Greinar föstudaginn 31. janúar 2003

Forsíða

31. janúar 2003 | Forsíða | 122 orð | 1 mynd

29 ferkílómetra lón verði 3,3

ÚRSKURÐUR setts umhverfisráðherra gerir ráð fyrir miðlunarlóni utan friðlands Þjórsárvera þar sem lónhæðin er allt að 566 metrar yfir sjávarmáli (m.y.s.) og flatarmál þess er 3,3 ferkílómetrar (km 2 ). Meira
31. janúar 2003 | Forsíða | 94 orð

Bréf átta Evrópuleiðtoga gagnrýnt

COSTAS Simitis, forsætisráðherra Grikklands, gagnrýndi í gær leiðtoga átta Evrópuríkja er birt höfðu opið bréf þar sem lýst er stuðningi við afstöðu Bandaríkjastjórnar í Íraksmálinu. George W. Meira
31. janúar 2003 | Forsíða | 323 orð | 1 mynd

Friðlandið er óskert

Stofnkostnaður virkjunarinnar samkvæmt nýrri tillögu getur orðið allt að 2 milljörðum kr. minni, eða 8,9 til 9,4 milljarðar, en orkugetan minnkar um 15% og rekstrarkostnaður eykst fyrir Landsvirkjun. Meira
31. janúar 2003 | Forsíða | 110 orð

Lestarslys í Ástralíu

TVEGGJA hæða járnbrautarlest með fjórum vögnum fór út af sporinu við þorpið Waterfall skammt sunnan við Sydney í Ástralíu í gærmorgun, (gærkvöldi að ísl. tíma), og var vitað að minnst átta manns týndu lífi auk þess sem margir slösuðust. Meira

Fréttir

31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 186 orð

3½ árs fangelsi fyrir afbrot gegn börnum

HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær karlmann í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn mágkonu sinni og dóttur. Voru stúlkurnar á aldrinum 9 til 12 ára þegar brotin voru framin. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 188 orð

Allir landsmenn hafi aðgang að GSM-kerfinu

ÞRÍR þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að samgönguráðherra verði falið að beita sér í krafti eignarhluta ríkisins í Landssíma Íslands fyrir því að fyrirtækið setji sér það markmið að... Meira
31. janúar 2003 | Akureyri og nágrenni | 85 orð

Andrew Kaye dósent við tónlistardeild Albright...

Andrew Kaye dósent við tónlistardeild Albright College í Pennsylvaníu flytur fyrirlestur á vegum félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Akureyri á morgun, laugardag kl. 13.30 í stofu 24 í húsakynnum háskólans við Þingvalla-stræti. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 122 orð

Atvinnulausum fjölgar um 828

Í GÆR voru 5.909 einstaklingar á atvinnuleysisskrá, 3.178 karlar og 2.731 kona. Frá áramótum hefur þeim sem ekki hafa vinnu fjölgað um 828 eða um 16,3%. Meirihluti atvinnulausra býr á höfuðborgarsvæðinu eða 3.627. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 255 orð

Aukin samstaða er um framkvæmdina

FORYSTUMENN ríkisstjórnarflokkanna lýsa ánægju með úrskurð setts umhverfisráðherra um Norðlingaölduveitu sem kveðinn var upp í gær. Meira
31. janúar 2003 | Landsbyggðin | 148 orð | 1 mynd

Baldursheimsbúið á toppnum

EINS og svo oft áður stendur félagsbúið í Baldursheimi efst þegar litið er til baka yfir afurðir kúabúa síðastliðið ár. Meðalafurðir búsins árið 2002 eftir 18 árskýr voru 7.175 kg mjólkur. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 448 orð

BÍ unir févíti Kauphallar

BÚNAÐARBANKI Íslands hefur ákveðið að una ákvörðun Kauphallar Íslands að beita bankann févíti vegna samnings sem hann gerði við hóp fjárfesta um hlutafjáreign í Straumi hf. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 260 orð

Búnaðarbankinn og Norðurljós

MORGUNBLAÐINU hefur borist fréttatilkynning frá Búnaðarbanka Íslands vegna frétta um hugsanlega yfirtöku á starfsemi Norðurljósa. "Forstjóri Norðurljósa, Sigurður G. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 918 orð | 1 mynd

Dreg fram afleiðingar sem fylgja ákvörðunum

DR. CONOR Skehan, sérfræðingur og ráðgjafi á sviði umhverfismála, segist hafa lagt þrjá skýrt afmarkaða kosti fyrir Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. Meira
31. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 446 orð

Ekkert nýtt um tengsl Íraka og al-Qaeda

EKKI er að finna nýjar upplýsingar um meint tengsl stjórnvalda í Írak við al-Qaeda-hryðjuverkasamtökin í þeim gögnum sem Bandaríkjamenn hyggjast leggja fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á miðvikudag í næstu viku til að sýna fram á að Írakar séu... Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 325 orð

Ekki sektað á leikskólum Reykjavíkurborgar

HVORKI leikskólar Reykjavíkur né Akureyrar hafa hug á því að taka upp sektakerfi komi foreldrar endurtekið of seint að sækja börnin sín líkt og fyrirhugað er að taka upp í Skagafirði. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Eldregn í Slippnum

ÞAÐ var sannkallað eldregn hjá strákunum í Slippnum þar sem þeir voru að logsjóða á dögunum. Þrátt fyrir logandi úrkomuna halda þeir ótrauðir áfram við vinnu sína enda dugar lítið að hika við slíka vinnu. Meira
31. janúar 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 69 orð | 1 mynd

Enginn staður seldi unglingum tóbak

FORVARNARNEFND Hafnarfjarðabæjar stóð nýverið fyrir könnun á sölu tóbaks til barna yngri en 18 ára í bæjarfélaginu. Tveir 15 unglingar voru sendir í alla sölustaði tóbaks til að freista þess að fá afgreiðslu. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 284 orð

Engin úrræði í heilbrigðiskerfinu

YFIRLÆKNIR á réttargeðdeildinni á Sogni segir í úrskurði yfir manni sem var sviptur sjálfræði í átta mánuði, að ekki séu úrræði fyrir manninn í heilbrigðiskerfinu. Hann telur manninn hættulegan öðrum og hann þurfi gagngera íhlutun í líf sitt. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Erum bestir á Norðurlöndum

ÍSLAND er eina Norðurlandaþjóðin sem stendur eftir í heimsmeistarakeppni í handknattleik og takist íslenska liðinu að vinna annan hvorn þeirra leikja sem það á eftir verður það eini fulltrúi Norðurlandanna í handknattleikskeppni næstu Ólympíuleika í... Meira
31. janúar 2003 | Akureyri og nágrenni | 48 orð

Eyþór Ingi Jónsson organisti heldur hádegistónleika...

Eyþór Ingi Jónsson organisti heldur hádegistónleika í Akureyrarkirkju á morgun, laugardaginn 1. febrúar kl. 12. Á efnisskrá tónleikanna verða verk eftir Jehan Titelouze, J.S. Bach, Oskar Lindberg og Magnús Blöndal Jóhannsson. Lesari á tónleikunum er sr. Meira
31. janúar 2003 | Miðopna | 159 orð | 1 mynd

Fagnaðarefni ef ekki verður frekari röskun

SVERRIR Hermannsson, formaður Frjálsynda flokksins, segist fagna því ef úrskurður setts umhverfisráðherra leiðir til þess að ekki verði um frekari röskun á Þjórsárverum að ræða. Meira
31. janúar 2003 | Suðurnes | 153 orð

Fellt að víkja bæjarstjóra úr starfi

FULLTRÚAR Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Grindavíkur vilja að bæjarstjóranum verði vikið úr starfi. Tillaga þeirra þess efnis var felld af fulltrúum meirihlutans og fullu trausti lýst á bæjarstjóra. Meira
31. janúar 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 312 orð | 1 mynd

Foreldrar í Langholtsskóla krefjast úrbóta

FULLTRÚAR foreldraráðs Langholtsskóla afhentu á dögunum Stefáni Jóni Hafstein, borgarfulltrúa og formanni fræðsluráðs, undirskriftarlista frá 430 foreldrum þar sem skorað er á fræðsluyfirvöld að standa við loforð um viðbyggingu við skólann. Meira
31. janúar 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 207 orð

Fundum borgarstjórnar útvarpað beint

HEIMASÍÐA Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is, hefur nú fengið nýtt útlit. Meðal nýjunga á vefnum er að framvegis verður hægt að hlusta á fundi borgarstjórnar í beinni útsendingu. Þá er í athugun að setja eldri fundi á vefinn. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 385 orð | 2 myndir

Gagnrýni á rannsóknir á Torfajökulssvæðinu

ÞINGMENN Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs gagnrýndu harðlega við upphaf þingfundar á Alþingi í gærmorgun áform Landsvirkjunar um að rannsaka jarðhita á Torfajökulssvæðinu með tilliti til hugsanlegrar raforkuframleiðslu. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Gamli Gullfaxi í Keflavík á ný

ÞRJÁTÍU og sex ára þota af gerðinni B727-100 hafði viðdvöl á Keflavíkurflugvelli í gær en þotan hét upphaflega Gullfaxi og var í eigu Flugfélags Íslands. Var hún fyrsta þotan sem Íslendingar eignuðust og kom hingað til lands sumarið 1967. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 158 orð

Halda fótboltamót til styrktar vinkonu sinni

SJÖ stelpur úr Mosfellsbænum hafa tekið höndum saman og ætla að halda fótboltamót á laugardaginn og láta ágóðann renna óskiptan til vinkonu sinnar, Rebekku Alwood. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 229 orð

Háttsemin fer í bága við lög

SAMKEPPNISRÁÐ hefur ákveðið að beina formlega þeim tilmælum til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. (FLE) á Keflavíkurflugvelli að hún fresti frekari framkvæmd forvals og fyrirhuguðum skipulagsbreytingum til 1. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 151 orð | 1 mynd

Hefur áhyggjur af opnum skurðum

"ÞAÐ er jákvætt út af fyrir sig að lónið skuli fara út úr friðlandinu, en svo er annað mál hvort Landsvirkjun sé sátt við það vegna hagkvæmnissjónarmiða," segir Jónas Jónsson, oddviti Ásahrepps. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Hekla kynnir nýjan Pajero um helgina

HEKLA kynnir nýjan Pajero jeppa helgina 1.-2. febrúar í höfuðstöðvum sínum að Laugavegi í Reykjavík, Heklu Selfossi og Heklu Reykjanesbæ, ásamt því að í boði er reynsluakstur. Ný ímynd Mitsubishi Motors birtist m.a. í endurhönnuðu grilli. Meira
31. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 337 orð | 2 myndir

Herþyrla hrapar

BANDARÍSK herþyrla með fjóra menn innanborðs hrapaði í gær nálægt Bagram-herstöðinni við Kabúl í Afganistan og fórust allir um borð. Meira
31. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 1154 orð | 1 mynd

Hélt fram hjá Játvarði með leynilegum elskhuga

WALLIS Simpson, fráskilin kona frá Bandaríkjunum, var í tygjum við kvæntan bílasala á laun árið 1935 þegar hún var í ástarsambandi við Játvarð ríkisarfa, sem seinna varð ókrýndur konungur Breta en afsalaði sér konungstign til að geta kvænst henni. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 246 orð

Hraðinn meiri og breytingar stærri

ARI Teitsson, formaður Bændasamtakanna, segir að veruleg tíðindi felist í þeim tillögum sem ESB hefur lagt fram í nýrri samningarlotu á vegum Heimsviðskiptastofnunarinnar. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 416 orð

Hugsanlega enn meiri samdráttur í veiðum

ÞEIR sem stunda hörpudisksveiðar og vinnslu í Breiðafirði eru uggandi yfir ástandi stofnsins og litlum aflaheimildum undanfarin ár. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 274 orð | 1 mynd

Hundrað störf í húfi í Stykkishólmi

"JÁ, VIÐ höfum áhyggjur af ástandinu, án þess að ég vilji vera að mála skrattann á vegginn," segir Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, en yfir hundrað störf tengjast skelfiskveiðum í bænum. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 38 orð

Í dag S igmund 8 M...

Í dag S igmund 8 M inningar 35/42 V iðskipti 16/17 B réf 44 E rlent 18/21 S kák 45 H öfuðborgin 22 D agbók 46/47 A kureyri 23 Þ jónusta 47 S uðurnes 24 K irkjustarf 47 L andið 25 L eikhús 648 L istir 26/32 F ólk 48/53 F orystugrein 28 B íó 50/53 V iðhorf... Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Í réttum galla í rólunni

ÞAÐ vantaði ekki réttan klæðnað hjá honum Þóri Þorbjörnssyni þar sem hann var á fleygiferð í rólunni á leikskólanum Listakoti í vikunni. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 179 orð | 1 mynd

Jákvætt að friðlandsmörkin skuli virt

"Ég ætla hvorki að lýsa harmi né ánægju með úrskurð ráðherra vegna ýmissa óvissuþátta, en tel samt mjög jákvætt að friðlandsmörkin skuli virt," segir Már Haraldsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Meira
31. janúar 2003 | Miðopna | 226 orð | 1 mynd

Kemur á óvart að fara verði út úr friðlandinu

"ÞAÐ kemur okkur dálítið á óvart það skilyrði að fara verði út úr friðlandinu vegna þess að í friðlýsingunni fyrir um 20 árum var gert ráð fyrir lóni sem taldist stærra en það sem við höfum sóst eftir," segir Friðrik Sophusson, forstjóri... Meira
31. janúar 2003 | Suðurnes | 263 orð | 1 mynd

Kenna lestur á heimilum sínum

TVÆR konur í Reykjanesbæ, sem sótt hafa námskeið í Lestrarskóla Helgu, taka að sér að kenna börnum að lesa. Eru þær með þessa starfsemi heima hjá sér. Meira
31. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 173 orð

Kim sagður múta Kim

KIM Dae-Jung, fráfarandi forseti Suður-Kóreu, varði í gær gerðir ríkisstjórnar sinnar í samskiptunum við Norður-Kóreu, eftir að skýrsla stjórnskipaðrar rannsóknarnefndar var birt þar sem staðfest var að háar summur af suður-kóresku almannafé hefðu verið... Meira
31. janúar 2003 | Akureyri og nágrenni | 219 orð | 1 mynd

Kompan fagnar 5 ára afmæli

KOMPAN sem Aðalheiður S. Eysteinsdóttir rekur í Listagilinu svonefnda á Akureyri er 5 ára í dag og af því tilefni verður efnt til veislu á vinnustofu hennar í kvöld kl. 21 fyrir velunnara Kompunnar. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 81 orð

Leiðrétt

Einkahlutafélög og hlutafélög Í baksíðufrétt í gær stóð að í fyrra hafi verið nýskráð 3.120 einkahlutafélög en þar átti að standa 3.120 einkahlutafélög og hlutafélög. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 465 orð | 1 mynd

Lækningamáttur ljóðsins lengi verið þekktur

ÍSLENSKU bókmenntaverðlaunin 2002 voru afhent í gær af Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum. Ingibjörg Haraldsdóttir hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir ljóðabókina "Hvar sem ég verð" og Pétur M. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 288 orð

Lækningapredikari í Smáralind

FRJÁLSU kristnu trúfélögin á höfuðborgarsvæðinu, Vegurinn, Hvítasunnukirkjan Fíladelfía og Krossinn, standa fyrir heimsókn lækningapredikarans Charles Ndifon dagana 1.-5. febrúar. "Nú erum við búin að snúa blaðinu við. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 83 orð

Lögreglumaður ákærður

LÖGREGLUMAÐUR sem í haust var sakaður um kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum hefur verið ákærður af ríkissaksóknara og hefur málið verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur. Líkt og í öðrum kynferðisbrotamálum eru þinghöldin lokuð. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 751 orð | 1 mynd

Málefni sem snertir alla

Freydís Jóna Freysteinsdóttir er fædd á Siglufirði árið 1966. Freydís hefur lokið BA-gráðu í sálfræði og félagsráðgjöf og starfsréttarnámi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 181 orð

Megrunarbók Ásmundar uppseld

BÓK Ásmundar Stefánssonar hagfræðings og Guðmundar Björnssonar læknis um Atkins-megrunarkúrinn svokallaða er uppseld eftir tæpa viku í sölu en hún var prentuð í 3.000 eintökum. Þegar liggja fyrir pantanir vegna annarrar útgáfu, sem nú er í prentun. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 131 orð

Meirihluti andvígur frjálsum innflutningi búvara

SAMKVÆMT skoðanakönnun sem Fréttablaðið birti í gær eru 57% landsmanna andvíg frjálsum innflutningi á landbúnaðarafurðum en 43% fylgjandi. Þá er aðeins tekið mið af þeim sem svöruðu. Meira
31. janúar 2003 | Landsbyggðin | 275 orð | 2 myndir

Miklar framfarir í mjólkurframleiðslu

JÓN Viðar Jónmundsson, nautgriparæktarráðunautur hjá Bændasamtökunum, segir að miklar framfarir hafi orðið í nautgriparækt á síðustu árum. Á rúmum einum áratug hafi meðalafurðir aukist um þúsund lítra. Meira
31. janúar 2003 | Akureyri og nágrenni | 250 orð | 1 mynd

Níu fyrirtæki um land allt taka þátt í verkefninu

NÍU fyrirtæki víðs vegar að af landinu hófu í gær þátttöku í verkefni sem nefnist "Nýsköpun og markaðssókn í starfandi fyrirtækjum," í samstarfi við Impru, nýsköpunarmiðstöð á Akureyri. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 90 orð

Norðurljós fá afhent gögn

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur fallist á kröfu Norðurljósa samskiptafélags hf. um að fá afhent gögn varðandi kæru Norðurljósa til Fjármálaeftirlitsins á hendur Búnaðarbankanum. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 245 orð

Ný raforkulög taki gildi 1. júní

VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnaðarráðherra mælti á Alþingi í gær fyrir frumvarpi til nýrra raforkulaga. Frumvarpið felur í sér heildarendurskoðun á löggjöf um vinnslu, flutning, dreifingu og sölu raforku. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 366 orð

Óðinn er í betra standi en talið var

Um 11 milljónir króna kostar að gera varðskipið Óðinn, haffært að nýju. Mun Landhelgisgæslan tilkynna dómsmálaráðuneytinu viðgerðarkostnaðinn um leið og skrifleg staðfesting hefur fengist á honum. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 96 orð

Óhjákvæmilegt að tafir verði

FRIÐRIK Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir ljóst að framkvæmdir við Norðlingaölduveitu muni tefjast. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Ólík þróun hjá ríki og borg

ÞETTA línurit sem borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks hefur látið gera sýnir ólíka þróun í hreinum skuldum ríkissjóðs án lífeyrisskuldbindinga og hreinum skuldum Reykjavíkurborgar. Meira
31. janúar 2003 | Miðopna | 126 orð | 1 mynd

Óljóst með áhrif úrskurðarins

RAGNAR Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Norðuráls, segir óljóst hvað úrskurðurinn þýði. Meira
31. janúar 2003 | Miðopna | 74 orð | 2 myndir

"Held að allir sanngjarnir menn muni fagna þessari niðurstöðu"

Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna lýsa ánægju með úrskurð setts umhverfisráðherra um Norðlingaölduveitu, sem kveðinn var upp í gær. Formenn Samfylkingarinnar og Frjálslyndaflokksins segja gleðiefni að mörk friðlands Þjórsárvera verða virt. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 654 orð

Samkomulagið um Þjórsárver

NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ, undanfari Náttúruverndar ríkisins sem nú tilheyrir Umhverfisstofnun, veitti undanþágu fyrir miðlunarlóni við Norðlingaöldu í 581 metra yfir sjó (m.y.s. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 479 orð

Samningagerð vegna ytri endurskoðunar stöðvuð

KÆRUNEFND útboðsmála hefur ákveðið að stöðva samningagerð Reykjavíkurborgar um að færa ytri endurskoðun borgarinnar í hendur endurskoðunarfyrirtækis, þar til skorið hefur verið úr kæru fyrirtækisins Deloitte&Touche sem átti lægsta tilboð í umrætt verk í... Meira
31. janúar 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 81 orð

Samræmt skóladagatal fyrir leik- og grunnskóla

LEIKSKÓLA- og grunnskólakennarar á Seltjarnarnesi héldu á dögunum sameiginlegan námskeiðsdag en hér er um breytt fyrirkomulag að ræða. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Skálafell undir rekstur tólf sveitarfélaga

TÍMAMÓT urðu í rekstri skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins í gær þegar fulltrúar 12 sveitarfélaga skrifuðu undir þjónustusamning um rekstur þeirra. Mun Skálafell hér eftir falla undir rekstur þessara aðila auk Bláfjalla. Nýr upplýsingavefur, www.skidasvaedi. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 65 orð

Skráningarfrestur í símaskrá að renna út

FRESTUR til að breyta skráningu í prentuðu símaskránni rennur út í dag. Skráin kemur út í maí. Í skránni verður að finna símanúmer viðskiptavina allra símafyrirtækjanna. Meira
31. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Skriðuföll á Jövu í Indónesíu

ÞORPIÐ Mandalasari á eynni Jövu í Indónesíu þurrkaðist að mestu út í miklum skriðuföllum í gær. Hér ber einn íbúanna son sinn burt úr rústunum en talið er, að 20 menn að minnsta kosti hafi farist og tuga manna er saknað. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 211 orð

Skýrslan þótti upplýsandi

NEFND Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna tók fyrir skýrslu íslenskra stjórnvalda um framkvæmd samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. Þetta er önnur skýrslan sem íslensk stjórnvöld leggja fyrir. Skýrslan fjallar m.a. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 856 orð | 1 mynd

Starfið eins og að ganga í björg

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir sat sinn síðasta borgarstjórnarfund sem borgarstjóri í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær en á mánudag tekur Þórólfur Árnason, fyrrverandi forstjóri Tals, við stjórnartaumunum í ráðhúsinu. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Starfsmenn Íslandsbanka kaupa bréf fyrir 733 milljónir

TÓLF starfsmenn Íslandsbanka keyptu á þriðjudaginn hlutabréf í bankanum, alls að nafnverði 156 milljónir króna. Kaupin fóru fram á genginu 4,7, þannig að alls voru greiddar 733 m.kr. fyrir bréfin. Meira
31. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 645 orð

Sýnir klofning meðal ráðamanna í Evrópu

LEIÐTOGAR átta Evrópuríkja hafa í opnu bréfi, sem birt var í tólf dagblöðum í Evrópu í gær, lýst yfir stuðningi við afstöðu Bandaríkjastjórnar í Íraksmálinu. Meira
31. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 368 orð | 1 mynd

Taílendingar ævareiðir Kambódíumönnum

STJÓRNVÖLD í Taílandi lokuðu í gær landamærum ríkisins við Kambódíu, drógu úr stjórnmálasamskiptum við landið og fluttu taílenska borgara í Kambódíu heim. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 62 orð

Tillaga um nýja framkvæmd

*Stífla í Þjórsá á móts við Norðlingaöldu. Líkleg staðsetning um 2 km neðan ármóta við Svartá. *Veitulón ofan stíflu, að mestu í farvegi Þjórsár, með lækkaðri lónhæð. *Veitumannvirki, s.s. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 209 orð

Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun

HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær tvo 19 ára pilta í annars vegar tveggja ára fangelsi og hins vegar 22 mánaða fangelsi fyrir að nauðga stúlku heima hjá öðrum þeirra sumarið 2000 þegar þeir voru 17 ára og stúlkan tæplega orðin svo gömul. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 94 orð

Tvær jeppaveltur á Holtavörðuheiði

TVEIR jeppar ultu á Holtavörðuheiði í gærkvöldi, annar laust fyrir klukkan átta en hinn um níuleytið. Engan sakaði við velturnar. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 220 orð

Umsögn Landsvirkjunar hafnað

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frétttatilkynning frá Landsvirkjun vegna umfjöllunar um jarðhitarannsóknir á Torfajökulssvæðinu. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 123 orð

Úr reglum friðlandsins

1. Sérstök nefnd, Þjórsárveranefnd, er Náttúruvernd ríkisins, nú Umhverfisstofnun, til ráðuneytis um málefni friðlandsins. 2. Meira
31. janúar 2003 | Miðopna | 251 orð | 1 mynd

Úrskurðað með óvæntum hætti

ÁRNI Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir vonbrigði að ráðherra skuli fallast á framkvæmdina. "Hann gerir það með nokkuð óvæntum hætti," segir Árni. Meira
31. janúar 2003 | Miðopna | 513 orð | 1 mynd

Úrskurðurinn veldur miklum vonbrigðum

STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir úrskurð setts umhverfisráðherra um Norðlingaölduveitu valda miklum vonbrigðum. Meira
31. janúar 2003 | Miðopna | 263 orð | 1 mynd

Úrskurðurinn virkar vel á mig við fyrstu sýn

"VIÐ fyrstu sýn virkar úrskurður setts umhverfisráðherra vel á mig," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 1185 orð | 2 myndir

Út fyrir friðlandið með nýju lóni

Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen gerir í tillögum sínum til setts umhverfisráðherra ráð fyrir 3,3 km2 miðlunarlóni Norðlingaölduveitu utan við friðland Þjórsárvera í stað 28,6 km2 áður. Stofnkostnaður fyrir Landsvirkjun er talinn minni en orkukostnaður hærri. Meira
31. janúar 2003 | Miðopna | 244 orð | 1 mynd

Veruleg breyting að menn vilji vernda friðlöndin

ÓLÖF Guðný Valdimarsdóttir, formaður Landverndar, segir að helst hefði hún viljað sjá að hætt hefði verið við framkvæmdina við Norðlingaölduveitu í úrskurðinum og friðlandið stækkað enda hafi samtökin lagt það til. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 46 orð

Viðbrögð íslensku ráðastéttarinnar við stríðsundirbúningi gegn...

Viðbrögð íslensku ráðastéttarinnar við stríðsundirbúningi gegn Írak og afstaða vinnandi fólks er titill málfundar aðstandenda sósíalíska vikublaðsins The Militant föstudaginn 31. janúar kl. 17:30. Meira
31. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 95 orð

Vilja kjósa sem fyrst

MEIRIHLUTI Norðmanna telur það ekki þjóna neinum tilgangi að bíða með nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu, ESB. Er það skoðun 55% landsmanna en 35% vilja bíða enn. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 75 orð

Vinstrihreyfingin - grænt framboð efnir til...

Vinstrihreyfingin - grænt framboð efnir til ráðstefnu um nýsköpun í atvinnumálum á Hótel Loftleiðum í Reykjavík laugardaginn 1. febrúar. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 259 orð

V-listinn frestar beiðni um opinbera rannsókn

LÚÐVÍK Bergvinsson, oddviti Vestmannaeyjalistans og alþingismaður, segir að beiðni um opinbera rannsókn á fjárhagsmálefnum Þróunarfélags Vestmannaeyja verði frestað þar sem félagsmálaráðuneytið hafi hafið sjálfstæða skoðun á félaginu. Meira
31. janúar 2003 | Miðopna | 285 orð | 1 mynd

Vona að Landsvirkjun treysti sér í málið

VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir úrskurð setts umhverfisráðherra um Norðlingaölduveitu vera vel rökstuddan en sú spurning sé sér efst í huga hvort Landsvirkjun treysti sér til að ráðast í þessa framkvæmd. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 426 orð | 1 mynd

Vonandi sáttahönd sem leysir deilur

JÓN Kristjánsson segist í samtali við Morgunblaðið vona að með úrskurðinum hafi verið rétt fram sáttahönd sem leggi niður þær miklu deilur sem hafi verið um Norðlingaölduveitu og umhverfisáhrif þeirrar framkvæmdar. Meira
31. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 221 orð | 1 mynd

Vopnahlé vekur vonir um frið í Nepal

STJÓRN Nepals kvaðst í gær ætla að efna til viðræðna við alla stjórnmálaflokka landsins um pólitíska framtíð þess eftir að hafa náð samkomulagi við uppreisnarmenn úr röðum maóista. Meira
31. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 188 orð | 4 myndir

Yfirlit

VIRKJUN MEÐ SKILYRÐUM Settur umhverfisráðherra, Jón Kristjánsson, hefur úrskurðað að virkja megi við Norðlingaöldu en gegn ströngum skilyrðum. Meira
31. janúar 2003 | Miðopna | 192 orð | 1 mynd

Þarna er verið að fara bil beggja aðila

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segist vera mjög ánægður með niðurstöðu setts umhverfisráðherra um Norðlingaölduveitu. Meira
31. janúar 2003 | Erlendar fréttir | 174 orð

Þjóðaratkvæði ógerlegt

FORMAÐUR sérstakrar sendinefndar Evrópuráðsins í Tétsníu, breski þingmaðurinn Frank Judd, hótaði í gær að segja af sér ef Rússar efndu til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá fyrir uppreisnarhéraðið 23. mars, að sögn AFP -fréttastofunnar. Meira
31. janúar 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 188 orð

Þjónustumiðstöðvar komi í alla borgarhluta

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að útfæra hugmyndir um þjónustumiðstöðvar sem starfræktar verði í borgarhlutum eða hverfum borgarinnar. Tvær slíkar miðstöðvar eru þegar starfræktar, Miðgarður í Grafarvogi og Vesturgarður í Vesturbæ. Meira
31. janúar 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 76 orð

Þrjú ný deiliskipulög í kynningu

ÞRJÚ ný deiliskipulög eru sem stendur í kynningu hjá skipulags- og byggingarsviði borgarinnar. Þau eru: miðborgarreitur (Ölgerðarreitur), Reynisvatnsheiði - hitaveitugeymar og Suðurgötukirkjugarður. Meira

Ritstjórnargreinar

31. janúar 2003 | Leiðarar | 772 orð

Grundvöllur sátta

Úrskurður Jóns Kristjánssonar, setts umhverfisráðherra, um Norðlingaölduveitu er fagnaðarefni. Meira
31. janúar 2003 | Staksteinar | 395 orð

- Hans, Gréta og launamunurinn

GRÉTA litla er sex ára. Herbergið hennar er bleikt en ekki blátt. Samkvæmt því á Gréta ekki eftir að eiga sér viðreisnar von á vinnumarkaðnum. Hún verður alltaf launalægri en Hans. En hversu miklu launalægri? Meira

Menning

31. janúar 2003 | Fólk í fréttum | 479 orð | 1 mynd

Bíóin í borginni Sæbjörn Valdimarsson/Heiða Jóhannsdóttir/Hildur Loftsdóttir.

Hafið Með Hafinu er komið fram verk sem ber því vitni að íslenskt listafólk hafi náð fullkomnum tökum á hinu alþjóðlega tungumáli kvikmyndalistarinnar. (H.J.) Háskólabíó. Meira
31. janúar 2003 | Fólk í fréttum | 173 orð | 1 mynd

Britney, Britney, Britney!

NÝJUSTU rannsóknir hafa sýnt að Britney Spears er nú þekktasti einstaklingur heims og fer létt með að skjóta þjóðhöfðingjum eins og Bush og Betu ref fyrir rass. Já, máttug er dægurtónlistin! Meira
31. janúar 2003 | Menningarlíf | 126 orð | 1 mynd

Dönsk bókmenntakynning

DÖNSK bókmenntakynning verður í Norræna húsinu á morgun, laugardag, kl. 16-18. Meira
31. janúar 2003 | Fólk í fréttum | 505 orð | 1 mynd

Efling líkama og sálar

ORKA, lækningar og heimspeki eru þau þrjú orð, sem eru höfð til hliðsjónar í allri starfsemi Heilsudrekans, sem er kínversk heilsulind við Ármúla. Meira
31. janúar 2003 | Fólk í fréttum | 126 orð | 1 mynd

Hafður fyrir rangri sök

Háskólabíó frumsýnir Irreversible. ____ Leikarar: Monica Bellucci, Vincent Cassel, Albert Dupontel, Philippe Nahon, Jo Prestia, Stéphane Drouot, Jean-Louis Costes, Mourad Khima og Gaspar Noé. Meira
31. janúar 2003 | Menningarlíf | 84 orð

Í dag

ReykjavíkurAkademían, JL-húsinu Sýning á verkum nemenda í framhaldsáfanga í málun við Myndlistaskólann í Reykjavík verður opnuð í dag. Verkin eru frá sl. haustönn. Meira
31. janúar 2003 | Menningarlíf | 1214 orð | 2 myndir

Leit að merkingu

Nemendaleikhúsið frumsýnir Tattú eftir Sigurð Pálsson í Smiðjunni við Sölvhólsgötu í kvöld. Súsanna Svavarsdóttir ræddi við höfundinn, leikstjórann og leikhópinn um merkingu og merkingu, samruna tímans og ýmislegt annað. Meira
31. janúar 2003 | Menningarlíf | 33 orð

Leyndarmál rósanna

Höfundur: Manuel Puig. Leikstjórn Halldór E. Laxness. Leikmynd og búningar: Þórarinn Blöndal. Þýðing: Halldór E. Laxness. Lýsing: Ingvar Björnsson. Hljóðmynd: Gunnar Sigurbjörnsson. Gervi, hár og förðun: Linda B. Óladóttir og Halldóra Vébjörnsdóttir. Meira
31. janúar 2003 | Menningarlíf | 1303 orð | 4 myndir

Leyndarmál rósa og jafnréttis

Skammt er stórra högga á milli hjá Leikfélagi Akureyrar; í kvöld frumsýnir félagið argentínska leikritið Leyndarmál rósanna og á morgun verður Uppistand um jafnréttismál frumsýnt. Skapti Hallgrímsson ræddi við Halldór E. Laxness sem leikstýrir hvoru tveggja og þýddi auk þess Leyndarmál rósanna. Meira
31. janúar 2003 | Fólk í fréttum | 199 orð | 3 myndir

Quarashi sterkir

LOFTKASTALINN var sneisafullur af aðdáendum jaðarvænnar tónlistar í gær; rapp-, raf- og rokkaðdáendur hylltu sitt fólk þegar afhending tónlistarverðlauna Radio X og Undirtóna fór fram í fyrsta skipti. Meira
31. janúar 2003 | Fólk í fréttum | 125 orð | 1 mynd

ROKKSVEITIN Pearl Jam er við að...

ROKKSVEITIN Pearl Jam er við að leggja í hann til að kynna nýjasta verk sitt, Riot Act, og byrja túrinn í Ameríku. Meira
31. janúar 2003 | Fólk í fréttum | 179 orð | 1 mynd

Siglir undir fölsku flaggi

Sambíóin frumsýna Catch Me if You Can. _________ Leikarar: Leonardo DiCaprio, Tom Hanks, Christopher Walken, Jennifer Garner, Nathalie Baye, Martin Sheen og Amy Adams. Meira
31. janúar 2003 | Fólk í fréttum | 219 orð | 1 mynd

Spæjaragengið aftur á stjá

Smárabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó á Akureyri frumsýna Spy Kids 2. _______ Leikarar: Antonio Banderas, Carla Gugino, Alexa Vega, Daryl Sabara, Steve Buscemi og Bill Paxton. Meira
31. janúar 2003 | Fólk í fréttum | 167 orð | 1 mynd

Stormasöm ævi Fridu

Bíófélagið 101 og Regnboginn frumsýna Frida. _______ Leikarar: Salma Hayek, Alfred Molina. Meira
31. janúar 2003 | Menningarlíf | 39 orð

Tattú

Höfundur: Sigurður Pálsson. Leikendur: Björn Thors, Bryndís Ásmundsdóttir, Davíð Guðbrandsson, Esther Talía Casey, Ilmur Kristjánsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Þorleifur Örn Arnarsson. Meira
31. janúar 2003 | Tónlist | 365 orð | 1 mynd

Tvistar, fjarkar og fimmur

Ónefndur strengjakvartett og Einar Jóhannesson fluttu kammerverk eftir Mozart. Kynnir var þorsteinn Gylfason. Mánudagurinn 27. janúar, 2003. Meira
31. janúar 2003 | Fólk í fréttum | 183 orð | 1 mynd

Umdeild atvik og falleg mörk

SPARKARAR af öllum stærðum og gerðum hafa tilefni til að gleðjast því þátturinn 4-4-2 er á dagskrá Sýnar klukkan 20 í kvöld. Þetta er fótboltaþáttur fyrir byrjendur jafnt og lengra komna og fjalla umsjónarmennirnir Snorri Már og Þorsteinn J. Meira
31. janúar 2003 | Menningarlíf | 313 orð | 1 mynd

Vetrarhátíð gerð að árlegum viðburði

VETRARHÁTÍÐ í Reykjavík verður haldin í annað sinn dagana 27. febrúar til 2. mars. Meira
31. janúar 2003 | Fólk í fréttum | 112 orð | 3 myndir

...þokkanornunum þremur

SYSTURNAR hæfileikaríku í þáttunum Charmed , sem eru á dagskrá SkjásEins klukkan 21 í kvöld, sýna góða takta sem nornirnar Phoebe, Paige og Piper. Með hlutverk þeirra fara þokkadísirnar Alyssa Milano, Rose McGowan og Holly Marie Combes. Meira
31. janúar 2003 | Menningarlíf | 134 orð | 1 mynd

Æfingar hafnar á Pabbastrák

ÆFINGAR hófust í Þjóðleikhúsinu í gær á Pabbastrák nýju leikriti eftir Hávar Sigurjónsson. Í leikritinu er fjallað um hvernig faðir og móðir bregðast við samkynhneigð sonar síns og hvernig þau viðbrögð kalla fram fordóma og ást í ýmsum myndum. Meira

Umræðan

31. janúar 2003 | Bréf til blaðsins | 553 orð

Atvikið við Gardermoen og "nærflugslys"

UNDANFARIÐ hefur verið nokkur umræða um flugatvik sem átti sér stað við Gardermoen-flugvöll í Noregi fyrir um ári. Meira
31. janúar 2003 | Aðsent efni | 749 orð | 1 mynd

Atvinnuleysi er áfall

"Nú er mesta atvinnuleysið á Suðurnesjum og fer hratt vaxandi á höfuðborgarsvæðinu." Meira
31. janúar 2003 | Aðsent efni | 607 orð | 1 mynd

Er fangelsi lausnin gagnvart fíkniefnabrotum?

"Mikilvægt er að leita allra leiða til að stemma stigu við fíkniefnabölinu og minnka neyslu fíkniefna sem fer sívaxandi..." Meira
31. janúar 2003 | Aðsent efni | 723 orð | 1 mynd

Lyfjagagnagrunnur er áhættusamur

"Í framlögðum gögnum hefur ekki verið rætt um að gerðar verði sérstakar öryggisráðstafanir varðandi þessa gagnagrunna." Meira
31. janúar 2003 | Aðsent efni | 517 orð | 1 mynd

Slæm kjör aldraðra og öryrkja

"Það er því Framsókn sem ber ábyrgð á kjörum aldraðra og öryrkja." Meira
31. janúar 2003 | Bréf til blaðsins | 260 orð | 1 mynd

Um listalýðinn í Reykjavík

NÚ er manni nóg boðið yfir listalýðnum í Reykjavík. Það er furðulegt að sjá þetta sama fólk standa í mótmælum fyrir utan Alþingishúsið og aðrar stofnarnir dag eftir dag þegar verið er að fjalla um Kárahnjúkavirkjun eða álver við Reyðarfjörð. Meira
31. janúar 2003 | Bréf til blaðsins | 395 orð | 1 mynd

Um stöðumæla

MIG langaði til að bæta svolitlu við grein á bls. 24 í Morgunblaðinu 9. jan. sl. Bílastæði í miðborginni, eru alltof dýr og allt of fá, þetta er ein af ástæðum McDonalds fyrir að flýja úr miðbænum. Meira
31. janúar 2003 | Aðsent efni | 394 orð | 1 mynd

Þjóðaratkvæði um Kárahnjúka

"Þjóðaratkvæðagreiðsla í maí í vor yrði farsæl lausn fyrir land og þjóð." Meira

Minningargreinar

31. janúar 2003 | Minningargreinar | 2655 orð | 1 mynd

ARNDÍS ÞORVALDSDÓTTIR

Arndís Þorvaldsdóttir fæddist í Hafnarfirði 23. mars 1924. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtudaginn 23. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorvaldur Ásgeir Kristjánsson málarameistari, f. 10.10. 1900, d. 9.3. Meira  Kaupa minningabók
31. janúar 2003 | Minningargreinar | 1403 orð | 1 mynd

ÁGÚST SVERRISSON

Ágúst Sverrisson fæddist á Seyðisfirði hinn 13. ágúst 1931. Hann lést á heimili sínu á Melhaga 17 í Reykjavík sunnudaginn 19. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Lára S. Ágústsdóttir, f. 9.10. 1908, d. 29.6. 1993, og Sverrir Sigurðsson, f. 30.8. Meira  Kaupa minningabók
31. janúar 2003 | Minningargreinar | 516 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR E. JÚLÍUSSON

Guðmundur Einar Júlíusson matsveinn fæddist á Akranesi 11. nóv. 1929. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 23. jan. síðastliðinn. Foreldrar hans voru Júlíus Einarsson skipstjóri og Ragnheiður Björnsdóttir húsmóðir. Hann kvæntist 1. sept. 1951 Björgu J. Meira  Kaupa minningabók
31. janúar 2003 | Minningargreinar | 1386 orð | 1 mynd

HELGA HJÁLMARSDÓTTIR

Helga Hjálmarsdóttir frá Vagnbrekku í Mývatnssveit fæddist 5. október 1915. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 22. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hjálmar Jónas Stefánsson, f. 5.2. 1869, d. 24.12. Meira  Kaupa minningabók
31. janúar 2003 | Minningargreinar | 3287 orð | 1 mynd

HILDUR KRISTÍN JAKOBSDÓTTIR

Hildur Kristín Jakobsdóttir fæddist á Svalbarði á Svalbarðsströnd 7. mars 1935. Hún lést á Seli, hjúkrunardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, fimmtudaginn 23. janúar síðastliðinn. Foreldrar Hildar Kristínar voru Jakob Vilhjálmur Þorsteinsson, f. 1. Meira  Kaupa minningabók
31. janúar 2003 | Minningargreinar | 1550 orð | 1 mynd

HJÖRDÍS LEIFSDÓTTIR

Hjördís Leifsdóttir fæddist í Reykjavík 6. febrúar 1962. Hún lést á heimili sínu í Hveragerði 19. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru hjónin Leifur Kristinn Guðmundsson, f. í Reykjavík 19. september 1934 og Sigrún Þuríður Runólfsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
31. janúar 2003 | Minningargreinar | 3064 orð | 1 mynd

INGVAR JÓNSSON

Ingvar Jónsson fæddist í Steinholti í Staðarhreppi í Skagafirði 8. janúar 1917. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss 18. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Áslaug Egilsdóttir og Jón Guðmundsson. Bræður Ingvars eru Sigvaldi, f. 10. Meira  Kaupa minningabók
31. janúar 2003 | Minningargreinar | 2362 orð | 1 mynd

JÓFRÍÐUR MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR

Jófríður Margrét Guðmundsdóttir fæddist að Leiðólfsstöðum í Laxárdal í Dalasýslu 17. september 1913. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 15. janúar síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
31. janúar 2003 | Minningargreinar | 2279 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR RÓSA MEYVANTSDÓTTIR

Sigríður Rósa Meyvantsdóttir fæddist í Reykjavík 2. júní 1918. Hún andaðist á Landakotsspítala 23. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Meyvant Sigurðsson, bílstjóri og bóndi á Eiði, þar sem nú er Eiðistorg, f. 5 apríl 1894, d. 8. sept. Meira  Kaupa minningabók
31. janúar 2003 | Minningargreinar | 348 orð | 1 mynd

TORFI STEFÁNSSON

Torfi Stefánsson var fæddur í Keflavík 10. september 1925. Hann lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur 23. janúar. Foreldrar hans voru hjónin Þórdís Torfadóttir og Stefán Jóhannesson. Torfi bjó allan sinn aldur í Keflavík. Meira  Kaupa minningabók
31. janúar 2003 | Minningargreinar | 613 orð | 1 mynd

VALDEMAR HALLDÓRSSON

Valdemar Halldórsson fæddist á Akureyri 29. janúar 1921. Hann lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 17. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Glerárkirkju 29. janúar. Meira  Kaupa minningabók
31. janúar 2003 | Minningargreinar | 293 orð | 1 mynd

ÞÓRHILDUR GUNNÞÓRSDÓTTIR

Þórhildur Gunnþórsdóttir fæddist á Stóra-Steinsvaði í N-Múlasýslu 12. janúar 1919. Hún andaðist í Fellsenda í Dalasýslu 21. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gunnþór Þórarinsson, f. 16. júlí 1896, d. 20. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

31. janúar 2003 | Viðskiptafréttir | 173 orð | 1 mynd

118 milljóna króna hagnaður

HAGNAÐUR Sparisjóðsins í Keflavík nam 118 milljónum króna í fyrra. Árið áður var hagnaðurinn 170 milljónir króna og dróst hann því saman um 31% milli ára. Arðsemi eigin fjár lækkaði úr 11,2% í 6,8%. Meira
31. janúar 2003 | Viðskiptafréttir | 281 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Bleikja 135 100 125...

ALLIR FISKMARKAÐIR Bleikja 135 100 125 95 11,873 Blálanga 112 86 109 695 75,468 Gellur 615 570 584 149 87,025 Grálúða 130 130 130 16 2,080 Grásleppa 25 10 18 535 9,445 Gullkarfi 129 30 110 12,037 1,324,652 Hlýri 159 100 135 2,483 335,653 Hnísa 140 140... Meira
31. janúar 2003 | Viðskiptafréttir | 378 orð

Bandaríska verðbréfaeftirlitið kærir KPMG

KPMG hefur gripið til harðra varnaraðgerða vegna kæru bandaríska verðbréfaeftirlitsins, SEC, á hendur fyrirtækinu og fjórum stjórnenda þess. Meira
31. janúar 2003 | Viðskiptafréttir | 163 orð

Fitch lækkar mat á japönskum bönkum

FITCH, sem er alþjóðlegt lánshæfismatsfyrirtæki, hefur lækkað mat sitt á flestum helstu bönkum Japan, að því er fram kemur í frétt á vefsíðu fyrirtækisins. Meira
31. janúar 2003 | Viðskiptafréttir | 172 orð | 1 mynd

General Electric virtast í heimi

GENERAL Electric er virtasta fyrirtæki heims samkvæmt könnun PricewaterhouseCoopers meðal meira en 1.000 stjórnenda í yfir 20 löndum. GE hefur haldið þessu sæti síðustu árin og Microsoft, sem er í öðru sæti, hefur einnig vermt það undanfarin ár. Meira
31. janúar 2003 | Viðskiptafréttir | 621 orð | 2 myndir

Hopar þorskurinn eða eykst fiskigengd?

HÆRRA hitastig sjávar við Noreg er talið geta leitt til annars tveggja, að þorskurinn í Barentshafinu leiti til austurs í kaldari sjó innan lögsögu Rússlands, eða að meira verði af þorski um allt Barentshafið. Meira

Fastir þættir

31. janúar 2003 | Árnað heilla | 39 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Í dag, föstudaginn 31. janúar er fimmtug Herdís H. Þórðardóttir, Bjarkargrund 8, Akranesi. Af því tilefni taka hún og eiginmaður hennar, Jóhannes Ólafsson, á móti gestum í Oddfellow-húsinu, Kirkjubraut 54, Akranesi, frá kl. 19 í... Meira
31. janúar 2003 | Árnað heilla | 40 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Hinn 3. febrúar nk. verður fimmtug Vera Ósk Valgarðsdóttir, Hveragerði. Af því tilefni býður hún vinum og vandamönnum til gleðskapar að Völlum í Ölfusi (nýju hóteli Eldhesta rétt austan við Hveragerði) laugardaginn 1. feb. frá kl.... Meira
31. janúar 2003 | Árnað heilla | 32 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 31. janúar, er sjötugur Rósinkrans Kristjánsson, leigubílstjóri. Hann tekur á móti gestum á morgun, laugardag, eftir kl. 15 á heimili sonar síns að Fjallalind 29,... Meira
31. janúar 2003 | Dagbók | 59 orð | 1 mynd

Auður Eir talar í Akureyrarkirkju

SÉRA Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar í guðsþjónustu í Akureyrarkirkju, sunnudaginn 2. febrúar klukkan 11. Að messunni lokinni mun hún ræða um Kvennakirkjuna í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju og sitthvað fleira sem snertir konur og kirkju. Meira
31. janúar 2003 | Fastir þættir | 156 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

SAGNIR eru ekki til eftirbreytni, en lélegar sagnir eru engin afsökun þegar út í spilamennskuna er komið. Suður gefur; allir á hættu. Meira
31. janúar 2003 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. júlí 2002 í Hafnarkirkju af sr. Baldri Kristjánssyni þau Elín Harðardóttir og Hermann Stefánsson. Heimili þeirra er að Hagatúni 14,... Meira
31. janúar 2003 | Dagbók | 136 orð

Hallgrímskirkja.

Hallgrímskirkja. Eldriborgarastarf í dag kl. 13. Leikfimi, æfingar við allra hæfi, undir stjórn Jóhönnu Sigríðar. Súpa, kaffi og spjall. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Meira
31. janúar 2003 | Dagbók | 533 orð

(Post. 10, 43.)

Í dag er föstudagur 31. janúar, 31. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Honum bera allir spámennirnir vitni, að sérhver, sem á hann trúir, fái fyrir hans nafn fyrirgefningu syndanna. Meira
31. janúar 2003 | Viðhorf | 757 orð

Sálin á Netinu

Hver sá, sem haft hefur aðgang að nettengdri tölvu, hefur getað skyggnst inn í innstu kima sálarlífs míns og séð þann viðkvæma mann sem ég hef að geyma. Meira
31. janúar 2003 | Fastir þættir | 111 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rc3 Rc6 4. a3 d5 5. Bb5 Bg4 6. h3 Bxf3 7. Dxf3 d4 8. Re2 Dd6 9. d3 g6 10. Bd2 O-O-O 11. c4 dxc3 12. Bxc3 Rd4 13. Rxd4 exd4 14. Bd2 Be7 15. O-O h5 16. Hac1 c6 17. Bf4 Dd7 Staðan kom upp á Skákþingi Reykjavíkur sem stendur nú yfir. Meira
31. janúar 2003 | Dagbók | 39 orð

SNATI OG ÓLI

Heyrðu snöggvast Snati minn, snjalli vinur kæri, heldurðu ekki hringinn þinn ég hermannlega bæri? Lof mér nú að leika að látúnshálsgjörð þinni. Ég skal seinna jafna það með jólaköku minni. Jæja þá, í þetta sinn þér er heimil ólin. Meira
31. janúar 2003 | Fastir þættir | 411 orð | 2 myndir

Spennandi lokaumferðir á Skákþingi Reykjavíkur

12. jan. - 2. feb. 2003 Meira
31. janúar 2003 | Fastir þættir | 292 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

TOLLGÆZLAN í Keflavík gerði í gær upptæk þrjú kíló af ítalskri skinku, sem reynt var að smygla til landsins. Skinkan fannst á 28 ára gömlum Hollendingi, sem var sektaður um 3.000 krónur fyrir athæfið og að því búnu vísað úr landi. Meira

Íþróttir

31. janúar 2003 | Íþróttir | 503 orð | 1 mynd

Aðdáunarverð barátta Íslands

,,ÞETTA var hörkuleikur eins og við vorum búnir að búa okkur undir. Íslenska liðið er gott og við þurftum að taka á okkar öllu til að leggja það að velli," sagði Enric Masip, fyrirliði Spánverja og leikmaður Barcelona, við Morgunblaðið eftir sigurinn á Íslendingum. Meira
31. janúar 2003 | Íþróttir | 581 orð

Allt of mörg tæknileg mistök

"ÞAÐ var gríðarlega svekkjandi að ná ekki að komast í undanúrslitin en það fór of mikið úrskeiðis í okkar leik til að það gæti orðið. Við unnum ekki vinnuna nægilega vel í vörninni og skyttur Spánverjanna fengu að skjóta nánast óáreittar á markið. Meira
31. janúar 2003 | Íþróttir | 770 orð | 1 mynd

Berjumst til þrautar

"ÉG er auðvitað ákaflega vonsvikinn yfir úrslitunum og það var margt sem gerði það að verkum að við töpuðum leiknum. Meira
31. janúar 2003 | Íþróttir | 96 orð

Brast í grát

JÚGÓSLAVNESKU leikmennirnir áttu bágt með að sætta sig við úrslitin á móti Þjóðverjum í gær, jafntefli, 31:31, og flestir þeirra voru afar niðurlútir þegar flautað var til leiksloka. Meira
31. janúar 2003 | Íþróttir | 217 orð

Chelsea í 1.000 sigra klúbbinn

SIGUR Chelsea á Leeds var eittþúsundasti sigur liðsins í efstu deild ensku knattspyrnunnar frá því að það vann sinn fyrsta leik 23. september árið 1907. Þá lagði Chelsea liðsmenn Newcastle, 2:0. Meira
31. janúar 2003 | Íþróttir | 138 orð

Evrópa vinnur HM-sæti

EVRÓPUÞJÓÐIR hafa tryggt sér tíu efstu sætin í heimsmeistarakeppninni í handknattleik. Meira
31. janúar 2003 | Íþróttir | 85 orð

Frá Watford til Leifturs/Dalvíkur?

ÚTLIT er fyrir að knattspyrnulið Leifturs/Dalvíkur fái til sín tvo unga leikmenn frá Watford í Englandi fyrir baráttuna í 1. deildinni í sumar. Rúnar Guðlaugsson, forsvarsmaður liðsins, staðfesti það við Morgunblaðið í gær. Meira
31. janúar 2003 | Íþróttir | 168 orð | 1 mynd

Glímt við rússneska björninn

ÍSLENDINGAR berjast um helgina um þrjú sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004, við Rússa, Júgóslava og Ungverja. Þetta er niðurstaðan eftir nauman ósigur gegn Spánverjum, 32:31, í gærkvöld. Aðeins sú þjóð sem tapar báðum leikjum sínum í keppninni um 5.-8. sætið mun sitja heima en hinar þrjár komast á leikana. Fyrri leikurinn er gegn Rússum í fyrramálið. Meira
31. janúar 2003 | Íþróttir | 335 orð

HANDKNATTLEIKUR Ísland - Spánn 31:32 Caminha,...

HANDKNATTLEIKUR Ísland - Spánn 31:32 Caminha, Portúgal, HM karla, milliriðill 1, Fimmtudaginn 30. janúar 2003. Gangur leiksins : 1:0, 2:4, 4:6, 8:10, 11:14, 13:15, 16:18, 18:18 , 18:19, 20:22, 22:24, 25:25, 26:29, 28:31, 31:32 . Meira
31. janúar 2003 | Íþróttir | 541 orð | 2 myndir

Hvorki svekktur né sár

HINN 21 árs gamli Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi Valsliðsins, hefur ekkert komið við sögu í leikjum íslenska liðsins á HM og tók Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, þá ákvörðun í gær að tilkynna nafn Snorra í keppnina en eins og fram hefur komið tilkynnti Guðmundur aðeins 15 nöfn og hélt einu lausu sæti. Meira
31. janúar 2003 | Íþróttir | 689 orð | 3 myndir

Íslendingar of blóðheitir í Caminha

ÍSLENDINGAR voru of blóðheitir um miðjan seinni hálfleik gegn Spánverjum, þegar þeir gátu komist yfir einum fleiri í stöðunni, 25:25. Meira
31. janúar 2003 | Íþróttir | 168 orð | 1 mynd

Íslendingar of háðir Ólafi

SPÆNSKIR fjölmiðlar fóru í gærkvöldi lofsamlegum orðum um spænska handboltalandsliðið eftir sigurinn nauma á Íslendingum. Íþróttadagblaðið Marca sagði í frétt sinni að leikurinn hefði verið gífurlega hraður og leikmenn hefðu hvergi sparað kraftana. Meira
31. janúar 2003 | Íþróttir | 55 orð

Íslendingar of sterkir

PÓLSKIR fjölmiðlar veltu sér ekki mikið upp úr ósigri sinna manna gegn Íslendingum á HM í Portúgal í gær. Stærsta dagblað landsins, Gazeta Wyborcza, sagði aðeins stuttlega frá gangi mála í Caminha undir fyrirsögninni: "Íslendingar voru of sterkir. Meira
31. janúar 2003 | Íþróttir | 103 orð

Júgóslavi í Grindavík

PREDRAG Pramenko, körfuknattleiksmaður frá Júgóslavíu, er væntanlegur til Grindavíkur í næstu viku og leikur með liðinu út tímabilið. Pramenko hefur leikið sem framherji en hann er 28 ára gamall og 2,04 metrar á hæð. Hann lék síðast í 1. Meira
31. janúar 2003 | Íþróttir | 140 orð

Kretzschmar fékk morðhótanir frá Túnis

NÆSTA heimsmeistarakeppni í handknattleik karla fer fram í Túnis árið 2005 en Þjóðverjar sóttu einnig um að fá að halda keppnina. Meira
31. janúar 2003 | Íþróttir | 266 orð | 1 mynd

* KRISTJÁN Helgason féll úr keppni...

* KRISTJÁN Helgason féll úr keppni í 3. umferð undanrása heimsmeistaramótsins í snóker í Blackpool í fyrrakvöld. Hann beið þá lægri hlut fyrir hinum 15 ára gamla Tom Ford , efnilegasta snókerspilara Englendinga, 10:9, í hörkuspennandi leik. Meira
31. janúar 2003 | Íþróttir | 283 orð

Króatar sendu Danina tómhenta heim

KRÓATAR unnu öruggan sigur á Dönum, 33:27, og sendu þar með danska liðið tómhent heim því það hafnaði í þriðja sæti í þriðja milliriðli og leikur hvorki um verðlaunasæti né þátttökurétt á næstu Ólympíuleikum. Staðan í hálfleik var 19:11, Króötum í vil. Meira
31. janúar 2003 | Íþróttir | 28 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeild: Borgarnes: Skallagrímur...

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeild: Borgarnes: Skallagrímur - Keflavík 19.15 Hveragerði: Hamar - Haukar 19.15 Seljaskóli: ÍR - Breiðablik 19.15 HANDKNATTLEIKUR 1. Meira
31. janúar 2003 | Íþróttir | 456 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR Valur - Njarðvík 90:69 Hlíðarendi,...

KÖRFUKNATTLEIKUR Valur - Njarðvík 90:69 Hlíðarendi, Reykjavík, úrvalsdeild karla, Intersport-deildin, fimmtudaginn 30. janúar 2003. Meira
31. janúar 2003 | Íþróttir | 122 orð

Landslið Júgóslavíu heyrir fortíðinni til

Á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Portúgal keppa handknattleiksmenn á Balklandsskaga í síðasta sinn undir merkjum Júgóslavíu, sem verið hefur einn helsti merkisberi handknattleiks á síðustu áratugum og oftar en ekki verið í hópi allra bestu þjóða. Meira
31. janúar 2003 | Íþróttir | 181 orð

Langri sigurgöngu Svía lokið

MERKILEGUM kafla í handknattleikssögunni lauk í Portúgal í gærkvöld. Hið sigursæla lið Svía, sem hefur leikið hvern einasta úrslitaleik á stórmótum í handknattleik frá árinu 1996, tapaði fyrir Frökkum, 30:24, og varð neðst í sínum milliriðli á HM. Meira
31. janúar 2003 | Íþróttir | 1041 orð

Meistararnir kjöldregnir á Hlíðarenda

VALSMENN unnu sinn annan leik í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í vetur þegar þeir kjöldrógu Njarðvíkinga rækilega á Hlíðarenda í gærkvöldi. Íslands- og bikarmeistararnir sáu aldrei sólar og máttu sín lítils gegn einbeittum Valsmönnum sem slógu hvergi af allan leikinn í 90:69 sigri. Tapið var gestunum úr Njarðvík því sárara að Valur vann einnig fyrri leik liðanna í deildinni og hefur því unnið báða sína gegn meisturunum. Meira
31. janúar 2003 | Íþróttir | 93 orð

Ólafur valinn í sænskt heimslið

SÆNSKA sjónvarpssstöðin TV4 valdi Ólaf Stefánsson í heimslið sitt sem það kynnti í þætti um heimsmeistarakeppnina í handknattleik í fyrrakvöld. Þátturinn var í tengslum við útsendingu frá leik Svíþjóðar og Ungverjalands. Meira
31. janúar 2003 | Íþróttir | 105 orð

Óvissa hjá Gunnari Berg

GUNNAR Berg Viktorsson, landsliðsmaður í handknattleik, sagði við Morgunblaðið í gær að óvíst væri hvað tæki við hjá sér í vor en samningur hans við franska 1. deildarliðið Paris St. Germain rennur út eftir leiktíðina í vor. Meira
31. janúar 2003 | Íþróttir | 368 orð | 1 mynd

"Vona að við getum nýtt forkaupsréttinn"

GRAHAM Taylor, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Aston Villa, segir að það hafi verið vegna vináttu sinnar við Guðjón Þórðarson, fyrrum knattspyrnustjóra Stoke City, sem hann hafi fengið son hans, Jóhannes Karl Guðjónsson, til liðs við sig. Jóhannes Karl kom til Villa á leigu frá Real Betis í síðustu viku og sló í gegn á þriðjudagskvöldið þegar hann skoraði mark af rúmlega 30 metra færi í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni, gegn Middlesbrough. Meira
31. janúar 2003 | Íþróttir | 450 orð | 1 mynd

* ROBBIE Fowler gekk í gær...

* ROBBIE Fowler gekk í gær endanlega frá samningum sínum við Manchester City og fer beint í leikmannahóp liðsins sem mætir WBA í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á morgun. Meira
31. janúar 2003 | Íþróttir | 118 orð | 1 mynd

Sárt að sjá Spánverjana fagna

"ÉG veit ekki hvað ég á að segja," sagði Roland Eradze, markvörður íslenska liðsins, sem enn og aftur kom inn af varamannbekk liðsins og varði vel, alls 13 skot í leiknum. "Þetta var mjög erfiður leikur á alla vegu. Meira
31. janúar 2003 | Íþróttir | 120 orð | 1 mynd

* SIGFÚS Sigurðsson átti í talsverðum...

* SIGFÚS Sigurðsson átti í talsverðum erfiðleikum með hemja skap sitt en nokkrum sinnum lenti hann upp á kant við félaga sína á varamannabekknum og þurfti Einar Þorvarðarson að skerast í leikinn og róa menn niður. Meira
31. janúar 2003 | Íþróttir | 410 orð | 1 mynd

* SPÁNVERJAR fengu gríðarlegan stuðning á...

* SPÁNVERJAR fengu gríðarlegan stuðning á áhorfendapöllunum í Caminha . Flestir þeirra 3.000 áhorfenda sem á leiknum voru studdu hressilega við bakið á Spánverjum. Caminha er skammt frá landamærum Spánar eða aðeins 5 kílómetra frá. Meira
31. janúar 2003 | Íþróttir | 92 orð

Stefán og Gunnar dæmdu vel

STEFÁN Arnaldsson og Gunnar Viðarsson dæmdu leik Þjóðverja og Júgóslava í Pavoa de Varzim í gær en leikurinn var hreinn úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum. Þeir Stefán og Gunnar komust mjög vel frá hlutverki sínu í leiknum. Meira
31. janúar 2003 | Íþróttir | 837 orð

Tókum áhættu sem gekk ekki upp

"AUÐVITAÐ eru úrslit leiksins mikil vonbrigði fyrir okkur og í raun er ekki mikið annað hægt að segja á svona stundu," sagði Ólafur Stefánsson eftir 32:31-tap íslenska liðsins fyrir Spánverjum í Caminha í gær. Meira
31. janúar 2003 | Íþróttir | 153 orð

Zaky með 11 marka forskot

HUSSEIN Zaky, skyttan unga og efnilega frá Egyptalandi, skoraði 8 mörk fyrir Egypta gegn Rússum í gærkvöld og jók því enn forskot sitt í keppninni um markakóngstitilinn á HM í Portúgal. Hann hefur nú gert 61 mark í 7 leikjum. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

31. janúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 806 orð | 1 mynd

Að höndla hamingjuna

ÉG er frábær og ég get skipulagt líf mitt." Þetta er dæmi um fullyrðingu sem við eigum að fara með hvenær sem okkur finnst sjálfstraustið ekki sem best eða bara til að auka líkur á árangri og þar með hamingju. Það er a.m.k. ábending til fólks frá... Meira
31. janúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 146 orð | 1 mynd

Ásthildur íþróttamaður Reykjavíkur

ÁSTHILDUR Helgadóttir , fyrirliði Íslands- og bikarmeistara KR í knattspyrnu, var útnefnd íþróttamaður Reykjavíkur 2002 á þriðjudag. Ásthildur hlaut viðurkenninguna fyrir góðan árangur í knattspyrnu á árinu. Hún skoraði 33 mörk í 26 leikjum á síðasta... Meira
31. janúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 671 orð | 4 myndir

Einlæg mynd án skilaboða

UNGBARNIÐ hverfur skríkjandi inn í sjónvarpsskjáinn þar sem fyrir eru sundfélagar þess á sama aldri. Hlátur, vatn og börn koma saman í fjórar mínútur og kalla fram bros og vellíðan hjá áhorfendum. Þetta er stuttmyndin "Njóttu lífsins! Meira
31. janúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 2654 orð | 8 myndir

Eins og gerst hefði í gær

Aldarfjórðungur er nú liðinn frá því Sveinn Guðjónsson stundaði kennslu í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði, og enn lengra síðan hann sat síðast á skólabekk. Honum lék forvitni á að vita hvort skólabragur hefði eitthvað breyst á þessum tíma og gerðist því nemandi í 10. bekk í einn dag í gamla skólanum sínum. Kristinn Ingvarsson ljósmyndari festi skólalífið á filmu. Meira
31. janúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 323 orð | 7 myndir

Eyru, reimar og dúskar

EITT gott kuldakast það sem af er vetri. Það telst ekki mikið þegar febrúar er að hefjast. Meira
31. janúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 678 orð | 4 myndir

Hálfmánar í hávegum

Reynir Már Ásgeirsson er fjórði ættliðurinn í beinan karllegg sem smíðar úr gulli og silfri. Valgerður Þ. Jónsdóttir skoðaði muni sem lítt eiga skylt við aðalsmerki fjölskyldunnar í áratugi. Meira
31. janúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 114 orð | 1 mynd

Leggja fram sannanir

BANDARÍKJAMENN ætla í næstu viku að leggja fram nýjar sannanir gegn Saddam Hússein , forseta Íraks. Þeir segjast geta sannað að Saddam hafi látið smíða gjöreyðingar-vopn. Hann hafi líka átt samstarf við hryðjuverka-menn. Meira
31. janúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 140 orð | 1 mynd

Músíktilraunir að byrja

Í MARS verða Músík-tilraunir haldnar í 20. skipti. Smá breyting hefur orðið í ár og verða tilraunirnar haldnar á tveimur stöðum. Tvö kvöld verða í Tónabæ og svo verða tvö kvöld í Hinu húsinu. Úrslita-kvöldið verður svo haldið í Austurbæ 28. mars. Meira
31. janúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 70 orð | 1 mynd

Netfang: auefni@mbl.is

ÍSLENSKA karla-landsliðið í hand-knattleik hefur tryggt sér rétt til að leika um sæti á Ólympíu-leikunum í Grikklandi. En þeir verða haldnir í Aþenu árið 2004. Átta landslið taka þátt í loka-keppninni á heimsmeistara-mótinu í Portúgal. Meira
31. janúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 170 orð | 1 mynd

Nýr barnaspítali opnaður

NÝR Barnaspítali Hringsins var opnaður um síðustu helgi. Það er kvenfélagið Hringurinn sem hefur í sextíu ár barist hvað mest fyrir byggingu spítalans og safnað miklum peningum til að hægt yrði að byggja hann. Margir aðrir hafa líka lagt hönd á plóginn. Meira
31. janúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 401 orð | 1 mynd

Skemmtileg og góð reynsla

ODDNÝ Silja Herdísardóttir, formaður nemendaráðs Víðistaðaskóla, kvaðst hafa gert sér grein fyrir að um tímafrekt starf væri að ræða þegar hún bauð sig fram í kosningu um embættið. Meira
31. janúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 687 orð | 1 mynd

Upp til hópa ljúfasta fólk

SIGURÐUR Björgvinsson hóf kennslu við Víðistaðaskóla árið 1978 og hefur verið skólastjóri við skólann síðan árið 1994. Meira
31. janúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 597 orð

Þemað var grænt

YFIR sjötíu manns alls staðar að úr Evrópu láta fara vel um sig í þægilegum ljósum sessum í daufgrænni birtu. Dreypa á myntugrænum kokteilum með límónusneiðum og spjalla saman um hugðarefnin; stuttmyndir og video-list. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.