Greinar laugardaginn 11. janúar 2003

Forsíða

11. janúar 2003 | Forsíða | 426 orð | 2 myndir

Fjarðaáli fagnað

BYGGING álvers í Reyðarfirði virðist vera í augsýn eftir að stjórnir Landsvirkjunar og Alcoa samþykktu á fundum sínum í gær að veita forstjórum fyrirtækjanna heimild til að skrifa undir samninga um raforku til 322 þúsund tonna álvers Fjarðaáls sf. Meira
11. janúar 2003 | Forsíða | 78 orð

Flugeldasýning og fánahylling

EFNT var til flugeldasýningar og mannfagnaðar á Reyðarfirði í gærkvöldi og fáni Alcoa var víða dreginn að húni í Fjarðabyggð. Félag eldri borgara á Eskifirði hafði fyrr um daginn tekið forskot á sæluna og flaggað Alcoa-fána fyrir framan dvalarheimilið. Meira
11. janúar 2003 | Forsíða | 208 orð | 3 myndir

Gríðarlegur áfangi

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að gríðarlegur áfangi hafi náðst fyrir þjóðina þegar stjórnir Alcoa og Landsvirkjunar samþykktu að skrifa undir samninga um álver. Óhætt sé að telja að málið sé í höfn og nú sé nýtt og öflugt hagvaxtarskeið að... Meira
11. janúar 2003 | Forsíða | 189 orð

Meintir al-Qaeda-liðar handteknir

TVEIR Jemenar voru í gær handteknir í Þýskalandi en grunur leikur á að a.m.k. annar þeirra sé háttsettur liðsmaður al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna. Meira

Fréttir

11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 81 orð

Aftur á Nesið eftir 169 ár

EMBÆTTI landlæknis hefur fengið aðstöðu á Austurströnd 5 á Seltjarnarnesi. Verða skrifstofur þess opnaðar þar á mánudaginn. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 112 orð

Alcoa í 38 löndum

ALCOA er stærsta álfyrirtæki heims í dag, með starfsemi sem nær til 38 landa og starfsmenn eru um 127 þúsund talsins. Meira
11. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Banaslys á hraðbraut í Þýskalandi

ÞRÍR menn létu lífið í hörðum árekstri rútu með belgískum skíðamönnum, vöruflutningabíls og bílaflutningabifreiðar á hraðbraut nálægt bæjunum Rosenheim og Kierfersfelden í Suður-Þýskalandi í gær. Lögreglan sagði að slysið hefði orðið vegna mikillar... Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 269 orð | 1 mynd

Biðlisti eftir líffæraígræðslu lengist

BIÐLISTI eftir líffæraígræðslu hefur verið að lengjast og hefur heilbrigðisráðuneytið, að tillögu líffæraflutninganefndar, óskað eftir upplýsingum frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku um bið eftir ígræðslum. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 449 orð

Bondevik heitir því að flak Guðrúnar verði fjarlægt

KJELL Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, hét því á fundi með íbúum Lekness í N-Noregi á fimmtudagskvöld að norsk yfirvöld tækju björgun Guðrúnar Gísladóttur KE-15 yfir ef Íshús Njarðvíkur stæði ekki við skuldbindingar sínar. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 190 orð

Borgarafundur helgaður Kárahnjúkum

BORGARAFUNDUR helgaður Kárahnjúkum verður haldinn í Borgarleikhúsinu nk. miðvikudag. Á fundinum, sem ber yfirskriftina Leggjum ekki landið undir, verður katsljósinu beint að ýmsum þáttum Kárahnjúka í tengslum við fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir. Meira
11. janúar 2003 | Akureyri og nágrenni | 52 orð | 1 mynd

Bónus styrkir FRA

BÓNUS hefur gert samstarfssamning við Fimleikaráð Akureyrar. Bónus greiðir styrk til FRA og eru nýir æfingagallar fimleikaráðs með merki Bónuss á bakinu. Styrkurinn var afhentur í Bónusversluninni á Akureyri nýlega. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 371 orð

Bótakröfur nema 12 milljónum auk vaxta

EFNAHAGSBROTADEILD ríkislögreglustjóra hefur gefið út ákæru á hendur Pétri Þór Gunnarssyni og Jónasi Freydal Þorsteinssyni vegna málverkafalsanamálsins svonefnda og eru þeir ákærðir fyrir skjalafals og fjársvik. Meira
11. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 90 orð

Chavez hótar að beita hernum

HUGO Chavez, forseti Venesúela, fyrirskipaði í gær her landsins að búa sig undir að ná á sitt vald öllum matvælavinnslustöðvum sem hafa verið lokaðar vegna 40 daga allsherjarverkfalls. Meira
11. janúar 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 173 orð | 1 mynd

Dagur Nella nágranna

OPIÐ hús verður hjá fjölmörgum aðilum sem bjóða upp á tómstunda- og íþróttastarf í austurborginni í dag. Um árlegan viðburð er að ræða er kallast Dagur Nella nágranna. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Dansskóli Jóns Péturs og Köru

NÝ dansnámskeið eru að hefjast hjá Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Í vetur verður sem fyrr boðið upp á námskeið í barnadönsum, samkvæmisdönsum, gömlu dönsunum og fleiru fyrir fólk á öllum aldri, jafnt byrjendur sem lengra komna. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 100 orð

DeCODE hækkar um 41,5%

JP MORGAN mælir með kaupum á hlutabréfum í deCODE, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar. Telur verðbréfafyrirtækið að eðlilegt gengi hlutabréfa félagsins sé á bilinu 4-5 Bandaríkjadalir en það hefur verið í kringum 2 dalir að undanförnu. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 120 orð

Einn í gæsluvarðhald vegna innbrots

KARLMAÐUR sem grunaður er um að hafa tekið þátt í innbrotinu í verslun Hans Petersen við Laugarveg á fimmtudagsmorgun, var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. janúar nk. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 121 orð

Ferðafélag Íslands fer í dagsferð í...

Ferðafélag Íslands fer í dagsferð í Herdísarvík á morgun, sunnudaginn 12. janúar. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 98 orð

Féll ofan í lest og slasaðist

VÉLSTJÓRI slasaðist á hrygg þegar hann féll þrjá metra niður í lest frystiskipsins Björgvins þar sem það lá við höfn í Eelmshaven í Hollandi á fimmtudagskvöld. Meira
11. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 223 orð | 1 mynd

Finnskir miðjumenn í sókn

MIÐFLOKKURINN í Finnlandi, sem verið hefur í stjórnarandstöðu síðastliðin tvö kjörtímabil, nýtur nú góðs meðbyrs í skoðanakönnunum þegar tveir mánuðir eru þar til Finnar ganga næst til þingkosninga. Meira
11. janúar 2003 | Miðopna | 1311 orð

Fjár krafist fyrir viðskiptafrelsi

VIÐRÆÐUR eru hafnar milli fulltrúa Íslands, Noregs og Liechtensteins annars vegar og Evrópusambandsins (ESB) og nýrra aðildarlanda þess hins vegar um stækkun evrópska efnahagssvæðisins (EES) samhliða stækkun Evrópusambandsins. Samkvæmt 128. Meira
11. janúar 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 343 orð | 1 mynd

Flytur á ný til heimahaganna

ÞAÐ VAR allt á tjá og tundri í höfuðstöðvum Landlæknisembættisins í gær, þó ekki vegna farsóttar, heldur flutninga sem standa yfir. Embættið er nefnilega að flytja á Austurströnd 5 á Seltjarnarnesi og verða skrifstofur þess opnaðar þar á mánudaginn. Meira
11. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 522 orð | 2 myndir

Fordæmdir fyrir að stefna friði í hættu

LEIÐTOGAR fjölmargra ríkja heims fordæmdu í gær ákvörðun Norður-Kóreustjórnar um að segja upp alþjóðasáttmálanum gegn útbreiðslu kjarnavopna (NPT) og sögðu hana stefna friði og stöðugleika á Kóreuskaga í hættu. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 77 orð

Framsóknarmenn kjósa í NA-kjördæmi

RÁÐHERRAR Framsóknarflokksins, Valgerður Sverrisdóttir og Jón Kristjánsson sækjast bæði eftir fyrsta sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Aukakjördæmisþing verður haldið á Hrafnagili í Eyjafirði í dag. Meira
11. janúar 2003 | Suðurnes | 216 orð

Fyrsta skóflustungan að tvöföldun

STURLA Böðvarsson samgönguráðherra tekur fyrstu skóflustunguna að tvöfaldri Reykjanesbraut klukkan 14 í dag. Athöfnin fer fram við Kúagerði og markar upphaf framkvæmda við fyrsta áfanga tvöföldunarinnar milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar. Meira
11. janúar 2003 | Árborgarsvæðið | 185 orð | 1 mynd

Gamalt handverk og nýtt við Húsið

GUÐJÓN Kristinsson hefur undanfarnar vikur unnið að lagfæringum á grjótgarðinum umhverfis Húsið á Eyrarbakka. Aðfaranótt 9. janúar 1799, fyrir 204 árum, gekk sjór á land víða um suðvestanvert landið í stórstreymi og aftakaveðri. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Gengur vel að steypa

VEÐRIÐ hefur leikið við landsmenn í vetur og þeir sem vinna við að byggja hús hafa ekki þurft að hafa áhyggjur af því að steypan skemmist vegna frosta. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd

Gríðarstórt skref í málinu

FRIÐRIK Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að með samþykki stjórna Landsvirkjunar og Alcoa hafi gríðarstórt skref verið stigið í áttina að því að hefja verkefnið á Austurlandi. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 62 orð

Gæsluvarðhald framlengt

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði í fyrradag fjóra erlenda menn í áframhaldandi gæsluvarðhald til 13. febrúar, en þeir eru grunaðir um innbrot á Suður- og Vesturlandi. Mennirnir voru handteknir eftir innbrot á Snæfellsnesi hinn 1. desember í fyrra. Meira
11. janúar 2003 | Árborgarsvæðið | 492 orð | 1 mynd

Gætum okkar á að taka ekki of stóra bita í einu

"MAÐUR er auðvitað alltaf að hugsa um að hafa verkefni fyrir starfsemina og alla þessa starfsmenn og það er auðvitað mun betra að starfa í heimabyggð eða sem næst henni," segir Ólafur B. Meira
11. janúar 2003 | Landsbyggðin | 219 orð | 1 mynd

Hamarsskóli einsettur og Viska tekur til starfa

NÝ kennsluálma með þremur kennslustofum og fjölnota rými, sem nýtist m.a. til tónlistar og leiksýninga, var tekin í notkun við Hamarsskóla í Vestmannaeyjum á þrettándanum. Með tilkomu þessa áfanga er því langþráða takmarki náð að einsetja skólann. Meira
11. janúar 2003 | Miðopna | 977 orð | 1 mynd

Hann á afmæli!

HAFI menn gaman af því að gera sér dagamun ættu þeir að koma sér í jákvætt hagsmuna- eða tilfinningasamband við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Um þessar mundir eru tilefni til upplyftingar auðfundin og stórafmæli á hverju strái. Meira
11. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 745 orð | 1 mynd

Harðar deilur um gagnrýni á umhverfissinna

DANSKI tölfræðingurinn Bjørn Lomborg á nú við andstreymi að stríða en vísindasiðanefndirnar í Danmörku (UVVU), sem rannsaka m.a. vinnubrögð í ritum vísindamanna, saka hann um að brjóta gegn góðum reglum fræðanna í skrifum sínum, að sögn Jyllandsposten . Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 99 orð

Helmingsverðmunur á vínberjum

HELMINGSMUNUR var á kílóverði á suður-afrískum vínberjum, stundum nefnd jólavínber, skv. lauslegri verðkönnun Morgunblaðsins í hádeginu í gær. Verð á vínberjum hefur lækkað umtalsvert í þessari viku en 30. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Hélublóm

Meðan náttúran er í vetrardvala og bíður sumars þá er þó eitt sem vex ríkulega í froststillum þvílíkum sem verið hafa í Mývatnssveit að undanförnu. Þetta eru ískristallar en þeir eiga til ótrúlega fjölbreytni og fegurð sem oft minnir á blómskrúð. Meira
11. janúar 2003 | Landsbyggðin | 63 orð | 1 mynd

Hjarðarprýði í Haukholtum

MARGIR bændur hafa yndi af forystufé enda er starfandi félagsskapur um 140 fjáreigenda sem stofnaður var í þeim tilgangi að halda við þessum stofni sem er einstakur í heiminum. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Hlustar mest á popp

JÓNATAN Sveinsson, sem býr á Hrafnistu í Reykjavík, fagnar 100 ára afmæli sínu í dag. Sjómennsku stundaði hann frá sextán ára aldri eða þar til hann varð sjötugur. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 207 orð

Hlutfallið lækkaði um 5,6% á 10 árum

SAMKVÆMT íbúaskrá þjóðskrár 1. desember sl. voru 86,6% íbúa skráðir í þjóðkirkjunni, 4,2% í fríkirkjum, 4,2% í öðrum skráðum trúfélögum, 2,7% í óskráðum trúfélögum og með ótilgreind trúarbrögð og 2,3% utan trúfélaga. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 256 orð

Hnökrar á bókhaldi og skráningu fundargerða

FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur tekið Þróunarfélag Vestmannaeyja til sérstakrar skoðunar, en miklir hnökrar á bókhaldi félagsins og skráningu fundargerða stjórnar þess er meðal þess sem hefur komið í ljós við fyrstu athugun ráðuneytis. Meira
11. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 113 orð

Hóflega drukkið vín bætir mannsins hjarta

ÞEIR, sem láta áfengi inn fyrir sínar varir þrisvar sinnum í viku, eiga síður á hættu að fá hjartaáfall en þeir, sem smakka það sjaldnar. Er það niðurstaða rannsóknar, sem staðið hefur í 12 ár, en þátttakendur í henni voru næstum 40.000 manns. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Hryssa sem trylltist við flugeldaskot enn týnd

JÖRP hryssa, sem hefur verið týnd frá því á laugardag þegar hún fældist við flugeldaskot, hefur enn ekki komið í leitirnar. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Hundakúnstir

Tíkin Trygg var kát þegar Danni brá á leik við hana á Arnarhól. Trygg býr við Laugaveg og fær því ekki að fara eins oft og hún sjálf vildi. Það er því um að gera að nota tækifærið vel. Reyndar má ekki á milli sjá hvor skemmtir sér betur, Danni eða... Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 41 orð

Í dag S igmund 8 V...

Í dag S igmund 8 V iðhorf 34 V iðskipti 12 U mræðan 34/38 E rlent 16/19 M inningar 39/42 H öfuðborgin 22 K irkjustarf 43 A kureyri 23 S taksteinar 46 S uðurnes 24 M yndasögur 48 Á rborg 25 B réf 48/49 L andið 24/25 D agbók 5/51 H eilsa 26 L eikhús 52 N... Meira
11. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 278 orð

Kjarnorkusáttmáli 188 ríkja

ALÞJÓÐASÁTTMÁLINN gegn útbreiðslu kjarnavopna (NPT) tók gildi árið 1970 og markmiðið var að tryggja að kjarnavopnaeign einskorðaðist við fimm ríki, sem höfðu viðurkennt að þau ættu slík vopn - Bandaríkin, Sovétríkin (nú Rússland), Kína, Bretland og... Meira
11. janúar 2003 | Landsbyggðin | 246 orð | 1 mynd

Kolbrún Ýr íþróttamaður ársins í fjórða sinn

SUNDKONAN Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir var útnefnd íþróttamaður ársins á Akranesi hinn 6. janúar sl. og fékk Kolbrún fullt hús stiga hjá þeim sem greiddu atkvæði að þessu sinni. Þetta er í fjórða sinn á sl. Meira
11. janúar 2003 | Akureyri og nágrenni | 134 orð

Kostnaður um 36 milljónir

SNJÓMOKSTUR og hálkueyðing kostaði Akureyrarbæ um 36 milljónir króna á nýliðnu ári. Upphæðin skiptist þannig að um 31,5 milljónir fóru í snjómokstur og 4,5 milljónir í hálkueyðingu. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 422 orð | 1 mynd

Landsvirkjun samþykkti samning við Fjarðaál

STJÓRN Landsvirkjunar samþykkti á fundi í gær raforkusamning við Alcoa, eða Fjarðaál, með sex atkvæðum gegn einu. Jafnframt var samþykkt að fela stjórnarformanni og forstjóra heimild til að undirrita sameiginlegan raforkusamning. Meira
11. janúar 2003 | Miðopna | 866 orð

Land tækifæranna eða "nýrra" leiða vinstrimanna

ÞAÐ hefur varla farið framhjá nokkrum nú í upphafi árs að kosningavetur er genginn í garð. Fjölmiðlar keppast við að birta kannanir þar sem afstaða fólks til manna og málefna er mæld og frambjóðendur fengnir til að tjá sig um stöðuna og spá í framhaldið. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 100 orð

Lýst eftir konunni í Danmörku

ÓSKAÐ hefur verið eftir því við dönsk lögregluyfirvöld að þau lýsi eftir Guðrúnu Björgu Svanbjörnsdóttur í þarlendum dagblöðum. Guðrúnar hefur verið leitað frá því fyrir áramót. Meira
11. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 184 orð

Löngu umsátri lokið í London

EINU lengsta umsátri í breskri glæpasögu lauk í gær er lögreglan fann lík mannsins, sem setið var um, í íbúð í London. Þar hafði hann verið í tvær vikur og lengi með einn gísl, sem slapp þó frá honum. Meira
11. janúar 2003 | Akureyri og nágrenni | 255 orð | 1 mynd

Markmiðið að efla fagleg vinnubrögð

UM áramótin sameinuðust endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækin Deloitte & Touche hf. og Endurskoðun Norðurlands hf. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Málverk og lágmyndir í Galleríi Skugga

TVÆR sýningar verða opnaðar í Galleríi Skugga, Hverfisgötu á morgun, laugardag, kl. 17. Á jarðhæð opnar málverkasýning Ásgeirs Jóns Ásgeirssonar sem ber yfirskriftina "neo-naive". Meira
11. janúar 2003 | Árborgarsvæðið | 216 orð | 1 mynd

Með afa á Örkinni

Í SJÖUNDA sinn á jafnmörgum árum var slegið upp tónlistarveislu í ár á Hótel Örk. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 420 orð | 1 mynd

Miklu skiptir að nýta endurnýjanlega orku

VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir að ákvarðanirnar sem stjórnir Alcoa og Landsvirkjunar tóku í gær séu það stórar að málið sé komið á beinu brautina að hennar mati. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 74 orð

Mótmæla hækkunum í heilbrigðisþjónustu

EFTIRFARANDI ályktun hefur borist frá stjórn matvæladeildar Verkalýðsfélags Akraness en hún var samþykkt nýlega á fundi stjórnarinnar: "Stjórn Matvæladeildar Verkalýðsfélags Akraness mótmælir harðlega þeim hækkunum sem boðaðar hafa verið í... Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 127 orð

Námskeið í ljósmyndatækni

MYNDLISTASKÓLINN í Reykjavík og Ljósmyndasafn Reykjavíkur efna til samstarfs á vorönn 2003 með námskeiðum í ljósmyndatækni. Kynnt verða efni og aðferðir til ljósmyndunar; galdurinn við að fanga augnablikið með ljósi. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 650 orð | 1 mynd

Nú blasa tækifærin við á Austurlandi

Egilsstöðum - "Þetta er gleðidagur. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 36 orð

Nýársball fyrir fatlaða í Árseli verður...

Nýársball fyrir fatlaða í Árseli verður haldið í kvöld, laugardagskvöldið 11. janúar, kl. 19.30 og stendur til kl. 22.30. Boðið verður upp á fordrykk í boði hússins, danskort og rósir. Veitingasalan verður opin. Verð kr.... Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 506 orð | 1 mynd

Nýtt hagvaxtarskeið að hefjast

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir við Morgunblaðið að tíðindi gærdagsins um ákvarðanir stjórna Alcoa og Landsvirkjunar vegna álvers í Reyðarfirði og Kárahnjúkavirkjunar séu gríðarlegur áfangi fyrir þjóðina. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 294 orð | 1 mynd

Ólafur Örn býður sig ekki fram aftur

ÓLAFUR Örn Haraldsson alþingismaður tilkynnti í gær að hann hygðist hætta þingmennsku en Ólafur hefur verið alþingismaður síðan 1995. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 222 orð

Óljóst um málsatvik í hnífstungumáli

HÆSTIRÉTTUR felldi í gær úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem er sakaður um að hafa stungið konu í síðuna á heimili hennar á aðfangadagskvöld. Taldi Hæstiréttur ýmislegt óljóst um málsatvik. Meira
11. janúar 2003 | Akureyri og nágrenni | 354 orð

Óvíst hvort leyfi fæst til að setja hús á ferjuna

SVEITARSTJÓRN Grímseyjarhrepps vinnur nú að því að tryggja að ferjan Sæfari, sem er í siglingum milli lands og eyjar, fái að flytja fleiri en 12 farþega í ferð til Grímseyjar næsta sumar, en eins og staðan er nú er útlit fyrir að svo geti orðið. Meira
11. janúar 2003 | Suðurnes | 111 orð | 1 mynd

"Sitjum eitthvað frameftir"

NOKKRIR íbúar í Reykjanesbæ hófu síðdegis í gær mótmælasetu á biðstofu heilsugæslustöðvar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Tilgangurinn var að vekja athygli á læknaskorti á stöðinni. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 155 orð

Ráðherra jafni lífeyrisréttindi

STJÓRN Verkalýðsfélagsins Hlífar samþykkti nýlega ályktun þar sem skorað er á fjármálaráðherra, "að hætta öllum undanbrögðum og gera nú þegar ráðstafanir til að jafna innvinnslu lífeyrisréttinda hjá því fólki sem vinnur hjá ríkinu og láta ekki... Meira
11. janúar 2003 | Suðurnes | 187 orð

Ríkið mun eignast álverslóðina á Keilisnesi

HREPPSNEFND Vatnsleysustrandarhrepps hefur samþykkt að afsala til ríkissjóðs jörðinni Flekkuvík. Hún var á sínum tíma keypt vegna fyrirhugaðrar byggingar álvers Atlantsáls hf. á Keilisnesi. Meira
11. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 151 orð

Röng hleðsla og bilun í hæðarstýri?

HUGSANLEGT er talið, að eitthvað hafi verið athugavert við hæðarstýri Beech 1900-skrúfuþotunnar, sem fórst í Charlotte í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum síðastliðinn miðvikudag. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 136 orð

Salan á Arcadia nam um 85% af heildarhagnaði

BAUGUR Group hf. skilaði ríflega 8,8 milljarða króna hagnaði á fyrstu níu mánuðum yfirstandandi uppgjörsárs. Hagnaður af sölu hlutar Baugs ID í Arcadia nam um 85% af heildarhagnaði, eða 7,4 milljörðum króna. Meira
11. janúar 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 62 orð | 1 mynd

Samið um aðstöðu til íþróttaiðkunar

SKOTMENN í Reykjavík hafa nú fengið æfinga- og keppnisaðstöðu innanhúss í Egilshöllinni í Grafarvogi samkvæmt viðbótarsamningi sem borgarstjórinn í Reykjavík undirritaði í gær ásamt eigendum Egilshallarinnar. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 324 orð

Segir að upplýsingar um arðsemi vanti

ÁRNI Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, segir að niðurstöður arðsemismats eigendanefndar vegna Kárahnjúkavirkjunar veiti engar leiðbeiningar um hvort verkefnið sé skynsamleg fjárfesting eða ekki og hefur því beint ákveðnum spurningum til Sigurðar... Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 335 orð | 1 mynd

Segja tekjurnar skerðast um 1,1 milljarð

SAMBAND íslenskra sveitarfélaga hefur áætlað að tekjutap sveitarfélaga vegna formbreytingar, þ.e. færslu einkareksturs yfir í rekstur einkahlutafélaga, hafi numið um 1,1 milljarði króna í fyrra. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 160 orð

Sjódælur Ice Bear biluðu

LEKI kom skyndilega að norska flutningaskipinu Ice Bear sem sökk að morgni gamlársdags um 73 sjómílur suðaustur af Dalatanga. Eftir að lekans varð vart var skipinu snúið tafarlaust aftur til Íslands. Dælur voru notaðar til að dæla sjó úr skipinu. Meira
11. janúar 2003 | Árborgarsvæðið | 139 orð | 1 mynd

Sjóvarnargarður og breytingar á ósnum

HAFNAR eru framkvæmdir við sjóvarnargarð fyrir vestan Stokkseyri. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 695 orð | 1 mynd

Skotvopnin skipta tugum þúsunda

Róbert Schmidt er Vestfirðingur í húð og hár, fæddur á Suðureyri við Súgandafjörð 1965. Maki hans er Sæunn Sævarsdóttir og Róbert á þrjú börn, Berglindi, 17 ára, Arnór, 11 ára, og Róbert, 4 ára frá fyrra sambandi. Róbert hefur unnið verslunarstörf síðustu átta árin, hjá Seglagerðinni Ægi í útivistarverslun og síðastliðin fjögur ár sem verslunarstjóri hjá Sportbúðinni Títan. Róbert er landsþekktur skotveiðimaður, kajakræðari og ljósmyndari í frístundum. Meira
11. janúar 2003 | Landsbyggðin | 21 orð | 1 mynd

Sleðaferð á ísnum

ÞEIR voru kátir á fyrsta degi ársins, frændurnir Ísak og Davíð, þegar farið var með þá í sleðaferð á ísilagða... Meira
11. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 368 orð

Sprakk á útrekstri illra anda

FLEST bendir til, að grænlenska heimastjórnin sé fallin og ástæðan er óneitanlega dálítið óvenjuleg: Særingar eða útrekstur illra anda. Þá þykir einnig líklegt, að krafan um fullt eða aukið sjálfstæði Grænlands verði lögð til hliðar að sinni. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 152 orð

Sumarlokanir staðfestar í leikskólaráði

LEIKSKÓLARÁÐ Reykjavíkurborgar hefur staðfest fjögurra vikna sumarlokanir á leikskólum borgarinnar. Ákveða á í samráði við foreldra í kjölfar skoðanakannana hvenær leikskólum verður lokað yfir sumartímann. Meira
11. janúar 2003 | Akureyri og nágrenni | 186 orð | 1 mynd

Súlur eignast nýjan björgunarbát

SÚLUR, björgunarsveitin á Akureyri hefur eignast nýjan harðbotna slöngubát. Að sögn Ingimars Eydals, formanns sveitarinnar, er þetta kærkomin viðbót í tækjaflota sveitarinnar en gamli báturinn var orðinn mjög lúinn. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 466 orð

SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu...

SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu og Logos lögmannsþjónusta efna til námstefnu 16. janúar undir heitinu Leikreglur samkeppninnar - Hvaða kröfur eru gerðar í samkeppnislögum og -reglum til fyrirtækjastjórnenda. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Tíu mánaða knattspyrnuvertíð

Knattspyrnumenn á Íslandi eru vanari því að stunda útihlaup og lyftingar af krafti á þessum árstíma í undirbúningi sínum fyrir Íslandsmótið sem hefst í maí. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 109 orð

Tvö skip Samskipa enn föst

TVÖ fraktskip á vegum Samskipa eru enn föst í ís í Eystrasalti en vonir standa til að þau losni á morgun. Meira
11. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Um 43% telja Sharon viðriðinn hneykslið

TÆPUR helmingur Ísraela telur að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sé viðriðinn fjármálahneyksli og meirihluti þeirra er óánægður með störf hans, ef marka má skoðanakönnun sem ísraelska dagblaðið Maariv birti í gær. Meira
11. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd

Var fórnarlamb samsæris

KOMIÐ hefur í ljós að starfsmaður við farangursafgreiðslu á Charles-de-Gaulle-flugvelli í París, sem handtekinn var grunaður um aðild að hryðjuverkasamtökum, var fórnarlamb samsæris og er saklaus. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 360 orð | 1 mynd

Var þreytandi að stunda sjó á árabát

"JÁ, sjómennskan var mitt aðalfag. Ég vildi hvergi annars staðar vera en á sjó, sem var auðvitað tóm vitleysa. En svona var það nú," segir Jónatan Sveinsson, sem á hundrað ára afmæli í dag. Meira
11. janúar 2003 | Suðurnes | 282 orð | 1 mynd

Verður sífellt skemmtilegra

KRISTÍN Lea Henrysdóttir, nemandi í 9. bekk Holtaskóla í Keflavík, sigraði í einstaklingskeppni í söngkeppni SamSuð og í hópakeppni sigruðu Halla Karen Guðjónsdóttir og Guðmunda Áróra Pálsdóttir, nemendur í 9. bekk Njarðvíkurskóla. Meira
11. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 189 orð | 1 mynd

Verkfalli afstýrt í Þýskalandi

LÍKLEGT þótti í gær, að tekist hefði að afstýra fyrsta stórverkfalli opinberra starfsmanna í Þýskalandi í áratug. Náðu deiluaðilar samkomulagi í fyrrinótt um málamiðlunartillögu og var talið víst, að hún yrði formlega samþykkt. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Viðurkenningar fyrir bestu jólaskreytingarnar

UMHVERFIS- og tækninefnd Siglufjarðar veitti á dögunum viðurkenningar fyrir jólaskreytingar um nýliðin jól. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 145 orð

Vigdís Hauksdóttir , varaþingmaður Framsóknarflokksins í...

Vigdís Hauksdóttir , varaþingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík, gefur kost á sér í forystusveit Framsóknarflokksins í borginni fyrir komandi þingkosningar. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 232 orð | 2 myndir

Vilhjálmur hættir á þingi

VILHJÁLMUR Egilsson alþingismaður hefur sagt af sér þingmennsku frá og með 16. janúar næstkomandi. Adolf H. Berndsen, framkvæmdastjóri á Skagaströnd, tekur sæti hans á Alþingi. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 262 orð | 4 myndir

Yfirlit

ALCOA REISIR ÁLVER Stjórn bandaríska álrisans Alcoa samþykkti í gær að reisa 320.000 tonna álver við Reyðarfjörð og einnig samþykkti stjórn Landsvirkjunar samning um rafmagnssölu til Alcoa í gær. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 49 orð | 2 myndir

ÞAÐ voru hressir krakkar úr 7.

ÞAÐ voru hressir krakkar úr 7. bekk NA í Setbergsskóla sem komu við á Morgunblaðinu fyrir stuttu í þeim tilgangi að kynna sér ferlið við vinnslu á dagblöðum. Þegar höfðu þau unnið með dagblöð í tímum og því upplagt að fá kynnisferð um alvörudagblað. Meira
11. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 384 orð | 2 myndir

Ætlað lykilhlutverk í auknum umsvifum Alcoa

STJÓRN Alcoa samþykkti á fundi sínum í New York í gær að ráðast í byggingu 322 þúsund tonna álvers við Reyðarfjörð undir merkjum Fjarðaáls sf. Áætlað er að álverið hefji framleiðslu árið 2007 og að framkvæmdir hefjist í ársbyrjun 2005. Meira

Ritstjórnargreinar

11. janúar 2003 | Leiðarar | 452 orð

Álver á Austurlandi

Fátt virðist nú geta komið í veg fyrir að Kárahnjúkavirkjun verði byggð og álver rísi á Austurlandi. Á stjórnarfundum í Alcoa og Landsvirkjun í gær voru teknar grundvallarákvarðanir, sem munu greiða fyrir því að stóriðja verði að veruleika á Austurlandi. Meira
11. janúar 2003 | Leiðarar | 267 orð

Mikilvægi umframsparnaðar

Sú mikla fjölgun er orðið hefur á launþegum á almennum vinnumarkaði, er nýta sér þátttöku í lífeyrissparnaði umfram samningsbundið lágmark, er mikið fagnaðarefni. Meira
11. janúar 2003 | Staksteinar | 329 orð | 2 myndir

Orðstír deyr

HVERS vegna vill borgarstjóri aldrei fara í prófkjör eins og aðrir? spyr Vísbending. Meira

Menning

11. janúar 2003 | Menningarlíf | 60 orð | 1 mynd

Á íslenskum hestum í New York

FYRIR skömmu fór hópur manna í útreiðartúr á íslenskum hestum við Mill Farm í New York-ríki í Bandaríkjunum og var tilgangurinn að ná eigendum íslenskra hesta á svæðinu saman með aukna samvinnu í huga. Meira
11. janúar 2003 | Fólk í fréttum | 167 orð | 1 mynd

Blaðamenn framtíðarinnar

ÞAÐ er ekki að spyrja að dugnaðinum hjá nokkrum ungum strákum úr Garðaskóla, Garðabæ. Sex nemendur úr 7. P.S., þeir Unnar Helgi, Elvar Örn, Heiðar Atli, Andri Már, Eyþór Már og Guðmundur Hilmar ákváðu síðastliðið haust að gefa út blað, sem þeir og gerðu. Meira
11. janúar 2003 | Menningarlíf | 489 orð | 1 mynd

Ekki hægt að setja merkimiða á tónlistina

TÓNLISTARHÓPURINN Andromeda, sem skipaður er fjórum hljóðfæraleikurum er starfa í Boston í Bandaríkjunum, heldur tónleika í Ými í kvöld. Meira
11. janúar 2003 | Fólk í fréttum | 157 orð | 1 mynd

Falin fortíð

Bretland 2001. Sam myndbönd. (92 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn Philippa Cousins. Aðalhlutverk Susan Lynch, Om Puri og Paddy Considine. Meira
11. janúar 2003 | Menningarlíf | 198 orð

Ferð um Klettafjöllin eftir þingið

ÁRSÞING Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi verður haldið í Edmonton í Kanada í byrjun maí, en að loknu þingi stendur þingfulltrúum til boða að fara í skipulagða vikuferð um Klettafjöllin. Meira
11. janúar 2003 | Menningarlíf | 137 orð

Gimli verður hreppur

UM áramótin sameinaðist Gimli í Manitoba þéttbýliskjarnanum í kring og er Kevin Chudd oddviti nýja sveitarfélagsins, en hann hafði betur í kosningu við Bill Barlow, fyrrverandi bæjarstjóra Gimli, fyrr í vetur. Meira
11. janúar 2003 | Fólk í fréttum | 125 orð | 1 mynd

Leitað að safnverði fyrir Lennonsafn

MEIRA en tuttugu manns hafa sótt um stöðu safnvarðar í nýju safni sem opna á í Liverpool. Um er að ræða æskuheimili Lennons, hvar hann bjó frá fimm ára aldri ásamt frænku sinni, Mimi. Sagan segir að Lennon hafi aðeins mátt glamra á gítarinn á veröndinni. Meira
11. janúar 2003 | Fólk í fréttum | 102 orð | 1 mynd

Maurice Gibb , meðlimur í Bee...

Maurice Gibb , meðlimur í Bee Gess liggur nú á milli heims og helju á sjúkrahúsi í Miami eftir hjartaáfall. Gibb er 53 ára... Meira
11. janúar 2003 | Menningarlíf | 31 orð

Næsta gallerí , Næsta bar, Ingólfsstræti...

Næsta gallerí , Næsta bar, Ingólfsstræti 1a. Árni Ingólfsson opnar sýningu. Hann sýnir splunkuný verk og eiga þau örugglega eftir að koma á óvart, segir í fréttatilkynningu. Sýningin stendur til 8.... Meira
11. janúar 2003 | Fólk í fréttum | 423 orð | 2 myndir

"Af gáska dansinn stígur"

Eftir dansinn er sálmaplata eftir Kristján Hreinsson. Flutningur er í höndum Kristjáns og hljómsveitarinnar Hans. Meira
11. janúar 2003 | Menningarlíf | 675 orð | 2 myndir

"Ég hef lifað lengi með vínartónlistinni"

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Norðurlands fagnar nýju ári með Vínartónleikum í Laugarborg í dag kl. 20.30 og í Dalvíkurkirkju á morgun kl. 16.00. Meira
11. janúar 2003 | Menningarlíf | 768 orð | 1 mynd

"Hef séð og reynt allt"

Fyrir jólin kom út bókin Stories of a Country Doctor eftir dr. Jonas Johnson í Gimli í Kanada. Steinþór Guðbjartsson settist niður með höfundinum í húsi hans við Winnipegvatn. Meira
11. janúar 2003 | Fólk í fréttum | 129 orð | 1 mynd

Real Flavaz með ásamt Rottweiler

DANSVEISLA MTV verður haldin á Broadway í kvöld á vegum þáttarins The Lick , sem Trevor Nelson stjórnar. Ekki er nóg með að fram komi óvæntur gestur heldur stíga fulltrúar Íslands einnig á svið. Meira
11. janúar 2003 | Menningarlíf | 251 orð

Rithöfundar styrktir til Kanadaferðar

VERKEFNANEFND sem starfar á vegum þjóðræknisfélaganna í Vesturheimi og á Íslandi hefur auglýst einn eða tvo styrki lausa til umsóknar fyrir íslenska rithöfunda sem hafa áhuga á að ferðast um slóðir Vestur-Íslendinga á árinu 2004 og kynna verk sín. Meira
11. janúar 2003 | Fólk í fréttum | 1090 orð | 1 mynd

Til Brooklyn frá Hollywood

Tónlistarmaðurinn Bix hefur starfað síðustu ár í Los Angeles og New York. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við hann um nýjasta verkefni hans, tónlist við dansverk Íslenska dansflokksins, og lífið í stórborgunum. Meira
11. janúar 2003 | Fólk í fréttum | 200 orð | 1 mynd

Tónlist fyrir lífið

LÚÐRASVEIT Tufts-háskóla í Massachusetts kom í heimsókn í vikunni og lék í tveimur grunnskólum, Breiðholtsskóla og Árbæjarskóla. Í samtali við stjórnanda hópsins, John McCann, er tilgangur heimsóknarinnar tiltölulega einfaldur. Meira
11. janúar 2003 | Menningarlíf | 421 orð | 1 mynd

Tré, stór og smá

TRÉ er heiti sýningar bandarísku myndlistarkonunnar Joan Backes, sem opnuð verður í Hafnarborg í Hafnarfirði í dag kl. 15. Joan Backes kom fyrst til Íslands árið 1989 og hafði þá þegið styrk til að kynna sér málverk Þórarins B. Meira

Umræðan

11. janúar 2003 | Aðsent efni | 462 orð | 1 mynd

Að eldast

"Illt er til þess að vita að fylgifiskur margra sem náð hafa eftirlaunaaldri er fátækt. Það þarf ekki að vera svona." Meira
11. janúar 2003 | Aðsent efni | 366 orð

Að lýsa sjálfum sér

HANN var einkar athyglisverður leiðarinn sem Gunnar Smári Egilsson ritstjóri Fréttablaðsins skrifaði í blað sitt s.l. fimmtudag, 9. janúar. Þar undraðist hann tvennt í starfsemi annarra blaða að undanförnu. Meira
11. janúar 2003 | Aðsent efni | 517 orð | 1 mynd

Afgreitt mál?!

"Það eru allsnakin ósannindi að ,,sanngjörn sáttagjörð" hafi náðst í sjávarútvegsmálum, eða að ,,furðugóð eining" ríki um þau." Meira
11. janúar 2003 | Bréf til blaðsins | 441 orð

Athugasemd við forsíðufréttir Fréttablaðsins

ÉG vil gera athugasemdir nokkrar við fréttir, sem birtust á forsíðu Fréttablaðsins hinn 2. janúar sl. undir titlinum "Lögregla rannsakar meint gervihjónabönd". 1. "Af 18 hjónum sem komið hafa frá Víetnam eftir 1990 hafa 17 skilið. Meira
11. janúar 2003 | Aðsent efni | 680 orð | 1 mynd

Einangrun eða velsæld

"Getur verið að með stífni okkar séum við að glata ýmsum frekari tækifærum til að vinna að enn meiri hagsæld þjóðarinnar?" Meira
11. janúar 2003 | Bréf til blaðsins | 306 orð | 4 myndir

Hústökumenn og ræningjar Alþýðuhússins?

MORGUNBLAÐIÐ birtir í dag, fimmtudaginn 9. janúar, myndskreytta frétt um nýtt hótel sem opnað verði í húsakynnum Alþýðuhússins við Hverfisgötu. Meira
11. janúar 2003 | Aðsent efni | 717 orð | 1 mynd

Hverjum þjóna heilbrigðisstofnanir Suðurnesja ?

"Smærri byggðarlög með færri lækna og lélegri aðstöðu halda úti betri þjónustu." Meira
11. janúar 2003 | Aðsent efni | 511 orð | 1 mynd

Í klóm risans

"Heilabilun er miskunnarlaus sjúkdómur." Meira
11. janúar 2003 | Aðsent efni | 899 orð | 1 mynd

Lyf og líðan

"Margir þeir sem fá kvíðalyf eiga við ólýsanlega vanlíðan að stríða." Meira
11. janúar 2003 | Bréf til blaðsins | 302 orð | 1 mynd

Mótmælum Kárahnjúkavirkjun

HVAÐA hagsmunir stjórna gerðum ráðamanna íslensku þjóðarinnar varðandi fyrirhugaða Kárahnjúkavirkjun? Eru það hagsmunir þjóðarinnar? Er það umhyggja og virðing fyrir komandi kynslóðum? Er það virðingin fyrir lýðræðinu? Meira
11. janúar 2003 | Aðsent efni | 503 orð | 1 mynd

Orkuverð Kárahnjúkavirkjunar í dagsljósið

"Blekkingarleikurinn í kringum Kárahnjúkavirkjun er með öllu óviðunandi." Meira
11. janúar 2003 | Aðsent efni | 749 orð | 1 mynd

Sanngirni og sannleikur

"Það er ekki nóg að telja sig fulltrúa sannleikans, því honum verður að fylgja hæfilega stór skammtur af sanngirni, sveigjanleika og sjálfsgagnrýni." Meira
11. janúar 2003 | Bréf til blaðsins | 66 orð

Stjörnuhrap

STJÖRNUHRÖP gera ekki boð á undan sér. Núna í svartasta skammdeginu varð eitt slíkt, þegar Ingibjörg Sólrún losnaði af festingunni og féll leiftursnöggt ofan í kollinn á svila sínum, Össuri. Meira
11. janúar 2003 | Aðsent efni | 336 orð | 1 mynd

Styttri skóli - betri lífskjör

"Ávinningurinn fram til 2050 gæti numið kostnaði við Kárahnjúkavirkjun." Meira
11. janúar 2003 | Aðsent efni | 196 orð | 1 mynd

Tryggjum konum góða kosningu

"Ég vil því hvetja Framsóknarfólk til að kjósa konur." Meira
11. janúar 2003 | Bréf til blaðsins | 105 orð

Vanskil tilkynnt ábyrgðarmanni

ÞAÐ er krafa mín til skuldakrefjenda, hvort sem um er að ræða banka, lífeyrissjóði eða aðrar fjármálastofnanir, að ábyrgðarmaður, sem léð hefur veð í eign sinni, sé látinn vita í tíma, standi lánþegi ekki í skilum á réttum gjalddaga. Meira
11. janúar 2003 | Aðsent efni | 606 orð | 1 mynd

Vinstrisamstaða og Reykjavíkurlistinn

"Með brotthvarfi Ingibjargar Sólrúnar úr stóli borgarstjóra er búið að kippa burt annarri höfuðstoð Reykjavíkurlistans..." Meira
11. janúar 2003 | Bréf til blaðsins | 448 orð | 1 mynd

Virðingarleysi

Hingað til hefur undirritaður ekki haft ástæðu til annars en að treysta því að bankar væru stofnanir sem legðu sig fram um að þjóna viðskiptavinum sínum af kostgæfni. Meira
11. janúar 2003 | Aðsent efni | 733 orð | 1 mynd

Þora, geta, vilja

"Hvort sem við erum kven- eða karlkyns, ófötluð eða fötluð, verðum við að takast á við ákveðin lífsspursmál." Meira

Minningargreinar

11. janúar 2003 | Minningargreinar | 830 orð | 1 mynd

Elín Böðvarsdóttir

Elín Böðvarsdóttir saumakona fæddist á Bólstað í Mýrdal 20. júní 1909. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 16. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Böðvar Sigurðsson bóndi á Bólstað, f. 4.2. 1866, og kona hans, Hugborg Runólfsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2003 | Minningargreinar | 633 orð | 1 mynd

GUÐRÚN ÁRMANNSDÓTTIR

Guðrún Ármannsdóttir fæddist í Hraunkoti í Aðaldal 28. október 1915. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga hinn 30. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hálfdánía Ingibjörg Jóhannesdóttir, f. 30.1. 1879, d. 17.1. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2003 | Minningargreinar | 1968 orð | 1 mynd

GUÐRÚN BJÖRNSDÓTTIR

Guðrún Björnsdóttir fæddist á Hofsá í Svarfaðardal hinn 24. desember 1899. Hún lést á heimili sínu á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík, hinn 4. janúar síðastliðinn. Foreldrar Guðrúnar voru Björn Björnsson, f. á Karlsá á Upsaströnd 25. sept. 1871, d. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2003 | Minningargreinar | 1218 orð | 1 mynd

GYLFI HARÐARSON

Gylfi Harðarson fæddist í Reykjavík 7. júní 1943. Hann lést á heimili sínu í Vestmannaeyjum 2. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hörður Kristinsson, f. 13. sept. 1920, d. 27. jan. 1983, og Unnur Jónsdóttir, f. 24. maí 1922. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2003 | Minningargreinar | 2365 orð | 1 mynd

IDA JENSEN

Ida Jensen fæddist á Eskifirði 3. júní 1912. Hún lést á Landspítalanum hinn 20. desember síðastliðinn. Hún var dóttir Rósu Konráðsdóttur Kemp og Vilhelms Jensen. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2003 | Minningargreinar | 628 orð | 1 mynd

RAGNA GARÐARSDÓTTIR

Ragna Garðarsdóttir fæddist í Reykjavík 5. október 1973. Hún lést í London 24. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar eru hjónin Garðar Snorrason og Svala Þórhallsdóttir. Systur Rögnu voru Kristín Lilja, f. 3. júní 1970, og Rut, f. 18. ágúst 1972. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

11. janúar 2003 | Viðskiptafréttir | 72 orð

Dollarinn niður fyrir 80 krónur

GENGISVÍSITALA krónunnar endaði í 124,09 og styrktist um 0,67% í gær. Krónan hefur ekki verið sterkari síðan vikmörkin voru afnumin 27. mars 2001. Meira
11. janúar 2003 | Viðskiptafréttir | 271 orð

Fátt nýtt í mati fjármálaráðuneytis

AÐ mati Greiningardeildar Kaupþings banka kemur fátt nýtt fram í mati fjármálaráðuneytisins á þjóðfélagslegum áhrifum stóriðju- og virkjanaframkvæmda á hagkerfið. Í matinu eru dregin upp þrjú dæmi og áhrif þeirra á helstu lykilstærðir í hagkerfinu metin. Meira
11. janúar 2003 | Viðskiptafréttir | 224 orð

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Hlýri 166 166 166...

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Hlýri 166 166 166 7 1,162 Keila 70 60 62 342 21,050 Langa 114 114 114 7 798 Lúða 200 200 200 85 17,000 Skarkoli 194 179 193 366 70,749 Skata 270 270 270 22 5,940 Skötuselur 305 305 305 4 1,220 Steinbítur 164 164 164 428 70,192... Meira
11. janúar 2003 | Viðskiptafréttir | 655 orð | 1 mynd

Hagnaður af sölu Arcadia 7,4 milljarðar króna

HAGNAÐUR Baugs Group hf. nam 8,8 milljörðum króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum yfirstandandi uppgjörsárs, eða á tímabilinu frá 1. mars til 30. nóvember 2002. Þyngst vegur hagnaður af sölu bréfa Baugs ID í Arcadia í september sl. Meira
11. janúar 2003 | Viðskiptafréttir | 281 orð

Óvissa á skuldabréfamarkaði

MAT fjármálaráðuneytis á hugsanlegum áhrifum stóriðjuframkvæmda, sem birt var í fyrradag, hefur skapað óvissu á skuldabréfamarkaði. Þessu er haldið fram í vefritum helstu fjármálastofnana landsins. Meira
11. janúar 2003 | Viðskiptafréttir | 340 orð | 1 mynd

Verðmat á deCODE hækkað verulega

BANDARÍSKA verðbréfafyrirtækið JP Morgan hefur hækkað verðmat sitt á deCODE, móðurfélagi Íslenskrar erfiðagreiningar. Þetta kemur í kjölfar tilkynningar frá Íslenskri erfðagreiningu um að ákveðnum áfanga hafi verið náð í lyfjaþróun. Meira

Daglegt líf

11. janúar 2003 | Neytendur | 415 orð | 2 myndir

Jólavínberin hafa lækkað um 36%

Verð á vínberjum hefur lækkað umtalsvert í þessari viku og er frekari lækkunum spáð næstu daga. Helga Kristín Einarsdóttir ræddi við innflytjendur og verslunarmenn og bar saman verð í nokkrum verslunum. Meira
11. janúar 2003 | Neytendur | 276 orð | 3 myndir

Opnustúlkur sagðar kynlausari nú en áður

ÚTLÍNUR opnustúlkna í tímaritinu Playboy hafa orðið kynlausari í áranna rás, samkvæmt rannsókn sem greint hefur verið frá í læknatímaritinu British Medical Journal. Brjóst- og mjaðmamál hefur minnkað og mittismál aukist en þyngd staðið í stað. Meira
11. janúar 2003 | Neytendur | 179 orð

Segir Sparverslun hafa riðið á vaðið

INGVI Guðmundsson framkvæmdastjóri Sparverslunar gerir athugasemd við þau orð Ingimars Jónssonar, forstjóra Kaupáss, að innflutningur Búrs ehf. hafi orðið til þess að lækka verð á ávöxtum og grænmeti undanfarna mánuði. Meira

Fastir þættir

11. janúar 2003 | Árnað heilla | 41 orð | 1 mynd

100 ÁRA afmæli.

100 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 11. janúar, verður 100 ára Jónatan Sveinsson til heimilis að Hrafnistu í Reykjavík, áður til heimilis á Reykjavíkurvegi 40, Hafnarfirði. Heitt verður á könnunni milli kl. Meira
11. janúar 2003 | Árnað heilla | 33 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 11. janúar, er sextug frú Guðrún S. Guðbjörnsdóttir, afgreiðslukona, Bogabraut 12, Skagaströnd. Eiginmaður hennar er Gylfi Sigurðsson. Eru þau skötuhjú á ferðalagi um Taíland í tilefni... Meira
11. janúar 2003 | Árnað heilla | 69 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli .

70 ÁRA afmæli . Nk. mánudag, 13. janúar, verður sjötugur Jón Bjarman, fyrrverandi fangaprestur og sjúkrahúsprestur. Eiginkona hans, Hanna Pálsdóttir, verður sjötug 10. febrúar nk. Af þessu tilefni ætla þau að taka á móti vinum sínum og ættingjum 13. Meira
11. janúar 2003 | Árnað heilla | 44 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli .

70 ÁRA afmæli . Á morgun 12. janúar, verður sjötugur Álfþór B. Jóhannsson, fyrrverandi bæjarritari á Seltjarnarnesi, Látraströnd 2, Seltjarnarnesi . Meira
11. janúar 2003 | Fastir þættir | 407 orð | 1 mynd

Að stíga á stokk og strengja heit

ÞÁ eru aðventan og jólin liðin og vonandi hafa sem flestir notið þeirra og átt góðar stundir með ættingjum og vinum. Nýtt ár er gengið í garð og sólin að hækka á lofti. Meira
11. janúar 2003 | Í dag | 813 orð | 1 mynd

Alfanámskeið í Vídalínskirkju

ALFA er tíu vikna námskeið, einu sinni í viku, þar sem fjallað er um grundvallaratriði kristinnar trúar á einfaldan og þægilegan hátt. Auk þess fara þátttakendur eina helgi saman út úr bænum. Fjallað er um mikilvægustu spurningar lífsins. Meira
11. janúar 2003 | Fastir þættir | 323 orð | 2 myndir

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Þjálfari kvenna- landsliðs í brids Stjórn Bridssambands Íslands hefur gengið frá ráðningu landsliðsþjálfara í kvennaflokki. Ragnar Hermannsson hefur tekið að sér þjálfun kvennaliðsins framyfir Norðurlandamótið í sumar. Meira
11. janúar 2003 | Fastir þættir | 324 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

Reykjavíkurmótið í sveitakeppni hófst á þriðjudaginn með þátttöku 16 sveita og spila allar sveitirnar innbyrðis 16 spila leiki. Fjórum umferðum er lokið og er sveit Skeljungs í efsta sæti með 89 stig. Meira
11. janúar 2003 | Viðhorf | 851 orð

Bunkar á borðum

Tölvufólkið reyndi hvað það gat, bjó til marga glugga á skjánum, skrollaði, smellti og dró - og varð hálfruglað. Einn öskraði að lokum á tölvuna. Meira
11. janúar 2003 | Fastir þættir | 957 orð | 4 myndir

Evrópumeistari gegn Íslandsmeistara

10.-15. feb. 2003 Meira
11. janúar 2003 | Dagbók | 44 orð

HUGGUN

Ertu nú horfin, þú unaðs tíð, er álfur í hverri lilju bjó? Og hvernig er rósin blessuð og blíð og blómin á fjarrum heiðar mó! Ertu nú horfin, þú yndis tíð, er Alvitur fýstist á myrkvan við, og Svanhvít á dúni svanafríð söngfugla gladdist við ástarklið? Meira
11. janúar 2003 | Í dag | 1700 orð | 1 mynd

(Lúk. 2.)

Guðspjall dagsins: Þegar Jesús var tólf ára. Meira
11. janúar 2003 | Dagbók | 380 orð

(Róm. 14, 22.)

Í dag er laugardagur 11. janúar 11. dagur ársins 2003. Brettívumessa. Orð dagsins: Halt þú þeirri trú, sem þú hefur með sjálfum þér fyrir Guði. Sæll er sá, sem þarf ekki að áfella sig fyrir það sem hann velur. Meira
11. janúar 2003 | Fastir þættir | 123 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. g3 e5 7. Rb3 Be7 8. Bg2 Rbd7 9. O-O b5 10. Bd2 O-O 11. He1 He8 12. a4 b4 13. Rd5 Rxd5 14. exd5 a5 15. c3 bxc3 16. Bxc3 Db6 17. Ha3 Rc5 18. Rxa5 Hxa5 19. b4 Ha7 20. a5 Dc7 21. bxc5 Dxc5 22. Da1 Ba6... Meira
11. janúar 2003 | Fastir þættir | 1166 orð | 1 mynd

Stöðug streita getur verið dýrkeypt

Streita ræðst af persónuleika og lífsstíl fólks. Mikil streita er talin auka líkur á alls kyns sjúkdómum. Meira
11. janúar 2003 | Fastir þættir | 561 orð

Víkverji skrifar...

VÍKVERJI rakst á athyglisverðan pistil á ágætri heimasíðu hljómsveitarinnar Sálarinnar hans Jóns míns. Meira

Íþróttir

11. janúar 2003 | Íþróttir | 173 orð

Danir fá hálfa milljón fyrir gull

DANSKA handknattleikssambandið hefur heitið hverjum liðsmanni danska landsliðsins rúmlega hálfri milljón króna eða 45.000 dkr. vinni Danir gullverðlaun á heimsmeistaramótinu í Portúgal sem hefst síðar í þessum mánuði. Meira
11. janúar 2003 | Íþróttir | 118 orð

Danir æfa sig gegn Sigfúsi

ÞAÐ eru fleiri en leikmenn og þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik sem ætla að leggja höfuðáhersluna á að laga varnarleikinn á fjögurra landa mótinu í Danmörku um helgina. Meira
11. janúar 2003 | Íþróttir | 820 orð | 2 myndir

Guðmundur fór hamförum í markinu

ÍSLENSKA landsliðinu í handknattleik tókst vel upp gegn Pólverjum í fyrsta leik sínum á fjögurra landa æfingamóti á Sjálandi í Danmörku í gærkvöldi. Meira
11. janúar 2003 | Íþróttir | 691 orð

HANDKNATTLEIKUR Ísland - Pólland 29:22 Farum-höllin...

HANDKNATTLEIKUR Ísland - Pólland 29:22 Farum-höllin í Danmörku, LK keppnin, föstudagur 10. janúar 2002. Gangur leiksins : 2:0, 2:2, 3:2, 6:3, 6:5, 8:7, 10:7, 10:9 13:9 , 14:9, 18:12, 20:15, 23:15, 26:16, 29:19, 29:22 . Meira
11. janúar 2003 | Íþróttir | 68 orð

HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: 1.

HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: 1. deild kvenna, Essodeild: KA-heimili: KA/Þór - ÍBV 16 KÖRFUKNATTLEIKUR Laugardagur: Bikarkeppni kvenna Doritos-bikar, 8-liða úrslit: Keflavík: Keflavík B - Keflavík 17 1. deild kvenna: Grindavík: UMFG - KR 17. Meira
11. janúar 2003 | Íþróttir | 655 orð | 1 mynd

Keflvíkingar hefndu harma sinna

SLÖKU kaflarnir sem reynst hafa Keflvíkingum dýrkeyptir og meðal annars tvívegis kostað þá tap fyrir Njarðvík í vetur voru í gærkvöldi styttri en áður - það skipti sköpum og í þetta sinnið vann Keflavík 81:72 á lokasprettinum. Meira
11. janúar 2003 | Íþróttir | 540 orð | 1 mynd

* KRISTJÁN Helgason er kominn í...

* KRISTJÁN Helgason er kominn í 3. umferð á evrópska atvinnumannamótinu í snóker sem nú stendur yfir í Blackpool á Englandi . Kristján hafði í gær betur á móti John Read í 2. umferðinni, 5:4, eftir að hafa lent undir, 4:2. Meira
11. janúar 2003 | Íþróttir | 203 orð

Lokeren vill fá Marel

MAREL Baldvinsson landsliðsmaður í knattspyrnu, sem leikur með norska liðinu Stabæk, heldur í dag til Belgíu til viðræðna við forráðamenn belgíska 1. deildarliðsins Lokeren. Meira
11. janúar 2003 | Íþróttir | 128 orð

Lövgren ekki með Svíum á HM?

SVO getur farið að Stefan Lövgren, fyrirliði Evrópumeistara Svía og einn albesti handknattleiksmaður heims, geti ekki verið á HM í Portúgal. Ann-Sofie Claesson, eiginkona Lövgrens, á von öðru barni þeirra hjóna hinn 26. Meira
11. janúar 2003 | Íþróttir | 776 orð | 1 mynd

Sveifla í Hafnarfirði

Þetta verður spennandi leikur - það er ekkert öruggt í þessu," sagði dyggur stuðningsmaður Hauka við Morgunblaðið skömmu áður en leikur Hauka og Víkings í 1. deild kvenna hófst á Ásvöllum í gærkvöldi. Meira
11. janúar 2003 | Íþróttir | 627 orð

Toppliðin sækja nýliða heim

TVÖ efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, Arsenal og Manchester, þurfa bæði að glíma við nýliðana á útivöllum nú um helgina. Arsenal sækir Birmingham heim á St. Andrews á morgun en United leikur í dag á móti Lárusi Orra Sigurðssyni og félögum hans í WBA. Meistarar Arsenal tróna á toppi deildarinnar - hafa 5 stiga forskot á Manchester United og spá sparkspekinga segir að slagurinn um titilinn í vor komi til með að standa á milli þessara liða. Meira
11. janúar 2003 | Íþróttir | 308 orð

Varnarleikur Íslands small saman í Farum

"ÞAÐ voru ljósir punktar í þessum leik, einkum í varnarleiknum," sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, eftir öruggan sjö marka sigur Íslendinga á Pólverjum í fyrsta leiknum í fjögurra þjóða mótinu á Sjálandi, 29:22. "Að þessu sinni sá maður að vörnin er að komast í gang á nýjan leik." Meira
11. janúar 2003 | Íþróttir | 250 orð | 1 mynd

Wickenheiser brýtur ísinn

KANADÍSKA íshokkíkonan Hayley Wickenheiser hefur fengið leyfi frá finnska íshokkísambandinu til þess að leika með atvinnumannaliðinu Salamat sem leikur í efstu deild í Finnlandi og hefur fram til dagsins í dag einungis verið skipað körlum. Meira

Lesbók

11. janúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 2027 orð | 2 myndir

Á mannætuslóðum

Ritstörf og svaðilfarir. Þetta virkar dálítið mótsagnakennt, ævintýramaður sem situr allan liðlangan daginn við skriftir. Mér er næst að halda að svo ólík eigindi sé sjaldan að finna í sama manni. Meira
11. janúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 909 orð | 1 mynd

BIRTINGARMYNDIR NÁTTÚRUNNAR

SÝNING á verkum átta færeyskra listamanna verður opnuð í dag kl. 15 í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Þetta er sumarsýning Norðurlandahússins í Þórshöfn sem í ár kallast Hafsýn. Meira
11. janúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 1958 orð | 3 myndir

GRÍMA, DRAUGUR OG LANDSLAG SEM ER EKKI TIL

Húbert Nói, Hallgrímur Helgason og Bjargey Ólafsdóttir opna sýningu á verkum sínum í Listasafni Kópavogs í dag. SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR ræddi við þau um áreitið, húmorinn og dauðann. Meira
11. janúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 122 orð

Hatturinn

Ég fylgdi stúlkunni heim, og hún bjó bakdyramegin. Annað meira og merkilegra var það nú ekki. Verið þér sælir, og þakka yður kærlega fyrir fylgdina, sagði hún. Sælar, sagði ég. Hatturinn yðar! Meira
11. janúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 1033 orð

Heima og heiman

ÞEGAR þessar línur eru festar á blað er skammt til áramóta, en þegar þær birtast í Lesbók eru áramótin nýliðin og hafið nýtt herrans ár. Meira
11. janúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 314 orð | 1 mynd

Hugleiðing um Nietzsche

MYNDLISTARMAÐURINN Arnar Herbertsson opnar málverkasýningu í Galleríi Sævars Karls í dag, laugardag. Sýninguna tileinkar hann Friedrich Nietzsche. Meira
11. janúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 921 orð | 2 myndir

Hvers vegna eru ein auðugustu fiskimið jarðar í kringum Ísland?

Hver eru áhrif öldrunar á taugakerfið, hvað er erfðamengun og hver fann upp brauðristina? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á Vísindavefnum. Meira
11. janúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 134 orð

Í NESKIRKJU

Við kirkjuna mína, sem kennd er við Nes, tveir klerkar í einingu þjóna. Þar sönginn ég heyri og sálmana les og sætustu hlýði á tóna. Þar líður mér vel eina léttfleyga stund, þótt löng finnist ræðan á stundum. Meira
11. janúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 1265 orð | 3 myndir

Kraftmikil sýning sem reynir á áhorfendur

Nýr íslenskur söngleikur, Sól og Máni, eftir Sálina hans Jóns míns og Karl Ágúst Úlfsson, verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu í kvöld. INGA MARÍA LEIFSDÓTTIR fylgdist með rennsli á sýningunni í vikunni og ræddi svo við höfundana, Karl Ágúst og Guðmund Jónsson og Stefán Hilmarsson úr Sálinni, um tilurð verksins. Meira
11. janúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 341 orð | 3 myndir

Michael Frayn hlýtur Whitbread-verðlaunin

BRESKU Whitbread-bókaverðlaunin fyrir bestu skáldsöguna falla þetta árið í skaut Michael Frayn fyrir skáldsögu hans Spies , eða Njósnarar, en tilkynnt var nú í vikunni hverjir verðlaunahafar þessa árs væru. Meira
11. janúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 456 orð

NEÐANMÁLS -

I Ekki er víst að margir foreldrar unglinga í dag viti gjörla hver Freddy Kruger er. Meira
11. janúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 3319 orð | 6 myndir

Norðan Vatnajökuls

Sumarið 1975 fór ég með Ferðafélagi Íslands um hálendið norðan Vatnajökuls. Ég þurfti ekki að eiga ferðafélaga, jeppa eða hest til að vera með. Tveir fjallabílar frá Vestfjarðaleið lögðu af stað frá Umferðarmiðstöðinni að morgni sjötta ágúst. Meira
11. janúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 331 orð

NÆSTU VIKU

MYNDLIST Borgarskjalasafn Reykjavíkur, Grófarhúsinu: Reykjavík í hers höndum: Ljósmyndasýning. Til 26.1. Gallerí Sævars Karls: Arnar Herbertsson. Til 30.1. Gerðarsafn: Hallgrímur Helgason, Húbert Nói og Bjargey Ólafsdóttir. Til 2.2. Meira
11. janúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 374 orð | 2 myndir

Ólögleg list

ALLSÉRKENNILEG sýning stendur nú yfir í CBGB 313 galleríinu í New York en sýningin byggir í einu og öllu á verkum sem unnin eru út frá öðrum verkum án þess að leyfi hafi verið fengið frá upprunalegu höfundunum. Meira
11. janúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 988 orð | 1 mynd

"Þetta er blaut mynd, alltaf fersk og ný"

ÞÓRODDUR Bjarnason opnar sýningu í Listasafni ASÍ við Freyjugötu í Reykjavík í dag kl. 14. Þóroddur hefur boðið Ívari Valgarðssyni myndlistarmanni að sýna með sér í safninu. Meira
11. janúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 3829 orð | 4 myndir

Sögur fyrir svefninn

Roald Eyvindsson fjallar um framhaldsmyndirnar Martröð á Álmstræti þar sem illmennið Freddy Kruger leikur lausum hala. Meira
11. janúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 340 orð | 1 mynd

Tilþrifamikið tilhugalíf

Tilhugalíf Jóns Baldvins og Kolbrúnar Bergþórsdóttur er mikil persónuleg og pólitísk hljómkviða. Og ekki alltaf af setningi slegið, enda aðalstjórnandi ekki líklegur til þess. Tilhugalíf Jóns Baldvins og Bryndísar er ekki síður tilþrifamikið. Meira
11. janúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 532 orð

Æsingar, sannleikur og stríð

Ákaflega digur dagblöð steypast yfir okkur um þessar mundir, fleiri á hverjum degi vikunnar en við höfum notið í áratugi. Meira
11. janúar 2003 | Menningarblað/Lesbók | 3079 orð | 3 myndir

Ævintýramaðurinn Robert Louis Stevenson

VETRARSÓLIN ljómar hlýlega kringum eykrílið Úpólú í Samóa-eyjaklasanum. Eldsnemma sest hinn víðfrægi höfundur við skrifborðið í vinnustofu sinni á efri hæð stóru villunnar sem fjölskyldan hefur átt í nokkur ár. Húsbóndinn leiftrar af vinnugleði. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.