Baráttan sem háð var um yfirráðin yfir Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og Íslandsbanka er átakamesta viðskiptastríð sem háð hefur verið í íslensku viðskiptalífi í áratugi.
Meira
ÚTGÁFA Morgunblaðsins á mánudögum hefst í dag samkvæmt þeirri ákvörðun sem stjórn Árvakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins, tók á fundi sínum 28. nóvember sl.
Meira
VITAÐ er með vissu að yfir 20 manns dóu og um 100 særðust þegar tveir sjálfsmorðingjar með 10-15 kíló af sprengiefni innanklæða gerðu árás í tveim þröngum götum er liggja að gamalli strætisvagnamiðstöð í Tel Aviv í Ísrael í gær á mesta umferðartíma við...
Meira
FYRIRHUGAÐ er að reisa 20 hæða nýbyggingu að Smáratorgi 3 í Kópavogi á næstu árum, suðaustan við verslunarmiðstöðina Smáratorg þar sem verslanirnar Elkó, Rúmfatalagerinn og Bónus eru meðal annars til húsa. Það er Smáratorg ehf.
Meira
FRÁ því að Ratsjárstofnun hóf rekstur nýrrar ratsjárstöðvar á Stokksnesi fyrir áratug hafa mannvirki í eigu Bandaríkjahers staðið auð og ónotuð á nesinu. Margir hafa horn í síðu þessara mannvirkja og vilja þau á burt.
Meira
6. janúar 2003
| Innlendar fréttir
| 5393 orð
| 20 myndir
Átakamesta og oft dramatískasta viðskiptastríð sem háð hefur verið í íslensku viðskiptalífi í áratugi var að mestu leyti háð fyrir luktum dyrum og á bak við tjöldin.
Meira
Jón Otti Gíslason er fæddur í Reykjavík 15. apríl 1955. Var til sjós og í verslunarstörfum og gekk í lögregluna 1976. Hefur verið í ýmsum deildum, en nú í rannsóknarlögreglunni, í forvarna- og fræðsludeild. Formaður Íþróttafélags lögreglunnar og Sjósundfélags lögreglunnar frá stofnun þess 1997. Maki er Berglind Eyjólfsdóttir rannsóknarlögreglukona og eiga þau Katrínu Dagmar (19) og Eyjólf (13), en áður átti Jón Otti Birnu Dögg (26) og Þorstein Otta (22).
Meira
LAUST eftir miðnætti á laugardag var slökkvilið Stykkishólms kallað út að Sjávarflöt þar sem kviknað hafði í út frá kerti. Eldri börn á heimilinu tóku eftir því að reyk lagði frá baðherberginu og létu foreldra sína vita.
Meira
EIMSKIP hefur opnað skrifstofu í Fredrikstad í Noregi en norska fyrirtækið Andersen og Mörck var áður umboðsaðili Eimskips þar. Á skrifstofunni í Fredrikstad verða jafnframt höfuðstöðvar Eimskips í Noregi.
Meira
EINSTAKA tjón á bifreiðum og gróðurhúsum hefur verið tilkynnt til Sjóvár-Almennra á undanförnum árum vegna flugeldaprika sem lenda aftur á jörðu eftir flugferð í háloftunum. Ekki er vitað til að slys hafi orðið á fólki vegna slíkra prika.
Meira
LJÓST þykir að alls hafi 56 manns fallið í Alsír á laugardag, annars vegar í átökum stjórnarhermanna og helsta uppreisnarhóps harðlínu-múslíma, GSCP, og hins vegar þegar liðsmenn hóps er nefnist GIA réðust á lítið þorp skammt frá höfuðstaðnum Algeirsborg...
Meira
SJÁLFBOÐALIÐAR og hermenn hlaða sandpokagarð við bæinn Leubingen í austanverðu Þýskalandi um helgina. Um þúsund íbúar í bænum voru fluttir á brott vegna flóðahættu.
Meira
NÝR allsherjargoði Ásatrúarfélagsins er Hilmar Örn Hilmarsson, tónlistarmaður og tónskáld, en hann var kjörinn á fundi Lögréttu á laugardag. Áður hafði Jónína Kristín Berg gegnt embættinu til bráðabirgða.
Meira
MAGNÚS Jónsson veðurstofustjóri segir hverfandi slysahættu af völdum kassa sem lenda á jörðinni eftir að þeir hafa verið sendir í háloftin til veðurmælinga. Hraðinn á kössunum sé lítill þegar þeir koma niður auk þess sem þeir séu afar léttir.
Meira
ORKUFYRIRTÆKI í Ástralíu hyggst reisa risastóran turn til að nýta endurnýjanlega orku frá sólinni til rafmagnsframleiðslu. Verður mannvirkið um 1.000 metrar að hæð. Hæsta mannvirki á jörðinni núna er Þjóðarturninn í Toronto í Kanada sem er um 500 metrar.
Meira
Í dag S igmund 8 M yndasögur 42 E rlent 20 B réf 42 F orystugrein 26 D agbók 44/45 V iðskipti 28 B íó 46/49 L istir 30/32 F ólk 46/49 M inningar 40/43 L jósvakar 50 U mræðan 33/35 V eður 51 * *...
Meira
Í TILEFNI þess að Morgunblaðið kemur nú út 7 daga vikunnar gefst landsmönnum kostur á að taka sér eintak af blaðinu í dag á næsta sölustað án endurgjalds á meðan upplag...
Meira
Á VORÖNN 2003 verður boðið upp á nýtt námskeið hjá Gigtarfélagi Íslands sem ber heitið "Jóga fyrir betra bak." Námskeiðið er opið fyrir alla. Upplýsingar eru hjá Gigtarfélagi...
Meira
Jólin verða kvödd á Ásvöllum með dansi og söng á þrettándahátíð í dag, mánudaginn 6. janúar. Skemmtidagskrá hefst á Ásvöllum kl. 19:00 á svæðinu fyrir framan nýja íþróttahúsið.
Meira
NORÐURLJÓS samskiptafélag og Landsbankinn náðu samningum kl. 12 á hádegi á gamlársdag, með þeim hætti að Norðurljós greiddu 100 milljónir króna upp í skuld sína vegna yfirdráttar í Landsbankanum, og samið var um önnur lán.
Meira
BÖRN í Danmörku undir 15 ára aldri, sem eru með hita, mega ekki lengur fá verkjastillandi lyf sem innihalda acetylsalicyl-sýru, eða öðru nafni aspirín, samkvæmt ákvörðun danska lyfjaeftirlitsins.
Meira
Margir gætu áreiðanlega vel hugsað sér að til væri einföld leið til að svara erfiðum pólitískum spurningum eins og til dæmis spurningunni um aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Meira
MÁLSTOFU um nýju útlendingalögin sem átti að fara fram í Alþjóðahúsi þriðjudaginn 7. janúar hefur verið frestað og dagsetning verður auglýst síðar. 4. febrúar verður málstofa þar sem fjallað verður um innflytjendamál á Íslandi og Norðurlöndunum.
Meira
FYRSTA sunnudag í janúar ár hvert fara fuglaáhugamenn í vetrarfuglatalningu á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands og munda sjónauka sína í þágu vísindanna. Í gær var komið að 51. talningunni og tóku á annað hundrað fuglaáhugamenn þátt í henni.
Meira
FORMAÐUR Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir trúnaðarlækni lífeyrissjóðsins Framsýnar og Lífeyrissjóðs Norðurlands fyrir að endurskoða örorkumat Tryggingastofnunar ríkisins og lækka tillit sjóðanna til þess í því skyni að lækka örorkulífeyri...
Meira
6. janúar 2003
| Innlendar fréttir
| 3445 orð
| 15 myndir
Moggi kemur ekki út, snemma á mánudögum, hljóðar fleygur vísubotn Kjarvals. Þannig var það þó í upphafi og breytist nú til þess aftur. Freysteinn Jóhannsson fjallar um mánudagsútgáfu Morgunblaðsins.
Meira
NÚ styttist í að nýtt lággjaldaflugfélag, Iceland Express, taki til starfa. Starfsmenn og stjórnendur félagsins voru á laugardagsmorgun önnum kafnir við að læra á bandarískt bókunarkerfi sem félagið hyggst nota.
Meira
Engum dylst að síðustu vikur hafa verið Reykjavíkurlistanum erfiðar. Það farsæla samstarf fólks og flokka sem kjósendur í höfuðborginni hafa leitt til sigurs í þrennum síðustu borgarstjórnarkosningum hékk á bláþræði.
Meira
Hér fer á eftir lýsing á tilurð nafngiftarinnar á félaginu Orca, sem var stofnað, nánast í einum grænum hvelli, um mánaðamótin júlí/ágúst 1999, og var nefnt Orca S.A. með lögheimili í Lúxemborg. Morgunblaðið upplýsti fyrst í baksíðufrétt hinn 4.
Meira
ÓLAFUR Stefánsson, íþróttamaður ársins, rauf 700 marka múrinn með íslenska landsliðinu í handknattleik, er hann skoraði fyrsta mark sitt af fimm í jafnteflisleik gegn Slóveníu í Laugardalshöllinni í gærkvöldi.
Meira
KOMIN er út skýrsla Rannsóknanefndar flugslysa, RNF, vegna flugóhapps í Vestmannaeyjum þegar flugvél af gerðinni Cessna 172 Skyhawk rann út af flugbraut eftir lendingu í hliðarvindi. Fjórir voru um borð í vélinni. Segir m.a.
Meira
GUÐRÚN Stella Gissurardóttir, sem átti sæti í kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sagði sig í gær úr nefndinni þar sem ekki var áhugi fyrir að taka kærur Vilhjálms Egilssonar og stuðningsmanna hans þar til umfjöllunar.
Meira
LÍTIL einshreyfils Cessna-vél, sem rænt var á flugvelli skammt frá Frankfurt í gær, lenti heilu og höldnu á flugvellinum í borginni skömmu síðar. Flugræninginn hafði hótað að fljúga vélinni á höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu í Frankfurt.
Meira
Í desembermánuði árið 1936 afsalaði Játvarður áttundi sér konungstign í Bretlandi, vegna andstöðu við fyrirhugaðan hjúskap hans við bandaríska konu, Wallis Simpson, sem var tvífráskilin. Rúmum mánuði síðar, 27.
Meira
UNGMENNAFÉLAGIÐ Eyfellingur hélt þrettándagleði sína við Skógafoss á laugardagskvöld. Framan við fossinn var komið fyrir bálkesti og síðan var skotið upp flugeldum sem lýstu skemmtilega upp Skógafoss.
Meira
"ÞÚ Guðs her, ver heill" var yfirskrift samkomu ýmissa kristinna trúfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem haldin var í húsnæði Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu í gær.
Meira
ÁHÖFNIN á Þorsteini GK 15 frá Raufarhöfn fékk sannkallaðan happadrátt á föstudag þegar fyrsta trossa ársins var dregin skammt innan við Sauðá í Þistilfirði á um 20 faðma dýpi.
Meira
Það hefur margt verið sagt um þá ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur að fara úr borgarmálunum í landsmálin. Sú umræða er mikilvæg vegna þess að í þessu máli hefur verið tekist á um grundvallarspurningar í tengslum við stjórnmál og stjórnmálamenn.
Meira
HEILAHIMNUBÓLGA greindist í tíu tilvikum á síðasta ári og hafa jafnfá tilvik af heilahimnubólgu ekki greinst að minnsta kosti síðustu fimm árin þar á undan.
Meira
RAUÐJÖRP hryssa hvarf á laugardagskvöld eftir að hún fældist við flugeldaskot með þeim afleiðingum að hún rauk af stað undan eiganda sínum og hvarf. Leitað var að merinni, sem er um hálfrar milljónar króna virði, í allan gærdag.
Meira
UMFERÐ um Reykjanesbraut þykir orðin það mikil að öruggara þótti að ráðast í tvöföldun hennar en að bæta við einni akrein, gera svonefnda 2 + 1 leið, og hafa hugsanlega miðjuvegrið, að sögn Jóns Rögnvaldssonar aðstoðarvegamálastjóra.
Meira
RÚSSAR og Tyrkir lögðu í gær áherslu á að friðsamleg lausn yrði að finnast á Íraksmálinu. Forsætisráðherra Tyrklands, Abdullah Gul, átti fund með egypskum ráðamönnum og hugðist ræða síðar við leiðtoga annarra arabalanda um leiðir til að afstýra ófriði.
Meira
SEX ára drengur hljóp í veg fyrir bíl við Smárahlíð á Akureyri um fimmleytið í gær. Bíllinn var ekki á miklum hraða, að sögn lögreglu, og voru meiðsl drengsins...
Meira
ÁÆTLANIR um viðbrögð vegna tilkynningarskyldra dýrasjúkdóma hafa nú verið gerðar aðgengilegar á vef embættis yfirdýralæknis, www.yfirdyralaeknir.is.
Meira
TVEIR liðsmenn úr sérsveit ríkislögreglustjóra voru kallaðir að heimahúsi í Hafnarfirði í gærkvöldi vegna hótana sem bárust frá karlmanni sem hringdi í lögregluna og sagðist vopnaður byssu.
Meira
"VIÐ búum yfir þekkingu sem byggð er á vísindarannsóknum og er notuð við stjórn veiða en hins vegar hefur líka safnast upp mjög viðamikil þekking hjá veiðimönnunum sjálfum úti um allan heim," segir dr. Grete K.
Meira
HRYÐJUVERK Í TEL AVIV Tveir menn með sprengjur innan klæða gerðu sjálfsmorðsárás á fjölförnum stað í Tel Aviv í Ísrael í gær. Talið er að á þriðja tug manna hafi látið lífið og 100 manns hafi særst.
Meira
GENGIÐ var frá framboðslista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Norðausturkjördæmi á fundi kjördæmisráðs í Mývatnssveit í gær. Steingrímur J.
Meira
Í dag hefst útgáfa Morgunblaðsins á nýjan leik á mánudögum en blaðið kom út sjö daga vikunnar frá stofnun þess 2. nóvember 1913 til júníloka 1919. Þá var útgáfu blaðsins á mánudögum hætt en í stað þess gaf Árvakur hf.
Meira
Leikstjóri: Tom Brady. Handrit: Tom Brady og Rob Schneider. Aðalleikarar: Rob Schneider, Rachel McAdams, Anna Faris. 101 mín. Touchstone Pictures. Bandaríkin 2002.
Meira
STEFNT er á frumsýningu á kvikmyndinni Opinberun Hannesar á vormánuðum, að sögn leikstjóra myndarinnar, Hrafns Gunnlaugssonar, en upptökum lauk nýverið. "Þetta er gamanmynd en öllu gamni getur fylgt hápólitísk alvara.
Meira
KARLAKÓRINN Heimir í Skagafirði hélt sína árlegu Þrettándatónleika í félagsheimilinu Miðgarði á laugardagskvöldið og að venju við húsfylli. Einsöngvarar með kórum voru Stefán Reynisson og bræðurnir Sigfús og Óskar Péturssynir.
Meira
Kristján Guðlaugsson. Safn til Iðnsögu Íslendinga. XV. bindi. Ritstj.: Ásgeir Ásgeirsson. Útg.: Iðnsaga Íslendinga og Hið íslenzka bókmenntafélag. Reykjavík 2002, 378 bls.
Meira
Argentínsk tangótónlist eftir Astor Piazzolla, Gardel, Troilo, Balcarce, Dames og Julio de Caro. frumsamin lög eftir Egil Ólafsson og Olivier Manoury. Hljómsveitin Le Grande Tango (Edda Erlendsdóttir píanó, Olivier Manoury bandóneon, Auður Hafsteinsdóttir og Greta Guðnadóttir fiðla, Helga Þórarinsdóttir víóla, Bryndís Halla Gylfadóttir selló og Richard Korn kontrabassi). Einsöngur: Egill Ólafsson. Laugardaginn 4. janúar kl. 20.
Meira
"FRÁ engu kemur ekkert" (From nothing comes nothing) ritaði breska leikritaskáldið William Shakespeare í leikverkinu um Lé konung. Sú er raunin með þróun myndlistar, og þá málverksins þar sem hvert listaverk virðist vera afleiðing af öðru.
Meira
EFTIR 85 sýningar í Hafnarfjarðarleikhúsinu og sölu á einleiknum Sellófon víða um heim hafa aðstandendur leikritsins, sem er eftir Björk Jakobsdóttur, ákveðið að færa sýninguna um set og sýna í Nasa við Austurvöll 17. janúar nk.
Meira
ÍSLENDINGUM finnst greinilega gott að horfa á spennumyndir í öruggu umhverfi stofunnar heima. Fimm vinsælustu myndirnar á myndböndum síðasta ár eru úr þeim flokki, Swordfish , Spy Game , Training Day , Ocean's Eleven og The Score .
Meira
PAPARNIR héldu uppi rífandi dansstemningu í Hlégarði í Mosfellsbæ á laugardagskvöldið. Fólk fór á dansskónum og dillaði sér í takt við þétta þjóðlagatónlist strákanna.
Meira
"Það gat nefnilega varla talist mjög ámælisvert af Magnúsi fréttamanni að sviðsetja lögbrot, sem allir vita að eru framin, þótt menn greini kannski á um hversu algeng þau séu."
Meira
Frábært Skaup MÉR fannst Áramótaskaupið vera alveg frábært. Fyndin og skemmtileg ádeila á atburði ársins 2002. Það er enn ein fjöðrin í hatt þeirra Óskars, Hallgríms og Hjálmars og jafngott og skaupið 2001.
Meira
KÆRI Jón. Ég undirrituð fer þess á leit við þig að stefna að því að fá sólarhringshjúkrun í heimahúsum. Það myndi spara fé og sjúklingarnir yrðu ánægðir. Það sem hefur bjargað mér fram á þennan dag er áhugamálin.
Meira
"Ég finn fyrst og fremst til vonbrigða við að sjá á bak borgarstjóra, sem ég til skamms tíma taldi verðuga þess trausts er ég og svo margir aðrir báru til hennar."
Meira
Christian Robertet fæddist 25. júní 1964 í Blois í Frakklandi. Hann lést í París 1. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans eru Fafu og Francoise Robertet, búsett í París.
MeiraKaupa minningabók
Minn kæri vinur og frændi Haraldur Sveinsson, eða Búbbi eins og hann var venjulega kallaður, er nú fallinn frá. Ég á dýrmæta minningu um góðan dreng sem var mér frá barnæsku okkar til síðasta dags uppbyggilegur og eftirsóknarverður að umgangast.
MeiraKaupa minningabók
Haraldur Sveinsson fæddist á Siglufirði 3. október 1926. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Keflavík 18. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði 27. desember.
MeiraKaupa minningabók
Heba Ottósdóttir Hertervig fæddist í Reykjavík 24. maí 1933. Hún lést á líknardeild Landsspítalans 16. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ottó J. Ólafsson skrifstofumaður í Reykjavík, f. 7. mars 1902, d. 25.
MeiraKaupa minningabók
Ingibjörg Bára Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 16. júní 1937. Hún andaðist á kvennadeild Landspítalans 23. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Jónas Guðmundsson og Sigríður Guðrún Sigurmundsdóttir.
MeiraKaupa minningabók
Kristrún J. Karlsdóttir fæddist í Keflavík 14. ágúst 1928. Hún lést í Sjúkrahúsinu á Húsavík 26. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Húsavíkurkirkju 7. desember.
MeiraKaupa minningabók
Magnúsína Guðmundsdóttir fæddist á Brekku á Ingjaldssandi 20. september árið 1916. Hún lést á Sjúkrahúsi Ísafjarðar 11. þessa mánaðar og var útför hennar gerð frá Ísafjarðarkirkju 20. desember.
MeiraKaupa minningabók
Sæmundur Bergmann Elimundarson fæddist í Dvergasteini á Hellissandi 7. október 1915. Hann lést í Seljahlíð í Reykjavík 17. desember síðastliðinn. Sæmundur var sjöundi í röð ellefu barna þeirra Sigurlaugar Cýrusdóttur og Elimundar Ögmundssonar.
MeiraKaupa minningabók
Valgerður Þorsteinsdóttir fæddist á Seyðisfirði 25. maí 1914 en ólst upp á Akureyri. Hún lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík 19. desember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 27. desember.
MeiraKaupa minningabók
SÍLDARVINNSLAN í Neskaupstað hefur nú uppfyllt nánast alla sína síldarsölusamninga. Lítið veiddist af síld þar til um miðjan nóvember, en síðan þá hefur verið nánast samfelld síldarverkun og vinnslan varla stoppað fram að jólafríi.
Meira
VANDI fiskveiða í Norður-Atlantshafi verður ekki leystur með því að ganga enn frekar á dýralífið í hafinu, s.s með hvalveiðum, heldur er nauðsynlegt að ráðast að rótum vandans sem er ofveiði fiskistofna.
Meira
Fram ég járnið frosna lem, firrtur stoð og seimi; ekki gengur ætíð sem ætlað var í heimi. Flest er sagt í veröld valt, vont hins góða bíður; hollt er að þola heitt og kalt, hjá meðan æskan líður.
Meira
ALFRED Sheinwold (1912-1998) var um langt árabil einn þekktasti bridsdálkahöfundur í Bandaríkjunum. Síðustu æviárin skrifaði hann lítið sjálfur en lagði línurnar fyrir starfsmenn sína.
Meira
BRÚÐKAUP . Gefin voru saman 28. september sl. í Ytri-Njarðvíkurkirkju af sr. Baldri Rafni Sigurðssyni þau Elínborg Sigurjónsdóttir og Kristján Friðjónsson . Heimili þeirra er í...
Meira
BRÚÐKAUP . Gefin voru saman 28. september sl. í Ríkissal Votta Jehóva af Guðmundi H. Guðmundssyni þau Íris Rohde og Konja Rohde. Heimili þeirra er í...
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7. september sl. í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Þórhalli Heimissyni þau Sigrún Jóna Guðmundsdóttir og Róbert Guðlaugsson . Heimili þeirra er í...
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. september sl. í Hafnarfjarðarkirkju af sr. Þórhalli Heimissyni þau Margrét Bettý Jónsdóttir og Sigurþór Jóhannesson. Heimili þeirra er í...
Meira
Í dag er mánudagur 6. janúar, 6. dagur ársins 2003. Þrettándinn. Orð dagsins: Vakna þú, sál mín, vakna þú harpa og gígja, ég vil vekja morgunroðann.
Meira
VÍKVERJI hefur lengi talið bagalegt að fá ekki að láta ljós sitt skína á mánudögum. Hefur hann fundið víða í samfélaginu að margir eru sama sinnis.
Meira
ALBERT Sævarsson, markvörður Grindvíkinga, er að íhuga hvort hann eigi að fara til Færeyja og leika þar með B68 í Tóftum, en lið staðarins varð í sjötta sæti deildarinnar í fyrra.
Meira
* ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal , hrósaði Dennis Bergkamp í hástert eftir bikarsigurinn á Oxford , en þá skoraði Bergkamp sitt 100. mark fyrir félagið. "Bergkamp sýndi enn og aftur hve stórkostlegur leikmaður hann er.
Meira
IPSWICH var ekki í teljandi vandræðum með að sigra utandeildaliðið Morecambe, 4:0, og tryggja sér með því sæti í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn með Ipswich og var nokkrum sinnum ágengur við mark gestanna.
Meira
ÍSLAND hafði leikið tvo landsleiki gegn Slóvönum, fyrir leikina um helgina. Fyrst í Evrópukeppni landsliða í Króatíu 2000, þar sem Íslendingar máttu þola tap, 27:26.
Meira
GUÐNI Bergsson, fyrirliði Bolton, var hvíldur ásamt mörgum öðrum fastamönnum eftir erfiða leikjatörn um áramótin þegar lið hans mætti Sunderland, 1:1. Michael Ricketts kom Bolton yfir en Kevin Phillips náði að jafna fyrir Sunderland.
Meira
HEINER Brand, þjálfari þýska landsliðsins í handknattleik, fékk ekki ánægjulegar fréttir fyrir helgi, en þá kom í ljós að einn af lykilmönnnum landsliðsins og Lemgo, Daniel Stephan, verður ekki orðinn góður af meiðslum á hæl fyrr en eftir þrjár vikur, en...
Meira
DAGUR Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, varð fyrir meiðslum á læri í fyrri hálfleiknum á móti Slóvenum í gær og kom hann ekkert við sögu í síðari hálfleiknum.
Meira
DANIR sýndu styrk sinn í gærkvöld þegar þeir sigruðu Júgóslava, 37:29, í úrslitaleik á sterku, fjögurra þjóða móti í handknattleik sem fram fór í Belgrad. Frakkar sigruðu Svía, 34:29, í leik um þriðja sætið og sænska liðið vermdi því botnsætið á mótinu.
Meira
Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, segir að ýmislegt þurfi að lagfæra í leik íslenska landsliðsins fyrir átökin á HM í Portúgal, nú þegar hann hefur séð til sinna manna í tveimur leikjum af þremur á móti Slóvenum. Guðmundur sagði við Guðmund Hilmarsson að helsta vandamálið í dag sé varnarleikurinn og tímann sem framundan er fyrir HM þurfi að nýta til að bæta hann verulega.
Meira
England Bikarkeppnin, 3. umferð: Arsenal - Oxford 2:0 Dennis Bergkamp 15., Scott McNiven 67. (sjálfsm.) - 35.432. Aston Villa - Blackburn 1:4 Juan Pablo Anbel 41. - Matt Jansen 17., 60., Dwight Yorke 52., 71. - 23.884.
Meira
EYJASTÚLKUR slá hvergi af og í gær voru Valsstúlkur fórnarlömb þeirra í 14 marka sigri, 27:13, í Eyjum. Haukastúlkur lögðu nýliða Fylkis/ÍR 29:22 í Hafnarfirði og Víkingur hafði 27:23 sigur á Gróttu/KR í Víkinni. Í Garðabænum leit lengi vel út fyrir öruggan sigur Stjörnunnar á FH en Hafnfirðingar tóku góðan sprett í lokin og minnkuðu muninn en tókst ekki að fylgja því eftir og töpuðu 30:25.
Meira
ÍR-INGAR mörðu sigur í hörkuleik á heimavelli Skallagríms í Borgarnesi í gærkvöldi, 92:88. Þeir eru því komnir með 14 stig í deildinni en Skallagrímur situr áfram í næstneðsta sætinu með 4 stig. Donte Mathis, nýi leikmaðurinn hjá Skallagrími, sýndi skemmtilega takta og skoraði 34 stig í leiknum.
Meira
"ÞESSI leikir henta okkur mjög vel í undirbúningi okkar fyrir heimsmeistaramótið," sagði Miko Markovic, landsliðsþjálfari Slóvena, eftir leikinn í Laugardalshöll í gærkvöldi.
Meira
GUÐFINNUR Kristmannsson, þjálfari og leikmaður sænska handknattleiksliðsins Wasaiterna, skoraði 12 mörk fyrir liðið í úrvalsdeildinni um helgina, í tveimur tapleikjum.
Meira
KAPLAKRIKI hefur í gegnum tíðina reynst íslenska landsliðinu í handknattleik happadrjúgur heimavöllur og engin breyting varð á því á laugardaginn þegar Íslendingar lögðu Slóvena, 37:29, í fyrsta af þremur æfingaleikjum þjóðanna. Góður endasprettur færði íslenska liðinu öruggan sigur. Það gerði átta mörk gegn einu á lokakaflanum og það má með sanni segja að Slóvenar hafi sprungið á limminu eftir að hafa staðið uppi í hárinu á Íslendingum mestallan tímann.
Meira
* GUÐMUNDUR Steinarsson, leikmaður Keflvíkinga í knattspyrnunni, sem dvelur í Danmörku í vetur, æfði með Grindvíkingum yfir hátíðirnar. * FYRSTI æfingaleikurinn í nýja fjölnotaíþróttahúsinu á Akureyri fór fram á föstudagskvöldið. Þar gerði 2.
Meira
HAUKAR úr Hafnarfirði heimsóttu nágranna sína í Breiðabliki í Intersport-deildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. Eftir jafnan og spennandi leik voru það gestirnir sem stóðu uppi sem sigurvegarar 96:102. Þeir komu sér þar með í 4. sæti deildarinnar en Breiðablik er hins vegar ekki í góðum málum, hefur enn aðeins unnið þrjá leiki og eru einu sæti fyrir ofan fallsæti.
Meira
HEIÐAR Helguson kom Watford á bragðið þegar lið hans vann Macclesfield, 2:0, á útivelli í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu á laugardaginn. Heiðar skoraði með föstu skoti af stuttu færi eftir góða sókn og fyrirgjöf á 24.
Meira
ÞRÁTT fyrir hetjulega baráttu urðu Hvergerðingar að játa sig sigraða eftir 93:84 tap fyrir KR í Vesturbænum í gærkvöldi í úrvalsdeildinni. Síðustu mínúturnar voru æsispennandi en þegar hittnin brást hjá Hamarsmönnum í lokin náðu KR-ingar að landa sigri. Snæfell skaust því upp fyrir Hamar í deildinni og er komið í áttunda sætið eftir sigur á Tindastól á Sauðárkróki.
Meira
LANDSLIÐIÐ í íshokkí, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, tryggði sér áframhaldandi sæti í 2. deild heimsmeistaramótsins með því að sigra Mexíkó, 4:1, í lokaleik sínum í Novi Sad í Júgóslavíu.
Meira
EF Ísland kemst áfram í milliriðil á HM með Portúgal, leikur íslenska landsliðið tvo leiki sína í milliriðli í Povoa de Varzim, sem er bær fyrir norðan Portó.
Meira
MATT Jansen, sóknarmaður Blackburn, skoraði sín fyrstu mörk á tímabilinu á laugardaginn, tvö mörk í fræknum útisigri liðsins á Aston Villa, 4:1, í 3. umferð ensku bikarkeppninnar.
Meira
KEITH Vassell lék ekki með Hamarsmönnum í gær gegn fyrrverandi félögum sínum í KR. Vassell kom til landsins fyrir helgina, en var vísað til baka þar sem hann hafði ekki atvinnu- og dvalarleyfi.
Meira
DANNY Carroll, barnaskólakennari í bænum Farnborough, er hetja staðarins þessa dagana. Hann kom utandeildaliðinu Farnborough Town í 4. umferð ensku bikarkeppninnar á laugardaginn með því að skora tvívegis í fræknum útisigri á 3.
Meira
SYSTKININ Ivica og Janica Kostelic skráðu nöfn sín í sögubækurnar í gær þegar þau sigruðu bæði á heimsbikarmóti í svigi, en það hefur aldrei gerst áður að systkin vinni heimsbikarmót sama daginn. Janica vann á Ítalíu en Ivica klukkutíma síðar í Slóveníu.
Meira
ÍSLENSKA landsliðið náði jafntefli við Slóveníumenn, 26:26, í annarri viðureign þjóðanna af þremur í undirbúningi þeirra fyrir heimsmeistaramótið. Ólafur Stefánsson tryggði jafnteflið með marki úr vítakasti þegar 15 sekúndur voru til leiksloka.
Meira
"ÉG náði mér ekki alltof vel á strik að þessu sinni, en ég hef engar sérstakar áhyggjur af því ennþá," sagði Patrekur Jóhannesson, sem kom inn í íslenska landsliðið í gærkvöldi eftir að hafa verið fjarri góðu gamni í fyrsta leiknum á laugardaginn vegna meiðsla í kálfa. Patrekur sagðist ekkert hafa geta æft með landsliðinu vegna meiðslanna en vonaðist til að nú væru betri Tímar framundan og hann gæti tekið meiri þátt í æfingum og leikjum.
Meira
DONTE Mathis, bandarískur körfuknattleiksmaður, kom til liðs við úrvalsdeildarlið Skallagríms á laugardaginn og lék með því gegn ÍR í deildinni í gærkvöld.
Meira
ÓLAFUR Stefánsson rauf 700 marka múrinn með íslenska landsliðinu í handknattleik, þegar hann skoraði fyrsta mark sitt í leiknum gegn Slóveníu í Laugardalshöllinni í gærkvöldi í jafnteflisleik, 26:26. Ólafur er fjórði leikmaðurinn sem nær því afreki, en áður höfðu þeir Kristján Arason, Valdimar Grímsson og Sigurður Valur Sveinsson náð þeim áfanga - allir vinstrihandarleikmenn.
Meira
MICHAEL Jordan sýndi á laugardagskvöld að hann getur enn tekið leik í sínar hendur. Kappinn lék 53 mínútur og skoraði 41 stig í sigri Washington Wizards gegn sterku liði Indiana Pacers, 107:104. Leikurinn fór í tvöfalda framlengingu, einkum vegna stórkostlegs leiks Jordans í fjórða leikhlutanum, þar sem hann skoraði 20 stig.
Meira
"VIÐ vorum allt of lengi í gang með vörnina en sóknin og hraðaupphlaupin gengu vel allan leikinn og það stendur upp úr hvað þennan leik varðar," sagði Guðjón Valur Sigurðsson við Morgunblaðið eftir átta marka sigurinn á Slóvenum á laugardaginn.
Meira
* ROLAND Valur Eradze og Logi Geirsson léku báðir sinn fyrsta A-landsleik í handknattleik þegar Íslendingar lögðu Slóvena , 37:29, í Kaplakrika á laugardaginn. * ERADZE , sem á dögunum fékk íslenskt ríkisfang og vegabréf, lék allan síðari hálfleikinn.
Meira
* SAMUEL Kuffour , knattspyrnumaður frá Ghana sem leikur með Bayern München í Þýskalandi , fékk hræðilegar fréttir þegar hann var nýlentur á flugvellinum í München eftir jólafríið síðasta föstudag.
Meira
STOKE City vann sinn þriðja leik í röð á laugardaginn og er komið í 4. umferð ensku bikarkeppninnar eftir 3:0 sigur á Wigan, toppliði 2. deildar.
Meira
Danny Dichio skoraði þrennu á fyrstu 19 mínútunum, á 15 mínútna kafla, þegar WBA vann 1. deildar lið Bradford á sannfærandi hátt, 3:1, í ensku bikarkeppninni á laugardaginn. Lárus Orri Sigurðsson lék allan leikinn í vörn WBA.
Meira
STURLA Guðlaugsson, knattspyrnumaður frá Akranesi, er genginn til liðs við 1. deildarlið Aftureldingar. Sturla, sem er 25 ára, lék 8 leiki með Skagamönnum í úrvalsdeildinni síðasta sumar og á alls 28 leiki að baki í deildinni, þar af 12 með Fylki.
Meira
BARNABY Craddock, Kanadamaður með enskt ríkisfang, er genginn til liðs við úrvalsdeildarlið Vals í körfuknattleik og leikur sinn fyrsta leik með því gegn Grindavík annað kvöld. Það er hins vegar óvíst að bandaríski leikmaðurinn Laverne Smith verði með.
Meira
"VIÐ vorum ekki nógu vel á tánum í vörninni í þessum leik og það verðum við að laga og mun það örugglega batna þegar á undirbúninginn líður," sagði Sigurður Bjarnason, sem lék aðalhlutverkið í vörninni í gærkvöldi með Rúnari Sigtryggssyni í...
Meira
ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er æfur út í Alþjóða knattspyrnusambandið fyrir að stækka Álfukeppni landsliða og halda hana seinnipart júnímánaðar, í miðju sumarfríi leikmanna.
Meira
ÞJÓÐVERJAR, sem leika í sama riðli og Íslendingar á HM í handknattleik í Portúgal, hafa verið í æfingabúðum við Stuttgart að undanförnu og tóku þátt í fjögurra liða móti þar um helgina.
Meira
ALGER yfirrráð Keflavíkurkvenna í körfuknattleik kristölluðust á laugardaginn þegar þær fengu næstefsta lið deildarinnar, Grindavík, í heimsókn og unnu með 72ja stiga mun, 105:33. Staða Keflavíkur er afgerandi á toppnum eftir sigur í öllum sínum 11 leikjum og tæplega fjögur hundruð stigum betur í stigahlutfalli en næstu lið.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.