Greinar þriðjudaginn 7. janúar 2003

Forsíða

7. janúar 2003 | Forsíða | 126 orð

Áfengisneysla jókst um 6,77%

Á SÍÐASTA ári drukku Íslendingar rúmlega 14 milljónir lítra af áfengi. Það samsvarar því að allir 20 ára og eldri hafi drukkið um 70 lítra af áfengum veigum í fyrra. Meira
7. janúar 2003 | Forsíða | 221 orð | 1 mynd

Mjög bjart útlit með loðnuveiðar

LOÐNUVERTÍÐIN er hafin af fullum krafti út af Austfjörðum. Um 25 skip eru nú á miðunum og var mokveiði þar í gær og nokkur skip á landleið með fullfermi. Meira
7. janúar 2003 | Forsíða | 270 orð

Orca var hársbreidd frá yfirráðum í Íslandsbanka

ORCA-hópurinn var mjög nálægt því markmiði sínu síðastliðinn vetur að ná yfirráðum yfir Íslandsbanka. Ráðandi meirihluta tókst á síðustu stundu að koma í veg fyrir það. Meira
7. janúar 2003 | Forsíða | 124 orð | 1 mynd

Trichet fyrir rétt

JEAN-Claude Trichet, seðlabankastjóri Frakklands, kom í gær fyrir rétt í áratugar gömlu hneykslismáli sem snýst um bókhaldssvindl Credit Lyonnais-bankans, sem var þá í ríkiseigu. Meira
7. janúar 2003 | Forsíða | 102 orð | 1 mynd

Vetrarríki í Evrópu

VETUR konungur ríkir nú með ótvíræðum hætti víða í Evrópu og óveðrið hefur sett ferðaáætlanir þúsunda manna úr skorðum. Óvenjumikil snjókoma í Danmörku í fyrrinótt olli töluverðum töfum á Kastrup-flugvelli, þar á meðal á áætlunarflugi Flugleiða. Um 1. Meira
7. janúar 2003 | Forsíða | 201 orð

Viðbrögð Ísraela takmörkuð

ÍSRAELSK stjórnvöld meinuðu í gær sendinefnd palestínsku heimastjórnarinnar að sækja ráðstefnu í Lundúnum um friðarhorfur fyrir botni Miðjarðarhafs. Þau ákváðu ennfremur að loka þremur palestínskum háskólum. Meira

Fréttir

7. janúar 2003 | Miðopna | 212 orð

1% af vörusendingum og 6% af hraðsendingum

GUÐMUNDUR Hallvarðsson, þingmaður úr Reykjavík, spurði Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráðherra á Alþingi í haust um eftirlit með vöruinnflutningi í gámum. Meira
7. janúar 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 68 orð | 1 mynd

7.400 gestir í desember

ALLS heimsóttu um 7.400 manns Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í desember sl. en gestir voru 4.700 í desember í fyrra. Aðsóknarmet hafa nú verið slegin tvö ár í röð í desembermánuði. Í lok ársins höfðu tæplega 210. Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 285 orð

Aðdragandi mikilla vanskila

Hafa ber í huga, þegar hugað er að versnandi skuldastöðu einstaklinga innan Orca-hópsins við Íslandsbanka, að árið 2000, allt frá 28. mars, var afar erfitt ár á fjármálamörkuðum. Meira
7. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 32 orð | 1 mynd

Baráttan við mengunina

HERMENN vinna við að hreinsa olíumengunina við borgina Dumbria á Atlantshafsströnd Spánar. Olían frá olíuskipinu Prestige, sem sökk 19. nóvember, heldur áfram að berast upp á ströndina og nú einnig í... Meira
7. janúar 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 139 orð | 1 mynd

Beggubúð í verslunarminjasafnið

BEGGUBÚÐ, eða Verslun Bergþóru Nýborg sem áður stóð við Strandgötu í Hafnarfirði, var á dögunum flutt frá geymslusvæði Þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðar við Hringhellu og sett niður norðan við hús Bjarna Sívertsens. Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 247 orð

Ekki á könnu kjörnefndar

JÓHANN Kjartansson, formaður kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, segir að það sé ekki kjörnefndar að taka fyrir kærur vegna prófkjörsins fyrir áramót heldur sé það hlutverk stjórnar kjördæmisráðsins. Meira
7. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 603 orð | 1 mynd

Elja og umbótafyrirheit stuðluðu að sigri Paksas

ROLANDAS Paksas, fyrrverandi forsætisráðherra Litháens, sigraði óvænt í síðari umferð forsetakosninganna í landinu á sunnudag. Paksas fékk tæp 55% greiddra atkvæða en Valdas Adamkus forseti, sem flestir höfðu spáð endurkjöri, fékk 45%. Meira
7. janúar 2003 | Akureyri og nágrenni | 201 orð | 1 mynd

Eltingaleikur við kindur í Fjörðum

BÆNDUR í Grýtubakkahreppi gerðu sér ferð norður í Hvalvatnsfjörð og Þorgilsfjörð í Fjörðum nú um áramótin. Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 307 orð

Fallið frá 3% niðurskurði í rekstri sambýla

SVÆÐISSKRIFSTOFA málefna fatlaðra í Reykjavík hefur fallið frá áætlunum um 3% niðurskurð í rekstri sambýla fatlaðra á árinu. Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 195 orð

Fartölvu listamanns stolið

BROTIST var inn á vinnustofu Ragnars Helga Ólafssonar myndlistarmanns í gærnótt og stolið þaðan fartölvu hans. Tjónið er sérstaklega tilfinnanlegt fyrir Ragnar þar sem hann fæst við myndlist á Netinu. Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 787 orð | 1 mynd

Félagslega sterkur leikur

Guðmundur Páll Arnarson er fæddur 1954 í Reykjavík, en er búsettur í Kópavogi. Guðmundur rekur Bridsskólann, gefur út og ritstýrir Bridsblaðinu og er fyrirliði íslenska bridslandsliðsins. Maki hans er Guðrún Guðlaugsdóttir blaðamaður og eiga þau samtals sjö börn. Meira
7. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 182 orð

Flugræninginn sagður vanheill á geði

LÖGREGLAN í Þýskalandi yfirheyrði í gær mann sem á sunnudag rændi lítilli einshreyfils flugvél og hótaði að fljúga henni á höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu í Frankfurt. Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 165 orð

Fór til Kaupmannahafnar fyrir áramót

KONAN sem lögreglan í Reykjavík lýsti eftir 30. desember og hefur verið leitað síðan, fór til Kaupmannahafnar 29. desember. Þær upplýsingar komu ekki fram fyrr en í gær. Að sögn Jónasar Hallssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík, var að kvöldi 30. Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 271 orð

Framsýn vísar ásökunum alfarið á bug

Lífeyrissjóðurinn Framsýn hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana sem fram hafa komið í fjölmiðlum um örorkumat. Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 204 orð

Fundur um samband ríkis og kirkju í Noregi

BISKUPSSTOFA og samkirkjunefnd boða til opins fundar þar sem kynnt verður norsk skýrsla um samband ríkis og kirkju þar í landi. Fundurinn verður í dag, þriðjudag, kl. 16-18 í safnaðarheimili Grensáskirkju. Dr. Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 329 orð

Fældust vegna flugeldaskota

HARÐUR árekstur tveggja fólksbíla og hrossahóps varð á móts við Hafnará við Hafnarfjall rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Beita þurfti klippum til að ná öðrum ökumanninum út úr bíl sínum en ekki er vitað hversu alvarleg meiðsl hans reyndust. Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 225 orð

Gírógjald RÚV endurgreitt

ÞEIR sem greiddu afnotagjald Ríkisútvarpsins með gíróseðli á síðasta ári fengu endurgreitt gjald, sem lagt var á þá vegna kostnaðar, nú í janúar. Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 98 orð

Gæsluvarðhald framlengt í hnífstungumáli

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur framlengt til 18. febrúar gæsluvarðhald yfir karlmanni um fertugt, sem grunaður er um að hafa stungið konu um fimmtugt með hnífi í íbúð í Reykjavík á aðfangadag. Úrskurðurinn var kærður til Hæstaréttar. Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 141 orð

Hefur ekki frumkvæði að því að færa menn til

PÁLL Halldórsson, formaður uppstillingarnefndar Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir að uppstillingarnefnd muni ekki hafa frumkvæði að því að færa til þá átta einstaklinga sem lentu í efstu sætum prófkjörs Samfylkingarinnar í Reykjavík. Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Heimildamynd gerð um Leifa Nogga

HEIMILDAMYNDIN "Norðureyrarjarlinn" var sýnd á lokaðri forsýningu á Suðureyri á sunnudag en myndin fjallar um Þorleif Guðnason, öðru nafni Leifa Nogga, bónda frá Norðureyri við Súgandafjörð, sem nú er búsettur á Suðureyri. Meira
7. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 491 orð | 2 myndir

Hernám í 18 mánuði hið minnsta

ÁÆTLANIR Bandaríkjastjórnar um það hvað taki við að afloknu stríði við Írak, fari svo að til hernaðarátaka komi, gera ráð fyrir hernámi í minnst 18 mánuði, réttarhöldum yfir hæst settu embættismönnum ríkisstjórnar Saddams Husseins og yfirtöku olíulinda. Meira
7. janúar 2003 | Suðurnes | 70 orð | 1 mynd

Hittumst að ári

GLEÐIÓP barst út þegar fjórir jólasveinabræður birtust á sviðinu í Stapa sl. sunnudag. Þá fór fram árlegt jólaball Sparisjóðsins í Keflavík en á það er öllum meðlimum í krakkaklúbbnum boðið. Króni og Króna dönsuðu með krökkunum í kringum jólatréð. Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 392 orð | 1 mynd

Hringing í vasanum kom upp um þjófinn

LÖGREGLUNNI í Reykjavík var tilkynnt um 22 umferðaróhöpp um helgina en í tveimur tilfellum var um minniháttar meiðsl að ræða. 54 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur, einn þeirra var tekinn á 100 km hraða þar sem hámarkshraði er 50 km/klst. Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 338 orð

Hvítur hrafn í harðri baráttu

RAGNHILDI Jónsdóttur brá heldur betur í brún á nýársdag þegar hún sá tvo svarta hrafna hamast við að hrekja hvítan hrafn frá gamla frystihúsinu á Stokkseyri en þar hjá höfðu þeir fyrrnefndu áður gert sér hreiður. Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 30 orð

Í dag S igmund 8 L...

Í dag S igmund 8 L istir 30/31 V iðskipti 17 V iðhorf 30 E rlent 18-20 M inningar 33-37 H öfuðborgin 21 K irkjustarf 37 A kureyri 22 B réf 40 S uðurnes 23 D agbók 42/43 L andið 24 K vikmyndir 46 N eytendur 24 F ólk 46-49 M enntun 25 L jósvakar 50 F... Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 424 orð | 1 mynd

Íslenskar dívur í Wiesbaden

ÞRJÁR íslenskar óperusöngkonur sungu öll þrjú aðalkvenhlutverk í óperu Mozarts, Töfraflautunni, á nýársdag í Óperunni í Wiesbaden í Þýskalandi. Meira
7. janúar 2003 | Suðurnes | 176 orð | 2 myndir

Jólin kvödd á viðeigandi hátt

JÓLIN voru kvödd á þrettándagleði í Reykjaneshöll í gærkvöldi og álfabrennu og flugeldasýningu á Iðavöllum. Reykjanesbær stóð fyrir þrettándagleðinni sem var með hefðbundu sniði. Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 663 orð

Komugjöld sjúklinga hækka frá 15. janúar

HEILBIGÐISRÁÐUNEYTIÐ tilkynnti í gær hækkanir á hlutdeild sjúklinga í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu frá 15. janúar næstkomandi. Þetta þýðir að hlutur sjúklinga í komugjöldum í heilbrigðisþjónustunni mun hækka úr 50 í 500 krónur. Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 259 orð | 1 mynd

Lagt hald á 57 kg af hassi

Á NÝLIÐNU ári lögðu lögregla og tollgæsla hald á meira af hassi og kókaíni en nokkru sinni fyrr en aðeins var lagt hald á 781 e-töflu sem er mun minna en fjögur undanfarin ár, skv. bráðabirgðatölum frá ríkislögreglustjóra. Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 303 orð

Leita leiða til að fella starfsemina að fjárlögum

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra segist ekki hafa haft vitneskju um bréf Björns Sigurbjörnssonar, framkvæmdastjóra Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík, þar sem hann fór fram á að forstöðumenn sambýla skæru reksturinn niður um 3% á þessu ári. Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 221 orð

Lækkun örorkumats átti oftast ekki rétt á sér

MÖRG dæmi eru um að dómkvaddir matsmenn hafi hrakið niðurstöður örorkumata Lífeyrissjóðsins Framsýnar og komist að þeirri niðurstöðu að lækkun örorkumatanna ætti ekki rétt á sér, en mið þýddi að viðskiptavinir sjóðsins töpuðu réttindum. Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 172 orð

Málþing um íþróttir og gildismat.

Málþing um íþróttir og gildismat. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands býður til opins málþings um íþróttir og gildismat í samvinnu við fræðslusvið Biskupsstofu, miðvikudaginn 8. janúar kl. 17 á Grand Hótel í Reykjavík. Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 62 orð | 2 myndir

Mánudagsútgáfu tekið vel

Í TILEFNI þess að Morgunblaðið kemur nú út alla daga vikunnar með útgáfu mánudagsblaðs gafst landsmönnum í gær tækifæri til að fá blaðið án endurgjalds á öllum helstu sölustöðum út um landið á meðan upplag entist. Meira
7. janúar 2003 | Landsbyggðin | 222 orð | 1 mynd

Menningardagskrá á bílaverkstæði

MENNINGIN blómstrar sem aldrei fyrr á aðventunni og það gerði hún svo sannarlega á verkstæði Bílaleigu Húsavíkur á dögunum er fyrirtækið bauð til menningarstundar sem vel var sótt. Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 7747 orð | 15 myndir

Mikið skorti á tryggingar Orca

Sameining Íslandsbanka og FBA (Fjárfestingarbanka atvinnulífsins) snemma árs árið 2000 átti sér ekki langan aðdraganda. Fáir tóku þátt í samningaviðræðunum og þær gengu ótrúlega hratt og vel fyrir sig. Meira
7. janúar 2003 | Akureyri og nágrenni | 173 orð | 1 mynd

Mikið um rúðubrot

LÚMSK hálka hefur verið á götum Akureyrar í blíðviðrinu undanfarna daga. Ökumenn hafa ekki farið varhluta af því, enda nokkuð verið um umferðaróhöpp. Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 171 orð

Mikilvægt að tilgreina fjölda veiðidaga

MEÐ sameiningu Hollustuverndar ríkisins, Náttúruverndar ríkisins og embættis veiðistjóra um áramótin í Umhverfisstofnun varð til veiðistjórnunarsvið stofnunarinnar sem tók við hlutverki veiðistjóra. Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 73 orð

Missti höndina í vinnuslysi

KONA á fimmtugsaldri missti hægri höndina í vinnuslysi í Ullarþvottarstöðinni í Hveragerði í gærmorgun. Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

MTV heimsækir Ísland

HINN þekkti þáttastjórnandi Trevor Nelson frá sjónvarpsstöðinni MTV er á leið til Íslands. Hann kemur í fylgd tökuliðs og ætlar að mynda dansveislu er haldin verður á Broadway um næstu helgi. Meira
7. janúar 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 269 orð | 1 mynd

Mun vonandi efla menningarlífið

MENNINGARLÍF Seltirninga hefur fengið öfluga vítamínsprautu því nú hafa bæjaryfirvöld aftur tekið við rekstri félagsheimilis bæjarins. Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

Nágranni kom í veg fyrir stórtjón

LAUST fyrir klukkan eitt í gærdag kviknaði í íbúðarhúsi að Árskógum á Egilsstöðum. Húsið er einlyft timburhús og komu snör handtök húsráðenda og nágranna í veg fyrir stórbruna. Meira
7. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 365 orð | 1 mynd

Norðurlönd í kuldagreipum

MIKLIR kuldar, snjóflóð og vatnsflóð urðu að minnsta kosti 21 manni að bana í Evrópu um helgina og veðurfræðingar spá sömu tíðinni áfram út vikuna. Meira
7. janúar 2003 | Akureyri og nágrenni | 583 orð | 1 mynd

...og loks var gatan malbikuð til hálfs!

"HÁLFNAÐ er verk þá hafið er," segir Gunnar Konráðsson, Nunni Konn, sem býr ásamt konu sinni, Stellu Stefánsdóttur, í húsinu númer 22 við Lækjargötu á Akureyri en bæði fögnuðu mjög þegar gatan var malbikuð í sumar, að líkindum ein sú síðasta... Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 352 orð

Ólafur F. Magnússon gefur sér alrangar forsendur

STEFÁN Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsvirkjunar, segir að þær forsendur sem Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi gefi sér um arðsemi Kárahnjúkavirkjunar séu alrangar og niðurstaða hans um milljarðatap af virkjuninni eftir því. Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 260 orð | 1 mynd

"Alltaf gaman þegar vel gengur"

HEIMSÓKN Brynjars Sigurðssonar og Helgu Dísar Árnadóttur til foreldra Brynjars endaði með nokkuð óvenjulegum hætti því Helga eignaðist barn heima hjá tengdaforeldrum sínum. Og ekki nóg með það heldur tóku sjúkraflutningamenn á móti barninu. Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 377 orð | 2 myndir

"Segjum sömu sögurnar aftur og aftur"

SÚ hefð hefur skapast að flugáhugamenn á höfuðborgarsvæðinu hittast á gamlársdag. Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 142 orð

Rangt föðurnafn Í frétt blaðsins á...

Rangt föðurnafn Í frétt blaðsins á laugardag um ráðningu hótelstjóra á Selfossi var rangt farið með nafn hans. Hótelstjórinn heitir Sigurður Skúli Bárðarson. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
7. janúar 2003 | Landsbyggðin | 223 orð | 1 mynd

Rúllurnar í rotmassann lentu í Hellisholtalæk

ÞAÐ óhapp varð fyrir helgi að um 20 rúllur féllu ofan í Hellisholtalæk við Flúðir. Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 338 orð

Samfylkingin með 39,3% fylgi á landsvísu

SAMKVÆMT skoðanakönnun Fréttablaðsins um fylgi stjórnmálaflokkanna og afstöðu til ríkisstjórnarinnar sem birt var í gær mælist fylgi Samfylkingarinnar nú 39,3% á landsvísu og fengi flokkurinn 25 menn kjörna en flokkurinn fékk 17 þingmenn í síðustu... Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 167 orð

Sautján sækja um stöðu forstöðumanns

UMSÓKNARFRESTUR um embætti forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands rann út sl. föstudag. Menntamálaráðuneytinu bárust sautján umsóknir um starfið. Umsækjendur eru: Anna G. Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 463 orð | 1 mynd

Sátum bara dauðskelfd í myrkrinu

LEON Dahl, sem var á leið frá Spáni með leiguvél Flugleiða með konu sinni, fjölskyldu, ættingjum og vinum, alls 28 manns, sagðist í samtali við Morgunblaðið vera ósáttur við hvernig áhöfn flugvélarinnar brást við aðstæðum. Meira
7. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 351 orð

S-kóresk tillaga til lausnar deilunni við N-Kóreu

SUÐUR-kóresk sendinefnd hóf í gær viðræður við bandaríska og japanska embættismenn í Washington með það fyrir augum að reyna að finna lausn á deilunni um kjarnorkuáætlanir Norður-Kóremanna. Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 127 orð

Skýrsla eigendanefndar kynnt eigendum LV í dag

EIGENDANEFND Landsvirkjunar hefur skilað af sér skýrslu um Kárahnjúkavirkjun og þá arðsemisútreikninga sem fram hafa farið hjá fyrirtækinu vegna verkefnisins. Nefndin sat á fundi í allan gærdag og lauk störfum seint í gærkvöldi. Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 187 orð

Sló og skar sambýliskonuna

TÆPLEGA sextugur maður hefur verið dæmdur í sjö mánaða fangelsi fyrir að hafa slegið sambýliskonu sína margsinnis í höfuðið, brotið disk á höfði hennar og skorið hana í andlit og hendur með diskabrotum. Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Sólstafir yfir Vestmannaeyjum

ÞAÐ var engu líkara en sjálfur himnafaðirinn væri að kíkja niður til Vestmannaeyja af himnum ofan til að athuga hvort allt væri þar með felldu í upphafi nýs árs þegar glóandi geislar sólarinnar þröngvuðu sér í gegnum þykk skýin á þriðja degi ársins. Meira
7. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 387 orð

Spáir auknum sjálfsmorðsárásum

ÆTLA verður að al-Qaeda hryðjuverkasamtökin og hópar þeim tengdir muni í auknum mæli beita sjálfsmorðsárásum á nýja árinu. Þetta er mat þekkts sérfræðings um starfsemi hryðjuverkasamtaka og höfundar bókar um al-Qaeda. Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 105 orð

Stálu skartgripum fyrir 2,8 milljónir

TVEIR menn 20 og 25 ára, hafa verið dæmdir í fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir innbrot í gullsmíðaverslun í Hafnarfirði. Sá yngri hlaut 15 mánaða fangelsi, þar af voru 12 mánuðir skilorðsbundnir, en sá eldri var dæmdur í sjö mánaða fangelsi. Meira
7. janúar 2003 | Suðurnes | 203 orð | 1 mynd

Steinar Geirdal myndlistarmaður mánaðarins

NÝ mynd mánaðarins hefur verið sett upp í Kjarna, Hafnargötu 57 í Keflavík. Listamaður þessa mánaðar í Reykjanesbæ er Steinar H. Geirdal. Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 111 orð

Steingrímur og Þuríður í efstu sætum

GENGIÐ hefur verið frá framboðslista Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor og var tillaga uppstillingarnefndar afgreidd á fundi kjördæmisráðs. Steingrímur J. Meira
7. janúar 2003 | Miðopna | 940 orð | 1 mynd

Stóru fíkniefnasendingarnar koma með skipum

SMÆRRI fíkniefnasendingar koma til landsins með flugvélum en stærstu sendingarnar berast hingað með skipum. Þetta er álit Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík. Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 296 orð

Tekjur ríkissjóðs aukast um 83 milljónir

BSRB og ASÍ gagnrýna þær hækkanir á komugjöldum sjúklinga í heilbrigðiskerfinu sem heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær og segja þær bitna á þeim sem minnst mega sín. Meira
7. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 164 orð

Timburmenn kvaddir?

ERFÐAVÍSINDAMENN eru nú farnir að krukka í arfbera gersins sem notað er til að framleiða vín og er markmiðið m.a. að bæta framleiðsluna, að sögn Aftenposten . Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 531 orð | 1 mynd

Verðum alltaf að setja öryggið í fyrsta sæti

ÞAÐ ER erfitt fyrir flugfélag að hafna fullyrðingum farþega um að þeir hafi orðið mjög hræddir vegna atvika sem koma upp í flugi og að ekki hafi verið veittar nægar upplýsingar. Meira
7. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 203 orð

Verkföll vofa yfir í Þýskalandi

LÍKUR á mjög víðtæku verkfalli opinberra starfsmanna í Þýskalandi jukust í gær er viðsemjendur þeirra höfnuðu miðlunartillögu sáttasemjara. Kvað hún á um 3% launahækkun til þriggja milljóna launþega á hálfu öðru ári. Meira
7. janúar 2003 | Miðopna | 1498 orð | 1 mynd

Vill gera Flugmálastjórn að sjálfstæðu fyrirtæki

Eftir áratuga starf að flugmálum hjá Alþjóðaflugmálastofnuninni hefur Gunnar Finnsson víðtæka þekkingu á ýmsum hliðum flugrekstrar. Hann segir í viðtali við Jóhannes Tómasson að Íslendingar standi framarlega í flugmálum. Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 247 orð | 5 myndir

Yfirlit

NÆRRI YFIRRÁÐUM ORCA-hópurinn var mjög nálægt því markmiði sínu síðastliðinn vetur að ná yfirráðum yfir Íslandsbanka. Ráðandi meirihluta tókst á síðustu stundu að koma í veg fyrir það. Meira
7. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 226 orð | 1 mynd

Það þarf kunnáttu til...

ÞETTA auglýsingaskilti sem stendur við Austurvöll varð fyrir barðinu á skemmdarvörgum á dögunum. Búið var að mölbrjóta glerið öðrum megin og lá það á víð og dreif um gangstéttina vegfarendum til ama. Meira
7. janúar 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 683 orð | 1 mynd

Þörf á viðhorfsbreytingu meðal atvinnurekenda

Gera þarf kröfur til atvinnurekenda um að þeir komi í auknum mæli til móts við þarfir foreldra barna á leikskólaaldri og að vinnustaðir verði fjölskylduvinsamlegri en þeir eru í dag. Þetta er meðal þess sem Steinunn Hjartardóttir kemst að í meistaraprófsverkefni sínu. Meira

Ritstjórnargreinar

7. janúar 2003 | Leiðarar | 364 orð

Minni reykur

Stöðugt dregur úr reykingum meðal Íslendinga, samkvæmt niðurstöðum þriggja kannana, sem gerðar voru fyrir Tóbaksvarnanefnd og sagt var frá í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag. Meira
7. janúar 2003 | Staksteinar | 348 orð | 2 myndir

Ótti við sjálfstæðismenn

BJÖRN Bjarnason foringi sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur segir á vefsíðu sinni: "Þegar Ingibjörg Sólrún var spurð, hvers vegna hún hefði að lokum tekið ákvörðun um að segja af sér, gaf hún ýmsar ólíkar skýringar." Meira
7. janúar 2003 | Leiðarar | 562 orð

"Þurfum nýja áætlun"

Enn magnast vítahringur ofbeldis fyrir botni Miðjarðarhafs. Á sunnudag gerðu tveir menn sjálfsmorðsárásir á fjölförnum stað í borginni Tel Aviv í Ísrael með þeim afleiðingum að 22 menn létu lífið. Meira

Menning

7. janúar 2003 | Fólk í fréttum | 355 orð | 2 myndir

.

... RONAN Keating hefur árangurslaust reynt að fá Oasis-bræðurna Liam og Noel til að samþykkja bón sína um að fá að syngja lag þeirra, "Cigarettes and Alcohol" á næstu plötu sinni. Svarið er þvert nei og Gallagher-bræður töldu þetta vera grín. Meira
7. janúar 2003 | Fólk í fréttum | 205 orð

Donnie Darko **** Frábærlega smíðuð fantasía...

Donnie Darko **** Frábærlega smíðuð fantasía um líf, dauða og örlög hvers og eins, þar sem rýnt er í ráðandi hugarfar hins bandaríska borgaralega veruleika. Tónlist notuð markvisst til tíðarandasköpunar og leikarar frábærir. Meira
7. janúar 2003 | Fólk í fréttum | 485 orð | 2 myndir

Enn tróna Turnarnir

MÁTTUR Hringsins er ennþá óyfirstíganlega voldugur í bíóhúsum heimsins, þar með talið í N-Ameríku. Turnarnir tveir sitja sem fastast í efsta sæti listans yfir þær myndir sem flestum seðlunum söfnuðu í kassann, þriðju vikuna í röð. Meira
7. janúar 2003 | Fólk í fréttum | 537 orð | 2 myndir

Ferðast og fræða aðra

HJÓNIN Patrick og Catherine Le Cellier hafa vanið komur sínar til Íslands frá því snemma á áttunda áratuginum. Þau eru þó ekki venjulegir ferðamenn því þau hafa einnig skrifað mikið um Ísland, fest það á filmu og haldið fyrirlestra um landið. Meira
7. janúar 2003 | Fólk í fréttum | 147 orð | 1 mynd

Froskur úti í mýri

Bandaríkin 2002. Skífan VHS. (84 mín.) Öllum leyfð. Leikstjórn David Gumpel. Aðalhlutverk Steve Whitmire, Bill Baretta. Meira
7. janúar 2003 | Skólar/Menntun | 186 orð

Háskóli í hvert kjördæmi?

*"Háskóli í hvert kjördæmi - hvert stefnir með uppbyggingu háskóla í landinu?" var yfirskrift rannsóknarstefnu sem ReykjavíkurAkademían hélt föstudaginn 3. janúar. Spurt var um framtíðarstefnu m.a. Meira
7. janúar 2003 | Menningarlíf | 188 orð | 1 mynd

Hátíðatónlist

Trompeteria nefnist nýr geisladiskur þar sem trompetleikararnir Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson og orgelleikarinn Hörður Áskelsson flytja hátíðatónlist. Meira
7. janúar 2003 | Fólk í fréttum | 310 orð | 1 mynd

Leitin að Lilly

Chasing the Dime, skáldsaga eftir Michael Connelly. Litle, Brown & Company gefur út 2002. 371 síða innb. Kostar 3.395 í Pennanum-Eymundsson. Meira
7. janúar 2003 | Fólk í fréttum | 254 orð | 1 mynd

Leitin að lífsförunautnum

Bandaríkin 2002. Skífan VHS. (104 mín.) Bönnuð innan 12 ára. Leikstjórn Mira Nair. Aðalhlutverk Uma Thurman, Gena Rowlands, Juliette Lewis. Meira
7. janúar 2003 | Skólar/Menntun | 1043 orð | 1 mynd

Ljós og óljós stefna háskóla

Háskólamenntun/ Á næstu misserum verður sennilega tekist á um skólagjöld, rannsóknir, samkeppni og rekstrarfé íslenskra háskóla. Gunnar Hersveinn sat fjölsótta rannsóknastefnu ReykjavíkurAkademíunnar um hvert stefni í málefnum háskóla á Íslandi. Óljóst er hvort stefnan í háskólamálum sé skýr eða óskýr. Meira
7. janúar 2003 | Myndlist | 532 orð | 1 mynd

Myndlistin blómstrar í arabaheimi

Opið frá kl. 11-18 alla daga nema fimmtudaga en þá er opið til kl. 19. Til 19. janúar. Meira
7. janúar 2003 | Fólk í fréttum | 226 orð | 2 myndir

"Heit" hátíð

KVIKMYNDIN Nói albínói , eftir Dag Kára Pétursson, hefur verið valin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Rotterdam, sem hefst 22. þessa mánaðar. Meira
7. janúar 2003 | Skólar/Menntun | 397 orð | 4 myndir

Skoðanir á háskólamálefnum

Ólafur Proppé *"Ekki er ólíklegt að um 14 þúsund einstaklingar stundi nú háskólanám á Íslandi. Í greinargerð með fjárlagafrumvarpinu fyrir 2003 er gert ráð fyrir að þessir háskólanemendur samsvari tæplega 9 þúsund "ársnemendum". Meira
7. janúar 2003 | Fólk í fréttum | 251 orð | 4 myndir

Skrýtnir fuglar

FYRSTA vika nýs myndbandaárs inniheldur m.a. athyglisverða mynd frá Kanada, í leikstjórn hins vestur-íslenska Sturlu Gunnarssonar. Um er að ræða gamanmynd, sem ber heitið Rare Birds , og skartar þeim William Hurt og Molly Parker í aðalhlutverkum. Meira
7. janúar 2003 | Tónlist | 324 orð | 1 mynd

Um hina viðsjálu refilstigu

Margrét Árnadóttir og Lin Hong fluttu verk eftir J.S. Bach, Beethoven og Chopin. Sunnudagurinn 5. janúar, 2003. Meira
7. janúar 2003 | Fólk í fréttum | 403 orð | 1 mynd

Vélarnar vakna

ÞÆR ERU fáar kvikmyndirnar sem beðið hefur verið með eins mikilli eftirvæntingu og þriðja myndin í Tortímanda-röðinni. Meira
7. janúar 2003 | Fólk í fréttum | 748 orð | 1 mynd

Vill snjókomu í afmælisgjöf

Trevor Nelson er þekktur þáttastjórnandi á sjónvarps- stöðinni MTV. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við hann um fyrirhugaða Íslandsheimsókn og dansveislu á vegum þáttar hans, The Lick. Meira
7. janúar 2003 | Fólk í fréttum | 875 orð | 2 myndir

Ævintýri í Abarat

Það er stutt bil á milli ævintýrabóka fyrir unglinga og fullorðna. Árni Matthíasson segir frá nýrri unglingasögu hryllingssagnahöfundarins Clives Barkers sem Disney-veldið hefur þegar tryggt sér kvikmyndaréttinn á. Meira

Umræðan

7. janúar 2003 | Aðsent efni | 506 orð | 1 mynd

Framúrskarandi dómgreind

"Vöknum af vondum draumi fyrirhyggjuleysis. Tökum afstöðu gegn ofbeldisdýrkuninni í þjóðfélaginu og mótmælum með framúrskarandi dómgreind að vopni." Meira
7. janúar 2003 | Aðsent efni | 743 orð | 1 mynd

Gjaldþrot - fjárnám - fátækt

"Það þýðir ekkert að setja vonina á molana er falla af borðum ríka fólksins..." Meira
7. janúar 2003 | Bréf til blaðsins | 323 orð | 1 mynd

María María - Fínar línur FYRIR...

María María - Fínar línur FYRIR u.þ.b. tveimur árum fór ég á snyrtistofuna Fínar línur og fékk afbragðs þjónustu í sambandi við varanlega förðun hjá stúlku sem María heitir. Nú er búið að loka þessari stofu og mér tekst ekki að hafa upp á henni Maríu. Meira
7. janúar 2003 | Aðsent efni | 660 orð | 1 mynd

Málefnin sigri að lokum

"Vissulega hefur Ingibjörg Sólrún brugðist trausti þeirra sem fólu henni fararstjórn R-listans og hafa staðið þétt að baki hennar." Meira
7. janúar 2003 | Aðsent efni | 803 orð | 1 mynd

Misræmi í lífeyrismálum

"Engin skynsamleg rök eru fyrir því að opinberir starfsmenn leggi stærri hluta launa sinna í lífeyrissjóð en aðrir." Meira
7. janúar 2003 | Bréf til blaðsins | 290 orð

Mjög góð söngnámskeið

VARÐANDI skrif um söngnámskeið þeirra Sigríðar Beinteins og Maríu Bjarkar. Dóttir mín sem er að verða 11 ára hefur tvisvar farið á námskeið hjá þeim stöllum. Hún er mjög ánægð með námskeiðin og vill komast aftur sem fyrst. Meira
7. janúar 2003 | Bréf til blaðsins | 300 orð

Pínleg staða

ERFIÐASTA staða sem stjórnmálamaður lendir í er að vera staðinn að ósannsögli. Oftar en ekki tekst viðkomandi stjórnmálamanni að snúa sig út úr þeim aðstæðum. Kjósendur kippa sér sjaldan upp við lygar stjórnmálamanna því þeir hafa heyrt þær svo oft. Meira
7. janúar 2003 | Aðsent efni | 727 orð | 1 mynd

Vinnubrögð á íslenskum vátryggingamarkaði

"Að halda því fram að félög hafi samráð sín á milli og engin eða lítil samkeppni sé á íslenskum vátryggingamarkaði er misskilningur og ég vona að Andrés sem og aðrir sama sinnis átti sig á því." Meira
7. janúar 2003 | Bréf til blaðsins | 553 orð

Þeir grafa holu

Þeir grafa holu, setja konuna ofaní hana og moka svo ofaní aftur, þannig að ekki stendur neitt uppúr nema höfuðið. Svo vefja þeir þunnri blæju um höfuðið, og þá er allt tilbúið. Tilbúið til hvers? spyrð þú. Meira
7. janúar 2003 | Aðsent efni | 749 orð | 2 myndir

Þýskaland og evran

"Því hefur verið haldið fram að bágborið atvinnuástand í Þýskalandi megi rekja til þess að peningastefna á evrusvæðinu henti því ekki. Þessi skoðun er byggð á misskilningi því vandann má að mestu rekja til úreltrar þýskrar vinnulöggjafar." Meira

Minningargreinar

7. janúar 2003 | Minningargreinar | 1951 orð | 1 mynd

ANNA INGUNN BJÖRNSDÓTTIR

Anna Ingunn Björnsdóttir fæddist á Malarlandi í Kálfshamarsvík 2. júlí 1913. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 28. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Björn Árnason, f. 7.9. 1866, d. 10.5. 1936, og Sólveig Benediktsdóttir, f. 10. Meira  Kaupa minningabók
7. janúar 2003 | Minningargreinar | 319 orð | 1 mynd

GOLDA HELEN MONTGOMERY

Golda Helen Montgomery fæddist í Pike, Mississippi í Bandaríkjunum 18. júní 1929. Hún andaðist á Landakoti 21. desember síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Hilda Marie Montgomery (fædd Dunaway), f. 29. janúar 1913, og Robert Lee Montgomery, f. 16. Meira  Kaupa minningabók
7. janúar 2003 | Minningargreinar | 688 orð | 1 mynd

HARALDUR EYVINDS

Haraldur Eyvinds er fæddur á Akranesi 10. nóvember 1918. Hann lést á dvalarheimilinu Sóltúni 27. desember síðastliðinn. Hann var sonur Elínar Eyvindsdóttur og Jóhanns V. Daníelssonar sem bæði bjuggu á Eyrarbakka. Meira  Kaupa minningabók
7. janúar 2003 | Minningargreinar | 3524 orð | 1 mynd

MAGNDÍS MAGNÚSDÓTTIR

Magndís Magnúsdóttir fæddist á Bakka í Tálknafirði 12. júlí 1912. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 30. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Magnús Friðriksson bóndi í Stóra-Laugadal og síðar á Bakka, Tálknafirði, f. 16. maí 1879, d. 27. Meira  Kaupa minningabók
7. janúar 2003 | Minningargreinar | 233 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR BEN SIGURÐARDÓTTIR

Sigríður Ben Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 13. mars 1928. Hún lést á Landspítalnum v/ Hringbraut 22. desember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 30. desember. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

7. janúar 2003 | Viðskiptafréttir | 277 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 112 112 112...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 112 112 112 489 54,768 Gellur 630 630 630 16 10,080 Grálúða 100 100 100 68 6,800 Grásleppa 35 5 11 33 375 Grásleppuhrogn 10 10 10 3 27 Gullkarfi 139 30 122 10,061 1,222,558 Hlýri 290 200 274 3,675 1,008,117 Hrogn Ýmis 50 50 50... Meira
7. janúar 2003 | Viðskiptafréttir | 188 orð | 1 mynd

Eminem hjálpar Vivendi

RAPPARINN Eminem hefur komið frönsku fjölmiðlasamsteypunni Vivendi Universal nokkuð til hjálpar í þeim erfiðleikum sem hún hefur átt í að undanförnu. Meira
7. janúar 2003 | Viðskiptafréttir | 98 orð

Félagi Baugsmanna kaupir í Allders

SKOSKI fjárfestirinn Tom Hunter, sem gerði yfirtökutilboð með stuðningi Baugs-ID í verslanakeðjuna House of Fraser (HoF) fyrir áramót, hefur aukið hlut sinn í Allders-keðjunni upp í tæp 5%. Meira
7. janúar 2003 | Viðskiptafréttir | 309 orð | 1 mynd

Kauphöllin segir upp samningi við Fjárvernd-Verðbréf

KAUPHÖLL Íslands hefur sagt upp aðildarsamningi verðbréfafyrirtækisins Fjárvernd-Verðbréf hf. að Kauphöllinni. Í tilkynningu frá Kauphöllinni í gær segir að ástæða uppsagnarinnar sé viðvarandi vanefndir á greiðslu aðildargjalda. Meira
7. janúar 2003 | Viðskiptafréttir | 73 orð

Landsbankinn selur í VÍS

LANDSBANKI Íslands hyggst nýta sér sölurétt að nafnverði rúmar 115 milljónir króna í Vátryggingafélagi Íslands. Gengið í viðskiptunum er 26 og markaðsverð viðskiptanna rúmir þrír milljarðar. Meira
7. janúar 2003 | Viðskiptafréttir | 589 orð

Mestu viðskipti frá upphafi

VIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands námu 1.133 milljörðum króna á árinu 2002, sem er 51% veltuaukning frá fyrra ári. Veltan jókst bæði með hlutabréf og skuldabréf og hefur hún aldrei verið meiri. Meira
7. janúar 2003 | Viðskiptafréttir | 58 orð

Norvik selur í Keri

Norvik hf., móðurfélag Byko, seldi á gamlársdag allt hlutafé sitt í Keri, 223 milljónir að nafnvirði, eða 22,53% til Gerðis ehf. sem er dótturfélag Norvikur hf. Gengið í viðskiptunum var 12,25 en lokaverð Kers í Kauphöll Íslands í gær var 11,50. Meira
7. janúar 2003 | Viðskiptafréttir | 198 orð | 1 mynd

"Þetta lofar góðu"

"ÞETTA lofar mjög góðu. Þeir sjá loðnu mjög víða og veðrið getur ekki verið betra á þessum árstíma," segir Freysteinn Bjarnason, útgerðarstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, í samtali við Morgunblaðið. Meira

Daglegt líf

7. janúar 2003 | Neytendur | 338 orð | 1 mynd

Markaðseftirlit aukið með vöruskoðun á árinu

SAMTÖK verslunarinnar og aðildarfyrirtæki hafa að undanförnu orðið vör við aukningu á innflutningi á ýmsum matvælum sem ekki eru merkt í samræmi við reglugerð um merkingu, auglýsingu og kynningu matvæla. Meira
7. janúar 2003 | Neytendur | 548 orð | 1 mynd

Vísitala matar og drykkjar hefur lækkað

VÍSITALA neysluverðs síðastliðna 12 mánuði hefur hækkað um 2%. Húsnæðisliðurinn vegur þar þungt því ef skoðuð er vísitala neysluverðs án húsnæðis sést að hækkunin er 1% á tímabilinu. Meira

Fastir þættir

7. janúar 2003 | Dagbók | 805 orð

(1Pt. 1, 6.)

Í dag er þriðjudagur 7. janúar, 7. dagur ársins 2003. Knútsdagur, Eldbjargarmessa. Orð dagsins: Fagnið því, þótt þér nú um skamma stund hafið orðið að hryggjast í margs konar raunum. Meira
7. janúar 2003 | Árnað heilla | 44 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . Í dag, þriðjudaginn 7. janúar, er sextug Hrefna Pétursdóttir, Njarðvíkurbraut 8, Njarðvík . Af því tilefni munu hún og eiginmaður hennar, Almar V. Meira
7. janúar 2003 | Í dag | 302 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10-14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Að lokinni bænastund gefst þátttakendum kostur á léttum hádegisverði. Samvera foreldra ungra barna er kl. 14 í neðri safnaðarsalnum. Meira
7. janúar 2003 | Fastir þættir | 183 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

NÚ reynir á verkkunnáttuna. Suður spilar þrjú grönd og fær út spaðatíu: Suður gefur; allir á hættu. Meira
7. janúar 2003 | Árnað heilla | 29 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. júlí 2002 í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Sigríði Kristínu þau Hildigunnur Erna Gísladóttir og Viktor Guðmundsson . Heimili þeirra er á Álfaskeiði 86,... Meira
7. janúar 2003 | Árnað heilla | 16 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. júní 2002 í Dómkirkjunni þau Rut Gunnarsdóttir og Jón Örn... Meira
7. janúar 2003 | Viðhorf | 885 orð

Djákninn og Draugaskipið

Ég var sem sagt með eindæmum myrkfælið barn og er reyndar enn ekki svo svöl í skammdeginu. En á sama tíma og ég er sjúklega myrkfælin hef ég alla tíð verið álíka sjúk í hryllingsmyndir. Meira
7. janúar 2003 | Fastir þættir | 159 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. Be3 c6 5. h3 Rbd7 6. f4 e5 7. Df3 Da5 8. Bd3 Bg7 9. dxe5 dxe5 10. f5 gxf5 11. Dxf5 b5 12. Rge2 b4 13. Rb1 Rb6 14. Df2 Ra4 15. O-O Be6 16. b3 Rb2 17. Rg3 Rxd3 18. cxd3 Db5 19. Rd2 Hd8 20. Bg5 Hg8 21. Rf5 Bh8 22. Meira
7. janúar 2003 | Dagbók | 31 orð

SKÓGARKYRRÐ

Eins og ljósálfasnekkjur, er liggja við strengi, liljur á vatninu hvítar blunda; skuggarnir horfa um akur og engi augum svörtum úr fylgsnum lunda. Allt bíður - bíður í ró eftir brosi mánans í kyrrum... Meira
7. janúar 2003 | Fastir þættir | 483 orð

Víkverji skrifar...

ÍSLENDINGAR eru miklir áhugamenn um Spánarferðir. Ekki að ósekju. Loftslagið er hlýtt og notalegt þar um slóðir og fólk upp til hópa viðmótsþýtt. Það er aftur á móti ekki auðhlaupið að því fyrir venjulegan Íslending að ræða við Spánverja. Meira

Íþróttir

7. janúar 2003 | Íþróttir | 69 orð

Bikardráttur

Þessi lið mætast í 4. Meira
7. janúar 2003 | Íþróttir | 663 orð

Engin stór vandamál í augsýn

"MÉR líst nokkuð vel á það sem ég hef séð í leikjunum við Slóvena. Það er þó greinilegt að eitt og annað vantar ennþá vegna meiðsla nokkurra leikmann," sagði Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR og þrautreyndur landsliðsmaður í handknattleik, er hann var spurður að því hvernig honum litist á það sem hann hefði séð í tveimur fyrstu æfingaleikjum íslenska landsliðsins fyrir HM gegn Slóveníu á laugardag og sunnudag. Meira
7. janúar 2003 | Íþróttir | 146 orð | 1 mynd

Guðrún hlaut Sjómannabikarinn

GUÐRÚN Sigurðardóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar fékk Sjómannabikarinn á Nýárssundi fatlaðra barna og unglinga sem nú var haldið í 20. sinn. Guðrún fékk 629 stig fyrir 50 metra baksund sem hún synti á 42,48 sekúndum. Meira
7. janúar 2003 | Íþróttir | 17 orð

HANDKNATTLEIKUR Vináttulandsleikur: Laugardalshöll: Ísland - Slóvenía...

HANDKNATTLEIKUR Vináttulandsleikur: Laugardalshöll: Ísland - Slóvenía 20 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersport-deild: Grindavík: UMFG - Valur 19.15 Keflavík: Keflavík - UMFN 19.15 1. deild kvenna: Kennaraháskóli: ÍS - Haukar 19. Meira
7. janúar 2003 | Íþróttir | 433 orð | 1 mynd

Heiðar fær Lárus Orra í heimsókn

SEX Íslendingalið voru í hattinum þegar dregið var til 4. umferðar ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gær. Tvö þeirra mætast, Watford og WBA, en með liðunum leika þeir Heiðar Helguson og Lárus Orri Sigurðsson. Meira
7. janúar 2003 | Íþróttir | 219 orð

Jason Prior með Val

JASON Prior, 23 ára körfuknattleiksmaður frá Bandaríkjunum, er væntanlegur til Valsmanna í dag og verður að öllu óbreyttu í liði þeirra gegn Grindavík í úrvalsdeildinni í kvöld. Meira
7. janúar 2003 | Íþróttir | 372 orð | 1 mynd

* KOBE Bryant , leikmaður NBA-liðsins...

* KOBE Bryant , leikmaður NBA-liðsins Los Angeles Lakers , hefur tekið ákvörðun um að gefa kost á sér í bandaríska landsliðið í körfuknattleik sem tekur þátt í undankeppni fyrir ólympíuleikana í Aþenu . Meira
7. janúar 2003 | Íþróttir | 198 orð

Kristján á leið til Danmerkur?

KRISTJÁN Halldórsson handknattleiksþjálfari, sem stýrir karlaliði Haslum í Noregi, er með þrjú tilboð í höndunum. Danska félagið Skovbakken/Brabrand vill fá hann til að taka við kvennaliði sínu fyrir næsta tímabil, Haslum vill halda honum og þá hefur honum verið boðið að taka við kunnasta kvennaliði Noregs, Bækkelaget. Meira
7. janúar 2003 | Íþróttir | 86 orð

Kristján í Blackpool

KRISTJÁN Helgason, atvinnumaður í snóker, er mættur til Blackpool í Englandi þar sem undankeppni fyrir þrjú af stóru mótunum á keppnistímabilinu fer af stað í dag. Meira
7. janúar 2003 | Íþróttir | 33 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Úrslit í fyrrinótt: LA...

KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Úrslit í fyrrinótt: LA Clippers - San Antonio 86:94 New York - Portland 89:92 LA Lakers - Phoenix 109:97 Toronto - New Orleans 84:99 Sacramento - Miami 96:70. KNATTSPYRNA Ítalía Torino - Atalanta 1:1 Mezzano 61. (víti) - C. Meira
7. janúar 2003 | Íþróttir | 506 orð

"Sóknarleikurinn kom mér á óvart"

BERGSVEINN Bergsveinsson, aðstoðarþjálfari FH og fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handknattleik, telur að staða íslenska landsliðsins sé nokkuð góð eftir tvo fyrri leikina gegn Slóvenum. Bergsveinn sagði við Morgunblaðið í gær að sóknarleikur liðsins hefði komið sér skemmtilega á óvart. Meira
7. janúar 2003 | Íþróttir | 148 orð

Ragna og Beres meistarar TBR

MEISTARAMÓT Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur fór fram um sl. helgi og sigraði Ragna Ingólfsdóttir úr TBR í kvennaflokki en Mike Beres frá Kanada í karlaflokki. Meira
7. janúar 2003 | Íþróttir | 233 orð

Sigfús með

ÞAÐ verður bara áframhaldandi vinna við að bæta leik liðsins bæði í vörn og sókn. Á þeim stutta tíma sem við höfum til stefnu þá verður að nýta öll tækifæri sem gefast og nota þau vel," sagði Guðmundur Þ. Meira
7. janúar 2003 | Íþróttir | 249 orð | 1 mynd

* SPÆNSKA deildarkeppnin í knattspyrnu er...

* SPÆNSKA deildarkeppnin í knattspyrnu er sú sterkasta í heiminum ef marka má niðurstöður samtaka alþjóða talnafræðinga og sagnfræðinga á knattspyrnusviðinu. Spænska 1. Meira
7. janúar 2003 | Íþróttir | 143 orð

Svíar hafa engar áhyggjur

BENGT Johansson, landsliðsþjálfari Svía í handknattleik, kveðst ekki hafa neinar áhyggjur af sínu liði þrátt fyrir tvo ósigra á móti í Belgrad um helgina. Meira
7. janúar 2003 | Íþróttir | 149 orð

Sænskir þjálfarar gagnrýndir

LANDSLIÐSÞJÁLFARAR Svía í knattspyrnu, Lars Lagerbäck og Tommy Söderberg, fengu slæma útreið í þætti sem sýndur var í sænska ríkissjónvarpinu í gærkvöld. Meira
7. janúar 2003 | Íþróttir | 574 orð | 1 mynd

Það þarf "sænskt" hugarfar

"ÉG tel að Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari sé að taka hlutina fyrir í réttri röð og þeir vankantar sem eru á liðinu verði lagaðir áður en heimsmeistarakeppnin hefst í Portúgal," sagði Sigurður Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik og núverandi þjálfari karlaliðs Stjörnunnar, er hann var beðinn um að rýna í stöðu landsliðsins að loknum tveimur æfingaleikjum gegn Slóvenum. Meira

Fasteignablað

7. janúar 2003 | Fasteignablað | 67 orð | 1 mynd

Alþýðulist

Þessar styttur eftir Björn Guðmundsson, Húnaþingi vestra, eru að mati Níelsar Hafstein, safnstjóra Safnasafnsins á Svalbarðsströnd, mjög gott dæmi um alþýðulist eins og hún gerist best. Meira
7. janúar 2003 | Fasteignablað | 475 orð | 1 mynd

Brekkuland 4a

Mosfellsbær - Eignamiðlunin er með í sölu einbýlishúsið Brekkuland 4a í Mosfellsbæ. Um er að ræða steinhús, byggt árið 1980. Það er 255 fermetrar ásamt 42 fermetra bílskúr og 42 fermetra vinnustofu sem gæti verið stúdíóíbúð. Meira
7. janúar 2003 | Fasteignablað | 144 orð | 1 mynd

Brúin yfir Ölfusárós

Árið 1988 var tekin í notkun ný brú yfir Ölfusá hjá Óseyrarnesi. "Þetta er steypt brú, 360 metra löng með 6,5 metra breiðri akbraut," sagði Einar Hafliðason, forstöðumaður brúadeildar Vegagerðarinnar. Meira
7. janúar 2003 | Fasteignablað | 94 orð | 1 mynd

Flottar ljósaskreytingar

NÚ eins og undanfarin ár var staðið fyrir jólaskreytingakeppni á meðal íbúa Sveitarfélagsins Árborgar en það er umhverfisdeild bæjarins ásamt fyrirtækjum í bænum sem halda keppnina og gefa verðlaun. Meira
7. janúar 2003 | Fasteignablað | 248 orð | 1 mynd

Gautavík 32

Reykjavík - Eignasalan-Húsakaup er nú með í einkasölu 3-5 herbergja íbúð í litlu fjölbýli að Gautavík 32 í Reykjavík. Íbúðin er í steinhúsi sem byggt var 1999 og er hún 121,5 fermetrar. Meira
7. janúar 2003 | Fasteignablað | 333 orð | 1 mynd

Hlíðarás 9

Mosfellsbær - Hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar er nú til sölu stórt og mikið 408 ferm einbýlishús á miklum útsýnisstað við óbyggt svæði í Hlíðarási í Mosfellsbæ. Ásett verð er 29,5 millj. kr. Meira
7. janúar 2003 | Fasteignablað | 274 orð | 1 mynd

Hrauntunga 4

Hafnarfjörður - Fasteignasalan Ás er nú með í sölu einbýlishús að Hrauntungu 4, 220 Hafnarfirði. Þetta er timburhús, byggt árið 1982 og er það 223,4 fermetrar, þar af er bílskúrinn 34 fermetrar. Meira
7. janúar 2003 | Fasteignablað | 830 orð | 1 mynd

Húsnæðismál í Bretlandi

BRETLAND er upphafsland iðnvæðingar og nútímaborgarmyndunar. Meira
7. janúar 2003 | Fasteignablað | 37 orð | 1 mynd

Í anda nýja málverksins

Friðrik Hansen í Húnaþingi vestra er höfundur þessara útskurðarmynda. Þær eru að sögn Níelsar Hafstein, safnstjóra Safnasafnsins, unnar hratt og í anda nýja málverksins. Friðrik hefur, auk þess að saga út fólk og farartæki, einnig málað... Meira
7. janúar 2003 | Fasteignablað | 622 orð | 1 mynd

Í upphafi árs

ENN einu sini er komið nýtt ár og fyrstu dagana eru allir uppteknir af að venja sig við að skrifa rétt ártal, þeir sem á annað borð þurfa eða vilja skrifa eitthvað. Meira
7. janúar 2003 | Fasteignablað | 45 orð | 1 mynd

Listakonan í Fjörunni

Elísabet Geirmundsdóttir fjöldaframleiddi minjagripi úr gipsi og eru þessar styttur þekktar úr þeim hópi. Meira
7. janúar 2003 | Fasteignablað | 108 orð | 1 mynd

Litla-Hraun var upphaflega reist sem sjúkrahús

Fangelsið Litla-Hraun blasir við þegar ekið er framhjá Eyrarbakka. Elsta byggingin var upphaflega reist sem sjúkrahús en var tekin í notkun sem fangelsi árið 1929. Meira
7. janúar 2003 | Fasteignablað | 610 orð | 1 mynd

Metár hjá Íbúðalánasjóði

ÁRIÐ 2002 var metár hjá Íbúðalánasjóði hvað varðar húsbréfaútgáfu, sölu húsnæðisbréfa, útlán viðbótarlána og leiguíbúðalána. Meira
7. janúar 2003 | Fasteignablað | 862 orð | 2 myndir

Neyðarlýsing

ÞAÐ hefur ekki verið fjallað mikið um neyðarlýsingu á síðum íslenskra dagblaða eða tímarita, en reglur um neyðarlýsingu hafa verið í gildi frá því árið 1978 í reglugerð um brunavarnir og brunamál og síðar í byggingarreglugerð, í fyrsta skipti árið 1979. Meira
7. janúar 2003 | Fasteignablað | 713 orð | 5 myndir

Óbeislað ímyndunarafl

H VAÐ getur sá, sem er ákafur unnandi siglinga, gert þegar fjölskyldan erfir, ekki flotbrú, heldur land úti í sveit þar sem hún hefur í huga að byggja sér hús? Meira
7. janúar 2003 | Fasteignablað | 156 orð | 1 mynd

Rauða húsið á Eyrarbakka

Í Rauða húsinu á Eyrarbakka er nú rekinn samnefndur veitingastaður. "Hús þetta var byggt árið 1880 yfir gamla barnaskólann á Eyrarbakka, á þeim tíma bjuggu um 1000 manns hér á Eyrarbakka en þá bjuggu í Reykjavík um 5000 manns. Meira
7. janúar 2003 | Fasteignablað | 1943 orð

Seljendur * Sölusamningur - Áður en...

Seljendur * Sölusamningur - Áður en fasteignasala er heimilt að bjóða eign til sölu, ber honum að ganga frá sölusamningi við eiganda hennar um þjónustu fasteignasala á þar til gerðu samningseyðublaði. Meira
7. janúar 2003 | Fasteignablað | 1260 orð | 5 myndir

Sjö hæða fjölbýlishús með 25 íbúðum rís í hjarta bæjarins

Lítið hefur verið um há fjölbýlishús í Reykjanesbæ, en nú er að verða þar mikil breyting á. Magnús Sigurðsson kynnti sér nýtt háhýsi á horni Vatnsnesvegar og Sólvallagötu. Meira
7. janúar 2003 | Fasteignablað | 157 orð | 1 mynd

Slökkvilið Stykkishólms flytur í nýtt húsnæði

Stykkishólmur - Slökkvilið Stykkishólms og nágrennis flutti inn í nýja byggingu sl. föstudag. Húsið er við innkeyrsluna í bæinn og fær slökkviliðið helming húsnæðisins á móti Björgunarsveitinni Berserkjum. Meira
7. janúar 2003 | Fasteignablað | 949 orð | 1 mynd

Stýrimannaskólinn við Öldugötu 23

Húsið er glæsilegt og mjög áberandi í umhverfi sínu. Freyja Jónsdóttir fjallar hér um sögufrægt hús sem olli þáttaskilum í menntun sjómanna og gegnir enn veigamiklu hlutverki á sviði menntunar. Meira
7. janúar 2003 | Fasteignablað | 291 orð | 2 myndir

Útboð á lóðum í Grafarholti

Í dag er síðasti dagur til að skila kauptilboðum í byggingarrétt á nýjum lóðum í Grafarholti, sem Reykjavíkurborg auglýsti útboð á í síðustu viku. Um er að ræða byggingarrétt fyrir fjölbýlishús, raðhús og parhús. Meira
7. janúar 2003 | Fasteignablað | 201 orð | 1 mynd

Vallarbraut 20

Seltjarnarnes - Hjá Fasteignasölu Brynjólfs Jónssonar er nú til sölu einbýlishús á Vallarbraut 20 á Seltjarnarnesi. Um er að ræða steinhús, byggt árið 1965 og er það 165,7 fermetrar að stærð og bílskúr sem byggður var 1969 og er hann 32 fermetrar. Meira
7. janúar 2003 | Fasteignablað | 375 orð | 1 mynd

Verklokum fagnað

Hvammstangi - Lokið er framkvæmdum við Heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga, en þær hafa staðið yfir nánast óslitið í tíu ár. Hinn 20. desember sl. var efnt til hátíðarfundar af þessu tilefni. Meira
7. janúar 2003 | Fasteignablað | 611 orð | 1 mynd

Vistvæn hálkuvörn í stað salts

ÍSING og þjappaður snjór hafa valdið mörgum slæmum byltum á gangstéttum. Hingað til hefur salt verið algengasta hálkuvörnin hér á landi, enda aðgengi að saltinu gott og dreifing á því auðveld. Meira
7. janúar 2003 | Fasteignablað | 194 orð | 1 mynd

Vörðuberg 22

Hafnarfjörður - Fasteignasalan Hraunhamar er nú með í sölu raðhús að Vörðubergi 22, 220 Hafnarfirði. Þetta er steinsteypt hús, byggt árið 1994 og er það 168,6 fermetrar, en bílskúr er 25 fermetrar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.