meira
TUTTUGU og fjögurra ára gamall karlmaður var í gær dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir þrjár líkamsárásir í maí, júní og ágúst í fyrra.
Meira
BÚIÐ er að safna fyrir 116 brunnum í jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir hreinu vatni í Afríku, en takmarkið er að ná inn fyrir 34 brunnum til viðbótar. Hver brunnur dugar 1.
Meira
ÁKVEÐIÐ hefur verið að meðferðarheimilið Byrgið flytji úr Rockville 1. júní næstkomandi. Verið er að leita að hentugu húsnæði annars staðar. Byrgið er kristilegt líknarfélag sem veitir endurhæfingarmeðferð fyrir vímuefnaneytendur.
Meira
Á ÁRLEGRI ráðstefnu Ferðamálasamtaka Evrópu, European Travel Commission, í New York í gær kom fram að talið er að ferðalög á milli Evrópu og Bandaríkjanna aukist á næstu árum og nái hámarki 2006.
Meira
BRESKU hljómsveitirnar Coldplay og Ash troða upp í Laugardagshöll í kvöld en í gær fóru Jonny Buckland gítarleikari Coldplay og Guy Berryman bassaleikari hljómsveitarinnar ásamt Tim Wheeler, söngvara Ash, í snjósleðaferð á Langjökli.
Meira
DELTA hf., dótturfyrirtæki Pharmaco, afhenti Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar fyrir skömmu fimm hundruð þúsund krónur til styrktar starfsemi nefndarinnar. Var þessi kostur valinn í stað þess að fyrirtækið sendi jólakort og gjafir til viðskiptamanna...
Meira
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir það rangt sem lesa megi úr leiðara Morgunblaðsins í gær, þar sem fjallað var um hugmyndir sem Romano Prodi, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hefur sett fram um samskipti bandalagsins við nágrannaríki og...
Meira
ELDUR kom upp í vélarrúmi Sléttbaks EA þar sem hann lá við Togarabryggjuna. Slökkvilið Akureyrar var kallað út kl. 14.43 og gekk vel og greiðlega að slökkva eldinn sem ekki var mikill.
Meira
Jóhannes Björnsson segir rannsóknastofuna vera þá elstu innan Háskóla Íslands. "Hún var stofnuð árið 1917, sex árum eftir að Íslendingar eignuðust eigin háskóla. Hún var skömmu síðar tengd Landspítalanum með sérstöku lagaákvæði.
Meira
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að hún hefði ákveðið að taka boði formanns Samfylkingarinnar og formanns uppstillingarnefndar flokksins um 5.
Meira
AFL fyrir Austurland, almenn samtök um virkjanir og stóriðju á Austurlandi, AFL - starfsgreinafélag Austurlands, FAG, samstarfshópur atvinnulífsins á Austurlandi til undirbúnings fyrir stórframkvæmdir, Ferðamálasamtök Austurlands, Samband sveitarfélaga á...
Meira
Gyðingahatur hefur farið vaxandi að undanförnu, að sögn Davids A. Harris, framkvæmdastjóra Samtaka bandarískra gyðinga. Davíð Logi Sigurðsson hitti Harris nýverið í New York og sló á þráðinn til hans um daginn.
Meira
FARÞEGAFERJA með yfir 300 manns innanborðs fórst í Para-héraði Brasilíu í gær og var staðfest að fimm manns að minnsta kosti hefðu látið lífið. Yfir 50 farþega var enn saknað í gærkvöldi og óttast að þeir hefðu drukknað.
Meira
BRAUTARGENGI útskrifaði 15 athafnakonur 11. desember sl. Námskeið þetta er haldið til þess að hvetja konur til framgangs í íslensku viðskiptalífi og stuðla að jafnvægi í fyrirtækjarekstri milli karla og kvenna.
Meira
FLUGSTÖÐ Leifs Eiríkssonar hefur áfýjað til Hæstaréttar dómi héraðsdóms Reykjaness þar sem Sandgerðisbær var sýknaður af kröfum fyrirtækisins um endurgreiðslu oftekins fasteignaskatts.
Meira
Fyrirlestur í matvælafræði Hörður G. Kristinsson, aðstoðarprófessor við Háskólann í Flórída mun halda erindi um Rannsóknir á áhrifum kolmónoxíðs og síaðs reyks til að auka gæði og lengja geymsluþol sjávarafurða. Fyrirlesturinn verður föstudaginn 20.
Meira
SUNDÆFINGAR eru hafnar í Grindavík og fyrsta almenna sundmótið í bænum var haldið þar á dögunum. María Jóhannesdóttir stendur fyrir sundstarfinu en það fer fram undir merkjum Ungmennafélags Grindavíkur. Byrjunin lofar góðu.
Meira
GAMALREYND Ariane 4-eldflaug flutti í gær fjarskiptahnött á braut um jörðu en fyrir viku mistókst herfilega fyrsta tilraunin með eina útfærslu arftaka hennar, hinnar stóru Ariane 5. Var hún sprengd upp eftir að hafa farið út af fyrirhugaðri skotbraut.
Meira
Fjölbreytt starf fer fram á Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði. Þar starfa nærri 60 manns, einkum læknar, meinatæknar og líffræðingar. Jóhannes Tómasson kynnti sér starfsemina.
Meira
ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra hafa þegið boð sitt um fimmta sætið á framboðslista flokksins í norðurkjördæmi Reykjavíkur.
Meira
DIMMASTI dagur ársins nálgast óðfluga, en á laugardag eru vetrarsólstöður. Ef engar væru jólaskreytingarnar mætti halda að myndin hefði verið tekin á fallegu og aldimmu ágústkvöldi.
Meira
VÍSINDAMENN hafa fundið aðferð til að fylgjast með örsmáum hlutum í einstökum heilafrumum í lifandi músum, og gefur þetta innsýn í hvernig heili breytist með tímanum.
Meira
Í ÁR styrkir Hugur hf. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Styrkurinn er í formi tölvubúnaðar og aðstoðar við að koma honum í gagnið. Um er að ræða tvær Dell-tölvur frá EJS, systurfélagi Hugar. Tölvubúnaðurinn er að andvirði kr. 200.000. Hugur hf.
Meira
BÖRNUM af erlendum uppruna hefur fjölgað ár frá ári í leikskólum Reykjavíkur á undanförnum árum. Nú bregður hins vegar svo við að fjöldi þeirra er svipaður á milli ára, eða 422 börn árið 2002 á móti 417 börnum árið 2001.
Meira
BJÖRN Bjarnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra komna í öngstræti í stjórn borgarinnar og framboð hennar til Alþingis, sem tilkynnt var um gær, sé fyrsta skref hennar út úr borgarmálunum.
Meira
ÞAÐ er engu líkara en að þau séu full lotningar, börnin á leikskólanum Sunnuborg, þar sem þau virða fyrir sér Jesúbarnið í jötunni, Maríu, Jósef og alla hina sem komu við í fjárhúsinu forðum daga.
Meira
ELDUR kom upp í kjallara fjölbýlishúss við Hjaltabakka í Reykjavík upp úr miðnætti. Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað á vettvang. Mikill reykur myndaðist og náði að fara upp um flesta stigaganga hússins, sem eru alls átta.
Meira
Í dag S igmund 8 M inningar 41/44 E rlent 13/18 S kák 46 H öfuðborgin 20 S taksteinar 58 A kureyri 24/25 B réf 60/61 S uðurnes 28/29 K irkjustarf 45 L andið 30 D agbók 62/63 N eytendur 31/32 F ólk 64/69 L istir 32/35 B íó 66/69 F orystugrein 36 L...
Meira
Jólaball í Vetrargarðinum í Smáralind með Helgu Möller, Magga Kjartans og jólasveinunum verður í dag fimmtudaginn 19. desember og föstudaginn 20. desember kl. 17 og 20, laugardaginn 21. desember kl. 14 og 16, sunnudaginn 22. desember og á Þorláksmessu...
Meira
FÉLAGSKONUR í kvenfélaginu Einingu á Hvolsvelli gáfu Brunavörnum Rangárvallasýslu vesti með endurskini til að nota á slysavettvangi. Félagskonurnar afhentu slökkviliðsmönnunum vestin á jólafundi sínum sem þær héldu í Félagsheimilinu Hvoli.
Meira
ELDUR kom upp í íbúð í fjórbýlishúsi við Skessugil á Akureyri á sjöunda tímanum í gærkvöld. Kviknað hafði í jólaskreytingu. Nágrannar sáu reykinn og létu vita þar sem íbúar voru ekki heima og kallað var á slökkvilið sem gekk vel að...
Meira
ÖNNUR kynslóð Toyota Land Cruis er 90 jeppans verður frumsýnd hjá Toyota-umboðinu snemma í janúar. Frumsýningin markar tímamót því Land Cruiser 90 hefur verið einn söluhæsti jeppinn hér á landi allt frá því hann kom á markað um mitt ár 1996.
Meira
LANDSBANKI Íslands og Ungmennafélagið Fjölnir undirrituðu nýjan samstarfssamning til 3ja ára hinn 29. nóvember sl. Með tilkomu samningsins verður Landsbankinn annar af tveimur aðalstyrktaraðilum félagsins.
Meira
HÆTT verður frá og með næstu áramótum að greiða læknum á Landspítala - háskólasjúkrahúsi sérstaklega fyrir ferliverkaþjónustu sem veitt er á göngudeildum sjúkrahússins. Stjórnarnefnd LSH ákvað á fundi sl.
Meira
"ÞETTA er búið að vera ofsalega skemmtilegt námskeið og Rúnar hefur verið góður kennari," sögðu ungu listamennirnir Klara Margrét Jónsdóttir og Ingi Rúnar Árnason, sem sýndu verk sín á samsýningu í Svarta pakkhúsinu um liðna helgi.
Meira
ÞORSTEINN Kristjánsson er skipstjóri á Hólmaborg SU en bróðir hans, Jóhann, hefur verið afleysingaskipstjóri. Þorsteinn vildi lítið gera úr metaflanum þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Hann þakkaði árangurinn þó góðu og burðarmiklu skipi.
Meira
UM síðustu helgi var mikið um að vera hjá þeim hjónum Magnúsi Kristinssyni, útvegsbónda á Lyngfelli, og eiginkonu hans, Lóu Skarphéðinsdóttur. Á föstudagskvöldið opnuðu þau sýningu á verkum eftir listamanninn Stórval í hesthúsinu á Lyngfelli.
Meira
FRÁ því fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor hefur sú umræða skotið upp kollinum af og til hvort Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri gæfi kost á sér í þingframboð fyrir Samfylkinguna. Í byrjun september sl.
Meira
FJÁRHAGSSTAÐA Hríseyjarhrepps er mjög erfið um þessar mundir. "Staðan er slæm, við erum ekki í gjörgæslu en miðað við óbreytt ástand lifir þetta sveitarfélag ekki af," sagði Ragnar Jörundsson sveitarstjóri í samtali við Morgunblaðið.
Meira
RANNSÓKNANEFND sjóslysa hefur tekið að sér að rannsaka hvernig staðið var að björgun skipverja á Svanborgu SH 404 sem fórst undir Svörtuloftum á Snæfellsnesi 7. desember 2001.
Meira
SAMSKIP og Vegagerðin hafa undirritað samning um að vinna að því í sameiningu að auka öryggi á þjóðvegum landsins. Þetta er fyrsti samningur af þessari gerð sem Vegagerðin gerir við flutningafyrirtæki.
Meira
SÍÐASTI skiladagur til að póstleggja jólapakkana innanlands er í dag, fimmtudaginn 19. desember, svo þeir komist til viðtakanda fyrir jól. Skiladagur jólakorta innanlands er föstudagurinn 20. desember.
Meira
ODDUR Helgi Halldórsson bæjarfulltrúi L-listans, lista fólksins, greiddi atkvæði gegn fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar á fundi bæjarstjórnar þar sem áætlunin var afgreidd.
Meira
STJÓRN Knattspyrnufélagsins Víðis hefur óskað eftir því að Gerðahreppur veiti 5 milljónum króna til reksturs félagsins á næsta ári og að hreppurinn yfirtaki auk þess skuldir félagsins sem nema jafn hárri fjárhæð.
Meira
"VIÐ hugsum vel um storkinn meðan hann verður hjá okkur og reynum að hafa aðstöðuna hjá honum sem besta," segir Tómas Guðjónsson, forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal, en komið var með storkinn Styrmi þangað í gærkvöldi og...
Meira
ÞAÐ er piparkökuilmur í loftinu og í hálfrökkri logar á einu kerti. Hópur fólks situr í hring og sötrar malt og appelsín en þegar komið er nær má heyra að inni í allri þessari jólastemmningu er tekist hressilega á.
Meira
HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra um að fara í þingframboð fyrir Samfylkinguna muni ekki styrkja samstarf Reykjavíkurlistans, en Framsóknarflokkurinn er sem kunnugt er þar í...
Meira
UM ÁRAMÓTIN munu sveitarfélög taka við rekstri náttúrustofa. Af því tilefni undirritaði Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra samning um rekstur til næstu fimm ára við sveitarfélög þar sem náttúruverndarstofur eru.
Meira
VERULEG hætta stafar enn af hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda sem eru talin hafa opnað nýjar þjálfunarbúðir í Austur-Afganistan, að því er fram kemur í nýrri skýrslu sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna.
Meira
ÞRJÚ tilboð bárust í snjómokstur á efri hluta syðri Brekkunnar á Akureyri en tilboðin voru opnuð í gær. Tilboðin voru öll langt yfir kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 10,5 milljónir króna. GV gröfur ehf.
Meira
SJÖ hópar arkitekta víða um heim hafa skilað inn tillögum um nýja byggingu í staðinn fyrir World Trade Center, sem hrundi í hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin 11. september á síðasta ári.
Meira
ÞEIR hafa brotist inn í íbúðarhús, hótelherbergi, skrifstofur og bíla. Afritað persónuleg tölvuskjöl og falið eftirlitsmyndavélar. Hlerað samtöl hjóna mánuðum saman með hljóðnemum í svefnherbergi þeirra. Gramsað í ruslatunnum og hlerað símtöl.
Meira
SEXTÁN liðsmenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins luku í gær þriggja daga æfingu sem haldin er reglulega til að viðhalda þjálfun yngstu slökkviliðsmannanna. Eru það liðsmenn SHS sem hafa verið 1-2 ár í slökkviliðinu.
Meira
UNIFEM á Íslandi hefur gefið út myndskreytt afmælisdagatal þar sem hægt er að skrá inn afmælisdaga. Dagatalið er ekki ársbundið og því varanleg eign.
Meira
FORYSTUSVEIT Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í borginni hyggst koma saman til samráðsfundar í dag vegna þingframboðs Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Steingrímur J.
Meira
VIÐSKIPTI með hluti í Kaupþingi banka hf. á O-lista Kauphallarinnar í Stokkhólmi hefjast á morgun. Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, segir að skráningin sé eðlilegt framhald af yfirtöku Kaupþings á sænska bankanum JP Nordiska.
Meira
NORSKA ríkisstjórnin er tilbúin til að greiða 300 milljónir n. kr., tæplega 3,5 milljarða ísl. kr., vegna stækkunar Evrópska efnahagssvæðisins en ekki fjóra milljarða n. kr. eða rúma 46 milljarða ísl. kr. eins og Evrópusambandið, ESB, hefur krafist.
Meira
TIL athugunar er hjá bæjarráði Reykjanesbæjar að taka við mótorbátnum Baldri KE 97, bát sem oft var nefndur "Gullmolinn", og hefja að nýju útgerð hans, ekki á sjó heldur á þurru landi.
Meira
Gísli Ásgeirsson er fæddur 1964 í Hamborg í Þýskalandi þar sem foreldrar hans voru við nám. Ólst upp í Garðabæ, en útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík 1985 og hélt þaðan til hagfræðináms í Bamberg í Þýskalandi þar sem hann lauk diplómaprófi á þremur árum. Útskrifaðist síðan af endurskoðunarsviði viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands 1992. Hefur síðan starfað við Atlas, umboðs- og heildverslun. Maki er Þóra Karen Þórólfsdóttir, Gísli á einn son, Þóra eina dóttur.
Meira
Á JÓLAFUNDI Volare sem haldinn var í Reykjavík 9. desember sl. var afhentur styrkur til tveggja fjölskyldna sem eru með langveik börn. Volare ehf.
Meira
SÍGRÆN jólatré, málning, girðingarefni, sokkabuxur og legsteinar var meðal þess sem beið flutnings eitthvert á landinu auk jólapakkana þegar Morgunblaðið leit inn á vöruflutningamiðstöð Landflutninga í Reykjavík í gær.
Meira
BOÐIÐ FIMMTA SÆTIÐ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hefur ákveðið að þekkjast boð Samfylkingarinnar um að skipa 5. sæti listans í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Meira
BANDARÍSKA trygginga- og fjármálafyrirtækið Conseco hefur farið fram á greiðslustöðvun. Er þetta þriðja stærsta greiðslustöðvunarmál í bandarískri sögu.
Meira
Það ber vott um raunsæi hjá grænmetisbændum að hyggjast hætta paprikurækt, þar sem þeir telja sig ekki fá nægilega hátt verð fyrir afurðir sínar.
Meira
Á undanförnum mánuðum og misserum hefur verið mikill þrýstingur á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra að gefa kost á sér á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Meira
* ARI Í ÖGRI: Valíum: Hjörtur og Halli föstudags- og laugardagskvöld. * AUSTURBÆR: Megas heldur viðhafnartónleika í kvöld, studdur stórsveit, í tilefni að útgáfu nýrrar safnplötu 1972-2002. * BROADWAY: Xtravaganza - föstudag.
Meira
Emanúel er eftir Sören Olsson og Anders Jacobsson. Þýðingu annaðist Jón Daníelsson. Emanúel er alveg jafnskemmtilegur grallari og hinn víðfrægi Bert frá sömu höfundum, en hann er svo lítið eldri og leyfist ýmislegt fleira.
Meira
EKKI verður hjá því komist að taka eftir að hljómsveitin Ég hefur gaman af fótbolta, að minnsta kosti ber plötuumslag Skemmtilegra laga þess vitni.
Meira
LEIKFÉLAGIÐ Fljúgandi fiskar gerði víðreist fyrir skemmstu og sýndi nýja leikgerð sína á Medeu eftir Evripídes í Englandi og Finnlandi, en verkið var frumsýnt hér í nóvember árið 2000.
Meira
Leikstjórn: Marcus Raboy. Handrit: Ice Cube í samvinnu við DJ Pooh. Kvikmyndataka: Glen MacPherson. Aðalhlutverk: Ice Cube, Mike Epps, John Witherspoon o.fl. Lengd: 85 mín. Bandaríkin. New Line Cinema, 2002.
Meira
ALLS söfnuðust um 300.000 krónur á styrktartónleikum Radíó X á þriðjudagskvöld. Þessir árlegu tónleikar útvarpsstöðvarinnar kallast X-mas og komu fram margar helstu rokkhljómsveitir landsins.
Meira
"Íslensku dívurnar " eru Guðrún Árný Karlsdóttir, Margrét Eir Hjartardóttir, Védís Hervör Árnadóttir og Valgerður Guðnadóttir. Einnig syngur Hreimur Örn Heimisson í einu lagi.
Meira
Kórar Flensborgarskólans og Kvennakór Hafnarfjarðar halda sameiginlega tónleika í Víðistaðakirkju kl. 20. Þá koma saman 120 söngvarar ásamt hljóðfæraleikurum og flytja fjölbreytta tónlist tengda jólunum.
Meira
Karlakórinn Geysir - Söngur Geysismanna í 80 ár nefnist ný geislaplata með söng samnefnds karlakórs. Þar eru 20 lög, upptökur frá árabilinu 1930-1997 sem eiga að gefa þverskurð af lagavali og söng kórsins.
Meira
Við gleymdum er 4 laga smáplata með hljóðsveitinni Örkuml. Sveitina skipa Atli Freyr Ólafsson bassi, Ingimar Bjarnason gítar og söngur, Ólafur Guðsteinn söngur og Valur Fannar Þórarinsson trommur. Öll lög eftir Ingimar nema "Ís-land" sem er eftir Ingimar og ÓGUÐ. Allir textar ÓGUÐ nema "Við gleymdum" eftir ÓGUÐ og Ingimar. Örkuml útsetti, Guðmundur Kristinn Jónsson tók upp í upptökuheimili Geimsteins 28. september 2002. Vatn í blóð gefur út.
Meira
LEIKKONAN Cynthia Nixon , sem leikur lögfræðinginn Miröndu í sjónvarpsþáttunum Beðmálum í borginni , og Danny Mozes , sambýlismaður hennar, eignuðust son á mánudag.
Meira
NÚ stendur yfir í ReykjavíkurAkademíunni, JL-húsinu, Hringbraut 121, ljósmyndasýning Ingólfs Júlíussonar, Grænland - fjarri, svo nærri og eru þar myndir frá för Ingólfs til Grænlands í september 2002. Þar hitti hann m.a.
Meira
Vísur Sigrúnar eftir Jóhann Ó. Haraldsson. Útgefandi: Ingvi Rafn Jóhannsson. Barnagælur og fleiri lög eftir Atla Heimi Sveinsson. Útgefandi: Mál og menning. Strax eða aldrei eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson. Útgefandi: Tónilíus. Söngvasveigur 13: Heyr söngvanna hljóm, fyrir blandaða kóra. Útgefandi: Skálholtsútgáfan. Söngvasveigur 14: Við hátíð skulum halda, fyrir barna- og kvennakóra. Útgefandi: Skálholtsútgáfan.
Meira
RENEE Zellweger hefur gagnrýnt Sir Elton John fyrir að segja að hún sé of grönn. Hún segir að fólk hafi í kjölfarið haldið að hún þjáist af átröskun. "Elton segir þetta og milljónir lesa það.
Meira
Talandi tónar, breiðskífa Kristins Snævars Jónssonar. Kristinn Snævar semur öll lög og leikur á bassa í þremur þeirra en Vilhjálmur Guðjónsson leikur gítar, hljóðgervla, hljómborð, bassa og slagverk. Hann stýrir upptöku og útsetningum. Halla Vilhjálmsdóttir syngur bakraddir. Kristinn Snævar gefur sjálfur út.
Meira
ÉG verð að játa að ég er sekur. Sekur um að hafa látið mér detta í hug eitthvað sem ekki hafði áður verið í hvers manns huga. Eitthvað sem mér þótti þess virði að hugsa um og fá aðra til að velta vöngum yfir.
Meira
Á HVERJUM degi deyja út tegundir búfjár og jurta, þar með taldar trjátegundir. U.þ.b. 30% af búfjárkynjum í heiminum, sem nú finnast, eru í útrýmingarhættu og geta horfið í náinni framtíð.
Meira
GÓÐIR landsmenn. Jólin eru í nánd. Koma jólanna og boðskapur hátíðarinnar lætur engan ósnortinn. Allir eiga að hafa tilefni til að gleðjast með sínum nánustu og njóta jólanna í anda kærleikans, gleðja með gjöfum og góðum mat.
Meira
ÞAÐ vakti mig til umhugsunar um daginn þegar mágur minn og dóttir hans lentu í hrikalegu bílslysi í Bandaríkjunum. Ég fór að hugsa um það hversu hverfult lífið getur verið og að við vitum svo sannarlega ekki hvað er á næstu grösum.
Meira
"Til þess að átta sig á hvað næmnin er mikil varðandi útreikninga á arðsemi Kárahnjúkavirkjunar þá þýðir eitt prósentustig í hækkaðri ávöxtunarkröfu um 11-12 milljarðar í núvirtri afkomu."
Meira
Þessir duglegu krakkar héldu tombólu og söfnuðu kr. 22.516 til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Þau heita Einar Valur Einarsson, Eva María Pétursdóttir og Arnór Ingi Pálsson. Á myndina vantar Jóhönnu Björk Pálsdóttur.
Meira
Þjónustuólund ÉG vildi bara benda konunni sem varð fyrir því að geta ekki skilað pelsinum sínum að kannski átti hún að máta í búðinni áður en hún óð heim með pelsinn og áttaði sig á því að hann passaði ekki.
Meira
Grétar Finnbogason fæddist á Látrum í Aðalvík hinn 28. maí 1928. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut hinn 9. desember síðastliðinn. Foreldrar Grétars voru Finnbogi Friðriksson, f. 1.12. 1901, d. 9.11.
MeiraKaupa minningabók
Guðlaugur Guðmundsson fæddist í Sunnuhlíð í Vatnsdal 21. júlí 1914. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 25. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Háteigskirkju 9. desember.
MeiraKaupa minningabók
Guðmundur Jónsson, fyrrverandi skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri, fæddist á Torfalæk í Austur-Húnavatnssýslu 2. mars 1902. Hann andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 28. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 6. desember.
MeiraKaupa minningabók
Hulda M. Jónsdóttir fæddist á Svaðastöðum í Viðvíkurhreppi í Skagafirði 1. september 1921. Hún lést á Kristnesspítala 8. desember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Glerárkirkju 18. desember.
MeiraKaupa minningabók
Ísleifur Örn Valtýsson fæddist í Hafnarfirði 28. desember 1947. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 29. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Víðistaðakirkju 6. desember.
MeiraKaupa minningabók
Jóhannes Guðmundsson fæddist í Hafnarfirði 1. júlí 1928. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala við Hringbraut 6. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 13. desember.
MeiraKaupa minningabók
Þórdís Gunnlaugsdóttir fæddist á Reynihólum í Miðfirði 8. janúar 1914. Hún lést í Víðinesi 10. desember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Áskirkju 18. desember.
MeiraKaupa minningabók
Það á eftir að koma í ljós hvort fleiri lækka verð á jólatrjám síðustu dagana fyrir jól. Mikið framboð er af jólatrjám á höfuðborgarsvæðinu og fleiri eru farnir að selja jólatré en áður. Hildur Einarsdóttir skoðaði markaðinn og komst líka að því að venjur fólks í jólatréskaupum hafa breyst.
Meira
Dæmi eru um að fólk eigi enn innistæðu á Fríkortinu sínu upp á tugi þúsunda frípunkta en um áramótin renna þeir út og verða ógildir. Flestir hafa þó þegar eytt punktunum.
Meira
BÓNUS Gildir 19.-24. des. nú kr. áður kr. mælie.verð Frosin hörpuskel 1.393 Nýtt 1.393 kr. kg Kæst skata 599 Nýtt 599 kr. kg Saltfiskur útvatnaður 579 Nýtt 579 kr. kg Rækjur stórar 799 Nýtt 799 kr. kg Jólasmjör 500 g 158 212 316 kr.
Meira
50 ÁRA afmæli . Í dag, fimmtudaginn 19. desember, er fimmtug Sigríður Birgisson (áður Hjörvarsdóttir), til heimilis að Sortsøvej 25, 2730 Herlev, Danmörku. Eiginmaður hennar er Viðar...
Meira
75 ÁRA afmæli . Í dag, fimmtudaginn 19. desember, er 75 ára Guðbjörg Ágústsdóttir, búsett á Hrafnistu í Reykjavík. Guðbjörg dvelur í faðmi fjölskyldunnar í...
Meira
90 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 19. desember, er níræður Runólfur Ó. Þorgeirsson, fyrrverandi vátryggingamaður og skrifstofustjóri Sjóvátryggingafélags Íslands hf., Fannborg 5, Kópavogi. Hann mun verja deginum með fjölskyldu...
Meira
SUÐUR spilar þrjú grönd. Keppnisformið er sveitakeppni og því er það frumskylda sagnhafa að tryggja níu slagi. Yfirslagirnir bíða næstu tvímenningskeppni. Norður gefur; allir á hættu.
Meira
Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-16 í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a. Hallgrímskirkja. Jóla-kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Léttur málsverður í safnaðarheimili að stundinni lokinni. Háteigskirkja. Taizé-messa kl. 20 . Langholtskirkja.
Meira
Í dag er fimmtudagur 19. desember, 353. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Og ég veit að boðorð hans er eilíft líf. Það sem ég tala, það tala ég því eins og faðirinn hefur sagt mér.
Meira
Upp er oss runnin úr eilífðarbrunni sannleikans sól, sólstöður bjartar, birtu í hjarta, boða oss jól. Lifna við ljósið liljur og rósir í sinni og sál, í hjartanu friður, farsælukliður og fagnaðarmál.
Meira
Karlar eru oftar í fréttum vegna þess að þeir flykkjast í hópum í hina karllægu efnisflokka [...] og þar gerist allt það versta í heiminum og þar af leiðandi eru fréttir oftast af harmleikjum.
Meira
AÐVENTUKVÖLD verður föstudagskvöldið 20. desember í Laufáskirkju og hefst samveran kl. 21. Kór kirkjunnar mun syngja jóla- og aðventulög undir stjórn organistans Bjargar Sigurbjörnsdóttur. Kveikt verður á aðventukransinum og lesin jólasaga.
Meira
MERKILEGT hvað yfirvararskegg á lítið upp á pallborðið hjá Íslendingum. Aðeins örfáir menn sjást með slíkt en á móti kemur að undantekningarlaust prýðir skeggið þá vel.
Meira
* BERGUR Emilsson er genginn til liðs við úrvalsdeildarlið KR í körfuknattleik. Bergi var á dögunum sagt upp störfum sem þjálfara Vals en hann hefur leikið tvo leiki með Hlíðarendaliðinu á þessari leiktíð.
Meira
* BJARNI Guðjónsson , landsliðsmaður í knattspyrnu, meiddist á hné í leik Stoke gegn Portsmouth í ensku 1. deildinni um síðustu helgi. Óvíst er að hann verði með gegn Wimbledon á laugardaginn.
Meira
ÓTRÚLEGUR viðsnúningur varð í síðari hálfleik Stjörnunnar og ÍR í Ásgarði í gærkvöldi. Í leikhléi höfðu ÍR-ingar 6 marka forskot og juku það í 7 mörk í byrjun þess síðari og var ekkert útlit fyrir annað en þægilegan sigur Breiðhyltinga. En heimamenn í Stjörnunni sýndu óbugandi sigurvilja og voru vonsviknir í leikslok að hafa ekki náð að halda í bæði stigin undir lok leiksins. Jafntefli, 30:30, varð niðurstaðan í leik sem virtist ekki ætla að verða upp á marga fiska.
Meira
FRAMARAR bættu stöðu sína fyrir jólaleyfið með öruggum sigri á Þór í Íþróttahöllinni á Akureyri í gær. Úrslitin urðu 30:26, Fram í vil. Þórsarar hafa verið að gefa eftir síðustu vikurnar og eftir áramót fer væntanlega í hönd spennandi barátta nokkurra liða um miðbik deildarinnar um sæti í úrslitakeppninni. Þar eru Þór og Fram á svipuðu róli.
Meira
DANNY Murphy kom Liverpool í undanúrslit enska deildabikarsins í knattspyrnu í gærkvöld þegar hann skoraði sigurmarkið, 4:3, gegn Aston Villa á útivelli þegar tvær mínútur voru eftir.
Meira
ÞREYTAN sat greinilega í leikmönnum Gróttu/KR þegar þeir fengu ÍBV í heimsókn. Eyjamenn gengu á lagið og náðu forystu því það tók heimamenn lungann úr fyrri hálfleik að ná takti og þá náðu þeir undirtökum í leiknum, sem lauk með 24:19 sigri þeirra.
Meira
SNORRI Steinn Guðjónsson, handknattleiksmaður í Val, hélt í morgun til þýska efstu deildarliðsins Grosswallstadt og verður þar við æfingar fram sunnudag. Lítist forráðamönnum liðsins vel á pilt má reikna með að þeir geri honum tilboð um samning. "Ég reikna með að þeir bjóði mér samning, annars væru þeir varla að bjóða mér til sín til æfinga og sýna mér svo mikinn áhuga sem raun ber vitni," sagði Snorri Steinn í samtali við Morgunblaðið í gær.
Meira
SAMKVÆMT heimildum Morgunblaðsins eru miklar líkur á því að bræðurnir Stefán og Þórður Þórðarsynir gangi til liðs við ÍA á ný, en þeir léku báðir með yngri flokkum félagsins sem og meistaraflokki liðsins áður en þeir héldu út í atvinnumennsku.
Meira
TALSMAÐUR stuðningsmannafélags norska liðsins Brann, Mads Hansen, segir að Teitur Þórðarson hafi valið auðveldu leiðina til þess að yfirgefa liðið, en Teitur sagði af sér sem þjálfari liðsins á þriðjudaginn.
Meira
"STRÁKARNIR gerðu bara það sem fyrir þá var lagt og jafnvel rúmlega það," sagði Geir Sveinsson, þjálfari Vals, eftir að hans menn höfðu tekið Hauka í kennslustund í Valsheimilinu í gærkvöldi og unnið afar öruggan sigur, 35:26, eftir að hafa...
Meira
VALSMENN hafa ekkert heyrt frá norska knattspyrnuliðinu Brann varðandi Ármann Smára Björnsson en forráðamenn félagsins ætluðu að setja sig í samband við Val í byrjun desember með það fyrir augum að gera tilboð í leikmanninn.
Meira
KA-MENN áttu í nokkrum vandræðum þegar þeir mættu Víkingum í Víkinni í gærkvöldi í 1. deildarkeppninni í handknattleik karla. Voru þó sterkari aðilinn en náðu aldrei að hrista heimamann af sér og lentu í talsverðum vanda, en sigruðu þó 26:22.
Meira
INTERNETÞJÓNUSTA Skýrr hf. hefur um langt skeið veiruleitað allan tölvupóst tæplega 30 þúsund notenda hjá viðskiptavinum fyrirtækisins. Mörg af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins eru meðal viðskiptavina Skýrr hf., að því er segir í frétt frá...
Meira
Mikið hefur gengið á í kringum AcoTæknival, ATV, undanfarna 10 daga. Í byrjun síðustu viku var nánast frágengið að Bjarni Ákason, framkvæmdastjóri verslunarsviðs ATV, myndi ásamt hópi fjárfesta kaupa verslunarsvið fyrirtækisins.
Meira
SEIGLA hefur nýlokið smíði síns sjötta báts, en hann hefur verið afhentur Friðriki Benónýssyni í Vestmannaeyjum. Bátnum hefur verið gefið nafnið Binni í Gröf, eftir hinum þjóðkunna aflakóngi í Vestmannaeyjum.
Meira
COCA-Cola hefur verið mest seldi gosdrykkur í heimi í áraraðir. Svo er einnig á Íslandi. Rúmur helmingur af öllum gosdrykkjum sem seldir eru í matvöruverslunum er Coca-Cola, í lítrum talið.
Meira
INGVAR Baldursson, rafmagnstæknifræðingur og sjóðfélagi í LAT, Lífeyrissjóði arkitekta og tæknifræðinga sem sameinaðist ALVÍB undir nafninu Almenni lífeyrissjóðurinn sl.
Meira
DIAGEO, sem er stærsti áfengisframleiðandi heims, hefur selt Burger King-veitingahúsakeðjuna fyrir 1,5 milljarða dollara, eða sem nemur 124 milljörðum íslenskra króna.
Meira
FLESTIR fiskistofnar heimsins og raunar flest vistkerfi hafsins eru undir miklum og stigvaxandi þrýstingi, enda hefur ekki tekist að koma böndum á afkastagetu fiskveiðiflotans.
Meira
ÁRNI M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, tók á móti skólaskipinu Dröfn RE í Njarðvíkurhöfn þegar skipið kom úr sinni síðustu námsferð á árinu í síðustu viku með nemendur 10. bekkjar grunnskólanna.
Meira
UNDIRRITAÐ hefur verið samkomulag um sameiningu Útgáfufélags DV og Framtíðarsýnar, sem gefur út Viðskiptablaðið og Fiskifréttir. Hið sameinaða félag mun bera heitið Útgáfufélagið Framtíðarsýn.
Meira
Heimildum ber ekki saman um fæðingarár jólasveinsins, eða hvert raunverulegt nafn hans er. Hann segist vera sjálfmenntaður, enda er sú menntastofnun varla til sem kennir iðn hans. Hann hefur verið óþreytandi við að fylla skó ungdómsins og koma fram á jólaskemmtunum svo lengi sem elstu menn muna.
Meira
NOKKUÐ hefur verið um útgáfu bóka um sjávarútveg að undanförnu. Eru þær af ýmsu tagi, en sagnfræði er þar fyrirferðarmest. Nefna má bækurnar Sjósókn og sjávarfang eftir Jón Þ. Þór og Bein úr sjó eftir Björn Ingólfsson, hvor tveggja mjög góð bók.
Meira
Vöxtur Bakkavarar Group hf. hefur verið ævintýralegur síðustu misseri. Fyrirtækið er 16 ára og á síðustu 6 árum hefur veltan margfaldast og hagnaður er með því besta sem gerist. Gengi fyrirtækisins hefur nær tvöfaldast á einu ári og að mati forstjórans er fyrirtækið undirverðlagt. Þóroddur Bjarnason heimsótti Lýð og Ágúst Guðmundssyni í höfuðstöðvarnar í London og skoðaði nýja verksmiðju félagsins þar sem framleidd er kæld matvara, nýjasta tískan í neyslumenningunni.
Meira
ÞAÐ verða eflaust margar stórveislurnar um hátíðina sem nú fer í hönd. Soðning dagsins er tilvalinn forréttur á hátíðarborðið en það er humarsúpa úr smiðju Úlfars Eysteinssonar matreiðslumeistara. Humarinn er dýr vara og ekki öllum aðgengileg.
Meira
TOM Hunter, skoski fjárfestirinn sem nýverið gerði yfirtökutilboð í breska smásölufyrirtækið House of Fraser með stuðningi Baugs, keypti í gær rúmlega prósent í keppinauti House of Fraser, Allders. Fyrirtæki Hunters, TBH, greiddi 687.
Meira
RÁÐGJAFAR- og hugbúnaðarhúsið Innn hf. gerði nýverið sölu- og dreifingarsamning við tæknifyrirtækið Class Four Technologies Inc. í Bandaríkjunum.
Meira
ÞRJÚ íslensk fyrirtæki á sviði heilsutækni, Heilsutæknivettvangur, Kine ehf. og Taugagreining, tóku nýlega þátt í Medica, stærstu heilsutæknisýningu í heimi í Düsseldorf í Þýskalandi.
Meira
"BÁTARNIR eru flestir á landleið og nú ætla menn að taka sér jólafrí," sagði Sveinn Ísaksson, skipstjóri á loðnuskipinu Víkingi AK, í samtali við Morgunblaðið í gær en hann var þá á leið til heimahafnar á Akranesi með um 650 tonn af loðnu. Heldur lifnaði yfir loðnuveiðunum síðustu vikurnar og segja skipstjórnarmenn það vonandi gefa góð fyrirheit um góða vetrarvertíð.
Meira
NÝTT skip hefur bætzt í flota Tálknfirðinga. Það er Kópur BA 175. Þórsberg ehf. er búið að kaupa skipið og kemur það sennilega í stað Maríu Júlíu BA 36, sem verið hefur í eigu Þórsbergs um árabil.
Meira
Samkeppni á gosdrykkjamarkaði er mikil hér á landi eins og víðast hvar annars staðar og ýmislegt sem fyrirtækin í þessari grein taka upp á til að vekja athygli á vörum sínum er skemmtilegt. Á þessum markaði kemur nefnilega skýrt fram hvað vel heppnuð markaðssetning hefur mikið að segja. Grétar Júníus Guðmundsson kannaði málið.
Meira
*Þóra Ragnheiður Stefánsdóttir hefur verið ráðin kennslustjóri Tækniháskóla Íslands. Þóra Ragnheiður er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og lauk BA-prófi í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands.
Meira
* Jökull H. Úlfsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Sérbankaþjónustu Búnaðarbankans frá 1. nóvember 2002. Jökull lauk viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Íslands af fjármálasviði 1993. Hann var fjármálastjóri Selkó hf.
Meira
*Sigurður Skúli Bárðarson hefur verið ráðinn hótelstjóri á Hótel Selfossi og tekur hann við starfi 1. janúar nk. Sigurður Skúli er 52 ára gamall, kvæntur Jóhönnu Hauksdóttur og á þrjú börn.
Meira
* Einar Örn Thorlacíus lögfræðingur hefur tekið við starfi sveitarstjóra í Reykhólahreppi. Hann tók við starfinu af Jónu Valgerði Kristjánsdóttur fyrrverandi alþingismanni sem gegnt hefur sveitarstjórastarfinu undanfarin ár.
Meira
*Páll Þorsteinsson, markaðsstjóri DV, hefur gengið til liðs við almannatengslafyrirtækið Inntak sem einn af aðaleigendum þess og mun hefja störf um áramót. Páll hefur að baki fjölbreytta reynslu í fjölmiðlum.
Meira
FYRIR skömmu kom togskipið Bylgja VE 75 til lands eftir að hafa stundað veiðar á svokölluðum Heimsmeistarahrygg . Þar fengu þeir í trollið á 270-300 faðma dýpi sjaldgæfan fisk sem kallaður er rauðserkur, fiskurinn var mjög heillegur.
Meira
Flestir Íslendingar ættu að kannast við verslanir Pennans, sem hafa séð þeim fyrir ritföngum, bókum og skrifstofuvörum svo lengi sem elstu menn muna. Að minnsta kosti ef þeir muna ekki lengra en sjötíu ár aftur í tímann.
Meira
EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Sveipur ehf. keypti í gær hlutabréf í Búnaðarbanka Íslands hf. að nafnverði 182.824.843 krónur. Eignarhlutur Sveips eftir kaupin er 390.242.356 krónur að nafnverði eða 7,20% en var áður 3,83%.
Meira
NÝ verksmiðja Bakkavarar Group er við Cumberland Avenue í miðhluta London, steinsnar frá þeim stað þar sem þjóðarleikvangur Englendinga, Wembley, stóð.
Meira
ÁREIÐANLEIKAMAT KPMG vegna sölu ríkisins á 45,8% hlut í Landsbanka Íslands er ekki í samræmi við mat bankans á eigin verðmæti, sem lagt hefur verið til grundvallar í samningaviðræðum einkavæðingarnefndar og Samson ehf.
Meira
VIÐSKIPTI með hluti í Kaupþingi banka hf. á O-lista Kauphallarinnar í Stokkhólmi hefjast á morgun. Auðkenni bankans verður KAUP, eins og í Kauphöll Íslands.
Meira
Flestir af stærstu hlutabréfamörkuðum heims munu lækka þriðja árið í ár. Ef að líkum lætur verða lækkanir á bilinu 20-30% þó að ekki sé útilokað að fjárfestar fari hamförum áður en árið rennur og rétti eitthvað hlut sinn.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.