Greinar föstudaginn 27. desember 2002

Forsíða

27. desember 2002 | Forsíða | 103 orð

Átta Palestínumenn drepnir

ÍSRAELSKI herinn drap að minnsta kosti átta Palestínumenn, særði 30 og handtók 20 í fyrrinótt og gær er ný átakaalda gekk yfir Vesturbakkann og Gaza-svæðið, að því er haft var eftir palestínskum öryggisfulltrúum. Meira
27. desember 2002 | Forsíða | 82 orð | 1 mynd

Börn í Afganistan fá gjafir að vestan

SKÓLABÖRN í borginni Kandahar í Afganistan þáðu skömmu fyrir jól gjafir, liti, litabækur og lítil leikföng, sem bandarísk börn söfnuðu fyrir með því að gefa hvert um sig einn dollara, eða um 85 krónur, til að gleðja jafnaldra sína í Afganistan. Meira
27. desember 2002 | Forsíða | 100 orð

Góður árangur af jarðhitaleit

GÓÐUR árangur hefur verið af jarðhitaleit víða á landinu á árinu á vegum orkufyrirtækja og sveitarfélaga. Óvæntar orkulindir hafa komið í ljós, ekki síst á þeim landsvæðum sem skilgreind hafa verið sem "köld". Meira
27. desember 2002 | Forsíða | 92 orð | 1 mynd

Mikil kirkjusókn

KIRKJUSÓKN um jólin var mjög góð í Reykjavík og raunar víða um land að sögn sr. Jóns Dalbú Hróbjartssonar, prófasts í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Meira
27. desember 2002 | Forsíða | 69 orð | 1 mynd

Selur í landkönnun

SELUR vakti athygli göngumanna innarlega í Fossvogi í gær. Hafði hann skriðið upp úr fjöruborðinu og virtist hálfgerður strandaglópur. Komst hann hvorki lönd né strönd eða kunni bara svona vel við sig á þurru landi og vildi hvergi fara. Meira
27. desember 2002 | Forsíða | 290 orð | 1 mynd

Þróunin í N-Kóreu "mjög alvarleg"

ÞRÓUN mála í Norður-Kóreu er "mjög alvarleg", að sögn talsmanna Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) í gær, og enginn möguleiki á að N-Kóreumenn hafi friðsamleg not fyrir það plútóníum sem þeir gætu framleitt í kjarnorkuvinnslustöð sem... Meira

Fréttir

27. desember 2002 | Innlendar fréttir | 45 orð

15 vitni í skattsvikamáli

15 VITNI hafa gefið skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjaness í máli efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra gegn tæplega fertugum bílasala. Hann er sakaður um að hafa skotið um 5,7 milljónum undan skatti á árunum 1995-1996. Meira
27. desember 2002 | Innlendar fréttir | 65 orð

21 lampa stolið úr gróðrarstöð

BROTIST var inn í garðyrkjustöðina Hlíðarhaga í Hveragerði aðfaranótt laugardags og þaðan stolið 21 ljósalampa. Þeir sem þar voru á ferðinni brutu rúðu til að komast inn og höfðu á brott með sér ellefu 400 vatta lampa og tíu 800 vatta lampa. Meira
27. desember 2002 | Innlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

Ágóði af flugeldasölu í unglingastarfið

KNATTSPYRNUDEILD KR hefur flutt inn og selt flugelda um árabil og velunnarar félagsins höfðu í nógu að snúast í gær. "Þetta er sjálfboðastarf KR-inga og það eru ansi margir reiðubúnir að aðstoða við þetta. Meira
27. desember 2002 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Beðið eftir Turnunum

ANNAR hluti Hringadróttinssögu, Turnarnir tveir, var frumsýndur í bíóhúsum í gær. Vafalaust hafa margir beðið myndarinnar með eftirvæntingu og var uppselt á flestar sýningar gærdagsins. Frumsýningargestir sem mættu í Kringlubíó í gær voru á öllum aldri. Meira
27. desember 2002 | Innlendar fréttir | 78 orð

Bíll valt á Eyrarbakkavegi

MAÐUR var fluttur á slysadeild til skoðunar eftir að bíll hans valt á Eyrarbakkavegi um kl. tvö aðfaranótt annars jóladags. Meira
27. desember 2002 | Innlendar fréttir | 119 orð

Bílvelta í hálku á Suðurlandsvegi

FJÓRIR voru fluttir með sjúkrabílum á sjúkrahús í Reykjavík eftir bílveltu á Suðurlandsvegi um klukkan ellefu í gærmorgun. Meira
27. desember 2002 | Innlendar fréttir | 38 orð | 1 mynd

Bókasafn Hafnarfjarðar fær hljóðsnældur

BÓKASAFN Hafnafjarðar varð 80 ára á árinu og flutti í nýtt húsnæði á Strandgötu 1 Hafnarfirði. Kvenfélagið Hringurinn í Hafnarfirði ákvað á þessum tímamótum að styrkja safnið, fyrir valinu urðu hljóðsnældur. Meira
27. desember 2002 | Innlendar fréttir | 110 orð

Brauðréttir Hagkaupa í 25 þúsund eintök

BÓKIN Brauðréttir Hagkaupa sem skrifuð er af bakaranum Jóa Fel hefur selst í um 25 þúsund eintökum. Brauðréttir Hagkaupa kom út í byrjun nóvember og hafa því náð inn á fjórða hvert heimili á tveimur mánuðum. Meira
27. desember 2002 | Innlendar fréttir | 62 orð

Bretar mótmæla fyrirvara Íslands

BRETAR bjóða Íslendinga velkomna í Alþjóðahvalveiðiráðið en hafa mótmælt fyrirvara Íslands við hvalveiðibann Alþjóðahvalveiðiráðsins. J.R. Meira
27. desember 2002 | Innlendar fréttir | 107 orð

Byrgið að Brjánsstöðum

STEFNT er að því að Byrgið, kristilegt líknarfélag, sem veitir endurhæfingarmeðferð fyrir vímuefnaneytendur, flytji starfsemi sína úr yfirgefinni ratsjárstöð varnarliðsins í Rockville, að Brjánsstöðum í Skeiðahreppi innan 6 mánaða. Meira
27. desember 2002 | Innlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd

Debetkortum fjölgar en tékkum fækkar

GREIÐSLUMIÐLUN landsmanna tekur stöðugum breytingum. Notkun debetkorta færist í vöxt um leið og tékkanotkun minnkar jafnt og þétt. Meira
27. desember 2002 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Eldur í Fjölbrautaskóla Suðurlands

ELDUR varð laus í einni af sorpgeymslum í Fjölbrautaskóla Suðurlands um klukkan hálf sjö í gærkvöld. Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu kom á staðinn, slökkti eldinn og hreinsaði út úr geymslunni. Meira
27. desember 2002 | Innlendar fréttir | 306 orð

Erfitt að álykta um breytingar í veðurfari

ÝMIS met hafa verið slegin í veðurfari á landinu á árinu sem er að líða og minnir Haraldur Ólafsson veðurfræðingur þar á met í kulda og hita, úrkomumet og met í snjóleysi svo eitthvað sé nefnt. Meira
27. desember 2002 | Innlendar fréttir | 241 orð | 1 mynd

Fastur á Vatnajökli yfir jólin

BJÖRGUNARSVEITARMENN frá Höfn í Hornafirði fundu bandaríska ferðamanninn Cameron Smith sem hélt til í tjaldi sínu við Grímsvötn á Vatnajökli laust eftir klukkan níu í gærmorgun. Meira
27. desember 2002 | Miðopna | 101 orð | 1 mynd

Fjöldi safna og gesta þeirra

SÖFN og garðar sem veita upplýsingar um gestafjölda voru 101 talsins árið 2000 samkvæmt tölum Hagstofunnar. Söguminjasöfn voru 63, listasöfn 14, náttúrugripasöfn 18 og fiska- og dýrasöfn og grasagarðar 6 talsins. Meira
27. desember 2002 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Fjölmenni í friðargöngu

NOKKUR þúsund manns tóku þátt í friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessukvöld. Gengið var frá Hlemmi, niður Laugaveg og Bankastræti og á Ingólfstorg en þar flutti Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur ávarp Samstarfshóps friðarhreyfinga. Meira
27. desember 2002 | Innlendar fréttir | 162 orð | 2 myndir

Golf og gönguferðir í vorveðrinu

VEL viðraði til útiveru í gær á höfuðborgarsvæðinu og víðar um landið og notuðu menn sér það óspart. Margir tóku göngu- eða hlaupasprett um stígana, stigu reiðhjól eða þeystu um á hjólaskautum. Meira
27. desember 2002 | Innlendar fréttir | 402 orð | 1 mynd

Gott skip, mikill kvóti og góður mannskapur

VILHELM Þorsteinsson EA var með mest aflaverðmæti allra íslenskra fiskiskipa á árinu, alls um 1.400 milljónir króna. Skipstjórarnir eru tveir, Arngrímur Brynjólfsson og Guðmundur Þ. Jónsson, og skipta þeir árinu bróðurlega á milli sín. Meira
27. desember 2002 | Innlendar fréttir | 361 orð | 1 mynd

Hagfelldari þróun en víðast hvar annars staðar

VIÐSKIPTI með hlutabréf í Kauphöll Íslands fyrstu ellefu mánuði ársins námu 294,7 milljörðum króna. Það er 115% meiri velta en á öllu síðasta ári þegar hlutabréf að andvirði um 137 milljarðar króna skiptu um hendur. Meira
27. desember 2002 | Innlendar fréttir | 373 orð

Hollenskir dómstólar hafa fallist á framsal

YFIRRÉTTUR í Hollandi hefur fallist á að framselja íslenskan karlmann til landsins en hann er grunaður um aðild að smygli á fimm kílóum af amfetamíni og 150 grömmum af kókaíni til landsins. Meira
27. desember 2002 | Miðopna | 744 orð | 2 myndir

Hraunstrá í tugþúsundatali, hraunrósir og dropasteinar

HELLIR sem hefur verið ósnortinn í 6-8 þúsund ár fannst fyrir skömmu á ónefndum stað á norðanverðum Reykjanesskaga. Meira
27. desember 2002 | Miðopna | 231 orð

Hvað er safn?

SAMKVÆMT safnalögum sem samþykkt voru í maí á síðasta ári er safn "stofnun, opin almenningi, sem hefur það hlutverk að safna heimildum um manninn, sögu hans, umhverfi og náttúru landsins, standa vörð um þær, rannsaka, miðla upplýsingum og hafa þær... Meira
27. desember 2002 | Innlendar fréttir | 23 orð

Í dag S igmund 8 B...

Í dag S igmund 8 B réf 28 E rlent 14/15 S kák 31 L istir 16/17 B rids 31 U mræðan 18/19 F ólk 32/37 F orystugrein 20 B íó 34/37 M inningar 22/24 L jósvakamiðlar 38 * *... Meira
27. desember 2002 | Innlendar fréttir | 275 orð | 1 mynd

Í haustlitunum á aðventunni

TÍÐARFARIÐ hefur verið fremur óvenjulegt á landinu það sem af er þessum vetri, a.m.k eru Vestfirðingar ekki vanir því að jörð sé sem að vori væri fram að jólum. Meira
27. desember 2002 | Innlendar fréttir | 126 orð

Íslensk jólamessa í Minnesota

TVEIR íslenskir prestar voru með jólamessu 4. sunnudag í aðventu í Minnesota í Bandaríkjunum. Prestarnir Þór Hauksson sóknarprestur í Árbæjarkirkju og Jón Ragnarsson sóknarprestur í Hveragerðiskirkju, báðir í námsleyfi vestra, leiddu messuna. Meira
27. desember 2002 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Kajakróður við Álftanes

KAJAKRÓÐUR þykir mörgum áhugaverð íþrótt og mátti sjá þennan kappa leggja að landi við Álftanes í gær eftir róður frá Hafnarfirði og út fyrir nesið. Meira
27. desember 2002 | Erlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Kosið í Kenýa

UM tíu milljónir kjósenda ganga að kjörborðinu í Kenýa í dag og velja sér nýjan forseta í fyrsta sinn í 24 ár. Einnig verður kosið til þings og sveitarstjórna. Meira
27. desember 2002 | Erlendar fréttir | 841 orð | 1 mynd

Leitin að fórnarlömbum Francos

Þögn hefur ríkt um örlög þeirra þúsunda manna sem féllu í borgarastríðinu á Spáni við að verja lýðveldið. Nú hefur risið upp hreyfing sem krefst þess að minningu þessa fólks sé sómi sýndur. Meira
27. desember 2002 | Innlendar fréttir | 717 orð | 1 mynd

Málsvari íslenskra fugla

Jóhann Óli Hilmarsson er fæddur í Reykjavík 1954, en býr nú á Stokkseyri. Hefur starfað um árabil sem sjálfstæður fuglafræðingur og fuglaljósmyndari og hefur m.a. ritað og myndskreytt bókina Íslenskur fuglavísir. Hann hefur verið formaður Fuglaverndarfélags Íslands frá árið 1998, setið í stjórn þess frá 1987 og verið félagi frá 1971. Jóhann á eina dóttur, Oddnýju Össu. Meira
27. desember 2002 | Erlendar fréttir | 170 orð

Mikið forskot Likud

LIKUD-flokkur Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, nýtur mun meira fylgis en Verkamannaflokkurinn fyrir þingkosningar sem fara fram í Ísrael 28. janúar. Meira
27. desember 2002 | Miðopna | 728 orð | 1 mynd

Nauðsynlegt að Íslendingar haldi vöku sinni

Í erindi á fundi Íslandsdeildar Alþjóðaverzlunarráðsins sagði Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, að mikið væri í húfi fyrir Íslendinga að fylgjast vel með þeim breytingum sem ESB er að ganga í gegnum. Auðunn Arnórsson hlýddi á erindið. Meira
27. desember 2002 | Innlendar fréttir | 112 orð

Námskeið hjá Endurmenntun

HINN 7. janúar hefst hjá Endurmenntun HÍ námskeiðið: Írak og Íran - öxulveldi hins illa? Þar mun Magnús Þorkell Bernharðsson, lektor við Hofstra-háskólann í Bandaríkjunum, fjalla um grannríkin Írak og Íran og samskipti þeirra á 20. og 21. öld. Meira
27. desember 2002 | Erlendar fréttir | 83 orð

Netið verði vaktað

STJÓRN George W. Meira
27. desember 2002 | Innlendar fréttir | 998 orð | 1 mynd

Óvæntar orkulindir hafa fundist við tilraunaboranir

Nokkur helstu orkufyrirtæki landsins hafa verið iðin við jarðhitaleit og boranir á árinu. Björn Jóhann Björnsson kannaði málið og komst að því að árangur borana hefur víðast hvar verið mjög góður og orkurík svæði komið í ljós. Meira
27. desember 2002 | Erlendar fréttir | 340 orð | 2 myndir

Páfi biður fyrir píslarvottum

JÓHANNES Páll páfi leiddi í gær bænir fyrir kristnum píslarvottum sem dáið hafa fyrir trú sína hvarvetna í heiminum. Gærdagurinn var dagur heilags Stefáns, sem talinn er hafa verið fyrsti kristni píslarvotturinn, en hann var grýttur til bana árið 36. Meira
27. desember 2002 | Innlendar fréttir | 577 orð

"Ánægjulegt að fá reglur sem þessar"

"ÞAÐ er ánægjulegt að fá reglur sem þessar og aðalatriðið er að þær séu til þess að bæta siðferði í viðskiptum en séu ekki samkeppnishamlandi," segir Jón Björnsson, framkvæmdastjóri Baugs Ísland, um leiðbeinandi reglur um viðskipti birgja og... Meira
27. desember 2002 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Sáluhliðið skreytt í 30. sinn

UPP úr hádegi á aðfangadag voru félagarnir Magnús B. Jónsson og Trausti Eyjólfsson að skreyta sáluhliðið í Hvanneyrarkirkjugarði. Þetta var í 30. sinn sem þeir önnuðust það verk, sem þeir hafa gert á hverjum aðfangadegi síðan 1973. Meira
27. desember 2002 | Innlendar fréttir | 94 orð

Skotið á sleðahunda

MAÐUR á fertugsaldri skaut á tvo grænlenska sleðahunda í Skerjafirði í fyrrinótt. Eigandi hundanna hafði misst þá frá sér á Ægissíðunni og þeir síðan ógnað íbúa á svæðinu. Meira
27. desember 2002 | Erlendar fréttir | 397 orð

Stuðnings Sameinuðu þjóðanna verður leitað

ROBERTSON lávarður, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), sagði í gær að óhugsandi væri að Bandaríkjamenn gripu einhliða til hernaðaraðgerða gegn Írökum. Meira
27. desember 2002 | Innlendar fréttir | 135 orð

Tugir sveitarfélaga með helming tekna úr jöfnunarsjóði

TUTTUGU sveitarfélög fá allt að 80% tekna sinna frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga og 59 sveitarfélög fá 50-80% tekna úr sjóðnum. Alls nema framlög úr sjóðnum meira en helmingi tekna hjá 79 sveitarfélögum. Meira
27. desember 2002 | Miðopna | 708 orð | 1 mynd

Tvöfalt styrkjakerfi viðgengst

FJÁRVEITINGAR til minja- og safnavörslu eru að mati Félags íslenskra safna og safnamanna, FÍSOS, ekki í samhengi við safnalög sem samþykkt voru í maí á síðasta ári. Meira
27. desember 2002 | Innlendar fréttir | 180 orð

Undrast lokanir yfir hátíðirnar

FJÖLDI erlendra ferðamanna hefur leitað til Upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Reykjavík að undanförnu með fyrirspurnir um afþreyingu og afgreiðslutíma veitingahúsa yfir hátíðirnar. Meira
27. desember 2002 | Innlendar fréttir | 200 orð | 1 mynd

Útilokar ekki fastar vaxtabreytingar í framtíðinni

BIRGIR Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri útilokar ekki að í framtíðinni muni Seðlabanki Íslands taka upp fastan vaxtaákvörðunarfund, líkt og sérfræðingar hjá Landsbankanum Landsbréfum ítreka að tekinn verði upp, að því er fram kemur í nýlegri skýrslu... Meira
27. desember 2002 | Innlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

Vaxandi fjöldi gesta á Egilsstöðum í haust

RIGNING og mjúkur þeyr hefur einkennt jólaveðrið á Fljótsdalshéraði. Gestafjöldi hefur verið með mesta móti á Egilsstöðum það sem af er vetri þótt dregið hafi úr upp á síðkastið. Meira
27. desember 2002 | Innlendar fréttir | 298 orð

Veltan 3,3-8% minni

HEILDARFJÖLDI farþega um Keflavíkurflugvöll fyrstu ellefu mánuði ársins var 1.157.440, samkvæmt upplýsingum frá Flugmálastjórn á vellinum. Þetta er 11% fækkun frá sama tíma í fyrra er heildarfjöldinn var 1.298.806. Meira
27. desember 2002 | Innlendar fréttir | 371 orð

Vildu eyða jólunum í vetrarríki á sveitabæ

"JÓLIN hafa verið einstaklega róleg, hátíðleg og afslappandi fyrir okkur," segir Antge Hacaenberg, þýskur þýðandi sem ásamt kærasta sínum eyðir jólunum þetta árið í bændagistingunni á Brekkulæk í Miðfirði. Meira
27. desember 2002 | Innlendar fréttir | 246 orð | 3 myndir

Yfirlit

ALVARLEG ÞRÓUN Talsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar sögðu í gær að þróun mála í Norður-Kóreu væri mjög alvarleg. Meira
27. desember 2002 | Innlendar fréttir | 736 orð | 4 myndir

Þenslan "fyrir sunnan" dregur til sín fólkið

SAMKVÆMT tölum sem Hagstofan birti rétt fyrir jól um mannfjöldaþróun á landinu hefur fólki fækkað milli ára víða í dreifbýlinu og á nokkrum þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni. Meira

Ritstjórnargreinar

27. desember 2002 | Leiðarar | 536 orð

Ráðgjöf fjármálafyrirtækja og vernd fjárfesta

Ýmis helztu verðbréfafyrirtæki í Bandaríkjunum, þar á meðal fyrirtæki á borð við Morgan Stanley og Goldman Sachs, samþykktu í síðustu viku að greiða himinháar sektir, nærri milljarð dollara (yfir 80 milljarða króna) vegna vinnubragða greiningardeilda... Meira
27. desember 2002 | Leiðarar | 299 orð

Samkeppnin bætir sambandið

Stór hluti atvinnulífsins á Íslandi treystir orðið á öruggt net- og símasamband við útlönd. Á undanförnum árum hefur það gerzt nokkrum sinnum að sæstrengurinn Cantat3, sem segja má að sé lífæð upplýsingaþjóðfélagsins á Íslandi, hefur rofnað. Meira

Menning

27. desember 2002 | Fólk í fréttum | 290 orð | 1 mynd

Bíóin í borginni

Hafið Með Hafinu er komið fram verk sem ber þess vitni að íslenskt listafólk hafi náð fullkomnum tökum á hinu alþjóðlega tungumáli kvikmyndalistarinnar. (H.J.) Háskólabíó. Meira
27. desember 2002 | Fólk í fréttum | 849 orð | 1 mynd

Ferðin sækist firna

Leikstjóri: Peter Jackson. Handrit: Frances Walsh, Peter Jackson o.fl. Eftir skáldverki J.R.R. Tolkiens. Kvikmyndatökustjóri: Andrew Lesnie. Tónlist: Howard Shore. Aðalleikendur: Elijah Wood, Ian McKellen, Viggo Mortensen, Sean Astin, Billy Boyd, Cate Blanchett, Christopher Lee, Liv Tyler, Brad Dourif, Andy Serkis, John Rhys-Davies, Bernard Hill. 179 mín. New Line Cinema. Bandaríkin 2002. Meira
27. desember 2002 | Menningarlíf | 70 orð | 1 mynd

Fræðirit

Sólarljóð og vitranir annarlegra heima er fræðirit eftir Hermann Pálsson , fyrrverandi prófessor í Edinborg. Hermann hafði búið bók þessa til útgáfu þegar hann lést í ágúst síðastliðnum. Meira
27. desember 2002 | Menningarlíf | 704 orð | 1 mynd

Frændinn með barnshjartað

ÞEGAR farið er í bíó á stysta degi ársins er rétt að skoða eitthvað varanlegt sem bætir og kætir. Ég valdi Mon Oncle, Frænda minn, meistaraverk Jacques Tati frá 1958. Meira
27. desember 2002 | Menningarlíf | 436 orð | 1 mynd

Háir og djúpir tónar í Langholtskirkju

JÓNAS Guðmundsson tenór og Magnús Ragnarsson organisti efna til tónleika í Langholtskirkju kl. 12 á morgun, laugardag. Meira
27. desember 2002 | Fólk í fréttum | 293 orð | 1 mynd

Hinn hreini tónn

Flautað fyrir horn hefur að geyma safn þeirrar tónlistar sem blokkflautuleikarinn Gísli Helgason hefur flutt í gegnum tíðina. Sum hver laganna eru hljóðrituð sérstaklega fyrir þessa útgáfu. Meira
27. desember 2002 | Fólk í fréttum | 73 orð | 1 mynd

Myndbönd

TALSVERÐ endurnýjun er á er íslenska myndbandalistanum þessa vikuna, en um jólin hafa þrjár nýjar myndir náð að skipa sér í efstu sætin. Meira
27. desember 2002 | Menningarlíf | 78 orð

Opnunartími Þjóðmenningarhússins

SÝNINGAR í Þjóðmenningarhúsi eru opnar um hátíðarnar frá 11-17 dagana 27., 28., 29. og 30. desember. Ókeypis er á sýningar á sunnudögum. Meira
27. desember 2002 | Leiklist | 1030 orð | 1 mynd

"Striplast með strákunum"

Höfundur tónlistar og söngtexta: David Yazbek. Höfundur leiktexta: Terrence McNally. Leiktexti byggður á samnefndri kvikmynd, handritshöfundur Simon Beaufoy og leikstjóri Peter Cattaneo. Meira
27. desember 2002 | Fólk í fréttum | 551 orð | 1 mynd

Tónlist fyrir moll

Einkadiskur Jens Hanssonar. Flytjendur: Jens Hansson tenór- og sópransaxófónar, EWI-forritun og hljómborð, Friðrik Sturluson bassi, Jóhann Hjörleifsson trommur, Björgvin Gíslason gítar, Guðmundur Pétursson gítar, Hjörtur Howser píanó, Haffi Tempo upptökumaður í einu lagi. Jens Hansson annaðist útsetningar og upptökur og gefur sjálfur út 2002. Skífan annast dreifingu. Meira

Umræðan

27. desember 2002 | Aðsent efni | 649 orð | 1 mynd

Bætt vinnubrögð á vátryggingamarkaði - mikilvægt hlutverk miðlara

"Neytendur jafnt sem tryggingafélög ættu að fagna starfsemi íslenskra vátryggingamiðlara." Meira
27. desember 2002 | Bréf til blaðsins | 198 orð

Dýravernd til fyrirmyndar

ÉG vil í þessum fáu orðum leyfa mér að þakka frú Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra og þeim sem komu að björgun storksins sem villtist til landsins fyrir að standa jafnmyndarlega að verki við að koma fuglinum í hlýjar hendur starfsmanna... Meira
27. desember 2002 | Bréf til blaðsins | 149 orð

Gjafir eru yður gefnar

17. 12. 2002 heyri ég í útvarpsþætti að ötull talsmaður sérréttindasinna - prófessor Sigurður Líndal - hefur ekki bara verið að smíða nýja stjórnarskrá handa Færeyingum heldur líka nýtt orð handa okkur hér innanlands. Meira
27. desember 2002 | Bréf til blaðsins | 475 orð

Jólaglaðningur - synjun um fæðingarorlof

ÉG á von á barni. Þegar þetta er skrifað eru aðeins nokkrir dagar þangað til að það á að fæðast. Ég hef verið að vonast til þess að það komi ekki fyrr en eftir áramót, svona til þess að ég geti átt mína þrjá mánuði í fæðingarorlof í staðinn fyrir tvo. Meira
27. desember 2002 | Aðsent efni | 1004 orð | 1 mynd

Kennsla í vefsmíðum

Að kenna kóðun án þess að kenna hvernig á að skipuleggja vefi og viðmót er að mörgu leyti sambærilegt við það, að kenna fólki að keyra bíl án þess að kenna því umferðarreglurnar. Meira
27. desember 2002 | Bréf til blaðsins | 444 orð

Lélegt söngnámskeið ÉG vil koma á...

Lélegt söngnámskeið ÉG vil koma á framfæri hvað það er lélegt söngnámskeiðið hjá Siggu Beinteins og Maríu Björk. Dóttir mín var að klára annað námskeiðið hjá þeim og hún bað um að fara ekki á annað námskeið hjá þeim, meira að segja hún er búin að fá nóg. Meira
27. desember 2002 | Aðsent efni | 377 orð | 1 mynd

LÍÚ um fyrningarleið

"Alltaf hefur legið fyrir í lögum að auðlindin er þjóðareign, en ekki eign kvótaþeganna." Meira
27. desember 2002 | Aðsent efni | 822 orð | 1 mynd

TF-LIF verður seld

"Eru ráðamenn alveg að tapa glórunni?" Meira
27. desember 2002 | Bréf til blaðsins | 23 orð | 1 mynd

Þessir duglegu krakkar héldu tombólu og...

Þessir duglegu krakkar héldu tombólu og söfnuðu kr. 1.600 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau heita Anna Kristina Lobers og Brynjólfur Jóhann... Meira

Minningargreinar

27. desember 2002 | Minningargreinar | 1575 orð | 1 mynd

FRIÐRIK JÓNASSON

Friðrik Jónasson kennari fæddist á Breiðavaði á Fljótsdalshéraði 23. júlí 1907. Hann lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund hinn 9. desember síðastliðinn. Friðrik var sonur Jónasar Eiríkssonar, hreppstjóra á Breiðavaði, áður skólastjóra á Eiðum, f. Meira  Kaupa minningabók
27. desember 2002 | Minningargreinar | 939 orð | 1 mynd

HARALDUR SVEINSSON

Haraldur Sveinsson fæddist á Siglufirði 3. október 1926. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Keflavík 18. desember síðastliðinn. Móðir hans var Guðbjörg Björnsdóttir, f. á Róðhóli í Sléttuhlíð í Skagafirði 12. júlí 1899. Meira  Kaupa minningabók
27. desember 2002 | Minningargreinar | 1467 orð | 1 mynd

HINRIKA HALLDÓRSDÓTTIR

Hinrika Halldórsdóttir fæddist á Ísafirði 6. maí 1942. Hún lést á Landspítalanum - Háskólasjúkrahúsi hinn 18. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Halldór Ásgeirsson frá Súðavík og Rannveig Svanhvít Benediktsdóttir frá Ísafirði. Meira  Kaupa minningabók
27. desember 2002 | Minningargreinar | 924 orð | 1 mynd

INGA JÓHANNESDÓTTIR

Inga Jóhannesdóttir fæddist á Seyðisfirði 28. desember 1912. Hún lést 17. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhannes Sveinsson úrsmiður á Seyðisfirði, f. 2.6. 1866, d. 21.11. 1955, og Elín Júlíana Sveinsdóttir, kona hans, f. 10.7. 1883, d. 25. Meira  Kaupa minningabók
27. desember 2002 | Minningargreinar | 1470 orð | 1 mynd

JAKOB NÍELS HALLDÓRSSON

Jakob Níels Halldórsson fæddist á Akureyri 15. júlí 1924. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 14. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Halldór Ásgeirsson, f. 5. ágúst 1893, d. 17. júní 1976, og Soffía Thorarensen, f. 7. desember 1893, d. Meira  Kaupa minningabók
27. desember 2002 | Minningargreinar | 829 orð | 1 mynd

VALGERÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR

Valgerður Þorsteinsdóttir fæddist á Seyðisfirði 25. maí 1914 en ólst upp á Akureyri. Hún lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík 19. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Skaftason, póstmeistari, prentsmiðjustjóri og ritstjóri Austra, f. 9. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

27. desember 2002 | Árnað heilla | 31 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . 30. desember verður fimmtug Guðrún Fjeldsted, bóndi og reiðkennari, Ölvaldsstöðum 4 . Hún tekur á móti kunningjum og vinum í félagsheimilinu Þinghamri, Varmalandi, laugardaginn 28. desember milli kl.... Meira
27. desember 2002 | Árnað heilla | 40 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Laugardaginn 28. desember nk. verður fimmtug Hjördís Árnadóttir, Freyjuvöllum 1, Keflavík. Af því tilefni munu hún og eiginmaður hennar, Jóhannes Kjartansson , taka á móti ættingjum og vinum í Selinu, Vallarbraut 6, Njarðvík, milli kl. Meira
27. desember 2002 | Fastir þættir | 188 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

Suður spilar sex tígla og getur lagt upp í fyrsta slag, því slemman er örugg hvernig sem legan er. En skýringar verða að fylgja! Norður gefur; AV á hættu. Meira
27. desember 2002 | Dagbók | 64 orð

ÍSLENSKT VÖGGULJÓÐ

Ég skal vaka og vera góð vininum mínum smáa, meðan óttan rennur rjóð, roðar kambinn bláa, og Harpa sýngur hörpuljóð á hörpulaufið gráa. Stundum var í vetur leið veðrasamt á glugga; var ekki einsog væri um skeið vofa í hverjum skugga? Meira
27. desember 2002 | Dagbók | 795 orð

(Jóh. 13, 35.)

Í dag er föstudagur 27. desember, 361. dagur ársins 2002, Barnadagur. Orð dagsins: "Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir læri- sveinar, ef þér berið elsku hver til annars." Meira
27. desember 2002 | Fastir þættir | 160 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 O-O 6. Be2 Rbd7 7. O-O e5 8. He1 c6 9. Bf1 exd4 10. Rxd4 Rg4 11. Dxg4 Bxd4 12. Be3 Rc5 13. Df3 Be5 14. h3 Kg7 15. Had1 De7 16. De2 He8 17. Dd2 Kg8 18. Bh6 Re6 19. f4 Bd4+ 20. Kh1 Bg7 21. Bxg7 Kxg7 22. Meira
27. desember 2002 | Fastir þættir | 476 orð

Víkverji skrifar...

Í HUGA Víkverja eru jólin komin þegar klukkan í turni Dómkirkjunnar slær sex, en þá situr Víkverji ævinlega prúðbúinn og vatnsgreiddur nokkrum metrum neðar og eilítið austar og hefur gert svo lengi sem hann man eftir sér. Meira

Íþróttir

27. desember 2002 | Íþróttir | 302 orð | 1 mynd

* HEIÐAR Helguson var í byrjunarliði...

* HEIÐAR Helguson var í byrjunarliði Watford sem gerði markalaust jafntefli við Wimbledon í ensku 1. deildinni. Heiðari var skipt útaf á 76. mínútu leiksins. * PÉTUR Marteinsson skoraði fyrra mark Stoke þegar liðið tapaði á útivelli fyrir Bradford , 4:2. Meira
27. desember 2002 | Íþróttir | 729 orð | 1 mynd

Henry jók forskot Arsenal

ENN og aftur tryggði franski landsliðsmaðurinn Thierry Henry Arsenal þrjú stig í ensku úrvalsdeildinni, að þessu sinni skoraði franski landsliðsmaðurinn sigurmark liðsins á útivelli gegn WBA. Meira
27. desember 2002 | Íþróttir | 268 orð

KNATTSPYRNA England Birmingham - Everton 1:1...

KNATTSPYRNA England Birmingham - Everton 1:1 Jovan Kirovski 45. - Tomasz Radzinski 45. - 29.505. Rautt spjald : Wayne Rooney, Everton, 81. Bolton - Newcastle 4:3 Augustine Okocha 5., Ricardo Gardner 9., Michael Ricketts 45., 63. - Alan Shearer 8., 79. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

27. desember 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 255 orð | 6 myndir

Hátt á hvirfli og flatt í hnakka

SAMKVÆMISHÁRGREIÐSLUR voru meðal þess sem gaf að líta á sýningu og ráðstefnu um hár og förðun, sem bandaríska hár- og snyrtivörufyrirtækið Aveda efndi til í Minneapolis á liðnu hausti. Meira
27. desember 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 126 orð | 1 mynd

Heiðbjört Haðardóttir húsmóðir er dóttir Soffíu...

Heiðbjört Haðardóttir húsmóðir er dóttir Soffíu Auðar og tekur undir með móður sinni þegar hún segir að nýárskvöld sé glæsilegt kvöld hjá fjölskyldunni. Heiðbjört og maðurinn hennar, Valur Stefánsson, sækja nú Óperuballið í tíunda skipti. Meira
27. desember 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 136 orð | 1 mynd

Inga Blöndal fulltrúi hjá Landssímanum, er...

Inga Blöndal fulltrúi hjá Landssímanum, er tengdadóttir Soffíu Auðar. Hún keypti kjólinn sinn í Portúgal í fyrrahaust. Kjóllinn er svartur fínprjónaður með glitþráðum. Sjalið keypti Inga í Debenhams. Meira
27. desember 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 77 orð

Óperuballið Á NÝÁRSKVÖLD flykkist fólk á...

Óperuballið Á NÝÁRSKVÖLD flykkist fólk á Óperuballið á Broadway og dansar vínarvalsa við undirleik hljómsveitar Íslensku óperunnar undir stjórn Bernharðs Wilkinson. Meira
27. desember 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 116 orð | 1 mynd

Soffía Auður Diego húsmóðir og eigandi...

Soffía Auður Diego húsmóðir og eigandi Blikkiðjunnar er nýbúin að kaupa sér þennan kjól í Cosmo. Þetta er ermalaus hlýrakjóll með víðu pilsi, glansandi ljósfjólublár með pallíettu- og perluskrauti. Meira
27. desember 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 129 orð | 1 mynd

Þorgerður Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri Álforma ehf.

Þorgerður Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri Álforma ehf. og maðurinn hennar Jón Björnsson eru að fara á Óperuballið í þriðja skipti. Þau fara með tvennum vinahjónum og er Óperuballið orðið að föstum lið í hátíðahöldunum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.