BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi með níu atkvæðum gegn fimm að samþykkja beiðni Landsvirkjunar um ábyrgðir vegna lántöku til Kárahnjúkavirkjunar. Borgin er sem kunnugt er eigandi að 45% hlut í Landsvirkjun.
Meira
SKÖMMU áður en Davíð Oddsson forsætisráðherra og Ástríður Thorarensen, eiginkona hans, hlutu áheyrn hjá Naruhito krónprins Japans og Masako krónprinsessu í gærmorgun, undirritaði keisarinn skjöl sem færðu prinsinum í fyrsta sinn keisaraleg réttindi.
Meira
ELLEFU tómir efnavopnaoddar fundust í gær við leit vopnaeftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna í Írak. Var þeirra ekki getið í skýrslu Íraksstjórnar til samtakanna.
Meira
YFIRVÖLD í Noregi eru að velta því fyrir sér að veita skattafslátt þeim, sem hjóla í vinnuna og skilja bílinn eftir heima. Er samgönguráðuneytið að vinna að þessu og kallar "samræmdu reiðhjólaáætlunina".
Meira
TVÆR aukasýningar verða á Keflavíkurrevíunni sem Leikfélag Keflavíkur sýndi fram til jóla við góða aðsókn. Sýningarnar verða í kvöld og á sunnudagskvöld,klukkan 20. Revían er eftir Ómar Jóhannsson og heitir "Í bænum okkar er best að vera".
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt rúmlega tvítuga konu í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjársvik og umboðssvik sem hún framdi á árinu 2000.
Meira
IÐNSKÓLINN í Reykjavík og fjarskiptafyrirtækið Grunnur hafa undirritað samstarfssamning þess eðlis að Grunnur tekur að sér kennslu eins áfanga lokaársnema í rafeindavirkjun.
Meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður Ungra jafnaðarmanna hefur ákveðið að gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður Ungra jafnaðarmanna á landsþingi Ungra jafnaðarmanna sem verður haldið á Selfossi helgina 24.-26. janúar næstkomandi.
Meira
HÁKON Aðalsteinsson, vatnalíffræðingur hjá Orkustofnun og verkefnisstjóri rannsókna vegna vatnsaflsvirkjana, segir að það sé fjarri sanni sem hafi komið fram í ræðu Guðmundar Páls Ólafssonar náttúrufræðings á baráttufundi í Borgarleikhúsinu í fyrrakvöld,...
Meira
RÍKIÐ hefur haft afskipti af bankarekstri í tæp 118 ár. Landsbankinn er elstur banka, stofnaður haustið 1885 með því að Landssjóður lagði fram ákveðna fjárhæð. Landsbankinn tók til starfa 1. júlí 1886.
Meira
BAUGUR Ísland, sem er hluti af Baug Group hf., hefur selt frá sér rekstur Babysam á Íslandi. Babysam er sérverslun með barnavörur ættuð frá Danmörku en þar í landi eru reknar um 30 slíkar verslanir.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur frestaði í gær beiðni kjúklingabúsins Móa hf. um að greiðslustöðvun fyrirtækisins yrði framlengt. Málið verður næst tekið fyrir á...
Meira
HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær Bláa lónið hf. af tæplega 5 milljóna kr. skaðabótakröfu manns frá Taívan vegna missis framfæranda en eiginkona hans drukknaði í Bláa lóninu árið 1999.
Meira
B&L frumsýna bíl ársins 2003, nýjan Megane frá Renault, í sýningarsal sínum á Grjóthálsi 1, laugardaginn 18. og sunnudaginn 19. janúar kl. 12-16 báða dagana. Að valinu standa helstu bílablöð Evrópu og er m.a.
Meira
HANS Blix, formaður vopnaeftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að Írakar hefðu ekki gert nóg til að sanna að þeir ættu ekki lengur gereyðingarvopn.
Meira
NÝJA fjölnota íþróttahúsið á félagssvæði Þórs við Hamar, sem fengið hefur nafnið Boginn, verður formlega tekið í notkun á morgun, laugardag. Húsið verður opnað kl. 13.30 en formleg dagskrá hefst kl. 14.00 með ávarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar...
Meira
Hart var deilt um Kárahnjúkavirkjun á fundi borgarstjórnar í gær þar sem samþykkt var að gangast í ábyrgðir fyrir lánum vegna hennar. Nína Björk Jónsdóttir var ein fjölmargra á áhorfendapöllum.
Meira
ÞING Evrópusambandsins samþykkti á miðvikudag bann við því að dýr séu notuð í tilraunum með fegrunarlyf. Fyrirtæki sem framleiða fegrunarlyf hafa í áratug barist gegn hugmyndinni en nú hefur fundist málamiðlun.
Meira
BIFVÉLAVIRKI, sem greindist með hættulegan erfðagalla, vélstjóri á frystitogara, sem varð fyrir vinnuslysi, og kona, sem vann við heimilishjálp, en var úrskurðuð öryrki vegna ofnæmis og psoriasis, stóðu skyndilega frammi fyrir því að geta ekki unnið sitt...
Meira
Slökkviliðsmenn slökkva eld sem kom upp aðfaranótt fimmtudagsins í þaki Regensen, húsakynna hinnar fornfrægu heimavistar við Kaupmannahafnarháskóla, skammt frá Sívalaturni. Rúmlega hundrað stúdentum var bjargað út úr húsinu sem var reist árið 1623.
Meira
KIWANISKLÚBBURINN Elliði varð 30 ára fyrir skömmu, og af því tilefni ákváðu Kiwanis-félagar að styrkja Barnaspítala Hringsins. Fyrir valinu varð fullkomið tæki til vöktunar á lífsmörkum, blóðþrýstingi, öndun, súrefnismettun og hjartslætti.
Meira
LÖGREGLA í Bandaríkjunum handtók í fyrrakvöld prófessor við Tækniháskólann í Texas og hefur hann verið sakaður um að gefa alríkislögreglunni (FBI) rangar upplýsingar um sýni er höfðu að geyma svartadauða-bakteríur.
Meira
ÞAU koma í Quiapo-kirkjuna í Manila til að biðja til Naðverjans, svartrar styttu af Jesú Kristi, sem er sögð búa yfir sérstökum mætti. Fólkið þráir kraftaverk, brettir oft upp fötin og skríður á berum hnjánum að altarinu, um 30 metra leið.
Meira
EINAR Gústavsson, framkvæmdastjóri Ferðamálaráðs Íslands í Bandaríkjunum, var á dögunum valinn maður ársins í flokki Evrópuferðamála í tímaritinu Travel Agent Magazine.
Meira
ÞORRINN hefst eftir viku, á bóndadegi föstudaginn 24. janúar. Þegar eru farnar að sjást í verslunum ýmsar kræsingar, sem yfirleitt sjást ekki á öðrum tímum ársins.
Meira
Friðarfundur á Lækjartorgi Á morgun, laugardaginn 18. janúar kl. 14 verður efnt til til útifundar á Lækjartorgi, Reykjavík, til að mótmæla hótunum Bandaríkjanna um árásarstríð gegn Írak og til að hafna stríðsstefnu Bandaríkjanna.
Meira
TÖLUVERÐ gróska er í íslenskri fatahönnun og hafa hönnuðir í æ ríkari mæli freistað þess að koma fatnaði með eigin vörumerki á framfæri hér heima og erlendis.
Meira
HÚSANES ehf. hefur hafið framkvæmdir við byggingu fjögurra fyrstu íbúðanna af átján sem fyrirtækið byggir fyrir Fasteignir Reykjanesbæjar ehf. á þessu ári. Fyrstu skóflustunguna tók Ragnar Jónasson, faðir framkvæmdastjórans.
Meira
"LEGGJUM ekki landið undir" var meðal þess sem um þúsund mótmælendur hrópuðu, svo undir tók í nærliggjandi húsum, fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur í gær meðan á borgarstjórnarfundi stóð þar sem ábyrgð borgarinnar fyrir lánum Landsvirkjunnar vegna...
Meira
VINNSLA á 550 tonnum af hör, sem ræktaður var í sumar á Suður- og Vesturlandi, hefst bráðlega í feygingarstöð í nágrenni Þorlákshafnar og verður framleiðslan síðan seld til Evrópu.
Meira
ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Höttur á Fljótsdalshéraði heiðraði nýverið afburðasnjalla íþróttamenn úr sínum röðum. Íþróttamaður Hattar árið 2002 var kjörin Arna Óttarsdóttir. Hún hlaut einnig útnefningu sem besti íþróttamaður frjálsíþróttadeildar.
Meira
Í dag S igmund 8 M inningar 30/37 V iðskipti 12/13 S taksteinar 38 E rlent 14/16 B réf 40 H öfuðborgin 17 S kák 57 A kureyri 18 D agbók 42/43 S uðurnes 19 B rids 43 L andið 20 L eikhús 44 L istir 21/24 F ólk 44/49 U mræðan 24/25 B íó 46/49 F orystugrein...
Meira
SYSTURNAR voru sælar með fyrsta snjó ársins. Þær léku sér í frímínútum fyrir utan Smáraskóla í Kópavogi í gær. Félagar þeirra undu sér einnig vel í brekkunum við skólann og halda vafalaust í vonina um að fönnin haldist á jörð um sinn.
Meira
Íslandsmeistramótið í listskautum verður haldið á Akureyri um helgina. Á mótinu keppa aðeins þær bestu í listskautum á Íslandi. Mótið fer fram í Skautahöll Akureyrar á laugardag milli 11 og 13 og á sunnudag milli 9 og 11.
Meira
Konur í læri - dagar í lífi stjórnmálakvenna Nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum stendur fyrir ráðstefnu í dag, föstudaginn 17. janúar, kl. 16-18 í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Fjallað verður um baráttuaðferðir kvenna í stjórnmálum.
Meira
VERJANDI Péturs Þórs Gunnarssonar, fyrrverandi eiganda Gallerís Borgar, krafðist þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að ákæru gegn honum í svokölluðu málverkafölsunarmáli yrði vísað frá dómi. Málinu var frestað til 28.
Meira
FULLTRÚAR bæjar- og sveitarstjórna í Danmörku hafa farið fram á það við stjórnvöld að þau leggi fram lagafrumvarp sem veiti heimild fyrir því að sektum verði beitt gegn foreldrum, sem ítrekað koma of seint að sækja börn sín á barnaheimili.
Meira
LÖGREGLAN á Selfossi lagði hald á tvo nýja gróðurhúsalampa, um 80 grömm af hassi auk lítilræðis af amfetamíni og maríjúana í kjölfar þess að hún stöðvaði bifreið við hefðbundið eftirlit seint á þriðjudagskvöld. Í bílnum var einn farþegi auk ökumanns.
Meira
FYRRVERANDI umboðsmaður popphljómsveitarinnar Bay City Rollers, Tom Paton, og vinsæll sjónvarpsmaður, Matthew Kelly, hafa bæst við á listann yfir þekkta Breta sem hafa verið handteknir fyrir kynferðislega misnotkun á börnum eða kaup á barnaklámi.
Meira
RÉTTAÐ verður yfir John Lee Malvo, táningnum sem ákærður hefur verið vegna leyniskyttumorðanna svokölluðu í Bandaríkjunum í haust, sem hann væri fullorðinn. Dómari í Virginíu ákvað þetta í fyrrakvöld en Malvo er aðeins sautján ára gamall.
Meira
MILAN Milutinovic, fyrrverandi forseti Serbíu, mun innan fárra daga gefa sig fram við fulltrúa stríðsglæpadómstólsins í Haag í Hollandi í því skyni að svara ákærum er tengjast atburðum í Kosovo 1998-1998.
Meira
BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti í gær að leggja til við bæjarstjórn að veitt verði eigendaábyrgð vegna Kárahnjúkavirkjunar í samræmi við eigendasamkomulag og lög um Landsvirkjun. Mun bæjarstjórn væntanlega afgreiða málið á fundi sínum nk. þriðjudag.
Meira
STEFNT er að því að fjórfalda línuppskeru hér á landi á þessu ári, en í fyrrasumar var lín ræktað á 90 hekturum á Suður- og Vesturlandi sem gáfu 550 tonn af hör. Vinnsla hörsins, svokölluð vatnsfeyging, hefst bráðlega í vatnsfeygingarstöð við...
Meira
Jónína Ó. Kárdal er fædd 8. nóvember 1966. Útskrifaðist frá KHÍ 1990 og frá HÍ með viðbótarnám í námsráðgjöf 1995. Lauk mastersgráðu í ráðgjafarsálfræði frá Háskólanum í Minnesota 1999. Hefur verið við kennslu og námsráðgjöf á Höfn og námsráðgjafi hjá HÍ frá haustinu 1999. Í janúar skipuð verkefnisstjóri fjarnáms í námsráðgjöf. Maki er Þorbjörn Vignisson.
Meira
NEMENDUM í háskólum á Íslandi fjölgar mest á milli ára samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Rúmlega 14 þúsund nemendur stunduðu nám á háskólastigi síðastliðið haust, sem er 13,5% aukning frá fyrra ári. Nemendur í framhaldsskólum voru rúmlega 21.
Meira
Á PRÓFATÍMA við Háskóla Íslands (HÍ) hafa nemendur skólans forgang í lestraraðstöðu Þjóðarbókhlöðunnar, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns.
Meira
BYGGINGARFRAMKVÆMDUM er að mestu lokið við nýtt löndunarhús við loðnuverksmiðju Hraðfrystistöðvar Þórshafnar en um 700 tonnum var landað úr Júpíter á þriðjudagskvöld í gegnum nýtt löndunarkerfi.
Meira
Opinn fundur með gestum frá Kúbu verður í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18 í Reykjavík, sunnudaginn 19. janúar kl. 14. Gestirnir eru fulltrúar ICAP, Vináttustofnunar þjóðanna á Kúbu, Elio Gámez Evrópufulltrúi og Gladys Ayllón Norðurlandafulltrúi.
Meira
ÍBÚAR Reykjavíkur voru 112.490 talsins hinn 1. desember 2002 samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands. Hlutfall ungs fólks er hæst í austurhverfum borgarinnar en hlutfall aldraðra er hins vegar hæst í norðurbæ og suðurbæ. Hinn 1.
Meira
"NÚ brosum við breitt," sagði Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar, en þar hefur nú snjóað töluvert síðustu sólarhringa og ef fram heldur sem horfir verður hægt að opna skíðasvæðið í næstu viku.
Meira
BORGARSTJÓRN samþykkti í gær ráðningu Þórólfs Árnasonar í embætti borgarstjóra. Ráðningin var samþykkt með 8 atkvæðum borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans.
Meira
RÆKJUKVÓTI íslenskra skipa á Flæmingjagrunni á árinu 2003 verður ríflega 13.500 tonn eða 4.500 tonnum meiri en á síðasta ári. Ætla má að afurðaverðmæti kvótaaukningarinnar nemi um 600 milljónum króna.
Meira
JÓNAS Freydal Þorsteinsson segist í yfirlýsingu sem hann sendi Morgunblaðinu vera þess fullviss að þau níu listaverk sem hann er ákærður fyrir að hafa ýmist falsað eða látið falsa séu ekki falsanir. Þau séu í raun eftir þá listamenn sem verkin eru...
Meira
SÝSLUMAÐURINN á Keflavíkurflugvelli hóf á miðvikudag að sekta þá sem reyna að flytja inn matvæli með ólögmætum hætti. Í gær höfðu nokkrir verið sektaðir en upphæðin var ekki í ýkja há, í flestum tilfellum nokkur hundruð krónur.
Meira
RAGNAR Berg Andrésson frá Ungliðahreyfingu Skagafjarðardeildar RKÍ og faðir hans Andrés Viðar Ágústsson hafa komið sér fyrir í anddyri Skagfirðingabúðar og eru að selja happdrættisdagatal Þroskahjálpar.
Meira
SEX manns sækja um embætti vegamálastjóra. Embættið var auglýst laust til umsóknar í Morgunblaðinu 22. desember sl. og á starfatorgi.is. Umsóknarfrestur rann til 14. þ.m.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt tvo menn á þrítugs- og fertugsaldri í fangelsi fyrir tilraunir til þjófnaðar, fjársvik og nytjastuld á nýliðnu ári, ýmist saman eða hvor í sínu lagi. M.a.
Meira
Skákfélag Akureyrar heldur eitt af sínum vinsælu atkvöldum í kvöld, föstudagskvöld, og hefst taflmennskan klukkan 20. Tefldar verða 3 atskákir auk nokkurra hraðskáka. Að venju eru allir velkomnir.
Meira
"ÉG verð hér til að fræða fólk um Íslending og hinn mikla þátt víkingaskipanna í landafundunum," segir Gunnar Marel Eggertsson, skipstjóri Íslendings. Hann er að dytta að skipinu í húsnæði gömlu Fiskiðjunnar.
Meira
YOSHIHIKO Tsuchiya, fylkisstjóri Saitama-fylkis, og Davíð Oddsson slá á létta strengi er fylkisstjórinn sýnir ljósmyndir, viðurkenningar og minjagripi í skrifstofu sinni.
Meira
JÓN BIRGIR Jónsson, sem til skamms tíma var ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu, er í fullu starfi sem starfandi stjórnarformaður hjá Farice hf. vegna lagningar sæsímastrengs milli Íslands og Skotlands um Færeyjar.
Meira
GANGI veðurspá eftir verður skíðasvæðið í Bláfjöllum hugsanlega opnað um helgina, að sögn Grétars Halls Þórissonar, forstöðumanns skíðasvæðisins. Bláfjallanefnd sér nú um allan rekstur á svæðinu en áður voru verktakar með skíðaleiguna og veitingasöluna.
Meira
HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær ríkið af kröfum fyrrverandi kennara við Menntaskólann á Laugarvatni í máli þar sem deilt var um gildi starfslokasamnings sem skólameistari menntaskólans og kennarinn gerðu með sér.
Meira
Á RÁÐSTEFNU Samtaka iðnaðarins um iðn- og tæknimenntun á næstu árum sagði Haraldur Friðriksson, bakarameistari hjá Ömmubakstri ehf., að nemum í matvælaiðnaði hafi farið fækkandi ár frá ári og lítil sem engin hvatning væri til verkmenntunar.
Meira
ÞÓTT klofningur hafi komið upp milli tveggja stærstu flokkanna í færeysku landstjórninni, er Þjóðveldisflokkurinn ákvað á þriðjudag að stuðla að því að Jörgen Niclasen úr Fólkaflokknum neyddist til að segja af sér sem sjávarútvegsráðherra, er nú ekki...
Meira
LÆKNASTÉTTIN er haldin streitu - hvernig er unnt að viðhalda ánægju lækna? var yfirskrift umræðufundar á læknadögum í gær. Fjölluðu læknar þar um streituvalda í starfi sínu og hvernig unnt er að viðhalda starfsánægju.
Meira
NORÐMENN geta ekki vænst neins stuðnings frá Svíum í þeim viðræðum, sem nú standa yfir milli EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins, ESB, vegna stækkunar sambandsins. Þeir munu því ekki styðja kröfur Norðmanna um minni fjárframlög en ESB gerir kröfu til.
Meira
TVEIR piltar, 14 og 16 ára gamlir hafa viðurkennt við yfirheyrslu hjá rannsóknadeild lögreglunnar á Akureyri að hafa staðið að 17 innbrotum síðustu daga.
Meira
HÚSNÆÐI gömlu loðnubræðslunnar í miðbæ Reykjanesbæjar iðar brátt af lífi á nýjan leik. Þar er verið að setja upp hjólabrettaaðstöðu og mótorsmiðju auk þess sem gestir geta fræðst um víkingaskipið Íslending sem þar er geymt.
Meira
FULLTRÚARÁÐ verkalýðsfélaganna í Reykjavík hefur fært Rauða krossinum 500.000 krónur til þess að nota til hjálpar þeim sem eiga í erfiðleikum. Féð er hluti af vaxtatekjum af fjármunum sem fulltrúaráðið fékk við söluna á Alþýðuhúsinu árið 2001.
Meira
Heimsókn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra til Japans hélt áfram í gær. Að lokinni áheyrn í höll Naruhitu krónprins og Masako krónprinsessu snæddi Davíð, ásamt föruneyti, hádegisverð með viðskiptavinum SH í Japan og heimsótti mikinn Íslandsvin, fylkisstjórann í Saitama. Einar Falur Ingólfsson var með í för.
Meira
Ábyrgðin samþykkt Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur samþykkti í gær að ábyrgjast að sínum hluta lán vegna Kárahnjúkavirkjunar. Var það samþykkt með níu atkvæðum, fimm voru á móti en einn sat hjá.
Meira
ILLUGI Jökulsson fjallaði í pistli á Rás 1 um Kárahnjúkavirkjun og lýsti þar eigin spádómi, sem nær nokkur hundruð ár fram í tímann. Þar finnur hann virkjuninni allt til foráttu.
Meira
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær með níu atkvæðum gegn fimm að verða við ósk Landsvirkjunar um að veita ábyrgð vegna lána, sem fyrirtækið mun taka vegna Kárahnjúkavirkjunar. Reykjavíkurlistinn klofnaði í afstöðu til þessa máls.
Meira
BANDARÍSKI kvikmyndaleikarinn Tom Cruise fékk dæmdar 10 milljónir dala, um 800 milljónir króna í miskabætur frá klámmyndaleikara, sem sagði franska tímaritinu Actustar að hann hefði átt í kynferðislegu sambandi við Cruise.
Meira
Hafið Með Hafinu er komið fram verk sem ber þess vitni að íslenskt listafólk hafi náð fullkomnum tökum á hinu alþjóðlega tungumáli kvikmyndalistarinnar. (H.J.) Háskólabíó . Tveggja turna tal Ósvikin epík um hugrekki, vináttu og drenglyndi. (S.V.
Meira
Á ÞESSU ári eru liðin 50 ár frá stofnun Kirkjukórs Langholtskirkju eins og hann hét er hann var stofnaður 23. mars 1953 og verður tímamótanna minnst með margvíslegum hætti á árinu.
Meira
*GAUKUR Á STÖNG: Electrolux. Hollenski plötusnúðurinn Sander Kleinenberg frá Haag þeytir skífur. Sander hefur verið að síðan 1987 og hefur ferðast til helstu klúbba veraldar. Hátíðin hefst kl. 23.30 og kostar sléttar 1.500 kr. inn. Grétar G.
Meira
HORFINN er af sjónarsviðinu aldinn halur, sem var einn þeirra sem settu hvað mestan svip á viðgang mótunarlistar frá miðbiki síðustu aldar, svo og lengstum meðan starfskraftar entust.
Meira
BAÐSTOFUVINIR efndu til svokallaðs baðstofukvölds í félagsheimilinu á Flúðum síðastliðið laugardagskvöld. Þetta er fjórða árið í röð sem umrætt kvöld er haldið á þessum árstíma.
Meira
Flutt voru verk eftir Bartók og Ives og frumfluttur flautukonsert eftir Hauk Tómasson. Flytjendur voru Sharon Bezaly, á flautu, Kór Langholtskirkju, stjórnandi Jón Stefánsson. Hljómsveitarstjóri var Ilan Volkov.
Meira
8 MILE er fyrsta myndin, sem rapparinn Eminem leikur í enda er hún að hluta til byggð á hans eigin ævi. Myndin fékk mjög góðar viðtökur í Bandaríkjunum.
Meira
Á RAKARASTOFU í miðborg Reykjavíkur hafa þrír menn af þremur kynslóðum búið sér lítinn verndaðan heim í miðjum alheiminum sem horfir á fyrstu mennina stíga á tunglið. Árið er 1969.
Meira
JAMAL Jeffries er óhemju sjálfsánægður körfuboltaspilari, sem orðinn er forríkur og frægur á því að spila í bandarísku NBA-körfuboltadeildinni. Hann er dáður af öllum, nema þeim sem þekkja hann.
Meira
SUNDANCE-kvikmyndahátíðin, uppskeruhátíð óháðra kvikmyndaframleiðenda, hófst í Utah í Bandaríkjunum á fimmtudag og verða sýndar þar tveir íslenskir fulltrúar.
Meira
Höfundur: Ólafur Jóhann Ólafsson. Leikendur: Gunnar Eyjólfsson, Hjalti Rögnvaldsson, Jóhann Sigurðarson, Friðrik Friðriksson, Linda Ásgeirsdóttir og Gunnar Gunnsteinsson. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson.
Meira
Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsi Sýningu Ingu Svölu Þórsdóttur og sýningunni Milli goðsagnar og veruleika, nútímalist frá arabaheiminum, lýkur á sunnudag. Opið kl....
Meira
AUKASÝNING verður á hinu vinsæla leikriti Veislunni á þriðjudagskvöldið. Sama kvöld verður stórleikarinn Arnar Jónsson, sem fer með hlutverk afmælisbarnsins Helga í sýningunni, sextugur.
Meira
VÍNARPERLUR og ljúflingslög munu hljóma á nýárstónleikum sem haldnir verða í Hlégarði í kvöld kl. 20 og í Salnum á morgun kl. 16, en það er jafnframt yfirskrift tónleikanna.
Meira
ANNAÐ slagið sjáum við í fjölmiðlum innlegg frá fólki sem telur sig komið til vits og ára en sýnir með skrifum sínum að það er einungis komið til ára.
Meira
ÉG vil vekja athygli á grein í Morgunblaðinu laugardaginn 11. janúar undir fyrirsögninni Í klóm risans eftir Ingibjörgu Pétursdóttur iðjuþjálfa. Ingibjörg dregur þar upp raunsanna mynd af stjórn Landspítala-háskólasjúkrahúss.
Meira
Bjarni Þröstur Lárusson fæddist í Reykjavík 31. júlí 1957. Hann lést á sjúkrahúsi í Skien í Noregi 8. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans eru Guðlaug Guðjónsdóttir, f. 15.7. 1921 og Lárus Þorsteinsson skipstjóri, f. 14.4. 1916, d. 26.6. 1978.
MeiraKaupa minningabók
Friedel Kötterheinrich fæddist í Lengerich í Westfalen í Þýskalandi 30. mars 1942. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 8. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hermann Kötterheinrich, f. 18.4. 1909, d. 25.11. 1980, og Luise Kötterheinrich, f. 11.8.
MeiraKaupa minningabók
Gestur Þorgrímsson myndhöggvari fæddist í Laugarnesi við Reykjavík 27. júní 1920. Hann lést á heimili sínu í Hafnarfirði, aðfararnótt miðvikudagsins 8. janúar síðastliðins. Gestur var sonur hjónanna Þorgríms Jónssonar, bónda í Laugarnesi og söðlasmiðs,...
MeiraKaupa minningabók
Hjördís Geirdal fæddist á Ísafirði 16. nóvember árið 1930. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi hinn 8. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 16. janúar.
MeiraKaupa minningabók
Jósefína Ágústsdóttir Blöndal var fædd á Seyðisfirði 4. ágúst 1913. Hún andaðist á Akureyri 8. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ágúst Theodór Lárusson Blöndal, f. 5. júlí 1873, og kona hans Ólafía Sigríður Theodórsdóttir, f. 30. maí 1875.
MeiraKaupa minningabók
Lilja Björnsdóttir fæddist á Neðri-Þverá í Vesturhópi í Vestur-Húnavatnssýslu 12. mars 1921. Hún lést á elliheimilinu Grund 3. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jónína Bjarnadóttir, f. 25. september 1892, d. 18.
MeiraKaupa minningabók
Lovísa Guðrún Jónsdóttir fæddist á Ísafirði 19. apríl 1924. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 9. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Pálsson Andrésson bóndi, f.
MeiraKaupa minningabók
Margrét Jósavinsdóttir fæddist á Siglufirði 29. júlí 1915. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Seli á Akureyri 7. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jósavin Guðmundsson, f. á Grund í Höfðahverfi 17.12. 1888, d. 26.5. 1938 og Hlíf Jónsdóttir, f.
MeiraKaupa minningabók
Svava Þorgerður Þórhallsdóttir Johansen fæddist á Höfn í Hornafirði 29. júní 1912. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 2. hinn 8. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórhallur Daníelsson útgerðar- og kaupmaður á Höfn, f.
MeiraKaupa minningabók
Sveinbjörg Linda Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 15. júlí 1954. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 9. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Vigfússon, f. 2. júní 1894, d. 6. júní 1985, og Hulda Aðalheiður Sveinbjörnsdóttir, f.
MeiraKaupa minningabók
Þorbjörg Þórarinsdóttir fæddist 24. maí 1945. Hún lést á Landspítala við Hringbraut 10. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórarinn Steindórsson, f. 11.3. 1912, d. 23.3. 1982, og Halldóra Pálína Hinriksdóttir, f. 13.8. 1917, d. 29. 9. 1984.
MeiraKaupa minningabók
Þórarinn Kristinn Hjörleifsson fæddist í Hnífsdal 16. ágúst 1930. Hann lést á blóðlækningadeild Landspítalans við Hringbraut 7. janúar. Foreldrar hans voru Elísabet Þórarinsdóttir, f. 6.7. 1902, d. 8.10. 1953, og Hjörleifur Steindórsson fiskmatsmaður, f.
MeiraKaupa minningabók
SÓLON Sigurðsson, bankastjóri Búnaðarbanka Íslands, segir að stjórnendum bankans lítist mjög vel á söluna á hlut ríkisins í bankanum. Hann segist vona að það sama muni og eiga við um starfsmenn bankans.
Meira
FBA Holding hefur selt allt hlutafé sitt í Íslandsbanka, 12,5%, og er salan gerð samkvæmt samningi milli Íslandsbanka og FBA Holding og fleiri aðila sem gerður var í ágúst í fyrra.
Meira
PETER Gatti, framkvæmdastjóri og meðeigandi þýska fjárfestingarbankans Hauck & Aufhäuser Privatbankiers KGaA, segir að Búnaðarbankinn sé vænleg fjárfesting. Þá telji hinn þýski banki einnig að hann hafi hag af því að miðla af sérþekkingu sinni.
Meira
ÓLAFUR Ólafsson, forstjóri Samskipa, sem hefur verið formælandi S-hópsins, segist mjög ánægður með að þeim áfanga sé náð að samningur um kaup á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbankanum hafi verið undirritaður.
Meira
Í gær var undirritaður kaupsamningur um kaup S-hópsins svokallaða auk þýsks fjárfestingarbanka á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands. Kaupverðið er um 11,9 milljarðar króna en núvirt meðalgengi hlutabréfa í bankanum í viðskiptunum er 4,81.
Meira
ÁRLEGUR fundur sjávarútvegsráðherra Íslands og Færeyja var haldinn í Reykjavík fyrir skömmu. Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, fór fyrir íslensku sendinefndinni en Jørgen Niclasen, landsstjórnarmaður, fór fyrir þeirri færeysku.
Meira
"ÞETTA er stór stund því þetta er búið að taka mikinn tíma og orku," segir Valgerður Sverrisdóttir um söluna á 45,8% hlut ríkisins í Búnaðarbankanum.
Meira
60 ÁRA afmæli . Í dag, föstudaginn 17. janúar, er sextug Sigríður Friðþjófsdóttir, hárgreiðslumeistari, Glæsibæ 14, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Viðar Óskarsson, járnsmiður. Þau verða heima til kl. 18 í...
Meira
KYNNINGARFUNDUR um Alfa- námskeið verður þriðjudaginn 28. janúar kl. 20 í Digraneskirkju í Kópavogi. Alfa-námskeiðin spyrja um tilgang lífsins og leita svara út frá kristnum sjónarhóli. Námskeiðin eru öllum opin og ekki er krafist undirbúningsmenntunar.
Meira
Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK Gullsmára spilaði tvímenning á tíu borðum mánudaginn 13. janúar sl. Miðlungur 168. Beztum árangri náðu: NS Sigurjón H. Sigurj. - Haukur Bjarnas. 185 Auðunn Bergsv.
Meira
AÐ lokinni spennandi lokaumferð á miðvikudagskvöldið stóð hin sterka sveit Subaru uppi sem sigurvegari í Reykjavíkurmótinu, eftir harða baráttu við sveitir Guðmundar Hermannssonar og Orkuveitu Reykjavíkur, sem urðu jafnar í 2.-3.
Meira
BRÚÐKAUP . Gefin voru saman í Akureyrarkirkju 20. júlí sl. af séra Pálma Matthíassyni þau Antonía María Gestsdóttir og Guðmundur Óskar Guðmundsson. Heimili þeirra er í...
Meira
BRÚÐKAUP . Gefin voru saman 13. júlí 2002 í Viðeyjarkirkju af sr. Bjarna Karlssyni þau Bergþóra Fjóla Úlfarsdóttir og Kristmann Einarsson. Heimili þeirra er í Klukkurima 81,...
Meira
Hallgrímskirkja. Eldriborgarastarf í dag kl. 13. Leikfimi, æfingar við allra hæfi, undir stjórn Jóhönnu Sigríðar. Súpa, kaffi og spjall. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn.
Meira
Í dag er föstudagur 17. janúar, 17. dagur ársins 2003. Antóníumessa. Orð dagsins: Á þeim degi munuð þér skilja, að ég er í föður mínum og þér í mér og ég í yður.
Meira
Í MORGUNBLAÐINU á miðvikudag var sagt frá tveimur umferðarslysum, þar sem lausir hundar komu við sögu. Annars vegar hljóp hundur fyrir bíl og drapst.
Meira
TVEIR af reyndustu leikmönnum Grindvíkinga í körfuknattleik, Pétur Guðmundsson fyrirliði liðsins til margra ára og Bjarni Magnússon, munu ekki leika með liðinu það sem eftir er af tímabilinu.
Meira
* BRYNJAR Jóhannesson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Fram , stjórnar meistaraflokksliði félagsins í kvöld þegar það mætir Fjölni í Reykjavíkurmótinu í Egilshöll. Kristinn Rúnar Jónsson, þjálfari Fram , er á þjálfararáðstefnu á Kanaríeyjum og Jón Þ.
Meira
ÁSTRALÍUMENN hafa tilkynnt hverjir skipa landsliðshóp sinn á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Portúgal, en íslenska landsliðið mætir því ástralska í upphafsleik sínum í keppninni nk. mánudag.
Meira
ATVINNUKNATTSPYRNUMENN frá Norðurlöndum hafa haft orð á sér fyrir að vera "ljúfir" og "góðir" drengir sem hægt sé að stóla á en á undanförnum vikum hefur þessi ímynd fengið á sig brotsjó, þar sem hvert atvikið hefur rekið annað þar sem leikmenn frá Norðurlöndunum hafa verið í aðalhlutverki.
Meira
GRÆNLENSKA landsliðið í handknattleik tapað fyrir franska efstu deildar liðinu Nimes, 21:20, í æfingaleik í Marseille í fyrrakvöld. Staðan var 14:9, franska liðinu í vil, í hálfleik, en það er í 11. sæti af 14 liðum í frönsku deildinni.
Meira
HAUKAR eru með gott tak á Íslandsmeisturum Njarðvíkinga í körfuknattleik og í Hafnarfirði í gærkvöldi unnu þeir þá í fjórða sinn í vetur - í þetta sinnið 94:77 eftir að gestirnir úr Njarðvík misstu móðinn. Með sigrinum höfðu Hafnfirðingarnir sætaskipti og tóku fjórða sætið af gestunum en eftir sem áður eru KR-ingar efstir í deildinni ásamt Grindvíkingum en bæði lið unnu á útivelli eftir tvísýna leiki.
Meira
EINAR Þorvarðarson, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, hefur mikið að gera þessa dagana við undirbúning landsliðsins fyrir HM í Portúgal. Einar er jafnframt aðstoðarmaður Guðmundar Þ. Guðmundssonar landsliðsþjálfara.
Meira
STAÐARBLAÐIÐ Budstikka í Noregi segir í ítarlegri umfjöllun sinni um Marel Baldvinsson að hann hafi aldrei náð sér á strik á þeim 50 klukkustundum sem hann var inni á vellinum með norska úrvalsdeildarliðinu Stabæk.
Meira
STÓRU stjörnurnar í tennisheimi kvenna eiga margar erfitt uppdráttar á opna ástralska meistaramótinu í tennis sem fram fer í Melbourne. Monica Seles frá Bandaríkjunum féll úr leik í gær en hún hefur ávallt komist í fjórðungsúrslit keppninnar í þau átta skipti sem hún hefur tekið þátt í henni. Seles hefur unnið mótið í fjögur skipti á sínum ferli en hún átti ekki möguleika gegn Klöru Koukalovu frá Tékklandi eftir að Seles hafði snúið sig á ökkla í öðru setti leiksins.
Meira
"ÉG er búinn að hitta Graham Taylor knattspyrnustjóra liðsins og við ræddum saman stuttlega og það er hans mat að Aston Villa þurfi leikmann með svipaða hæfileika og ég bý yfir.
Meira
SIGURÐUR Donys Sigurðsson, 16 ára knattspyrnumaður úr Einherja frá Vopnafirði, dvelur um þessar mundir hjá Stoke City í Englandi og verður þar í einn mánuð, eða fram í miðjan febrúar. Hann æfir og spilar með unglingaliði félagsins.
Meira
Stefan Lövgren, lykilmaður sænska landsliðsins í handknattleik, skorar gegn Íslandi í vináttuleik þjóðanna í Landskrona í gærkvöldi án þess að Rúnar Sigtryggsson og Sigfús Sigurðsson fái nokkuð að gert. Svíar unnu nauman sigur, 27:26. Sjá nánar á...
Meira
*SÆNSKI handknattleikskappinn Magnús Wislander, fyrrverandi leikmaður Kiel og núverandi leikmaður Gautaborgarliðsins Redbergslid, verður með íslenska hópnum sem tekur þátt í Partille Cup - unglingamótinu í handknattleik í Gautaborg í sumar.
Meira
ENN einu sinni höfðu Svíar betur gegn Íslendingum þegar þjóðirnar mættust í lokaleik beggja fyrir heimsmeistarakeppnina í handknattleik í Landskrona í gærkvöld.
Meira
Veikindi og slys gera ekki boð á undan sér og geta skyndilega kippt fótunum undan fólki, bæði ómenntuðu og sérmenntuðu á ýmsum sviðum. Slíkt henti bifvélavirkja, vélstjóra og konu sem vann við heimilishjálp. Steingerður Ólafsdóttir setti sig í þeirra spor þegar hún hitti þau í Janusi endurhæfingu ásamt forsvarsmönnum verkefnisins.
Meira
17. janúar 2003
| Daglegt líf (blaðauki)
| 778 orð
| 2 myndir
Ásdís Jónsdóttir 1. og 2. Í fyrra bar mikið á öllum tegundum af skinni. Mokkakápur og leðurjakkar voru vinsælir og áhrifa gætti frá frummönnum svo sem indjánum. Hermannatíska var áberandi.
Meira
ENN er ekki vitað hver verður næsti forseti Tékklands. Vaclav Havel , sem verið hefur forseti landsins síðustu tíu ár, hættir sem forseti 2. febrúar. Havel flutti sína síðustu ræðu á þingi Tékklands á miðvikudag. Það er tékkneska þingið sem kýs...
Meira
STJÓRN Landsvirkjunar samþykkti á fundi um síðustu helgi raforku-samning við Alcoa, eða Fjarðaál, með sex atkvæðum gegn einu. Borgarstjórn samþykkti í gær beiðni Landsvirkjunar um að Reykjavíkur-borg ábyrgist lán vegna byggingar Kárahnjúka-virkjunar.
Meira
Æ fleiri íslenskir fatahönnuðir koma fram á sjónarsviðið með eigin fatalínu, sem þeir annaðhvort selja í eigin verslunum eða hjá öðrum. Flestir eru einyrkjar, fæstir hyggja á landvinninga og hver hefur sinn stíl. Valgerður Þ. Jónsdóttir skoðaði í hverju sérstaða þeirra er fólgin og spurði þá nokkurra spurninga á tískulegum nótum. Fleiri bætast í hópinn í Daglegu lífi á næstunni.
Meira
1. - 3. Ég fylgist sama sem ekkert meðvitað með tískunni, mér finnst það truflandi og hef heldur ekki áhuga á henni. Ég hanna mín föt út frá mínum forsendum hverju sinni og hef því ekki mikið af tískunni að segja.
Meira
17. janúar 2003
| Daglegt líf (blaðauki)
| 979 orð
| 8 myndir
Kristín Sigfríður Garðarsdóttir keramikhönnuður er á förum til Berlínar til að verða við opnun samsýningar íslenskra listamanna og hönnuða. Sveinn Guðjónsson fylgdist með henni við vinnu sína í Stúdíói Subbu, sem er hreinlegt og notalegt keramikverkstæði þrátt fyrir nafnið.
Meira
LEIKFIMI, jóga, þrekæfingar og líkamsrækt af öllum toga er landsmönnum efalítið ofarlega í huga svona rétt eftir allar jóla- og áramótaveislurnar. Þá falla jafnvel mestu hófsemdarmanneskjur fyrir freistingunum og borða og drekka meira en góðu hófi...
Meira
SJÁLFSAGT hafa margir brugðið á leik yfir nýafstaðnar hátíðir og spilað á spil sér til skemmtunar. Trivial Pursuit er eitt þeirra spila sem njóta stöðugra vinsælda enda spurningarnar endurnýjaðar með reglulegu millibili.
Meira
1. Það sem mér finnst almennt hafa einkennt fatatískuna síðastliðið ár eru dökkir litir, aðallega svart, létt, drusluleg stemning, sexí og kvenleg tíska, en þó með strákslegu ívafi. 2.
Meira
LEIKKONAN Nína Dögg Filippusdóttir hefur verið valin til þátttöku í dagskrá sem kallast á íslensku "Rísandi stjörnur". En dagskráin er hluti af á kvikmynda-hátíðinni í Berlín sem haldin verður í febrúar.
Meira
"ÉG vissi ekkert hvað ég átti að gera," segir Auðunn Blöndal, fertugur bifvélavirki frá Blönduósi sem í nóvember árið 1999 greindist með hættulegan erfðagalla og var ráðlagt að hætta að vinna þá erfiðisvinnu sem bifvélavirkjunin er.
Meira
GUÐMUNDUR Þ. Guðmundsson , landsliðs-þjálfari í handknattleik hefur tilkynnt hópinn sem leikur í heimsmeistara-keppninni í Portúgal. Keppnin hefst á mánudag og mætir íslenska liðið Ástralíu í fyrsta leik.
Meira
17. janúar 2003
| Daglegt líf (blaðauki)
| 478 orð
| 4 myndir
STRÁKAR hafa ekki alltaf verið gefnir fyrir skartgripi en það virðist af sem áður var. Þeir eru nú farnir að skreyta sig með hringjum, hálsfestum, lokkum, armböndum og ólum ýmiskonar.
Meira
1. Meðhöndluð galla- og flauelsefni, oft mikið skreytt. Einnig var mikið af prjónuðum, grófum peysum. Mikið var um skreytingar, rykkingar og pífur í blússum, pilsum og bolum.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.